1 minute read
3.6. Jarðfræði og jarðvegsrof
3.6. Jarðfræði og jarðvegsrof
Auk þeirra gagna sem hér hafa verið nefnd eru til ýmis gögn um yfirborðsgerð, t.a.m. jarðfræðikort, í mælikvarða 1:250 000 (Náttúrufræðistofnun Íslands, 2014 a) og yfirlitskort í mælikvarða 1.600 000 (Haukur Jóhannesson og Kristján Sæmundsson, 2009). Rannsóknastofnun landbúnaðarins (Rala) og Landgræðsla ríkisins (L.r.) stóðu sameiginlega að myndun gagnagrunns um jarðvegsrof á Íslandi, þar sem eru upplýsingar um rof og yfirborðsgerðir auðna í mælikvarðanum 1:100 000 (Ólafur Arnalds o.fl.,1997).