Árbók Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2023

Page 1

Árbók 2023

Fyrir starfsárið 2022

Árbók
2023

Efnisyfirlit

Útgefandi: Slysavarnafélagið Landsbjörg

Umsjón: Gunnar Stefánsson

Ábyrgðarmaður: Kristján Þór Harðarson

Hönnun/umbrot: Birgir Ómarsson

Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja

Ávarp formanns 5 Skýrsla stjórnar 7 Fjáröflunarverkefni 10 Ársreikningar - útdráttur 16 Björgunarskólinn 18 Slysavarnaskóli sjómanna 30 Málefni sjóbjörgunar 38 Skipsskaðar 44 Björgunarskip og bátar 48 Björgunarsveitir 50 Aðgerðamál 52 Slysavarnadeildir 82 Slysavarnir 84 Slysavarnir útivistarfólks og ferðamanna 96 Unglingadeildir 102 Unglingastarfið 104 Starfsemi skrifstofu 114 Nefndir og ráð 122 Lög Slysavarnafélagsins Landsbjargar 128 Siðareglur Slysavarnafélagsins Landsbjargar 142

Kæru félagar.

Viðburðaríkt ár er að baki, og stendur kannski hæst að við sáum á bak öllum samkomutakmörkunum. Við söknum þeirra sennilega fá. Heimsfaraldurinn hafði haft mikil áhrif á almennt félagsstarf okkar síðustu ár og stjórn hvatti einingar félagsins sérstaklega til að koma starfseminni og öllu félagsstarfi í fyrra horf, eins fljótt og auðið var. Félagið sjálft var þar engin undantekning, formannafundur var fyrsti viðburðurinn á vegum félagsins eftir að takmörkunum var létt, en hann var haldinn á Selfossi í byrjun apríl, með eðlilegu sniði. Það var einstaklega ánægjulegt að sjá lifna á ný yfir félagsstarfinu. Stjórn lagði á fundinum áherslu á að einingar endurskoðuðu lög sín, með það að markmiði að samræmi væri milli laga eininga og félagsins og ekki síður siðareglna félagsins. Til að auðvelda þessa vinnu var félagið búið að vinna nokkurs konar sniðmát af lögum félagseininga, sem hverri einingu er frjálst að nota ef vilji er fyrir hendi.

Við ræddum einnig talsvert, og lögðum grunn að frekari vinnu við að hver félagsmaður í félaginu skyldi hafa hreina sakaskrá þegar kemur að kynferðisbrotum. Tilgangur beggja verkefna er fyrst og fremst að vernda betur félagið sjálft, einingar þess og félagsmenn sjálfa, komi upp erfið ágreiningsmál. Vinna að þessu máli hélt svo áfram að fundi loknum og væntum við niðurstöðu hennar á árinu 2023.

Það var ánægjulegt að stjórn gat nú starfað með hefðbundnu sniði, og við ákváðum að tengja staðfundi stjórnar við heimsóknir til eininga. Stjórnin fór víða á árinu og við náðum að heimsækja mörg ykkar en erum hvergi hætt.

Annars einkenndist starf stjórnar talsvert af stefnumótunarvinnu þar sem við tókum nokkra vinnudaga í að koma okkar áherslum að í þeirri vinnu. Stefnumótuninni var nánast lokið í lok ársins.

Endurnýjun björgunarskipa tók talsverðan tíma hjá okkur og það var mikill fögnuður þegar Þór, fyrsta skipið í þessu mikla verkefni, var vígt við hátíðlega athöfn í Vestmannaeyjum um haustið. Þetta er eitt stærsta verkefni sem frjáls félagasamtök hafa ráðist í, og af því erum við afar stolt, sem og af öllu okkar starfi.

Á árinu fögnuðu nokkrar einingar stórafmæli, sem gaman var að taka þátt í. Starfið er aftur orðið blómlegt og ég hlakka til að vinna með ykkur að því að efla það enn frekar.

Ávarp formanns | 5

Stjórn félagsins árið 2022.

Otti Rafn Sigmarsson – formaður

Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir – varaformaður

Þorsteinn Þorkelsson – gjaldkeri

Hildur Sigfúsdóttir - ritari

Gísli Vigfús Sigurðsson

Hafdís Einarsdóttir

Valur S. Valgeirsson

Þór Bínó Friðriksson

Þorsteinn Ægir Egilsson

Stjórn fundaði tuttugu sinnum yfir árið.

Skýrsla stjórnar | 7
Stjórn Landsbjargar. Á myndina vantar Þorstein Ægi Egilsson.

Heimsóknir

Stjórn heimsótti félagseiningar í Skagafirði í febrúar, Björgunarsveitina Skagfirðingasveit, Björgunarsveitina Gretti og Flugbjörgunarsveitina í Varmahlíð. Stjórn fundaði í húsnæði Flugbjörgunarsveitarinnar og sótti einnig Menntasmiðju sem haldin var sömu helgi í Varmahlíð á vegum sveitanna í Skagafirði.

Stjórn félagsins heimsótti eftirfarandi sveitir á svæði 12 í byrjun hausts: Björgunarsveitin Hafliði, Björgunarsveitin Pólstjarnan, Björgunarsveitin Núpar. Einnig var stjórnarfundur haldinn í húsnæði Björgunarsveitarinnar Hafliða.

Formannafundur

Formannafundurinn var haldinn á vormánuðum á Selfossi. Staðfundur var það loksins eftir Covid faraldur og var vel mætt og umræður fundarfólks mjög áhugaverðar og gagnlegar fyrir áframhaldandi vinnu starfsfólks og stjórnar fyrir hönd félagsins.

Áhersla fundarins var á félagsmálin, hvað getur stjórn og starfsfólk gert/unnið að til að létta undir með stjórnum félagseininga, t.d. er viðkemur uppfærslu á lögum, siðareglur, er félaginu stætt að óska eftir sakavottorðum frá félagsfólki, sálræn aðstoð til félagfólks, tekjuskiptakerfið, leiðbeinendamál Björgunarskólans og fleira.

Endurnýjun björgunarskipa

Fyrsta björgunarskipið í endurnýjunarferli félagsins kom til landsins á árinu og var það afhent til Björgunarfélags Vestmannaeyja í byrjun september.

Fulltrúaráðsfundur

Fulltrúaráðsfundur var haldinn í lok nóvember eins og lög félagsins gera ráð fyrir. Að mestu snérist dagskrá fundarins um fjármál félagsins, ársreikning 2021 og fjárhagsáætlun 2023 og Fjárveitinganefnd lagði fram sínar tillögur um breytingar á tekjuskiptakerfinu. Einnig voru erindi um sálræna aðstoð til handa félagsfólki, hvort félaginu sé heimilt að afla sakavottorða hjá félagsfólki, um svörun í aðgerðum og fleira. Þátttaka félagfólks var góð á fundinum og umræðan málefnaleg.

Skýrsla stjórnar | 9

Fjáröflunarverkefni

Bakverðir

Bakverðir eru ómetanlegir félaginu og styðja félagið með mánaðarlegu framlagi allan ársins hring. Þannig standa Bakverðir þétt við bakið á björgunarsveitum og slysavarnadeildum um land allt og leggja þannig sitt af mörkum til að bjarga mannslífum og tryggja öryggi.

Markmið ársins var að afla nýrra, þakka núverandi Bakvörðum og auka vitund um verkefnið. Árið gekk vel og alls bættust við 6.262 nýir Bakverðir.

Styrkir frá Bakvörðum hækkuðu um 21% milli ára. 2.462 Bakverðir ákváðu á árinu að hækka framlag sitt. Mikill áfangi náðist vorið 2022 þegar fjöldi Bakvarða fór yfir 30.000. Af því tilefni stóðum við fyrir ótrúlega vel heppnaðri herferð, sem varð meðal annars til þess að vitund almennings um Bakverði fór upp í 66%, skv. könnun sem Maskína framkvæmdi fyrir okkur og hefur aldrei mælst jafnhá. Í lok árs voru Bakverðir 32.660 talsins.

Þessum stóra hóp Bakvarða verður seint fullþakkað framlag sitt.

Fjáröflunarverkefni | 11
Vöxtur Bakvarða (fjöldi og styrkir) 2013-2022

Neyðarkall

Landsmenn tóku vel á móti Neyðarkalli björgunarsveitanna á árinu, líkt og fyrri ár og seldust um 65.000 Neyðarkallar.

Í þetta sinn var Neyðarkall tileinkað skyndihjálp og mikilvægi hennar og því að fólk bregðist við þegar eitthvað bjátar á. Stærri útgáfan af Neyðarkalli, sem seldur er til fyrirtækja, hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarin ár. Félagið pantaði 1.800 eintök í þetta sinn, og það er gaman að segja frá því að þau seldust upp. Við erum afar þakklát einstaklingum og fyrirtækjum í landinu sem styðja okkur með þessum hætti.

Flugeldar

Netsala á flugeldum er komin til að vera, og þeim fjölgar einingunum sem hafa farið þá leið. Sala á almennum sölustöðum bar þess merki nú að takmörkunum vegna sóttvarna hafði verið aflétt og greinilegt að mörgum þykir mikilvægt að fá að handleika vörurnar í aðdraganda kaupa. Salan gekk að mestu vel, en umræða um svifryksmengun vegna flugelda er orðin meira áberandi.

12 | Árbók 2022

Skjótum rótum

Sala á rótarskotum var áfram, og á árinu var unnið að því að koma þeim í nýja vefverslun félagsins, sem fjallað er um frekar hér neðar.

Landsbjargargjafir

Á árinu hleyptum við af stokkunum nýrri fjáröflun, sem verið hefur í undirbúningu um nokkurn tíma, Landsbjargar gjafir. Þær eru kynntar almenningi á þennan hátt: „Gjafirnar gera okkur kleift að endurnýja lífsnauðsynlegan búnað og tæki, og beinum við stuðningnum þangað sem hans er mest þörf hverju sinni. Þegar þú gefur ástvini þínum Landsbjargargjöf, veitir þú jafnframt björgunarsveitunum bolmagn til að bjarga mannslífum.“

Rótarskot er leið til að styrkja öflugt og mikilvægt sjálfboðastarf björgunarsveitanna. Rótarskot gefur af sér tré sem er gróðursett í samstarfi við Skógræktarfélag Íslands og fjölmargar deildir þess um land allt. Tökum höndum saman og skjótum rótum. Allur ágóði af sölu Rótarskotanna rennur til björgunarsveitanna. Gleðilegt ár!

Fyrst um sinn eru fjórar mismunandi vörur í boði, Björgunarsveitargalli, Rótarskot, Eldsneyti og Karabína, söluhæsta varan var Rótarskot en þó nokkrir Björgunarsveitargallar, dýrasta gjöfin, seldust fyrir jólin. Ein af þeim breytingum sem fylgja Landsbjargargjöfum, er að Rótarskot eru nú í boði allt árið, en ekki einungis á sölutíma flugelda, þó hægt hafi verið að kaupa Rótarskot á flugeldamörkuðum okkar einnig.

Salan fór af stað rétt fyrir jól, átakið gekk nokkuð vel og seldust Landsbjargargjafir fyrir tæplega 2 milljónir á nokkrum dögum. Gefur þetta vísbendingu um að almenningur í landinu er opinn fyrir þessari fjáröflunarleið og er okkur hvatning til að halda áfram, þróa vöruúrvalið og gera enn betur.

Fjáröflunarverkefni | 13

Luminox

Luminox framleiðir sérstakar ICE-SAR útgáfur af Luminox úrum, en ellefu mismunandi gerðir af úrunum eru í boði, tileinkaðar Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Hluti söluandvirðis þessara úra rennur til félagsins.

Íslandsspil

Félagið er áfram einn tveggja eigenda Íslandsspila, ásamt Rauða krossi Íslands. Hlutur okkar er 31,25%. Með afléttingu samkomutakmarkana jukust tekjur félagsins aftur af rekstri Íslandsspila.

Aðalstyrktaraðilar

Í gegnum árin hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg notið mikils velvilja meðal fyrirtækja, þar er fyrst að telja mikinn fjölda vinnuveitenda sem með velvilja sínum til sjálfboðaliða okkar þegar útköll verða, eru meðal okkar helstu styrktaraðila.

Aðalstyrktaraðilar félagsins styðja beint við starfsemi félagsins með árlegum fjárframlögum, og eru einnig miklir samstarfsaðilar í mörgum verkefnum félagsins þar sem sameiginlegir hagsmunir liggja. Aðalstyrktaraðilar voru fjórir árið 2022, Olís, Icelandair, Vodafone og Sjóvá.

Olís hefur verið einn aðalstyrktaraðila félagsins allt frá árinu 2012 og stendur fyrir sérstökum fjáröflunardögum, þar sem hluti af hverjum seldum eldsneytislítra rennur til félagsins. Þar fyrir utan nýtur félagið sérkjara í viðskiptum við Olís.

Vodafone hefur verið einn af aðalsamstarfsaðilum Slysavarnafélagsins Landsbjargar frá árinu 2009 og á árinu 2022 var samningur við fyrirtækið endurnýjaður. Vodafone er stolt af því að leggja lóð sín á vogarskálar leitar, björgunar og slysavarna. Vodafone og félagið hafa einnig átt afar gott samstarf á sviði fjarskiptamála. Vodafone lítur svo á að með samstarfinu tryggi fyrirtækið starfsfólki félagsins og björgunarsveitum aðgang að bestu mögulegu fjarskiptaþjónustu um allt land.

Icelandair hefur verið meðal aðalstyrktaraðila félagsins frá árinu 2014 og þannig verið ómetanlegur bakhjarl við starf sjálfboðaliða okkar. Fyrirtækið leggur okkur til bæði beinan fjárhagslegan styrk og sérstaka styrki til flugferða, bæði innanlands og til útlanda. Samstarfið hefur einnig verið mikið á sviði forvarna og upplýsingagjafar til ferðamanna í gegnum Safetravel, auk samstarfs um gerð viðbragðsáætlana og öryggisþjálfunar.

Fjáröflunarverkefni | 15

Ársreikningur 2022 - útdráttur

Útdráttur úr ársreikningi 2022

Ársreikningar | 17
Rekstrarreikningur Tekjur Sala á vörum og þjónustu ......................................................................... 781.103.977 Íslandsspil ................................................................................................. 158.578.127 Samningsbundnar tekjur, ráðuneyti .......................................................... 312.800.004 Ýmsar fjáraflanir ........................................................................................ 742.403.783 Aðrar tekjur ............................................................................................... 206.819.629 2.201.705.520 Gjöld Vörunotkun ............................................................................................... 601.380.475 Veittir styrkir .............................................................................................. 409.348.988 Aðkeypt þjónusta til endursölu ................................................................. 50.570.995 Laun og launatengd gjöld .......................................................................... 470.624.071 Félagslegur kostnaður, nefndir og starfsmenn ......................................... 94.649.375 Kostnaður vegna upplýsingatækni og fjarskipta ........................................ 100.687.353 Húsnæðiskostnaður .................................................................................. 51.795.690 Annar rekstrarkostnaður ............................................................................ 309.210.751 Afskriftir .................................................................................................... 34.378.392 2.122.646.090 Rekstrarniðurstaða fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld ....................... 79.059.430 Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld Fjármunatekjur .......................................................................................... 5.462.848 Fjármagnsgjöld .......................................................................................... ( 9.949.590) 4.486.742 ) ( Tekjur umfram gjöld 74.572.688 Efnahagsreikningur Eignir Fasteignir .................................................................................................. 63.519.751 Björgunarskip ............................................................................................ 79.767.386 Bifreiðar .................................................................................................... 7.175.073 Innréttingar, áhöld og tæki ........................................................................ 52.591.887 Vörubirgðir ................................................................................................ 177.445.220 Kröfur á félagseiningar .............................................................................. 418.471.561 Aðrar viðskiptakröfur ................................................................................. 98.068.771 Aðrar skammtímakröfur ............................................................................ 30.205.470 Verðbréf .................................................................................................... 254.398.451 Handbært fé .............................................................................................. 478.324.248 Eignir samtals 1.659.967.818 0 Eigið fé og skuldir Varasjóður ................................................................................................. 265.000.000 Fjárfestingasjóður björgunarskipa ............................................................. 132.261.154 Sérsjóður ................................................................................................... 9.645.558 Óráðstafað eigið fé ................................................................................... 642.479.377 Skuldir við félagseiningar ......................................................................... 306.048.006 Viðskiptaskuldir ......................................................................................... 73.234.328 Aðrar skammtímaskuldir ........................................................................... 231.299.395 Eigið fé og skuldir samtals 1.659.967.818 0

Björgunar skólinn 2022

300

námskeið voru haldin 2022

100

námskeið sem þurfti að fella niður

4.000

nemendur sóttu námskeið árið 2022

Áfram hélt sú vegferð að koma og bjóða upp á námskeið í fjarkennslu, fjarnámi og að útbúa og endurnýja kennsluefni sem styður betur við nám skólans, en allir þessir þættir bæta aðgengi félagsfólks Landsbjargar að skólanum. Uppfærslur eru gerðar á hverju ári á skólavefnum þannig að notendaviðmót sé betra og vefurinn skili félagsfólki betri þjónustu. Á meðal uppfærslna sem voru gerðar á árinu má nefna: ensk þýðing á ferilskrá, sjálfvirkur tölvupóstur á nemendur þegar þeir færast inn á námskeið af biðlista, nýr hnappur fyrir fjarnám skólans ásamt fleiru. Fjarnám skólans er nú komið í nýjan búning og fer nú öll skráning á námskeið og tenging yfir á fjarnámsvefinn í gegnum skólasíðuna sjálfa, skoli. landsbjorg.is. Það eru spennandi tímar framundan, að skólinn standist nútíma kröfur varðandi kennslu, kennsluaðferðir og námsefni.

Starfsmenn Björgunarskólans

Starfsmannabreytingar áttu sér stað á árinu, en tveir fastir starfsmenn voru við skólann árið 2022, ásamt þeim Guðbjörgu og Ástu sem aðstoða skólann við að bóka flug, bíl eða gistingu fyrir leiðbeinendur þegar við á.

Starfsmenn Björgunarskólans árið 2022

Arna Björg Arnarsdóttir, skólastjóri arna@landsbjorg.is

Sigrún Jónatansdóttir, verkefnastjóri sigrun@landsbjorg.is

Guðbjörg Ólafía Gísladóttir, þjónustuver gudbjorg@landsbjorg.is

Ásta Björk Björnsdóttir, skrifstofa astabb@landsbjorg.is

Sævar Logi Ólafsson, verkefnastjóri

Björgunarskólinn | 19

Skólanefnd

Skólanefnd er skipuð sjö einstaklingum sem eru skipaðir til tveggja ára, eða út kjörtímabil stjórnar, ásamt skólastjóra Björgunarskólans sem er starfsmaður nefndarinnar. Hlutverk skólanefndar Björgunarskólans er að fjalla um menntunar- og þjálfunarmál félagsfólks. Nefndin stuðlar að þróun námsefnis Björgunarskólans, aukinni menntun og endurmenntun leiðbeinenda og auknu samstarfi við grasrótina um námsframboð skólans.

Skólanefnd árið 2022

Hallgrímur Óli Guðmundsson, formaður nefndar

Andri Hnikarr Jónsson

Andri Már Númason

Einar Örn Jónsson

Erla Rún Guðmundsdóttir

Inga Birna Pálsdóttir

Þorsteinn Ægir Egilsson

Arna Björg Arnarsdóttir, skólastjóri

Skólanefnd hittist annan mánudag í hverjum mánuði og fundar í gegnum teams. Dagskrá fundar er send út viku fyrir hvern fund og markmið með hverjum fundi er að þeir sé hnitmiðaðir og ekki lengri en klukkutími hver fundur. Árlegi og eini staðfundur, vinnufundur

nefndarinnar og Björgunarskólans var haldinn á Húsavík. Björgunarsveitin Garðar var svo almennileg að lána okkur salinn í húsnæði sveitarinnar, en vel var tekið á móti hópnum og flott kynningarferð um húsið. Hópurinn fór einnig í heimsókn að skoða nýtt húsnæði hjá

Hjálparsveit skáta í Aðaldal, glæsilegt hús í alla staði og auðvitað var rennt við í eldhúsið

hjá Hallgrími Óla á leiðinni heim í kaffi og nýbakaða snúða.

20 | Árbók 2022

Sviðsstjórar og fagráð

Fjórtán svið eru hjá skólanum og yfir hverju þeirra er einn sviðstjóri. Undir hverju sviði fyrir sig er fagráð og í fagráði sitja fjórir til sex einstaklingar auk sviðstjóra viðkomandi sviðs.

Sviðsstjóri

Sviðsstjóri sviðs hjá Björgunarskólanum er helsti stjórnandi þess sviðs sem hann veitir forstöðu og heyrir undir skólastjóra Björgunarskólans. Sviðsstjóri skal hafa yfirgripsmikla faglega þekkingu á sínum málaflokki og hann ber ábyrgð á stefnumörkun, áætlanagerð og almennri stjórnun sviðs í samráði við skólastjóra. Auk þess ber sviðsstjóri ábyrgð á því námsefni sem notast er við á hans sviði. Þar sem eðli og umfang verkefna krefst þess, er hægt að ráða sérstakan fagstjóra sem ber ábyrgð á ákveðnum hluta sviðsins og heyrir undir sviðsstjóra og skólastjóra.

Fagráð

Lögð er áhersla á að fá í fagráð hóp einstaklinga með fjölbreytta þekkingu og reynslu er snýr að málefnum hvers sviðs fyrir sig. Fagráð sviða Björgunarskólans er þverfaglegur hópur fagfólks á hverju sviði fyrir sig. Sviðsstjóri er formaður fagráðsins og heldur utan um starfsemi ráðsins. Eitt af hlutverkum fagráðs er að vera sviðsstjóra og skólastjóra til ráðgjafar í uppbyggingu og þróun námskeiða og námsefnis á viðkomandi sviði og yfirfara kennsluáætlun og markmiðalýsingar áfanga sviðsins og gera tillögur að uppfærslu eftir því sem við á.

Björgunarskólinn | 21

Sviðsstjórar Björgunarskólans árið 2022

Aðgerðasvið Ólafur Jón Jónsson adgerd@landsbjorg.is

Ferðamennsku- og rötunarsvið Andri Már Númason ferdamennska@landsbjorg.is

Félagssvið Arna Björk Gunnarsdóttir felagssvid@landsbjorg.is

Fjallabjörgunarsvið Gunnar Agnar Vilhjálmsson fjallabjorgun@landsbjorg.is

Fjallamennskusvið Freyr Ingi Björnsson fjallamennska@landsbjorg.is

Fjarskiptasvið Hugrún Sigurðardóttir fjarskipti@landsbjorg.is

Fyrstuhjálparsvið Þóra Jóhanna Jónasdóttir fyrstahjalp@landsbjorg.is

Hundasvið Theodór Bjarnason hundasvid@landsbjorg.is

Leitartæknisvið Rakel Ýr Sigurðardóttir leitartaekni@landsbjorg.is

Rústabjörgunarsvið Magnús Örn Hákonarson rustabjorgun@landsbjorg.is

Sjóbjörgunarsvið Ásgeir R. Guðjónsson sjobjorgun@landsbjorg.is

Snjóflóðasvið Anton Berg Carrasco snjoflod@landsbjorg.is

Straumvatnsbjörgunarsvið Halldór Vagn Hreinsson straumvatnsbjorgun@landsbjorg.is

Tækjasvið Gísli Símonarson taekjasvid@landsbjorg.is

Vorfundur sviðsstjóra er haldinn á hverju vori þar sem farið er yfir stöðu sviðanna af hverjum sviðstjóra, þá hvað var gert yfir veturinn. Skólinn kemur inn á fundinn með málefni sem eru rædd og áherslur sem stefnt er að fyrir næsta vetur. Hópnum er oft skipt upp í smærri vinnuhópa, en á þessu ári var unnið með tengingu á milli sviða og hvar sviðin væru að skarast og þá aðallega námsefnislega séð.

22 | Árbók 2022

250 nemendur

Snjóflóð 1

nemendur Fyrsta hjálp

175 nemendur Fjallamennska

Námskeiðssókn

Námskeiðssókn var svipuð og undanfarin ár eða um 4.000 nemendur sem sóttu þau 300 námskeið sem voru haldin. Enn þurfum við þó að fella niður talsvert af námskeiðum sem sett eru á dagskrá, eða um 100 námskeið. Þessu viljum við breyta því mikil vinna er að koma öllum námskeiðum sem einingar félagsins óska eftir á dagskrá. Undanfarin ár hefur verið sent bréf til eininga félagsins þar sem ábyrgðin er sett á herðar stjórna eininga eða þeirra sem eru í forsvari, að óska eftir þeim námskeiðum sem talið er þörf á þann veturinn. Hvatt hefur verið til og telur skólinn mikilvægt að einingar á sama svæði reyni að samræma óskir um námskeið og sameinist um þau. Kosturinn við slíka skipulagningu er að þátttakendur fá meira út úr námskeiðunum, auðveldara er að ná lágmarks fjölda og samstarf sem þetta hefur góð áhrif á samskipti eininga.

Einingar geta alltaf óskað eftir námskeiði til sín hvenær sem er á starfsárinu, en þau námskeið birtast strax á dagskrá skólans á netinu. Björgunarskólinn reynir eftir fremsta megni að verða við þeim óskum um námskeið sem einingarnar vilja á þeim tíma sem gengur fyrir þær. Hugað hefur verið að breytingu fyrir næsta skólaár varðandi óskir eininga en með það í huga að þær geti alltaf óskað eftir námskeiðum þegar það hentar og skólinn þarf þá ekki að fella niður fjölda námskeiða á ári hverju.

Björgunarskólinn | 23
425

Námskeið innan Björgunarmanns 1 eru þau námskeið sem flestir félagar taka hjá Björgunarskólanum. Á árinu 2022 eins og árið á undan var það fyrsta hjálp 1 sem langflestir félagar sóttu.

- Fyrsta hjálp 1 30 námskeið 425 nemendur - Snjóflóð 1 20 námskeið 250 nemendur - Fjallamennska 1 14 námskeið 175 nemendur - Fjarskipti 1 /fjarskipti grunnur 12 námskeið 170 nemendur - Ferðamennska 12 námskeið 145 nemendur - Rötun 12 námskeið 145 nemendur - Leitartækni 10 námskeið 135 nemendur

Um 118 nemendur sóttu fagnámskeið hjá skólanum árið 2022

Um 4000 nemendur sóttu námskeið árið 2022

Um 170 nemendur sóttu fjarkennslu námskeið með leiðbeinanda á netinu árið 2022

Björgunarskólinn | 25

Ráðstefnan Björgun

Björgunarskólinn kom að frábærum vinnusmiðjum og forráðstefnum fyrir ráðstefnuna

Björgun í október sem heppnuðust með eindæmum vel og voru vinnusmiðjur vel sóttar. Reynt er að fá erlenda aðila sem koma inn með nýjan fróðleik fyrir okkar fólk og við getum lært af. Þarna spilar tenging okkar við erlenda samstarfsaðila stórt hlutverk og mikilvægi þess að senda sviðsstjóra og leiðbeinendur á ráðstefnur og vinnusmiðjur erlendis.Þaðan

kemur mikið af því flotta erlenda fólki með fyrirlestra og vinnusmiðjur inn á ráðstefnuna Björgun. Einnig settum við upp flott fjallabjörgunarnámskeið fyrir nágranna okkar

Færeyinga í tengslum við ráðstefnuna, en allur sá hópur mætti svo á ráðstefnuna sjálfa eða um 12 manns. Mikil ánægja var í færeyska hópnum með móttöku þeirra og gott utanumhald.

26 | Árbók 2022

Vinnusmiðjur og forráðstefnur fyrir Björgun

Burjor Langdana tannlæknir og sérfræðingur í hvernig á að glíma við andlitsáverka og tannpínu í óbyggðum. Þessar vinnusmiðjur tengdust inn á Vettvangshjálp í óbyggðum eða Wilderness First Responder. Frábær leiðbeinandi og vinnusmiðjurnar heppnuðust með eindæmum vel. Komust færri að en vildu því uppselt var á vinnusmiðjurnar hjá Burjor.

Hann hélt einnig fyrirlestur á sjálfri ráðstefnunni en hann sjálfur setti mikinn svip á ráðstefnuna fyrir skemmtilega framkomu.

Dominique Grandjean prófessor við dýralæknaskóla í Alfort í Frakklandi var með flottan fyrirlestur um lyktarskynjun hunda og notagildi hennar, hundar sem þefa upp covid smitaða, dæmi um straumhvörf í notkun leitarhunda. Það var flott mæting og Dominique hélt líka áhugaverðan fyrirlestur á sjálfri ráðstefnunni.

Þóra Jóhanna Jónasdóttir,dýralæknir, leiðsögumaður og sviðsstjóri Björgunarskólans í fyrstu hjálp, var með flotta vinnusmiðju um hvernig á að framkvæma skyndihjálp á hundum og þekkja og meðhöndla neyðartilvik. Flott vinnusmiðja sem var vel sótt. Þóra var einnig með fyrirlestur á ráðstefnunni sjálfri.

Chris Young þekkja orðið margir enda hefur hann mætt á þó nokkrar ráðstefnur hjá félaginu. Hann er virkur björgunarsveitarmaður og aðgerðastjórnandi. Chris hefur skrifað og gefið út bækur og fræðigreinar um stjórnun leitaraðgerða og flutt fyrirlestra bæði í Bandaríkjunum jafnt sem á alþjóðlegum vettvangi. Hann var með flottan fyrirlestur; kanntu að afla upplýsinga til að skipuleggja eða stjórna leit? Chris var einnig með fyrirlestur á sjálfri Björgun.

Robert Koester er einn ef þeim sem hefur komið nokkrum sinnum á Björgun og tengist félaginu vel. Hann er með PhD í leitarfræðum frá University of Portsmouth og er framkvæmdastjóri dbS Productions sem er útgáfufyrirtæki á sviði leitar og björgunar. En okkar fólk þekkir einmitt vel bókina Lost Person Behaviour. Hann var með þriggja daga námskeið fyrir ráðstefnuna, Hegðun týndra eða Lost Person Behaviour, sem var vel sótt og alltaf er mikil aðsókn þegar hann kemur til landsins og heldur námskeið. Robert hélt líka fyrirlestur á ráðstefnunni sjálfri.

Björgunarskólinn | 27

Ferðir ICAR

Farin var frábær hópferð á ICAR ráðstefnuna en að þessu sinni var hún haldin í Montreux í Sviss. Hópurinn samanstóð af 11 einstaklingum, sviðsstjórum og öðrum leiðbeinendum frá skólanum. ICAR eða International Commission for Alpine Rescue var stofnað árið 1948. Aðsetur ICAR er í Sviss og starfa samtökin undir lögum þar í landi. Samtökin starfa á heimsvísu og meginmarkmið þeirra er að fjallabjörgunarsamtök um allan heim hafi umræðuvettvang til að bæta aðferðir og auka öryggi í tengslum við starf sitt í fjallendi. Innan ICAR starfa núna 5 meginnefndir.

• Terrestrial Rescue Commission - Fjallabjörgun

• Air Rescue Commission - Þyrlubjörgun

• Avalanche Rescue Commission - Snjóflóðabjörgun

• Alpine Emergency Medicine Commission - Sjúkranefnd

• Dog-Handlers - Hundahópur

Okkar hópur var með einstaklinga inni á öllum nefndum ráðstefnunnar þannig að vel var fylgst með öllum fyrirlestrum innan allra nefndanna. Ráðstefnan byrjar alltaf á verklegum degi áður en sjálf ráðstefnan hefst. Hópnum var skipt upp í litla hópa og var gengið á milli sjö stöðva sem var búið að setja upp í Dent DU Jamen sem er stundarkorn með lest frá Montreux upp í fjöllin. Frábær dagur og veðrið dásamlegt. Ráðstefnan sjálf var flott og voru fyrirlestrar margir áhugaverðir og fræðandi.

WASAR

Flottur hópur fór einnig á WASAR ráðstefnuna (Washington State Search and Rescue Conference). Dagskráin þótti áhugaverð þetta árið og Pre-conference námskeið spennandi. Ákveðið var að senda einn sviðsstjóra frá Björgunarskólanum, þrjá fulltrúa frá landsstjórn og tvo almenna félaga. Með stuttum fyrirvara var ráðstefnunni aflýst en þá lagðist WASAR á árarnar og tryggði að námskeiðin héldu sér og hjálpuðu til við að stilla upp öðrum viðburðum. Hópurinn fór meðal annars á námskeið hjá Chris Young, „Intelligent Search management“. Þau fóru í heimsókn til Clackamas Country Search & Rescue og Marcel Rodriguez tók vel á móti hópnum en Marcel er góðvinur Landsbjargar frá Björgun og hefur komið á Hálendisvakt með félaginu. Hópurinn fór einnig á hálendisvakt með King County Search & Rescue og endaði í heimsókn hjá Mountain Rescue í Seattle. Frábærlega vel heppnuð ferð í alla staði og hópurinn ánægður hversu vel tókst til.

Björgunarskólinn | 29

Slysavarnaskóli sjómanna

Starfsemi Slysavarnaskóla sjómanna fór rólega að færast aftur í eðlilegt ástand eftir að

takmörkunum vegna sóttvarna var aflétt snemma á árinu, en engu að síður voru bæði starfsmenn og nemendur varir um sig hvað áhrærði sóttvarnir.

Á árinu voru haldin 192 námskeið sem 2.486 nemendur sóttu sem er rúmlega 4% fjölgun nemenda milli ára. Þrátt fyrir það fækkaði námskeiðum sem nam 11% milli ára og námskeiðsdögum fækkaði um tæp 8%. Námskeiðin sem skólinn hélt á árinu má sjá í meðfylgjandi töflu:

2021

2022

32 | Árbók 2022
Námskeið Nemendur Námskeið Dagar Nemendur Námskeið Dagar Öryggisfr. STCW A-VI/1-1, 1-2, 1-3 & 1-4 283 26 130 264 21 105 Endurmenntun öryggisfr. STCW A-VI/1 888 85 169 1059 75 150 Framhaldsnámsk. eldvarna STCW A-VI/3 16 2 8 23 3 12 Líf- og léttbátar utan hrað STCW A-VI/2-1 23 4 8 23 3 6 Endurm. STCW A-VI/1, A-VI/2-1, A-VI/3 133 12 27 162 10 30 Framhaldsskyndihjálp STCW A-VI/4-1 18 2 6 53 6 18 Sjúkrahjálp skip STCW A-VI/4-1 og 4-2 120 8 24 107 13 39 Hóp- og neyðarstjórnun STCW A-V/2 212 13 21 240 14 21 Mannauðsstj. skipa (BRM/ERM) STCW 22 4 16 30 5 15 Verndarskylda 0 0 0 9 1 1 Verndarfulltrúi skips A-VI/5 8 2 4 8 2 2 Verndarfulltrúi útgerða 0 0 0 3 2 2 Verndarfulltrúi hafnaraðstöðu 18 3 19 19 3 3 Hafnargæslumenn 0 0 0 23 2 2 Öryggisfræðsla smábáta 92 6 6 40 5 5 Endurmenntun öryggisfræðslu smábáta 318 17 8,5 168 8 4 Skyndihjálp fyrir smábáta 48 5 5 1 1 1 Slöngufarþegabátar undir 6m 11 2 2 21 3 3
Öryggisfræðsla með OM flugrekanda 24 8 4 31 7 7 Wet drill æfing flugliða 0 0 0 75 3 3 Elem. Sea Survival and Firefighting 15 3 3 0 0 0 Sérnámskeið fyrirtækja 113 11 5,5 144 7 7 Samtals 2.379 215 471 2.486 192 436
Sérnámskeið

192 námskeið árið 2022

63.468 nemendur frá upphafi

2.486 nemendur árið 2022

Frá stofnun Slysavarnaskóla sjómanna til ársloka 2022 hafa verið haldin 3.974 námskeið sem 63.468 manns hafa sótt.

Miklar breytingar hafa orðið á framsetningu kennsluefnis skólans og heimsfaraldur Covid hafði í för með sér að kennsluefnið var í þá veru að bóklegir hlutar nokkurra námskeiða hafa verið færðir í fjarkennslu sem hefur mælst mjög vel fyrir hjá nemendum. Með því móti er hægt að stytta þann tíma sem nemendur þurfa að sitja um borð í skólaskipinu en þar mæta þeir til verklegra æfinga. Þá hafa nokkur námskeið verið færð alfarið í fjarkennslu sem auðveldar aðgengi landsbyggðarinnar að námskeiðum allt árið um kring. en á þeim námskeiðum er ekki um verklegar æfingar að ræða. Þá voru haldin nokkur endurmenntunarnámskeið um borð í skipum. Skólinn hefur boðið upp á slíkt fyrirkomulag í rúman áratug, að senda kennara um borð í skip til að halda endurmenntunarnámskeið sniðin að því skipi sem áhöfnin er að vinna á. Er þá skipið og búnaður þess notaður á námskeiðinu þannig að áhöfnin þekki réttu aðferðirnar við notkun búnaðarins.

Slysavarnaskóli sjómanna | 33

Á árinu gaf Samgöngustofa út mánaðarlega áminningar um öryggismál til sjómanna sem kallaðar voru 12 hnútar. Starfsmenn Slysavarnaskólans aðstoðuðu við hönnun 12 hnúta sem mæltust mjög vel fyrir meðal sjómanna. Verður þessum áróðri haldið áfram enda mikilvægt að stöðugt sé verið að minna á að öryggið sé ekki sjálfgefið, heldur verkefni sem allir sjómenn verða að leggja sitt af mörkum til, svo árangur náist í fækkun slysa á sjó.

Skólaskipið Sæbjörg fékk nýtt legupláss í Reykjavíkurhöfn á árinu. Í rúm 15 ár hafði skipið legið við Austurbakka en allan þann tíma voru miklar framkvæmdir í gangi á því svæði. Fyrst niðurrif Faxaskála og síðan risu Harpa, Edition Hotel ásamt íbúðarhúsum við hlið Sæbjargar á þessum árum og því miklar breytingar sem stöðugt þrengdu að aðgengi að skólanum. Það var því ákveðið af Faxaflóahöfnum, í samráði við skólann, að færa skipið að Bótarbryggju í Vesturhöfninni, en við þá bryggju lá Sæbjörgin, sem nú er, fyrstu árin eftir að hún var tekin í notkun 1998. Færsla skipsins fór fram 29. apríl í blíðskaparveðri og fór skipið fyrir eigin vélarafli á sinn nýja stað, þar sem er mun rýmra bryggjusvæði við skipið sem og stutt fyrir nemendur að kaupa sér mat í hádeginu, enda fjölmargir góðir veitingastaðir í göngufjarlægð frá skipinu.

Vinna við uppsetningu á nýja slökkviæfingahúsi Slysavarnaskóla sjómanna og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) hófst í ársbyrjun. Til landsins komu sérfræðingar frá Finnlandi sem settu upp gasbúnaðinn í húsið og þjálfuðu bæði starfsmenn skólans og SHS í notkun hans. Búnaðurinn tölvustýrir eldum á fimm mismunandi stöðum í æfingahúsinu. Fyrstu æfingar voru í byrjun apríl en 29. apríl fóru fyrstu nemendur Slysavarnaskólans á æfingu í húsinu. Skólinn og SHS stóðu fyrir samkeppni um nafn á hinu nýja æfingahúsi meðal starfsmanna beggja aðila. Tveggja manna dómnefnd var sammála um að nafnið Elja lýsti best nýja æfingahúsinu og þótti lýsa vel störfum sjó- og slökkviliðsmanna, en það orð

Slysavarnaskóli sjómanna | 35

stendur fyrir óþreytandi vinnusemi og dugnað. Þótt farið sé að nota æfingahúsið þá er enn talsvert í land í að byggingu þess sé lokið, því enn á eftir að klæða það að utan og taka í notkun efri hæðina. Stefnt er á að því verki verði lokið á árinu 2023.

Árið 2019 fékk Slysavarnaskólinn samþykkt verkefni sem snýst um að skoða framfarir í kennslu um heilsu og vinnuöryggi farmanna og fiskimanna í gegnum Erasmus+ starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins. Vegna heimsfaraldursins tókst ekki að fara af stað með verkefnið fyrr en á árinu 2022 en fengist hafði framlenging um eitt ár vegna samgöngutakmarkana. Heimsóknum starfsmanna skólans varð að vera lokið fyrir enda maí og því fóru allar heimsóknirnar fram á hálfu ári í stað tveggja ára eins og til hafði staðið. Þrír skólar voru heimsóttir en það voru NOSEFO í Bergen, Ask Safety í Álasundi og Rock Friese

Poort í Urk í Hollandi. Tókust heimsóknir í þessa skóla afskaplega vel og lærdómur dreginn af þeim sem nýtist í starfi Slysavarnaskólans.

Skólastjóri tók þátt í samstarfsverkefninu NorSafe sem styrkt er af Norræna ráðherraráðinu en verkefninu er stjórnað af Sjómannaskólanum Imarsiornermik Ilinniarfik í Nuuk á Grænlandi en einnig eru Sjónám í Færeyjum, Struer Fri Fagskole í Danmörku og Trøndelag

Fylkeskommune í Noregi þátttakendur í því. Verkefnið snýr að gerð öryggisfræðslu fyrir ungmenni þar í landi auk hvatningar til að fá þau til starfa á sjó. Haldin var ráðstefna um öryggismál sjómanna í Nuuk í byrjun maí ásamt því sem þrjú ungmenni frá hverju þátttökulandi tóku þátt í hópavinnu þar sem fræðsla um öryggismál var meginþema. Samstarfsverkefninu mun ljúka á árinu 2023 og munu þá koma fram tillögur um hvernig megi auka öryggi ungmenna á sjó í Grænlandi en þar hafa banaslys til sjós verið tíð.

Um tíma hefur verið unnið að því að koma á sérstöku skráningarkerfi á slysum til sjós sem allar útgerðir geti nýtt sér. Um er að ræða lausn sem VÍS tryggingafélagið hannaði, en færði stjórnvöldum til eignar. Samgöngustofa hélt síðan kynningarfund á skráningarkerfinu um borð í skólaskipinu Sæbjörgu 2. nóvember. Rannsóknarnefnd samgönguslysa var afhent kerfið til umsjónar. Slysavarnaskólinn hefur þegar tekið að sér að kynna hvernig nota eigi kerfið og er það von allra sem að því koma, að skráningar slysa verði verulega betri í kjölfarið sem er grunnur að góðu forvarnastarfi til að koma í veg fyrir endurtekin slys.

Sjávarútvegssýningin var haldin í byrjun júní og var starfsemi Slysavarnaskóla sjómanna

kynnt þar ásamt björgunarskipum félagsins og sjúkrakössum. Fjölmargir gesta sýningarinnar lögðu leið sína á básinn til skrafs og ráðagerða.

36 | Árbók 2022

VÍS tryggingafélag færði skólanum 10 björgunarbúninga að gjöf á haustmánuðum. Styrkir þeirra hafa verið ómetanlegir fyrir starfsemi Slysavarnaskólans í rúman áratug. Faxaflóahafnir hafa í gegnum öll starfsár skólans dyggilega stutt við starfsemina með niðurfellingu hafnargjalda af skólaskipinu Sæbjörgu. Vodafone gaf skólanum símkerfi í skólaskipið. Víking björgunarbúnaður færði skólanum nýjan fjögurra manna gúmmíbjörgunarbát að gjöf. Söluaðilar björgunar- og öryggisbúnaðar hafa einnig styrkt skólann með ýmsum gjöfum. Þá hafa bæði útgerðir og áhafnir skipa fært skólanum að gjöf búnað sem tekinn hefur verið úr notkun hjá þeim, sem skólinn getur endurnýtt. Færum við öllum þeim sem hafa styrkt starfsemi skólans, með einum eða öðrum hætti, kærar þakkir fyrir.

Einn fjarfundur var haldinn í skólanefnd Slysavarnaskóla sjómanna en í henni sitja Gunnar Tómasson formaður (SL), Jón Svanberg Hjartarson (SL), Lilja Sigurðardóttir (SL), Árni Bjarnason (FS) og Valmundur Valmundsson (SSÍ). Ennfremur er Kristján Þór Harðarson (SL) áheyrnarfulltrúi í nefndinni.

Í árslok voru 9 starfsmenn í fullu starfi við skólann en þeir eru: Hilmar Snorrason skólastjóri, Bogi Þorsteinsson aðstoðarskólastjóri, Bjarni Þorbergsson kennari, Steinunn Einarsdóttir kennari, Fróði Jónsson leiðbeinandi, Pétur Ingjaldsson yfirvélstjóri, Ingimundur Valgeirsson gæða- og verkefnastjóri, Sigríður Tómasdóttir skrifstofumaður og Vidas Kenzgaila við ræstingu.

Auk fastra starfsmanna annaðist Stefán Smári Skúlason öryggisköfun á þyrluæfingum skólans auk þess sem læknar og hjúkrunarfólk frá LHS önnuðust kennslu á námskeiðum í

Sjúkrahjálp um borð í skipum og starfsmenn LHG flugdeild sáu um kennslu í þyrlubjörgun við skólann.

Slysavarnaskóli sjómanna | 37

Málefni sjóbjörgunar 2022

Árið 2022 var sennilega eitt merkasta ár sjóbjörgunar í áratugi hjá sjálfboðaliðum

Slysavarnafélagsins Landsbjargar, loksins, loksins kom nýtt björgunarskip til heimahafnar í Vestmannaeyjum. Vonandi það fyrsta af þrettán en allavega það fyrsta af þremur. Margt annað markvert gerðist í sjóbjörgun og verður hér reynt að stikla á stóru, ekki tæmandi listi, en fyrir sögu hlutanna ritast þessi orð um vinnu, útköll, stefnur, verkefni, innkaup og fleira sem snýr að sjóbjörgun.

Að venju er þessi umfjöllun ekki um öll útköll ársins, á síðu 60 er tölfræðileg yfirferð á verkefnum björgunarsveita. Það er þó vert að stikla á stóru hér og rita nokkur orð um einhver útköll á sjóbjörgunarsveitum árið 2022.

Töluvert var um „venjuleg“ útköll á árinu, skip sem voru vélarvana af hinum ýmsu ástæðum, þó oft megi leiða líkur að því að hreinlega sé það vegna lélegs viðhalds þeirra. Voru nokkur dæmi þess að björgunarsveitir væru boðaðar vegna elds í skipum, sem í flestum tilfellum reyndist minniháttar, eða vegna bilana í vélbúnaði. Sjúkraflutningar og leitir voru óvenju algengar, m.a. í skemmtiferðaskip og ítrekaðar leitir vegna Reynisfjöru svo eitthvað sé nefnt.

Við yfirferð á aðgerðargrunni standa tvö útköll sérstaklega uppúr. Annars vegar útkall sem barst snemma dags 18. júní kl. 09:42. „Vélarvana bátur, Baldur vélarvana rétt fyrir utan Stykkishólm, Umb. LHG.“ Í ljósi tíðra farþegasiglinga við landið allt hljóta að fara sérstök ónot um okkur öll þegar að 111 farþegar eru staddir um borð í ferju sem einungis hefur eina aðalvél og næstu bjargir eru slöngubátar, vissulega öflugir slöngubátar, en slöngubátar engu að síður. Það má hreinlega velta fyrir sér hvort að björgunargeta við Breiðafjörð sé nægjanleg ef varðskip eða önnur stærri skip með mikla dráttargetu eru ekki nærri. Annað atvik á árinu sem eftirminnilegt er, er að á leið sinni frá Rifi á fullu nýtanlegu afli tilkynnti

B/S Björg kl. 12:28. „Björg TFIO, er búinn að missa aðra vélina……“. Má að einhverju leyti segja að haltur leiði blindan í þessu, gömul úr sér gengin ferja aðstoðuð af gömlu úr sér gengnu björgunarskipi, sem síðar var „leyst“ með því að staðsetja gamlan úr sér genginn dráttarbát í Stykkishólmi. Fyrir snör handtök áhafnar og viðbragða viðbragðsaðila fór vel þennan dag, en hvað með næsta skipti? Eða aðrar ferjur?

Annað minnisstætt útkall ársins 2022 er útkall sem kom seinnipart dags 3. desember, skipverji hafði fallið útbyrðis af línuskipi rúmlega 22 sjómílur norð-vestur af Garðskaga. Við tók þriggja daga verkefni þar sem björgunarsveitir af svæðum 1-2-3-4-5 voru boðaðar til leitar við ágætar aðstæður, en þó á myrkasta og kaldasta tíma ársins. Fjöldi tækja og björgunarfólks leitaði meðan birta entist þessa daga, en því miður án árangurs. Köld áminning þess

Málefni sjóbjörgunar | 41

að þrátt fyrir að íslenskir sjómenn séu sennilega með allra bestu stöðu öryggismála í öllum heiminum, er mikilvægt að eiga öflug tæki og mannskap þegar á reynir. Ljóst er að betur má gera í samþjálfun eininga á sjó, okkar, Landhelgisgæslunnar og sjófarenda. Það er þó ekki á nokkurn máta gagnrýni á þessa aðgerð sem vannst eins vel og kostur var miðað við aðstæður og sérstaklega er rétt að hrósa áhöfnum þeirra fiskiskipa sem tóku þátt í þessari leit. Við björgunarsveitafólk megum ekki gleyma því að fiskiskip eru oft sérlega vel útbúin til leitar eins og sannaðist þarna. Þetta er þá líka minnisstætt útkall, vegna þess að björgunarskipið í Grindavík gat aðeins takmarkað tekið þátt í aðgerðum, bilað, eins og svo oft áður hefur verið með of gömul björgunarskip okkar.

42 | Árbók 2022

Nefnd um sjóbjörgun fundaði fimm sinnum árið 2022 sem og að árlegur fundur björgunarbátasjóða var haldinn í október, að þessu sinni í Vestmannaeyjum. Nefndin hefur tekið fyrir fjöldamörg mál, venjubundin sem ekki. Á haustfundi varð þó sú stóra breyting að Heiðar Hrafn Eiríksson vék af velli eftir áralangt starf í nefndum félagsins og tók Hafliði Hinriksson við keflinu í kosningu á fyrrnefndum fundi í Eyjum. Verður Heiðari seint fullþakkað fyrir hans skeleggu innlegg í málefni sjóbjörgunar sem og þá sérþekkingu sem hann færði nefndinni og starfinu varðandi fjármál. Þær þakkir sem Heiðari hafa þegar verið færðar eru því endurteknar hér, þó viðurkennist að Heiðar sleppur ekki alveg og verður áfram til ráðgjafar félaginu og starfsmönnum þess er varðar ársreikninga og rekstur björgunarskipa.

Nokkur endurnýjun heldur áfram að eiga sér stað innan raða eininga í sjóbjörgunartækjum. Smíðaður var einn Rafnar 1100 með nokkuð breyttu sniði sem verður afhentur árið 2023 á Fáskrúðsfirði. Einhver endurnýjun var í slöngubátum eins og alltaf, bættust a.m.k. tveir plastbátar í vopnabúr eininga sem og að sæþotum heldur áfram að fjölga. Sérstaklega er markvert að hingað til hefðbundnar „landbjörgunarsveitir“ hafa sumar fjárfest í sæþotum og eru núna mjög öflugar þegar að kallað er til leitar nærri landi og í fjörum. Því fylgja margar áskoranir, en þó helst í því að við höldum okkur vel þjálfuðum á þessum nútíma háhraðatækjum. Síðan voru allmörg tæki líka á teikniborðinu árið 2022 og munu þau bætast í flota eininga árið 2023.

Nýsmíðaverkefni björgunarskipa náði sínum fyrsta hápunkti árið 2022, nýtt björgunarskip (B/S Þór) var afhent við hátíðlega athöfn í Vestmannaeyjum 1. október. Skipið er það fyrsta af þremur nýsmíðum sem búið er að semja um við skipasmiðinn KewaTec frá Finnlandi. Fyrsta nýja stóra björgunarskip félagsins og eininga þess síðan 1993 eða í 29 ár. Fögnuður þennan dag var áþreifanlegur nánast og gleðibros á hverju andliti þeirra sem voru viðstödd þennan dag sem markar merk tímamót í sögu björgunarskipa félagsins sem teygir sig aftur til ársins 1918 eða rúmum 10 árum áður en að Slysavarnafélag Íslands var stofnað. Áfram er stíft unnið að þessu verkefni og þó árið 2022 hafi markað tímamót, koma nú hver tímamótin á fætur öðrum komandi ár, ef allar áætlanir félagsins ganga eftir.

Sjóbjörgun er áfram hornsteinn þess sem félagið sinnir, mikilvægt verður að hlúa að þessum málaflokki með aukinni þjálfun og fleiri sigldum sjómílum. Þó að alvarleiki útkalla sé blessunarlega heilt yfir minni í þessum málaflokki, má alls ekki slá slöku við, eins og alvarleg útköll ársins sýndu. Kraftur í sjóbjörgun er mikill en jókst verulega á árinu, sérstaklega þar sem að einingar gátu fagnað komu nýrra tækja.

Málefni sjóbjörgunar | 43

Skipsskaðar 2022

| Banaslys

Milla ST

Þann 25. janúar 2022 fór Milla ST 38 frá bryggju í Reykjavíkurhöfn og sigldi út úr höfninni. Morguninn eftir barst tilkynning til Vaktstöðvar siglinga um strandaðan bát við suðurenda Engeyjar. Við skoðun kom í ljós að báturinn var mannlaus. Björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar hófu þegar leit og fannst skipverjinn látinn við Sólfarið við Sæbraut.

Sighvatur GK

Þann 3. desember 2022 féll skipverji fyrir borð af Sighvati GK þar sem skipið var að línuveiðum vestur af Garðskaga. Þrátt fyrir mikla leit bar hún engan árangur.

44 | Árbók 2022

| Strand

Sigurbjörg SF

Þann 22. apríl 2022 sigldi Sigurbjörg SF 710 á Reyðarsker við Djúpavog en bátuirnn var á siglingu til Djúpavogs. Báturinn Beta GK 36 fór til aðstoðar en Sigurbjörg náðist á flot og gat siglt fyrir eigin vélarafli til hafnar á Djúpavogi.

Tjaldur SH

Þann 23. apríl 2022 strandaði Tjaldur SH 270 við Töskuvita við Rifshöfn en skipið var að láta þaðan úr höfn á leið til veiða. Losnaði skipið af sjálfsdáðum 15 mínútum síðar óskemmt.

Svana SH

Þann 9. júní 2022 sigldi Svana SH 234 á sker á siglingu inn Tálknafjörð en þangað var för heitið. Töluverðar skemmdir urðu á bátnum og var hann dreginn, af Jóa BA 4, til hafnar.

Jökull ÞH

Þann 5. október 2022 lenti Jökull ÞH 299 upp á grynningum í höfninni á Raufarhöfn þegar skipið var að fara þaðan. Skipverjar náðu að losa skipið af strandstað með því að tengja taug í land og hífa það á flot á akkerisvindunum. Ekki urðu skemmdir á skipinu.

Vilhelm Þorsteinsson EA

Þann 28. nóvember 2022 strandaði Vilhelm Þorsteinsson EA 11 við höfnina í Neskaupstað eftir að bilun kom upp í skrúfubúnaði skipsins. Uppsjávarskipið Barði NK náði að draga Vilhelm af strandstað og naut aðstoðar björgunarskipsins Hafbjargar.

Skipsskaðar | 45

| Eldur

Rán SH

Þann 15. maí 2022 kom upp eldur í stýrishúsi Ránar SH 307 sem var mannlaus við bryggju í Ólafsvík. Skipverji á bát, sem lá utan á Rán, varð var við eldinn og náði að slökkva hann áður en hann náði að breiðast út. Minniháttar skemmdir urðu.

Gosi KE

Þann 6. júlí 2022 kom upp mikill reykur frá vélarúmi Gosa KE 102 en báturinn var á leið á miðin frá Rifi á Snæfellsnesi. Einn skipverji var um borð og yfirgaf hann bátinn íklæddur björgunarbúning og komst í gúmmíbjörgunarbát. Skipverjanum var bjargað um borð í bát sem var skammt frá en Gosi varð fljótt alelda og björgunarskipið Björg reyndi að slökkva eldinn án árangurs. Báturinn var dreginn upp í fjöru þar sem slökkt var í honum með því að moka yfir hann sandi.

| Sekkur

Kobbi Láka

Þann 8. febrúar 2022 var komið að björgunarskipinu Kobba Láka þar sem hann var mannlaus við bryggju í Bolungarvíkurhöfn. Þegar að var komið hékk hann í landfestunum en björgunarsveitin dældi sjó úr bátnum og var hann síðan hífður upp á bryggju.

Sigursæll KÓ

Þann 15. febrúar 2022 sökk Sigursæll KÓ í Hafnarfjarðarhöfn þar sem hann lá mannlaus við bryggju. Köfunarþjónusta náði bátnum á flot og var hann hífður upp á bryggju.

Villi-Björn SH

Þann 13. júlí 2022 var Villi-Björn SH á handfæraveiðum á Flákanum út af Breiðafirði. Slagsíða kom á bátinn og sjór rann inn í vélarúmið. Á sama tíma fékk báturinn á sig öldu og flæddi sjór yfir lunningu og hvolfdi honum á örstuttum tíma. Skipverjunum tveimur var bjargað um borð í Hvítá HF 420 stuttu síðar.

46 | Árbók 2022
Skipsskaðar | 47

Ísafjörður Gísli Jóns

Ganghraði: 20-27 sml/klst.

Áhöfn: 6-7 manns

Smíðaár: 1990

Patreksfjörður Vörður II

Ganghraði: 14-16 sml/klst.

Áhöfn: 4-6 manns

Smíðaár: 1987

Rif Björg

Ganghraði: 14-16 sml/klst.

Áhöfn: 6 manns

Smíðaár: 1988

Reykjavík

Ásgrímur S. Björnsson

Áætluð afhending á nýju skipi er í september 2023

Sandgerði Hannes Þ. Hafstein

Ganghraði: 14-16 sml/klst.

Áhöfn: 5-6 manns

Smíðaár: 1982

Skagaströnd Húnabjörg

Ganghraði: 14-16 sml/klst.

Áhöfn: 5-6 manns

Smíðaár: 1987

Vestmannaeyjar Þór Afhent í október 2022

Grindavík

Oddur V. Gíslason

Ganghraði: 14-16 sml/klst.

Áhöfn: 6 manns

Smíðaár: 1985

48 | Árbók 2022 13 ný

Siglufjörður

Sigurvin

Áætluð afhending á nýju

skipi er í mars 2023

björgunarskip

Hvert skip kostar um 285 milljónir og heildarkostnaður 13 skipa verður því um 3,7 milljarðar. Ríkið leggur til 50% af fyrstu tíu skipunum sem samsvarar um 1,4 milljarði.

Samtals vantar því 2,3 milljarða til að fullfjármagna öll 13 skipin.

Raufarhöfn Gunnbjörg Ganghraði: 14-16 sml/klst.

Áhöfn: 4-6 manns

Smíðaár: 1986

Vopnafjörður

Sveinbjörn Sveinsson

Ganghraði: 14-16 sml/klst.

Áhöfn: 5 manns

Smíðaár: 1987

Höfn í Hornafirði Ingibjörg

Ganghraði: 14-16 sml/klst.

Áhöfn: 5-6 manns

Smíðaár: 1985

Norðfjörður

Hafbjörg

Ganghraði: 18-22 sml/klst.

Áhöfn: 5 manns

Smíðaár: 1996

Sjóbjörgun | 49

Svæði 6

Björgunarsveitin Blakkur

Björgunarsveitin Bræðrabandið

Björgunarsveitin Kópur

Björgunarsveitin Tálkni

Hjálparsveitin Lómfell

Svæði 7

Björgunarfélag Ísafjarðar

Björgunarsveitin Björg Suðureyri

Björgunarsveitin Dýri

Björgunarsveitin Ernir

Björgunarsveitin Kofri

Björgunarsveitin Sæbjörg Flateyri

Björgunarsveitin Tindar

Svæði 9

Björgunarfélagið Blanda Björgunarsveitin Húnar

Björgunarsveitin Strönd

Svæði 5

Björgunarsveitin Berserkir

Björgunarsveitin Elliði

Björgunarsveitin Heimamenn

Björgunarsveitin Klakkur

Björgunarsveitin Lífsbjörg Snæfellsbæ

Björgunarsveitin Ósk

Svæði 8

Björgunarsveitin Björg Drangsnesi

Björgunarsveitin Dagrenning - Hólmavík

Björgunarsveitin Strandasól

Svæði 4

Björgunarfélag Akraness

Björgunarsveitin Brák

Björgunarsveitin Heiðar

Björgunarsveitin Ok

Svæði 1

Björgunarhundasveit Íslands

Björgunarsveit Hafnarfjarðar

Björgunarsveitin Ársæll

Björgunarsveitin Kjölur

Björgunarsveitin Kyndill - Mosf.

Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík

Hjálparsveit skáta Garðabæ

Hjálparsveit skáta Kópavogi

Hjálparsveit skáta Reykjavík

Leitarhundar SL

Svæði 3

Björgunarfélag Árborgar

Björgunarfélagið Eyvindur

Björgunarsveit Biskupstungna

Björgunarsveitin Björg Eyrarbakka

Björgunarsveitin Ingunn

Björgunarsveitin Mannbjörg

Svæði 2

Björgunarsveitin Ægir Garði

Björgunarsveitin Sigurvon

Björgunarsveitin Skyggnir

Björgunarsveitin Suðurnes

Björgunarsveitin Þorbjörn

Björgunarsveitin Sigurgeir

Hjálparsveit skáta Hveragerði

Hjálparsveitin Tintron

Svæði 18

Björgunarfélag Vestmannaeyja

50 | Árbók 2022
Björgunar

Svæði 11

Björgunarsveitin Ægir Grenivík

Björgunarsveitin Dalvík

Björgunarsveitin Jörundur

Björgunarsveitin Sæþór

Björgunarsveitin Tindur

Björgunarsveitin Týr

Hjálparsveitin Dalbjörg

Súlur - Björgunarsveitin á Akureyri

Svæði 10

Björgunarsveitin Grettir

Björgunarsveitin Skagfirðingasveit

Björgunarsveitin Strákar

Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð

sveitir 2022

Svæði 12

Björgunarsveitin Garðar

Björgunarsveitin Hafliði

Björgunarsveitin Núpar

Björgunarsveitin Pólstjarnan

Björgunarsveitin Stefán

Björgunarsveitin Þingey

Hjálparsveit skáta Aðaldal

Hjálparsveit skáta Reykjadal

Svæði 13

Björgunarsveitin Gerpir

Björgunarsveitin Ársól

Björgunarsveitin Bára

Björgunarsveitin Brimrún

Björgunarsveitin Eining

Björgunarsveitin Geisli

Björgunarsveitin Hérað

Björgunarsveitin Ísólfur

Björgunarsveitin Jökull

Björgunarsveitin Sveinungi

Björgunarsveitin Vopni

Svæði 16

Björgunarsveit Landeyja

Björgunarsveitin Bróðurhöndin

Björgunarsveitin Dagrenning - Hvolsvöllur

Björgunarsveitin Kyndill Kbkl.

Björgunarsveitin Lífgjöf

Björgunarsveitin Stjarnan

Björgunarsveitin Víkverji

Flugbjörgunarsveitin Hellu

Svæði 15

Björgunarfélag Hornafjarðar

Björgunarsveitin Kári

Einingar SL | 51

Aðgerðamál

Árið 2022 voru aðgerðir björgunarsveita félagsins samtals 1.401 sem er yfir meðaltali áranna 2005 – 2021. Þær tölur sem hér eru settar fram eiga eingöngu við um aðgerðir björgunarsveita sem boðaðar voru af Neyðarlínu og eru ótalin öll verkefni björgunarsveita sem eru ekki boðuð af Neyðarlínu, t.d. verkefni á Hálendisvakt björgunarsveita. Alls eru skráð 226 þjónustuverkefni á árinu á lægsta forgangi (F4). Flest þeirra eru lokanir fjallvega fyrir Vegagerðina til að koma í veg fyrir óþarfa ófærðarútköll. Þegar söguleg gögn eru skoðuð þarf að hafa í huga að nýtt skráningarkerfi var tekið í notkun um mitt ár 2013 og sérstakt átak gert í því að tryggja góða skráningu. Skýra má einhverja aukningu útkalla með markvissari skráningu.

Aðgerðamál | 55
Mynd 1 – Yfirlit yfir aðgerðir björgunarsveita 2022 – með hálendisvakt og þjónustuverkefnum. Mynd 2 - Yfirlit yfir aðgerðir björgunarsveita 2005 - 2021. Meðaltal er reiknað af samtölu allra áranna.

Mynd 3 – Yfirlit yfir aðgerðir björgunarsveita 2022 – án hálendisvaktar og þjónustuverkefna.

Alls fóru björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í 1.141 F1, F2 og F3 aðgerðir á árinu 2022. F1 útköll eru forgangsútköll þar sem líf liggur við og F2 útköll eru brýn útköll þar sem bregðast þarf fljótt við. Algengt er að t.d. leitir að fólki séu boðaðar út sem F2. Önnur verkefni björgunarsveita þar sem viðbragðshraði er ekki nauðsynlegur eru boðuð út á F3.

56 | Árbók 2022
Mynd 4 - Yfirlit yfir F1-F3 aðgerðir björgunarsveita 2005 – 2022.

Slysavarnaverkefni á hálendisvakt björgunarsveita eru ekki talin með í ofangreindum tölum enda er sérstök grein gerð fyrir þeim verkefnum að undanskildum útköllum (F1-F3) sem björgunarsveitir á hálendisvakt sinntu. Þau eru talin með enda hefði þurft að boða björgunarsveitir út vegna þeirra ef hópar hefðu ekki þegar verið á hálendinu. Lægsti forgangur í boðunum björgunarsveita er F4, en slík verkefni eru oft kölluð þjónustuverkefni og er sérstök grein gerð fyrir þeim verkefnum síðar í þessari samantekt.

Hér eftirfarandi má sjá niðurbrot á F1-F3 útköllum auk F4 þjónustuverkefna og eru þá talin með útköll og almenn aðstoð björgunarsveita vegna Hálendisvaktar.

Mynd 5 - Á meðfylgjandi grafi má sjá mánaðarlegan samanburð frá 2013 til 2022 og meðaltöl aðgerða annars vegar frá 2001 – 2012 og hins vegar 2013 – 2020.

1.188 aðgerðir voru skráðar 2021

1.401 aðgerð var skráð 2022

Aðgerðamál | 57

Þjónustuverkefni

Til viðbótar við útköll sinna björgunarsveitir ýmsum greiddum þjónustuverkefnum þar sem sérþekking, þjálfun og sérhæfður búnaður nýtist. Almennt séð eru þessi verkefni leyst af nauðsyn þar sem engum öðrum er til að dreifa til að leysa verkefnið. Löng hefð hefur verið fyrir því að björgunarsveitir þjónusti t.d. útgerðir, raforkufyrirtæki og sveitarfélög gegn greiðslu. Einnig aðstoða björgunarsveitir tryggingarfélög oft við verðmætabjörgun. Í dreifbýlinu aðstoða sumar björgunarsveitir starfsfólk kirkjugarða við að taka grafir. Árið 2014 gerðu Slysavarnafélagið Landsbjörg og Vegagerðin með sér samkomulag um lokun vega og hefur það gengið vel. Aukinn ferðamannastraumur að vetrarlagi á árunum eftir hrun hefði getað leitt til mikils álags hjá björgunarsveitum ef þetta verkefni hefði ekki komið til. Ljóst að forvarnir með lokun vega þegar líkur eru að færð muni spillast hafa fækkað útköllum björgunarsveita umtalsvert. Veður og færð hafa mikil áhrif á fjölda þjónustuverkefna milli ára.

58 | Árbók 2022
Mynd 6 - Yfirlit þjónustuverkefna eftir svæðum björgunarsveita.
Aðgerðamál | 59
Mynd 7 - Yfirlit þjónustuverkefna brotið niður eftir árum.

Stærstu aðgerðir ársins 2022 - 25 manns eða fleiri

60 | Árbók 2022 Nafn
Svæði Forgangur
Hófst Leit að Cessnu - TF-ABB Landið F2 1113 3. feb Eldgos á Reykjanesskaga 02 F2 947 3. ágú Ófærð á suðurnesjum 02 F3 440 17. des Leit að kk í Rvík. 01 F2 347 14. nóv Eftirleit Þingvallavatn 03 F3 342 5. feb Kall frá neyðarsendi - Fjallabak 16 F2 285 14. mar Höfuðborgarsvæðið - slæm veðurspá 01 F3 215 21. feb Óveður á Höfuðborgarsvæðinu 01 F3 194 6. feb Vond veðurspá fyrir 21/2 til 22/2 03,15,16 F3 183 21. feb Hafnarfjörður - Leit að kvk 01 F2 173 22. apr Fólk í vanda á Hvannadalshnjúk 15 F2 171 16. jún Leit að manni í Kópavogi 01 F2 161 21. feb Leit við Þjórsárósa (318-2022-19080) 16 F2 156 15. des Hafnarfjörður, leit að manni 01 F2 152 9. nóv Leit að barni við Mjódd 01 F2 147 26. maí Maður fyrir borð NV af Garðskaga 02 F1 142 3. des Geirsgata, örvilnaður einstaklingur 01 F2 137 26. sep Barn í sprungu á Þingvöllum 03 F1 126 15. feb Sylgja, neyðarsendir 16 F2 123 8. mar Aðgerð Þrengsli Svínahraun 22.02.2022 03 F3 121 22. feb Ófærð á Höfuðborgarsvæðinu 01 F3 118 14. feb Leit að Alzheimer 01 F2 117 16. apr Svarfaðardalur ofan við Skeið, skíðaslys 11 F1 117 7. apr Suðurland - slæm veðurspá fyrir 7/2 2022 03,15,16 F3 117 6. feb Flateyjardalur / Fjörður, leit 12 F2 116 27. júl Leit við gosstöðvar - 4 villtir 02 F2 107 8. ágú Ófærðaraðstoð í kringum Hbsvæði 01 F2 106 17. des Hafnarfjörður - leit að 7 ára 01 F2 105 28. okt Suðurnes-Slæmt veður 21-22 febrúar 02 F3 105 21. feb Kona vilt í þoku - Hengill 03 F2 104 5. jún Óveðursaðstoð á Suðurnesjum 02 F3 100 19. feb Suðurland - slæm veðurspá fyrir 19/12 2022 03,15,16 F2 97 19. des Leit að fullorðinni konu sem fór frá Hrafnistu 01 F2 97 12. jún Veðurviðvörun / óveður , 24.-25. sept.22 11,12 F3 96 24. sep Hafnarfjörður - Leit að 13 ára kk 01 F2 91 20. des Leit að gangandi ferðamönnum í Reynishverfi 16 F2 89 25. des Leit við Hellu við Steingrímfjörð 08 F3 87 25. okt Göngumaður með snúinn ökla við Glym 04 F2 87 29. jún SST Reykur um borð í Airbus 340 02 F2 85 27. mar Óveður á sv.3, aðst. Lögbergsbr. sv1 og Hellisheiði 03 F2 82 16. des Airbus vél í vandræðum Keflavíkurflugvöllur 02 F3 79 16. des
aðgerðar
Fjöldi
Aðgerðamál | 61 Leit að 14 ára stúlku í Garðabæ 01 F2 79 5. des Leit að manni í Öxnadal 11 F2 73 27. sep Kópavogur - leit að konu 01 F2 73 16. jan Neyðarsendir á Vatnajökli 15 F2 71 15. feb Slæm veðurspá 9. okt 2022 11,12 F3 70 7. okt Garðabær Leit að 14 ára stúlku 01 F2 70 13. sep Appelsínugul veðurviðvörun á höfuðborgarsv. 01 F3 70 25. feb Leit að konu með heilabilun 01 F2 69 29. maí slæmt veðurútlit - 7. feb 2022 11,12 F3 69 5. feb Fall við Steingrímsfjarðarheiði 08 F1 68 7. ágú F1. Einstaklingur í Brúará 03 F1 68 24. júl Óveður á Suðurnesjum 02 F3 65 6. feb Fastir bílar Hellisheiði 03 F3 64 21. feb Sjósundmaður týndur við Akranes 04 F2 63 9. ágú Fjallabjörgun á fjallinu Bjarnarfjall v/ Hvalvatnsfjörð 12 F2 63 8. ágú Neyðarstig, Ak-flugvöllur, lending utan flugvallar 11 F2 62 23. júl Leit að barni 03 F2 62 24. mar Höfuðborgarsvæðið, bílfestur 01 F3 62 19. feb Óveður á Höfuðborgarsvæðinu 01 F3 61 19. des Perlan - Leit að kk 01 F2 61 20. maí Grafarvogur - Leit að kk með alzheimer 01 F2 59 30. jún Höfuðborgarsvæðið, óveður 01 F2 58 5. jan Ófærð - Suðurnesjum 02 F3 56 26. des Lögreglan vesturlandi slæmt veðurútlit 04,05 F3 55 21. feb Sjávarflóð í Grindavík 02 F3 54 6. jan Hópslys milli Ísafjarðar og Hnífsdals 07 F1 52 2. des Göngslys Glymur 04 F2 52 24. júl Höfuðborgarsvæðið, óveður 01 F3 51 9. okt Óveður, Norðfjörður 13 F3 51 25. sep Óveður á Suðurnesjum 02 F3 51 25. jan Öxaráfoss Fall 03 F1 51 4. jan Maður í sjónum við Reynisfjöru 16 F1 50 10. jún Ólafsfjörður, skíðaslys við Vermundarstaði 11 F2 50 16. mar Skúta í vandræðum út frá Kötlugrunni 18 F2 49 27. júl Eftirgrennslan eftir einstaklingi í Reykjanesbæ 02 F2 49 14. jan F1 fall í Kirkjufelli 05 F1 48 19. okt Síldarmannagötur - slasaður einstaklingur 04 F3 47 6. júl Dettifoss 12 F2 47 30. mar Lögreglan Vesturl. og aðrir slæmt veðurútlit 05 F2 47 5. feb Óveðurs útkall á Suðurnesjum 02 F3 47 5. jan Vélarvana bátur við Voga 02 F2 46 23. ágú Dalvík, Karlsá, skíðaslys 11 F2 46 30. mar Óveður á höfuðborgarsvæðinu 01 F3 46 25. jan
Nafn aðgerðar Svæði Forgangur Fjöldi Hófst
62 | Árbók 2022
Grandavegur, leit að Alzheimersveikri konu 01 F2 45 30. júl Keflavíkurflugvöllur 02 F2 45 13. jún Fastir bílar á Sólheimasandi. 16 F3 44 19. feb Sækja Geysi snjóbíl á Vatnajökul 01 F3 44 23. jan Breiðholt, týndur maður 01 F2 43 19. nóv Eldur um borð í bát suðaustur af Grindavík 02 F1 43 24. okt Slasaður einstaklingur sunnan við Hrafntinnusker 16 F2 43 10. júl Óveður á Suðurnesjum 02 F3 43 25. feb Kópavogur, leit að einhverfum dreng 01 F2 42 30. des Breiðholt - eftirgrennslan 01 F2 42 25. des Siglufjörður, skíðaslys ofan við skíðasvæði 11 F2 42 27. mar óveður í Árnessýslu 03 F3 42 5. feb Leit milli Reykjadals og Nesjavalla 03 F2 41 21. apr Vélsleðamaður fer fram af hengju í Fáskrúðsfirði 13 F1 40 4. mar Haustlægð á höfuðborgarsvæðinu 01 F3 39 24. sep Ljósanótt - Reykjanesbær 2022 02 F4 39 3. sep Verðmætabjörgun í Mosó 01 F3 39 7. jan Fjallabjörgun Unadal 10 F2 38 16. sep Leit að dreng á Eskifirði 13 F3 38 29. ágú leit að 5. ára barni í miðborginni 01 F2 38 4. jún Brattabrekka sleðaslys 04 F1 38 29. mar Lokun vega á reykjanesi 02 F4 38 6. feb Sinubrunar SV3 03 F2 38 1. jan Norðurland vestra - Slæmt veðurútlit 7/2 2022 09,10 F3 37 5. feb Leit að einstakling á Ásbrú 02 F2 36 19. des Lokun Hellisheiði, Þrengsli, Suðurlandsvegur 03 F3 36 19. des Óveður í Húnaþingi 09 F3 35 19. des Dyrfjallahlaup. 13 F4 35 9. júl Slys á Fljótsheiði 12 F1 35 14. jún Munaleit 01 35 18. maí Hlíðarfjall, snjóflóð 11 F1 35 6. maí Óveður Reyðarfjörður 13 F3 34 25. sep Eftirgrensla eftir karlmanni í Borgarfyrði 04 F2 34 17. júl Ódáðahraun, 2 göngumenn í vanda 12 F2 34 21. maí Flugvél á einum hreyfli 02 F2 34 13. maí Lokun Hellisheiði og þrengsli 03 F4 34 27. feb Óveður sv.4 25.2 04 F3 34 25. feb Lokun Hellisheiði-Þrengsli 03 33 17. des AST höfuðborgarsvæðið - Eldgos á Reykanesskaga 01 F1 33 3. ágú slæmt veðurútlit, 21.-26. feb 2022 11,12 F3 33 20. feb Örmagna einstaklingur NA af Keili við Keilisbörn 02 F3 33 18. jan Yfirlið - Stórurð 13 F1 32 10. sep Maður fyrir borð við Reykjanestá (Húllinu) 02 F1 32 20. mar
Nafn aðgerðar Svæði Forgangur Fjöldi Hófst
Aðgerðamál | 63
Fastur trukkur á Geitlandsjökli 04 F3 32 13. mar Maður í Glerá 11 F1 32 26. feb LSNE - Hættustig Akureyrarflugvöllur 11 F2 31 22. des Akranes - Leit að 76 ára KVK 04 F2 31 20. des Reykjavík - leit að 16 ára kk 01 F2 31 23. okt Garður - Kona í sjó 02 F1 31 17. ágú Norðurland vestra - Slæmt veðurútlit 21-22/2 09,10 F3 31 21. feb Snjóflóð í Hveragerði 03 F1 31 19. feb Óveður svæði 4 04 F3 31 14. feb Aðstoð við Skútu utan við Djúpavog 13 F1 30 18. jún Slasaður einstaklingur ofan súðavík 07 F2 30 5. jún Leit við Búðir / Hraunsmúla 05 F2 30 5. maí Leit á Álftanesi 01 F2 30 26. feb Lokun Hellisheiði 03 F3 29 21. feb Lokun og tæming Möðrudalsöræfa 13 F2 28 25. sep Óveðursaðstoð í 780-781 15 F3 28 25. sep Ofnæmiskast sv3 03 F1 28 21. júl Grafarvogur - leit 01 F2 28 3. júl Sjálfhelda í Reynisfjöru 16 F2 28 14. jún Óvissustig - Flugvél í vandræðum út af Reykjanesi 02 F2 28 12. apr Kanna með bát við Engey 01 F2 28 26. jan Óveður Sv.3 03 F3 28 25. jan Óveður Vestmannaeyjum 18 F3 27 9. okt Brjóstverkur Eskifjörður 13 F1 27 8. sep Breiðafjarðaferjan Baldur vélarvana 05 F1 27 18. jún Bátur datt út úr skyldu 07 F1 27 25. apr Lokun Þrengsla og Hellisheiði 03 F4 27 14. feb Svæði 18 Vestmannaeyjar Óveður 18 F2 27 7. feb Vestmannaeyjar - óveður 25.01 2022 18 F3 27 25. jan Fastir bílar NA af Heklu 16 F3 27 24. jan Suðurnes-Óveður/Ófærð Suðurnesjum 02 F3 26 30. des Reykjavík - leit að konu 01 F2 26 23. des Höfuðborgarsvæðið leit að einstakling 01 F2 26 16. des Keflavíkurflugvöllur Boeing 787 02 F3 26 14. okt Týndur bátur í Eyjafyrði 11 F2 26 13. ágú Leit að konu með Alzheimer 04 F2 26 22. jún Helgafell - slasaður göngumaður 01 F2 26 18. jún Mannlaus kajak í mynni Skutulsfjarðar 07 F1 25 21. sep Hætta á að verða strandaglópar í Reynisfjöru. 16 F1 25 12. júl Leit Geldingardalir 02 F2 25 23. mar Fastir bílar á Öxnadalsheiði - svæði 10 og 11 11 F3 25 22. jan Kajakar fundnir við Víkurbraut-leit í fjöru. 02 F3 24 5. nóv Slasaður einstaklingur 06 F3 24 16. sep
Nafn aðgerðar Svæði Forgangur Fjöldi Hófst
64 | Árbók 2022
Óveður á Suðurnesjum 02 F3 24 17. mar Óveður í eyjum. Svæði 18. 18 F3 24 21. feb Óveður á svæði 16, 25. jan. 2022 16 F3 24 25. jan Vélarvana sjófar skammt frá Straumsvík 01 F2 23 17. okt Neyðarsól á bak við Blátind 18 F1 23 14. ágú Trilla í vanda við Álftanes 01 F2 23 20. júl Ölfusá 03 F2 23 20. júl Fastur bíll á Fjallabaksleið Syðri 16 23 2. júl Hættustig-Grænn-Kelfavíkurflugvöllur 02 F2 23 30. jún Vélarvana bátur við Mölvík 02 F1 23 23. apr Hópárekstur Miklagil Holtavörðurheiði 09 F2 23 18. mar Fastir bílar á Lyngdalsheiði við Kringlumýri 03 F3 23 27. feb Óveður svæði 3 - Þjónustuverkefni 03 23 7. feb Hálendisvakt fjallabak 31 júlí - 7 ágúst 16 F4 22 31. júl Vandamál á Hellisheiði 03 F2 22 23. feb Aðstoða einstaklinga á fjórhjólum við Hafravatn 01 F3 22 13. feb Ófærð á Suðurnesjum 02 F3 21 27. des Borgarnes maður á ís 04 F2 21 23. des Vélarvana bátur við Bergið 02 F1 21 26. ágú Emstruleið eftirgrennslan - Ferðamenn í vanda 16 F3 21 27. júl Leit af hópi hestamanna við Mundafell 16 F2 21 26. júl Óveður 14 mars svæði 4 04 F3 21 14. mar Ófærð á svæði 4 04 F3 21 19. feb Lokun á bryggjum vegna sjáfarflóða í Grindavík 02 F3 21 7. feb Vestmannaeyja - óveður 18 F3 21 5. jan Óveður á Hellu 16 F3 21 1. jan Eftirgrennslan 06 F2 20 16. okt Óveðursaðstoð - Seyðisfjörður 13 F3 20 24. sep Slösuð kona fram í Hnífsdal 07 F3 20 18. ágú F1 Slasaður einstaklingur , svæði 18 18 F1 20 28. maí Verðmætabjörgun við Kröfluveg 12 F3 20 11. maí Fastir bílar í þrengslum og Hellisheiði 03 F3 20 27. feb Fok í Árnessýslu 03 F2 20 25. feb Lokun Hveragerði- Hellisheiði/Selfoss 03 F4 20 9. feb Óveður sunnanverðir Vestfirðir 06 F3 20 8. feb
Nafn aðgerðar Svæði Forgangur Fjöldi Hófst

Við boðun eru aðgerðir flokkaðar eftir forgangi og eru óveðurs- og ófærðarverkefni oftast flokkuð í F3, lægsta forgang. Alvarleg slys eru flokkuð í F1, efsta forgang. Minni slys og önnur verkefni þar sem bregðast þarf hratt við liggja mitt á milli í F2 forgangi. Alls voru 97 slys á F1 forgangi á árinu 2020 sem er fækkun um 25 aðgerðir frá 122 F1 aðgerðum á árinu 2019.

Mynd 8 - Yfirlit aðgerða brotið niður eftir forgangi.

Á árinu 2022 var skráð 91 leitaraðgerð samanborið við 94 á árinu 2020. Leitaraðgerðir kalla á mikinn mannskap ef viðkomandi finnst ekki í fyrstu viðbrögðum. Ein leitaraðgerð getur kallað eftir björgunarfólki frá mörgum svæðum og þá sérstaklega þegar fólk týnist í fjalllendi. Algengt er þegar göngufólk týnist þá getur leitarsvæðið auðveldlega náð yfir meira en þúsund ferkílómetra.

Aðgerðamál | 65

Aðgerðir á sjó

Á árinu 2022 voru skráðar 92 aðgerðir á sjó miðað við 89 aðgerðir 2021.

Algengustu verkefnin á sjó eru vegna vélarvana báta. Einnig er nokkuð um bátsströnd og slys á sjómönnum. Einnig kemur fyrir að bátar hverfi gagnvart tilkynningarskyldunni og eru slík atvik ávallt tekin alvarlega. Neyðarsólir á lofti eru einnig teknar alvarlega og er ávallt leitað þar til búið er að útiloka að um sjófarendur í nauð sé að ræða.

Eftirfarandi er yfirlit yfir útköll björgunarskipa félagsins. Vera má að það veki athygli að útköll björgunarskipa eru fleiri en útköll á sjó hér fyrir ofan. Skýringin er sú að leitir á landi kalla oft á bjargir á sjó, annað hvort til leitar eða flutning á mannskap.

Björgunarskip Slysavarnafélagsins voru 13 talsins á árinu 2022 og eru staðsett þar sem slysahætta vegna sjósóknar er talin mest. Sérstakir sjóðir sjá um rekstur skipanna, samvinnuverkefni félagseininga á stöðunum, en Björgunarbátasjóður greiðir laun vélstjóra og meiri háttar viðgerðir.

Aðgerðamál | 67
Mynd 9 - Grafið sýnir heildarfjölda aðgerða á sjó eftir svæðum Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Vettvangsliðar björgunarsveita

Um árabil hafa björgunarsveitir sinnt vettvangsþjónustu í sínu nærumhverfi sem sjúkrabílar sinna alla jafna. Um er að ræða viðbragð við bráðaveikindum og slysum þar sem langt er í næsta sjúkrabíl eða lækni.

Aðgerðamál | 69
Mynd 10 - Sérstaklega er haldið utan um tölfræði björgunarskipa félagsins. Mynd 11 – Staðsetning útkalla björgunarskipa SL árið 2022

12 - Sjá má að aðgerðum björgunarskipa er misdreift yfir landið en til samans mynda þau þéttriðið öryggisnet kringum landið.

13 - Yfirlit aðgerða sem vettvangsliðar björgunarsveita sinna.

70 | Árbók 2022
Mynd Mynd

Veðurofsi

Veturinn var óvenju harður árið 2022 sérstaklega á Suðurlandi og Suðvesturlandi. Íbúar höfuðborgarinnar og nágrennis eru vanir mildum vetrum en fengu þetta árið bæði tíðar og djúpar lægðir með mikilli snjókomu en einnig miklar frosthörkur. Nokkuð var um truflanir á samgöngum í desember og þá sérstaklega á Suðurnesjum og Suðurlandi. Einnig hafði ótíðin mikil áhrif á innviði landsins, sérstaklega raforkukerfið. Miklar frosthörkur, suðaustanátt og óvenju mikil ofankoma leiddi af sér skafrenning sem náði að lama Reykjanesbrautina, Grindavíkurveg auk þess sem margar götur í þéttbýli á Suðurnesjum lokuðust í nokkra daga þegar mest gekk í veðrinu.

Aðgerðamál | 71

Gos í Meradölum

Miðvikudaginn 3. ágúst 2022 hófst gos í Meradölum. Virkni var töluvert minni en verið hafði í eldgosinu í Geldingadölum og gönguleið að gosinu nokkuð lengri. Áhugasamir létu það alls ekki aftra sér og fjöldi fólks lagði þannig leið sína að þessu nýja sjónarspili. Þróun gossins var með svipuðum hætti og í fyrra gosinu. Í byrjun opnaðist löng sprunga, en fljótlega fór hraunrennslið að þéttast á nokkrum stöðum og gígamyndun fór að hefjast. Áhorfendur voru í sannkölluðum stúkusætum þar sem þeir sátu efst í brekku með fullkomið útsýni yfir vettvanginn.

Fljótlega var hafist handa við að laga stíga og leggja nýja, enda ekki vanþörf á. Fólk hafði almennt ekki farið svona langt í norðurátt í fyrra gosinu, enda ekkert að sjá þar á þeim tíma, og því voru innviðir þar rýrari og fátæklegri. Það tók ekki langan tíma að gera á þessu bragarbót og útkoman var greiðfær og þægileg gönguleið.

Virkni ofanjarðar lauk 21. ágúst 2022 eftir átján daga, dagana á undan hafði hún minnkað jafnt og þétt. Reynslan sýndi að gestum myndi hríðfækka eftir goslok og því var fljótlega farið í að skipuleggja hörfun björgunarfólks af svæðinu. Hættustigi var aflýst 8. september og var síðasta vakt viðbragðsaðila á svæðinu 12. september.

72 | Árbók 2022

Aðkoma björgunarfólks

Björgunarfólk var í lykilhlutverkum strax frá fyrsta degi. Að mörgu var að hyggja og fjölbreytt þjálfun og reynsla gerðu fólki kleift að takast á við ólík margvísleg verkefni og leysa þau hratt og vel. Þarna sannaðist að fjölbreytni er ein meginstoðin sem starf okkar grundvallast á, en í henni er iðulega hægt að finna lausnir á ólíklegustu viðfangsefnum.

Verkefni björgunarfólks voru í megindráttum tvíþætt. Annars vegar voru margvísleg gæslu- og þjónustuverkefni við gosstöðvarnar og hins vegar vettvangsstjórn í VST Grindavík. Björgunarfólk kom alls staðar að á gosvaktir og í heildina mættu 467 félagar frá 37 björgunarsveitum og 27 aðgerðastjórnendur frá níu svæðisstjórnum. Vaktstaða í VST var með þeim hætti að hluta hennar var hægt að taka í fjarfundi framan af og þegar á leið var hún oft tekin alfarið eftir þeirri leið sem gekk iðulega afar vel. Þetta leiddi af sér að stjórnendur um allt land gátu tekið þetta verkefni og leyst það í heimabyggð.

Aðgerðamál | 73

Eldvirknin og Covid-19

Þegar fyrra gosið hefst voru um þrettán mánuðir síðan Covid-19 veiran hafði greinst. Hún hafði skilið eftir stór og djúp spor í samfélaginu og upp komu raddir sem spáðu því að ferðir fólks á gosstöðvarnar myndu hafa mikil áhrif til hins verra, en þeir spádómar rættust ekki. Ekki virðist hægt að rekja uppgang hópsmita til ásóknar fólks að gosstöðvunum þrátt fyrir að oft var þröngt á þingi á ákveðnum stöðum á gönguleiðum að gosinu sem og á þeim stöðum sem fólk staðnæmdist á til þess að njóta sjónarspilsins. Gestir voru vel upplýstir um þær takmarkanir sem voru í gildi hverju sinni og þeir hvattir til að grípa til viðeigandi mótvægisaðgerða.

Lærdómur björgunarfólks

Þegar fyrra gosið hefst eru liðin rétt sex ár frá goslokum í Holuhrauni og ellefu ár frá goslokum á Fimmvörðuhálsi og Eyjafjallajökli. Í þeim aðgerðum safnaðist saman mikil

þekking og reynsla sem kom að gagni í verkefninu á Reykjanesi. Töluverð líkindi eru á milli eldgossins á Fimmvörðuhálsi og eldgosanna á Reykjanesi þar sem fjöldi fólks lagði leið sína að gosstöðvunum til þess að njóta þess sem þar var í boði. Þess má vænta að gestum við gosstöðvar framtíðarinnar muni fjölga vegna betra aðgengis og þá mun þessi þekking og reynsla nýtast vel.

Aðgerðamál | 75

Framlag sjálfboðaliðans árið 2022

Alls voru 3.358 björgunarmenn skráðir í aðgerðir á árinu 2022. Alls mættu sjálfboðaliðarnir 17.936 sinnum á árinu miðað við 14.324 sinnum á árinu 2021.

Hér fyrir ofan má sjá þróun á meðaltali aðgerða á hvern virkan björgunarmann frá árinu 2014 til 2022. Hér er aðeins verið að skoða fjölda aðgerða að meðaltali á hvern sjálfboðaliða og er sú skoðun varfærin því í hverri aðgerð getur hver og einn mætt oftar en einu sinni. Til að mynda er sá einstaklingur aðeins talinn einu sinni sem mætir tvo eða fleiri daga í röð aðgerð sem stendur yfir í nokkra daga.

76 | Árbók 2022
Mynd 14 - Hér sést yfirlit yfir dreifingu mætingar í útköll yfir árið. Mynd 15 - Grafið sýnir hversu oft félagar björgunarsveita mæta í aðgerðir að meðaltali.
Aðgerðamál | 77
Mynd 16 – fjöldi útkalla eftir kyni Mynd 17 – Konur sækja á í meðaltalsmætingu Mynd 18 – Konurnar eru að sækja hægt og rólega á!

Hlutur kvenna

Það er staðreynd að hlutur kvenna í aðgerðum Slysavarnafélagsins Landsbjargar er mun minni en hann ætti að vera, en hið jákvæða er að hann stækkar jafnt og þétt á milli ára þótt hægt fari. Konur telja nú um fjórðung félaga á útkallsskrá og fimmtung þeirra sem mæta í aðgerðir. Verið er að skoða leiðir til þess að jafna þennan mun og vonandi verða skrefin í átt að jafnari hlut kynjanna stærri og markvissari í framtíðinni.

þeirra sem eru á útkallsskrá

Konur eru rétt um fjórðungur á útkallsskrá en það virðist að á árinu 2022 hafi rétt tæpur helmingur þeirra farið í útköll. Karlarnir eru aðeins virkari en 61% þeirra sem eru á útkallsskrá mættu í útköll á árinu 2022.

Skoða má aldur björgunarfólks á útkallsskrá og þar má sjá að tíðasta gildið er fólk fætt 1989 en mjög áhugavert er að sjá að árgangarnir 1984-1985 eru tölfræðilegt frávik miðað við árgangana fyrir og eftir.

78 | Árbók 2022
Mynd 19 - Konur eru um fjórðungur Mynd 20 - Lægra hlutfall kvenna á útkallsskrá mætir í útköll
Aðgerðamál | 79
Mynd 21 - Aldursdreifing björgunarfólks er mjög breið.

Ráðstefna aðgerðastjórnenda

Ráðstefna aðgerðastjórnenda er árviss viðburður, sannkallaður vorboði í hugum margra. Hún var haldin við Mývatn dagana 25.-27. mars og var nýtt og hressilegt met sett í mætingu, en alls mættu um 120 gestir. Fjölmargir lögregluþjónar víðs vegar að af landinu mættu og þar af voru fimm lögreglustjórar. Þar sem allir fyrirlestrar voru sýndir í streymi má segja að gestir hafi í raun verið töluvert fleiri.

Venju samkvæmt var vegleg dagskrá í boði með fjölda fyrirlestra sem spönnuðu breitt svið. Fyrirlesarar komu úr öllum áttum og veittu ráðstefnugestum áhugaverða sýn á umfjöllunarefni sín. Fjallað var um skriðuföllin á Seyðisfirði, flóðin á Siglufirði og Ólafsfirði, eldgosið í Geldingadölum og hugleiðingar um eldgos í Öskju, stýringu bjarga á erfiðum vettvangi svo fátt eitt sé nefnt.

Góður rómur var gerður að ráðstefnunni. Fræðslan var í fyrirrúmi, en þess var gætt að hlúa vel að félagslega þættinum. Á þessum ráðstefnum hittist fólk sem mögulega hittist ekki í öðrum kringumstæðum. Þarna myndast ný tengsl og eldri eru styrkt og endurnýjuð. Það er því ómetanlegt að hafa þennan vettvang fyrir samstarfsaðila í viðbragðsgeiranum og þess vegna skiljanlegt að fólk mæti reglulega ár eftir ár.

Aðgerðamál | 81

Svæði 7

Slysavarnadeild kvenna Bolungarvík - Bolungarvík

Slysavarnadeild Hnífsdals - Hnífsdalur

Slysavarnadeildin Hjálp - Bolungarvík

Slysavarnadeildin Iðunn - Ísafjörður

Svæði 10

Svæði 6

Slysavarnadeildin Gyða - Bíldudalur

Slysavarnadeildin Unnur - Patreksfjörður

Slysavarnadeildin Drangey - Sauðárkrókur

Slysavarnadeildin Harpa - Hofsós

Svæði 5

Slysavarnadeild Dalasýslu - Búðardalur

Slysavarnadeildin Helga Bárðardóttir - Hellissandur

Slysavarnadeildin Sumargjöf - Ólafsvík

Slysavarnafélagið Snæbjörg - Grundarfjörður

Svæði 4

Slysavarnadeildin Líf - Akranes

Slysavarnadeild Þverárþings

Svæði 1

Slysavarnadeildin í Reykjavík - Reykjavík

Slysavarnadeildin Hraunprýði - Hafnarfjörður

Slysavarnadeildin Varðan - Seltjarnarnes

Slysavarnadeild Kópavogs - Kópavogur

Svæði 2

Slysavarnadeildin Dagbjörg - Reykjanesbær

Slysavarnadeildin Þórkatla - Grindavík

Slysavarnadeildin Una - Garður

Svæði 3

Slysavarnadeildin Björg - Eyrarbakka

Slysavarnadeildin Tryggvi Gunnarsson - Selfoss

82 | Árbók 2022
Slysavarna

Svæði 12

Slysavarnadeildin Hringur - Mývatn

Svæði 11

Slysavarnadeildin Vörn - Siglufjörður

Slysavarnadeild kvenna Ólafsfirði - Ólafsfjörður

Slysavarnadeildin á Akureyri - Akureyri

Slysavarnadeildin Dalvík - Dalvík

deildir 2022

Svæði 13

Slysavarnadeildin Hafdís - Fáskrúðsfjörður

Slysavarnadeildin Hafrún - Eskifjörður

Slysavarnadeildin Rán - Seyðisfjörður

Slysavarnadeildin Sjöfn - Vopnafjörður

Svæði 18

Slysavarnadeildin Eykyndill - Vestmannaeyjar

Svæði 15

Slysavarnadeildin Framtíðin - Höfn

Einingar SL | 83

Slysavarnir 2022

Inngangur

Félagið hefur alla tíð verið leiðandi í slysavörnum og öryggismálum og er árið 2022 engin undantekning frá fyrri árum. Það er ekki síst að þakka fórnfúsu starfi fjölmargra sjálfboðaliða í slysavarnadeildum og björgunarsveitum félagsins sem síðastliðin ár hafa stigið fram með slysavarnadeildum og tekið ríkari þátt í forvarnaverkefnum félagsins. Á árinu tóku rúmlega hundrað félagseiningar þátt í verkefnum og þess má geta að fimm unglingadeildir unnu í fyrsta skipti markvissa könnun fyrir Samgöngustofu á fjölförnum hjólastígum á höfuðborgarsvæðinu.

112 dagurinn

Í samstarfi við Neyðarlínuna og aðra viðbragðsaðila taka félagar okkar um landið allt þátt í að halda 112-daginn hátíðlegan, þann 11. febrúar. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið og þá margvíslegu aðstoð sem almenningur hefur aðgang að í gegnum það. Að þessu sinni var áhersla dagsins lögð á að vinna gegn hverskonar ofbeldi, en ofbeldishegðun hefur farið vaxandi þau tvö ár sem heimsfaraldur gekk yfir. Aðrir samstarfsaðilar Neyðarlínunnar auk Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru: Barnaverndarstofa, Embætti landlæknis, Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, Landhelgisgæslan, Landspítalinn, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Rauði krossinn, Ríkislögreglustjórinn, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Vegagerðin og Æskulýðsvettvangurinn.

Umferðin/Samgöngustofa

Markmið stjórnvalda á Íslandi í umferðaröryggismálum eru þau að fjöldi látinna í umferðinni á hverja 100 þúsund íbúa verði ekki meiri en það sem lægst gerist hjá öðrum þjóðum, fyrir árið 2034. Einnig að fjöldi látinna og alvarlegra slasaðra í umferðinni lækki að jafnaði um 5% á ári til ársins 2034. Grunngildi fyrir seinna markmiðið er meðaltal áranna 2013-2017.

Samkvæmt ársskýrslu Samgöngustofu létust 9 einstaklingar í jafnmörgum slysum á árinu 2022. Tveir erlendir ferðamenn létust ásamt því að einn erlendur ríkisborgari, sem hér bjó, lést. Átta karlmenn og ein kona létust og voru þau á aldrinum 19 til 74ra ára. Eitt banaslys var rakið til ölvunar og annað var rakið til neyslu fíkniefna. Tveir létust á höfuðborgarsvæðinu og þrír aðrir létust innan þéttbýlis. Létust því fleiri í þéttbýli en utan þéttbýlis og er það í fyrsta skipti sem það gerist síðan 1992. Fjórir fótgangandi létust, einn á rafhlaupahjóli og fjórir í bifreið. Er þetta í fyrsta sinn síðan 1973 sem fleiri létust úr hópi gangandi og hjólandi heldur en úr hópi ökumanna og farþega vélknúinna ökutækja.

86 | Árbók 2022

Óvarðir vegfarendur

Þegar horft er til heildarfjölda þeirra sem slösuðust alvarlega eða létust í umferðinni sl. tvö ár hefur „óvörðum vegfarendum“ fjölgað mjög mikið. Óvarðir vegfarendur er samheiti yfir þá vegfarendur sem eru gangandi og hjólandi á reiðhjólum, rafmagnsreiðhjólum og rafhlaupahjólum. Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur lagt ríka áherslu á sýnileika gangandi og hjólandi vegfarenda í áraraðir og þetta ár var engin undantekning frá því.

Endurskinsmerki

Félagseiningar Slysavarnafélagsins Landsbjargar dreifðu u.þ.b.

10.000 endurskinsmerkjum á árinu 2022. Endurskinsmerki félagsins eru einnig fáanleg í vefverslun félagsins og stendur til að auka þar við úrvalið. Á haustdögum fór af stað auglýsingaherferð á samfélagsmiðlum á vegum félagsins um notkun endurskinsmerkja.

Allir öruggir heim

10.000 endurskinsmerki voru gefin á árinu

Á árinu dreifðu félagseiningar endurskinsvestum fyrir leik- og grunnskóla landsins í samstarfi við Neyðarlínuna, Dynjanda, Samgöngustofu, RARIK, Ueno, TM, Orkuna, Samsung/ Tæknivörur, Brim, Vörumiðlun, Arion banka, Eflu, Klett, Terra og Samkaup. Alls var dreift 9.000 vestum og er það hugsað sem endurnýjun eða ábót á fyrri dreifingar. Vestin eru hugsuð til að nota í vettvangsferðum barna á skólatíma.

Reiðhjól og hjálmar

Á vordögum hófust endurbirtingar á myndefni með leikkonunni Sögu Garðars og hjólreiðamanninum Ingvari Ómarssyni þar sem þau fóru á skemmtilegan hátt yfir öryggisatriði. Að venju dreifðu félagseiningar veggspjöldum félagsins í m.a. skóla, félags- og íþróttamiðstöðvar ásamt því að halda sína árlegu reiðhjóladaga þar sem hjálmar eru stilltir og farið yfir öryggisatriði með börnum á skólalóðum. Oftar en ekki tekur lögreglan á staðnum þátt í þessum hjóladögum.

Slysavarnir | 87
88 | Árbók 2022

Rafhlaupahjól

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur framleitt myndefni fyrir samfélagsmiðla sem voru í umferð allt sumarið 2022 ásamt því að einingar félagsins settu upp veggspjald í íþróttahúsum, verslunum, félagsmiðstöðvum svo eitthað sé nefnt, í sínu nærumhverfi. Lögð var áhersla á að hvetja til hjálmanotkunar, regluna ekki fleiri en einn á hverju hlaupahjóli og að rafhlaupahjól eigi ekki að vera á umferðargötum. Á árinu lagði innviðaráðherra fyrir

Alþingi frumvarp til breytinga á umferðarlögum, þar sem meðal annars er gert ráð fyrir verulegum breytingum á reglum um rafhlaupahjól, sem annars lúta sömu reglum og reiðhjól. Í nýjum tillögum er gert ráð fyrir að slík farartæki megi ekki aka hraðar en 25 kílómetra á klukkustund. Hjól sem fara hraðar en það yrðu því bönnuð í umferðinnni. Þá verður stjórnendum rafhlaupahjóla heimilað að aka á vegum þar sem hámarkshraði er ekki meiri en 30 kílómetrar á klukkustund. Einnig verða settar reglur um áfengismagn í blóði stjórnenda slíkra tækja, auk þess sem aldurstakmörk verða sett. Börnum yngri en þrettán

ára verður bannað að vera á rafhlaupahjólum og börnum yngri en sextán ára gert skylt að nota hjálm.

Hjálmanotkun á stígum

Á vormánuðum sáu unglingadeildir félagsins á höfuðborgarsvæðinu um framkvæmd könnunar um hjálmanotkun á fjölförnum göngu og hjólastígum, en undanfarin ár hafa Samgöngustofa og Slysavarnafélagið Landsbjörg tekið höndum saman og lagt sérstaka áherslu á öryggi ungs fólks (15-20 ára) í umferðinni og virkjað þau til að fræða jafnaldra sína um umferðaröryggi. Farartæki sem fóru um stíginn voru skráð og m.a. hvort ökumaður hafi verið með hjálm. Ætlunin er að halda þessu verkefni áfram til að geta mælt þróun hegðunar vegfarenda á stígum.

Göngum í skólann

Þann 7. september hófst þetta árlega samstarfsverkefni sem félagið er aðili að. Markmið þess er m.a. að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og um leið fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar. Aldrei hafa fleiri skólar tekið þátt, en 82 grunnskólar skráðu sig til leiks í ár sem er met.

Slysavarnir | 89

Umferðarþing Samgöngustofu

Árlegt umferðarþing Samgöngustofu var haldið í september og sóttu það báðir verkefnisstjórar slysavarna ásamt fulltrúa úr slysavarnanefnd. Þar var lögð áhersla á óvarða vegfarendur í umferðinni og m.a. fjallað um stofnnet reiðhjólastíga á höfuðborgarsvæðinu, virkar samgöngur fyrir fatlaða, þróun slysa meðal virkra vegfarenda og bíllausan lífsstíl.

Verkefnisstjóri slysavarna flutti þar erindi og kynnti niðurstöður úr könnun um hjálmanotkun sem unglingadeildirnar gerðu á vordögum.

Umferðaröryggiskönnun

Samgöngustofa og slysavarnadeildirnar framkvæmdu umferðarkönnun fjórða árið í röð.

Valdir voru 42 staðir víðsvegar um landið og var ætlunin að fylgjast með hvort ökumenn notuðu bílbelti, væru í símanum án handfrjáls búnaðar og hvort ökuljós væru kveikt.

Niðurstöður könnunarinnar má finna á síðu Samgöngustofu.

90 | Árbók 2022

Alþjóðlegur minningardagur

Alþjóðlegi minningardagurinn er haldinn í nóvember ár hvert, til að minnast þeirra sem látist hafa í umferðinni, leiða hugann að ábyrgð hvers og eins í umferðinni en ekki hvað síst að þakka þeim viðbragðsaðilum sem veita hjálp og björgun. Að þessu sinni var sérstök áhersla lögð á öryggi óvarinna vegfarenda. Samstarfsaðilar félagsins í þessu verkefni eru: Innviðaráðuneytið, Sjálfsbjörg, Lögreglan og Vegagerðin. Alls voru 10 minningarathafnir á vegum félagsins víða um land og félagseiningar á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í athöfn við þyrlupall Landspítalans í Fossvogi.

Veggspjöld og Skilti

Nokkrar tegundir af veggspjöldum, sem flest tengjast fólki á ferðinni á einn eða annan hátt, hafa verið notuð í forvarnastarfi félagsins. Við ætlum að bjóða áfram uppá þessi veggspjöld en þau eru um viðbrögð við drukknun, stillingu reiðhjólahjálma, öryggi reiðhjóla, rafhlaupahjóla og einnig áminning um rétt festa bílstóla barna.

Á árinu létum við hanna og framleiða viðvörunarskilti til að setja upp við ár og vötn og

endurnýjuðum gömul skilti við Þingvallavatn, ásamt því að setja upp skilti við Brúará. Nýtt skilti var einnig sett upp við gönguleiðina að Sólheimajökli.

Slysavarnir | 91

Örugg efri ár

Bæklingnum „Örugg efri ár“ sem félagið gefur út hefur verið dreift fyrir milligöngu heilsugæslustöðva um landið.

Bæklingurinn fjallar meðal annars um hvernig hægt er að fyrirbyggja heimaslys.

Slysavarnadeildirnar heimsóttu félagsmiðstöðvar eldri borgara og spjölluðu um slysavarnir á heimilinu ásamt því að dreifa efninu okkar og gefa endurskinsmerki.

EU Safety 2022 - ráðstefna í Austurríki

Eurosafe stendur fyrir Evrópuráðstefnu um slysavarnir sem haldin er annað hvert ár í samstarfi við World Health Organisation (WHO). Tilgangur ráðstefnunnar er m.a. að mynda tengslanet milli stofnana og félagasamtaka sem vinna markvisst að slysa- og forvörnum og skiptast á upplýsingum um tölfræði og verkefni. Áherslusvið Eurosafe er m.a. heimilið og frístundaslysavarnir. Þar með talið börn og unglingar, eldri borgarar, neytendaöryggi og mikil áhersla lögð á mikilvægi tölfræði og rannsókna. Ráðstefnan átti að vera 2021 í Vín í Austurríki en vegna heimsfaraldurs frestaðist hún um ár. Fulltrúar Slysavarnafélagsins

Landsbjargar á ráðstefnunni voru Hafdís Einarsdóttir úr stjórn, Þorlákur Snær Helgason úr slysavarnanefnd, Svanfríður A. Lárusdóttir og Helga B. Pálsdóttir starfsmenn. Auk þeirra sótti Hrefna Sigurjónsdóttir verkefnisstjóri forvarna hjá Sjóvá ráðstefnuna. Hlutverk hópsins undir síðasta dagskrárlið ráðstefnunnar var að kynna EU - Safety Reykjavik 2023 þar sem Slysavarnafélagið Landsbjörg er gestgjafi næstu ráðstefnu.

Landsmót slysavarnadeilda

Landsmót slysavarnadeilda fór fram á Hótel Örk í Hveragerði í lok september. Alls mættu u.þ.b. 220 félagar og er þetta sennilega fjölmennasta landsmót hingað til. Það var greinilegt að þörfin til að hittast eftir tveggja ára heimsfaraldur var mikil og var stemmingin eftir því. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs, fjallaði um mikilvægi hópastarfs og upplýsingastreymis í gegnum heimsfaraldur og Margrét Steinunn Guðjónsdóttir fjallaði um áfallahjálp og uppbyggingu. Einnig voru fjölmargar málstofur um hin ýmsu hugðarefni þátttakenda.

92 | Árbók 2022
Nokkur góð ráð er varða öryggi eldra fólks Örugg
efri ár

World safety Ástralíu

Í lok nóvember fóru tveir fulltrúar félagsins á heimsráðstefnu slysavarna sem haldin var í Adelaide í Ástralíu. Heimsráðstefnan er fjögurra daga yfirgripsmikil ráðstefna sem haldin er annað hvert ár til skiptis í álfum. Fulltrúar Slysavarnafélagsins Landsbjargar á ráðstefnunni voru Hafdís Einarsdóttir, stjórn og Stefán Valur Jónsson, Skagfirðingasveit.

Flugeldaforvarnir

Í samvinnu við Blindrafélagið, Sjóvá, Prentmet og Póstinn sendi félagið, tuttugasta árið í röð, gjafabréf fyrir flugeldagleraugum til allra barna 10 til 15 ára á landinu, sem hægt var að innleysa á flugeldamörkuðum björgunarsveitanna. Þetta ár voru send bréf á rúmlega 29.000 heimili.

Eldvarnabandalagið

Að Eldvarnabandalaginu stendur öflugur hópur stofnana, félagasamtaka og tryggingafélaga sem hafa það sameiginlega markmið að auka eldvarnir til þess að draga úr tjóni á lífi, heilsu og eignum. Bandalagið var stofnað 2010 og gaf þá út vandað fræðsluefni um eldvarnir heimila sem síðan hefur fengið víðtæka dreifingu. Hópurinn stendur fyrir degi reykskynjarans sem er 1.des ár hvert. Meðal áhersluatriða árið 2015 voru eldvarnir á heimilum, samningar við sveitafélög og fyrirtæki í sjávarútvegi um eigið eldvarnaeftirlit og áframhaldandi samstarf með Bændasamtökunum.

Slysavarnir | 93

Fagráð um umferðaröryggismál

Félagið skipar fulltrúa í fagráð um umferðarmál og fundar fagráðið u.þ.b. fjórum sinnum á ári. Hlutverk fagráðs um umferðarmál er að vera vettvangur samráðs og upplýsingaskipta. Jafnframt skal það beita sér fyrir auknu umferðaröryggi og bættum umferðarháttum.

Ráðið skal vera óháð þeim stofnunum sem eiga aðild að því og starfar í umboði innviðaráðherra.

Í fagráðinu eiga eftirtaldir aðilar fulltrúa: Akstursíþróttasamband Íslands, Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra, Bifhjólasamtök lýðveldisins - Sniglar, Bílgreinasambandið, Brautin – bindindisfélag ökumanna, Embætti ríkislögreglustjóra, Félag íslenskra bifreiðaeigenda, heilbrigðisráðuneytið, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Landssamband hestamannafélaga, Landssamband vörubifreiðastjóra, Landssamtök hjólreiðamanna, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samgöngustofa, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök um bíllausan lífsstíl, Samtök verslunar og þjónustu, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Vegagerðin, Ökukennarafélag Íslands og Öryrkjabandalag Íslands.

Verkefni félagseininga í heimabyggð

Einingar félagsins vinna árlega að ótal verkefnum í heimabyggð með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir slys. Nýburagjafir, endurskinsvesti, endurskinsmerki, reykskynjarar, hjólahjálmar, hjartastuðtæki og fleiri gjafir sem afhentar eru íbúum með það að leiðarljósi að gera samfélagið öruggara og benda á slysahættur. Farið er yfir björgunarbúnað á bryggjum og hann endurnýjaður. Þátttaka í landsátökum félagsins er með besta móti eins og áður hefur komið fram. Ekki má heldur gleyma aðkomu fjölmargra samstarfsaðila sem hefur gert félaginu kleift að vera í forystu í þessum mikilvæga málaflokki.

94 | Árbók 2022
Slysavarnir | 95

Slysavarnir útivistarfólks og ferðamanna 2022

Slysavarnir ferðamanna er mikilvægur hluti af starfsemi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, en erlendum ferðamönnum fjölgaði aftur árið 2022 eftir fækkun í Covid-árunum.

Slysavarnir snúast sem fyrr um samstarf við hagaðila og samstarfsaðila en síðast en ekki síst þann sem slysavarnirnar beinast að. Sem fyrr eru það atvinnnu- og nýsköpunarráðuneyti, Samtök ferðaþjónustunnar, Samgöngustofa, Vegagerðin, Sjóvá, Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarður, Neyðarlínan, lögregla, bílaleigur, aðrir ferðaþjónustuaðilar og fleiri sem byggja undir þennan flokk slysavarna.

Hér á eftir er stiklað á stóru um helstu verkefni ársins 2022, en stærstu verkefnin voru óveðursdagar og eldgosið í Meradölum.

Safetravel.is

Vefsíðan safetravel.is er ennþá eitt af stærri verkfærum verkefnisins. Í lok árs var hafin vinna við gerð nýrrar og endurbættrar heimasíðu sem mun á vordögum 2023 koma í stað þeirrar sem nú er.

Skjáupplýsingakerfið

Áfram var unnið að útliti og virkni skjákerfisins. Endurnýja þarf tæknibúnað og það verkefni mun teygja sig vel yfir í árið 2023.

Öryggisupplýsingamiðstöð

Starfsfólk upplýsingamiðstöðvarinnar vinnur nú eingöngu í fjarvinnu. Í þeirri vinnu felst m.a. að koma upplýsingum og góðum ráðum á framfæri á heimasíðunni og upplýsingaskjám, svara fyrirspurnum í tölvupósti, á sérstöku spjallforriti á heimasíðu og skilaboðakerfi samfélagsmiða. Mikið álag er oft þegar veður er vont, vegir lokaðir eða eitthvað annað sem verður til þess að ferðamenn geta ekki haldið sig við þau plön sem þeir upphaflega voru búnir að gera fyrir ferðina.

Eldgosið í Meradölum

Eldgos hófst í Meradölum 3. ágúst en 21. ágúst var ekki lengur virkni sjáanleg í gígnum þannig að þetta gos stóð mun skemur yfir en nágrannagosið í Geldingadölum. Mikil vinna var í upplýsingagjöf til ferðamanna, sem margir hverjir höfðu jafnvel áhyggjur af hvort

yfir höfuð væri öruggt að koma til Íslands út af gosinu. Mikil umferð bæði innlendra og erlenda ferðamanna var á svæðinu.

Slysavarnir ferðamanna | 97

Óveður

Óveður settu mikinn svip á vinnu Safetravel, í upplýsingagjöf og svörun fyrirspurna og á

þeim dögum er mikið álag á starfsfólkinu. Mikið var um vegalokanir, ferðamenn lentu í vandræðum á bílaleigubílum þegar þeir óku af stað þrátt fyrir viðvaranir og jafnvel þótt veður væri mjög slæmt.

Hálendisvaktin

Skipulag og vinna við hálendisvakt hófst þegar björgunarsveitir sóttu um þá staði og tímabil sem þær vildu helst vera. Nýtt námskeið fyrir þátttakendur var búið til þar sem farið var yfir aðstöðu, vinnulag á vaktinni, fjarskipti og fleira. Viðvera hálendisvaktar var að Fjallabaki var frá 10. júní til 28. ágúst, norðan Vatnajökuls 3. júlí til 21. ágúst, á Sprengisandi 10. júlí til 7. ágúst og viðbragðsvakt í Skaftafelli 17. júlí til 14. ágúst.

Tuttugu sveitir mönnuðu 24 vaktir á þessum fjórum stöðum Algengustu verkefni á Fjallabaki voru ýmiskonar bílaaðstoð, sárameðferðir og minniháttar áverkar, nokkuð var um aðstoð við göngufólk og eftirgrennslan á því, ýmiskonar veikindi, ásamt aðstoð við landverði og skálaverði. Á Sprengisandi voru verkefnin aðallega bílatengd, í Skaftafelli var aðallega sárameðferð og minniháttar áverkar. Norðan Vatnajökuls var mest um bílaaðstoð og allskonar aðstoð við landverði, skálaverði og lögreglu, en lítið um annað.

98 | Árbók 2022

Ef við skoðum aðeins tölfræðina þá sjáum við hér að fjöldi þeirra sem fá aðstoð er orðinn sá sami og árið 2017, eftir að hafa dregist saman á árunum þar á milli og þá sér í lagi 2020 og 2021 vegna Covid áhrifa/takmarkana. Það er því nokkuð ljóst að miðað við fjölda útkalla og aðstoðarbeiðna þá er ennþá mikil þörf fyrir hálendisvaktina eins og hún er í dag.

Eins og sést á þessari mynd eru flest útköllin 2022 tengd Landmannalaugum/Fjallabaki og flest á F3 forgangi og F2, en ekkert á F1.

Slysavarnir ferðamanna | 99

Athyglisvert er að skoða frá hvaða löndum ferðamenn koma sem fá aðstoð hálendisvaktar.

Árið 2022 eru Íslendingar um 25%, rúm 25% óflokkað eða ekki vitað, þar á eftir koma

Bandaríkin, Frakkland, Þýskaland og Spánn.

100 | Árbók 2022

Ef við skoðum svo hvernig hlutfall þjóðerna hefur verið undanfarin ár, þá er mjög áhugavert að sjá að hvort sem ferðamönnum fjölgi eða fækki, virðist skipting milli þjóðerna samt alltaf vera í nokkurveginn sama hlutfalli.

Slysavarnir ferðamanna | 101

Svæði 6

Unglingadeildin Vestri

Svæði 7

Unglingadeildin Ernir

Unglingadeildin Hafstjarnan

Unglingadeildin Tindar

Unglingadeildin Sæunn

Unglingadeildin Björg

Svæði 9

Unglingadeildin Skjöldur

Unglingadeildin Blanda

Svæði 5

Unglingadeildin Dreki

Unglingadeildin Heimalingar

Unglingadeildin Óskar

Unglingadeildin Pjakkur

Svæði 8

Unglingadeildin Sigfús

Svæði 4

Unglingadeildin Arnes

Unglingadeildin Litla Brák

Svæði 1

Unglingadeildin Árný

Unglingadeildin Björgúlfur

Unglingadeildin Kyndill

Unglingadeildin Stormur

Unglingadeildin Ugla

Svæði 3

Unglingadeildin Bogga

Unglingadeildin Bruni

Unglingadeildin Greipur

Unglingadeildin Strumpur

Unglingadeildin Ungar

Unglingadeildin Vindur

Svæði 2

Unglingadeildin Hafbjörg

Unglingadeildin Klettur

Unglingadeildin Rán

Unglingadeildin Tígull

Unglingadeildin Von

Svæði 18

Unglingadeildin Eyjar

102 | Árbók 2022
Unglinga

Svæði 11

Unglingadeildin Bangsar

Unglingadeildin Dasar

Unglingadeildin Djarfur

Svæði 12

Unglingadeildin Mývargar

Unglingadeildin Náttfari

Unglingadeildin Núpar

Unglingadeildin Þór

Svæði 10

Unglingadeildin Glaumur

Unglingadeildin Smástrákar

Unglingadeildin Trölli

deildir 2022

Svæði 13

Unglingadeildin Ársól

Unglingadeildin Gerpir

Unglingadeildin Héraðsstubbar

Unglingadeildin Logi

Unglingadeildin Særún

Unglingadeildin Vopni

Svæði 16

Unglingadeildin Hellingur

Unglingadeildin Ýmir

Svæði 15

Unglingadeildin Brandur

Einingar SL | 103

Unglingastarfið 2022

Tilgangur og markið unglingastarfs félagsins er fyrst og fremst að vekja áhuga unglinga á starfi félagsins og veita þeim þjálfun og þekkingu til björgunarstarfa og slysavarna. Á árinu 2022 voru skráðar 42 virkar unglingadeildir þar sem um 800 unglingar störfuðu. Starfið er alltaf tengt björgunarsveit félagsins, en misjafnt er milli sveita hvernig starfinu er háttað, t.d. fjölda funda í mánuði og það aldursbil sem deildin vinnur á. Starfið er á herðum um 150 umsjónarmanna.

Síðustu ár hafa verið sérstök í ljósi heimsfaraldurs en árið 2022 var árið sem allt félagsstarf fór á fullt skrið aftur. Mikil ásókn hefur verið í að starfa í unglingadeildunum, fjölgun unglinga í deildunum er töluverð og þá mæðir enn meira á umsjónarmönnum unglingadeildanna sem hafa gert starfið fræðandi og á sama tíma spennandi og skemmtilegt. Viðburðirnir í unglingastarfinu skipa stóran sess í starfinu og eru nokkuð reglulegir.

Landsmót unglingadeilda

Aukalandsmót unglingadeilda var haldið á árinu á Höfn í Hornafirði, dagana 29. júní - 3. júlí. Landsmótið er einn af hápunktunum í unglingastarfi félagsins en þar koma saman flestar unglingadeildir landsins til að læra og skemmta sér. Þátttaka var góð, en í ár komu saman 348 unglingar og umsjónarmenn úr unglingadeildum allstaðar að af landinu.

Skipulagning mótsins var í höndum Unglingadeildarinnar Brands, með dyggri aðstoð frá

Björgunarfélagi Hornafjarðar og Slysavarnadeildinni Framtíðinni og eru þeim færðar kærar þakkir fyrir þá frábæru vinnu sem þau lögðu á sig.

Í upphafi móts var öllum, bæði umsjónarmönnum og unglingum skipt upp í átta blandaða hópa sem störfuðu svo saman yfir mótið. Fyrstu tvo dagana fóru hóparnir á átta mismunandi pósta, um eina og hálfa klukkustund á hverjum pósti og þar sem þeir þurftu að leysa stórskemmtileg verkefni. Póstarnir voru fjölbreyttir og buðu upp á að unglingarnir þurftu

Unglingastarfið | 107
42 unglingadeildir 800 13-18 ára 150 umsjónarmenn

að nýta þá þekkingu sem þau hafa aflað sér í unglingastarfinu. Póstarnir voru bátar, sig, fyrsta hjálp, leitartækni, spottavinna, sund og Landsþing unglinga.

Þegar kvöldaði var heldur betur skipt um gír og var boðið upp á mjög fjölbreytta kvölddagskrá. Stórskemmtilegt sundlaugarpartý var eitt kvöldið og á öðru kvöldi kepptu umsjónarmenn í ýmsum þrautum í svokölluðum Umsjónarmannaleikum. Síðasta kvöldið var svo að sjálfsögðu kvöldvakan, þar sem reiptogið var hluti af skemmtun kvöldsins Í ár var það Unglingadeildin Hafbjörg frá Grindavík sem vann keppnina.

Landsþing unglinga hefur verið haldið samhliða landsmótum frá árinu 2005 og hefur það veitt unglingunum tækifæri til þess að láta sig varða þau málefni félagsins sem snúa að þeim. Raddir þeirra skipta máli þegar kemur að þeirra málum og kemur því Ungmennaráðið mjög að skipulagningu og framkvæmd. Þetta árið var sérstök áhersla á hvað unglingarnir vilja læra og hvernig dagskrá unglingadeilda á að vera. Mjög líflegar umræður unglinganna sköpuðust og verkefnavinna þeirra skilaði sér í niðurstöðum sem verkefnastjóri unglingamála tók síðan við og mun vinna áfram með.

Slysavarnarverkefni unglingadeilda

Unglingadeildir á höfuðborgarsvæðinu unnu í samstarfi við Samgöngustofu að stígakönnun. Í könnuninni var skráð umferð reiðhjóla, hlaupahjóla og annarra sambærilegra farartækja, hvort sem þau eru drifin með rafmagni, fót- eða handafli. Skráð var notkun öryggisbúnaðar eins og t.d. hjálma, en einnig var skráð símanotkun, tegund farartækis, kyn og aldur stjórnanda faratækis og margt annað. Tilgangur verkefnisins var að greina

108 | Árbók 2022

þróun umferðar tiltekinna farartækja á lykilstöðum á höfuðborgarsvæðinu. Könnunin var framkvæmd á besta tíma, þar sem verkefnið „Hjólað í vinnuna“ var í fullum gangi. Í lokin var svo unnið úr þessum upplýsingum og niðurstöður kynntar á opinberum vettvangi Samgöngustofu sem og á Landsmóti slysavarna. Til stendur að halda þessum stígakönnunum áfram og mögulega stækka verkefnið og kanna þá fleiri staði á landinu. Þannig myndast smám saman gagnasafn sem gerir kleift að gera samanburð milli ára.

Landsfundur umsjónarmanna unglingadeilda

Fundurinn er einn af föstum viðburðum félagsins, hann er ávallt síðustu heilu helgina í september og að þessu sinni fór hann fram í Háskólanum á Akureyri dagana 23. – 25. september. Dagskrá fundarins var fjölbreytt, skemmtileg og á sama tíma fræðandi, með yfirskriftinni Samskipti, hvað eru góð og hvað eru slæm samskipti.

Þátttakan var góð og komu 60 umsjónarmenn víðs vegar að af landinu frá 17 unglingadeildum

Farið var yfir verkefni sumarsins og hvaða verkefni voru fram undan í starfinu. Einnig var farið yfir hvað því fylgir að vera umsjónarmaður unglingadeildar, hverjar eru skyldurnar, hver er ábyrgð umsjónarmanna og hvað fylgir því að vinna með börnum og unglingum. Guðlaugur Kristmundsson frá Dale Carnegie var með fyrirlestur um samskipti og vinnustofur. Einnig var hópnum skipt í minni umræðuhópa og farið yfir ýmis umræðuefni sem brunnu á fundargestum.

Fundurinn er mikilvægur vettvangur fyrir umsjónarmenn unglingadeilda til að koma saman, ræða um mikilvæg málefni er varða unglingana og mynda góð tengsl þvert á landið.

Umsjónarmannanámskeið

Leiðtoganámskeið fyrir umsjónarmenn unglingadeilda er 16 klst. helgarnámskeið byggt upp frá föstudegi til sunnudags. Markmið námskeiðsins er fyrst og fremst að efla samstarf umsjónarmanna og í leiðinni fræðast um unglingastarfið.

Eitt námskeið var haldið á árinu, á Suðurlandi, nánar tiltekið í Myrkholti, dagana 8. til 10. apríl og var afar vel sótt.

Unglingastarfið | 109

Miðnæturíþróttamót er árlegur viðburður fyrir unglingadeildirnar og ávallt haldið helgina eftir söluhelgi Neyðarkallsins, þ.e. aðra helgina í nóvember. Í ár féll sú helgi á dagana 11.12. nóvember.

Mótið var að þessu sinni haldið í Vatnaskógi og að sjálfsögðu boðið upp á þétta dagskrá og fjölbreyttar keppnisgreinar, margar hverjar óvenjulegar og æðislega skemmtilegar.

Sigurvegarar miðnæturíþróttamótsins var Unglingadeildin Ugla og sigurvegari í umsjónarmannaþrautum var Bjarni frá unglingadeildinni Boggu.

Samstarf við erlend björgunarsamtök

Undanfarin ár hefur samstarf við erlend björgunarsamtök verið mjög gott. Félagið hefur verið í mestu samstarfi við þýsku björgunarsamtökin THW sem og norsku samtökin Norsk Folkehjelp.

Samstarfið við THW

Unglingadeildin Árný hefur verið í samstarfi við unglingadeild THW í Bocholt síðan 2016 og er markmið með því samstarfi fyrst og fremst að mynda góð vinatengsl, kynnast störfum beggja sveita og fræðast um land og menningu. Í ár tók Árný á móti 18 manna hópi frá Þýskalandi sem kom og dvaldi á Íslandi í tvær spennandi vikur. Þau ferðuðust um landið og fengu að kynnast íslensku björgunarsveitarstarfi með æfingum á sjó og landi, farið var yfir sprengisand og gist í tjöldum á hálendi Íslands sem vakti mikla lukku hjá bæði íslensku og þýsku krökkunum.

Síðar á árinu fóru umsjónarmenn Unglingadeildarinnar Árnýjar til Þýskalands og var ferðin

110 | Árbók 2022

skipulögð með það í huga til að halda áfram að styrkja tengsl við umsjónarmennina hjá

THW-Jugend Bocholt og að ræða saman um komu íslenska hópsins til Þýskalands árið 2023.

Í sumar kom einnig 14 manna hópur frá þýsku björgunarsamtökunum THW til landsins sem tók þátt í landsmóti unglingadeilda af fullum krafti. Þetta er í annað sinn sem það kemur hópur frá þeim á landsmót og setur það skemmtilegan brag á mótið.

Samstarfið við Norsk folkehjelp

Félaginu bauðst að senda fimm unglinga og tvo umsjónarmenn til Noregs og taka þátt í

Sommercamp, dagana 3. júlí-10. júlí. Félagið þáði gott boð, auglýsti meðal unglingadeilda eftir áhugasömum og valdi sjö þátttakendur úr hópi umsækjenda, tvo umsjónarmenn og fimm unglinga hvaðanæva af landinu. Hópurinn dvaldi í eina viku ásamt hópi af norskum unglingum þar sem þau fengu tækifæri til þess að kynnast norsku unglingastarfi. Farið var í gönguferðir, að síga, í siglingar og margt fleira. Ferðin gekk mjög vel og hópurinn kom heim með aukna sýn á unglingastarf Norsk folkehjelp og ekki síður frábæra upplifun í farteskinu.

Samstarf félagsins við erlend björgunarsamtök geta skipt miklu máli fyrir félaga okkar og ekki síður unglinganna. Það eykur þekkingu unglinganna og veitir þeim meiri víðsýni og reynslu í reynslubankann sinn.

Nefnd um unglingamál

Nefnd um unglingamál er faghópur sem fer með unglingamál félagsins. Stjórn felur nefndinni þau verkefni sem hún telur að þarfnist umsagnar, framkvæmda eða lokameðferðar. Nefnd um unglingamál er valin / kosin til tveggja ára í senn. Nefndin hélt sex fundi á árinu, tvo staðfundi og fjóra fjarfundi.

Nefndina skipuðu:

Bragi Jónsson frá Unglingadeildinni Bruna, Hveragerði

Halldóra Hjörleifsdóttir frá Unglingadeildinni Vindi, Flúðum

Jens Olsen frá Unglingadeildinni Brandi, Höfn í Hornafirði

Jón Sigmar Ævarsson frá Unglingadeildinni Árnýju, Reykjavík og

Karín Óla Eiríksdóttir frá Unglingadeildinni Hafbjörgu, Grindavík

Frá stjórn kom Þór Bínó og starfsmaður nefndarinnar var Helena Dögg Magnúsdóttir.

Unglingastarfið | 111

Ungmennaráð

Í unglingadeildum Slysavarnafélagsins Landsbjargar starfa kraftmiklir unglingar sem vilja hafa áhrif á það starf sem er í boði fyrir þau. Í ungmennaráðinu skapast vettvangur fyrir unglingana til þess að koma skoðunum sínum og tillögum á framfæri við viðeigandi aðila. Einnig fá unglingarnir fræðslu og þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum og vettvang til að þjálfa sig í þeim.

Tveir staðfundir voru haldnir á árinu, annar var fundur með Nefnd um unglingamál en þar hittust hóparnir, kynntust sín á milli og skipulögðu landsþing unglinga sem haldið er í tengslum við landsmót unglingadeilda. Einnig hittist ungmennaráðið kvöldið fyrir fulltrúaráðsfund þar sem þau fóru á málþing á vegum félagsins um samskiptaráðgjafa og hlutverk hans í unglingastarfi félagsins sem og fyrirlestur um aukna öryggismenningu innan félagsins. Ungmennaráðið mætti síðan á fulltrúaráðsfundinn og sátu þar sem áheyrnarfulltrúar. Það var mjög lærdómsríkt fyrir unglingana að sjá hvað fer fram á fundum félagsins.

Í ungmennaráðinu 2022 störfuðu:

Selma Líf Óskarsdóttir, Unglingadeildin Hafbjörg, Grindavík

Hlynur Fannar Stefánsson, Unglingadeildin Gerpir, Neskaupstað

Reynir Snær Gunnarsson, Unglingadeildin Brandur, Höfn í Hornafirði

Júlíana Ardís Hauksdóttir, Unglingadeildin Ugla, Kópavogi

Stefanía Agnes Benjamínsdóttir, Unglingadeildin Ugla, Kópavogi

Sólrún Brynja Einarsdóttir, Unglingadeildin Klettur, Reykjanesbæ

Vegna þeirra aðstæðna sem sköpuðust í félagsstarfi unglinga vegna Covid-19, þá var ákveðið að Ungmennaráðið myndi hljóta aukna aðstoð fram yfir Landsmót unglingadeilda, frá þeim ungmennum sem hefðu átt að detta út úr ráðinu í ársbyrjun. Það voru:

Atli Þór Jónsson, Unglingadeildin Árný, Reykjavík

Hrefna Dís Pálsdóttir, Unglingadeildin Hafstjarnan, Ísafirði

Ungmennaráðið er mjög mikilvægur hlekkur í að halda uppi unglingastarfi félagsins þar sem þar verða til framtíðar leiðtogar þessa félags.

Æskulýðsvettvangurinn

Æskulýðsvettvangurinn er samstarfsvettvangur Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Ungmennafélags Íslands. Markmið Æskulýðsvettvangsins er að stuðla að samræðu og samstarfi aðildarfélaganna á sviði leiðtogaþjálfunar, fræðslumála, útbreiðslu, kynninga og á öðrum sviðum eftir því sem þurfa þykir.

Verkefnastjóri unglingamála situr í vinnuhópi í vettvangnum og voru verkefni hópsins mörg. Viðbragðsáætlunargerð í samvinnu við Samskiptaráðgjafann, gerð námskeiðs um samskipti og siðareglur voru hluti af þeim fjölmörgu verkefnum sem unnið var að á árinu.

Það er ljóst að það er stöðug þróun í fræðslumálum fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða í íþrótta- og æskulýðsstarfi sem starfa með og bera ábyrgð á börnum og ungmennum.

Unglingastarfið | 113

Starfsemi skrifstofu

Upphaf ársins einkenndist af áframhaldandi sóttvörnum, þar sem covid 19 var enn að herja á landsmenn. Eftirfarandi tölvupóstur var sendur út á einingar félagsins í byrjun janúar

Covid 19 - starf og sóttvarnir

„Í ljósi stöðu stöðunnar í Covid-19 faraldrinum viljum við minna einingar á mikilvægi þess að tryggja hólfaskiptingu eininga til að koma í veg fyrir að hópsmit lami einingar í heild sinni ef upp kemur.

Samkomutakmarkanir miðast í dag við 20 manns í sama rými, 2 metra reglu og grímuskyldu þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra nálægðartakmörkun. Einingar eru hvattar til að nýta fjarfundabúnað til að halda stærri fundi.

Námskeiðshald björgunarskólans er enn sem komið er með óbreyttu sniði og ekki hefur verið tekin ákvörðun um að fella niður námskeið að sinni.

Einstaklingar eru þó hvattir til að fara í hraðpróf fyrir námskeið og hver og einn

einstaklingur og hver og ein eining þarf að meta stöðu sína varðandi þátttöku í námskeiðum og afboða þátttöku t.d. ef útkallsgeta einingar er orðin skert.“

Svona hélt þetta áfram fram að sumri og þó að öllum takmörkunum hafi verið aflétt 25. febrúar, þá var mikið um smit og fólk hvatt til að fara varlega og passa uppá sóttvarnir.

Eftir allar þessar samkomutakmarkanir var mikil áhugi á félagsstörfum, æfingum og

menntun hjá félagsfólki. Mikið kapp var lagt á að mæta því og var skráning og mæting á viðburði mjög góð.

114 | Árbók 2022

Stefnumótun

Skrifstofa og stjórn félagsins fóru í stefnumótun og framtíðarsýn með ráðgjafafyrirtækinu DecideAct solutions ehf. Eftir marga vinnufundi og hópavinnu, sem Bjarni Sæbjörn Jónsson ráðgjafi stýrði, var ákveðin niðurstaða og stefna samþykkt. Innleiðing nýrrar stefnu mun hefjast í ársbyrjun 2023.

Slysavarnafélagið Landsbjörg: Eitt félag - ein heild

1. Við erum öflugt félag sem vinnur í þágu þjóðar að björgun mannslífa, verðmætabjörgun og slysavörnum (að félagið búi yfir nægilegum þjálfuðum mannafla til þess að bregðast við viðburðum og útköllum með árangursríkum hætti)

2. Við erum sýnileg í samfélaginu og njótum trausts

3. Við byggjum á tryggri fjáröflun og góðum rekstri

4. Að starfsemi SL einkennist af þekkingu, fagmennsku, gæðum og öryggi á öllum sviðum

Eitt af aðalmarkmiðum ársins var að auka og bæta þjónustu skrifstofu við einingar þess og almenning. Nýtt skipurit skrifstofu var tekið upp eftir stefnumótun sem á að auka samstarf á milli starfsfólks og meiri hópavinna var eitt af markmiðum og til að auka gæði og vinnslu verkefna.

Skrifstofa | 115

Samningur við dómsmálaráðuneytið

Samningur við dómsmálaráðuneytið var endurnýjaður og skrifaði dómsmálaráðherra undir hann á Björgun. Samningurinn gildir til loka ársins 2027. Í bókun sem fylgir samningnum lýsir ráðuneytið vilja sínum til að leitast eftir fremsta megni að tryggja aðkomu Landsbjargar að nýrri Björgunarmiðstöð með sama hætti og annarra viðbraðsaðila, í fjárlögum. VSK niðurfellingar

Eitt af verkefnum skrifstofu er að ganga frá og sjá um niðurfellingar innflutningsgjalda á björgunartækjum og -búnaði fyrir björgunarsveitir félagsins. Eftir covid þá var mikil þörf á endurnýjun og var mikil vinna við að þjónusta einingarnar í ár við þessi verkefni.

Lög og reglugerðir og viðbragðsáætlanir

Á árinu samdi starfsfólk sniðmát af lögum fyrir félagseiningar, bæði björgunarsveitir og slysvarnadeildir. Sniðmát af lögum er hugsað til þess að létta félagseiningum þá vinnu sem er að uppfæra lög sín, taka inn breytingar og nýjar greinar sem nauðsynlegt er að hafa, þar sem þjóðfélag okkar breytist hratt. Einnig var unnin „Viðbragðsáætlun við einelti, ofbeldi, kynferðislegri eða kyndbundinni áreitni“ sem félagseiningar geta tekið upp og aðlagað að sinni sveit eða deild til að vinna með, ef upp koma erfið mál.

Félagið er að kanna, hvort því sé stætt á, út frá persónuverndarlögum, að óska eftir sakavottorði frá félagsfólki sínu, þar sem skjólstæðingar okkar eru oft fólk úr viðkvæmum hópum samfélagsins. Einnig er stöðugt unnið að því að efla sálræna þjónustu til félagsfólks og auka vitund þess um að huga að andlegri líðan sinni eftir erfið útköll.

Innri vefur

Settur var á laggirnar stýrihópur til klára þarfagreiningu á nýjum innri vef. Gengið var til samninga við Origo og hófst vinna við að forrita nýjan innri vef í desember. Samkvæmt verkáætlun er gert ráð fyrir að vefurinn verði tilbúinn haustið 2023.

Tækjamót

Tækjamót björgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar var haldið 18. - 20. mars. Mótið var vel sótt þrátt fyrir frekar slaka veðurspá. Alls tóku þátt 180 félagar á hinum ýmsu tækjum.

Ráðstefna aðgerðastjórnenda

Helgina 25.-27. mars komu 130 aðgerðastjórnendur Slysavarnafélagsins Landsbjargar og helstu samstarfsaðilar saman í Mývatnssveit til skrafs og ráðagerða.

116 | Árbók 2022

Aðgerðastjórnun snýst að stórum hluta til um samskipti og samvinnu og því er nauðsynlegt að koma reglulega saman, hlusta á fræðandi fyrirlestra, taka þátt í vinnuhópum um ýmis hagsmunamál aðgerðastjórnenda, en síðast en ekki síst að gleðjast með góðu fólki.

Formannafundur

1.-2. apríl var formannafundur haldinn á Selfossi. Við hófum dagskrá með ratleik á föstudagskvöldinu með afar góðri þátttöku, en leikurinn leiddi fólk víða um bæinn þar sem það skemmti sér vel við hinu ýmsu verkefni sem fyrir þau voru lögð. Fundurinn var síðan settur á laugardeginum. Meðal þess sem tekið var fyrir á fundinum voru lög félagsins og félagseininga, ásamt viðbragsáætlun vegna ofbeldis og hlutverk siðanefndar. Rætt var um fjáröflunarverkefni og skiptingu fjármagns, sálrænan stuðning fyrir félaga, Björgunarskólann, meðal annars fjölgun leiðbeinenda o.fl. Góð mæting var á fundinn og málefnaleg umræða.

Landsmót unglinga

Landsmót unglingadeilda var haldið á Höfn að þessu sinni. Þátttakendur skemmtu sér vel en á landsmóti kemur saman mikill fjöldi unglinga frá allmörgum unglingadeildum, alls staðar að landinu. Frekari umfjöllun um landsmótið er í kafla um unglingastarfið.

Björgun

Ráðstefnan Björgun var haldin í Hörpu dagana 21.-23. október. Ráðstefnan var afar vel sótt að þessu sinni og boðið var upp á yfir 60 fyrirlestra sem vöktu mikla athygli. Sýningarsvæðið hefur sjaldan verið stærra, fjölmörg fyrirtæki settu upp sýningarbása og höfðu frammi við nýjasta í tækjum og tólum. Yfir 1000 þátttakendur, fyrirlesarar, sýnendur ásamt starfsfólki félagsins voru samankomin í Hörpu þessa helgi. Mikil ánægja var með ráðstefnuna og undirbúningur að næstu Björgun, sem verður haustið 2024, hófst strax í kjölfarið.

Skrifstofa | 117

Björgunarmiðstöð Íslands

Fulltrúar skrifstofu tóku þátt í ítrunarfundum á vegum Framkvæmdasýslu ríkisins, þar sem unnið var að þarfagreiningu og ráðgjöf vegna fyrirhugaðrar nýrrar Björgunarmiðstöðvar. Stefnan er að félagið hafi flutt höfuðstöðvar sínar í nýja Björgunarmiðstöð Íslands árið 2027, ef öll áform ganga eftir.

Fulltrúaráðsfundur

Fulltrúaráðsfundur var haldinn á höfuðborgarsvæðinu laugardaginn 26. nóvember. Dagskrá fundarins var með hefðbundnu sniði. Fjarveitinganefnd lagði fram tillögur að breytingum á úthlutunarkerfi félagseininga SL, sem voru samþykktar eftir talsverða umræðu á fundinum. Laganefnd fór yfir drög að lagabreytingatillögum sem lagðar verða fyrir Landsþing 2023. Aðeins var tekist á um hvort stofna eigi styrktarsjóð fyrir minni björgunarskip og ýmis önnur mál voru rædd á fundinum.

Föstudagskvöldið fyrir fulltrúaráðsfund var haldin flugeldamessa þar sem farið var yfir stöðu flugelda, markaðsmál, reglugerð og nýjungar í vörulínu félagsins. Einnig var boðið uppá fræðslumessu þar sem tekin var fyrir viðbragsáætlun íþrótta og æskulýðsstarfs, ásamt því að farið var yfir hversu mikilvægt það er að safna saman sögum og atvikum þar sem hurð hefur skollið nærri hælum. Nærslys og önnur frávik koma oft upp á yfirborðið eftir að alvarlegur atburður hefur orðið og þá jafnvel sem forboði þess alvarlega atburðar. Mögulega hefði verið hægt að afstýra alvarlegum atburði ef forboðarnir hefðu verið skráðir, rýndir og lærdómur af þeim dreginn. Mætingin var góð enda upplýsandi og áhugaverð erindi í boði.

118 | Árbók 2022

Viðburðir sem skrifstofa keyrir á tveggja ára tímabili

Árleg fjáröflunarverkefni félagsins

Skrifstofa | 119

Mannabreytingar voru á skrifstofu félagsins þar sem bæði var verið að fjölga störfum og

einnig var fólk að breyta um starfsvettvang

Starfsfólk skrifstofu 2022

Örn Smárason, sjóbjörgun

Björn J. Gunnarsson, sjóbjörgun hóf störf á árinu

Jórunn Lovísa Sveinsdóttir, þjónustuveri

Helga B. Pálsdóttir, verkefnastjóri

Sigurbjörg Metta Sigurjónsdóttir, innri markaðsmál, hóf störf á árinu

Ásta B. Björnsdóttir, ræstingar

Oddur E. Kristinsson, tölvumál

Gunnar Stefánsson, skrifstofustjóri

Kristján Þór Harðarson, framkvæmdastjóri

Jón Trausti Sæmundsson, innkaup og sölu

Margrét Gunnarsdóttir, fjármálastjóri

Sólrún Þorsteinsdóttir, bókari, hætti á árinu

Helen Rut Ástþórsdóttir, bókari, hóf störf á árinu

Guðbjörg Ó. Gísladóttir, þjónustuveri

Hildur Bjarnadóttir, fjáröflunarverkefni

Ingvi Einar Ingvason, fjáröflunarverkefni, hóf störf á árinu

Bolli Már Bjarnason, fjáröflunarverkefni, hóf störf á árinu

Helena D. Magnúsdóttir, unglingamál

Arna B. Arnarsdóttir, skólastjóri Björgunarskólans

Auðdís Tinna Hallgrímsdóttir, kvikmyndagerðarmaður

Sævar Logi Ólafsson, Björgunarskólinn, hætti á árinu

Sigrún Jónatansdóttir Björgunarskólinn, hóf störf á árinu

Guðbrandur Ö. Arnarsson, aðgerðamál

Davíð M. Bjarnason, upplýsinga- og kynningarfulltrúi, hætti á árinu

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi, hóf störf á árinu

Jónas Guðmundsson, Safetravel, hætti á árinu

Birna María Þorbjörnsdóttir, slysavarnir, hóf störf á árinu

Karen Ósk Lárusdóttir, aðgerðamál

Svanfríður Anna Lárusdóttir, slysavarnir

Útisala sjúkravöru

Kjartan Kópsson

Halldór Már Þórisson hætti á árinu

Ásbjörn Þór Ásbjörnsson hóf störf á árinu

Starfsfólk upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í hlutastarfi

Kristín Jóna Bragadóttir

Friðjón Árni Sigurvinsson

Unnur K. Valdimarsdóttir

Ingunn Ósk Árnadóttir

Slysavarnaskóli sjómanna

Bjarni Þorbergsson, verkefnastjóri nýsmíði björgunarskipa

Bogi Þorsteinsson, aðstoðarskólastjóri

Hilmar Snorrason, skólastjóri, skipstjóri

Fróði Jónsson

Ingimundur Valgeirsson, verkefnastjóri, háseti

Jón Snæbjörnsson, hætti á árinu

Pétur Ingjaldsson, leiðbeinandi, yfirvélstjóri

Sigríður Tómasdóttir, skrifstofumaður

Steinunn Einarsdóttir, kennari

Vidas Kenzgaila, ræstingar

Skrifstofa | 121

Nefndir og ráð

Stjórnskipaðar nefndir 2021-2023

Landsstjórn

Friðfinnur Freyr Guðmundsson formaður

Gísli V. Sigurðsson

Bjarni Kristófer Kristjánsson

Dagbjartur Kr. Brynjarsson

Einar Þór Strand

Friðrik Jónas Friðriksson

Elva Tryggvadóttir

Smári Sigurðsson

Steingrímur Jónsson

Arnar Steinn Elísson

Jón Sigurðarson

Sveinn E. Óskarsson

Nefnd um búnaðarmál björgunarsveitarfólks

Hafdís Einarsdóttir formaður

Bogi Adolfsson

Friðjón Árni Sigurvinsson

Sigurbjörg Metta Sigurjónsdóttir

Nefnd um erlent samstarf

Björn J. Gunnarsson

Hildur Sigfúsdóttir

Siggeir Pálsson

Svava Ólafsdóttir

Nefnd um fjarskipta- og tæknimál

Valur S. Valþórsson formaður

Bragi Reynisson

Jón Hermannsson

Lárus Steindór Björnsson

Ragnar Högni Guðmundsson

Rúnar Traustason

Nefndir og ráð | 123

Nefnd um fjáröflun

Birna Björnsdóttir

Hildur Sigfúsdóttir

Ingimar Eydal

Jón Helgi Elínar Kjartansson

Magnús Viðar Sigurðsson

Sigurbjörg Metta Sigurjónsdóttir - hætti í nefndinni í október 2022

Nefnd um framkvæmd flugeldasölu

Gísli S. Þráinsson formaður

Vilhjálmur Halldórsson

Þorsteinn Þorkelsson

Nefnd um merkingar og ásýnd

Hallgrímur Óli Guðmundsson formaður

Friðrik G. Kristjánsson

Björgvin Óli Ingvarsson

Þór Bínó Friðriksson

Nefnd um sjóbjörgun

Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir formaður

Guðjón Guðmundsson

Hafliði Hinriksson – byrjaði í nefndinni í október 2022

Heiðar Hrafn Eiríksson – hætti í nefndinni í október 2022

Ómar Örn Sigmundsson

Guðni Grímsson

Kristinn Guðbrandsson

Nefnd um unglingamál

Halldóra Hjörleifsdóttir formaður

Bragi Jónsson

Jens Olsen

Þór Bínó Friðriksson

Karín Óla Eiríksdóttir

Jón Sigmar Jóhönnu Ævarsson

124 | Árbók 2022

Nefnd um slysavarnir

Hafdís Einarsdóttir formaður

Þorlákur Snær Helgason

Ólafur Atli Sigurðsson

Caroline Lefort

Vilborg Lilja Stefánsdóttir

Kristrún Ósk Pálsdóttir

Nýsmíðanefnd

Valur S. Valgeirsson formaður

Guðjón Guðmundsson

Guðni Grímsson

Hafliði Hinriksson

Friðrik J. Friðriksson

Guðmundur H. Svanbergsson

Frímann Grímsson

Siðanefnd

Siggeir Fannar Ævarsson formaður

Dagbjört H. Kristinsdóttir formaður

Halldóra Hjörleifsdóttir

Guðmundur Egill Erlendsson

Kjartan Ólafsson

Skólanefnd Björgunarskólans

Hallgrímur Óli Guðmundsson formaður

Andri Hnikarr Jónsson

Andri Már Númason - hætti í nefndinni um mitt ár 2022

Erla Rún Guðmundsdóttir

Einar Örn Jónsson

Inga Birna Pálsdóttir

Þorsteinn Ægir Egilsson

Nefndir og ráð | 125

Slysarannsóknanefnd

Hörður Már Harðarson formaður

Adolf Þórsson

Íris Marelsdóttir

Magnús Viðar Arnarsson

Steinunn Arna Arnardóttir

Viðurkenningarnefnd

Margrét Laxdal formaður

Jón Ingi Sigvaldason

Auður Yngvadóttir

Nefndir, stjórnir og ráð sem félagið á fulltrúa í

Almannavarna- og öryggisráð

Smári Sigurðsson

Þjóðaröryggisráð

Smári Sigurðsson

Stjórn Æskulýðsvettvangs

Gunnar Stefánsson

Stjórn Íslandsspila

Kristján Þór Harðarson

Þorsteinn Þorkelsson

varamenn

Gísli V. Sigurðsson

Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir

SST

Gunnar Stefánsson og Guðbrandur Arnarsson

Nefndir og ráð | 127

Lög félagsins

Lög Slysavarnafélagsins Landsbjargar

1. gr.

Heiti félagsins

Félagið heitir Slysavarnafélagið Landsbjörg. Lögheimili og varnarþing þess er í Reykjavík.

2. gr. Hlutverk

Hlutverk félagsins er að reka öflugt björgunar- og slysavarnastarf.

3. gr. Einkenni

Merki félagsins er gulur kross og björgunarhringur umhverfis hann. Undir tákninu er nafn félagsins ritað. Stjórn setur reglugerð um nánari útfærslur og notkun á merki félagsins.1

1. Reglugerð nr. 2/2017

4. gr.

Orðskýringar

4.1 Félagið: Slysavarnarfélagið Landsbjörg.

4.2 Félagseining: Björgunarsveit eða slysavarnadeild sem þegar hefur hlotið aðild að félaginu og hefur eigin kennitölu.

4.3 Fullgildur félagi: er sá sem er skráður í félagatal félagseiningar í gagnagrunni félagsins.

4.4 Fulltrúaráðsfundur: Æðsta ákvörðunarvald félagsins á milli landsþinga og er haldinn í nóvember ár hvert.

4.5 Landsþing: Æðsta ákvörðunarvald félagsins og kemur það saman í maí annað hvert ár.

4.6 Sakamál: mál sem eru til meðferðar hjá lögreglu og ákæruvaldi og, eftir atvikum, fyrir dómi vegna ætlaðrar refsiverðrar háttsemi.

5. gr. Skipulag

5.1 Samstarf

Félagið starfar í tengslum við önnur félagasamtök og stofnanir sem starfa að björgunar- og slysavarnamálum.

5.2 Stjórnun félagsins

Ákvörðunar- og framkvæmdavald félagsins er í höndum landsþings, fulltrúaráðsfundar og stjórnar, samkvæmt því sem nánar segir í lögum og reglugerðum félagsins.

Lög SL | 129

6. gr. Aðild

6.1 Réttur til aðildar

Allar einingar sem hafa björgunar og/eða slysavarnarmál á stefnuskrá sinni geta sótt um aðild að félaginu.

6.2 Umsókn um aðild

Eining sendir inn umsókn til stjórnar félagsins ásamt lögum hinnar nýju einingar, félagatali, kennitölu og rökstuðningi fyrir aðild. Lög einingarinnar þurfa að vera í samræmi við lög og reglugerðir félagsins. Ef eining uppfyllir þessar kröfur vísar stjórn umsókn um inngöngu til landsþings.1

6.3 Brottvikning

Gerist félagseining eða stjórn hennar sek um brot á lögum þessum er landsþingi félagins heimilt að víkja henni úr félaginu, að því tilskildu að 2/3 hlutar þingfulltrúa greiði því atkvæði.

6.4 Úrsögn

Úrsögn félagseiningar úr félaginu er því aðeins gild að hún hafi verið samþykkt á lögmætum aðalfundi hennar og að stjórn félagsins hafi verið tilkynnt með 2ja mánaða fyrirvara að tillaga um úrsögn komi til afgreiðslu á fundinum.

Úrsögn tekur gildi frá lokum þess reikningsárs félagsins er hún hlýtur samþykki. Félagseining, sem vikið hefur verið úr félaginu eða hefur sagt sig úr því, á ekki tilkall til sjóða þess eða annarra eigna, en veita má henni aðild að nýju.

1. Reglugerð nr. 1/ 2017.

7. gr.

Réttindi og skyldur félagseininga

7.1 Sjálfstæði Hver félagseining félagsins er sjálfstæð gagnvart félaginu, bæði hvað varðar störf sín og fjármál. Í aðgerðum lúta félagseiningar tæknilegri stjórn Landsstjórnar og svæðisstjórna eins og íslensk lög og reglugerðir kveða á um hverju sinni.

7.2 Réttindi

Allar félagseiningar eiga jafnan rétt á þeirri þjónustu sem félagið getur látið í té.

7.3 Skyldur

Félagseiningar skulu árlega halda aðalfund. Þar leggi stjórnir þeirra fram skýrslu um störf liðins árs og ársreikninga áritaða af stjórn.

Félagseiningar skulu árlega senda starfsskýrslu og ársreikninga til skrifstofu félagsins.

Að uppfylltum þessum skilyrðum öðlast félagseining rétt til úthlutunar úr sameiginlegum sjóðum félagsins og atkvæðisrétt á fulltrúaráðsfundi og landsþingi, ella teljast félagseiningar óvirkar.2

130 | Árbók 2022

7.4 Virkni

Verði félagseining óvirk um lengri eða skemmri tíma skal stjórn félagsins ráðstafa eigum hennar samkvæmt lögum félagseiningarinnar og í samráði við heimamenn.

7.5 Unglingastarf

Velji félagseining að starfrækja unglingadeild innan sinna vébanda, verður hún að tryggja börnum sem taka þátt í starfinu þá vernd sem velferð þeirra krefst. 3

1. Lög um almannavarnir 82/2008 og reglugerð 71/2011, lög um björgunarsveitir 43/2003, reglugerð um leit og björgun á landi og samstarf lögreglu og björgunarsveita 289/2003 og reglur félagsins um aðgerðastjórnir, 2. Rgl nr. 1/ 2019, 3. Rgl nr. 1/ 2020

8. gr. Fjármál

8.1 Fjáröflun

Félagið aflar fjár á þann hátt sem fulltrúaráðsfundur í nóvember ákveður. Breytingar sem samþykktar eru á fundinum taka gildi um næstu áramót.

8.2 Ársreikningur

Ársreikningur félagsins skal afgreiddur á fulltrúaráðsfundinum.

8.3 Fjárhagsáætlun

Fjárhagsáætlun félagsins fyrir næsta ár skal lögð fyrir fulltrúaráðsfund til afgreiðslu.

8.4 Reikningsár

Reikningsár félagsins er almanaksárið. Fyrir lok apríl ár hvert sendir stjórnin félagseiningunum endurskoðaða reikninga félagsins með rafrænum hætti.

8.5 Sameining félagseininga

Sameinist félagseiningar, tvær eða fleiri, halda þær óbreyttri fjárúthlutun úr sameiginlegum fjáröflunum í tvö almanaksár frá sameiningu.

9. gr.

Landsþing

9.1 Valdheimildir

Landsþing félagsins fer með æðsta vald í málefnum félagsins og skal það haldið í maí mánuði, annað hvert ár.

9.2 Boðun

Til landsþings skal boða skriflega með rafrænum hætti, með fimm vikna fyrirvara.

Þremur vikum fyrir landsþing skal stjórnin senda félagseiningunum dagskrá þingsins, tillögur um lagabreytingar, niðurstöður fjárveitinganefndar, tillögur uppstillingarnefndar og innsendar tillögur félagseininga og félagsfólks.1

9.3 Skráning

Félagseiningar skulu skrá þingfulltrúa eigi síðar en fimm virkum dögum fyrir landsþing.

Lög SL | 131

9.4 Aukalandsþing

Stjórn félagsins getur boðað til aukalandsþings með sama hætti og boðað er til landsþings.

Einnig skal boða til aukalandsþings ef ¾ virkra félagseininga óska þess og skal stjórn félagsins boða til aukalandsþings eigi síðar en tveimur vikum frá því beiðnin kom fram. Skal aukalandsþing haldið innan tveggja vikna frá boðun.2

Á aukalandsþingi skal einungis taka fyrir mál samkvæmt útsendri dagskrá en að öðru leyti gilda almenn þingsköp.3

9.5 Dagskrá

Eftirfarandi mál skulu tekin fyrir á landsþingi:

9.5.1. Formaður setur þingið og stýrir kjöri þingforseta, varaþingforseta og regluvarðar.

9.5.2. Þingforseti skipar tvo fundarritara og stýrir kjöri kjörnefndar, sem skal skipuð þremur þingfulltrúum, og allsherjarnefndar, sem skal skipuð fimm þingfulltrúum.

9.5.3. Starfsskýrsla stjórnar og fjármál

9.5.4. Inntaka nýrra félagseininga

9.5.5. Niðurstöður milliþinganefnda

9.5.6. Ýmis þingmál

9.5.7. Lagabreytingar

9.5.8. Kosning:

9.5.8.1. formanns félagsins, gjaldkera og formanna milliþinganefnda

9.5.8.2. sjö meðstjórnenda til stjórnar

9.5.8.3. tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara

9.5.8.4. nefndarmanna fjárveitinganefndar, laganefndar og uppstillingarnefndar

9.5.8.5. annarra nefnda

9.5.9. Önnur mál

9.6 Kjörnefnd

Kjörnefnd skal hafa eftirlit með undirbúningi og framkvæmd kosninga, skera úr um kjörgengi og kosningarétt, hafa yfirumsjón með talningu atkvæða og skera úr um gildi vafaatkvæða. Ef ágreiningur er innan þingnefndar við ákvarðanatöku ræður meirihluti nefndarmanna og er ákvörðun þingnefndar endanleg.

9.7 Allsherjarnefnd

Allsherjarnefnd skal vinna úr og samræma álitamál sem upp kunna að koma á þinginu og fundarstjóri vísar málum til. Ef ágreiningur er innan þingnefndar við ákvarðanatöku ræður meirihluti

nefndarmanna og er ákvörðun þingnefndar endanleg. Kosið er skv. gr. 9.5.8. í þeirri röð sem þar er ákveðin.

Lög SL | 133

9.8 Kosningar

Kosning skal ávallt vera rafræn. Kjörseðill er því aðeins gildur að kosnir séu jafnmargir og kjósa skal hverju sinni. Falli atkvæði jafnt skal varpa hlutkesti til að skera úr um hver frambjóðenda hefur náð kjöri. Séu framboð jafnmörg og fjöldi þeirra sem kjósa skal teljast sjálfkjörið og kosning fer ekki fram. Þeir sem ekki ná kjöri samkvæmt gr. 9.5.8.1. verða sjálfkrafa í kjöri samkvæmt gr.

9.5.8.2. og 9.5.8.4. eftir því sem við á, nema frambjóðandi óski annars.

9.9 Kjörgengi

Kjörnir fulltrúar skulu vera lögráða einstaklingar sem eru fullgildir félagar og sem uppfylla skilyrði

1. mgr. 4. gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis.

Gjaldkeri félagsins skal hafa reynslu og þekkingu af fjármálum.

1. Þingsköp félagsins gr. 7.1., 2. Rgl. Nr. 1/ 2009, 3. Þingsköp félagsins.

10. gr.

Réttindi á landsþingi

10.1 Þingfulltrúi

Rétt til setu á landsþingi félagsins eiga allir fullgildir félagar félagseininga.

10.2 Atkvæðisréttur

Hver félagseining fer með tvö atkvæði á þingi að uppfylltum skilyrðum ákvæðis 10.3. Enginn þingfulltrúa fer nema með eitt atkvæði. Þingfulltrúi skal vera lögráða.

10.3 Kjörbréf

Kjörbréf, undirritað af formanni eða stjórnarmanni hverrar félagseiningar, skal hafa borist skrifstofu félagins eigi síðar en fimm virkum dögum fyrir landsþing.

Kjörnefnd tekur afstöðu til breytinga á framkomnum kjörbréfum og úrskurðar um gildi þeirra.

Allir fullgildir félagar félagseininga á landsþingi hafa kosningarétt samkvæmt gr. 9.5.1 og gr. 9.5.2.

11. gr.

Stjórn

11.1 Kjörtímabil

Landsþing kýs félaginu stjórn til tveggja ára í senn.

11.2 Starfsemi stjórnar

Í stjórn félagsins sitja formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari og fimm meðstjórnendur.

Stjórn félagsins fylgir eftir samþykktum landsþings og fulltrúaráðs. Stjórnin er í fyrirsvari fyrir félagið og ber ábyrgð á fjárreiðum þess.

Afl atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum. Séu atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns.

11.3 Vinnulag

Formaður boðar stjórn til fundar. Stjórnarfundur er löglegur ef meirihluti stjórnarmanna sækir fund. Stjórn kemur að jafnaði saman mánaðarlega.

Fundargerðir skulu ritaðar. Stjórn boðar til landsþings og annarra funda, þar á meðal funda fulltrúaráðs og formanna. Hún undirbýr fundarmálefni, framfylgir fundaráætlunum og annast störf milli funda.

11.4 Skyldur stjórnar

Á fyrsta fundi stjórnar skiptir stjórn með sér verkum og skal gera verklagsreglur, fyrir lok þess árs sem hún er kosin, sem vera skulu félagsfólki aðgengilegar.

Stjórn félagsins er í fyrirsvari fyrir félagið gagnvart einstaklingum, lögaðilum eða ríkisvaldi í sameiginlegum málefnum félagsins.

Stjórnin ræður framkvæmdastjóra félagsins.

11.5 Stjórnskipaðar nefndir

Stjórn er heimilt að skipa nefndir sér til aðstoðar og ákveður verksvið þeirra. Í upphafi starfstímabils stjórnar skal skipa ráðgjafanefnd vegna undirbúnings fyrir landsþing. Í ráðgjafanefndinni sitji formenn milliþinganefnda ásamt framkvæmdastjóra.

Nefndarfólk skal uppfylla skilyrði gr. 11.7. þessara laga.

11.6 Fjármál

Stjórnin ber ábyrgð á að starfsemi félagsins sé innan ramma fjárhagsáætlunar, samþykkta landsþings og fulltrúaráðsfunda.

11.7 Hæfi

Stjórnarmaður skal uppfylla skilyrði gr. 9.9. þessara laga á meðan kjörtímabili hans stendur.

Nú sætir stjórnarmaður rannsóknar vegna sakamáls og ber honum þá að víkja sæti á meðan rannsókn stendur eða ef ákæra hefur verið gefin út á hendur honum.

12. gr.

Skýrsla stjórnar

12.1 Stjórn félagsins skal á hverju ári fyrir lok maí gefa út ársskýrslu um starfsemi félagsins.

13. gr.

Milliþinganefndir

13.1 Kosning

Í fjárveitinganefnd skal kjósa formann, auk fjögurra fulltrúa.

Í laganefnd skal kjósa formann, auk tveggja fulltrúa.

Í uppstillingarnefnd skal kjósa formann, auk tveggja fulltrúa.

Lög SL | 135

13.2 Hlutverk og skyldur Milliþinganefndir skulu gera verklagsreglur, fyrir lok þess árs sem hún er kosin, sem vera skulu félagsmönnum aðgengilegar.

13.2.1 Fjárveitinganefnd skal sjá um endurskoðun á úthlutunarkerfi félagsins og leggja fram tillögu til fulltrúaráðsfundar til samþykktar haustið fyrir landsþing. Tillögur skal senda með fundarboði fyrir fulltrúaráðsfundinn. Nefndin skilar niðurstöðu um skiptingu fjármagns til félagseininga á landsþingi.

13.2.2 Laganefnd skal annast endurskoðun á lögum félagsins, hafa eftirlit með því að þau standist rétt íslenskt málfar, brjóti ekki í bága við íslensk lög og vera öðrum nefndum og stjórn til ráðgjafar um lög og reglugerðir félagsins. Laganefnd tekur afstöðu til breytinga á framkomnum kjörbréfum á fulltrúaráðsfundi og úrskurðar um gildi þeirra.

13.2.3 Uppstillingarnefnd skal tryggja að fram komi að minnsta kosti eitt framboð til hvers embættis innan stjórnar og þeirra nefnda sem getið er í gr. 9.5.8. Komi fram tvö eða fleiri framboð til embættis skal uppstillingarnefnd raða frambjóðendum eftir stafrófsröð. Uppstillingarnefnd skal leitast við að stjórn endurspegli breidd félagsins og skal jafnræðis gætt við kynningu á frambjóðendum.

13.3 Aðrar nefndir

Ef landsþing skipar aðrar milliþinganefndir en að framan greinir skal það vera ákvörðun landsþings hver fjöldi og hvernig uppbygging nefndarinnar skuli vera hverju sinni.

Nefndirnar skulu skila tillögum sínum til stjórnar eigi síðar en fjórum vikum fyrir landsþing.

13.4 Starfstími

Milliþinganefndir skulu taka til starfa að þingi loknu og starfa fram til loka þess næsta.

13.5 Hæfi

Nefndarfólk skal uppfylla skilyrði gr. 11.7. þessara laga.

14. gr.

Siðanefnd

14.1 Hlutverk

Hlutverk siðanefndar er að taka til skoðunar ábendingar um brot á siðareglum félagsins, að taka afstöðu til þess hvort um brot á siðareglum er að ræða og hver grófleiki brotsins er.

14.2 Skipan

Stjórn skipar fimm aðila í nefndina, þrjá lögráða fullgilda félaga ásamt tveimur sérfræðingum sem standa utan félagsins og veita nefndinni formennsku. Nefndin er skipuð til 2ja ára í senn.

14.3 Hæfi

Félagi skal uppfylla skilyrði gr. 11.7. þessara laga. Sérfræðingarnir skulu hafa menntun og reynslu sem nýtist við úrlausn mála sem nefndin tekur fyrir.

Lög SL | 137

14.4 Starfsemi

Nefndin skal gera verklagsreglur, fyrir lok þess árs sem hún er kosin, sem vera skulu félagsfólki aðgengilegar.1

1. Vinnureglur siðanefndar félagsins

15. gr. Varasjóður

15.1 Tilgangur

Félagið skal eiga varasjóð. Varasjóði félagsins er ætlað:

a) að vera tryggingarsjóður vegna áfalla sem félagið kann að verða fyrir.

b) að fjármagna önnur verkefni sem fulltrúaráðsfundir eða landsþing ákveða.

15.2 Fjármögnun

Stjórn félagins skal árlega leggja fyrir fulltrúaráðsfund tillögu að upphæð varasjóðs.

15.3 Ráðstöfun

Ráðstöfun fjár úr varasjóði er aðeins heimil með samþykki fulltrúaráðsfunda eða landsþinga. Veðsetning varasjóðs, eða lántaka úr honum til skemmri eða lengri tíma, er óheimil nema með samþykki fulltrúaráðsfundar eða landsþings.

Allt að 50% varasjóðs má að tryggja með veðböndum í fasteign en ekki minna en 50% skal varðveita í banka eða hjá löggiltu verðbréfafyrirtæki. Meginstefna við vörslu skal vera öryggi frekar en há ávöxtun.

16. gr. Fulltrúaráð

16.1 Fundir

Fulltrúaráðsfundir fara með æðsta vald félagsins milli landsþinga og þar sitja fulltrúar hverrar félagseiningar, ásamt stjórn félagsins.

Fulltrúaráð kemur saman til fundar í nóvember ár hvert, svo og þegar tíu félagseiningar óska þess eða stjórn félagsins ákveður. Ársreikningur félagsins skal tekinn til afgreiðslu á fundinum ásamt fjárhagsáætlun félagsins.

16.2 Boðun

Stjórn félagsins boðar fundi rafrænt og skal það gert með minnst tíu daga fyrirvara. Með fundarboðum skal fylgja dagskrá fundarins, ásamt ársreikningi félagsins, fjárhagsáætlun félagsins og

öllum öðrum tillögum sem leggja á fyrir fundinn.

Ef tíu félagseiningar hafa óskað eftir fulltrúaráðsfundi skal stjórn félagsins boða til fundarins eigi síðar en fjórum vikum frá því fundarbeiðnin kom fram.

16.3 Skráning

Félagseiningar skulu skrá þátttöku eigi síðar en einum virkum degi fyrir fund.

138 | Árbók 2022

16.4 Atkvæði

Hver félagseining fer með eitt atkvæði á fulltrúaráðsfundi að uppfylltum skilyrðum ákvæðis 16.5. Fulltrúi skal vera lögráða.

16.5 Kjörbréf

Kjörbréf, undirritað af formanni eða stjórnarmanni hverrar félagseiningar, skal hafa borist skrifstofu félagsins eigi síðar en þrem virkum dögum fyrir fulltrúaráðsfund.

Laganefnd tekur afstöðu til breytinga á framkomnum kjörbréfum og úrskurðar um gildi þeirra.

16.6 Fundarsköp

Formaður félagsins setur fundi fulltrúaráðs og stýrir kjöri fundarstjóra. Meirihluti atkvæða ræður úrslitum mála, nema annars sé getið í lögum félagsins.

16.7 Endurskoðun úthlutnarkerfis

Fjárveitinganefnd leggur fram tillögu af endurskoðun á úthlutunarkerfi á fundinum. Sé breytingatillögu hafnað þá haldast fyrri úthlutunarreglur óbreyttar.

17. gr. Formannafundir

17.1 Boðun

Stjórn félagsins skal boða til fundar með formönnum félagseininga það ár sem landsþing er ekki haldið.

Stjórn félagsins boðar fundi rafrænt og skal það gert með minnst tíu daga fyrirvara. Með fundarboðun skal fylgja dagskrá fundarins, ásamt öllum gögnum.

17.2 Skráning

Félagseiningar skulu skrá þátttöku eigi síðar en einum virkum degi fyrir fund.

17.3 Efni fundarins

Formannafundur er vettvangur umræðna um þau mál sem snerta starf félagseininga. Í stað eins sameiginlegs formannafundar allra félagseininga má boða til funda eftir starfsvettvangi þeirra.

Ætli fjárveitinganefnd að leggja til breytingar á úthlutunarkerfi félagsins þá skal hún kynna þær á formannafundi til umræðu.

Formannafundir hafa ekki ákvörðunarvald í málefnum félagsins.

Lög SL | 139

18. gr. Endurskoðun

18.1 Skoðun reikninga

Reikningar félagsins skulu skoðaðir ár hvert af löggiltum endurskoðanda.

18.2 Félagslegir skoðunarmenn

Félagsleg endurskoðun reikninga er í höndum tveggja manna sem landsþing félagsins kýs til tveggja ára í senn.

Skoðunarmenn reikninga mega ekki sinna öðrum störfum fyrir félagið sem snerta fjármál. Þeir bera ábyrgð fyrir fulltrúaráðsfund, þeir skulu eiga greiðan aðgang að öllu bókhaldi félagsins og er stjórninni skylt að veita þeim allar nauðsynlegar upplýsingar um fjármál og reikningshald þess.

18.3 Yfirskoðun

Felli fulltrúaráðsfundir reikninga félagsins fer fram yfirskoðun óháðs aðila sem er löggiltur endurskoðandi. Að þeirri yfirskoðun lokinni skal boðað til framhalds fulltrúaráðsfundar sem tekur nánari ákvörðun um reikninga.

19. gr. Reglur – reglugerðir

19.1 Setning

Stjórn setur reglur og reglugerðir er varða starfsemi félagsins, að undangenginni umsögn laganefndar og endurskoðar þær eftir því sem þurfa þykir.

19.2 Hlutverk

Hlutverk reglna og reglugerða er að kveða nánar á um skipulag einstakra þátta í starfsemi félagsins og þær verða ávallt að eiga sér stoð í lögum félagsins.

20. gr. Lagabreytingar og framboðsfrestur

20.1 Lagabreytingar

Lögum þessum verður ekki breytt nema á landsþingi og þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða til að breyting nái fram að ganga.

20.2 Framboðsfrestur

Tillögum til lagabreytinga og yfirlýsingu um framboð til embættis innan stjórnar eða nefnda sem greinir í gr. 9.5.8. skal beint til skrifstofu félagsins eigi síðar en sex vikum fyrir landsþing.

140 | Árbók 2022

21. gr.

Óviðráðanleg ytri atvik (Force Majeure)

21.1 Force Majeure

Reynist slíkt nauðsynlegt til þess að tryggja hagsmuni félagsins og/eða félagseininga og starfsemi þeirra er heimilt að víkja frá lögum þessum ef upp koma ófyrirséð óvænt atvik eða aðstæður sem hvorki félagið eða félagseiningar geta haft áhrif á eða stýrt, svo sem, en ekki einangrað við, náttúruhamfarir, styrjaldir, óeirðir, verkföll, farsóttir eða önnur sambærileg atvik.

21.2 Afgreiðsla

Tillaga um frávik á grundvelli 21.1 skal borin undir alla fulltrúa stjórnar og formenn félagseininga á fundi sem boðaður er með tveggja daga fyrirvara, eða skemur reynist slíkt nauðsynlegt.

Fundur telst lögmætur ef hann er sóttur af að minnsta kosti helmingi boðaðra fulltrúa.

Tillaga telst samþykkt ef 2/3 fundarfólks greiða henni atkvæði sitt.

22. gr.

Gildistaka

Lög þessi öðlast gildi þegar að loknu landsþingi. Lög þessi voru samþykkt á landsþingi félagsins í Reykjavík þann 4. september 2021.

Lög SL | 141

Siðareglur

Siðareglur Slysavarnafélagsins Landsbjargar

Slysavarnafélagið Landsbjörg eru landssamtök þar sem sjálfboðaliðar og starfsmenn félagsins vinna að björgun, slysavörnum og unglingastarfi. Í slíkum samtökum er mikilvægt að allir taki siðferðislega ábyrgð á störfum sínum með hagsmuni skjólstæðinga, félaga og félagsins að leiðarljósi. Til þess að þetta megi takast vill félagið skapa umhverfi þar sem samskipti og vinnubrögð einkennast af virðingu, samvinnu, forystu og fagmennsku.

Siðareglurnar gilda um alla félaga félagseininga og starfsmenn félagsins.

Markmið reglnanna er að stuðla að því að hegðun þeirra sem starfa innan félagsins uppfylli ýtrustu siðferðiskröfur hvers tíma. Þær eru leiðbeinandi um samband og samvinnu skjólstæðinga og félagsmanna og er ætlað að vernda orðspor félagsins, ímynd þess og trúverðugleika.

Vilji félagseining setja sínum félagsmönnum ítarlegri reglur er það heimilt svo lengi sem siðareglur félagsins liggi til grundvallar.

Verðum við þess áskynja að siðareglurnar hafi verið brotnar ber að vekja athygli á því með tölvupósti til siðanefndar. Skipan og starfsreglur siðanefndar má finna á heimasíðu félagsins.

142 | Árbók 2022

1. Góðir starfshættir

Við virðum landslög og reglugerðir settar samkvæmt þeim. Við virðum gildi, lög og reglugerðir félagsins, vörumerki þess og einkennisfatnað.

2. Hegðun

Við virðum þá sem starfa innan félagsins, skjólstæðinga þess og náttúruna í daglegu starfi, aðgerðum og æfingum. Við komum fram við hvert annað af virðingu og gætum trúnaðar gagnvart skjólstæðingum og hverju öðru.

3. Áreiti

Við komum í veg fyrir að innan félagsins viðgangist hvers konar óréttlæti, svo sem einelti, ofbeldi, kynferðisleg áreitni eða mismunun byggð á óviðkomandi þáttum svo sem kynferði, aldri, trú, þjóðerni, kynþætti, fötlun eða kynhneigð, hvort heldur sem er gagnvart hverju öðru eða skjólstæðingum félagsins.

4. Þekking

Við þekkjum skyldur okkar og takmörk. Við viðhöldum þekkingu okkar og hæfni á vettvangi starfsins.

5. Samskipti

Við förum að réttmætum fyrirmælum og tökum þátt í æfingum og starfi af fullum heilindum.

6. Framkoma

Við virðum eignir og verðmæti annarra, náttúruna, mannvirki og sögulegar minjar og forðumst að valda spjöllum á þeim.

7. Aðstæður

Við leggjum okkur fram um að koma félögum okkar ekki í aðstæður sem þeir ráða ekki við.

8.

Við gætum að því að félagar á útkallslista björgunarsveita séu fullra 18 ára og hafi hlotið viðhlítandi þjálfun.

Við gætum þess að okkar eigin hagsmunir eða hagsmunir aðila okkar nákomnum hafi ekki áhrif á ákvarðanir okkar á vettvangi félagsins.

Við gerum okkur ljóst að ef félagar gerast brotlegir við reglur þessar má vísa þeim úr starfi á vegum félagsins, tímabundið eða að fullu.

Siðareglur | 143
Útkallslisti 9. Hagsmunir 10. Viðurlög

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.