1 minute read
2.3. Fjarkönnun
5. mynd. Fjölrása gervitunglamynd. Dæmi um hvernig fyrirbæri á yfirborði jarðar líta misjafnlega út eftir því á hvaða bylgjulengd myndin er tekinn. Þegar verið er að greina milli landflokka er best að nota bönd (staði á rafsegulrófinu) sem endurspegla landflokkana á ólíkan hátt. Þingvallavatn er blái flöturinn til vinstri á myndunum.
Á sýnilega sviði rafsegulrófsins er oft lítill munur á endurvarpi á milli mismunandi yfirborðsgerða en mun meiri þegar komið er inn á innrauða svið rafsegulrófsins (sjá 6. mynd). Auðveldara er að greina milli landgerða með fjarkönnun ef mikill munur er á endurvarpinu.
6. mynd. Endurvarp á mismunandi bylgjulengdum. Ferlarnir sýna hlutfallslegt endurvarp þriggja landgerða á mismunandi bylgjulengdum. Súlur 1, 2 og 3 sýna að endurvarp er áþekkt á sýnilega hluta rafsegulrófsins en munurinn eykst á nærinnrauða (NIR) og miðinnrauða sviðinu. Er því auðveldara að greina á milli þessara landgerða er kemur inn á innrauða sviði rafsegulrófsins.
2.3. Fjarkönnun
Með fjarkönnun er átt við hvers konar upplýsingaöflun og greiningar úr fjarlægð, þ.e. með fjarkönnunaraðferðum eru fyrirbæri rannsökuð án þess að fara á staðinn. Gervitunglamyndir eru mikið notaðar í þessum tilgangi. Sérstök forrit eru notuð til að vinna úr gervitunglagögnum. Þegar unnið er með gögn á borð við Landsat gervitunglamyndir sem eru með 7 bönd, þarf að líta á gögnin í 7-víðu rúmi til að skoða breytileika á milli banda. Til að gefa hugmynd um gagnamagnið þá getur hvert Landsat band innihaldið 256 endurvarpsgildi fyrir hverja myndeiningu. Ef við skoðum fjölbreytileikann í einni myndeiningu á öllum sjö böndunum, þá eru möguleikarnir til að skrá endurvarpið frá tilteknum stað (ein myndeining) 2567 eða 72.057.594.037.927.936. Því er við að bæta að hver Landsat mynd hefur 15 x 15 m myndeiningar, þegar búið er að setja svarthvíta bandið saman við fjölrásaböndin og hver