Finnland

Page 1


Um Finnland  Finnland (finnska Suomi, Suomen tasavalta, sænska

Republiken Finland) er eitt Norðurlandanna í norðanverðri Evrópu. Landið liggur að tveimur flóum úr Eystrasalti, Helsingjabotni í vestri og Kirjálabotni í suðri. Það á einnig landamæri að Svíþjóð í vestri, Noregi í norðri og Rússlandi í austri. Álandseyjar í Eystrasaltinu eru undir finnskri stjórn en njóta víðtækrar sjálfstjórnar. Finnland er stundum nefnt Þúsundvatnalandið.


Forseti Finna  Núverandi forseti landsins er Tarja

Halonen. Hún tók við forsetastöðunni árið 2000 og var endurkjörin 29. janúar 2006. Hún getur því setið til ársins 2012. Hún er ellefti forseti Finnlands og fyrsta konan til að gegna stöðunni.


Helsinki  Helsinki er höfuðborg Finnlands


Íbúafjöldi og stærð landsins  Íbúafjöldinn í Finnlandi

5.250.275.  Stærð Finnlands er 338.145 ferkílómetrar.


Vötnin í Finnlandi  Í Finnlandi eru 188

þúsund vötn og 60 þúsund vötn af þeim eru stöðuvötn.  Finnland er kallað þúsund vatna landið.


Skjaldarmerki Finnlands


Múmínálfarnir Múmínálfarnir (sænska: Mumintrollen) eru aðalpersónurnar í bókaröð og myndasögum eftir finnska rithöfundinn og myndlistarkonuna


Múmínálfarnir  Tove Jansson, sem gefnar voru út á árunum 1945 til

1970. Þær voru skrifaðar á sænsku og gefnar út fyrst að finnska bókaforlaginu Schildts Förlags Ab sem sérhæfir sig í útgáfu á sænsku í Finnlandi. Þær hafa verið þýddar á ein 43 tungumál og nokkrar þeirra þar á meðal á íslensku.  Auk níu skáldsagna um Múmínálfana skrifaði Tove Jansson og myndskreytti fimm myndabækur, samdi teiknimyndasögur fyrir dagblöð með bróður sínum Lars Jansson sem birtust í enskum dagblöðum og lög innblásin af persónunum hafa verið gefin út. Einnig hafa verið gerðar teikni-og brúðumyndir fyrir sjónvarp um Múmínálfana, þær þekktustu í Póllandi og Japan auk teiknimynda í fullri lengd. Teiknimyndir um Múmínálfana hafa verið sýndar í íslenska Ríkissjónvarpinu nokkrum sinnum.


Múmínálfarnir  Skemmtigarðurinn Múmínheimur í Naantali í

Finnlandi sem var opnaður árið 1993, er helgaður þeim, sem og safnið The Museum Moomin Valley í Tampere, en þar eru geymdar upprunalegar teikningar ásamt handunnum leirbrúðum Tove og öðru efni sem tengist Múmínálfunum og sögu þeirra.


Iittala Saga finnska hönnunarfyrirtækisins Iittala hófst árið 1881 þegar glerverkstæðið var stofnað í litlu þorpi sem hét Iittala. Það var þó ekki fyrr en uppúr árinu 1920 sem fyrirtækið varð að því sem við þekkjum það í dag og hóf það þá framleiðslu á listrænum glermunum fyrir heimilið með listamenn eins og Alvar Aalto í fararbroddi. Vöruúrval Iittala er mjög breitt og bjóða þeir meðal annars uppá falleg matarstell, kertastjaka og safngripi eftir ýmsa þekkta hönnuði og listamenn.


Lordi  Lordi er finnsk þungarokkshljómsveit sem sigraði í

söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2006. Sveitin er þekkt fyrir að koma ávallt fram í skrímslabúningum, raunar neita þeir alfarið að láta taka af sér myndir eða fara í viðtöl án búninganna. Nafnið er samsvarandi enska orðinu „lord“ sem getur þýtt ýmislegt í íslensku.

 Sveitin hefur verið starfandi síðan 1992 en gaf út sína fyrstu plötu

2002. 2006 tók hún svo þátt í undankeppni Eurovision í Finnlandi með lagi „Hard Rock Hallelujah“ sem hún sigraði með nokkrum yfirburðum. Hljómsveitin var þó nokkuð umdeild sem framlag Finna í aðalkeppninni í Aþenu bæði í Finnlandi sem og annars


 staðar í Evrópu, t.d. neitaði Kýpur að spila myndbandið við lag þeirra.

Sveitin hefur verið sökuð um djöfladýrkun en herra Lordi, söngvari hennar, hefur vísað því á bug enda hefur hún m.a. sent frá sér lög eins og „The Devil is a Loser“ (djöfullinn er aumingi). Lordi vann þó keppnina með 292 stigum, 44 fleiri en lagið sem var í öðru sæti, og mesta stigafjölda sem hefur sést í keppninni frá upphafi. Þetta var einnig fyrsti sigur Finnlands í Eurovision sem aldrei hafði lent í hærra sæti en því sjöunda.


Finnskt sauna  Finnar eru mjög mikið fyrir sauna og þeir keppa í að sá

sem er lengst inní gufubaðinu vinnur.


Marimekko


テ《dテュs Erna og Eydテュs Birta


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.