2 minute read

7.5 Söfnun niturs í jarðveg V. Nitur í mýrum

fyrr er getið virðist ekki gert ráð fyrir að áfok sé verulegt. Með áfoki eins og hér er getið þarf áfok ekki að vera nema 0,2-0,3 cm á ári til að 30-60 kg/ha N safnist. Ekki var getið um kolefni í áfokinu, en hverju öðru ætti nitrið að vera bundið? C/N er varla lægra en 6,25 eins og í prótíni. Miðað við C/N = 15 á landgræðslusvæði gætu þá allt að 58% kolefnis í nýmynduðu lífrænu efni verið sótt í andrúmsloftið. Til samanburðar var söfnun N í snauðan jarðveg í tilraun á Geitasandi metin 16,5 kg N ha-1 á ári í 49 ár (34. mynd). Gæti það hafa borist með áfoki sem væri rúmlega 0,1 cm á ári.

7.5 Söfnun niturs í jarðveg V. Nitur í mýrum

Mýrar á Íslandi hafa hlaðist upp eftir lok ísaldar. Þótt myndunartíminn sé ekki nákvæmlega þekktur má fara nokkuð nærri um hve ört þær hafa safnað þeim niturforða sem í þeim er. Óskar B. Bjarnason (1966) gerði ítarlegar rannsóknir á íslenskum mó með tilliti til mótekju. Umfangsmesta rannsóknin var á mýri sem kennd er við Akranes. Á 755 ha af 945 ha alls var meðaldýpt mólagsins 3,08 m. Nitur var að meðaltali 114,5 t N ha-1. Þar við bætist N sem var bundið í ruðningnum, þ.e. efstu lögunum sem eru ekki mór, og nokkuð er enn dýpra, undir mónum. Ef gert er ráð fyrir ísaldarlokum fyrir 10000 árum og að mór hafi farið að myndast 1000 árum síðar, en mómyndun lokið fyrir 1000 árum þegar áfok var orðið verulegt, hafa í 8000 ár safnast í Akranesmýrina um 14,3 kg N ha-1 á ári að meðaltali. Þorsteinn Guðmundsson (2008) kannaði mýrar, m.a. myndunarhraða á mismunandi tímum. Hann hefur látið mér í té niðurstöður sínar um myndunarhraða mýra á Torfalæk og á Hesti og Hvanneyri í Andakíl. Þessar mýrar eru ekki eins djúpar og mýrin á Akranesi. Þorsteinn miðar við að mýrarnar hafi myndast á 9.000 árum. Niðurstöður hans eru í 8. töflu 8. tafla. Söfnun niturs í mýrar (Þorsteinn Guðmundsson persónuleg heimild, Akranesmýrin sjá texta)

Dýpt sniðs cm C heild t/ha C uppsöfnun kg/ha/ár N heild t/ha

N uppsöfnun kg/ha/ár Torfalækur 235 1135 126 50 6 Hestur 265 1206 134 58 6 Hvanneyri mýri 2501 1670 186 72 8 Hvanneyri tún 2501 2063 229 86 10 Akranesmýrin 308 14,3 1Sniðið náði ekki til botns í mýrinni og því er árleg söfnun niturs vanmetin. Árleg ákoma niturs úr lofti er talin í hæsta lagi um 1 kg N ha-1 á Íslandi. Miðað við það verður að gera ráð fyrir að nitur í mýrum sé einkum af öðrum uppruna. Bent hefur verið á að að nitur sem féll á háar hlíðar í fjallinu fyrir ofan hafi getað borist undan hallanum í mýrarnar. Það þarf þó stórt svæði til að meira en 10 kg N ha-1 hafi safnast í mýrina á ári. Í staðinn er hér gælt við þá hugmynd að í mýrinni hafi verið umtalsverð virkni til að nema nitur úr loftinu þó að ferillinn sé óþekktur (Hólmgeir Björnsson o.fl. 2001a). Kolefni er mikið í óframræstum mýrum í hlutfalli við nitur, C/N>20. Eftir framræslu getur það því losnað sem koltvísýringur og valdið auknum gróðurhúsaáhrifum án þess að nitur losni að sama skapi. Losun niturs eykur njög frjósemi framræstra mýra, en hún er háð hita í jarðvegi og þar með breytingum á veðurfari. Á kalárunum sem svo eru nefnd, 1966-1970, spilltist framræsla

This article is from: