4 minute read

Garðahlynur (Acer pseudoplatanus

Garðahlynur eru nokkuð algengur sem götutré víða erlendis sérstaklega í sjávarloftlagi, t.d. í Skotlandi og Suðvestur- og Vestur-Noregi þar sem hann er einstaklega salt og vindþolið tré. Í Skotlandi hefur hann verið ræktaður frá því á tímum Maríu Stuart Skotlandsdrottningar á sextándu öld og skipar því ríkan sess í sögu þeirra. Á Orkneyjum og Hjaltlandseyjum er hann eitt af fáum stórvöxnum trjátegundum sem hægt er að nota. Í Danmörku, Svíþjóð og Þýskalandi þar sem hann var mikið notaður sem götutré, hefur hann vikið að nokkru fyrir öðrum heppilegri tegundum. Hérlendis eru til gömul tré, mörg 12-15 metra há, sem sumstaðar standa með miklum sóma í erfiðu götuumhverfi eins og garðahlynirnir við Suðurgötu. Þau eiga það hins vegar sameiginlegt að hafa fengið að vaxa upp undir minna álagi í uppvextinum og fengið til þess góðan tíma eins og til dæmis hlynurinn á horni Suðurgötu og Vonarstrætis sem var gróðursettur 1918.

Garðahlyn mætti reyna frekar sem götutré hérlendis enda hefur hann ýmsa kosti sem slíkur þó svo gallarnir séu einnig umtalsverðir. Kostir hans felast í þoli hans gegn vindi, salti og mengun, hann er sjúkdómsþolinn, rótarkerfi hans er gott og þolir blautan og þungan jarðveg, hann er einnig langlífur verður yfir 200 ára minnst og fær stóra og formfagra krónu. Garðahlynur hefur hins vegar vissa galla sem götutré, vegna vaxtarlags síns verður trjákróna hans gjarnan of umfangsmikill og það sem telst kostur í heitari löndum en galli hjá okkur er að hann varpar sérlega þungum og miklum skugga sem sést meðal annars á því að lítill sem enginn gróður þrífst undir honum. Gallar hans við ræktun hérlendis felast jafnframt í því að erfitt getur reynst að koma honum á legg og fá nægjanlega háan stofn. Þetta er þó vel mögulegt sé stórum úrvalsplöntum plantað út og vel um þær búið eins og gert var í Lýðveldisgarðinum við Hverfisgötu um 1990. Á sama tíma var samskonar plöntum plantað við Ingólfstorg en þar var ekki nægjanlega vel að trjánum búið og ekki hafður nægur jarðvegur.

Yrki: Ýmis kvæmi og yrki eru í ræktun hérlendis og hafa flest þeirra reynst vel eftir að þau hafa náð um tveggja metra hæð. Kvæmi frá Þrændalögum hefur reynst mjög vel í uppeldi. Yrki með rauðleitum blöðum á neðra borði er víða til og þrífst vel, yrkið ´Späthii´ syn. ´Atropurpureum´er dæmi um slíkt og mætti reyna. Innfluttar plöntur frá Danmörku eins og t.d. tré sem gróðursett var í gamla Fógetagarðinum um 1985 hefur þrifist vel þó svo að stýra hefði þurft krónu hans betur til að hækka stofn. Innflutt tré frá Svíþjóð sem gróðursett voru í Lýðveldisgarðinum um 1990 hafa komið vel til en þau sem voru gróðursett á Ingólfstorgi hafa látið á sjá vegna skorts jarðvegi. Til eru ýmis erlend yrki sem hafa mismunandi eiginleika og mætti reyna þau hér.

Myndir 39 og 40. T.v. glæsilegur garðahlynur á Akureyri og t.h. garðahlynur af íslensku fræi við Alþingishúsið, gulur litur af völdum skortseinkenna vegna ónógs jarðvegs og þurrks. 50

Aðrar tegundir hlyns hafa ekki gengið vel í ræktun hérlendis, helst mætti vænta árangurs af broddhlyn (Acer platanoides), en hann er viðkvæmari í ræktun hérlendis og hentar því síður sem götutré. Sem garðtré væri þó áhugavert að reyna hann frekar m.a. þar sem blöð hans eru óvenju falleg og mikil haustlitadýrð ef um harðgert kvæmi væri að ræða.

Garðahlynur Þol Athugasemdir

Aðlögun að loftslagi B Hefur mikið aðlögunarþol að loftslagi en getur verið erfiður á uppvaxtarskeiði.

Mótstaða gegn sjúkdómum A Mikil mótstaða gegn sjúkdómum.

Aðlögun að umhverfi A Mikil aðlögunarhæfni að umhverfi. Fagurfræðilegir eiginleikar A Hefur fallega breiða krónu og fallegt lauf. Einnig eru fræ falleg og vekja athygli. Félagslegir þættir A Viðhorf almennt jákvæð og vegna aldurs geta gömul tré fengið mikið gildi sem öldungar og einkennistré.

Gæði og eiginleikar rótarkerfis A Mjög gott rótarkerfi og heppilegir eiginleikar.

Vaxtarlag og form B Vaxtarlag er mjög breitt og skuggavarp hans mikið, jafnframt getur verið erfitt að rækta hann upp með háan stofn.

Vindþol

A-B Hefur mikið vindþol. Þurrkþol B Hefur meðalmikið þurrkþol, laufblöð geta þornað í jöðrum. Hætta á greinabroti B Meðal hætta á greinabroti á eldri trjám. Þol gegn mengun A Mikið mengunarþol. Saltþol A Hefur mikið saltþol.

Niðurstaða: Garðahlyn mætti nota hérlendis sem götutré í umhverfi A/B, þar sem nægt rými er og mikið skuggavarp hans veldur ekki vandræðum. Rétt klipping er afar mikilvæg. Mögulegt að nota í umhverfi A sé gætt sérstaklega vel að öllum þáttum og aðstæður eru ekki of erfiðar, þar með talið er skilyrði að hann sé gróðursettur sem stórt tré með minnst 1,8-2,5 metra stofnhæð. Garðahlynur er langlífur og verðmætt götutré en varpar miklum skugga.

Myndir 41 og 42. Garðahlynur t.v. á leikskólanum við Lindargötu og t.h. Lýðveldisgarðurinn við Hverfisgötu af innfluttum trjám frá Svíþjóð gróðursett sem 3 m há tré um 1990.

51

This article is from: