1 minute read
Úðun gegn illgresi og sveppasýkingu í byggi, Vindheimum JH
Úðun gegn illgresi og sveppasýkingu í byggi, Vindheimum. Tilraunin var gerð á sandblöndnum moldarjarðvegi. Áburður var sem svarar 120 kg N/ha í áburðinum 15-7-12. Sáð var 6. maí og skorið 24. september. Þurrkskemmdir sáust þá í tilrauninni. Tilraunin var gerð á tveimur aðskildum stórreitum. Í annan þeirra var sáð yrkinu Judit, í hinn yrkinu Aukusti. Notað var efnið Express til varnar gegn illgresi og Tilt til varnar gegn sveppasjúkdómum. Í hvorum nefndra stórreita voru 3 millireitir og 4 smáreitir í hverjum þeirra millireita. Mismunandi meðferð var á smáreitum. Samreitir fyrir meðferð voru því 3 í hvorum stórreit og reitir alls 24. Úðað var 26. júní. Lenging stönguls var þá hafin. Engu að síður virtist frumsproti verða fyrir skemmdum á Judit við úðun með illgresisvarnarefninu Express. Sambærilegra skemmda varð ekki vart í yrkinu Aukusti í tilrauninni og ekki heldur í 26 hektara akri umhverfis tilraunina en hann var úðaður sama dag. En af þessum skemmdum á Judit kom fram samspil milli illgresisúðunar og yrkja og eru hvort fyrir sig í niðurstöðutöflu. Niðurstöður urðu þessar: Yrki/meðferð Korn, Þúsk, Rúmþyngd, Þurrefni, t þe./ha g g/100 ml % Aukusti 4,27 35 72 58 Judit 3,98 35 66 57 Illgresisvörn, Aukusti 4,71 34 72 56 Ekki illgresisvörn, Aukusti 3,83 35 73 61 Illgresisvörn, Judit 3,92 34 64 55 Ekki illgresisvörn, Judit 4,04 36 68 59 Illgresisvörn, mt. yrkja 4,31 34 68 55 Ekki illgresisvörn, mt. yrkja 3,93 36 70 60
Sveppavörn, mt. yrkja 4,18 35 69 58 Ekki sveppavörn, mt. yrkja 4,06 35 69 58
Hvor tveggja vörnin, mt. yrkja 4,29 34 68 54 Hvorug vörnin, mt. yrkja 3,79 35 70 59 Meðaltal allra reita 4,12 35 69 58 Staðalskekkja mismunarins 0,106 0,68 0,71 0,90 Áhrif af úðun gegn sveppasmiti urðu ekki mikil enda sumarið þurrt og svalt í Skagafirði og skilyrði fyrir dreifingu sveppasmits með minnsta móti. Illgresi í tilrauninni var aðallega hjartaarfi. Úðun gegn því illgresi og öðru skilaði allt að 20% uppskeruauka í reitum með Aukusti en hafði ekki áhrif á þroska. Spjöll á frumsprota Judit urðu til þess að af þeim reitum fengust ekki eðlilegar niðurstöður.