24 minute read
Aðgerðamál
Yfirlit yfir aðgerðir björgunarsveita 2020 – með hálendisvakt og þjónustuverkefnum.
Yfirlit yfir aðgerðir björgunarsveita 20052020. Meðaltal er reiknað af samtölu allra áranna.
Árið 2020 voru allar aðgerðir björgunarsveita félagsins samtals 1.391 sem er yfir meðaltali áranna 2005-2020. Þær tölur sem hér eru settar fram eiga eingöngu við um aðgerðir björgunarsveita sem voru boðaðar af Neyðarlínu og eru ótalin öll verkefni björgunarsveita sem eru ekki boðuð af Neyðarlínu. Árið 2020 er sérstakt fyrir það að afar fáir erlendir ferðamenn voru á landinu frá mars vegna heimsfaraldurs. Alls eru skráð 296 þjónustuverkefni á árinu á lægsta forgangi (F4) sem eru flest aðstoð við ferðamenn í ófærð eða óveðri.
Alls fóru björgunarsveitir Slysavarnafélagsins í 891 F1, F2 og F3 aðgerð á árinu. F1 útköll eru forgangsútköll þar sem líf liggur við. F2 útköll eru brýn útköll þar sem bregðast þarf fljótt við. Algengt er að t.d. leitir að fólki séu boðaðar út sem F2. Önnur verkefni björgunarsveita þar sem viðbragðshraði er ekki nauðsynlegur eru boðuð út á F3.
Yfirlit yfir aðgerðir björgunarsveita 2020 – án hálendisvaktar og þjónustuverkefna.
Sértæk verkefni á vegum hálendisvaktarverkefnisins eru ekki talin með í ofangreindum tölum enda sérstök grein gerð fyrir þeim verkefnum að undanskildum útköllum (F1-F3) sem björgunarsveitir á hálendisvakt sinntu. Þau eru talin með enda hefði þurft að boða björgunarsveitir út vegna þeirra ef hópar hefðu ekki þegar verið á hálendinu. Lægsti forgangur í boðunum björgunarsveita er F4 en slík verkefni eru oft kölluð þjónustuverkefni og er sérstök grein gerð fyrir þeim verkefnum síðar í þessari samantekt.
Hér eftirfarandi má sjá niðurbrot á F1-F3 útköllum auk F4 þjónustuverkefna og eru þá útköll og almenn aðstoð björgunarsveita vegna Hálendisvaktar.
Á meðfylgjandi grafi má sjá mánaðarlegan samanburð frá 2013 til 2020 og meðaltöl aðgerða annars vegar frá 2001-2012 og hins vegar 2013-2020.
maí
rólegasti mánuður ársins
jan
annasamasti mánuður ársins
Yfirlit þjónustuverkefna eftir svæðum björgunarsveita.
Þjónustuverkefni
Til viðbótar við útköll sinna björgunarsveitir ýmsum greiddum þjónustuverkefnum þar sem sérþekking, þjálfun og sérhæfður búnaður nýtist. Almennt séð eru þessi verkefni leyst af nauðsyn þar sem engum öðrum er til að dreifa til að leysa verkefnið. Löng hefð hefur verið fyrir því að björgunarsveitir þjónusti t.d. útgerðir, raforkufyrirtæki og sveitarfélög gegn greiðslu. Einnig aðstoða björgunarsveitir tryggingarfélög oft við verðmætabjörgun. Í dreifbýlinu aðstoða sumar björgunarsveitir kirkjugarða við að taka grafir. Samstarf
við Vegagerðina um framkvæmd tímabundinna lokana á vegum í forvarnaskyni sem var komið á árið 2014 hefur gengið mjög vel. Aukinn ferðamannastraumur að vetrarlagi á árunum eftir hrun hefði getað leitt til mikils álags hjá björgunarsveitum ef þetta verkefni hefði ekki komið til. Ljóst er að forvarnir með lokun vega þegar líkur eru að færð muni spillast hafa dregið verulega úr óþarfa útköllum björgunarsveita. Talsverð fækkun varð í þjónustuverkefnum fyrir Vegagerðina eftir fyrsta ásfjórðung, annars vegar vegna mikillar fækkunar ferðamanna og hins vegar vegna þess að veturinn var frekar snjóléttur, sérstaklega á sunnanverðu landinu.
Nafn Fjöldi Svæði Forg. Hefst
Skálpanes, sv. 3
347 Suðurland F2 7. jan. 20:08 Leit á Álftanesi 318 Höfuðborgarsvæðið F2 11. apr. 02:41 AST-höfuðborgarsvæðið - Óveður 255 Höfuðborgarsvæðið F2 13. feb. 14:01 Týnt barn við Hreðavatn 254 Vesturland F2 23. apr. 15:20 SST Snjóflóð Flateyri-Suðureyri 187 Vestfirðir F2 14. jan. 23:38 Flugatvik í Keflavík 173 Suðurnes F2 7. feb. 15:54 Svæði 13 aðstoð vegna skriðufalla 169 Austurland F1 18. des. 15:20 Óveður á svæði 3 169 Suðurland F3 4. apr. 19:21 Óveður/ófærð á Suðurnesjum 165 Suðurnes F3 12. jan. 19:02 Höfuðborgarsvæðið, leit að konu 162 Höfuðborgarsvæðið F2 18. jún. 19:34 Móskarðahnjúkar, einstaklingur villtur 157 Höfuðborgarsvæðið F2 28. nóv. 16:51 Óveður, sv. 16 VST 131 Suðurland F3 13. feb. 14:47 Leit í Reykjavík 121 Höfuðborgarsvæðið F2 3. mar. 20:55 Esjan, leit að konu 118 Höfuðborgarsvæðið F2 6. jan. 16:23 Leit að ungum manni á Sólheimasandi 115 Suðurland F2 17. feb. 19:05 Skeiðarársandur bílslys 114 Suðurland F1 17. jan. 13:58 Bláfjöll, Leit 105 Höfuðborgarsvæðið 29. nóv. 16:13 Fyrirhuguð leit í Hnappadal/Hrútaborg 99 Vesturland F3 21. jún. 12:32 Ófærð á Suðurnesjum 98 Suðurnes F3 27. feb. 14:34 Leit í Elliðaárdal 97 Höfuðborgarsvæðið F2 9. júl. 16:28 Slys í Gunnlaugsskarði 94 Höfuðborgarsvæðið F1 5. des. 12:34 Fastir bílar á milli Hellu og Víkur 90 Suðurland F3 27. feb. 17:57 Vífilsfell, kona í sjálfheldu 90 Höfuðborgarsvæðið F2 11. jan. 17:51 Rútuslys í Vatnsdal 90 Norðvesturland F1 10. jan. 16:53 Höfuðborgarsvæðið - foktjón 83 Höfuðborgarsvæðið F3 1. des. 19:38 Eftirgrennslan á höfuðborgarsvæðinu 83 Höfuðborgarsvæðið F2 31. maí 09:54 Leit að konu á Norðurlandi eystra 82 Norðurland-eystra F2 22. júl. 00:17 Óveður á svæði 3, vettvangsstjórn 81 Suðurland F2 14. feb. 04:59 Strandaður bátur við Papey 79 Austurland F1 4. okt. 21:00 Keflavíkurflugvöllur - vélartruflanir 75 Suðurnes F1 16. ágú. 08:36 Leit í Þjórsárdal 73 Suðurland F2 13. sep. 04:45 Óveður á Suðurnesjum 72 Suðurnes F3 14. feb. 00:54 Leit að 13 ára stúlku 71 Suðurland F2 20. des. 18:07 Leit í Seljahverfi 71 Höfuðborgarsvæðið F2 15. apr. 23:18 Leit að þroskaskertum unglingi 70 Höfuðborgarsvæðið F2 15. sep. 12:11 Rútuslys, Freysnes 70 Suðurland F1 29. ágú. 19:32 Vélsleðaslys, Veiðivötn 70 Suðurland F1 29. mar. 14:28 Vélsleðaslys við Gvendarhnjúk 68 Norðurland eystra F2 28. apr. 15:53 Leit að 8 ára dreng í Grafarvogi 65 Höfuðborgarsvæðið F2 11. júl. 18:57 Týndur laxveiðimaður við Laxá 65 Norðurland eystra F2 31. maí 23:56 Leit að 9 ára strák 64 Höfuðborgarsvæðið F2 29. maí 16:43 Suðurnes, óveður 63 Suðurnes F3 4. jan. 07:10
Nafn Fjöldi Svæði Forg. Hefst
Óvissustig, Norðurland vestra Seyðisfjörður, skriðuföll Óveðursaðstoð, sv.3 Fastir bílar á Öxnadalsheiði Bátur á leið upp í land
60 Norðurland vestra F3 13. feb. 10:51 59 Austurland F3 21. des. 08:57 59 Suðurland F2 13. jan. 18:26 56 Norðurland eystra F3 15. mar. 13:45 56 Suðurnes F1 17. feb. 00:43 AST - Eyjar fárviðri 55 Vestmannaeyjar F4 13. feb. 10:23 Handleggsbrot á Hjaltadalsheiði 54 Norðurland vestra F2 13. júl. 11:47 Bílslys Vesturlandsvegur 53 Vesturland F2 19. feb. 20:15 Leit að hreindýraleiðsögum. í Svínadal 52 Austurland F2 6. ágú. 21:48 Viðbúnaðarstig óveður Vesturland 52 Vesturland F3 13. feb. 14:24 Slasaður göngumaður Jarlhettur 49 Suðurland F3 14. nóv. 15:35 LSNE - óvissustig vegna óveðurs 49 Norðurland eystra F3 13. feb. 13:19 Seyðisfjörður, skriðuföll 29. des. 48 Austurland F3 29. des. 07:24 Maður í sjónum, Álftanes 47 Höfuðborgarsvæðið F1 6. ágú. 11:29 Eyjafjörður: Ófærð 47 Norðurland eystra F3 7. jan. 21:29 Ófærð á höfuðborgarsvæðinu 47 Höfuðborgarsvæðið 4. jan. 11:15 Skotveiðimaður fastur í Sandvatni 46 Suðurland F1 2. sep. 21:56 Ófærð á Suðurnesjum 45 Suðurnes F3 5. apr. 07:34 Tvær rútur út af á Hellisheiði 45 Suðurland F2 25. jan. 09:00 Fastir bílar á Hellisheiði 45 Suðurland F3 10. jan. 12:37 Sleðakona við Stóra-Dímon 44 Suðurland F2 8. mar. 19:56 Kirkjufellið 44 Vesturland F2 29. feb. 15:22 Reykjadalur – þrír þrekaðir einstaklingar 43 Suðurland F2 26. des. 16:16 Leit í Skálavík 43 Vestfirðir F2 18. jún. 22:38 Fossvogur - leit 42 Höfuðborgarsvæðið F2 29. nóv. 16:34 Maður í Sjálfheldu á Hólmatindi 41 Austurland F2 15. ágú. 16:02 Eftirgrennslan á fólki við Trölladyngju 41 Suðurnes F2 9. ágú. 19:28 Slóðaleit við Esjumela 41 Höfuðborgarsvæðið F2 27. júl. 01:58 Villt fólk á Uxahryggjum 41 Vesturland F2 24. jan. 18:17 Lokun, Hellisheiði og Þrengsli 40 Suðurland F4 4. apr. 18:04 Óveður á Suðurnesjum 40 Suðurnes F3 7. jan. 11:33 Óveður á norðanv. Vestfjörðum, sv.7 39 Vestfirðir F3 13. feb. 18:19 Seyðisfjörður, skriðuföll 23. des. 38 Austurland F3 23. des. 07:05 Slys á vatni/Kleifarvatn 38 Suðurnes F1 23. júl. 16:58 Fótbrot við Bjarnarfell við Geysi 38 Suðurland F2 8. mar. 15:34 Seyðisfjörður, skriðuföll. 22. des. 37 Austurland F3 22. des. 08:00 Skorradalsvatn, maður í vatninu 37 Vesturland F1 4. nóv. 14:49 Týndir hjólamenn á Drangajökli 37 Vestfirðir F2 9. apr. 00:28 Laugarvatn, bátur á hvolfi 36 Suðurland F2 4. nóv. 15:53 Grunur um að maður hafi fallið í Ölfusá 36 Suðurland F1 27. maí 00:48 Bílaaðstoð við Pétursey 36 Suðurland F3 4. apr. 13:12 Bátur á hvolfi á Langavatni 35 Norðurland vestra F1 12. jún. 15:37 Sjálfhelda í Kjós, ofan við bæinn Vindás 35 Höfuðborgarsvæðið F2 6. jún. 14:13
Nafn Fjöldi Svæði Forg. Hefst
Rok í Reykjavík Útkall í Krossá 34 Höfuðborgarsvæðið F2 27. des. 11:44 34 Suðurland F1 5. ágú. 18:47
Kona á reiðhjóli á Jökulhálsi
33 Vesturland F2 10. okt. 20:12 Óveður, sv. 3 33 Suðurland F3 7. jan. 14:30 Leit að manni við Sporðöldulón/litla 31 Suðurland F2 9. nóv. 20:36 Slasaður göngum. við Hróðmundartind 31 Suðurland F3 16. jún. 22:05 Leit í Garðsárdal/Gönguskörðum 30 Norðurland eystra F2 23. ágú. 00:35 Ilulissat 30 Höfuðborgarsvæðið F4 9. ágú. 18:51 Hrísey, eldsvoði í frystihúsinu 30 Norðurland eystra F1 28. maí 05:17 Slasaður einstakl. á Hvannadalshnjúk 30 Suðurland F2 19. maí 17:25 Fastir bílar á Öxnadalsheiði 30 Norðurland eystra F2 15. mar. 13:34 Ölfussá, leit að 11 ára dreng 29 Suðurland F2 29. sep. 17:20 Leit á sjó við Voga 29 Suðurnes F2 23. jún. 21:40 Úlfarsfell, slasaður maður 29 Höfuðborgarsvæðið F2 19. maí 22:02 Eyjafjörður: Óveður 29 Norðurland eystra F2 4. maí 17:06 Fastir bílar í uppsveitum Árnessýslu 29 Suðurland F3 12. mar. 19:50 Ófærðaraðstoð í Mýrdalshreppi 29 Suðurland F3 9. mar. 13:32 Rúta við það að velta við Hof 29 Suðurland F2 19. feb. 15:41 Leit að manni í sjálfsvígshættu 28 Suðurland F2 15. sep. 15:45 Kona í sjálfheldu í Bolungarvík 28 Vestfirðir F2 28. júl. 18:13 Hvassviðri á Akureyri 28 Norðurland eystra F3 4. maí 22:06 Vélarvana bátur við álverið í Straumsvík 28 Höfuðborgarsvæðið F1 3. maí 12:41 Fastir bílar - Ljósavatnsskarð 28 Norðurland eystra F3 15. mar. 14:28 F1 við Hólavatn 27 Suðurland F1 3. des. 18:23 Sjávarflóð í Grindavík 27 Suðurnes F3 14. feb. 18:28 Drangur vélarvana suður af Papey 26 Suðurland F2 29. sep. 22:31 Óveður Mýrdal, sv. 16 26 Suðurland F2 19. feb. 13:56 Snjóflóð við Geitaskarð 25 Norðurland vestra F1 14. mar. 11:31 Fastir bílar að Hala og í Öræfum 25 Suðurland F3 28. feb. 10:53 Ófærð á Mosfellsheiði og nágrenni 25 Höfuðborgarsvæðið F3 27. feb. 22:33 Vegahjálp á Snæfellsnesi 25 Vesturland F3 10. jan. 15:47 Böruburður í Landmannalaugum 24 Suðurland F1 14. júl. 21:02 Týndur maður í Núpsdal Dýrafirði 24 Vestfirðir F3 14. júl. 16:00 F1 - Fall af húsþaki 24 Suðurland F1 5. apr. 15:47 Óveður - Siglufjörður 24 Norðurland eystra F2 19. feb. 21:59 Brjóstverkur, utarlega í Holtsdal 23 Suðurland F1 21. nóv. 13:20 Leit í Steinsstaðahverfi 23 Norðurland vestra F2 29. ágú. 22:25 Villtur göngumaður við Húsfell 23 Höfuðborgarsvæðið F3 13. maí 18:14 Maður slasaður á fæti 23 Suðurland F2 8. feb. 16:48 Óveður, útafakstur og bílvelta á Fagradal 22 Austurland F2 3. nóv. 11:20 Göngumaður týndur við Helgafell 22 Höfuðborgarsvæðið F2 13. okt. 18:33 Eftirgrennslan á Þverártindsegg 22 Suðurland F2 27. apr. 01:20 Vélarvana zodiac 22 Höfuðborgarsvæðið F2 23. apr. 14:38
Nafn Fjöldi Svæði Forg. Hefst
Fisvél föst á Þingvallavatni
22 Suðurland F3 19. mar. 20:40 Reykjadalur - slösuð kona 22 Suðurland F2 21. feb. 15:35 SST Austan vonskuveður, óvissustig 22 Landið F3 13. feb. 11:58 Kona í sjónum í Grindavík 22 Suðurnes F1 4. feb. 19:48 245 - Óveðursaðstoð Sandgerði 21 Suðurnes F2 27. des. 08:58 Maður í sjálfheldu í Kistufelli, Skálarfjalli 21 Suðurland F2 28. nóv. 14:02 Vélarvana bát rekur að landi 21 Norðurland eystra F1 22. ágú. 19:21 Eftirgrennslan á Rauðasandsvegi 21 Vestfirðir F3 22. júl. 20:09 Slasaður einstaklingur á Emstrum 21 Suðurland F2 11. júl. 10:05 Slasaður einstaklingur við Rauðavatn 21 Höfuðborgarsvæðið F2 1. apr. 12:36 Sækja 5 einstaklinga við Slunkaríki 21 Suðurland F2 11. mar. 02:52 Bílslys n. Öxnadalsheiðar, við Gloppu 21 Norðurland eystra F2 28. feb. 14:50 Óveður á svæði 15, vettvangsstj. Höfn 21 Suðurland F3 14. feb. 06:41 Slasaður einstaklingur við Skriðufell 20 Suðurland F1 1. maí 14:14
Við boðun eru aðgerðir flokkaðar eftir forgangi og eru óveðurs- og ófærðarverkefni oftast flokkuð í lægsta forgang F3. Alvarleg slys eru flokkuð í efsta forgang F1. Minni slys og önnur verkefni þar sem bregðast þarf hratt við liggja mitt á milli í F2 forgangi. Alls voru 97 slys á F1 forgangi á árinu 2020 sem er fækkun um 25 aðgerðir frá 122 F1 aðgerðum á árinu 2019.
Á árinu 2022 var skráð 51 leitaraðgerð samanborið við 55 á árinu 2019.
Yfirlit aðgerða brotið niður eftir alvarleika.
Grafið sýnir heildarfjölda aðgerða á sjó eftir svæðum Slysavarnafélagsins Landsbjargar
Aðgerðir á sjó
Á árinu 2020 voru skráðar 89 aðgerðir á sjó. Skiptingu aðgerða eftir alvarleika má sjá á grafinu hér fyrir neðan. F4 verkefni eru ekki kölluð út af Neyðarlínu heldur er um að ræða þjónustuverkefni af ýmsu tagi.
Algengustu verkefnin á sjó eru að koma vélarvana bátum til aðstoðar. Einnig er nokkuð um að bátar strandi og slys á sjómönnum. Einnig kemur fyrir að bátar detti úr tilkynningarskyldunni og eru slík atvik ávallt tekin alvarlega. Neyðarsólir á lofti eru einnig teknar alvarlega og er ávallt leitað þar til búið er að útiloka að um sjófarendur í nauð sé að ræða.
Sérstaklega er haldið utan um tölfræði björgunarskipa félagsins.
Björgunarskip Slysavarnafélagsins voru 13 talsins á árinu 2020 og eru staðsett þar sem slysahætta er talin mest vegna sjósóknar. Sérstakir sjóðir sjá um rekstur skipanna, samvinnuverkefni félagseininga á stöðunum, en Björgunarbátasjóður greiðir laun vélstjóra og meiriháttar viðgerðir. Flestir þessara báta voru fengnir frá systurfélögum okkar í Evrópu en þar fer fram mikil þróun í gerð og búnaði slíkra báta. Þessir bátar eru frá 15 og upp í 25 metra langir og allt að 85 tonn. Ganghraði bátanna er frá 12 og upp í 30 sjómílur og í áhöfn eru frá fjórum upp í átta menn.
Staðsetning útkalla björgunarskipa SL árið 2020.
Harðbotna slöngubátar eru 25 talsins með góða dreifingu umhverfis landið. Þeir eru á stærðarbilinu frá 5,5 og upp í níu metra langir, ýmist með utanborðsvélum eða föstum dieselvélum. Nokkrir þeirra eru með litlu stýrishúsi en flestir eru alveg opnir en með stjórnpúlti og hnakk fyrir áhöfnina sem er yfirleitt 3-4 menn. Ganghraði þessara báta er yfirleitt nálægt 30 sjómílum.
Sjá má að aðgerðum björgunarskipa er misdreift yfir landið en til samans mynda þau þéttriðið öryggisnet kringum landið.
Strand við Papey
Austan við Papey, sem er um fimm sml út frá mynni Hamarsfjarðar, mara í hálfu kafi Flyðrusker. Laugardagskvöldið 4. október steytti línubáturinn Auður Vésteins á skerinu með fjórum í áhöfn. Neyðarkall frá Auði barst Vaktstöð siglinga rétt fyrir 21:00 sem kallaði út bjargir af Austfjörðum og óskaði einnig eftir aðstoð frá nærstöddum skipum og bátum.
Aðstæður voru til þess að gera góðar en mikill leki var að skipinu og því boðað út á hæsta forgangi. Allar sjóbjörgunarsveitir frá Seyðisfirði að Höfn, björgunarskipin Hafbjörg á Norðfirði, Ingibjörg á Höfn og Hafdís á Fáskrúðsfirði, voru ræst út. Ljóst var að talsverðan tíma myndi taka fyrir aðrar bjargir en þær sem voru á Djúpavogi að komast á vettvang en ákveðið var að halda fullu viðbragði í ljósi þeirrar óvissu sem var í útkallinu.
Björgunarsveitin Bára á Djúpavogi fékk strax að fljóta með Sigríði, öflugu skipi frá fiskeldisfyrirtæki sem fór til bjargar. Um borð fóru tveir björgunarsveitarmenn og tveir frá fyrirtækinu. Bára mannaði einnig léttabát fiskeldis með þremur sinna félaga og fóru út í kjölfari Sigríðar. Trillan Gestur fer svo fljótlega með þrjá björgunarsveitarmenn um borð frá Djúpavogi. Á svipuðum tíma leggja úr höfn Hafdís frá Fáskrúðsfirði, Ingibjörg fer af stað frá Höfn og Hafbjörg frá Norðfirði. Aðrar björgunarsveitir útbjuggu slöngubáta til flutnings landleiðina auk mannafla.
Sem betur fer var fengsælt á miðum þetta kvöld og því nokkuð af skipum á sjó. Skipverjar úr Auði komust fljótt ómeiddir í annan nálægan bát, Véstein sem brást við neyðarkalli á rás 16 um tuttugu mínútum eftir upphaf útkalls og var lífbjörgun þar með lokið. Vésteinn tók Auði í tog og náði henni af skerinu en þá kom í ljós að talsverður leki var að skipinu. Áherslur aðgerðarinnar breyttust því í að annars vegar að halda skipinu á floti og hins vegar að koma í veg fyrir mengunarslys í ljósi þess að tankar skipsins voru stútfullir. Þær bjargir sem voru á leið á vettvang sneru því við og sóttu dælur og unnið var að því að finna til mengunarvarnabúnað. Sigríður tók við drættinum og var brugðið á það snilldarráð að draga bátinn afturábak til hafnar í Djúpavogi enda stefnið mölbrotið. Þyrla LHG, TF Eir, hafði verið á æfingarflugi á Norðurlandi og var á leiðinni á vettvang þegar ljóst var að mannbjörg var orðin. Þyrlan fór því á Hornafjörð þar sem fyllt var á alla tanka og dælur sóttar.
Óvanalegt er að björgunarsveitir sitji nær einar uppi með aðgerð með jafn mikið undir. Stuðningur LHG var ómetanlegur og samstarfið afar gott við áhöfn TF EIR, en umhugsunarefni er að öll byrði aðgerðar skuli hvíla á sjálfboðaliðanum. Til dæmis voru mengunarvarnir á herðum björgunarsveita og má vel skoða hvort ekki megi vinna betra skipulag og tryggja að réttur búnaður sé til reiðu þegar á þarf að halda í samvinnu við yfirvöld.
var skráður í aðgerðir 2019 voru skráðir í aðgerðir 2018
Vettvangsliðar björgunarsveita
Gerðir hafa verið samningar við nokkrar björgunarsveitir á Íslandi varðandi fyrsta viðbragð í slysum, bráðaveikindum og brunum. Má til dæmis nefna samning Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins við björgunarsveitina Kjöl á Kjalarnesi þar sem meðlimir björgunarsveitarinnar sinna fyrsta viðbragði á Kjalarnesi og Kjósarhreppi. Á árinu 2020 sinnti Kjölur alls 40 aðgerðum, bæði slysum og bráðaveikindum, sem er fækkun frá 44 aðgerðum árið 2019. Sambærilegur samningur er milli björgunarsveitarinnar Eyvindar á Flúðum og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands þar sem meðlimir Eyvindar sinntu alls 18 aðgerðum, bæði slysum og bráðaveikindum, á árinu 2019 miðað við 14 á árinu 2019.
Náttúruhamfarirnar
Kári tók sér ekki frí á covid-árinu og eins og svo oft áður „haustaði snemma þetta vorið“.
Í byrjun árs féllu stór snjóflóð á Vestfjörðum, annars vegar á Flateyri og hins vegar í Súgandafirði. Rétt fyrir miðnætti 15. janúar féll á Flateyri snjóflóð úr Skollahvilft sem flæddi yfir höfnina og olli miklum skemmdum á bátum. Í kjölfarið féll annað flóð úr Innra-Bæjargili og fór það flóð yfir varnargarðinn fyrir ofan bæinn og lenti á Ólafstúni 14 þar sem unglingsstúlka grófst í flóðið. Björgunarsveitin Sæbjörg á Flateyri var orðin virk vegna fyrra flóðsins og var því komin á vettvang innan örfárra mínútna frá því að stúlkan grófst í flóðinu. Rúmlega 30 mínútur tók að bjarga stúlkunni úr rústum hússins.
26. janúar boðuðu Almannavarnir áhöfn Samhæfingarstöðvar almannavarna út vegna jarðskjálftahrinu sem hófst 21. janúar. Ekki er óalgengt að jörð skjálfi á Reykjanesi en ástæða þótti til að virkja almannavarnakerfið vegna þessarar hrinu þar sem landris fór að mælast samhliða skjálftavirkninni. Virtist miðja skjálftavirkninnar vera á Reykjanesskaganum undir fjallinu Þorbirni. Landrisið var óvenju hratt eða um 3-4 mm á dag og í heildina var það orðið um 2 sm þar sem það var mest og kom fram bæði á síritandi GPS mælum og í bylgjuvíxlmælingum úr gervitunglum. Landrisið þótti vera vísbending um kvikusöfnun á nokkurra km dýpi. Nákvæmar mælingar á jarðskorpuhreyfingum á Reykjanesskaganum ná yfir tæplega þrjá áratugi. Á því tímabili hefur sambærilegur landrishraði ekki mælst. Atburðarásin var því óvenjuleg fyrir svæðið ef miðað er við reynslu undanfarinna áratuga.
Skjálftar 21.-26. janúar 2020 (Skjálftalísa VÍ).
Skjálftar 20. mars 2020 - 19. mars 2021 (Skjálftalísa VÍ).
Aðgerðastjórnendur Slysavarnafélagsins Landsbjargar tóku virkan þátt í þeirri viðbragðsáætlunargerð sem farið var í vegna hugsanlegra eldsumbrota. Rýmingaráætlun fyrir Grindavík var samin á mettíma með lýðöflun (e. crowd sourcing) þar sem um 50 aðgerðastjórnendur um allt land lögðu hönd á plóg við skrif rýmingaráætlunarinnar. Á örfáum dögum tókst að útbúa ítarlega rýmingaráætlun sem síðar var útvíkkuð á nágrannabæina. Jörð skalf reglulega á Reykjanesskaganum fram eftir árinu íbúum til talsverðs ama en rúmt ár leið þar til að verulega dró til tíðinda með eldgosi en nánar um það í næstu árbók.
Árinu 2020 lauk síðan með skriðuföllum á Seyðisfirði sem eru með meiri náttúruhamförum seinni tíma í þéttbýli.
Skriðuföll á Seyðisfirði
Aðgerðin á Seyðisfirði byrjaði um miðjan dag þann 15. desember eftir gríðarlegt úrhelli sem hófst 10. desember. Snemma morguns höfðu fallið fjórar litlar skriður inn í bæinn sem olli heimamönnum áhyggjum. Seyðfirðingar eru ekki ókunnir ofanflóðum enda hafa fallið fjölmörg flóð bæði norðan megin við fjörðinn úr Bjólfinum og sunnan megin úr Strandatindi og svokölluðum Botnum. Hættumat ofanflóða fyrir Seyðisfjörð var gert af Veðurstofu Íslands 2002. Nýtt hættumat var gert 2019 í kjölfar nýrra rannsókna sem gerðar voru 2003-2017 og sýndu að stórar, forsögulegar skriður hafa fallið yfir svæðið þar sem suðurhluti Seyðisfjarðarbæjar stendur nú.
Þriðjudagur 15. desember
Í fyrstu féllu litlar spýjur á Botnahlíð sem er efsta gatan sunnarlega í bænum. Alls höfðu fallið fjórar spýjur inn í bæinn á um 12 klst. tímabili þegar lögregla tilkynnti Almannavörnum um ástandið. Nokkur hús voru rýmd fljótlega að frumkvæði vettvangsstjóra lögreglu en í kjölfarið var lýst yfir óvissustigi kl. 15:40. Fyrstu boð á björgunarsveitina Ísólf voru send með sms 16:17 en talsvert fyrr höfðu einstaklingar í sveitinni verið virkjaðir án formlegrar boðunar. Formleg boðun Ísólfs kom í kjölfar þess að óvissuástandi var lýst yfir og ákvörðunar Veðurstofunnar um rýmingu. Þá var farið í að rýma fyrir neðan Nautaklauf í Baugsvegi og í Austurvegi og Bröttuhlíð. Eftir rýmingu var talsvert um að litlar spýjur væru að falla úr hlíðinni enda gerði lítið annað en að bæta í rigninguna.
Fjöldahjálparstöð var virkjuð í félagsheimilinu Herðubreið. Þangað streymdu íbúar til að fá upplýsingar og ekki síður athvarf því ekki var hægt að snúa aftur heim.
Þessi atburðarrás var ekkert miðað við það sem átti eftir að koma.
Miðvikudagur 16. desember
Áfram hélt að rigna. Helstu verkefni björgunarsveita á miðvikudeginum voru þau að sinna lokunum og aðstoða íbúana við að komast í hús sín þar sem aðgangur var heimill með takmörkunum. Símstöðin á Seyðisfirði var orðin umflotin af vatni og áfram héldu litlar spýjur að koma niður hlíðarnar. Kanna þurfti hvort kjallarar væru að fyllast af vatni og þurfti að dæla úr nokkrum húsum. Ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands fylgdist mjög vel með og var sérstaklega verið að vakta breytingar á hlíðinni. Sérstaklega var verið að fylgjast með því hvort að sprungur væru sjáanlegar á yfirborði.
Fimmtudagur 17. desember
Búðaráin rennur í þröngu gili og merki um að skriðu sé að vænta eru að áin stíflast. Það hafði gerst reglulega dagana á undan og er þekkt einkenni þess að vænta megi spýju niður gilið. Stórar sprungur sáust í hlíðinni fyrir ofan í vettvangsskoðun að morgni fimmtudagsins og vegna þessa var ákveðið að rýma undir því svæði. Sú rýming gekk vel enda fá íbúðarhús en þó nokkur atvinnustarfsemi.
Að morgni fimmtudagsins var ákveðið að stækka rýmingarsvæðið og lýsa yfir hættustigi. Fram eftir degi jókst ofankoman talsvert.
Föstudagur 18. desember - skriðan fellur
Að morgni föstudagsins var búið að virkja almannavarnakerfið að fullu. Fram eftir degi var fylgst með ástandinu sem var nokkuð kvikt og um kl. 16:00 fellur stóra skriðan. Um leið og heyrðist í fjarskiptum að skriða hefði fallið og möguleiki á að um 10 manns hefðu lent í skriðunni lýsti SST yfir neyðarstigi og boðaði bakvakt LS út allar björgunarsveitir frá Hornafirði að Tröllaskaga. Gott viðbragð var hjá sveitum og voru um 200 manns á leið á vettvang þegar mest var. Þegar ljóst var að enginn mannskaði hafði orðið og að þær sveitir sem voru komnar á vettvang myndu ráða við verkefnið án utanaðkomandi stuðnings voru allar bjargir utan svæðis afturkallaðar utan þess að aðgerðastjórnendur frá Hornafirði voru beðnir að halda áfram til stuðnings í aðgerða- og vettvangsstjórn.
Alls lentu 14 hús í skriðunni, þar af nokkrar skemmur. Þrjú íbúðarhús voru uppistandandi að hluta en höfðu færst af grunninum. Öll önnur hús brotnuðu í mél og lágu að mestu í flæðarmálinu í einum graut. Skriðan telst vera stærsta aurskriða sem fallið hefur í þéttbýli á Íslandi.
Yfir jólin stóðu heimamenn með fulltingi björgunarsveita af Austurlandi í ströngu því tryggja þurfti þau hús sem ennþá stóðu til að hægt væri að hefja verðmætabjörgun með öruggum hætti. Aðstoða þurfti íbúa sem fengu leyfi til að sækja eigur sínar inn á hættusvæðin. Þegar búið var að tryggja vettvang og Veðurstofa Íslands búin að aflétta rýmingum að hluta var talið óhætt að kalla til aukinn mannafla utan svæðis 13 til að aðstoða við verðmætabjörgun. Mikið var búið að mæða á heimamönnum og því kærkomið að fá fleiri hendur á dekk. Alls komu um 50 manns frá öðrum svæðum til aðstoðar þeim 130 félögum úr björgunarsveitum á Austurlandi sem voru búnir að taka þátt í aðgerðum frá 15. desember til 5. janúar.
Hvað olli þessum hamförum?
Þegar fyrsta skriðan féll á Seyðisfirði miðvikudaginn 15. desember var í gildi gul viðvörun og sérstaklega varað við auknum líkum á skriðuföllum og grjóthruni á Austfjörðum. Metúrkoma var á tímabilinu, uppsöfnuð úrkoma 569 mm á dögunum 14. til 18. desember. Aldrei hefur mælst meiri úrkoma á jafn stuttum tíma á Íslandi, eins og þessa fimm daga á Seyðisfirði. Til samanburðar er meðalúrkoma í Reykjavík um 860 mm. Á mannamáli þýðir þetta að á hvern fermetra er sturtað rúmu hálfu tonni af vatni. Grunnvatnsstaða hækkaði mjög í hlíðunum fyrir ofan bæinn sem á endanum gerði jarðveginn gegnsósa af vatni og þar af leiðandi mjög óstöðugan. Veðurstofan hefur viðurkennt að hafa vanmetið aðstæður og að um atburð sé að ræða sem gerist aðeins á hundraða eða þúsunda ára fresti. Til marks um þetta var skriðusárið um 20 metra djúpt og náði langt niður fyrir setlög sem hafa ekki hreyfst í árþúsundir!
Framlag sjálfboðaliðans árið 2020
Alls voru 2.667 björgunarmenn skráðir í aðgerðir á árinu 2020 miðað við 2.531 á árinu 2019. Alls mættu sjálfboðaliðarnir 14.324 sinnum á árinu miðað við 12.685 sinnum á árinu 2019. Hér fyrir ofan má sjá þróun á meðaltali aðgerða á hvern virkan björgunarmann frá árinu 2014 til 2020. Hér er aðeins verið að skoða fjölda aðgerða að meðaltali á hvern sjálfboðaliða og er sú skoðun varfærin því í hverri aðgerð getur hver og einn mætt oftar en einu sinni. Til að mynda er sá einstaklingur sem mætir tvo daga í röð eða oftar í leitaraðgerð sem getur staðið yfir í nokkra daga aðeins talinn einu sinni.
Grafið sýnir hversu oft félagar björgunarsveita mæta í aðgerðir að meðaltali. Þetta graf er ágætis mælikvarði á það hvernig álag dreifist milli björgunarfólks á landinu, en endurspeglar ekki eðli verkefna, erfiðleikastig eða framlag sjálfboðaliðans í klukkustundum talið.
Aðgerðamál í skugga heimsfaraldurs
Covid-19 reyndi talsvert mikið á björgunarsveitir. Erfitt var að halda úti hefðbundnu félagsstarfi vegna sóttvarnareglna. Margar sveitir skiptu mannskapnum sínum í sóttvarnahólf til að tryggja að sem minnstur samgangur væri á milli. Ráðlegt þótti að fyrirbyggja hópsýkingar í björgunarsveitum sem gætu lamað viðbragðsgetu einingar. Sumar einingar voru mjög duglegar að halda félagsfundi með liðsinni fjarfundakerfa, en aðrar einingar notuðu tækifærið til að hlaða rafhlöðurnar og lögðu félagsstarfið tímabundið í dvala.
Flestum samæfingum björgunarsveita var frestað til betri tíma. Viðbragðsaðilar og þ.m.t hjálparlið almannavarna var með rúmar heimildir til undanþágu á sóttvarnareglum, en forsvarsfólk Slysavarnafélagsins Landsbjargar ákvað að ganga á undan með góðu fordæmi og beindi því til félagsfólks að fara eftir sóttvarnareglum í sínu starfi eftir megni. Erfitt var þó að virða fjarlægðarmörk í bílum á leið í útkall og oft þurfti mikla nálægð til að sinna skjólstæðingunum á þeirra versta degi. Engin tilvik voru um að björgunarfólk hafi verið útsett fyrir Covid-19 smiti í verkefnum björgunarsveita. Björgunarsveitir voru hvattar til að aðskilja farþegarými frá framsætum til að minnka líkur á smiti ef flytja þyrfti skjólstæðinga með björgunarsveitarbifreið. Sérstaklega var hugað að því að koma sóttvarnabúnaði til björgunarsveita á stöðum þar sem langt er í næsta sjúkrabíl og líkur á að ófærð hamlaði samgöngum. Við þær aðstæður lenda sjúkraflutningar oftast á björgunarsveitum.
Árleg ráðstefna aðgerðastjórnenda kennd við Hóla rétt slapp fyrir horn í mars 2020. Eftir því sem fregnir af heimsfaraldrinum frá löndunum í kringum okkur urðu meira áberandi voru skipuleggjendur tvístígandi hvort aflýsa ætti ráðstefnunni. Ekki voru komin nein tilmæli um fjöldatakmarkanir á þeim tíma frá sóttvarnalækni þannig að óhætt þótti að halda ráðstefnuna. Meðal frummælenda á ráðstefnunni voru margir yfirmenn innan almannavarna og lögreglunnar sem sagan segir hafi allir sem einn snúið við á Holtavörðuheiðinni föstudaginn 28. febrúar þegar fyrsta covid-smitið greindist.