1 minute read

2.2.3. Fjölrása myndir

Next Article
Ágrip

Ágrip

Mannsaugað greinir aðeins lítinn hluta þeirra bylgjulengda sem sólin sendir frá sér sem og aðeins hluta þess ljóss sem jörðin endurvarpar. Á 4. mynd er sýnd spönn bylgjulengda sem berast frá sólinni – rafsegulrófið. Sá hluti ljóssins sem maðurinn greinir er sýnilegt ljós. Þó svo að spönnin sem við sjáum sé takmörkuð þá dugar hún til að við sjáum óteljandi liti í því ljósi sem endurvarpast frá umhverfi okkar. Gras gleypir t.d. í sig allar sýnilegar bylgjulengdir nema bylgjur á mjög afmarkaðri bylgjutíðni og endurvarpið eru bylgjurnar sem við sjáum sem grænt ljós. Myndavélar fjarkönnunartungla geta tekið myndir af endurvarpi sem ekki er sýnilegt mönnum.

4. mynd. Rafsegulróf. Mannsaugað greinir aðeins lítinn hluta þess ljóss (bylgja) sem sólin sendir frá sér eða endurvarpast frá umhverfinu. Gervitungl taka myndir á mun breiðara sviði innan rafsegulrófsins en mannsaugað greinir. Innrauða hluta rafsegulrófsins er gjarnan skipt í nær-innrautt (hér táknað með gulu), mið-innrautt og hita-innrautt (hér táknað með rauðu). Myndir sem teknar eru á innrauða sviði rafsegulrófsins eru þýðingarmestar fyrir gróðurflokkun.

2.2.3. Fjölrása myndir

Gervitunglamyndir eru myndaðar af talnaupplýsingum sem nemar gervitunglanna skrá og senda til móttökustöðva á jörðu niðri. Í hverju gervitungli eru nokkrir skannar sem nema ljósbylgjur á litlum hluta rafsegulrófsins og þessir hlutar eru alla jafna kallaðir bönd. Hver þessara nema greinir endurvarp og skráir upplýsingar um hverja myndeiningu á hvert band fyrir sig. Þannig fást í raun margar myndir af sama svæði, ein frá hverjum nema, þ.e. á mörgum böndum. Eitt band skráir t.d. aðeins endurvarp bláa ljóssins frá jörðu, annað skráir endurvarp græna ljóssins, þriðja rauða ljóssins, fjórða nærinnrautt ljós, fimmta mið-innrautt ljós o.s.frv. Samstæða af svona myndum eða tölugildum kallast fjölrásamynd.

Myndir sem eru teknar á innrauða sviði rafsegulrófsins eru heppilegar fyrir rannsóknir og flokkun á gróðri því þær endurspegla í raun magn blaðgrænu á yfirborði jarðar (Muhammad o.fl., 2011). Innrauða sviðið hefur fremur stóra spönn innan rafsegulrófsins. Algengt er að í gervitunglum séu nemar sem taka myndir á afmörkuðum hluta þess og er því gjarnan þá skipt upp í nær-innrautt band (short wave), mið-innrautt band (medium wave) og hita-innrautt (long wave) (sjá 4. mynd). Þessum myndum má síðan blanda saman á ýmsan hátt eftir því hvaða upplýsingum er verið að sækjast. Á 5. mynd má sjá dæmi um hvernig unnt er að nota mismunandi bönd til að draga fram breytileika yfirborðsins.

This article is from: