Noregur
Um Noreg • Noregur er land, á Skandinavíuskaganum í Norður-Evrópu, hefur landamæri að Svíþjóð, Finnlandi og Rússlandi og er eitt Norðurlandanna. Í Noregi búa rúmlega 5 milljónir. Höfuðborg landsins er Osló. Tungumál Norðmanna er norska (sem hefur tvö opinber ritunarform, bókmál og nýnorsku), ásamt samískum tungumálum. Norskt talmál einkennist af miklum mállýskumun. Notkun mállýsku í venjulegu talmáli er jafn algeng hjá þeim sem nota bókmál eins og þeim sem nota nýnorsku sem ritmál. Noregur er sagt vera friðsælasta land í heimi, árið 2007 samkvæmt Global Peace Index.
Kort af Noregi
Noregur •
•
•
Í Noregi er mikið fjallendir, stórir skógar og heiðarlönd og þess vegna eru einungis rúmlega þrjú prósent landsins ræktanleg. Í Noregi búa 5,1 milljónir manna. Af þeim býr um ein milljón í og við höfuðborgina Ósló. Noregur er þingbundið konungsríki. Haraldur V Noregskonungur hefur ekki raunveruleg pólitísk völd og Stórþingið fer með æðsta valdið. Noregur á ekki aðild að ESB en tekur þátt í efnahagssamstarfi Evrópulandanna gegnum EEs-samninginn. Noregur á aðild að NATO. Helstu tekjulind Norðmanna eru vinnsla og útflutningur á olíu og jarðgasi sem dælt er upp af hafsbotni. Málmiðnaður, skipaútgerð og ferðaþjónusta eru einnig mikilvæg fyrir efnahag landsins
Osló • Osló er höfuðborgin í Noregi. Þar bjuggu rúmlega 640.313 íbúar árið 2014. Fylkið, sveitarfélagið og bærinn heita öll Osló. Borgin er vinabær Reykjavíkur. Borgarstjóri er Fabian Stang sem situr fyrir hægrimenn. Fylkið Osló er það fjölmennasta í landinu og er staðsett í landshlutanum Austurland.
Osl贸
Meira um Noreg •
Fólk hefur búið í Noregi í yfir 12.000 ár. Fornleifafræðingar segja að fólkið hafi komið frá norður Þýskalandi eða úr norðaustri, sem er norður Finnland og Rússland.
•
Á 8. - 11. öld fóru margir norskir víkingar til Íslands, Færeyja, Grænlands og til Bretlandseyja, en flestir fóru til Íslands þó, til að flýja burt frá Haraldi hárfagra sem reyndi að setja allan Noreg undir sitt vald. Fornleifafræðingar segja að víkingar byrjuðu að sigla til Íslands áður en valdabarátta Haralds byrjaði.
•
17. maí 1814 fékk Noregur stjórnarskrá, en varð sjálfstætt land 7. júní árið 1905 af völdum sambandslita á milli Noregs og Svíþjóðar. Eftir það hefur 17. maí alltaf verið þjóðhátíðardagur Noregs
Olía og Fjöll • Olía og fjöll er það sem margir tengja við Noreg. Ægifögur náttúra teygir sig frá ströndum og klettum í suðri gegnum víðáttumikið fjallendi í Mið-Noregi í miðnætursólina á Norðurkollu.
Akershus • • •
Akershus eða Akurshús-fylki er fylki í suðaustur Noregi, 4.918 km² að stærð og íbúarnir eru um það bil 575.000 (2014. Akershus er næst fjölmennasta fylki Noregs á eftir Ósló. Akershus er eina norska fylkið þar sem stjórnsýslan er í öðru fylki, þ.e. Ósló. Höfuðstaðurinn er því Ósló, með um 560.000 íbúa. Stærsta borgin í fylkinu er Bærum, með um 108.000 íbúa. Akershus deilir landamærum með fylkjunum Buskerud í vestri, Upplöndum í norðri, Heiðmörk í austri,Austfold í suðri og Ósló. Auk þess nær fylkið að sænsku landamærunum á stuttum kafla í austri. Fylkið er í landshlutanum Austurlandi.
Þrándheimur •
•
Þrándheimur (norska: Trondheim: Suðursamíska Tråante) er þriðja stærsta borg og sveitarfélag Noregs, með um 160.000 íbúa. Sveitarfélagið er staðsett í SuðurÞrændalags fylki, sem er í miðju Noregs. Íbúar sveitarfélagsins eru 160.000, en íbúar borgarinnar eru um það bil 150.000. Árið 1963 sameinuðust sveitarfélögin Byneset, Leinstrand,Strinda og Tiller með Þrándheimi. Þrándheimur var áður kallaður Niðarós, sem eitt sinn var höfuðborg Noregs og einnig Íslands, þegar norðmenn réðu yfir því. Leifur Eiríksson bjó í Þrándheimi í kringum árið 1000. Mikill eldur varð í Þrándheimi árið 1651, og eyðilagði bruninn 90 % af allri borginni. Árið 1681 var hún endurbyggð.
ร rรกndheimur
Eurovision •
Norski söngvarinn Alexander Rybak vann líka Eurovision árið 2009
Norskur þjóðbúningur
Takk fyrir okkur!
• Verkefni eftir Jason,Vigni og Hafstein