3 minute read

7.6 Niturnám og niturtap

mýrartúna og dró úr sprettu. Dæmi um það frá Hvanneyri eru á 3., 23. og 24. mynd. Ríkharð Brynjólfsson (2005) rakti langtímasamanburð á 0N og 100N í tveimur tilraunum við sama magn af P og K. Í báðum jókst losun niturs í jarðvegi mikið á tilraunatímanum. Þær hófust 1975 og 1971 og var N í uppskeru minna en 50 kg á ha í upphafi, en mældist um 100 kg á ha eftir 1520 ár. Önnur tilraunin var frá 1975 til 1991. Þar fór uppskeran vaxandi undir lok tímans, en niturnýtnin, eins og hún er nefnd hér í þessari grein, hélst um 50%. Hin tilraunin stóð 1971 til 2004, en uppskera var þó ekki alltaf mæld. Þar var uppskera lítil án N-áburðar í upphafi, en niturnýtnin mældist um 30% er á leið. Lítil niturnýtni í þessum tilraunum getur verið vegna minni N-losunar við 100N en 0N og því gætu sýrandi áhrif N-áburðar valdið. Á 26. mynd var sýndur uppskeruferill úr tilraun nr. 147-64 á Reykhólum á mýrlendi sem gaf mikið af sér, en N-áburður hafði þar lítil áhrif.

7.6 Niturnám og niturtap

Nitur tapast út í andrúmsloftið sem nituroxíð af fleiri en einni gerð, ammóníak og óbundið nitur (N2), úr landbúnaði, farartækjum og iðnaði. Þau efnasambönd sem tapast geta skilað sér aftur í úrkomunni eða sem ákoma í þurru formi, og blöðin geta tekið upp ammóníak. Mælingar á úrkomu benda til að það sé ekki meira en um 1 kg N ha-1 ár-1 sem berst þá leið á Íslandi. Á stórum, strjálbýlum svæðum í Evrópu og Norður-Ameríku er ákoman <5 kg N ha-1 ár-1, en á þéttbýlum svæðum fellur til mikið meira vegna mengunar. Víða er árleg ákoma >15 kg N ha-1 og getur orðið tvöföld eða þreföld það magn.1 Þessi uppspretta niturs hefur töluverð áhrif á frjósemi lands, t.d. skóga, og getur breytt vistkerfum verulega. Á túnum og engjum hefur mikil losun niturs haldist langtímum saman, jafnvel öldum saman. Erfitt er að skýra hana með losun úr þeim forða lífræns efnis sem er í jarðvegi. Ekki eru þekkt merki þess að hann sé að ganga til þurrðar. Jafnframt hefur nitur safnast á löngum tíma í mýrar. Ef gera á ráð fyrir að það hafi komið með afrennsli af umliggjandi landi sem liggur hærra þarf að gera ráð fyrir verulegri ákomu og að hún tapist ekki nema af litlu leyti. Önnur kenning, sem erfitt er að útiloka, er að í jarðvegi sé niturbindandi starfsemi sem mönnum hefur yfirsést. Í viðleitni til að meta sem flestar hliðar á umsetningu niturs á langtímarannsókn í Rothhamsted í Englandi eftir tölvert meira en eina öld var allmikið magn, 39 kg N ha-1, sem erfitt var að skýra öðru vísi en sem niturnám (Dart 1986, Hólmgeir Björnsson 1979). Það var þó tekið til endurskoðunar fyrir lok 20. aldar. Endanleg niðurstaða, sem birtist í tímariti frá Rothamsted, var að ekki hafi fundist söfnun á N umfram það sem rakið verði til þekktra ferla. Ég hef líka séð í ráðstefnuriti grein með mörgum dæmum frá löndum í Evrópu um allmikið N í uppskeru umfram áborið, en mismunurinn er talinn samrýmast þeirri ákomu af N sem mælist á nálægum veðurstöðvum. Heimildum, sem hér var stuðst við, hef ég þó misst af. Ég tel þó enn ýmislegt benda til þess aðgengi að nitri umfram áburð hér á landi hafi verið langt umfram það sem hægt er að skýra með losun úr jarðvegi eða plöntuleifum, eða hafi komið bundið í efnasambönd úr loftinu með úrkomu eða á annan hátt. Þessi atriði eru söfnun niturs í mýrar frá lokum ísaldar, upptaka niturs á ábornum tilraunareitum umfram það sem kom frá N-

1 sjá kort á vefsíðum, skoðuð 5. okt. 2016: https://www.sciencedaily.com/releases/2016/03/160330174216.htm og http://fate.jrc.ec.europa.eu/modelling/nutrients/pan-european-database-images/atmo_dep.png

This article is from: