Faereyja

Page 1

FĂŚreyjar

p


Um Færeyjar • Færeyjar eru klasi 18 eyja í Atlantshafinu á milli Skotlands og Íslands. Þær eru allar í byggð nema tvær, Kollur og Litla Dímon, en mjög fámennt er á sumum þeirra. Nafnið þýðir fjáreyjar og eru þær kenndar við sauðfé. Þær byggðust á svipuðum tíma og Ísland og með sama hætti, þar eð norskir víkingar og sæfarar settust þar að, auk fólks frá Skotlandi og Írlandi, sem margt var af norrænum stofni.


Kort af FĂŚreyjum


Meira um Færeyjar •

Höfuðstaður Færeyja er Þórshöfn á Straumey en í sveitarfélaginu eru alls um 20 þúsund íbúar. Heildaríbúafjöldi eyjanna er um 48.500 (árið 2011). Færeyjar tilheyra Danmörku og njóta umtalsverðra fjárstyrkja þaðan en Færeyingar hafa haft sjálfstjórn frá 1948. Æðsti maður færeysku stjórnarinnar er titlaður lögmaður. Þjóðþing Færeyinga er kallað Lögtingið og er með aðsetur í Þórshöfn en þar sitja 33 þingmenn. Færeyingar eiga jafnframt 2 kjörna fulltrúa á Folketinget, þjóðþingi Dana. Sjálfstæðisbarátta Færeyinga hefur verið eitt helsta deilumálið í Færeyjum frá fyrri hluta 20. aldarinnar en þjóðin virðist ávallt skiptast nokkuð jafnt í þá sem vilja sjálfstæði og þá sem vilja áfram tilheyra Danmörku.

Aðalatvinnuvegir Færeyinga eru fiskveiðar og fiskvinnsla. Miklar olíulindir er að finna undir hafsbotni á milli Færeyja og Bretlands og binda Færeyingar vonir við að hægt verði að vinna umtalsvert magn af olíu þar. Margir Færeyingar fóru til Íslands og unnu á vertíð upp úr miðri 20. öld og settust sumir þeirra að á Íslandi og hafa gerst íslenskir borgarar. Einnig hafa all nokkrir Íslendingar sest að í Færeyjum. Þjóðirnar eru náskyldar, svo og tungumálin færeyska og íslenska.


Norræna

Norræna er bílferja sem hefur upp á mikil þægindi að bjóða fyrir farþega. Hún var smíðuð í Lübeck í Þýskalandi árið 2003 og hóf áætlanasiglingar þá um vorið.

Lengd skipsins eru 164m og breiddin 30m, um borð er pláss fyrir 1500 farþega og 800 bíla. Yfir sumartímann telur starfsmannafjöldinn um borð u.þ.b. 120 manns. Um borð í Norrænu eru klefar fyrir farþega, stór verslunarkjarni, veitingastaðir, barir, næturklúbbur, leiksvæði fyrir börn, spilakassasalur, sundlaug, líkamsræktarsalur o.fl. Kostnaður við smíði skipsins var um 100 milljón evrur, sem var stór biti fyrir Smyril-Line og lenti fyrirtækið í vandræðum um tíma. En með aðstoð Íslendinga, Hjaltlendinga og fleiri var það tryggt að Norræna yrði áfram færeyskt skip. Norræna er stærsta farþegaskip Færeyinga. Hún siglir milli ýmist Hirtshals í Danmörku, Þórshafnar í Færeyjum og Seyðisfjarðar á Íslandi.


Grindhvaladráp

Grindadráp er veiðiaðferð sem beitt er við veiðar á grindhvali (marsvínum) í Færeyjum. Flestir Færeyingar telja grindadráp mikilvægan hluta af menningu sinni. Þessi veiðiaðferð hefur verið notuð að minnsta kosti frá 11. öld. Hvalveiðiráð Færeyinga hefur eftirlit með veiðunum en ekki Alþjóðahvalveiðiráðið. Um 950 grindhvalir eru veiddir árlega, aðallega að sumarlagi. Veiðarnar sem kallast á færeysku grindadráp eru ekki gerðar til að selja hvalaafurðir heldur eru skipulagðar þannig að allir geta tekið þátt. Dýraverndunarsinnar hafa gagnrýnt veiðarnar og segja þær grimmar og ónauðsynlegar.


Færeyskur þjóðbúningur


Eivör Pálsdótir

https://www.youtube.com/wa tch?v=aTI2SA1HFcE Eivör Pálsdóttir er mjög fræg söngkona og er frá Færeyjum. Hún syngur oft á Íslandi.


Takk fyrir okkur

โ ข Almar Mรกni og Fannar


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.