Árbók Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2024

Page 1


Árbók 2024

Fyrir starfsárið

Siðareglur

Útgefandi: Slysavarnafélagið Landsbjörg

Umsjón: Gunnar Stefánsson

Ábyrgðarmaður: Kristján Þór Harðarson

Hönnun/umbrot: Birgir Ómarsson

Prentvinnsla: Pixel prentþjónusta

Kæru félagar

Það er öllum ljóst að mikið hefur mætt á félaginu okkar síðastliðið ár. Verkefnin hafa verið fordæmalaus og sér ekki fyrir endann á þeim.

Í lok síðasta vetrar urðum við vitni að þeim samtakamætti sem við sem félag búum yfir þegar áföll verða. Þann 27. mars vöknuðu íbúar Norðfjarðar upp við vondan draum, snjóflóð hafði fallið á byggð í Neskaupstað. Um leið og mögulegt var, mætti björgunarsveitarfólk af öllu landinu til að vera til taks og aðstoða alla þá viku sem snjóflóðahætta var áfram í byggð. Sem íbúa á staðnum þótti mér svo ótrúlega vænt um að sjá öll þessi kunnuglegu andlit á svæðinu og ég fylltist miklu stolti af því að tilheyra þessum hópi.

Annað risastórt verkefni fengu félagar okkur á Suðurnesjum svo í fangið á haustmánuðum, þegar gríðarlegar jarðhræringar urðu til þess að rýma þurfti Grindavíkurbæ þann 10. nóvember, stærsta rýming sem fram hefur farið á Íslandi frá Vestmannaeyjagosi. Eldgos og jarðhræringar hafa verið hluti af lífi íbúa á þessum slóðum síðastliðin þrjú ár, en þarna var atburðurinn orðinn mun stærri og meiri. Miklar skemmdir hafa orðið á heimilum fólks og

innviðum og hafa Grindvíkingar enn ekki fengið að snúa til baka til heimila sinna þegar þessi orð eru rituð. Ekki sér fyrir endann á óvissunni sem þarna ríkir og er jafnvel talið að þessir

jarðeldar muni standa í einhver ár. Hugur okkar allra er hjá Grindvíkingum í þeim gríðarlegu áskorunum sem þau standa frammi fyrir.

Frá 10. nóvember eða í þrjá mánuði hefur björgunarsveitarfólk staðið vaktina í Grindavík og á Suðurnesjum við ýmis verkefni. Okkar kraftur felst í fjöldanum. Við erum mörg og þegar kallið kemur þá stökkvum við til með velvild vinnuveitenda og fjölskyldu, sem á meðan sinna þeim verkefnum sem við annars þyrftum að sinna, auk þess sem við njótum ómælds stuðnings almennings sem styður við bakið á okkur með ýmsum hætti.

Langflest verkefni okkar vara í einhverjar klukkustundir, jafnvel örfáa daga, en núna stöndum við frammi fyrir verkefni sem lítur út fyrir að vari í mánuði eða ár. Aldrei áður höfum við sem félag staðið frammi fyrir því að geta ekki mannað þau verkefni sem við erum kölluð til að sinna, en nú er komið að þeim þolmörkum. Ekki bara höfum við staðið vaktina upp á hvern einasta dag síðustu þrjá mánuði, heldur stigið inn og verið með vakt við gosstöðvar frá upphafsdegi fyrri gosa, eða í rúm þrjú ár.

Þurfum við þá ekki að staldra við og rýna þetta skipulag? Við höfum alltaf verið sjálfboðaliðasamtök og munum svo sannarlega vera það áfram. Við erum alltaf tilbúin í leit og björgun þegar kallið kemur. Við höfum vissulega líka hlutverk í almannavarnakerfinu og erum einnig viðbúin þar, þegar kallið kemur.

En þegar við erum komin á þann stað sem við erum nú á, er mikilvægt að stjórnvöld og opinberir aðilar stígi inn með tímabundið launað viðbragð og leysi björgunarsveitir undan störfum þeirra. Slíkt launað viðbragð getur að sjálfsögðu verið okkar fólk að hluta. Björgunarsveitir koma svo aftur, verði þörf á. En til að sinna daglegu viðbragði í því ástandi sem nú er á Suðurnesjum þarf annað og meira að koma til en sjálfboðaliðar sem reiða sig á stuðning vinnuveitenda og ætti öllum að vera ljóst mikilvægi þess að það eru takmörk fyrir hversu mikið er hægt að ganga á tíma sjálfboðaliða.

Að öðrum málum félagsins. Við tókum á móti tveimur nýjum björgunarskipum á árinu, í Reykjavík og á Siglufirði, og hafa þá verið endurnýjuð þrjú skip, það fjórða er svo í smíðum en það mun fara á Rif. Skipin hafa reynst afar vel. Viðbragðstími hefur styst, þar sem þau fara mun hraðar, eru töluvert öflugri og fara mun betur með mannskapinn í verkefnum. Því miður verður að segjast eins og er að fjármögnun skipanna hefur ekki gengið eins vel og vonast var til í upphafi og því ekki alveg óljóst á þessari stundu hvort hægt verði að halda áfram með verkefnið í óbreyttri mynd. Hugsanlega þarf að skoða málin upp á nýtt þar. Ljóst er þó að eldri skipin eru mörg komin á allra síðasta snúning og ekki hægt að bíða mikið lengur með endurnýjun þeirra.

Í lok árs náðist sá frábæri árangur að samþykkt var að fella niður vörugjöld á bensíni til eininga innan SL. Þetta er áfangasigur, en lengi hefur verið baráttumál félagsins að fá niðurfelld vörugjöld og virðisaukaskatt, enda skýtur það skökku við að Slysavarnafélagið Landsbjörg, sem gegnir mikilvægu hlutverki sem viðbragðsaðili og í almannavarnakerfi landsins, skuli greiða meira til ríkisins í formi slíkra gjalda, heldur en fæst til baka í formi styrkja og stuðnings frá ríkinu. Þessu verkefni er ekki lokið og hér eftir sem hingað til verður það eitt helsta áherslumál stjórnar að tryggja einingum félagsins fjármuni til rekstrar.

Árið hefur svo sannarlega verið allskonar. Á þessum tímamótum er ég þakklát og stolt af því að tilheyra hópi sjálfboðaliða Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þá er ég einnig þakklát fyrir að vera treyst fyrir því að leiða Slysavarnafélagið Landsbjörg í fjarveru Otta Rafns, kjörins formanns, sem nú sinnir mikilvægum verkefnum tengdum jarðhræringum í Grindavík. Ég er afar stolt af því að vera fyrsta konan sem sinnir því verkefni í tæplega 100 ára sögu félagsins.

Ekki síður er ég þakklát fyrir að fá að starfa með frábæru fólki í stjórn, starfsfólki og öðru félagsfólki. Ég horfi bjartsýn fram á við með þennan góða hóp í kringum mig og hlakka til að vinna með ykkur öllum.

Kveðja

Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir

Starfandi formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Skýrsla stjórnar 2021

Stjórn félagsins árið 2023.

Stjórn fram að Landsþingi:

Otti Rafn Sigmarsson – formaður

Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir – varaformaður

Þorsteinn Þorkelsson – gjaldkeri

Hildur Sigfúsdóttir – ritari

Gísli Vigfús Sigurðsson

Hafdís Einarsdóttir

Valur S. Valgeirsson

Þór Bínó Friðriksson

Þorsteinn Ægir Egilsson

Á Landsþingi á Akureyri gengu úr stjórn Gísli Vigfús Sigurðsson og Þorsteinn Ægir Egilsson en kjörin á landsþingi voru þau Jón Ingi Sigvaldason og Halldóra Hjörleifsdóttir.

Stjórn eftir Landsþing 2023:

Otti Rafn Sigmarsson - formaður

Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir

Þorsteinn Þorkelsson

Hildur Sigfúsdóttir

Guðjón Guðmundsson

Hafdís Einarsdóttir

Halldóra Hjörleifsdóttir

Jón Ingi Sigvaldason

Þór Bínó Friðriksson

Stjórn fundaði tuttugu og þrisvar sinnum yfir árið.

Heimsóknir

Stjórn heimsótti félagseiningar á Suðurlandi í janúar og fundaði í húsnæði FBSH í janúarmánuði. Í þeirri ferð heimsótti stjórn auk Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu, Björgunarsveitina Dagrenningu á Hvolsvelli.

Í mars fór svo stjórn í heimsókn til sveita á svæði 2, í Sandgerði, Reykjanesbæ og Vogum, auk Garðs, en fundað var í Þorsteinsbúð í Garði.

Í september fundaði stjórn í Grindavík í húsnæði Þorbjarnar og naut jafnframt leiðsagnar Þorbjarnarfólks um gosstöðvar.

Landsþing

Landsþing var að venju haldið að vori, að þessu sinni á Akureyri í íþróttahöllinni. Otti Rafn Sigmarsson, formaður félagsins, óskaði eftir að stíga til hliðar sem formaður tímabundið til 9. janúar 2024. Ástæðan var hamfarirnar sem áttu sér á hans heimaslóðum. Ljóst er að gríðarlega miklar hamfarir hafa orðið og eru enn í gangi. Staðan er erfið og ekki síst þar sem óvissan er mikil hvað framtíðin mun bera í skauti sér fyrir bæjarbúa. Þegar slíkir atburðir gerast er ljóst að mikið álag er á bæjarbúum öllum.

Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir varaformaður tók við störfum formanns frá og með 12.11.2023.

Nýr skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna

Gengið hefur verið frá ráðningu við Boga Þorsteinsson þess efnis að taka við skólastjórastöðu skólans frá og með 1. Nóvember.

Fulltrúaráðsfundur

Fulltrúaráðsfundur var haldinn í lok nóvember eins og lög félagsins gera ráð fyrir. Að mestu snérist dagskrá fundarins um fjármál félagsins, þá samþykkt ársreiknings og fjárhagsáætlun fyrir 2024. Einnig voru samþykktar breytingar á sölu Neyðarkalls, að opna á sölu á miðvikudag fyrir söluhelgina og að hækka verðið í 3.500 kr.

Stefnumótun félagsins

Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir kynnti vinnu við stefnumótun félagsins og megináherslur félagsins. Stefnumótun er skipt upp eftir sviðum. Hún fór yfir framkvæmdaáætlun sviðanna á skrifstofu félagsins og hvar leggja skal áherslu í framtíðarsýn félagsins. Meginstefnumið eru þau að: Við erum öflugt félag sem vinnur í þágu þjóðar að björgun mannslífa, verðmætabjörgun og slysavörnum.

- Við erum sýnileg í samfélaginu og njótum trausts.

- Við byggjum á tryggum fjáröflunarverkefnum og góðum rekstri.

- Allt okkar starf byggir á þekkingu, fagmennsku og gæðum.

Þátttaka félagsfólks var góð á fundinum og umræðan málefnaleg.

Fjáröflunarverkefni

Bakverðir

Bakverðir eru ómetanlegir félaginu og styðja félagið með mánaðarlegu framlagi allan ársins hring. Bakverðir standa þétt við bakið á björgunarsveitum og slysavarnadeildum um land allt og leggja þannig sitt af mörkum til að bjarga mannslífum og tryggja öryggi.

Markmið ársins líkt og í fyrra var að afla nýrra, þakka núverandi Bakvörðum og auka vitund um verkefnið. Árið gekk vel og alls bættust við 5.212 nýir Bakverðir við á árinu.

Styrkir frá Bakvörðum hækkuðu um 15% frá síðasta ári. Alls ákváðu 1.646 Bakverðir að hækka framlag sitt. Samskipti voru við Bakverði sem fengu sendar sögur úr starfi og útköllum allt árið og var opnun pósta afar góð á árinu eða 47%. Í lok árs voru Bakverðir 34.950 talsins. Þessum stóra hóp Bakvarða verður seint fullþakkað framlag þeirra.

Söguleg þróun fjölda Bakvarða

Neyðarkall

Neyðarkall í ár var aðgerðarstjórnandi og varpaði ljósi á mismunandi hlutverk innan félagsins. Tekið var mjög vel á móti Neyðarkalli björgunarsveitanna á árinu, líkt og fyrri ár og seldust um 64.000 Neyðarkallar. Stærri útgáfan af Neyðarkalli, sem seldur er til fyrirtækja, hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarin ár. Líkt og í fyrra seldust stóru kallarnir upp. Þeir voru að þessu sinni um 2.050 stykki. Við erum afar þakklát einstaklingum og fyrirtækjum í landinu sem styðja okkur með þessum hætti.

Flugeldasalan

Flugeldasala björgunarsveitanna gekk vel og ánægjulegt var að sjá söluaukningu hjá flestum einingum landsins. Hagstæðir samningar við birgja, náið samstarf við flutningsaðila og gott skipulag á lager átti stóran þátt í því að hægt var að halda vöruverði óbreyttu á milli ára. Gott veður í kringum áramót, markviss markaðssetning og jákvæð umræða í garð björgunarsveita landsins átti þátt í því að flugeldavertíðin lukkaðist vel í ár.

Í kjölfar stórra verkefna á árinu hefur umræðan í samfélaginu verið hliðholl björgunarsveitum landsins sem kann að hafa haft áhrif á að fólk hafi viljað styðja okkur. Náið samstarf við Eimskip tryggði öruggan innflutning flugeldagáma til landsins. Tímanleg koma flugeldagáma til landsins ásamt innleiðingu á nýjum ferlum á lager, leiddi til öruggrar afgreiðslu og afstemmingu pantana áfram til eininga.

Að venju er mesta vöruúrval landsins á flugeldamörkuðum björgunarsveitanna, allt frá innidóti, stjörnuljósum og handblysum, upp í rakettur og stórar tertur sem eru í raun flugeldasýningar í kassa. Kaka ársins er alltaf ein af okkar vinsælustu vörum og Miðnæturtertan kemur þar rétt á eftir. Fjölskyldupakkarnir hafa verið gríðarlega vinsælir í gegnum árin enda bjóða þeir upp á eitthvað fyrir alla í fjölskyldunni. Litlu fjölskyldupakkarnir

innihalda spennandi smádót fyrir yngstu fjölskyldumeðlimina. Brennurnar eru gos sem alltaf eru vinsæl, sérstaklega ef fólk vill njóta ljósadýrðarinnar nær jörðu en aðrir flugeldar bjóða upp á. Nýjung ársins eru svo handhægir tertukassar (stóri blái, stærri guli og stærsti rauði) sem hentar öllum sem vilja koma með mikla ljósadýrð í áramótagleðina. Á síðasta ári var kynnt til sögunnar tækjalína sem byggist á þeim farartækjum sem björgunarsveitir nota í útköllum á landi og sjó. Hér eru á ferðinni flottar skotkökur í milliverðflokki og í ár bættist við Trukkur og Slöngubátur við flóruna. Kappaterturnar eru orðnar mjög þekktar og hefur úrval þeirra aldrei verið meira. Í ár buðum við upp á 20 mismunandi kappatertur í öllum stærðum og gerðum. Nýjast er Víg Gríms Heggssonar en vígaterturnar er dýrasti verðflokkur í vörulínu Landsbjargar og inniheldur meðal annars víg Grettis, víg Bergþóru og víg Gunnars á Hlíðarenda. Vígin eru heil flugeldasýning í einni vöru.

erum alltaf

Flugeldasalan er skemmtileg hefð!

getum ekki án þeirra verið!

Eftir sem áður lögðum við mikla áherslu á fræðslu, forvarnir og öryggi í öllum þeim skilaboðum sem við gefum frá okkur til almennings og munum við áfram leggja áherslu á það í okkar starfi. Áhersla í öllu auglýsingaefni sneri að því að minna fólk á örugga meðferð flugelda og sérstaklega að allir í fjölskyldunni noti flugeldagleraugu. Við hvetjum almenning til þess að skjóta upp flugeldum innan leyfilegra tímamarka. Við bendum almenningi á að huga að gæludýrunum á meðan mesta skothríðin gengur yfir. Lögð er áhersla á að fikt með flugelda er aldrei í lagi og að ávallt beri að fylgja leiðbeiningum á vörunni.

Flugeldar og umhverfið

tonn

Flugeldasala hefur verið stærsta og mikilvægasta fjáröflunarleið

björgunarsveitanna á Íslandi í fjölmörg ár og því mikilvægt að hlúa vel að henni til framtíðar.

Björgunarstarf á Íslandi hefur verið fjármagnað með flugeldsölu í hálfa öld

Við gerum okkur fulla grein fyrir því að flugeldar eru ekki umhverfisvænir. Við vitum að flugeldar

menga og höfum við tekið markviss skref með framleiðendum í átt að því að lágmarka skaðleg

efni sem notuð eru í uppskriftum þeirra flugelda

sem við höfum til sölu. Markvisst hefur verið unnið með framleiðendum að því að minnka

plast í flugeldum og árið 2023 náðum við að minnka magn plasts í okkar vörum sem nemur einu tonni milli ára.

Einnig vinnum við náið með sveitarfélögunum að því að auðvelda almenningi að skila notuðum

flugeldum í flugeldagáma sem staðsettir eru á völdum stöðum um land allt, strax á nýársdag.

Landsbjargargjafir

Við héldum áfram með Landsbjargargjafir í ár, annað árið í röð. Landsbjargargjafir gera okkur kleift að endurnýja lífsnauðsynlegan búnað og tæki, og beinum við stuðningnum þangað sem hans er mest þörf hverju sinni. Þegar þú gefur ástvini þínum Landsbjargargjöf, veitir þú jafnframt björgunarsveitunum bolmagn til að bjarga mannslífum.

Í ár voru fimm mismunandi vörur í boði, björgunarsveitargalli, Rótarskot, eldsneyti, karabína og hjálmur. Líkt og í fyrra var Rótarskot söluhæsta varan. Ein af þeim breytingum sem fylgja Landsbjargargjöfum, er að Rótarskot er nú í boði allt árið, en ekki einungis á sölutíma flugelda, þó hægt hafi verið að kaupa Rótarskot á flugeldamörkuðum okkar einnig.

Salan fór af stað í desember og dró heldur úr sölu miðað við árið á undan. Við munum halda áfram að þróa þessa fjáröflunarleið, vöruúrvalið og gera enn betur.

Rótarskot

Aðalstyrktaraðilar

Í gegnum árin hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg notið mikils velvilja meðal fyrirtækja, þar er fyrst að telja mikinn fjölda vinnuveitenda sem með velvilja sínum til sjálfboðaliða okkar þegar útköll verða, eru meðal okkar helstu styrktaraðila.

Aðalstyrktaraðilar félagsins styðja beint við starfsemi félagsins með árlegum fjárframlögum, og eru einnig miklir samstarfsaðilar í mörgum verkefnum félagsins þar sem sameiginlegir hagsmunir liggja. Aðalstyrktaraðilar voru fimm árið 2023, Olís, Icelandair, Vodafone, Sjóvá og Eimskip.

Sjóvá og Slysavarnarfélagið Landsbjörg hafa allt frá stofnun Landsbjargar átt farsælt samstarf um forvarnir og öryggismál og hefur Sjóvá verið aðalbakhjarl Landsbjargar um árabil. Félögin vinna náið saman að ýmsum öryggismálum og fjölbreyttum forvarnaverkefnum. Sjóvá tryggir einnig eignir og búnað björgunarsveita um allt land og sér til þess að björgunarfólk samtakanna, sem starfar oft við mjög erfiðar aðstæður, sé eins vel tryggt og kostur er. Starfsfólk Sjóvá er stolt af samstarfinu við Landsbjörg og þakklátt fyrir það hversu mörg þörf og góð verkefni það gefur stöðugt af sér.

Olís hefur verið einn aðalstyrktaraðila félagsins allt frá árinu 2012 og stendur fyrir sérstökum fjáröflunardögum, þar sem hluti af hverjum seldum eldsneytislítra rennur til félagsins. Þar fyrir utan nýtur félagið sérkjara í viðskiptum við Olís.

Vodafone hefur verið einn af aðalsamstarfsaðilum Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá árinu 2009 og á árinu 2022 var samningur við fyrirtækið endurnýjaður. Vodafone er stolt af því að leggja lóð sín á vogarskálar leitar, björgunar og slysavarna. Vodafone og félagið hafa einnig átt afar gott samstarf á sviði fjarskiptamála. Vodafone lítur svo á að með samstarfinu tryggi fyrirtækið starfsfólki félagsins og björgunarsveitum aðgang að bestu mögulegu fjarskiptaþjónustu um allt land.

Icelandair hefur verið meðal aðalstyrktaraðila félagsins frá árinu 2014 og þannig verið

ómetanlegur bakhjarl við starf sjálfboðaliða okkar. Fyrirtækið leggur okkur til bæði beinan fjárhagslegan styrk og sérstaka styrki til flugferða, bæði innanlands og til útlanda. Samstarfið hefur einnig verið mikið á sviði forvarna og upplýsingagjafar til ferðamanna í gegnum

Safetravel, auk samstarfs um gerð viðbragðsáætlana og öryggisþjálfunar.

Eimskip bættist í hópinn sem einn af aðalstyrktaraðilum

félagsins. Sem einn af aðalstyrktaraðilum Slysavarnafélags-

ins Landsbjargar vill Eimskip koma góðu til leiðar og styðja

við hið mikilvæga starf sem Landsbjörg sinnir á landi og

sjó, meðal annars í formi flutnings á aðföngum, tækjum og

búnaði. Sérstök áhersla er lögð á slysavarnaverkefnið Örugg

á ferðinni sem snertir alla fleti samgangna, og sérstaklega

hvetja til aukinnar hjálmanotkunar.

Luminox framleiðir sérstakar ICE-SAR útgáfur af Luminox úrum. Þrjár nýjar útgáfur komu

út árið 2023 og eru því komnar fjórtán mismunandi gerðir sem í boði eru, tileinkaðar

Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Stór hluti söluandvirðis þessara úra rennur til félagsins.

Íslandsspil

Félagið er áfram einn tveggja eigenda Íslandsspila, ásamt Rauða krossi Íslands. Hlutur okkar er 31,25%. Tekjur félagsins hafa farið dvínandi í þessari fjáröflun.

Luminox

Björgunarskólinn

300

námskeið voru haldin 2023

50

námskeið sem þurfti að fella niður

3.700

nemendur sóttu námskeið árið 2023

Björgunarskólinn var í mikilli stefnumótun árið 2023 en farið var í þá vinnu með starfsmönnum skólans sem dreifðist nokkuð jafnt yfir árið, sviðsstjórum og skólanefnd á vissum fundum. Allt sem kom út úr stefnumótuninni var tekið saman og starfsmenn skólans forgangsraða verkefnum til að vinna þau áfram. Út úr vinnunni komu ákveðnir þættir eins og stefnuáherslur, markmið og forgangsverkefni yfir árið. Til að skólinn nái þeim markmiðum og framtíðarsýn er mikilvægt að unnið sé að þeim forgangsverkefnum sem sett voru fram. Í stefnuáherslum voru settir fram fjórir þættir, nálægð og tengsl, eftirsóknarvert nám, nám og kennsla í fremstu röð og þekking og fagmennska á öllum sviðum. Þegar er hafin vinna að þessum markmiðum og starfsmenn skólans halda ótrauðir áfram inn í árið 2024.

Starfsmenn Björgunarskólans

Tveir starfsmenn sinna starfi Björgunarskólanum í fullut starfi, Arna Björg Arnarsdóttir, skólastjóri og Sigrún Jónatansdóttir, verkefnastjóri. Auk þeirra komu að starfi skólans á árinu Ásta Björk Björnsdóttir sem aðstoðar skólann við skipulagningu ferða leiðbeinenda þegar á

þarf að halda og Sigurbjörg Metta Sigurjónsdóttir, sem er skólanum innan handar við innri markaðssetningu.

Starfsmenn Björgunarskólans árið 2023

Arna Björg Arnarsdóttir, skólastjóri Björgunarskólans

Sigrún Jónatansdóttir, verkefnastjóri

Sigurbjörg Metta Sigurjónsdóttir, innri markaðsmál

Ásta Björk Björnsdóttir, skrifstofa

Skólanefnd

Skólanefnd skipar sjö einstaklingar sem eru skipaðir til tveggja ára, eða út kjörtímabil stjórnar, ásamt skólastjóra Björgunarskólans sem er starfsmaður nefndarinnar. Hlutverk

skólanefndar Björgunarskólans er að fjalla um menntunar- og þjálfunarmál félagsfólks.

Nefndin stuðlar að þróun námsefnis Björgunarskólans, aukinni menntun og endurmenntun leiðbeinenda og auknu samstarfi við grasrótina um námsframboð skólans.

Skólanefnd árið 2023 skipuð eftir Landsþing félagsins sama ár

Hallgrímur Óli Guðmundsson, formaður nefndar

Andri Hnikarr Jónsson

Andri Már Númason

Einar Örn Jónsson

Erla Rún Guðmundsdóttir

Inga Birna Pálsdóttir

Þorsteinn Ægir Egilsson

Arna Björg Arnarsdóttir, skólastjóri

Skólanefnd hittist annan þriðjudag í hverjum mánuði og fundar í gegnum fjarfundabúnað.

Nefndin hittist árlega á staðfundi sem jafnframt er vinnufundur. Hann er haldinn að vori í tengslum við staðfund sviðsstjóra sem er á svipuðum tíma.

Sviðsstjórar, fagstjórar og fagráð

Sviðs- og fagstjórar skólans eru sextán á fjórtán sviðum. Tveir fagstjórar eru í hópnum, einn á fyrstu hjálparsviði fyrir vettvangshjálp og annar á sjóbjörgunarsviði fyrir skip. Það eru tveir sviðsstjórar á fyrstuhjálparsviði sökum stærðar þess sviðs, en það er mjög yfirgripsmikið. Undir hverju sviði fyrir sig er fagráð og í fagráði sitja fjórir til sex einstaklingar auk sviðsstjóra og fagstjóra viðkomandi sviðs.

Sviðsstjóri

Sviðsstjóri sviða Björgunarskólans er helsti stjórnandi þess sviðs sem hann veitir forstöðu og heyrir undir skólastjóra Björgunarskólans. Sviðsstjóri skal hafa yfirgripsmikla faglega þekkingu á sínum málaflokki og hann ber ábyrgð á stefnumörkun, áætlanagerð og almennri stjórnun sviðs í samráði við skólastjóra. Auk þess ber sviðsstjóri ábyrgð á því námsefni sem notast er við á hans sviði. Þar sem eðli og umfang verkefna krefst þess, er hægt að ráða sérstakan fagstjóra sem ber ábyrgð á ákveðnum hluta sviðsins og heyrir undir skólastjóra.

Fagráð

Lögð er áhersla á að fá í fagráð hóp einstaklinga með fjölbreytta þekkingu og reynslu er snýr að málefnum hvers sviðs fyrir sig. Fagráð sviða Björgunarskólans er þverfaglegur hópur fagfólks á hverju sviði fyrir sig. Sviðsstjóri er formaður fagráðsins og heldur utan um starfsemi ráðsins. Eitt af hlutverk fagráðs er að vera sviðsstjóra og skólastjóra til ráðgjafar í uppbyggingu og þróun námskeiða og námsefnis á viðkomandi sviði og yfirfara kennsluáætlun og markmiðalýsingar áfanga sviðsins og gera tillögur að uppfærslu eftir því sem við á.

Sviðsstjórar og fagstjórar Björgunarskólans árið 2023

Aðgerðasvið Ólafur Jón Jónsson adgerd@landsbjorg.is

Ferðamennsku og rötunarsvið Ástvaldur Helgi Gylfason ferdamennska@landsbjorg.is

Félagssvið Björgunarskólinn skoli@landsbjorg.is

Fjallabjörgunarsvið Gunnar Agnar Vilhjálmsson fjallabjorgun@landsbjorg.is

Fjallamennskusvið Freyr Ingi Björnsson fjallamennska@landsbjorg.is

Fjarskiptasvið Lárus Steindór Björnsson fjarskipti@landsbjorg.is

Fyrstuhjálparsvið Unnur Kristín Valdimarsdóttir fyrstahjalp@landsbjorg.is

Fyrstuhjálparsvið Kristín Jóna Bragadóttir fyrstahjalp@landsbjorg.is

Fyrstuhjálparsvið - vettvangshjálp Axel Ernir Viðarsson - fagstjóri wilderness@landsbjorg.is

Hundasvið Þóra Jóhanna Jónasdóttir hundasvid@landsbjorg.is

Leitartæknisvið Rakel Ýr Sigurðardóttir leitartaekni@landsbjorg.is

Hamfarasvið Mikael R. Ólafsson hamfarasvid@landsbjorg.is

Sjóbjörgunarsvið Ásgeir R. Guðjónsson sjobjorgun@landsbjorg.is

Sjóbjörgunarsvið - skip Ómar Örn Sigmundsson - fagstjóri sjobjorgun@landsbjorg.is

Snjóflóðasvið Anton Berg Carrasco snjoflod@landsbjorg.is

Straumvatns-

björgunarsvið Magnús Stefán straumvatnsbjorgun@landsbjorg.is

Tækjasvið Gísli Símonarson taekjasvid@landsbjorg.is

Vorfundur sviðsstjóra er haldinn á hverju vori þar sem farið er yfir stöðu sviðanna af hverjum sviðsstjóra, þá hvað var gert yfir veturinn. Skólinn kemur inn á fundinn með málefni sem eru rædd og áherslur, stefnur, breytingar og fleira sem stefnt er að fyrir næsta vetur og eða næstu árin.

Námskeiðasókn

Námskeiðasókn var með ágætum, svipuð og undanfarin ár eða um 3.700 nemendur sem sóttu námskeið á þeim 300 námskeiðum sem voru haldin. Í ár voru felld niður aðeins 50 námskeið sem sett höfðu verið á dagskrá en það er um helmingi færri en felld voru niður árið á undan, sem er mjög jákvæð þróun. Sú breyting sem gerð var á árinu, hvernig félagseiningar óska eftir námskeiðum á dagskrá, á líklega einhvern þátt í því að færri námskeið voru felld niður á þessu ári.

Skólinn ýtir enn undir mikilvægi þess að einingar á sama svæði reyni að samræma óskir um námskeið og sameinist um þau. Kosturinn við slíka skipulagningu er að þátttakendur fá meira út úr námskeiðunum, auðveldara er að ná lágmarksfjölda og samstarf sem þetta hefur góð áhrif á samskipti eininga.

Öryggi við sjó og vötn

Námskeið innan Björgunarmanns 1 eru þau námskeið sem flestir félagar taka hjá Björgunarskólanum. Á árinu 2023 eins og árið á undan var það fyrsta hjálp 1 sem lang flestir félagar sóttu.

- Fyrsta hjálp 1 25 námskeið 336 nemendur

- Björgunarmaður í aðgerðum 21 námskeið 303 nemendur

- Snjóflóð 1 10 námskeið 117 nemendur

- Fjallamennska 1 14 námskeið 143 nemendur

- Fjarskipti grunnur 19 námskeið 264 nemendur

- Ferðamennska 11 námskeið 139 nemendur

- Rötun 7 námskeið 81 nemendur

- Leitartækni 11 námskeið 135 nemendur

- Öryggi við sjó og vötn 12 námskeið 144 nemendur

nemendur sóttu Fjarskipti í fjarnámi

550 nemendur sóttu fjarnám á þínum hraða 3.700 nemendur 2023

Um 80 nemendur sóttu námskeiðið Fjarskipti grunnur í fjarnámi með leiðbeinanda árið 2023

Um 30 nemendur sóttu námskeiðið Slysavarnadeildir í verkefnum í fjarnámi á þínum hraða 2023

Um 145 nemendur sóttu fjarnám með leiðbeinanda á netinu árið 2023

Um 3.700 nemendur sóttu námskeið árið 2023

Um 50 námskeið voru haldin í fjarnámi á þínum hraða með 550 nemendum árið 2023

Ferðir

ICAR

Að þessu sinni var alþjóðlega ICAR eða International Commission for Alpine Rescue ráðstefnan haldin í Toblach, suður Tyrol á Ítalíu dagana 17.-23. október. Hópurinn sem fór héðan samanstóð af 18 einstaklingum, sviðsstjórum, starfsmönnum skrifstofu og öðrum leiðbeinendum frá skólanum.

ICAR var stofnað árið 1948 og er með aðsetur í Sviss og starfa samtökin undir lögum þar í landi. Samtökin starfa á heimsvísu og meginmarkmið þeirra er að fjallabjörgunarsamtök um allan heim hafi umræðuvettvang til að bæta aðferðir og auka öryggi í tengslum við starf sitt í fjallendi. Innan ICAR starfa núna fimm meginnefndir.

• Terrestrial Rescue Commission - Fjallabjörgun

• Air Rescue Commission - Þyrlubjörgun

• Avalanche Rescue Commission - Snjóflóðabjörgun

• Alpine Emergency Medicine Commission - Sjúkranefnd

• Dog-Handlers - Hundahópur

Hópurinn var með einstaklinga inni hjá öllum nefndum ráðstefnunnar þannig að vel var fylgst með öllum fyrirlestrum innan allra nefndanna. Ráðstefnan byrjar alltaf á verklegum degi áður en sjálf ráðstefnan hefst en hann var í þjóðgarðinum við Tre Zinnen. Staðurinn er í fögru fjallaumhverfi þar sem þrír fallegir tindar gnæfa yfir umhverfinu. Fjórir úr hópnum sáu um póst á verklega deginum, sem snérist um áskoranir í fjallabjörgunar- og snjóflóðaútköllum. Kynnt voru verkefni sem innihéldu miklar áskoranir, greiningar á vandamálum og hugmynd að lausnum með þau meginmarkmið að við gætum annars vegar miðlað af reynslu okkar og hins vegar fengið endurgjöf frá erlendum kollegum. Skemmst er frá því að segja að kynningarnar gengu vonum framar og markmið verkefnisins gengu að fullu eftir. Tveir úr hópnum frá kynningunni frá verklega deginum héldu svo fyrirlestur á innihluta ráðstefnunnar þar sem rýnt var í framgang aðgerða og mikilvægi þjálfaðra viðbragðsáætlana. Erindið var hugsað sem viðbót við verkefni útidagsins og gekk mjög vel. Ráðstefnan gekk mjög vel, fróðlegir og fræðandi fyrirlestrar en ráðstefnan sjálf er alltaf að stækka.

World Extreme Medicine

Ráðstefnan World Extreme Medicine (WEM) er haldin ár hvert í Edinborg í Skotlandi og hefur verið haldin um árabil. Hún leiðir saman fólk með áhuga á neyðarhjálp við afar erfiðar aðstæður, hverjar svo sem þær eru og er boðið upp á mjög fjölbreytta fyrirlestra og vinnustofur.

Að þessu sinni var hún haldin 11.-13. nóvember og þrír einstaklingar, fagstjóri og leiðbeinendur fóru saman. Það var spennandi tækifæri að senda félagsmenn á þessa ráðstefnu og fjöldi fyrirlestra sem eiga fullt erindi inn á Björgun. Fagstjóri gaf sig á tal við

Mark Hannaford, stofnanda og eiganda WEM, og komið er á samstarf og Mark stefnir á að koma á Björgun 2024.

Rústabjörgunarþjálfun í Bandaríkjunum

Slysavarnafélagið Landsbjörg og Björgunarskólinn í samstarfi við sendiráð Bandaríkjanna fóru af stað með verkefni snemma á árinu með það að markmiði að efla rústabjörgun á Íslandi, endurnýja námsefni í rústabjörgun og þjálfa upp næstu kynslóð rústabjörgunarsveita félagsins. Verkefninu var ætlað að tengja saman einstaklinga innan okkar raða með mikla reynslu af rústabjörgun við nýja og áhugasama einstaklinga með grunnþekkingu í rústabjörgun.

Stjórnir eininga um allt land voru hvattar til að tilnefna einstaklinga sem hafa verið leiðandi í starfi og sýnt mikinn áhuga á rústabjörgun. Fagráð í rústabjörgun fór svo yfir innsendar tilnefningar og valdi átta aðila til að taka þátt í verkefninu. Fjögur verkefni lágu fyrir þegar einstaklingar sóttu um og þau voru:

• Stjórnun aðgerða á hamfarasvæðum

• Tæknileg leit í rústum

• Rústabjörgunartækni

• Björgunarlækningar og sjúkraaðstoð í rústabjörgun

Ferðin gekk vel og sviðsstjóri hamfarasviðs, ásamt faghópi, mun leiða áframhaldandi vinnu eftir ferðina, í samvinnu við Björgunarskólann.

Slysavarnaskóli sjómanna

Árið 2023 var nokkuð hefðbundið ef horft er til starfsemi skólans. Þó gerðist það markvert að Hilmar Snorrason, eftir þrjátíu og tveggja ára starf, ákvað að láta staðar numið sem skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna og fara að njóta efri áranna. Hann var formlega kvaddur með kökusamsæti af samstarfsfólki Slysavarnafélagsins Landsbjargar, stjórn félagsins og skólanefnd 31. október. Hann mun þó áfram starfa fyrir skólann sem sérfræðingur í öryggismálum. Við starfi skólastjóra tók Bogi Þorsteinsson en hann er skipstjórnar- og kennaramenntaður og hefur starfað við skólann í rúm þrettán ár, fyrst sem kennari og síðan aðstoðarskólastjóri.

Á árinu voru haldin 175 námskeið sem 2.293 nemendur sóttu sem svipar til fyrri ára þó fækkun sé frá fyrra ári. Námskeiðin sem skólinn hélt á árinu má sjá á meðfylgjandi töflu:

Öryggisfr.

Endurmenntun öryggisfr.

Framhaldsnámsk. eldvarna

Líf- og léttbátar utan hrað STCW A-VI/2-1

Hraðskreiðir léttbátar STCW

Endurm. STCW A-VI/1, A-VI/2-1, A-VI/3

Framhaldsskyndihjálp STCW A-VI/4-1

Sjúkrahjálp í skipum STCW A-VI/4-1 og 4-2

Hóp- og neyðarstjórnun STCW A-V/2

Mannauðsstj. skipa (BRM/ERM) STCW

Verndarskylda

Verndarfulltrúi skips

Verndarfulltrúi útgerðar

Verndarfulltrúi hafnaraðstöðu

Hafnargæslumenn

Öryggisfræðsla smábáta

Endurmenntun öryggisfræðslu smábáta

Skyndihjálp smábáta

Slöngufarþegabátar undir

Sérnámskeið

175 námskeið árið 2023

65.761 nemendur frá upphafi

Sérnámskeið

Sérnámskeið

2.293 nemendur árið 2023

Frá stofnun Slysavarnaskóla sjómanna til ársloka 2023 hafa verið haldin 4.149 námskeið sem 65.761 manns hafa sótt.

Áfram var unnið að þróun kennsluhátta með því að auka vægi fjarnáms og með því stytta viðveru nemenda í kennslustofu. Nú eru sum námskeið einungis kennd í gegnum fjarfundabúnað og mörg eru kennd að hluta gegnum fjarkennsluhugbúnað ásamt þá verklegum æfingum í skólaskipinu Sæbjörgu. Með þessari þróun minnkar ferða- og/eða gistikostnaður nemenda til muna, ásamt því að hægt er að leggja meiri áherslu á verklega þjálfun. Kennslukannanir sýna að þessi breyting sé til mikilla bóta og er ætlun skólans að halda áfram að vinna að þessari þróun.

Á árinu voru haldin sex námskeið handa áhöfnum utan Reykjavíkur en það var í Grundarfirði, Vestmannaeyjum, Sauðárkróki og á Siglufirði. Þar var farið í verklega hluta endurmenntunar öryggisfræðslu í þeirra skipi og stuðst við þann öryggis-, björgunar-, slökkvi- og skyndihjálparbúnað sem er þar um borð. Slysavarnaskóli sjómanna hefur lengi boðið upp á að halda endurmenntunarnámskeið um borð í skipum við góðar undirtektir áhafna.

Námskeið Nemendur Námskeið Dagar Nemendur Námskeið Dagar

Líkt og með fyrri ár þá voru tíðar heimsóknir ýmissa félagasamtaka, fyrirtækja og skóla í haftengdri starfsemi, jafnt innlendra sem erlendra, í Slysavarnaskólann. Má þar tiltaka þrjá erlenda slysavarnaskóla, einn frá Bergen í Noregi, annar frá Urk í Hollandi og þriðja frá Klaksvík í Færeyjum. Það er skólanum mikilvægt að eiga samtal við aðra slysavarnaskóla og því hefur skólinn verið aðili að Erasmus+ starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins. Engin heimsókn var á þessu ári en byrjað var að skipuleggja ferðir starfsmanna fyrir næsta ár.

Gjafir til skólans voru nokkrar á árinu. Ber þar helst að nefna að VÍS færði skólanum tíu flotvinnubúninga að gjöf en það var í fjórtánda skipti sem tryggingafélagið styrkir skólann. Viking Björgunarbúnaður studdi við starfið með gjöf á gúmmíbjörgunarbátum. Faxaflóahafnir studdu skólann rausnarlega með niðurfellingu hafnargjalda eins og þær hafa gert frá upphafi skólastarfsins í Reykjavíkurhöfn. Landstjarnan gaf skólanum mikilvægan skyndihjálparbúnað. Einnig barst skólanum ýmis búnaður frá útgerðum og einstaklingum sem nýtist vel til kennslu og þjálfunar.

Slysavarnaskóli sjómanna tók þátt í nokkrum erlendum verkefnum á árinu eins og FISH Platform sem eru samtök sem vinna að því að efla öryggi og heilsu fiskimanna um heim allan. NorSafe sem var samstarfsverkefni Íslands, Danmerkur, Færeyja og Grænlands til að hvetja ungt fólk til að sækja öryggisfræðslu og nota persónulegan fleytibúnað er farið er á sjó. Tveir starfsmenn sóttu endurmenntun í mannauðsstjórnun til Gautaborgar í Svíþjóð en það er námskeið sem skólinn kennir með gögnum frá All Academy Int. sem hefur höfuðstöðvar þar. Einn starfsmaður sótti námskeið til Hollands í viðhaldi Drager reykköfunartækja en skólinn er búinn þeirri tegund tækja fyrir nemendur.

Kennslubúnaður og aðstaða til kennslu í eldvörnum og slökkvistörfum fékk nokkuð vægi á árinu. Áfram var unnið að slökkviæfingasvæðinu Elju í Hafnarfirði sem skólinn á með Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Endurnýjaðir voru slökkvibúningar og hjálmar. Farið í breytingar á æfingaaðstöðu um borð í Sæbjörginni og þar má helst nefna slökkvitækjahermi, sem er hljóðog reykbox ásamt slökkvitækjum sem nýtast til æfinga í að slökkva minni elda.

Skólanefnd Slysavarnaskóla sjómanna hélt einn fund á árinu en nefndina skipa Gunnar Tómasson formaður, Lilja Sigurðardóttir, Jón Svanberg Hjartarson, Valmundur Valmundsson og Árni Sverrisson. Á þeim fundi var farið yfir starfsemi skólans á árinu og framtíðarsýn sem og árangursmarkmið rædd. Þá var þar tekið til umræðu og samþykkt ósk Hilmars Snorrasonar að ljúka störfum sem skólastjóri í lok október og Bogi Þorsteinsson aðstoðarskólastjóri tæki við. Í nóvember var skipuð ný skólanefnd þar sem skipunartími fyrri nefndar var úti. Tveimur nefndarmanna var skipt út, þeim Lilju og Jóni Svanberg, en í þeirra stað voru skipuð Margrét Gunnarsdóttir, fjármálastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, og Hilmar Snorrason, fráfarandi skólastjóri.

Í árslok voru starfsmenn eftirfarandi: Bogi Þorsteinsson skólastjóri, Bjarni Þorbergsson kennari, Steinunn Einarsdóttir kennari, Fróði Jónsson leiðbeinandi, Stefán Smári Skúlason leiðbeinandi, Hilmar Snorrason, sérfræðingur í öryggismálum sjófarenda, Ingimundur Valgeirsson, gæða- og verkefnastjóri, Sigríður Tómasdóttir skrifstofumaður, Pétur Ingjaldsson yfirvélstjóri og Vidas Kenzgaila við ræstingar.

Auk fastra starfsmanna önnuðust læknar og hjúkrunarfólk frá LHS kennslu á námskeiðum í sjúkrahjálp um borð í skipum, starfsmenn LHG fluggæslu sáu um kennslu í þyrlubjörgun við skólann og starfsmenn SHS aðstoðuðu við verklegar æfingar í Elju, sameiginlegu slökkviæfingasvæði skólans og Slökkviðliðs höfuðborgarsvæðis.

Málefni sjóbjörgunar

Árið 2023 var margt í gangi á sjóbjörgunarsviði félagsins um land allt. Tvö ný björgunarskip komu til landsins sem hluti af því risastóra verkefni að endurnýja skipakost félagsins. Björgunarskipið Sigurvin kom í heimahöfn á Siglufirði og Jóhannes Briem í heimahöfn í Reykjavík. Þá eru þrjú ný skip komin til landsins og það fjórða er í smíðum í Finnlandi, Björgunarskipið Björg sem fer á Rif og kemur á haustmánuðum 2024. Þetta er eitt stærsta verkefni Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá upphafi og afar mikilvægt að fjármögnun þess gangi vel til að ná að ljúka því og þar með endurnýja öll 13 björgunarskip félagsins. Með hverju árinu sem líður eldast gömlu skipin okkar enn meira og verða þyngri í viðhaldi. Margt annað markvert gerðist í sjóbjörgun og verður hér reynt að stikla á stóru, alls ekki tæmandi listi, en fyrir sögu hlutanna ritast þessi orð um vinnu, útköll, stefnur, verkefni, innkaup og fleira sem snýr að sjóbjörgun.

Að venju er þessi umfjöllun ekki um öll útköll ársins, á síðu 55 er tölfræðileg yfirferð á verkefnum björgunarsveita.

Töluvert var um „venjuleg“ útköll á árinu, skip sem voru vélarvana af hinum ýmsu ástæðum, þó oft megi leiða líkum að því að hreinlega sé það vegna lélegs viðhalds þeirra. Voru nokkur dæmi þess að björgunarsveitir væru boðaðar vegna elds í skipum, sem í flestum tilfellum reyndist minniháttar, eða vegna bilana í vélbúnaði. Sjúkraflutningar og leitir voru óvenju algengar, m.a. í skemmtiferðaskip og ítrekaðar leitir vegna týndra einstaklinga.

Mörg og mismunandi björgunarverk

Björgunarskip félagsins hafa komið að aðgerðum víða síðastliðið ár og eins mörg og verkefnin voru, þá voru þau einnig mismunandi. Hér verða nokkur þeirra tiltekin, í engri sérstakri röð, hvorki tímalega né út frá alvarleika.

Bs. Vörður II gegndi mikilvægu hlutverki þegar að rannsóknarskipið Bjarni Sæm strandaði í innsiglingunni í höfninni á Patreksfirði. Bs. Húnabjörg þegar flutningaskipið Wilson Skaw strandaði í Húnaflóa.

Bs. Sigurvin ásamt Bs. Húnabjörg þegar mikill leki kom að fiskiskipi utarlega á Húnaflóanum. Siglingaleið Bs. Sigurvins á vettvang var um helmingi lengri en hjá Bs. Húnabjörg en Sigurvin var nánast á sama tíma og Húnabjörg hjá hinu leka skipi. Þarna sýndi sig í verki aukinn ganghraði og hversu viðbragð félagsins á sjó þegar á þarf að halda verður gott með nýjum skipum.

Bs. Vörður II var kallaður út í leka á fiskibát í mynni Arnafjarðar. Bs. Hafbjörg nýttist vel þegar snjóflóð féllu á Neskaupstað.

Bs. Þór kom að mörgum verkefnum, þar á meðal þegar vélavana togari var næstum farinn upp í land við Heimaey sem og þegar maður féll í sjóinn úr Ystakletti og aðstoð við strandveiðiflotann. Þór, sem og önnur björgunarskip félagsins, sinntu fjölmörgum dráttarverkefnum á árinu.

Bs. Gísli Jónsson sinnti mörgum útköllum í Djúpinu og utar, má meðal annars geta fjölmargra sjúkraflutninga frá Hornströndum og svo þegar farþegabát rak upp í land við Hornbjargsvita en þá komu bæði Bs. Gísli Jónsson og Bb. Kobbi Láka að þeirri björgun, sem gekk giftusamlega.

Mikið mæðir oft á björgunarskipum félagsins þegar að strandveiðin hefst og má segja að það séu útköll einhvers staðar í gangi í kringum landið nánast daglega á fyrstu vikum veiðitímabilsins.

Áhafnir björgunarskipanna ásamt öðru björgunarsveitarfólki sem sinnir sjóbjörgun hringinn í kringum landið á heiður skilinn fyrir að standa vaktina og bera hitann og þungann af sjóbjörgun á landsvísu, Félagsfólkið okkar tekur þátt í leitum á sjó, sjúkraflutningum á sjó, sjúkraflutningum úr skipum og á milli þéttbýliskjarna þegar færð spillist, flytur annað björgunarfólk á milli verkefna og aðstoðar sjófarendur hvenær sem er sólarhringsins.

Ljóst er að það er verkefni óunnið í samþjálfun eininga á sjó, okkar, Landhelgisgæslunnar og sjófarenda. Það er þó ekki á nokkurn máta gagnrýni á þessa samstarfsfélaga okkar. Landhelgisgæslan skipulagði stóra fjöldahjálparæfingu á Faxaflóa á vormánuðum, sjóbjörgunaræfingunni Faxa 23, þar þátttakendur voru rúmlega hundrað. Æfð voru viðbrögð við eldi um borð í hvalaskoðunarskipi. Viðbragðsaðilar (LHG, SL, SHS) og hvalaskoðunarfyrirtækið Elding komu að æfingunni. Von félagsins er að framhald verði á slíkum æfingum undir stjórn Landhelgisgæslunnar, og þá víðar um landið.

Samstarfið með Landhelgisgæslu Íslands er með miklum ágætum og er ljóst fyrir báða aðila að án hvors annars væri verkefnið nánast óyfirstíganlegt. Við treystum á þau og þau á okkur.

Nefnd um sjóbjörgun fundaði nokkrum sinnum árið 2023, en á haustmánuðum var nefndin í sínu formi lögð niður og tekin aftur upp framkvæmdastjórn björgunarbátasjóða, til að einfalda utanumhald um rekstur skipaflotans. Árlegur fundur björgunarbátasjóða var haldinn í október, að þessu sinni í Sjóminjasafninu í Reykjavík. Dagsetning fundarins var ekki úr lausu lofti gripin, en sama dag var nýtt björgunarskip í Reykjavík, Jóhannes Briem, vígt. Nefndin/ framkvæmdarstjórnin hefur tekið fyrir fjöldamörg mál, venjubundin sem ekki. Nokkur endurnýjun heldur áfram að eiga sér stað innan raða eininga í sjóbjörgunartækjum. Smíðaðir voru tveir Rafnar 1100 bátar sem voru afhentir tíu mánuðum á eftir áætlun sökum vankanta á smíðamálum í Tyrklandi. Bátarnir sem bera nöfnin Stella, sem fór til Björgunarsveitarinnar Sæbjargar á Flateyri þar sem hún verður til taks fyrir smábátaflotann sem og viðbragð vegna

snjóflóðahættu á veturna, og Villi Páls, sem fór á Húsavík og er gífurlega mikilvæg viðbót vegna síaukinnar bátaflóru í tengslum við hvalaskoðun ferðamanna, sem og smábátaútgerð á svæðinu.

Einhver endurnýjun var í slöngubátum eins og alltaf, gengið var frá kaupum fyrir einingar á tveimur harðbotna slöngubátum af Atlantic 85 gerð frá hinu konunglega breska sjóbjörgunarfélagi. Annar er nú kominn til landsins eftir miklar og flottar endurbætur á vélbúnaði og siglingartækjum og mun auka á viðbragð norðan Hvalfjarðar og er í eigu Björgunarfélags Akraness. Sá seinni mun koma á vormánuðum til Björgunarsveitarinnar Ársæls og koma í stað Atlantic 75 báts sem að er fyrir í rekstri þar.

Sæþotum heldur áfram að fjölga. Því fylgja margar áskoranir, en þó helst í því að við höldum okkur vel þjálfuðum á þessum nútíma háhraðatækjum og nauðsynlegt er að sækja þekkingu og kennsluefni erlendis frá.

Nýsmíðaverkefni björgunarskipa heldur áfram. Samstarf við skipasmiðinn KewaTec frá Finnlandi er með ágætum og hafa þeir brugðist hratt og vel við þeim fáu ágöllum sem hafa komið upp í nýsmíðaverkefninu og halda áfram að styðja okkur og sinna vel.

Fyrstu þrjú stóru björgunarskip félagsins eru komin í rekstur og það fjórða er í smíðum. Markar þessi endurnýjun gríðarlega mikil tímamót í sögu björgunarskipa félagsins sem teygir sig aftur til ársins 1918 eða rúmum tíu árum áður en Slysavarnafélag Íslands var stofnað. Áfram er unnið að þessu verkefni og þó að á árinu 2023 hafi verið fagnað komu tveggja nýrra skipa til félagsins má ekki slá slöku við. Þetta er stærsta fjáröflunarverkefni félagsins frá upphafi, og óvíst hvort nokkur önnur frjáls félagasamtök hafi tekist á við jafn stórt og krefjandi verkefni. Þegar þessi orð eru skrifuð er enn talsvert í land að fjármögnun 13 skipa sé tryggð. Íslenska ríkið gaf vilyrði fyrir þátttöku í smíðum tíu skipa, þar sem allt að helmingur kostnaðar er greiddur. Eftir sem áður er það verkefni félagsins að ljúka við sinn hluta þess. Tryggingafélagið Sjóvá kom sterkt inn í upphafi og styrkti fyrstu þrjú skipin með myndarlegu framlagi, en samtöl við önnur fyrirtæki eru í gangi. Vonandi færir nýtt ár okkur skýrari sýn í þessu metnaðarfulla verkefni.

Sjóbjörgun er og mun áfram vera hornsteinn þess sem félagið sinnir, mikilvægt er að hlúa að þessum málaflokki og aldrei slá slöku við í þjálfun og fleiri sigldum sjómílum. Þó að alvarleiki útkalla sé blessunarlega heilt yfir minni í þessum málaflokki, má eins og áður segir, alls ekki slá slöku við, eins og alvarleg útköll ársins sýndu. Kraftur í sjóbjörgun er mikill en jókst verulega á árinu, sérstaklega þar sem einingar gátu fagnað komu nýrra tækja.

Skipsskaðar

| Banaslys

Grímsnes GK 555

Þann 25. apríl kom upp eldur í skipinu þar sem það var við bryggju í Njarðvíkurhöfn. Sjö skipverjar voru sofandi í skipinu þegar eldurinn kom upp. Fimm skipverjum tókst að komast upp úr skipinu en slökkviliðsmenn náðu tveim þeim síðustu út. Reyndist annar þeirra vera látinn. Hann hét Tomaz Krzysztof Jedruszko og var matsveinn á skipinu

Lalli (skemmtibátur)

Þann 22. júlí drukknaði Hörður Garðarsson þegar hann, ásamt félaga sínum, lenti í sjónum við Njarðvíkurhöfn eftir að bátur þeirra sökk.

| Skipsströnd

Wilson Hook

Þann 26. mars strandaði skipið í höfninni í Ólafsvík þegar það var að koma þar til hafnar fulllestað salti. Há fjara var þegar skipið stöðvaðist en það losnaði einum og hálfum tíma síðar. Engan sakaði.

Wilson Skaw

| Eldur

Grímsnes

Sjá banaslys

Þristur ÍS

Þann 29. apríl kom upp eldur í skipinu þar sem það lá í Sandgerðishöfn. Enginn var um borð þegar eldurinn kom upp en skipið eyðilagðist af völdum elds..

Ronja SH

Þann 18. maí kom upp eldur í bátunum þar sem hann var skammt undan landi við Stykkishólm. Var báturinn notaður við bláskelsræktun en einn maður var um borð þegar eldurinn kom upp. Tókst honum að komast í gúmmíbjörgunarbát og var síðar bjargað af björgunarsveitinni Berserkjum. Bátinn rak upp í fjöru og eyðilagðist.

Þann 18. apríl strandaði skipið við Ennishólma í Húnaflóa þegar það var á leið frá Hvammstanga til Hólmavíkur. Varðskipið Freyja kom á staðinn og eftir að búið var að færa til farm í skipinu með aðstoð varðskipsins tókst því að draga skipið á flot þremur dögum síðar. Dró Freyja skipið inn í Steingrímsfjörð. Dráttarbáturinn Grettir sterki dró síðan skipið til Akureyrar þar sem það var dæmt ónýtt. Var það síðar dregið til Noregs til niðurrifs.

Vera D

Þann 10. september var skipið ,sem var leiguskip á vegum Eimskipafélagsins, að koma til hafnar í Reykjavík þegar það tók niðri við Akurey. Skipið festist ekki en talsverðar skemmdir urðu á því og lak meðal annars eitthvað af olíu úr tönkum skipsins. Var skipið kyrrsett í Reykjavík en síðan dregið utan til viðgerðar.

Bjarni Sæmundsson

Þann 21. september strandaði skipið í innsiglingunni til hafnarinnar á Tálknafirði. Var skipið við sýnatökur í firðinum og var það á leið inn fyrir Sveinseyri þegar það strandaði. Togarinn Vörður dró skipið af strandstað um tveimur tímum síðar. Sigldi skipið fyrir eigin vélarafli til Reykjavíkur þar sem viðgerð fór fram á því.

Patreksfjörður

Vörður II

Ganghraði: 14-16 sml/klst.

Áhöfn: 4-6 manns

Smíðaár: 1987

Ísafjörður

Gísli Jóns

Ganghraði: 20-27 sml/klst.

Áhöfn: 6-7 manns

Smíðaár: 1990

Skagaströnd

Húnabjörg

Ganghraði: 14-16 sml/klst.

Áhöfn: 5-6 manns

Smíðaár: 1987

Raufarhöfn

Gunnbjörg

Ganghraði: 14-16 sml/klst. Áhöfn: 4-6 manns Smíðaár: 1986

Siglufjörður Sigurvin Afhent í mars 2023

Vopnafjörður

Sveinbjörn Sveinsson

Ganghraði: 14-16 sml/klst.

Áhöfn: 5 manns

Smíðaár: 1987

Reykjavík Jóhannes Briem Afhent í september 2023

13 ný björgunarskip

Hvert skip kostar um 285 milljónir og heildarkostnaður 13 skipa verður því um 3,7 milljarðar. Ríkið leggur til 50% af fyrstu tíu skipunum sem samsvarar um 1,4 milljarði.

Samtals vantar því 2,3 milljarða til að fullfjármagna öll 13 skipin.

Höfn í Hornafirði

Ingibjörg

Ganghraði: 14-16 sml/klst.

Áhöfn: 5-6 manns

Smíðaár: 1985

Sandgerði

Hannes Þ. Hafstein

Ganghraði: 14-16 sml/klst.

Áhöfn: 5-6 manns

Smíðaár: 1982

Grindavík

Oddur V. Gíslason

Ganghraði: 14-16 sml/klst.

Áhöfn: 6 manns

Smíðaár: 1985

Vestmannaeyjar Þór Afhent október 2022

Norðfjörður

Svæði 6

Björgunarsveitin Blakkur

Björgunarsveitin Bræðrabandið

Björgunarsveitin Kópur

Björgunarsveitin Tálkni

Hjálparsveitin Lómfell

Svæði 5

Björgunarsveitin Berserkir

Björgunarsveitin Elliði

Björgunarsveitin Heimamenn

Björgunarsveitin Klakkur

Björgunarsveitin Lífsbjörg Snæfellsbæ

Björgunarsveitin Ósk

Svæði 4

Björgunarfélag Akraness

Björgunarsveitin Brák

Björgunarsveitin Heiðar

Björgunarsveitin Ok

Svæði 1

Svæði 7

Björgunarfélag Ísafjarðar

Björgunarsveitin Björg Suðureyri

Björgunarsveitin Dýri

Björgunarsveitin Ernir

Björgunarsveitin Kofri

Björgunarsveitin Sæbjörg Flateyri

Björgunarsveitin Tindar

Svæði 9

Björgunarfélagið Blanda

Björgunarsveitin Húnar

Björgunarsveitin Strönd

Svæði 8

Björgunarsveitin Björg Drangsnesi

Björgunarsveitin Dagrenning - Hólmavík

Björgunarsveitin Strandasól

Björgunarhundasveit Íslands

Björgunarsveit Hafnarfjarðar

Björgunarsveitin Ársæll

Björgunarsveitin Kjölur

Björgunarsveitin Kyndill - Mosf.

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík

Hjálparsveit skáta Garðabæ

Hjálparsveit skáta Kópavogi

Hjálparsveit skáta Reykjavík

Leitarhundar SL

Svæði 2

Björgunarsveitin Ægir Garði

Björgunarsveitin Sigurvon

Björgunarsveitin Skyggnir

Björgunarsveitin Suðurnes

Björgunarsveitin Þorbjörn

Svæði 11

Björgunarsveitin Ægir Grenivík

Björgunarsveitin Dalvík

Björgunarsveitin Jörundur

Björgunarsveitin Sæþór

Björgunarsveitin Tindur

Björgunarsveitin Týr

Hjálparsveitin Dalbjörg

Súlur - Björgunarsveitin á Akureyri

Svæði 10

Björgunarsveitin Grettir

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit

Björgunarsveitin Strákar

Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð

Björgunar sveitir 2023

Svæði 3

Björgunarfélag Árborgar

Björgunarfélagið Eyvindur

Björgunarsveit Biskupstungna

Björgunarsveitin Björg Eyrarbakka

Björgunarsveitin Ingunn

Björgunarsveitin Mannbjörg

Björgunarsveitin Sigurgeir

Hjálparsveit skáta Hveragerði

Hjálparsveitin Tintron

Svæði 18

Björgunarfélag Vestmannaeyja

Svæði 16

Björgunarsveit Landeyja

Björgunarsveitin Bróðurhöndin

Björgunarsveitin Dagrenning - Hvolsvöllur

Björgunarsveitin Kyndill Kbkl.

Björgunarsveitin Lífgjöf

Björgunarsveitin Stjarnan

Björgunarsveitin Víkverji

Flugbjörgunarsveitin Hellu

Svæði 12

Björgunarsveitin Garðar

Björgunarsveitin Hafliði

Björgunarsveitin Núpar

Björgunarsveitin

Pólstjarnan

Björgunarsveitin Stefán

Björgunarsveitin Þingey

Hjálparsveit skáta Aðaldal

Hjálparsveit skáta Reykjadal

Svæði 13

Björgunarsveitin Gerpir

Björgunarsveitin Ársól

Björgunarsveitin Bára

Björgunarsveitin Brimrún

Björgunarsveitin Eining

Björgunarsveitin Geisli

Björgunarsveitin Hérað

Björgunarsveitin Ísólfur

Björgunarsveitin Jökull

Björgunarsveitin Sveinungi

Björgunarsveitin Vopni

Svæði 15

Björgunarfélag Hornafjarðar

Björgunarsveitin Kári

Aðgerðamál

á

2023

Árið 2023 voru aðgerðir björgunarsveita félagsins samtals 1.246 sem er yfir meðaltali áranna 2005-2022. Útköllum fækkar um 245 á milli áranna 2022 og 2023 en á sama tíma var talsverður erill í kringum eldvirkni við Grindavík. Þær tölur sem hér eru settar fram eiga eingöngu við um F1-F4 aðgerðir björgunarsveita sem boðaðar voru af Neyðarlínu. Í þessum tölum eru undanskilin öll verkefni björgunarsveita sem eru ekki boðuð af Neyðarlínu, eins og t.d. verkefni á hálendisvakt björgunarsveita. Alls eru skráð 233 þjónustuverkefni á árinu á lægsta forgangi (F4). Flest þeirra eru lokanir fjallvega fyrir Vegagerðina til að koma í veg fyrir óþarfa ófærðarútköll. Þegar söguleg gögn eru skoðuð þarf að hafa í huga að nýtt skráningarkerfi var tekið í notkun um mitt ár 2013 og sérstakt átak gert í því að tryggja góða skráningu. Skýra má einhverja fjölgun útkalla með markvissari skráningu.

Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2005 - 2023

Mynd 1 – Yfirlit yfir aðgerðir björgunarsveita 2023 – með hálendisvakt og þjónustuverkefnum. Mynd 2 - Yfirlit yfir aðgerðir björgunarsveita 2005-2023. Meðaltal er reiknað af samtölu 2005-2022.

Alls fóru björgunarsveitir Slysavarnafélagsins

Landsbjargar í 1.141 F1, F2 og F3 aðgerðir á árinu 2023. F1 útköll eru forgangsútköll þar sem líf liggur við og F2 útköll eru brýn útköll þar sem bregðast þarf fljótt við. Algengt er að t.d. leitir að fólki séu boðaðar út sem F2. Önnur verkefni björgunarsveita þar sem viðbragðshraði er ekki nauðsynlegur eru boðuð út á F3.

1.120 aðgerðir voru skráðar 2023

Mynd 3 – Yfirlit yfir aðgerðir björgunarsveita 2023 – án hálendisvaktar og þjónustuverkefna.

1.141 aðgerðir voru skráðar 2022

Mynd 4 - Yfirlit yfir F1-F3 aðgerðir björgunarsveita 2005-2023.

Þjónustuverkefni

Slysavarnaverkefni á hálendisvakt björgunarsveita eru ekki talin með í ofangreindum tölum enda er sérstök grein gerð fyrir þeim verkefnum að undanskildum útköllum (F1-F3) sem björgunarsveitir á hálendisvakt sinntu. Þau eru talin með enda hefði þurft að boða björgunarsveitir út vegna þeirra ef hópar hefðu ekki þegar verið á hálendinu. Lægsti forgangur í boðunum björgunarsveita er F4, en slík verkefni eru oft kölluð þjónustuverkefni og er sérstök grein gerð fyrir þeim verkefnum síðar í þessari samantekt.

Mynd 5 - Yfirlit þjónustuverkefna eftir svæðum björgunarsveita.

Til viðbótar við útköll sinna björgunarsveitir ýmsum greiddum þjónustuverkefnum þar sem sérþekking, þjálfun og sérhæfður búnaður nýtist. Almennt séð eru þessi verkefni leyst af nauðsyn þar sem engum öðrum er til að dreifa til að leysa verkefnið. Löng hefð hefur verið fyrir því að björgunarsveitir þjónusti t.d. útgerðir, raforkufyrirtæki og sveitarfélög gegn greiðslu. Einnig aðstoða björgunarsveitir tryggingarfélög oft við verðmætabjörgun. Í dreifbýlinu aðstoða sumar björgunarsveitir starfsfólk kirkjugarða við að taka grafir. Árið 2014 gerðu Slysavarnafélagið Landsbjörg og Vegagerðin með sér samkomulag um lokun vega og hefur það gengið vel. Aukinn ferðamannastraumur að vetrarlagi á árunum eftir hrun hefði getað leitt til mikils álags hjá björgunarsveitum ef þetta verkefni hefði ekki komið til. Ljóst að forvarnir með lokun vega þegar líkur eru á að færð muni spillast hafa fækkað útköllum björgunarsveita umtalsvert. Veður og færð hafa mikil áhrif á fjölda þjónustuverkefna milli ára.

Stærstu aðgerðir ársins 2023 - 25 manns eða fleiri

Jarðhræringar, kvikuhlaup og eldgos við Grindavík voru fyrirferðamikil á árinu.

Önnur útköll voru í hefðbundnara lagi.

Hættustig Grindavík

Eldgos Reykjanesi 2023

Svæði Forgangur Fjöldi Hófst

Suðurnes F3 806/1905 10. nóv.

Suðurnes F2 930 10. júlí

Hafnarfjörður, leit að karlmanni Höfuðborgarsvæðið F2 329 3. mars

Eldgos 22. Ágúst

Suðurnes F1 320 29. maí

Rýming Austurland Austurland F1 290 27. mars

Leit/Eftirgrennslan í Borgarnesi Vesturland F3 286 10. jan.

Leit að konu við Svörtuloft

Suðurnes Eldgos

Suðurnes F3 248 13. júní

Suðurnes F1 213 18. des.

Snjóflóð í Neskaupsstað Austurland F1 211 27. mars

Leit í Vík

Slasaður skíðamaður á Vatnajökli

Suðurland F2 153 16. sept.

Suðurland F2 153 13. maí

Árbær - leit að konu Höfuðborgarsvæðið F2 131 17. apr.

Glymur fall Vesturland F1 121 22. mars

Fall í Djúpadal Norðurland-eystra F1 104 2. sept.

Sleðaslys við Jarlhettu Suðurland F1 104 25. mars

Leit að alzheimer sjúklingi Suðurland F2 102 29. ág.

Mosfellsheiði, bílfestur Höfuðborgarsvæðið F3 98 8. jan.

Leit að Cessna 172 Austurland F1 96 9. júlí

Garðabær - leit að unglingsstúlku Höfuðborgarsvæðið F2 94 11. apr.

Bjargir til Austfjarða frá Sv1,2,3,4 Austurland F2 89 27. mars

10 bíla árekstur Hellisheiði Suðurland F1 85 19. feb.

Mönnun v. Grindav svæði 1, 2, 3, 4, 5,16 Suðurnes F3 80 15. nóv. Keflavíkurflugvöllur One engine out Suðurnes F2 77 27. feb.

Breiðholt - leit að stúlku Höfuðborgarsvæðið F2 76 16. júlí

Fimmvörðuháls: Bílvelta Suðurland F3 73 30. sept.

Eskifjörður leit að manni Austurland F3 73 6. mars

Höfuðborgarsvæðið, óveður Höfuðborgarsvæðið F3 72 11. feb.

Rok í Reykjavík Höfuðborgarsvæðið F2 67 1. sept.

Leit að konu m. Alzheimer í Breiðholti Höfuðborgarsvæðið F2 66 3. feb.

Stormur á höfuðborgarsvæðinu Höfuðborgarsvæðið F3 63 7. apr.

Rútuslys Holtavörðuheiði Norðurland-vestra F1 62 24. nóv.

Bjargir til Austfjarða - svæði 11-12

Austurland F3 61 27. mars

Appelsínugul veðurviðvörun Suðurland F3 61 30. jan.

Leit á Egilsstöðum

Austurland F2 59 16. okt.

Leit að karlmanni Hbsv Höfuðborgarsvæðið F2 58 31. ág.

Snjófljóð - Brimnesdalur, skíðafólk Norðurland-eystra F2 58 18. mars

Garðabær – leit Höfuðborgarsvæðið F2 57 29. júní

Mönnun v. Grindavíkur, sv. 1, 2, 3, 4, 5,16 Suðurnes F3

Fastir bílar á Hellisheiði og í Þrengslum Suðurland F3

Leit við Grafarvog Höfuðborgarsvæðið F2

Leit að manni hjá Ketilási Norðurland-vestra F2

Norðurárdalur fjallabjörgun Norðurland-vestra F3

Fall við Fagrafell Suðurland F1

Sinubruni á hbsv. Höfuðborgarsvæðið F3

Hafnarfjörður, leit að einstaklingi Höfuðborgarsvæðið

Leit að 74 ára manni, Eyjafjörður Norðurland-eystra F2

Leit við Skarðsmýrarfjall Suðurland F2

Leit að báti á Faxaflóa Höfuðborgarsvæðið F2

Ölfus, leit að konu Suðurland F3

Bílvelta utan Akureyrar Norðurland-eystra F2

Flateyjardalur - brjóstverkur Norðurland-eystra F1

Ófærð á Höfuðborgarsvæðinu Höfuðborgarsvæðið F3

16. nóv.

12. okt.

20. jan.

7. ág.

17. ág.

28. mars

23. mars

2. sept.

20. ág.

19. feb.

8. maí

22. apr.

30. jan

Ólafsfjörður - mannlaus kajak Norðurland-eystra F2 43 2. júní

Húnar - fall við Hvítserk Norðurland-vestra F1 42 10. maí

Seltjarnarnes, týndur einstaklingur Höfuðborgarsvæðið F3

Sinubruni Eldborg Vesturland F3

Vélsleðaslys - Gimbrahnúkur Norðurland-eystra F1

Hlíðarfjall, Fjarkinn, hópslys, grænt viðbr. Norðurland-eystra F2

Kajakræðari í sjónum Norðurland-eystra F1

Leit að dreng á Akureyri Norðurland-eystra F2

Slasaður ferðamaður í Fljótum Norðurland-vestra F2

Hættustig Akureyrarflugvöllur Norðurland-eystra F1

Leit að manni á Grenivík Norðurland-eystra F2

Týnd mannseskja úti á sjó Höfuðborgarsvæðið F1

Leit að 23 ára KK á Selfossi Suðurland F2

Króksfjarðarnes, strandaður hvalur Vesturland F3

Leit að konu við Flúðir Suðurland F2

Slys í vatni, Nausthamarsbryggja Vestmannaeyjar F1

Krapaflóð Patreksfirði Vestfirðir F1

Leit í Fáskrúðsfirði Austurland F2

Rýming á Seyðisfirði Austurland F3

42 20. apr.

42 28. mars

42 25. mars

42 20. jan.

41 29. apr.

41 2. mars

39 11. ág.

39 15. maí

39 29. jan.

38 26. okt.

38 5. ág.

37 22. sept.

37 1. maí

37 11. apr.

37 26. jan.

36 31. ág.

36 27. mars

Óveðurstaðstoð á Suðurnesjum Suðurnes F3 35 1. sept.

Óveðursútköll - Eyjum Vestmannaeyjar F3

Örmagna göngumaður - Jökultungur Suðurland F2

Öskjuhlíð, leit að manni Höfuðborgarsvæðið F2

Leit að 70 ára kk við Goðafoss Norðurland-eystra F2

34 10. okt.

34 1. sept.

2. ág.

1. ág.

Slasaðir vélsleðamenn í Kaldbaksöxl Norðurland-eystra F1 34 24. feb.

Vélsleðaslys á Breiðadalsheiði Vestfirðir F1 34 18. feb.

Slys við Prestahnjúk SV4 Vesturland F1

Gilsfjörður, strandaður háhyrningur Vestfirðir F3

11. nóv.

23. sept.

Nafn aðgerðar Svæði Forgangur Fjöldi Hófst
Nafn aðgerðar

Ljósanótt í Reykjanesbæ Suðurnes F4 33 2. sept.

Leit að dreng í Vatnaskógi Vesturland F2 33 15. júní

Hvalfjörður, vélarvana skip Höfuðborgarsvæðið F1 33 21. maí

Örmagna göngumaður í Skarðsheiði Vesturland F2 32 21. okt.

Kaldaklofsfjöll - bráðaveikindi Suðurland F2 32 21. júní

Fjórhjólaslys við Strútsskála Suðurland F2 32 17. mars

Ólafsfjarðarmúli Norðurland-eystra F2 32 16. mars

Veikindi, Kattatjarnarleið Suðurland F2 31 4. nóv.

Leit að pari í Kerlingafjöllum Suðurland F2 30 5. sept.

Maður fyrir borð á Vesturhópsvatni Norðurland-vestra F2 30 28. maí

Rúta fór í á við Saurbæ Norðurland-vestra F2 30 19. apr.

Kona týnd í Hvalfirði Vesturland F3 30 1. apr.

Hreinsunarstörf, Neskaupstaður Austurland F3 30 1. apr.

Leit við Drangsnes Vestfirðir F2 30 3. mars

Óveður, Vesturland Vesturland F2 30 11. feb.

Óveður á Suðurnesjum Suðurnes F3 30 11. feb.

Leit á Fáskrúðsfirði Austurland F2 29 4. sept.

Fjöruleit á Suðurlandi Suðurland F3 29 21. apr.

Endurlífgun, Reykjadalur Suðurland F1 28 18. júlí

Grótta - sjóbrettamaður í vandræðum Höfuðborgarsvæðið F2 28 4. júní

Veikindi í Reykjadal Suðurland F1 28 18. maí

Óveður á Suðurnesjum Suðurnes F3 28 7. apr.

Fastir bílar, Jökulsárlón og Eystra lón Suðurland F3 28 26. mars

Eldur í bát NV af Garðskaga Suðurnes F1 28 18. feb. meðvitundarleysi í Laugarfelli Norðurland-vestra F1 27 20. ág.

Eftirgrennslan, vistmaður á Fellsenda Vesturland F2 27 5. júní

Rýming, Eskifjörður Austurland F2 27 27. mars

Hvammstangi, leit Norðurland-vestra F3 27 21. jan. Vélarvana bátur við höfnina í Garði Suðurnes F2 26 30. des.

Grímstunga – rjúpnaskytta, leit Norðurland-vestra F2 26 22. okt. Fimmvörðuháls. Par í vandræðum. Suðurland F3 26 3. sept.

Slasaður göngumaður í Korpudal Vestfirðir F2 26 16. ág. Fall, Brúarhlöð Suðurland F1 26 24. júlí

Slasaður einstaklingur við Háafoss Suðurland F2 26 12. júlí Óveður, höfuðborgarsvæðið Höfuðborgarsvæðið F3 26 22. júlí

Rútur út af á Útnesvegi Vesturland F3 25 23. des.

Rútuslys við Blönduós Norðurland-vestra F1 25 8. sept.

Dalvík, göngufólk Norðurland-eystra F2 25 6. júlí

Nafn aðgerðar Svæði Forgangur Fjöldi Hófst

Aðgerðir á sjó

Á árinu 2023 voru skráðar 170 aðgerðir á sjó.

Algengustu verkefnin á sjó eru vegna vélarvana báta. Einnig er nokkuð um bátsströnd og slys á sjómönnum. Einnig kemur fyrir að bátar hverfi úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu og eru slík atvik ávallt tekin alvarlega. Neyðarsólir á lofti eru einnig teknar alvarlega og er ávallt leitað þar til búið er að útiloka að um sjófarendur í nauð sé að ræða.

Eftirfarandi er yfirlit yfir útköll björgunarskipa félagsins. Vera má að það veki athygli að útköll björgunarskipa eru fleiri en útköll á sjó hér fyrir ofan. Skýringin er sú að leitir á landi kalla oft á bjargir á sjó, annaðhvort til leitar eða flutnings á mannskap. Til viðbótar við björgunarskipin fara harðbotnabátar og slöngubátar í minni verkefni og er því yfirlit yfir aðgerðir björgunarskipa ekki tæmandi yfir verkefni björgunarsveita á sjó.

Mynd 7 - Sérstaklega er haldið utan um tölfræði björgunarskipa félagsins.

Björgunarskip Slysavarnafélagsins voru 13 talsins á árinu 2023 og eru staðsett þar sem slysahætta vegna sjósóknar er talin mest. Sérstakir sjóðir sjá um rekstur skipanna, samvinnuverkefni félagseininga á stöðunum, en Björgunarbátasjóður greiðir laun vélstjóra og meiri háttar viðgerðir.

Útköll vegna bráðaveikinda og slysa á Hornströndum reyndu mikið á sjóbjörgunarfólk á norðanverðum Vestfjörðum á árinu.

Mynd 7 – Staðsetning útkalla björgunarskipa SL árið 2023

Aðgerðir björgunarskipa

Vettvangsliðar björgunarsveita

Um árabil hafa björgunarsveitir sinnt vettvangsþjónustu í sínu nærumhverfi sem sjúkrabílar sinna alla jafna. Um er að ræða viðbragð við bráðaveikindum og slysum þar sem langt er í næsta sjúkrabíl eða lækni.

Vettvangsliðar- aðgerðir

Mynd 9 - Yfirlit aðgerða sem vettvangsliðar björgunarsveita sinna.

Náttúruhamfarirnar

Veturinn byrjaði með miklu kuldakasti í byrjun janúar, en síðan hlýnaði og umhleypingar gerðu ferðalöngum lífið leitt. Lægðir gengu yfir landið og ollu talsverðum usla í umferðinni. Einnig voru truflanir í raforkukerfinu vegna veðurs algengar.

Febrúar var umhleypingasamur og var nokkuð um ótímabærar leysingar og tilheyrandi vatnavexti í ám. Hvassviðri var til vandræða þennan mánuð en lítið umfram það sem mátti búast við.

Til talsverðra tíðinda dró í mars og var mánuðurinn meira og minna kaldur og snjóþungur, sérstaklega á Suðvesturlandi. Í lok mars kyngdi niður snjó á norðaustan- og austanverðu landinu. Féllu stór snjóflóð víða á Austurlandi og þau stærstu í byggð í Neskaupstað. Þar varð mikið eignatjón en sem betur fer fórst enginn þó eitthvað hafi verið um minniháttar slys á fólki.

Sumarið var í hlýrra lagi og því lítið um hrakninga ferðafólks á hálendinu. Haustið kom snemma með talsverðum kulda og úrkomu en til þess að gera ágætu veðri þess utan.

Veturinn telst hafa verið mildur og snjóléttur.

Gos í Fagradalsfjalli

Þriðja eldgosið í Fagradalsfjalli í þeirri atburðarás sem hófst 19. mars 2021 með eldgosi í Geldingadölum hófst við Litla Hrút 10. júlí. Eldgosið var talsvert langt frá Suðurstrandarvegi og fækkaði því þeim sem vildu berja eldgosið augum frá fyrri gosum. Gosið stóð yfir í um fjórar vikur og var til þess að gera rislítið. Miklir gróðureldar kviknuðu út frá eldvirkninni og olli það miklum vandræðum. Björgunarsveitir aðstoðuðu slökkvilið við vatnsöflun. Komu þar öflug flutningstæki björgunarsveita að góðum notum við að koma stórum sem smáum vatnstönkum að varnarlínum slökkviðliðs.

Um haustið fór að bera á mikilli jarðgliðnun í og við Grindavík og mælingar við Svartsengi sýndu fram á kvikuinnskot með tilheyrandi landrisi. Til tíðinda dró 9. nóvember þegar staðfest var að kvika var komin á hreyfingu við Sundhnjúkagíga. Var Grindavík þá rýmd samkvæmt viðbragðsáætlun og fór þá í gang sú atburðarás sem stendur enn yfir. Gríðarlegar skemmdir urðu í Grindavík vegna umbrotanna og sér ekki fyrir endann á þeirri atburðarás. Þann 18. desember braust kvika upp á yfirborðið í Sundhnjúkagígum og ógnaði byggð í Grindavík. Gosið var mjög stórt líklega stærra en gosin þrjú í Fagradalsfjalli til samans.

Aðkoma björgunarsveita

Björgunarsveitir víða af landinu stóðu vaktina við Litla Hrút. Slysavarnafélagið Landsbjörg baðst undan því að vera langtímaviðbragð við Litla Hrút enda var úthaldið orðið langt á þriðja eldgosi.

Björgunarsveitir gegndu lykilhlutverki í rýmingu Grindavíkur og sneru aftur til verka þegar eldvirkni ógnaði byggð. Að rýmingu lokinni aðstoðuðu björgunarsveitir af öllu landinu íbúa í Grindavík við verðmætabjörgun frá heimilum og fyrirtækjum. Einnig sinntu björgunarsveitir öryggiseftirliti og viðbragði í Grindvík sem þótti ótryggur vettvangur. Gagnaðist þar rústa- og fjallabjörgunarþekking björgunarsveita afar vel.

Framlag sjálfboðaliðans árið 2023 Á árinu 2023 voru 2.904 björgunarmenn skráðir í aðgerðir og mættu þeir 17.251 sinni. Að meðaltali er hvert útkall um þrjár klst. Miðað við fjölda mætinga má því áætla að framlag sjálfboðaliðans hafi verið að lágmarki rúmlega 50.000 klukkustundir í útköllum á árinu. Að baki hverri klukkustund í útköllum eru síðan um 8,5 klst. í viðhaldi búnaðar, þjálfun, æfingum og félagsstarfi. Varlega áætlað má því búast við að heildarframlag björgunarsveitafólks hafi verið

vel yfir 400.000 klukkustundir á árinu. Miðað við að hver gosvakt sé að jafnaði 8-10 klst. er ljóst að talan er talsvert hærri.

Til samanburðar voru 3.358 björgunarmenn skráðir í aðgerðir á árinu 2022. Sjálfboðaliðarnir mættu 17.936 sinnum á árinu miðað við 14.324 sinnum á árinu 2021.

Ráðstefna aðgerðastjórnenda

Ráðstefna aðgerðastjórnenda er árviss viðburður þar sem aðgerðastjórnendur Slysavarnafélagsins Landsbjargar koma saman til skrafs og ráðagerða. Sum árin horfa aðgerðastjórnendur innávið og skeggræða eigið skipulag. Önnur ár er öðrum viðbragðsaðilum boðið að koma á

ráðstefnuna og þá eru áherslur umræðunnar samstarf viðbragðsaðila. Ráðstefnan hefur verið haldin á hvert frá 2015 utan messufalls 2021 vegna covid.

Fjöldi SL Fjöldi aðrir

Mynd 10 – Þátttaka aðgerðastjórnenda á ráðstefnu aðgerðastjórnenda.

Alls hafa 287 aðgerðastjórnendur tekið þátt í ráðstefnunni og þar af 40 frá samstarfsaðilum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Heildarfjöldi mætinga á ráðstefnuna er 709 frá 2015.

Ráðstefna aðgerðastjórnenda- Mæting

Mynd 11 – Hversu oft hafa aðgerðastjórnendur mætt á ráðstefnu aðgerðastjórnenda.

Ráðstefnan 2023 var haldin að Smyrlabjörgum. Dagskráin var nokkuð lituð af atburðunum í Grindavík og þeirri reynslu sem myndast hefur í þeim stóra atburði.

Svæði 6

Svæði 7

Slysavarnadeild kvenna Bolungarvík - Bolungarvík

Slysavarnadeild Hnífsdals - Hnífsdalur

Slysavarnadeildin Hjálp - Bolungarvík

Slysavarnadeildin Iðunn - Ísafjörður

Slysavarnadeildin Gyða - Bíldudalur

Slysavarnadeildin Unnur - Patreksfjörður

Svæði 5

Slysavarnadeild Dalasýslu - Búðardalur

Slysavarnadeildin Helga Bárðardóttir - Hellissandur

Slysavarnadeildin Sumargjöf - Ólafsvík

Slysavarnafélagið Snæbjörg - Grundarfjörður

Svæði 4

Slysavarnadeildin Líf - Akranes

Slysavarnadeild Þverárþings

Svæði 10

Slysavarnadeildin Drangey

- Sauðárkrókur

Slysavarnadeildin Harpa - Hofsós

Svæði 12

Slysavarnadeildin Hringur - Mývatn

Svæði 11

Slysavarnadeildin Vörn - Siglufjörður

Slysavarnadeild kvenna Ólafsfirði - Ólafsfjörður

Slysavarnadeildin á Akureyri - Akureyri

Slysavarnadeildin Dalvík - Dalvík

Svæði 13

Slysavarnadeildin Hafdís - Fáskrúðsfjörður

Slysavarnadeildin Hafrún - Eskifjörður

Slysavarnadeildin Rán - Seyðisfjörður

Slysavarnadeildin Sjöfn - Vopnafjörður

Slysavarna deildir 2023

Svæði 1

Slysavarnadeildin í Reykjavík - Reykjavík

Slysavarnadeildin Hraunprýði - Hafnarfjörður

Slysavarnadeildin Varðan - Seltjarnarnes

Slysavarnadeild Kópavogs - Kópavogur

Svæði 2

Slysavarnadeildin Dagbjörg - Reykjanesbær

Slysavarnadeildin Þórkatla - Grindavík

Slysavarnadeildin Una - Garður

Svæði 3

Slysavarnadeildin Björg - Eyrarbakka

Slysavarnadeildin Tryggvi Gunnarsson - Selfoss

Svæði 18

Slysavarnadeildin Eykyndill - Vestmannaeyjar

Svæði 15

Slysavarnadeildin Framtíðin - Höfn

Slysavarnir

Inngangur

Slysavarnafélagið Landsbjörg og félagseiningar þess hafa ætíð, í góðri samvinnu við opinberar stofnanir og fyrirtæki, leitt forvarnarverkefni sem miða að því að fækka slysum. Á árinu 2023 bar hæst undirbúning fyrir Evrópuráðstefnuna EU Safety 2023 sem félagið hélt í samstarfi við Eurosafe, heilbrigðisráðuneytið og fleiri stofnanir dagana 5.-6. október 2023 á Hilton Reykjavík Nordica.

Síðustu áratugi hefur forvarnastarf félagsins miðast að því að leggja áherslu á öryggi barna, eldri borgara, ferðafólks, öryggi á heimilum og í umferðinni og árið 2023 var þar engin undantekning.

112 dagurinn

Neyðarlínan heldur merkjum 112 á lofti þann 11. febrúar ár hvert, af því dagsetningin 11.2. minnir okkur á neyðarnúmer allra landsmanna, 112. Það er mikilvægt að minna á þetta númer – af því þetta er eina númerið sem landsmenn þurfa að þekkja í neyð. Þema 112 dagsins að þessu sinni var „Hvað get ég gert?“ og var ætlunin með því að vekja fólk til vitundar um hvernig hægt er að bregðast við þegar neyðarástand skapast; svo sem þegar komið er að slysi, einhver nærstaddur veikist skyndilega, eldur brýst út o.s.frv. Samstarfsaðilar Neyðarlínunnar auk Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru: Barnaverndarstofa, Embætti landlæknis, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Húsnæðis og mannvirkjastofnun, Landhelgisgæslan, Landspítalinn, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Rauði krossinn, Ríkislögreglustjórinn, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Vegagerðin og Æskulýðsvettvangurinn.

hvatt til þess að Safetravel verkefnið beinist

í auknum mæli einnig að íslenskumælandi

ferðafólki og um leið og nýr vefur og nýtt

merki Safetravel fóru í loftið var slagorðinu

„Örugg á ferðinni“ bætt við. Í framhaldi var

ákveðið að vinna með þetta slagorð í öllum verkefnum félagsins tengdum umferð.

Markmið stjórnvalda á Íslandi í umferðaröryggismálum eru þau að fjöldi látinna í umferðinni

á hverja 100 þúsund íbúa verði ekki meiri en það sem lægst gerist hjá öðrum þjóðum, fyrir árið 2034. Einnig að látnum og alvarlega slösuðum í umferðinni fækki að jafnaði um 5% á ári til ársins 2034. Ljóst er að betur má ef duga skal. Við erum ekki að ná settum markmiðum samkvæmt ársskýrslu samgöngustofu. Á árinu 2023 létust átta í umferðinni, níu árið áður og er fjöldinn sambærilegur árin á undan. Það sama gildir um önnur alvarleg slys en alls slösuðust 201 alvarlega í umferðinni á árinu 2023..

Allir öruggir heim: Á árinu 2023 héldum við áfram að gefa endurskinsvesti til þeirra leikskóla sem þess óskuðu. Enn eru til vesti fyrir leikskólabörn og hafa þau verið gefin þegar beiðnir berast frá skólum. Vestin eru hugsuð til að nota í vettvangsferðum barna á skólatíma.

Öryggi barna í bíl: Slysavarnafélagið

Landsbjörg og Samgöngustofa gerðu könnun

á öryggi barna í bílum á árinu. Einingar félagins gerðu könnunina við rúmlega 50 leikskóla í 25 þéttbýliskjörnum víða um land.

80%

barna laus í bílum árið 1985 1%

barna laus í bílum árið 2023

Ef teknar eru upplýsingar úr umferðarkönnunum Umferðarráðs og lögreglunnar frá árunum 1985 til 1995 og þeim bætt við niðurstöður kannana á öryggi barna í bílum við leikskóla má

sjá þróunina frá árinu 1985 til dagsins í dag. Árið 1985 voru um 80% barna laus í bílum en í dag er sá fjöldi kominn niður í 1%. Lesa má niðurstöður könnunarinnar í heild sinni á vef Samgöngustofu.

Vertu snjall undir stýri: Í febrúar lauk hringferð með öryggisnámskeið fyrir starfsfólk Rarik en námskeið voru að þessu sinni haldin á Blönduósi, Sauðárkróki og Akureyri. Verkefnisstjóri slysavarna hélt á þessum námskeiðum fyrirlestra um mikilvægi þess að nota ekki snjalltæki undir stýri og hafa athyglina á veginum. Einnig voru haldnir tveir fyrirlestrar fyrir starfsfólk Eimskipa en þeim var streymt til allra starfstöðva fyrirtækisins.

Reiðhjól og hjálmar: Í byrjun maí stóð félagið, í samstarfi við Eimskip, að Hjóladegi við höfuðstöðvar Eimskipa í Sundahöfn. Björgunarsveitin Ársæll, Björgunarsveitin Kjölur, Unglingadeildin Árný og Slysavarnadeildin í Reykjavík lögðu verkefninu lið. Flott dagskrá var í boði og má þar nefna Dr. Bæk, BMX bros, Veltibílinn og Jón Jónsson sem stýrði fjöri á sviði. Þarna voru tæki frá Eimskipum og björgunarsveitum til sýnis, þrautabraut og unglingadeildin kenndi börnum að stilla hjálmana sína. Slysavarnadeildin bauð upp á nýbakaðar vöfflur og kaffi. Dagurinn var fábær kynning á öryggi hjólreiðafólks og um leið góð kynning á starfi félagsins.

Endurskinsmerki: Félagseiningar Slysavarnafélagsins

Landsbjargar dreifðu u.þ.b.

7.000 endurskinsmerkjum

Alþjóðlegur minningardagur: Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er haldinn í nóvember ár hvert, til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni, leiða hugann að ábyrgð hvers og eins í umferðinni en ekki hvað síst að þakka þeim viðbragðsaðilum sem veita hjálp og björgun. Að þessu sinni var sérstök áhersla lögð á öryggi óvarinna vegfarenda. Samstarfsaðilar í þessu verkefni eru innviðaráðuneytið, Samgöngustofa, Sjálfsbjörg, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Neyðarlínan, Lögreglan og Vegagerðin. Alls voru 14 minningarathafnir á vegum félagsins víða um land og félagseiningar á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í athöfn við þyrlupall Landspítalans í Fossvogi.

7.000

endurskinsmerki

voru gefin

á árinu

á árinu 2023. Endurskinsmerki félagsins eru einnig fáanleg í vefverslun félagsins. Á haustdögum fór af stað auglýsingaherferð á samfélagsmiðlum á vegum félagsins þar sem hvatt var til notkunar á endurskinsmerkjum.

Veltibíllinn

Á fulltrúaráðsfundi félagsins í nóvember fékk Slysavarnafélagið Landsbjörg Veltibílinn sem

Brautin, bindindisfélag ökumanna, hefur rekið allt frá árinu 1995, að gjöf. Gjöfin var afhent við hátíðlega stund við Háskólann í Reykjavík. Bíllinn er reglulega endurnýjaður og var hann síðast endurnýjaður árið 2020. Núverandi bíll er sá sjötti í röðinni. Hann er endurnýjaður á fimm ára fresti með stuðningi frá Heklu og Volkswagen sem reglulega gefa nýja Volkswagen Golf bíla til verkefnisins.

Síðan Brautin smíðaði fyrsta veltibílinn árið 1995 hafa rúmlega 400.000 manns farið veltu hjá félaginu og mun Slysavarnafélagið Landsbjörg nú halda áfram því mikilvæga starfi að fræða almenning um mikilvægi þess að nota alltaf bílbeltin.

Forvarnir gegn drukknun

Í samstarfi við Endurlífgunarráð, Neyðarlínuna og Rauða krossinn gáfum við út nýtt og uppfært vandað veggspjald með leiðbeiningum um undirstöðuatriði í björgun og endurlífgun sem kann að vera nauðsynleg í sundlaugum og náttúrulaugum. Veggspjaldið var sent á 108 sund- og baðstaði á Íslandi. Nokkrar félagseininga hafa útbúið á bryggjum kistur með björgunarvestum fyrir frístundadorgara á öllum aldri. Einingar félagsins viðhalda björgunarbúnaði á bryggjum víðsvegar um landið og félagið hefur komið Björgvinsbeltum fyrir á rúmlega 30 vinsælum ferðamannastöðum á landinu auk viðvörunarskilta við ár, vötn og fjörur.

EU Safety 2023 – Reykjavík

Dagana 5. og 6. október stóð félagið fyrir Evrópuráðstefnu um öryggismál og slysavarnir á Hilton Reykjavík Nordica. Ráðstefnuna sóttu u.þ.b. 200 þátttakendur frá 30 löndum. Ótal rannsóknir og verkefni á sviði forvarna voru kynnt og má þar m.a. nefna öryggi óvarinn vegfarenda í umferðinni, eldsvoða á heimilum, öryggi eldri borgara og barna svo eitthvað sé nefnt. Á rástefnunni kynntum við sérstaklega Safetravel verkefnið og fjölluðum um stýringu ferðamanna á gosstöðvarnar á Reykjanesi. Félagið gaf út bók með ágripi af öllum fyrirlestrum sem birt var á vef ráðstefnunnar ásamt glærum flestra fyrirlesara og ljósmyndum. U.þ.b. 70 fyrirlesarar fluttu mislöng erindi á ráðstefnunni. Aðalfyrirlesarar frá Íslandi voru þau Alma D. Möller landlæknir, Hilmar Snorrason, Slysavarnaskóla sjómanna, og dr. Sólveig Þorvaldsdóttir, ráðgjafarverkfræðingur hjá Rainrace ehf. og félagi í alþjóðasveit ICE-SAR, ásamt Guðbrandi Erni Arnarssyni og Birnu Maríu Þorbjörnsdóttur, verkefnisstjórum félagsins en þau töluðu um slysavarnir ferðamanna. Gestir á opnun ráðstefnunnar voru forseti Íslands og heilbrigðisráðherra ásamt landlækni.

Slysaskrá Íslands: Á ráðstefnunni fjallaði landlæknir sérstaklega um skráningu slysa á Íslandi og tilkynnti að slysaskrá í þeirri mynd sem hún hefur verið hafi verið lokað og unnið sé að nýrri útgáfu sem mun koma í rafrænu formi á árinu 2024.

Eldvarnir

Á árinu 2023 varð töluverð fjölgun eldsvoða vegna raftækja í hleðslu og þá sér í lagi vegna rafhlaupahjóla. Félagið setti á haustdögum í loftið samfélagsmiðlaleik þar sem svara mátti spurningum um öryggi rafhlaupahjóla og var sérstaklega tekið á þessu málefni. Fyrirhugað er að skoða framhald á forvörnum vegna rafhlaupahjólaslysa og verður þá tekið tillit til þessa þáttar. Einingar félagsins heimsækja eins og áður félagsmiðstöðvar eldri borgara með Eldvarnahandbókina og bæklinginn örugg efri ár sem einnig inniheldur hvatningu um eldvarnir. Þær dreifa einnig fræðsluefni með gjöfum til nýbakaðra foreldra og dreifa einblöðungi á þrem tungumálum við lágvöruverslanir og reyna þannig að ná til þeirra sem hafa ekki vald á íslenskunni. Á degi reykskynjarans í desember dreifir félagið efni frá HMS á sínum samfélagsmiðlum og margar félagseininga gefa fermingarbörnum reykskynjara.

Flugeldaforvarnir: Í tuttugu og eitt ár hefur félagið dreift gjafabréfi fyrir flugeldagleraugum til allra 10 til 15 ára barna á landinu. Í desember var þetta bréf sent út á rúmlega 30.000 heimili. Það voru Blindrafélagið, Svansprent og Pósturinn sem studdu við okkur í þessu verkefni.

Félagið setti slysavarnaleik í gang á samfélagsmiðlum á milli jóla og nýárs og áréttaði þar varlega umgengni um skotelda. Alls tóku um 8.600 þátt í leiknum.

Samstarfsaðilar

Undirstaða að öflugu forvarnarstarfi er samstarf og samtal fyrirtækja og stofnana í samfélaginu og það er með aðkomu fjölmargra samstarfsaðila sem félaginu er gert kleift að vera í forystu í þessum mikilvæga málaflokki. Auk einstakra ráðuneyta, aðalstyrktaraðila og stofnana, á félagið fulltrúa í hinum ýmsu nefndum, ráðum og hópum sem funda reglulega yfir árið og hafa þannig samráð um einstaka málaflokka og verkefni.

Eldvarnabandalagið

Eldvarnabandalagið var stofnað 2010 sem samstarfsvettvangur um auknar eldvarnir. Tilgangur þess er að vernda líf, heilsu og eignir almennings og fyrirtækja með öflugu forvarnastarfi og aðgerðum sem miða að því að efla eldvarnir á heimilum og vinnustöðum landsmanna. Eldvarnabandalagið hefur útbúið ítarlegt, vandað og samræmt fræðsluefni um eldvarnir. Á ársfundi EB í mars flutti verkefnisstjóri slysavarna fyrirlestur um forvarnastörf slysavarnadeilda á sviði eldvarna en deildirnar hafa með markvissum hætti flutt boðskap til nýbakaðra

foreldra, gefið reykskynjara til fermingarbarna og rætt við eldri borgara á félagsmiðstöðvum þeirra um eldvarnir á heimilum síðan að sennilega fyrsta útgefna slysavarnaefni á íslensku kom út ári 1936.

Aðild að Eldvarnabandalaginu eiga: Brunabótafélag Íslands, Félag slökkviliðsstjóra, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Slysavarnafélagið Landsbjörg, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, TM hf., Vátryggingafélag Íslands hf. og

Vörður tryggingar hf.

Göngum í skólann

Göngum í skólann er hluti af verkefninu „Virkar og öruggar leiðir í skólann“ og árlega taka milljónir barna þátt í verkefninu í yfir fjörutíu löndum víðs vegar um heim. Á árinu 2023 tóku

83 grunnskólar þátt í verkefninu en markmið þess er meðal annars að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann.

Bakhjarlar verkefnisins eru: Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Samgöngustofa, Ríkislögreglustjóri, mennta- og barnamálaráðuneytið, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Embætti landlæknis og Landssamtökin Heimili og skóli.

Vinnuhópur á vegum Embættis landlæknis

Á haustdögum 2023 var settur saman vinnuhópur á vegum Embættis landlæknis til að afla gagna um drukknun og forvarnir gegn drukknun á Íslandi í „WHO Global Status Report on Drowning Prevention“. Ósk um þessa vinnu kom frá WHO eða Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni í gegnum heilbrigðisráðuneytið. Vinna við skýrsluna stendur enn yfir en ljóst er á tölfræði úr dánarmeinaskrá á tímabilinu 2013-2022, eða 10 árum, hafa að meðaltali sjö drukknað á ári hverju. Eftirtaldar stofnanir eiga fulltrúa í hópnum: Embætti landlæknis, Háskóli Íslands, Neyðarlínan, Rauði krossinn, Samgöngustofa og Slysavarnafélagið Landsbjörg. Fagráð um umferðaröryggismál

Innviðaráðherra skipar fulltrúa félagsins í fagráð um umferðarmál og fundar fagráðið u.þ.b. fjórum sinnum á ári. Hlutverk fagráðs um umferðarmál er að vera vettvangur samráðs og upplýsingaskipta. Jafnframt skal það beita sér fyrir auknu umferðaröryggi og bættum umferðarháttum. Ráðið skal vera óháð þeim stofnunum sem eiga aðild að því og starfar í umboði innviðaráðherra. Í fagráðinu eiga eftirtaldir aðilar fulltrúa: Akstursíþróttasamband Íslands, Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra, Bifhjólasamtök lýðveldisins – Sniglar, Bílgreinasambandið, Brautin – bindindisfélag ökumanna, Embætti ríkislögreglustjóra, Félag íslenskra bifreiðaeigenda, heilbrigðisráðuneytið, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Landssam-

band hestamannafélaga, Landssamband vörubifreiðastjóra, Landssamtök hjólreiðamanna, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samgöngustofa, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök um bíllausan lífsstíl, Samtök verslunar og þjónustu, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Vegagerðin, Ökukennarafélag Íslands og Öryrkjabandalag Íslands.

Slysavarnanefnd

Meginhlutverk slysavarnanefndar er að vinna að mótun stefnu félagsins í slysavörnum.

Nefndin fer með slysavarnamál fyrir hönd félagsins sem faghópur, án ákvörðunartökuréttar. Meðal verkefna nefndarinnar eru að veita ráðgjöf/umsagnir í málum sem stjórn vísar til nefndarinnar

og fylgjast með og stuðla að því að einingar félagsins sem vinna að slysavörnum eigi aðgang að fræðslu og þjónustu. Nefndin fundar sex sinnum á ári að meðaltali og eru fundargerðir aðgengilegar á innri vef félagsins.

Félagseiningar og slysavarnir í heimabyggð

Einingar félagsins vinna árlega að ótal verkefnum í heimabyggð með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir slys. Nýburagjafir, endurskinsvesti, endurskinsmerki, reykskynjarar, hjólahjálmar, hjartastuðtæki og fleiri gjafir sem afhentar eru íbúum með það að leiðarljósi að gera samfélagið öruggara og benda á slysahættur. Reiðhjóladagar, kannanir, þátttaka í 112 deginum og alþjóðlega minningardeginum.

Farið er yfir björgunarbúnað á bryggjum og hann endurnýjaður. Settar upp kistur með björgunarvestum fyrir tómstundaveiðimenn á bryggjum, leiksvæði og vinsælar gönguleiðir skoðaðar með slysavarnagleraugum og svo mætti lengi áfram telja.

Veggspjöld, skilti og bæklingar

Nokkrar tegundir af veggspjöldum, sem flest tengjast fólki á ferðinni á einn eða annan hátt, hafa verið notuð í forvarnarstarfi félagsins. Félagið býður áfram upp á þessi veggspjöld, en þau eru um viðbrögð við drukknun, stillingu reiðhjólahjálma, öryggi reiðhjóla og rafhlaupahjóla og einnig áminning um rétt festa bílstóla barna. Einnig fást á skrifstofu félagsins bæklingarnir Öryggi barna á heimilum, Örugg efri ár og Eldvarnahandbók heimilisins. Félagið hefur einnig látið hanna útlit viðvörunarskilta til að setja niður við bryggjur, ár og vötn.

Safetravel

Slysavarnir útivistarfólks og ferðamanna

Slysavarnir ferðamanna er mikilvægur hluti af starfsemi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Erlendum ferðamönnum heldur áfram að fjölga. Samkvæmt tölum frá Ferðamálastofu komu rúmlega 2.223.000 ferðamanna til Íslands árið 2023 og nartar því í hælana á árinu 2018 sem er það stærsta hingað til. Árið 2022 komu rúmlega 1.715.000 ferðamenn til landsins, en árin tvö þar á undan voru tæplega 500 og 700 þúsund, en fækkunin er vegna covid takmarkana um allan heim.

Slysavarnir snúast sem fyrr um samstarf við hagaðila og samstarfsaðila en síðast en ekki síst þann sem slysavarnirnar beinast að. Sem fyrr eru það menningar- og viðskiptaráðuneytið, Almannavarnir, Ferðamálastofa, Samtök ferðaþjónustunnar, Samgöngustofa, Vegagerðin, Sjóvá, Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarður, Neyðarlínan, lögregla, bílaleigur, aðrir ferðaþjónustuaðilar og fleiri sem byggja undir þennan flokk slysavarna.

Hér á eftir er stiklað á stóru um helstu verkefni ársins 2023, en stærstu verkefnin voru óveðursdagar og tvö eldgos á Reykjanesi.

Safetravel.is

Vefsíðan safetravel.is er eitt af stærri verkfærum verkefnisins. Í byrjun júlí var sett í loftið ný og endurbætt heimasíða. Uppsetning efnis var einfölduð og síðan er öll mun aðgengilegri en sú gamla. Uppflettingar á heimasíðu á venjulegum degi þar sem ekkert er að veðri og ekkert að gerast, eru að meðaltali fjögur þúsund á sólarhring. Þegar gos hófst við Litla-Hrút í júlí

voru heimsóknir átta þúsund fyrsta klukkutímann, að meðaltali 23 þúsund á sólahring, og þegar gjósa fór í desember voru heimsóknir 32 þúsund fyrsta sólarhringinn, eða áttföldun frá því sem er á venjulegum degi.

Sömu fylgni uppflettinga má sjá á samfélagsmiðlum en áhugavert er að sjá að fylgjendur Safetravel eru 40% karlar og 60% konur.

Íslendingum sem sækja sér upplýsingar á heimasíðunni fer fjölgandi. Heimsóknir á síðuna koma alls staðar úr heiminum en efst tróna Bandaríkjamenn, Þjóðverjar og Bretar.

Skjáupplýsingakerfið

Áfram var unnið að endurnýjun kerfisins og einnig var litur og letur á skjám samræmt við heimasíðu.

SafeTravel Iceland appið Uppfærsla var gerð á appinu. Sérstakar veðurviðvaranir eru komnar inn sem vara við sterkum vindhviðum þegar þær eru. Betri upplýsingar um færð á vegum, aðstæður flokkaðar eftir alvarleikastigum. Sett inn ökupróf fyrir fólksbíla og húsbíla, bæði sumar- og vetrarútgáfa. Settur inn möguleiki fyrir göngufólk að senda handvirkt GPS staðsetningu sína til 112. Í lok árs 2023 voru 120 þúsund virkir notendur með appið sem er rúmlega 70% aukning frá því árið 2022. Þar af eru 100 þúsund búsettir á Íslandi þannig að Íslendingar eru langstærsti notendahópurinn.

Safetravel bæklingur og nýtt merki

Nýr og endurhannaður „harmoniku-bæklingur“ kom úr prentun í vor í 500 þúsund eintökum. Honum er dreift víða um land og bílaleigur afhenda viðskiptavinum hann. Nýtt merki var hannað fyrir Safetravel, litur og letur í samræmi við annað efni.

Öryggisupplýsingamiðstöð

60% 40% KONUR KARLAR

Fylgjendur Safetravel á samfélagsmiðlum.

Starfsfólk upplýsingamiðstöðvarinnar vinnur eingöngu í fjarvinnu. Í þeirri vinnu felst m.a. að koma upplýsingum og góðum ráðum á framfæri á heimasíðunni og upplýsingaskjám, svara fyrirspurnum í tölvupósti, á sérstöku spjallforriti á heimasíðu og skilaboðakerfi samfélagsmiða. Mikið álag er oft þegar veður er vont, vegir lokaðir eða eitthvað annað sem verður til þess að ferðamenn geta ekki haldið sig við þau plön sem þeir upphaflega voru búnir að gera fyrir ferðina. Eldgosin á Reykjanesi hafa líka skilað fleiri fyrirspurnum frá ferðamönnum, bæði innlendum og erlendum.

Eldgosin á Reykjanesi

Eldgos hófst við Litla-Hrút 10. júlí, og 8. ágúst var goslokum formlega lýst yfir. Mikil umferð bæði innlendra og erlenda ferðamanna var á svæðinu. Það var síðan 18. desember, í kjölfar mikilla jarðskjálfta á svæðinu, að eldgos hófst á fjögurra kílómetra langri sprungu við Sundhnúksgíga en stóð þó stutt því öll virkni var dottin niður þremur dögum seinna. Í báðum þessum gosum var mikil vinna í upplýsingagjöf til ferðamanna, sem margir hverjir höfðu jafnvel áhyggjur af hvort yfir höfuð væri öruggt að koma til Íslands út af gosunum.

Óveður

Óveður settu eins og oft áður nokkuð mikinn svip á vinnu Safetravel, í upplýsingagjöf og

svörun fyrirspurna og á þeim dögum er mikið álag á starfsfólkið. Mikið var um vegalokanir, ferðamenn lentu í vandræðum á bílaleigubílum þegar þeir óku af stað, þrátt fyrir viðvaranir í slæmum veðrum.

Hálendisvaktin

Skipulag og vinna við hálendisvakt hófst þegar björgunarsveitir sóttu um þá staði og tímabil sem þær vildu helst vera. Námskeið fyrir þátttakendur þar sem farið var yfir aðstöðu, vinnulag á vaktinni, fjarskipti og fleira var uppfært og er nú eingöngu í fjarnámi. Viðvera hálendisvaktar var að Fjallabaki var frá 25. júní til 3. september, norðan Vatnajökuls 2. júlí til 13. ágúst, á

Sprengisandi 16. júlí til 13. ágúst og viðbragðsvakt í Skaftafelli 9. júlí til 13. ágúst.

Sautján sveitir mönnuðu 24 vaktir á þessum fjórum stöðum.

Algengustu verkefni að Fjallabaki voru sem fyrr ýmiskonar bílaaðstoð, sárameðferðir og minniháttar áverkar, nokkuð var um aðstoð við göngufólk, ýmiskonar veikindi, ásamt aðstoð við landverði og skálaverði. Á Sprengisandi voru verkefnin aðallega bílatengd, í Skaftafelli var aðallega sárameðferð og minniháttar áverkar en einnig útköll vegna slysa. Norðan Vatnajökuls var mest um bílaaðstoð og allskonar aðstoð við landverði, skálaverði og lögreglu, en lítið um annað.

Samtals voru 750 aðilar sem voru aðstoðaðir, en útköll og beiðnir um aðstoð voru 395 þannig að í einhver skipti var um fleiri en einn aðila að ræða í hverju máli. Flest útköll og aðstoðarbeiðnir voru eins og áður að Fjallabaki, samtals um 260 og þar af 17 útköll.

Farið var í það í sumar að byggja salernis- og sturtuaðstöðu fyrir hálendisvaktina í Landmannalaugum og smíða pall við húsið sem var kærkomin viðbót við aðstöðuna sem er þar.

EU-safety 2023

Á ráðstefnunni sem haldin var í byrjun október var sérstakur hluti tileinkaður slysavörnum ferðamanna sem mæltist mjög vel fyrir og mikil ánægja með hjá þeim gestum sem mættu á hana. Fyrirlesarar komu víða að úr ferðageiranum, m.a. frá Safetravel, Vatnajökulsþjóðgarði, Stokki software, Hertz bílaleigu, Ferðamálastofu, Markaðsstofu Reykjaness, Slysavarnafélaginu Landsbjörg og Samgöngustofu, svo eitthvað sé nefnt.

Svæði 6

Unglingadeildin Vestri

Svæði 5

Unglingadeildin Dreki

Unglingadeildin Heimalingar

Unglingadeildin Óskar

Unglingadeildin Pjakkur

Svæði 7

Unglingadeildin Ernir

Unglingadeildin Hafstjarnan

Unglingadeildin Tindar

Unglingadeildin Sæunn

Unglingadeildin Björg

Svæði 9

Unglingadeildin Skjöldur

Unglingadeildin Blanda

Svæði 8

Unglingadeildin Sigfús

Svæði 11

Unglingadeildin Bangsar

Unglingadeildin Dasar

Unglingadeildin Djarfur

Svæði 10

Unglingadeildin Glaumur

Unglingadeildin Smástrákar

Unglingadeildin Trölli

Svæði 12

Unglingadeildin Mývargar

Unglingadeildin Náttfari

Unglingadeildin Núpar

Unglingadeildin Þór

Svæði 4

Unglingadeildin Arnes

Unglingadeildin Litla Brák

Svæði 1

Unglingadeildin Árný

Unglingadeildin Björgúlfur

Unglingadeildin Kyndill

Unglingadeildin Stormur

Unglingadeildin Ugla

Unglinga deildir 2023

Svæði 13

Unglingadeildin Ársól

Unglingadeildin Gerpir

Unglingadeildin Héraðsstubbar

Unglingadeildin Logi

Unglingadeildin Særún

Unglingadeildin Vopni

Svæði 2

Unglingadeildin Hafbjörg

Unglingadeildin Klettur

Unglingadeildin Rán

Unglingadeildin Tígull

Unglingadeildin Von

Svæði 3

Unglingadeildin Bogga

Unglingadeildin Bruni

Unglingadeildin Greipur

Unglingadeildin Strumpur

Unglingadeildin Ungar

Unglingadeildin Vindur

Svæði 18

Unglingadeildin Eyjar

Svæði 16

Unglingadeildin Hellingur

Unglingadeildin Ýmir

Svæði 15

Unglingadeildin Brandur

Unglingastarfið

800 13-18 ára

42 unglingadeildir

150 umsjónarmenn

Unglingastarfið

Unglingastarf félagsins er keyrt af björgunarsveitum félagsins, það er misjafnt hvernig fundir unglingadeilda eru uppsettir varðandi tíma, fjölda funda í mánuði og aldursskipting innan deildarinnar er líka misjöfn. Dagskrá unglingadeilda byggist á því að þjálfa unglingana til að vekja áhuga þeirra á slysavarna- og björgunarstarfi. Í unglingastarfi félagsins eru 42 virkar unglingadeildir með um 650 unglinga á aldrinum 13-18 ára og 150 umsjónarmenn.

Unglingastarf félagsins er framtíð félagsins og það liggur mikil ábyrgð á umsjónarmönnum unglingadeildanna að gera starfið fræðandi og á sama tíma spennandi og skemmtilegt. Viðburðirnir í unglingastarfinu skipa stóran sess í starfinu og eru nokkuð fastmótaðir. Hér verður farið yfir það mikla starf sem hefur verið í gangi í unglingastarfi félagsins árið 2023.

Landsmót unglingadeilda

Landsmót unglingadeilda var haldið í Grindavík dagana 21.-25. júní. Landsmótið er einn af hápunktum í unglingastarfi félagsins, en þar koma saman flestar unglingadeildir landsins og hafa gagn og gaman af. Þátttaka í mótsinu var góð, þar voru saman komnir 339 unglingar og umsjónarmenn úr 21 unglingadeild víðsvegar að af landinu. Skipulagning mótsins var í höndum Unglingadeildarinnar Hafbjargar með dyggri aðstoð frá Björgunarsveitinni Þorbirni.

Slysavarnadeildin Þórkatla, Slysavarnadeildin Una og Slysavarnadeildin í Reykjavík sáu um að allir fengju gott að borða og eru þeim færðar kærar þakkir fyrir þá frábæru vinnu sem þau lögðu á sig.

Í upphafi móts var öllum, bæði umsjónarmönnum og unglingum skipt upp í tíu blandaða hópa sem störfuðu saman yfir mótið. Fyrstu tvo dagana fóru hóparnir á mismunandi pósta, í klukkutíma og 20 mínútur á hverjum pósti og leystu þar stórskemmtileg verkefni. Póstarnir voru fjölbreyttir og tóku á því sem unglingarnir hafa lært í unglingastarfinu. Póstarnir voru

bátar, sig, fyrsta hjálp, leitartækni, spottavinna, sund og landsþing unglinga. Á laugardeginum var síðan kveikt á keppnisskapi þátttakenda og kepptu hóparnir í svokölluðum björgunarleikum. Mikil stemning myndaðist og mikið fjör. Það var dökkbláa liðið sem gjörsamlega negldi þrautirnar og fór heim með verðlaunin þetta árið.

Á kvöldin var svo skipt um gír og dagskráin færð inn í íþróttahúsið. Fyrsta kvöldið voru haldnir unglingaleikar þar sem keppt var í ýmsum skemmtilegum þrautum og var það unglingadeildin Ugla sem bar sigur úr býtum. Á kvöldi tvö var komið að umsjónarmannaleikunum og þar voru það umsjónarmenn sem kepptu í ýmsum þrautum og var það Björn Bjarnason, umsjónarmaður unglingadeildarinnar Uglu, sem sigraði þar. Þriðja og síðasta kvöldið var síðan kvöldvaka, reiptogið var vissulega hluti af kvöldvökunni og var það Unglingadeildin Hafbjörg frá Grindavík sem landaði þeim sigri þetta árið.

Landsþing unglinga er haldið í kringum landsmótin og hefur verið hluti af landsmótinu frá árinu 2005. Landsþing unglinga hefur veitt unglingunum tækifæri til þess að láta þau málefni félagsins sem snúa að unglingunum sig varða. Raddir þeirra skipta máli, ekki síst þegar kemur að þeirra eigin málum og kemur því Ungmennaráðið sterkt inn í skipulagningu og framkvæmd. Þetta árið var farið í hvað þau telja að umsjónarmenn og unglingar þurfi að hafa eða gera til að gera unglingastarfið gott. Það gekk mjög vel að fá unglingana til þess að ræða saman og verkefnastjóri unglingamála tók síðan niðurstöðurnar saman og mun vinna þær áfram inn í unglingastarfið.

Landsfundur umsjónarmanna unglingadeilda

Fundurinn er einn af þessum föstu viðburðum félagsins, hann er ávallt síðustu heilu helgina í september og að þessu sinni fór hann fram í félagsheimilinu Skeifunni á Akureyri helgina 29. sept. - 1. okt. Það var mjög góð þátttaka og komu 70 umsjónarmenn frá 22 unglingadeildum víðsvegar að af landinu. Dagskrá fundarins var fjölbreytt, skemmtileg og á sama tíma fræðandi. Farið var í verkefni sumarsins og verkefnin fram undan í starfinu, einnig var farið yfir skyldur og ábyrgð umsjónarmanna og hvað fylgir því að vinna með börnum og unglingum.

Otti Rafn Sigmarsson, formaður félagsins, var með erindi um mikilvægi unglingastarfs fyrir félagið. Ingibjörg Elín Magnúsdóttir lögreglumaður var með erindi um fíkniefni, einkenni og áhrif þeirra. Bolli Már Bjarnason, uppistandari og mikill peppari, kom og talaði við umsjónarmenn og hvatti til dáða í starfinu.

Á fundinum voru einnig kosnir tveir nýir nefndarmenn í nefnd um unglingamál og hlutu Jón

Hjörvar Valgarðsson frá Unglingadeildinni Árnes á Akranesi og Hera Margrét Guðmundsdóttir frá Unglingadeildinni Dösum á Dalvík, kosningu.

Fundurinn er mikilvægur vettvangur fyrir umsjónarmenn unglingadeilda til að koma saman, ræða um mikilvæg málefni er varða unglingana og mynda góð tengsl þvert á landið.

Umsjónarmannanámskeið

Leiðtoganámskeið fyrir umsjónarmenn unglingadeilda er 16 klst. helgarnámskeið byggt upp frá föstudegi til sunnudags. Markmið námskeiðsins er fyrst og fremst að efla umsjónarmenn í starfi, efla samstarf umsjónarmanna og í leiðinni fræðast um unglingastarfið.

Eitt námskeið var haldið á árinu og var það á Suðurlandi, nánar tiltekið í Myrkholti dagana 20.-22. október og var vel sótt.

Miðnæturíþróttamót

Mótið er árlegur viðburður fyrir unglingadeildirnar og ávallt haldið helgina eftir að söluhelgi Neyðarkallsins fer fram, þ.e. aðra helgina í nóvember. Í ár voru það dagarnir 10.-11. nóvember.

Mótið var haldið í Vatnaskógi og dagskráin var þétt og keppnisgreinarnar fjölbreyttar, margar hverjar óvenjulegar og æðislega skemmtilegar. Sigurvegarar miðnæturíþróttamótsins voru Unglingadeildin Hellingur og sigurvegari í umsjónarmannaþrautum var Kristinn Freyr frá unglingadeildinni Trölla.

Samstarf við erlend björgunarsamtök

Undanfarin ár hefur samstarf við erlend björgunarsamtök verið mjög gott. Félagið hefur þó verið í mestu samstarfi við þýsku björgunarsamtökin THW og norsku samtökin Norsk Folkehjelp.

Samstarfið við THW

Samstarf félagsins við THW hefur verið margskonar, samtökin að vinna saman eða unglingadeildir innan samtakanna að vinna saman.

Unglingadeildin Árný hefur verið í samstarfi við unglingadeild THW í Bocholt síðan 2016 og er markmið með því samtarfi fyrst og fremst að mynda góð vinatengsl, kynnast störfum beggja sveita og fræðast um landið og menningu þess. Í ár, nánar tiltekið dagana 17.-30. ágúst, fór út 14 manna hópur til Bocholt í Þýskalandi. Í heimsókninni leystu unglingadeildirnar saman verkefni sem voru sett fram með þeim hætti að þátttakendur lærðu með því að framkvæma (e. Learning by doing). Þátttakendur fengu þá verklega kennslu í því helsta sem kemur að björgunarstörfum í Þýskalandi, t.d. línuvinnu og rústabjörgun, og fengu síðan að prufa sig áfram sjálf eftir að kennslan fór fram. Björgunaræfingar eru settar þannig upp að ungmennin fá tækifæri til þess að kenna hvert öðru með yfirsýn umsjónarmanna.

Í nóvember komu níu umsjónarmenn frá THW og einn fulltrúi ungmennaráðs THW í heimsókn til landsins með það að markmiði að auka samstarfið á milli samtakanna. Það er hugsað með því að fjölga þeim unglingadeildum sem eiga í samstarfi líkt og unglingadeildin Árný og THW- Jugen Bocholt. Það var bæði fundað með umsjónarmönnum félagsins sem hafa sýnt samstarfinu áhuga sem og fundaði ungmennaráðið með fulltrúa ungmennaráðs THW og kynnti störf ungmennaráðanna. Ferðin var mjög árangursrík og mikill áhugi beggja samtaka að auka samstarfið.

Samstarfið við Norsk folkehjelp Í nóvember kom 18 manna hópur frá Norsk folkehjelp til landsins að kynna sér starfsemi félagsins og undirbúa næsta samstarfsverkefni en það verður heimsókn í maí 2024 með hóp af unglingum. Undirbúningurinn gekk mjög vel og verkefnin fram undan voru skipulögð.

Samstarf félagsins við erlend björgunarsamtök geta skipt miklu máli fyrir félaga okkar og ekki síður unglingana eins og björgunarsveitarfólk. Það eykur þekkingu unglinganna sem og veitir þeim meiri víðsýni og reynslu í reynslubankann sinn.

Nefnd um unglingamál

Nefnd um unglingamál er faghópur sem fer með unglingamál félagsins fyrir hönd félagsins.

Stjórn felur nefndinni þau verkefni sem hún telur þarfnast umsagnar, framkvæmda eða lokameðferðar. Nefnd um unglingamál er valin/kosin til tveggja ára í senn. Mjög litlar breytingar voru gerðar á nefndinni eftir landsþingið. Þór Bínó sem hafði verið í nefndinni sem stjórnarmaður lauk störfum og Halldóra Hjörleifsdóttir kom inn í hans stað.

Haldnir voru sjö fundir á árinu, tveir staðfundir og fimm fjarfundir.

Í nefndinni sitja:

Bragi Jónsson frá Unglingadeildinni Bruna, Hveragerði

Jens Olsen frá Unglingadeildinni Brandi, Höfn í Hornafirði

Jón Sigmar Ævarsson frá Unglingadeildinni Árnýju, Reykjavík og

Karín Óla Eiríksdóttir frá Unglingadeildinni Hafbjörgu, Grindavík

Jón Hjörvar Valgarðsson frá Unglingadeildinni Arnes, Akranesi

Hera Margrét Guðmundsdóttir frá Unglingadeildinni Dösum, Dalvík

Frá stjórn kemur Halldóra Hjörleifsdóttir, starfsmaður nefndarinnar er Helena Dögg Magnúsdóttir.

Ungmennaráð Í unglingadeildum Slysavarnafélagsins Landsbjargar starfa kraftmiklir unglingar sem vilja hafa áhrif á það starf sem er í boði fyrir þá. Í ungmennaráðinu er skapaður vettvangur fyrir unglingana til þess að koma skoðunum sínum og tillögum á framfæri við viðeigandi aðila. Einnig fá unglingarnir fræðslu, þjálfun og ekki síst vettvang til að þjálfa sig í lýðræðislegum vinnubrögðum.

Haldnir voru þrír fundir á árinu. Fjarfundur var með Nefnd um unglingamál þar sem hóparnir komu saman að skipulagningu Landsþings unglinga sem haldið er í tengslum við Landsmót unglingadeilda. Annar staðfundanna var á landsmótinu þar sem hópurinn hittist og kynntist sín á milli. Seinni fundurinn var kvöldið fyrir fulltrúaráðsfund þar sem þau funduðu með fulltrúa frá ungmennaráði THW í Þýskalandi. Ungmennaráðið mætti síðan á fulltrúaráðsfundinn og sátu ungmennin þar sem áheyrnarfulltrúar. Það var mjög lærdómsríkt fyrir unglingana að sjá hvað fer fram á fundum félagsins.

Einnig bauðst ungmennaráðinu að taka þátt í ungmennaráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem haldin var á vegum ungmennaráðs UMFÍ dagana 22.-24. september á Reykjum í Hrútafirði. Fimm af sex ungmennum úr ráðinu tóku þátt og voru þau félaginu til sóma.

Í ungmennaráðinu 2023 starfa:

Júlíana Ardís Hauksdóttir, Unglingadeildin Ugla, Kópavogi

Stefanía Agnes Benjamínsdóttir, Unglingadeildin Ugla, Kópavogi

Sólrún Brynja Einarsdóttir, Unglingadeildin Klettur, Reykjanesbæ

Davíð Þór Friðjónsson, Unglingadeildin Dasar, Dalvík

Pálína Ósk Jónsdóttir, Unglingadeildin Hafbjörg, Grindavík

Benedikt Júlíus Duerholt, Unglingadeildin Vindur, Flúðum

Ungmennaráðið eru mjög mikilvægur hlekkur í að halda uppi unglingastarfi félagsins þar sem þar verða til framtíðar leiðtogar þessa félags.

Æskulýðsvettvangurinn

Æskulýðsvettvangurinn er samstarfsvettvangur Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Ungmennafélags Íslands. Markmið Æskulýðsvettvangsins er að stuðla að samræðu og samstarfi aðildarfélaganna á sviði leiðtogaþjálfunar, fræðslumála, útbreiðslu, kynninga og á öðrum sviðum eftir því sem þurfa þykir.

Verkefnastjóri unglingamála situr í vinnuhópi innan Æskulýðsvettvangsins og voru verkefni hópsins fjölbreytt. Það er ljóst að það er stöðug þróun í fræðslumálum fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða í íþrótta- og æskulýðsstarfi sem starfa með og bera ábyrgð á börnum og ungmennum.

Starfsemi skrifstofu

Jarðhræringar á Reykjanesi

Starfsemi skrifstofu litaðist af þeim náttúruhamförum sem voru í gangi á Reykjanesi árið 2023. Fyrri helmingur ársins var frekar rólegur og var sá tími notaður við að gera upp árin á undan og við að undirbúa félagið og einingar fyrir næstu hamfarir á Reykjanesi. Eldfjalla- og jarðeðlisfræðingar landsins kepptust við að spá alls kyns sviðsmyndum sem þurfti að rýna og gera áætlanir. Fjörið byrjaði síðan aftur þegar gosið byrjaði við Litla-Hrút 10. júlí með látum. Mikil vinna var við að skipuleggja vaktir við gosið og við að manna stjórnstöðvar almannavarna. Gosinu við Litla-Hrút lauk 5. ágúst en björgunarsveitir höfðu staðið vaktina allan þann tíma. Haustið var síðan rólegt þar til í byrjun nóvember þegar jörð fór að skjálfa í Grindavík sem endaði á að rýma þurfti bæinn og var bara byrjun á því sem átti eftir að raungerast. Gos hófst síðan 18. desember rétt norðan við Grindavík eða í Sundhnúkagígaröðinni sem stóð reyndar mjög stutt og var því lokið 21. desember.

Stefnumótun

Á árinu var áfram unnið að því að innleiða lausnir frá DecideAct, sem er veflægt kerfi hannað til að halda utan um og skapa sýn á að framfylgja þeirri stefnu félagsins sem samþykkt var árið 2022, og markar störf skrifstofu og stjórnar.

Slysavarnafélagið Landsbjörg: Eitt félag – ein heild

• Við erum öflugt félag sem vinnur í þágu þjóðar að björgun mannslífa, verðmætabjörgun og slysavörnum (að félagið búi yfir nægilegum þjálfuðum mannafla til þess að bregðast við viðburðum og útköllum með árangursríkum hætti)

• Við erum sýnileg í samfélaginu og njótum trausts

• Við byggjum á tryggum fjáröflunarverkefnum og góðum rekstri

• Að starfsemi SL einkennist af þekkingu, fagmennsku, gæðum og öryggi á öllum sviðum.

Aðalstyrktaraðilar/styrktaraðilar

Eimskip gerðist einn af aðalstyrktaraðilum Slysavarnafélagsins Landsbjargar á árinu, með sérstaka áherslu á að styðja við björgunarstarf og forvarnir á sjó og landi. Við bjóðum Eimskip velkomið í hóp aðalstyrktaraðila félagsins en fyrir eru Sjóvá, Vodafone, Icelandair og Olís.

Aðrir styrktaraðilar

Endurnýjaður var samstarfssamningur við við CCEP, Coca–Cola European Partners Iceland til tveggja ára. Samningurinn felst í að CCEP styður unglingastarf félagsins.

Endurnýjaður var samstarfsamningar við Landsvirkjun, Landsnet og RARIK um áframhaldandi samstarf og stuðning. Markmið þess samnings af hálfu veitufyrirtækjanna er að styðja við starfsemi SL og tryggja aðstoð SL við veitufyrirtækin í vá og við önnur tilvik eða atburði þar sem aðstoðar er óskað.

Samstarf við bandaríka sendiráðið

Sendiráð Bandaríkjanna veitti félaginu veglegan styrk á árinu 2022, með það að markmiði að styrkja tengsl Íslands og Bandaríkjanna, og þjálfa upp og styrkja viðbragðsgetu Landsbjargar gagnvart náttúruhamförum, einkum jarðskjálftum, skriðuföllum og snjóflóðum.

Styrkurinn var nýttur í að fjármagna ferðir á námskeið til USAID í Bandaríkjunum. Mikil undirbúningsvinna var unnin sem skilaði sér í því að átta einstaklingar voru sendir út á námskeið. Mikil ánægja er með þetta samstarf og vonumst við til að framhald verði á því. Þetta er einn liðurinn við að efla þekkingu og byggja upp rústabjörgunarstarfið á Íslandi.

Jarðskjálfti í Tyrklandi

Stór jarðskjálfti varð í Tyrklandi 6. febrúar og var þá strax hafinn undirbúningur við að athuga hvort þörf væri á aðstoð alþjóðasveita. Eftir skoðun og yfirlegu var ákveðið að bjóða fram sérfræðinga í aðgerðastjórnun og samhæfingu aðgerða. Ákveðið var í samstarfi við utanríkisráðuneytið að senda út ellefu manna hóp en níu voru frá félaginu og tveir frá Landhelgisgæslunni. Einnig var bakland skrifstofu sett á laggirnar sem þjónustaði hópinn meðan hann var úti. Baklandið sinnti meðal annars upplýsingaöflun fyrir hópinn úti, og að upplýsa fjölmiða, en mikill áhugi fjölmiðla var á störfum hópsins.

Hluti hópsins kom svo heim 14. febrúar, en eftir urðu aðgerðastjórnendur að beiðni Bandaríkjamanna, sem sóttu hópinn og fluttu yfir í þeirra búðir. Sá hluti hópsins kom svo heim 17. febrúar.

Niðurfellingar virðisaukaskatts

Eitt af verkefnum skrifstofu er að ganga frá og sjá um niðurfellingar innflutningsgjalda á björgunartækjum og búnaði fyrir björgunarsveitir félagsins. Lögð var áhersla á að fá ríkið til að leggja niður bílanefnd ríkisins sem sér um að afgreiða allar umsóknir á niðurfellingum innflutningsgjalda á ökutækjum. Félagið telur mikilvægt að þessi mál komist í sams konar farveg og aðrar afgreiðslur á niðurfellingum gjalda á björgunarbúnaði.

Mínar síður

Unnið var við forritun og þróun á mínum síðum (Innrivef SL) á árinu. Vefurinn var kynntur á Landsþingi í maí og kallað eftir hugmyndum og óskum félagsmanna. Önnur kynning var á stöðu vefsins á fulltrúarráðsfundi í nóvember.

Vefurinn lofar góðu og verður bylting fyrir félagsfólk að ná í upplýsingar um starfið og námskeið skólans. Samkvæmt verkáætlun er gert ráð fyrir að vefurinn verði tilbúinn mars 2024.

Landsþing

Starfsmenn félagsins unnu að undirbúningi Landsþings fyrstu mánuði ársins. Það þarf gott skipulag og mikinn undirbúning svo að þingið og þeir viðburðir sem því fylgja gangi sem best upp.

Landsþingið fór svo fram í Íþróttahöllinni á Akureyri dagana 12.-13. maí. Samhliða þinginu voru Björgunarleikar haldnir í nágrenni Akureyrar.

Afhending heiðursskjaldar félagsins

Heiðursskjöldur félagsins var afhentur á opnunarhátíð Landsþings. Anna Lyck Filbert og Petrea I. Jónsdóttir hlutu heiðursskjöld að þessu sinni fyrir störf sín í þágu félagsins.

Á myndinni hér að ofan má sjá Kristján Þór Harðarson framkvæmdastjóra ásamt Petreu I.

Jónsdóttur og Otta Rafni Sigmarssyni formanni. Anna Lyck Filbert gat ekki verið viðstödd afhendinguna.

Icelandair afhenti Verndarvænginn

Icelandair hefur verið styrktaraðili félagsins frá árinu 2014 og á Landsþingi afhenti fulltrúi fyrirtækisins Verndarvænginn, viðurkenningu sem veitt er björgunarsveitum fyrir eftirtektarvert starf. Í ár hlaut Björgunarsveitin Kári í Öræfum viðurkenninguna við mikið lófaklapp allra þátttakenda á opnunarhátíð landsþings.

Undirskrift samnings vegna nýrra björgunarskipa

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, ávarpaði þingfulltrúa við opnun Landsþings og við það tækifæri var undirritaður samningur milli félagsins og íslenska ríkisins um stuðning ríkisins við það mikla verkefni að endurnýja björgunarskipaflota félagsins. Samingurinn nú tryggði aðkomu ríkisins að endurnýjun á næstu fimm björgunarskipum til viðbótar við þau þrjú sem þegar hefur verið samið um. Otti Rafn Sigmarsson, formaður SL, sést hér á myndinni skrifa undir samninginn ásamt Jóni Gunnarssyni.

Boðið var í partí á föstudagskvöldinu í Flugsafni Akureyrar, þar sem hinn þjóðþekkti Magni skemmti með gítarleik og söng. Gestum var boðið upp á grillaða hamborgara og gos og var ekki annað að sjá að fólk skemmti sér vel.

Árshátíð Slysavarnafélagsins Landsbjargar var síðan haldin á laugardagskvöldinu í Íþróttahöllinni. Hljómsveit aldarinnar ásamt Stefaníu Svavarsdóttur og Magna Ásgeirssyni léku fyrir dansi en Selma Björnsdóttir var veislustjóri. Á árshátíðinni voru úrslit björgunarleikanna gerð opinber og verðlaun afhent.

1. sæti: Frú Sigríður – Björgunarfélag Akraness (á myndinni hér að ofan)

2. sæti: Leó, í fyrsta sinn – Súlur, Björgunarsveitin á Akureyri

3. sæti: Made in sveitin – Dalbjörg

Búningar: Hálendisvaktin – Björgunarfélag Árborgar

Hálendisvaktin

Í aðdraganda Hálendisvaktar vorið 2023 var farið í að lagfæra aðstöðuna í Landmannalaugum og var settur upp lítill gámur sem félagið á, með klósetti og sturtu. Fengið var stöðuleyfi og einnig leyfi frá Ferðafélaginu til að tengja skólpið inn á kerfið hjá félaginu. Byggður var pallur og skjólgirðing við gáminn ásamt því að dytta að ýmsu smálegu. Breyting var einnig gerð á aðstöðunni fyrir norðan Vatnajökul, en félagið gerði samning við Ferðafélag Norðurlands um afnot af Þorsteinsskála við Herðubreiðalindir. Mönnun gekk ágætilega en einhver þreyta virðist þó vera komin í verkefnið. Það er von okkar að með betri aðstöðu muni það lagast. Félagið gerði einnig út láglendisvakt í Skaftafelli þar sem við höfðum aðstöðu í raðhúsi. Líklega er þetta þó síðasta sumarið sem við verðum með viðveru þar.

Landsmót unglingadeilda

Mikill tími fór í undirbúning fyrir Landsmót unglingadeilda en talsverð vinna er að skipuleggja og halda utan um skráningar. Mikil ánægja var með mótið en í ár var það haldið í Grindavík 21.-25. júní. Yfir 290 unglingar mættu á mótið og rúmlega 70 umsjónarmenn.

Landsæfing

Landsæfing var haldin á Höfn í Hornafirði 28. október. Skipulag hennar var í höndum félagseininga á svæði 15 ásamt aðgerðasviði skrifstofu. Æfingin gekk vel en þátttakan hefði mátt vera betri.

Miðnæturíþróttamót unglingadeilda

Miðnæturíþróttamót unglingadeilda var haldið í Vatnaskógi dagana 10.-11. nóvember. Mótið er haldið í samstarfi við Reddum því. Rúmlega 300 unglingar og um 50 umsjónarmenn tóku

þátt í mótinu þetta árið og var öll framkvæmd þess til fyrirmyndar og ljóst að krakkarnir skemmtu sér konunglega.

Slysavanaráðstefna EU-Saftety

Það kom í hlut Slysavarnafélagsins Landsbjargar að halda Alþjóðlegu ráðstefnuna EU-Safety þetta árið. Ráðstefnan fór fram á Hilton Nordica hótelinu 5.-6. október. Þar var sameinuð alþjóðleg ráðstefna við slysavarnaráðstefnu, sem var fyrirhuguð þetta ár. Mikil vinna var við undirbúning ráðstefnunnar en þetta var í fyrsta sinn sem ráðstefnan er haldin á Íslandi. Margir starfsmenn skrifstofu komu að ráðstefnunni en um 200 þátttakendur frá mörgum löndum mættu til að fræðast um öryggismál og slysavarnir og yfir 70 fyrirlesarar fluttu erindi á ráðstefnunni. Gestum ráðstefnunnar var síðan boðið í ferð á Reykjanesið þar sem gosstöðvarnar voru skoðaðar o.fl.

Björgun

Unnið var markvisst að undirbúningi ráðstefnunnar

Björgun 2024, kallað var eftir fyrirlesurum o.fl. Björgun verður haldin í Hörpu dagana 11.-13. október 2024.

Björgunarmiðstöð Íslands

Fulltrúar skrifstofu tóku þátt í fundum á vegum Framkvæmdasýslu ríkisins, þar sem unnið var að þarfagreiningu og ráðgjöf vegna fyrirhugaðrar nýrrar Björgunarmiðstöðvar. Stefnan er að félagið flytji höfuðstöðvar sínar í nýja Björgunarmiðstöð Íslands árið 2027, ef öll áform ganga eftir.

Mygla fannst í núverandi björgunarmiðstöð í apríl og var farið i miklar framkvæmdir af hálfu SHS við að lagfæra húsið. Matsalurinn var lokaður meðan viðgerðir fóru þar fram. Við úttekt Eflu komu fram umfangsmikil rakavandamál í húsinu og við mælingar á skrifstofu félagsins kom í ljós mygla í sýnum sem tekin voru og gera má ráð fyrir einhverri röskun á starfsemi skrifstofunnar á meðan viðgerðir fara fram. Einnig fannst mygla í húsnæði SST og vaktstöðva 112, fjarskiptamiðstöð lögreglu og stjórnstöð LHG og er unnið að lausn á hvernig tekið verði á þeim vanda.

Fulltrúaráðsfundur

Fulltrúaráðsfundur var haldinn á höfuðborgarsvæðinu laugardaginn 25. nóvember. Dagskrá fundarins var með hefðbundnu sniði.

Ársreikningur samþykktur ásamt fjárhagsáætlun 2024.

Flugeldamál rædd og fór Gísli S. Þráinsson yfir stöðu flugelda sem er mikilvæg fjáröflun fyrir starfsemi björgunarsveita.

Mínar síður, nýr innrivefur félagsins var kynntur og farið var yfir virkni og við hverju mætti búast með tilkomu þessa nýja vefs. Vefurinn verður bylting í samskiptum eininga og félaga við félagið.

Farið var yfir tillögur frá Landsstjórn björgunarsveita að nýjum reglum björgunarfólks í aðgerðum. Reglurnar eru byggðar á umræðum frá aðgerðarstjórnarráðstefnu 2019 og umræðufundi á síðasta landsþingi. Lög eininga eru mismunandi og þurfa þessar reglur að taka mið af því.

Rætt var um sölu Neyðakalls og var samþykkt að hækka hann í 3.500 kr. og að sala myndi hefjast á miðvikudegi í stað fimmtudags.

Ýmislegt annað rætt og sköpuðust góðar umræður á fundinum.

Björgunarskip

Áfram var unnið að fjármögnun á nýsmíði björgunarskipa en á Landsþingi félagsins 2023 var skrifað undir samning við ríkið um aðkomu ríkisins að endurnýjun á næstu fimm björgunarskipum til viðbótar við þau þrjú sem þegar hefur verið samið um. Gerður var samningur um kaup á nýju skipi sem á að fara á Rif og afhending fyrirhuguð haustið 2024. Umtalsverð vinna hefur farið í að funda með mögulegum styrktaraðilum og erindi voru send út á fjölmarga með ósk um þátttöku með okkur við að fjármagna þetta stærsta fjárfestingaverkefni sem félagið hefur farið í.

Húsavík og Flateyri fengu Rafnar 1100 báta til notkunar sem er samstarfsverkefni ríkisins, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og eininganna.

Viðburðir sem skrifstofa keyrir á tveggja ára tímabili

Árleg fjáröflunarverkefni félagsins

Starfsfólk skrifstofu 2023

Örn Smárason, sjóbjörgun, hætti á árinu

Björn J. Gunnarsson, sjóbjörgun

Jórunn Lovísa Sveinsdóttir, þjónustuveri

Helga B. Pálsdóttir, verkefnastjóri, hætti á árinu

Sigurbjörg Metta Sigurjónsdóttir, innri markaðsmál

Ásta B. Björnsdóttir, ræstingar

Oddur E. Kristinsson, tölvumál

Gunnar Stefánsson, skrifstofustjóri

Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri

Jón Trausti Sæmundsson, innkaup og sala

Margrét Gunnarsdóttir, fjármálastjóri

Helen Rut Ástþórsdóttir, bókari

Guðbjörg Ó. Gísladóttir, þjónustuveri

Hildur Bjarnadóttir, fjáröflunarverkefni

Ingvi Einar Ingvason, fjáröflunarverkefni, hætti á árinu

Bolli Már Bjarnason, fjáröflunarverkefni

Helena D. Magnúsdóttir, unglingamál

Arna B. Arnarsdóttir, skólastjóri Björgunarskólans

Auðdís Tinna Hallgrímsdóttir, kvikmyndagerðarmaður

Sigrún Jónatansdóttir, Björgunarskólinn

Guðbrandur Ö. Arnarsson, aðgerðamál

Jón Þór Víglundsson, upplýsinga- og kynningarfulltrúi

Birna María Þorbjörnsdóttir, Safetravel/slysavarnir

Ólafur jón Jónsson, hóf störf á árinu

Svanfríður Anna Lárusdóttir, slysavarnir

Útisala sjúkravöru

Kjartan Kópsson

Ásbjörn Þór Ásbjörnsson, hætti á árinu

Drífa Þorgeirsdóttir, hóf störf á árinu

Starfsfólk upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í hlutastarfi

Kristín Jóna Bragadóttir

Unnur K. Valdimarsdóttir

Ingunn Ósk Árnadóttir

Slysavarnaskóli sjómanna

Bjarni Þorbergsson, kennari, háseti

Bogi Þorsteinsson, kennari, yfirstýrimaður, aðstoðarskólastjóri

Hilmar Snorrason, skólastjóri, skipstjóri

Fróði Jónsson, kennari

Ingimundur Valgeirsson, verkefnastjóri, háseti

Jón Snæbjörnsson, leiðbeinandi, stýrimaður, hætti á árinu

Pétur Ingjaldsson, kennari, yfirvélstjóri

Sigríður Tómasdóttir, skrifstofumaður

Sigrún Anna Stefánsdóttir, leiðbeinandi, skrifstofumaður

Steinunn Einarsdóttir, kennari

Vidas Kenzgaila, ræstingar

Þráinn Skúlason, aðstoðarskólastjóri, hætti á árinu

Stefán Smári Skúlason, kennari

Nefndir og ráð

Stjórnskipaðarnefndir 2023-2025

Milliþinganefndir

Félagslegir skoðunarmenn reikninga

Caroline Lefort

Leonard Birgisson

Ásgerður Halldórsdóttir - Til vara

Fjárveitinganefnd

Kristinn Bjarnason - Formaður

Kjartan Kjartansson

Sigurlaug Erla Pétursdóttir

Sunna Axelsdóttir

Vilhjálmur Halldórsson

Ólafur Jón Jónsson - Starfsmaður

Laganefnd

Margrét Rán Kjærnested - Formaður

Arna Björk Gunnarsdóttir

Íris Lind Sæmundsdóttir

Jón Þór Víglundsson - Starfsmaður

Uppstillinganefnd

Adolf Þórsson - Formaður

Borgþór Hjörvarsson

Margrét L. Laxdal

Svanfríður Anna Lárusdóttir – Starfsmaður

Aðrar nefndir og ráð 2023-2025

Flugeldanefnd

Gísli S. Þráinsson - formaður

Baldur Árnason

Birgir Ómarsson

Þorsteinn Þorkelsson

Jón Trausti Sæmundsson - starfsmaður

Landsstjórn björgunarsveita

Friðfinnur Freyr Guðmundsson - formaður

Bjarni Kristófer Kristjánsson

Dagbjartur Kr. Brynjarsson

Einar Þór Strand

Friðrik Jónas Friðriksson

Elva Tryggvadóttir

Smári Sigurðsson

Steingrímur Jónsson

Arnar Steinn Elísson

Jón Sigurðarson

Sveinn E. Óskarsson

Hafdís Einarsdóttir

Guðbrandur Örn Arnarson - starfsmaður

Nefnd um slysavarnir

Gísli Vigfús Sigurðsson - formaður

Þorlákur Snær Helgason

Ólafur Atli Sigurðsson

Kristrún Ósk Pálsdóttir

Jón Ingi Sigvaldason

Vilborg Lilja Stefánsdóttir

Svanfríður Anna Lárusdóttir - starfsmaður

Nefnd um unglingamál

Halldóra Hjörleifsdóttir - formaður

Bragi Jónsson

Jens Olsen

Karín Óla Eiríksdóttir

Jón Sigmar Jóhönnu Ævarsson

Hera Margrét Guðmundsdóttir

Jón Hjörvar Valgarðsson

Helena Dögg Magnúsdóttir - starfsmaður

Siðanefnd

Guðrún Lísa Sigurðardóttir - formaður

Dagbjört H. Kristinsdóttir – formaður

Guðmundur Fylkisson

Guðmundur Egill Erlendsson

Jóhanna Guðrún Snæfeld Magnúsdóttir

Skólanefnd Björgunarskólans

Hallgrímur Óli Guðmundsson - formaður

Andri Hnikarr Jónsson

Ásgeir Örn Kristinsson

Einar Örn Jónsson

Hildur Sigfúsdóttir

Guðný Jóna Guðmarsdóttir

Arna Björg Arnarsdóttir - starfsmaður

Skólanefnd Slysavarnarskóla sjómanna

Gunnar Tómasson

Hilmar Snorrason

Margrét Gunnarsdóttir

Nýsmíðanefnd

Valur S. Valgeirsson - formaður

Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir

Starfshópur um fjarskipti

Lárus Steindór Björnsson - Formaður

Jón Hermannsson

Helgi Haraldsson

Guðni Grímsson

Hafliði Hinriksson

Friðrik J. Friðriksson

Guðmundur H. Svanbergsson

Frímann Grímsson

Nefnd um öryggi félagsfólks

Viðar Arason - Formaður

Elenora Ósk Þórðardóttir

Þór Bínó Friðriksson

Viktor Örn Guðlaugsson – Starfsmaður

Framkvæmdastjórn Björgunarbátasjóða

Guðjón Guðmundsson - Formaður

Hafliði Hinriksson

Heiðar Hrafn Eiríksson

Björn Jóhann Gunnarsson – Starfsmaður

Starfshópur um sjóbjörgunarbúnað

Björn Bjarnarson - Formaður

Siggeir Pálsson

Guðjón Örn Sigtryggsson

Starfshópur um merkingar og ásýnd tækja

Björgvin Óli Ingvarsson - Formaður

Eðvarð Atli Bjarnason

Kristinn Bjarnason

Starfshópur um einkennisfatnað og búnað björgunarsveitafólks

Haraldur Helgi Hólmfríðarson - Formaður

Erla Björk Baldursdóttir

Ármann Ragnarsson

Elín Hjartardóttir

Friðjón Árni Sigurvinsson

félagið á fulltrúa í

Almannavarna- og Öryggisráð -

Smári Sigurðsson

Þjóðaröryggisráð – Smári Sigurðsson

Stjórn ÆskulýðsvettvanginsGunnar Stefánsson

Fulltrúar SL í stjórn Íslandsspila

Þorsteinn Þorkelsson

Kristján Þór Harðarson

Margrét Gunnarsdóttir – varamaður

Þór Bínó Friðriksson - varamaður

Fulltrúar SL í SST

Gunnar Stefánsson

Guðbrandur Arnarsson varamaður

Fulltrúar í Fjarskiptaráði

Otti Rafn Sigmarsson

Gunnar Stefánsson

Lög félagsins

Lög Slysavarnafélagsins Landsbjargar

1. gr. Heiti félagsins

Félagið heitir Slysavarnafélagið Landsbjörg. Lögheimili og varnarþing þess er í Reykjavík.

2. gr. Hlutverk

Hlutverk félagsins er að reka öflugt björgunar- og slysavarnastarf.

3. gr. Einkenni

Merki félagsins er gulur kross og björgunarhringur umhverfis hann. Undir tákninu er nafn félagsins ritað. Stjórn setur reglugerð um nánari útfærslur og notkun á merki félagsins.1

1. Reglugerð nr. 1/2023

4. gr. Orðskýringar

4.1. Félagið: Slysavarnarfélagið Landsbjörg.

4.2. Félagseining: Björgunarsveit eða slysavarnadeild sem þegar hefur hlotið aðild að félaginu og hefur eigin kennitölu.

4.3. Fullgildur félagi: er sá sem er skráður í félagatal félagseiningar í gagnagrunni félagsins.

4.4. Fulltrúaráðsfundur: Æðsta ákvörðunarvald félagsins á milli landsþinga og er haldinn í nóvember ár hvert.

4.5. Landsstjórn: er samræmd stjórn björgunarsveita á landsvísu sem fer með tæknilega stjórn björgunarsveita við aðgerðir.

4.6. Landsþing: Æðsta ákvörðunarvald félagsins og kemur það saman í maí annað hvert ár.

4.7. Sakamál: mál sem eru til meðferðar hjá lögreglu og ákæruvaldi og, eftir atvikum, fyrir dómi vegna ætlaðrar refsiverðrar háttsemi.

4.8. Svæðisstjórn: fer með tæknilega stjórn björgunarsveita í aðgerðum á tilteknu svæði.

5. gr. Skipulag

5.1. Samstarf

Félagið starfar í tengslum við önnur félagasamtök og stofnanir sem starfa að björgunarog slysavarnamálum.

5.2. Stjórnun félagsins Ákvörðunar- og framkvæmdavald félagsins er í höndum landsþings, fulltrúaráðsfundar og stjórnar, samkvæmt því sem nánar segir í lögum og reglugerðum félagsins.

6. gr. Aðild

6.1. Réttur til aðildar

Allar einingar sem hafa björgunar og/eða slysavarnarmál á stefnuskrá sinni geta sótt um aðild að félaginu.

6.2. Umsókn um aðild

Eining sendir inn umsókn til stjórnar félagsins ásamt lögum hinnar nýju einingar, félagatali, kennitölu og rökstuðningi fyrir aðild. Lög einingarinnar þurfa að vera í samræmi við lög og reglugerðir félagsins. Ef eining uppfyllir þessar kröfur vísar stjórn umsókn um inngöngu til landsþings.1

6.3. Brottvikning

Gerist félagseining eða stjórn hennar sek um brot á lögum þessum er landsþingi félagins heimilt að víkja henni úr félaginu, að því tilskildu að 2/3 hlutar þingfulltrúa greiði því atkvæði.

6.4. Úrsögn

Úrsögn félagseiningar úr félaginu er því aðeins gild að hún hafi verið samþykkt á lögmætum aðalfundi hennar og að stjórn félagsins hafi verið tilkynnt með 2ja mánaða fyrirvara að tillaga um úrsögn komi til afgreiðslu á fundinum.

Úrsögn tekur gildi frá lokum þess reikningsárs félagsins er hún hlýtur samþykki.

Félagseining, sem vikið hefur verið úr félaginu eða hefur sagt sig úr því, á ekki tilkall til sjóða þess eða annarra eigna, en veita má henni aðild að nýju.

1. Reglugerð nr. 1/ 2017.

7. gr. Réttindi og skyldur félagseininga

7.1. Sjálfstæði

Hver félagseining félagsins er sjálfstæð gagnvart félaginu, bæði hvað varðar störf sín og fjármál. Í aðgerðum lúta félagseiningar tæknilegri stjórn Landsstjórnar og svæðisstjórna eins og íslensk lög og reglugerðir kveða á um hverju sinni. 1

7.2. Réttindi

Allar félagseiningar eiga jafnan rétt á þeirri þjónustu sem félagið getur látið í té.

7.3. Skyldur

Félagseiningar skulu árlega senda starfsskýrslu, áritaða ársreikninga og staðfesta fundargerð aðalfundar félagseiningarinnar til skrifstofu félagsins.

Félagseining skal taka afstöðu siðanefndar, er varðar félaga þeirra, til umræðu á stjórnarfundi og  ákveða viðbrögð við henni innan þriggja mánaða frá því hún liggur fyrir. Siðanefnd skal jafnframt upplýst um niðurstöður og viðbrögð.

Að uppfylltum þessum skilyrðum öðlast félagseining rétt til úthlutunar úr sameiginlegum sjóðum félagsins og atkvæðisrétt á fulltrúaráðsfundi og landsþingi, ella teljast félagseiningar óvirkar.2

7.4. Virkni

Verði félagseining óvirk um lengri eða skemmri tíma skal stjórn félagsins ráðstafa eigum hennar samkvæmt lögum félagseiningarinnar og í samráði við heimamenn.

7.5. Unglingastarf

Velji félagseining að starfrækja unglingadeild eða hefur félagsfólk yngra en 18 ára innan sinna vébanda, verður hún að tryggja börnum sem taka þátt í starfinu þá vernd sem velferð þeirra krefst. 3.

1. Lög um almannavarnir 82/2008 og reglugerð 71/2011, lög um björgunarsveitir 43/2003, reglugerð um leit og björgun á landi og samstarf lögreglu og björgunarsveita 289/2003 og reglur félagsins um aðgerðastjórnir, 2. Rgl nr. 1/ 2019, 3. Rgl nr. 1/ 2020

8. gr. Fjármál

8.1. Fjáröflun

Félagið aflar fjár á þann hátt sem fulltrúaráðsfundur í nóvember ákveður. Breytingar sem samþykktar eru á fundinum taka gildi um næstu áramót.

8.2. Ársreikningur

Ársreikningur félagsins skal afgreiddur á fulltrúaráðsfundinum.

8.3. Fjárhagsáætlun

Fjárhagsáætlun félagsins fyrir næsta ár skal lögð fyrir fulltrúaráðsfund til afgreiðslu.

8.4. Reikningsár

Reikningsár félagsins er almanaksárið. Fyrir lok apríl ár hvert sendir stjórnin félagseiningunum endurskoðaða reikninga félagsins með rafrænum hætti.

8.5. Sameining félagseininga

Sameinist félagseiningar, tvær eða fleiri, halda þær óbreyttri fjárúthlutun úr sameiginlegum fjáröflunum í tvö almanaksár frá sameiningu.

9. gr. Landsþing

9.1. Valdheimildir

Landsþing félagsins fer með æðsta vald í málefnum félagsins og skal það haldið í maí mánuði, annað hvert ár.

9.2. Boðun

Til landsþings skal boða skriflega með rafrænum hætti, með fimm vikna fyrirvara.

Þremur vikum fyrir landsþing skal stjórnin senda félagseiningunum dagskrá þingsins, tillögur um lagabreytingar, niðurstöður fjárveitinganefndar, tillögur uppstillingarnefndar og innsendar tillögur félagseininga og félagsfólks.1

9.3. Skráning

Félagseiningar skulu skrá þingfulltrúa eigi síðar en fimm virkum dögum fyrir landsþing.

9.4. Aukalandsþing

Stjórn félagsins getur boðað til aukalandsþings með sama hætti og boðað er til landsþings.

Einnig skal boða til aukalandsþings ef ¾ virkra félagseininga óska þess og skal stjórn félagsins boða til aukalandsþings eigi síðar en tveimur vikum frá því beiðnin kom fram. Skal aukalandsþing haldið innan tveggja vikna frá boðun.2

Á aukalandsþingi skal einungis taka fyrir mál samkvæmt útsendri dagskrá en að öðru leyti gilda almenn þingsköp.3

9.5. Dagskrá

Eftirfarandi mál skulu tekin fyrir á landsþingi:

9.5.1. Formaður setur þingið og stýrir kjöri þingforseta, varaþingforseta og regluvarðar.

9.5.2. Þingforseti skipar tvo fundarritara og stýrir kjöri kjörnefndar, sem skal skipuð þremur þingfulltrúum, og allsherjarnefndar, sem skal skipuð fimm þingfulltrúum.

9.5.3. Starfsskýrsla stjórnar og fjármál

9.5.4. Inntaka nýrra félagseininga

9.5.5. Niðurstöður milliþinganefnda

9.5.6. Ýmis þingmál

9.5.7. Lagabreytingar

9.5.8. Kosning:

9.5.8.1. formanns félagsins, gjaldkera og formanna milliþinganefnda

9.5.8.2. sjö meðstjórnenda til stjórnar

9.5.8.3. tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara

9.5.8.4. nefndarmanna fjárveitinganefndar, laganefndar og uppstillingarnefndar

9.5.8.5. annarra nefnda

9.5.9. Önnur mál

9.6. Kjörnefnd

Kjörnefnd skal hafa eftirlit með undirbúningi og framkvæmd kosninga, skera úr um kjörgengi og kosningarétt, hafa yfirumsjón með talningu atkvæða og skera úr um gildi vafaatkvæða. Ef ágreiningur er innan þingnefndar við ákvarðanatöku ræður meirihluti nefndarmanna og er ákvörðun þingnefndar endanleg.

9.7. Allsherjarnefnd

Allsherjarnefnd skal vinna úr og samræma álitamál sem upp kunna að koma á þinginu og fundarstjóri vísar málum til. Ef ágreiningur er innan þingnefndar við ákvarðanatöku ræður meirihluti nefndarmanna og er ákvörðun þingnefndar endanleg. Kosið er skv. gr. 9.5.8. í þeirri röð sem þar er ákveðin.

9.8. Kosningar

Kosning skal ávallt vera rafræn. Kjörseðill er því aðeins gildur að kosnir séu jafnmargir og kjósa skal hverju sinni. Falli atkvæði jafnt skal varpa hlutkesti til að skera úr um hver frambjóðenda hefur náð kjöri. Séu framboð jafnmörg og fjöldi þeirra sem kjósa skal teljast sjálfkjörið og kosning fer ekki fram. Þeir sem ekki ná kjöri samkvæmt gr. 9.5.8.1. verða sjálfkrafa í kjöri samkvæmt gr. 9.5.8.2. og 9.5.8.4. eftir því sem við á, nema frambjóðandi óski annars.

9.9. Kjörgengi

Kjörnir fulltrúar skulu vera fullgildir félagar og hafa starfað með félaginu í tvö ár, vera lögráða og hafa óflekkað mannorð. Jafnframt skulu þeir hafa lögheimili á Íslandi.

Gjaldkeri félagsins skal hafa reynslu og þekkingu af fjármálum.

1. Þingsköp félagsins gr. 7.1., 2. Rgl. Nr. 1/ 2009, 3. Þingsköp félagsins.

10. gr. Réttindi á landsþingi

10.1. Þingfulltrúi

Rétt til setu á landsþingi félagsins eiga allir fullgildir félagar félagseininga.

10.2.Atkvæðisréttur

Hver félagseining fer með tvö atkvæði á þingi að uppfylltum skilyrðum ákvæðis 10.3. Enginn þingfulltrúa fer nema með eitt atkvæði. Þingfulltrúi skal vera lögráða.

10.3. Kjörbréf

Kjörbréf, undirritað af formanni eða stjórnarmanni hverrar félagseiningar, skal hafa borist skrifstofu félagins eigi síðar en fimm virkum dögum fyrir landsþing.

Kjörnefnd tekur afstöðu til breytinga á framkomnum kjörbréfum og úrskurðar um gildi þeirra.

Allir fullgildir félagar félagseininga á landsþingi hafa kosningarétt samkvæmt gr. 9.5.1 og gr. 9.5.2.

11. gr. Stjórn

11.1. Kjörtímabil

Landsþing kýs félaginu stjórn til tveggja ára í senn.

11.2. Starfsemi stjórnar

Í stjórn félagsins sitja formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari og fimm meðstjórn endur.

Stjórn félagsins fylgir eftir samþykktum landsþings og fulltrúaráðs. Stjórnin er í fyrirsvari fyrir félagið og ber ábyrgð á fjárreiðum þess.

Afl atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum. Séu atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns.

11.3. Vinnulag

Formaður boðar stjórn til fundar. Stjórnarfundur er löglegur ef meirihluti stjórnar manna sækir fund. Stjórn kemur að jafnaði saman mánaðarlega.

Fundargerðir skulu ritaðar. Stjórn boðar til landsþings og annarra funda, þar á með al funda fulltrúaráðs og formanna. Hún undirbýr fundarmálefni, framfylgir fundaráætl unum og annast störf milli funda.

11.4. Skyldur stjórnar

Á fyrsta fundi stjórnar skiptir stjórn með sér verkum og skal gera verklagsreglur, fyrir lok þess árs sem hún er kosin, sem vera skulu félagsfólki aðgengilegar.

Stjórn félagsins er í fyrirsvari fyrir félagið gagnvart einstaklingum, lögaðilum eða ríkisvaldi í sameiginlegum málefnum félagsins.

Stjórnin ræður framkvæmdastjóra félagsins.

11.5. Stjórnskipaðar nefndir

Stjórn er heimilt að skipa nefndir sér til aðstoðar og ákveður verksvið þeirra.

Í upphafi starfstímabils stjórnar skal skipa ráðgjafanefnd vegna undirbúnings fyrir landsþing. Í ráðgjafanefndinni sitji formenn milliþinganefnda ásamt framkvæmdastjóra.

Nefndarfólk skal uppfylla skilyrði gr. 11.7. þessara laga.

11.6. Fjármál

Stjórnin ber ábyrgð á að starfsemi félagsins sé innan ramma fjárhagsáætlunar, samþykkta landsþings og fulltrúaráðsfunda.

11.7. Hæfi

Stjórnarmaður skal uppfylla skilyrði gr. 9.9. þessara laga á meðan kjörtímabili hans stendur.

Nú sætir stjórnarmaður rannsóknar vegna sakamáls og ber honum þá að víkja sæti á meðan rannsókn stendur eða ef ákæra hefur verið gefin út á hendur honum.

12. gr. Skýrsla stjórnar

12.1. Stjórn félagsins skal á hverju ári fyrir lok maí gefa út ársskýrslu um starfsemi félagsins.

13. gr. Milliþinganefndir

13.1. Kosning

Í fjárveitinganefnd skal kjósa formann, auk fjögurra fulltrúa.

Í laganefnd skal kjósa formann, auk tveggja fulltrúa.

Í uppstillingarnefnd skal kjósa formann, auk tveggja fulltrúa.

13.2. Hlutverk og skyldur

Milliþinganefndir skulu gera verklagsreglur, fyrir lok þess árs sem hún er kosin, sem vera skulu félagsmönnum aðgengilegar.

13.2.1. Fjárveitinganefnd skal sjá um endurskoðun á úthlutunarkerfi félagsins og leggja fram tillögu til fulltrúaráðsfundar til samþykktar haustið fyrir landsþing. Tillögur skal senda með fundarboði fyrir fulltrúaráðsfundinn. Nefndin skilar niðurstöðu um skiptingu fjármagns til félagseininga á landsþingi.

13.2.2. Laganefnd skal annast endurskoðun á lögum félagsins, hafa eftirlit með því að þau standist rétt íslenskt málfar, brjóti ekki í bága við íslensk lög og vera öðrum nefndum og stjórn til ráðgjafar um lög og reglugerðir félagsins. Laganefnd tekur afstöðu til breytinga á framkomnum kjörbréfum á fulltrúaráðsfundi og úrskurðar um gildi þeirra.

13.2.3. Uppstillingarnefnd skal tryggja að fram komi að minnsta kosti eitt framboð til hvers embættis innan stjórnar og þeirra nefnda sem getið er í gr. 9.5.8. Komi fram tvö eða fleiri framboð til embættis skal uppstillingarnefnd raða frambjóðendum eftir stafrófsröð. Uppstillingarnefnd skal leitast við að stjórn endurspegli breidd félagsins og skal jafnræðis gætt við kynningu á frambjóðendum.

13.3. Aðrar nefndir

Ef landsþing skipar aðrar milliþinganefndir en að framan greinir skal það vera ákvörðun landsþings hver fjöldi og hvernig uppbygging nefndarinnar skuli vera hverju sinni.

Nefndirnar skulu skila tillögum sínum til stjórnar eigi síðar en fjórum vikum fyrir landsþing.

13.4. Starfstími

Milliþinganefndir skulu taka til starfa að þingi loknu og starfa fram til loka þess næsta.

13.5. Hæfi

Nefndarfólk skal uppfylla skilyrði gr. 11.7. þessara laga.

14. gr. Siðanefnd

14.1. Hlutverk

Hlutverk siðanefndar er að taka til skoðunar ábendingar um brot á siðareglum félagsins, að taka afstöðu til þess hvort um brot á siðareglum er að ræða og hver grófleiki brotsins er.

14.2. Skipan

Stjórn skipar fimm aðila í nefndina, þrjá lögráða fullgilda félaga ásamt tveimur sérfræðingum sem standa utan félagsins og veita nefndinni formennsku. Nefndin er skipuð til 2ja ára í senn.

14.3. Hæfi

Félagi skal uppfylla skilyrði gr. 11.7. þessara laga. Sérfræðingarnir skulu hafa menntun og reynslu sem nýtist við úrlausn mála sem nefndin tekur fyrir.

14.4. Starfsemi

Nefndin skal gera verklagsreglur, fyrir lok þess árs sem hún er kosin, sem vera skulu félagsfólki aðgengilegar.1

1. Vinnureglur Siðanefndar félagsins

15. gr. Varasjóður

15.1. Tilgangur

Félagið skal eiga varasjóð. Varasjóði félagsins er ætlað:

a) að vera tryggingarsjóður vegna áfalla sem félagið kann að verða fyrir.

b) að fjármagna önnur verkefni sem fulltrúaráðsfundir eða landsþing ákveða.

15.2. Fjármögnun

Stjórn félagins skal árlega leggja fyrir fulltrúaráðsfund tillögu að upphæð varasjóðs.

15.3. Ráðstöfun

Ráðstöfun fjár úr varasjóði er aðeins heimil með samþykki fulltrúaráðsfunda eða landsþinga.

Veðsetning varasjóðs, eða lántaka úr honum til skemmri eða lengri tíma, er óheimil nema með samþykki fulltrúaráðsfundar eða landsþings.

Allt að 50% varasjóðs má að tryggja með veðböndum í fasteign en ekki minna en 50% skal varðveita í banka eða hjá löggiltu verðbréfafyrirtæki. Meginstefna við vörslu skal vera öryggi frekar en há ávöxtun.

16. gr. Fulltrúaráð

16.1. Fundir

Fulltrúaráðsfundir fara með æðsta vald félagsins milli landsþinga og þar sitja fulltrúar hverrar félagseiningar, ásamt stjórn félagsins.

Fulltrúaráð kemur saman til fundar í nóvember ár hvert, svo og þegar tíu félagseiningar óska þess eða stjórn félagsins ákveður. Ársreikningur félagsins skal tekinn til afgreiðslu á fundinum ásamt fjárhagsáætlun félagsins.

16.2. Boðun

Stjórn félagsins boðar fundi rafrænt og skal það gert með minnst tíu daga fyrirvara. Með fundarboðum skal fylgja dagskrá fundarins, ásamt ársreikningi félagsins, fjárhagsáætlun félagsins og öllum öðrum tillögum sem leggja á fyrir fundinn.

Ef tíu félagseiningar hafa óskað eftir fulltrúaráðsfundi skal stjórn félagsins boða til fundarins eigi síðar en fjórum vikum frá því fundarbeiðnin kom fram.

16.3. Skráning

Félagseiningar skulu skrá þátttöku eigi síðar en einum virkum degi fyrir fund.

16.4. Atkvæði

Hver félagseining fer með eitt atkvæði á fulltrúaráðsfundi að uppfylltum skilyrðum ákvæðis 16.5. Fulltrúi skal vera lögráða.

16.5. Kjörbréf

Kjörbréf, undirritað af formanni eða stjórnarmanni hverrar félagseiningar, skal hafa borist skrifstofu félagsins eigi síðar en þrem virkum dögum fyrir fulltrúaráðsfund.

Laganefnd tekur afstöðu til breytinga á framkomnum kjörbréfum og úrskurðar um gildi þeirra.

16.6. Fundarsköp

Formaður félagsins setur fundi fulltrúaráðs og stýrir kjöri fundarstjóra. Meirihluti atkvæða ræður úrslitum mála, nema annars sé getið í lögum félagsins.

16.7. Endurskoðun úthlutnarkerfis

Fjárveitinganefnd leggur fram tillögu af endurskoðun á úthlutunarkerfi á fundinum. Sé breytingatillögu hafnað þá haldast fyrri úthlutunarreglur óbreyttar.

17. gr. Formannafundir

17.1. Boðun

Stjórn félagsins skal boða til fundar með formönnum félagseininga það ár sem landsþing er ekki haldið.

Stjórn félagsins boðar fundi rafrænt og skal það gert með minnst tíu daga fyrirvara. Með fundarboðun skal fylgja dagskrá fundarins, ásamt öllum gögnum.

17.2. Skráning

Félagseiningar skulu skrá þátttöku eigi síðar en einum virkum degi fyrir fund.

17.3. Efni fundarins

Formannafundur er vettvangur umræðna um þau mál sem snerta starf félagseininga. Í stað eins sameiginlegs formannafundar allra félagseininga má boða til funda eftir starfsvettvangi þeirra.

Ætli fjárveitinganefnd að leggja til breytingar á úthlutunarkerfi félagsins þá skal hún kynna þær á formannafundi til umræðu.

Formannafundir hafa ekki ákvörðunarvald í málefnum félagsins.

18. gr. Endurskoðun

18.1. Skoðun reikninga

Reikningar félagsins skulu skoðaðir ár hvert af löggiltum endurskoðanda.

18.2. Félagslegir skoðunarmenn

Félagsleg endurskoðun reikninga er í höndum tveggja manna sem landsþing félagsins kýs til tveggja ára í senn.

Skoðunarmenn reikninga mega ekki sinna öðrum störfum fyrir félagið sem snerta fjármál.

Þeir bera ábyrgð fyrir fulltrúaráðsfund, þeir skulu eiga greiðan aðgang að öllu bókhaldi félagsins og er stjórninni skylt að veita þeim allar nauðsynlegar upplýsingar um fjármál og reikningshald þess.

18.3. Yfirskoðun

Felli fulltrúaráðsfundir reikninga félagsins fer fram yfirskoðun óháðs aðila sem er löggiltur endurskoðandi. Að þeirri yfirskoðun lokinni skal boðað til framhalds fulltrúaráðsfundar sem tekur nánari ákvörðun um reikninga.

19. gr. Reglur – reglugerðir

19.1. Setning

Stjórn setur reglur og reglugerðir er varða starfsemi félagsins, að undangenginni umsögn laganefndar og endurskoðar þær eftir því sem þurfa þykir.

19.2. Hlutverk

Hlutverk reglna og reglugerða er að kveða nánar á um skipulag einstakra þátta í starfsemi félagsins og þær verða ávallt að eiga sér stoð í lögum félagsins

20. gr. Lagabreytingar og framboðsfrestur

20.1.Lagabreytingar

Lögum þessum verður ekki breytt nema á landsþingi og þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða til að breyting nái fram að ganga.

20.2.Framboðsfrestur

Tillögum til lagabreytinga og yfirlýsingu um framboð til embættis innan stjórnar eða nefnda sem greinir í gr. 9.5.8. skal beint til skrifstofu félagsins eigi síðar en sex vikum fyrir landsþing.

21. gr. Óviðráðanleg ytri atvik (Force Majeure)

21.1. Force Majeure

Reynist slíkt nauðsynlegt til þess að tryggja hagsmuni félagsins og/eða félagseininga og starfsemi þeirra er heimilt að víkja frá lögum þessum ef upp koma ófyrirséð óvænt atvik eða aðstæður sem hvorki félagið eða félagseiningar geta haft áhrif á eða stýrt, svo sem, en ekki einangrað við, náttúruhamfarir, styrjaldir, óeirðir, verkföll, farsóttir eða önnur sambærileg atvik.

21.2. Afgreiðsla

Tillaga um frávik á grundvelli 21.1 skal borin undir alla fulltrúa stjórnar og formenn félagseininga á fundi sem boðaður er með tveggja daga fyrirvara, eða skemur reynist slíkt nauðsynlegt.

Fundur telst lögmætur ef hann er sóttur af að minnsta kosti helmingi boðaðra fulltrúa.

Tillaga telst samþykkt ef 2/3 fundarfólks greiða henni atkvæði sitt.

22. gr. Slit félagsins

22.1. Slit félagsins

Slysavarnafélagið Landsbjörg verður einungis lagt niður sé tillaga þess efnis samþykkt á landsþingi. Verði félagið lagt niður skal fjármunum þess og eigum varið í þágu slysavarna og björgunarstarfs á Íslandi í samræmi við ákvörðun landsþings sem ákvörðun tekur um slit, þó ekki fyrr en að ár er liðið frá landsþingi.

22.2 Meðferð

Um meðferð og afgreiðslu tillögu um slit félagsins skal fara eftir sömu reglum og gilda um lagabreytingar.

23. gr. Gildistaka

Lög þessi öðlast gildi þegar að loknu landsþingi. Lög þessi voru samþykkt á landsþingi félagsins á Akureyri þann 13 maí 2023.

Siðareglur

Siðareglur Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Slysavarnafélagið Landsbjörg eru landssamtök þar sem sjálfboðaliðar og starfsmenn félagsins vinna að björgun, slysavörnum og unglingastarfi. Í slíkum samtökum er mikilvægt að allir taki siðferðislega ábyrgð á störfum sínum með hagsmuni skjólstæðinga, félaga og félagsins að leiðarljósi. Til þess að þetta megi takast vill félagið skapa umhverfi þar sem samskipti og vinnubrögð einkennast af virðingu, samvinnu, forystu og fagmennsku.

Siðareglurnar gilda um alla félaga félagseininga og starfsmenn félagsins.

Markmið reglnanna er að stuðla að því að hegðun þeirra sem starfa innan félagsins uppfylli ýtrustu siðferðiskröfur hvers tíma. Þær eru leiðbeinandi um samband og samvinnu skjólstæðinga og félagsmanna og er ætlað að vernda orðspor félagsins, ímynd þess og trúverðugleika.

Vilji félagseining setja sínum félagsmönnum ítarlegri reglur er það heimilt svo lengi sem siðareglur félagsins liggi til grundvallar.

Verðum við þess áskynja að siðareglurnar hafi verið brotnar ber að vekja athygli á því með tölvupósti til siðanefndar. Skipan og starfsreglur siðanefndar má finna á heimasíðu félagsins.

1. Góðir starfshættir

Við virðum landslög og reglugerðir settar samkvæmt þeim. Við virðum gildi, lög og reglugerðir félagsins, vörumerki þess og einkennisfatnað.

2. Hegðun

Við virðum þá sem starfa innan félagsins, skjólstæðinga þess og náttúruna í daglegu starfi, aðgerðum og æfingum. Við komum fram við hvert annað af virðingu og gætum trúnaðar gagnvart skjólstæðingum og hverju öðru.

3. Áreiti

Við komum í veg fyrir að innan félagsins viðgangist hvers konar óréttlæti, svo sem einelti, ofbeldi, kynferðisleg áreitni eða mismunun byggð á óviðkomandi þáttum svo sem kynferði, aldri, trú, þjóðerni, kynþætti, fötlun eða kynhneigð, hvort heldur sem er gagnvart hverju öðru eða skjólstæðingum félagsins.

4. Þekking

Við þekkjum skyldur okkar og takmörk. Við viðhöldum þekkingu okkar og hæfni á vettvangi starfsins.

5. Samskipti

Við förum að réttmætum fyrirmælum og tökum þátt í æfingum og starfi af fullum heilindum.

6. Framkoma

Við virðum eignir og verðmæti annarra, náttúruna, mannvirki og sögulegar minjar og forðumst að valda spjöllum á þeim.

7. Aðstæður

Við leggjum okkur fram um að koma félögum okkar ekki í aðstæður sem þeir ráða ekki við.

8. Útkallslisti

Við gætum að því að félagar á útkallslista björgunarsveita séu fullra 18 ára og hafi hlotið viðhlítandi þjálfun.

9. Hagsmunir

Við gætum þess að okkar eigin hagsmunir eða hagsmunir aðila okkar nákomnum hafi ekki áhrif á ákvarðanir okkar á vettvangi félagsins.

10. Viðurlög

Við gerum okkur ljóst að ef félagar gerast brotlegir við reglur þessar má vísa þeim úr starfi á vegum félagsins, tímabundið eða að fullu.

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.