Svíðþjóð

Page 1

Svíþjóð

Höfuðborg Svíþjóðar er Stokkhólmur. Aðrar stærstu borgir landsins, í stærðarröð, eru Gautaborg, Málmey, Uppsalir,Linköping, Västerås, Örebro, Karlstad, Norrköping, Helsingjaborg, Jönköping, Gävle, Sundsvall og Umeå.


Kort af Svíþjóð

Svíþjóð er nálægt Noregi,Finnlandi,Danmörk og Rússlandi. Finnland, Svíþjóð og Noregur eru eiginlega tengd saman.


Stokkhólmur  Stokkhólmur er höfuðborg Svíþjóðar og jafnframt stærsta borg landsins. Þar búa 911.989 manns (2014) en á öllu Stokkhólmssvæðinu (Stokkhólmur og nágrannasveitafélög) búa um 1,9 milljónir íbúa.  Fyrri hluti nafnsins, Stokkhólmur, er m.a. talinn kominn af þeirri aðferð til forna að strengja (þ.e. loka) milli eyja með stokkum (trjábolum) sem hefur líkilega verið gert til að stjórna skipaferðum og geta þar með innheimt tolla. Var þá búin til skipavirki úr ydduðum trjábolum sem stóðu ógnandi upp úr, svonefnt pålspärr á sænsku. Hólmurinn í nafninu er líklega Stadsholmen,


Þjóðhátíðardagur Svía

Þjóðhátíðardagur Svía er 6. júní og þá er oft haldin veisla. Þeir kalla það Svenska flaggans dag (Sænski fánadagurinn)


Sænski fáninn  Sögu sænska fánans má rekja aftur til miðrar sextándu aldar. Sagt er að við hönnun hans hafi innblástur verið sóttur til danska fánans, Dannebrog. Sænski fáninn á sér langa sögu, en ekki er vitað nákvæmlega hversu gamall hann er. Fyrstu staðfestu dæmin um bláan feld með gulum krossi eru frá miðri 16. öld. Blátt og gult (gull) hafa alltaf verið hefðbundnir litir Svíþjóðar. Forfaðir núverandi fána Svíþjóðar er líklega sænska skjaldamerkið með þremur gullnum kórónum með bláum bakgrunni og gullni krossinn af „stóra ríkisskjaldarmerkinu“ sænska.


Sænskur matur     

 

Sænskur matur Sænskar kjötbollur hérna er uppskriftin kjötbollur 15 litlir skammtar, helmingið gjarnan eða frystið. 2 dl mjólk 1 dl rjómi/matreiðslurjómi 1 1/2 dl rasp 1 kg blandað hakk (Yfirleitt eru hlutfallið 70% nautahakk og 30% svínahakk) 2 tsk salt 2 – 3 tsk pipar, helst hvítur. 1/2 tsk sykur 2 egg 1 1/2 dl rifinn laukur smjör (til steikingar) Blandið mjólk, rjóma og brauðmolum/raspi. Láta standa í u.þ.b. 10 mínútur. Blandið hakkið með salti, pipar og sykri. Bætið eggjum út í og blandið vel saman. Hrærið mjólkur/raspblöndunni og lauk saman við hakkið og blandið vel saman.Mótið litlar bollur úr hakkinu. Steikið bollurnar á pönnu, og snúið reglulega. Einnig er hægt að steikja bollurnar í ofni, við 200 c, en þá verður að muna að snúa þeim mjög reglulega.Borið fram með kartöflum, brúnni sósu og sultu.



Zlatan Ibrahimović  Zlatan Ibrahimović er sænskur fótboltamaður og er bestur í Svíðþjóð. Hann er fæddur 3. október 1981.  Hann er frammherji og hann hefur spilað með Malmö, Ajax, Juventus, Inter Milan, Barcelona og A.C. Milan en hann er núna að spila með Paris Saint-Germain. Hann er þriðji besti fótboltamaðurinn í heimi eftir Messi og Ronaldo. Hann kom til Paris Saint-Germain í júlí 2012. Zlatan fæddist í Muslim Bosniak í Svíðþjóð. Pabbi hans hét Šefik Ibrahimović og mamma hans Jurka Gravić. Konan hans heitir Helena Seger og hann á tvo syni sem heita Maximilian (10 ára) og Vincent (8 ára). Zlatan hefur unnið einu sinni gullskóinn og það var árið 2007.



