Árbók 2020 - Slysavarnafélagið Landsbjörg

Page 1

ร rbรณk 2020


ร rbรณk 2020 Fyrir starfsรกriรฐ 2019


Efnisyfirlit Ávarp formanns

4

Skýrsla stjórnar

6

Ársreikningar - útdráttur

20

Björgunarskólinn

22

Slysavarnaskóli sjómanna

28

Málefni sjóbjörgunar

38

Skipsskaðar

44

Björgunarskip og bátar

50

Björgunarsveitir

52

Aðgerðamál

54

Slysavarnadeildir

86

Slysavarnir

88

Safetravel/slysavarnir ferðamanna

100

Unglingadeildir

110

Unglingastarfið

112

Verkefni skrifstofu

126

Nefndir og ráð

130

Lög Slysavarnafélagsins Landsbjargar

136

Siðareglur Slysavarnafélagsins Landsbjargar

148

Útgefandi: Slysavarnafélagið Landsbjörg Umsjón: Gunnar Stefánsson Ábyrgðarmaður: Jón Svanberg Hjartarson Hönnun/umbrot: Birgir Ómarsson Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja


Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Þverskurður þjóðar Þegar þessi orð eru skrifuð, í marsmánuði 2020, erum við komin á seinni hluta vetrar sem eflaust verður okkur lengi í minni þar sem við höfum ítrekað verið minnt á nálægð landsins við heimskautsbaug. Óveður hafa gengið yfir landið nær linnulaust, samfélög einangrast, snjóflóð fallið á byggð og til fjalla og ferðafólk ítrekað lent í háska á hálendi og láglendi. Því miður hafa orðið manntjón sem rekja má beint til þessara aðstæðna en á sama tíma og að sama skapi hefur reynt á mátt félagsins í slysavörnum og það ætti að vera öllum ljóst sem um það hugsa að slysavarnastarf okkar hefur án alls vafa komið í veg fyrir margan harmleikinn í vetur. En það eru ekki bara slysavarnaverkefnin sem skilað hafa árangri í vetur heldur hefur það sýnt sig enn og aftur að björgunarstörf okkar hafa verið hryggjarstykkið í þeim viðbrögðum sem grípa hefur þurft til. Enn eina ferðina hefur félagið sýnt og sannað að skipulag okkar, hreyfanleiki, ósérhlífni og samstaða er það afl sem boðið getur þessum aðstæðum birginn. Þau verkefni sem einingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar sinna landið um kring hafa vissulega breyst í tímanna rás og þróast með breytingum þjóðfélagsins. Samhliða þessum breytingum sem að hluta til má rekja til aukinnar útivistar og fjölgunar ferðamanna hefur verkefnunum sömuleiðis fjölgað og það hefur margsýnt sig að lykilatriði í því að geta brugðist skjótt við er að um land allt starfa einingar á vegum félagsins sem þekkja sitt nærumhverfi og sitt samfélag. 4 | Árbók 2020


Það þarf ekki útskýringa við að rekstur félagsins og eininga þess kostar sitt. Kostnaðurinn felst að minnstu leyti í einstaka útköllum eða verkefnum heldur í því að hafa til taks vel þjálfaðan mannskap sem er vel tækjum búinn og til þess að tryggja rekstrarumhverfið þarf að sækja á öll mið. Á meðan sótt er að ákveðnum fjáröflunarleiðum félagsins sækir félagið fram og ver eftir mætti það sem byggst hefur upp en sækir um leið fram á nýjum sviðum. Sá samstarfsaðili sem verður að teljast okkar traustasti er almenningur í landinu. Þjóðin er okkar stærsti bakhjarl og sá eini sem félagið er tilbúið til að vera fjárhagslega háð. Fyrir vikið hefur skapast það samband að hvorugur aðilinn getur án hins verið og tel ég að þetta samband okkar hafi verið félaginu ákaflega farsælt enda byggir það á gagnkvæmu trausti sem hefur áunnist í gegnum tíðina og gott er að hafa það í huga að félagar okkar eru þverskurður þjóðarinnar, þjóðar sem vann það þrekvirki að stofna Slysavarnafélag Íslands fyrir rúmum 90 árum. Ávarp formanns | 5


Skýrsla stjórnar 2019



Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2019 Eftirfarandi einstaklingar sátu í stjórn félagsins fram að landsþingi í maí 2019 og fundaði stjórnin átta sinnum á því tímabili. Smári Sigurðsson - formaður Þór Þorsteinsson - varaformaður Guðjón Guðmundsson - gjaldkeri Svanfríður Anna Lárusdóttir - ritari Gísli Vigfús Sigurðsson Hallgrímur Óli Guðmundsson Valur S. Valgeirsson Auður Yngvadóttir Otti Rafn Sigmarsson

Svanfríður Anna Lárusdóttir sagði sig úr stjórn í janúar 2019. Hún byrjaði að vinna á skrifstofu félagsins 1. febrúar. 8 | Árbók 2020


Eftirfarandi einstaklingar sátu í stjórn félagsins eftir landsþingið í maí og funduðu 11 sinnum sem þýðir að í heild voru 19 stjórnarfundir haldnir á árinu 2019.

Þór Þorsteinsson – formaður Otti Rafn Sigmarsson – varaformaður Þorsteinn Þorkelsson – gjaldkeri Auður Yngvadóttir – ritari Gísli Vigfús Sigurðsson Hallgrímur Óli Guðmundsson Valur S. Valgeirsson Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Hildur Sigfúsdóttir

Skýrsla stjórnar | 9


10 | ร rbรณk 2020


Landsþing Landsþing félagsins var haldið í íþróttahúsinu á Egilsstöðum dagana 17. og 18. maí. Til þings mættu 362 þingfulltrúar frá félagseiningum. Alls var mætt frá 72 björgunarsveitum og 29 slysavarnadeildum.

Slysavarnaráðstefna Ráðstefnan um slysavarnir var haldin á Grand hótel dagana 11. og 12. október. Á ráðstefnuna mættu 101 úr félagseiningum, 22 einstaklingar utan félagsins og boðsgestir. Í boði voru 20 fyrirlestrar sem 22 fyrirlesarar komu að. Bæði var tekið á almennum slysavörnum sem og slysavörnum ferðamanna hér á landi. Skýrsla stjórnar | 11


Fulltrúaráðsfundur Fulltrúaráðsfundur var haldinn í Reykjavík 23. nóvember. Mættir voru um 122 fulltrúar frá félagseiningum. Fjöldi fulltrúa slysavarnadeilda var 26 frá 21 deild og frá björgunarsveitum voru mættir 96 frá 62 sveitum.

Endurnýjun björgunarskipa Árið 2019 varð töluverð framvinda í nýsmíðamálum björgunarskipa. Í byrjun árs var gerð ítarleg skýrsla um þarfir björgunarskipanna sem byggð var á fundum og vinnu með áhöfnum björgunarskipanna. Undir sumar sendi svo SL frá sér ósk um tillögur og verðkönnun til skipaframleiðanda víðsvegar um Evrópu. Í byrjun vetrar var farið utan og skoðaðar voru þrjár skipasmíðastöðvar og nokkur skip prófuð. Í framhaldi af þessum heimsóknum var farið í frekari viðræður við skipasmíðastöðvarnar er varðar útfærslu á ýmsum smáatriðum. Sú vinna er nú vel á veg komin og er niðurstöðu að vænta snemma ársins 2020. 12 | Árbók 2020


Samningar/aðalstyrktaraðilar Aðalstyrktaraðilar félagsins eru fimm fyrirtæki sem fyrr en það eru Icelandair Group, Landsbankinn, Olís, Sjóvá og Sýn (Vodafone). Samstarf félagsins og aðalstyrktaraðila hefur verið einstaklega gott og hafa þessi fyrirtæki staðið þétt að baki félagsins á undanförnum árum. Erlend samskipti og ráðstefnur Félagar SL voru að jafnaði á ferð um allan heim að sækja námskeið og ráðstefnur sem tengjast starfinu. Heimsókn til Torp í Póllandi Stefnt var að því að þiggja boð um þátttöku í vinnusmiðju TORP í tilefni 110 ára afmælis samtakanna. TORP eru fjallabjörgunarsamtök sem starfa í Tatra fjöllunum sem tilheyra vesturhluta Karpatafjallgarðsins í Suður-Póllandi. Boðið hafði komið í framhaldi af heimsókn sendiherra Póllands til SL. Á síðustu stundu var vinnusmiðjunni aflýst vegna krefjandi hellabjörgunarverkefnis á staðnum ásamt viðbragða björgunarsveita í Suður-Póllandi vegna mikils þrumuveðurs á svæðinu. Heimsókn Grænlendinga Meðal annars fengum við heimsókn sendinefndar frá Grænlandi í byrjun september 2019. Tilgangur sendinefndarinnar var að kynna sér hina ýmsu íslensku innviði á flestum sviðum samfélagsins og var þeim boðið upp á alla þá aðstoð sem við höfum yfir að ráða og Grænlendingar geta nýtt sér í uppbyggingu björgunarmála heima fyrir. Var ekki að sjá annað en að almenn ánægja væri með heimsóknina og tækifærið til að kynnst starfi SL. Skýrsla stjórnar | 13



Fjáröflunarverkefni

Íslandsspil Slysavarnafélagið Landsbjörg er einn þriggja eigenda Íslandsspila, sem starfrækir söfnunarkassa, og er hlutur félagsins 26,5% en aðrir eigendur eru Rauði krossinn á Íslandi og SÁÁ. Bakverðir Styrkur bakvarðanna er félaginu ómetanlegur. Á árinu bættust við rúmlega 3.500 bakverðir við þann hóp sem fyrir var.

Neyðarkallinn Ár hvert sýnir almenningur með kaupum á Neyðarkallinum hversu vel hann metur starf björgunarsveitanna. Salan á Neyðarkallinum fór fram í nóvember eins og hefð hefur skapast fyrir. Var salan mjög góð á lyklakippunni og sama má segja um sölu á stóra kallinum þar sem fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir landsins kaupa hann til að stilla upp hjá sér og sýna þannig stuðning sinn í verki. Fór salan á stóra kallinum fram úr björtustu vonum og enn eitt árið seldist hann upp hjá öllum félagseiningum.

Skýrsla stjórnar | 15


Flugeldar Flugeldasalan gekk framar vonum með tilliti til umræðna um mengunarmál og var salan á pari við sölu síðasta árs. Engar ábendingar bárust um slys af völdum flugelda né heldur bárust upplýsingar um galla á vöru. Skjótum rótum Sala á rótarskotum verkefnisins Skjótum rótum í samstarfi SL og Skógræktarfélags Íslands dróst töluvert saman miðað við sölu síðasta árs.

16 | Árbók 2020


Safetravel Á árinu var 100. Safetravel skjárinn afhentur og formlega vígður á Akureyri þar sem viðstaddir voru meðal annarra formaður og framkvæmdastjóri félagsins ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra. Sérstakt verkefni – hvalabjörgun við Garð Óvenjulegt verkefni barst björgunarsveitum á haustdögunum þegar tæplega 60 hvali rak á land við Garð. Algengt er að björgunarsveitir reki vöður úr fjörðum og höfnum en ekki algengt að björgunarsveitir hafi komið að björgun lifandi dýra úr fjörum. Í kjölfar aðgerðarinnar voru einhverjar umræður um hvort slíkt verkefni ætti erindi til björgunarsveita. Alls mættu um 90 manns í útkallið. Almenn gleði var meðal björgunarfólks og fólk sammála um að gott verk hafi verið unnið. Enginn fór ósnortinn frá fjörunni eftir að hafa fylgst með baráttu þessara spendýra upp á líf og dauða og má teljast afrek að nær öllum dýrum sem voru á lífi þegar björgunarsveitir bar að tókst að bjarga. Ímyndarlegt gildi þessa verkefnis er óumdeilt og verður varla vandkvæðum bundið að fá sjálfboðaliðana til að gefa tíma sinn með glöðu geði næst þegar náttúran kallar á þennan hátt. Skýrsla stjórnar | 17


Slysavarnir Árið 2019 var viðburðaríkt ár hvað viðkemur slysavörnum enda málaflokkurinn einn af máttarstoðum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Alls tóku rúmlega 50 einingar þátt í slysavarnaverkefnum á árinu og ber þar að nefna sérstaklega alþjóðlegan minningardag um fórnarlömb umferðarslysa, umferðarkannanir í samvinnu við Samgöngustofu og dreifingu endurskinsmerkja í samfélaginu. Félagið hélt metnaðarfulla rástefnu um slysavarnir með yfir tuttugu fyrirlesurum og á annað hundrað rástefnugesta. Verkefnið „Vertu snjall undir stýri“ hélt áfram og framleidd var stuttmynd fyrir innri vef þátttökufyrirtækja. Félagið setti einnig af stað nýtt umferðarverkefni fyrir unga fólkið okkar og á haustdögum samfélagsmiðlaverkefnið „Hættuleg leikföng“ áminning um eiturefni á heimilum.

18 | Árbók 2020


Óveður Í byrjun desember skall á fárviðri og fylgdi því mikið fannfergi, rafmagnsleysi og ófærð sem má segja að hafi verið forsmekkur að því tíðarfari sem gekk síðan yfir landið. Í upphafi mánaðarins varð langt og erfitt útkall í Núpá sem reyndi mikið á viðbragðsaðila. Varð lítið sem ekkert lát á útköllum björgunarsveita vegna ýmissa verkefna tengdu óveðri um allt land það sem eftir lifði desembermánaðar. Áður en óveðrið skall á sendi Slysavarnafélagið Landsbjörg öfluga snjóbíla á lykilstaði á Norðvesturlandi og Ströndum til að vera nær líklegum skaðasvæðum. Skýrsla stjórnar | 19


Ársreikningur 2019 - útdráttur


Útdráttur úr ársreikningi 2019 Rekstrarreikningur Tekjur Sala á vörum og þjónustu ......................................................................... Íslandsspil ................................................................................................. Samningsbundnar tekjur, ráðuneyti .......................................................... Ýmsar fjáraflanir ........................................................................................ Aðrar tekjur ...............................................................................................

491.758.053 176.662.250 290.001.500 470.597.946 151.086.046 1.580.105.795

Gjöld Vörunotkun ............................................................................................... Veittir styrkir ............................................................................................. Aðkeypt þjónusta til endursölu ................................................................. Laun og launatengd gjöld .......................................................................... Félagslegur kostnaður, nefndir og starfsmenn ......................................... Kostnaður vegna upplýsingatækni og fjarskipta ........................................ Húsnæðiskostnaður .................................................................................. Annar rekstrarkostnaður ........................................................................... Afskriftir ....................................................................................................

335.503.025 341.909.557 40.676.470 355.473.582 69.015.980 58.764.793 39.404.584 230.503.152 23.671.144 1.494.922.287

Rekstrarniðurstaða fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld ...................... Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld Fjármunatekjur .......................................................................................... Fjármagnsgjöld .........................................................................................

Tekjur umfram gjöld ...................................................................................

85.183.508

(

33.434.765 8.582.873 ) 24.851.892 110.035.400

Efnahagsreikningur Eignir Fasteignir .................................................................................................. Björgunarskip ............................................................................................ Bifreiðar .................................................................................................... Innréttingar, áhöld og tæki ........................................................................ Vörubirgðir ................................................................................................ Kröfur á félagseiningar .............................................................................. Aðrar viðskiptakröfur ................................................................................. Aðrar skammtímakröfur ............................................................................ Verðbréf .................................................................................................... Handbært fé .............................................................................................. Eignir samtals

74.953.306 58.928.192 8.767.276 47.500.786 71.683.836 195.626.444 57.510.506 25.978.122 231.631.445 426.946.659 1.199.526.572

Eigið fé og skuldir Varasjóður ................................................................................................. Fjárfestingasjóður björgunarskipa ............................................................. Sérsjóður .................................................................................................. Óráðstafað eigið fé ................................................................................... Skuldir við félagseiningar ......................................................................... Viðskiptaskuldir ......................................................................................... Aðrar skammtímaskuldir ........................................................................... Eigið fé og skuldir samtals

231.500.000 89.024.907 11.645.558 426.629.928 226.068.037 66.419.028 148.239.114 1.199.526.572

Ársreikningar | 21


Bjรถrgunar skรณlinn 2019

22 | ร rbรณk 2020


320 námskeið 2019

406 manns sóttu fjarnám 2019

4.154 nemendur sóttu námskeið árið 2019

Björgunarskólinn dafnaði vel árið 2019 enda komin 42ja ára reynsla og þekking innan skólans síðan Landssamband hjálparsveita skáta stofnaði skólann árið 1977. Skólinn leggur metnað sinn í námskeið til allra eininga félagsins og að bjóða upp á vel menntaða og hæfa leiðbeinendur á hverju sviði fyrir sig. Með þeim hætti heldur skólinn áfram að vera í fremstu röð þeirra sem þjálfa viðbragðsaðila og aðra. Það var þó nokkuð á döfinni hjá skólanum og breytingar sem áttu sér stað á árinu 2019. Í byrjun árs færðust úthringingar og áminningapóstar Björgunarskólans vegna námskeiða á dagskrá til starfsmanna í þjónustuveri Skógarhlíðar og hefur það gefist mjög vel og létt undir með starfsmönnum skólans. Hringt er út vegna allra helgarnámskeiða og lengri námskeiða sem eru kennd með leiðbeinanda, en fyrir kvöldnámskeið sem tekin eru í gegnum fjarkennslu er send út áminning í tölvupósti.

Starfsmenn Björgunarskólans á árinu 2019 Nokkrar breytingar urðu á starfsliði Björgunarskólans á árinu 2019 en Arna Björg Arnarsdóttir var ráðin sem skólastjóri og Karen Ósk Lárusdóttir starfsmaður skólans fór yfir á Aðgerðasvið hjá félaginu. Sævar Logi Ólafsson var ráðinn fyrripart árs en hann hefur verið mjög virkur félagi í Hjálparsveit skáta Hveragerði til margra ára og gegndi þar stöðu formanns sem hann lét af þegar hann tók við stöðu hjá skólanum. Björgunarskólinn | 23


Starfsmenn skólans á árinu 2019: Arna Björg Arnarsdóttir, skólastjóri Sævar Logi Ólafsson Karen Ósk Lárusdóttir

Skólaráð Skólaráð er skipað sjö einstaklingum ásamt skólastjóra sem er starfsmaður nefndarinnar. Hallgrímur Óli Guðmundsson, formaður Auður Yngvadóttir Einar Ólason Erla Rún Guðmundsdóttir Heiða Jónsdóttir Inga Birna Pálsdóttir Margrét L. Laxdal Arna Björg Arnarsdóttir, starfsmaður 24 | Árbók 2020


Yfirleiðbeinendur Svið skólans eru fimmtán og eru þrettán þeirra skipuð fjórtán yfirleiðbeinendum. Árið 2019 voru ekki yfirleiðbeinendur í bílamálum og slysavarnamálum. Árið 2020 stendur til að endurrýna svið skólans og stokka upp sviðum ef við sjáum þörf til en sú vinna verður unnin í samráði við skólaráð og yfirleiðbeinendur skólans. Yfirleiðbeinendur Björgunarskólans árið 2019: Aðgerðarmál Ferðamennska og rötun Fjallabjörgun

Dagbjartur Kr. Brynjarsson Sara Ómarsdóttir Gunnar Agnar Vilhjálmsson

Fjallamennska

Freyr Ingi Björnsson

Ágúst Þór Gunnlaugsson

Fjarskipti

Daníel Eyþór Gunnlaugsson

Fyrsta hjálp

Ármann Höskuldsson

Köfun

Guðjón S. Guðjónsson

Leitartækni

Einar Eysteinsson

Rústabjörgun

Magnús Örn Hákonarson

Sjóbjörgun

Ólafur Geir Sigurjónsson

Snjóflóð

Anton Berg Carrasco

Straumvatnsbjörgun

Halldór Vagn Hreinsson

Vélsleðar

Gísli Páll Hannesson

Námskeiðssókn Starfsemi Björgunarskólans árið 2019 gekk með fínasta móti og var áhersla lögð á að einingar félagsins óskuðu sjálfar eftir námskeiðum til sín. Undanfarin ár eða frá 2010 hefur skólinn áætlað námskeið á öllum svæðum í Björgunarmanni 1 og 2 og sett þau á dagskrá. Kallað var eftir námskeiðum frá einingum, hvort sem námskeiðin ættu að vera frá skólanum eða innan einingar. Skólinn setti eingöngu þau námskeið sem einingar óskuðu eftir á dagskrá ásamt sérhæfðum námskeiðum eins og fagnámskeiðum, endurmenntunar- og leiðbeinendanámskeiðum. Svörun var ágæt og sóttu í heildina 4.154 nemendur þau 320 námskeið sem voru haldin á árinu 2019. Nemendafjöldinn er svipaður á milli ára þó svo að námskeiðunum sjálfum hafi fækkað miðað við árið á undan. Einingarnar okkar eru duglegar að halda námskeið á sínum vegum en af 320 námskeiðum voru 129 innan eininga. Á þeim námskeiðum voru 1.757 nemendur af 4.154 í heildina. Björgunarskólinn | 25


26 | ร rbรณk 2020


Skólinn tók upp á því að kenna nokkur námskeið á árinu í gegnum fjarfundabúnað sem gekk ótrúlega vel. Bæði kennarar og nemendur voru sáttir með árangur og hvernig kennslan sjálf tókst til. Skólinn fór að huga að fjarfundalausnum sérstaklega í ljósi þess að kostnaðarsamt er að senda leiðbeinanda frá höfuðborgarsvæðinu út á land ef leiðbeinandi er ekki til staðar á því svæði sem halda á námskeiðið og kannski fyrir eina kvöldstund! Það getur tekið einn og hálfan dag og allt upp í tvo heila daga að koma leiðbeinanda fram og til baka fyrir námskeið sem tekur fjórar klukkustundir í kennslu. Fjarfundalausnir fyrir kennslu skólans er eitthvað sem við sjáum fyrir okkur að verði gert meira af á næstu árum. Það voru 45 námskeið haldin í fjarnámi og í fjarkennslu á vegum skólans og 406 nemendur sem sóttu þau námskeið. Af þessum 45 námskeiðum voru 10 haldin í fjarkennslu þar sem skólinn notaðist við StarLeaf fjarfundakerfið og á þeim voru 93 einstaklingar. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta mun þróast áfram hjá skólanum næstu árin. Félagar voru duglegir að sækja grunnnámið okkar, Björgunarmann 1, á árinu og þátttakendum fjölgaði töluvert á leiðbeinendanámskeiðum skólans sem er frábær þróun. Það er alltaf í hag eininga eða svæðis í heild þegar einstaklingar eru með leiðbeinendaréttindi og þá sérstaklega í grunnnáminu okkar, Björgunarmanni 1, en þar undir eru níu fög. Björgunarskólinn | 27


Slysavarnaskรณli sjรณmanna

28 | ร rbรณk 2020


Slysavarnir sjรณmanna Slysavarnaskรณli sjรณmanna | 29


Árið 2019 er þriðja árið í röð þar sem engin banaslys urðu meðal íslenskra sjómanna og er það jafnframt sjötta árið án banaslysa frá því skráningar hófust. Margar nágrannaþjóðir horfa til þessa mikilvæga árangurs okkar sem mörgu er að þakka. Fræðsla, bjargir, betri skip, betri veðurspár og öldudufl eru meðal þeirra þátta sem hafa skilað þessum frábæra árangri. Mikið er horft til þessa gríðarlega góða árangurs íslenskra sjómanna enda alveg einstakur á heimsvísu. Nemendum og námskeiðum fækkaði verulega á árinu sem fyrst og fremst má rekja til að þjálfun fyrir flugfélögin Wow Air og Icelandair var hætt. Þau námskeið voru öll haldin utan hefðbundins vinnutíma og höfðu því ekki áhrif á dagnámskeið sjómanna. Þá varð mest fækkun nemenda í endurmenntun eða um 100 manns milli áranna. Á árinu voru haldin 123 námskeið sem 1.934 nemendur sóttu en það er um 26% fækkun milli ára. Námskeiðum fækkaði um 29% milli ára og samanlagðir námskeiðsdagar voru 253 sem er tæplega 30% fækkun milli ára. Námskeiðin sem skólinn hélt á árinu má sjá í meðfylgjandi töflu:

Námskeið

2019

2018

Nemendur Námskeið Dagar

Nemendur Námskeið Dagar

Grunnnámskeið STCW10 A-VI/1

351

22

110

356

22

110

Endurmenntun STCW10 A-VI/1

744

46

92

872

53

106

Framhaldseldvarnir STCW10 A-VI/3

58

7

28

37

4

16

Líf- og léttbátar STCW10 A-VI/2-1

68

7

14

29

3

6

Hraðskreiðir léttbátar STCW10 A-VI/2-2

5

1

3

122

7

21

100

8

Framhaldsskyndihjálp STCW10 A-VI/4-1

Endurmenntun STCW10 A-VI/2-1 og 3

7

1

3

8

2

24 8

Sjúkrahjálp í skipum STCW10 A-VI/4-2

84

7

28

77

7

28 22

Hóp- og neyðarstjórnun STCW10 A-V/2

139

7

14

179

11

Hóp- og neyðarst. STCW10 A-V/2 e.m.

57

5

5

19

1

1

Mannauðsstjórnun STCW10

37

6

18

40

5

15

Verndarskylda STCW10 A-VI/6

31

4

4

28

2

2

Öryggisfræðsla smábáta

46

5

5

59

5

5

Endurmenntun öryggisfræðslu smábáta

76

4

2

118

6

3

Slöngufarþegabátar undir 6m. 19 2 2 17 4

4

Öryggisfræðsla flugrekanda - OM

Sérnámskeið

17

4

4

25

6

6

Wet drill æfing flugliða

1

1

1

601

30

15

Sérnámskeið fyrirtækja Samtals

30 | Árbók 2020

72

9

9

52

5

5

1.934

123

253

2.617

174

376


Frá stofnun Slysavarnaskóla sjómanna til ársloka 2018 hafa verið haldin 3.438 námskeið sem 55.123 manns hafa sótt. Segja má að þátttaka í grunnnámskeiðum fyrir stærri skipin hafi staðið í stað milli ára og má ætla að þar skipti ferðaiðnaðurinn mestu máli þar sem ávallt hefur verið stígandi aukning í skemmti- og skoðunarsiglingum. Þrátt fyrir fækkun á námskeiðum skólans hélst meðalfjöldi þeirra sem sóttu hvert skyldunámskeið milli ára, 14 nemendur á hvert námskeið. Haldin voru námskeið utan Reykjavíkur bæði um borð í skipum og í aðstöðu í landi. Þrisvar sinnum var farið til námskeiðahalds í Vestmannaeyjum. Þá voru haldin námskeið á Ísafirði, Seyðisfirði, Húsavík og um borð í skipi í Hafnarfirði. Þá var einnig haldið sérnámskeið um borð í skipi í Reykjavíkurhöfn. Slysavarnaskóli sjómanna fékk samþykkt verkefni á vegum Erasmus+ starfsmenntaáætlunarinnar á vormánuðum sem er til næstu tveggja ára. Tilgangur þessa verkefnis er að bera kennslu Slysavarnaskóla sjómanna í öryggismálum saman við systurskóla innan Evrópusambandsins. Munu starfsmenn skólans heimsækja menntastofnanir bæði í Bretlandi og Hollandi í þessum tilgangi. Árið 2017 hlaut Slysavarnaskólinn einnig styrk úr starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins sem fjallaði um umhverfisáhrif eldæfinga í öryggisSlysavarnaskóli sjómanna | 31


fræðslu sjómanna. Því verkefni lauk á vormánuðum en þá fóru þrír starfsmenn skólans í heimsókn til skólans Novikontas sem staðsettur er í Ríga í Lettlandi. Hefur þátttaka skólans í starfsmannaskiptaverkefnum Evrópusambandsins verið mikill styrkur fyrir starfsmenn og starfsemina. Á Sjómannadaginn í Reykjavík var áhöfninni á Páli Pálssyni ÍS veittur Sjómannabikar Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri félagsins, afhenti Sigríði Ingu Pálsdóttur bikarinn við athöfn um borð í Sæbjörgu. Tók hún við bikarnum fyrir hönd áhafnarinnar en hún er dóttir Páls Halldórssonar, skipstjóra skipsins. Áhöfnin á Páli hefur bikarinn til varðveislu næsta árið. Var þetta í 15 sinn sem farandbikarinn er afhentur og óskum við skipstjóra og áhöfn til hamingju með góðan árangur í öryggismálum og sameiginlegri þátttöku í námskeiði skólans. Á hinum hefðbundnu hátíðarhöldum Sjómannadagsins í Reykjavík var skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna annar tveggja ræðumanna hátíðarhaldanna. Í júlí var undirritað samkomulag milli Slysavarnaskóla sjómanna og Samgöngustofu um að skólinn annist útgáfu svokallaðra hæfnisskírteina fyrir þau námskeið sem skólinn heldur samkvæmt alþjóðasamþykktinni um menntun og þjálfun, skírteini og varðstöðu sjómanna. Samþykktin, STCW, gerir þá kröfu að sjómenn séu handhafar slíkra skírteina. Þá fjallar samkomulagið einnig um heimild skólans til að færa inn í lögskráningarkerfi sjómanna upplýsingar um námskeið þau sem sjómenn sækja við Slysavarnaskólann. Skólinn hefur allar götur gert slíkt en samning vantaði um framkvæmdina. Samkomulagið undirrituðu Hilmar Snorrason skólastjóri og Guðmundur Helgason, deildarstjóri þjálfunar- og skírteinadeildar Samgöngustofu. Samningurinn var liður í að formsetja samstarf beggja aðila í meðhöndlun skírteina og upplýsinga frá Slysavarnaskóla sjómanna og tryggja jafnframt gegnsæi í gæðaúttektum. 32 | Árbók 2020


123

55.123 nemendur frá upphafi

námskeið árið 2019

1.934 nemendur árið 2019

Slysavarnaskóli sjómanna og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafa verið í sameiningu að vinna að nýju æfingasvæði til slökkvistarfa sem verður við slökkvistöðina í Skútahrauni í Hafnarfirði. Væntingar höfðu verið um að svæðið yrði tekið í notkun á árinu en af því varð ekki sökum ágalla í samþykktarferli fyrir svæðið hjá bæjaryfirvöldum. Það var þó ekki fyrr en í desember sem loks fékkst byggingarleyfi fyrir æfingahúsinu. Stefnt er á að geta tekið svæðið í notkun á árinu 2020. Samstarf beggja aðila hefur verið afar gott og auk þess að vera með sameiginlegt æfingasvæði nýtti SHS sér aðstöðu í skólaskipinu Sæbjörgu til æfinga nýliða. Í maí var undirritaður nýr fimm ára þjónustusamningur milli samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytis og Slysavarnafélagsins Landsbjargar um rekstur Slysavarnaskóla sjómanna. Á árinu undirritaði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, nýja námskrá Slysavarnaskóla sjómanna í samræmi við lög þar um og tók hún þá formlegt gildi en reyndar hafði verið kennt eftir henni í þó nokkurn tíma. Í samstarfi við Hannes Petersen, yfirlækni og fyrrum þyrlulækni, var hrundið af stað rannsókn á sjóveiki á meðal sjómanna á íslenskum far- og fiskiskipum. Rannsóknin var unnin í samstarfi við Slysavarnaskóla sjómanna og Útgerðarfélag Akureyringa/Samherja með samþykki Vísindasiðanefndar. Sá skólinn um að tengja sjómenn við rannsóknina. Starfsmenn Slysavarnaskóla sjómanna unnu í samvinnu við sjónvarpsstöðina N4 að gerð stuttra öryggismyndbanda fyrir samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, Siglingaráð og Samgöngustofu. Tveir starfsmenn skólans voru til ráðgjafar í myndatökum fyrir þessi myndbönd sem hafa verið gefin út. Þá kom skólinn að undirbúningi ráðstefnu á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, Siglingaráðs og Samgöngustofu undir heitinu „Konur og siglingar“. Ráðstefnan var haldin 25. september í tengslum við Alþjóðasiglingadaginn sem var 26. september þetta árið. Slysavarnaskóli sjómanna | 33


Slysavarnafélagið Landsbjörg er aðili að alþjóðasamtökum sjóbjörgunarskóla IASST og sótti skólastjóri Slysavarnaskólans fund samtakanna sem haldinn var í Álasundi í október. Þar koma saman stjórnendur systurskóla Slysavarnaskólans þar sem menn bera saman bækur sínar í þjálfunarmálum. Þá sótti skólastjórinn fund undirnefndar Alþjóðasiglingastofnunarinnar í menntunarmálum sem ráðgjafi Samgöngustofu. Á þeim fundum eru teknar ákvarðanir um alþjóðlegar menntunarkröfur til sjómanna hvort heldur er í faggreinum eða öryggismálum. Heimsóknir ýmissa aðila til Slysavarnaskólans hafa ávallt verið margar á hverju ári og var engin undantekning á því. Einingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar ásamt leik-, grunnog framhaldsskólum og ýmsum félagasamtökum sýna starfsemi skólans áhuga með heimsóknum. Kennarar við sjómennskukennslu í Tækniskólanum komu í heimsókn þar sem meðal annars var skipst á upplýsingum varðandi framkvæmd fræðslu til nemenda skólans sem sækja námskeið í Slysavarnaskólanum. Eins og áður kom fram hætti Slysavarnaskólinn að annast þjálfun fyrir íslensku flugfélögin þar sem Icelandair ákvað að framkvæma þá þjálfun innanhúss en gjaldþrot WOW Air hafði líka sínar afleiðingar. Viku fyrir gjaldþrot flugfélagsins komu kennarar flugliða félagsins í heimsókn í Slysavarnaskólann til að kynna sér starfsemi skólans og prófa þær æfingar sem sjómenn þurfa að taka til sinna starfa. Heppnaðist heimsókn þeirra afar vel að mati beggja aðila. Nemendur á sjávarútvegsbraut Sjávarútvegsháskóla Sameinuðu þjóðanna komu í árlega heimsókn og kynntu sér starfsemi skólans. Einnig kom fjöldi erlendra gesta í heimsókn. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi veittu Slysavarnaskóla sjómanna hvatningaverðlaun á aðalfundi samtakanna sem haldinn var í Hörpu í aprílmánuði. Fyrir starfsemi skólans og 34 | Árbók 2020


0

34

banaslys sjómanna

banaslys sjómanna

1973

2017-19

0

banaslys sjómanna

2018

starfsmenn hans eru verðlaunin gífurleg hvatning, að ónefndum þeim mikla hlýhug sem skólanum var sýndur með þessum verðlaunum. Voru verðlaunin nýtt til endurnýjunar á endurlífgunarbrúðum skólans og nýtast þau því vel öllum nemendum skólans. Samtökunum eru færðar innilegar þakkir fyrir þennan mikilvæga stuðning við skólann. Vátryggingafélag Íslands, VÍS, færði Slysavarnaskóla sjómanna 10 björgunarbúninga að gjöf samhliða því að undirritaður var fimm ára samstarfssamningur milli aðila um áframhaldandi forvarnastarf. Tíu ár eru liðin síðan samstarfið hófst og eru björgunarbúningarnir orðnir 100 sem VÍS hefur styrkt skólann með á þessum árum. Hefur þessi styrkur komið sér afar vel í starfsemi skólans en samstarfið við VÍS hefur falist í að heimsækja skip sem tryggð eru hjá félaginu út um allt land þar sem áhafnir eru aðstoðaðar við að koma á fót atvikaskráningum og áhættumati í þeim tilgangi að auka öryggisvitund um borð. Á árinu heimsóttu starfmenn skólans ásamt fulltrúa VÍS sex skip í þessum tilgangi. Samstarfið hefur gengið afar vel og færir skólinn VÍS kærar þakkir fyrir gott samstarf og ómetanlegan stuðning. Slysavarnaskóli sjómanna | 35



Auk þeirra gjafa sem áður hafa verið nefndar berast skólanum á hverju ári góðar gjafir frá fyrirtækjum, skipum og einstaklingum. Árið 2019 var engin undantekning á því. Víking Björgunarbúnaður í Hafnarfirði færði skólanum björgunarbúninga sem hafa verið teknir úr skipum í kjölfar endurnýjunar búnaðar. Faxaflóahafnir hafa stutt starfsemi skólans dyggilega með niðurfellingu hafnargjalda fyrir skólaskipið og hefur sá styrkur verið veittur allt frá því að skólinn eignaðist skólaskip árið 1986. Hafsport færði skólanum Jason Cradle björgunartæki að gjöf en það er ætlað til björgunar manna úr sjó. Útgerðarfélag Reykjavíkur gaf 10.000 lítra af skipagasolíu til nota á skólaskipið. Danski sjóherinn gaf slökkvifroðu sem nýtist skólanum næstu árin. Landsstjarnan færði skólanum handhæga hitamyndavél. Er öllum þessum aðilum færðar hinar bestu þakkir fyrir þann stuðning og hlýhug sem þeir hafa sýnt skólanum. Skipunartími skólanefndar Slysavarnaskóla sjómanna rann út á árinu og var ný skipuð af samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Einn nefndarmanna, Lilja Magnúsdóttir, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu og var Lilja Sigurðardóttir skipuð í nefndina í hennar stað. Lilja Magnúsdóttir er Tálknfirðingur en nafna hennar Patreksfirðingur þannig að ekki var farið út úr héraði með skipunina. Aðrir sem nefndina skipa eru Gunnar Tómasson formaður (SL), Jón Svanberg Hjartarson (SL), Valmundur Valmundsson (SSÍ) og Árni Bjarnason (FS). Í árslok voru 11 starfsmenn í fullu starfi við skólann en þeir eru: Hilmar Snorrason skólastjóri, Þráinn Skúlason aðstoðarskólastjóri, Bogi Þorsteinsson, settur aðstoðarskólastjóri, Bjarni Þorbergsson kennari, Steinunn Einarsdóttir kennari, Jón Snæbjörnsson leiðbeinandi, Gísli Birgir Sigurðarson leiðbeinandi, Pétur Ingjaldsson yfirvélstjóri, Ingimundur Valgeirsson gæða- og verkefnastjóri, Sigríður Tómasdóttir skrifstofumaður og Vidas Kenzgaila við ræstingu. Sigrún Anna Stefánsdóttir, skrifstofumaður/leiðbeinandi, lét af störfum á árinu en hún hafði starfað við skólann frá árinu 2006. Er henni þökkuð góð störf við skólann. Við skólann störfuðu nokkrir stundakennarar en þeir eru Stefán Smári Skúlason, Guðjón S. Guðjónsson, Birna Björnsdóttir og Magnús Guðjónsson. Þá annaðist Ingjaldur S. Hafsteinsson viðhald og eftirlit með vélbúnaði Sæbjargar um tíma á árinu. Læknar og hjúkrunarfólk frá LHS önnuðust kennslu á námskeiðum í Sjúkrahjálp um borð í skipum og starfsmenn LHG fluggæslu sáu um kennslu í þyrlubjörgun við skólann.

Slysavarnaskóli sjómanna | 37


Mรกlefni sjรณbjรถrgunar 2019

38 | ร rbรณk 2020


Mรกlefni sjรณbjรถrgunar | 39



Árið 2019 var ár fjölbreyttra hluta í sjóbjörgun. Skipströnd voru tíð, hjálparbeiðnum ferðamanna fjölgaði og útköllum skipa og báta fjölgaði almennt. Nokkuð var um endurnýjun í sjóbjörgunarflota félagsins úr öllum stærðarflokkum. Áfram var unnið að endurnýjun björgunarskipa og stigin allmörg skref á árinu í áttina að því stóra markmiði. Framkvæmdastjórn Björgunarbátasjóða og faghópur um sjóbjörgun funduðu samanlagt ellefu sinnum á árinu 2019. Helsta málefni framkvæmdastjórnar er áfram endurnýjun björgunarskipa en einnig virkur stuðningur við björgunarbátasjóði. Helsta málefni faghóps var áframhaldandi vinna við reglugerð 555/2008 um skip- og vélstjórnarréttindi björgunarskipa, verulega hefur áunnist í þessu málefni og verður hagsmunafélögum seint þakkað fyrir mikinn samstarfs- og velvilja til félagsins, einnig var fjallað um öryggi áhafnarmeðlima, merkingar skipa og báta og margt fleira. Töluvert varð af endurnýjun á björgum á sjó á árinu 2019. Uppfærðust bjargir í Bolungarvík, Stykkishólmi, Hnífsdal, Grindavík og víðar. Þessar uppfærslur miðuðu allar að því að bæta þá getu sem einingar hafa til björgunar með auknum hraða eða aukinni aðstöðu fyrir skjólstæðinga í neyð. Eitt björgunarskipa félagsins var endurnýjað á árinu 2019. Björgunarbátasjóður Vestfjarða á Ísafirði hafði í nokkurn tíma haft augastað á endurnýjun, fjöldi útkalla og tímalengd þeirra kallaði á hraðskreiðara skip og meiri útbúnað fyrir áhöfn. Úr varð að keypt var notað skip frá Redningsselskapet í Noregi. Kom skipið til nýrrar heimahafnar á Ísafirði í lok maí og fékk nafnið Gísli Jóns eftir langa heimsiglingu frá Bodö í Noregi. Gísli Jóns er smíðaður árið 1990 í Noregi, 16,24 m að mestu lengd, 4,70 m á breidd og með tvær MTU aðalvélar sem hvor um sig er 662 kW. B/S Gunnar Friðriksson sem hafði þjónað á Ísafirði síðan árið 2008 tók við komu Gísla við af B/S Björgu á Rifi. Bæði Gunnar og Björg eru af Arun Class gerð en Gunnar 11 árum yngri. Var Gunnar færður á Rif í júlíbyrjun og fékk þar nafnið Björg eins og forverinn. Arun Class skipið sem var á Rifi var sett á sölu. Málefni nýsmíða björgunarskipa skipaði stóran sess á árinu 2019. Fulltrúar félagsins fóru á fund forsætisráðherra á haustdögum til að vinna þingsályktunartillögu um eflingu og endurnýjun björgunarskipaflotans áfram. Ákveðið var að stofna vinnuhóp ráðuneyta til að ganga til samninga við félagið um fjárhagslegan stuðning ríkisins við verkefnið. Málefni sjóbjörgunar | 41


Nýsmíðanefnd björgunarskipa vann líka mikið starf á árinu. Unnið var úr skýrslu NAVIS frá árinu áður og í samstarfi við fjölmargar skipasmíðastöðvar voru þeir kostir sem liggja fyrir lagaðir að kröfum félagsins miðað við fundahöld nýsmíðanefndar. Farin var stór heimsóknarferð á vegum nefndarinnar til skipasmíðastöðva í Evrópu, ferð sem fékk viðurnefnið „litla heimsreisan“ enda farið í átta flug á sex dögum til þess að skoða kosti sem eru taldir álitlegir til nýsmíða. Nýsmíðanefndina skipa Friðrik Jónas Friðriksson, Frímann Grímsson, Guðni Grímsson, Guðjón Guðmundsson, Guðmundur Heiðar Svanbergsson, Hafliði Hinriksson, Helgi Már Bjarnason, Otti Rafn Sigmarsson og Valur Sæþór Valgeirsson. Ljóst er að margt er fram undan á sviði sjóbjörgunar á næstu árum. Vonir eru bundnar við að árið 2020 verði sérstaklega mikilvægt í endurnýjun björgunarskipa. Enda ekki seinna vænna. B/S Ásgrímur S. Björnsson, aldursforseti flotans, hélt upp á fertugasta og fyrsta afmælisdaginn sinn á árinu 2019 og er farinn að biðja sárlega um það að komast á eftirlaun. Á árinu 2019 sannaðist enn einu sinn að sjóbjörgun er áfram mikilvægur þáttur í starfi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, þó íslenskir sjófarendur séu á heimsmælikvarða þegar kemur að öryggi og fækkun slysa sýndi árið 2019 okkur að enn er þörf á að geta brugðist hratt við til leitar- og björgunarstarfa á sjó við Íslandsstrendur. 42 | Árbók 2020


Mรกlefni sjรณbjรถrgunar | 43


Skipsskaðar 2019

| Ásiglingar Natalia NS og Guðrún ÞH Þann 21. ágúst 2019 var Natalía á handfæraveiðum við Brimnes á Langanesi þegar bilun kom upp í stýrisbúnaði bátsins. Nærstaddur bátur, Guðrún, kom á staðinn og þegar verið var að undirbúa að draga þann fyrrnefnda til hafnar rákust bátarnir saman með þeim afleiðingum að leki kom að Guðrúnu. Báðir bátarnir þurftu aðstoð til hafnar og voru þeir báðir þegar hífðir á land.

| Banaslys Köfunarslys Þann 3. september 2019 lést erlendur ferðamaður við skemmtiköfun á móts við Hjalteyri í Eyjafirði.

44 | Árbók 2020


| Eldur í skipum Æsir BA Þann 15. apríl 2019 var Æsir á grásleppuveiðum á Breiðafirði þegar eldur kom upp í miðstöð sem var í vélarúmi bátsins. Skipverjum tókst að slökkva eldinn með því að ræsa slökkvikerfi fyrir vélarúmið. Hafey BA dró Æsi til hafnar á Brjánslæk. Sóley Sigurjóns GK Þann 17. maí 2019 kom upp eldur í vélarúmi Sóleyjar Sigurjóns þar sem skipið var að rækjuveiðum á NA-miðum. Skipverjar brugðust við með því að loka öllum loftræstilúgum og síðan var slökkvikerfið fyrir vélarúmið ræst og eldurinn kæfður. Múlaberg SI kom til aðstoðar og dró skipið til hafnar á Akureyri.

| Leki Lubba VE Þann 25. janúar 2019 var Lubba að koma til hafnar í Vestmannaeyjum þegar leki kom að bátnum. Var bátnum siglt upp í fjöru þar sem dráttarbáturinn Lóðsinn kom og aðstoðaði við að koma Lubbu að bryggju og hífa hann á land.

| Sekkur Blíða SH Þann 5. nóvember 2019 hvolfdi og sökk Blíða í Breiðafirði þar sem skipið hafði stundað beitukóngsveiðar. Áhöfnin, þrír menn, komst á kjöl gúmmíbjörgunarbáts. Skipið hvarf úr ferilvöktun og voru nærliggjandi skip látin vita. Skipverjar á Leyni SH sáu reyk frá neyðarblysi og komu skipbrotsmönnum til bjargar.

| Strand Bjarnarnes ÍS Þann 23. mars 2019 strandaði farþegabáturinn Bjarnarnes við Kvíar í Jökulfjörðum, eftir að bilun kom upp í stjórnbúnaði, en þangað kom skipið að sækja farþega. Björgunarskipin Gunnar Friðriksson frá Ísafirði og Gísli Hjalta frá Bolungarvík héldu til aðstoðar. Bjarnarnes losnaði af strandstaðnum en var síðan dregið af Gunnari Friðrikssyni til hafnar á Ísafirði.

Skipsskaðar | 45


Særún Þann 4. apríl 2019 strandaði farþegaskipið Særún á skeri rétt NA við Skoreyjar á Breiðafirði. Skipið hafði verið í skoðunarferð með þrjá farþega auk áhafnar. Björgunarsveitir frá Stykkishólmi og Rifi, ásamt þyrlu LHG, fóru á vettvang. Farþegum var komið um borð í Ronju SH sem fór með þá til Stykkishólms. Særún losnaði af strandstað þegar flæddi að og komst skipið til hafnar í Stykkishólmi undir eigin vélarafli. Mars HU Þann 7. maí 2019 strandaði Mars norðan við höfnina á Hvammstanga, eftir að stjórnandi hans sofnaði á heimleið eftir grásleppuveiðar í Húnaflóa. Báturinn losnaði strax en mikill leki kom að honum og reynt var að sigla honum áleiðis til hafnar á Hvammstanga auk þess að dæla úr honum. Björgunarbátur frá björgunarsveitinni Húnum kom Mars til aðstoðar og bjargaði skipverjunum þremur sem um borð voru. Ekki réðst við lekann á Mars sem sökk skömmu síðar. Sunnutindur SU Þann 17. maí 2019 strandaði Sunnutindur á skeri við svokallaða Grjóteyrarmöl á leið sinni til Djúpavogs. Eftir að búið var að aðgæta um leka var bátnum siglt til hafnar á Djúpavogi þar sem hann var tekinn á land. Talsverðar skemmdir urðu á bátnum. Hafdís ÍS Þann 11. júlí 2019 var Hafdís á leið til hafnar á Suðureyri við Súgandafjörð þegar bátnum var siglt á land í sunnanverðum firðinum. Stjórnandi bátsins hafði sofnað á siglingunni. Tjúlla GK Þann 2. ágúst 2019 strandaði Tjúlla mitt á milli Helguvíkur og Garðskaga en báturinn hafði verið á makrílveiðum skammt frá landi. Stuttu síðar losnaði báturinn en skrúfa bátsins hafði laskast en enginn leki komið að honum. Björgunarbáturinn úr Garðinum ásamt björgunarskipinu Hannesi Þ. Hafsein fylgdu bátnum til hafnar í Sandgerði. Frændi Þann 9. september 2019 slitnuðu legufæri skemmtibátsins Frænda þar sem hann lá við akkeri í Aðalvík á Hornströndum. Bátinn, sem var mannlaus, rak á land og strandaði. Leki kom að bátnum en björgunarsveit náði honum á flot og dró hann til hafnar á Ísafirði.

46 | Árbók 2020


Skipsskaรฐar | 47



Digranes NS Þann 10. september 2019 strandaði Digranes á sunnanverðu Langanesi eftir að hafa rekið á land meðan bátsverjarnir sváfu. Var skipverjunum bjargað af þyrlu LHG. Ekki tókst að bjarga bátnum. Guðrún GK Þann 8. nóvember 2019 strandaði Guðrún við Rifstanga á Melrakkasléttu á siglingu frá Skagaströnd áleiðis til Bakkafjarðar. Björgunarsveitir voru kallaðar út og eftir að báturinn náðist á flot dró Gunnbjörg hann til hafnar á Raufarhöfn. Einar Guðnason ÍS Þann 13. nóvember 2019 þegar Einar Guðnason var á leið til hafnar á Suðureyri við Súgandafjörð að aflokinni veiðiferð strandaði hann við Göltinn í minni Súgandafjarðar. Þyrla LHG, TF-EIR, bjargaði áhöfninni, fjórum mönnum, en báturinn eyðilagðist í fjörunni. Lágey ÞH Þann 29. nóvember 2019 strandaði Lágey í Þistilfirði sunnan við Melrakkanes en skipið hafði verið á línuveiðum á NA-miðum. Björgunarsveitir voru kallaðar út ásamt þyrlu LHG sem bjargaði fjórum skipverjum skipsins. Björgunarskipið Gunnbjörg dró Lágey síðar á flot og dró hana til hafnar á Raufarhöfn.

Alls þurftu 16 skip og bátar aðstoð eftir að vélarbilun varð um borð í þeim.

Skipsskaðar | 49


Ísafjörður Gísli Jónsson Ganghraði: 20-27 sml/klst. Áhöfn: 6-7 manns Smíðaár: 1990

Skagaströnd Húnabjörg Ganghraði: 14-16 sml/klst. Áhöfn: 5-6 manns Smíðaár: 1987

Patreksfjörður Vörður II Ganghraði: 14-16 sml/klst. Áhöfn: 4-6 manns Smíðaár: 1987

Rif Björg Ganghraði: 14-16 sml/klst. Áhöfn: 6 manns Smíðaár: 1988

Öflugt Reykjavík Ásgrímur S. Björnsson Ganghraði: 14-16 sml/klst. Áhöfn: 5-6 manns Smíðaár: 1978

Sandgerði Hannes Þ. Hafstein Ganghraði: 14-16 sml/klst. Áhöfn: 5-6 manns Smíðaár: 1982

Grindavík Oddur V. Gíslason Ganghraði: 14-16 sml/klst. Áhöfn: 6 manns Smíðaár: 1985

50 | Árbók 2020

Vestmannaeyjar Þór Ganghraði: 25 sml/klst. Áhöfn: 5 manns Smíðaár: 1993


Raufarhöfn

Siglufjörður

Gunnbjörg Ganghraði: 14-16 sml/klst. Áhöfn: 4-6 manns Smíðaár: 1986

Sigurvin Ganghraði: 14-16 sml/klst. Áhöfn: 4-6 manns Smíðaár: 1988

Vopnafjörður Sveinbjörn Sveinsson Ganghraði: 14-16 sml/klst. Áhöfn: 5 manns Smíðaár: 1987

Norðfjörður Hafbjörg Ganghraði: 14-16 sml/klst. Áhöfn: 5 manns Smíðaár: 1985

öryggisnet björgunarskipa 13 björgunarskip sem sinntu yfir 90 útköllum og hjálparbeiðnum á árinu.

Höfn í Hornafirði Ingibjörg Ganghraði: 14-16 sml/klst. Áhöfn: 5-6 manns Smíðaár: 1985

Sjóbjörgun | 51


Svæði 7 Björgunarfélag Ísafjarðar Björgunarsveitin Björg Suðureyri

Svæði 6

Björgunarsveitin Dýri

Björgunarsveitin Blakkur Björgunarsveitin Bræðrabandið Björgunarsveitin Kópur

Björgunarsveitin Ernir Björgunarsveitin Kofri Björgunarsveitin Sæbjörg Flateyri

Björgunarsveitin Tálkni

Björgunarsveitin Tindar

Hjálparsveitin Lómfell

Svæði 9 Björgunarfélagið Blanda Björgunarsveitin Húnar Björgunarsveitin Strönd

Svæði 5 Björgunarsveitin Berserkir

Svæði 8

Björgunarsveitin Elliði Björgunarsveitin Heimamenn Björgunarsveitin Klakkur Björgunarsveitin Lífsbjörg Snæfellsbæ

Björgunarsveitin Björg Drangsnesi Björgunarsveitin Dagrenning - Hólmavík Björgunarsveitin Strandasól

Björgunarsveitin Ósk Svæði 1 Björgunarhundasveit Íslands Björgunarsveit Hafnarfjarðar Björgunarsveitin Ársæll

Björgunar

Björgunarsveitin Kjölur

Svæði 4 Björgunarfélag Akraness Björgunarsveitin Brák Björgunarsveitin Heiðar Björgunarsveitin Ok

Björgunarsveitin Kyndill - Mosf. Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík Hjálparsveit skáta Garðabæ Hjálparsveit skáta Kópavogi Hjálparsveit skáta Reykjavík Leitarhundar SL

Svæði 3 Björgunarfélag Árborgar Björgunarfélagið Eyvindur Björgunarsveit Biskupstungna Björgunarsveitin Björg Eyrarbakka Björgunarsveitin Ingunn

Svæði 2

Björgunarsveitin Mannbjörg Björgunarsveitin Sigurgeir

Björgunarsveitin Ægir Garði

Hjálparsveit skáta Hveragerði

Björgunarsveitin Sigurvon

Hjálparsveitin Tintron

Björgunarsveitin Skyggnir Björgunarsveitin Suðurnes Björgunarsveitin Þorbjörn

Svæði 18 Björgunarfélag Vestmannaeyja

52 | Árbók 2020


Svæði 11

Svæði 12

Björgunarsveitin Ægir Grenivík

Björgunarsveitin Garðar

Björgunarsveitin Dalvík

Björgunarsveitin Hafliði

Björgunarsveitin Jörundur

Björgunarsveitin Núpar

Björgunarsveitin Sæþór

Björgunarsveitin Pólstjarnan

Björgunarsveitin Tindur

Björgunarsveitin Stefán

Björgunarsveitin Týr

Björgunarsveitin Þingey

Hjálparsveitin Dalbjörg

Hjálparsveit skáta Aðaldal

Súlur - Björgunarsveitin á Akureyri

Hjálparsveit skáta Reykjadal

Svæði 13

Svæði 10

Björgunarsveitin Gerpir

Björgunarsveitin Grettir

Björgunarsveitin Ársól

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit

Björgunarsveitin Bára

Björgunarsveitin Strákar

Björgunarsveitin Brimrún

Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð

Björgunarsveitin Eining Björgunarsveitin Geisli Björgunarsveitin Hérað

sveitir 2019

Björgunarsveitin Ísólfur Björgunarsveitin Jökull Björgunarsveitin Sveinungi Björgunarsveitin Vopni

Svæði 15 Svæði 16 Björgunarsveit Landeyja

Björgunarfélag Hornafjarðar Björgunarsveitin Kári

Björgunarsveitin Bróðurhöndin Björgunarsveitin Dagrenning - Hvolsvöllur Björgunarsveitin Kyndill Kbkl. Björgunarsveitin Lífgjöf Björgunarsveitin Stjarnan Björgunarsveitin Víkverji Flugbjörgunarsveitin Hellu

Einingar SL | 53


Aรฐgerรฐamรกl


Aรฐgerรฐamรกl | 55



80

12

148 26

72

15 50 96 34

Aðgerðir á landi og sjó 2019 F1-F4 með hálendisvakt 40

92 127

107

71 278 18

Yfirlit yfir aðgerðir björgunarsveita 2019 – með hálendisvakt og þjónustuverkefnum.

Árið 2019 voru allar aðgerðir björgunarsveita félagsins yfir meðaltali áranna 2005-2019 sem voru samtals 1.275. Þær tölur sem hér eru settar fram eiga eingöngu við um aðgerðir björgunarsveita sem voru boðaðar af Neyðarlínu og eru ótalin öll verkefni björgunarsveita sem eru ekki boðuð af Neyðarlínu.

2.000

Aðgerðir Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2005 - 2019

1.800 1.600

Fjöldi aðgerða

1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 0

550

650

750

1.100

900

750

2005

2006

2007

2008

2009

2010

1.217

1.729

1.791

1.227

1.210

1.392

1.275

2011 2012 2013 Aðgerðir (F1-F3) Meðaltal

590

800

2014

2015

2016

2017

2018

2019

Yfirlit aðgerða björgunarsveita 2005-2019. Meðaltal er reiknað af samtölu allra áranna.

Aðgerðamál | 57


júlí

nóv

rólegasti mánuður ársins

77

7

22

60

annasamasti mánuður ársins

95

12 48 78

33

Aðgerðir á landi og sjó 2019 F1-F3 án hálendisvaktar 37

46 107

105

62 77 13 2.000

Yfirlit aðgerða björgunarsveita 2019 – án hálendisvaktar og þjónustuverkefna.

Alls fóru björgunarsveitir Slysavarnafélagsins í 891 F1, F2 og F3 aðgerð á árinu. F1 útköll eru forgangsútköll þar sem líf liggur við. F2 útköll eru brýn útköll þar sem bregðast þarf fljótt við. Algengt er að t.d. leitir að fólki séu boðaðar út sem F2. Önnur verkefni björgunarsveita þar sem viðbragðshraði er ekki nauðsynlegur eru boðuð út á F3. 58 | Árbók 2020


2.000

Aðgerðir Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2005 - 2019 (F3-F1)

1.800 1.600

Fjöldi aðgerða

1.400 1.200 1.000 800 600 400 200 0

550

650

750

1.100

900

750

590

800

1.217

1.729

1.435

922

935

932

891

2005

2006

2007

2008

2009

2010

2011

2012

2013

2014

2015

2016

2017

2018

2019

Aðgerðir (F1-F3)

Meðaltal

Yfirlit F1-F3 aðgerða björgunarsveita 2005-2019.

Verkefni á vegum hálendisvaktarinnar eru ekki talin með í þessum tölum enda sérstök grein gerð fyrir þeim verkefnum að undanskildum útköllum (F1-F3) sem björgunarsveitir á hálendisvakt sinntu. Þau eru talin meðaðgerðir enda hefði þurft að boða björgunarsveitir út Allar skráðar og þjónustuverkefni vegna þeirra ef hópar hefðu ekki þegar verið á hálendinu. Lægsti forgangur í boðunum björgunarsveita er F4 en slík verkefni eru oft kölluð þjónustuverkefni og er sérstök grein gerð fyrir þeim verkefnum síðar í þessari samantekt. Allar skráðar aðgerðir og þjónustuverkefni 400 350 300 250 200 150 100 50 0 Jan

Feb 2013

Mar 2014

Apr 2015

Maí 2016

Jún 2017

2018

Júl 2019

Ágú

Sep

Meðaltal 2013 - 2019

Okt

Nóv

Des

Meðaltal 2001-2012

Á meðfylgjandi grafi má sjá mánaðarlegan samanburð frá 2013 til 2019 og meðaltöl aðgerða annars vegar frá 2001 til 2012 og hins vegar 2013 til 2019.

Eins og sjá má eru talsverðar sveiflur milli ára og getur munur milli sömu mánaða verið allt að sexfaldur og er stærsta ástæðan fyrir þessum sveiflum fyrst og fremst veður og færð. Fjöldi aðgerða gefur vísbendingu um álag á björgunarsveitir en varhugavert er að einblína aðeins á fjölda aðgerða því13 ein stór leitaraðgerð að týndri persónu getur verið tímafrekari en tugir eða jafnvel hundruð smáaðgerða. Aðgerðamál | 59


13 2.280

15 5.204

16 30.228

Framlag sjálfboðaliðans til almennra verkefna og almannavarnaverkefna í klukkustundum Suðurland 762

12 23.407

Suðurnes 201 18 856 Other 8.321

11 12.618

1 7.951

1

2

3

4

5

6

7

8

2 6.102

9 5.866

10 8 2.674 684

Höfuðborgarsvæðið 279 Landið 112

3 14.478

5 7.015

7 3.419

6 251

Norðurland-eystra 6.505

Austurland 168

4 1.000 9

10

11

12

13

15

16

18

Austurland

Höfuðborgarsvæðið

Landið

Norðurland-eystra

Suðurland

Vestmannaeyjar 294

Suðurnes

Vestmannaeyjar

Yfirlit yfir framlag sjálfboðaliðans til samfélagsins í klukkustundum brotið niður eftir starfssvæðum björgunarsveita. Verkefni björgunarsveita eru á skífuritinu vinstra megin en verkefni á forræði Almannavarna eru á grafinu hægra megin. 50.000

300 300

50.000 45.969 45.000 243

250

35.000

200 173

30.000

141

25.000 21.433 20.000

105

102 83

15.000 67

11.245

58

10.000 6.161 5.000

69 7.967

46

3.855

2.273

1.568

150

20.055 100

79

7.017

50

37

2.490

Fjöldi aðgerða

Framlag sjálfboðaliðans í klukkustundum

40.000

2.321

0

0 Janúar

Febrúar

Mars

Apríl

Maí

Júní

Klukkustundir

Júlí

Ágúst

September

Október

Nóvember

Desember

Fjöld i aðgerða (hægri ás)

Framlag sjálfboðaliðans í aðgerðum eftir mánuðum.

Grafið hér fyrir ofan sýnir hversu margar klukkustundir sjálfboðaliðar gáfu af frítíma sínum í aðgerðum eftir mánuðum í skráðum verkefnum. Á árinu 2019 eru skráðar 132.353 vinnustundir í aðgerðum. Að baki hverri klukkustund í aðgerð eru ótalin þau hundruð klukkustunda sem björgunarsveitarfólk leggur til af frítíma sínum í þjálfun, viðhald tækja, fjáröflunarverkefni og annað félagsstarf. 60 | Árbók 2020


14

1

Þjónustuverkefni

42 2

2

13

22 25

3

Þjónustuverkefni - F4 - 2019 9

23 6

7

13

20 4

Yfirlit þjónustuverkefna eftir svæðum björgunarsveita. 80

80

Yfirlit 2014 - 2019 - Þjónustuverkefni

Yfirlit 2014 - 2019 - Þjónustuverkefni

70

60

50

40

30

20

10

0 Jan

Feb

Mar

Apr 2014

Maí 2015

2016

Jún 2017

Júl 2018

Ágú 2019

Sep

Okt

Nóv

Des

Meðaltal 2014 - 2019

Yfirlit þjónustuverkefna brotið niður eftir árum.

Til viðbótar við útköll sinna björgunarsveitir ýmsum þjónustuverkefnum sem greitt er fyrir þar sem sérþekking, þjálfun og sérhæfður búnaður nýtist. Almennt séð eru þessi verkefni 300 Alvarleiki aðgerða 2019 - með hálendisvakt

leyst af nauðsyn þar sem engum öðrum er til að dreifa til að leysa verkefnið. Löng hefð hefur verið fyrir því að björgunarsveitir þjónusti t.d. útgerðir, raforkufyrirtæki og sveitarfélög. Einnig aðstoða björgunarsveitir tryggingafélög oft við verðmætabjörgun. Í dreifbýlinu aðstoða sumar björgunarsveitir kirkjugarða við að taka grafir. Samstarf við Vegagerðina um framkvæmd tímabundinna lokana á vegum í forvarnaskyni sem var komið á árið 2014 hefur gengið mjög vel. Aukinn ferðamannastraumur að vetrarlagi á árunum eftir hrun hefði getað leitt til mikils álags hjá björgunarsveitum ef þetta verkefni hefði ekki komið til. Ljóst er að forvarnir með lokun vega þegar líkur eru á að færð muni spillast hafa dregið verulega úr óþarfa útköllum björgunarsveita. Aðgerðamál | 61


100 stærstu aðgerðir ársins

Nafn Fjöldi Forgangur Svæði Hefst Leit að ferðamanni á Heydal við Heggstaði

518

F3

05

30. desember

Drengur í krapaflóð Sölvadal

424

F1

11

11. desember

LSNE-óveður,10.-12. des eftirm og afleiðingar 345

F2

11

9. desember

Óveður, Höfuðborgarsvæðið

F2

01

10. desember

336

F1 bíll út í Ölfusá

327

F1

03

25. febrúar

Leit að konu út frá Dyrhólaey

322

F2

16

23. desember 7. febrúar

Leit í Skaftafelli

277

F2

15

Leit á Þingvallavatni

247

F2

03

10. ágúst

Óveður Húnavatnssýslum Sv. 9

145

F3

09

9. desember

Ásvellir, týndur drengur

132

F2

01

17. október

Leit að konu í Reykjavík

125

F2

01

7. september

Óveður í Skagafirði

117

F3

10

9. desember

Fólk í sjónum við Þorlákshöfn

116

F1

03

3. febrúar

Leit í Reykjavík

113

F2

01

15. apríl

Óveður á Suðurnesjum

112

F3

02

10. desember

Óveður Sv. 3

106

F2

03

9. desember

Leit á Höfuðborgarsvæðinu

101

F2

01

28. nóvember

Leit að manni

101

F2

01

24. nóvember

Hættustig - Keflavíkurflugvöllur

97

F2

02

26. ágúst

Neyðarkall af Vatnajökli

94

F2

15

13. mars

Reykjavík, leit að manni

93

F2

01

4. desember

250 Garður - hvalir í flæðarmálinu

93

F3

02

2. ágúst

Leit að karlmanni, 110 Rvk

85

F2

01

13. október

Vélsleðaslys, suðurhlíð Heklu

83

F1

16

30. mars

Kona týnd á sæþotu

82

F2

01

30. september

Leit að konu í Reykjavík

77

F2

01

27. september

Tveir menn á kajak í vandræðum

74

F2

03

23. september

Leit að göngumanni sv. 11

73

F2

11

2. apríl

Vestmannaeyjar óveðursaðstoð

72

F3

18

10. desember

Vélsleðaslys í Flateyjardal

68

F1

12

30. mars

Leit á Suðurnesjum

68

F2

02

27. janúar

Týnt göngufólk á Hornströndum

65

F2

07

5. ágúst

Leit við Grafarvog

63

F2

01

17. september

Leki að bát við Hafnarfjörð

63

F1

01

21. mars

Tröllafoss – sjálfhelda

62

F2

01

29. september

Leit að manni á sexhjóli á Eyvindarstaðaheiði

61

F3

09

21. september

Suðurnes leit að ungri stúlku

53

F2

02

30. desember

Nesjavallavegur slys

53

F2

03

29. september 9. janúar

Óveður í Eyjafirði

52

F2

11

Kajakræðari í vandræðum við Leirvogshólma

50

F2

01

15. maí

Óveður Vesturland (sv. 4 og 5) 10.-11. des.

49

F3

05

9. desember

Leit að manni við/á Akureyri

49

F2

11

11. október

62 | Árbók 2020


Nafn

Fjöldi Forgangur Svæði

Hefst

Eldur í bát við Austurboða

49

F1

05

15. apríl

Fólk í sjónum við Ólafsfjörð

48

F1

11

18. ágúst

Beinahóll – Gíslaskáli, týndir ferðamenn

45

F2

03

13. júlí

Leit að unglingsstúlku í Reykjanesbæ

44

F2

02

17. desember

Æfing - aðgerðarstjórnarnámskeið

44

F2

02

17. mars

Glymur - blautir ferðamenn

44

F2

04

10. mars

Klifandigil, fastir við á/sjálfhelda

43

F2

16

29. september

Stúlka í sjálfheldu í Esju

42

F2

01

17. september

Óveður svæði 16

41

F3

16

10. desember

Leit í Meðallandi

41

F2

16

16. september

Leit að týndu fólki á Langjökli

41

F2

03

25. mars

Leit við Múlagljúfur

40

F2

15

7. september 2. september

Keflavíkurflugvöllur - dautt á hreyfli

40

F1

02

Týndur maður á Kaldbak

40

F1

07

12. júní

Kjalarnes – rútuslys

40

F1

01

20. janúar

Stykkishólmur - leit á sjó

39

F1

05

5. nóvember

Strand við Skoreyjar

38

F1

05

4. apríl

Slasaður maður á Breiðamerkurjökli

37

F2

15

28. desember

Slys í Steingrímsstöð

36

F1

03

3. ágúst

Týndur smali í Fnjóskadal

35

F2

12

26. september

Fimmvörðuháls, meiddur á fæti

35

F2

16

5. ágúst

Slasaður einstaklingur í Skarðsdal

35

F2

11

18. maí

Lokun, Hellisheiði og Þrengsli sv. 3

34

F3

03

22. mars 13. janúar

Leit, Hraunsá

34

F2

03

Slys í Búrfelli

33

F1

03

20. júní

Fastir bílar á Krýsuvíkurvegi

33

F3

01

5. febrúar

Einar Guðna ÍS 303, strand við Gölt

32

F1

07

13. nóvember

230, Ljósanótt

32

F4

02

7. september

Eftirgrennslan við Böggvisstaðafjall

32

F3

11

6. júní

Óveðursaðstoð, Eyjafjörður

32

F3

11

22. mars 21. febrúar

Slösuð skíðakona í Hrafnsfirði

32

F2

07

Óvissustig, Hellisheiði og Þrengsli

32

F3

03

20. janúar

Leit við Breiðholt

31

F2

01

14. september

Leit í Fljótshlíð

31

F2

16

6. maí

Rollubjörgun á Bálkastöðum ytri

31

F2

09

19. apríl 17. febrúar

Maður týndur við Rangá

31

F1

16

Týndur maður á Nesjavöllum

31

F2

03

2. febrúar

Fastur bíll í ís nálægt Glaðheimum

31

F3

16

17. janúar

Leit við Langavatn

30

F2

04

19. september

Slasaður einstaklingur, Hvalnesskriður

30

F2

13

9. júlí

Slys í Kerlingarfjöllum

30

F1

03

8. júní

Strandaður bátur við Rifstanga

29

F1

12

8. nóvember

Báts saknað í Dýrafirði

29

F2

07

26. september

Aðgerðamál | 63


Nafn

Fjöldi Forgangur Svæði

Hefst

Óvissustig, Hellisheiði og Þrengsli

29

F3

03

16. febrúar

Óveður, Austurland

28

F3

13

10. desember

Faxaflói, týndur bátur

28

F2

01

30. september

Leit við Þjófafoss

28

F2

16

21. september

Mótorhjólaslys við Þorlákshöfn

28

F3

03

8. september

Neyðarboð frá Fljótavík

28

F2

07

27. júlí

Strandaður bátur í Jökulfjörðum

28

F1

07

23. mars 3. september

Strandaglópar við Gróttu

27

F3

01

Hestamaður slasaður við Úlfkelsvatn

27

F1

09

24. júní

Örvingluð kona á Reynisfjalli

27

F2

16

27. febrúar

Leit innanbæjar

27

F3

07

19. febrúar

Þistilfjörður - strandaður bátur

26

F1

12

29. nóvember

Leit í Reykjanesbæ

26

F2

02

12. október

Maður í sjálfheldu við Kristínartinda

26

F2

15

30. ágúst

Sjálfhelda í Goðahrauni, Fimmvörðuhálsi

26

F2

16

22. júlí

Óveðursaðstoð á Höfn

26

F3

15

26. febrúar

Snjóflóð á veginn um Hvalnesskriður

26

F1

15

4. febrúar

64 | Árbók 2020


Annríkur desembermánuður Áætla má að björgunarsveitir hafi skilað að minnsta kosti

25.000 klukkustundum í útköllum frá 9. desember til loka árs.

Slys Við boðun eru aðgerðir flokkaðar eftir forgangi og eru óveðurs- og ófærðarverkefni oftast flokkuð í lægsta forgang F3. Alvarleg slys eru flokkuð í efsta forgang F1. Minni slys og önnur verkefni þar sem bregðast þarf hratt við liggja mitt á milli í F2 forgangi. Alls voru 122 slys á F1 forgangi á árinu 2019 sem er fjölgun um eina aðgerð frá 121 F1 aðgerð á árinu 2018. Á árinu 2019 voru skráðar 55 leitaraðgerðir, þar af 12 á höfuðborgarsvæðinu. Eins og verið hefur um árabil eru algengustu leitaraðgerðirnar vegna ferðalanga og örvinglaðra. Margar leitanna á árinu voru afar krefjandi. Óveðursútköll hafa oft verið björgunarsveitum erfið og var árið 2019 engin undantekning. Árið var til þess að gera frekar tíðindalítið veðurfarslega fyrir björgunarsveitir framan af árinu. Það átti eftir að breytast til hins verra í desember. Í fyrstu vikunni í desember voru veðurspár nokkuð afgerandi með að draga myndi til tíðinda. Með hverjum degi sem leið versnaði veðurspáin til muna og var orðið ljóst 9. desember að daginn eftir myndi gerningaveður mikið skella á landinu. Góður undirbúningur björgunarsveita kom vel á vondan. Snjóbílar voru sendir á Norðvesturland til stuðnings við heimamenn í ljósi mikillar snjóflóðahættu sem ljóst var að væri að myndast á Norðurlandi og Vestfjörðum. Nýttust þeir vel í verkefnum, sérstaklega aðstoð við raforkufyrirtæki sem þurftu að glíma við gríðalegar skemmdir á innviðum. Þegar óveðrið var að mestu gengið niður og enduruppbyggingin hafin féll ungur drengur í á í Sölvadal þegar klakastífla brast við hreinsun úr yfirfalli á virkjun í dalnum. Mikil leit var gerð að drengnum sem fannst að lokum látinn eftir tveggja daga leit við mjög krefjandi og erfiðar aðstæður. Áætla má að björgunarsveitir hafi skilað að minnsta kosti 25.000 klukkustundum í útköllum frá 9. desember til loka árs. Ótalin er sú vinna sem björgunarsveitir inntu af hendi í greiddum þjónustuverkefnum í aðstoð við endurreisn innviða í kjölfar óveðursins. Aðgerðamál | 65


300

Alvarleiki aðgerða 2019 - með hálendisvakt

250

200

150

100

50

0 Janúar

Febrúar

Mars

Apríl

Maí

Júní F4

F3

Júlí F2

Ágúst

September

Október

Nóvember

Desember

F1

Yfirlit aðgerða brotið niður eftir alvarleika.

Gerðir hafa verið samningar við nokkrar björgunarsveitir á Íslandi varðandi fyrsta viðbragð í slysum, bráðaveikindum og brunum. Má til dæmis nefna samning Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins við björgunarsveitina Kjöl á Kjalarnesi Vettvangsliðar - aðgerðir þar sem meðlimir björgunarsveitar-

innar sinna fyrsta viðbragði á Kjalarnesi og í Kjósarhreppi. Á árinu 2019 sinnti Kjölur alls 46 aðgerðum, bæði slysum og bráðaveikindum, sem er fækkun frá 54 aðgerðum árið 2018. Sambærilegur samningur er milli björgunarsveitarinnar Eyvindar á Flúðum og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands þar sem meðlimir Eyvindar sinntu alls 34 aðgerðum bæði slysum og bráðaveikindum á árinu 2019 miðað við 20 á árinu 2018.

Vettvangsliðar - aðgerðir 60 55

50

51

40

54 46

44

42

39 34

30 20

24

22

24 20

10

0

2014

2015

2016

2017 Kjölur

Vindur

Yfirlit aðgerða sem vettvangsliðar björgunarsveita sinna.

66 | Árbók 2020

2018

2019


121 109 aðgerð á sjó

Aðgerðir á sjó

í F3-F1 forgangi

Aðgerðir á sjó 2019 30

26

25

20

15

15

16

15 13

10

10

5

11

5 3

0

11

1

2

3

3

2 4

5

6

7

1 8

3

2 9

10

11

12

13

15

16

4

18

Grafið sýnir heildarfjölda aðgerða á sjó eftir svæðum Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Aðgerðir björgunarskipa - 2019 Á árinu 2019 var skráð 121 aðgerð á sjó og þar2014 af 109 boðaðar á forgangi F3-F1. Skipt-

ingu aðgerða eftir alvarleika má sjá á grafinu hér fyrir neðan. F4 verkefni eru ekki kölluð út af Neyðarlínu heldur er um að ræða þjónustuverkefni af ýmsu tagi. Algengustu verkefnin á sjó eru að koma vélarvana bátum til aðstoðar. Einnig er nokkuð um að bátar stranda og slys á sjómönnum. Einnig kemur fyrir að bátar detti úr tilkynningarskyldunni og eru slík atvik ávallt tekin alvarlega. Neyðarsólir á lofti eru einnig teknar alvarlega og er ávallt leitað þar til búið er að útiloka að um sjófarendur í nauð sé að ræða.

Aðgerðamál | 67



Aðgerðir björgunarskipa 2014 - 2019 100 90

90

80

80

70

69

60

61

64

64

2017

2018

50 40 30 20 10 0

2014

2015

2016

2019

Sérstaklega er haldið utan um tölfræði björgunarskipa félagsins.

Björgunarskip Slysavarnafélagsins voru 13 talsins á árinu 2019 og eru staðsett þar sem slysahætta er talin mest vegna sjósóknar. Sérstakir sjóðir sjá um rekstur skipanna, samvinnuverkefni félagseininga á stöðunum, en Björgunarbátasjóður greiðir laun vélstjóra og meiriháttar viðgerðir. Flestir þessara báta voru fengnir frá systurfélögum okkar í Evrópu en þar fer fram mikil þróun í gerð og búnaði slíkra báta. Þessir bátar eru frá 15 og upp í 25 metra langir og allt að 85 tonn. Ganghraði bátanna er frá 12 og upp í 30 sjómílur og í áhöfn eru frá fjórum upp í átta menn. Unnið er að heildarendurskoðun á staðsetningu og gerð björgunarskipa. Stefnt er á að hægt verði að endurskoða skipaflotann á komandi árum. Björgunarskipið Gunnar Friðriksson á Ísafirði var endurnýjað á árinu og nýrra skip fengið frá Reddningsselskapet í Noregi. Nýja skipið var nefnt eftir fræknum björgunarmanni við Ísafjarðardjúp, Gísla Jónssyni. Gísli leiddi björgunarmenn frá Hesteyri árið 1955 að togaranum Agli rauða í aftakaveðri með björgunarbúnað þar sem 16 af skipverjum togarans var bjargað í land við afar erfiðar aðstæður. Björgunarskipið Björg 2542 á Rifi var einnig endurnýjað á árinu með Gunnari Friðrikssyni frá Ísafirði. Nýja skipið fékk einnig nafnið Björg en með skráningarnúmerið 2742.

3

32

3 3

3

5

Aðgerðir björgunarskipa 2019

10

Hér sést fjöldi aðgerða eftir staðsetningu björgunarskipa.

6 1

10 5

9

Aðgerðir björgunarskipa

Aðgerðamál | 69



Aðgerðir björgunarskipa 30 25 20 15 10 5 0 Bs Ásgrímur Bs Hannes Þ Bs Oddur V. Bs Björg TFPP Gíslason S. Björnsson Hafstein TFNF TFSL TFPE 1

2

2

BS Hafbjörg Bs Ingibjörg Bs BS Sigurvin Bs Bs Bj Vörður II Gunnar Bs Gísli Jóns TFTS TFHE TFSJ Gunnbjörg Sveinbjörn TFIL Húnabjörg TFPT Friðriksson Sveinsson TFRF TFSA TFIO TFVN

5

6

7 2014

7 2015

9

2016

2017

10 2018

12

13

13

Bs Þór

15

18

2019

Sjá má að aðgerðum björgunarskipa er misdreift yfir landið en til samans mynda þau þéttriðið öryggisnet kringum landið.

Harðbotna slöngubátar eru 25 talsins með góða dreifingu umhverfis landið. Þeir eru á stærðarbilinu frá 5,5 og upp í níu metra langir, ýmist með utanborðsvélum eða föstum dieselvélum. Nokkrir þeirra eru með litlu stýrishúsi en flestir eru alveg opnir en með stjórnpúlti og hnakk fyrir áhöfnina sem er yfirleitt 3-4 menn. Ganghraði þessara báta er yfirleitt nálægt 30 sjómílum.

Aðgerðir harðbotnabáta

Aðgerðir harðbotnabáta 16 14 12 10 8 6 4 2

Þórður Kristjánsson 7738 Gróa Pétursdóttir 7707 Stefnir 7747 Fiskaklettur Þorbjörn Árni í Tungu Njörður G (7805) Ægir Gunnjón Þorsteinn Gaui Páls 7678 Manni Draupnir Jón Gunnlaugsson Margrét Guðbrandsdóttir Einar Guðbjartsson Sæbjörg 2 Klakkur Reynir Berserkir Guðfinna Sig Heimamenn - Hafdís Ósk bátur Lómur bátur Kópur bátur Dýri bátur Kobbi Láka 7738 Sæbjörg Bátur Gísli Gúmm Ernir Gísli Sigga ljósa Helga Páls Pólstjarna ST Birna Aðalbjörg �Tind ur Bátur SKB901 Hrísey bátur Súlur bátur Gústi 7541 Dalvík Vörður SKB930 Garðar Jón Kjartansson 7717 Garðar Adam Núpur bátur Hafliði Jón Kr Pólsstjarnan harðbotna Ísólfur bátur Gerpir Glæsir Alfreð Guðnason 7675 Ársól bátur Hafdís 7750 Bára Dröfn Björgvin 7766 Hella skip Eykynd ill

0

1

2

3

4

5

6 Nafn

2014

7 2015

2016

8 2017

9 2018

11

12

13

15 16 18

2019

Nokkuð vantar upp á skráningu harðbotna báta í tölfræðinni. 10,0% Aðgerðamál | 71


Hvenær eru björgunarsveitir kallaðar út? Til gamans má skoða hvenær sólarhrings björgunarsveitir mega eiga von á því að vera kallaðar út. Almennt séð eru verkefni björgunarsveita nokkuð dreifð yfir daginn. Útköll að næturlagi eru ekki algeng en þó ekki óþekkt. 10,0%

Tímar dags

9,0% 8,0% 7,0% 6,0% 5,0% 4,0% 3,0% 2,0% 1,0% 0,0%

1

2

3

4

5

6

7

8

2014

9

10

2015

11

2016

12 2017

13

14

15

2018

16

2019

17

18

19

20

21

22

23

0

Meðaltal

Grafið sýnir dreifingu aðgerða yfir sólarhringinn.

Rólegast er milli klukkan tvö og sjö á morgnana. Verkefnum byrjar að fjölga upp úr átta á 20,0%

morgnana, ná ákveðnum topp upp úr kl. 14.00 og toppa síðan aftur milli 17 og 18. Það virðist vera að hlé sé á verkefnum milli 18 og 19 en síðan fjölgar verkefnum aftur fram á kvöld og eru algengust milli 21 og 22 á kvöldin. 20,0%

Skipting aðgerða eftir vikudögum

18,0% 16,0% 14,0% 12,0% 10,0% 8,0% 6,0% 4,0% 2,0% 0,0%

Mánud agur

Þriðjud agur

Miðvikudagur 2014

2015

Fimmtudagur 2016

2017

2018

Föstud agur 2019

Laugardagur

Sunnudagur

Meðaltal

Grafið sýnir skiptingu aðgerða innan vikunnar.

Dreifing á vikudaga er nokkuð jöfn, fimmtudagar sínu rólegastir að meðaltali en verkefnin flest um helgar.   16.000

72 | Árbók 2020

3.000


2.451 2.374 var skráður í aðgerðir 2019

voru skráðir í aðgerðir 2018

Framlag sjálfboðaliðans Alls var 2.451 björgunarmaður skráður í aðgerðir á árinu 2019 miðað við 2.374 á árinu 2018. Alls mættu sjálfboðaliðarnir 12.673 sinnum á árinu miðað við 13.140 sinnum á árinu 2018. 16.000

3.000

Virkir björgunarmenn og mætingar í aðgerðir

14.000

2.349 12.000 1.961

2.374

2.451

2.500

2.048 2.000

1.886

10.000

1.500

8.000

6.000 1.000 4.000 500 2.000

0

10.900

13.623

9.872

11.850

13.140

12.673

2014

2015

2016

2017

2018

2019

Fjöld i mætinga (vinstri ás)

Meðaltal mætinga (vinstri ás)

0

Fjöld i virkra einstaklinga (hægri ás)

Grafið sýnir hversu oft félagar björgunarsveita mæta í aðgerðir (súlur og kvarði á vinstri ás) og til samanburðar appelsínugula línan sem sýnir fjölda virkra einstaklinga á viðkomandi ári (hægri ás). 8,0

Hér fyrir ofan má sjá þróun á meðaltali aðgerða á hvern virkan björgunarmann frá árinu 2014 til 2019. Hér er aðeins verið að skoða fjölda aðgerða að meðaltali á hvern sjálfboðaliða og er sú skoðun varfærin því í hverri aðgerð getur hver og einn mætt oftar en einu sinni. Að meðaltali brugðust 9,9 sjálfboðaliðar við í aðgerðum á árinu 2019. Miðgildið voru fimm björgunarmenn í hverri aðgerð. Í fyrsta fjórðungi aðgerða voru björgunarmenn 2-3. Í öðrum fjórðungi aðgerða voru björgunarmenn 4-5, í þriðja fjórðungi aðgerða voru björgunarmenn 6-11. Í 10% aðgerða tóku þátt 23-40 manns, í 5% aðgerða voru á bilinu 40-111 manns og í 1% aðgerða voru björgunarmenn fleiri en 112. Hægri ás á grafinu hér fyrir neðan er þjappað í veldisvexti. Mæting einstaklinga á línuritinu er á vinstri ás. Aðgerðamál | 73


Grafið sýnir hversu oft einstaklingar mæta (hægri ás) og hversu oft þeir mæta að meðaltali (vinstri ás).

Meðalfjöldi í aðgerð segir ákveðna sögu um dreifingu álags á björgunarsveitir. Þó má taka fram að björgunarsveitir sjá sjálfar um að sveiflujafna álagið og ef álag er of mikið er dregið úr æfingum og félagsstarfi þar til mannskapurinn er búinn að leggja aftur inn á „heimabankann“ og er klár í meira bras. Ef of lítið er um að vera í útköllum fjölgar æfingum og félagsstarfið blómstrar. Þetta er þó ekki einhlítt því fólk er í björgunarsveitum á mismunandi forsendum. Á sumum stöðum í fámennari byggðum er björgunarsveitarstarf fyrir mörgum samfélagsleg skylda. Þó svo að meðalfjöldi í aðgerð hafi verið að aukast hefur meðalþátttaka hvers einstaklings í aðgerðum ekki aukist marktækt á landsvísu ef frá er talið árið 2015 sem var afar annasamt ár sökum einmuna ótíðar. 74 | Árbók 2020


8,0

Meðaltals mæting sjálfboðaliðans

6,8

7,0

5,7

6,0

5,7

5,4

5,3

5,0

5,0 4,0 3,0 2,0 1,0 0,0

5,9

5,0

7,0

2014

5,7

5,7

2015

5,6

5,3

2016 Karlar

5,4

5,5

2017 Bæði

Konur

5,1

5,1

2018

4,6 2019

Svo virðist vera að karlarnir mæti oftar en konurnar en litlu má muna eins og sjá má.

Þegar tölfræðin er brotin niður á einstök svæði má sjá meiri sveiflur milli ára í meðalþátttöku björgunarmannsins. Fyrra grafið sýnir ár fyrir ár hversu oft hver og einn einstaklingur mætir í aðgerðir ársins að meðaltali og seinna grafið hlutfallslega skiptingu milli ára. Meðaltalsmæting einstaklinga eftir svæðum

Meðaltalsmæting einstaklinga eftir svæðum 100% 90%

6,8

7,0

80% 70% 60%

7,9

6,3

50% 40%

6,6

30% 20% 10%

7,8

6,3

6,3 4,7

7,0 7,5

8,5

3,7 4,7

3,8

3,4 4,3 3,5

8,4

5,1

11,8

6,2

6,1

7,8

4,7

2,6

2,3

5,3

5,1

3,9 6,1

4,4

3,5

5,0

3,3

4,9

7,3

6,1

3,0

4,9

3,1

5,4

3,8 4,0

3,1

5,3 4,8

5,1

4,6

3,4

4,3

4,1

3,9

4,0

5,1

3,0

2,0

6,4 7,2

4,1

2,4

2,8

5,0 5,8

8,4

2,2

5,5

4,2 3,5

6,0

2,5

4,1

3,0

5,3

4,1

4,6

3,1

3,6

4,7

5,7

6,4

6,0

4,4 2,5

5,5

3,5 5,0

5,5 4,7

5,3

5,2

7,4 5,3

7,0

6,7

6,3 4,2

5,2

6,7

5,6

6,2

5,6

0% Svæði 01 Svæði 02 Svæði 03 Svæði 04 Svæði 05 Svæði 06 Svæði 07 Svæði 08 Svæði 09 Svæði 10 Svæði 11 Svæði 12 Svæði 13 Svæði 15 Svæði 16 Svæði 18 Landið 2014

2015

2016

2017

2018

2019

Grafið sýnir hlutfallslega skiptingu milli ára og svæða á meðalfjölda þeirra aðgerða sem hver og einn tók þátt í á hverju ári fyrir sig. Hlutfallið er reiknað innan svæðis á milli ára.

Aðgerðamál | 75


Hlutfallsleg skipting fjölda björgunarmanna sem mæta a.m.k. einu sinni milli áranna 2014 - 2019 sem hlutfall af heildarfjölda á tímabilinu

100% 90%

17,0%

21,3%

18,2%

18,1%

20,8%

60% 50% 40%

18,4%

19,1% 13,7%

30% 20% 10%

20,0%

13,0%

80% 70%

13,4%

15,8% 16,0%

0%

18,9%

20,0% 12,5% 14,5% 12,8%

19,4%

21,4%

18,5%

18,6% 20,3%

18,6% 12,5% 15,1% 16,1%

16,9% 13,5% 15,3% 14,7%

14,4% 17,8%

20,1%

13,4%

19,2%

20,5%

19,3%

15,6%

17,9%

15,3%

14,9%

18,3%

11,8%

19,2%

17,7%

15,5%

15,8%

13,0%

16,9%

15,0%

16,5%

15,0%

14,7%

19,2%

16,2%

15,2% 18,3%

14,7% 21,5%

16,9%

17,8%

19,7%

13,9%

16,0%

19,0%

10,6%

13,4%

17,2%

19,7%

15,5%

27,2%

17,6%

18,5% 16,1% 16,1%

21,2%

14,9% 21,3%

12,1%

15,2% 15,9%

14,9%

16,2%

11,1%

18,8%

18,2% 23,2%

16,8% 15,7%

12,6%

13,0%

22,6%

18,0% 19,0% 14,4% 13,1%

15,7%

11,0% 15,9%

11,0%

15,0%

Svæði 01 Svæði 02 Svæði 03 Svæði 04 Svæði 05 Svæði 06 Svæði 07 Svæði 08 Svæði 09 Svæði 10 Svæði 11 Svæði 12 Svæði 13 Svæði 15 Svæði 16 Svæði 18 Landið 2014

2015

2016

2017

2018

2019

Grafið sýnir hlutfall þess fjölda sem tekur þátt í aðgerðum milli ára innan svæða.

Þegar virkni björgunarmanna á hverju svæði fyrir sig er tekin saman yfir nokkur ár má sjá á eftirfarandi grafi innbyrðis dreifingu álags. Hlutfallsskipting álags milli ára Hlutfallsskipting álags milli ára 100% 90%

16,6%

23,4%

80% 70%

20,9%

40%

17,4% 12,9%

10%

17,7% 14,5%

0%

21,7%

18,6% 18,9%

14,0%

12,4%

14,7%

21,2%

20,5%

14,9% 11,9%

30% 20%

14,3%

19,1% 12,2%

15,5%

11,2% 9,6%

17,4%

60% 50%

15,2%

17,3% 10,1% 10,6% 21,7%

14,9%

14,8%

18,6% 8,7% 24,5%

21,2%

9,8%

18,9%

7,9% 18,8%

16,1% 14,2%

22,2%

14,8%

19,2%

27,4%

20,4% 16,8% 15,9%

16,5%

15,1%

19,5%

13,1%

14,9% 18,8%

16,8%

18,0% 18,6%

12,5%

23,7%

21,9%

24,0%

14,5%

14,3%

14,8%

13,3%

19,1% 26,6%

11,5%

21,2%

10,2%

23,1% 18,1%

24,8%

16,5%

14,7%

13,2%

20,4%

13,6% 14,9%

21,4% 13,9%

15,0% 15,4%

20,2%

18,4%

15,9%

16,2%

18,2%

14,8%

15,6%

16,1%

14,1%

13,1%

14,3%

16,7%

11,4%

Svæði 01 Svæði 02 Svæði 03 Svæði 04 Svæði 05 Svæði 06 Svæði 07 Svæði 08 Svæði 09 Svæði 10 Svæði 11 Svæði 12 Svæði 13 Svæði 15 Svæði 16 Svæði 18 2014

2015

2016

2017

2018

2019

Grafið sýnir hlutfall mætinga í aðgerðir brotið niður eftir svæðum og árum.

Þegar nánar er rýnt í tölurnar sést að fjöldi þeirra sem mæta í aðgerðir er afar mismunandi milli svæða enda svæði misstór og áskoranir á hverju svæði mismunandi.

Fjöldi einstaklinga sem mæta í a.m.k. eina aðgerð

76 | Árbók 2020


Fjöldi einstaklinga sem mæta í a.m.k. eina aðgerð 600

500

400

300

200

100

0 Svæði 01 Svæði 02 Svæði 03 Svæði 04 Svæði 05 Svæði 06 Svæði 07 Svæði 08 Svæði 09 Svæði 10 Svæði 11 Svæði 12 Svæði 13 Svæði 15 Svæði 16 Svæði 18 2019

Þetta graf sýnir fjölda þeirra sem mæta í aðgerðir á árinu 2019 brotið niður eftir svæðum sem viðkomandi er skráður á.

Heildarfjöldi mætinga er síðan afar misjafn milli svæða, allt eftir eðli aðgerða á hverju Mæting eftir svæðum - mæting einstaklinga í aðgerðir

svæði fyrir sig. Þessar tölur endurspegla þó ekki fjölda aðgerða á hverju svæði fyrir sig því félagið vinnur oft sem ein heild þegar kemur að erfiðari útköllum og er landið allt athafnasvæði allra björgunarsveita þegar á reynir. Aðgerðamál | 77



Mæting eftir svæðum - mæting einstaklinga í aðgerðir 4.000

3.500

3.000

2.500

2.000

1.500

1.000

500

0 Svæði 01 Svæði 02 Svæði 03 Svæði 04 Svæði 05 Svæði 06 Svæði 07 Svæði 08 Svæði 09 Svæði 10 Svæði 11 Svæði 12 Svæði 13 Svæði 15 Svæði 16 Svæði 18 2019

Þetta graf sýnir fjölda þeirra mætinga í aðgerðir sem björgunarfólk á hverju svæði fyrir sig hefur skilað á árinu 2019, brotið niður eftir svæðum.

Fjöldi aðgerða sem einstaklingur mætir í á ári gefur ákveðna vísbendingu um virkni á aðgerða - F1-F4 2019 eftir svæðum (án hálendisvaktar) svæði. StórarSkipting leitir geta auðveldlega breytt þessari mynd. Einnig er möguleiki að skortur á

skráningu björgunarmanna í útköllum hafi hér áhrif en eins og forðum var kveðið: „Það sem er ekki skráð hefur ekki gerst!“ Áhugavert er að skoða ofangreint í samhengi við fjölda aðgerða á hverju svæði fyrir sig.

Skipting aðgerða - F1-F4 2019 eftir svæðum (án hálendisvaktar) 120

100

80

60

40

20

0 1

2

3

4

5

6

7

8 F4

F3

9 F2

10

11

12

13

15

16

18

F1

Grafið sýnir fjölda aðgerða, brotið niður eftir alvarleika og svæðum.

400

Aðgerðamál | 79


300

Samanburður milli ára (F1-F4 og Hálendisvakt)

250 200 150 100 50

ur Ho la nd rn af jö rð ur ,Ö ræ fi Ra ng ár va lla -o g… Ve st m an na ey ja r

sý slu r

Au st

ja r

Þi ng ey

Ey ja fj ö rð ur

rð ir No rð ur St ra nd as ýs la Hú na va tn ss ýs la Sk ag af jö rð ur

Ve

st fi

ýr ar -…

rð ir Su ðu r

,M

st fi Ve

ör ðu r ar fj

Sn æ

Ak ra

ne s

fe lls ne s

sý sla

Bo rg

s

og

Ár ne s

Su ðu rn e

Hö fu ðb or

ga r

sv æ

ði ð

0

2019

Meðaltal 2014 - 2018

Grafið sýnir allar aðgerðir á viðkomandi svæðum, þ.m.t. öll skráð verkefni hálendisvaktar sem eru flest skráð á svæði 12, 15 og 16.

8,0 7,0

6,8

7,0

Hversu oft mætir hver og einn í aðgerðir á árinu?

7,0

6,4

6,0

5,5

5,0

4,9

4,6 4,1

4,0

3,7

4,4

4,0 3,5

3,4

3,0

3,0

2,5

2,2

2,0 1,0 0,0 Svæði 01 Svæði 02 Svæði 03 Svæði 04 Svæði 05 Svæði 06 Svæði 07 Svæði 08 Svæði 09 Svæði 10 Svæði 11 Svæði 12 Svæði 13 Svæði 15 Svæði 16 Svæði 18 2019

Meðaltal

Þetta graf er ágætis mælikvarði á það hvernig álag dreifist milli björgunarfólks á landinu en endurspeglar ekki eðli verkefna, erfiðleikastig eða framlag sjálfboðaliðans í klukkustundum talið.

Kynjahlutföll - þau sem mættu 2019 80 | Árbók 2020


Aรฐgerรฐamรกl | 81


Kynjahlutföll - þau sem mættu 2019

82,1%

17,9%

3.000

- þau frá semþátttöku mættu 2019 Grafið sýnir kynjaskiptinguKynjahlutföll virkra félaga í aðgerðum á árinu 2019. Fjöldiúteftir kyni 2.500 2.000

320

349

425

476

431

321

Áhugavert er að skoða kynjaskiptinguna í aðgerðum og er ljóst að björgunarsveitir höfða 1.500 82,1%

17,9%

greinilega meira til karlpeningsins. Konurnar hafa verið að sækja í sig veðrið og hefur þeim 1.000 2.040 1.978 1.983 1.717

1.800

1.665

2014

2015

2016

fjölgað hlutfallslega í björgunarsveitum. 500 0 3.000

2017

2018

2019

425

476

431

1.978

2.040

1.983

2017

2018

2019

Fjöldi kyni Karlareftir Konur

2.500 2.000

320

349

1.717

1.800

1.665

2014

2015

2016

321

1.500 1.000 500 0

Karlar

Konur

Grafið sýnir fjölda þeirra sem taka þátt í aðgerðum, brotið niður eftir árum og eftir kyni.

Ekki er hægt að draga tölfræðilega marktækar ályktanir út frá mismun á þátttöku kynjanna í aðgerðum þegar litið er yfir samantekt milli ára nema að skoða hlutfallslega skiptingu. 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0%

Fjöldi eftir kyni - hlutfall 15,7%

16,2%

16,2%

17,7%

18,9%

17,9%

84,3%

83,8%

83,8%

82,3%

81,1%

82,1%

2014

2015

2016

2017

2018

2019

Karlar

Konur

Grafið sýnir hluttfallsskiptingu milli kynja hjá þeim sem eru virkir í aðgerðum.

Konum virðist hafa fjölgað hlutfallslega frá árinu 2014 og samanburður á milli ára sýnir aukningu upp á rétt rúm tvö prósentustig. 82 | Árbók 2020


Útköll eftir kyni - hlutfall 100% 90%

13,7%

13,6%

15,9%

18,2%

17,7%

16,6%

86,3%

86,4%

84,1%

81,8%

82,3%

83,4%

2014

2015

2017 Konur útköll

2018

2019

80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0%

2016 Karlar útköll

Grafið sýnir hlutfallsskiptingu á milli kynjanna út frá fjölda þeirra aðgerða sem skráðar voru á hvern og einn.

Virkni í útköllum virðist hafa aukist um rétt tæp þrjú prósentustig eða um rétt tæp 18% en nokkuð miklar sveiflur er á milli ára sem gera þennan samanburð ekki sérstaklega Hlutfallsleg kynjaskipting í aðgerðum 2019

marktækan.

Hlutfallsleg kynjaskipting í aðgerðum 2019 100% 90%

17%

19%

83%

81%

27%

14%

10%

11%

12%

10%

5%

11%

15%

10%

11% 25%

18%

15%

82%

85%

80% 70% 60% 50% 40%

73%

86%

90%

89%

88%

90%

95%

89%

85%

90%

89% 75%

30% 20% 10% 0% Svæði 01 Svæði 02 Svæði 03 Svæði 04 Svæði 05 Svæði 06 Svæði 07 Svæði 08 Svæði 09 Svæði 10 Svæði 11 Svæði 12 Svæði 13 Svæði 15 Svæði 16 Svæði 18 Karlar

Konur

Talsvert mikill munur er á þátttöku kynjanna í aðgerðum milli landssvæða.

Áhugavert er að skoða hversu mikill munur er á þátttöku kynjanna milli landssvæða. Mögulega má leiða að því líkur að eðli verkefna hafi mikil áhrif en fleiri þættir koma örugglega til. Aðgerðamál | 83


Tækjamót Tækjamót Slysavarnafélagsins Landsbjargar var haldið helgina 4.-6. mars á Smjörvatnsheiði í Norður-Múlasýslu. Tækjamót er góður vettvangur fyrir björgunarfólk að koma saman við krefjandi aðstæður, leysa hestöflin úr læðingi og láta reyna á tækin. Í gegnum leikinn lærum við að treysta á tækin. Reyndir leiðbeina nýliðum og með því varðveitist áratuga reynsla frá glímunni við Kára. Auðvitað bognar eitthvað eða kannski brotnar en eins og vitur maður sagði: „Ef þú ert ekki búinn að brjóta neitt þá ertu ekki búinn að æfa nóg!“ Björgunarsveitir verða að búa að þekkingu á möguleikum jafnt sem annmörkum tækjanna og er tækjamót góður vettvangur til að sýna sig og sjá aðra í brasinu. Að venju voru vélsleðar, jeppar og fjórhjól í tugatali í glímu við snjóinn. Sótt var að svæðinu frá mörgum aðkomuleiðum og var hópum skipt í flokka eftir getu. Sleðar athöfnuðu sig að mestu á svæðinu kringum Snæfell og jepparnir lögðu flestir á fjöll frá Egilsstöðum. Ljómandi fínt veður var allan laugardaginn og var hápunkturinn að sjálfsögðu grillið á Eiðum. Alls tóku rúmlega 350 manns þátt í tækjamótinu og sáu björgunarsveitir á svæði 13 um skipulagningu og allt utanumhald. 84 | Árbók 2020


Landsæfing Helgina 4.-6. október buðu Snæfellingar á Landsæfingu björgunarsveita sem er haldin annað hvert ár. Æfingin tókst afar vel og var vel að skipulagningu æfingarinnar staðið. Sveitir af Snæfellsnesinu og nánasta nágrenni lögðu hönd á plóg og útbjuggu verkefni af ýmsum toga. Gert var út frá Ólafsvík og voru flest verkefnin í hóflegri fjarlægð frá byggðu bóli. Á tímabili var útlit fyrir að fresta þyrfti æfingunni vegna afar slakrar veðurspár. Mikil stemmning var fyrir æfingunni og útlit fyrir góða mætingu þrátt fyrir frekar leiðinlega veðurspá. Að morgni æfingardags var ljóst að enginn kæmi til baka úr verkefnum án þess að vökna og virtist það ekki hafa nein áhrif á stemmninguna. Í upphafi æfingar þurfti að stöðva æfinguna vegna slyss sem varð við uppsetningu verkefnis. Leikari sneri sig á fæti á leið í verkefni og þurfti að bera viðkomandi í bíl og ferja á sjúkrahús. Af þessu varð smá truflun og endurskipuleggja þurfti nokkur verkefni sökum þessa en allt fór vel. Eftir hádegi fór sjólag að versna mikið og var því ákveðið að kalla allar bjargir af sjó í land. Vel var fylgst með björgum bæði í fjarskiptum og á Sitewatch. Þegar allar sjóbjargir áttu að vera komnar í land kom í ljós að einn slöngubátur var samkvæmt ferilvöktun ennþá á sjó og svaraði ekki ítrekuðum uppköllum. Æfingarstjórn stöðvaði æfinguna með „ALVARA ALVARA ALVARA“ og allar bjargir beðnar að bíða átekta. Bátaflokkar auk TF-Gró og varðskipsins Týs hófu tafarlaust leit að slöngubátnum sem óttast var um. Slöngubáturinn var í uppsetningu á æfingarverkefni þegar hann hvarf úr ferilvöktun. Reynt var að kalla bátinn upp án árangurs og einnig reynt að hringja í áhafnarmeðlimi. Bjargir voru sendar til leitar á mesta forgangi og ákveðið að fresta æfingunni þar til báturinn væri fundinn. Skömmu síðar náðist samband við áhöfnina sem var komin í land. Þessi atburður sýnir að kerfið okkar virkar en ennþá er rými fyrir okkur að bæta okkur. Stjórnendur tóku eftir að samkvæmt ferilvöktun var bátur ennþá úti á sjó sem átti ekki að vera þar. Skipverjar höfðu tilkynnt sig í land en í ljósi umfangs æfingarinnar var stjórnkerfið allt ekki með þær upplýsingar. Útbúin voru 58 verkefni af ýmsum toga, jafnt á láði sem legi. Þátttakendur voru alls um 255 frá 33 björgunarsveitum auk 14 frænda okkar frá systursamtökum okkar í Færeyjum, fimm manna hópi frá Noregi auk eins þátttakanda frá Alaska. Vel var vandað til verka við undirbúning æfingarinnar og lagði samfélagið allt sitt á vogarskálarnar til að gera þessa æfingu sem besta úr garði. Aðgerðamál | 85


Svæði 7 Slysavarnadeild kvenna Bolungarvík - Bolungarvík Slysavarnadeild Hnífsdals - Hnífsdalur Slysavarnadeildin Hjálp - Bolungarvík Slysavarnadeildin Iðunn - Ísafjörður Svæði 10 Svæði 6 Slysavarnadeildin Gyða - Bíldudalur Slysavarnadeildin Unnur - Patreksfjörður

Slysavarnadeildin Drangey - Sauðárkrókur Slysavarnadeildin Harpa - Hofsós

Svæði 5 Slysavarnadeild Dalasýslu - Búðardalur Slysavarnadeildin Helga Bárðardóttir - Hellissandur Slysavarnadeildin Sumargjöf - Ólafsvík Slysavarnafélagið Snæbjörg - Grundarfjörður Svæði 4 Slysavarnadeildin Líf - Akranes Slysavarnadeild Þverárþings Slysavarnadeildin Þjóðbjörg, Borganes

Svæði 9 Slysavarnadeildin Káraborg - Hvammstangi

Slysavarna

Svæði 1 Slysavarnadeildin í Reykjavík - Reykjavík Slysavarnadeildin Hraunprýði - Hafnarfjörður Slysavarnadeildin Varðan - Seltjarnarnes Slysavarnadeild Kópavogs - Kópavogur Svæði 2 Slysavarnadeildin Dagbjörg - Reykjanesbær Slysavarnadeildin Þórkatla - Grindavík Slysavarnadeildin Una - Garður Svæði 3 Slysavarnadeildin Björg - Eyrarbakka Slysavarnadeildin Tryggvi Gunnarsson - Selfoss 86 | Árbók 2020


Svæði 12 Slysavarnadeild kvenna Húsavík - Húsavík Slysavarnadeildin Hringur - Mývatn

Svæði 11 Slysavarnadeildin Vörn - Siglufjörður Slysavarnadeild kvenna Ólafsfirði - Ólafsfjörður Slysavarnadeildin á Akureyri - Akureyri Slysavarnadeildin Dalvík - Dalvík

Svæði 13

deildir 2019

Slysavarnadeildin Hafdís - Fáskrúðsfjörður Slysavarnadeildin Hafrún - Eskifjörður Slysavarnadeildin Rán - Seyðisfjörður Slysavarnadeildin Sjöfn - Vopnafjörður

Svæði 15 Slysavarnadeildin Framtíðin - Höfn

Svæði 18 Slysavarnadeildin Eykyndill - Vestmannaeyjar Einingar SL | 87



Slysavarnir 2019

Slysavarnir | 89


Það má með sanni segja að árið 2019 hafi verið viðburðaríkt ár hvað viðkemur slysavörnum enda málaflokkurinn ein af máttarstoðum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Eftir Landsþing 2019 voru nefndir um slysavarnir ferðamanna og nefnd um almennar slysavarnir sameinaðar í eina nefnd sem fjallar um málaflokkinn slysavarnir. Einingar félagsins höfðu á fulltrúaráðsfundi 2018 ákveðið einróma að leggja aukna áherslu á slysavarnir í umferðinni og var það einnig tónninn í þinggestum landsþings 2019. Þó er ekki þar með sagt að slegið hafi verið af í öðrum málaflokkum sem félagið og slysavarnadeildirnar hafa unnið að til margra ára. Samkvæmt slysaskýrslu Samgöngustofu slösuðust eða létust 1.136 manns árið 2019. Þar af létust sex og 182 voru alvarlega slasaðir. Mestu munar að sex banaslys urðu á árinu en árin tvö á undan létust 16 og 18 í umferðarslysum. Séu heildartölur áranna skoðaðar þá voru skráð umferðaróhöpp 6.619 eða rúmlega 500 færri en árið áður. Markmið stjórnvalda í anda heimsmarkmiðanna er að látnum og alvarlega slösuðum í umferðinni fækki að jafnaði um 5% á ári til ársins 2033. Það er því ljóst að eigi það markmið að nást þarf uppbygging og þróun samgöngukerfis, ásamt öflugum slysavörnum að vera forgangsatriði í íslensku samfélagi. Slysavarnafélagið Landsbjörg og einingar þess hafa í samvinnu við opinberar stofnanir og ýmsa aðra samstarfsaðila leitt forvarnaverkefni sem miða að því að fækka slysum í umferðinni hvort heldur er í borg og bæjum eða á þjóðvegum landsins. Markhóparnir eru í raun allir sem ferðast á milli staða með ökutækjum, innlendir sem erlendir ferðamenn og allir aldurshópar. Í þessari skýrslu er gerð grein fyrir þeim umferðaverkefnum öðrum en slysavörnum ferðamanna (sér skýrsla) sem sinnt var af félaginu og einingum þess á árinu 2019. 90 | Árbók 2020


Vertu snjall undir stýri Frá því verkefnið hófst haustið 2017 hafa 20 fyrirtæki skrifað undir samstarfssamning og merkt bílaflota sinn með viðvörunum og slagorðum. Þetta eru: Eimskip, Guðmundur Tyrfingsson, Hópbílar, HP gámar, MS, Sæti ehf., Samskip, Sjóvá, Tanni Travel, UPS, Vodafone, Hlaðbær Colas, Hópferðabílar Svans, Reykjavík Excursions, Íslenska Gámafélagið og Austfjarðaleið. Á árinu 2019 bættust svo Ölgerðin, Össur og Rarik í hópinn. Ráðist var í gerð 10 mínútna fræðslumyndar sem fyrirtækjunum verður afhent til afnota á innri vefjum sínum. Alls hafa verið haldnir 22 fræðslufundir með starfsfólki fyrirtækjanna þar sem rúmlega 600 manns hafa tekið þátt. Þess má geta að fram undan eru fræðslufundir um landið með starfsfólki Rarik. Einnig hafa verið klippt fjögur stutt myndskeið, u.þ.b. 20 sek., fyrir samfélagsmiðla ásamt því að framleiddar voru lyklakippur með áletruninni „Vertu snjall undir stýri“ sem gefnar voru á fræðslufundum og við ýmis önnur tækifæri. Slysavarnir | 91


Endurskinsmerki Í upphafi árs 2019 framkvæmdu félagar slysavarnadeilda könnun á notkun endurskinsmerkja á 17 stöðum á landinu. Taldir voru tæplega 1.300 aðilar og merkt við hvort þeir væru með hangandi endurskinsmerki, endurskin á flík eða ekkert endurskin. Metinn var aldur viðkomandi og má segja að aðeins í yngsta aldurshópnum, 6-9 ára, hafi notkun endurskins verið ásættanleg eða 82%. Þegar allir aldurshópar eru teknir með eru aðeins 42% með endurskinsmerki. Könnunin var framkvæmd á tímabilinu 2.-19. febrúar 2019 og fór í flestum tilfellum fram um kl. 8.00 á morgnana. Aldursbil er áætlað og úrtakið/fjöldi var 1.297. Ekki var marktækur munur á milli staða eða þéttbýlis og dreifbýlis. Í framhaldi voru niðurstöður rýndar og samstarfsaðilum, þá sérstaklega þeim sem eru að gefa endurskinsmerki, boðin þátttaka í því starfi. Á árinu 2019 gáfu slysavarnadeildir og björgunarsveitir 6.000 endurskinsmerki til samfélagsins. 92 | Árbók 2020


Öryggi barna í bíl Slysavarnafélagið Landsbjörg og Samgöngustofa gerðu könnun á öryggi barna í bílum á árinu. Könnunin var gerð við 57 leikskóla í 28 þéttbýliskjörnum víða um land og var búnaður hjá 2.088 börnum kannaður. Flestir nota bílstól sem er festur í bílinn með bílbelti eða ISOFIX festingum og er með fimm punkta belti fyrir barnið. Í ár könnuðum við einnig notkun á bakvísandi bílstól með festingum fyrir barn og var notkun þeirra 6%.

Notkun bílpúða með baki hefur aukist ár frá ári en enn nota um 5% ökumanna bílpúða án baks. Bílpúða með baki skal nota þar til barnið er 36 kíló og hefur náð yfir 135 sm hæð. Ekki er mælt með notkun bílpúða án baks. Öll börn eins árs og yngri eru í réttum búnaði og hið sama á við um 95-99% barna tveggja til fjögurra ára og meira en 91% fjögurra til fimm ára barna. Hins vegar eru aðeins 87,9% sex ára barna í réttum búnaði sem þýðir að um 12% sex ára barna eru eingöngu í bílbelti eða engum öryggisbúnaði sem er ekki í lagi þar sem barn lægra en 135 sm á hæð skal ávallt vera í öryggis- og verndarbúnaði sem hæfir hæð þess og þyngd. Þeim ökumönnum sem ekki nota réttan búnað fyrir börn (eingöngu bílbelti eða engan búnað) hefur fækkað mjög undanfarið, og er hlutfallið nú komið niður í 1%. Þess má einnig geta að 94% ökumanna voru í öryggisbeltum við komu að leikskólanum og er það jákvæð þróun. Niðurstöður úr Þessari könnun voru kynntar á veggspjaldasýningu á ráðstefnunni Slysavarnir 2019 og í fjölmiðlum. 28 einingar félagsins tóku þátt í verkefninu. Slysavarnir | 93


LÍNUSKAU TA R . H JÓL A BRETTI . H L A U PA H JÓL

H L Í FÐU Þ É R M E Ð ÞVÍ A Ð N OTA HJ Á LM OG H L Í FA R Á O L N B OGA H N É OG Ú L N L IÐI

Reiðhjól og hjálmar Árlega standa fjórtán slysavarnadeildir fyrir hjóladegi í sínu bæjarfélagi, oft í samstarfi við lögreglu. Þar er farið yfir öryggisatriði eins og ljós, glitaugu (endurskin), bjöllur og bremsur. Börnum kennt að stilla hjálma, þau hvött til að vera í endurskinsvestum til að auka sýnileika ásamt því að rætt er um ýmsar slysahættur í umhverfinu. Á skrifstofu félagsins er svo hægt að fá plaköt með leiðbeiningum um öryggisatriði reiðhjóla undir slagorðunum „Hjólið þarf að vera í lagi“ og „Alltaf að nota hjálm“. Einingar félagsins hengja þau upp í flestum grunnskólum og íþrótta- og frístundamiðstöðvum um landið. Undanfarin ár hafa samfélagsmiðlar einnig verið nýttir til að minna á mikilvægi þess að nota hjálm enda skulu börn yngri en 16 ára nota hlífðarhjálm við hjólreiðar samkvæmt umferðalögum.

Umferðarkönnun á 48 gatnamótum Í samvinnu við Samgöngustofu fóru félagar slysavarnadeilda og björgunarsveita út af örkinni annað árið í röð í september og framkvæmdu umferðarkönnun á 48 gatnamótum, innanbæjar og utan og skoðaðir voru á sjöunda þúsund ökumenn í umferðinni. Skráð var notkun bílbelta, ökuljósa og snjalltækja. Niðurstöður þessarar könnunar voru kynntar á ráðstefnunni Slysavarnir 2019 en hafa enn ekki verið birtar hjá Samgöngustofu. 22 einingar félagsins tóku þátt í þessu verkefni. 94 | Árbók 2020


Göngum í skólann Árlega taka milljónir barna þátt í Göngum í skólann verkefninu í yfir fjörutíu löndum víðsvegar um heim. Slysavarnafélagið Landsbjörg styður verkefnið í samstarfi við Íþróttaog Ólympíusamband Íslands, Embætti landlæknis, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu og Heimili og skóla. Verkefninu var hleypt af stað í þrettánda sinn 4. september í Hofsstaðaskóla í Garðabæ. Alls tóku 74 skólar þátt í verkefninu. Meginmarkmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar og að draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum. Slysavarnir | 95


YOURS - Unga fólkið og umferðin Í tengslum við ráðstefnu um slysavarnir í október var fenginn til landsins fulltrúi frá alþjóðlegum samtökum sem kallast YOURS „Youth for road safety“. Tuttugu félagar úr unglingadeildum og umsjónarmenn unglinga sátu vinnusmiðju sem Manpreet Darroch stýrði. Þá sátu tveir unglingar og tveir umsjónarmenn unglinga ásamt starfsmönnum SL með unglingamál og slysavarnir málþingið „Börn og samgöngur“ sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið stóð fyrir, í samvinnu við Samgöngustofu og Vegagerðina. Í framhaldinu var myndaður vinnuhópur með fulltrúum frá Samgöngustofu og skrifstofu SL ásamt þessum fjórum ungmennum til að vinna verkefnið áfram og taka næstu skref. Hópurinn fer svo ásamt starfsfólki Samgöngustofu og situr Heimsráðstefnu á vegum YOURS sem haldin er í febrúar 2020 í Stokkhólmi í tengslum við heimsþing um umferðaröryggi (3rd Global Ministerial Conference on Road Safety). Yfirskrift ungmennaráðstefnunnar útleggst á íslensku „Hingað og ekki lengra“ (e. Enough is enough). Yfirskriftin vísar til þeirrar kröfu ungmenna um allan heim að stjórnvöld og samfélag taki höndum saman um að fækka alvarlegum slysum og dauðaslysum í umferðinni. Félagið mun í framhaldi vinna áfram að þessu verkefni og er markmiðið að stofna hóp jafningjafræðara úr hópi unglingadeilda SL og frá Samfés. Verkefnið er samstarfsverkefni félagsins og Samgöngustofu. 96 | Árbók 2020


Ráðstefnan Slysavarnir 2019 Ráðstefnan Slysavarnir var haldin í þriðja sinn og fór fram á Grand hótel í Reykjavík dagana 11. og 12. október. Tuttugu fyrirlesarar á ráðstefnunni komu úr ýmsum stéttum sem vinna að slysavörnum og öryggismálum á Íslandi, ásamt þremur erlendum gestafyrirlesurum. Meðal umfjöllunarefna voru umferðaröryggi, slysavarnir ferðamanna, Slysavarnir barna og eldri borgara, eldvarnir og sérstaklega var fjallað um unga fólkið og umferðina. Eliza Jean Reid forsetafrú og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnaráðherra ávörpuðu ráðstefnugesti. Þátttakendur af öllu landinu koma saman og má þar nefna starfsfólk ferðaþjónustu, starfsfólk stoðþjónustu, fulltrúa tryggingafélaga, fulltrúa löggæslu, heilbrigðisstarfsmenn og fleiri sem láta sig slysavarnir og öryggismál varða. Alls sóttu á annað hundrað manns ráðstefnuna. Samhliða ráðstefnunni var efnt til veggspjaldasýningar þar sem ráðstefnugestir gátu kynnt sér fróðleik um slysavarnir, bæði unnin verkefni og niðurstöður rannsókna. Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa Árleg alþjóðleg minn­ing­ar­at­höfn um fórn­ar­lömb um­ferðarslysa var hald­in við þyrlupall bráðamót­töku Land­spít­al­ans í Foss­vogi 17. nóvem­ber með aðkomu slysavarnadeilda og björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu. Að þessu sinni voru einnig sam­bæri­leg­ar at­hafn­ ir haldn­ar víða um land á vegum eininga Slysa­varn­a­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar. Minnst fjórtán minningarathafnir eða slysavarnamessur voru haldnar í samstarfi við viðbragðsaðila og sveitarfélög hringinn í kringum landið. Alls staðar var fólk hvatt til að leiða hugann að þeirri ábyrgð sem við öll berum í umferðinni og viðbragðsaðilum og fólki í heilbrigðisstétt þakkað fyrir þeirra störf. Á öllum stöðum buðu félagar slysavarnadeilda upp á kaffi og veitingar í björgunarmiðstöðvum að athöfnum loknum. Slysavarnir | 97


Öryggi barna á heimilinu Eins og fram hefur komið var fleiri verkefnum sinnt en þeim sem snéru að umferðinni. Í september fór af stað verkefni annars vegar á samfélagsmiðlum og hins vegar með aðkomu slysavarnadeilda sem heimsóttu leikskóla og heilsugæslustöðvar í landinu með plakat sem minnti foreldra á að geyma hreinsi- og önnur eiturefni á stöðum þar sem börn ná ekki til. Myndbandið „Hættuleg leikföng“ fór af stað á öllum samfélagsmiðlum og hafði á fyrstu tveim sólahringum fengið 22.000 áhorf. Eiturefnamyndin er í þrem útgáfum fyrir ólíka miðla, þ.e. 1.15 sek, 30 sek og 15 sek. Efnið stenst vel tímans tönn og má því gera ráð fyrir að við förum aftur af stað á árinu 2020. Örugg efri ár Bæklingurinn „Örugg efri ár“ var endurprentaður í samstarfi við formann Landssambands eldri borgara. Verkefnisstjóri slysavarna heimsótti nokkrar félagsmiðstöðvar eldri borgara á árinu, sat aðalfund LEB og kom tvívegis fram í þættinum „Lífið er lag“ á sjónvarpsstöðinni Hringbraut en sá þáttur fjallar um málefni eldri borgara. Flestar slysavarnadeildir heimsækja eða dreifa bæklingi til heilsugæslu eða beint til eldri borgara á sínu svæði og færa þeim jafnframt að gjöf endurskinsmerki, göngustafi eða mannbrodda í leiðinni. Flugeldaforvarnir Í samstarfi við Blindrafélagið, Sjóvá, Prentmet Odda og Póstinn sendi félagið gjafabréf fyrir flugeldagleraugum til allra barna á aldrinum 10-15 ára sextánda árið í röð. Gjafabréfið var hægt að innleysa á öllum flugeldamörkuðum björgunarsveita. Eldvarnabandalagið Slysavarnafélagið Landsbjörg er aðili að Eldvarnabandalaginu ásamt Brunabótafélagi Íslands, Félagi slökkviliðsstjóra, Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Mannvirkjastofnun, Sjóvá-Almennum, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, TM, VÍS, og Verði tryggingum. Verkefnisstjóri slysavarna situr í stjórn bandalagsins fyrir hönd félagsins. Meðal verkefna EB á árinu voru „Eldvarnir á heimilum“ og „Eigið eldvarnaeftirlit“. Eldvarnahandbókinni var dreift markvisst á um 5.500 heimili á vegum Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Slysavarnadeildin Þórkatla í Grindavík dreifði henni til allra heimila þar í bæ, um 1.100 talsins, ásamt því að aðrar slysavarnadeildir dreifa henni með ungbarnagjöfum, með reykskynjurum til fermingabarna og til eldri borgara sem eru heimsóttir. Í handbókinni er fjallað ítarlega um eldvarnir heimilisins, eldvarnabúnað og helstu eldhættur á heimilum. Einnig lagði EB áherslu á eldvarnir í landbúnaði en greinaflokkur birtist í Bændablaðinu á árinu. Stjórn EB fundar mánaðarlega allt árið.

98 | Árbók 2020


Slysaskrá Íslands Í janúar 2019 var haldinn fundur með landlækni og fleiri fulltrúum landlæknisembættisins. Á fundinum voru einnig fulltrúar frá Bráðadeild LSH og Heilsugæslunni. Landlæknir skipaði í vinnuhóp og fer verkefnisstjóri á heilbrigðisupplýsingasviði hjá Embætti landlæknis fyrir hópvinnunni. Sviðið ber m.a. ábyrgð á heilbrigðisskrám og öðrum gagnagrunnum embættisins og annast miðlun reglubundinnar tölfræði um heilsufar og heilbrigðisþjónustu. Hópurinn hefur því miður aðeins fundað tvisvar á árinu og lítið sem ekkert þokast í málum. Þess má þó geta að talnabrunnur slysaskrár Íslands var uppfærður á árinu en nýjustu tölur höfðu áður verið frá árinu 2015. Starfið í slysavarnadeildunum Auk þess að taka þátt í landsdekkandi verkefnum félagsins og gera kannanir í samvinnu við Samgöngustofu sinna björgunarsveitir þar sem ekki eru slysavarnadeildir ýmsum árlegum slysavarnaverkefnum í nærsamfélagi sínu og árið 2019 er þar engin undantekning. Í samstarfi við heilsugæslu er nýbökuðum foreldrum gefnar ungbarnagjafir sem innihalda m.a. bækling félagsins „Öryggi barna á heimilinu“. Þær gefa hjartastuðtæki í kirkjur, íþróttamiðstöðvar og sambærilega samkomustaði í heimabyggð. Fermingarbörn fá reykskynjara ásamt handbók um eldvarnir, siglingaklúbbar fá björgunarvesti og þeim er einnig komið fyrir á bryggjum þar sem ungir veiðimenn venja komur sínar. Teknir eru út öryggisþættir og slysahættur á hafnasvæðum, opnum leiksvæðum og vinsælum gönguleiðum og sveitarfélaginu bent á hættur sem má laga og bæta. Félagar standa fyrir skyndihjálparnámskeiðum fyrir unglinga í grunnskólum og þá er fátt eitt nefnt af slysavarnaverkefnum einstakra eininga í heimabyggð.

Slysavarnir | 99


Slysavarnir ferรฐamanna 2019


Slysavarnir Samstarf er rauði þráðurinn í þessum hluta slysavarna þar sem stærstu súlurnar eru slysavarnir ferðamanna, útivistarfólks og slysavarnir í umferðinni. Sem fyrr er atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti ásamt Samtökum ferðaþjónustunnar og Samgöngustofu helstu samstarfsaðilar en marga fleiri má telja til eins og Vegagerðina, Vatnajökulsþjóðgarð, lögreglu, Sjóvá, fjölmargar bílaleigur og marga fleiri. Verkefni eins og hér er um að ræða, oft kallað Safetravel, væri lítið án mikils og góðs samstarfs og fyrir það ber að þakka enda margir lagt hönd á plóg í að gera gott betra. Á árinu var endurnýjaður samningur félagsins varðandi málaflokkinn við ráðuneytið og Samtök ferðaþjónustunnar. Aukið fjármagn var sett í verkefnið sem gerir kleift að halda áfram á þeirri braut sem búið er að leggja en ekki síður leggja af stað í ný verkefni.

Safetravel.is Vefsíðan er eitt sýnilegasta verkefni málaflokksins og á árinu 2019 var ráðist í gagngerar endurbætur á henni og var það gert samkvæmt hugmyndafræði Journey Mapping. Voru því helstu samstarfsaðilar fengnir til liðsinnis svo og voru gerðar notendaprófanir, skapaðar persónur sem endurspegla notendur og annað er tilheyrir góðum vefvinnubrögðum. Á haustdögum var síðan opnuð með nýju og breyttu útliti sem að þessu sinni er enn notendavænni og ekki síður farsímavænni en áður. Annað stórt skref var stigið er leið á veturinn því í samstarfi og með stuðningi Sjóvá var svokallað Conditions kort tekið í algera yfirhalningu. Nú má þar finna Íslandskort sem er einstakt hér á landi, það sem á því má finna allar helstu upplýsingar sem ferðalangur þarf hverju sinni þegar hann ferðast um landið. Má þar nefna veður og færð á vegum, aðstæður á ferðamannastöðum, vindhviður á vegum, snjóflóðaspá, vefmyndavélar og sitthvað fleira. Slysavarnarnir ferðamanna | 101


Vefsíðuna heimsækja mörg þúsund notendur á hverjum degi og í lok árs var slegið heimsóknarmet þegar um 42.000 stakir notendur heimsóttu síðuna á einum degi. Sem fyrr nýta sér margir ferðaáætlunarhlutann á vefsíðunni en á árinu voru það um 40.000 sem slíkt gerðu. Samstarfi við Samgöngustofu varðandi aksturshlutann hefur verið haldið áfram og skilað enn betra efni um akstur og má gera ráð fyrir að enn fleiri heimsæki síðuna þegar síðunni www.drive.is verður lokað og vísað áfram á www.safetravel.is.

Safetravel öryggisupplýsingamiðstöð Þrátt fyrir að aukin áhersla sé á rafræna miðlun er enn nokkur þörf fyrir mannaða upplýsingapósta og þá sérstaklega þegar hægt er að veita aðstoð og ráð fyrir lengri ferðir um hálendi og láglendi hérlendis. Safetravel öryggisupplýsingamiðstöðin er staðsett í upplýsingamiðstöð WhatsOn á Laugavegi 54 en þangað var flutt síðla árs úr Bankastrætinu. Opið er sex daga vikunnar en auk þess að veita upplýsingar um akstur, veður, færð, gönguleiðir og aðstæður á ferðamannastöðum eru afhentir neyðarsendar sem leigðir hafa verið. Auk framangreinds sinna þeir starfsmenn sem manna vaktina hverju sinni verkefnum eins og að setja inn viðvaranir á vefsíðu og í skjáupplýsingakerfi, afla upplýsinga um aðstæður og senda út vikupóst til starfsmanna í ferðaþjónustu. 102 | Árbók 2020


42 103

ÞÚSUND

GESTIR Á EINUM DEGI Á SAFETRAVEL.IS

UPPLÝSINGASKJÁIR

UM ALLT LAND

5 TUNGUMÁL Á VEFSÍÐUNNI SAFETRAVEL ÍSLENSKA, ENSKA, ÞÝSKA, FRANSKA OG KÍNVERSKA

Safetravel skjáupplýsingakerfi Í lok ársins náðist sá stóri áfangi að skjár nr. 100 var settur upp og var það hjá Bílaleigu Akureyrar á Akureyri. Svo skemmtilega vill til að Bílaleiga Akureyrar var einnig fyrsti ferðaþjónustuaðilinn sem festi sér skjá þegar verkefnið hófst fyrir nokkrum árum. Í lok árs voru skjáirnir orðnir 103 talsins og verður að viðurkennast að þann fjölda sáu ekki einu sinni bjartsýnustu menn fyrir. Sem fyrr eru skjáirnir staðsettir á helstu viðkomustöðum ferðamanna og má þar nefna flugvelli, bílaleigur, upplýsingamiðstöðvar, bensínstöðvar og fleiri staði. Hafin er vinna við að endurskoða framsetningu efnis á skjánum auk þess að skoða uppsetningu snertiskjáa á völdum stöðum en reikna má með að fyrstu skref í þeirri vinnu líti dagsins ljós á árinu 2020. Slysavarnarnir ferðamanna | 103


Ýmis verkefni Í samvinnu við bæjarfélagið Grundarfjörð og landeigendur var sett upp skilti við gönguleiðina að Kirkjufelli en fjallið nýtur sífellt aukinna vinsælda hjá innlendum sem erlendum ferðamönnum. Allnokkrar bílaleigur hafa stokkið á vagninn með okkur og sett upp hjá sér fræðsluveggi með upplýsingum um akstur hér á landi og má þar nefna Átak í Reykjavík og Keflavík, Bílaleigu Akureyrar á Akureyri svo einhverjar leigur séu nefndar. Safetravel dagurinn var haldinn og að þessu sinni stóðu sjálfboðaliðar slysavarnadeilda og björgunarsveita á rúmlega sextíu stöðum um allt land að honum. Meðal staða má nefna Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Olís Norðlingaholti, Hyrnuna í Borgarnesi, tjaldsvæðið í Hnífsdal og tjaldsvæðið á Hvammstanga. Einnig heimsóttu einingar fjölfarna staði á Egilsstöðum, Höfn, Vestmannaeyjum, Hvolsvelli og Hveragerði. Fræðsluefni var dreift í rúmlega 10.000 bifreiðar, bæði til innlendra og erlendra ökumanna, en alls tóku hátt í 40 einingar félagsins þátt í deginum. Námskeiðið Aukin upplýsingagjöf hefur verið haldið í nokkur ár fyrir framlínustarfsfólk í ferðaþjónustu og á árinu 2019 var það haldið rúmlega tuttugu sinnum í flestum landshlutum. Auk þess var stigið það skref að taka námskeiðið upp sem býður ekki bara upp á betri dreifingu heldur annars konar miðlun. Finna má námskeiðið í sjö hlutum á vefsíðunni www.safetravel.is. Á næsta ári verður það textað á ensku og jafnvel fleiri tungumálum fyrir þá starfsmenn ferðaþjónustu sem það þurfa. Erindi um slysavarnir og stýringu ferðamanna voru flutt hjá fjölmörgum aðilum árið 2019 og má þar nefna landverði Umhverfisstofnunar, á landvarðanámskeiði sömu stofnunnar, fyrir starfsmenn í ferðaþjónustu á Snæfellsnesi, hjá Ferðafélagi Íslands auk þess sem starfsmenn félagsins heimsóttu skrifstofu Slysavarnafélagsins Landsbjargar og fengu þar stutta kynningu á málaflokknum. Ráðherra ferðamála, Þórdís Kolbrún, heimsótti félagið um mitt ár og fékk kynningu á þeim slysavörnum sem tilheyra ferðamönnum en hún hefur fyrir hönd síns ráðuneytis stutt vel við málaflokkinn. Í framhaldinu var samningur félagsins við ráðuneytið endurnýjaður eins og minnst er á hér framar. Erindi voru einnig flutt hjá nýjum erlendum starfsmönnum Háskóla Íslands, fyrir ræðismenn ýmissa landa og á félagsfundi hjá Samtökum ferðaþjónustunnar. 104 | Árbók 2020


Slysavarnarnir ferรฐamanna | 105


Slysavarnaráðstefna félagsins var haldin á haustdögum á Grand hótel og voru þátttakendur nokkuð fleiri en árið 2017. Ljóst er að þessi ráðstefna er komin til að vera ef marka má undirtektir þeirra sem tóku þátt. Nokkur erindi voru tengd slysavörnum ferðamanna og útivistarfólks og má meðal annars nefna erindi frá Bandaríkjunum um ekki ólíkt verkefni og hér er í daglegu tali nefnt Safetravel. Sem fyrr kom verkefnastjóri inn á nokkur endurmenntunarnámskeið hópferðabifreiðastjóra sem haldin voru á árinu með tvo námsþætti. Annars vegar um veðurspár, hjálpartæki og fleira í þeim dúr en hins vegar um öryggisáætlanir.

Hálendisvaktin sumarið 2109 Haldið var óbreyttu skipulagi varðandi hálendisvakt sumarsins, það er lagt upp með að vera á þremur stöðum á hálendinu, að Fjallabaki, á Sprengisandi og norðan Vatnajökuls. Umsóknir voru hins vegar mun fleiri en þær vikur sem voru í boði svo á endanum fengu sjö hópar ekki úthlutað. Þó vissulega sé afar leitt að sjálfboðaliðar félagsins geti ekki tekið þátt er það jákvætt að áhugi og þátttaka í hálendisvaktarverkefninu eykst stöðugt. Eins og hér má sjá á fjölda verkefna fjölgar þeim á milli ára og er það gleðiefni, ljóst er að vinna við forvarnir er að skila sér þó það skýri ekki að öllu leyti minnkun.

106 | Árbók 2020


Ferðamönnum sem komu til landsins fækkað eitthvað og má því reikna með að þeir hafi einnig verið færri á hálendinu, svo og var veðrið sumarið 2019 með eindæmum gott, afar lítið í ám og lítið um veðurtengd verkefni. Það er þó alveg skýrt að forvarnir, meðal annars Safetravel verkefnið, skila sínu svo og hafa fyrirtæki í ferðaþjónustu stigið mörg og góð skref í sinni forvarnarvinnu síðustu árin. Þegar horft er til forgangsútkalla (F1, F2, F3) má sjá örlitla aukningu á milli ára, varla þó marktæka.

Slysavarnarnir ferðamanna | 107


Útköllin eru færri en oftast áður og er þetta þriðja sumarið í röð sem við sjáum lægri tölur en fyrri sumur. Er það afar jákvætt og má aftur benda á gildi forvarnaverkefna sem að einhverju leyti að minnsta kosti útskýrir þessa minnkun. Eins og sjá má er hlutfall slysa og veikinda orðið hátt í helmingur forgangsútkalla og er það í samræmi við þróun síðustu ára. Næstum eitt af hverjum þremur forgangsútköllum er slys en sem betur fer er í flestum tilfellum um minni atvik að ræða sem þó þarfnast tafarlausrar aðhlynningar. Sem fyrr er nokkuð um alvarlegri atvik og sumarið 2019 voru fleiri bílslys á hálendinu sem þörfnuðust aðkomu björgunarsveita. Þegar horft er til tegundar ferðamanna er hlutfall þeirra mjög svipað og síðustu ár. Ferðamenn á eigin vegum eru sem fyrr stærstu hóparnir en stærsti einstaki hópurinn er sem fyrr göngufólk og er að sama skapi sá hópur sem er fyrirferðarmestur í slysum og veikindum eðli málsins vegna. Reglulega veltum við upp hvort þörf sé á hálendisvakt. Því er auðvelt að svara, sjálfboðaliðar björgunarsveitanna sækjast sífellt meir í að taka þátt, segjast finna afar vel að þeirra tíma sé vel varið og á tölfræðinni má sjá að tvö til þrjú forgangsútköll koma á borð sjálfboðaliðanna á hverjum degi. 108 | Árbók 2020


Þakklætið má finna daglega hjá þeim sem taka þátt og endurspeglast í mörgum góðum orðum sem þeir sem fá liðsinni senda félaginu. “Even though we were far away from everything you people came within an hour. I have never seen anything more beautiful in my life. What I thought would be the worst time in my life became a bad feeling deep in my mind. I was in a hospital within 4 hours and could continue my tour around Iceland after two days. You are my heroes.”

Slysavarnarnir ferðamanna | 109


Svæði 7 Svæði 6

Unglingadeildin Ernir

Unglingadeildin Vestri

Unglingadeildin Hafstjarnan Unglingadeildin Tindar Unglingadeildin Sæunn Svæði 9

Unglingadeildin Björg

Unglingadeildin Skjöldur Unglingadeildin Blanda Svæði 5 Unglingadeildin Dreki

Svæði 8

Unglingadeildin Heimalingar

Unglingadeildin Sigfús

Unglingadeildin Óskar Unglingadeildin Pjakkur

Unglinga

Svæði 1 Unglingadeildin Árný Unglingadeildin Björgúlfur Svæði 4

Unglingadeildin Kyndill

Unglingadeildin Arnes

Unglingadeildin Stormur

Unglingadeildin Litla Brák

Unglingadeildin Ugla

Svæði 3 Unglingadeildin Bogga Unglingadeildin Bruni Unglingadeildin Greipur Unglingadeildin Strumpur Unglingadeildin Ungar Unglingadeildin Vindur

Svæði 2 Unglingadeildin Hafbjörg Unglingadeildin Klettur Unglingadeildin Rán Unglingadeildin Tígull Unglingadeildin Von 110 | Árbók 2020

Svæði 18 Unglingadeildin Eyjar


Svæði 11

Svæði 12

Unglingadeildin Bangsar

Unglingadeildin Mývargar

Unglingadeildin Dasar

Unglingadeildin Náttfari

Unglingadeildin Djarfur

Unglingadeildin Núpar Unglingadeildin Þór

Svæði 10 Unglingadeildin Glaumur Unglingadeildin Smástrákar Unglingadeildin Trölli

Svæði 13 Unglingadeildin Ársól Unglingadeildin Gerpir Unglingadeildin Héraðsstubbar Unglingadeildin Logi Unglingadeildin Særún Unglingadeildin Vopni

deildir 2019

Svæði 15 Svæði 16

Unglingadeildin Brandur

Unglingadeildin Hellingur Unglingadeildin Ýmir

Einingar SL | 111


Unglingastarfiรฐ 2019


Unglingastarfiรฐ | 113



744 unglingar í starfi

48 185

unglingadeildir

umsjónarmenn

Unglingastarfið Í unglingastarfi félagsins starfar mikill fjöldi unglinga og umsjónarmanna sem hafa fundið athafnaþrá sinni farveg til heilbrigðra, spennandi og uppbyggilegra starfa. Unglingastarfið er mjög öflugt og skráðar eru 48 unglingadeildir á landinu en eru nú 42 virkar unglingadeildir með 744 unglinga á aldrinum 13-18 ára og 185 umsjónarmenn. Fjöldi funda hjá unglingadeildum er misjafn, þó eru flestar sem funda einu sinni í viku og byggist dagskráin á því að vekja áhuga unglinganna á starfi björgunarsveita og slysavarnadeilda. Landsmót unglingadeilda Landsmót unglingadeilda var haldið á Siglufirði dagana 26.-30. júní. Landsmótið er hápunkturinn í unglingastarfi félagsins og var þátttaka góð. Þar voru saman komnir um 300 unglingar og umsjónarmenn úr unglingadeildum hvaðanæva af landinu. Skipulagning mótsins var í höndum Unglingadeildarinnar Smástráka með dyggri aðstoð frá Björgunarsveitinni Strákum og Slysavarnadeildinni Vörn og eru þeim færðar kærar þakkir fyrir þá frábæru vinnu sem þau lögðu á sig. Að þessu sinni var bætt við þeirri nýjung á landsmóti að bjóða upp á allan mat. Það vakti ótrúlega mikla lukku. Unglingastarfið | 115


Mótið hófst með því að öllum, bæði umsjónarmönnum og unglingum, var skipt upp í átta blandaða hópa sem störfuðu saman yfir mótið. Fyrstu tvo dagana fóru hóparnir á átta mismunandi stöðvar, rúma klukkustund á hverri stöð og leystu þar stórskemmtileg verkefni. Stöðvarnar, sem við köllum pósta voru fjölbreyttar og sem dæmi um pósta eru kassaklifur/sig, bátar, fyrsta hjálp, leitartækni, spottavinna, hópefli, landsþing unglinga og þetta árið bættist við sú nýjung að unglingarnir fengu að kynnast drónum, bæði ofan sjávar og neðan. Á kvöldin var svo skipt um gír og dagskráin var mjög fjölbreytt. Eitt kvöldið var farið með alla yfir til Ólafsfjarðar í stórskemmtilegt sundlaugarpartí og á öðru kvöldi kepptu umsjónarmenn í ýmsum þrautum í svokölluðum umsjónarmannaleikum. Birna, umsjónarmaður Unglingadeildarinnar Hafstjörnunnar, bar þar sigur úr bítum. Síðasta kvöldið var síðan kvöldvakan og þar tróðu skemmtikraftarnir Jói Pé og Króli upp við mikinn fögnuð allra viðstaddra. Reiptogið var vissulega hluti af kvöldvökunni og var það Unglingadeildin Bogga frá Selfossi sem vann keppnina þetta árið. 116 | Árbók 2020


Nefnd um unglingamál skipuleggur og heldur utan um Landsþing unglinga í tengslum við landsmótin og að þessu sinni kom ungmennaráðið einnig að skipulagningunni. Landsþing unglinga hefur verið hluti af landsmótinu frá árinu 2005 og hefur það veitt unglingunum tækifæri til þess láta sig varða málefni félagsins sem snúa að unglingunum. Raddir þeirra skipta máli þegar kemur að málefni um þau og því var umræðan undir heitinu „Ekkert um okkur, án okkar“. Unglingarnir komu í átta 24ra manna hópum og voru í rúma klukkustund í einu á landsþinginu. Þetta árið var farið í það hvernig við getum markaðssett unglingastarfið betur. Hvernig við náum betur til unglinga og hvernig við getum gert starfið sýnilegra innan félags sem utan. Það gekk mjög vel að fá unglingana til þess að leggja sitt mál fram og útbjuggu þau veggspjöld sem verkefnastjóri unglingamála mun vinna áfram með. Á landsmótinu 2017 kom inn viðbót í dagskrána en það var landsþing umsjónarmanna sem var einnig á höndum nefndar um unglingmál og sú viðbót kom vegna metþátttöku umsjónarmanna á landsmótinu. Það var ákveðið að halda þessari stórskemmtilegu viðbót áfram á þessu landsmóti og farið var yfir málefni sem snerta unglingastarfið, hvernig hægt sé að efla starfið. Þetta varð að umræðuvettvangi fyrir umsjónarmenn sem vissulega virtist vera þörf á og verður unnið áfram með þær niðurstöður. Unglingastarfið | 117


Miðnæturíþróttamót Aðra helgina í nóvember var haldið Miðnæturíþróttamót unglingadeilda í Vatnaskógi og var það í níunda sinn sem mótið var haldið. Skipulagning mótsins var eins og áður í höndum félaga úr Björgunarfélagi Akraness. Metaðsókn var á mótið í ár og eins og hin árin var dagskráin þétt og keppnisgreinarnar fjölbreyttar, margar hverjar óvenjulegar og æðislega skemmtilegar. Unglingadeildin Dasar frá Dalvík kom, sá og sigraði með snilldarlegum hætti. Mótið hefur nú fest sig í sessi sem árlegur viðburður fyrir unglingadeildirnar og ávallt haldið helgina eftir að söluhelgin Neyðarkallsins fer fram. Samstarf við erlend björgunarsamtök Árið 2018, líkt og árin á undan, var mikið um að vera í erlendu samstarfi. Unglingadeildin Árný hefur verið í samstarfi við unglingadeild THW í Bocholt undanfarin ár eða síðan 2016. Í ár fór deildin út til Þýskalands með tíu unglinga og þrjá umsjónarmenn. Ferðin gekk mjög vel og er hluti af frábæru samstarfi sem þessar tvær unglingadeildir hafa unnið að og er planið að vinna að frekara samstarfi milli þessara deilda í framtíðinni. 118 | Árbók 2020


Undanfarin ár hefur verið samstarf við björgunarsamtökin Norsk Folkehjelp. Samstarfið er víðtækt, t.d. í hálendisvakt, Björgunarskólanum og unglingastarfinu svo fátt sé nefnt. Fulltrúar úr unglingastarfi Norsk Folkehjelp hafa komið hingað til Íslands og heimsótt þó nokkuð margar björgunarsveitir sem og unglingadeildir. Unglingadeildin Vindur frá Flúðum hefur líka farið út til Noregs í heimsókn til þeirra og tekið reglulega á móti hópum sem koma hingað til landsins að kynna sér starfið hjá félaginu. Sumarið 2018 bauðst félaginu að senda fimm unglinga og tvo umsjónarmenn til Noregs og taka þátt í Sommercamp. Félagið þáði það og sendi sjö þátttakendur, tvo umsjónarmenn og fimm unglinga hvaðanæva af landinu. Þar fengu þau tækifæri til þess að kynnast norsku unglingastarfi. Í sumar var síðan Norsk Folkehjelp boðið að koma til Íslands, þeim bauðst til að koma með fimm unglingar og tvo umsjónarmenn og taka þátt í Landsmóti unglingadeilda. Bæði umsjónarmönnunum og unglingunum var skipt upp í tvo hópa og blandað saman við hina þátttakendurna á landsmótinu og fengu að kynnast því öfluga starfi sem er innan félagsins.Samstarf félagsins við erlend björgunarsamtök getur skipt miklu máli fyrir félaga okkar og ekki síður unglingana eins og björgunarsveitarfólk. Það eykur þekkingu unglinganna sem og veitir þeim meiri víðsýni og reynslu í reynslubankann sinn. Landsfundur umsjónarmanna Hinn árlegi landsfundur umsjónarmanna unglingadeilda fór fram um helgina 27.-29. september á Akureyri. Þátttaka var mjög góð, alls 76 umsjónarmenn víðsvegar að af landinu frá 23 unglingadeildum. Fundurinn var með breyttu sniði þetta árið þar sem meiri áherslur fóru í umræður á milli umsjónarmanna um öll þau málefni sem tengjast unglingastarfi félagsins. Unglingastarfið | 119


Sólborg Guðbrandsdóttir frá Fávitum kom og hélt fyrirlestur en Sólborg heldur úti Instagram síðunni Fávitar þar sem hún beitir sér gegn stafrænu kynferðislegu ofbeldi. Það mátti sjá á þeim umræðum sem sköpuðust meðal umsjónarmannanna að þessi umfjöllun Sólborgar á fyllilega rétt á sér og mikil þörf er að draga hana meira upp á yfirborðið. Fundurinn var mjög góður og ljóst er að fundarmenn fóru heim eftir helgina með þekkingu í farteskinu ásamt tengslaneti við aðra umsjónarmenn. 120 | Árbók 2020


Nefnd um unglingamál Nefnd um unglingamál er faghópur sem fer með unglingamál félagsins fyrir hönd SL, án ákvörðunarréttar. Stjórn felur nefndinni þau verkefni sem hún telur þarfnast umsagnar, framkvæmda eða lokameðferðar. Nefnd um unglingamál er valin/kosin til tveggja ára í senn og er því tímabil nefndarinnar tvö ár. Nefndin fundar reglulega, bæði í fjarfundum og snertifundum. Nefndina skipa fram að landsþingi sem haldið var í maí: Arnór Arnórsson frá Unglingadeildinni Eyjum, Vestmannaeyjum Bragi Jónsson frá Unglingadeildinni Bruna, Hveragerði Halldóra Hjörleifsdóttir frá Unglingadeildinni Vindi, Flúðum Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir frá Unglingadeildinni Árnýju, Reykjavík Ingibjörg Elín Magnúsdóttir frá Unglingadeildinni Hafstjörnunni, Ísafirði og Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir frá Unglingadeildinni Kletti, Reykjanesbæ Frá stjórn kemur Otti Rafn Sigmarsson og starfsmaður nefndarinnar er Helena Dögg Magnúsdóttir. Eftir landsþingið voru nýir fulltrúar skipaðir í nefndina og eru það: Bragi Jónsson frá Unglingadeildinni Bruna, Hveragerði Halldóra Hjörleifsdóttir frá Unglingadeildinni Vindi, Flúðum Jens Olsen frá Unglingadeildinni Brandi, Höfn í Hornafirði Jón Sigmar Ævarsson frá Unglingadeildinni Árnýju, Reykjavík og Þór Hinriksson frá Unglingadeildinni Uglu, Kópavogi Frá stjórn kemur Otti Rafn Sigmarsson og Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir og starfsmaður nefndarinnar er Helena Dögg Magnúsdóttir. Unglingastarfið | 121


Ungmennaráð Með stofnun ungmennaráðs er verið að skapa vettvang og leiðir til þess að gera unglingunum kleift að koma skoðunum sínum og tillögum á framfæri við viðeigandi aðila. Einnig að veita þátttakendum fræðslu og þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum og vettvang til að þjálfa sig í þeim. Í byrjun árs hóf fyrsta ungmennaráð Slysavarnafélagsins Landsbjargar störf eftir mikla undirbúningvinnu við stofnun þess. Í ungmennaráðinu 2019 starfa: Sigurður Jóhann Helgason, Unglingadeildinni Árnýju, Reykjavík Iðunn Ósk Jónsdóttir, Unglingadeildinni Vindi, Flúðum Soffía Meldal Kristjánsdóttir, Unglingadeildinni Óskari, Búðardal Aðalbjörg Ósk Sturlaugsdóttir, Unglingadeildinni Strumpi, Þorlákshöfn Arnar Freyr Guðmundsson, Unglingadeildinni Trölla, Sauðárkróki Jóakim Ragnar Óskarsson, Unglingadeildinni Hafbjörg, Grindavík Fyrsti fundur ráðsins var í byrjun árs 2019 þar sem farið var yfir starf ráðsins, félagið og síðan var námskeið í fundarsköpum og ræðumennsku. Annar fundur ráðsins var fjarfundur í maí með Nefnd um unglingamál og var þá farið yfir umræðuefni fyrir bæði landsþing og landsþing unglinga sem voru fram undan. Einnig var farið stuttlega í umræðupunkta fyrir landsfund umsjónarmanna og gerði ráðið tillögur að umræðupunktum fyrir þann fund. Ungmennaráðið mætti á fulltrúaráðsfundinn, sátu þar sem áheyrnarfulltrúar sem og kynntu störf sín fyrir fulltrúum eininga. Það var mjög lærdómsríkt fyrir unglingana að sjá hvað fer fram á slíkum fundum hjá félaginu. Ungmennaráð SL er mjög mikilvægur hlekkur í að halda uppi unglingastarfi félagsins þar sem þar verða til framtíðarleiðtogar þessa félags. 122 | Árbók 2020


Umsjónarmannanámskeið Námskeið umsjónarmanna hefur loksins litið dagsins ljós eftir ansi langa undirbúningsvinnu. Námskeiðið er 16 klst. helgarnámskeið með það að markmiði að efla starf umsjónarmanna, efla samstarf og í leiðinni fræðast um unglingastarfið. Þá er námskeiðið sett upp fyrir alla umsjónarmenn, nýja og gamla, unga sem og hundgamla. Eitt námskeið fór fram í byrjun ársins og var það haldið á Suðurlandi, nánara tiltekið í Myrkholti og var það námskeið fullsetið. Reynt var að halda annað námskeið fyrir sumarið á Norðurlandi en ekki náðist næg þátttaka og varð að fella það niður. Ákveðið var að vera ekki með námskeiðið í haust vegna mikilla anna í starfi félagsins. YOURS verkefnið Á ráðstefnunni Slysavarnir sem haldin var í október var haldinn fyrirlestur um umferðaröryggi og ungmenni og var það Manpreet Darroch frá samtökunum YOURS (Youth for Road safety) sem hélt þann fyrirlestur. Eftir ráðstefnuna var haldin vinnusmiðja fyrir unglinga úr unglingadeildum félagsins og umsjónarmenn þeirra um umferðaröryggi. Á vinnusmiðjuna mættu 18 unglingar og umsjónarmenn og í lok vinnusmiðjunnar kynnti Manpreet alþjóðlega ungmennaráðstefnu um umferðaröryggi sem halda átti í Svíþjóð í febrúar og voru allir mjög spenntir fyrir þeirri ráðstefnu. Í kjölfar vinnusmiðjunnar sóttist Samgöngustofa eftir því við okkur að við fengjum unglinga til þess að kynna vinnusmiðjuna á ráðstefnunni Börn og samgöngur sem haldin var í nóvember og voru það Fannar Freyr Atlason og Atli Þór Jónsson úr unglingadeildinni Árnýju sem voru fengnir í það verkefni. Þeir kynntu bæði vinnusmiðjuna og sögðu einnig frá ungmennaráðstefnunni sem var á dagskrá í Svíþjóð í febrúar og stóðu sig mjög vel. Unglingastarfið | 123



Æskulýðsvettvangurinn Slysavarnafélagið Landsbjörg gerðist aðili að Æskulýðsvettvangnum sem er samstarfsvettvangur Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Ungmennafélags Íslands, í lok ársins 2011 og hafði það í för með sér miklar framfarir í unglingastarfi Slysavarnafélagsins. Markmið Æskulýðsvettvangsins er að stuðla að samræðu og samstarfi aðildarfélaganna á sviði leiðtogaþjálfunar, fræðslumála, útbreiðslu, kynninga og á öðrum sviðum eftir því sem þurfa þykir. Til er sameiginleg viðbragðsáætlun með verkferlum sem félög geta fylgt þegar upp koma atvik eða áföll sem kunna að hafa áhrif á starf félags. Nýjung á þessu ári er Netnámskeið í barnavernd. Námskeiðið er sniðið fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða í íþróttaog æskulýðsstarfi sem starfa með og bera ábyrgð á börnum og ungmennum. Unglingastarfið | 125


Skrifstofa félagsins Mikill erill var á skrifstofu félagsins árið 2019. Má þar nefna afgreiðslu á einkennisfatnaði SL, niðurfellingar á björgunarbúnaði björgunarsveita, öflun Bakvarða sem hefur verið á mikilli siglingu, Landsmót unglinga var haldið á árinu, aðgerðaráðstefnu sem var á Hólum, slysavarnaráðstefnu á Grand hótel, landsæfingu á Snæfellsnesi, Landsþing og björgunarleika Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem haldin voru á Egilstöðum í maí, vinnu við undirbúning á endurnýjun björgunarskipa félagins o.fl. Þarna er aðeins verið að tipla á þeim fjölmörgu verkefnum sem starfsmenn félagsins leggja mikinn metnað við að þjónusta einingar félagsins á sem besta máta hverju sinni. Starfsfólk skrifstofu 2019 Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörgunar Jórunn Lovísa Sveinsdóttir, þjónustuveri Helga B. Pálsdóttir, verkefnastjóri Ásta B. Björnsdóttir, ræstingar Oddur E. Kristinsson, verkefnastjóri tölvumála Gunnar Stefánsson, skrifstofustjóri Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Margrét Gunnarsdóttir, verkefnastjóri fjármála Guðbjörg Ó. Gísladóttir, þjónustuveri Hildur Bjarnadóttir, fjáröflunarverkefni 126 | Árbók 2020


Helena D. Magnúsdóttir, unglingamál Arna B. Arnarsdóttir, Björgunarskólinn Sævar Logi Ólafsson, Björgunarskólinn, hóf störf 1. apríl Guðbrandur Ö. Arnarsson, verkefnastjóri aðgerðamála Davíð M. Bjarnason, upplýsingafulltrúi Dagbjört H. Kristinsdóttir, sjúkrakassaþjónusta Jón Ingi Sigvaldason, markaðs- og sölustjóri Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna Karen Ósk Lárusdóttir, aðgerðamál Svanfríður Anna Lárusdóttir, hóf störf 1. febrúar Andri Már Númason, lét af störfum sem skólastjóri Björgunarskólans 1. mars 2019. Starfsfólk upplýsingamiðstöðvar ferðamanna (1,5 stöðugildi) Anika Tuter Birna María Þorbjörnsdóttir Kristín Jóna Bragadóttir Kristín Hulda Bjarnadóttir Lilja Steinunn Jónsdóttir Elín Harpa Valgeirsdóttir Slysavarnaskóli sjómanna Bjarni Þorbergsson, kennari, háseti Bogi Þorsteinsson, kennari, yfirstýrimaður Hilmar Snorrason, skólastjóri, skipsstjóri Ingimundur Valgeirsson, verkefnastjóri, háseti Jón Snæbjörnsson, leiðbeinandi, stýrimaður Pétur Ingjaldsson, leiðbeinandi, yfirvélstjóri Sigríður Tómasdóttir, skrifstofumaður Sigrún Anna Stefánsdóttir, leiðbeinandi, skrifstofumaður Steinunn Einarsdóttir, kennari Vidas Kenzgaila, ræstingar Þráinn Skúlason, aðstoðarskólastjóri, bátsmaður Skrifstofa | 127


Tímalína verkefna Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2019

Útgáfa Árbókar 2019

11. maí lokadagur

Flugslysaæfingar

2019

maí

maí

maí

maí

maí

maí

júní

Björgunarleikar

júní

Sjómannadagur

Landsþing Egilsstöðum Bakverðir Göngum í hús

Flugslysaæfingar

Snjall undir stýri

Endurskinsmerkjaátak Göngum í skólann

Almennt Slysavarnamál

sept

sept

sept

sept

Unglingamál Björgunarmál Björgunarskólinn Markaðs- og kynningarmál

128 | Árbók 2020

Umferðaöryggiskönnun

Landsfundur umsjónarmanna unglingadeilda

sept

okt

okt


Slysavarnir Öryggi barna

Nýliðaátak Fjölskylduhátíð í Áramótaskógi

júní

Hálendisvakt

júní

júní

júlí

ágúst

ágúst

ágúst

ágúst

ágúst

Safetraveldagurinn Útgáfa dagskrár Björgunarskólans

Landsmót unglingadeilda Siglufirði

Markaðsátak sjúkrakassa

Neyðarkall björgunarsveita

Ársfundur björgunarbátasjóða

Flugeldasala Miðnæturíþróttamót unglingadeilda

Landsæfing á landi

okt

okt

okt

nóv

Ráðstefna Slysavarnir 2019

nóv

Formanna- og forsetakaffi

nóv

nóv

des

des

Flugeldamessa

des

des

Skjótum rótum Dagur reykskynjarans

Fulltrúaráðsfundur

Skrifstofa | 129


Nefndir og rรกรฐ


Félagslegir skoðunarmenn reikninga

Uppstillingarnefnd

2017-2019

2017-2019

Garðar Eiríksson

Adolf Þórsson, formaður

Margét Þóra Baldursdóttir

Borgþór Hjörvarsson

Bryndís Fanney Harðardóttir, til vara

Lilja Magnúsdóttir

2019-2021

Davíð Már Bjarnason, starfsmaður

Leonard Birgisson

2019-2021

Margét Þóra Baldursdóttir

Adolf Þórsson, formaður

Sveinn H. Oddsson Zoega, til vara

Björk Guðnadóttir Borgþór Hjörvarsson

Fjárveitinganefnd

Davíð Már Bjarnason, starfsmaður

2017-2019 Ingimar Eydal, formaður Gunnar Örn Jakobsson

Aðrar nefndir og ráð

Kjartan Kjartansson

Almannavarna- og öryggisráð

Kristbjörg Gunnbjörnsdóttir

Smári Sigurðsson

Sigurlaug Erla Pétursdóttir Örn Smárason, starfsmaður

Þjóðaröryggisráð

2019-2021

Smári Sigurðsson

Kjartan Kjartansson, formaður Gunnar Örn Jakobsson

Fjarskiptaráð björgunarsveita

Kristbjörg Gunnbjörnsdóttir

2017-2019

Kristinn Björnsson

Valur S. Valgeirsson, formaður

Sigurlaug Erla Pétursdóttir

Bragi Reynisson

Örn Smárason, starfsmaður

Gunnar Örn Jakobsson Helgi Reynisson

Laganefnd

Jón Hermannsson

2017-2019

Ragnar Högni Guðmundsson

Björn Guðmundsson, formaður

Guðbrandur Örn Arnarson, starfsmaður

Eiður Ragnarsson

2019-2021

Margrét Rán Kjærnested

Valur S. Valgeirsson, formaður

Helga Björk Pálsdóttir, starfsmaður

Bragi Reynisson

2019-2021

Gunnar Örn Jakobsson

Margrét Rán Kjærnested, formaður

Jón Hermannsson

Eiður Ragnarsson

Lárus Steindór Björnsson

Íris Lind Sæmundsdóttir

Ragnar Högni Guðmundsson

Helga Björk Pálsdóttir, starfsmaður

Karen Ósk Lárusdóttir, starfsmaður Nefndir og ráð | 131


Flugeldanefnd

Faghópur um sjóbjörgun

2017-2019

2017-2019

Leonard Birgisson, formaður

Valur Sæþór Valgeirsson, formaður

Guðjón Guðmundsson

Guðni Grímsson

Gunnar Stefánsson

Hafþór B. Helgason

Jón Ingi Sigvaldason, starfsmaður

Helgi Haraldsson

2019-2021

Kristinn Guðbrandsson

Gísli S. Þráinsson, formaður

Ómar Örn Sigmundsson

Þorsteinn Þorkelsson

Páll Stefánsson

Vilhjálmur Halldórsson

Örn Smárason, starfsmaður

Jón Ingi Sigvaldason, starfsmaður

2019-2021

Róbert Heimir Hnífsdal, starfsmaður

Valur S. Valgeirsson, formaður Guðni Grímsson

Framkvæmdastjórn

Hafþór B. Helgason

björgunarbátasjóðs SL

Helga Lára Kristinsdóttir

2017-2019

Helgi Haraldsson

Guðjón Guðmundsson, formaður

Kristinn Guðbrandsson

Heiðar Hrafn Eiríksson

Ómar Örn Sigmundsson

Oddur A. Halldórsson

Örn Smárason, starfsmaður

Otti Rafn Sigmarsson Sigurður R. Viðarsson

Framkvæmdastjórn Íslensku

Gunnar Stefánsson, skrifstofustjóri SL

alþjóðabjörgunarsveitarinnar

Örn Smárason, starfsmaður

2017-2019

2019-2021

Otti Rafn Sigmarsson, formaður

Otti Rafn Sigmarsson, formaður

Bragi Reynisson

Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir

Friðfinnur F. Guðmundsson

Guðjón Guðmundsson

Hjálmar Örn Guðmarsson

Heiðar Hrafn Eiríksson

Sólveig Þorvaldsdóttir

Sigurður R. Viðarsson

Gunnar Stefánsson, starfsmaður

Gunnar Stefánsson, skrifstofustjóri SL

2019-2021

Örn Smárason, starfsmaður

Þorsteinn Þorkelsson, formaður Friðfinnur F. Guðmundsson Sólveig Þorvaldsdóttir Aðalsteinn Maack Gunnar Stefánsson Karen Ósk Lárusdóttir, starfsmaður

132 | Árbók 2020


Fulltrúar SL í SST

Nefnd um almennar slysavarnir

Gunnar Stefánsson

2017-2019

Guðbrandur Örn Arnarson, varamaður

Anna Ólafsdóttir Auður Yngvadóttir

Landsstjórn björgunarsveita

Gísli Vigfús Sigurðsson

2017-2019

Halldóra B. Skúladóttir

Friðfinnur Freyr Guðmundsson, formaður

Hildur Sigfúsdóttir

Anna Filbert

Svanfríður Anna Lárusdóttir

Ásgeir Kristinsson

Jónína Kristín Snorradóttir, starfsmaður

Bjarni Kristófer Kristjánsson Björk Guðnadóttir

Nefnd um slysavarnir ferðamanna

Einar Strand

2017-2019

Elva Tryggvadóttir

Auður Yngvadóttir

Friðrik Jónas Friðriksson

Eiríkur Vilhelm Sigurðsson

Hjálmar Örn Guðmarsson

Gísli Vigfús Sigurðsson

Jón Hermannsson

Ólafur Atli Sigurðsson

Jón Sigurðarson

Svanfríður Anna Lárusdóttir

Steingrímur Jónsson

Vilborg Lilja Stefánsdóttir

Pálmi Árnason

Jónas Guðmundsson, starfsmaður

Þór Þorsteinsson Guðbrandur Örn Arnarson, starfsmaður

Nefnd um slysavarnir (sameinuð) 2019-2021

2019-2021

Gísli Vigfús Sigurðsson, formaður

Friðfinnur Freyr Guðmundsson, formaður

Guðmundur Ögmundsson

Anna Filbert

Hildur Sigfúsdóttir

Bjarni Kristófer Kristjánsson

Ólafur Atli Sigurðsson

Dagbjartur Kr. Brynjarsson

Sigríður Jóhannesdóttir

Einar Þór Strand

Ragna Gestsdóttir

Elva Tryggvadóttir

Ragnhildur Sveinbjarnardóttir

Friðrik Jónas Friðriksson

Vilborg Lilja Stefánsdóttir

Gísli Vigfús Sigurðsson

Jónas Guðmundsson, starfsmaður

Hjálmar Örn Guðmarsson

Svanfríður Anna Lárusdóttir, starfsmaður

Smári Sigurðsson Steingrímur Jónsson Guðbrandur Örn Arnarson, starfsmaður

Nefndir og ráð | 133


Nefnd um fjáröflungarverkefni

Slysarannsóknarnefnd SL

2018-2019

2017-2019

Magnús Viðar Sigurðsson

Adolf Þórsson

Svanfríður Anna Lárusdóttir

Hörður Már Harðarson

Þór Þorsteinsson

Íris Marelsdóttir

Jón Ingi Sigvaldason, starfsmaður

Magnús Viðar Arnarsson

Hildur Bjarnadóttir, starfsmaður

Skúli Berg

2019-2021

Vigdís Agnarsdóttir

Auður Yngvadóttir

Helena Dögg Magnúsdóttir, starfsmaður

Hildur Sigfúsdóttir

2019-2021

Magnús Viðar Sigurðsson

Adolf Þórsson

Þorsteinn Þorkellsson

Hörður Már Harðarson

Hildur Bjarnadóttir, starfsmaður

Íris Marelsdóttir Magnús Viðar Arnarsson

Nefnd um unglingamál

Skúli Berg

2017-2019

Sævar Logi Ólafsson, starfsmaður

Otti Rafn Sigmarsson, formaður Arnór Arnórsson

Skólaráð

Bragi Jónsson

2017-2019

Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir

Hallgrímur Óli Guðmundsson, formaður

Halldóra Hjörleifsdóttir

Auður Yngvadóttir

Ingibjörg Elín Magnúsdóttir

Einar Ólason

Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir

Guðrún Þórey Sigurbjörnsdóttir

Helena Dögg Magnúsdóttir, starfsmaður

Heiða Jónsdóttir

2019-2021

Inga Birna Pálsdóttir

Otti Rafn Sigmarsson, formaður

Margrét L. Laxdal

Bragi Jónsson

Arna Björg Arnarsdóttir, starfsmaður

Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir

2019-2021

Halldóra Hjörleifsdóttir

Hallgrímur Óli Guðmundsson, formaður

Jens Olsen

Auður Yngvadóttir

Jón Sigmar Ævarsson

Einar Ólason

Þór Hinriksson

Erla Rún Guðmundsdóttir

Helena Dögg Magnúsdóttir, starfsmaður

Heiða Jónsdóttir Inga Birna Pálsdóttir Margrét L. Laxdal Arna Björg Arnarsdóttir, starfsmaður

134 | Árbók 2020


Skólanefnd Slysvarnaskóla sjómanna Gunnar Tómasson Jón Svanberg Hjartarson Lilja Magnúsdóttir Fulltrúar SL í stjórn Íslandsspila 2017-2019 Guðjón Guðmundsson Jón Svanberg Hjartarson Auður Yngvadóttir, varamaður Svanfríður Anna Lárusdóttir, varamaður 2019-2021 Þorsteinn Þorkelsson Jón Svanberg Hjartarson Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, varamaður Gísli Vigfús Sigurðsson, varamaður Stjórn Æskulýðsvettvangsins Gunnar Stefánsson Stjórnendur Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar 2017-2019 Bragi Reynisson Friðfinnur Freyr Guðmundsson Hjálmar Örn Guðmarsson Sólveig Þorvaldsóttir 2019-2021 Friðfinnur Freyr Guðmundsson Sólveig Þorvaldsóttir Viðurkenninganefnd Hörður Már Harðarson Petrea Jónsdóttir Sigurgeir Guðmundsson Gunnar Stefánsson, starfsmaður

Nefndir og ráð | 135


LĂśg fĂŠlagsins


Lög Slysavarnafélagsins Landsbjargar 1. gr.

Heiti félagsins Félagið heitir Slysavarnafélagið Landsbjörg. Lögheimili og varnarþing þess er í Reykjavík. 2. gr.

Hlutverk Hlutverk félagsins er að reka öflugt björgunar- og slysavarnastarf. 3. gr.

Einkenni Merki félagsins er gulur kross og björgunarhringur umhverfis hann. Undir tákninu er nafn félagsins ritað. Stjórn setur reglugerð um nánari útfærslur og notkun á merki félagsins.1 1. Reglugerð nr. 2/2017

4. gr.

Orðskýringar 4.1 Félagið: Slysavarnarfélagið Landsbjörg. 4.2 Félagseining: Björgunarsveit eða slysavarnadeild sem þegar hefur hlotið aðild að félaginu og hefur eigin kennitölu. 4.3 Fullgildur félagi: er sá sem er skráður í félagatal félagseiningar í gagnagrunni félagsins. 4.4 Fulltrúaráðsfundur: Æðsta ákvörðunarvald félagsins á milli landsþinga og er haldinn í nóvember ár hvert. 4.5 Landsþing: Æðsta ákvörðunarvald félagsins og kemur það saman í maí annað hvert ár. 4.6 Sakamál: mál sem eru til meðferðar hjá lögreglu og ákæruvaldi og, eftir atvikum, fyrir dómi vegna ætlaðrar refsiverðrar háttsemi. 5. gr.

Skipulag 5.1 Samstarf Félagið starfar í tengslum við önnur félagasamtök og stofnanir sem starfa að björgunar- og slysavarnamálum. 5.2 Stjórnun félagsins Ákvörðunar- og framkvæmdavald félagsins er í höndum landsþings, fulltrúaráðsfundar og stjórnar, samkvæmt því sem nánar segir í lögum og reglugerðum félagsins. Lög SL | 137


6. gr.

Aðild 6.1 Réttur til aðildar Allar einingar sem hafa björgunar og/eða slysavarnarmál á stefnuskrá sinni geta sótt um aðild að félaginu. 6.2 Umsókn um aðild Eining sendir inn umsókn til stjórnar félagsins ásamt lögum hinnar nýju einingar, félagatali, kennitölu og rökstuðningi fyrir aðild. Lög einingarinnar þurfa að vera í samræmi við lög og reglugerðir félagsins. Ef eining uppfyllir þessar kröfur vísar stjórn umsókn um inngöngu til landsþings.1 6.3 Brottvikning Gerist félagseining eða stjórn hennar sek um brot á lögum þessum er landsþingi félagins heimilt að víkja henni úr félaginu, að því tilskildu að 2/3 hlutar þingfulltrúa greiði því atkvæði. 6.4 Úrsögn Úrsögn félagseiningar úr félaginu er því aðeins gild að hún hafi verið samþykkt á lögmætum aðalfundi hennar og að stjórn félagsins hafi verið tilkynnt með 2ja mánaða fyrirvara að tillaga um úrsögn komi til afgreiðslu á fundinum.

Úrsögn tekur gildi frá lokum þess reikningsárs félagsins er hún hlýtur samþykki. Félagseining, sem vikið hefur verið úr félaginu eða hefur sagt sig úr því, á ekki tilkall til sjóða þess eða annarra eigna, en veita má henni aðild að nýju. 1. Reglugerð nr. 1/ 2017.

7. gr.

Réttindi og skyldur félagseininga 7.1 Sjálfstæði Hver félagseining félagsins er sjálfstæð gagnvart félaginu, bæði hvað varðar störf sín og fjármál. 7.2 Réttindi Allar félagseiningar eiga jafnan rétt á þeirri þjónustu sem félagið getur látið í té. 7.3 Skyldur Félagseiningar skulu árlega halda aðalfund. Þar leggi stjórnir þeirra fram skýrslu um störf liðins árs og ársreikninga áritaða af stjórn.

Félagseiningar skulu árlega senda starfsskýrslu og ársreikninga til skrifstofu félagsins.

Að uppfylltum þessum skilyrðum öðlast félagseining rétt til úthlutunar úr sameiginlegum sjóðum félagsins og atkvæðisrétt á fulltrúaráðsfundi og landsþingi, ella teljast félagseiningar óvirkar.¹

138 | Árbók 2020


7.4 Virkni Verði félagseining óvirk um lengri eða skemmri tíma skal stjórn félagsins ráðstafa eigum hennar samkvæmt lögum félagseiningarinnar og í samráði við heimamenn. 7.5 Unglingastarf Velji félagseining að starfrækja unglingadeild innan sinna vébanda, verður hún að tryggja börnum sem taka þátt í starfinu þá vernd sem velferð þeirra krefst. 2.

1. Rgl nr. 1/ 2019. 2 Rgl nr. 1/ 2020.

8. gr.

Fjármál 8.1 Fjáröflun Félagið aflar fjár á þann hátt sem fulltrúaráðsfundur í nóvember ákveður. Breytingar sem samþykktar eru á fundinum taka gildi um næstu áramót. 8.2 Ársreikningur Ársreikningur félagsins skal afgreiddur á fulltrúaráðsfundinum. 8.3 Fjárhagsáætlun Fjárhagsáætlun félagsins fyrir næsta ár skal lögð fyrir fulltrúaráðsfund til afgreiðslu. 8.4 Reikningsár Reikningsár félagsins er almanaksárið. Fyrir lok apríl ár hvert sendir stjórnin félagseiningunum endurskoðaða reikninga félagsins með rafrænum hætti. 8.5 Sameining eininga Sameinist félagseiningar, tvær eða fleiri, halda þær óbreyttri fjárúthlutun úr sameiginlegum fjáröflunum í tvö almanaksár frá sameiningu. 9. gr.

Landsþing 9.1 Valdheimildir Landsþing félagsins fer með æðsta vald í málefnum félagsins og skal það haldið fyrir lok maímánaðar, annað hvert ár. 9.2 Boðun Til landsþings skal boða bréflega með rafrænum hætti, með sjö vikna fyrirvara.

Eigi síðar en þrem vikum fyrir landsþing skal stjórnin senda félagseiningunum dagskrá þingsins, tillögur um lagabreytingar, niðurstöður fjárveitinganefndar og tillögur uppstillingarnefndar.

9.3 Skráning Félagseiningar skulu skrá þingfulltrúa eigi síðar en fimm virkum dögum fyrir þing. 9.4 Aukalandsþing

Lög SL | 139


Stjórn félagsins getur boðað til aukaþings með sama hætti og boðað er til landsþings.

Einnig skal boða til aukalandsþings ef ¾ virkra félagseininga óska þess og skal stjórn félagsins boða til aukalandsþings eigi síðar en fjórum vikum frá því beiðnin um aukalandsþing kom fram.1

Á aukalandsþingi skal einungis taka fyrir mál samkvæmt útsendri dagskrá en að öðru leyti gilda almenn þingsköp.2

9.5 Dagskrá Eftirfarandi mál skulu tekin fyrir á landsþingi: 9.5.1 Formaður setur þingið og stýrir kjöri þingforseta, varaþingforseta og regluvarðar. 9.5.2 Þingforseti skipar tvo fundarritara og stýrir kjöri kjörnefndar, sem skal skipuð þremur þingfulltrúum, og allsherjarnefndar, sem skal skipuð fimm þingfulltrúum. 9.5.3 Starfsskýrsla stjórnar og fjármál 9.5.4 Inntaka nýrra félagseininga 9.5.5 Niðurstöður milliþinganefnda 9.5.6 Ýmis þingmál 9.5.7 Lagabreytingar 9.5.8 Kosning: 9.5.8.1 formanns félagsins, gjaldkera og formanna milliþinganefnda 9.5.8.2 sjö meðstjórnenda til stjórnar 9.5.8.3 tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara 9.5.8.4 nefndarmanna fjárveitinganefndar, laganefndar og uppstillingarnefndar 9.5.8.5 annarra nefnda 9.5.9 Önnur mál 9.6 Kjörnefnd Kjörnefnd skal hafa eftirlit með undirbúningi og framkvæmd kosninga, skera úr um kjörgengi og kosningarétt, hafa yfirumsjón með talningu atkvæða og skera úr um gildi vafaatkvæða. Ef ágreiningur er innan þingnefndar við ákvarðanatöku ræður meirihluti nefndarmanna og er ákvörðun þingnefndar endanleg. 9.7 Allsherjarnefnd Allsherjarnefnd skal vinna úr og samræma álitamál sem upp kunna að koma á þinginu og fundarstjóri vísar málum til. Ef ágreiningur er innan þingnefndar við ákvarðanatöku ræður meirihluti nefndarmanna og er ákvörðun þingnefndar endanleg. Kosið er skv. gr. 9.5.8. í þeirri röð sem þar er ákveðin.

140 | Árbók 2020


9.8 Kosningar Kosning skal ávallt vera rafræn. Kjörseðill er því aðeins gildur að kosnir séu jafnmargir og kjósa skal hverju sinni. Falli atkvæði jafnt skal varpa hlutkesti til að skera úr um hver frambjóðenda hefur náð kjöri. Séu framboð jafnmörg og fjöldi þeirra sem kjósa skal teljast sjálfkjörið og kosning fer ekki fram. Þeir sem ekki ná kjöri samkvæmt gr. 9.5.8.1. verða sjálfkrafa í kjöri samkvæmt gr. 9.5.8.2. og 9.5.8.4. eftir því sem við á, nema frambjóðandi óski annars. 9.9 Kjörgengi Kjörnir fulltrúar skulu vera lögráða einstaklingar sem eru fullgildir félagar og sem uppfylla skilyrði 1. mgr. 4. gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis.

Gjaldkeri félagsins skal hafa reynslu og þekkingu af fjármálum.

1. Rgl. Nr. 1/ 2009. 2. Þingsköp félagsins.

10. gr.

Réttindi á landsþingi 10.1 Þingfulltrúi Rétt til setu á landsþingi félagsins eiga allir fullgildir félagar félagseininga. 10.2 Atkvæðisréttur Hver félagseining fer með tvö atkvæði á þingi að uppfylltum skilyrðum ákvæðis 10.3. Enginn þingfulltrúa fer nema með eitt atkvæði. Þingfulltrúi skal vera lögráða. 10.3 Kjörbréf Kjörbréf, undirritað af formanni eða stjórnarmanni hverrar félagseiningar, skal hafa borist skrifstofu félagins eigi síðar en fimm virkum dögum fyrir landsþing.

Kjörnefnd tekur afstöðu til breytinga á framkomnum kjörbréfum og úrskurðar um gildi þeirra.

Allir fullgildir félagar félagseininga á landsþingi hafa kosningarétt samkvæmt gr. 9.5.1 og gr. 9.5.2.

11. gr.

Stjórn 11.1 Kjörtímabil Landsþing kýs félaginu stjórn til tveggja ára í senn. 11.2 Starfsemi stjórnar Í stjórn félagsins sitja formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari og fimm meðstjórnendur.

Stjórn félagsins fylgir eftir samþykktum landsþings og fulltrúaráðs. Stjórnin er í fyrirsvari fyrir félagið og ber ábyrgð á fjárreiðum þess.

Afl atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum. Séu atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns.

Lög SL | 141


11.3 Vinnulag Formaður boðar stjórn til fundar. Stjórnarfundur er löglegur ef meirihluti stjórnarmanna sækir fund. Stjórn kemur að jafnaði saman mánaðarlega.

Fundargerðir skulu ritaðar. Stjórn boðar til landsþings og annarra funda, þar á meðal funda fulltrúaráðs og formanna. Hún undirbýr fundarmálefni, framfylgir fundaráætlunum og annast störf milli funda.

11.4 Skyldur stjórnar Á fyrsta fundi stjórnar skiptir stjórn með sér verkum og skal gera verklagsreglur, fyrir lok þess árs sem hún er kosin, sem vera skulu félagsmönnum aðgengilegar.

Stjórn félagsins er í fyrirsvari fyrir félagið gagnvart einstaklingum, lögaðilum eða ríkisvaldi í sameiginlegum málefnum félagsins.

Stjórnin ræður framkvæmdastjóra félagsins.

11.5 Stjórnskipaðar nefndir Stjórn er heimilt að skipa nefndir sér til aðstoðar og ákveður verksvið þeirra.

Í upphafi starfstímabils stjórnar skal skipa ráðgjafanefnd vegna undirbúnings fyrir landsþing. Í ráðgjafanefndinni sitji formenn milliþinganefnda ásamt framkvæmdastjóra.

Nefndarmaður skal uppfylla skilyrði gr. 11.7. þessara laga.

11.6 Fjármál Stjórnin ber ábyrgð á að starfsemi félagsins sé innan ramma fjárhagsáætlunar, samþykkta landsþings og fulltrúaráðsfunda. 11.7 Hæfi Stjórnarmaður skal uppfylla skilyrði gr. 9.9. þessara laga á meðan kjörtímabili hans stendur.

Nú sætir stjórnarmaður rannsóknar vegna sakamáls og ber honum þá að víkja sæti á meðan rannsókn stendur eða ef ákæra hefur verið gefin út á hendur honum.

12. gr.

Skýrsla stjórnar 12.1 Stjórn félagsins skal á hverju ári fyrir lok maí gefa út ársskýrslu um starfsemi félagsins. 13. gr.

Milliþinganefndir 13.1 Kosning Í fjárveitinganefnd skal kjósa formann, auk fjögurra fulltrúa. Í laganefnd skal kjósa formann, auk tveggja fulltrúa. Í uppstillingarnefnd skal kjósa formann, auk tveggja fulltrúa.

142 | Árbók 2020


13.2 Hlutverk og skyldur Milliþinganefndir skulu gera verklagsreglur, fyrir lok þess árs sem hún er kosin, sem vera skulu félagsmönnum aðgengilegar. 13.2.1 Fjárveitinganefnd skal sjá um endurskoðun á úthlutunarkerfi félagsins og leggja fram tillögu til fulltrúaráðsfundar til samþykktar haustið fyrir landsþing. Tillögur skal senda með fundarboði fyrir fulltrúaráðsfundinn. Nefndin skilar niðurstöðu um skiptingu fjármagns til félagseininga á landsþingi. 13.2.2 Laganefnd skal annast endurskoðun á lögum félagsins, hafa eftirlit með því að þau standist rétt íslenskt málfar, brjóti ekki í bága við landslög og vera öðrum nefndum og stjórn til ráðgjafar um lög og reglugerðir félagsins. Laganefnd tekur afstöðu til breytinga á framkomnum kjörbréfum á fulltrúaráðsfundi og úrskurðar um gildi þeirra. 13.2.3 Uppstillingarnefnd skal tryggja að fram komi að minnsta kosti eitt framboð til hvers embættis innan stjórnar og þeirra nefnda sem getið er í gr. 9.5.8. Komi fram tvö eða fleiri framboð til embættis skal uppstillingarnefnd raða frambjóðendum eftir stafrófsröð. Uppstillingarnefnd skal leitast við að stjórn endurspegli breidd félagsins og skal jafnræðis gætt við kynningu á frambjóðendum. 13.3 Aðrar nefndir Ef landsþing skipar aðrar milliþinganefndir en að framan greinir skal það vera ákvörðun landsþings hver fjöldi og hvernig uppbygging nefndarinnar skuli vera hverju sinni.

Nefndirnar skulu skila tillögum sínum til stjórnar eigi síðar en fjórum vikum fyrir landsþing.

13.4 Starfstími Milliþinganefndir skulu taka til starfa að þingi loknu og starfa fram til loka þess næsta. 13.5 Hæfi Nefndarmaður skal uppfylla skilyrði gr. 11.7. þessara laga. 14. gr.

Siðanefnd 14.1 Hlutverk

Hlutverk siðanefndar er að taka til skoðunar ábendingar um brot á siðareglum félagsins, að taka afstöðu til þess hvort um brot á siðareglum er að ræða og hver grófleiki brotsins er. 14.2 Skipan

Stjórn skipar fimm aðila í nefndina, þrjá lögráða fullgilda félaga ásamt tveimur sérfræðingum sem standa utan félagsins og veita nefndinni formennsku. Nefndin er skipuð til 2ja ára í senn. 14.3 Hæfi

Félagi skal uppfylla skilyrði gr. 11.7. þessara laga. Sérfræðingarnir skulu hafa menntun og reynslu sem nýtist við úrlausn mála sem nefndin tekur fyrir.

Lög SL | 143


14.4 Starfsemi

Nefndin skal gera verklagsreglur, fyrir lok þess árs sem hún er kosin, sem vera skulu félagsmönnum aðgengilegar.1 1. Vinnureglur siðanefndar félagsins

15. gr.

Varasjóður 15.1 Tilgangur Félagið skal eiga varasjóð. Varasjóði félagsins er ætlað:

a) að vera tryggingarsjóður vegna áfalla sem félagið kann að verða fyrir.

b) að fjármagna önnur verkefni sem fulltrúaráðsfundir eða landsþing ákveða.

15.2 Fjármögnun Stjórn félagins skal árlega leggja fyrir fulltrúaráðsfund tillögu að upphæð varasjóðs. 15.3 Ráðstöfun Ráðstöfun fjár úr varasjóði er aðeins heimil með samþykki fulltrúaráðsfunda eða landsþinga.

Veðsetning varasjóðs, eða lántaka úr honum til skemmri eða lengri tíma, er óheimil nema með samþykki fulltrúaráðsfundar eða landsþings.

Allt að 50% varasjóðs má að tryggja með veðböndum í fasteign en ekki minna en 50% skal varðveita í banka eða hjá löggiltu verðbréfafyrirtæki. Meginstefna við vörslu skal vera öryggi frekar en há ávöxtun.

16. gr.

Fulltrúaráð 16.1 Fundir Fulltrúaráðsfundir fara með æðsta vald félagsins milli landsþinga og þar sitja fulltrúar hverrar félagseiningar, ásamt stjórn félagsins.

Fulltrúaráð kemur saman til fundar í nóvember ár hvert, svo og þegar tíu félagseiningar óska þess eða stjórn félagsins ákveður. Ársreikningur félagsins skal tekinn til afgreiðslu á fundinum.

16.2 Boðun Stjórn félagsins boðar fundi rafrænt og skal það gert með minnst tíu daga fyrirvara. Með fundarboðum skal fylgja dagskrá fundarins, ásamt ársreikningi félagsins og öllum öðrum tillögum sem leggja á fyrir fundinn.

Ef tíu félagseiningar hafa óskað eftir fulltrúaráðsfundi skal stjórn félagsins boða til fundarins eigi síðar en fjórum vikum frá því fundarbeiðnin kom fram.

16.3 Skráning Einingar skulu skrá þátttöku eigi síðar en einum virkum degi fyrir fund. 144 | Árbók 2020


16.4 Atkvæði Hver félagseining fer með eitt atkvæði á fulltrúaráðsfundi að uppfylltum skilyrðum ákvæðis 16.5. Fulltrúi skal vera lögráða. 16.5 Kjörbréf Kjörbréf, undirritað af formanni eða stjórnarmanni hverrar félagseiningar, skal hafa borist skrifstofu félagins eigi síðar en þrem virkum dögum fyrir fulltrúaráðsfund.

Laganefnd tekur afstöðu til breytinga á framkomnum kjörbréfum og úrskurðar um gildi þeirra.

16.6 Fundarsköp Formaður félagsins setur fundi fulltrúaráðs og stýrir kjöri fundarstjóra. Meirihluti atkvæða ræður úrslitum mála, nema annars sé getið í lögum félagsins. 16.7 Endurskoðun úthlutnarkerfis Fjárveitinganefnd leggur fram tillögu af endurskoðun á úthlutunarkerfi á fundinum. Sé breytingatillögu hafnað þá haldast fyrri úthlutunarreglur óbreyttar. 17. gr.

Formannafundir 17.1 Boðun Stjórn félagsins skal boða til fundar með formönnum félagseininga það ár sem landsþing er ekki haldið.

Stjórn félagsins boðar fundi rafrænt og skal það gert með minnst tíu daga fyrirvara. Með fundarboðun skal fylgja dagskrá fundarins, ásamt öllum gögnum.

17.2 Skráning Einingar skulu skrá þátttöku eigi síðar en einum virkum degi fyrir fund. 17.3 Efni fundarins Formannafundur er vettvangur umræðna um þau mál sem snerta starf félagseininga. Í stað eins sameiginlegs formannafundar allra félagseininga má boða til funda eftir starfsvettvangi þeirra.

Ætli fjárveitinganefnd að leggja til breytingar á úthlutunarkerfi félagsins þá skal hún kynna þær á formannafundi til umræðu.

Formannafundir hafa ekki ákvörðunarvald í málefnum félagsins.

Lög SL | 145


18. gr.

Endurskoðun 18.1 Skoðun reikninga Reikningar félagsins skulu skoðaðir ár hvert af löggiltum endurskoðanda. 18.2 Félagslegir skoðunarmenn Félagsleg endurskoðun reikninga er í höndum tveggja manna sem landsþing félagsins kýs til tveggja ára í senn. Skoðunarmenn reikninga mega ekki sinna öðrum störfum fyrir félagið sem snerta fjármál. Þeir bera ábyrgð fyrir fulltrúaráðsfund, þeir skulu eiga greiðan aðgang að öllu bókhaldi félagsins og er stjórninni skylt að veita þeim allar nauðsynlegar upplýsingar um fjármál og reikningshald þess. 18.3 Yfirskoðun Felli fulltrúaráðsfundir reikninga félagsins fer fram yfirskoðun óháðs aðila sem er löggiltur endurskoðandi. Að þeirri yfirskoðun lokinni skal boðað til framhalds fulltrúaráðsfundar sem tekur nánari ákvörðun um reikninga. 19. gr.

Reglur – reglugerðir 19.1 Setning Stjórn setur reglur og reglugerðir er varða starfsemi félagsins, að undangenginni umsögn laganefndar og endurskoðar þær eftir því sem þurfa þykir. 19.2 Hlutverk Hlutverk reglna og reglugerða er að kveða nánar á um skipulag einstakra þátta í starfsemi félagsins og þær verða ávallt að eiga sér stoð í lögum félagsins 20. gr.

Lagabreytingar og framboðsfrestur 20.1 Lagabreytingar Lögum þessum verður ekki breytt nema á landsþingi og þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða til að breyting nái fram að ganga. 20.2 Framboðsfrestur Tillögum til lagabreytinga og yfirlýsingu um framboð til embættis innan stjórnar eða nefnda sem greinir í gr. 9.5.8. skal beint til skrifstofu félagsins eigi síðar en sex vikum fyrir landsþing. 19. gr.

Gildistaka Lög þessi öðlast gildi þegar að loknu þingi. Lög þessi voru samþykkt á landsþingi félagsins á Egilsstöðum þann 18. maí 2019.

146 | Árbók 2020


Slysavarnir | 147


Siรฐareglur

148 | ร rbรณk 2020


Siðareglur Slysavarnafélagsins Landsbjargar Slysavarnafélagið Landsbjörg eru landssamtök þar sem sjálfboðaliðar og starfsmenn félagsins vinna að björgun, slysavörnum og unglingastarfi. Í slíkum samtökum er mikilvægt að allir taki siðferðislega ábyrgð á störfum sínum með hagsmuni skjólstæðinga, félaga og félagsins að leiðarljósi. Til þess að þetta megi takast vill félagið skapa umhverfi þar sem samskipti og vinnubrögð einkennast af virðingu, samvinnu, forystu og fagmennsku. Siðareglurnar gilda um alla félaga félagseininga og starfsmenn félagsins. Markmið reglnanna er að stuðla að því að hegðun þeirra sem starfa innan félagsins uppfylli ýtrustu siðferðiskröfur hvers tíma. Þær eru leiðbeinandi um samband og samvinnu skjólstæðinga og félagsmanna og er ætlað að vernda orðspor félagsins, ímynd þess og trúverðugleika. Vilji félagseining setja sínum félagsmönnum ítarlegri reglur er það heimilt svo lengi sem siðareglur félagsins liggi til grundvallar.

1. Góðir starfshættir Við virðum landslög og reglugerðir settar samkvæmt þeim. Við virðum gildi, lög og reglugerðir félagsins, vörumerki þess og einkennisfatnað. 2. Hegðun Við virðum þá sem starfa innan félagsins, skjólstæðinga þess og náttúruna í daglegu starfi, aðgerðum og æfingum. Við komum fram við hvert annað af virðingu og gætum trúnaðar gagnvart skjólstæðingum og hverjuöðru. 3. Áreiti Við komum í veg fyrir að innan félagsins viðgangist hvers konar óréttlæti, svo sem einelti, ofbeldi, kynferðisleg áreitni eða mismunun byggð á óviðkomandi þáttum svo sem kynferði, aldri, trú, þjóðerni, kynþætti, fötlun eða kynhneigð, hvort heldur sem er gagnvart hverjuöðru eða skjólstæðingum félagsins. 4. Þekking Við þekkjum skyldur okkar og takmörk. Við viðhöldum þekkingu okkar og hæfni á vettvangi starfsins. 5. Samskipti Við förum að réttmætum fyrirmælum og tökum þátt í æfingum og starfi af fullum heilindum.

Siðareglur | 149


6. Framkoma Við virðum eignir og verðmæti annarra, náttúruna, mannvirki og sögulegar minjar og forðumst að valda spjöllum á þeim. 7. Aðstæður Við leggjum okkur fram um að koma félögum okkar ekki í aðstæður sem þeir ráða ekki við. 8. Útkallslisti Við gætum að því að félagar á útkallslista björgunarsveita séu fullra 18 ára og hafi hlotið viðhlítandi þjálfun. 9. Hagsmunir Við gætum þess að okkar eigin hagsmunir eða hagsmunir aðila okkar nákomnum hafi ekki áhrif á ákvarðanir okkar á vettvangi félagsins. 10. Viðurlög Við gerum okkur ljóst að ef félagar gerast brotlegir við reglur þessar má vísa þeim úr starfi á vegum félagsins, tímabundið eða að fullu.

Verðum við þess áskynja að siðareglurnar hafi verið brotnarber að vekja athygli á því með tölvupósti til siðanefndar. Skipan og starfsreglur siðanefndar má finna á heimasíðu félagsins.

150 | Árbók 2020


ร rbรณk 2020 | 151



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.