3 minute read

Skrautreynir (Sorbus decora) - Aucuparia-deild

Reyniviður Þol Athugasemdir

Aðlögun að loftslagi A Mikið aðlögunarþol að loftslagi, þrífst þó síður í sjávarlofti.

Mótstaða gegn sjúkdómum C Lítið mótstaða gegn sjúkdómum, sérstaklega reyniátu.

Aðlögun að umhverfi B-C Meðal aðlögunarhæfni að umhverfi, þolir illa skugga og rask. Fagurfræðilegir eiginleikar A Miklir fagurfræðilegir eiginleikar, blómgun, aldinmyndun og fallegt lauf. Félagslegir þættir A Jákvæðir félagslegir eiginleikar, íslensk tegund sem blómstrar á þjóðhátíðardaginn. Á rætur í íslenskri þjóðtrú og sagnir um gömul reynitré.

Gæði og eiginleikar rótarkerfis

B Meðalgott rótarkerfi, en þolir ekki blautann og/eða súrefnissnauðann jarðveg. Vaxtarlag og form B-C Meðalgott vaxtarlag og form ef um klónaræktað yrki er að ræða, annars lélegt eða breytilegt. Stofnlágur

Vindþol

B Meðal vindþol Þurrkþol B Meðal þurrkþol, nema lítið ef salt er í jarðvegi og rótarrými lítið. Hætta á greinabroti A Lítil hætta á greinabroti Þol gegn mengun B Meðal mengunarþol Saltþol C Lítið saltþol. Þolir illa salt í jarðvegi. Salt eykur hættu á reyniátu.

Niðurstaða: Reyniviður er nothæfur sem götutré í umhverfi A/B. Mikilvægt er að vefjarækta valda klóna til að fá jafnari og áreiðanlegri einstaklinga. Plöntur til útplöntunnar þurfa að vera ræktaðar í gróðrarstöð með 1,8-2,5 metra háan stofn til að tryggja að endanleg stofnhæð verði næg og koma í veg fyrir skemmdarverk.

Skrautreynir hefur notið vaxandi vinsælda á undanförnum árum og verið reyndur við mismunandi aðstæður. Hann hefur reynst afar harðger og auðveldur í ræktun. Hann er nokkuð salt- og vindþolinn jafnvel þótt hann laufgist nokkru fyrr en íslenskur reyniviður. Hann virðist þolnari en reyniviður. Skrautreynir hefur reynst heilbrigður og nær laus við reyniátu hérlendis.

Þótt skrautreynir sé stórgerðari í útliti en reyniviður nær hann hins vegar ekki sömu hæð, verður líklega ekki meira en um 8-10 metrar. Hliðargreinar eru grófgerðar og stofnhæð því lægri en almennt á reynivið og þarf því að gæta með klippingu í uppeldi. Hann er mjög blómviljugur og blóm og blómklasar eru stærri en á reynivið. Ber og berjaklasar eru stór og áberandi, fuglar eru mjög sólgnir í berin og éta þau vanalega upp áður en þeir fara í reynivið.

Yrki: Skrautreynir fjölgar sér með geldæxlun og því einsleitur upp af fræi. Nokkur yrki eru í ræktun hérlendis. Elsta yrkið sem nefnt er ´Glæsir´og Reykjavíkurborg ræktar mest af er úr Grasagarðinum í Laugardal, upprunnið frá Hesse garðyrkjustöðinni í Þýskalandi árið 1965. Það er nú um 8 metra hátt tré í Grasagarðinum og virðist hafa lokið hæðarvexti sínum að mestu. Annað yrki með óþekktum uppruna sem kallað er ´Skrúður´ er smávaxnara en ´Glæsir´og er móðurplantan sem vex í Laugardalsgarðinum um 4 metrar. Yrki frá gróðrarstöðinni Mörk er mikið í ræktun og líkist mjög ´Glæsi´.

37

Myndir 24 og 25. Skrautreynir ´Glæsir´ t.v., Skrautreynir frá Mörk t.h..

Skrautreynir Þol Athugasemdir

Aðlögun að loftslagi A Mikið aðlögunarþol að loftslagi, þrífst vel í hafrænu loftslagi. Mótstaða gegn sjúkdómum B Meðal mótstaða gegn sjúkdómum, getur þó fengið reyniátu en síður en reynir. Aðlögun að umhverfi B Meðal aðlögunarhæfni að umhverfi, þolir illa skugga. Fagurfræðilegir eiginleikar A Miklir fagurfræðilegir eiginleikar, blómgun, aldinmyndun og fallegt lauf og hauslitir. Félagslegir þættir B Engir sérstakir, þó er líklegt að fólk geri ekki greinarmun á skrautreyni og íslenskum reynivið.

Gæði og eiginleikar rótarkerfis

B Meðalgott rótarkerfi, en þolir ekki blautan og/eða súrefnissnauðan jarðveg. Vaxtarlag og form B Meðal gott vaxtarlag og form, fjölgar sér með geldæxlun og því allar plöntur eins af fræi. Er smávaxið og krónulágt tré.

Vindþol

A-B Nokkuð gott vindþol, betra en reyniviður. Þurrkþol B Meðal þurrkþol, nema lítið ef salt er í jarðvegi og rótarrými lítið. Hætta á greinabroti A Lítil hætta á greinabroti. Þol gegn mengun B Meðal mengunarþol. Saltþol A-B Nokkuð gott saltþol og mun betra en reyniviður. Salt eykur hættu á reyniátu.

Niðurstaða: Skrautreynir af yrkinu ´Glæsir´ og frá gróðrarstöðinni Mörk mætti nota hérlendis sem götutré í umhverfi A/B, þar sem lág króna hans veldur ekki vandræðum. Skrautreynir er fallegt en ekki mjög langlíft tré.

38

This article is from: