1 minute read
Kornrækt á jaðarsvæðum við Norður-Atlantshaf JH
Kornrækt á jaðarsvæðum við Norður-Atlantshaf. Samanburður yrkja, Korpu. Landbúnaðarháskóli Íslands er þátttakandi í verkefni, sem fjallar um kornrækt og nýtingu korns í löndum við Norður-Atlantshaf, þar sem kornrækt hefur lítt eða ekki verið stunduð áður. Landbúnaðarháskólinn lagði til efni og skipulag í tilraunir í Norður-Noregi, Færeyjum, Orkneyjum, Hjaltlandi, Grænlandi og Nýfundnalandi auk Íslands. Verkefnið hefur staðið nú í tvö ár og gagnasöfnun er lokið. Yrki af norðurslóðum voru reynd á Korpu annað árið í röð. Hér eru sýndar niðurstöður úr tilrauninni 2015. Tilraunin var hefðbundin reitatilraun, reitir 10 m2, gerð á mólendi, samreitir voru 3. Sáð var 30. apríl og skorið 21. september. Áburður var sem svarar 60 kg N/ha í áburðinum 15-7-12-25P-37K í kg/ha. Eftir skurð var títan rammlega föst á sýnum af Tampar og Bere. Því var gripið til þess ráðs að þæfa sýnin öll til að fá einhverja mælingu á rúmþyngd. Fyrir bragðið eru tölur um rúmþyngd mjög háar en ætla má að þær séu sambærilegar innbyrðis
Yrki Korn, Þús. korn, Rúmþyngd, Þe. við skurð, t þe./ha g g/100 ml % Tiril 4,77 35 79 59 06-72 4,76 37 78 60 Kría 3,69 39 85 58 Saana 3,53 42 82 51 NL-2 3,48 42 88 52 NL-1 3,05 39 85 52 Tampar 2,58 30 75 58 Bere 2,51 30 83 52 Meðaltal 3,55 37 82 55 Staðalfrávik 0,34 1,7 1,1 1,0 Frítölur 14
Kría og 06-72 eru íslensk yrki, Tiril norskt, Saana finnskt, NL-1 og NL-2 frá Nýfundnalandi, Bere úr Orkneyjum og Tampar færeyskt. Tvö síðustnefdu yrkin eru gömul yrki úr viðkomandi eyjum, ekki kynbætt. Kría, Saana og NL-2 eru tvíraða, hin fimm sexraða. Saana er þátttakandi í tilraunaröðinni sem fljótþroska maltkorn.