Álandseyjar

Page 1

ÁLANDSEYJAR


LANDAKORT


ÁLANDSEYJAR • Álandseyjar er heiti rúmlega 6500 eyja og skerja í norðurhluta Eystrasalts á milli Svíþjóðar og Finnlands. Einungis 65 þeirra eru í byggð. Stærsta eyjan heitir Áland og á henni er höfuðstaðurinn Mariehamn, þar sem 40% íbúanna búa. Eyjarnar eru allar láglendar og er rautt jökulnúið granít einkennandi. Hæðsti staður heitir Orrdalsklint sem er 129 metra yfir sjó. Margar eyjanna eru skógi og grasivaxnar. Gróður er fjölbreyttur og skilyrði til ræktunar góð.


Skjaldarmerki Ă landseyja


STAÐREYNDIR UM ÁLANDSEYJAR • Íbúar tala sænsku • Forseti Álandseyja heitir Camilla Gunell. • MEÐALHITI: JANÚAR -2,5°C JÚLÍ 15,9°C FLATARMÁL Álandseyja 1,580KM LANDSTJÓRI Álandseyja heitir Peter Lindback.


Pommern • Pommern er fjögra mastra seglskúta og er ein af fimm slíkum sem varðveist hafa í heiminum. Skipið var smíðað í Glasgow á Skotlandi og sjósett 1903. Það sigldi þar til í seinni heimsstyrjöldinni og flutti m.a. hveiti á milli Ástralíu og Englands. Frá 1957 hefur það verið til sýnis almenning í höfninni í Mariehamn.


Saga Álandseyja • Álandseyjar hafa verið í byggð frá forsögulegum tíma. Sænskir víkingar settust að á Álandseyjum og eyjarnar komust undir sænskt yfirráð. Íbúarnir voru kristnaðir af Svíum á 12.öld. • Þegar Rússar fengu Finnland árið 1809 fylgdu eyjarnar þeim. Árið 1917 óskuðu íbúar Álandseyja eftir sameiningu við Svíþjóð, en Þjóðarbandalagið (forveri Sameinuðu þjóðanna) úrskurðaði eyjarnar undir Finnska stjórn árið 1921. Álandseyjar eiga að vera herlausar samkvæmt alþjóðasamningum. Þær gengu í Evrópusambandið með Finnum árið 1995. Þjóðhátíðardagur Álendinga er 9. júní.


Pönnukökur Álandseyja innihaldsefni: 2 dl hrísgrjón 1 dl hveiti 1 L mjólk 3 egg 1 tsk salt 1 dl sykur 2 tsk kardimommur


VERKEFNI EFTIR SÖRU OG ELSU TAKK FYRIR OKKUR


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.