1 minute read

Svartelri/rauðelri (Alnus glutinosa

Svartelri þykir ágætt götutré víða erlendis, það er stórvaxnara og þolir betur að vaxa í blautum og súrefnislausum jarðvegi en gráelri, en þolir hins vegar síður þurrk. Það er hitakærara en gráelri en á undanförnum árum hafa tré bæði af finnskum og norskum uppruna þrifist hér á landi. Í borgarumhverfi má reikna með að skilyrði geti verið svartelri í vil.

Yrki: Til er yrkið ´Pyramidalis´sem er með granna krónu og er m.a. ræktað í Svíþjóð en er talið viðkvæmara en sænskt svartelri.

Mynd 38. Svartelri frá Norður-Finnlandi í Grasagarði Reykjavíkur.

Svartelri Þol Athugasemdir

Aðlögun að loftslagi B Meðal aðlögun að loftslagi. Mótstaða gegn sjúkdómum A Ágæt mótstaða gegn sjúkdómum. Aðlögun að umhverfi B Meðal aðlögunarhæfni að umhverfi, en á það til að verða margstofna og runnkennt við erfiðar aðstæður. Sólelskt.

Fagurfræðilegir eiginleikar

B Falleg króna og fagurgrænt og gróskulegt yfirbragð en skortur á haustlitum. Félagslegir þættir B Engir sérstakir. Gæði og eiginleikar rótarkerfis B Meðalgott, en frekar grunnstætt rótarkerfi. Þolir að standa í blautum og súrefnissnauðum jarðvegi. Vaxtarlag og form B Fallegt vaxtarlag en fremur lágstofna. Á það til að verða margstofna og runnkennt við erfiðar aðstæður.

Vindþol

B Meðal vindþol. Þurrkþol B-C Meðal til lítið þurrkþol. Hætta á greinabroti A Lítil hætta á greinabroti. Þol gegn mengun B Meðal mengunarþol. Saltþol A Mikið saltþol.

Niðurstaða: Svartelri mætti reyna hérlendis sem götutré í umhverfi A/B þar sem lág króna er ekki til vandræða og stór tré með a.m.k. 1,8 metra háum stofni eru gróðursett.

49

This article is from: