2 minute read

Fyrstu götutrén

skipulagsform beindi athyglinni frá hefðbundinni notkun götutrjáa því nú mótaðist gatnaumhverfið meira af breiðum götum og einkagörðum en einnig oft af miklum grænum svæðum sem gjarnan voru klædd trjágróðri erlendis en klædd grasi í trjáleysinu hérlendis.

Í stað þétta klassíska skipulagsins frá fyrri tíð voru hverfi í úthverfaaðalskipulaginu 1962-83 (Reykjavíkurborg, 1966) aðskilin með grænum geirum eins og sést í skipulagi Árbæjahverfis og Breiðholtshverfanna, sem gert er að nokkru með grænfingursskipulagið í Kaupmannahöfn sem fyrirmynd. Það byggir á þéttbýlum kjörnum sem liggja meðfram helstu samgönguæðum (fingurnir fimm) með stórum grænum geirum inn á milli (Bredsdorff o.fl., 1947). Áherslan fluttist að nokkru leyti frá ræktun klassískra almenningsgarða til gerðar stærri útivistarsvæða þar sem skógrækt varð mikilvægur þáttur eins og í Öskjuhlíð, Elliðaárdal og Breiðholtshvarfi. Þessi svæði eru í dag með verðmætustu útivistarsvæðum borgarbúa og mynda skjól og umgjörð sem fæstir myndu vilja vera án.

Það er ekki fyrr en á níunda áratugnum að sjónir manna fara aftur að beinast að gæðum gamla borgarskipulagsins og þar með gildi götutrjáa. Þetta er upphaf þess sem kallað hefur verið „Urban renaissance“ eða nýborgarstefna. Þessi nýja stefna, sem smátt og smátt hefur náð kjölfestu hérlendis, leiddi efalaust óbeint til gróðursetningar fyrstu eiginlegu götutrjáa í Reykjavík þegar alaskaösp var plantað við Laugaveg árin 1986-88.

Áður höfðu þó verið gerðar tilraunir með gróðursetningu trjáa í götuumhverfi skömmu fyrir 1970 þegar viðju (Salix myrsinifolia ssp. borealis) var plantað í miðeyjar við Miklubraut og Suðurlandsbraut. Skemmst er frá því að segja að viðjan náði ekki að standa undir væntingum. Viðjan, sem verður fremur að teljast runni en tré, tosaðist þó smám saman upp og náði líklega um 5 metra hæð, þær voru aldrei til sérstakrar prýði og er vafamál hvort að þær hafi unnið hugmyndinni um götutré brautargengi. Þær voru að lokum fjarlægðar um miðjan tíunda áratuginn nema nokkrar plöntur sem enn standa við Suðurlandsbraut austan við bensínstöð Olís við Álfheima. Betur tókst til með ræktun trjábelta við Miklubraut og víðar sem gróðursett voru á árunum 1962 til um 1970. Þar standa í dag myndarleg belti með sitkagreni, birki og viðju. Upp úr 1980 var selja (Salix caprea) gróðursett við Breiðholtsbraut/ Reykjanesbraut og víðar en en hún þolir illa saltálag og þarf gott rótarrými til að þrífast vel. Þessar tilraunir er þó ekki hægt að telja þetta til eiginlegra götutrjáa samkvæmt skilgreiningu Sæbø og félaga sem líst var í kaflanum hér á undan en gætu flokkast undir tré umhverfi A/B.

Mynd 12. Horft vestur með Miklubraut frá Ártúnsbrekku.

22

This article is from: