Erfðagjafir

Page 1

Þú getur haldið áfram að láta gott af þér leiða eftir þinn dag

Ávallt til taks

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur gegnt lykilhlutverki í almannavörnum

á Íslandi í hartnær 100 ár. Björgunar- og slysavarnadeildir Landsbjargar hafa innan sinna raða þrautþjálfað fólk sem ávallt er til taks þegar eitthvað bregður út af. Sjálfboðaliðar sveitanna, sem dreifðar eru um allt land, telja um fimm þúsund. Þetta er fólk sem er reiðubúið að ganga úr öðrum störfum á nóttu sem degi, allan ársins hring, til að hjálpa fólki í neyð.

Íslendingar hafa allt frá upphafi staðið þétt við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Sá stuðningur hefur haft í för með sér að einstakur árangur hefur náðst í slysavarna- og björgunarstarfi á Íslandi, svo eftir er tekið um allan heim.

Ómetanlegur stuðningur

Þótt vel hafi gengið eru verkefnin ærin og vinnunni lýkur aldrei. Huga þarf að eflingu forvarna til frambúðar auk þess sem stöðugt þarf að halda áfram að efla þekkingu innan sveitanna, þjálfa nýja félagsmenn og endurnýja tækjabúnað. Björgunarsveitirnar eru nær eingöngu fjármagnaðar af sjálfsaflafé og gætu ekki starfað ef ekki væri fyrir þann ómetanlega stuðning sem þjóðin, jafnt einstaklingar sem og fyrirtæki, hafa árum og áratugum saman sýnt í verki.

Hvað er erfðagjöf?

Einstaklingar geta valið að styðja við Slysavarnafélagið Landsbjörg með erfðagjöf eftir sinn dag. Í því felst að einstaklingur velur að ánafna arfi, að hluta til eða í heild, til Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Það er undir þeim sem gefur komið hvort erfðagjöf fylgi skilyrði um ráðstöfun verðmæta eða ekki.

3

Okkar heit

Hingað til hafa erfðagjafir verið nýttar til kaupa á húsnæði eða björgunarbúnaði, til þjálfunar sjálfboðaliða eða til stuðnings einstakra sveita eða deilda innan björgunarsveitanna. Sá sem eftirlætur félaginu erfðagjöf getur umfram allt treyst því að verðmætin munu eftir hans dag nýtast til að bjarga mannslífum og efla slysavarna- og forvarnastarf á Íslandi. Hægt er að velja sveit, deild eða málstað. Ef svo er ekki fer gjöfin þangað sem þörfin er mest, hver króna skiptir máli.

Gott að vita

Lögum samkvæmt þarf sá, sem hyggst gefa félagi eða samtökum erfðagjöf, að útlista þann vilja sinn í erfðaskrá. Eigi viðkomandi skylduerfingja má ráðstafa allt að einum þriðja eigna sinna til slíkra samtaka. Að öðrum kosti má ánafna samtökunum öllum sínum eigum. Erfðagjafir eru undanþegnar erfðafjárskatti og renna því óskiptar til félagsins. Mikilvægt er að ráðfæra sig við lögfræðing við gerð erfðaskrár svo hún sé gild samkvæmt lögum.

Hver gjöf er dýrmæt

Okkur hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg er þakklæti efst í huga þegar við hugsum til þeirra sem hafa ánafnað félaginu gjafir eftir sinn dag. Hver gjöf er dýrmæt og mikils metin enda hafa þær komið að verulega góðu gagni og jafnvel skipt sköpum fyrir starfsemi björgunarsveita og slysavarnadeilda á Íslandi.

Hér á eftir fara nokkrar sögur af mögnuðu hugsjónafólki sem hefur lagt okkur lið með slíku framlagi.

4

Á Íslandi eru starfræktar 93 björgunarsveitir og 37 slysavarnadeildir. Ein þeirra er Björgunarsveitin Bára á Djúpavogi sem var stofnuð árið 1940 og hefur frá þeim tíma sinnt óteljandi útköllum og staðið að öflugu slysavarnastarfi. Ekki eru mörg ár liðin síðan sveitinni áskotnuðust gjafir sem nýttust til kaupa á nauðsynlegum búnaði til björgunarstarfa en að sögn félaga hennar hefur hann skipt sköpum fyrir sveitina.

„Segja má að starf okkar sé líkt starfi annarra björgunarog slysavarnadeilda um land allt, við gefum okkur út fyrir það að hjálpa og bjarga fólki í neyð. Einnig fylgjumst við með hvar er þörf á úrbótum til að koma í veg fyrir slys. Við erum lítil deild innan Landsbjargar en leggjum okkur fram við að skipta máli,“ segir Reynir Arnórsson um störf Björgunarsveitarinnar Báru á Djúpavogi.

Reynir gekk til liðs við björgunarsveitina árið 1978. Hann hefur því staðið vaktina sem slysavarna- og björgunarsveitarmaður samtals í hvorki meira né minna en 44 ár og hefur ekki tölu á þeim útköllum sem hann hefur sinnt á þeim tíma. Hann segir algjört lykilatriði að björgunarsveitir búi yfir nauðsynlegum búnaði til björgunarstarfa enda geti aðstæður oft verið krefjandi og erfiðar og beinlínis hættulegar. Því hafi það verið sannkölluð himnasending þegar Báru

bárust erfðagjafir fyrir nokkrum árum sem nýttar voru til kaupa á björgunartækjum og -tólum og sérstakri bifreið til björgunarstarfa.

„Sveitin sinnir á að giska 10 til 15 útköllum árlega að meðaltali, þótt það fari reyndar aðeins eftir veðurfari,“ tekur hann fram. „Öðrum bílnum sem við notum við störf okkar var breytt sérstaklega til þess að ferðast í miklum snjó og jafnvel ófærð. Hinn bíllinn nýtist til flutninga á fleiri mönnum þegar svo ber við en hann er einnig notaður sem stjórnstöð. Bílarnir skipta öllu máli til þess að við getum sinnt útköllum á sem bestan hátt því ef til dæmis fólk yfirgefur bifreið sína í vondu veðri þá eru mannslíf í húfi.“

Hugsar til bræðranna með miklum hlýhug

Að sögn Reynis hafa gjafirnar því komið að verulegu gagni. „Með tilkomu þeirra var ráðist í það að kaupa þessi björgunartæki og björgunarbifreið, eins og ég segi, sem annars hefðu reynst sveitinni mjög erfið kaup. Mörg af útköllum okkar eru við vandasamar aðstæður, sérstaklega vandasamar veðuraðstæður þar sem snjókoma og stormar geta geisað og þá reynir á mannskapinn. Gjafirnar hafa því styrkt sveitina verulega.“

6 7
„Með hjartað á réttum stað“

Hann segir að hlýhugur og þakklæti sé meðlimum sveitarinnar því efst í huga þegar þeir hugsi til þeirra sem arfleiddu félagið. „Þetta voru bræður, Garðar og Magnús Gunnlaugur Reimarssynir hétu þeir, fæddir og uppaldir hér og báðir ókvæntir og barnlausir. Ég þekkti þá báða persónulega. Annar þeirra var fyrrverandi vinnufélagi minn. Við störfuðum saman við ýmislegt, meðal annars við fiskvinnslu og uppskipanir úr skipum og vorum góðir félagar. Líkt og gengur og gerist í litlum bæjarfélögum þá þekkjast allir og því má segja að allir meðlimir sveitarinnar hafi þekkt þá báða. Þetta voru hjálpsamir menn og með hjartað á réttum stað, eins og sést best af því að þeir skyldu gefa eigur sínar í sjálfboðaliðastarf.“

Skildu mikilvægi sveitarinnar

Reynir kveðst hafa fengið fréttir um fyrri erfðagjöfina frá sýsluskrifstofu og eiginlega ekki ætlað að trúa því að björgunarsveitinni hefði borist slík myndargjöf. Honum segist ekki vera kunnugt um ástæðu þess að bræðurnir létu gjafirnar renna til starfsemi

björgunarsveitarinnar, gjafir í formi fjármuna og án nokkurra skilyrða. „Við vitum í rauninni ekki af hverju okkar vinna skipti þá máli,“ segir hann hreinskilinn.

„En við gefum okkur það að þeir hafi fylgst með starfi okkar í gegnum árin og hafi verið sáttir við það. Þeir hafi hreinlega áttað sig á mikilvægi þess að hafa og reka svona sveit í litlu bæjarfélagi.“

Reynir segir mörg félagasamtök þurfa á hjálp að halda og fólk verði sjálft að gera upp við sig hvort það vilji styðja við þau með samskonar hætti. En eitt sé víst – að slík gjöf sé virkilega vel þegin og mikils metin.

„Það hefur sannarlega verið almenn ánægja með erfðagjafir Magnúsar og Garðars. Við meðlimir sveitarinnar jafnt sem íbúar í bæjarfélaginu verðum þeim ævinlega þakklát og reynum að heiðra minningu þeirra; sem dæmi má nefna að meðlimur úr sveitinni fer með kerti að leiðum þeirra beggja um hver áramót svo að við gleymum ekki bræðrunum og þeirra framlagi. Þessar gjafir hafa skipt sköpum fyrir starfsemi sveitarinnar.“

„Á síðasta ári aðstoðaði sveitin meðal annars við björgun þar sem bátur var í vandræðum hér úti fyrir Berufirði. Annað nýlegt dæmi um björgunaraðgerð sem sveitin tók þátt í var á Seyðisfirði árið 2020 í tengslum við skriðuföllin þar. Þá fóru meðlimir sveitarinnar á vakt við eldgosið í Geldingadölum, svona til að nefna nokkur dæmi,“ segir Reynir Arnórsson, félagi í Björgunarsveitinni Báru og fyrrverandi formaður hennar, um nokkur af þeim mörgu og fjölbreyttu verkefnum sem sveitin sinnir.

8

Slysavarnadeildin í Reykjavík er deild innan

Slysavarnafélagsins Landsbjargar og hefur unnið ötult starf í þágu almennings síðan hún var stofnuð 28. apríl 1930. Formaðurinn Edda Gerður Guðmundsdóttir segir meðlimina standa vaktina nánast allt árið um kring, trúir þeirri hugsjón að láta gott af sér leiða. Það leiðarstef hafi verið drifkrafturinn á bakvið stofnun deildarinnar og það sé því og hugsjónakonum innan hennar að þakka hve öflug deildin er í dag. Í því samhengi minnist Edda sérstaklega Höllu Jónsdóttur sem helgaði líf sitt góðum verkum og ánafnaði deildinni allt sitt þegar hún lést.

Að sögn Eddu var sjóbjörg upphaflegt markmið Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Slysavarnadeildarinnar í Reykjavík, eða Slysavarnardeildar kvenna í Reykjavík eins og hún hét lengi vel, enda sjóslys tíð á þeim tíma. Fjármunum var safnað til að fjárfesta í neyðarbúnaði og reisa neyðarskýli víðs vegar um landið og seinna átti deildin frumkvæði að söfnun fyrir fyrstu björgunarþyrlunni. Enn er fjáröflun fyrir björgunarsveitirnar snar þáttur í starfi deildarinnar, með sölu á neyðarkallinum og veitingasölu á Sjómannadaginn.

„Við hjá Slysavarnafélaginu erum í raun stuðningur fyrir björgunarsveitirnar. Sjáum til dæmis um mat fyrir þær ef það eru útköll og erum þeim almennt til halds og trausts þannig að þær geta leitað til okkar ef með þarf,“ segir Edda og bætir við að starf deildarinnar felist einnig í öflugu slysavarnarstarfi. „Við förum

með reiðhjóla- og hjálmaveggspjöld í skóla og dreifum endurskinsvestum og merkjum til barna,“ nefnir hún, „og í samstarfi við Umferðarstofu könnum við öryggi barna í bíl við leikskóla víða um land – svo fátt eitt sé nefnt.“

Edda segir að undir venjulegum kringumstæðum taki deildin ekki beinan þátt í útköllum, ekki nema þegar stærri mál koma upp. „Þá leggjum við okkar af mörkum,“ segir hún með áherslu og nefnir sem dæmi eldgosið í Geldingadölum í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga á síðasta ári. Þá hafi félagar í deildinni staðið vakt yfir helgi í söluskála björgunarsveitarinnar í Grindavík, við göngustíginn sem lá inn að gosi, til að létta undir með félögum sveitarinnar. Það hafi verið krefjandi vinna en skemmtileg og gefandi. „Stundum held ég að fólk geri sér hreinlega ekki grein fyrir því hversu viðamikil vinna fer fram innan sveitanna,“ segir hún og brosir. „Því í raun má segja að við stöndum vaktina allt árið um kring.“

Einstök kona

Edda segir meðlimi Slysavarnardeildarinnar einfaldlega vilja leggja sitt af mörkum til samfélagsins og reyna að láta gott af sér leiða. Sú hugsjón sé og hafi alltaf verið drifkrafturinn á bakvið starfið sem er unnið innan deildarinnar. Í því samhengi minnist hún framlags hugsjónakvenna eins og Frú Guðrún Jónasson, sem var fyrsti kjörni formaður deildarinnar, og Gróu Pétursdóttur sem tók við formennsku

10
„Fallegt og langt frá því að vera sjálfsagt“

„Ég hafði þörf fyrir að gefa af mér og mig langaði til að kynnast góðu og skemmtilegu fólki og vinna með því í þágu annarra. Það varð til þess að ég ákvað að ganga til liðs við Slysavarnadeildina. Og ég sé svo sannarlega ekki eftir því enda er hér unnið gott starf og maður eignast vini til lífstíðar,“ segir Edda Gerður Guðmundsdóttir, formaður Slysavarnadeildarinnar í Reykjavík um ástæður þess að hún gekk til liðs við deildina.

Slysavarnadeildin í Reykjavík var stofnuð 1930 og er elsta deildin innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

af Guðrúnu og svo Höllu Jónsdóttur sem gekk til liðs við deildina snemma á síðustu öld og ánafnaði henni allt sitt þegar hún lést. „Maður heyrir á öllu að Halla var alveg einstök kona,“ segir Edda þegar talið berst að þeirri síðastnefndu. „Þetta var kona sem vann mikið alla sína ævi, alveg fram á níræðisaldur, og átti svo sem ekkert auðvelt líf, en var ótrúleg hugsjónakona. Það var til dæmis fyrir tilstuðlan hennar og fleiri aðila að við Íslendingar skyldum læra sund og eins að þessi neyðarskýli voru byggð hringinn í kringum landið á sínum tíma. Það er því alveg óhætt að segja að Halla hafi verið einn af brautryðjendum slysavarna á Íslandi.“

Að sögn Eddu má líka þakka það Höllu að Slysavarnadeildin í Reykjavík skyldi eignast eigin húsakynni árið 1993 en peningarnir sem hún ánafnaði deildinni voru notaðir til kaupa á tæplega 150 fermetra húsnæði að

Sóltúni 20. Var kaupsamningurinn undirritaður á 63 ára afmælisdegi deildarinnar þann 28. apríl 1993 og húsnæðið vígt 9. október sama ár og fékk þá nafnið Höllubúð. Hafði þá deildin verið á hrakhólum í nokkur

ár eftir að hafa þurft að rýma aðstöðu sína á Grandagarði fyrir Tilkynningarskyldunni sem þurfti stærra húsnæði. Gjöf Höllu skipti því sköpum fyrir framtíð deildarinnar.

Ómetanlegt framlag í þágu slysavarnastarfs

„Á sínum tíma kann einhverjum að hafa þótt skrítið að Halla, sem lagði allt sem aflögu var fyrir, léti eigur sínar renna til deildarinnar,“ segir Edda. „Erfðagjafir voru náttúrulega ekki jafn algengar þá og þær eru nú

en þetta er lýsandi fyrir þá manneskju sem Halla hafði að geyma. Hún helgaði líf sitt góðum verkum og gerði allt af svo miklu æðruleysi, hvort sem það voru störf unnin í þágu vinnuveitenda hennar eða Slysavarnadeildarinnar.“

Edda segir að þarna sannist líka hvað framtak einnar manneskju geti haft mikið að segja, því ef Höllubúð hefði ekki komið til sögunnar hefði Slysavarnadeildin í Reykjavík aldrei getað keypt 20 prósent í björgunarmiðstöðinni Gróubúð á Grandagarði fyrir andvirði sölunnar á Höllubúð árið 2010. Þar deili Björgunarsveitin Ársæll og deildin nú húsnæði, en mikilvægt sé

fyrir deildina að vera í eigin húsakynnum til að geta

skipulagt það viðamikla starf sem hún innir af hendi og eins til að halda úti námskeiðum og fræðslu, enda brýnt að félagsfólk geti bætt við sig þekkingu svo það sé í stakk búið að takast á við ýmis krefjandi verkefni.

Edda kveðst því hugsa til Höllu Jónsdóttur með miklum hlýhug og þakklæti. „Það að einhver skuli ákveða að láta eigur sínar renna til málefnis sem stendur viðkomandi nærri ... Maður klökknar bara við tilhugsunina. Það er eitthvað svo fallegt við það og langt frá því að vera sjálfsagt,“ segir hún og bætir við að ef fólk vilji arfleiða deildina eða félagið að einhverju eftir sinn dag og sú löngun komi frá hjartanu þá sé ekki annað hægt en að þakka það af heilum hug. Allar gjafir, hvort sem þær eru smáar eða stórar, nýtist við uppbyggingu slysavarna og björgunarstarfa, eins og sannast vel í tilviki Höllu. „Ef ekki væri fyrir fólk eins og hana, ja, þá veit ég ekki hvar við í deildinni værum í dag. Slíku fólki verður seint þakkað nægjanlega fyrir framlag þess.“

12 13

Björgunarsveitin Ársæll varð til við sameiningu Björgunarsveitar Ingólfs í Reykjavík og Björgunarsveitarinnar Alberts á Seltjarnarnesi árið 1999. Sveitin heitir eftir fyrsta formanni Björgunarsveitar Ingólfs, Ársæli Jónassyni, sem björgunarsveitarfólk minnist með miklum hlýhug fyrir störf hans í þágu slysavarnamála og stuðning við starfsemi björgunarsveita á Íslandi.

„Ársæll starfaði við köfun og björgunarstörf stóran hluta ævinnar og því má segja að hann sé persónugervingur fyrir þá óeigingjörnu vinnu sem er unnin innan Björgunarsveitarinnar Ársæls. Hann er í raun ímynd björgunarsveitarmannsins sem starfar í þágu almannaöryggis um land allt, oft við erfiðar aðstæður.

Og með fjárhagslegu framlagi, reglulegum tekjum úr minningarsjóði sem Ársæll lét stofna eftir sinn dag, hefur hann líka orðið að persónugervingi þeirra sem styðja við það krefjandi starf sem við erum að vinna.“

Þannig minnist Þorsteinn Þorkelsson, sagnfræðingur og félagi í Björgunarsveitinni Ársæli, Ársæls

Jónassonar, eða Sæla kafara eins og hann var gjarnan

kallaður af samferðamönnum sínum. Ársæll var fyrsti formaður Björgunarsveitar Ingólfs, sem var stofnuð 10. janúar árið 1944. Hann átti sæti í varastjórn Slysavarnafélags Íslands í mörg ár og sat í sextán ár í stjórn Björgunarsveitarinnar Ingólfs, sem síðar sameinaðist björgunarsveitinni Alberti á Seltjarnarnesi undir nafni Ársæls.

Þorsteinn segist því miður ekki hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Ársæli persónulega en hann muni hins vegar vel eftir Ársæli á fundum Björgunarsveitarinnar Ingólfs á árum áður og hafi fundist mikið til hans koma. „Þetta var góður maður og með hliðsjón af störfum Ársæls er ljóst að hann var dugnaðarforkur. Mikill fagmaður sem hafði mikla reynslu af alls konar svaðilförum, meðal annars eftir að hafa starfað að björgunarstörfum erlendis í áratugi þegar hann tók að sér formennsku sveitarinnar og það mikla verk að byggja upp björgunarsveit í Reykjavík sem gæti brugðist við ef eitthvað kæmi upp á.“

Góður maður og

algjör dugnaðarforkur

Þorsteinn segir ljóst að Ársæll hafi staðið sig vel í starfi og að hann eigi sannarlega heiður skilinn fyrir að hafa

ásamt fleirum byggt upp björgunarsveit í Reykjavík.

Við sameiningu björgunarsveitanna Ingólfs og Alberts síðar meir hafi svo orðið til öflug björgunarsveit, Ársæll, sem gegnir nú margvíslegu hlutverki.

„Í dag erum við með aðsetur á þremur stöðum í Reykjavík. Höfuðstöðvar okkar eru í Gróubúð á Grandagarði 1. Þar erum við með fundaraðstöðu, fjarskiptaherbergi

og fleira. Við rekum líka skipið Ásgrím Björgvinsson, sem er staðsett við Reykjavíkurhöfn, og kafarar, sjóbjörgunarfólk og rústabjörgunarsveit hafast við í húsakynnum sveitarinnar á Seltjarnarnesi,“ telur Þorsteinn upp.

Þorsteinn segir þetta vera í takt við það upphaflega markmið björgunarsveitarinnar að innan hennar sé vel þjálfað björgunarfólk sem sé ávallt reiðubúið til starfa þegar á þarf að halda, hvort sem er á sjó eða landi.

14 15
„Þessi félög voru honum allt“

„Ársæll er góð fyrirmynd, ekki bara fyrir okkur sem störfum í félaginu heldur landsmenn alla,“ segir Þorsteinn Þorkelsson, félagi í Björgunarsveitinni Ársæli og meðlimur í stjórn Minningarsjóðs Ársæls Jónassonar, athafnamanns og kafara.

Ársæll var fyrsti Íslendingurinn sem tók réttindi atvinnukafara og var einn virtasti kafari hérlendis til fjölda ára. Hann var fyrsti formaður Björgunarsveitar Ingólfs og hélt góðum tengslum við félagið alla ævi.

Það hafi verið hugsunin með stofnun björgunarsveitar í Reykjavík og megi þakka mönnum eins og Ársæli, en ekki sé nóg með að hann hafi starfað af kappi fyrir sveitina alla ævi, heldur hafi Ársæll látið stofna minningarsjóð í sínu nafni til að styðja fjárhagslega við starfsemi og rekstur sveitarinnar eftir sinn dag.

Vildi að sveitirnar

nytu góðs af sínu starfi

Samkvæmt Þorsteini lét Ársæll þau fyrirmæli fylgja erfðaskrá sinni að eigur hans skyldu renna í minningarsjóð sem hefði það hlutverk að styrkja reglulega menningarstarfssemi sem var honum kær. Í kjölfarið hefur hluta af tekjum sjóðsins verið varið í að styrkja starf björgunarsveitarinnar Ársæls, án nokkurra skilyrða, og eins starfsemi Ferðafélags Íslands sem Ársæli var einnig hugleikið.

„Mér skilst að Ársæll hafi aldrei gefið til kynna að hann hefði í hyggju að stofna þennan sjóð. Það var í raun ekki fyrr en eftir hans dag sem það kom í ljós. En það hefði kannski ekki átt að koma á óvart

að hann skyldi ákveða að láta björgunarsveitina njóta góðs af sínu starfi því þeir sem til þekkja segja

að honum hafi þótt mjög vænt um hana og haldið tengslum við slysavarnadeildina alla tíð. Þessi félög voru honum allt.“

Þorsteinn segir að björgunarsveitin hafi ekki verið fjárhagslega sterk þegar Ársæll gekk frá erfðaskránni. Hann hafi viljað bæta úr því með því að veita sveitinni aðgang að þessum fjármunum. Fyrsta afhending fór fram úr sjóðnum árið 1998 og síðan þá hafa björgunarsveitin og Ferðafélag Íslands hlotið styrki annað hvert ár.

Heldur nafni viðkomandi á lofti

Þorsteinn segir gjafir af þessu tagi hafa mikið að segja fyrir björgunarsveitir landsins. „Í okkar tilviki hafa peningarnir úr Minningarsjóði Ársæls verið nýttir í daglegan rekstur og til að ljúka ýmsum stórum málum. Þeir skipta því máli fyrir sveitina - hver einasta króna skiptir gríðarlegu máli. Ég get eiginlega varla ítrekað nóg hversu ánægð og þakklát við erum fyrir þetta reglulega framlag úr sjóðnum til starfseminnar.“

Hann segir að þeirra sem gefi slíkar gjafir sé því eðlilega minnst með miklum hlýhug. Enda séu þetta frábærar gjafir sem komi að góðu gagni og haldi nafni viðkomandi og verkum hans á lofti um ókomna tíð.

16 17

Nytsamar upplýsingar

• Erfðagjöf getur verið í ýmsu formi, svo sem fjármunir, húsnæði eða aðrar eignir. Allar gjafir eru vel þegnar og nýtast vel.

• Erfðagjöf getur verið gefin með eða án skilyrða.

• Sami einstaklingur getur gefið fleiri en eina erfðagjöf.

• Mikilvægt er að ráðfæra sig við lögfræðing við gerð erfðaskrár svo hún sé gild samkvæmt lögum.

• Erfðagjafir eru undanþegnar erfðafjárskatti.

• Samkvæmt lögum getur einstaklingur ráðstafað hluta eigna sinna í erfðaskrá eða þeim öllum til samtaka sem starfa í þágu almennings. Eigi viðkomandi skylduerfingja getur hann ánafnað slíkum samtökum allt að einum þriðja eigna sinna en skylduerfingjar eiga rétt á tveimur þriðja eigna hans. Eigi viðkomandi ekki skylduerfingja getur hann ráðstafað öllum eigum til samtaka sem honum eru kær.

Hafðu samband

Viljir þú gefa Slysavarnafélaginu Landsbjörg erfðagjöf eða afla þér frekari upplýsinga

varðandi málið geturðu haft

samband við okkur:

hildur@landsbjorg.is

Eða hringja í 570-5900

landsbjorg.is

19

Ef þú eftirlætur félaginu erfðagjöf má treysta því að verðmætin munu, eftir þinn dag, nýtast til að bjarga mannslífum og efla slysavarnir á Íslandi.

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.