1 minute read
7.8 Hvítsmári
7.8 Hvítsmári
Í umfjöllun hér á undan hafa belgjurtir orðið útundan. Afkastamestir við niturnám eru rótarhnúðargerlar sem lifa í sambýli á rótum belgjurta. Þeir geta gefið mjög mikið af sér, en þeir geta líka brugðist. Allmargar mælingar á niturnámi belgjurta hafa verið gerðar hér á landi, en mælingar á nitri í sýnum af uppskeru eru fremur fáar. Oft er meira en 90% niturs í ofanjarðarhlutum þeirra unnið úr lofti (Friðrik Pálmason 2013). Hér er látin nægja 37. mynd sem sýnir hvítsmára á fremur ófrjóum jarðvegi. Ekki virðist hafa verið samkeppni milli smárans og sveifgrassins, en nitur var ekki mælt í sýnum af uppskeru.
37. mynd. Hlutur hvítsmára í uppskeru á Korpu
Tilraunin var þar sem barð hafði að líkindum verið jafnað út og snauður jarðvegur orðið eftir. Slættir voru þrír, 20N borin á að vori og eftir 1. og 2. slátt. Yrki af smára voru sex. Tvö þrifust vel, en þriggja gætti ekki í uppskeru og var öll uppskeran af þeim reitum gras og annað. Uppskeran var flokkuð í smára og gras og annað. Fjórða árið, 1999, voru grasreitirnir ekki slegnir. Með smáranum var sáð Lavang vallarsveifgrasi sem er áþekkt Holt, sjá 12. mynd t.h. og 13. mynd. Það er stöngulríkt og þéttist ekki að sama skapi og algengt er um sveifgras. Smárinn og sveifgrasið virðast ekki hafa veitt hvort öðru samkeppni og kemur smárinn sem hrein viðbót við grasið. N var ekki mælt í uppskeru og líta má svo á að grasið hafi nýtt N úr áburði og N sem losnaði í jarðvegi, en að smárinn hafi verið sjálfum sér nægur með N-námi.