2 minute read

Írland - reynslusögur

Bresk lambakjötsframleiðsla er árstíðabundin, mest er framleitt á haustin. Því er nettó innflutningur á fyrri hluta ársins og nettó útflutningur á seinni hluta ársins. Það er þó aðeins hálf sagan, viðskipti í báðar áttir eiga sér stað alla mánuði ársins. Þau snúast ekki bara um að viðhalda jafnvægi framboðs og eftirspurnar í heildarmagni, heldur ekki síður gagnvart einstökum skrokkhlutum/afurðum. Einfalda útgáfan af þessu er sú að Bretar flytja aðallega út í heilum skrokkum, ekki síst til Frakklands og Þýskalands, en flytja inn læri og hryggi, aðallega frá Nýja-Sjálandi; vegna þess að umframeftirspurn er í Bretlandi eftir afurðum úr þessum skrokkhlutum. Samdráttur í þessum innflutningi frá Nýja-Sjálandi skapar tækifæri til að auka markaðssetningu og þá væntanlega framleiðslu innanlands, en miðað við að þau tækifæri felist fyrst og fremst í lærum og hryggjum, þá þarf að flytja út aðra skrokkhluta. Niðurstaða Breta er því sú að það þurfi að horfa til reynslu Nýsjálendinga hvað það varðar að færa fókusinn frá útflutningi heilla skrokka yfir á einstaka skrokkhluta/afurðir.

Þegar Bretar gengu í Efnahagsbandalag Evrópu árið 1973 hafði útflutningur til Bretlands verið lífæð nýsjálenskrar sauðfjárræktar, sem var svo neydd til að laga sig að takmörkunum sem Evrópa setti á tollfrjálsan innflutning. Árið 1970 var 90% af útflutningi Nýsjálendinga frosið í heilum skrokkum, en það hlutfall var komið niður fyrir 10% um aldamótin og er nú innan við 5%. Um tveir þriðju hlutar eru frosið stykkjað kjöt (e.frozen cuts) og ca 10% frosið beinlaust. Útflutningur á kældum afurðum var kominn til sögunnar á níunda áratugnum, náði því að vera hátt í fjórðungur útflutningsins kringum 2010 en hefur heldur gefið eftir, er um 15–20% síðustu árin. Nýsjálendingar eru þó mjög framarlega í pökkun og allri aðferðafræði í kringum kælda kjötið, og sjá tækifæri í því, sérstaklega á Kínamarkaði. Eftir að Nýsjálendingar gerðu viðskiptasamninga við Kína árið 2009 hafa þeir ekki fullnýtt innflutningskvóta sína á ESBmarkaði. Bretar telja sig geta dregið þann lærdóm af reynslu Nýsjálendinga, og eigin stöðu, að meiri tækifæri séu í að selja stykkjað kjöt á þá markaði sem borga best, þar á meðal að selja meira af lærum og hryggjum á heimamarkaði, heldur en að flytja út í heilum skrokkum.

Írland - reynslusögur Sauðfjárrækt er mjög rótgróin og mikilvæg atvinnugrein í Írlandi. Um 34 þúsund bændur hafa innkomu af sauðfé og greinin skilar um 2 þúsund störfum hjá afurðastöðvum og ýmsum greinum kjötiðnaðar og -sölu. Verðmæti útflutnings árið 2018 var 315 milljón evrur; eða um 40,3 milljarðar ISK á meðalgengi þess árs; magnið um 56 þúsund tonn sem gerir Írland að öðrum stærsta útflytjanda kindakjöts í Evrópu og fjórða stærsta í heiminum (26. mynd). Til samanburðar var útflutningurinn frá Íslandi það ár um 3,4 þúsund tonn og að verðmæti um 2,3 milljarðar ISK (6. tafla í 4. kafla). Umfang sauðfjárræktarinnar á Írlandi reiknað í framleiddu kjötmagni er um sjöfalt það sem er á Íslandi.

Á síðasta áratug hafa orðið miklar breytingar í írskri sauðfjárrækt. Fé hefur fjölgað, verð á afurðum til bænda hefur hækkað en líka framleiðslukostnaðurinn. Breytingar á burðartíma/sveigjanlegra framleiðslukerfi, vöxtur í útflutningi á nýja markaði í Evrópu, meiri áhersla á virðisaukningu/úrvinnslu en minni á að flytja út heila skrokka. Þótt Frakkland hafi lengi verið mikilvægasti útflutningsmarkaðurinn hefur neyslan á lambakjöti þar farið minnkandi, en það vildi svo vel til að á sama tíma fyllti Nýja-Sjáland ekki upp í tollleysiskvóta sína í Evrópu, svo það hafa verið vaxandi markaðir í öðrum Evrópulöndum, eins og Þýskalandi, Svíþjóð, Belgíu, Hollandi og Sviss. Allt eru þetta vel borgandi markaðir sem höfðu átt mikil, en

This article is from: