2 minute read

7.2 Söfnun niturs í jarðveg II. Tilraun nr. 19-58 á Geitasandi

kalksaltpéturs gætti þó lítillega í 5 – 10 cm. Dýpra gætti aðeins áhrifa stækju. Í lýsingu á sniði segir að jarðvegurinn beri merki oxunar/afoxunar frá 14 cm dýpt. Uppskera og nitur alls í uppskeru var meiri eftir því sem nitur í jarðvegi var meira. Ekki sjást þó merki um að með aukinni upptöku hafi gengið á nitur í jarðvegi. Mælingar á sýnum neðan 20 cm benda ekki heldur til þess að N-upptaka umfram áborið hafi verið vegna N-losunar djúpt í jarðvegi.

7.2 Söfnun niturs í jarðveg II. Tilraun nr. 19-58 á Geitasandi

Á tilraunalandi á Geitasandi, sem var á vegum tilraunastöðvarinnar á Sámsstöðum (síðar Rala), hófust þrjár áburðartilraunir á ógrónu landi árið 1949 og stóðu í 49 ár. Jarðvegssýni voru tekin við lok tilrauna. Þá mældist N í 0 – 20 cm dýpt utan tilraunar 0,77 t/ha og kolefni 13 t ha-1, C/N var 19 í 0-5 cm, en neðar var það <15. Þegar magn niturs er svo lítið sem þarna mældist er frjósemi jarðvegs ekki nægileg til að landið geti gróið af sjálfsdáðum (Ólafur Arnalds o.fl. 2013). Á 34. mynd kemur fram að af N-áburði frá 50N til 200N á ári í tilraun nr. 19-58 komu 15% fram í jarðvegi (Þorsteinn Guðmundsson o.fl. 2018). Þetta er eina tilraunin þar ekki fékkst nitur úr jarðvegi umfram það sem kom úr áburði öll árin sem tilraunin stóð.

34. mynd. Söfnun N og C í jarðveg á Geitasandi (Þorsteinn Guðmundsson o.fl. 2018)

Línuritin sýna aðhvarf N og C í jarðvegi að árlegum N-áburði í 49 ár. Söfnun C og N í jarðveg af Náburði umfram 50N var 0,145±0,020 kg N, þ.e. um 15%, og 1,05±0,36 kg C á hvert kg N í áburði. Áhrif áburðar eru hlutfallslega meiri á N en C; C/N lækkaði úr 22,2 í 16,4 með auknum áburði. Hátt C/N er vegna trefjakenndrar rótarmottu sem safnast í yfirborðslagið og er N-snauð borið saman við annað lífrænt efni í jarðvegi. Framlengt að 0N fæst að N í jarðvegi hafi aukist alls um 1,42 t ha-1 af 200 kg N á ha í 49 ár borið saman við jarðveg utan tilrauna. Eru það 16,5 kg N á ári umfram það sem skýrist af línulegum áhrifum áburðar.

Nitur í uppskeru var mælt í 14 ár af 49 (Hólmgeir Björnsson o.fl. 2018). Nýtingu á 100N borið saman við 50N mátti telja góða öll árin. Í 4 ár voru gildin um 100%, þ.e. umfram væntingar, en skekkjan á mismun mælinga er há. Saman benda þessi gildi þó til meiri nýtni og má e.t.v. túlka það þannig að þegar árferði var hagstætt hafi jarðvegurinn verið nægilega virkur við 100N til að losa smávegis nitur þótt hann hafi ekki verið það við 50N. Upptaka eftir 50N var mest 50 kg N ha-1 sem er marktækt umfram 67%. Önnur ár var upptakan ekki meiri en svo að ekki þarf að gera ráð fyrir losun úr jarðvegi til viðbótar því sem kom úr áburði. Í 4 ár af 14 var upptaka á

This article is from: