2 minute read

Markaðsstöðugleikasjóður

Miðað við dæmið á 48. mynd hefur eftirspurn eftir lambalærum innanlands verið um 90% framleiðslunnar. Á hinn bóginn hefur eftirspurn eftir slögum verið innan við 50% þess sem framleitt er. Þar sem sala afurða úr haustslátrun fer að hluta til fram árið eftir (frystar afurðir) þarf lítið til að skekkja þessa mynd, bæði hvað varðar heildarmagn og hlutföll. Þó að læri séu sá skrokkhluti sem mest hlutfallsleg eftirspurn er eftir skv. 48. og 49. mynd, eru það oftar en ekki hryggir sem eru í því hlutverki. Dæmið á 49. mynd sýnir aukaframboð sem nemur rúmlega 1000 tonnum, aðallega slög og frampartar, þar með talið bógar. Í samhengi heildarframleiðslu er þetta ekki mikið magn. Í ljósi þess hve heildareftirspurn eftir matvælum sýnir oft mikla teygni, getur verðlækkunin sem nauðsynleg er til að selja slíka framleiðslu verið mjög mikil. Nágrannalöndin hafa farið ólíkar leiðir til að takast á við þetta vandamál. Mörg Evrópulönd, eins og t.d. Frakkland, eru nær því að stilla sína framleiðslu á lambakjöti af í takti við þá skrokkhluta sem minnst eftirspurn er eftir. Allt annað er flutt inn. Bretar flytja út verulegt magn af lambakjöti í heilum skrokkum þann hluta ársins sem framboð er meira en eftirspurn á heimamarkaði, en flytja svo inn læri og hryggi á þeim árstímum þegar framboðið er minna.

Markaðsstöðugleikasjóður Sveiflukennd markaðsskilyrði í matvælaframleiðslu eru ekki séríslenskt fyrirbæri. Þvert á móti kljást framleiðendur landbúnaðarvara víðsvegar í heiminum við óvissu um verð og eftirspurn. Þetta er sérstaklega algengt í framleiðslu þar sem framleiðsluferlar eru langir og ákvarðanir um framleiðslumagn skila sér í aukinni framleiðslu löngu eftir að þær eru teknar. Framleiðendur reyna að bregðast við óvissu með ýmsum hætti. Þannig eru t.d. framvirkir samningar dæmi um aðferð sem þróuð var til að draga úr verðóvissu seljenda og kaupenda á landbúnaðarvörum, lausn sem síðan hefur rutt sér til rúms á fjölmörgum mörkuðum fyrir hrávöru. Önnur slík lausn eru markaðsstöðugleikasjóðir. Hlutverk þeirra er að draga úr óvissu framleiðenda varðandi verð og/eða önnur markaðsskilyrði. Í grunninn virka þeir með þeim hætti að lagt er gjald á alla framleiðslu sem síðan er ráðstafað til að stuðla að stöðugleika, t.d. með markaðsstarfi eða með stuðningi við eftirspurnarhvetjandi aðgerðir. Norski útflutningssjóðurinn fyrir sjávarafurðir er dæmi um slíkan sjóð sem og fjölmargir búgreinasjóðir í Bandaríkjunum, Ástralíu, Nýja–Sjálandi og víðar. Markaðsstöðugleikasjóðir eru að oftast reknir af atvinnugreinunum sjálfum, án aðkomu hins opinbera. Þeir eru þannig ekki beinn hluti opinberra stuðningskerfa. Þó eru undantekningar til á því.

Miklu máli skiptir að slíkir sjóðir séu hannaðir með þeim hætti að þeir gæti hagsmuna atvinnugreinarinnar sem fjármagnar þá og viðhaldi hvötum sem stuðla að hagsmunum hennar. Í tilfelli íslenskrar sauðfjárræktar eru þessir hagsmunir fyrst og fremst að styðja við sölu þeirra skrokkhluta sem óumflýjanlega þarf að framleiða ef fullnægja á eftirspurn eftir lambakjöti innanlands en seljast illa, s.s. slög og bógar. Einnig kæmi til greina að hlutverk sjóðsins næði til þess að draga úr sveiflum sem skapast vegna gengisþróunar og skyndilegs ófyrirséðs misræmis milli framboðs og eftirspurnar.

Reglur markaðsstöðugleikasjóðs þurfa að tryggja með besta mögulega hætti að markmiðum hans sé náð. Skipulag söluhvetjandi aðgerða fyrir þá skrokkhluta sem ekki er

This article is from: