2 minute read

Lerki (Larix sp

Next Article
Lind (Tilia sp

Lind (Tilia sp

Reykjavíkurborg plantaði tveimur linditrjám haustið 2014 í tilraunaskyni, Tilia x

´Odin´ og Tilia platyphyllos ´orebro´. Tréin voru flutt inn frá Danmörku og gróðursett 3-3,5 m há í sitt hvort beð við Þórsgötu 4 og 8 (munnlegar heimildir frá Magnúsi Bjarklind).

Niðurstaða: Lind mætti reyna að nota hérlendis sem götutré í umhverfi A og AB ef notuð eru harðger kvæmi eða yrki t.d. ´Siivonen´eða ´Pallida´ og stórar plöntur. Ef vel tekst til gæti lind orðið verðmætt götutré og ætti því að gera tilraunir með hana við slíkar aðstæður hérlendis. Líklegast til árangur væri að gróðursetja stórar innfluttar plöntur.

Hérlendis eru í ræktun nokkrar lerkitegundir, sú sem mest er gróðursett er rússalerki (Larix suckazewii) og er það meginuppistaðan í allri skógrækt á Norður- og Austurlandi. Rússalerki kemur úr meginlandsloftslagi og er því mjög illa aðlagað að því óstöðuga veðurfari sem ríkir á höfuðborgarsvæðinu. Það sést best á því að iðulega vaknar rússalerki of snemma úr vetrardvala og verður því fyrir vorkali sem birtist í sviðnum nálarendum sem gefur trjánum grátt og óheilbrigt yfirbragð. Jafnframt verða trén leiðinlega kræklótt vegna síendurtekins toppkals. Oft endar þetta með því að trén veslast upp gjarnan af völdum sveppasjúkdóma. Rússalerki er því óhæft í allri ræktun í Reykjavík. Í Eyjafirði, á Héraði og víðar þar sem rússalerki þrífst vel má nota það á sviðaðnn hátt og sagt er frá um evrópulerki hér að neðan.

Evrópulerki (Larix decidua) hefur verið lengi í ræktun hérlendis en aldrei í miklu magni og hefur óverðskuldað fallið nokkuð í skuggann af rússalerki bæði í skógrækt og garðrækt. Evrópulerki er mun betur aðlagað að hafrænu veðurfari, það vaknar ekki of snemma á vorin og sleppur því við allt vorkal. Nálabygging þess er einnig fallegri en á rússalerki, nálarnar eru fleiri í hverju búnti og fagurgrænar en greinabygging er grófari og tréð allt stórvaxnara. Helsti galli við evrópulerki, litið til skógræktar, er að þau kvæmi sem hafa verið í ræktun hérlendis hausta sig full seint og kala því gjarnan í greinarenda sem veldur því að trén verða kræklótt. Hins vegar verða þau kræklótt á fallegri máta en rússalerki eins og sjá má af gömlum trjám víða um land, það frægasta í Skrúði á Núpi í Dýrafirði og svo tré í Hólavallakirkjugarði við Suðurgötu, auk margra yngri trjáa t.d. í Laugardal. Þessari seinu haustun fylgir einnig að evrópulerki fær sjaldan mikla haustliti. Með nýrri kvæmum sem eru í tilraun hjá Skógrækt ríkisins og víðar eru hins vegar komin fram kvæmi sem hausta sig fyrr og fá því haustliti en losna við haustkal.

Mynd 49. Evrópulerki í Skrúð á Núpi við Dýrafjörð. 56

This article is from: