Gott að vita!
Er öryggi barnanna tryggt á þínu heimili?
Neyðarlínan Allir á heimilinu eiga að kunna að hringja í 112.
Eitrunarmiðstöðin Opin allan sólarhringinn! Síminn er 543 2222.
Heilsuvera.is Góðar upplýsingar um barnauppeldi, heilsu og slysavarnir.
Rauði krossinn Skyndihjálparapp Rauða krossins býður upp á kennslu í skyndihjálp á aðgenginlegan hátt. Appið er hægt að sækja frítt í snjallsímann.
Miðstöð slysavarna barna msb.is Frítt námskeið fyrir foreldra um hvernig hægt sé að tryggja öryggi barna á heimilum.
Flest slys á ungum börnum verða í heimahúsum. Í þessum bæklingi er gátlisti sem aðstoðar forráðamenn við að gera heimilið öruggara fyrir börn.
Þessi gátlisti aðstoðar við að gera heimilið öruggara fyrir börn.
Eiturefni Uppþvottavélarduft og/eða töflur á öruggum stað þar sem barn nær ekki til. Hreinsiefni og önnur eiturefni geymd í læstum hirslum þar sem barn nær ekki til. Lyf og vítamín geymd í læstri hirslu. Tryggt sé að barnið hafi ekki aðgengi að rafhlöðum. Stigar, gluggar, hurðir Traust öryggishlið efst og neðst við stigaop í húsnæðinu. Öll opnanleg fög á gluggum minni en 9 sm. Stormjárn örugg og klemmufrí. Snúrustyttir fyrir snúrur á rimlagardínum og rúllugardínum. Öryggisgler í hurðum og borðplötum. Klemmuvörn trygg á innihurðum. Klemmuvörn trygg á útidyrahurð og svalahurð. Pumpa og öryggislæsing á svalahurð. Eldhúsið Oddhvassir hlutir eins og hnífar og skæri séu geymdir þar sem barn nær ekki til. Plastpokar og plastfilmur þar sem barn nær ekki til. Takkarnir á eldavélinni varðir þannig að barn komist ekki í þá. Hurðin á bakarofninum með kælingu þannig að hún hitni ekki að utan. Hurð bakarofnsins með öryggislæsingu. Hlíf fyrir eldavélaborði/hellu. Snúrur á rafmagnstækjum séu varðar þannig að barnið geti ekki togað þau yfir sig. Trygg beisli í matarstól barnsins. Barnaherbergið Lampinn við rúm barnsins festur við vegg. Motta á gólfi með skriðvörn. Bil á milli rimla í barnarúminu sé 6 sm eða minna. Barnakoja með fallvörn. Leikföng barnsins örugg miðað við aldur.
Baðherbergið Rakvélar, skæri og önnur hættuleg áhöld geymd á öruggum stað. Snyrtivörur og hreinsiefni geymd þar sem barn nær ekki til. Hálkuvörn í botni baðkers eða sturtubotns. Hitasvari á blöndunartæki á sturtu og baðkeri. Rafmagnsrakvél, hárþurrka, sléttujárn og önnur rafmagnstæki geymd þar sem barn nær ekki til. Bleyjuskiptiborðið stöðugt, með öryggisól og 10 sm háum hliðum. Baðherbergisgólfið öruggt (stamt og ekki hált). Rafmagn, rafmagnstæki Virkur lekastraumsrofi í rafmagnstöflu. Innstungur með barnaöryggi. Fjöltengi með barnaöryggi. Sjónvarpið tryggt og stöðugt og fest á undirstöðu sem það stendur á. Eldvarnir Eldspýtur og kveikjarar geymd í hirslu með öryggislæsingu. Skýr flóttaáætlun á heimilinu til reiðu, ef eldsvoði kemur upp. Reykskynjarar sem virka á heimilinu. Gasskynjari á heimilinu, sé gaseldavél til staðar. Slökkvitæki á heimilinu á vísum stað og aðgengileg. Örugg arinhlíf fyrir arni. Önnur öryggisatriði Tryggir miðstöðvarofnar með hitavörn vegna smábarna. Öryggishlífar á oddhvössum borðhornum. Hillusamstæður og skápar fest við vegg. Skotvopn í læstum byssuskápum. Vörn við eitraðar plöntur á heimilinu. Öryggisbeisli í barnavagninum og kerrunni. Tryggt að barnið komist ekki í mynt eða aðra smáhluti.