2 minute read

Aðrar reynitegundir (Sorbus sp

Úlfareynir Þol Athugasemdir

Aðlögun að loftslagi A Góð aðlögun að loftslagi og haustar sig örugglega. Mótstaða gegn sjúkdómum B Meðal mótstaða gegn sjúkdómum, getur fengið reyniátu. Aðlögun að umhverfi B-C Meðal aðlögunarhæfni að umhverfi, en á það til að verða margstofna og runnkenndur við erfiðar aðstæður.

Fagurfræðilegir eiginleikar

B Meðal. Blómstrar í byrjun júní bleikum blómum, þroskar falleg rauð ber um miðjan september. Falleg laufblöð. Félagslegir þættir B Engir sérstakir. Gæði og eiginleikar rótarkerfis A-B Meðalgott til gott rótarkerfi, nokkuð djúpstætt. Vaxtarlag og form C Fallegt vaxtarlag en smávaxin og stofnhæð full lág. Á það til að verða margstofna og runnkenndur við erfiðar aðstæður.

Vindþol

B Meðal vindþol. Þurrkþol B Meðal þurrkþol. Hætta á greinabroti A Lítil hætta á greinabroti. Þol gegn mengun B Meðal mengunarþol. Saltþol A Mikið saltþol. Þolir illa mikið salt í jarðvegi.

Niðurstaða: Úlfareyni mætti nota hérlendis sem götutré í umhverfi A/B þar sem lág króna hans veldur ekki vandræðum. Tímasetning og aðhlynning við og eftir gróðursetningu er afar mikilvæg. Úlfareynir er saltþolinn og einstaklega fallegur en nokkuð smávaxinn sem götutré.

Aðrar reynitegundir af Aucuparía-deildinni en reyniviður og skrautreynir eru ólíklegar til árangurs sem götutré þar sem þær eru of smávaxnar eða hafa lítið salt og vindþol, grunnt rótarkerfi og þola illa að vaxa í blautum og súrefnislitlum jarðvegi. Knappareynir (Sorbus americana) líkist reynivið og skrautreyni og getur orðið 4-10 metrar. Flest tré sem talin eru knappareynir hafa reynst vera skrautreynir þegar betur er að gáð (McAllister, 2008).

Aðrar tegundir af Aria-deildinni en þær sem fjallað hefur verið um (silfurreynir, gráreynir, alpareynir, úlfareynir og bergreynir) og ræktaðar hafa verið hérlendis eru ýmist of viðkvæmar eða reynsla er ónóg. Bergreynir (Sorbus x erubensis) líkist mjög úlfareyni, sjá umfjöllun þar. Seljureynir (Sorbus aria) er fallegt tré, 9-18 metra hátt. Það er vinsælt erlendis og lítillega notað sem götutré í Evrópu. Í Svíþjóð er það selt sem tré sem þolir vel aðstæður í almenningsgörðum og við götur (Tönnesjö Plantskola). Það hefur hins vegar ekki verið talið nægjanlega harðgert hérlendis hingað til. Þess ber þó að geta að 3-4 metra há tré sem Orkuveitan flutti inn um 2001 hafa vaxið ágætlega á skýldum stað við gömlu rafveituna í Elliðaárdal og gefur það vísbendingar um að mögulega megi reyna seljureyni ef plantað er stórum plöntum við góðar aðstæður t.d. í umhverfi AB. Týrólareynir/doppureynir (Sorbus austriaca) þrífst hérlendis og mætti reyna sem götutré. Hann líkist alpareyni mjög mikið (sjá umfjöllun þar), Tegundin Sorbus alnifolia sem mætti kalla haustreyni eða elrireyni hefur ekki verið reynd hérlendis en er talin harðger í Noregi og væri áhugavert að reyna hana hér. Hún verður nokkuð hávaxin, allt að 20 metrar í heimkynnum sínum og fær fallega rauða haustliti. Blöðin eru heil og líkjast elriblöðum eins og latneska heitið alnifolia vísar til. Karpatareynir (Sorbus x thuringiaca) líkist töluvert gráreyni en blöðin eru mjórri. Er í Noregi talinn álíka harðger og gráreynir. Stutt reynsla hérlendis. Yrkið ´Fastigiata´ (Sorbus x thuringiaca) er súlulaga en verður meira egglaga með 45

This article is from: