1 minute read
Uppskera einærra og fjölærra rýgresisyrkja, Möðruvöllum ÞS
Uppskera einærra og fjölærra rýgresisyrkja, Möðruvöllum. Tilraunin var í Tjarnarspildu á Möðruvöllum í fjórum blokkum (endurtekningum). Fræinu var raðsáð, 40 kg/ha, 2. maí með áburði sem svarar 140 kg N/ha í Fjölgræði 20-10-10+S. Tvær blokkir voru slegnar 30. júní (1. sláttutími) og tvær blokkir 16. júlí (2. sláttutími). Annar sláttur var tekinn 21. ágúst.
Uppskera, t þe./ha Yrkjamunur 1. sláttur 2. sláttur Alls Fjölært rýgresi Calibra 2,78 3,44 6,22 Bargala 2,40 3,52 5,92 Taya 1,36 3,10 4,46 Sumarrýgresi Swale 4,09 4,93 9,02 Bartigra 4,17 4,81 8,98 Barspectra 4,44 4,40 8,84 Jivet 4,22 4,04 8,26 Vetrarrýgresi Barmultra 3,85 4,05 7,90 Danegro 4,11 3,76 7,87 Turgo 3,89 3,91 7,80 Meroa 3,68 3,97 7,65 Jeanne 3,60 3,78 7,39 Meðaltal 3,55 3,98 7,53 Staðalskekkja 0,23 0,23 0,28 F-gildi <0,0001 <0,0001 <0,0001 Tegundamunur Fjölært rýgresi 2,18 3,35 5,53 Sumarrýgresi 4,23 4,55 8,78 Vetrarrýgresi 3,83 3,90 7,72 Meðalskekkja 0,31 0,28 0,17 F-gildi 0,0002 0,0202 <0,0001
Áhrif 1. sláttutíma 30. júní 2,46 4,92 7,39 16. júlí 4,64 3,03 7,66 Staðalskekkja 0,20 0,13 0,29 F-gildi <0,0001 <0,0001 0,505
Úr dagbók: 2. júní Sáðgresið komið vel af stað nema yrkið Taya sem er ekki byrjað að spíra. Fjölært rýgresi seinna af stað miðað við einæru yrkin. 16. júní Yrkið Taya hefur spírað talsvert en er gisið. Greinilegur munur er á sumar- og vetrarrýgresinu, þar sem það fyrrnefnda er komið lengra í vexti. 29. júní Sumarrýgresið skriðið en ekki vetrarrýgresið. Lítill yrkjamunur í þroska í sumaryrkjum annars vegar og vetraryrkjum hins vegar. Fjölæra rýgresið breytilegt eftir yrkjum. 30. júní 1. sláttutíminn tekinn. Yrkið Taya er nánast bara arfi. 16. júlí 2. sláttutíminn tekinn. Mikill arfi er í fjölæru rýgresisyrkjunum, sérstaklega Taya. Sumarrýgresið fullskriðið og vetrarrýgresið skriðið. 21. ágúst Annar sláttur. Mikill arfi er í yrkinu Taya í 1. sláttutímareitum. Allt einæra rýgresið skriðið mest þó sumarrýgresið af 1. sláttutíma. Vetrarrýgresið er furðulega vaxtarlítið.