Egilsstaðir
Eyþór Þorkell Dóra Guðbjörg
Egilsstaðir
Egilsstaðir er bær sunnan Lagarfljóts á Fljótsdalshéraði, skammt frá Lagarfljótsbrú. Frá miðri 20. öld hefur bærinn þróast hratt sem helsta verslunar- og þjónustumiðstöð Austurlands, enda mætast þar þjóðvegir úr öllum áttum.
Ferðamenn
• Minjasafn Austurlands varðveitir minjar um sögu, menningu og samfélag fjórðungsins. Á safninu eru tvær grunnsýningar, annars vegar sýningin Hreindýrin á Austurlandi og hins vegar sýningin Sjálfbær eining. Þar fyrir utan eru settar upp margvíslegar smærri sýningar yfir árið.
Fáskrúðsfjörður
• Fáskrúðsfjörður er fallegur fjörður fyrir miðju Austfjarða. Nafn sitt dregur fjörðurinn af eyjunni Skrúði úti fyrir firðinum. Í firðinum voru áður tvö sveitarfélög, Fáskrúðsfjarðarhreppur og Búðahreppur, en Búðahreppur varð til árið 1907 þegar þéttbýlið Búðir var gert að sérstöku sveitarfélagi.
Hallormsstaðaskógur • Skógurinn er sá stærsti á landinu. Hann liggur meðfram Leginum. Byrjað var árið 1903 með tilraunir á trjáplöntum. Elsti lerkilundurinn er frá 1938 og er kenndur við Guttorm Pálsson skógarvörð og heitir lundurinn Guttormslundur. Bæði er hægt að tína ber og fara í sveppatínslu þarna á haustin. Á Hallormsstað var stofnaður Húsmæðraskóli árið 1930. Hann starfar enn í dag og heitir núna Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað.
Lagarfljót •
Lagarfljót er jökulá sem fellur um Fljótsdalshérað. Frá upptökum þess undan Eyjabakkajökli og niður í Fljótsdal nefnist fljótið Jökulsá í Fljótsdal en þar tekur við stöðuvatn sem stundum er nefnt Lögurinn. Vatnið er 35 km langt, þekur 53 km², og er dýpi þess allt að 112 metrar. Vatnið telst þriðja stærsta og sjötta dýpsta stöðuvatn Íslands. Ósar Lagarfljóts eru við Héraðsflóa og hefur fljótið þar fallið um 140 km langa leið frá upptökum sínum. Lagarfljót er sjötta lengsta á Íslands. Helstu þverár Lagarfljóts eru Kelduá, Grímsá og Eyvindará. Samkvæmt þjóðsögum lifir vatnaskrímslið Lagarfljótsormurinn í fljótinu.
Selskógur
Selskógur er útivistarsvæði austan Egilsstaða handan Eyvindará. Um skóginn liggja skemmtilegir stígar í fallegu umhverfi. Á köflum liggur stígurinn meðfram ánni og er útsýnið þar yfir afar fagurt. Tilvalið fyrir lautarferðina, leiki með börnum, labbitúrinn og kvöld skokkið.
Aðalból
Hrafnkels saga Freysgoða gerist á Austurlandi og greinir frá átökum höfðinga og bænda á tíundu öld. Aðalsögupersónan er Hrafnkell Freysgoði, valdamikill goðorðsmaður á Aðalabóli í Hrafnkelsdal. Bærinn er staðsettur efst í dalnum og þar má sjá haug Hrafnkells. Í nágrenni hafa fundist fornir gripir sem hafa styrkt sannleiksgildi þessarar sögu. Í dag er rekin ferðamannaþjónusta á Aðalbóli og árlega er Hrafnkelsdagurinn á Aðalbóli haldinn hátíðlegur þar sem fetað er í fótspor Freysgoðans með ferð um söguslóðir Hrafnkelssögu, leikjum, hannyrðum, grillaðri "faxasteik", fróðleik o.fl.
