3 minute read

Alpareynir (Sorbus mougeotii) Aria-deild

Gráreynir Þol Athugasemdir

Aðlögun að loftslagi A Góð aðlögun að loftslagi og haustar sig örugglega. Mótstaða gegn sjúkdómum B Meðal mótstaða gegn sjúkdómum. Aðlögun að umhverfi B Meðal aðlögunarhæfni að umhverfi. Fagurfræðilegir eiginleikar B Meðal. Blómstrar í lok júní, þroskar falleg rauð ber um miðjan september. Fallegt krónuform en litlir haustlitir. Félagslegir þættir A-B Jákvæð ímynd gagnvart gömlum trjám. Að öðru leyti engir sérstakir.

Gæði og eiginleikar rótarkerfis

A-B Meðalgott – gott rótarkerfi, nokkuð djúpstætt, þolir blautan og/eða súrefnissnauðan jarðveg mun betur en t.d. reyniviður. Vaxtarlag og form B Meðalgott vaxtarlag og form, stofnhæð full lág. Fjölgar sér með geldæxlun og því allar plöntur eins af fræi.

Vindþol

A Mikið vindþol. Þurrkþol B Meðal þurrkþol, þolir betur salt í jarðvegi en reyniviður. Hætta á greinabroti A Lítil hætta á greinabroti. Þol gegn mengun B Meðal mengunarþol. Saltþol A Mikið saltþol. Þolir illa mikið salt í jarðvegi.

Niðurstaða: Gráreynir af yrkinu ´Bergur´ frá Bræðraborgarstíg mætti nota hérlendis sem götutré í umhverfi A/B, þar sem nægt rými er og lág króna hans veldur ekki vandræðum. Tímasetning og aðhlynning við og eftir gróðursetningu er afar mikilvæg. Mögulegt að nota í umhverfi A með því að planta stórum trjám, 2-3 metra stofnhæð, og gæta sérstaklega vel að öllum þáttum og að aðstæður séu ekki of erfiðar. Gráreynir er saltþolið og verðmætt götutré.

Alpareynir er nokkuð smávaxinn til að vera nothæfur sem götutré, sá stofnar sem er í ræktun hérlendis er að öllum líkindum komnir frá Danmörku og verður þar ekki nema 6-8 metrar. Krónan er hins vegar að jafnaði umfangsminni en á silfurreyni og gráreyni og þarf hann því ekki jafnmikið rými um sig. Mögulegt er að finna hávaxnari yrki því tré af tegundinni geta náð allt að 20 metrum í heimkynnum sínum í Pýreneafjöllum. Nokkur ruglingur hefur verið með uppruna alpareynis hérlendis og var hann í fyrstu seldur sem silfurreynir, innfluttur frá Danmörku um 1980. Seinna var á tímabili talið að um væri að ræða tegundina goðareynir (Sorbus latifolia), það voru einnig innfluttar plöntur frá Danmörku. Ef svo ólíklega vildi til að eitthvað hafi slæðst af þeirri tegund og hún lifað þá má þekkja hana á brúnleitum aldinum á meðan alpareynir og silfurreynir hafa rauð ber. Alpareynir er mjög heilbrigt tré og fær til að mynda mun síður skyrfi en silfurreynir. Laufblöð eru fagurgrænni en á silfurreyni og gráreyni, blómgun og berjamyndun álíka og hjá gráreyni en ekki eins árviss. Alpareynir þolir fremur illa þéttan og blautan, súrefnissnauðan jarðveg, þó betur en reyniviður, en síður en silfurreynir.

Yrki: Ekki hefur verið markviss könnun á því hvort margir stofnar séu í ræktun hérlendis og hvort mikill munur sé á þeim með tilliti til ræktunnar. Í almennri ræktun hafa að minsta kostir verið tveir stofnar í ræktun, annar fremur fíngerður og hins vegar nokkuð stórgerðari stofn með áberandi gróftentari blöð. Síðarnefndi stofninn hefur gjarnan verið kenndur við Orkuhúsið (Suðurlandsbraut 24) þar sem standa nokkur tré sem ræktað hefur verið af. Vorið 2014 kom þó skýr munur þar sem fíngerðari stofnin kól alveg niður í rót víða á suður og suðvestulandi á meðan sá frá Orkuhúsinu var óskemdur. Vísbendingar hafa komið fram um að Orkuhús stofninn sé í raun Týrólareynir (Sorbus 42

austriaca) en rannsóknir verða að leiða það í ljós. Yrkið frá Svíþjóð af fræuppruna Gottsunda er sagt verða 8-10 metra og henta vel í strandloftslagi. Það er hægt að fá í stórum stærðum t.d. frá gróðrarstöðinni Tönnersjö plantskola í Svíþjóð (Tönnersjö Planskola, 2015).

Mynd 32. Alpareynir í Þingholtum.

Alpareynir Þol Athugasemdir

Aðlögun að loftslagi A Góð aðlögun að loftslagi og haustar sig örugglega. Mótstaða gegn sjúkdómum A Góð mótstaða gegn sjúkdómum. Aðlögun að umhverfi B Meðal aðlögunarhæfni að umhverfi. Fagurfræðilegir eiginleikar B Blómstrar í lok júní, þroskar falleg rauð ber um miðjan september. Fallegt krónuform og grængulir-gulir haustlitir. Félagslegir þættir B Engir sérstakir. Gæði og eiginleikar rótarkerfis A-B Meðalgott – gott rótarkerfi, nokkuð djúpstætt. Vaxtarlag og form C Fallegt vaxtarlag en smávaxin og stofnhæð full lág. Vindþol A Mikið vindþol. Þurrkþol B Meðal þurrkþol, þolir betur salt í jarðvegi en reyniviður. Hætta á greinabroti A Lítil hætta á greinabroti. Þol gegn mengun B Meðal mengunarþol. Saltþol A Mikið saltþol. Þolir illa mikið salt í jarðvegi.

Niðurstaða: Alpareyni mætti nota hérlendis sem götutré í umhverfi A/B þar sem lág króna hans veldur ekki vandræðum. Tímasetning og aðhlynning við og eftir gróðursetningu er afar mikilvæg. Alpareynir er saltþolið, fallegt en nokkuð smávaxið sem götutré. Í stað alpareynirs mætti reyna Týrólareynir af fræuppruna Gottsunda sem götutré í umhverfi A og A/B

43

This article is from: