2 minute read

Lífræn ræktun í gróðurhúsum 2014 CMS

Lífræn ræktun í gróðurhúsum 2014 Fram til þessa hafa grænmetisbændur í lífrænni ræktun einkum notað sveppamassa (1,9% N) til áburðargjafar. Samkvæmt evrópskum reglum um lífræna ræktun (Council Regulation (EC) No 834/2007 of 28 June 2007 on organic production and labelling of organic products and repealing Regulation (EEC) No 2092/91) var frá og með 1. júlí 2013, bannað að nota sveppamassa í lífrænni ræktun vegna þess að hann inniheldur hænsnaskít úr hefðbundinni hænsnarækt. Lífræn ræktun hænsnfugla er lítil sem engin á Íslandi og því lítið sem fellur til af hænsnaskít, sem myndi henta í lífrænt vottaðan sveppamassa. Það er því brýn þörf á því að finna aðra áburðargjafa sem uppfylla næringarþörf plantna og má jafnframt nota í lífrænni ræktun. Í ljósi þessa er Landbúnaðarháskóli Íslands að kanna niturlosun (N) úr mismunandi lífrænum áburðargjöfum (sjá töflu). Niturinnihald var lágt í sveppamassa og moltu úr búfjáráburði (1,9%) og mest í fiskimjöli (10,9% N). Kolefnisinnihald var einnig mismunandi milli áburðargjafa og C/N hlutfall var almennt hærra í moltu úr búfjáráburði en í fiskimjöli og tilbúna áburðinum.

Efnainnihald í tilraunaáburði Áburður N (%) (mg/l)* C (%) (mg/l) * C/N Sveppamassi (tilvísun) 1,91 22,2 11,6 Kúamolta 1,92 21,7 11,3 Fiskimjöl 10,94 42,7 3,9 Pioner complete 6-1-3 ® 216 * 609 * 2,8

Lífrænn áburður var prófaður í gróðurhúsatilraun með tómötum (yrki Dirk). Rannsóknarverkefnið var unnið í samvinnu við garðyrkjustöðina Sólheima. Verkefnið hefur notið stuðnings Sambands garðyrkjubænda. Plöntur voru ræktaðar með 49,25 cm bili milli plantna í röð og 2,5 plöntur/m². Borið var á 30 cm breitt svæði, alls 250 kg N/ha skipt í fimm skammta (5×50) yfir vaxtartímabilið, sem var sjö mánuðir. Uppskera af tómötum var mæld og jarðvegssýni tekin reglulega og nítrat-N mælt. Vegna mikils N framboðs í jarðvegi í gróðurhúsi var ekki marktækur munur milli áburðarliða í tómatauppskeru og jafnvel ekki í samanburði við liðinn án áburðar. Heldur meiri uppskera fékkst við notkun á Pioner complete 6-1-3 ® en munur var ekki marktækur. Almennt var uppskeran lítil. Ástæða þess var líklega lítil náttúruleg sólarinngeislun á öllu vaxtartímabilinu samanborið við önnur ár. Áburður hafði veruleg áhrif á nítrat í jarðvegi. Það jók nítrat í jarðveginum að hræra í efsta laginu nokkrum sinnum (t.d. við áburðargjöf) yfir vaxtatímabilið og ætti því að vera hluti af betri áburðarstjórnun. Þegar einungis er verið að skoða verð fyrir eitt kg af N, virðist sveppamassi vera ódýr áburður. Hins vegar eru bæði fiskimjöl og Pioner complete 6-1-3 ® jafnvel ódýrari en sveppamassi. Að taka fleiri ár í reikninginn myndi líklega leiða í ljós svipað verð fyrir allar áburðartegundirnar, því að sveppamassi gefur ekki aðeins nítrat á áburðargjafarárinu. Bann við notkun sveppamassa ætti í raun ekki hafa áhrif á lífræna ræktun grænmetis þar sem til staðar er að minnsta kosti jafn góður áburður (molta úr búfjáráburði) eða jafnvel betri áburður (t.d. fiskimjöl) á svipuðu verði á markaði. Sjá nánar í Riti LbhÍ nr. 57: http://www.lbhi.is/sites/default/files/gogn/vidhengi/thjonusta/utgefid_efni/RitLbhi/finalreportorganicsecondy ear.pdf

This article is from: