3 minute read

Gráölur/gráelri (Alnus incana

Birki

Þol Athugasemdir

Aðlögun að loftslagi A Góð aðlögun að loftslagi og haustar sig örugglega. Mótstaða gegn sjúkdómum A Ágæt mótstaða gegn sjúkdómum. Aðlögun að umhverfi B-C Meðal til lítil aðlögunarhæfni að umhverfi, en á það til að verða margstofna og runnkennt við erfiðar aðstæður. Sólelskt.

Fagurfræðilegir eiginleikar

A-B Hvítstofna beinvaxið birki er ómótstæðilegt, en íslenska birkið stenst sjaldnast þær kröfur. Félagslegir þættir A Íslensk tegund. Gæði og eiginleikar rótarkerfis C Grunnstætt rótarkerfi. Vaxtarlag og form B Fallegt vaxtarlag en smávaxið og stofnhæð full lág. Á það til að verða margstofna og runnkennt við erfiðar aðstæður.

Vindþol

B Meðal vindþol. Þurrkþol C Lítið þurrkþol. Hætta á greinabroti A Lítil hætta á greinabroti. Þol gegn mengun C Lítið mengunarþol. Saltþol C Lítið saltþol. Þolir mjög illa mikið salt í jarðvegi.

Niðurstaða: Birki er nothæft sem götutré í umhverfi A/B að því tilskyldu að ekki sé saltmengun til staðar t.d. af völdum götusalts. Mikilægt er að vefjarækta valda klóna til að fá jafnari og áreiðanlegri einstaklinga eða að nota fræ af úrvalsyrkjum svo sem ´Emblu´.

Gráelri hefur marga eiginleika sem henta fyrir götutré. Tegundin þolir að vaxa í þurrum ófrjósömum jarðvegi vegna hæfileika þess til að framleiða sitt eigið köfnunarefni með sambýli við Frankia bakteríu. Það þolir einnig að vera í blautum jarðvegi, þó einungis til skamms tíma. Gráelri getur myndað nægjanlega háan stofn fyrir minni götur að minnsta kosti, og má í því samhengi benda á trén við Austurvöll sem sýna að tegundina má vel nota sem borgartré. Elri er skuggþolnara en birki og heldur því betur þéttri krónu í skuggsælu götuumhverfi. Króna gráelris verður breið og falleg með tímanum en varpar ekki þungum skugga. Til eru yrki erlendis sem hafa granna krónu sem myndi í mörgum tilfellum henta betur í götur. Þessi yrki eru lítið reynd hérlendis en vonir eru um að sumar gætu þrifist ágætlega hér, sérstaklega í borgarumhverfi, reynsla frá Finnlandi gefur vísbendingar um það. Gráelri fær ekki haustliti. Reklar sem minna á köngla þroskast á gráelri og er það til prýði.

Yrki: ´Lanciniata´ er töluvert notað sem götutré á Norðurlöndunum t.d. í Finnlandi. Það verður 8-12 metra hátt og 5-6 m breitt, þolir þurrk ágætlega og hefur nokkuð granna krónu. Er sérstakt að því leyti að laufblöð eru flipótt. Þolir illa blautan og súrefnislausan jarðveg.

Kvæmi frá Byneset í Þrándheimi hefur verið ræktað um langt árabil á höfuðborgarsvæðinu, er gróskumikið og hefur gefist vel. Trén við Austurvöll eru líklega af þessum uppruna. Einnig hefur kvæmið Kvæfjord í Troms reynst vel víða um land, er harðgert og beinvaxið.

47

Mynd 37. Gráelri á Austurvelli í Reykjavík gróðursettur árið 1963.

Gráelri

Þol Athugasemdir

Aðlögun að loftslagi A Góð aðlögun að loftslagi og haustar sig örugglega. Mótstaða gegn sjúkdómum A Ágæt mótstaða gegn sjúkdómum. Aðlögun að umhverfi B Meðal aðlögunarhæfni að umhverfi, en á það til að verða margstofna og runnkennt við erfiðar aðstæður. Sólelskt.

Fagurfræðilegir eiginleikar B Falleg króna en gráleitt yfirbragð og skortur á haustlitum.

Félagslegir þættir B Engir sérstakir, nema helst hjá tíðum gestum undir gráelrinu við Austurvöll.

Gæði og eiginleikar rótarkerfis B Meðalgott, en frekar grunnstætt rótarkerfi. Sendir út rótarskot.

Vaxtarlag og form B Fallegt vaxtarlag en smávaxið og stofnhæð full lág. Á það til að verða margstofna og runnkennt við erfiðar aðstæður.

Vindþol

B Meðal vindþol. Þurrkþol A Mikið þurrkþol. Hætta á greinabroti A Lítil hætta á greinabroti. Þol gegn mengun B Meðal mengunarþol. Saltþol B Meðal saltþol.

Niðurstaða: Gráelri mætti nota hérlendis sem götutré í umhverfi A/B og jafnvel í umhverfi A þar sem lág króna er ekki til vandræða og stór tré með a.m.k. 1,8 metra háum stofni eru gróðursett.

48

This article is from: