1 minute read

Byggyrki fyrir heilsæði og grænfóður, Möðruvöllum ÞS

Byggyrki fyrir heilsæði og grænfóður, Möðruvöllum. Að frumkvæði Þórarins Leifssonar í Keldudal voru prófuð 3 uppskerumikil fóðuryrki frá Kanada sem eru kynbætt fyrir grænfóður- eða heilsæðisræktun. Til viðmiðunar var ræktað íslenska byggyrkið Kría sem er tvíraða, miðlungs fljótþroska og uppskeruöruggt í flestum landshlutum á Íslandi. Yrkjalýsing (frá Kanada):

Chigwell er sexraða bygg með mjúkum títum og gefur mikla korn- og heildaruppskeru.

Ponoka er tvíraða fóðurbygg með grófum títum og gefur mjög mikla heildaruppskeru.

Seebe er tvíraða sjúkdómaþolið bygg og gefur mikla korn- og heildaruppskeru. Yrkjalýsing ÞS (á Möðruvöllum):

Kanadayrkin eru hávaxnari en Kría og með breiðari blöð sem eru mjög upprétt og stíf (ólíkt íslenskum yrkjum). Þau vilja þó leggjast við mikla áburðargjöf á sama tíma og Kría stendur upprétt. Þau eru einnig mun seinni til þroska og með lengri öx (fleiri korn í axi) en Krían. En Kría stendur best af þessum yrkjum Tilraunin var gerð í Tjarnarspildunni á Möðruvöllum og var sett í fjórar blokkir (endurtekningar). Tvær blokkir voru slegnar fyrir grænfóður og tvær blokkir fyrir heilsæði. Bygginu var raðsáð, 200 kg/ha, 2. maí með áburði sem svarar 140 kg N/ha í Fjölgræði 20-10-10+S. Grænfóðurbyggið var slegið 30. júní og 21. ágúst. Heilsæðisbyggið var uppskorið 3. september.

Uppskera byggs sem grænfóður, t þe./ha 1. sláttur 2. sláttur Alls Kría 3,98 2,58 6,56 Chigwell 4,09 3,23 7,32 Ponoka 3,59 3,40 6,99 Seebe 3,14 3,54 6,68 Meðaltal 3,70 3,19 6,89 Staðalskekkja 0,35 0,59 0,34 Ekki er marktækur munur á milli yrkja

Uppskera byggs sem heilsæði Korn Hálmur Heilsæði alls þe. % t þe./ha þe. % t þe./ha þe. % t þe./ha Korn af heild Kría 61,2 6,55 30,5 6,06 46,4 12,61 0,52 Chigwell 54,0 7,35 27,3 7,07 40,9 14,42 0,51 Ponoka 52,0 7,05 30,0 11,50 38,1 18,54 0,38 Seebe 52,5 5,93 30,1 8,64 39,7 14,57 0,41 Meðaltal 55,0 6,72 30,0 8,31 41,3 15,04 0,45 Staðalsk. 0,800 0,258 1,218 0,496 1,018 0,565 0,016 F-gildi 0,004 0,061 0,294 0,006 0,0165 0,007 0,007

This article is from: