1 minute read

Lind (Tilia sp

Af öllum trjám sem ræktuð eru sem götutré í Norður-Evrópu er lind það tré sem hefur reynst harðgerast og heppilegast í erfiðu götuumhverfi. Það er því ekki að ástæðulausu að lind er sú tegund sem mest er plantað af, t.a.m. er 80% allra götutrjáa í Osló lind. Það er í sjálfu sér vandamál víða í Evrópu að flest tré séu af sömu tegund þegar jafnframt er litið til þess að nær öll tré sem gróðursett eru í Osló eru af einu yrki Tilia x europea ´Pallida´, hérlendis er það alaskaösp. Í ljósi þess að lind hefur yfirburði sem götutré er áhugavert að reyna hvort möguleiki sé á að nota hana hérlendis. Hingað til hefur þó lind talist of viðkvæm til ræktunar hér, en á skýldari stöðum í borgarumhverfi má ætla að skilyrði gætu verið nægjanlega góð. Reykjavíkurborg hefur flutt inn nokkrar stórar plöntur sem gróðursettar hafa verið m.a. í Þórsgötu. Með þessu tilraunaverkefni verður vonandi hægt að skera úr um hvort lind er vænleg til ræktunar hérlendis.

Myndir 47 og 48. Nýgróðursett götutré af lind. T.v. í Osló og t.h. í Stokkhólmi.

Yrki og tegundir: Finnska yrkið ´Siivonen´ sem er blendingur hjartarlindar (Tilia cordata) og stórblaðalindar (Tilia platyphylla) hefur náð um fjögurra metra hæð hérlendis t.d. á Mógilsá. Þetta yrki hefur reynst vel í Norðurbotni í Norður-Finnlandi. Einnig mætti reyna yrki ´Pallida´ sem hefur reynst vel í Norður-Skandinavíu. Yrkið ´Öveds kloster´ er talið eitt það besta í Svíþjóð.

Lind Þol Athugasemdir

Aðlögun að loftslagi ? Vantar reynslu. Mótstaða gegn sjúkdómum B-C Meðal mótstaða gegn sjúkdómum. Aðlögun að umhverfi A Mikil aðlögunarhæfni að umhverfi. Er skuggþolin og þolir vel klippingu. Fagurfræðilegir eiginleikar B Króna er mjög falleg. Laufblöð falleg.

Félagslegir þættir B Engir sérstakir félagslegir eiginleikar. Gæði og eiginleikar rótarkerfis A Mjög gott rótarkerfi og heppilegir eiginleikar. Vaxtarlag og form A Mjög gott vaxtarlag og form. Stórvaxið tré. Vindþol B Mikið vindþol en óvist hérlendis. Þurrkþol A-B Mikið til meðal þurrkþol. Hætta á greinabroti B Meðal hætta á greinabroti á gömlum trjám. Þol gegn mengun A Mikið mengunarþol. Saltþol A Mikið saltþol, óvist hérlendis.

55

This article is from: