2 minute read

Birki (Betula pubescens

aldrinum, verður 7-10 metra hátt og er lítillega notað sem smávaxið götutré erlendis. Mjög áhugavert að reyna hérlendis sem götutré. Aðrar tegundir sem reynar hafa verið sem götutré í nágrannalöndum okkar eru Sorbus incana (E) og Sorbus latifolia (goðareynir) ´Atro´ en spuring hvort eru nógu harðgerir hér á landi.

Reynsla af birki í götuumhverfi er mjög takmörkuð en almennt er birki talið henta illa sem götutré í umhverfi A og þar sem salt er notað á götur og vindur er mikill. Birki er töluvert notað sem götutré í umhverfi AB sérstaklega í Norður-Svíþjóð og Norður-Finnlandi oft með ágætum árangri. Sunnar í Evrópu er birki ekki talið heppilegt sem götutré. Sú litla reynsla sem er til staðar hérlendis hefur sýnt að birki þrífst ekki vel sem götutré nema helst í opnum beðum þar sem lítið álag er á þeim af völdum salts og vinds og trén varin fyrir skemmdum á berki og greinum. Vaxtarlag íslenska birkisins er einnig óheppilegt, það er fremur lágstofna og almennt margstofna ólíkt því hvernig birki er t.d. í Skandínavíu. Vaxtarlag íslenska birkisins er einnig of margbreytilegt til að heildarsvipur þeirra í götuumhverfi standist kröfur um einsleitni og einnig er erfitt að fá nægjanlega háan stofn á þau með auðveldu móti. Rótarkerfi birkis liggur nokkuð grunnt sem getur skapað vandamál í þurrkum, jafnframt er það mjög sólelskt og fremur skammlíft (80-100 ára).

Yrki: Úrvalsyrki af reykvísku birki sem nefnt hefur verið ‘Embla‘ hefur verið í ræktun um þó nokkurt skeið með mjög góðum árangri. ‘Embla’ sýnir sig vera mun beinvaxnari og hraðvaxnari en eldri stofnar og fær fljótt hvítan stofn, hún ætti því að vera fyrsti kostur þegar birki er valið til ræktunnar. Á vegum Reykjavíkurborgar hefur ‘Embla’ lítillega verið gróðursett í götuumhverfi eins og t.d. í götuþrengingar í Hlíðahverfi. Þessi tré hafa sýnt góð þrif þann stutta tíma sem þau hafa verið þar, en taka verður fram að þar er ekki mikið álag af völdum salts og vinds.

Mikil framför var um síðustu aldamót þegar valin yrki af birki var fjölgað með vefjaræktun af Þuríði Yngvarsdóttur. Þá gafst tækifæri til að planta einsleitum úrvalsplöntum og var nokkuð plantað af þessum yrkjum. Því miður lagðist þessi fjölgun snemma af svo þetta er ekki lengur valkostur. Hvort að athugað hafi verið um þrif og vaxtargetu þessara yrkja og borið saman við hefðbundinn efnivið hefur skýrsluhöfundur ekki upplýsingar um.

Myndir 35 og 36. Gamalt birki t.v. í garði í Holtunum og t.h. fallegt ungt birki í gróðrarstöð.

46

This article is from: