90 ára afmælisblað SVD Unnar

Page 1

SLYSAVA R N A D E I L D I N

Unnur 90 ára


Svanfríður A. Lárusdóttir

verkefnisstjóri slysavarna, Slysavarnafélagið Landsbjörg

Ljósmynd: Sigurður Ólafur Sigurðsson

Litróf

Svansmerkið í mismunandi útgáfum (prenhæft)

R 0 G 135 B 0 C 100 M 0 Y 80 K 0

Grænt merki með svörtum texta

Grænt merki hvítum texta (sést ekki hér)

C 100 M 0 Y 80 K 0

C 100 M 0 Y 80 K 0

PMS Warm Gray 1 U

Ljósgrátt

Fyrirsag

Grænt merki - negatífur texti

C0M0Y6K4

K 35

K 100 í bakgrunni

Megin Garam

K 100 í bakgrunni

912

M

CO

ERFISME

141

Prentsmiðja

LABELLIN G

HV

R

912

U

U

R

M

CO

HV

ERFISME R

141

Prentsmiðja

LABELLIN G

E

CO

ERFISME

141

Prentsmiðja

LABELLIN G

HV

Á heima er up

912

Prentsmiðja

LABELLIN G

E

912

M

KI

U

ERFISME R

141

912

Prentsmiðja

CO

HV

KI

141

M

U

ERFISME R

E

HV

KI

M

KI

Auglýsingar: Björg Sæmundsdóttir Prófarkalestur: Jónína Hafsteinsdóttir Umbrot og prentun: Litróf - Umhverfisvottuð prentsmiðja Prentað í 800 eintökum

KI

Útgefandi: Slysavarnadeildin Unnur Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sólrún Ólafsdóttir Ritstjórn: Anna S. Einarsdóttir, Björg Sæmundsdóttir, Kristín Pálsdóttir Forsíðumynd: Hannes Pálsson, Patreksfjörður 1957-1960

Það má með sanni segja að fólkið á Patreks­ firði sé ríkara af þeim mannauði sem býr í Slysa­ varnadeildinni Unni. Þar hefur fjöldi sjálfboða­liða lagt fram óteljandi vinnustundir í þeim tilgangi að gera umhverfi allra öruggara og koma í veg fyrir slys hjá samborgurum á öllum aldri. Um leið og ég óska Patreksfirðingum til hamingu með slysavarnadeildina sína þá óska ég Slysa­ varnadeildinni Unni velfarnaðar á komandi árum.

E

og matur var borinn fram fyrir björgunarfólk af landinu öllu. Ekki færri en 150 manns fengu þar morgun-, hádegis- og kvöldmat. Ég fékk líka fréttir af því að töluvert af ullarsokkum hefði skipt þar um eigendur. Annað hvert ár ferðast félagskonur frá Patreks­firði á Landsmót slysavarnadeilda og bera sigur úr býtum hvað fjölda varðar og engin önnur deild á landinu hefur síðastliðin ár náð að slá þær út. Þaðan koma líka alltaf frábær heimasmíðuð skemmti­atriði sem slá í gegn. Vænta má að það sé arfleið fyrri tíma þegar heilu leikritin voru sett upp heima á Patreksfirði.

U

Það hefur löngum verið sagt um Vestfirðinga að þegar þeir taka sér eitthvað fyrir hendur þá gera þeir það almennilega og fara alla leið. Félagar í Slysavarnadeildinni Unni á Patreksfirði eru þar engin undantekning. Mín fyrstu kynni af þeim voru í september 2014 þegar Slysavarnadeildin Unnur stóð fyrir tólfta Kvennaþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þarna voru samankomnir 150 félagar, alls staðar að af landinu og gestrisni heimamanna og skipulag þingsins var hvoru tveggja frábært. Aðal­áherslur þingsins á Patreksfirði 2014 voru slysavarnir barna, opin leiksvæði, bílstólar og hjálma­notkun og slysavarnir eldri borgara. Enda hafa verkefni slysavarna staðið Unnarfélögum nærri allar götur frá stofnun 1934 og markmiðið alltaf að efla slysavarnir í heimabyggð. Það er sama hvar maður gluggar í 90 ára sögu þessarar öflugu deildar. Á upphafsárum snerist starfið mikið um fjáröflun til þess að koma upp björgunarbúnaði á Patreksfirði. Félagar deildarinnar áttu líka sinn þátt í því að koma upp sundlaug á Patreksfirði og hvöttu til sundkennslu. Stórhuga lögðu félagarnir á sig að setja upp heilu leiksýningarnar, halda dansleiki, hlutaveltur og basara og enn er deildin öflug í fjáröflun þótt verkefnin hafi tekið breytingum með árunum. Í dag tekur Slysavarnadeildin Unnur þátt í öllum slysavarnaverkefnum á landsvísu eins og hjól­reiðadegi og umferðarkönnunum. Þær gefa leik- og grunnskólabörnum endurskinsvesti og endurskinsmerki, fermingarbörnum reykskynjara og nýbökuðum foreldrum nýburagjafir með varnaðarorðum um öryggi á heimilinu. Reglu­ lega er tekin slysavarnaganga um bæinn og bæjaryfirvöldum tilkynnt um slysagildrur svo eitthvað sé nefnt. Þær styðja vel við bakið á félögum sínum í Björgunarsveitinni Blakk og hafa einnig stutt fjárhagslega við minni björgunar­ sveitir á landsbyggðinni sem ekki hafa bakland slysavarnadeildar. Þess er einnig skemmst að minnast að í stóru útkalli á sunnanverðum Vestfjörðum árið 2016 opnaði deildin dyr sínar

E

CO

LABELLIN G

UMHV 141

141

912

Printing company

141

912

141

Printing company

912

141

Printing company

912

Printing company

AFMÆLISBLAÐ 2024 // 3 ERFISME R

ERFISME

R

141

912

M

HV

ERFISME R

141

912

M

HV

Merkin án te

ERFISME

R

KI

912

HV

KI

141

M

KI

912

HV

KI

141

M

U

ERFISME R

U

HV

KI

M

U

SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

912

Printing company

Merkingar fyrir framleiðslu

U

Í TILEFNI 90 ÁRA AFMÆLIS DEILDARINNAR

Ríkidæmi Patreksfjarðar

U

r i k s ó a l l i He VIÐ SENDUM SLYSAVARNADEILDINNI UNNI Á PATREKSFIRÐI

141

912

Prentgripur

Prentgripur

Prentgripur

Prentgripur

Prentgripur

BE

BE

BE

BE

BE


Ávarp formanns

Sólrún Ólafsdóttir 1996–1999, 2015–2017 og frá 2023 Heil og sæl. Ég óska Slysavarnadeildinni Unni innilega til hamingju með 90 ára afmælið sitt. Deildin var stofnuð 22. febrúar 1934 og hefur frá upphafi haft það að leiðarljósi að efla slysavarnir og öryggi heima fyrir. Sjóslys voru tíð á þessum tíma og vann slysavarnadeildin hörðum höndum að því að bæta öryggi sjófarenda sem hefur stórbatnað með tilkynningarskyldunni og Slysavarnaskóla sjómanna. Nú eru slysavarnaverkefnin okkar aðallega forvarnir sem við vinnum á landsvísu í samráði við Slysavarnafélagið Landsbjörg. Fyrir utan öflugt slysavarnastarf hefur deildin unnið að margs konar fjáröflun til þess að fjármagna kaup á ýmsum björgunarbúnaði og hefur deildin staðið þétt við Björgunarsveitina Blakk í þeim efnum. Hér áður fyrr setti deildin upp heilu leiksýningarnar í Skjaldborg í fjáröflunarskyni. Þá var öllu tjaldað til sem hægt var og metnaður í að hafa þær sem glæsilegastar. Í dag erum við ekki með leiksýningar en reynum að blanda gleði inn í fjáröflunarleiðir okkar ef hægt er og erum alltaf með opinn huga í því sambandi. Þegar ég var fyrst formaður 1996 bankaði Haukur Már Sigurðarson hjá mér og bar upp hugmynd um að Slysavarnadeildin Unnur og Björgunarsveitin Blakkur ynnu saman að fjáröflun til kaupa á húsnæði fyrir björgunarsveitina. Hugmynd hans var að hafa spurningakeppni fyrir bæjarbúa sem mér leist mjög vel á og deildirnar fóru í þetta verkefni saman. Fyrsta árið höfðum við 24 spurningakeppniskvöld sem voru haldin í Félagsheimili Patreksfjarðar. Mikill metnaður og vinna var lögð í þessa keppni. Það voru smíðuð sérstök borð með bjöllu, hafður spyrill, dómari og tímavörður í gulum einkennisfatnaði sem var merktur BJSV Blakkur og SVD Unnur. Vel var mætt á þessi kvöld og mikið fjör. Stuðningsmannalið mættu jafnvel í búningum með keppendum og hvöttu þá með söng og sprelli og mikil stemning myndaðist. Það voru veitt verðlaun bæði fyrir sigurliðið í spurningakeppninni og einnig besta stuðningsmannaliðið.

verðmætasköpun & uppbygging í heimabyggð 4 // AFMÆLISBLAÐ 2024

SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

Á lokakvöldunum á vorin voru haldin böll. Þessi spurningakeppni var haldin í sjö ár en þá var orðið erfitt að fá fólk í keppnislið svo að þetta fjaraði út. En Haukur Már fékk nýja hugmynd að sameiginlegri fjáröflun sem voru hin vinsælu „sælkerakvöld“. SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

Í nokkur ár elduðu félagar úr Björgunarsveitinni Blakk og Slysavarnadeildinni Unni saman dýrindis mat og héldu skemmtanir í Félagsheimili Patreks­fjarðar. Á fyrsta sælkerakvöldinu vorum við með „sjóræningjaþema“. Við smíðuðum stefni af bát sem ruggaði og var maturinn borinn fram í sjóræningjakistlum sem voru á borðstokknum og að sjálfsögðu vorum við í heimasaumuðum sjóræningjafötum. Á sælkerakvöldunum var veislustjóri, góður matur og dansleikur í lokin. Þau voru mjög vinsæl og góð fjáröflun. Allur ágóði af 12 ára samstarfi deildanna við spurningakeppnina og nokkrum sælkerakvöldum rann beint til kaupa á húsnæði fyrir Björgunarsveitina Blakk sem var vígt 2008.

Eins og þið sjáið hér að ofan er oft ansi fjörugt hjá okkur í Slysavarnadeildinni Unni því að við kunnum að blanda saman vinnu og gleði. Ég hef starfað í deildinni í 36 ár, þar af 17 ár í stjórn og varastjórn með hléum á milli og hef alltaf haft jafn gaman af starfinu.

Það hefur hvarflað að mér að gaman væri að endurvekja þessa spurningakeppni því hún var hin besta skemmtun og góð fjáröflun. Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér. Við höfðum líka óhefðbundna fjáröflun 1999 þegar Rafn Hafliðason lánaði okkur „Rabba­ barinn“ fyrir austurlenskt kvöld. Það flutti hingað ansi lífleg kona frá Srí Lanka sem heitir Árý Hinriksson. Hún var tilbúin til að skipuleggja og elda tuttugu framandi austurlenska rétti með okkur slysavarnakonum til fjáröflunar fyrir Unni. Maturinn var borinn fram af okkur deildarkonum og öðrum yngismeyjum, klæddum í litskrúðuga saría og með tilheyrandi skartgripi. Þetta var spennandi nýjung og það seldist upp á viðburðinn. Við bættum þá við aukakvöldi svo það voru tvö austurlensk kvöld með góðum mat og ljúfri píanótónlist sem enduðu svo með trúbadorum og dansi. Góð og skemmtileg tilbreyting í fjáröflun. Allur félagsskapur byggist líka á því að gera eitthvað skemmtilegt saman. Við höfum í mörg ár haft þann vana á síðasta vetrardag að hitta Slysavarnadeildina Gyðu á Bíldudal til skiptis hér á Patreksfirði og Bíldudal. Þá borðum við og skellihlæjum saman sem er lífsnauðsynlegt fyrir alla.

Sólrún Ólafsdóttir

Þetta er mjög gefandi starf, ég hef kynnst mörgu góðu fólki sem hefur sömu hugsjón og ég að leiðarljósi, einnig finn ég að hjörtun okkar slá í takt og við erum ein heild. Í dag er 81 kona í Slysavarnadeildinni Unni. Starf okkar er fjölbreytt og gefandi og allar konur eru velkomnar í þennan skemmtilega, nærandi og góða félagsskap.

Ég get nú ekki sleppt því að minnast aðeins á Landsmót slysavarnadeilda sem er búið að halda annað hvert ár síðan 1996 vítt og breitt um landið. Undanfarin ár hafa um 25 konur úr Slysavarnadeildinni Unni mætt á þessi Landsmót og komum við allar til baka uppfullar af fróðleik og lífsgleði og tilbúnar í verkefni framtíðarinnar. AFMÆLISBLAÐ 2024 // 5


Stofnfundur

Formenn Unnar

Slysavarnadeildarinnar Unnar á Patreksfirði Úr fundargerðarbók ELÍN BJARNADÓTTIR 1934–1937 Gaman er að lesa gömlu fundargerðirnar og fara aftur í tímann og tíðarandann þá. Stofnfundur Slysavarnadeildarinnar Unnar á Patreksfirði var haldinn 22. febrúar 1934. Nokkrum konum úr Verkalýðsfélagi Patreksfjarðar hafði verið falið að hafa forgöngu um að stofna slysavarnadeild kvenna. Höfðu þær í þeim tilgangi látið bera út skjal til undirritunar fyrir væntanlega þátttakendur og 122 konur skráðu sig á skjalið. Elín Bjarnadóttir var kosin fyrsti formaður og eins og sést á þeim fjölda kvenna sem tók þátt í stofnun deildarinnar naut hún strax mikils velvilja bæjarbúa og nýtur enn.

Fyrstu peningarnir, sem deildin eignaðist, voru 1000 krónur sem skipverjar á togurunum Gylfa og Leikni söfnuðu sín á milli og gáfu deildinni. Öryggi sjófarenda var ofarlega á baugi hjá deildinni og það var farið af stað með söfnun fyrir björgunarskútu Vestfjarða. Markmiðið var að sporna við slysum við strendur Íslands. Það er ljóst að mikill kraftur var í konunum sem lyftu grettistaki og stofnuðu Slysavarnadeildina Unni. Hafið allar þökk fyrir það. Sólrún Ólafsdóttir

JÓHANNA KRISTJÁNSDÓTTIR 1937–1940 OG 1963–1975 Jóhanna Kristjánsdóttir var formaður Slysavarnadeildarinnar Unnar í 15 ár og varaformaður í 20 ár, samtals í stjórn í 35 ár. Árið 1937 samþykkti aðalfundur tillögu um að kjósa nefnd til að annast fjársöfnun fyrir deildina með skemmtun eða öðru. Í framhaldi af því var samþykkt að félagskonur kæmu saman einu sinni í mánuði með handavinnu sem þær ynnu í þágu deildarinnar. Þær útveguðu sér ódýrt húsnæði þar sem þær gátu unnið handavinnuna sína. Um sumarið var síðan haldinn basar með þeim munum sem þær unnu þar. Á næsta félagsfundi var mikið talað um hve vel hafði tekist til með basarinn. Töldu félagskonur ótækt að láta slíka möguleika til fjársöfnunar ganga sér úr greipum, þar sem konur hefðu almennt sýnt svo mikinn áhuga á þessu og unnið þar svo dyggilega. Einnig var haldin öflug og fjörug skemmtun í byrjun árs 1939 til fjáröflunar, þar var spilað á harmonikku og dansinn dunaði langt fram á nótt. Slysavarnadeildin Unnur hefur ávallt haft það að leiðarljósi að efla slysavarnir og öryggi heima fyrir. Á þessum tíma voru reglur Slysavarnafélags Íslands þannig að kvennadeildir voru aldrei í raun fjárráða, fyrr en eftir að Slysavarnafélag Íslands og Landsbjörg sameinuðust. Þær þurftu þess vegna að fá leyfi frá Slysavarnafélagi Íslands ef þær hugðust leggja fé í eitthvað heima fyrir. Í umræðu um öryggismál kom tillaga frá stjórninni: „Aðalfundur Slysavarnadeildarinnar Unnar haldinn 3. febrúar 1967 skorar eindregið á flugmálastjóra Íslands að hraða sem mest framkvæmdum við að lýsing verði sett á flugvöllinn við Sandodda á Patreksfirði vegna aðkallandi nauðsynjar við sjúkraflug sem aldrei 6 // AFMÆLISBLAÐ 2024

SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

hefur verið jafn mikið og nú.“ Tillagan var samþykkt einróma af öllum þeim 60 konum sem voru á fundinum. Þær samþykktu líka að leggja fé til styrktar kaupum á sjúkrabifreið og deildin keypti kennslutæki í umferðarreglum sem var gefið í barnaskólann. Á landsþingi Slysavarnafélags Íslands var mikið rætt um tilkynningarskyldu sjómanna sem hefur gjörbreytt öryggi allra sjómanna. Einnig var rætt um hert eftirlit með öryggisbúnaði í skipum og þyrlukaup voru rædd. Hannes Hafstein forstjóri Slysavarnafélags Íslands gerði kort fyrir Breta yfir það hvar skipbrotsmannaskýli væri að finna og var samþykkt að fá svona kort í öll íslensk skip. Slysavarnadeildin Unnur fór að útbúa fataböggla með ullarfatnaði í björgunarbáta á Patreksfirði. Í hverjum böggli voru vélprjónuð ullarnærföt, handprjónaðar hosur, vettlingar og lambúshetta úr lopa sem félagskonur gerðu og var einn böggull fyrir hvern skráðan skipverja um borð. Efnt var til þriggja kvölda spilakeppni til fjáröflunar fyrir fatapakkana. Þarna var óskað eftir því að erindrekar Slysavarnafélags Íslands kæmu oftar út á land og heimsæktu deildirnar. Velviljaðir bæjarbúar og félagskonur gáfu stundum áheit í Systrasjóð Slysavarnadeildarinnar Unnar á þessum tíma. Rætt var um öryggisbelti í bílum sem þörf var á. Í tilefni af 40 ára afmæli Slysavarnadeildarinnar Unnar gaf deildin í samráði við lækni nýtt og fullkomið súrefnistæki í sjúkrabílinn á Patreksfirði. Félagskonur ræddu um ýmislegt sem slysahætta stafaði af innan Patreksfjarðar og stjórnin skrifaði bréf til sveitarstjóra og bað um úrbætur.

Elín Bjarnadóttir

Jóhanna Kristjánsdóttir

Basarinn breyttist í jólabasar 1971 og unnið var meira af varningi sem hentaði til jólagjafa. Hann var haldinn í desember og gekk sérstaklega vel. Sú nýbreytni varð hjá basarnefndinni 1973 að þær komu saman og gerðu bollukústa og seldu þá fyrir bolludaginn. Ágóðann af sölunni notuðu þær til þess að kaupa alls konar efni sem þær unnu úr ásamt öðru fyrir jólabasarinn. Komið var saman einu sinni í viku fram eftir hausti, það var málað, saumað, prjónað, heklað og unnið margs konar föndur. Fjölmennt var á þessum vinnukvöldum og aldrei hafði verið jafn fjölbreyttur basar og var metsala, 112.000 krónur. Til gamans má geta þess að deildin heldur enn jólabasar 86 árum seinna sem eina aðalfjáröflun sína, þótt hann sé aðeins í breyttu formi í dag. Sólrún Ólafsdóttir AFMÆLISBLAÐ 2024 // 7


Slysavarnir

Saga kvennadeilda fyrstu 25 árin Grein sem birtist í afmælisriti sem Kvennadeild Slysavarnafélags Íslands gaf út í tilefni af 25 ára afmæli deildarinnar 1955. Greinina skrifaði Þórunn Sigurðardóttir, formaður Svd. Unnar.

Kvennadeildin Unnur á Patreksfirði er stofnuð 22. febrúar 1934. Nokkrar konur úr Verkalýðsfélagi Patreksfjarðar gengust fyrir stofnun deildarinnar. Forgöngu hafði frú Andrea Andrésdóttir, er gekk með áskrifendalista til þess að safna saman konum til stofnfundarinnar. Áskrifendur urðu 122 konur. Fyrstu stjórn skipuðu: Frú Elín Bjarnadóttir, formaður; frú Kristín Pálsdóttir, gjaldkeri; frú Sólveig Albertsdóttir, ritari. Núverandi stjórn (1955): Frú Þórunn Sigurðardóttir, formaður; frú Kristbjörg S. Ólsen, gjaldkeri; frú Sigríður Ö. Hansen, ritari. Deildin keppir að sama marki og Slysavarnafélag Íslands. Mikinn fögnuð vakti það hjá félagskonum, er hreyfing kom á um byggingu björgunarskútu Vestfjarða. Hafist var handa af miklum dugnaði um fjáröflun. Oft hafa deildinni borist, frá því fyrsta, peningagjafir frá togarasjómönnum á staðnum, er þeir hafa skotið saman um borð í skipunum, og hafa áreiðanlega góðar bænir fylgt þeim á hafið frá félagskonum í þakkarskyni. Aðaltekjuliðir deildarinnar hafa verið: Sjónleikir, dansleikir, hlutaveltur, basarar, merkjasala og ýmislegt fleira. Ég vil geta þess, að alla tíð hafa konurnar vandað vel til skemmtana innan deildarinnar, enda hafa þær ávallt verið vel sóttar og konum til mikils sóma, t. d. má nefna sjónleiki eins og Skugga-Svein, Miklabæjar Sólveigu, Mann og konu, Syndir annarra, og marga aðra góða og skemmtilega sjónleiki. Kvennadeildin Unnur hefur frá því fyrsta verið eitt öflugasta og sterkasta félag þorpsins. „Basarar“ deildarinnar hafa gefið mikinn arð, og verið til mikiIs gagns, þar sem þar hefur verið á boðstólnum allskonar 8 // AFMÆLISBLAÐ 2024

„Skjaldborg“. Boðsgestir voru margir, allir opinberir starfsmenn þorpsins og stjórn björgunarsveitarinnar. Stjórn „Bræðrabandsins“ gat því miður ekki mætt, vegna veðurs. Hinn vinsæli fulltrùi, hr. Jón Oddgeir Jónsson, mætti fyrir hönd Slysavarnafélags Íslands. Færði hann afmælisbarninu heillaóskir og blómakörfur 2, frá S.V.F.Í. og Kvennadeildinni Hraunprýði í Hafnarfirði. Mörg heillaskeyti bárust.

Stjórn Slysavarnadeildarinnar Unnar árið 1946. Frá vinstri: Sigríður Ó. Hansen, Þórunn Sigurðardóttir, Kristbjörg S. Ólsen.

fatnaður og gagnlegir munir, allt gefið og unnið af konunum sjálfum. Félagskonur höfðu alltaf mikla löngun til þess að hér yrði komið upp sundlaug og börðust fyrir því ásamt íþróttafélagi í þorpinu, og gáfu þær svolítið stofnfé til byggingar sundlaugarinnar, sem hér er nú. Fullkomin björgunartæki eru nú til vörslu hjá björgunarsveitinni „Patrekur“, er stofnuð var hér í samráði við kvennadeildina fyrir tveimur árum. Við höfnina er handhægur björgunarbátur, er gefinn var af kvennadeildinni í Reykjavík. Bjarghringir eru nokkrir við nýju höfnina og munu verða settir fleiri. Deildin lagði og af mörkum dálítið fé til radióvitans, sem hér er. Kvennadeildin Unnur er nú 20 ára. Félagskonur minntust afmælisins þann 22. febrúar s.l. með fjölmennu kaffisamsæti í samkomuhúsinu

Það er ósk min og von, að kvennadeildin Unnur (og allar kvennadeildir, hvar sem þær eru á landinu) megi halda áfram að vaxa og margfaldast að félagatölu, að hún haldi áfram að vinna giftursamlega að málum slysavarna og geti rétt fram sinn skerf til þess að hjálpa til að bægja frá slysahættum í lofti, til lands og til sjávar. Svo óska ég fyrir hönd Unnar elstu kvennadeild landsins, Kvennadeildinni í Reykjavík, heilla og blessunnar og þakka henni brautryðjandastarfið á vegum kvennadeildanna, þakka öll hennar stóru og miklu átök er hún hefur leyst af hendi með svo miklum dugnaði. Árvekni þeirrar deildar er okkur hinum fyrirmynd. Hennar kærleikshendur hafa ekki aðeins náð til heimahaganna, heldur út yfir allt landið, það sýna verkin, í einni og annarri mynd.

Tryggjum augnablikið Réttur öryggisbúnaður getur skilið á milli gleðilegs nýárs og alvarlegra slysa. Notum hlífðargleraugu og förum eftir leiðbeiningum.

Góða skemmtun.

Slysavarnafélagi Íslands óska ég allra heilla og blessunnar. Það mun ávallt verða sterkt og öflugt, því það er byggt á bjargi: hjálpsemi, mannúð og kærleika. Öllum slysavarnadeildum, hvar sem er á landinu, bið ég guðs blessunnar og færi þeim bestu félagskveðjur frá Kvennadeildinni Unni, á Patreksfirði. sjova.is | 440 2000 | sjova@sjova.is

SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

AFMÆLISBLAÐ 2024 // 9


Jólabasarinn

Jólabasarinn hefur verið með ýmsu sniði alveg frá því árið 1937 til dagsins í dag

Félagskonur að selja jólavörur á jólabasar árið 2010. Frá vinstri: Sólveig Á. Ísafoldardóttir, Arnheiður Jónsdóttir.

Félagskonur vinna handverk fyrir jólabasar árið 1989. Frá vinstri: Ingveldur Hjartardóttir, Anna Hafliðadóttir, Magndís G. Gísladóttir, Ásdís Berg.

Frágangur eftir súkkulaði- og vöfflusölu á jólabasar árið 1994. Frá vinstri: Ólafía Þorgrímsdóttir, Anna Magnúsdóttir, Jóhanna Þórðardóttir, Erla Hafliðadóttir, Margretha Marteinsdóttir.

Súkkulaðinefnd að baka vöfflur árið 2023. Frá vinstri: Björg Sæmundsdóttir, Gerður B. Sveinsdóttir. Ljósmynd: Kristín Pálsdóttir.

Jólabasarnefnd árið 2017. Frá vinstri: Sigríður Erlingsdóttir, Elín D. Sveinsdóttir, Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Kolbrún Matthíasdóttir, Véný Guðmundsdóttir, Sigríður Á. Guðmundsdóttir, Kristín B. Gunnarsdóttir, Ásthildur Sturludóttir, Lilja Sigurðardóttir.

Fallegt handverk til sölu á jólabasar 1989, unnið af félagskonum.

Súkkulaðinefnd að undirbúa og gera allt klárt fyrir jólabasar árið 1994. Frá vinstri: Margretha Marteinsdóttir, Anna Hafliðadóttir, Ólína Bjarnadóttir, Ester Kristinsdóttir, Ólafía Þorgrímsdóttir, Jóhanna Þórðardóttir.

Súkkulaðinefnd árið 1994 að útbúa vöffludeig fyrir jólabasar. Ágóðinn af súkkulaði- og vöfflusölu fer í systrasjóð. Frá vinstri: Jóhanna Þórðardóttir, Ólafía Þorgrímsdóttir. 10 // AFMÆLISBLAÐ 2024

Kökusala á jólabasar árið 2023. Frá vinstri: Auður Steinberg, Guðný Ó. Guðjónsdóttir, Maggý Keransdóttir. Ljósmynd: Kristín Pálsdóttir.

Súkkulaðinefnd að selja vöfflur á jólabasar árið 2023. Frá vinstri: Guðrún Ýr Grétarsdóttir, Lilja Sean. Ljósmynd: Kristín Pálsdóttir. SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

Blómasala á jólabasar árið 2023. Frá vinstri: Kolbrún Matthíasdóttir, Elín D. Sveinsdóttir. Ljósmynd: Kristín Pálsdóttir. SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

Happdrættisvinningar á jólabasar árið 2015.

AFMÆLISBLAÐ 2024 // 11


Formenn Unnar

Formenn Unnar

SIGRÍÐUR HJARTARDÓTTIR 1940–1944

ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR 1946–1963

Í fundargerðarbókum kemur fram að í for­ manns­tíð Sigríðar Hjartardóttur, nánar tiltekið árið 1941, samþykkti Slysavarnadeildin Unnur að beita sér fyrir sundlaugarbyggingu á Patreksfirði. Íþróttafélagið Hörður sendi deildinni bréf og lofaði samvinnu við byggingu sundlaugarinnar. Til þess að fjármagna sundlaugarbygginguna sótti deildin um styrk úr sveitarsjóði, sýslusjóði og ríkissjóði og sendi bréf til þingmanns kjördæmisins þess efnis að hann beitti sér fyrir samþykkt Alþingis fyrir ríflegri styrkveitingu til sundlaugarinnar. Á þessum tíma má teljast stórvirki hjá slysavarnadeild að beita sér fyrir byggingu sundlaugar og var hún vígð 1946.

Þórunn Sigurðardóttir var formaður Slysavarnadeildarinnar Unnar í 17 ár. Hún sagði af sér 1963 þegar hún flutti burt frá Patreksfirði. Í fundargerðum kemur fram að aðalfjáröflun Slysavarnadeildarinnar Unnar 1946 hafi verið jólabasarinn og var hann eingöngu opinn fyrir félagskonur en þær fengu að taka með sér einn gest á basarinn. Til gamans má nefna að í kaffihléunum á fundunum skemmtu konur sér við upplestur og söng. Þegar fundirnir voru haldnir í Skjaldborg þá færðu konurnar gjarnan borðin til að loknum fundi og einhver félagskvennanna lék á hljóðfæri og síðan var dansað fram á nótt. Þegar einn aðalfundurinn var haldinn í Skjaldborg var 10 stiga frost úti og ofninn inni var bilaður. Eftir fundinn stóð til að hafa spilavist en konurnar voru svo loppnar á höndunum að engin þeirra treysti sér til þess að halda á spilunum svo það var ekkert spilað það kvöld. Árið 1947 var erfitt að fá efni til þess að vinna handverk fyrir basarinn en konurnar komu með notuð föt, það var endurunnið úr þeim og basarinn var haldinn með ágætum árangri. Slysavarnadeildin Unnur hélt hátíð í tilefni af 20 ára afmæli Slysavarnafélags Íslands. Á hátíðinni voru 260 manns og það var fjölmennasta hóf sem haldið hafði verið á Patreksfirði. Til skemmtunar var skrautsýningin Burnirótin eftir Pál J. Árdal. Leikendur voru úr Slysavarnadeildinni Unni ásamt tveimur karlmönnum úr þorpinu. Leiktjöld, ljós og undirleik annaðist Steingrímur Sigfússon, ásamt leikstjórn. Einnig var til skemmtunar samlestur og gamanþáttur. Veisluborðið samanstóð af ýmsu góðu bakkelsi. Mikið var lánað af dýrindis borðbúnaði fyrir þessa veislu, bæði silfur og postulín, sem átti sinn þátt í að auka hátíðarblæ á framreiðslunni. Um miðnætti var salurinn ruddur og síðan var stiginn dans fram á nótt. Það kom maður hingað á vegum Slysavarnafélags Íslands og hélt námskeið fyrir félagskonur í hjálp í viðlögum. Árið 1947 var byrjað að senda fulltrúa frá Slysavarnadeildinni Unni á landsþing Slysavarnafélags Íslands. Öryggismál voru ofarlega í huga deildarkvenna og lögðu þær peninga í nokkra radíóvita hér í nágrenninu. Hafin var smíði björgunarskútu Vestfjarða, Maríu Júlíu, og þótti hún hið fríðasta skip. Þegar María Júlía sigldi fyrst frá Reykjavík til Ísafjarðar kom hún við á Patreksfirði. Hún sótti nokkra fulltrúa frá Slysavarnadeildinni Unni sem var boðið að

Slysavarnadeildin Unnur beitti sér líka fyrir því að setja upp talstöð við Hvallátra við Patreksfjörð. Í fjáröflunarskyni voru haldnar ýmsar skemmtanir og böll, t.d. á sumardaginn fyrsta, Jónsmessu og fyrsta vetrardag og síðast en ekki síst voru settar upp heilu leiksýningarnar þar sem öllu var tjaldað til og höfðu bæði félagskonur og bæjarbúar gaman af. Það má einnig geta þess að Sigríður var mjög músíkölsk og spilaði á píanó við hin ýmsu tækifæri. Sólrún Ólafsdóttir

Sigríður Hjartardóttir

HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR 1944–1946 Skömmu eftir að Helga Guðmundsdóttir tók við formennsku var Systrasjóður stofnaður, 30. mars 1944. Meginmarkmið sjóðsins var kaup á björgunartækjum. Í því sambandi var ákveðið að hækka árgjaldið úr tveimur krónum í fimm krónur og að þrjár krónur skyldu renna í Systrasjóð. Svo vildi til að karlmaður sótti landsfund Slysavarnafélags Íslands 1944 í umboði deildar­ innar þar sem engin kona sá sér fært að mæta. Mikill áhugi var á að koma upp björgunar­ tækjum við tjörnina á Vatneyri og leitað ráða hjá SVFÍ um hvers konar tæki hentuðu best. Erindreki SVFÍ sótti deildina heim í október 1944, m.a. til að kynna slysavarnir á sjó og landi.

Bréf kom frá SVFÍ þar sem farið var fram á að deildin skilaði þremur fjórðu hlutum af heildartekjum til höfuðstöðvanna þannig að einn fjórði hluti yrði eftir í héraði. Mótmæltu konur þessu kröftuglega og var send ályktun bréfleiðis þess efnis að þar sem vitað var að deildin hefði leyfi frá erindreka SVFÍ til að safna fé í Björgunarskútusjóð Vestfjarða væri þessu hafnað. Á fundinum var samþykkt að senda þrjá fjórðu af árgjöldum en ekki af öllum tekjum og gekk það eftir. Anna Stefanía Einarsdóttir

Helga Guðmundsdóttir

12 // AFMÆLISBLAÐ 2024

SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

Þórunn Sigurðardóttir Ljósmynd: Hannes Pálsson mæta á fund vegna komu björgunarskipsins til Ísafjarðar. Deildin gaf radartæki í Maríu Júlíu. Byggð voru skipsbrotsmannaskýli og sæluhús á nokkrum stöðum hér á Vestfjörðum og lagði Unnur peninga í þær byggingar. Á þessum tíma var engin slysavarnadeild karla hér á staðnum og stóð Slysavarnadeildin Unnur fyrir því að fá menn til þess að stofna hjálparsveit til björgunar úr sjávarháska og vinna með Unni ef slys bæri að höndum. Hjálparsveit var stofnuð 1952, stofnfélagar voru 39 og fékk sveitin nafnið Patrekur. Slysavarnadeildin í Reykjavík gaf deildinni bát til afnota ef slys bæri að höndum og var hann afhentur þorpsbúum á sjómannadag. Ýmislegt var styrkt eftir efnum og aðstæðum á þessum árum og í grunninn sneri það að öryggismálum. Sjúkrakassar voru keyptir fyrir sjúkrahúsið og lagður var peningur í sjúkraflugvél Björns Pálssonar. Það vantaði leiktæki á leikvöllinn á Patreksfirði og lagði deildin fram peninga til kaupa á öruggum leiktækjum. Deildin tók einnig þátt í uppbyggingu Félagsheimilis Patreksfjarðar. Eins og fram hefur komið er fátt sem deildarkonur láta sig ekki varða. Sólrún Ólafsdóttir

AFMÆLISBLAÐ 2024 // 13


Fyrstu hjálpar námskeið haldið í Sigurðarbúð árið 2023. Efri röð frá vinstri: Magnús Örn Hákonarson leiðbeinandi, Fanney I. Halldórsdóttir, Guðný Ó. Guðjóns­ dóttir, Inga Haraldsdóttir, Elín D. Sveinsdóttir, Auður Stein­berg, Kristín B. Gunnarsdóttir, Sólveig Á. Ísafoldardóttir, Þorgerður Einars­ dóttir, Sólrún Ólafsdóttir Neðri röð frá vinstri: Gerður B. Sveinsdóttir, Guðlaug Hartmanns­ dóttir, Nanna L. Sveinbjörnsdóttir, Guðrún Ýr Grétarsdóttir, Eva S. Þorkelsdóttir

Slysavarnir

Alltaf hefur verið lögð mikil áhersla á slysavarnir í deildinni

Fyrsta slysavarnagangan gengin um Patreksfjörð árið 1996 í samstarfi við frambjóðendur til bæjarstjórnar Patrekshrepps og Bjsv. Blakk. Efri röð frá vinstri: Kristján Karlsson, Símon Símonarson, Sólrún Ólafsdóttir, Jón B. G. Jónsson, Björg Sæmundsdóttir, Ásthildur Ágústsdóttir, Ólafur Baldursson, Atli K. Pálsson, Stígur Ágústsson, Kristín B. Jónsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Steinunn Finnbogadóttir, Páll Hauksson, Guðmundur Ó. Guðmundsson, Anna S. Einarsdóttir, Marin Jónsdóttir, Jóhanna Gísladóttir.

Fræðsla í Sjóræningjahúsinu á hjóladegi árið 2010. Slysavarnakonur frá vinstri: Nanna L. Sveinbjörnsdóttir, Kristbjörg Kristmundsdóttir, Sigrún Helgadóttir. Lionsmenn við hurðina eru Sverrir Haraldsson og Gunnar Bjarnason ásamt þátttakendum.

„Örugg efri ár“. Heimsókn til eldri borgara. Frá vinstri: Sólveig Á. Ísafoldardóttir, Aðalheiður Kolbeins, Gunnhildur Þórisdóttir. 14 // AFMÆLISBLAÐ 2024

Umferðarnefnd að gera könnunina „Öryggi barna í bílum“ fyrir framan leikskólann Araklett árið 2023. Frá vinstri: Sædís Eiríksdóttir, Elín K. Einarsdóttir, Sólrún Ólafsdóttir. SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

Fyrstu hjálpar námskeið haldið í Sigurðar­ búð, Nina Anna Dau æfir sig að hnoða. SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

Hjóladagur 2010 fyrir utan Straumnes. Börnin eru tilbúin í að láta stilla hjálma, skoða hjólin og fara í hjólaþrautir. AFMÆLISBLAÐ 2024 // 15


Formenn Unnar

Formenn Unnar

ERNA ARADÓTTIR 1975–1979

Erna Aradóttir Michael Frost Studios

Sama ár og Erna Aradóttir var kosin formaður var basar deildarinnar í fyrsta skipti haldinn í nýja félagsheimilinu og sú nýbreytni tekin upp að selja kaffi og pönnukökur og gafst það mjög vel. Ágóði af kaffisölu rann í Systrasjóð. Ákveðið var á félagsfundi í desember 1975 að styrkja björgunarsveitina sem þá var nýtekin til starfa aftur eftir nokkurt hlé með því að eftirláta þeim flugeldasölu sem deildin hafði haft með höndum undanfarin ár, einnig að aðstoða þá við hlutaveltu. Endurskinsmerki með nafni deildarinnar voru afhent fjögurra, fimm og sex ára börnum og 67 ára og eldri, umferðarráð hélt námskeið í samvinnu við lögreglu og deildin lét útbúa jólakort og seldi og var það góð fjáröflun. Kosin var nefnd um fegrun staðarins, „fegrunarráð“, og ákveðið að öllum félögum á staðnum yrði gefinn kostur á að taka þátt og sent var bréf á hreppsnefnd með beiðni um staðarval. Var það upphaf Hólagarða. Á þessum árum var fjárhagur deildarinnar mjög góður og því ákveðið að styrkja ýmis málefni.

ALDÍS JÓNSDÓTTIR 1981–1984 Of langt mál væri að telja það allt upp hér en t.d. var afhentur björgunaratgeir í lögreglubílinn og afhent súrefnistæki með mæli og varamæli í sjúkrabílinn auk þess að styrkja björgunarsveitina með kaupum á áttavitum, talstöðvum og upp í kaup á snjósleða og bíl svo eitthvað sé nefnt. Erindreki frá Slysavarnafélagi Íslands kom 1976 og kynnti nýjungar í öryggismálum, m.a. reykskynjarann sem allir þekkja í dag. Einnig kynnti hann nýjar reglur um tekjuskiptingu við SVFÍ og sýndar voru fræðslumyndir, m.a. björgun úr snjóflóðum. Deildin ásamt Kvenfélaginu Sif tóku sig saman og héldu bingó til að safna fyrir efni í gluggatjöld og dúka fyrir nýja félagsheimilið og komu svo saman og saumuðu og settu upp og kemur fram að þetta hafi verið skemmtileg samvinna. Allar kvennadeildir landsins gáfu SVFÍ ræðustól í tilefni þess að 50 ár voru liðin frá stofnun þess. Anna Stefanía Einarsdóttir

HEBA A. ÓLAFSSON 1979–1981 Heba A. Ólafsson tók við 1979 en lét af for­ mennsku 1981 vegna tímabundinna veikinda. Einnig var hún varaformaður frá 1975 og sótti þá landsfund Slysavarnafélags Íslands auk þess að gegna ýmsum trúnaðarstörfum fyrir deildina í gegnum árin. Á þessum árum var styrkur veittur í íbúðabyggingu fyrir aldraðra, 500.000 krónur, sem lagðar voru inn á svokallaðan vaxtaaukareikning í bankanum. Björgunarsveitinni voru afhentar sjúkrabörur að verðmæti um 150.000 krónur.

Heba starfaði í gegnum árin í ýmsum nefndum á vegum deildarinnar, s.s. basarnefnd og fjáröflunarnefnd og var fulltrúi í eigendafélagi félagsheimilisins en deildin er einn af eigendum þess. Til gamans má geta þess að hún lék engil í skrautsýningunni Burnirótin sem sett var upp á vegum deildarinnar 1948. Öll fjáröflun gekk vel hjá deildinni þessi ár eins og undanfarin ár og þakkaði formaður það góðu og óeigingjörnu starfi félagskvenna. Anna Stefanía Einarsdóttir

Heba A. Ólafsson Ljósmynd: Anna Stefanía Einarsdóttir

16 // AFMÆLISBLAÐ 2024

SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

Á sama tíma og ég var formaður Slysa­varna­ deildarinnar Unnar var Haraldur Karlsson eiginmaður minn formaður Björgunarsveitarinnar Blakks. Á heimili okkar voru því mjög oft rædd slysavarna- og björgunarsveitamál. Þegar snjóflóðið varð hér á Patreksfirði 1983 vann ég hjá símanum og var föst á skiptiborðinu allan þann dag og því nóg að gera hjá mér. Þegar erfiðleika og slys ber að svona litlum stöðum þá þjappast fólk saman og hjálpast að. Á þessum tíma voru aðalfundir Slysa­ varnadeildarinnar Unnar haldnir á sunnudögum og mættu félagskonur í messu á undan fundunum. Seinna meir voru fundirnir haldnir á virkum dögum að kvöldi til. Svona breytist tíðarandinn. Ýmislegt hefur deildin verið að styrkja í gegnum

tíðina, það kemur fram í fundargerðabók að Rauði kross Barðastrandarsýslu sótti um styrk til deildarinnar vegna kaupa á nýjum sjúkrabíl og það var veittur styrkur í það. Einnig styrkti deildin sjúkrahúsið um kaup á hópslysatösku. Ýmislegt var gert til fjáröflunar, það voru haldin nokkur spilakvöld og voru þau vel sótt og ágætis ágóði af þeim. Einnig gaf deildin út jólakort fyrir jólin og gekk í hús og seldi þau. Þar fyrir utan voru haldnar ýmsar skemmtanir í fjáröflunarskyni. Til þess að lyfta félagskonum upp var farið í dagsferð í Vatnsfjörð. Síðan var borðað og hlegið saman á Hótel Flókalundi. Þetta er bara smá upprifjun frá árum mínum sem formanns. Aldís Jónsdóttir

ÞÓRDÍS TODDA ÓLAFSDÓTTIR 1984 –1986 Þórdís Todda Ólafsdóttir tók við formennsku 1984. Fráfarandi formaður flutti burt af staðnum og varaformaður sá sér ekki fært að taka við. Þórdís Todda var veislustjóri í 50 ára afmæli deildarinnar sem haldið var 22. febrúar 1984. Það mættu 120 manns á hófið sem þótti takast með ágætum. Umferðarnefnd var með fræðslu og mættu þar 62 börn. Endurskinsmerkjum var deilt út til allra grunn- og leikskólabarna og einnig til íbúa 67 ára og eldri. Hreppsnefnd úthlutaði fegrunarráði svæði og hafist var handa við vinnu þar.

Sala lokadagsmerkis gekk vel og var það að þessu sinni merkt Slysavarnadeildinni Unni vegna 50 ára afmælis deildarinnar. Fjáröflunarnefnd starfaði með öðru sniði en áður, eða með því að vinna á dansleikjum og skilaði það góðum tekjum. Breyting var gerð á lögum Systrasjóðs þess efnis að tekjur af hlutaveltu og jólakortasölu ásamt kaffisölu á basar rynnu í sjóðinn. Fjáröflun gekk vel að vanda. Anna Stefanía Einarsdóttir Þórdís Todda Ólafsdóttir

KRISTÍN ÞORGEIRSDÓTTIR 1986 –1988 Ég var kosin varaformaður 1985 og sótti landsþing Slysavarnafélags Íslands það ár. Ég tók við formennsku 1986 svolítið fyrr en áætlað var þar sem fráfarandi formaður flutti af staðnum. Ég hef verið í ýmsum nefndum í gegnum árin, s.s. basar- og fjáröflunarnefnd, einnig fegrunarnefnd (síðar Hólagarðsnefnd) frá upphafi þar til ég tók við formennsku í deildinni. Fjáröflun var með hefðbundnum hætti þessi ár, hlutavelta haldin með björgunarsveit og sala lokadagsmerkja og jólakorta gekk vel að venju. Basarnefndin starfaði af krafti og sala gekk mjög vel. SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

Deildin tók þátt í landssöfnun SVFÍ með sölu á barmmerkjum og veggplöttum og seldist allt. Gaman er að geta þess að beiðni kom frá Málfreyjudeildinni Brellum 1988 um samstarf við Slysavarnadeildina Unni og Kvenfélagið Sif um svokallað „krúttmagakvöld“ og var það samþykkt. Þótt tilnefning í krúttnefndina hafi breyst í gegnum árin hafa þessi skemmtikvöld kvenna verið haldin á Patreksfirði nær óslitið í 35 ár, geri aðrir betur. Ég óska deildinni til hamingju með 90 ára afmælið og megi hún vaxa og dafna um ókomin ár.

Kristín Þorgeirsdóttir Ljósmynd: Studíó Guðmundar AFMÆLISBLAÐ 2024 // 17


Ingibjörg Guðmundsdóttir Hansen

Díana Sól Jakobsdóttir

Ég fæddist á Patreksfirði 1929 og bjó þar óslitið til ársins 1993. Móðir mín, Oddný Karlsdóttir, var ein af stofnfélögum slysavarnadeildarinnar, seinna heiðursfélagi. Hún starfaði í félaginu alla tíð og man ég eftir sem smástelpa að hún var að gera skinn- og roðskó fyrir leikrit og ýmislegt fleira.

Díana er yngsti félagi í Slysavarnadeildinni Unni. Hún er 18 ára framhalds­ skólanemi og okkur lék forvitni á vita meira um áhuga hennar á félaginu. Hver var ástæða þess að þú gekkst svona ung í deildina?

Hefur þú hvatt stelpur á þínum aldri til að taka þátt?

Ég byrjaði árið 2020 þegar ég var bara 15 ára, eða þegar maður mátti skrá sig. Ástæðan var aðallega að ég var búin að fara oft með mömmu og hjálpa við hitt og þetta og mér fannst það svo rosalega gaman. Ég ákvað að skrá mig í deildina strax og ég mátti vegna aldurs og mamma hvatti mig líka til þess. Hún var búin að starfa mikið í deildinni og við höfum fjórir ættliðir, þ.e. langamma, amma, mamma og ég, allar starfað í henni.

Ég reyndi fyrst að fá vinkonur mínar til að vera með en þær höfðu ekki áhuga, en það er bara eins og gengur, misjafnt hvar áhuginn liggur.

Í hverju hefur þú helst verið að taka þátt eftir að þú gekkst í deildina? Ég hef verið að fara með mömmu þegar vantar aðstoð við hitt og þetta. Svo hef ég bakað m.a. eplakökur og hjálpað til við hveitikökubakstur fyrir erfidrykkjur og margt fleira. Hverju finnst þér skemmtilegast að taka þátt í?

Sérðu fyrir þér að taka þátt í stjórn? Held ég gæti ekki tekið að mér að vera í stjórn en kannski breytist það með árunum, tíminn leiðir það í ljós.

Já, en ég reyni að taka þátt og hjálpa til ef eitt­hvað kemur upp þegar ég er heima í fríi frá skólanum. Muntu halda áfram að starfa með deildinni eftir nám?

Mér finnst bara skemmtilegt að vera með í félagskapnum þegar eitthvað stendur til og svo lærir maður líka svo mikið af eldri konunum og samveran er svo frábær.

Já, ég mun klárlega gera það svo framanlega sem ég verð áfram á svæðinu.

Hvað finnst þér mikilvægast sem deildin er að gera?

Ég klára skólann að Laugum vorið 2025 og þá er planið að vinna í eitt ár og safna fyrir frekara námi því draumurinn er að læra dýralækningar og þá þarf ég að fara í skóla erlendis, allavega eins og staðan er í dag. Ég hef verið mikið í kringum dýr og elska það.

Mér finnst mjög mikilvægt að sinna slysavörnum almennt, sérstaklega hvað varðar öryggi barna. Hjóladagurinn er eitt af því og þegar verið er að gera úttekt á „börnum í bílnum“, sem því miður kom mjög illa út hér hjá okkur síðast, og úr því þarf að bæta. Einnig finnst mér mjög flott að deildin taki að sér erfidrykkjur sem léttir undir með aðstandendum.

Díana Sól Jakobsdóttir: Sjálfsmynd

Svo ferð þú í fram­halds­nám að Laugum?

Ertu búin að plana framhaldsnám?

Þetta látum við vera lokaorðin hennar Díönu og þökkum henni kærlega fyrir spjallið og óskum henni velfarnaðar um ókomin ár.

Mér finnst mjög mikilvægt að sinna slysavörnum almennt, sérstaklega hvað varðar öryggi barna.

Hefur þú fundið fyrir því að þú sért ung og þér ekki treyst?

18 // AFMÆLISBLAÐ 2024

Sem stelpa og unglingur var ég félagi í íþróttafélaginu og skátafélaginu en ákvað svo þegar ég var orðin fullorðin að ég ætlaði aðeins að starfa í einu félagi og varð Unnur fyrir valinu. Það var um 1950 að ég gekk í félagið og starfaði í því þangað til ég flutti burt. Það var auðvelt fyrir mig að velja Slysavarnafélagið því pabbi minn, afar og forfeður voru sjómenn. Einnig var tengdafaðir minn og afar mannsins míns og forfeður sjómenn. Ég hafði því alist upp við sjómennsku allt í kringum mig og vissi um þörfina á því að vinna að hagsmunum þeirra og slysavörnum almennt. Fyrstu árin starfaði ég ekki mikið en tók þó þátt í undirbúningi basars og man eftir konum sem komnar voru yfir miðjan aldur við vinnu við undirbúning hans. Seinna var ég virk í undirbúningi basars og fannst það mjög skemmtilegt. Það var árleg skemmtun hjá okkur sem höfðum tíma að koma saman við undirbúninginn og sóttust konur eftir að komast í hópinn. Í nokkur ár var ég ritari deildarinnar, tók við því embætti af tengdamóður minni, Sigríði Ólafsdóttur Hansen, sem var ritari í áratugi. Margs er að minnast í starfinu en mig langar til að segja aðeins frá rosalega skemmtilegum tíma. Ég var í fjáröflunarnefnd með Önnu Sveinbjörnsdóttur, Guðrúnu Magnúsdóttur, Þorbjörgu Jóhannesdóttur og einhverjum fleiri, líklega árið 1967. Við spjölluðum saman um hvað við ættum að gera og var talað um að setja upp leikrit og kom hugmynd að því að sýna Deleríum Búbónis. Fréttum við að Einar Freyr leikstjóri væri að ljúka við að leikstýra á Bíldudal og ákváðum við að fara þangað til að ná tali af honum. Við Anna fórum í glerhálku á prests­bílnum skömmu eftir áramót. Þar var gengið frá ráðningu hans og á leiðinni heim ákváðum við að hann gisti hjá Önnu og Tómasi og væri í fæði hjá mér á æfingatímabilinu. Það næsta var að fá leyfi hjá

Nei, aldrei fundið fyrir því.

SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

auðgert, einnig hvíslara og sviðsmenn. Þetta var nokkuð stór hópur sem stóð að þessu og unnu allir með glöðu geði. Má nefna að leiksviðið smíðuðu Palli Jó (Páll Jóhannesson) og Óli Dan (Ólafur Hansen, maðurinn minn) undir stjórn Einars leikstjóra. Hann leiðbeindi þeim hvernig ætti að gera leiktjöld og tengja þau saman. Þau voru svo vel unnin að þau voru notuð í mörg ár hjá leikfélaginu eftir þetta. Allan saumaskap við búningana sáum við nefndarkonur um. Allt gekk upp að lokum og allir mjög ánægðir með sýningarnar.

SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

Ingibjörg Guðmundsdóttir Hansen Ljósmynd: Guðný Ó. Hansen

Ingibjörg er meðal elstu núlifandi kvenna sem hafa starfað í deildinni. Hér rifjar hún upp margar ánægjulegar stundir og kynni af góðu fólki.

höfundum verksins og var það auðfengið en við þurftum að greiða helminginn af leyfisgjaldinu strax og seinni hlutann eftir að farið var að sýna leikritið. Gjaldkerinn gerði það strax. Þá var að fá leikara, gekk þar á ýmsu, flestir voru jákvæðir og vildu taka þátt. Auðvitað varð fólkið að geta sungið. Fljótlega kom babb í bátinn, einn leikaranna veiktist og gekk á ýmsu við að fá annan. Sá var í vaktavinnu og þurfti því að semja við annan starfsmann til að breyta vöktum svo að hægt væri að æfa. Allt tókst þetta og byrjað var að æfa. Fyrst var æft í stofunni hjá mér en seinna var farið niður í Skjaldborg. Ráða þurfti menn til að sjá um tónlistina og var það

Ákveðið var að fara sýningarferð norður á Þingeyri og á Suðureyri. Þá var eðlilegt að varðskip færi með okkur milli fjarða og biði eftir okkur. María Júlía var okkar farartæki. Fyrir ferðina höfðu nefndarkonur bakað og útbúið mat til ferðarinnar svo að enginn yrði svangur en gist var í félagsheimilum. Þegar lagt var frá bryggju fór ég að fara yfir nafnalistann og kom þá í ljós að einn leikarann vantaði. Fór ég upp í brú og talaði við skipherrann og hann var strax tilbúinn að snúa skipinu til baka en við vorum komin út að Engjum. Við vissum ekkert hvað komið hafði fyrir leikarann okkar svo að við fórum strax að huga að hver gæti leikið hans hlutverk. Til þess kom ekki því að hann stóð á hafnarbakkanum þegar við komum til baka, hafði farið í heimsókn til gamallar frænku meðan hann beið og gleymdi sér. Fyrst var sýnt á Þingeyri og gist þar, síðan á Suðureyri en þar var okkur sagt að þar yrðu að vera tvær sýningar því að allir færu á sýningar þegar þær komu og varð fólk því að skiptast á að passa smábörn og annað. Eftir seinni sýninguna var gist þar og síðan farið heim. Líklega hefðum við farið víðar en þetta var óheppilegur tími því að það var svo víða verið að ferma svo að ekki þýddi að keppa við fermingarveislur. Þetta var virkilega skemmtilegur tími og stóð undir sér þótt ekki væri mikill ágóði af þessu. Á sama tíma var Íþróttafélagið Hörður að sýna Gildruna og tókst einnig að manna allt í kringum sýninguna. Upp úr þessu var Leikfélag Patreksfjarðar stofnað. Ég segi frá þessu því að þetta segir hvernig andinn var í allri vinnu hjá Slysavarnadeildinn Unni allan þann tíma sem ég starfaði þar, margar ánægjulegar stundir og kynni af góðu fólki. AFMÆLISBLAÐ 2024 // 19


Spurningakeppnin var samstarfsverkefni Slysavarnadeildarinnar Unnar og Björgunar­ sveitarinnar Blakks í sjö ár, 2006–2013

Sætabrauðsdrengirnir, keppnislið frá bakaríinu á Patreksfirði. Frá vinstri: Þór Þórðarson, Kristján Skarphéðinsson, Sigurjón Eiríksson. Ljósmynd: Torfi Jónsson.

Keppnislið Leikfélags Tálknafjarðar. Frá vinstri: Stefán J. Sigurðsson, Pálína Hermannsdóttir, Sveinn Valgeirsson. Ljósmynd: Torfi Jónsson.

Spurningakeppni ??? Stuðningsmannalið Leikfélags Tálknafjarðar. Frá vinstri: Bjarnveig Guðbrandsdóttir, Andrés M. Heiðarsson, Inga J. Jóhannesdóttir. Ljósmynd: Torfi Jónsson. Spurningakeppni í Félagsheimili Patreksfjarðar. Frá vinstri: Þröstur Reynisson dómari, Haukur Már Sigurðarson spyrill og hugmynda­ smiður spurningakeppninnar, Ásthildur Ágústsdóttir tímavörður.

Keppnislið Patreksapóteks. Frá vinstri: Ingibjörg Magnúsdóttir, Björn Jóhannsson, Thelma Kristinsdóttir. Ljósmynd: Torfi Jónsson. 20 // AFMÆLISBLAÐ 2024

Lukkuhjól á spurningakeppni. Frá vinstri: Jóhanna Gísladóttir, Grímur Grétarsson. Ljósmynd: Torfi Jónsson.

Keppnislið Kvenfélagsins Sifjar Patreksfirði bar sigur úr býtum eitt keppniskvöldið. Frá vinstri: Guðný Elínborgardóttir, Elva B. Einarsdóttir, Laufey Böðvarsdóttir. Ljósmynd: Torfi Jónsson. SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

Þrír hressir að skemmta á lokakvöldi vorið 1997. Frá vinstri: Ólafur Baldursson, Björn Lárusson, Páll Jóhannsson. SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

AFMÆLISBLAÐ 2024 // 21


Formenn Unnar

Anna Jensdóttir Ljósmynd: Pálmi Ásbjarnarson

Formenn Unnar

ANNA JENSDÓTTIR 1988 –1991 OG 2007–2009

MARÍN RÚN JÓNSDÓTTIR 1994–1996

Slysavarnadeildin Unnur hefur verið samofin lífi mínu frá því ég flutti á Patreksfjörð en ég vissi af deildinni og sótti basar sem hún hélt á hverju ári. Mig langaði að taka þátt í undirbúningi og vinnu við basarinn og gekk fljótlega í deildina. Ég lærði margt af því að starfa með basarnefndinni og vil trúa því að þar hafi handavinnuáhugi minn kviknað aftur. Starfið innan deildarinnar hefur verið mjög fjölbreytt og gaman að starfa sem almennur félagsmaður og sem formaður en ég hef tvisvar gegnt formennsku í deildinni og efldi það mig mjög að vera trúað fyrir formennsku. Sterk slysavarnadeild er góður bakhjarl öflugrar björgunarsveitar og þegar á þarf að halda er ekki spáð í það hver gerir hvað heldur ganga deildirnar sameinaðar að verki og ljúka því og gera síðan upp. Margt hefur breyst á þessum árum sem ég hef verið í deildinni, basarinn sem áður var aðalfjáröflun deildarinnar hefur til að mynda breyst mjög mikið. Nú er aðalfjáröflunin á basarnum súkkulaði- og vöfflusala, happdrætti og kökusala, en öllum er gefinn kostur á að leigja bása gegn vægu gjaldi og hafa ýmsir notfært sér það. Deildin gaf út matreiðslubók sem fékk nafnið Pottarnir á Patró og seldist hún mjög vel og

Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast óeigingjörnu starfi Slysavarnadeildarinnar Unnar er ég bjó á Patreksfirði á árunum 1983–1995. Var svo heppin að fá að vera formaður deildarinnar um nokkurn tíma og kynnast rótinni. Að rifja upp þennan tíma er mér mikil og sönn gleði og úr góða minningabunkanum skemmtilegt tímabil, algerlega dýrmætar tilfinningar, fullt af gáska og gleði. Það er áhugavert að velta því fyrir sér hvaða þýðingu það hefur fyrir lítið samfélag eins og Patreksfjörð að starfandi sé sjálfboðaliðafélag sem tekur að sér að vera bakland fyrir björgunarsveit staðarins. Eins var deildin ötul við að styrkja kaup á tækjum fyrir heilsugæslu staðarins og sjúkrahúsið. Það var svo göfugt og gefandi að finna sig þess megnuga að geta komið að liði við kaup hinna ýmsu tækja og tóla. Einnig að geta fært peningagjafir til styrktar málefnum þeim sem voru efst á baugi

er nú búið að gefa út aðra bók. Aðalfjáröflun deildarinnar nú er auk basarsins að sjá um erfidrykkjur. Deildin styrkir Björgunarsveitina Blakk auk ýmissa verkefna þar sem þörf er á að vinna að slysavarnamálum. Farin er slysavarnaganga um bæinn þar sem gerðar eru athugasemdir og þeim komið til viðeigandi aðila. Stundum er deildin beðin að taka að sér tilfallandi verkefni og metur stjórn í hvaða sjóð tekjurnar fara. Veran í deildinni er ekki bara kökubakstur heldur gera félagskonur sér ýmislegt til skemmtunar og þegar kom fram hugmynd um að halda krúttmagakvöld þar sem konur kæmu saman og skemmtu sér ákvað deildin að taka þátt. Krúttmagakvöldið er enn haldið og er ágóðanum varið til góðra mála. Konur í deildinni fara á Landsmót slysavarnadeilda sem haldið er annað hvert ár og vekur athygli hversu samstilltur og stór hópur Unnarkvenna mætir á landsmótið. Vil ég trúa því að styrkur deildarinnar sé því að þakka að blandað er saman gamni og alvöru. Ég sendi öllum Unnarkonum hamingjuóskir í tilefni dagsins og óska deildinni velfarnaðar í starfi um ókomin ár.

INGVELDUR HJARTARDÓTTIR 1991–1994

Ingveldur Hjartardóttir Ljósmynd: Björk Guðbrandsdóttir

22 // AFMÆLISBLAÐ 2024

Ingveldur tók virkan þátt í starfi deildarinnar áratugum saman og var formaður á árunum 1991–1994. Þarna var enn þá hefð fyrir því að félagskonur mættu í messu fyrir aðalfund sem haldinn var á sunnudögum. Ýmis verkefni komu upp á borð hjá deildinni og t.d. var farið af stað með fatasöfnun fyrir Kúrda. Slysavarnaskóli sjómanna sigldi um landið á þessum tíma á skólaskipinu „Sæbjörgu“ til þess að halda námskeið fyrir sjófarendur og björgunarsveitafólk. Þeir komu á Patreksfjörð með námskeið og tók Slysavarnadeildin Unnur að sér að sjá um kaffiveitingar á námskeiðinu. Herdís Storgaard kom líka hingað til þess að fræða félagskonur um slysavarnamál. Gefnir voru pakkar með ullarfatnaði í bátana hérna. Jólabasarinn hafði verið stærsta fjáröflun deildarinnar í gegnum tíðina. Þarna var komið að því að breyta honum því að mjög dýrt var

að kaupa efni til þess að föndra og sauma úr. Haldinn var flóamarkaður 1993 til nýbreytni en happdrættið, kökubasar, súkkulaði- og vöfflusala voru að sjálfsögðu líka á sínum stað. Til fjáröflunar var líka gefin út uppskriftabók sem nefnd var Pottarnir á Patró. Ingveldur var alltaf dugleg að mæta á ýmsa fundi hjá Slysavarnafélagi Íslands, t.d. á landsþingin og einnig á kvennaþingin sem haldin hafa verið vítt og breitt um landið. Nafnið á kvennaþingunum breyttist svo í „Landsmót slysavarnadeilda“. Ótrúlegt en satt þá mætti Ingveldur galvösk 84 ára gömul á sitt síðasta Landsmót slysavarnadeilda sem haldið var í Ólafsvík 2018. Sólrún Ólafsdóttir

SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

hjá björgunarsveitinni okkar hverju sinni. Að sjá afrakstur verkanna/sjálfboðavinnunnar sem fram fór í deildinni okkar var svo eflandi og margbrotnar tilfinningar kviknuðu þegar við afhentum gjafirnar frá okkur. Verkefnin voru alls konar. Innan kvennadeildarinnar voru hinar ýmsu nefndir starfandi. Í þeim voru langalangömmur og barnabarnabörn og konur allt þar á milli. Þar gafst okkur sem yngri vorum tækifæri til að læra af þeim eldri. Umræðan varð líka oft gagnleg og fjörug um málefni líðandi stundar og var þá gaman að hlusta á þegar tekist var á um pólitíkina. Þetta var mér, stelpunni að sunnan, mikill og góður skóli. Ég verð samferðakonum mínum úr Slysavarnadeildinni Unni ævinlega þakklát fyrir að leyfa mér að vera með. Þær sýndu mér vináttu, stuðning og systraþel.

Marín Rún Jónsdóttir Ljósmynd: Guðmundur Kr. Jóhannesson

BJÖRG SÆMUNDSDÓTTIR 1999–2002 OG 2013–2015 Ég gekk í Slysavarnadeildina Unni 1996. Fljótlega eftir inngönguna er ég komin í fjáröflunarnefndina og hef verð viðloðandi hana í 18 ár með hléum. Þetta er sú nefnd sem hefur gefið mér hvað mest í gegnum starfið hjá deildinni. Ég tek við formennsku deildarinnar í fyrra skiptið árið 1999. Það ár kemur Skjöldur Pálmason, formaður undirbúningsnefndar fyrir Unglingalandsmótið árið 2000 sem haldið verður í Vesturbyggð og Tálknafirði, og biður okkur að sjá um mat fyrir keppendur, fararstjóra og starfsmenn. Var þetta í fyrsta skipti sem mótið var haldið um verslunarmannahelgi og er nú komin hefð fyrir því. Vel gekk að fá konur til að koma að undirbúningi og matseld og gekk þetta allt vel. Spurningakeppni Unnar og Björgunarsveitarinnar Blakks var í fullum gangi á þessum tíma, sem gekk mjög vel og vel mætt á kvöldin. Þetta voru stærri verkefnin sem við í deildinni komum að. Seinna tímabilið mitt sem formaður var mikið um að vera hjá deildinni. Ekki nóg með að hún fagnaði 80 ára afmæli heldur var Kvennaþingið haldið hjá okkur það sama ár. Það var ákveðið að gefa út blað í tilefni afmælisins, sem við og gerðum og félagskonum var boðið í kaffisamsæti á Fosshótelinu hér á Patreksfirði. Einnig vorum við beðnar um að vinna í 200 manna brúðkaupi í júlí sem við tókum að okkur ásamt Kvenfélaginu SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

Sif, og var ákveðið að ágóðinn færi í ferðasjóðinn okkar. Undirbúningurinn fyrir Kvennaþingið hófst strax um haustið 2013. Tekið var frá allt laust gistirými á svæðinu, og ákveðið var að hafa þemað grænt (Heilagur Patrekur) og tengja það líka við sjóinn. Hefð er fyrir því að gefa konum gjöf á þessum þingum og ákváðum við að gefa litla vasabók sem búið var að sauma kápu á með merki Slysavarnafélagsins Landsbjargar, en Sólveig Ásta Ísafoldardóttir og Arnheiður Jónsdóttir höfðu umsjón með verkinu og kölluðu á konur á vinnukvöld. Magnús Ólafs Hansson hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða var ráðinn verkefnastjóri yfir skipulagningu þingsins, og Westfjords Adventures hélt utan um gistingu ásamt því að fá tilboð í mat og þess háttar. Haukur Már Sigurðsson átti lægsta tilboðið í veitingarnar og sá hann bæði um matinn í móttökunni og á aðalkvöldinu. Gísli Ægir Ágústsson var ráðinn veislustjóri og fórst það vel úr hendi. Móttakan var í íþróttahúsinu Bröttuhlíð á föstudeginum í boði Vesturbyggðar og var hún hin glæsilegasta. Nokkrir básar voru á staðnum þar sem hægt var að kaupa af heimamönnum ýmsan varning. Fjölskyldubandið með Rafn Hafliðason fremstan í flokki flutti nokkur lög. Þingsetning var svo á laugardeginum kl. 9.00. Dagskrá þingsins var

Björg Sæmundsdóttir Ljósmynd: Kristín Pálsdóttir fjölbreytt og fróðleg, sem endaði svo með hátíðarkvöldverði, skemmtidagskrá og dansleik fram á nótt. Daginn eftir var svo boðið upp á siglingu um fjörðinn fagra, hádegismat og að því loknu var komið að heimferð. Það er aldrei of oft vakin athygli á hinu mikla og óeigingjarna starfi sem slysavarnadeildir og björgunarsveitir um land allt leggja á sig til að verða samborgurum sínum að liði þegar hætta steðjar að. Að endingu vil ég óska deildinni innilega til hamingju með 90 ára afmælið. AFMÆLISBLAÐ 2024 // 23


Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa. Viðbragðsaðilar samankomnir eftir athöfn í kirkjunni. Frá vinstri: Viðbragðsaðilar frá Björgunar­ sveitinni Blakk, Slysavarnadeildinni Unni og Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, sjúkra­flutningamenn, Slökkvilið Vestur­byggðar. Ljósmynd: Kristín Pálsdóttir

Viðburðir og starf deildarinnar

Söngvarar í 60 ára afmæli deildarinnar árið 1994. Frá vinstri: Birna Jónsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Jónína H. Jónsdóttir, Nína Jóhannsdóttir.

Upprifjun úr starfi deildarinnar, m.a. fjáröflun, skemmtanir, afmæli o.fl.

Félagskonur að vinna í 50 ára afmæli deildarinnar árið 1984. Frá vinstri: Þórdís Todda Ólafsdóttir, Lilja Jónsdóttir, Edda Ólafsdóttir.

Skemmtiatriði á 60 ára afmæli Svd. Unnar árið 1994. Frá vinstri: Gróa Bjarnadóttir, Ólöf Jónsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Anna S. Einarsdóttir, Birna Jónsdóttir, Ásta Gísladóttir, Helga Guðjónsdóttir, Jónína H. Jónsdóttir, Ásdís Berg, Marín R. Jónsdóttir, Nína Jóhannsdóttir. 24 // AFMÆLISBLAÐ 2024

SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

Kaffisamsæti á Fosshóteli í tilefni af 80 ára afmæli deildarinnar árið 2014. Efsta röð frá vinstri: Jóhanna Gísladóttir, Anna S. Einarsdóttir, Sólrún Ólafsdóttir, Ingveldur Hjartardóttir, Sólveig Á. Ísafoldardóttir, Dröfn Árnadóttir, Arnheiður Jónsdóttir, Véný Guðmunds­­dóttir, Sigríður Erlingsdóttir, Fanney S. Gísladóttir, Halldóra B. Skúladóttir. Miðjuröð frá vinstri: Anna Jensdóttir, Björg Sæmundsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Fanney I. Halldórsdóttir, Dómhildur Eiríksdóttir, Jóna Guðmunds­ dóttir, Hrafnhildur Guðmunds­dóttir, Elín K. Einarsdóttir, Kristbjörg Kristmundsdóttir, Kristín B. Gunnarsdóttir, Edda F. Jóns­dóttir, Kristín B. Torfa­ dóttir, Jenný Sæmundsdóttir, Sigrún Helgadóttir, Sigurjóna Kristófers­dóttir. Fremsta röð frá vinstri: Guðrún Halldórsdóttir, Ásdís Berg, Lilja Jónsdóttir, Hrönn Vagnsdóttir, Erla Hafliðadóttir. SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

AFMÆLISBLAÐ 2024 // 25


Félagskonur að baka saman kleinur árið 2016. Frá vinstri: Nanna L. Sveinbjörnsdóttir, Steinunn Jóhannsdóttir, Guðný Ólafsdóttir, Jóhanna Gísladóttir, Fanney I. Halldórsdóttir, Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Sigríður Erlingsdóttir, Jóna Guðmundsdóttir, Sigurbjörg Pálsdóttir, María Ó. Óskarsdóttir. Ljósmynd: Sólrún Ólafsdóttir.

Bingó á jólafundi sem var haldinn á Heimsenda árið 2017. Í forgrunni frá vinstri: Ingveldur Hjartardóttir, Arnheiður Jónsdóttir, Anna Jensdóttir, Sigríður Erlingsdóttir, Anna S. Einarsdóttir.

Sönghópur í 75 ára afmæli deildarinnar árið 2009. Aftari röð frá vinstri: Anna S. Einarsdóttir, Jóna Guðmundsdóttir, Birna Jónsdóttir. Fremri röð frá vinstri: Ásdís Berg, Kristín Jónsdóttir, Ingveldur Hjartardóttir. Gítarleikari: Rafn Hafliðason.

Kaffisamsæti í FHP árið 2023, þá voru 40 ár liðin frá krapaflóðunum á Patreksfirði. Frá vinstri: Steinunn Jóhannsdóttir, María Ó. Óskarsdóttir, Björg Sæmunds­dóttir, Sigurbjörg Páls­dóttir, Fanney I. Halldórs­ dóttir, Sólrún Ólafsdóttir, Þorgerður Einarsdóttir, Steinunn Finnbogadóttir. Ljósmynd: Guðlaugur Albertsson

Opið hús í Sigurðarbúð sem var keypt árið 2008. Frá vinstri: Dómhildur Eiríksdóttir, Dröfn Árnadóttir, Anna Hafliðadóttir.

Austurlenskt kvöld til fjáröflunar árið 1996 á Rabbabarnum. Frá vinstri: Sólrún Ólafsdóttir, Sigurbjörg Kristjánsdóttir.

Patródætur að skemmta á krúttmagakvöldi árið 1994. Frá vinstri: Helga Guðjónsdóttir, Gunnhildur Valgarðsdóttir, Anna S. Einarsdóttir. 26 // AFMÆLISBLAÐ 2024

Nýársdögurður 7. janúar 2024 Efri röð frá vinstri: Nanna L. Sveinbjörnsdóttir, Sólveig Á. Ísafoldardóttir, Gerður Sveinsdóttir, Petrína Helgadóttir, Arnheiður Jónsdóttir, Steinunn Finnbogadóttir, Guðný Ólafsdóttir, Jóhanna Gísladóttir, Björg Sæmundsdóttir, Kristín B. Gunnarsdóttir, Harpa Pálsdóttir. Neðri röð frá vinstri: María Ósk Óskarsdóttir, Fanney I. Halldórsdóttir, Sólrún Ólafsdóttir, Anna S. Einarsdóttir, Kristbjörg Kristmundsdóttir, Kristín B. Torfadóttir. Ljósmynd: Víkingur Traustason SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

AFMÆLISBLAÐ 2024 // 27


Formenn Unnar

Karólína Guðrún Jónsdóttir Ljósmynd: Díana Sól Jakobsdóttir

Formenn Unnar

KARÓLÍNA GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR 2002–2005

DRÖFN ÁRNADÓTTIR 2005–2007

Sólrún Ólafsdóttir kom til mín og bað mig að vera varaformaður Slysavarnadeildarinnar Unnar og taka svo við sem formaður 2002. Ég var nú ekki alveg til í það, því að ég taldi mig ekki geta gert þetta þar sem sjálfstraustið var ekki mjög mikið. En við sem þekkjum Sólrúnu vitum að hún getur verið mjög sannfærandi og ég endaði með að segja „já“ (kannski líka vegna þess að ég nota lítið „nei“ ef ég er beðin um eitthvað). Þetta tókst bara þokkalega hjá mér, held ég. Ég var með góðar konur með mér sem studdu við bakið á mér á allan hátt. Ég er nýbúin að lesa yfir fundargerðir frá þessum tíma og verð að segja að ég mundi ekki eftir öllu því sem var gert þegar ég var formaður. Slysavarnamál eru alltaf ofarlega á baugi hjá deildinni og við byrjuðum að fara í slysavarnagöngu um bæinn okkar á þessum árum en það er líka alltaf eitthvað skemmtilegt á döfinni. Slysavarnadeildin Unnur hélt konukvöld í apríl 2002 í FHP. Þetta átti að vera lítil kvöldskemmtun sem vatt svo rækilega upp á sig að það endaði með að það var haldið opið konukvöld sem 200

Ég er fædd og uppalin á Patreksfirði og hef búið þar fyrir utan tvö ár á Ísafirði. Ég er ein af sjö systkinum. Snemma fór ég að fylgjast með slysum og það var vani á mínu heimili þegar ég var barn að hlusta á útvarp og fylgjast með fréttum þegar bátar og skip voru týnd og hvort þau skiluðu sér til hafnar. Það voru oft sorgarfréttir af áhöfnum bátanna í fréttunum þegar þeir skiluðu sér ekki heim og mörg heimili áttu um sárt að binda. En sem betur fer hefur þetta allt batnað, búnaður um borð og slysavarnir í dag eru allt aðrar og má þakka Slysavarnaskóla sjómanna það stóra átak að miklu leyti. Ég gekk snemma til liðs við Slysavarnadeildina Unni á Patreksfirði. Fljótlega fór ég í stjórn félagsins og var þar á 50 ára afmæli þess sem vararitari. Síðan varð ég ritari og seinna hef ég gegnt formanns- og gjaldkerastörfum fyrir deildina. Ég var kjörin formaður Slysavarnadeildarinnar Unnar árið 2005 og gegndi því til 2007. Það var með fyrstu verkum mínum sem formanns að huga að merki fyrir deildina svo við gætum merkt peysurnar okkar og látið útbúa fána fyrir deildina. Haft var samband við Vesturbyggð til að fá merki gamla Patrekshrepps sem var akkeri teiknað af Dýrleifu Guðjónsdóttur. Það var auðfengið frá Vesturbyggð og Dýrleifu. Þá kom að því að setja fánann upp. Ég ræddi við Halldór Þórðarson sem var svo hjálplegur að setja hann upp og fengum

konur mættu á, bæði héðan og úr nágrenni okkar. Einnig var haldið annað konukvöld í september 2003 í FHP sem við buðum Slysavarnadeildinni Gyðu á Bíldudal að taka þátt í. Gestakokkur kom frá Thai Koon á Ísafirði og Vagnssystur frá Bolungarvík sáu um skemmtiatriðin og var þetta hin fínasta skemmtun. Við héldum líka upp á 70 ára afmæli deildarinnar í FHP. Það gekk ýmislegt á í undirbúningi. Við vorum búnar að semja við skemmtikrafta að sunnan sem forfölluðust hver af öðrum vegna veikinda svo okkur leist ekkert á blikuna. En afmælið var haldið með sóma, nóg af góðum veitingum, kór eldri borgara söng nokkur lög undir stjórn Maggýjar Kristjánsdóttur. Einnig söng Margrét Eir svo fallega fyrir okkur og allir voru glaðir og sáttir með afmælið. Hér hef ég aðeins stiklað á stóru í starfi Slysavarnadeildarinnar Unnar á meðan ég var formaður en margt annað var gert. Þetta var mjög gefandi, skemmtilegur og lærdómsríkur tími. Megi Slysavarnadeildin Unnur lifa og dafna um ókomin ár.

við leyfi Landsbjargar að hafa þeirra merki á fánanum í horninu hægra megin. Þegar þetta var fengið þá var hafist handa við að merkja peysur fyrir félagskonur með merki félagsins og útbúa borðfána og hátíðarfána sem við getum flaggað á hátíðarstund. Deildin hefur um langan tíma séð um erfidrykkjur fyrir aðstandendur látinna. Það kom í minn hlut sem formanns að hitta aðstandendur fyrir jarðarfarir og heyra hvernig þeir óskuðu að staðið væri að erfidrykkjunum. Mér þótti vænt um að hitta aðstandendur og að við gætum hjálpað til á erfiðum tímum. Á þessum árum sat formaður félagsins í stjórn eigendafélags Félagsheimilis Patreksfjarðar (FHP). Það var vani að halda upp á fyrsta maí með bingói og dansleik og gekk innkoma til viðhalds á FHP. Slysavarnadeildin Unnur hefur alltaf verið dugleg að sækja alla viðburði á vegum Landsbjargar, öll þing og fundi, jafnframt höfum við fengið heimsókn frá Landsbjörg og hinum ýmsum deildum á landinu. Við höfum séð um að fræða börnin á leikskóla og í fyrsta bekk í grunnskóla og færa þeim endurskinsmerki og seinna var farið að gefa vesti með endurskini. Við höfum verið í samstarfi við Lionsklúbb Patreksfjarðar um hjólreiðadag fyrir börn í mörg ár. Við höfum verið duglegar að hafa líka eitthvað skemmtilegt að gera fyrir konur í deildinni. Í minni tíð sem formaður ákvað

Dröfn Árnadóttir Ljósmynd: Gísli Már Gíslason

stjórn að hafa skemmtikvöld. Þá var farið í sund, svo með rútu í Golfskálann í Vesturbotni þar sem stjórnin bauð upp á mat. Svo var farið í leiki og sungið og spilað. Ég vil óska deildinni innilega til hamingju með 90 ára afmælið og vona að hún verði áfram eins öflug og hún hefur verið til þessa.

Við óskum Slysavarnadeildinni Unni á Patreksfirði til hamingju með 90 farsæl ár KÁTA KRULLAN EHF AÐALSTRÆTI 6 450 PATREKSFIRÐI

S. HERMANNSSON SLF BRUNNUM 20 450 PATREKSFIRÐI

HAGALJÓN EHF AÐALSTRÆTI 76 450 PATREKSFIRÐI

VINNUVÉLAR GEORGS EHF AÐALSTRÆTI 1A 450 PATREKSFIRÐI

DIXON FASTEIGNA & JARÐASALA EHF HJÖLLUM 7 450 PATREKSFIRÐI

G.E. SVERRISSON EHF BRUNNUM 25 450 PATREKSFIRÐI

28 // AFMÆLISBLAÐ 2024

SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

AFMÆLISBLAÐ 2024 // 29


Deildin gefur öllum börnum á Patreksfirði endurskinsmerki árlega. Þessi mynd er frá árinu 2008 þegar tvær félagskonur afhenda börnum merkin. Frá vinstri: Anna Jensdóttir, Jóhanna Gísladóttir.

Guðrúnu Jónsdóttur færður blómvöndur í tilefni af 90 ára afmæli hennar 18. júni 2019.

Bjsv. Blakkur keypti þennan bát árið 1994 sem var nefndur Farsæll, hann er hér til sýnis fyrir utan Félagsheimili Patreksfjarðar. Svd. Unnur styrkti þau kaup veglega ásamt fleirum. Fyrir framan bátinn frá vinstri eru: Sigríður Sigfúsdóttir og Ingveldur Hjartardóttir. Ljósmynd: Torfi Jónsson

Gjafir Deildin hefur styrkt ýmis verkefni í gegnum tíðina, bæði til sjós og lands.

Svd. Unnur og Bjsv. Blakkur voru með sameiginlega fjáröflun í 12 ár sem var hugsuð til húsakaupa. Á myndinni afhendir Anna Jensdóttir Bjsv. Blakk ávísun sem er hlutur Svd. Unnar úr þeirri fjáröflun. Hún var notuð til kaupa á Sigurðarbúð sem er enn í dag húsnæði Björgunarsveitarinnar Blakks. Vinstra megin á myndinni er Jóhanna Gísladóttir.

30 // AFMÆLISBLAÐ 2024

Undanfarin ár hefur deildin gefið öllum skólabörnum og elstu deildinni í leikskólanum íþróttapoka sem eru saumaðir úr endurskinsefni og sjást mjög vel í myrkri. Hér eru tvær félagskonur að afhenda elstu leikskóladeildinni árið 2023 íþróttapokana. Frá vinstri: Guðlaug Hartmannsdóttir, Elín K. Einarsdóttir ásamt börnum.

Fermingarárgangur í Patreksskóla fær árlega reykskynjara að gjöf frá deildinni. Í nokkur ár hefur fulltrúi frá slökkviliðinu verið með fræðslu um eldvarnir á sama tíma. Frá vinstri: Eva Sóley Þorkelsdóttir, Kristján Arason. SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

Gefnar voru öruggar lokaðar rólur fyrir yngstu börnin í leikskólann Araklett. SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

Nýburagjafir á Patreksfirði sem í eru öryggishlutur, bæklingur um slysavarnir og fallegt sokkapar eða smekkur. AFMÆLISBLAÐ 2024 // 31


Formenn Unnar

Formenn Unnar

NINA ANNA DAU 2011–2013

Jóhanna Gísladóttir. Sjálfsmynd.

JÓHANNA GÍSLADÓTTIR 2009–2011 Það var í byrjun mars 1998 sem Sólrún Ólafs­dóttir kom inn í Landsbankann hér á Patreks­firði þar sem ég var við störf og fór að spjalla við mig og samstarfskonu mína, hana Björgu Sæmundsdóttur, um aðalfund Slysa­ varnadeildarinnar Unnar sem átti að halda um kvöldið. Björg var þá þegar gengin í deildina en ég hafði nú aldrei leitt hugann að því að ganga í svona kerlingahóp eins og ég hafði helst hugsað um félagsskapinn hingað til, en eftir mikið spjall og góða lýsingu á því út á hvað þessi félagsskapur gengur þá samþykkti ég að mæta á fundinn og ganga í deildina. Ég átti rúmlega ársgamla stelpu á þessum tíma og var svolítið farin að velta fyrir mér öryggis­ málum í umhverfinu svo tilgangur deildarinnar höfðaði bara ansi vel til mín. Ég sá það nú strax að þetta var sko enginn kerlingahópur og allar konur frá 18 til 80 ára unnu saman sem vinkonur og lítið verið að spá í aldursmun. Á öllum þessum árum hefur aldrei komið sá tími að ég hafi verið leið eða fundist leiðinlegt að starfa með deildinni. Öll þau verkefni sem ég hef tekið þátt í hafa verið 32 // AFMÆLISBLAÐ 2024

unnin með góðum konum og alltaf hefur verið skemmtilegt hjá okkur. Svona félagsskapur gengur aldrei upp nema það sé virk og góð stjórn. Ég hafði nú ekkert sérstakan áhuga á að ganga í stjórn og kunni þau störf ekkert en þegar leitað var til mín þá ákvað ég að slá til því ef enginn vill vera við stjórnvölinn þá gengur þetta ekki upp. Allt í allt hef ég starfað í stjórn deildarinnar í 11 ár, fyrst sem gjaldkeri og svo varð ég formaður árið 2009. Þegar ég kom inn í stjórnina sem varaformaður var Anna Jensdóttir formaður. Það var afskaplega gott að vinna með Önnu og fór ég upp í formannsstólinn með gott veganesti frá henni. Minn varaformaður var Nina Anna Dau og áttum við einnig afskaplega gott samstarf. Í minni formannstíð var ýmislegt gert fyrir utan þá föstu og hefðbundnu liði sem eru unnir árlega og get ég ekki farið að telja það allt upp hér en við m.a. byrjuðum á því að færa nýburum á staðnum gjafir sem innihéldu alls konar öryggisbúnað eins og t.d. endurskinsmerki á vagna, kokhólka og fingravini ásamt upplýsingabæklingum og

svo fylgdi með sokkapar sem félagskona hafði prjónað. Einnig byrjuðum við á þeim sið að færa fermingarbörnum reykskynjara að gjöf. Við fórum í stóra slysavarnagöngu um allan bæinn okkar og unnum upp úr því flotta skýrslu sem var send til bæjaryfirvalda með ósk um lagfæringar á því sem við töldum að mætti bæta og margt fleira var gert. Það að eiga svona virka slysavarnadeild skiptir samfélagið okkar miklu máli. Við höfum stutt vel við hin ýmsu málefni og höfum verið stór og góður bakhjarl fyrir björgunarsveitina okkar í gegnum tíðina. Mig langar að hvetja öll sem hafa áhuga á að kíkja á fund hjá okkur og kynna sér starf deildarinnar og svo vonandi í framhaldinu að ganga í deildina því þetta er virkilega skemmtilegur og gefandi félagsskapur. Ég óska Slysavarnadeildinni Unni innilega til hamingju með 90 ára afmælið. Megi deildin lifa og dafna um ókomna tíð.

SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

Ég hafði aðeins starfað með Slysavarnadeildinni Unni á Patreksfirði í tvö ár þegar þáverandi formaður og vinkona mín, Jóhanna Gísladóttir, kom að máli við mig og spurði hvort ég gæti hugsað mér að verða varaformaður næstu tvö árin og síðan formaður í tvö ár þar á eftir. Ég tók mér smá umhugsunartíma og fór í gegnum síðustu tvö árin í huganum – og komst fljótt að þeirri niðurstöðu að starf slysavarnadeildarinnar hafði nú þegar gefið mér mjög mikið: vináttu, félagsskap, virka þátttöku í því samfélagi sem ég hafði flutt til fyrir fáeinum árum og ekki síst það að geta gefið af mér – eða hreinlega geta gefið aðeins til baka til samfélagsins, sem hafði tekið mér svo opnum örmum. Ég vissi líka að Jóhanna og ég höfðum svipaðar hugmyndir og óskir fyrir framtíð deildarinnar og starf hennar og sagði ég því fljótlega „já“ við beiðni hennar og sá aldrei eftir því. Mín formannstíð hófst síðan á aðalfundi 2011 og stóð yfir til aðalfundar 2013. Hún endaði því miður með því að ég flutti frá staðnum eftir sjö ára viðveru og hef því aðeins getað tekið mjög takmarkaðan þátt í starfi deildarinnar hin síðustu ár. Við í stjórninni 2011–2013 höfðum allar mikinn áhuga á slysavörnum, á samfélagsmálum og á samstarfi, bæði innan Landsbjargar sem og við önnur félög eða einstaklinga sem vildu láta gott af sér leiða. Starfið okkar einkenndist af því að kynna okkur sem flest verkefni sem Slysavarnafélagið Landsbjörg fór af stað með og meta hvað myndi henta í okkar samfélagi eða hvernig við gætum útfært eða aðlagað það okkar aðstæðum. Þannig gripum við til dæmis hugmyndina að gefa nýbökuðum foreldrum ungbarnagjafir sem samanstóðu af öryggisvörum fyrir heimilið, upplýsingum um slíkar vörur, upplýsingum um deildina okkar – reyndar á íslensku, pólsku eða ensku eftir því sem átti við – og síðast en ekki síst fallegum ungbarnasokkum sem konur úr deildinni prjónuðu af mikilli list. Það kom oft í minn hlut sem formanns að afhenda gjafirnar og var það alltaf gleðileg heimsókn ásamt því að kynnast fólki í þorpinu sem maður annars hitti aðeins úti í búð eða á göngu. Okkur mætti alltaf mikill áhugi á starfi deildarinnar og þakklæti fyrir gjöfina. Einnig gáfum við fermingarbörnum reykskynjara og ræddum um áhættuna sem fylgir raftækjum á heimilinu, sem var alltaf vel þegið. Mikil ánægja var einnig með öryggis­ heimsóknir okkar til eldri borgara í þorpinu. SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

Félagar slysavarnadeildarinnar fóru í heimsóknir og skoðuðu heimili eldri borgara með það í huga að koma auga á slysagildrur og að ráðleggja og aðstoða einstaklinga við að laga slíkt. Oftar en ekki stóðu félagar okkar í tröppum að skipta um batterí í reykskynjurum, fjarlægðu óþarfar lausar mottur sem hægt var að detta um eða bættu varnir í sturtubotnum svo að fólkið rynni síður

Nina Anna Dau. Sjálfsmynd. til. Það var farið í slysavarnagöngur um bæinn og farið síðan með lista til bæjarstjórnar sem tók því fegins hendi og byrjaði strax að laga eitt og annað sem var á listanum. Við tókum þátt í öllum umferðarathugunum – eins og beltanotkun og barnastólanotkun. Við héldum hjóladaginn árlega en þar má einmitt nefna samstarfið við önnur félög eins og mótorhjólaklúbbinn á svæðinu, björgunarsveitina, lögregluna og fleiri. Björgunarsveitin Blakkur var tiltölulega nýflutt í nýtt húsnæði á þessum tíma sem slysavarnadeildin hafði tekið nokkuð stóran þátt í að fjármagna og fékk deildin líka aðstöðu í húsinu. Það er a.m.k. mín tilfinning að daglegt samstarf björgunarsveitarinnar og slysavarnadeildarinnar hafi frá þeim tíma einnig vaxið og eflst, til dæmis með sameiginlegu námskeiðshaldi, sameiginlegu átaki á 112- deginum og fleiru. Á minni formannstíð lenti samfélagið okkar í óvenju mörgum áföllum hvað varðar ótímabær fráföll einstaklinga sem höfðu lagt mikið til samfélagsins. Þar sem slysavarnadeildin sér um erfidrykkjur sem fjáröflun fyrir sig fórum við heldur ekki varhluta af því í okkar starfi. Fyrir utan það að slík áföll hafa alltaf mikil áhrif í svona litlu

samfélagi þá þurftum við að biðja konur óvenju oft um að baka og vinna við erfidrykkjur, sem allar tóku vel í eins og venjulega, þó að það reyndi á. Í þessum aðstæðum varð okkur í stjórninni ljóst að við vildum einnig að félagsstarfið myndi styrkja og halda vel utan um félagsmenn svo að við hittumst ekki eingöngu undir erfiðum og krefjandi aðstæðum þegar við værum að sinna starfi okkar. Það var því ákveðið að stefna á að halda eina samkomu eða uppákomu á mánuði, allt árið, svo að konur hefðu einnig vettvang til að hittast utan hefðbundna deildarstarfsins og til að gleðjast saman. Fyrir utan hina hefðbundnu aðalfundi, haustfundi og jólabasarinn voru því haldnir ólíkir félagsfundir eins og léttur jólafundur, spilakvöld og spjallfundur. Það var mjög gaman að hitta þennan frábæra hóp kvenna – ekki einungis þegar við tókum höndum saman til að klára ákveðin verkefni eins og erfidrykkjur, umferðarkannanir eða hjóladaga heldur einnig til að hafa gaman saman, spjalla, syngja, spila og hlæja. Það er gaman að sjá að seinni stjórnir hafa haldið þessari stefnu og þróað áfram, og nú hittast félagar reglulega í dögurð og jafnvel á skemmtikvöldum með öðrum slysavarnadeildum í nágrenninu. Mér þótti alltaf gaman og svolítið einstakt í okkar deild hvað kynslóðirnar unnu vel saman og hve allir mátu hlutverk og starf hver annars mikils. Allir tóku virkan þátt í starfinu, hver á sínum forsendum. Á hverjum aðalfundi sem ég sat gengu nýjar konur í deildina og oft á tíðum bættist ný kynslóð við, dætur og barnabörn þeirra sem voru fyrir í deildinni. Það hefur einnig alltaf verið góð þátttaka frá deildinni á öllum kvennaþingum sem ég man eftir og létu eldri konur deildarinnar sig heldur ekki vanta þar. Það sýnir bara enn frekar hvað deildin er mikill og góður félagsskapur, ekki síður en mikilvæg starfsemi og hlekkur í samfélaginu okkar. Á minni formannstíð var farið á Kvennaþingið í Reykjanesbæ þar sem hernámsárin voru þema og mun ég aldrei gleyma því þegar ein af elstu konum deildarinnar bauð öllum kvennaþingsförum heim til sín, opnaði fataskápinn sinn og bauð öllum að finna sér kjóla og önnur föt sem smellpössuðu í þema þingsins. Þingið var frábært og félagsskapurinn enn betri og var þetta ógleymanleg ferð. Ég þakka félagskonum fyrir dýrmæta samveru, samvinnu og frábæran félagsskap á þessum árum og óska deildinni innilega til hamingju með 90 ára afmælið og velfarnaðar í áframhaldandi starfi. AFMÆLISBLAÐ 2024 // 33


Skemmtiferðir Félagskonur hafa farið saman í ferðalög um landið og haft gaman af því.

Dinner á ítölskum stað í skemmtiferð á Akureyri 2007. Frá vinstri: Ingveldur Hjartardóttir, Sólrún Ólafsdóttir, Guðrún Leif, Thelma Kristinsdóttir, Elín K. Einarsdóttir, Kristín Sverrisdóttir, Sandra Skarphéðinsdóttir, Dröfn Árnadóttir, Jóhanna Gísladóttir.

Skemmtiferð um Vestfirði árið 1996. Myndin er tekin fyrir framan hús björgunarsveitarinnar í Súðavík. Frá vinstri: Þröstur Ólafsson, Margrét Gunnlaugsdóttir, Kristín Viggósdóttir, Anna S. Einarsdóttir, Marín R. Jónsdóttir, Aðalheiður Kolbeins, Rósa Jónsdóttir, Margrét Sveinsdóttir, Ólafía Þorgrímsdóttir, Ásta Gísladóttir, Ingveldur Hjartardóttir, Sólrún Ólafsdóttir, Dröfn Árnadóttir, Birna Jónsdóttir, Arnbjörg Guðlaugsdóttir, Fjalar Gunnarsson. Dinner á Hótel KEA á Akureyri 2007. Frá vinstri: Thelma Kristinsdóttir, Björg Sæmundsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, María Ragnarsdóttir, Halldóra B. Jónsdóttir, Guðrún Leif.

Drekkutími á leiðinni í skemmtiferð til Akureyrar 2007. Frá vinstri: Kristín B. Torfadóttir, Dröfn Árnadóttir, Sigrún Helgadóttir, Jenný Óladóttir, Ásgeir Einarsson bílstjóri, Guðrún Jónsdóttir, Jóhanna Gísladóttir, Guðrún Leif, Sandra Skarphéðinsdóttir, Elín K. Einarsdóttir.

Gaman í rútu á leið til Akureyrar 2007. Fremst vinstra megin: Jóhanna Gísladóttir, Anna S. Einarsdóttir, Ingveldur Hjartardóttir, Jóna Guðmundsdóttir. Fremst hægra megin: Kristbjörg Kristmundsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Halldóra B. Jónsdóttir. 34 // AFMÆLISBLAÐ 2024

Sumarþema á skemmtikvöldi með Svd. Gyðu á Bíldudal á síðasta vetrardag 2022. Frá vinstri: Lilja Sigurðardóttir, Kolbrún Matthíasdóttir, Kristín B. Gunnarsdóttir. SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

AFMÆLISBLAÐ 2024 // 35


Formenn Unnar

Formenn Unnar

ARNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR 2019–2021

Lilja Sigurðardóttir. Ljósmynd: Sigurður Ólafur Sigurðsson

LILJA SIGURÐARDÓTTIR 2017–2019 Frá því ég man eftir mér voru foreldrar mínir virkir þátttakendur í félagsstarfi innan samfélagsins. Þau þjálfuðu hjá íþróttafélaginu, voru í Lionsklúbb og kvenfélagi, tóku þátt í að undirbúa spurningakeppni sem Björgunarsveitin Blakkur og Slysavarnadeildin Unnur stóðu að og margt fleira. En síðast og ekki síst tóku þau virkan þátt í björgunarsveitinni og slysavarnadeildinni. Það var aldrei tímabil sem ég man eftir þar sem þau voru ekki í stjórn einhvers félags eða annars. Ég er alin upp í þeim anda að það sé mikilvægt að gefa af sér og hlúa að samfélaginu, og er það eitthvað sem ég mun hvetja mín börn til að tileinka sér líka. Ég hef alltaf vitað af slysavarnadeildinni en lítið pælt í því hvað fælist í starfseminni þangað til mér var boðið að vera með. Það kom mér skemmtilega á óvart hvað verkefni deildarinnar voru fjölbreytt og náðu til margra í samfélaginu, allt frá gjöfum fyrir nýfædd börn, upp í öryggisheimsóknir til eldri íbúa. Eitt af því sem er svo skemmtilegt við deildina er hvað félagskonur eru ólíkar og með mismunandi áhugasvið og styrkleika. Það er því stanslaus þróun í deildinni og lítið um stöðnun. Mikil nýliðun hefur einkennt deildina okkar, en við vitum að það er ekkert endilega sama þróun í öðrum deildum víða um land. Það getur verið áskorun í nútíma samfélagi að halda uppi 36 // AFMÆLISBLAÐ 2024

hreyfingu sem byggir á sjálfboðavinnu og í dag er mikil samkeppni um tíma fólks. Það er því mikilvægt að sjálfboðaliðastarf sé líka gefandi og skemmtilegt. Félagar í Slysavarnadeildinni Unni kunna svo sannarlega að hafa gaman og skemmta sér vel, sem hefur margsýnt sig þegar við mætum á Landsþing slysavarnadeilda, þar sem okkar deild er alltaf langfjölmennust og með bestu skemmtiatriðin. Þegar ég tók við sem formaður var ég nýgengin í deildina. Ég varð mjög fljótlega varaformaður og svo í framhaldinu formaður. Tíminn minn í stjórn kenndi mér margt og stækkaði bæði sjóndeildarhring og þægindarammann. Fyrstu árin fara í að læra og fylgjast með, og síðan er tækifæri til að láta til sín taka og setja sinn lit á starfsemina. Það er ekki alltaf auðvelt og getur verið erfitt að sitja undir mismunandi skoðunum yfir 50 kvenna sem eru á mismunandi aldri, með ýmisleg gildi og margvíslegan bakgrunn. En maður lærir að standa og falla með ákvörðunum sínum, vera stoltur þegar vel gengur en sýna auðmýkt og biðjast afsökunar þegar eitthvað fer úrskeiðis. Ég er stolt af mínum störfum sem formaður, er með margar góðar minningar í farteskinu og vona að ég hafi náð að vera hvetjandi leiðtogi, því það er allt sem skiptir máli.

SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

Ég var formaður slysavarnadeildarinnar árin 2019 til 2021 en áður hef ég nokkum sinnum verið í stjórn deildarinnar bæði sem gjaldkeri og ritari. Mér finnst slysavarnadeildin vera órjúfanlegur hluti af lífi mínu hér fyrir vestan. Eftir að ég flutti aftur vestur 22 ára kom einhvern veginn ekki annað til greina en að ganga í slysavarnadeildina. Ég hef tekið þátt í alls kyns verkefnum með deildinni og hef kynnst og unnið með mörgum konum sem ekki hefði gerst ef ég hefði ekki verið í deildinni. Þegar manneskja gefur sig í sjálfboðastarf eins og að vinna með slysavarnadeild þá gefur það henni sjálfri mikið auk þess að hún lætur gott af sér leiða. Það er margs að minnast eins og undirbúnings jólabasarsins sem alltaf var mikil vinna þegar konur unnu sjálfar allar vörur sem voru til sölu. Ég hef tekið þátt í öllu hefðbundnu starfi deildarinnar eins og aðrar deildarkonur og held ég að það væri stórt skarð í mannlífinu á Patreksfirði ef Slysavarnadeildarinnar Unnar nyti ekki við. Ég hef bæði sem formaður og stjórnarmaður farið á fundi og námskeið fyrir hönd deildarinnar, s.s. fulltrúaráðsfundi, slysavarnaþing Landsbjargar sem ég hvet allar deildarkonur til að mæta á, og auðvitað kvennaþing svo eitthvað sé nefnt. Það er mjög lærdómsríkt að fara á þessa fundi/

þing/námskeið og einnig mjög skemmtilegt að heyra hvernig starf er annars staðar og því mjög gefandi og fræðandi. Þann tíma sem ég var formaður voru mjög sérstakir tímar því að ég var formaður á Covid tímanum og eiginlega allt rafrænt. Það var verið að reyna að halda úti starfi, bæði deilda og einnig félagsins, þrátt fyrir þessar óvenjulegu aðstæður. Það voru námskeið og fundir á netinu og deildir funduðu um hvernig væri hægt að sinna félagsstarfi án þess að hittast. Í framhaldi af því gerðum við tilraun til að hafa félagsfund á netinu sem var mjög skemmilegt. Á þessum árum voru flestar samkomur felldar niður eða frestað vegna samkomutakmarkana. En það er sama við hvernig aðstæður við vinnum, alltaf eru slysavarnakonur úrræðagóðar og við gátum á þessum tíma gripið tækifæri til að hittast á milli þess sem samkomutakmarkanir voru. Það er sama hvar við komum, fulltrúar Slysavarnadeildarinnar Unnar, þá vekjum við athygli því að deildin er samansett af frábærum og duglegum konum sem eru tilbúnar að vinna fyrir deildina sína og koma fram fyrir hennar hönd. Það hefur því verið mikill heiður að vinna fyrir og með deildarkonum þessi ár. Að lokum vil ég óska öllum slysavarnakonum til hamingju með þessi tímamót hjá Slysavarnadeildinni Unni.

Arnheiður Jónsdóttir Ljósmynd: Guðný Gígja Skjaldardóttir

EVA SÓLEY ÞORKELSDÓTTIR 2021–2023 Ég gekk í Slysavarnadeildina Unni árið 2018, en þá var ég nýflutt til Patreksfjarðar og þekkti engan. Mér var bent á að deildin væri góður vettvangur til að kynnast öðrum konum í bæjarfélaginu. Ég gekk svo formlega í deildina á aðalfundinum árið 2019 og var þá fengin inn í stjórnina sem varamaður. Tími minn í stjórn Slysavarnadeildarinnar Unnar var ótrúlega lærdómsríkur og skemmtilegur. Ég lærði fullt um Slysavarnafélagið Landsbjörg og störf slysavarnadeilda. Störf mín í stjórninni urðu þó kannski aðeins öðruvísi en gengur og gerist þar sem Covid setti stórt strik í reikninginn og nánast allt starf lá niðri á meðan heimsfaraldurinn gekk yfir. Við náðum þó að sinna starfinu svolítið á milli Covidbylgna. Til að mynda fór ég með fulltrúa Slökkviliðsins að hitta börn í 8. bekk þar sem þau fengu fræðslu um eldhættu sem leynist í herbergjum þeirra SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

og þau fengu reykskynjara að gjöf frá deildinni. Krakkarnir tóku vel í þessa fræðslu og fannst gaman að ræða við slökkviliðsmanninn. Einnig fór deildin í slysavarnagöngu um bæinn þar sem deildarkonur skráðu og tóku myndir af stöðum í bæjarfélaginu þar sem slysahætta leynist. Við í stjórninni fórum yfir myndirnar og sendum skýrslu til Vesturbyggðar og kröfðumst úrbóta. Vesturbyggð tók vel í ábendinguna og er búið að lagfæra margt af því sem bent var á í skýrslunni frá okkur. Í september 2022 skelltum við okkur svo á Landsmót slysavarnadeilda þar sem við skemmtum okkur konunglega og var gaman að sjá hvað margar ólíkar konur úr öllum áttum gátu haft gaman saman. Óhætt er að segja að ég hafi notið stjórnarsetu minnar í botn og mæli ég með því að sem flestar deildarkonur sitji að minnsta kosti einu sinni í stjórn til að kynnast betur starfi deildarinnar.

Eva Sóley Þorkelsdóttir Ljósmynd: Kristján Arason

AFMÆLISBLAÐ 2024 // 37


Þröstur og Lappi Ljósmynd: Kristín Pálsdóttir

Að eiga leitarhund Þröstur Reynisson

Á Íslandi starfa tvær hundasveitir. Björgunar­ hundasveit Íslands er með flesta félaga á suð­ vesturhorninu og sunnanverðum Vestfjörðum. Leitarhundar Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru dreifðir um aðra landshluta. Formleg svæða­ skipting er þó engin. Prófreglur eru samræmdar en þjálfunaraðferðir ekki.

eiga að geta lært þetta. B segir að að teymið sé nothæft í útkall ef enginn betri kostur er í boði. A segir að teymið sé útlært, en þarf þó að fara árlega í endurmat. Ef það er vanrækt eða teymið stenst ekki prófið færðu B í eitt ár. Þá þarf að æfa stíft og endurnýja A prófið árið eftir eða detta af útkallslista.

Leitarhundar eru aðallega þjálf­aðir til þrenns konar verkefna. Þekktastir eru sporhundar. Þeir eru í upphafi leitar látnir þefa af einhverju sem tilheyrir þeim týnda, rekja svo slóð hans til enda og láta ekki aðra lykt trufla sig. Sporhundar eru örfáir á landinu enda þjálfun þeirra og notkun nánast á atvinnumannastigi.

Æfingar eru gjarnan haldnar vikulega þar sem hundar eiga heima. Próf þarf að þreyta á formlegum námskeiðum sem auglýst eru hjá Björgunarskóla Landsbjargar. Hjá hvorri hundasveit er eitt vetrarnámskeið í fimm daga, gjarnan seint í mars. Staðsetning er þar sem finnst ódýrasta gistingin nálægt nægum snjó. Sumarnámskeið eru þrisvar hjá hvorri sveit, þrír dagar í senn. Ódýr gisting og nálægð við þátttakendur ræður staðsetningu. Oftast mæta um 30 í þrjár nætur. Kostnaður er því fljótur að hlaupa upp þótt ferðaþjónar bjóði okkur bestu kjör.

Algengari eru víðavangsleitarhundar. Þeir eru látnir leita tiltekið svæði og tilkynna eiganda um alla sem þeir þefa þar uppi. Þeir láta galvaskir vita af fólki í berjamó og svoleiðis. Svo eru snjóflóðahundar. Þeir eru öflugasta leitartækið eftir snjóflóð í byggð og annars staðar þar sem týndir eru ekki með snjóflóðaýli á sér. Sambland af snjóflóðaleit og víða­­vangsleit er svo rústaleit, t.d. eftir jarðskjálfta. Hundur og maður saman þurfa að taka próf í þremur stigum. C segir að þeir séu búnir að ná grunnatriðum og 38 // AFMÆLISBLAÐ 2024

Ferðakostnaður getur einnig orðið talsverður. Oft hafa verið keyrðir 2000–3000 km árlega vegna námskeiða. Við Patreksfirðingar erum betur settir en margir því fljótlega eftir að hundaþjálfun hófst hérna stofnuðu slysavarnakonur sjóð sem við getum sótt í drjúgan hluta af útlögðum kostnaði.

Ég byrjaði með Lassa heitinn fyrir rúmum 20 árum. Við náðum aldrei prófi í víðavangsleit, en tókum níu sinnum snjóflóðapróf. Nú er ég með Lappa níu ára. Við erum með A í snjó og víðavangi. Höfum náð ellefu sinnum, en reynt oftar. Þetta hefur verið skemmtilegur tími og víða farið. Ég hef verið nokkrum sinnum á Langjökli, við Kröflu og Snæfellsjökul. Undir Eyjafjallajökli, í Kerlingarfjöllum að vetrarlagi og víðar. Félagsskapurinn er frábær. Ég náði að kynnast þeim sem komu með hunda í krapaflóðin á Patró 1983. Það var fyrsta útkall BHSÍ. Enn eru þarna reynsluboltar sem hafa verið með hunda miklu lengur en ég og fullt af ungu, kraftmiklu fólki sem safnar þekkingu og reynslu af miklum móð. Um þessar mundir eru fjórir hundar í þjálfun á Patró og Tálknafirði. Bonka er komin með B í snjó­num og ætlar að ná A í vetur. Skrugga ætti að ná B í vetur og er komin á gott ról í sumarleit. Búri er hvolpur sem á framtíðina fyrir sér. Síðasta námskeið sumarsins var haldið á okkar slóðum um miðjan september. Þá gistu um 30 manns í FHP. Oddi og Fjölval sáu öllum hópnum fyrir nægum mat og Slysavarnadeildin Unnur kom og eldaði af snilld. Þrátt fyrir grenjandi slagveður og ýmsar uppákomur fóru allir sáttir heim. SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

Siggeir Guðnason í útkalli.

Ljósmynd: Jónas Þrastarson

Kveðja frá Björgunarsveitinni Blakk Siggeir Guðnason formaður

Slysavarnadeildin Unnur hefur verið stór og góður bakhjarl Björgunarsveitarinnar Blakks allt frá stofnun sveitarinnar.

mæting síðan þá, en það voru 25 sem stóðust þetta námskeið. Á hverju ári sækir sveitin svo um styrk til Unnar fyrir ýmsum björgunarbúnaði sem nýtist sveitinni í starfi. Eitt dæmi um aðstoð þeirra er frá árinu 2019 en þá ákvað stjórn sveitarinnar að yfirfara Blakk 1 sem er Toyota Land Cruiser sem sveitin hefur átt frá árinu 2001. Það var töluverður kostnaður að láta sprauta bílinn, laga skemmdir og setja á hann ný ljós. En það tókst með því að sækja um styrk til slysavarnadeildarinnar og annarra félaga á svæðinu.

Slysavarnadeildin átti stóran þátt í því að aðstoða okkur við að stækka við okkur þegar það var orðið ljóst að Andrésarbúð var að verða of lítil fyrir sveitina. Það hófst með spurningakeppni árið 1996 og voru þær haldnar í þó nokkur ár og síðan tóku sælkerakvöldin við. Björgunarsveitin vígði svo Sigurðarbúð, núverandi húsnæði, haustið 2008. Félagar sveitarinnar voru og eru þakklátir slysavarnakonum fyrir þá miklu aðstoð sem fólst í því að festa kaup á nýju húsnæði. Samstarf slysavarnadeildarinnar og björgunar­ sveitarinnar hefur alltaf verið gott. Árið 2012 var haldið námskeið hér á Patreksfirði í Fyrstu hjálp 1 og það hefur aldrei verið eins góð SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

Við óskum slysavarnakonum til hamingju með 90 árin og þökkum fyrir allan stuðninginn sem þær hafa veitt okkur. Ljósmynd: Sigurður Ólafur Sigurðsson AFMÆLISBLAÐ 2024 // 39


Kvennaþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar Fróðlegt og gaman hefur verið að fjölmenna á kvenna­­­­þingin og hitta slysa­ varnakonur víða af landinu.

Fjólublátt þema á skemmtikvöldi Kvennaþings á Gufuskálum 2006. Frá vinstri: Ingveldur Hjartardóttir, Guðrún Jónsdóttir, Kristbjörg Kristmundsdóttir, Anna S. Einarsdóttir, Sigríður Erlingsdóttir, Anna Jensdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Arnheiður Jónsdóttir, Jóna Guðmundsdóttir. Ljósmynd: Sólrún Ólafsdóttir.

Grænt þema á skemmtikvöldi á Kvennaþingi á Patreksfirði 2014. Aftari röð frá vinstri: Ingveldur Hjartardóttir, Nina Anna Dau, Sandra Skarphéðinsdóttir, Anna Jensdóttir, Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir, Arnheiður Jónsdóttir, Kristín B. Gunnarsdóttir, Guðrún Eggertsdóttir, Brynja Rafnsdóttir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Jóna Guðmundsdóttir, Björg Sæmundsdóttir, Hrönn Vagnsdóttir, Erla Hafliðadóttir, Lilja Magnúsdóttir, Sonja Ísafold. Fremri röð frá vinstri: Véný Guðmundsdóttir, Kolbrún Matthíasdóttir, Jóhanna Gísladóttir, Elín K. Einarsdóttir, Sólrún Ólafsdóttir. Fremst: Sólveig Á. Ísafoldardóttir.

Greaseþema á skemmtikvöldi á Kvennaþingi í Vestmannaeyjum 2008. Frá vinstri: Nina Anna Dau, Dómhildur Eiríksdóttir, Kristbjörg Kristmundsdóttir, Ingveldur Hjartardóttir, Anna Jensdóttir, Sigríður Erlingsdóttir, Jóhanna Gísladóttir, Jóna Guðmundsdóttir, Anna S. Einarsdóttir, Sandra Skarphéðinsdóttir.

Hátíðarkvöldverður á skemmtikvöldi á Kvennaþingi á Patreksfirði 2014. Frá vinstri: Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Sonja Ísafold.

Fundur á Kvennaþingi á Húsavík 2010. Fremri röð frá vinstri: Anna Jensdóttir, Sólrún Ólafsdóttir, Jenný Sæmundsdóttir, Anna Gestsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Sigríður Erlingsdóttir, Nina Anna Dau, Björg Sæmundsdóttir. 40 // AFMÆLISBLAÐ 2024

Skemmtilegt á hátíðarkvöldverði á Kvennaþingi á Patreksfirði 2014. Frá vinstri: Sólrún Ólafsdóttir, Arnheiður Jónsdóttir, Kristín B. Pálsdóttir.

Fjölskyldubandið að spila í móttöku í Íþróttahúsinu Bröttuhlíð á Kvennaþingi á Patreksfirði 2014. Frá vinstri: Rafn Hafliðason, Patrekur Gestsson, Gróa Bjarnadóttir, Gestur Rafnsson, Rafn E. Sigmarsson, Elísabet A. Hermannsdóttir, Ólöf Þórðardóttir, Brynja Rafnsdóttir. SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

AFMÆLISBLAÐ 2024 // 41


Félagskonur á leiðinni á skemmtikvöld með Abbaþema á Kvennaþingi í Ólafsvík 2018. Aftari röð frá vinstri: Björg Sæmundsdóttir, Jóhanna Gísladóttir, Sigríður Erlingsdóttir, Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Svava Gunnarsdóttir, Kolbrún Matthíasdóttir, Ingveldur Hjartardóttir, Petrína Helgadóttir, Arnheiður Jónsdóttir, Eva Sóley Þorkelsdóttir, Gunnhildur Þórisdóttir, Anna Jensdóttir, Dröfn Árnadóttir, Lilja Sigurðardóttir. Fremri röð frá vinstri: Nina Anna Dau, Jórunn Helgadóttir, Guðný Ólafsdóttir, Jenný Sæmundsdóttir, Berglind M.V. Kristjánsdóttir, Sædís Eiríksdóttir, Guðný Ó. Guðjónsdóttir. Fremst er Sólveig Á. Ísafoldardóttir.

Hjartans hamingjuóskir með 90 ára afmælið. Bestu kveðjur, starfsfólk Hotel WEST

Abbaþema á skemmtikvöldi á Kvennaþingi í Ólafsvík 2018. Frá vinstri: Sigurbjörg Kristjánsdóttir, Kolbrún Matthíasdóttir, Svava Gunnarsdóttir, Sólrún Ólafsdóttir, Kristín B. Gunnarsdóttir, Dröfn Árnadóttir, Lilja Sean.

Félagskonur fyrir utan Hótel Örk í Hveragerði á Landsmóti slysavarnadeilda 2022. (Árinu áður var nafninu breytt úr Kvennaþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Landsmót slysavarnadeilda). Aftasta röð frá vinstri: Dröfn Árnadóttir, Auður Steinberg, Arnheiður Jónsdóttir, Þorgerður Einarsdóttir, Petrína Helgadóttir, Guðlaug Hartmannsdóttir, Guðný L. Pálsdóttir, Sólveig Á. Ísafoldardóttir. Miðjuröð frá vinstri: Gunnhildur Þórisdóttir, Kolbrún Matthíasdóttir, Sólrún Ólafsdóttir, Kristín B. Gunnarsdóttir, Gerður B. Sveins­ dóttir, Lilja Sean, Guðrún Eggertsdóttir. Fremsta röð frá vinstri: Maggý Keransdóttir, Sædís Eiríksdóttir, Jórunn Helgadóttir, Guðný Ó. Guðjónsdóttir, Jenný Sæmunds­ dóttir, Guðrún Ýr Grétarsdóttir, Eva Sóley Þorkelsdóttir, Lilja Sigurðardóttir. 42 // AFMÆLISBLAÐ 2024

SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

AFMÆLISBLAÐ 2024 // 43


Vantar þig rafvirkja-, rafeindavirkja eða raflagnahönnuð?

Skjámyndir Lýsingarhönnun Raflagnahönnun Iðnstýringahönnun Þrívíddarteikning Iðntölvuforritun Jarðbindingar

Öryggiskerfi Myndavélakerfi Aðgangsstýrikerfi Brunaviðvörunarkerfi Almenn tölvuaðstoð Gagnabjörgun Netkerfi

Tökum að okkur öll almenn rafvirkja- og rafeindavirkjaverkefni á sunnanverðum Vestfjörðum

Vatneyri Iðngarðar 105 stefan@eyfaraf.com

Sími 482-4477

Bílaverkstæðið Smur og Dekk ehf. Patreksfirði Car & Tire repairs 456-1144 896-2815

palli@patro.is

FJÖLVAL Við óskum Slysavarnadeildinni Unni á Patreksfirði til hamingju með 90 farsæl ár. 44 // AFMÆLISBLAÐ 2024

SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

AFMÆLISBLAÐ 2024 // 45


Slysavarnadeildin Unnur VIÐBURÐADAGATAL 2024

24. febrúar opið hús kl 14 - 16 í tilefni af 90 ára afmæli. Hátíðarkvöldverður fyrir félagskonur og maka maí hjóladagur Svd unnar, Lions, Bjsv Blakks og lögreglu 20.-22. september Landsmót slysavarnadeilda á Ólafsfirði 20. nóvember Minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa

22. febrúar 90 ára afmæli SVD Unnar

Slysavarnadeildin Unnur 90 ára

22. febrúar 2024

28. febrúar Aðalfundur SVD Unnar 24. apríl síðasti vetrardagur svd unnur og Gyða á Bíldudal

OPIÐ HÚS 24. FEBRÚAR Í FHP KL 14-16

júní safe travel dagurinn 16. október Haustfundur

DAGSKRÁ Ávarp formanns - Sólrún Ólafsdóttir

24. nóvember jólabasar Svd unnar

Heiðursgestur - Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnastjóri slysavarnamála SL Heiðrun

3. desember jólafundur

Tónlistaratriði - Tónlistarskóli Vesturbyggðar Kaffiveitingar Nefndir

Stjórn Sólrún Ólafsdóttir - formaður Gerður Björk Sveinsdóttir - gjaldkeri María Ósk Óskarsdóttir - ritari

Fjáröflunarnefnd Umferðarnefnd Jólabasar Súkkulaðinefnd

Fanney Inga Halldórsdóttir - varaformaður

Öryggi á hafnarsvæði

Guðný Ólafía Guðjónsdóttir - varagjaldkeri

Eldriborgaranefnd

Elín Dóróthea Sveinsdóttir - vararitari

Skyggnusýning - Myndir og kynning á störfum deildarinnar Orðið gefið laust Dagskrá slitið - Sólrún Ólafsdóttir

Minningarkort Skemmtinefnd

Hátíðarkvöldverður kl. 19:30 fyrir félagskonur og maka

Skoðunarnefnd

46 // AFMÆLISBLAÐ 2024

SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA

1934 - 2024

11. febrúar 112 dagurinn

7. janúar Nýársdögurður

AFMÆLISBLAÐ 2024 // 47


Við erum betri saman 48 // AFMÆLISBLAÐ 2024

SLYSAVARNARDEILDIN UNNUR – 90 ÁRA


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.