Hjólreiðar um Ísland er um 600 kílómetra
Nikolai Bjarki Óskar og Daníel
Fyrsti áfangastaður: Akranes
• Akranes heitir í raun allt nesið milli Hvalfjarðar og Leirárvoga og trónir Akrafjall á því miðju. • Nesið skiptist frá fornu fari milli tveggja hreppa: Akraneshrepps að sunnan og vestan og Skilmannahrepps norðan og austan Akranes
Borganes
•
•
Borgarnes er bær á samnefndu nesi við Borgarfjörð. Þar búa rétt um 1900 manns og er bærinn þungamiðja hins unga sveitarfélags Borgarbyggðar og þjónustumiðstöð fyrir nágrannasveitirnar auk þess að vera vinsæll áningarstaður ferðafólks. Þótt Borgarnes standi við sjó er þar nær engin útgerð stunduð. Bærinn var upphaflega í Borgarhreppi en varð að sérstökum hreppi, Borgarneshreppi, árið 1913. Hinn 24. október 1987 fékk Borgarnes kaupstaðarréttindi og kallaðist þá formlega Borgarnesbær.
Blönduós
•
•
Blönduós er bæjarfélag á Norðvesturlandi, við ósa Blöndu, eins og nafnið bendir til. Byggðin á Blönduósi stendur í kvos undir bröttum marbökkum, báðum megin Blöndu, og eru bakkarnir víðast um 40 m háir. Bærinn er byggður í landi jarðanna Hjaltabakka og Hnjúka, vestan ár (eða sunnan ár, eins og heimamenn segja) og Ennis austaan (norðan) ár.Þjóðvegur 1 liggur í gegnum Blönduós. Bærinn var upphaflega í tveimur sveitarfélögum, byggðin sunnan ár tilheyrði Torfalækjarhreppi en norðan árEngihlíðarhreppi, en árið 1914 var Torfalækjarhreppi skipt og byggðin sunnan ár varð að sérstökum hreppi,Blönduóshreppi. Þann 1. febrúar 1936 var byggðin norðan ár svo sameinuð afganginum af kauptúninu. Kaupstaðarréttindifékk hann 4. júlí 1988 og kallaðist þá Blönduósbær og hélst það nafn áfram við sameiningu við Engihlíðarhrepp 9. júní 2002.blönduós
Akureyri
•
Akureyri er kaupstaður í Eyjafirði á Mið-Norðurlandi. Þar bjuggu 18.191 manns þann 1. janúar 2015. Akureyrarbær er fjórða fjölmennasta sveitarfélag Íslands og það fjölmennasta utan höfuðborgarsvæðisins. Fyrir utan hið eiginlega bæjarland Akureyrar í botni Eyjafjarðar eru eyjarnar Grímsey og Hrísey einnig innan vébanda sveitarfélagsins
Hamborgarafabrikkan
Reykjavík,Gullfoss,Geysir og Þingvellir.
Óðinn Guðmundur Matthías Aron I
Þingvellir
Á undanförnum áratugum hafa rannsóknir leitt í ljós að Þingvellir eru náttúruundur á heimsvísu þar sem jarðsagan og vistkerfi Þingvallavatns mynda einstaka heild.Það eru gríðarleg verðmæti og náttúruundur að geta fylgst með þróun og myndum nýrra tegunda á einum stað eins og í Þingvallavatni. Þingvallasvæðið er hluti flekaskila Atlantshafshryggjarins sem liggja um Ísland. Þar má sjá afleiðingar gliðnunar jarðskorpunnar í gjám og sprungum svæðisins.
Gullfoss
Gullfoss er foss í Hvítá upp af Haukadal í Árnessýslu á Íslandi, hann er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins.
Geysir
Geysir í Haukadal er goshver sem nú til dags lætur lítið á sér kræla. Geysir er einn frægasti goshver í heimi. Margir fleiri hverir eru á Geysissvæðinu, til dæmis Strokkur, Smiður og Litli-Strokkur.
Húsdýragarðurinn
Í starfssemi Húsdýragarðsins er reynt að vera til fyrirmyndar og í vaxtarbroddi í dýravernd. Gert er ráð fyrir rúmlega tuttugu dýrategundum og er markmiðið að gera þeim dýrum sem lifa á Íslandi góð skil en þó með sérstaka áherslu á húsdýrin. Stefnt er að því að hafa fá dýr af hverri tegund og leitast við að sýna afbrigði, litbrigði, bæði kynin og afkvæmi þeirra
Hallgrímskirkja
Hallgrímskirkja er 74,5 metra há kirkja á Skólavörðuholti í Reykjavík. Hallgrímskirkja sést víða að og er þekkt kennileiti í Reykjavík. Hún er næsthæsta mannvirki Íslands (langbylgjumastrið á Gufuskálum er 412 metra hátt). Kirkjan var reist á árunum 19451986 og kennd við sr. Hallgrími Pétursson sálmaskáld. Arkítekt kirkjunnar var Guðjón Samúelsson.