Abba  ABBA var vinsæl sænsk popphljómsveit, sem starfaði frá 1972 til 1982. Hljómsveitin varð fræg er hún vann Eurovision keppnina árið 1974, með laginu „Waterloo“. ABBA var ein af vinsælustu hljómsveitum heims á diskóárunum og átti marga góða smelli fyrir utan Waterloo, m.a. „Dancing Queen“, „Mamma Mia“ og „Money, Money, Money“. Meðlimir hljómsveitarinnar voru: Anni-Frid Lyngstad, Benny Andersson, Björn Ulvaeus og Agnetha Fältskog og var nafn hljómsveitarinnar myndað úr upphafsstöfum nafna þeirra. Þau Agnetha og Björn voru hjón á tímabilinu 1971 til 1979. Síðar giftust Benny og Anni-Frid og voru gift á árunum 1978 til 1981. Kvikmyndin Mamma Mia! var gerð úr lögum frá hljómsveitinni frægu. Benny Andersson og Björn Ulvaeus hjálpuðu til við gerð myndarinnar og koma þeir fram í laginu „Man after midnight“



Astrid Lindgren  Astrid Lindgren er sænskur rithöfundur, fædd 14. nóvember 1907, á sveitaheimili foreldra sinna rétt utan við litla bæinn Vimmerby í Småland. Faðir hennar hét Samuel August Ericsson og móðir hennar hét Hanna. Astrid átti þrjú systkini og hún segir að tvennt hafi einkum einkennt æskuárin sín – öryggi og frelsi. Systkinin fengu mikinn og frjálsan leiktíma; léku sér og léku ásamt því að aðstoða foreldra sína við bústörfin. Kringum rauða húsið með eplatrjánum höfðu þau mikla og fjölbreytta náttúru að leika sér í. Margt vinnufólk bjó í nágrenninu svo það var ætíð nóg af leikfélögum.  Þegar Astrid var 13 ára var ein ritgerða hennar birt í bæjarblaðinu; Wimmerby Tidning. Eftir það var henni strítt og hún gjarnan uppnefnd: ,,Selma Lagerlöf Vimmerbæjar". En á skólaárunum sagði fólk oft við hana að hún yrði ábyggilega rithöfundur er hún yrði stór. Þetta varð til þess að hún tók snemma þá ákvörðun að skrifa aldrei bækur þótt hún fyndi innst inni að það gæti verið gaman.



Lína Langsokkur  Auðvitað vitum við að Astrid Lindgren bjó til bækurnar um Línu Langsokk, Emil í Kattholti, Ronju Ræningjadóttur, Lottu og Börnin í Ólátagarði.  Lína Langsokkur er stelpa sem er sterkasta stelpa í heimi og hún á heima í Sjónarhóli.  Hún á vini sem heita Anna og Tommi.  Hún á hest sem er kallaður Kallinn Minn og hún á líka apa sem heitir Herra Níels.  Faðir hennar er skipstjóri sem er eyðir öllum sínum tíma á sjó og því þarf Lína að sjá um sig sjálf.  Það eru til myndir, þættir og bækur um Línu Langsokk



Emil í Kattholti  Emil hét strákur sem átti heima í Kattholti í Smálöndum. Hann var svo dæmalaust fríður að hann leit helst út fyrir að vera algert englabarn. En enginn skyldi ímynda sér það því að Emil gerði fleiri skammarstrik en dagarnir eru í árinu. Eftir verstu óknyttina þurfti hann að dúsa í smíðaskemmunni þar sem hann dundaði sér við að tálga spýtukarla. Mamma Emils skráði skammarstrikin í bláar stílabækur sem á endanum fylltu heila kommóðuskúffu og spýtukarlarnir urðu 369 talsins áður en yfir lauk. En Emil gerði líka margt gott og það má segja honum til hróss að hann gerði aldrei sama skammarstrikið nema einu sinni!



Ronja Ræningjadóttir  Ronja er stelpa sem vex upp með liði af ræningjum sem búa í kastala í Trjálandi í Svíþjóð. Matthías er pabbi Ronju og hún er eina barn ræningjaforingjans. Hún á eftir að verða foringinn einn daginn. Kastalinn þeirra klofnaði í sundur eftir eina eldingu daginn sem Ronja fæddist.



Sænski Dalahesturinn  Sænski dala hesturinn er hestur úr timbri og er dót fyrir krakka og skrautgripur fyrir aðra. Sænski dala hesturinn eða Dala (Sænska: Dalahäst) er hefðbundin rista, málaður tréhestur upprunninn í sænska héraðinu Dalarna (Dalarna). Í gamla daga var hesturinn að mestu notaður sem leikfang fyrir börn; í nútímanum hefur það orðið tákn um Dalarna, auk Sweden almennt. Nokkrar mismunandi gerðir af Dalecarlian hestum eru gerðar, með greina lögun sameiginleg byggðarlagsins á síðuna þar sem þau eru framleidd. Einn sérstakur stíll hefur hins vegar orðið miklu algengari en aðrir. Það er fast rista og máluð í skærrauðum lit.



TAKK FYRIR OKKUR

Verkefni eftir: Aron Elí Ragnarsson Herreros Eldar Daníelsson Þengill Sigurjónsson


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.