1 minute read
2.7.3. Skógrækt
Uppgræðslur teljast sem ræktað land samkvæmt Nytjalandsflokkun, enda er þar um ræktun að ræða. Uppgræðslusvæðin eru hins vegar ólík flestu öðru ræktarlandi þar sem jarðvegur er allan jafnan rýr og gróðurframleiðni svæðanna er oft takmörkuð (sjá 13. mynd). Gróðurþekja á uppgræðslusvæðum er heldur ekki alltaf samfelld. Endurvarp frá lúpínu sem einnig er algeng á uppgræðslusvæðum er aftur á móti allt öðruvísi og líkari ríku mólendi eða graslendi.
13. mynd. Uppgræðsla. Uppgræðslur teljast til ræktað lands samkvæm Nytjalandsflokkun, en vegna þess hve endurvarp blaðgrænu er takmarkað frá slíkum svæðum í upphafi landgræðsluaðgerða flokkuðust uppgræðslusvæðin gjarnan sem hálf gróið land eða rýrt mólendi.
2.7.3. Skógrækt
Allmörg ár líða frá því að plantað er í land þar til trjáplönturnar fara að hafa áhrif á endurvarpið frá skógræktarsvæðinu. Hversu langt þetta tímabil er fer þó að nokkru eftir því hvaða gróður var á svæðinu þegar plantað var. Breyting á endurvarpi kemur fyrr fram ef landið var lítið gróið þegar útplöntun fór fram. Skógræktarsvæði með litlum trjáplöntum flokkast því fyrstu árinn eða áratuginn eftir plöntun í þann flokk sem landið var í áður en pantað var í það (sjá 14. mynd).
14. mynd. Ungskógur. Allmörg ár líða frá því að trjáplöntun á sér stað þar til trjáplönturnar fara að breyta endurvarpinu það mikið að landið flokkist sem skógur. Þetta land flokkaðist sem graslendi í Nytjalandsflokkun.