Snæfellsnes
Sigurveig,Sara,Nína og Guðlaug
Hellnar Hellnar er gamalt sjávarþorp eða þéttbýli á Snæfellsnesi vestan við Arnarstapa. Þar var áður ein stærsta verstöð á Snæfellsnesi en einnig nokkur grasbýli og margarþurrabúðir. Á Hellnum hefur sennilega myndast verstöð þegar á miðöldum og er elsta ritaða heimild um sjósókn þaðan frá árinu 1560. Á 17. öld var þar allstórt hverfi sæbýla og í manntalinu frá 1703 voru 194 manns heimilisfastir á Hellnum og voru þar sjö grasbýli, 11 ítaksbýli og 20 þurrabúðir. Á ströndinni eru fallegar bergmyndanir og þar er bjarg sem skagar fram í sjóinn og heitir Valasnös. Þar í er hellirinn Baðstofa og eru litbrigði í hellinum eru mjög breytileg eftir birtu og sjávarföllum. Undan hraunjaðrinum sprettur lind sem kölluð er Gvendarbrunnur eða Maríulind. Þar er og Ásgrímssbrunnur, kenndur við Ásgrím Hellnaprest (1758-1829) er hjó brunn í bergið þar sem aldrei hafði áður runnið vatn.
Arnarstapi Arnarstapi eða Stapi er lítið þorp eða þéttbýli á sunnanverðu Snæfellsnesi . Gamla Amtmannshúsið á Arnarstapa (Stapahúsið) var reist þar á árunum 1774-17877 og er því eitt af elstu húsum á Íslandi. Árið 1849 var það tekið niður og flutt að Vogi á Mýrum , þar sem það var til 1983 . Það var reist aftur á Arnarstapa 1985-1986 og friðað árið 1990. Á Arnarstapa er einnig nokkur sumarhúsabyggð og mikið er þar um ferðamenn, einkum á sumrin. Þar er veitingahús og ýmiss konar ferðaþjónusta. Mikil náttúrufegurð er í grennd við Arnarstapa. Ströndin milli Stapa og Hellna var gerð að friðlandi 1979, en hún þykir sérkennileg og fögur á að líta. Vestur með henni er Gatklettur og þrjár gjár, Hundagjá, Miðgjá og Músagjá, sem sjávarföll hafa holað inn í bergið. Op eru í þaki þeirra nokkuð frá bjargbrún, hvar sjór gýs upp og brimsúlur þeytast hátt í loft upp og talið ólendandi í Arnarstapa þegar Músagjá gýs sjó. Vinsæl gönguleið á milli Arnarstapa og Hellna er að hluta gömul reiðgata á milli þessara staða.
Stykkishólmur •
• •
Stykkishólmur er bær og sveitafélag Breiðarfjörð sem er á norðannverðu Snæfellsnesi. Stykkishólmur er stærsti Þéttbýliskjarninn sem er á Stykkishólmi. Bæarbúar í stykkishólmi eru í daglegu tali nefndir Hólmarar. Sjávarútvegur hefur verið einn helsti atvinnuvegurinn á Stykkishólmmi og skelveiðar þá sérstaklega en meira er orðHöfn er mjög góð frá náttúrunnar hendi í Stykkishólmi og fyrir utan innsiglinguna ver þverhnýpt Súgandisey hana ágangi. Stórskipabryggja var byggð út í Stykkið, hólma þann sem kaupstaðurinn ber nafn af árið 1907. Frá Stykkishólmi gengur Breiðafjarðarferjan Baldur yfir Breiðafjörðinn að Brjánslæk á sunnanverðum Vestfjörðum. Margvíslegar hafnarbætur hafa átt sér stað síðan og var dráttarbraut fyrir allt að 100 lesta báta byggð í Stykkishólmi árið 1941 og svo önnur fyrir 400 lesta báta á árunum 1963-1967. Stykkishólmur er yst á Þórsnesi og norðan við Nesvog. ið um ferðaþjónustu og annan þjónustuiðnað.
Snæfellsjökull • Snæfellsjökull er mjög kaldur. • Undir Snæfellsjökli er virk eldstöð sem hefur myndast við mörg gos. • Flatarmál Snæfellsjökuls er 11 km2 og hann er 1446 m hár en jökullinn minnkaði um helming á síðustu öld. • Snæfellsjökull er smár jökull vestast á Snæfellsnesi og sá eini á því.
Búðir á Snæfellsnesi •
Búðir eru vestast í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi. Hraunhafnará fellur um Búðahraun og um Búðaósana í sjó fram. Þar hét áður Hraunhöfn. Þangað hafa kaupskip komið allt frá því er land byggðist og hófst verslun þar snemma. Verslunarsvæði Búða var allt sunnanvert Snæfellsnes og Mýrasýsla á einokunartímanum. Mikil útgerð var frá Búðum og hákarlaveiðar allt fram til 1933, en í dag er gert út á ferðamenn að sumarlagi og starfrækt þar hótel. Bent frá Hraunhöfn, fékk leyfi frá Jón Biskupi Vídalín árið 1701 til að byggja kirkju að Búðum á Snæfellsnesi. Ekki fannst kirkjustæði og gömul kona sagði að taka ætti 3 örvar og merkja eina láta mann snúa sér svo svimaði og lægi við yfirliði og skjóta öllum örvunum og síðan a byggja kirkjuna þar sem merkta örinn lenti. Hún lenti í stóri hraunkvos sem var fyllt af sandi og kirkjan síðan reist. Upprunalega torfkirkja var borguð að mest af Bent en kaupmenn og skiparar bættu við og vígð 1703 Árið 1816 var búðakirkja afnuminn með konungsbréfi. Guðmundur nokkur lét lengi reyna á að fá Kirkjuna aftur en ekkert gekk. Er Guðmundur lést var umleitunum þess efnis hætt í smá tíma en síðan fór Steinunn ekkja Guðmundar á Búðum að fá vitrun frá Bent og fór að vinna í að fá kirkjuna aftur. Árið 1847 var gefin út afturköllun og birt á prestastefnu 1849 um að byggja megi aftur kirkju á Búðum og skuli Búðamönnum skylda að fjármagna hana að fullu og viðhalda. En Steinunn hafði haldið vel utan um kirkju gripina, skrúða og annað. Þá var bara messað þriðja hvern helgidag á sumri og sjötta hvern á vetri Steinun tók upprunalega Hurðarhringinn sem á stóð “1703 Bent Lauridtsen og Marínar Jensdóttur Forær“ Steinunn lét letra á hurðarhringinn hinu meginn „kirkjan er endurreist ár 1848 án styrks þeirra andlegu feðra.“ Sá hringur er enn í hurðinni. Árið 1951 var kirkjan endurbætt og var rafmagn leitt í kirkjuna og aftur á árunum 1984-´86 en þá var hún flutt lítillega og byggð eftir upprunalegum teikningum frá Danmörku.
Bær og þorp á Snæfellsnesi Sveitafélögin fimm á Snæfellsnesi og Miklaholtshreppur Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Snæfellsnesbær og Stykkilshólmssbær, ásamt Snæfellsjökulsþjóðgarði fengu green globe umhverfisvottun samfélaga árið 2008.
Vestfirðir
Aron Smári ,Heiðrún , Halla ,Daniel
Þingeyri
• Þingeyri er þéttbýlisstaður í sveitarfélaginu Ísafjarðarbæ. Þorpið stendur við sunnanverðan Dýrafjörð, á eyri undir Sandafelli, og er talinn draga nafn sitt af Dýrafjarðaþingi sem á árum áður var haldið á eyrinni. Á Þingeyri bjuggu 260 manns 1. janúar 2011 en í öllum Dýrafirði bjuggu þá um 330 manns. Þingeyrarhreppur var áður sérstakt sveitarfélag en sameinaðist fimm öðrum sveitarfélögum á Vestfjörðum 1. júní 1996.
ísafjarðabær
• Ísafjarðarbær varð til sem sveitarfélag 1. júní 1996 þegar sex sveitarfélög á Vestfjörðum sameinuðust í eitt. Þau voru, í stafrófsröð: Flateyrarhreppur, Ísafjarðarkaupstaður, Mosvallahreppur, Mýrahreppur, Suðureyrarhreppur og Þingeyrarhreppur. Helstu þéttbýlisstaðir sveitarfélagsins eru Ísafjörður (sem er jafnframt stærsta þéttbýli á Vestfjörðum), Hnífsdalur, Flateyri, Suðureyri og Þingeyri.
Bolungarvík
• Bolungarvík er kaupstaður á Vestfjörðum og sjálfstætt sveitarfélag, við samnefnda vík, yst í Ísafjarðardjúpi. Hún er ein elsta verstöð landsins og er stutt í góð fiskimið. Áður en bærinn fékk kaupstaðarréttindi hét sveitarfélagið Hólshreppur. Þann 1.desember 2008, var íbúarfjöldi Bolungarvíkur 962 manns sem gerir ekki bara það að Bolungarvík er næstfjölmennasti bærinn á Vestfjörðum heldur líka næstfjölmennasta sveitarfélagið á undan Vesturbyggð og á eftir Ísafjarðarbæ.
Flateyri
• Flateyri hefur verið verslunarstaður frá 1792 og rak Hans Ellefsen hvalveiðistöð þar um 12 ára skeið. Hvalveiðistöðin brann árið 1901 og í kjölfar þess gaf Ellefsen Hannesi Hafstein ráðherra íbúðarhús sitt að Sólbakka. Húsið, sem er hið reisulegasta, lét Hannes flytja til Reykjavíkur og er það nú ráðherrabústaðurinn við Tjarnargötu. Snjóflóð féll á Flateyri í október 1995 tuttugu fórust og mikið eigantjón varð. Mikil endurbygging hefur síðan átt sér stað og flóðagarðar voru reistir.
Rauðisandur
Rauðisandur eða Rauðasandur er byggðarlag í Vestur-Barðastrandarsýslu og liggur frá Skorarhlíðum út að Látrabjargi. Undirlendið er fremur mjótt og upp frá því rísa fjöll með bröttum hlíðum og háum hömrum. Allmikið sjávarlón, Bæjarvaðall, sker sveitina í sundur og út frá því liggur langt og mjótt lón til vesturs, en framan við það er rif úr rauðgulum skeljasandi og er nokkuð víst að sveitin dregur nafn af sandinum, þótt í Landnámabók segi að Ármóður rauði Þorbjarnarson hafi numið land á Rauðasandi.
Bíldudalur
Bíldudalur er þorp við sunnanverðan Arnarfjörð og er í raun eina þéttbýlið við fjörðinn. Staðurinn stendur við Bíldudalsvog sem gengur inn af firðinum. Norðan megin við voginn er Bíldudalsfjall og sunnan Otradalsfjall, en það er oft nefnt Bylta af heimamönnum. Í þorpinu búa alls 168 manns (2012). Áður tilheyrði Bíldudalur sér hreppi, Bíldudalshreppi, en er nú hluti af Vesturbyggð.
Súgandafjörður
Súgandafjörður er fjörður á norðanverðum Vestfjarðakjálkanum, nyrsti fjörðurinn í Vestur-Ísafjarðarsýslu og gengur inn milli Sauðaness að sunnan og Galtar að norðan. Hann er um þrettán kílómetra langur. Þegar kemur inn að fjallinu Spilli, sem gnæfir yfir Suðureyri, sveigir hann til suðausturs, þrengist og grynnkar.
VESTMANNAEYJAR Hafdís Huld, Inga Vala, Perla Sól og Hafdís Anna
Skaftafell Skaftafell varð þjóðgarður árið 1967. Skaftafell er vinsælt fjall og það hafa sirka 300 þúsund manns komið upp á það á hverju sumri. Skaftafell er nálægt veg 1.
Kirkjubæjarklaustur • Kirkjubæjarklaustur er sveitaþorp í Skaftárhreppi. það voru 114 íbúar 1.des 2008. Það var einu sinni nunnuklaustur á Kirkjubæjarklaustri.
Herjรณlfur โ ข Herjรณlfur er skip sem margir ferรฐast meรฐ til Vestmannaeyja.
Eldheimar gosminjasafn • Eldheimar er gosminjasafn í Vestmannaeyjum.
Eldgos Vestmannaeyjar er eyja á Íslandi. Eldgosið í vestmannaeyjum var 23.janúar 1973 því lauk 3.júlí 1973.