Árbók 2021 - Slysavarnafélagið Landsbjörg

Page 1

Árbók 2021


Árbók 2021 Fyrir starfsárið 2020


Efnisyfirlit Ávarp formanns

4

Skýrsla stjórnar

6

Ársreikningar - útdráttur

16

Björgunarskólinn 18 Slysavarnaskóli sjómanna

26

Málefni sjóbjörgunar

38

Skipsskaðar 44 Björgunarskip og bátar

48

Björgunarsveitir 50 Aðgerðamál 52 Slysavarnadeildir 82 Slysavarnir 84 Slysavarnir útivistarfólks og ferðamanna

96

Unglingadeildir 108 Unglingastarfið 110 Verkefni skrifstofu

118

Nefndir og ráð

122

Lög Slysavarnafélagsins Landsbjargar

126

Siðareglur Slysavarnafélagsins Landsbjargar

138

Útgefandi: Slysavarnafélagið Landsbjörg Umsjón: Davíð Már Bjarnason Ábyrgðarmaður: Kristján Þór Harðarson Hönnun/umbrot: Birgir Ómarsson Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja


Þór Þorsteinsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Kæru félagar Það má segja að í grunninn hafi Slysavarnafélagið Landsbjörg og félagseiningar þess ávallt staðið frammi fyrir þrennskonar áskorunum. Ein er sú að byggja upp og viðhalda faglegu starfi, önnur sú að hlúa sem best að félagslega hlutanum og sú þriðja að tryggja fjárhagslegan grundvöll starfsins. Allir þessir þættir eru okkur mikilvægir og forsenda þess að við getum staðið undir þeirri ábyrgð sem á herðum okkar hvílir. Árið 2020 verður sennilega lengi í minnum haft enda er óhætt að segja að hrikt hafi í öllum þessum þremur stoðum starfs okkar sökum heimsfaraldurs inflúensu sem barst til landsins snemma á árinu. Þó svo að einingar félagsins séu skrifaðar inn í viðbragðsáætlanir vegna heimsfaraldurs reyndi blessunarlega ekki mikið á þá þætti enda nóg samt sem takast þurfti á við. Faglega áskorunin var án efa sú að vera áfram til taks og ná að sinna okkar hefðbundnari verkefnum af sama krafti og áður. Fólkið okkar sýndi af sér frábæra blöndu af frumkvæði og samvinnu þar sem einingar lærðu hver af annarri og voru duglegar að miðla af reynslu sinni. Félagslega áskorunin sem einingar þurftu að takast á við var sú að halda uppi félagsstarfi og þjálfun og enn og aftur sýndi samtakamáttur félagsins sig í verki. Ómögulegt reyndist að halda þessu mikilvæga starfi gangandi af fullum krafti en félagið reyndi eftir megni að leggja sín lóð á vogaskálarnar og við getum öll verið stolt af viðbragði björgunarskólans og á hvaða hátt hann náði að bregðast við nýjum veruleika og að laga sig að nýju umhverfi. 4 | Árbók 2021


Fjárhagslegt öryggi félagsins og eininga þess hefur einnig orðið fyrir áhrifum af breyttu landslagi. Rótgróin fjáröflunarverkefni hafa látið undan og hefur félagið þurft að bregðast við breyttum veruleika með skömmum fyrirvara. Með samheldinni stjórn og öflugu starfsfólki tókst okkur að bregðast við í tíma og tryggja að fjárhagslegur skaði varð minni en ella. Framtíð félagsins er björt og svo lengi sem við berum gæfu til að huga að þeim þremur gildum sem áður hafa verið nefnd; félagslega, faglega og fjárhagslega þættinum, eru okkur allir vegir færir og hvorki snjóflóð né aurflóð geta sett stein í götu okkar. Ávarp formanns | 5


Skýrsla stjórnar 2020 6 | Árbók 2021


Eftirtaldir einstaklingar sátu í stjórn félagsins árið 2020 og fundað var 22 sinnum yfir árið. Stjórn varð að aðlaga sig breyttum aðstæðum vegna heimsfaraldurs covid 19 og fóru langflestir fundir fram í gegnum fjarfundabúnað.

Stjórn Þór Þorsteinsson, formaður Otti Rafn Sigmarsson, varaformaður Þorsteinn Þorkelsson, gjaldkeri Auður Yngvadóttir, ritari Gísli Vigfús Sigurðsson Hallgrímur Óli Guðmundsson Valur S. Valgeirsson Borghildur Fjóla Kristinsdóttir Hildur Sigfúsdóttir Skýrsla stjórnar | 7


Ofanflóð, óvissustig almannavarna og heimsfaraldur Náttúruöflin minntu svo sannarlega á sig á árinu 2020. Árið hófst með tveimur snjóflóðum sem fóru yfir leiðigarðana á Flateyri og grönduðu m.a. bátum í höfninni. Í lok janúar var lýst yfir óvissustigi almannavarna í Grindavík vegna jarðhræringa og landriss vestan Þorbjarnar. Árinu lauk svo með aurskriðum á Seyðisfirði sem skemmdu á annan tug húsa og á annað hundrað íbúar þurftu að rýma hús sín. Það reyndi mikið á björgunarsveitir og slysavarnadeildir í þessum bæjarfélögum en sýndi sig sem áður hverju ómetanleg samstaða félaga alls staðar af landinu skilar í aðgerðum af slíkri stærðargráðu. Í lok janúar var lýst yfir óvissustigi vegna covid-19 heimsfaraldurs og fáum vikum síðar var faraldurinn kominn til Íslands. Þetta kostaði gjörbreytt verklag í öllu starfi félagsins og einingum þess, vegna sóttvarna og samkomutakmarkana sem ríktu allt árið.

8 | Árbók 2021


Nýjar áskoranir og fjarfundir Sóttvarnir og samkomutakmarkanir settu allt félags- og björgunarstarf í mjög þröngar skorður. Aðgangur að húsum eininga um allt land var mjög takmarkaður. Á skrifstofu félagsins í Skógarhlíð var starfsfólki félagsins gert að vinna heiman frá sér stóran hluta ársins og félagsstarf fluttist að mestu á rafrænt form. Stjórn og nefndir funduðu reglulega í fjarfundum, sem og vinnuhópar sem settir voru á laggirnar, m.a. um stefnumótun félagsins og endurskoðun umhverfisstefnu og jafnréttisstefnu. Um vorið var hringt út í formenn allra eininga til að taka stöðuna á starfinu í covid-ástandi. Um haustið var svo farið í rafrænan erindrekstur þar sem haldnir voru 17 fjarfundir þar sem stjórnum eininga var boðin þátttaka. Alls tóku stjórnarmenn úr 41 einingu þátt í fundunum. Björgunarskólinn aðlagaði sig breyttum aðstæðum og hélt fjölda fjarnámskeiða, regluleg fræðslukvöld í streymi og ný eða uppfærð netnámskeið litu dagsins ljós. Um haustið hóf svo tímaritið Björgun aftur göngu sína en blaðið var gefið út í rafrænu formi tvisvar á árinu. Landsbjargarvarpið, fyrsti hlaðvarpsþáttur félagsins fór í loftið í nóvember og hefur komið reglulega síðan.

Skýrsla stjórnar | 9


Formannafundur Formannafundur var haldinn í fjarfundi og var honum streymt frá húsnæði Hjálparsveitar skáta Reykjavík. Stjórn tók þá ákvörðun að fundurinn væri opinn öllu félagsfólki en ekki einungis formönnum félagseininga eins og heiti fundarins gerir ráð fyrir. Björgun 2020 Vegna sóttvarnarreglna og samkomutakmarkana yfirvalda í heimsfaraldri var ráðstefnan blásin af. Ráðstefnan átti að fara fram dagana 16.-18. október í Hörpu. Fulltrúaráðsfundur Fulltrúaráðsfundur var haldinn í gegnum fjarfund í fyrsta skipti og var hann sendur út frá anddyri Björgunarmiðstöðvarinnar. Á fundinum höfðu 79 félagseiningar atkvæðarétt og voru um 100 manns skráðir á hann. Einnig var fundinum streymt svo allir félagar gátu fylgst með honum. Endurnýjun björgunarskipa Ríkisstjórnin samþykkti á árinu áframhaldandi samstarf ríkisins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar um kaup á þremur nýjum björgunarskipum. Gert er ráð fyrir 150 milljóna króna árlegri fjárveitingu úr ríkissjóði í þrjú ár með fyrirvara um breytingar og samþykki Alþingis. Samhliða verður gert samkomulag við félagið um fjármögnun og viðhald björgunarskipanna til lengri tíma. Þetta stóra verkefni hófst því formlega á árinu 2020 og verða í það minnsta kominn þrjú ný skip fyrir árslok 2023 þaðan sem síðan verður hægt að endurmeta stöðuna. 10 | Árbók 2021


Samningar/aðalstyrktaraðilar Aðalstyrktaraðilar félagsins hafa verið fimm, en á árinu óskaði Landsbankinn eftir endurskoðun á samningi og Icelandair Group átti afar erfitt rekstrarlega þar sem landamæri voru nánast lokuð um allan heim og flug í algjöru lágmarki. Þó hafa hvorugt þessara fyrirtækja yfirgefið okkur og samningar um framhald standa yfir. Sjóvá, Olís og Vodafone standa enn þétt við bak félagsins og á haustdögum hafa staðið yfir samningaviðræður við Mjólkursamsöluna sem lofa góðu. Erlend samskipti og ráðstefnur Í febrúar, rétt áður en heimfaraldur skall á, var haldið heimsþing samgönguráðherra um umferðaröryggi í Stokkhólmi. Samhliða því var haldið heimsþing unga fólksins um umferðaröryggi undir yfirskriftinni „Hingað og ekki lengra“ (Enough is enough). Fjögur íslensk ungmenni sátu ráðstefnuna, öll félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Í framhaldi voru allar fyrirhugaðar ferðir á ráðstefnur og námskeið felldar niður og samskipti við erlenda samstarfsaðila fóru fram í fjarfundum og streymi það sem eftir lifði ársins.

Skýrsla stjórnar | 11



Fjáröflunarverkefni

Íslandsspil Slysavarnafélagið Landsbjörg er einn þriggja eigenda Íslandsspila, sem starfrækir söfnunarkassa, og er hlutur félagsins 26,5% en aðrir eigendur eru Rauði krossinn á Íslandi og SÁÁ. Öllum söfnunarkössum Íslandsspila var lokað 20. mars vegna covid-19 og voru þeir lokaðir meira og minna allt árið.

Bakverðir Bakverðir félagsins eru ómetanlegur stuðningur við starfið og á árinu 2020 bættust 6.837 Bakverðir í þann hóp sem fyrir var. Neyðarkall Sölu Neyðarkallsins var frestað fram til fyrstu helgar í febrúar 2021 vegna sóttvarnareglna og fjöldatakmarkana sem voru í gildi í byrjun nóvember.

Skýrsla stjórnar | 13


Flugeldar Flugeldasalan gekk framar vonum í samkomutakmörkunum og var aukning í sölu frá síðasta ári hjá flestum einingum. Engar ábendingar bárust um slys af völdum flugelda og tilkynningar um galla á vöru voru mjög fáar.

Skjótum rótum Sala á Rótarskotum verkefnisins Skjótum rótum í samstarfi félagsins og Skógræktarfélags Íslands dróst enn saman og nokkuð ljóst að endurskoða þarf verkefnið. 14 | Árbók 2021


Slysavarnir Leitað var nýrra leiða og unnið eftir aðstæðum og sóttvarnareglum á hverjum tíma og má segja að skilaboð félagsins í slysavörnum hafi verið sterkari við þessar skrítnu aðstæður en oft áður. Skilaboð félagsins voru mjög sýnileg á samfélagsmiðlum og með góðu samstarfi við styrktaraðila og opinbera aðila og aðlögun félaga tókst 111 einingum að vinna nokkur frábær verkefni. Skýrsla stjórnar | 15


Ársreikningur 2020 - útdráttur


Útdráttur úr ársreikningi 2020 Rekstrarreikningur Tekjur Sala á vörum og þjónustu ........................................................... Íslandsspil ............................................................................... Samningsbundnar tekjur, ráðuneyti .............................................. Ýmsar fjáraflanir ........................................................................ Aðrar tekjur ..............................................................................

546.457.578 83.057.625 323.800.004 572.190.868 151.081.053 1.676.587.128

Gjöld Vörunotkun ............................................................................... Veittir styrkir ............................................................................. Aðkeypt þjónusta til endursölu .................................................... Laun og launatengd gjöld ............................................................ Félagslegur kostnaður, nefndir og starfsmenn ............................... Kostnaður vegna upplýsingatækni og fjarskipta .............................. Húsnæðiskostnaður ................................................................... Annar rekstrarkostnaður ............................................................. Afskriftir ..................................................................................

388.106.795 370.098.416 36.699.348 401.695.978 22.623.576 67.535.148 39.438.207 267.504.322 26.643.188 1.620.344.978

Rekstrarniðurstaða fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld ............... Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld Fjármunatekjur .......................................................................... Fjármagnsgjöld .........................................................................

56.242.150

(

27.757.619 20.486.906 ) 7.270.713

Tekjur umfram gjöld ..................................................................................................................... 63.512.863

Efnahagsreikningur Eignir Fasteignir ................................................................................. Björgunarskip ........................................................................... Bifreiðar ................................................................................... Innréttingar, áhöld og tæki .......................................................... Vörubirgðir ................................................................................ Kröfur á félagseiningar ............................................................... Aðrar viðskiptakröfur ................................................................. Aðrar skammtímakröfur ............................................................. Verðbréf ................................................................................... Handbært fé ............................................................................. Eignir samtals

71.142.121 45.521.305 11.550.941 46.910.335 94.537.243 262.954.311 66.093.038 2.963.932 248.125.973 426.442.291 1.276.241.490

Eigið fé og skuldir Varasjóður ................................................................................ Fjárfestingasjóður björgunarskipa ................................................. Sérsjóður ................................................................................. Óráðstafað eigið fé .................................................................... Skuldir við félagseiningar ........................................................... Viðskiptaskuldir ......................................................................... Aðrar skammtímaskuldir ............................................................ Eigið fé og skuldir samtals

248.000.000 100.043.429 9.645.558 462.624.269 241.646.469 52.764.901 161.516.864 1.276.241.490

Ársreikningar | 17


Björgunar skólinn 2020

18 | Árbók 2021


268 námskeið 2020

736 manns sóttu fjarnám 2020

3.516 nemendur sóttu námskeið árið 2020

Árið 2020 var sérstakt ár hjá Björgunarskólanum þar sem hugsa þurfti í lausnum hvað varðar kennslu og útfærslu námskeiða en allt gekk þetta að mestu leyti upp þrátt fyrir heimsfaraldur og eitthvað lærðum við nú vonandi af þessu öllu. Þar má sérstaklega nefna hvernig við nýttum okkur tæknina hvað varðar fjarkennslu og fjarfundi en skólinn mun halda áfram að notfæra sér þá tækni og vonandi í auknum mæli í blöndun við fjarnám og staðkennslu. Björgunarskólinn er fyrir alla félagsmenn og með þessari tækni veitum við fleiri félagsmönnum betra aðgengi að skólanum og námskeiðum hans. Starfsmenn Björgunarskólans á árinu 2020 Tveir fastir starfsmenn voru hjá skólanum árið 2020. Ásamt starfsmanni í þjónustuveri Skógarhlíðar sem aðstoðar skólann og tekur þungann af úthringingum og áminningum vegna námskeiða á dagskrá. Starfsmenn skólans á árinu 2020: Arna Björg Arnarsdóttir, skólastjóri Sævar Logi Ólafsson, sviðsstjóri Guðbjörg Ólafía Gísladóttir, þjónustuver Björgunarskólinn | 19


Skólaráð Skólaráð skipa sjö einstaklingar ásamt skólastjóra Björgunarskólans sem er starfsmaður nefndarinnar. Hallgrímur Óli Guðmundsson, formaður nefndar Auður Yngvadóttir Einar Ólason Erla Rún Guðmundsdóttir Heiða Jónsdóttir Inga Birna Pálsdóttir Margrét L. Laxdal Yfirleiðbeinendur Svið skólans voru fimmtán og voru þrettán þeirra skipuð fjórtán yfirleiðbeinendum. Árið 2020 voru ekki yfirleiðbeinendur í bílamálum og slysavarnamálum. Breytingar voru gerðar á sviðum skólans í samvinnu við skólaráð og yfirleiðbeinendur seinni hluta ársins 2020 og munu sviðin verða fjórtán árið 2021 þar sem ný svið koma inn, einhver detta út og önnur verða áfram. Einnig mun heiti yfirleiðbeinanda breytast yfir í sviðsstjóra árið 2021. Yfirleiðbeinendur Björgunarskólans árið 2020: 20 | Árbók 2021


Aðgerðarmál Ferðamennska og rötun Fjallabjörgun

Fjallamennska

Dagbjartur Kr. Brynjarsson Sara Ómarsdóttir Gunnar Agnar Vilhjálmsson Freyr Ingi Björnsson

Ágúst Þór Gunnlaugsson Fjarskipti

Daníel Eyþór Gunnlaugsson

Fyrsta hjálp

Ármann Höskuldsson

Köfun

Guðjón S. Guðjónsson

Leitartækni

Einar Eysteinsson

Rústabjörgun

Magnús Örn Hákonarson

Sjóbjörgun

Ólafur Geir Sigurjónsson

Örn Smárason Snjóflóð

Anton Berg Carrasco

Straumvatnsbjörgun

Halldór Vagn Hreinsson

Vélsleðar

Gísli Páll Hannesson

Námskeiðssókn Starfsemi Björgunarskólans gekk ágætlega á árinu 2020 miða við ástandið í samfélaginu út af heimsfaraldri en áfram var lögð áhersla á að einingar félagsins óskuðu sjálfar eftir námskeiðum til sín. En skólinn kallar eftir námskeiðum sem einingar vilja sjá hjá sér eða á sínu svæði sem fara inn á dagskrá skólans ásamt sérhæfðum námkseiðum eins og fagnámskeiðum, endurmenntunarnámskeiðum og leiðbeinendanámskeiðum. Töluvert færri námskeið voru haldin á árinu 2020 en vegna covid19 þurfti að fella niður 94 námskeið á árinu. Í heild voru námskeiðin 268 og 3.516 nemendur sem sótt þau. Af þeim 268 námskeiðum sem skólinn hélt árið 2020 var fjórðungur námskeiða sem haldinn var innan eininga. Tæp 10% námskeiða voru haldin sérstaklega fyrir fyrirtæki og stofnanir utan félagsins og um 10% nemenda sem sóttu þau námskeið. Af þeim nemendum sem sóttu námskeiðin sóttu 736 nemendur 34 fjarkennslunámskeið en það er rúmlega þriðjungur félagsmanna og er þetta töluverð fjölgun frá því árið á undan. Þeir 736 nemendur sem sóttu námkeið í fjarkennslu eru eingöngu þeir nemendur sem tóku námkeið á vegum skólans, inni í þessari tölu eru ekki þeir nemendur sem tóku fjarkennslunámskeið á vegum sinnar einingar á innansveitanámskeiðum. En við vitum að talsvert var um að námskeið innan eininga voru haldin í fjarkennslu að hluta eða öllu leyti. Björgunarskólinn | 21


Það gekk vel að halda fjarkennslunámskeiðin enda auðveldari leið fyrir einingar á landsbyggðinni að nálgast námskeið á vegum skólans þegar boðið er upp á þess háttar kennslu og nemendahópurinn kemur þá oftar en ekki af fleiri svæðum. Fjöldinn af þeim námskeiðum sem skólinn bauð upp á var fjölbreyttari en árið á undan en mikil ánægja hefur verið með þess háttar kennslu. Skólinn mun halda áfram að bjóða upp á fjarkennslunámskeið og einingar geta áfram óskað eftir námskeiðum í fjarkennslu en kvöldnámskeið sem eru 3-4 tímar að lengd eru einkar heppileg í þess konar kennslu. Námskeið í fjarkennslu sem skólinn hélt árið 2020: Aðgerðagrunnur

Óveður og björgun verðmæta

Ferðamennska

Rústabjörgun 1 - grunnnámskeið

Fjarskipti 1

Sálræn hjálp

Forgangsakstur

Slysavarnadeildir í verkefnum

Fundir til árangurs 1

Slöngubátur 1

Hálendisvaktin

Tetrafjarskipti

Hópslys

22 | Árbók 2021


Uppfærsla á námskeiðum hófst hjá skólanum árið 2020 og komst sú vinna vel af stað eftir að félagið réði til sín fagmenntaðan kvikmyndatökumann. Sá einstaklingur hefur verið stoð og stytta innan skólans ásamt fleirum sem gerði okkur kleift að koma þremur nýjum útgáfu af námskeiðum inn á fjarnámsvef skólans seinnipart ársins. En 184 nemendur luku þessum þremur námskeiðum í nýrri útgáfu. Þetta eru námskeiðin: Aðgerðagrunnur Björgunarmaður í aðgerðum Öryggi við sjó og vötn Endurskoðun á námsefni skólans í heild og uppfærsla og endurnýjun á upptökum er komin af stað og mun skólinn halda þeirri vinnu og vegferð áfram næstu árin. En mikilvægt er að félagsmenn hafi greiðan aðgang og að allt námsefni sem kemur frá skólanum sé boðlegt félagsfólkinu okkar og öðrum og standist nútíma kröfur. Það er gaman að sjá að af fimm mest sóttu námskeiðum hjá skólanum 2020 eru þrjú námskeið sem félagsmenn eru að taka í gegnum fjarnám og fjarkennslu. En á næstu árum mun uppfærsla á fleiri námskeiðum koma inn á fjarnámsvef skólans og efni til kennslu Björgunarskólinn | 23


uppfært en öll þessi vinna helst í hendur.

Skráningarkerfi - ný heimasíða Í þó nokkurn tíma hefur vinna við uppfærslu á nýjum skráningarvef fyrir skólann verið í gangi og seinnipart árs 2020 fór nýi vefurinn okkar í loftið og eru útlitsbreytingar og notkun á vefnum töluverðar. Nýi vefurinn er einkar notendavænn og ætti að auðvelda félagsmönnum aðgengi að skólanum. Skráningarkerfið heldur utan um þau námskeið sem notendur hafa lokið og eru skráðir á auk þess sem notendur skrá sig á námskeið í gegnum það kerfi. 24 | Árbók 2021


Fræðslukvöld Björgunarskólans Í byrjun árs 2020 var farið af stað með hugmynd að koma á fræðslukvöldum hjá skólanum og eftir að fyrsta covid19 bylgjan skall á var nokkuð ljóst að þetta væri góð leið til að koma út fræðslu til félagsmanna í streymi. Fyrsta kvöldið var um fjallaferðir og var opið öllum, þá líka ætlað ferðaþjónustu og almenningi í beinu streymi. Efnið var tvískipt og var sjónum annars vegar beint að almennum fjallgöngum og hins vegar að fjallaskíðun. Áhorfendum gafst kostur á að spyrja spurninga um efnið sem reyndist vel og kom skemmtilega út. Næsta fræðslukvöld skólans var svo í nóvember en þar var fjallað um óveður. Þar fór yfirleiðbeinandi skólans í rústabjörgun almennt yfir óveðursverkefni ásamt því sem nokkrir félagsmenn víða um land fóru yfir reynslu sína af óveðrunum veturinn 2019-2020 og deildu með áhorfendum hvaða lærdóm má draga af þeim aðgerðum, hvað tókst vel og hvað mætti betur fara. Fræðslukvöld skólans eru komin til að vera og verður gaman að sjá hvernig þau munu þróast áfram. Björgunarskólinn | 25


26 | Árbók 2021


Slysavarnir sjómanna Slysavarnaskóli sjómanna | 27


Árið 2020 hófst á ósköp venjubundinn hátt en eins og alþjóð veit leið ekki á löngu þar til blikur voru á lofti um að nú færi þjóðin inn í algjörlega nýja tíma. Tímar sem höfðu áhrif á alla þjóðina og heimsbyggðina. Þegar ljóst var að skollinn var á heimsfaraldur fór allt líf úr venjubundnum skorðum og var starfsemi Slysavarnaskólans þar engin undantekning. Engu að síður var unnt að halda úti námskeiðum á árinu en þó með verulega breyttu sniði. Á árinu voru haldin 139 námskeið sem 1.743 nemendur sóttu sem er rúmlega 9% fækkun nemenda milli ára. Námskeiðum fækkaði um 10 milli ára og samanlagðir námskeiðsdagar voru 357 sem er tæplega 3% fækkun. Námskeiðin sem skólinn hélt á árinu má sjá í meðfylgjandi töflu:

Námskeið

2020

2019

Nemendur Námskeið Dagar

Nemendur Námskeið Dagar

Öryggisfr. STCW A-VI/1-1, 1-2, 1-3 & 1-4

289

22

110

351

22

110

Endurmenntun öryggisfr. STCW A-VI/1

594

34

68

744

46

92

Endurm. öryggisfr. STCW A-VI/1 fjarn.

126

12

24

Framhaldsnámsk. eldvarna STCW A-VI/3

32

5

20

58

7

28

Líf- og léttbátar utan hrað STCW A-VI/2-1

34

6

12

68

7

14

Hraðskreiðir léttbátar STCW A-VI/2-2

12

3

9

5

1

3

Endurm. STCW A-VI/1, A-VI/2-1, A-VI/3

133

9

27

122

7

21

Framhaldsskyndihjálp STCW A-VI/4-1

51

4

12

7

1

3

Sjúkrahjálp skip STCW A-VI/4-1 og 4-2

57

4

16

84

7

28 14

Hóp- og neyðarstjórnun STCW A-V/2

39

4

8

139

7

Hóp- og neyðarstjórnun STCW A-V/2 EM

68

4

4

57

5

5

Mannauðsstj. skipa (BRM/ERM) STCW

30

5

15

37

6

18

31

4

4

Verndarskylda STCW A-VI/6-1 og 6-2

34

2

2

Verndarfulltrúi skips

10

1

2 3

Verndarfulltrúi útgerða

3

1

Verndarfulltrúi hafnaraðstöðu

26

2

6

Öryggisfræðsla smábáta

57

4

4

46

5

5

Endurmenntun öryggisfræðslu smábáta

73

4

2

76

4

2

Skyndihjálp fyrir smábáta

15

2

2

Slöngufarþegabátar undir 6m 19 2 2 Sérnámskeið 5

17

4

4

Wet drill æfing flugliða

Öryggisfræðsla með OM flugrekanda

1

1

1

Sérnámskeið fyrirtækja

72

9

9

Samtals

28 | Árbók 2021

21 39

5 6

6

1.743 139 357 1.934 145 363


Frá stofnun Slysavarnaskóla sjómanna til ársloka 2020 hafa verið haldin 3.577 námskeið sem 58.603 manns hafa sótt. Árið markaði 35 ára sögu Slysavarnaskóla sjómanna en þann 29. maí 1985 lauk fyrsta námskeiði skólans og var sá dagur valinn sem stofndagur skólans. Ekki var unnt að bjóða til veisluhalda vegna sóttvarnatakmarkana en nemendum sem voru á námskeiði þennan dag ásamt starfsmönnum var boðið upp á afmælistertu í tilefni dagsins. Erfitt er að bera saman árin 2019 og 2020 enda var starfsemi skólans í margt frábrugðin venjubundnu skólastarfi. Þann 13. mars stöðvaðist starfsemi Slysavarnaskóla sjómanna í kjölfar sóttvarnareglna vegna covid-19. Í fyrstu var starfsmönnum skipt í tvo hópa og voru til skiptis um borð í Sæbjörgu við vinnu. Þegar ástandið fór versnandi var skólanum alfarið lokað og starfsmenn unnu heiman frá. Kennarar skólans hófu gerð fjarnámsefnis og samtímis var gengið til samninga við fyrirtækið LearnCove um notkun á samnefndum fjarkennslubúnaði. Þegar samkomutakmörkunum var aflétt í byrjun maí var farið að bjóða upp á fjarnám á endurmenntunarnámskeiðum skólans samhliða venjulegu námskeiðahaldi. Með fjarnáminu tóku nemendur allan bóklega hluta námskeiðsins á netinu og gengust að því loknu Slysavarnaskóli sjómanna | 29


undir próf áður en þeir mættu til verklegra æfinga um borð í skólaskipið Sæbjörgu. Varð þetta til þess að unnt var að bregðast við þeim uppsafnaða fjölda sjómanna sem höfðu misst af námskeiði meðan skólinn var lokaður sem og að nemendur utan af landi gátu stytt verutíma sinn í höfuðborginni. Á þessu tímabili voru felld niður 16 námskeið sem samtals 245 nemendur voru skráðir á. Eftir að þriðja bylgja faraldursins hófst þann 6. október var allri verklegri kennslu hætt þar sem settar voru bæði fjölda- og fjarlægðartakmarkanir sem gerðu ómögulegt að halda út þessari kennslu. Frá þeim tíma voru öll námskeið skólans kennd með fjarfundabúnaði. Alls höfðu 314 nemendur tekið endurmenntunarnámskeið og lokið prófi frá því lokunin hófst á haustdögum en um 50 manns áttu eftir að ljúka prófum úr þeim hópi um áramót. Námskeiðshald utan Reykjavíkur varð ekki svipur hjá sjón miðað við fyrri ár. Einungis var haldið námskeið á Akureyri í hóp- og neyðarstjórnun en önnur áformuð námskeið á landsbyggðinni voru felld niður vegna sóttvarnareglna. Hins vegar gátu allir þeir sem sóttu fjarnámskeið skólans tekið þau í sinni heimabyggð en þurfa að sækja verklega hluta námskeiðs þegar sóttvarnareglum hefur verið aflétt að fullu. Ekki var unnt að taka þátt í fyrirhuguðum heimsóknum kennara skólans til tveggja erlendra skóla í tengslum við Erasmus+ starfsmenntaáætlunina eins og áætlanir gerðu ráð fyrir. Þeir skólar voru í Bretlandi og Hollandi en bæði þessi lönd höfðu þá lokast sem og að flug til og frá landinu hafði að mestu lagst af. Ákveðið var að fara fram á ársframlengingu á verkefninu sem átti að ljúka í maí 2021 og fékkst samþykki fyrir því. Það er von okkar að mögulegt verði að ljúka þessu verkefni í tíma. 30 | Árbók 2021


Slysavarnaskóli sjómanna | 31



139

58.603 nemendur frá upphafi

námskeið árið 2020

1.743 nemendur árið 2020

Allri dagskrá Sjómannadagsins í Reykjavík var aflýst en engu að síður völdu starfsmenn skólans þá áhöfn sem skyldi veittur Sjómannabikar Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Að þessu sinni var það áhöfnin á Þórunni Sveinsdóttur frá Vestmannaeyjum sem valin var og við hátíðahöld í Vestmannaeyjum afhenti Arnþór Arnþórsson, formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja, fyrir hönd Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Gylfa Sigurjónssyni skipstjóra og áhöfninni bikarinn. Var þetta í 16. sinn sem farandbikarinn er afhentur og óskum við skipstjóra og áhöfn til hamingju með góðan árangur í öryggismálum og sameiginlegri þátttöku í námskeiði skólans. Í júlí varð gert samkomulag milli Slysavarnaskóla sjómanna, Samgöngustofu og Tækniskólans um að þrjú námskeið er snúa að vernd skipa, útgerða og hafnaraðstöðu flyttust til Slysavarnaskólans. Námskeið þessi eru hluti af alþjóðakröfu um siglingavernd, svokallaðra ISPS krafna, og lúta að aðstöðu þar sem skip í millilandasiglingum hafa viðkomu sem og áhöfnum þeirra skipa er hlut eiga að máli. Fyrsta námskeiðið, Verndarfulltrúi skipa (SSO) fór fram í lok október og fylgdu námskeiðin Verndarfulltrúi útgerða (CSO) og hafnaraðstöðu (PFSO) strax í kjölfarið. Í þjónustusamningi Slysavarnafélagsins við samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytið um rekstur Slysavarnaskóla sjómanna eru siglingaverndarnámskeið meðtalin í þeim verkefnum sem skólanum er ætlað að sinna. Lítið gekk í að koma upp nýju æfingasvæði til slökkvistarfa við slökkvistöðina í Skútahrauni í Hafnarfirði. Öll tilskilin leyfi hafa fengist en heimsfaraldurinn kom í veg fyrir frekari framkvæmdir en von er til þess að hefjast handa á ný á vormánuðum 2021. Eru miklar vonir bundnar við að uppbyggingaverkefninu ljúki á því ári. Slysavarnaskóli sjómanna | 33


Lokið var við gerð stuttra öryggismyndbanda fyrir samgöngu- og sveitastjórnarráðuneyti, Siglingaráð og Samgöngustofu af hálfu sjónvarpstöðvarinnar N4. Tveir starfsmenn skólans fóru yfir lokafrágang myndbandanna með framleiðanda og voru þau frumsýnd í marsmánuði. Hafa þau verið notuð við kennslu í Slysavarnaskólanum síðan. Samhliða frumsýningu var N4 með umfjöllun um öryggismál sjómanna. Til stóð að haldin yrði öryggismálaráðstefna á vegum samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytis, Siglingaráðs og Samgöngustofu í tengslum við Alþjóða siglingadaginn í september þar sem þema dagsins var: „Sjálfbærar siglingar í sjálfbærri framtíð.“ Ráðstefnunni var frestað um óákveðinn tíma. Um miðjan febrúar fékk Grönlands Maritime Centre kennslustofu og aðstöðu til leigu í Slysavarnaskóla sjómanna til námskeiðahalds. Var verið að halda grunnnámskeið fyrir sjómenn frá austurströnd Grænlands en hópurinn, sem taldi 13 nemendur, var hér á landi í tæpar þrjár vikur á ýmsum námskeiðum. Tveir grænlenskir kennarar önnuðust kennsluna, sem fram fór á grænlensku en einnig aðstoðuðu okkar kennarar þá eftir þörfum. Að lokum var þeim boðið að taka þátt í sameiginlegri þyrluæfingu Slysavarnaskólans og Landhelgisgæslunnar þar sem alls 25 nemendur beggja skólanna voru hífðir upp í þyrlu LHG. Þá var haldið eitt grunnnámskeið fyrir Pólverja sem reyndar var haldið á íslensku en með aðstoð túlks. 34 | Árbók 2021


1

34

banaslys sjómanna

1973

banaslys sjómanna

2015

0

banaslys sjómanna

2017-20

Eins og verið hafði á undanförnum árum fékk skólinn fjöldann allan af heimsóknum frá aðilum sem vildu kynna sér starfsemi skólans, en slíkar heimsóknir lögðust alfarið niður á árinu. Þá var gert hlé á heimsóknum starfsmanna skólans ásamt fulltrúa tryggingafélagsins VÍS í skip, sem það tryggir, til að efla öryggismenningu að einni heimsókn undanskilinni þegar farið var um borð í Pál Jónsson sem þá var nýkominn til landsins. Skömmu síðar fóru svo starfsmenn skólans aftur um borð í skipið þar sem áhöfnin var aðstoðuð í að skipuleggja og halda æfingar.

Slysavarnaskóli sjómanna | 35


Þrátt fyrir erfiðleika í þjóðfélaginu samhliða heimsfaraldrinum bárust skólanum góðar gjafir. Þar skal fyrst nefna gjöf sem skólanum barst fyrir tilstilli Tækniskólans en verið var að gera upp Styrktarsjóð nemenda Stýrimannaskólans í Reykjavík og var ákveðið af sjóðsstjórn að færa Slysavarnaskóla sjómanna fjármagn það sem sjóðurinn átti. Ákvæði var í lögum sjóðsins að við slit hans ætti að ráðstafa eignum hans í þágu sjómanna og fjölskyldna þeirra og var það mat sjóðsstjórnar að það ákvæði væri best uppfyllt með þessum hætti. Strax og þetta varð ljóst var hafist handa við að reisa á æfingaþilfari nýja kennslustofu til að hýsa þrjá herma fyrir stjórnun á líf- og léttbátum sem notaðir verða í framtíðinni við þjálfun sjómanna. Fyrsti hermirinn barst á haustmánuðum en verkinu verður ekki að fullu lokið fyrr en á vordögum 2021 vegna ferðatakmarkana söluaðila búnaðarins. Landsstjarnan gaf skólanum Ruth Lee æfingabrúðu og var þetta þriðja brúðan sem fyrirtækið færði skólanum að gjöf. Faxaflóahafnir hafa stutt starfsemi skólans dyggilega með niðurfellingu hafnargjalda fyrir skólaskipið og hefur sá styrkur verið veittur allt frá því að skólinn eignaðist skólaskip árið 1986. Þá færðu þeir skólanum að gjöf björgunarbúninga og björgunarvesti til nota við æfingar skólans. Sem og áður fyrr bárust skólanum gjafir frá skipum sem aðallega voru gúmmíbjörgunarbátar og annar búnaður sem endurnýja þurfti en hægt var að nota áfram til æfinga. Minni-Borg í Grímsnesi færði skólanum þvottavél að gjöf til að nota við þvott á reykköfunargrímum. Er öllum þessum aðilum færðar hinar bestu þakkir fyrir þann stuðning og hlýhug sem þeir sýndu skólanum. 36 | Árbók 2021


Einn fundur var haldinn í skólanefnd Slysavarnaskóla sjómanna en í henni sitja Gunnar Tómasson formaður (SL), Jón Svanberg Hjartarson (SL), Lilja Sigurðardóttir (SL), Valmundur Valmundsson (SSÍ) og Árni Bjarnason (FS). Í árslok voru 11 starfsmenn í fullu starfi við skólann en þeir eru: Hilmar Snorrason skólastjóri, Bogi Þorsteinsson aðstoðarskólastjóri, Bjarni Þorbergsson kennari, Steinunn Einarsdóttir kennari, Jón Snæbjörnsson leiðbeinandi, Georg Arnar Þorsteinsson leiðbeinandi, Pétur Ingjaldsson yfirvélstjóri, Ingimundur Valgeirsson gæða- og verkefnastjóri, Sigríður Tómasdóttir skrifstofumaður og Vidas Kenzgaila við ræstingu. Þráinn E. Skúlason aðstoðarskólastjóri lauk störfum eftir 25 ára farsælan starfsferil við skólann. Er honum þökkuð góð störf við fræðslu til sjómanna sem og annarra nemenda skólans. Óskum við honum velfarnaðar á nýjum vettvangi. Auk fastra starfsmanna annaðist Stefán Smári Skúlason öryggisköfun á þyrluæfingum skólans auk þess sem læknar og hjúkrunarfólk frá LHS önnuðust kennslu á námskeiðum í Sjúkrahjálp um borð í skipum og starfsmenn LHG fluggæslu sáu um kennslu í þyrlubjörgun við skólann. Slysavarnaskóli sjómanna | 37


Málefni sjóbjörgunar 2020

38 | Árbók 2021


Málefni sjóbjörgunar | 39



Árið 2020 verður minnisstætt í langan tíma fyrir margra hluta sakir, heimsfaraldur covid-19 markar stórt og mikið spor í minni okkar allra og hafði það ekki síður áhrif á starf sjóbjörgunar heldur en annað á árinu. Þrátt fyrir „kófið“ þá voru allmargir merkilegir atburðir í starfi sjóbjörgunar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og reynt verður að tíunda þá hér. Árið byrjaði á nokkuð óvenjulegu verkefni fyrir eitt af björgunarskipum félagsins. Elsta Arun Class skip félagsins hafið lokið sínu hlutverki sumarið 2019 og var búið að vera í sölu í nokkurn tíma og legið verkefnalaust í höfn á Rifi. Í janúar féllu síðan snjóflóð á nokkrum stöðum á norðanverðum Vestfjörðum, þar á meðal féllu flóð sem náðu í byggð bæði á Flateyri og á Suðureyri, vissulega höfðu þessi flóð mismikil áhrif á þessi tvö byggðarlög og sínu meiri á Flateyri. Þegar eitthvað af rykinu var sest á Flateyri áttuðu menn sig á því að ljóst væri að tjónið sem hafði orðið á hafnarsvæðinu þar gerði það að verkum að ekki voru lengur neinir bátar á svæðinu sem gátu brugðist við í neyð og siglt með fólk og búnað inn að Holtsbryggju eins og íbúar höfðu treyst á. Fljótt kom upp sú hugmynd að staðsetja björgunarskipið Björg (eldri) á Flateyri tímabundið til þess að tryggja þessa neyðarþjónustu fyrir heimamenn. Heimamenn á Rifi brugðust við þessu og gerðu á mettíma skipið klárt til þjónustu fyrir vestan. Var skipið haft þar fram á sumar en fljótlega eftir sjómannadag var það síðan selt einkaaðila á Akranesi og lauk þar með sautján ára þjónustu þess fyrir félagið. Áfram verður þörf á að leysa þetta brýna verkefni fyrir Flateyringa og standa vonir til þess að komið verði á varanlegri lausn á þessu málefni í það minnsta á meðan höfnin er óvarin fyrir svo válegum atburðum eins og urðu í janúar 2020. Framkvæmdastjórn björgunarbátasjóða og Faghópur um sjóbjörgun funduðu samanlagt þrettán sinnum á árinu 2020. Málefnin eru fjölbreytt sem áður, ný björgunarskip, merkingarmál sjófara, námskeiðsmál, réttindamál og svo margt fleira. Covid setti auðvitað sinn svip á þetta starf sem færðist nánast að öllu leyti í fjarfundi og auðvitað sem annað tafðist nokkuð að vinna áfram að einhverjum málum á meðan menn lærðu að vinna með heimsfaraldri. Góður taktur komst þó í hlutina seinni hluta árs. Fresta varð Landsæfingu á sjó sem halda átti 2020 en vonir standa þó til að mögulegt verði að halda hann einhvern tímann á árinu 2021. Endurnýjun sjóbjörgunartækja varð á árinu 2020 í ýmsu formi, einingar endurnýja slöngu-

Málefni sjóbjörgunar | 41


báta, pantaðir voru harðbotna bátar og Rescu Runnerar á nokkra staði. Björgunarsveitin Ársæll tók síðan ákvörðun um að láta smíða fyrir sig Rafnar 1100 sem hlaut nafnið Sjöfn og var formlega afhentur á árinu. Ekki varð nein á skipastóli björgunarskipa á árinu 2020 fyrir utan söluna sem nefnd er hér að ofan. Viðbúið er þó að á árinu 2021 verði í það minnsta eitt skip selt og endurnýjað fyrir notað skip erlendis frá. Í nýsmíðamálum hafa orðið nokkrar sveiflur. Í lok febrúar voru klárar tillögur sem leggja átti fyrir forsætisráðherra um nýsmíðamál björgunarskipa. Tillögurnar snéru að allt að helmings fjárstuðningi við kaup á 13 nýjum björgunarskipum. Blikur voru þó á lofti með covid og var fyrsta smitið á Íslandi staðfest einungis nokkrum dögum eftir að tillögur þessar voru klárar. Fljótlega voru allir hlutir settir á ís og að mati undirritaðs var á tímabili allt eins líklegt að ekkert yrði af verkefni nýsmíða. Eftir því sem leið á árið tók þó við að vinna því brautargengi að ekki væri beðið lengur með þetta verkefni enda núverandi skipastóll farinn að öskra á að fá að komast á eftirlaun. Fengust með aðstoð forsætisráðherra um mitt ár staðfestingar á því að mögulegt yrði að fjármagna helming af endurnýjun þriggja skipa næstu þrjú árin og því lagt af stað um haustið í útboðsferli, enda fjármögnun ríkisins háð því að ferlið færi fram í útboði. Þetta stóra verkefni er því formlega hafið á árinu 2020 og verða í það minnsta komin þrjú ný skip fyrir árslok 2023 þaðan sem síðan verður hægt að endurmeta stöðuna. Það verður þó að segjast að allar líkur eru á áframhaldandi stuðningi ríkis umfram þessi þrjú skip en óráðlegt annað en að stíga varlega til jarðar á svona viðsjárverðum tímum. Heildarútköll á sjó á árinu 2020 eru nokkuð nærri meðallagi þó að ljóst sé að hluti þeirrar fjölgunar útkalla sem hefur átt sér stað vegna aukinnar ferðamennsku hurfu öll á einu bretti. Alvarleiki útkalla er þó áfram áhyggjuefni. F1 útköll ársins voru flest tengd smáskipum og óhöppum í rekstri þeirra. Betur má ef duga skal og standa vonir til að væntanlegar lagabreytingar taki á í það minnsta þeirri þróun að skipstjórar eru í síauknu mæli sofandi við stjórn skipa þegar þessir atburðir verða. Eitt útkall er þó sérstaklega minnisstætt þegar horft er um öxl yfir árið. Leitað var að skipverja sem féll útbyrðis af skipi við Vopnafjörð í maí. Leituðu einingar félagsins sleitulaust í rúma viku, einingar allt vestur á Rif fóru austur til að aðstoða við þessa leit til þess að ganga fjörur og sigla til leitar. Sjóbjörgun heldur áfram sem áður að vera mikilvægur þáttur í starfi Slysavarnafélagsins Landsbjargar og ljóst að sjálfboðaliðum félagsins er áfram umhugað að geta aðstoðað sjófarendur eins vel og hratt og mögulegt er við Íslandsstrendur.

42 | Árbók 2021


Málefni sjóbjörgunar | 43


Skipsskaðar 2020 | Strönd Francisca Þann 8. janúar 2020 slitnuðu landfestar flutningaskipsins Franciscu, sem er hollenskt, þar sem það lá við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn. Mikið óveður gekk þá yfir landið og rak skipið upp í grjótgarð milli Hvaleyrarbakka og Suðurbakka. Tókst að ná skipinu aftur að bryggju þremur tímum síðar með aðstoð tveggja dráttarbáta og urðu talsverðar skemmdir á því en enginn leki kom að því. Hrafn GK 111 Þann 10. janúar 2020 var Hrafn GK á leið úr höfn í Grindavík. Þegar skipið var komið út fyrir varnargarða hafnarinnar missti það ferð og færðist úr leið til vesturs með þeim afleiðingum að skipið tók niðri. Tókst að koma skipinu á frían sjó og því siglt til Njarðvíkur þar sem það var tekið í slipp. Talsverðar skemmdir urðu á skipinu. Ópal Þann 6. febrúar 2020 strandaði skoðunarskipið Ópal austur af Lundey á Sundunum utan Reykjavíkur. Tókst að losa skipið fyrir eigin vélarafli 10 mínútum síðar. Var því siglt til hafnar í Reykjavík með aðstoð dráttarbáts sem kom á móts við skipið en engar skemmdir komu í ljós við skoðun. 44 | Árbók 2021


Steini HU 45 Þann 18. apríl 2020 strandaði Steini HU við innsiglinguna í Kokkálsvíkurhöfn á Drangsnesi þegar verið var að koma úr róðri. Náðist báturinn af strandstað með aðstoð björgunarbátsins Pólstjörnunnar en engar skemmdir komu fram við skoðun. Auður Vésteins SU 88 Þann 4. október 2020 strandaði Auður Vésteins SU á Flyðruskeri ANA af Papey. Losnaði báturinn strax en talsverðar skemmdir urðu og leki kom að honum. Þröstur BA 48 Þann 11. nóvember 2020 strandaði Þröstur BA í Tálknafirði. Var hann dreginn á flot klukkutíma síðar og dreginn til hafnar í Tálknafirði. Jón á Hofi ÁR 42 Þann 11. desember 2020 tók Jón á Hofi ÁR niðri vestan megin í innsiglingarrennunni á útleið frá Grindavík. Skipið festist ekki en allt virtist í lagi og hélt það áfram til veiða.

| Sökk Sex bátar verða fyrir snjóflóði Þann 14. janúar 2020 féll snjóflóð úr Skollahvilft fyrir ofan Flateyri og náði flóðið niður í höfnina með þeim afleiðingum að fimm bátar sukku og einn barst á land. Þeir bátar sem sukku í höfninni voru Blossi ÍS 225, Brói KE 69, Eiður ÍS 26, Guðjón Arnar ÍS 708 og Sjávarperlan ÍS 313. Sá sem rak á land var Orri ÍS 180 en hann sökk einnig að hluta. Ekki er vitað til þess að skip eða bátar hafi áður orðið fyrir snjóflóði með þessum afleiðingum. Jökull SK 16 Þann 17. ágúst 2020 sökk Jökull SK þar sem hann lá við landfestar í Hafnarfjarðarhöfn þar sem báturinn hafði legið um tíma. Tókst að ná honum á flot þremur dögum síðar. Drangur ÁR 307 Þann 25. október 2020 sökk Drangur ÁR þar sem skipið lá við landfestar á Stöðvarfirði. Skipið var mannlaust en náðist á flot aftur fjórum dögum síðar. Skipsskaðar | 45


| Eldur í skipum Júlía SI 62 Þann 18. júní 2020 kom upp eldur í Júlíu SI þar sem báturinn var á siglingu inn Siglufjörð. Eldurinn slökknaði af sjálfum sér en draga þurfti Júlíu til hafnar á Siglufirði. Indriði Kristins BA 751 Þann 1. október 2020 kom upp eldur í vélarúmi Indriða Kristins BA þar sem báturinn var að veiðum 12 sjómílur norður af Siglunesi. Tókst að ráða niðurlögum eldsins en draga þurfti bátinn til hafnar á Siglufirði.

| Leki Sigurörn GK 25 Þann 29. júlí 2020 kom leki að vélarúmi Sigurernis GK sem var á strandveiðum á SV miðum. Kallað var eftir aðstoð og kom björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein Sigurerni til aðstoðar og sigldi með honum til hafnar í Sandgerði. 46 | Árbók 2021


Skipsskaðar | 47


Ísafjörður

Gísli Jónsson Ganghraði: 20-27 sml/klst. Áhöfn: 6-7 manns Smíðaár: 1990

Skagaströnd

Húnabjörg Ganghraði: 14-16 sml/klst. Áhöfn: 5-6 manns Smíðaár: 1987

Patreksfjörður

Vörður II Ganghraði: 14-16 sml/klst. Áhöfn: 4-6 manns Smíðaár: 1987

Rif

Björg Ganghraði: 14-16 sml/klst. Áhöfn: 6 manns Smíðaár: 1988

Öflugt Reykjavík

Ásgrímur S. Björnsson Ganghraði: 14-16 sml/klst. Áhöfn: 5-6 manns Smíðaár: 1978

Sandgerði

Hannes Þ. Hafstein Ganghraði: 14-16 sml/klst. Áhöfn: 5-6 manns Smíðaár: 1982

Grindavík

Oddur V. Gíslason Ganghraði: 14-16 sml/klst. Áhöfn: 6 manns Smíðaár: 1985

48 | Árbók 2021

Vestmannaeyjar

Þór Ganghraði: 25 sml/klst. Áhöfn: 5 manns Smíðaár: 1993


Raufarhöfn

Siglufjörður

Gunnbjörg Ganghraði: 14-16 sml/klst. Áhöfn: 4-6 manns Smíðaár: 1986

Sigurvin Ganghraði: 14-16 sml/klst. Áhöfn: 4-6 manns Smíðaár: 1988

Vopnafjörður

Sveinbjörn Sveinsson Ganghraði: 14-16 sml/klst. Áhöfn: 5 manns Smíðaár: 1987

Norðfjörður

Hafbjörg Ganghraði: 14-16 sml/klst. Áhöfn: 5 manns Smíðaár: 1985

öryggisnet björgunarskipa 13 björgunarskip sem sinntu yfir 90 útköllum og hjálparbeiðnum á árinu.

Höfn í Hornafirði

Ingibjörg Ganghraði: 14-16 sml/klst. Áhöfn: 5-6 manns Smíðaár: 1985

Sjóbjörgun | 49


Svæði 7 Björgunarfélag Ísafjarðar Björgunarsveitin Björg Suðureyri

Svæði 6

Björgunarsveitin Dýri

Björgunarsveitin Blakkur Björgunarsveitin Bræðrabandið Björgunarsveitin Kópur

Björgunarsveitin Ernir Björgunarsveitin Kofri Björgunarsveitin Sæbjörg Flateyri

Björgunarsveitin Tálkni

Björgunarsveitin Tindar

Hjálparsveitin Lómfell

Svæði 9 Björgunarfélagið Blanda Björgunarsveitin Húnar Björgunarsveitin Strönd

Svæði 5 Björgunarsveitin Berserkir

Svæði 8

Björgunarsveitin Elliði Björgunarsveitin Heimamenn Björgunarsveitin Klakkur Björgunarsveitin Lífsbjörg Snæfellsbæ

Björgunarsveitin Björg Drangsnesi Björgunarsveitin Dagrenning - Hólmavík Björgunarsveitin Strandasól

Björgunarsveitin Ósk Svæði 1 Björgunarhundasveit Íslands Björgunarsveit Hafnarfjarðar Björgunarsveitin Ársæll

Björgunar

Björgunarsveitin Kjölur

Svæði 4 Björgunarfélag Akraness Björgunarsveitin Brák Björgunarsveitin Heiðar Björgunarsveitin Ok

Björgunarsveitin Kyndill - Mosf. Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík Hjálparsveit skáta Garðabæ Hjálparsveit skáta Kópavogi Hjálparsveit skáta Reykjavík Leitarhundar SL

Svæði 3 Björgunarfélag Árborgar Björgunarfélagið Eyvindur Björgunarsveit Biskupstungna Björgunarsveitin Björg Eyrarbakka Björgunarsveitin Ingunn

Svæði 2

Björgunarsveitin Mannbjörg Björgunarsveitin Sigurgeir

Björgunarsveitin Ægir Garði

Hjálparsveit skáta Hveragerði

Björgunarsveitin Sigurvon

Hjálparsveitin Tintron

Björgunarsveitin Skyggnir Björgunarsveitin Suðurnes Björgunarsveitin Þorbjörn

Svæði 18 Björgunarfélag Vestmannaeyja

50 | Árbók 2021


Svæði 11

Svæði 12

Björgunarsveitin Ægir Grenivík

Björgunarsveitin Garðar

Björgunarsveitin Dalvík

Björgunarsveitin Hafliði

Björgunarsveitin Jörundur

Björgunarsveitin Núpar

Björgunarsveitin Sæþór

Björgunarsveitin Pólstjarnan

Björgunarsveitin Tindur

Björgunarsveitin Stefán

Björgunarsveitin Týr

Björgunarsveitin Þingey

Hjálparsveitin Dalbjörg

Hjálparsveit skáta Aðaldal

Súlur - Björgunarsveitin á Akureyri

Hjálparsveit skáta Reykjadal

Svæði 13

Svæði 10

Björgunarsveitin Gerpir

Björgunarsveitin Grettir

Björgunarsveitin Ársól

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit

Björgunarsveitin Bára

Björgunarsveitin Strákar

Björgunarsveitin Brimrún

Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð

Björgunarsveitin Eining Björgunarsveitin Geisli Björgunarsveitin Hérað

sveitir 2020

Björgunarsveitin Ísólfur Björgunarsveitin Jökull Björgunarsveitin Sveinungi Björgunarsveitin Vopni

Svæði 15 Svæði 16 Björgunarsveit Landeyja

Björgunarfélag Hornafjarðar Björgunarsveitin Kári

Björgunarsveitin Bróðurhöndin Björgunarsveitin Dagrenning - Hvolsvöllur Björgunarsveitin Kyndill Kbkl. Björgunarsveitin Lífgjöf Björgunarsveitin Stjarnan Björgunarsveitin Víkverji Flugbjörgunarsveitin Hellu

Einingar SL | 51


Aðgerðamál


Aðgerðamál | 53



Yfirlit yfir aðgerðir björgunarsveita 2020 – með hálendisvakt og þjónustuverkefnum.

Árið 2020 voru allar aðgerðir björgunarsveita félagsins samtals 1.391 sem er yfir meðaltali áranna 2005-2020. Þær tölur sem hér eru settar fram eiga eingöngu við um aðgerðir björgunarsveita sem voru boðaðar af Neyðarlínu og eru ótalin öll verkefni björgunarsveita sem eru ekki boðuð af Neyðarlínu. Árið 2020 er sérstakt fyrir það að afar fáir erlendir ferðamenn voru á landinu frá mars vegna heimsfaraldurs. Alls eru skráð 296 þjónustuverkefni á árinu á lægsta forgangi (F4) sem eru flest aðstoð við ferðamenn í ófærð eða óveðri.

Yfirlit yfir aðgerðir björgunarsveita 20052020. Meðaltal er reiknað af samtölu allra áranna.

Alls fóru björgunarsveitir Slysavarnafélagsins í 891 F1, F2 og F3 aðgerð á árinu. F1 útköll eru forgangsútköll þar sem líf liggur við. F2 útköll eru brýn útköll þar sem bregðast þarf fljótt við. Algengt er að t.d. leitir að fólki séu boðaðar út sem F2. Önnur verkefni björgunarsveita þar sem viðbragðshraði er ekki nauðsynlegur eru boðuð út á F3.

Aðgerðamál | 55


Yfirlit yfir aðgerðir björgunarsveita 2020 – án hálendisvaktar og þjónustuverkefna.

Sértæk verkefni á vegum hálendisvaktarverkefnisins eru ekki talin með í ofangreindum tölum enda sérstök grein gerð fyrir þeim verkefnum að undanskildum útköllum (F1-F3) sem björgunarsveitir á hálendisvakt sinntu. Þau eru talin með enda hefði þurft að boða björgunarsveitir út vegna þeirra ef hópar hefðu ekki þegar verið á hálendinu. Lægsti forgangur í boðunum björgunarsveita er F4 en slík verkefni eru oft kölluð þjónustuverkefni og er sérstök grein gerð fyrir þeim verkefnum síðar í þessari samantekt.

Yfirlit yfir F1-F3 aðgerðir björgunarsveita 2005-2020.

56 | Árbók 2021


Hér eftirfarandi má sjá niðurbrot á F1-F3 útköllum auk F4 þjónustuverkefna og eru þá útköll og almenn aðstoð björgunarsveita vegna Hálendisvaktar.

Á meðfylgjandi grafi má sjá mánaðarlegan samanburð frá 2013 til 2020 og meðaltöl aðgerða annars vegar frá 2001-2012 og hins vegar 2013-2020.

maí

rólegasti mánuður ársins

jan

annasamasti mánuður ársins

Aðgerðamál | 57


Yfirlit þjónustuverkefna eftir svæðum björgunarsveita.

Þjónustuverkefni Til viðbótar við útköll sinna björgunarsveitir ýmsum greiddum þjónustuverkefnum þar sem sérþekking, þjálfun og sérhæfður búnaður nýtist. Almennt séð eru þessi verkefni leyst af nauðsyn þar sem engum öðrum er til að dreifa til að leysa verkefnið. Löng hefð hefur verið fyrir því að björgunarsveitir þjónusti t.d. útgerðir, raforkufyrirtæki og sveitarfélög gegn greiðslu. Einnig aðstoða björgunarsveitir tryggingarfélög oft við verðmætabjörgun. Í dreifbýlinu aðstoða sumar björgunarsveitir kirkjugarða við að taka grafir. Samstarf

Yfirlit þjónustuverkefna, brotið niður eftir árum.

58 | Árbók 2021


við Vegagerðina um framkvæmd tímabundinna lokana á vegum í forvarnaskyni sem var komið á árið 2014 hefur gengið mjög vel. Aukinn ferðamannastraumur að vetrarlagi á árunum eftir hrun hefði getað leitt til mikils álags hjá björgunarsveitum ef þetta verkefni hefði ekki komið til. Ljóst er að forvarnir með lokun vega þegar líkur eru að færð muni spillast hafa dregið verulega úr óþarfa útköllum björgunarsveita. Talsverð fækkun varð í þjónustuverkefnum fyrir Vegagerðina eftir fyrsta ásfjórðung, annars vegar vegna mikillar fækkunar ferðamanna og hins vegar vegna þess að veturinn var frekar snjóléttur, sérstaklega á sunnanverðu landinu. Aðgerðamál | 59


100 stærstu aðgerðir ársins Nafn Fjöldi Svæði Forg. Hefst Skálpanes, sv. 3

347

Suðurland

F2

7. jan. 20:08

Leit á Álftanesi

318

Höfuðborgarsvæðið

F2

11. apr. 02:41

AST-höfuðborgarsvæðið - Óveður

255

Höfuðborgarsvæðið

F2

13. feb. 14:01

Týnt barn við Hreðavatn

254

Vesturland

F2

23. apr. 15:20

SST Snjóflóð Flateyri-Suðureyri

187

Vestfirðir

F2

14. jan. 23:38

Flugatvik í Keflavík

173

Suðurnes

F2

7. feb. 15:54

Svæði 13 aðstoð vegna skriðufalla

169

Austurland

F1

18. des. 15:20

Óveður á svæði 3

169

Suðurland

F3

4. apr. 19:21

Óveður/ófærð á Suðurnesjum

165

Suðurnes

F3

12. jan. 19:02

Höfuðborgarsvæðið, leit að konu

162

Höfuðborgarsvæðið

F2

18. jún. 19:34

Móskarðahnjúkar, einstaklingur villtur

157

Höfuðborgarsvæðið

F2

28. nóv. 16:51

Óveður, sv. 16 VST

131

Suðurland

F3

13. feb. 14:47

Leit í Reykjavík

121

Höfuðborgarsvæðið

F2

3. mar. 20:55

Esjan, leit að konu

118

Höfuðborgarsvæðið

F2

6. jan. 16:23

Leit að ungum manni á Sólheimasandi

115

Suðurland

F2

17. feb. 19:05

Suðurland

F1

Skeiðarársandur bílslys

114

Bláfjöll, Leit

105

Höfuðborgarsvæðið

17. jan. 13:58 29. nóv. 16:13

Fyrirhuguð leit í Hnappadal/Hrútaborg

99

Vesturland

F3

21. jún. 12:32

Ófærð á Suðurnesjum

98

Suðurnes

F3

27. feb. 14:34

Leit í Elliðaárdal

97

Höfuðborgarsvæðið

F2

9. júl. 16:28

Slys í Gunnlaugsskarði

94

Höfuðborgarsvæðið

F1

5. des. 12:34

Fastir bílar á milli Hellu og Víkur

90

Suðurland

F3

27. feb. 17:57

Vífilsfell, kona í sjálfheldu

90

Höfuðborgarsvæðið

F2

11. jan. 17:51

Rútuslys í Vatnsdal

90

Norðvesturland

F1

10. jan. 16:53

Höfuðborgarsvæðið - foktjón

83

Höfuðborgarsvæðið

F3

1. des. 19:38

Eftirgrennslan á höfuðborgarsvæðinu

83

Höfuðborgarsvæðið

F2

31. maí 09:54

Leit að konu á Norðurlandi eystra

82

Norðurland-eystra

F2

22. júl. 00:17

Óveður á svæði 3, vettvangsstjórn

81

Suðurland

F2

14. feb. 04:59

Strandaður bátur við Papey

79

Austurland

F1

4. okt. 21:00

Keflavíkurflugvöllur - vélartruflanir

75

Suðurnes

F1

16. ágú. 08:36

Leit í Þjórsárdal

73

Suðurland

F2

13. sep. 04:45

Óveður á Suðurnesjum

72

Suðurnes

F3

14. feb. 00:54

Leit að 13 ára stúlku

71

Suðurland

F2

20. des. 18:07

Leit í Seljahverfi

71

Höfuðborgarsvæðið

F2

15. apr. 23:18

Leit að þroskaskertum unglingi

70

Höfuðborgarsvæðið

F2

15. sep. 12:11

Rútuslys, Freysnes

70

Suðurland

F1

29. ágú. 19:32

Vélsleðaslys, Veiðivötn

70

Suðurland

F1

29. mar. 14:28

Vélsleðaslys við Gvendarhnjúk

68

Norðurland eystra

F2

28. apr. 15:53

Leit að 8 ára dreng í Grafarvogi

65

Höfuðborgarsvæðið

F2

11. júl. 18:57

Týndur laxveiðimaður við Laxá

65

Norðurland eystra

F2

31. maí 23:56

Leit að 9 ára strák

64

Höfuðborgarsvæðið

F2

29. maí 16:43

Suðurnes, óveður

63

Suðurnes

F3

4. jan. 07:10

60 | Árbók 2021


Nafn

Fjöldi

Svæði

Forg.

Hefst

Óvissustig, Norðurland vestra

60

Norðurland vestra

F3

13. feb. 10:51

Seyðisfjörður, skriðuföll

59

Austurland

F3

21. des. 08:57

Óveðursaðstoð, sv.3

59

Suðurland

F2

13. jan. 18:26

Fastir bílar á Öxnadalsheiði

56

Norðurland eystra

F3

15. mar. 13:45

Bátur á leið upp í land

56

Suðurnes

F1

17. feb. 00:43

AST - Eyjar fárviðri

55

Vestmannaeyjar

F4

13. feb. 10:23

Handleggsbrot á Hjaltadalsheiði

54

Norðurland vestra

F2

13. júl. 11:47

Bílslys Vesturlandsvegur

53

Vesturland

F2

19. feb. 20:15

Leit að hreindýraleiðsögum. í Svínadal

52

Austurland

F2

6. ágú. 21:48

Viðbúnaðarstig óveður Vesturland

52

Vesturland

F3

13. feb. 14:24 14. nóv. 15:35

Slasaður göngumaður Jarlhettur

49

Suðurland

F3

LSNE - óvissustig vegna óveðurs

49

Norðurland eystra

F3

13. feb. 13:19

Seyðisfjörður, skriðuföll 29. des.

48

Austurland

F3

29. des. 07:24 6. ágú. 11:29

Maður í sjónum, Álftanes

47

Höfuðborgarsvæðið

F1

Eyjafjörður: Ófærð

47

Norðurland eystra

F3

Ófærð á höfuðborgarsvæðinu

47

Skotveiðimaður fastur í Sandvatni

46

Suðurland

F1

Ófærð á Suðurnesjum

45

Suðurnes

F3

5. apr. 07:34

Tvær rútur út af á Hellisheiði

45

Suðurland

F2

25. jan. 09:00 10. jan. 12:37

Höfuðborgarsvæðið

7. jan. 21:29 4. jan. 11:15 2. sep. 21:56

Fastir bílar á Hellisheiði

45

Suðurland

F3

Sleðakona við Stóra-Dímon

44

Suðurland

F2

8. mar. 19:56

Kirkjufellið

44

Vesturland

F2

29. feb. 15:22

Reykjadalur – þrír þrekaðir einstaklingar

43

Suðurland

F2

26. des. 16:16

Leit í Skálavík

43

Vestfirðir

F2

18. jún. 22:38

Fossvogur - leit

42

Höfuðborgarsvæðið

F2

29. nóv. 16:34

Maður í Sjálfheldu á Hólmatindi

41

Austurland

F2

15. ágú. 16:02

Eftirgrennslan á fólki við Trölladyngju

41

Suðurnes

F2

9. ágú. 19:28

Slóðaleit við Esjumela

41

Höfuðborgarsvæðið

F2

27. júl. 01:58

Villt fólk á Uxahryggjum

41

Vesturland

F2

24. jan. 18:17 4. apr. 18:04

Lokun, Hellisheiði og Þrengsli

40

Suðurland

F4

Óveður á Suðurnesjum

40

Suðurnes

F3

7. jan. 11:33

Óveður á norðanv. Vestfjörðum, sv.7

39

Vestfirðir

F3

13. feb. 18:19

Seyðisfjörður, skriðuföll 23. des.

38

Austurland

F3

23. des. 07:05

Slys á vatni/Kleifarvatn

38

Suðurnes

F1

23. júl. 16:58

Fótbrot við Bjarnarfell við Geysi

38

Suðurland

F2

8. mar. 15:34

Seyðisfjörður, skriðuföll. 22. des.

37

Austurland

F3

22. des. 08:00

Skorradalsvatn, maður í vatninu

37

Vesturland

F1

4. nóv. 14:49

Týndir hjólamenn á Drangajökli

37

Vestfirðir

F2

9. apr. 00:28

Laugarvatn, bátur á hvolfi

36

Suðurland

F2

4. nóv. 15:53

Grunur um að maður hafi fallið í Ölfusá

36

Suðurland

F1

27. maí 00:48

Bílaaðstoð við Pétursey

36

Suðurland

F3

4. apr. 13:12

Bátur á hvolfi á Langavatni

35

Norðurland vestra

F1

12. jún. 15:37

Sjálfhelda í Kjós, ofan við bæinn Vindás

35

Höfuðborgarsvæðið

F2

6. jún. 14:13

Aðgerðamál | 61


Nafn

Fjöldi

Svæði

Forg.

Hefst

Rok í Reykjavík

34

Höfuðborgarsvæðið

F2

27. des. 11:44

Útkall í Krossá

34

Suðurland

F1

5. ágú. 18:47

Kona á reiðhjóli á Jökulhálsi

33

Vesturland

F2

10. okt. 20:12

Óveður, sv. 3

33

Suðurland

F3

7. jan. 14:30

Leit að manni við Sporðöldulón/litla

31

Suðurland

F2

9. nóv. 20:36

Slasaður göngum. við Hróðmundartind

31

Suðurland

F3

16. jún. 22:05

Leit í Garðsárdal/Gönguskörðum

30

Norðurland eystra

F2

23. ágú. 00:35

Ilulissat

30

Höfuðborgarsvæðið

F4

9. ágú. 18:51

Hrísey, eldsvoði í frystihúsinu

30

Norðurland eystra

F1

28. maí 05:17

Slasaður einstakl. á Hvannadalshnjúk

30

Suðurland

F2

19. maí 17:25

Fastir bílar á Öxnadalsheiði

30

Norðurland eystra

F2

15. mar. 13:34

Ölfussá, leit að 11 ára dreng

29

Suðurland

F2

29. sep. 17:20

Leit á sjó við Voga

29

Suðurnes

F2

23. jún. 21:40

Úlfarsfell, slasaður maður

29

Höfuðborgarsvæðið

F2

19. maí 22:02

Eyjafjörður: Óveður

29

Norðurland eystra

F2

4. maí 17:06

Fastir bílar í uppsveitum Árnessýslu

29

Suðurland

F3

12. mar. 19:50

Ófærðaraðstoð í Mýrdalshreppi

29

Suðurland

F3

9. mar. 13:32

Rúta við það að velta við Hof

29

Suðurland

F2

19. feb. 15:41

Leit að manni í sjálfsvígshættu

28

Suðurland

F2

15. sep. 15:45

Kona í sjálfheldu í Bolungarvík

28

Vestfirðir

F2

28. júl. 18:13

Hvassviðri á Akureyri

28

Norðurland eystra

F3

4. maí 22:06

Vélarvana bátur við álverið í Straumsvík

28

Höfuðborgarsvæðið

F1

3. maí 12:41

Fastir bílar - Ljósavatnsskarð

28

Norðurland eystra

F3

15. mar. 14:28

F1 við Hólavatn

27

Suðurland

F1

3. des. 18:23

Sjávarflóð í Grindavík

27

Suðurnes

F3

14. feb. 18:28

Drangur vélarvana suður af Papey

26

Suðurland

F2

29. sep. 22:31

Óveður Mýrdal, sv. 16

26

Suðurland

F2

19. feb. 13:56

Snjóflóð við Geitaskarð

25

Norðurland vestra

F1

14. mar. 11:31

Fastir bílar að Hala og í Öræfum

25

Suðurland

F3

28. feb. 10:53

Ófærð á Mosfellsheiði og nágrenni

25

Höfuðborgarsvæðið

F3

27. feb. 22:33

Vegahjálp á Snæfellsnesi

25

Vesturland

F3

10. jan. 15:47

Böruburður í Landmannalaugum

24

Suðurland

F1

14. júl. 21:02

Týndur maður í Núpsdal Dýrafirði

24

Vestfirðir

F3

14. júl. 16:00

F1 - Fall af húsþaki

24

Suðurland

F1

5. apr. 15:47

Óveður - Siglufjörður

24

Norðurland eystra

F2

19. feb. 21:59

Brjóstverkur, utarlega í Holtsdal

23

Suðurland

F1

21. nóv. 13:20

Leit í Steinsstaðahverfi

23

Norðurland vestra

F2

29. ágú. 22:25

Villtur göngumaður við Húsfell

23

Höfuðborgarsvæðið

F3

13. maí 18:14

Maður slasaður á fæti

23

Suðurland

F2

8. feb. 16:48

Óveður, útafakstur og bílvelta á Fagradal 22

Austurland

F2

3. nóv. 11:20

Göngumaður týndur við Helgafell

22

Höfuðborgarsvæðið

F2

13. okt. 18:33

Eftirgrennslan á Þverártindsegg

22

Suðurland

F2

27. apr. 01:20

Vélarvana zodiac

22

Höfuðborgarsvæðið

F2

23. apr. 14:38

62 | Árbók 2021


Nafn

Fjöldi

Svæði

Forg.

Hefst

Fisvél föst á Þingvallavatni

22

Suðurland

F3

19. mar. 20:40

Reykjadalur - slösuð kona

22

Suðurland

F2

21. feb. 15:35

SST Austan vonskuveður, óvissustig

22

Landið

F3

13. feb. 11:58

Kona í sjónum í Grindavík

22

Suðurnes

F1

4. feb. 19:48

245 - Óveðursaðstoð Sandgerði

21

Suðurnes

F2

27. des. 08:58

Maður í sjálfheldu í Kistufelli, Skálarfjalli

21

Suðurland

F2

28. nóv. 14:02

Vélarvana bát rekur að landi

21

Norðurland eystra

F1

22. ágú. 19:21

Eftirgrennslan á Rauðasandsvegi

21

Vestfirðir

F3

22. júl. 20:09

Slasaður einstaklingur á Emstrum

21

Suðurland

F2

11. júl. 10:05

Slasaður einstaklingur við Rauðavatn

21

Höfuðborgarsvæðið

F2

1. apr. 12:36

Sækja 5 einstaklinga við Slunkaríki

21

Suðurland

F2

11. mar. 02:52

Bílslys n. Öxnadalsheiðar, við Gloppu

21

Norðurland eystra

F2

28. feb. 14:50

Óveður á svæði 15, vettvangsstj. Höfn

21

Suðurland

F3

14. feb. 06:41

Slasaður einstaklingur við Skriðufell

20

Suðurland

F1

1. maí 14:14

Aðgerðamál | 63


Við boðun eru aðgerðir flokkaðar eftir forgangi og eru óveðurs- og ófærðarverkefni oftast flokkuð í lægsta forgang F3. Alvarleg slys eru flokkuð í efsta forgang F1. Minni slys og önnur verkefni þar sem bregðast þarf hratt við liggja mitt á milli í F2 forgangi. Alls voru 97 slys á F1 forgangi á árinu 2020 sem er fækkun um 25 aðgerðir frá 122 F1 aðgerðum á árinu 2019.

Yfirlit aðgerða brotið niður eftir alvarleika.

Á árinu 2022 var skráð 51 leitaraðgerð samanborið við 55 á árinu 2019.

64 | Árbók 2021


Grafið sýnir heildarfjölda aðgerða á sjó eftir svæðum Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Aðgerðir á sjó Á árinu 2020 voru skráðar 89 aðgerðir á sjó. Skiptingu aðgerða eftir alvarleika má sjá á grafinu hér fyrir neðan. F4 verkefni eru ekki kölluð út af Neyðarlínu heldur er um að ræða þjónustuverkefni af ýmsu tagi.

Grafið sýnir heildarfjölda aðgerða á sjó eftir svæðum Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Aðgerðamál | 65



Algengustu verkefnin á sjó eru að koma vélarvana bátum til aðstoðar. Einnig er nokkuð um að bátar strandi og slys á sjómönnum. Einnig kemur fyrir að bátar detti úr tilkynningarskyldunni og eru slík atvik ávallt tekin alvarlega. Neyðarsólir á lofti eru einnig teknar alvarlega og er ávallt leitað þar til búið er að útiloka að um sjófarendur í nauð sé að ræða.

Sérstaklega er haldið utan um tölfræði björgunarskipa félagsins.

Björgunarskip Slysavarnafélagsins voru 13 talsins á árinu 2020 og eru staðsett þar sem slysahætta er talin mest vegna sjósóknar. Sérstakir sjóðir sjá um rekstur skipanna, samvinnuverkefni félagseininga á stöðunum, en Björgunarbátasjóður greiðir laun vélstjóra og meiriháttar viðgerðir. Flestir þessara báta voru fengnir frá systurfélögum okkar í Evrópu en þar fer fram mikil þróun í gerð og búnaði slíkra báta. Þessir bátar eru frá 15 og upp í 25 metra langir og allt að 85 tonn. Ganghraði bátanna er frá 12 og upp í 30 sjómílur og í áhöfn eru frá fjórum upp í átta menn.

Staðsetning útkalla björgunarskipa SL árið 2020.

Aðgerðamál | 67



Harðbotna slöngubátar eru 25 talsins með góða dreifingu umhverfis landið. Þeir eru á stærðarbilinu frá 5,5 og upp í níu metra langir, ýmist með utanborðsvélum eða föstum dieselvélum. Nokkrir þeirra eru með litlu stýrishúsi en flestir eru alveg opnir en með stjórnpúlti og hnakk fyrir áhöfnina sem er yfirleitt 3-4 menn. Ganghraði þessara báta er yfirleitt nálægt 30 sjómílum.

Sjá má að aðgerðum björgunarskipa er misdreift yfir landið en til samans mynda þau þéttriðið öryggisnet kringum landið.

Hér má sjá yfirlit yfir þróun útkalla á harðbotna báta félagsins.

Aðgerðamál | 69


Strand við Papey Austan við Papey, sem er um fimm sml út frá mynni Hamarsfjarðar, mara í hálfu kafi Flyðrusker. Laugardagskvöldið 4. október steytti línubáturinn Auður Vésteins á skerinu með fjórum í áhöfn. Neyðarkall frá Auði barst Vaktstöð siglinga rétt fyrir 21:00 sem kallaði út bjargir af Austfjörðum og óskaði einnig eftir aðstoð frá nærstöddum skipum og bátum. Aðstæður voru til þess að gera góðar en mikill leki var að skipinu og því boðað út á hæsta forgangi. Allar sjóbjörgunarsveitir frá Seyðisfirði að Höfn, björgunarskipin Hafbjörg á Norðfirði, Ingibjörg á Höfn og Hafdís á Fáskrúðsfirði, voru ræst út. Ljóst var að talsverðan tíma myndi taka fyrir aðrar bjargir en þær sem voru á Djúpavogi að komast á vettvang en ákveðið var að halda fullu viðbragði í ljósi þeirrar óvissu sem var í útkallinu. Björgunarsveitin Bára á Djúpavogi fékk strax að fljóta með Sigríði, öflugu skipi frá fiskeldisfyrirtæki sem fór til bjargar. Um borð fóru tveir björgunarsveitarmenn og tveir frá fyrirtækinu. Bára mannaði einnig léttabát fiskeldis með þremur sinna félaga og fóru út í kjölfari Sigríðar. Trillan Gestur fer svo fljótlega með þrjá björgunarsveitarmenn um borð frá Djúpavogi. Á svipuðum tíma leggja úr höfn Hafdís frá Fáskrúðsfirði, Ingibjörg fer af stað frá Höfn og Hafbjörg frá Norðfirði. Aðrar björgunarsveitir útbjuggu slöngubáta til flutnings landleiðina auk mannafla. Sem betur fer var fengsælt á miðum þetta kvöld og því nokkuð af skipum á sjó. Skipverjar úr Auði komust fljótt ómeiddir í annan nálægan bát, Véstein sem brást við neyðarkalli á rás 16 um tuttugu mínútum eftir upphaf útkalls og var lífbjörgun þar með lokið. Vésteinn tók Auði í tog og náði henni af skerinu en þá kom í ljós að talsverður leki var að skipinu. Áherslur aðgerðarinnar breyttust því í að annars vegar að halda skipinu á floti og hins vegar að koma í veg fyrir mengunarslys í ljósi þess að tankar skipsins voru stútfullir. Þær bjargir sem voru á leið á vettvang sneru því við og sóttu dælur og unnið var að því að finna til mengunarvarnabúnað. Sigríður tók við drættinum og var brugðið á það snilldarráð að draga bátinn afturábak til hafnar í Djúpavogi enda stefnið mölbrotið. Þyrla LHG, TF Eir, hafði verið á æfingarflugi á Norðurlandi og var á leiðinni á vettvang þegar ljóst var að mannbjörg var orðin. Þyrlan fór því á Hornafjörð þar sem fyllt var á alla tanka og dælur sóttar. Óvanalegt er að björgunarsveitir sitji nær einar uppi með aðgerð með jafn mikið undir. Stuðningur LHG var ómetanlegur og samstarfið afar gott við áhöfn TF EIR, en umhugsunarefni er að öll byrði aðgerðar skuli hvíla á sjálfboðaliðanum. Til dæmis voru mengunarvarnir á herðum björgunarsveita og má vel skoða hvort ekki megi vinna betra skipulag og tryggja að réttur búnaður sé til reiðu þegar á þarf að halda í samvinnu við yfirvöld.

70 | Árbók 2021


2.451 2.374 var skráður í aðgerðir 2019

voru skráðir í aðgerðir 2018

Vettvangsliðar björgunarsveita Gerðir hafa verið samningar við nokkrar björgunarsveitir á Íslandi varðandi fyrsta viðbragð í slysum, bráðaveikindum og brunum. Má til dæmis nefna samning Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins við björgunarsveitina Kjöl á Kjalarnesi þar sem meðlimir björgunarsveitarinnar sinna fyrsta viðbragði á Kjalarnesi og Kjósarhreppi. Á árinu 2020 sinnti Kjölur alls 40 aðgerðum, bæði slysum og bráðaveikindum, sem er fækkun frá 44 aðgerðum árið 2019. Sambærilegur samningur er milli björgunarsveitarinnar Eyvindar á Flúðum og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands þar sem meðlimir Eyvindar sinntu alls 18 aðgerðum, bæði slysum og bráðaveikindum, á árinu 2019 miðað við 14 á árinu 2019.

Yfirlit aðgerða sem vettvangsliðar björgunarsveita sinna.

Aðgerðamál | 71


Náttúruhamfarirnar Kári tók sér ekki frí á covid-árinu og eins og svo oft áður „haustaði snemma þetta vorið“. Í byrjun árs féllu stór snjóflóð á Vestfjörðum, annars vegar á Flateyri og hins vegar í Súgandafirði. Rétt fyrir miðnætti 15. janúar féll á Flateyri snjóflóð úr Skollahvilft sem flæddi yfir höfnina og olli miklum skemmdum á bátum. Í kjölfarið féll annað flóð úr Innra-Bæjargili og fór það flóð yfir varnargarðinn fyrir ofan bæinn og lenti á Ólafstúni 14 þar sem unglingsstúlka grófst í flóðið. Björgunarsveitin Sæbjörg á Flateyri var orðin virk vegna fyrra flóðsins og var því komin á vettvang innan örfárra mínútna frá því að stúlkan grófst í flóðinu. Rúmlega 30 mínútur tók að bjarga stúlkunni úr rústum hússins. 26. janúar boðuðu Almannavarnir áhöfn Samhæfingarstöðvar almannavarna út vegna jarðskjálftahrinu sem hófst 21. janúar. Ekki er óalgengt að jörð skjálfi á Reykjanesi en ástæða þótti til að virkja almannavarnakerfið vegna þessarar hrinu þar sem landris fór að mælast samhliða skjálftavirkninni. Virtist miðja skjálftavirkninnar vera á Reykjanesskaganum undir fjallinu Þorbirni. Landrisið var óvenju hratt eða um 3-4 mm á dag og í heildina var það orðið um 2 sm þar sem það var mest og kom fram bæði á síritandi GPS mælum og í bylgjuvíxlmælingum úr gervitunglum. Landrisið þótti vera vísbending um kvikusöfnun á nokkurra km dýpi. Nákvæmar mælingar á jarðskorpuhreyfingum á Reykjanesskaganum ná yfir tæplega þrjá áratugi. Á því tímabili hefur sambærilegur landrishraði ekki mælst. Atburðarásin var því óvenjuleg fyrir svæðið ef miðað er við reynslu undanfarinna áratuga. 72 | Árbók 2021


Skjálftar 21.-26. janúar 2020 (Skjálftalísa VÍ).

Aðgerðastjórnendur Slysavarnafélagsins Landsbjargar tóku virkan þátt í þeirri viðbragðsáætlunargerð sem farið var í vegna hugsanlegra eldsumbrota. Rýmingaráætlun fyrir Grindavík var samin á mettíma með lýðöflun (e. crowd sourcing) þar sem um 50 aðgerðastjórnendur um allt land lögðu hönd á plóg við skrif rýmingaráætlunarinnar. Á örfáum dögum tókst að útbúa ítarlega rýmingaráætlun sem síðar var útvíkkuð á nágrannabæina. Jörð skalf reglulega á Reykjanesskaganum fram eftir árinu íbúum til talsverðs ama en rúmt ár leið þar til að verulega dró til tíðinda með eldgosi en nánar um það í næstu árbók. Árinu 2020 lauk síðan með skriðuföllum á Seyðisfirði sem eru með meiri náttúruhamförum seinni tíma í þéttbýli.

Skjálftar 20. mars 2020 - 19. mars 2021 (Skjálftalísa VÍ).

Aðgerðamál | 73


74 | Árbók 2021


Skriðuföll á Seyðisfirði Aðgerðin á Seyðisfirði byrjaði um miðjan dag þann 15. desember eftir gríðarlegt úrhelli sem hófst 10. desember. Snemma morguns höfðu fallið fjórar litlar skriður inn í bæinn sem olli heimamönnum áhyggjum. Seyðfirðingar eru ekki ókunnir ofanflóðum enda hafa fallið fjölmörg flóð bæði norðan megin við fjörðinn úr Bjólfinum og sunnan megin úr Strandatindi og svokölluðum Botnum. Hættumat ofanflóða fyrir Seyðisfjörð var gert af Veðurstofu Íslands 2002. Nýtt hættumat var gert 2019 í kjölfar nýrra rannsókna sem gerðar voru 2003-2017 og sýndu að stórar, forsögulegar skriður hafa fallið yfir svæðið þar sem suðurhluti Seyðisfjarðarbæjar stendur nú. Þriðjudagur 15. desember Í fyrstu féllu litlar spýjur á Botnahlíð sem er efsta gatan sunnarlega í bænum. Alls höfðu fallið fjórar spýjur inn í bæinn á um 12 klst. tímabili þegar lögregla tilkynnti Almannavörnum um ástandið. Nokkur hús voru rýmd fljótlega að frumkvæði vettvangsstjóra lögreglu en í kjölfarið var lýst yfir óvissustigi kl. 15:40. Fyrstu boð á björgunarsveitina Ísólf voru send með sms 16:17 en talsvert fyrr höfðu einstaklingar í sveitinni verið virkjaðir án formlegrar boðunar. Formleg boðun Ísólfs kom í kjölfar þess að óvissuástandi var lýst yfir og ákvörðunar Veðurstofunnar um rýmingu. Þá var farið í að rýma fyrir neðan Nautaklauf í Baugsvegi og í Austurvegi og Bröttuhlíð. Eftir rýmingu var talsvert um að litlar spýjur væru að falla úr hlíðinni enda gerði lítið annað en að bæta í rigninguna. Fjöldahjálparstöð var virkjuð í félagsheimilinu Herðubreið. Þangað streymdu íbúar til að fá upplýsingar og ekki síður athvarf því ekki var hægt að snúa aftur heim. Þessi atburðarrás var ekkert miðað við það sem átti eftir að koma. Miðvikudagur 16. desember Áfram hélt að rigna. Helstu verkefni björgunarsveita á miðvikudeginum voru þau að sinna lokunum og aðstoða íbúana við að komast í hús sín þar sem aðgangur var heimill með takmörkunum. Símstöðin á Seyðisfirði var orðin umflotin af vatni og áfram héldu litlar spýjur að koma niður hlíðarnar. Kanna þurfti hvort kjallarar væru að fyllast af vatni og þurfti að dæla úr nokkrum húsum. Ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands fylgdist mjög vel með og var sérstaklega verið að vakta breytingar á hlíðinni. Sérstaklega var verið að fylgjast með því hvort að sprungur væru sjáanlegar á yfirborði. Aðgerðamál | 75


Fimmtudagur 17. desember Búðaráin rennur í þröngu gili og merki um að skriðu sé að vænta eru að áin stíflast. Það hafði gerst reglulega dagana á undan og er þekkt einkenni þess að vænta megi spýju niður gilið. Stórar sprungur sáust í hlíðinni fyrir ofan í vettvangsskoðun að morgni fimmtudagsins og vegna þessa var ákveðið að rýma undir því svæði. Sú rýming gekk vel enda fá íbúðarhús en þó nokkur atvinnustarfsemi. Að morgni fimmtudagsins var ákveðið að stækka rýmingarsvæðið og lýsa yfir hættustigi. Fram eftir degi jókst ofankoman talsvert. Föstudagur 18. desember - skriðan fellur Að morgni föstudagsins var búið að virkja almannavarnakerfið að fullu. Fram eftir degi var fylgst með ástandinu sem var nokkuð kvikt og um kl. 16:00 fellur stóra skriðan. Um leið og heyrðist í fjarskiptum að skriða hefði fallið og möguleiki á að um 10 manns hefðu lent í skriðunni lýsti SST yfir neyðarstigi og boðaði bakvakt LS út allar björgunarsveitir frá Hornafirði að Tröllaskaga. Gott viðbragð var hjá sveitum og voru um 200 manns á leið á vettvang þegar mest var. Þegar ljóst var að enginn mannskaði hafði orðið og að þær sveitir sem voru komnar á vettvang myndu ráða við verkefnið án utanaðkomandi stuðnings voru allar bjargir utan svæðis afturkallaðar utan þess að aðgerðastjórnendur frá Hornafirði voru beðnir að halda áfram til stuðnings í aðgerðaog vettvangsstjórn. Alls lentu 14 hús í skriðunni, þar af nokkrar skemmur. Þrjú íbúðarhús voru uppistandandi að hluta en höfðu færst af grunninum. Öll önnur hús brotnuðu í mél og lágu að mestu í flæðarmálinu í einum graut. Skriðan telst vera stærsta aurskriða sem fallið hefur í þéttbýli á Íslandi. Verðmætabjörgunin


Yfir jólin stóðu heimamenn með fulltingi björgunarsveita af Austurlandi í ströngu því tryggja þurfti þau hús sem ennþá stóðu til að hægt væri að hefja verðmætabjörgun með öruggum hætti. Aðstoða þurfti íbúa sem fengu leyfi til að sækja eigur sínar inn á hættusvæðin. Þegar búið var að tryggja vettvang og Veðurstofa Íslands búin að aflétta rýmingum að hluta var talið óhætt að kalla til aukinn mannafla utan svæðis 13 til að aðstoða við verðmætabjörgun. Mikið var búið að mæða á heimamönnum og því kærkomið að fá fleiri hendur á dekk. Alls komu um 50 manns frá öðrum svæðum til aðstoðar þeim 130 félögum úr björgunarsveitum á Austurlandi sem voru búnir að taka þátt í aðgerðum frá 15. desember til 5. janúar. Hvað olli þessum hamförum? Þegar fyrsta skriðan féll á Seyðisfirði miðvikudaginn 15. desember var í gildi gul viðvörun og sérstaklega varað við auknum líkum á skriðuföllum og grjóthruni á Austfjörðum. Metúrkoma var á tímabilinu, uppsöfnuð úrkoma 569 mm á dögunum 14. til 18. desember. Aldrei hefur mælst meiri úrkoma á jafn stuttum tíma á Íslandi, eins og þessa fimm daga á Seyðisfirði. Til samanburðar er meðalúrkoma í Reykjavík um 860 mm. Á mannamáli þýðir þetta að á hvern fermetra er sturtað rúmu hálfu tonni af vatni. Grunnvatnsstaða hækkaði mjög í hlíðunum fyrir ofan bæinn sem á endanum gerði jarðveginn gegnsósa af vatni og þar af leiðandi mjög óstöðugan. Veðurstofan hefur viðurkennt að hafa vanmetið aðstæður og að um atburð sé að ræða sem gerist aðeins á hundraða eða þúsunda ára fresti. Til marks um þetta var skriðusárið um 20 metra djúpt og náði langt niður fyrir setlög sem hafa ekki hreyfst í árþúsundir!

Aðgerðamál | 77


Framlag sjálfboðaliðans árið 2020

Grafið sýnir hversu oft félagar björgunarsveita mæta í aðgerðir að meðaltali.

Alls voru 2.667 björgunarmenn skráðir í aðgerðir á árinu 2020 miðað við 2.531 á árinu 2019. Alls mættu sjálfboðaliðarnir 14.324 sinnum á árinu miðað við 12.685 sinnum á árinu 2019. Hér fyrir ofan má sjá þróun á meðaltali aðgerða á hvern virkan björgunarmann frá árinu 2014 til 2020. Hér er aðeins verið að skoða fjölda aðgerða að meðaltali á hvern sjálfboðaliða og er sú skoðun varfærin því í hverri aðgerð getur hver og einn mætt oftar en einu sinni. Til að mynda er sá einstaklingur sem mætir tvo daga í röð eða oftar í leitaraðgerð sem getur staðið yfir í nokkra daga aðeins talinn einu sinni.

Þetta graf er ágætis mælikvarði á það hvernig álag dreifist milli björgunarfólks á landinu, en endurspeglar ekki eðli verkefna, erfiðleikastig eða framlag sjálfboðaliðans í klukkustundum talið.

78 | Árbók 2021


Aðgerðamál | 79


80 | Árbók 2021


Aðgerðamál í skugga heimsfaraldurs Covid-19 reyndi talsvert mikið á björgunarsveitir. Erfitt var að halda úti hefðbundnu félagsstarfi vegna sóttvarnareglna. Margar sveitir skiptu mannskapnum sínum í sóttvarnahólf til að tryggja að sem minnstur samgangur væri á milli. Ráðlegt þótti að fyrirbyggja hópsýkingar í björgunarsveitum sem gætu lamað viðbragðsgetu einingar. Sumar einingar voru mjög duglegar að halda félagsfundi með liðsinni fjarfundakerfa, en aðrar einingar notuðu tækifærið til að hlaða rafhlöðurnar og lögðu félagsstarfið tímabundið í dvala. Flestum samæfingum björgunarsveita var frestað til betri tíma. Viðbragðsaðilar og þ.m.t hjálparlið almannavarna var með rúmar heimildir til undanþágu á sóttvarnareglum, en forsvarsfólk Slysavarnafélagsins Landsbjargar ákvað að ganga á undan með góðu fordæmi og beindi því til félagsfólks að fara eftir sóttvarnareglum í sínu starfi eftir megni. Erfitt var þó að virða fjarlægðarmörk í bílum á leið í útkall og oft þurfti mikla nálægð til að sinna skjólstæðingunum á þeirra versta degi. Engin tilvik voru um að björgunarfólk hafi verið útsett fyrir Covid-19 smiti í verkefnum björgunarsveita. Björgunarsveitir voru hvattar til að aðskilja farþegarými frá framsætum til að minnka líkur á smiti ef flytja þyrfti skjólstæðinga með björgunarsveitarbifreið. Sérstaklega var hugað að því að koma sóttvarnabúnaði til björgunarsveita á stöðum þar sem langt er í næsta sjúkrabíl og líkur á að ófærð hamlaði samgöngum. Við þær aðstæður lenda sjúkraflutningar oftast á björgunarsveitum. Árleg ráðstefna aðgerðastjórnenda kennd við Hóla rétt slapp fyrir horn í mars 2020. Eftir því sem fregnir af heimsfaraldrinum frá löndunum í kringum okkur urðu meira áberandi voru skipuleggjendur tvístígandi hvort aflýsa ætti ráðstefnunni. Ekki voru komin nein tilmæli um fjöldatakmarkanir á þeim tíma frá sóttvarnalækni þannig að óhætt þótti að halda ráðstefnuna. Meðal frummælenda á ráðstefnunni voru margir yfirmenn innan almannavarna og lögreglunnar sem sagan segir hafi allir sem einn snúið við á Holtavörðuheiðinni föstudaginn 28. febrúar þegar fyrsta covid-smitið greindist. Aðgerðamál | 81


Svæði 7 Slysavarnadeild kvenna Bolungarvík - Bolungarvík Slysavarnadeild Hnífsdals - Hnífsdalur Slysavarnadeildin Hjálp - Bolungarvík Slysavarnadeildin Iðunn - Ísafjörður Svæði 10 Svæði 6 Slysavarnadeildin Gyða - Bíldudalur Slysavarnadeildin Unnur - Patreksfjörður

Slysavarnadeildin Drangey - Sauðárkrókur Slysavarnadeildin Harpa - Hofsós

Svæði 5 Slysavarnadeild Dalasýslu - Búðardalur Slysavarnadeildin Helga Bárðardóttir - Hellissandur Slysavarnadeildin Sumargjöf - Ólafsvík Slysavarnafélagið Snæbjörg - Grundarfjörður Svæði 4 Slysavarnadeildin Líf - Akranes Slysavarnadeild Þverárþings Slysavarnadeildin Þjóðbjörg, Borganes

Svæði 9 Slysavarnadeildin Káraborg - Hvammstangi

Slysavarna

Svæði 1 Slysavarnadeildin í Reykjavík - Reykjavík Slysavarnadeildin Hraunprýði - Hafnarfjörður Slysavarnadeildin Varðan - Seltjarnarnes Slysavarnadeild Kópavogs - Kópavogur Svæði 2 Slysavarnadeildin Dagbjörg - Reykjanesbær Slysavarnadeildin Þórkatla - Grindavík Slysavarnadeildin Una - Garður Svæði 3 Slysavarnadeildin Björg - Eyrarbakka Slysavarnadeildin Tryggvi Gunnarsson - Selfoss 82 | Árbók 2021


Svæði 12 Slysavarnadeild kvenna Húsavík - Húsavík Slysavarnadeildin Hringur - Mývatn

Svæði 11 Slysavarnadeildin Vörn - Siglufjörður Slysavarnadeild kvenna Ólafsfirði - Ólafsfjörður Slysavarnadeildin á Akureyri - Akureyri Slysavarnadeildin Dalvík - Dalvík

Svæði 13

deildir 2020

Slysavarnadeildin Hafdís - Fáskrúðsfjörður Slysavarnadeildin Hafrún - Eskifjörður Slysavarnadeildin Rán - Seyðisfjörður Slysavarnadeildin Sjöfn - Vopnafjörður

Svæði 15 Slysavarnadeildin Framtíðin - Höfn

Svæði 18 Slysavarnadeildin Eykyndill - Vestmannaeyjar Einingar SL | 83



Slysavarnir 2020

Slysavarnir | 85


Það er óhætt að segja að árið 2020 í heimsfaraldri hafi verið okkur lærdómsríkt og er málaflokkur slysavarna þar engin undantekning. Margt fór öðruvísi en áætlað var og má segja að starf þeirra eininga sem sinna slysavörnum hafi legið að mestu leyti niðri meginhluta ársins vegna samkomutakmarkana. En þó tókst félögum að aðlaga sig og vinna nokkur frábær verkefni og skilaboð okkar um slysavarnir til samfélagsins voru einnig mjög sýnileg á samfélagsmiðlum. Slysaskrá Íslands Í janúar 2019 skipaði Landlæknir vinnuhóp að frumkvæði Slysavarnafélagsins Landsbjargar til að vinna að þarfagreiningu vegna skráningar slysa. Vinnan var unnin af starfsmanni embættisins, með fulltingi fulltrúa frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu og bráðamóttöku Landspítalans. Hópnum var ætlað að kortleggja núverandi stöðu og setja fram þarfagreiningu hvað varðar skráningu slysa í heilbrigðiskerfinu og framsetningu tölfræði þar um. Á haustdögum 2020 hófust svo óformlegar viðræður á milli Landspítala og Miðstöðvar rafrænna heilbrigðislausna hjá embætti landlæknis (MRH) um tilraunaverkefni um slysaskráningu á bráðamóttöku. Vegna mikils álags á MRH í tengslum við viðbrögð við covid-19 heimsfaraldrinum komst sú vinna ekki almennilega af stað. Þrátt fyrir mikið álag á heilbrigðisþjónustu skilar vinnuhópurinn tillögum sínum til Landlæknis á næstu vikum og vonandi verður unnið áfram með uppfærslu á skráningarkerfum heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa. 86 | Árbók 2021


Samgöngustofa Samkvæmt tölfræði frá Samgöngustofu létust átta einstaklingar í sjö slysum á árinu 2020. Enginn erlendur ferðamaður lést og er það í fyrsta sinn sem það gerist frá árinu 2014. Sjö karlmenn og ein kona létust en þeir 15 ökumenn sem komu við sögu í banaslysum voru allt karlmenn. Þrír létust á bifhjóli og fjórir létust vegna aksturs undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Sá yngsti sem lést var 28 ára og sá elsti 92ja ára. Samstarfsverkefni með Samgöngustofu gengu vel á árinu og má segja að fjarfundakerfi og samfélagsmiðlar hafi verið nýtt til hins ýtrasta til að koma skipuleggja verkefni og koma skilaboðum til almennings. Eftirtalin umferðartengd verkefni voru unnin á árinu. Slysavarnir | 87


Reiðhjól og hjálmar Vegna samkomutakmarkana féllu flestir reiðhjóladagar eininganna niður þetta árið og plaköt félagsins um öryggisatriði á hjólinu og hjálmi fóru minna í dreifingu en áður. Þá var brugðið á það ráð á vordögum í samvinnu við Samgöngustofu sem lagði til fjármagn í verkefnið að taka upp stutt myndbönd með leikkonunni Sögu Garðars og atvinnuhjólreiðamanninum Ingvari Ómarssyni þar sem þau fóru á skemmtilegan hátt yfir öryggisatriði og grundvallarreglur. Myndirnar fengu mikla athygli á samfélagsmiðlum og voru sýndar reglulega á RÚV allt sumarið. Rafhlaupahjól Í upphafi sumars stóð Slysavarnafélagið Landsbjörg fyrir leikjum á samfélagsmiðlum þar sem áhersla var lögð á reglur um rafhlaupahjól. Fólk var hvatt til að nota hjálm, bent á að aðeins einn ætti að vera á hverju hjóli og að rafhlaupahjól ættu ekki heima á götunni. Um 165.000 manns sáu öflug forvarnaskilaboð og rúmlega 5.000 tóku þátt í leikjunum. Í kjölfarið var hringt í þátttakendur og þeim boðið að gerast bakverðir. Verkefnið skilaði rúmlega 500 nýjum bakvörðum. Árleg umferðarkönnun Samgöngustofa og einingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar framkvæmdu umferðarkönnun annað árið í röð. Var reynt eftir fremsta megni að hafa framkvæmdina eins bæði árin enda er ætlunin að framkvæma könnunina með sama hætti næstu árin til þess að geta fengið sem besta mynd af þróun hegðunar í umferð á Íslandi. Valdir voru 42 staðir víðsvegar um landið og var ætlunin að fylgjast með á hverjum þeirra hvort ökumenn notuðu belti, voru í símanum án handfrjáls búnaðar og hvort ökuljósin væru kveikt. Fleiri atriði voru skoðuð, s.s. kyn, aldur og hjálmanotkun bifhjóla- og hjólreiðamanna. 88 | Árbók 2021


Slysavarnir | 89



Niðurstöðurnar í þessari könnun gefa til kynna að tækifæri eru víða til að gera betur en ýmislegt er þegar komið á góðan stað. Beltanotkun er víða í Evrópu betri en á Íslandi og ljóst að ef við ætlum að vera í hópi þeirra bestu þurfum við að gera betur. 3,4% ökumanna voru í símanum við akstur. Það hljómar e.t.v. ekki há tala en þetta er aðeins farsímanotkunin á þeirri sekúndu sem könnunin var framkvæmd – og gefur þessi niðurstaða því til kynna að á hverjum tímapunkti séu 3,4% ökumanna í símanum við akstur, án handfrjáls búnaðar. Alls tóku 26 einingar félagsins þátt í þessu verkefni.

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa Að þessu sinni var minningardagurinn sniðinn að sérstökum aðstæðum í samfélaginu. Vegna samkomubanns var horfið frá hinni rótgrónu minningarstund við þyrlupallinn við Landspítalann. Í staðinn var árvekniátak í samfélaginu um umferðaröryggi dagana 13.-15. nóvember. Félagar úr Slysavarnafélaginu Landsbjörg stóðu fyrir fámennari minningarviðburðum í samstarfi við aðra viðbragðsaðila um land allt og var þeim streymt beint í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Einkennislag dagsins var When I think of angels í flutningi KK og Ellenar Kristjáns sem flutt var samtímis á öllum útvarpsstöðvum landsins. Forseti Íslands og samgönguráðherra ávörpuðu þjóðina í sérstökum myndböndum sem dreift var á samfélagsmiðlum. Alls tóku 30 einingar félagsins þátt í þessu verkefni.

Slysavarnir | 91


Endurskinsmerki Á 112 daginn þann 11. febrúar tóku björgunarsveitir og slysavarnadeildir virkan þátt í skipulagningu. Tæki félagsins stóðu við fjölfarin gatnamót ásamt tækjum annarra viðbragðsaðila og félagar um land allt fóru á fjölmenna staði og gáfu fólki endurskinsmerki. Alls voru gefin 18.000 endurskinsmerki þennan dag. Endurskinsmerkin voru fjármögnuð af einingum félagsins, Neyðarlínunni og Samgöngustofu. Á haustdögum fengum við Samgöngustofu og Sjóvá í lið með okkur og ákveðið var að framleiða og gefa 70.000 endurskinsmerki samhliða sölu á neyðarkalli. Vegna sóttvarna var sölunni á neyðarkalli frestað en endurskinsmerkjunum var dreift um land allt eins og best þótti henta á hverjum stað vegna sóttvarna, oftast í gegnum leikskóla og skóla. Á sama tíma var auglýst á fjöl- og samfélagsmiðlum: „Verum sýnileg í skammdeginu.“ Á árinu 2020 tóku 111 einingar félagsins þátt í að gefa 88.000 endurskinsmerki til samfélagsins. Göngum í skólann Árlega taka milljónir barna þátt í Göngum í skólann verkefninu í yfir fjörutíu löndum víðsvegar um heim. Slysavarnafélagið Landsbjörg styður verkefnið í samstarfi við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Embætti landlæknis, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu og Heimili og skóla. Alls skráðu 75 skólar sig til leiks þetta árið sem er metþátttaka. Meginmarkmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar og að draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum. 92 | Árbók 2021


Unga fólkið og umferðin Í febrúar var heimsþing samgönguráðherra um umferðaröryggi haldið í Stokkhólmi. Samhliða því var haldið heimsþing unga fólksins um umferðaröryggi undir yfirskriftinni „Hingað og ekki lengra“ (Enough is enough). Fjögur íslensk ungmenni sátu ráðstefnuna, öll félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Atli Þór Jónsson og Fannar Freyr Atlason, félagar í unglingadeildinni Árnýju í Reykjavík. Með þeim var Helena Dögg Magnúsdóttir, verkefnisstjóri unglingamála. Samgöngustofa kostaði svo tvö ungmenni á ráðstefnuna, þær Emblu Líf Hallsdóttur, björgunarsveitarkonu og starfsmann ungmennaráðs Mosfellsbæjar, og Karín Ólu Eiríksdóttur, björgunarsveitarkonu í Þorbirni í Grindavík. Eftir heimkomuna skall á heimsfaraldur og var tekin sameiginleg ákvörðun með Samgöngustofu og Samfés að fresta verkefninu. Félagið mun vinna áfram að þessu verkefni og er markmiðið að stofna hóp jafningjafræðara úr hópi unglingadeilda SL og frá Samfés. Verkefnið er samstarfsverkefni félagsins og Samgöngustofu. Eldvarnir Sex létust í eldsvoðum á árinu og hafa dauðsföll vegna eldsvoða á einu ári ekki verið fleiri í yfir fjörutíu ár. Mikið hefur mætt á slökkviliðum en útköll vegna eldsvoða voru á þriðja hundrað og 43 þeirra alvarleg og eignatjón mikið. Slysavarnafélagið Landsbjörg er aðili að Eldvarnabandalaginu ásamt Brunabótafélagi Íslands, Félag slökkviliðsstjóra, Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Mannvirkjastofnun, Sjóvá-Almennum, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, TM, VÍS og Verði tryggingum. Verkefnisstjóri slysavarna situr í stjórn bandalagsins fyrir hönd félagsins. Stjórn EB fundar mánaðarlega allt árið. Þegar ljóst var að eldsvoðar voru að ná nýjum hæðum á árinu var ákveðið að bregðast við og um mánaðamótin nóvember/desember fór félagið af stað með forvarnir á samfélagsmiðlum. Við fengum Securitas til liðs við okkur og höfðum leik þar sem þátttakendur gátu unnið inneign hjá Securitas fyrir slökkvitæki, reykskynjurum og eldvarnateppi. Á annað hundrað þúsund manns sáu forvarnaskilaboð og rúmlega 5.000 tóku þátt í leikjunum. Verkefnið skilaði rúmlega 600 nýjum bakvörðum. Slysavarnadeildir félagsins dreifðu Eldvarnarhandbók heimilisins með ungbarnagjöfum, með reykskynjurum til fermingabarna og til eldri borgara. Slysavarnir | 93


Öryggi barna (Mynd) Verkefnið „Hættuleg leikföng“ var endurtekið á haustmánuðum á samfélagsmiðlum. Efnið stenst vel tímans tönn og má því gera ráð fyrir að við munum nýta það áfram. Nýr uppfærður bæklingur „Er öryggi barnanna tryggt á þínu heimili?“ var prentaður á árinu og er kominn í dreifingu hjá heilsugæslustöðvum og slysavarnadeildum. Með honum er dreift einblöðungi frá Samgöngustofu „Öryggi barna í bíl“ þar sem fjallað er um notkun bílstóla og hvaða búnað skal nota eftir aldri barns. Landssamband eldri borgara Slys á heimilum eða í frístundum hjá 74ra ára og eldri eru mjög algeng og má nefna að hjá Slysaskrá Íslands eru skráð að meðaltali 2.000 slys og óhöpp á heimili eða í frístundum á ári í þessum aldurshópi. Til samanburðar er sami aldurshópur með 120 skráð slys í umferðinni. Bæklingur félagsins „Örugg efri ár“, sem dreift er fyrir milligöngu heilsugæslustöðva og félagsmiðstöðva eldri borgara, hefur verið í endurmati og ljóst að hann mun taka breytingum í næstu prentun. Í samvinnu við formann LEB og Slysavarnafélagið Landsbjörg gaf Samgöngustofa út nýjan bráðabirgðabækling um akstur á efri árum en hugmyndin er að setja þessa tvo saman í einn þegar kemur að næstu prentun. Bæklingana er hægt að nálgast á skrifstofu félagsins og vonandi geta einingarnar haldið áfram að heimsækja félagsmiðstöðvar eldri borgara og ræða um slysahættur á heimilinu á komandi ári. Flugeldaforvarnir Í samstarfi við Blindrafélagið, Sjóvá, Prentmet Odda og

viss um Vertu ir noti að all gleraugu flugelda lorðnir -líka ful

Póstinn sendi félagið gjafabréf fyrir flugeldagleraugum til allra barna á aldrinum 10-15 ára sautjánda árið í röð. Gjafabréfið var hægt að innleysa á öllum flugeldamörkuðum björgunarsveita. Félagið birti forvarnaefni í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum í nafni öryggisakademíunnar.

GJAFABRÉF á flugeldagleraugu 2020

Blindrafélagið og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa undanfarin áramót gefið öllum10 til 15 ára krökkum flugeldagleraugu sem hefur m.a. leitt til þess að augnslysum hjá þessum aldurshópi hefur fækkað mikið. Handhafi þessa gjafabréfs getur framvísað því á öllum flugeldamörkuðum björgunarsveitanna og fengið flugeldagleraugu að gjöf. • Alvarlegustu slysin verða þegar flugeldar eru teknir í sundur og púðrið notað í heimagerðar sprengjur • Algengustu slysin verða á höndum, andliti og augum • Notkun ullar- og skinnhanska dregur úr líkum á áverkum á höndum • Áverkar á andliti verða oftast þegar viðkomandi hallar sér yfir vöruna eftir að eldur hefur verið borinn að henni • Flest slysin verða vegna vankunnáttu eða óvarkárni • Notkun flugeldagleraugna hefur stórlega dregið úr augnskaða

Með ósk um slysalaus og ánægjuleg áramót!

SL 1220-1 gleraugnagjafabréf.indd 3

94 | Árbók 2021

01/12/2020 17:34


Þátttaka eininga félagsins í verkefnum og samskipti Eins og fram kom í upphafi þurftu einingar félagsins að bregðast við heimsfaraldri og tilheyrandi samkomutakmörkunum og sóttvörnum. Starfið á árinu tók að sjálfsögðu mið af því. Margir árlegir viðburðir voru felldir niður og til að koma skilaboðum til samfélagsins þurfti að fara nýjar leiðir. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður í samfélaginu tóku 111 einingar félagsins að einhverju leyti þátt í landsdekkandi slysavarnaverkefnum og hlýtur það að teljast frábær árangur. Slysavarnir | 95


Slysavarnir útivistarfólks og ferðamanna 2020


Ekki þarf að verja mörgum orðum í útskýra að árið 2020 var með óvenjulegu sniði vegna covid heimsfaraldursins. Í þessum kafla er fjallað um helstu verkefni sem falla undir þennan málaflokk en ákveðið var snemma að halda fullum krafti, breyta frekar áherslum og vinna að þróun og undirbúningi auk þess að sinna enn betur þeim fjölda Íslendinga sem ferðaðist um landið og stundaði útivist svo og þeim ferðamönnum sem hingað komu. Slysavarnir snúast um samstarf, við hagaðila, samstarfsaðila en síðast en ekki síst við notandann sjálfan, þann sem slysavarnirnar beinast að. Þetta samstarf tókst vel á árinu 2020 en sem fyrr eru það atvinnnu- og nýsköpunarráðuneyti, Samtök ferðaþjónustunnar, Samgöngustofa, Vegagerð, Sjóvá, Vatnajökulsþjóðgarður, lögregla, bílaleigur og aðrir ferðaþjónar sem og fleiri sem byggja undir þennan flokk slysavarna. Fljótlega eftir að heimsfaraldurinn tók sér sterka stöðu hér á landi beindist sjónarhorn málaflokksins að innlendu ferða- og útivistarfólki. Kom nokkuð á óvart hversu mikið sá hópur sótti í þau verkefni sem haldið er á lofti og er það góð þróun.

Safetravel.is Vefsíðan safetravel.is er eitt af stærri líffærum verkefnisins og á árinu var unnið að endurbótum á efni hennar og má meðal annars nefna efni varðandi akstur á hálendinu og hjólreiðar. Auk þess var sett upp þjónusta sem gerir notendum kleift að setja inn farsímanúmer sitt, ferðatímabil og fá í framhaldinu viðvaranir í sms formi á þeim tíma sem ferðalagið eða útivistin varir. Hefur þetta verið allnokkuð notað. Leiga á neyðarsendum sem boðið er upp á á vefsíðunni var minni en fyrri ár en afar jákvætt er þó að sjá að innlent útivistarfólk er í auknum mæli að taka með sér neyðarsenda af einhverju tagi í sínar ferðir. Má reikna með að þetta aukist enn meira þegar núverandi neyðarsendar verða endurnýjaðir í senda sem bjóða upp á ferilvöktun og aukna samskiptamöguleika. Gríðarleg aukning var í innsendum ferðaáætlunum frá innlendu útivistar- og ferðafólki svo og var nokkur fjölgun í fyrirspurnum frá sömu aðilum.

Slysavarnarnir ferðamanna | 97


Skjáupplýsingakerfið Á árinu var unnið að þróun skjáupplýsingakerfisins en fáir nýir skjáir voru settir upp. Stefnt er að breytingum á núverandi virkni kerfisins svo og að hafa á völdum stöðum snertiskjái sem gerir notendum kleift að sækja sér efni að eigin vali og dýpka um leið upplýsingaöflunina. Öryggisupplýsingastöð Er leið á árið var upplýsingamiðstöð þeirri sem við höfum aðstöðu í á Laugavegi lokað og fljótlega eftir það var fastri viðveru okkar þar hætt. Starfsfólk vann því heima eins og títt var í því ástandi sem ríkti. Fram eftir ári var mikið um fyrirspurnir er tengdust covid, það er sóttkví, hverjir máttu koma og hverjir ekki og svo framvegis. Oft lágu tugir fyrirspurna fyrir þegar starfsfólk kom til vinnu á daginn. Með liðsinni frá Almannavörnum og Landlækni var reynt að svara öllum fyrirspurnum eða vísa þeim annað í þeim fáu tilfellum sem það átti við. Allnokkuð var um innsendar ferðaáætlanir frá innlendu útivistar- og ferðafólki og er það virkilega ánægjuleg þróun, svo og fjölgaði umtalsvert fyrirspurnum um hálendi, gönguferðir og annað frá þessum sama hóp yfir sumartímann. Það fór því ekki svo að sumarið yrði sá rólegi tími sem leit út fyrir í miðri covid bylgju eitt snemma á vordögum. 98 | Árbók 2021


42 103

ÞÚSUND

GESTIR Á EINUM DEGI Á SAFETRAVEL.IS

UPPLÝSINGASKJÁIR

UM ALLT LAND

5

TUNGUMÁL Á VEFSÍÐUNNI SAFETRAVEL ÍSLENSKA, ENSKA, ÞÝSKA, FRANSKA OG KÍNVERSKA

Safetravel dagurinn Safetravel dagurinn var haldinn með pompi og pragt en aðeins öðru sniði þetta árið, en Samgöngustofa kom afar sterkt inn í það samstarfsverkefni. Útbúið var efni sem dreift var á samfélagsmiðlum og keyrt í útvarpi. Sjálfboðaliðar slysavarnadeilda og björgunarsveita voru á um fimmtíu stöðum um allt land, hittu á ökumenn og aðstoðarmenn þeirra og afhentu þeim nýtt fræðsluefni sem var í takti við það efni sem notað var í útvarpi og á samfélagsmiðlum. Mikil ánægja var með daginn en nokkur þúsund aðilar þáðu efnið og gáfu sér tíma til að ræða um aksturshegðun og öryggi á vegum úti. Slysavarnarnir ferðamanna | 99


Fræðslumyndbönd Fyrri hluta árs voru framleidd nokkur fræðslumyndbönd og nýtt í fræðsluskyni og miðlum félagsins og samstarfsaðila. Um var að ræða myndband um öryggi í fjallahjólreiðum þar sem Halla Jónsdóttir leiðbeinir um helstu atriði er það varðar. Eitt myndband var um þrjú lög fatnaðar, annað um akstur yfir ár, hið þriðja um ferðaáætlanir og að lokum var í upphafi rjúpnaveiðitímabils frumsýnt myndband um nokkur atriði er varða notkun á GPS tækjum. Í góðri samvinnu við Samgöngustofu voru svo gefin út fjögur myndbönd er varða akstur í upphafi sumars. 100 | Árbók 2021


Hálendisvaktin Að venju hófst vinna að hálendisvakt með því að björgunarsveitir sóttu um þau svæði og tímabil sem þeirra hugur stóð til. Tímabilið hófst um miðjan júní eða um tveimur vikum fyrr að Fjallabaki auk þess sem viðbragðsvaktin í Skaftafelli var með. Alls voru því tuttugu og fimm vikur í boði þetta sumarið. Í júnímánuði fóru fram námskeið fyrir þátttakendur hálendisvaktar þar sem farið er yfir vinnulag, aðstöðumál og eðlilega var sérstaklega farið í vinnulag er tengdist covid 19 faraldrinum. Afar góð þátttaka var á námskeiðunum sem voru eingöngu á fjarfundaformi en nokkuð yfir 200 manns tóku þátt. Þann 19. júní hélt fyrsti hópur af stað á Fjallabak með viðkomu hjá Olís í Norðlingaholti sem var einn af fjölmörgum stöðum þar sem sjálfboðaliðar félagsins stóðu vaktina á svokölluðum Safetravel degi. Nokkur óvissa var hjá þessum hóp eins og flestum með hvað vikan bæri í skauti sér. Ekki var vitað um fjölda ferðamanna og óvíst var hversu margir Íslendingar myndu leggja leið sína á hálendið. Áhugavert væri því að sjá fjölda aðstoðarbeiðna næstu vikurnar og mánuðina. Almennt má segja að oftar hafi verið leitað liðsinnis björgunarsveita á hálendisvakt og viðbragðsvakt en margir gerðu ráð fyrir. Verkefni voru vissulega færri en í meðalsumri en aðdáunarvert var að sjá hvað þátttakendur voru duglegir við að skipuleggja rólegri tíma með vettvangsferðum um svæðin sín og æfingum af ýmsum toga. Oftar en ekki nutu skála- og landverðir góðs af viðveru hópanna og var til dæmis lagst í brúarsmíði svo minnst sé á eitthvað. Slysavarnarnir ferðamanna | 101


Þegar fjöldi ferðamanna sem liðsinnt var er skoðaður sést að þeir voru um 1.400 sem er rúmlega 400 færri en í fyrra. Þegar horft er á fjölda verkefna eru þau tæplega 1.500 talsins eða rúmlega 30% færri en sumarið 2019.

Eins og fyrr var minnst á eru þetta líklega fleiri verkefni en margir áttu von á eftir mikla fækkun ferðamanna hingað til lands í kjölfar fyrstu bylgju kórónuveirunnar á vetrar- og vormánuðum.

102 | Árbók 2021


Það er því áhugavert að skoða hlutfall innlendra og erlendra ferðamanna og þegar rýnt er í þær tölur má sjá að af þeim ferðamönnum sem nutu aðstoðar hálendis- og viðbragðsvaktar sumarið 2020 voru 35% þeirra innlendir ferðamenn. Sé horft til sumarsins 2019 má sjá að hlutfall innlendra ferðamanna er 22% eða um 13% minna en sumarið 2020.

Áhugavert er þó að sjá að bæði sumrin eru innlendir ferðamenn stærsti hópur þeirra sem þarfnast liðsinnis hálendisvaktar en það á reyndar einnig við um árið 2018.

Slysavarnarnir ferðamanna | 103


Ef við rýnum í fjölda útkalla og er hér einungis átt við forgangsútköll (F1, F2, F3), það er útköll þar sem björgunarsveit úr byggð hefði líklega verið kölluð út nyti hálendisvaktar ekki við, má sjá að þau eru um sextíu talsins eða hartnær eitt á dag á þeim tíma sem björgunarsveitir eru með viðveru á hálendinu. Er þetta um 40% minna en sumarið 2019 og sé horft á að fjöldi verkefna var rúmlega 30% minni má leiða líkur að því að hlutfall alvarlegri verkefna hafi minnkað.

Sé horft til útkalla eftir svæðum og hér er búið að bæta við F4 útköllum, það er minniháttar óhöppum og atvikum sem hálendisvaktin sinnir af því að hún er á svæðinu, má sjá að eins og fyrri ár eru flest að Fjallabaki.

104 | Árbók 2021


Næstflest eru í Skaftafelli en þar er ætíð nokkuð um minniháttar brot og slys sem viðbragðsvaktin sinnir enda nokkuð langt í heilsugæslu eða álíka þjónustu. Áhugavert er að lítil sem engin minnkun er á Sprengisandi þrátt fyrir fækkun verkefna og ferðamanna almennt þetta sumarið. Hið sama gildir einnig um Skaftafell. Ef við horfum á eðli útkalla, það er hvers vegna er kallað út má sjá að sem fyrr eru slys og veikindi rúmlega þriðjungur atvika eða 37% þetta sumarið. Stærsti einstaki flokkurinn er þó bílatengd aðstoð.

Ef við horfum á tegund ferðamanna sem þarfnast liðsinnis björgunarsveita á hálendisvakt má sjá að göngufólk er sem fyrri stærsti hópurinn, næstum þriðjungur sumarið 2020. Slysavarnarnir ferðamanna | 105


106 | Árbók 2021


Ferðamenn á jeppum og jepplingum í einkaeigu eru stærra hlutfall en sumarið 2019 og fer það saman við stærra hlutfall innlendra ferðamanna. Þessir tveir hópur telja um fjórðung af þeim ferðamönnum sem nutu liðsinnis hálendisvaktar. Eins og ætíð er áhugavert að rýna í þessar tölur og ljóst er að síðan nýr aðgerðagrunnur var tekinn í gagnið hefur aðgengi að tölfræði og gæðum hennar stórbatnað. Enn mætti þó setja vinnu í að þróa þann hlut lengra og þannig geta enn betur séð hvar skórinn kreppir í slysavörnum hvað þetta varðar og auðvitað um leið öll önnur atvik allan ársins hring. Þegar horft er á þessa tölfræði er kannski fátt sem kemur á óvart. Nú sem fyrr eru innlendir ferðamenn stærsti einstaki hópurinn sem nýtur aðstoðar björgunarsveita á hálendisvakt þó vissulega séu þeir stærra hlutfall þetta sumarið eða rúmlega þriðjungur. Bílatengd aðstoð er stærsti einstaki hópur þegar horft er til eðlis útkalla en sem fyrr eru slys og veikindi þriðjungur allra útkalla og sé leit bætt við hátt í helmingur þeirra útkalla sem kom inn á borð sjálfboðaliða á hálendisvakt þetta sumarið. Það þarf ekki að hafa fleiri orð um mikilvægi verkefna eins og hálendisvaktar.

Slysavarnarnir ferðamanna | 107


Svæði 7 Svæði 6

Unglingadeildin Ernir

Unglingadeildin Vestri

Unglingadeildin Hafstjarnan Unglingadeildin Tindar Unglingadeildin Sæunn Svæði 9

Unglingadeildin Björg

Unglingadeildin Skjöldur Unglingadeildin Blanda Svæði 5 Unglingadeildin Dreki

Svæði 8

Unglingadeildin Heimalingar

Unglingadeildin Sigfús

Unglingadeildin Óskar Unglingadeildin Pjakkur

Unglinga

Svæði 1 Unglingadeildin Árný Unglingadeildin Björgúlfur Svæði 4

Unglingadeildin Kyndill

Unglingadeildin Arnes

Unglingadeildin Stormur

Unglingadeildin Litla Brák

Unglingadeildin Ugla

Svæði 3 Unglingadeildin Bogga Unglingadeildin Bruni Unglingadeildin Greipur Unglingadeildin Strumpur Unglingadeildin Ungar Unglingadeildin Vindur

Svæði 2 Unglingadeildin Hafbjörg Unglingadeildin Klettur Unglingadeildin Rán Unglingadeildin Tígull Unglingadeildin Von 108 | Árbók 2021

Svæði 18 Unglingadeildin Eyjar


Svæði 11

Svæði 12

Unglingadeildin Bangsar

Unglingadeildin Mývargar

Unglingadeildin Dasar

Unglingadeildin Náttfari

Unglingadeildin Djarfur

Unglingadeildin Núpar Unglingadeildin Þór

Svæði 10 Unglingadeildin Glaumur Unglingadeildin Smástrákar Unglingadeildin Trölli

Svæði 13 Unglingadeildin Ársól Unglingadeildin Gerpir Unglingadeildin Héraðsstubbar Unglingadeildin Logi Unglingadeildin Særún Unglingadeildin Vopni

deildir 2020

Svæði 15 Svæði 16

Unglingadeildin Brandur

Unglingadeildin Hellingur Unglingadeildin Ýmir

Einingar SL | 109


Unglingastarfið 2020


Unglingastarfið | 111



750 unglingar í starfi

48 175

unglingadeildir

umsjónarmenn

Unglingastarfið Árið 2020 var mjög óvenjulegt ár og hefur það komið töluvert niður á unglingastarfi félagsins. Vegna allra þeirra fjöldatakmarkana sem settar voru vegna covid-19 faraldursins var lítið um staðfundi og unglingadeildir þurftu líkt og aðrir að bregðast við. Þá kom í ljós hvers megnugir okkar umsjónarmenn eru þar sem verulega reyndi á hugmyndaflugið og lausnamiðuð hugsun var allsráðandi. Unglingadeildafundir voru færðir yfir í rafrænt form, Zoom eða önnur forrit notuð til þess að funda með unglingunum og kennt alls kyns námsefni í gegnum rafrænt form, Kahoot leikir, ratleikir, einstaklingskeppni til þess að fá unglingana til þess að fara út og hreyfa sig, keppni í snjóhúsa- og snjókallagerð. Það er ekki auðvelt að halda úti félagsstarfi í gegnum rafrænt form en umsjónarmenn unglingadeildanna gerðu sitt besta í því og eiga mikið hrós skilið fyrir þeirra vinnu. Unglingastarf félagsins er öflugt og eru skráðar 48 unglingadeildir á landinu, en eru nú 42 virkar með 750 unglinga á aldrinum 13-18 ára og 175 umsjónarmenn. Umsjónarmannanámskeið Námskeið umsjónarmanna er 16 klst. helgarnámskeið með það að markmiði að efla starf umsjónarmanna, efla samstarf og í leiðinni fræðast um unglingastarfið. Þá er námskeiðið sett upp fyrir alla umsjónarmenn, nýja og gamla, unga sem og hundgamla. Eitt námskeið fór fram í byrjun ársins og var það haldið á Suðurlandi, nánara tiltekið í Myrkholti, og var það námskeið fullsetið. Unglingastarfið | 113


Landshlutamót unglingadeilda Landshlutamót unglingadeilda var haldið á Úlfljótsvatni dagana 26.-30. júní. Þátttaka í mótinu var góð, voru þar saman komnir 183 unglingar og umsjónarmenn úr 12 unglingadeildum hvaðanæva af landinu. Mótið hófst á föstudagskvöldi og stóð fram á sunnudag. Það var mikið lagt upp úr hópefli til þess að hrista hópinn saman. Svæðið hefur upp á margt að bjóða og var það nýtt til hins ýtrasta. Það var farið í fótboltagolf, klifurturninn, vatnasafaríið, bátana, farið í gönguferð, gerð þrautabraut og fleira. Um laugardagskvöldið var grillveisla og kvöldvaka þar sem setið var við varðeld og skemmt sér. Skipulagning mótsins var í höndum umsjónarmanna unglingadeilda á höfuðborgarsvæðinu og eru þeim færðar kærar þakkir fyrir þá frábæru vinnu sem þau lögðu á sig. Viðburðum aflýst Sökum aðstæðna í samfélaginu vegna covid-19 faraldursins þurfti að aflýsa viðburðum í unglingastarfinu. Landsfundur umsjónarmanna unglingadeilda og Miðnæturíþróttamótið voru hluti af þeim viðburðum sem var aflýst. Samstarf við erlend björgunarsamtök Undanfarin ár hefur samstarf við erlend björgunarsamtök verið mjög gott. Félagið hefur þó verið í mestu samstarfi við þýsku björgunarsamtökin THW og norsku samtökin Norsk Folkehjelp. Unglingadeildin Árný hefur verið í samstarfi við unglingadeild THW í Bocholt síðan 2016. Í ár átti að taka á móti hópi frá Þýskalandi en því miður gekk það ekki eftir vegna heimsfar114 | Árbók 2021


aldursins en til stendur að fara af stað með verkefnið um leið og tækifæri gefst. Það voru þó haldnir nokkrir fjarfundir og er planið að vinna að frekara samstarfi milli þessara deilda í framtíðinni. Samstarf félagsins við erlend björgunarsamtök geta skipt miklu máli fyrir félaga okkar og ekki síður unglingana eins og björgunarsveitarfólk. Það eykur þekkingu unglinganna sem og veitir þeim meiri víðsýni og reynslu í reynslubankann sinn. Nefnd um unglingamál Nefnd um unglingamál er faghópur sem fer með unglingamál félagsins fyrir hönd SL, án ákvörðunarréttar. Stjórn felur nefndinni þau verkefni sem hún telur þarfnast umsagnar, framkvæmda eða lokameðferðar. Nefnd um unglingamál er valin/kosin til tveggja ára í senn. Haldnir voru fimm fundir á árinu en þó einungis fjarfundir vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Í nefndinni sitja: Bragi Jónsson frá Unglingadeildinni Bruna, Hveragerði Halldóra Hjörleifsdóttir frá Unglingadeildinni Vindi, Flúðum Jens Olsen frá Unglingadeildinni Brandi, Höfn í Hornafirði Jón Sigmar Ævarsson frá Unglingadeildinni Árnýju, Reykjavík Þór Hinriksson frá Unglingadeildinni Uglu, Kópavogi Frá stjórn kemur Otti Rafn Sigmarsson og Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir og starfsmaður nefndarinnar er Helena Dögg Magnúsdóttir. Ungmennaráð Í unglingadeildum Slysavarnafélagsins Landsbjargar starfa kraftmiklir unglingar sem vilja hafa áhrif á það starf sem er í boði fyrir þau. Í ungmennaráðinu er verið að skapa vettvang og leiðir til þess að gera unglingunum kleift að koma skoðunum sínum og tillögum á framfæri við viðeigandi aðila. Einnig að veita þátttakendum fræðslu og þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum og vettvang til að þjálfa sig í þeim. Haldnir voru tveir fundir á árinu og voru þeir fundir haldnir með fjarfundabúnaði líkt og aðrir fundir félagsins. Ungmennaráðið sat ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði sem haldin var september í Silfurbergi í Hörpu. Yfirskrift ráðstefnunnar var Lýðræðisleg áhrif - Hvar, hvenær og hvernig getur ungt fólk haft áhrif? Ráðstefnan var samræðuvettvangur ungmennaráða á landinu. Unglingastarfið | 115


Ungmennaráðið fékk einnig tækifæri til að sitja fulltrúaráðsfund félagsins sem var einnig haldinn í fjarfundi. Það var mjög lærdómsríkt fyrir unglingana að sjá hvað fer fram á slíkum fundum hjá félaginu. Í ungmennaráðinu 2020 starfa: Atli Þór Jónsson, Unglingadeildinni Árnýju, Reykjavík Iðunn Ósk Jónsdóttir, Unglingadeildinni Vindi, Flúðum Soffía Meldal Kristjánsdóttir, Unglingadeildinni Óskari, Búðardal Hrefna Dís Pálsdóttir, Unglingadeildinni Hafstjörnunni, Ísafirði Axel Guðmundsson, Unglingadeildinni Björgúlfi, Hafnarfirði Jóakim Ragnar Óskarsson, Unglingadeildinni Hafbjörg, Grindavík Ungmennaráð SL eru mjög mikilvægur hlekkur í að halda uppi unglingastarfi félagsins þar sem þar verða til framtíðarleiðtogar þessa félags. YOURS verkefnið Upphaf verkefnisins Á ráðstefnunni Slysavarnir sem haldin var í október 2019 var haldinn fyrirlestur um umferðaröryggi og ungmenni og var það Manpreet Darroch frá samtökunum YOURS (Youth for Road Safety) sem hélt þann fyrirlestur. Eftir ráðstefnuna var haldin vinnusmiðja fyrir unglinga úr unglingadeildum félagsins og umsjónarmenn þeirra um umferðaröryggi. Í lok vinnusmiðjunnar kynnti Manpreet alþjóðlega ungmennaráðstefnu um umferðaröryggi sem halda átti í Svíþjóð í febrúar 2020 og voru allir mjög spenntir fyrir þeirri ráðstefnu. Í kjölfar vinnusmiðjunnar sóttist Samgöngustofa eftir því við okkur að við fengjum unglinga til þess að kynna vinnusmiðjuna á ráðstefnunni Börn og samgöngur sem haldin var í nóvember 2019 og voru það Fannar Freyr Atlason og Atli Þór Jónsson úr unglingadeildinni Árnýju sem voru fengnir í það verkefni. Þeir kynntu bæði vinnusmiðjuna og sögðu einnig frá ungmennaráðstefnunni sem yrði út í Svíþjóð í febrúar og stóðu sig mjög vel. Í febrúar 2020, rétt áður en heimsfaraldur skall á, var haldið heimsþing samgönguráðherra um umferðaröryggi í Stokkhólmi og samhliða því var haldin ungmennaráðstefna um umferðaröryggi undir yfirskriftinni „Hingað og ekki lengra“ (Enough is enough). Slysavarnafélagið Landsbjörg og Samgöngustofa kostuðu í samstarfi fjögur ungmenni frá Íslandi á ungmennaráðstefnuna sem fengu í leiðinni tækifæri til þess að sitja heimsþingið. Atli Þór Jónsson og Fannar Freyr Atlason, félagar í unglingadeildinni Árnýju í Reykjavík, 116 | Árbók 2021


Embla Líf Hallsdóttir, félagi í Björgunarsveitinni Kyndli Mosfellsbæ, og Karín Óla Eiríksdóttir, félagi í Björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík, voru þau ungmenni sem fengu það frábæra tækifæri á að fara í þessa ferð og með þeim var Helena Dögg Magnúsdóttir verkefnisstjóri unglingamála. Verkefnið var sett á ís í miðjum heimsfaraldri og verður sett af stað um leið og tækifæri gefst og þá er markmiðið að stofna hóp jafningjafræðara úr hópi unglingadeilda félagsins. Verkefnið er samstarfsverkefni félagsins og Samgöngustofu. Æskulýðsvettvangurinn Slysavarnafélagið Landsbjörg gerðist aðili að Æskulýðsvettvangnum, sem er samstarfsvettvangur Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Ungmennafélags Íslands, í lok ársins 2011 og hafði það í för með sér miklar framfarir í unglingastarfi Slysavarnafélagsins. Markmið Æskulýðsvettvangsins er að stuðla að samræðu og samstarfi aðildarfélaganna á sviði leiðtogaþjálfunar, fræðslumála, útbreiðslu, kynninga og á öðrum sviðum eftir því sem þurfa þykir. Til er sameiginleg viðbragðsáætlun með verkferlum sem félög geta fylgt þegar upp koma atvik eða áföll sem kunna að hafa áhrif á starf félags. Þróun í fræðslumálum félagsins er stöðug og nýverið fór af stað Netnámskeið í barnavernd, en námskeiðið er sniðið fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða í íþrótta- og æskulýðsstarfi sem starfa með og bera ábyrgð á börnum og ungmennum. Einnig fór af stað í nóvember vitundarvakning um neteinelti á meðal barna og ungmenna hjá Æskulýðsvettvanginum. Hluti af vitundarvakningunni er ný fræðslu- og forvarnarsíða samtakanna með mikilvægum upplýsingum um neteinelti. Unglingastarfið | 117


Skrifstofa félagsins Árið hjá skrifstofu félagsins var litað af nýjum áskorunum sem fylgdu heimsfaraldrinum Covid19 eins og í samfélaginu öllu. Starfsfólk á skrifstofu þjónustar einingar og félagsmenn í fjölbreyttum verkefnum. Stóran hluta af árinu voru í gildi takmarkanir á aðgengi að skrifstofum félagsins og þurfti starfsfólk því að aðlagast fljótt og finna lausnir til að tryggja áframhaldandi þjónustu og takast á við ný verkefni í umhverfi sem breyttist hratt í miðjum heimsfaraldri. Félagið tileinkaði sér hratt ýmsar rafrænar lausnir í samskiptum og upplýsingamiðlun, haldnir voru gagnvirkir upplýsingafundir, fræðslukvöld og farið var í fjarheimsóknir til eininga. Ekki má svo gleyma öllum þeim fjarfundum sem haldnir voru enda jókst notkun á fjarfundum mjög hratt í upphafi farldursins og reyndist vel í starfsemi skrifstofunnar. Einhverjum viðburðum sem halda átti var frestað vegna samkomutakmarkana eða þeim breytt í rafræna viðburði. Heilt yfir gekk vel að halda úti fyrirhugaðri dagskrá og var síbreytilegt umhverfi nýtt vel til að þróa áfram og efla samstarf við marga af helstu samstarfsaðilum félgsins.

Starfsfólk skrifstofu 2020 Arna B. Arnarsdóttir, skólastjóri Björgunarskólans Auðdís Tinna Hallgrímsdóttir, kvikmyndagerðarmaður – Hóf störf í september 2020 Ásta B. Björnsdóttir, ræstingar Dagbjört H. Kristinsdóttir, sjúkrakassaþjónusta – Lét af störfum í maí 2020 Davíð M. Bjarnason, upplýsinga- og kynningarfulltrúi Guðbjörg Ó. Gísladóttir, þjónustuveri Guðbrandur Ö. Arnarsson, verkefnastjóri aðgerðamála Halldór Már Þórisson, sjúkrakassaþjónusta – Hóf störf september 2020 Gunnar Stefánsson, skrifstofustjóri Helena D. Magnúsdóttir, unglingamál Helga B. Pálsdóttir, verkefnastjóri Hildur Bjarnadóttir, fjáröflunarverkefni Jón Ingi Sigvaldason, markaðs- og sölustjóri – Lét af störfum í maí 2020 118 | Árbók 2021


Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri slysavarna Jórunn Lovísa Sveinsdóttir, þjónustuveri Karen Ósk Lárusdóttir, aðgerðamál Kjartan Kópsson, sjúkrakassaþjónusta Margrét Gunnarsdóttir, verkefnastjóri fjármála Oddur E. Kristinsson, verkefnastjóri tölvumála Róbert H. Hnífsdal – Hóf störf í febrúar 2020 Svanfríður Anna Lárusdóttir, verkefnastjóri slysavarna Sævar Logi Ólafsson, Björgunarskólinn Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörgunar Starfsfólk upplýsingamiðstöðvar ferðamanna (1,5 stöðugildi) Anika Tuter Birna María Þorbjörnsdóttir Kristín Jóna Bragadóttir Kristín Hulda Bjarnadóttir Lilja Steinunn Jónsdóttir Elín Harpa Valgeirsdóttir Slysavarnaskóli sjómanna Bjarni Þorbergsson, kennari, háseti Bogi Þorsteinsson, aðstoðarskólastjóri, yfirstýrimaður Georg Arnar Þorsteinsson, leiðbeinandi Hilmar Snorrason, skólastjóri, skipsstjóri Ingimundur Valgeirsson, verkefnastjóri, háseti Jón Snæbjörnsson, leiðbeinandi, stýrimaður Pétur Ingjaldsson, leiðbeinandi, yfirvélstjóri Sigríður Tómasdóttir, skrifstofumaður Sigrún Anna Stefánsdóttir, leiðbeinandi, skrifstofumaður – lét af störfum 2020 Steinunn Einarsdóttir, kennari Skrifstofa | 119


Tímalína verkefna Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2020

Stofnun Slysavarnafélags Íslands

Upplýsingafundur um áhrif Covid á starfið

29. janúar

2020

jan

feb

feb

Bakvarðaátak Útgáfa Árbókar 2020

Ráðstefna aðgerðarstjórnenda

Öryggiskönnun í leikskólum

mars

112 dagurinn

apríl

apríl

apríl

apríl

apríl

Fjallaferðir

maí

11. maí Lokadagur

Formannafundur (vefstreymi)

Fræðslukvöld

maí

maí

Fjarheimsóknir til eininga

Reiðhjólaátak

Ársfundur björgunarbátasjóða

Umferðaöryggiskönnun

Fjarfundur

Landsfundur umsjónarmanna unglingadeilda

Upplýsingafundur

Upplýsingafundur

Ný björgunarskip

Starfið í félaginu

Björgun 2020

Almennt Slysavarnamál Unglingamál

sept

sept

sept

sept

sept

okt

ágúst

okt

nóv

nóv

Björgunarmál Björgunarskólinn Markaðs- og kynningarmál Frestað vegna Covid

120 | Árbók 2021

Endurskinsmerkjaátak Landsmót Slysavarnadeilda í Hveragerði

Flugslysaæfingar


Skjótum rótum Gróðursetning

Safetraveldagurinn

maí

júní

júní

júní

Nýliðaátak

Hálendisvakt

Ferðumst örugglega

Flugslysaæfingar

júní

júní

júní

júlí

ágúst

Landshlutamót unglingadeilda

ágúst

ágúst

Dagskrá björgunarskóla

sept

Ný netnámskeið

Sjómannadagur

Neyðarkall björgunarsveita Landsæfing á sjó

Flugeldasala Miðnæturíþróttamót unglingadeilda

Safetravel átak Rjúpnaveiði

okt

okt

okt

nóv

nóv

nóv

Minningadagur

Dagur reykskynjarans

Fórnarlömb umferðarslysa

nóv

nóv

des

des

Formanna- og forsetakaffi

Fulltrúaráðsfundur Fjarfundur

des

des

des

Skjótum rótum

Flugeldamessa Landsæfing á landi

Fræðslukvöld Óveður

Skrifstofa | 121


Nefndir og ráð


Félagslegir skoðunarmenn reikninga 2019-2021

Fjarskiptaráð björgunarsveita 2019-2021

Leonard Birgisson

Valur S. Valgeirsson, formaður

Margét Þóra Baldursdóttir

Bragi Reynisson

Sveinn H. Oddsson Zoega, til vara

Gunnar Örn Jakobsson

Fjárveitinganefnd 2019-2021 Kjartan Kjartansson, formaður Gunnar Örn Jakobsson Kristbjörg Gunnbjörnsdóttir

Jón Hermannsson Lárus Steindór Björnsson Ragnar Högni Guðmundsson Karen Ósk Lárusdóttir, starfsmaður

Kristinn Björnsson

Flugeldanefnd 2019-2021

Sigurlaug Erla Pétursdóttir

Gísli S. Þráinsson, formaður

Örn Smárason, starfsmaður

Þorsteinn Þorkelsson

Laganefnd 2019-2021 Margrét Rán Kjærnested, formaður Eiður Ragnarsson Íris Lind Sæmundsdóttir Helga Björk Pálsdóttir, starfsmaður Uppstillingarnefnd 2019-2021 Adolf Þórsson, formaður Björk Guðnadóttir Borgþór Hjörvarsson Davíð Már Bjarnason, starfsmaður

Vilhjálmur Halldórsson Jón Ingi Sigvaldason, starfsmaður Róbert Heimir Hnífsdal, starfsmaður Framkvæmdastjórn björgunarbátasjóðs SL 2019-2021 Otti Rafn Sigmarsson, formaður Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Guðjón Guðmundsson Heiðar Hrafn Eiríksson Sigurður R. Viðarsson Gunnar Stefánsson, skrifstofustjóri SL Örn Smárason, starfsmaður Faghópur um sjóbjörgun 2019-2021

Aðrar nefndir og ráð Almannavarna- og öryggisráð Smári Sigurðsson Þjóðaröryggisráð Smári Sigurðsson

Valur S. Valgeirsson, formaður Guðni Grímsson Hafþór B. Helgason Helga Lára Kristinsdóttir Helgi Haraldsson Kristinn Guðbrandsson Ómar Örn Sigmundsson Örn Smárason, starfsmaður Nefndir og ráð | 123


Framkvæmdastjórn Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar 2019-2021 Þorsteinn Þorkelsson, formaður Friðfinnur F. Guðmundsson Sólveig Þorvaldsdóttir Aðalsteinn Maack Gunnar Stefánsson Karen Ósk Lárusdóttir, starfsmaður Fulltrúar SL í SST

Vilborg Lilja Stefánsdóttir Jónas Guðmundsson, starfsmaður Svanfríður Anna Lárusdóttir, starfsmaður Nefnd um fjáröflunarverkefni 2019-2021 Auður Yngvadóttir Hildur Sigfúsdóttir Magnús Viðar Sigurðsson Þorsteinn Þorkelsson

Gunnar Stefánsson

Hildur Bjarnadóttir, starfsmaður

Guðbrandur Örn Arnarson, varamaður

Nefnd um unglingamál 2019-2021

Landsstjórn björgunarsveita 2019-2021 Friðfinnur Freyr Guðmundsson, formaður Anna Filbert Bjarni Kristófer Kristjánsson Dagbjartur Kr. Brynjarsson Einar Þór Strand Elva Tryggvadóttir

Otti Rafn Sigmarsson, formaður Bragi Jónsson Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Halldóra Hjörleifsdóttir Jens Olsen Jón Sigmar Ævarsson Þór Hinriksson

Friðrik Jónas Friðriksson

Helena Dögg Magnúsdóttir, starfsmaður

Gísli Vigfús Sigurðsson Hjálmar Örn Guðmarsson

Slysarannsóknarnefnd SL 2019-2021

Smári Sigurðsson

Adolf Þórsson

Steingrímur Jónsson

Hörður Már Harðarson

Guðbrandur Örn Arnarson, starfsmaður

Íris Marelsdóttir

Nefnd um slysavarnir (sameinuð) 2019-2021

Magnús Viðar Arnarsson Skúli Berg

Gísli Vigfús Sigurðsson, formaður

Sævar Logi Ólafsson, starfsmaður

Guðmundur Ögmundsson Hildur Sigfúsdóttir

Skólaráð 2019-2021

Ólafur Atli Sigurðsson

Hallgrímur Óli Guðmundsson, formaður

Sigríður Jóhannesdóttir

Auður Yngvadóttir

Ragna Gestsdóttir

Einar Ólason

Ragnhildur Sveinbjarnardóttir

Erla Rún Guðmundsdóttir

124 | Árbók 2021


Heiða Jónsdóttir Inga Birna Pálsdóttir Margrét L. Laxdal Arna Björg Arnarsdóttir, starfsmaður Skólanefnd Slysvarnaskóla sjómanna Gunnar Tómasson Jón Svanberg Hjartarson Lilja Magnúsdóttir Fulltrúar SL í stjórn Íslandsspila 2019-2021 Þorsteinn Þorkelsson Jón Svanberg Hjartarson Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir, varamaður Gísli Vigfús Sigurðsson, varamaður Stjórn Æskulýðsvettvangsins Gunnar Stefánsson Stjórnendur Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar 2019-2021 Friðfinnur Freyr Guðmundsson Sólveig Þorvaldsdóttir Viðurkenninganefnd Hörður Már Harðarson Petrea Jónsdóttir Sigurgeir Guðmundsson Gunnar Stefánsson, starfsmaður

Nefndir og ráð | 125


Lög félagsins


Lög Slysavarnafélagsins Landsbjargar 1. gr.

Heiti félagsins Félagið heitir Slysavarnafélagið Landsbjörg. Lögheimili og varnarþing þess er í Reykjavík. 2. gr.

Hlutverk Hlutverk félagsins er að reka öflugt björgunar- og slysavarnastarf. 3. gr.

Einkenni Merki félagsins er gulur kross og björgunarhringur umhverfis hann. Undir tákninu er nafn félagsins ritað. Stjórn setur reglugerð um nánari útfærslur og notkun á merki félagsins.1 1. Reglugerð nr. 2/2017

4. gr.

Orðskýringar 4.1 Félagið: Slysavarnarfélagið Landsbjörg. 4.2 Félagseining: Björgunarsveit eða slysavarnadeild sem þegar hefur hlotið aðild að félaginu og hefur eigin kennitölu. 4.3 Fullgildur félagi: er sá sem er skráður í félagatal félagseiningar í gagnagrunni félagsins. 4.4 Fulltrúaráðsfundur: Æðsta ákvörðunarvald félagsins á milli landsþinga og er haldinn í nóvember ár hvert. 4.5 Landsþing: Æðsta ákvörðunarvald félagsins og kemur það saman í maí annað hvert ár. 4.6 Sakamál: mál sem eru til meðferðar hjá lögreglu og ákæruvaldi og, eftir atvikum, fyrir dómi vegna ætlaðrar refsiverðrar háttsemi. 5. gr.

Skipulag 5.1 Samstarf Félagið starfar í tengslum við önnur félagasamtök og stofnanir sem starfa að björgunar- og slysavarnamálum. 5.2 Stjórnun félagsins Ákvörðunar- og framkvæmdavald félagsins er í höndum landsþings, fulltrúaráðsfundar og stjórnar, samkvæmt því sem nánar segir í lögum og reglugerðum félagsins. Lög SL | 127


6. gr.

Aðild 6.1 Réttur til aðildar Allar einingar sem hafa björgunar og/eða slysavarnarmál á stefnuskrá sinni geta sótt um aðild að félaginu. 6.2 Umsókn um aðild Eining sendir inn umsókn til stjórnar félagsins ásamt lögum hinnar nýju einingar, félagatali, kennitölu og rökstuðningi fyrir aðild. Lög einingarinnar þurfa að vera í samræmi við lög og reglugerðir félagsins. Ef eining uppfyllir þessar kröfur vísar stjórn umsókn um inngöngu til landsþings.1 6.3 Brottvikning Gerist félagseining eða stjórn hennar sek um brot á lögum þessum er landsþingi félagins heimilt að víkja henni úr félaginu, að því tilskildu að 2/3 hlutar þingfulltrúa greiði því atkvæði. 6.4 Úrsögn Úrsögn félagseiningar úr félaginu er því aðeins gild að hún hafi verið samþykkt á lögmætum aðalfundi hennar og að stjórn félagsins hafi verið tilkynnt með 2ja mánaða fyrirvara að tillaga um úrsögn komi til afgreiðslu á fundinum.

Úrsögn tekur gildi frá lokum þess reikningsárs félagsins er hún hlýtur samþykki. Félagseining, sem vikið hefur verið úr félaginu eða hefur sagt sig úr því, á ekki tilkall til sjóða þess eða annarra eigna, en veita má henni aðild að nýju. 1. Reglugerð nr. 1/ 2017.

7. gr.

Réttindi og skyldur félagseininga 7.1 Sjálfstæði Hver félagseining félagsins er sjálfstæð gagnvart félaginu, bæði hvað varðar störf sín og fjármál. 7.2 Réttindi Allar félagseiningar eiga jafnan rétt á þeirri þjónustu sem félagið getur látið í té. 7.3 Skyldur Félagseiningar skulu árlega halda aðalfund. Þar leggi stjórnir þeirra fram skýrslu um störf liðins árs og ársreikninga áritaða af stjórn.

Félagseiningar skulu árlega senda starfsskýrslu og ársreikninga til skrifstofu félagsins.

Að uppfylltum þessum skilyrðum öðlast félagseining rétt til úthlutunar úr sameiginlegum sjóðum félagsins og atkvæðisrétt á fulltrúaráðsfundi og landsþingi, ella teljast félagseiningar óvirkar.¹

7.4 Virkni

128 | Árbók 2021


Verði félagseining óvirk um lengri eða skemmri tíma skal stjórn félagsins ráðstafa eigum hennar samkvæmt lögum félagseiningarinnar og í samráði við heimamenn.

7.5 Unglingastarf Velji félagseining að starfrækja unglingadeild innan sinna vébanda, verður hún að tryggja börnum sem taka þátt í starfinu þá vernd sem velferð þeirra krefst. 2.

1. Rgl nr. 1/ 2019. 2 Rgl nr. 1/ 2020.

8. gr.

Fjármál 8.1 Fjáröflun Félagið aflar fjár á þann hátt sem fulltrúaráðsfundur í nóvember ákveður. Breytingar sem samþykktar eru á fundinum taka gildi um næstu áramót. 8.2 Ársreikningur Ársreikningur félagsins skal afgreiddur á fulltrúaráðsfundinum. 8.3 Fjárhagsáætlun Fjárhagsáætlun félagsins fyrir næsta ár skal lögð fyrir fulltrúaráðsfund til afgreiðslu. 8.4 Reikningsár Reikningsár félagsins er almanaksárið. Fyrir lok apríl ár hvert sendir stjórnin félagseiningunum endurskoðaða reikninga félagsins með rafrænum hætti. 8.5 Sameining eininga Sameinist félagseiningar, tvær eða fleiri, halda þær óbreyttri fjárúthlutun úr sameiginlegum fjáröflunum í tvö almanaksár frá sameiningu. 9. gr.

Landsþing 9.1 Valdheimildir Landsþing félagsins fer með æðsta vald í málefnum félagsins og skal það haldið fyrir lok maímánaðar, annað hvert ár. 9.2 Boðun Til landsþings skal boða bréflega með rafrænum hætti, með sjö vikna fyrirvara.

Eigi síðar en þrem vikum fyrir landsþing skal stjórnin senda félagseiningunum dagskrá þingsins, tillögur um lagabreytingar, niðurstöður fjárveitinganefndar og tillögur uppstillingarnefndar.

9.3 Skráning Félagseiningar skulu skrá þingfulltrúa eigi síðar en fimm virkum dögum fyrir þing. 9.4 Aukalandsþing Stjórn félagsins getur boðað til aukaþings með sama hætti og boðað er til landsþings.

Lög SL | 129


Einnig skal boða til aukalandsþings ef ¾ virkra félagseininga óska þess og skal stjórn félagsins boða til aukalandsþings eigi síðar en fjórum vikum frá því beiðnin um aukalandsþing kom fram.1

Á aukalandsþingi skal einungis taka fyrir mál samkvæmt útsendri dagskrá en að öðru leyti gilda almenn þingsköp.2

9.5 Dagskrá Eftirfarandi mál skulu tekin fyrir á landsþingi: 9.5.1 Formaður setur þingið og stýrir kjöri þingforseta, varaþingforseta og regluvarðar. 9.5.2 Þingforseti skipar tvo fundarritara og stýrir kjöri kjörnefndar, sem skal skipuð þremur þingfulltrúum, og allsherjarnefndar, sem skal skipuð fimm þingfulltrúum. 9.5.3 Starfsskýrsla stjórnar og fjármál 9.5.4 Inntaka nýrra félagseininga 9.5.5 Niðurstöður milliþinganefnda 9.5.6 Ýmis þingmál 9.5.7 Lagabreytingar 9.5.8 Kosning: 9.5.8.1 formanns félagsins, gjaldkera og formanna milliþinganefnda 9.5.8.2 sjö meðstjórnenda til stjórnar 9.5.8.3 tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara 9.5.8.4 nefndarmanna fjárveitinganefndar, laganefndar og uppstillingarnefndar 9.5.8.5 annarra nefnda 9.5.9 Önnur mál 9.6 Kjörnefnd Kjörnefnd skal hafa eftirlit með undirbúningi og framkvæmd kosninga, skera úr um kjörgengi og kosningarétt, hafa yfirumsjón með talningu atkvæða og skera úr um gildi vafaatkvæða. Ef ágreiningur er innan þingnefndar við ákvarðanatöku ræður meirihluti nefndarmanna og er ákvörðun þingnefndar endanleg. 9.7 Allsherjarnefnd Allsherjarnefnd skal vinna úr og samræma álitamál sem upp kunna að koma á þinginu og fundarstjóri vísar málum til. Ef ágreiningur er innan þingnefndar við ákvarðanatöku ræður meirihluti nefndarmanna og er ákvörðun þingnefndar endanleg. Kosið er skv. gr. 9.5.8. í þeirri röð sem þar er ákveðin. 9.8 Kosningar Kosning skal ávallt vera rafræn. Kjörseðill er því aðeins gildur að kosnir séu jafnmargir og kjósa 130 | Árbók 2021


skal hverju sinni. Falli atkvæði jafnt skal varpa hlutkesti til að skera úr um hver frambjóðenda hefur náð kjöri. Séu framboð jafnmörg og fjöldi þeirra sem kjósa skal teljast sjálfkjörið og kosning fer ekki fram. Þeir sem ekki ná kjöri samkvæmt gr. 9.5.8.1. verða sjálfkrafa í kjöri samkvæmt gr. 9.5.8.2. og 9.5.8.4. eftir því sem við á, nema frambjóðandi óski annars. 9.9 Kjörgengi Kjörnir fulltrúar skulu vera lögráða einstaklingar sem eru fullgildir félagar og sem uppfylla skilyrði 1. mgr. 4. gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis.

Gjaldkeri félagsins skal hafa reynslu og þekkingu af fjármálum.

1. Rgl. Nr. 1/ 2009. 2. Þingsköp félagsins.

10. gr.

Réttindi á landsþingi 10.1 Þingfulltrúi Rétt til setu á landsþingi félagsins eiga allir fullgildir félagar félagseininga. 10.2 Atkvæðisréttur Hver félagseining fer með tvö atkvæði á þingi að uppfylltum skilyrðum ákvæðis 10.3. Enginn þingfulltrúa fer nema með eitt atkvæði. Þingfulltrúi skal vera lögráða. 10.3 Kjörbréf Kjörbréf, undirritað af formanni eða stjórnarmanni hverrar félagseiningar, skal hafa borist skrifstofu félagins eigi síðar en fimm virkum dögum fyrir landsþing.

Kjörnefnd tekur afstöðu til breytinga á framkomnum kjörbréfum og úrskurðar um gildi þeirra.

Allir fullgildir félagar félagseininga á landsþingi hafa kosningarétt samkvæmt gr. 9.5.1 og gr. 9.5.2.

11. gr.

Stjórn 11.1 Kjörtímabil Landsþing kýs félaginu stjórn til tveggja ára í senn. 11.2 Starfsemi stjórnar Í stjórn félagsins sitja formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari og fimm meðstjórnendur.

Stjórn félagsins fylgir eftir samþykktum landsþings og fulltrúaráðs. Stjórnin er í fyrirsvari fyrir félagið og ber ábyrgð á fjárreiðum þess.

Afl atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum. Séu atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns.

11.3 Vinnulag Formaður boðar stjórn til fundar. Stjórnarfundur er löglegur ef meirihluti stjórnarmanna sækir

Lög SL | 131


fund. Stjórn kemur að jafnaði saman mánaðarlega.

Fundargerðir skulu ritaðar. Stjórn boðar til landsþings og annarra funda, þar á meðal funda fulltrúaráðs og formanna. Hún undirbýr fundarmálefni, framfylgir fundaráætlunum og annast störf milli funda.

11.4 Skyldur stjórnar Á fyrsta fundi stjórnar skiptir stjórn með sér verkum og skal gera verklagsreglur, fyrir lok þess árs sem hún er kosin, sem vera skulu félagsmönnum aðgengilegar.

Stjórn félagsins er í fyrirsvari fyrir félagið gagnvart einstaklingum, lögaðilum eða ríkisvaldi í sameiginlegum málefnum félagsins.

Stjórnin ræður framkvæmdastjóra félagsins.

11.5 Stjórnskipaðar nefndir Stjórn er heimilt að skipa nefndir sér til aðstoðar og ákveður verksvið þeirra.

Í upphafi starfstímabils stjórnar skal skipa ráðgjafanefnd vegna undirbúnings fyrir landsþing. Í ráðgjafanefndinni sitji formenn milliþinganefnda ásamt framkvæmdastjóra.

Nefndarmaður skal uppfylla skilyrði gr. 11.7. þessara laga.

11.6 Fjármál Stjórnin ber ábyrgð á að starfsemi félagsins sé innan ramma fjárhagsáætlunar, samþykkta landsþings og fulltrúaráðsfunda. 11.7 Hæfi Stjórnarmaður skal uppfylla skilyrði gr. 9.9. þessara laga á meðan kjörtímabili hans stendur.

Nú sætir stjórnarmaður rannsóknar vegna sakamáls og ber honum þá að víkja sæti á meðan rannsókn stendur eða ef ákæra hefur verið gefin út á hendur honum.

12. gr.

Skýrsla stjórnar 12.1 Stjórn félagsins skal á hverju ári fyrir lok maí gefa út ársskýrslu um starfsemi félagsins. 13. gr.

Milliþinganefndir 13.1 Kosning Í fjárveitinganefnd skal kjósa formann, auk fjögurra fulltrúa. Í laganefnd skal kjósa formann, auk tveggja fulltrúa. Í uppstillingarnefnd skal kjósa formann, auk tveggja fulltrúa. 13.2 Hlutverk og skyldur

132 | Árbók 2021


Milliþinganefndir skulu gera verklagsreglur, fyrir lok þess árs sem hún er kosin, sem vera skulu félagsmönnum aðgengilegar. 13.2.1 Fjárveitinganefnd skal sjá um endurskoðun á úthlutunarkerfi félagsins og leggja fram tillögu til fulltrúaráðsfundar til samþykktar haustið fyrir landsþing. Tillögur skal senda með fundarboði fyrir fulltrúaráðsfundinn. Nefndin skilar niðurstöðu um skiptingu fjármagns til félagseininga á landsþingi. 13.2.2 Laganefnd skal annast endurskoðun á lögum félagsins, hafa eftirlit með því að þau standist rétt íslenskt málfar, brjóti ekki í bága við landslög og vera öðrum nefndum og stjórn til ráðgjafar um lög og reglugerðir félagsins. Laganefnd tekur afstöðu til breytinga á framkomnum kjörbréfum á fulltrúaráðsfundi og úrskurðar um gildi þeirra. 13.2.3 Uppstillingarnefnd skal tryggja að fram komi að minnsta kosti eitt framboð til hvers embættis innan stjórnar og þeirra nefnda sem getið er í gr. 9.5.8. Komi fram tvö eða fleiri framboð til embættis skal uppstillingarnefnd raða frambjóðendum eftir stafrófsröð. Uppstillingarnefnd skal leitast við að stjórn endurspegli breidd félagsins og skal jafnræðis gætt við kynningu á frambjóðendum. 13.3 Aðrar nefndir Ef landsþing skipar aðrar milliþinganefndir en að framan greinir skal það vera ákvörðun landsþings hver fjöldi og hvernig uppbygging nefndarinnar skuli vera hverju sinni.

Nefndirnar skulu skila tillögum sínum til stjórnar eigi síðar en fjórum vikum fyrir landsþing.

13.4 Starfstími Milliþinganefndir skulu taka til starfa að þingi loknu og starfa fram til loka þess næsta. 13.5 Hæfi Nefndarmaður skal uppfylla skilyrði gr. 11.7. þessara laga. 14. gr.

Siðanefnd 14.1 Hlutverk

Hlutverk siðanefndar er að taka til skoðunar ábendingar um brot á siðareglum félagsins, að taka afstöðu til þess hvort um brot á siðareglum er að ræða og hver grófleiki brotsins er. 14.2 Skipan

Stjórn skipar fimm aðila í nefndina, þrjá lögráða fullgilda félaga ásamt tveimur sérfræðingum sem standa utan félagsins og veita nefndinni formennsku. Nefndin er skipuð til 2ja ára í senn. 14.3 Hæfi

Félagi skal uppfylla skilyrði gr. 11.7. þessara laga. Sérfræðingarnir skulu hafa menntun og reynslu sem nýtist við úrlausn mála sem nefndin tekur fyrir.

14.4 Starfsemi Lög SL | 133


Nefndin skal gera verklagsreglur, fyrir lok þess árs sem hún er kosin, sem vera skulu félagsmönnum aðgengilegar.1 1. Vinnureglur siðanefndar félagsins

15. gr.

Varasjóður 15.1 Tilgangur Félagið skal eiga varasjóð. Varasjóði félagsins er ætlað:

a) að vera tryggingarsjóður vegna áfalla sem félagið kann að verða fyrir.

b) að fjármagna önnur verkefni sem fulltrúaráðsfundir eða landsþing ákveða.

15.2 Fjármögnun Stjórn félagins skal árlega leggja fyrir fulltrúaráðsfund tillögu að upphæð varasjóðs. 15.3 Ráðstöfun Ráðstöfun fjár úr varasjóði er aðeins heimil með samþykki fulltrúaráðsfunda eða landsþinga.

Veðsetning varasjóðs, eða lántaka úr honum til skemmri eða lengri tíma, er óheimil nema með samþykki fulltrúaráðsfundar eða landsþings.

Allt að 50% varasjóðs má að tryggja með veðböndum í fasteign en ekki minna en 50% skal varðveita í banka eða hjá löggiltu verðbréfafyrirtæki. Meginstefna við vörslu skal vera öryggi frekar en há ávöxtun.

16. gr.

Fulltrúaráð 16.1 Fundir Fulltrúaráðsfundir fara með æðsta vald félagsins milli landsþinga og þar sitja fulltrúar hverrar félagseiningar, ásamt stjórn félagsins.

Fulltrúaráð kemur saman til fundar í nóvember ár hvert, svo og þegar tíu félagseiningar óska þess eða stjórn félagsins ákveður. Ársreikningur félagsins skal tekinn til afgreiðslu á fundinum.

16.2 Boðun Stjórn félagsins boðar fundi rafrænt og skal það gert með minnst tíu daga fyrirvara. Með fundarboðum skal fylgja dagskrá fundarins, ásamt ársreikningi félagsins og öllum öðrum tillögum sem leggja á fyrir fundinn.

Ef tíu félagseiningar hafa óskað eftir fulltrúaráðsfundi skal stjórn félagsins boða til fundarins eigi síðar en fjórum vikum frá því fundarbeiðnin kom fram.

16.3 Skráning Einingar skulu skrá þátttöku eigi síðar en einum virkum degi fyrir fund.

134 | Árbók 2021


16.4 Atkvæði Hver félagseining fer með eitt atkvæði á fulltrúaráðsfundi að uppfylltum skilyrðum ákvæðis 16.5. Fulltrúi skal vera lögráða. 16.5 Kjörbréf Kjörbréf, undirritað af formanni eða stjórnarmanni hverrar félagseiningar, skal hafa borist skrifstofu félagins eigi síðar en þrem virkum dögum fyrir fulltrúaráðsfund.

Laganefnd tekur afstöðu til breytinga á framkomnum kjörbréfum og úrskurðar um gildi þeirra.

16.6 Fundarsköp Formaður félagsins setur fundi fulltrúaráðs og stýrir kjöri fundarstjóra. Meirihluti atkvæða ræður úrslitum mála, nema annars sé getið í lögum félagsins. 16.7 Endurskoðun úthlutnarkerfis Fjárveitinganefnd leggur fram tillögu af endurskoðun á úthlutunarkerfi á fundinum. Sé breytingatillögu hafnað þá haldast fyrri úthlutunarreglur óbreyttar. 17. gr.

Formannafundir 17.1 Boðun Stjórn félagsins skal boða til fundar með formönnum félagseininga það ár sem landsþing er ekki haldið.

Stjórn félagsins boðar fundi rafrænt og skal það gert með minnst tíu daga fyrirvara. Með fundarboðun skal fylgja dagskrá fundarins, ásamt öllum gögnum.

17.2 Skráning Einingar skulu skrá þátttöku eigi síðar en einum virkum degi fyrir fund. 17.3 Efni fundarins Formannafundur er vettvangur umræðna um þau mál sem snerta starf félagseininga. Í stað eins sameiginlegs formannafundar allra félagseininga má boða til funda eftir starfsvettvangi þeirra.

Ætli fjárveitinganefnd að leggja til breytingar á úthlutunarkerfi félagsins þá skal hún kynna þær á formannafundi til umræðu.

Formannafundir hafa ekki ákvörðunarvald í málefnum félagsins.

Lög SL | 135


18. gr.

Endurskoðun 18.1 Skoðun reikninga Reikningar félagsins skulu skoðaðir ár hvert af löggiltum endurskoðanda. 18.2 Félagslegir skoðunarmenn Félagsleg endurskoðun reikninga er í höndum tveggja manna sem landsþing félagsins kýs til tveggja ára í senn. Skoðunarmenn reikninga mega ekki sinna öðrum störfum fyrir félagið sem snerta fjármál. Þeir bera ábyrgð fyrir fulltrúaráðsfund, þeir skulu eiga greiðan aðgang að öllu bókhaldi félagsins og er stjórninni skylt að veita þeim allar nauðsynlegar upplýsingar um fjármál og reikningshald þess. 18.3 Yfirskoðun Felli fulltrúaráðsfundir reikninga félagsins fer fram yfirskoðun óháðs aðila sem er löggiltur endurskoðandi. Að þeirri yfirskoðun lokinni skal boðað til framhalds fulltrúaráðsfundar sem tekur nánari ákvörðun um reikninga. 19. gr.

Reglur – reglugerðir 19.1 Setning Stjórn setur reglur og reglugerðir er varða starfsemi félagsins, að undangenginni umsögn laganefndar og endurskoðar þær eftir því sem þurfa þykir. 19.2 Hlutverk Hlutverk reglna og reglugerða er að kveða nánar á um skipulag einstakra þátta í starfsemi félagsins og þær verða ávallt að eiga sér stoð í lögum félagsins 20. gr.

Lagabreytingar og framboðsfrestur 20.1 Lagabreytingar Lögum þessum verður ekki breytt nema á landsþingi og þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða til að breyting nái fram að ganga. 20.2 Framboðsfrestur Tillögum til lagabreytinga og yfirlýsingu um framboð til embættis innan stjórnar eða nefnda sem greinir í gr. 9.5.8. skal beint til skrifstofu félagsins eigi síðar en sex vikum fyrir landsþing. 19. gr.

Gildistaka Lög þessi öðlast gildi þegar að loknu þingi. Lög þessi voru samþykkt á landsþingi félagsins á Egilsstöðum þann 18. maí 2019.

136 | Árbók 2021


Slysavarnir | 137


Siðareglur

Siðareglur Slysavarnafélagsins Landsbjargar Slysavarnafélagið Landsbjörg eru landssamtök þar sem sjálfboðaliðar og starfsmenn félagsins vinna að björgun, slysavörnum og unglingastarfi. Í slíkum samtökum er mikilvægt að allir taki siðferðislega ábyrgð á störfum sínum með hagsmuni skjólstæðinga, félaga og félagsins að leiðarljósi. Til þess að þetta megi takast vill félagið skapa umhverfi þar sem samskipti og vinnubrögð einkennast af virðingu, samvinnu, forystu og fagmennsku. Siðareglurnar gilda um alla félaga félagseininga og starfsmenn félagsins. Markmið reglnanna er að stuðla að því að hegðun þeirra sem starfa innan félagsins uppfylli ýtrustu siðferðiskröfur hvers tíma. Þær eru leiðbeinandi um samband og samvinnu skjólstæðinga og félagsmanna og er ætlað að vernda orðspor félagsins, ímynd þess og trúverðugleika. Vilji félagseining setja sínum félagsmönnum ítarlegri reglur er það heimilt svo lengi sem siðareglur félagsins liggi til grundvallar.

Verðum við þess áskynja að siðareglurnar hafi verið brotnar ber að vekja athygli á því með tölvupósti til siðanefndar. Skipan og starfsreglur siðanefndar má finna á heimasíðu félagsins. 138 | Árbók 2021


1. Góðir starfshættir Við virðum landslög og reglugerðir settar samkvæmt þeim. Við virðum gildi, lög og reglugerðir félagsins, vörumerki þess og einkennisfatnað. 2. Hegðun Við virðum þá sem starfa innan félagsins, skjólstæðinga þess og náttúruna í daglegu starfi, aðgerðum og æfingum. Við komum fram við hvert annað af virðingu og gætum trúnaðar gagnvart skjólstæðingum og hverjuöðru. 3. Áreiti Við komum í veg fyrir að innan félagsins viðgangist hvers konar óréttlæti, svo sem einelti, ofbeldi, kynferðisleg áreitni eða mismunun byggð á óviðkomandi þáttum svo sem kynferði, aldri, trú, þjóðerni, kynþætti, fötlun eða kynhneigð, hvort heldur sem er gagnvart hverjuöðru eða skjólstæðingum félagsins. 4. Þekking Við þekkjum skyldur okkar og takmörk. Við viðhöldum þekkingu okkar og hæfni á vettvangi starfsins. 5. Samskipti Við förum að réttmætum fyrirmælum og tökum þátt í æfingum og starfi af fullum heilindum. 6. Framkoma Við virðum eignir og verðmæti annarra, náttúruna, mannvirki og sögulegar minjar og forðumst að valda spjöllum á þeim. 7. Aðstæður Við leggjum okkur fram um að koma félögum okkar ekki í aðstæður sem þeir ráða ekki við. 8. Útkallslisti Við gætum að því að félagar á útkallslista björgunarsveita séu fullra 18 ára og hafi hlotið viðhlítandi þjálfun. 9. Hagsmunir Við gætum þess að okkar eigin hagsmunir eða hagsmunir aðila okkar nákomnum hafi ekki áhrif á ákvarðanir okkar á vettvangi félagsins. 10. Viðurlög Við gerum okkur ljóst að ef félagar gerast brotlegir við reglur þessar má vísa þeim úr starfi á vegum félagsins, tímabundið eða að fullu. Siðareglur | 139



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.