1 minute read

Áhrif jarðvinnsluaðferða á uppskeru og þroska byggs, Keldudal JH, ÞS

Áhrif jarðvinnsluaðferða á vöxt og þroska byggs. Keldudal. Tilraunin er liður í mastersverkefni Þórarins Leifssonar. Hún hefur þegar staðið í tvö ár og gagnasöfnun að mestu lokið. Tilraunin er gerð á þrenns konar jarðvegi: 1. Framræstri mýri 2. Mólendi 3. Sandi Borin eru saman á hverjum stað áhrif mismunandi jarðvinnslu. Mismunandi jarðvinnsla er á stórreitum og er eftirfarandi: i. Haustplæging, vorherfing ii. Haustherfing, vorplæging og herfing iii. Óhreyft um haustið, vorplæging og herfing iv. Óhreyft um haustið, vorherfing v. Óhreyft um haustið, vorherfing með plógherfi Í hverjum stórreit eru tvenns konar smáreitir. Annars vegar er mismunandi sáðmagn og hins vegar mismunandi nituráburður: Áburður Sáðmagn a1 30 kg N/ha b1 150 kg/ha a2 60 kg N/ha b2 200 kg/ha a3 90 kg N/ha b3 250 kg/ha

Sumarið 2015 Tilraunir í verkefninu voru gerðar samkvæmt áætlun sumrin 2013 og 2014. Öðrum gögnum svo sem um veðurfar var einnig safnað þau ár. Í sumar var gerð ein tilraun um áhrif varnarefna gegn sveppum og illgresi við mismunandi jarðvinnslu. Landið var mólendi og hafði verið notað til kornræktar undanfarin ár, jarðvinnsla eingöngu að vori að þessu sinni. Hverjum stórreit var skipt í 4 millireiti og í hverjum þeirra millireita voru 4 reitir með mismunandi meðferð. Vinnsla á stórreitum Varnarefni á smáreitum 1. Herfað a. Tilt gegn blaðsveppum 2. Plógherfað b. Express gegn illgresi 3. Plægt og herfað á eftir. c. Tilt og Express d. Hvorugt Sáð var í spildurnar í byrjun maí með stórri sáðvél. Yrkið var Judit. Reitir voru mældir út og úðað 26. júní. Þá var lenging stönguls um það bil að hefjast. Stórreitir voru án endurtekninga en 4 samreitir innan hvers þeirra. Reitir urðu því alls 48. Tilraunin var skorin 24. september og mæld uppskera og þroski.

This article is from: