1 minute read

Askur (Fraxinus exelsior

Askur er ekki mikið notaður erlendis sem götutré, enda hefur hann marga sömu galla og alaskaösp, hann er stórvaxinn með mikla krónu og er kröfuharður á jarðveg. Hins vegar er hann algengur í stærri görðum og sem torgtré. Nú er kominn upp nýr sveppasjúkdómur í aski sem fer eins og eldur um sinu í norðanverðri Evrópu og drepur trén.

Yrki: Kvæmi frá Leksvik í Þrændarlögum í Noregi hefur reynst vel í ræktun hérlendis og er nú farinn að gefa af sér fræ til að mynda á Tumastöðum í Fljótshlíð sem notuð hafa verið til uppeldis á íslenskum plöntum. Ýmis yrki eru í ræktun erlendis en hafa lítið eða ekkert verið reynd hérlendis. Teljast verður varasamt að flytja inn plöntur af aski vegna asksýkinnar.

Hérlendis hefur askur vaxið ágætlega í görðum og má á nokkrum stöðum finna stór og myndarleg tré 10-12 metra há. Hæsta tré í Reykjavík árið 1950 var askur sem gróðursettur var 1928 og enn stendur við Laugarásveg 43 í Reykjavík, var þá um 5,6 metrar en er nú um 15 metrar.

Mynd 46. Askur við Brávallagötu í Reykjavík.

Askur Þol Athugasemdir

Aðlögun að loftslagi B Meðal aðlögunarþol að loftslagi. Mótstaða gegn sjúkdómum B-C Meðal mótstaða gegn sjúkdómum. Nýr sjúkdómur geisar í Evrópu sem drepur trén. Aðlögun að umhverfi B Þarf góðan jarðveg og jafnan raka. Fagurfræðilegir eiginleikar B Króna er mjög falleg. Laufblöð falleg. Félagslegir þættir B Tengist norrænni goðafræði, Askur Yggdrasils.. Gæði og eiginleikar rótarkerfis B Ágætt rótarkerfi. Vaxtarlag og form B Stórvaxið tré, króna nokkuð ójöfn. Vindþol B Meðal vindþol. Þurrkþol B Meðal þurrkþol. Hætta á greinabroti B Meðal hætta á greinabroti á gömlum trjám. Þol gegn mengun B Meðal mengunarþol. Saltþol B Meðal saltþol.

Niðurstaða: Ask mætti nota hérlendis sem götutré í umhverfi A/B, ef notuð eru harðger kvæmi eða yrki og stórar plöntur. Líklegast til árangurs væri að gróðursetja stórar plöntur sem ræktaðar eru hérlendis. Askur er vindþolið, saltþolið og verðmætt torg- og garðtré.

54

This article is from: