3 minute read

Álmur (Ulmus glabra

Álmur var áður eitt algengasta götu- og garðtré í Evrópu og náskyld tegundinni Ulmus americana í Norður–Ameríku. Álmur er formfagur, með háan stofn, vind- og saltþolinn, þolir vel mengun, þéttan jarðveg, er skuggþolinn og tekur klippingu mjög vel og hefur þannig sem tegund til að bera góða eiginleika sem götutré. Sjúkdómurinn álmsýki (Dutch elm Disease DED) sem orsakast af vírusnum Ophiostoma novo-ulmi og berst með bjöllutegund milli trjáa, hefur hins vegar valdið því að frá því um 1920 hafa nær öll tré drepist í Evrópu og Norður-Ameríku. Einungis í norðlægustu útbreiðslusvæðum t.d. í Þrændalögum í Noregi hefur álmsýkin ekki breiðst út og er það talið vera vegna þess að bjöllutegundin sem breiðir sjúkdóminn út geti ekki lifað svo norðarlega. Á þessum forsendum er erfitt að segja til um hvort rétt sé að rækta álm hérlendis yfirhöfuð, þó verður að teljast nokkuð ólíklegt að álmsýkin geti náð fótfestu hérlendis vegna kalds loftslags, en loftslagshlýnun gæti þó breytt því.

Möguleikar til notkunar á álmi sem götutré hérlendis verða að teljast nokkuð vænlegir og er nauðsynlegt að gera tilraunir með það. Skilyrði í borgarumhverfi þar sem hiti er oft nokkuð meiri en annars gæti hentað álmi vel. Mikilvægt er að velja trjánum fremur hlýja vaxtarstaði og nauðsynlegt að gróðursetja stórar plöntur með að minnsta kosti 1,8 metra háum stofni. Gott dæmi um ungann álm sem götutré má finna á Skólavörðustíg, þar var um tveggja metra háu tré plantað um 1990 og er það nú um 4-5 metrar á hæð og farið að setja svip á götumyndina.

Yrki: Kvæmi frá Steinkjer í Þrændalögum og Beiarn í Norður-Noregi hefur þrifist vel hérlendis og eru til dæmi um tré sem standa við erfiðar götuaðstæður t.d. við Mýrargötu og Túngötu. Álmi er hægt að koma til með græðlingum við bestu aðstæður í gróðrarstöð og mætti þannig velja úrvalstré af íslenskum uppruna til ræktunar.

Mörg erlend yrki eru í ræktun erlendis en líklega hafa engin þeirra verið reynd hérlendis. Nokkur áhætta gæti fylgt því að flytja inn tré vegna hættu á álmsýki. Sum nýjustu yrkin eru ræktuð og seld á þeim forsendum að vera með mótþol gegn álmsýki en það er þó vanalega ekki raunin. Yrki sem talin eru með mótþol er t.d. ´Lobel´ sem er súlulaga til pýramídalagað. Jafnframt eru til fleiri tegundir álms sem gætu átt möguleika hérlendis.

Myndir 43 og 44. Álmur t.v. við aðalgötuna á Sauðárkróki og t.h. á Ísafirði. 52

Mynd 45. Álmur við Flókagötu í Reykjavík.

Álmur Þol Athugasemdir

Aðlögun að loftslagi B Meðal aðlögunarþol að loftslagi. Mótstaða gegn sjúkdómum B-C Meðal mótstaða gegn sjúkdómum, nema ef álmsýki bærist og gæti valdið usla hér. Getur fengið lús sem skemmir blöð. Aðlögun að umhverfi A Mikil aðlögunarhæfni að umhverfi. Er skuggþolinn og þolir vel klippingu.

Fagurfræðilegir eiginleikar B Króna er mjög falleg. Getur fengið lús sem gerir blöð ljót.

Félagslegir þættir B Engir sérstakir félagslegir eiginleikar. Gæði og eiginleikar rótarkerfis A Mjög gott rótarkerfi og heppilegir eiginleikar. Vaxtarlag og form A Mjög gott vaxtarlag og form. Stórvaxið tré. Vindþol A Mikið vindþol. Þurrkþol A-B Mikið til meðal þurrkþol. Hætta á greinabroti B Meðal hætta á greinabroti á gömlum trjám. Þol gegn mengun A Mikið mengunarþol. Saltþol A Mikið saltþol.

Niðurstaða: Álm mætti nota hérlendis sem götutré í umhverfi A og A/B, ef notuð eru harðger kvæmi eða yrki og stórar plöntur. Áhættan að trén fái álmsýki verður að teljast fremur lítil hérlendis en er þó til staðar. Ef vel tekst til gæti álmur orðið okkar verðmætasta götutré og ætti því að gera tilraunir með hann við slíkar aðstæður hérlendis. Líklegast til árangur væri að gróðursetja stórar plöntur sem ræktaðar eru hérlendis. Álmur er vindþolið, saltþolið og verðmætt götutré.

53

This article is from: