2 minute read

Bergflétta (Hedera helix

Next Article
Heimildir

Heimildir

Bergflétta er ekki tré heldur sígrænn klifurrunni. Í götuumhverfi þar sem lítið rými er fyrir tré en nægt veggpláss er bergflétta kjörin leið til að fá gróður í grátt vetrarumhverfið. Hún er mjög harðger í borgarumhverfi og hefur sýnt mjög góð þrif víða í Reykjavík eins og við Hringbraut og á húsi Eymundson við Lækjargötu. Víða erlendis eins og í Kaupmannahöfn og Bergen þekur hún heilu veggina til mikillar prýði en einnig er hægt að nota hana á afmarkaðri stöðum og halda í skefjum með klippingu. Rannsóknir í Danmörku hafa sýnt að hún skemmir ekki veggi heldur þvert á móti ver þá fyrir veðrun. Hún er einstaklega saltþolin og í Noregi vex hún víða villt með vesturströndinni í hömrum út við sjó. Aftur á móti er hún ekki mjög frostþolin en það kemur almennt ekki að sök hérlendis. Hún þolir klippingu vel og þarf ekki mikið rótarrými þó það sé til mikilla bóta, en sem ungplanta þarf að skýla henni lítillega og tryggja vökvun. Vel hefur tekist til með ræktun bergfléttu við vegginn á móts við Tjörnina í Reykjavík við Vonarstræti.

Yrki: Erlendis eru til fjöldi yrkja af bergfléttu, með mismunandi blaðlögun, stærð og blaðlit. Fæst þeirra hafa þó verið reynd utandyra hérlendis og má búast við að flest þeirra séu of viðkvæm. Hins vegar eru tvö afbrigði sem hafa reynst mjög vel hérlendis. Það sem talið er harðgerara er ´Baltica´ sem er fíngert með ögn yrjóttum blöðum en það sem er algengara og almennt talið fallegra er ´Hiberica´ með stærri blöðum og allt gróskumeira.

Mynd 55. Bergflétta ´Hibernica´ t.v. á húsi við Sunnuveg, t.h. á húsi í Ytri-Njarðvík.

62

Bergflétta Þol Athugasemdir

Aðlögun að loftslagi B Meðal aðlögunarþol að loftslagi. Mótstaða gegn sjúkdómum A Mikil mótstaða gegn sjúkdómum. Aðlögun að umhverfi B Ágæt aðlögunarhæfni að umhverfi, getur sviðnað í sól og þurrki á sólríkum og næðingssömum veggjum móti suðri.

Fagurfræðilegir eiginleikar B Sígræn og yrkið ´Hibernica´ er gróskumikið.

Félagslegir þættir B Engir sérstakir félagslegir eiginleikar. Gæði og eiginleikar rótarkerfis A Gott rótarkerfi, skýtur auðveldlega nýjum rótum þar sem jarðvegur er. Heftirætur festir hana við veggi en skemma þá ekki. Vaxtarlag og form B Klifurtegund. Vindþol A-B Mikið vindþol, getur sviðnað í sól og þurrki á sólríkum og næðingssömum veggjum móti suðri. Þurrkþol B Meðal þurrkþol. Hætta á greinabroti A Lítil hætta á greinabroti, en greinar geta losnað frá veggjum, auðvelt að laga með klippingu. Þol gegn mengun A Mikið mengunarþol. Saltþol A Mikið saltþol.

Niðurstaða: Bergflétta er ekki tré en getur vaxið og lífgað upp á grátt götuumhverfi. Hentar í umhverfi A og A/B, getur klætt ljóta veggi og komið í veg fyrir veggjakrot.

63

This article is from: