5 minute read
Björgunarskólinn
Björgunar skólinn 2020
268
námskeið 2020
736
manns sóttu fjarnám 2020
3.516
nemendur sóttu námskeið árið 2020
Árið 2020 var sérstakt ár hjá Björgunarskólanum þar sem hugsa þurfti í lausnum hvað varðar kennslu og útfærslu námskeiða en allt gekk þetta að mestu leyti upp þrátt fyrir heimsfaraldur og eitthvað lærðum við nú vonandi af þessu öllu. Þar má sérstaklega nefna hvernig við nýttum okkur tæknina hvað varðar fjarkennslu og fjarfundi en skólinn mun halda áfram að notfæra sér þá tækni og vonandi í auknum mæli í blöndun við fjarnám og staðkennslu. Björgunarskólinn er fyrir alla félagsmenn og með þessari tækni veitum við fleiri félagsmönnum betra aðgengi að skólanum og námskeiðum hans.
Starfsmenn Björgunarskólans á árinu 2020
Tveir fastir starfsmenn voru hjá skólanum árið 2020. Ásamt starfsmanni í þjónustuveri Skógarhlíðar sem aðstoðar skólann og tekur þungann af úthringingum og áminningum vegna námskeiða á dagskrá. Starfsmenn skólans á árinu 2020: Arna Björg Arnarsdóttir, skólastjóri Sævar Logi Ólafsson, sviðsstjóri Guðbjörg Ólafía Gísladóttir, þjónustuver
Skólaráð
Skólaráð skipa sjö einstaklingar ásamt skólastjóra Björgunarskólans sem er starfsmaður nefndarinnar. Hallgrímur Óli Guðmundsson, formaður nefndar Auður Yngvadóttir Einar Ólason Erla Rún Guðmundsdóttir Heiða Jónsdóttir Inga Birna Pálsdóttir Margrét L. Laxdal
Yfirleiðbeinendur
Svið skólans voru fimmtán og voru þrettán þeirra skipuð fjórtán yfirleiðbeinendum. Árið 2020 voru ekki yfirleiðbeinendur í bílamálum og slysavarnamálum. Breytingar voru gerðar á sviðum skólans í samvinnu við skólaráð og yfirleiðbeinendur seinni hluta ársins 2020 og munu sviðin verða fjórtán árið 2021 þar sem ný svið koma inn, einhver detta út og önnur verða áfram. Einnig mun heiti yfirleiðbeinanda breytast yfir í sviðsstjóra árið 2021. Yfirleiðbeinendur Björgunarskólans árið 2020:
Aðgerðarmál Dagbjartur Kr. Brynjarsson Ferðamennska og rötun Sara Ómarsdóttir Fjallabjörgun Gunnar Agnar Vilhjálmsson Fjallamennska Freyr Ingi Björnsson Ágúst Þór Gunnlaugsson
Fjarskipti Fyrsta hjálp Köfun Daníel Eyþór Gunnlaugsson Ármann Höskuldsson Guðjón S. Guðjónsson
Leitartækni Rústabjörgun Sjóbjörgun
Einar Eysteinsson Magnús Örn Hákonarson Ólafur Geir Sigurjónsson Örn Smárason Snjóflóð Anton Berg Carrasco Straumvatnsbjörgun Halldór Vagn Hreinsson Vélsleðar Gísli Páll Hannesson
Námskeiðssókn
Starfsemi Björgunarskólans gekk ágætlega á árinu 2020 miða við ástandið í samfélaginu út af heimsfaraldri en áfram var lögð áhersla á að einingar félagsins óskuðu sjálfar eftir námskeiðum til sín. En skólinn kallar eftir námskeiðum sem einingar vilja sjá hjá sér eða á sínu svæði sem fara inn á dagskrá skólans ásamt sérhæfðum námkseiðum eins og fagnámskeiðum, endurmenntunarnámskeiðum og leiðbeinendanámskeiðum.
Töluvert færri námskeið voru haldin á árinu 2020 en vegna covid19 þurfti að fella niður 94 námskeið á árinu. Í heild voru námskeiðin 268 og 3.516 nemendur sem sótt þau. Af þeim 268 námskeiðum sem skólinn hélt árið 2020 var fjórðungur námskeiða sem haldinn var innan eininga. Tæp 10% námskeiða voru haldin sérstaklega fyrir fyrirtæki og stofnanir utan félagsins og um 10% nemenda sem sóttu þau námskeið. Af þeim nemendum sem sóttu námskeiðin sóttu 736 nemendur 34 fjarkennslunámskeið en það er rúmlega þriðjungur félagsmanna og er þetta töluverð fjölgun frá því árið á undan. Þeir 736 nemendur sem sóttu námkeið í fjarkennslu eru eingöngu þeir nemendur sem tóku námkeið á vegum skólans, inni í þessari tölu eru ekki þeir nemendur sem tóku fjarkennslunámskeið á vegum sinnar einingar á innansveitanámskeiðum. En við vitum að talsvert var um að námskeið innan eininga voru haldin í fjarkennslu að hluta eða öllu leyti.
Það gekk vel að halda fjarkennslunámskeiðin enda auðveldari leið fyrir einingar á landsbyggðinni að nálgast námskeið á vegum skólans þegar boðið er upp á þess háttar kennslu og nemendahópurinn kemur þá oftar en ekki af fleiri svæðum. Fjöldinn af þeim námskeiðum sem skólinn bauð upp á var fjölbreyttari en árið á undan en mikil ánægja hefur verið með þess háttar kennslu. Skólinn mun halda áfram að bjóða upp á fjarkennslunámskeið og einingar geta áfram óskað eftir námskeiðum í fjarkennslu en kvöldnámskeið sem eru 3-4 tímar að lengd eru einkar heppileg í þess konar kennslu.
Námskeið í fjarkennslu sem skólinn hélt árið 2020:
Aðgerðagrunnur Ferðamennska Fjarskipti 1 Forgangsakstur Fundir til árangurs 1 Hálendisvaktin Hópslys Óveður og björgun verðmæta Rústabjörgun 1 - grunnnámskeið Sálræn hjálp Slysavarnadeildir í verkefnum Slöngubátur 1 Tetrafjarskipti
Uppfærsla á námskeiðum hófst hjá skólanum árið 2020 og komst sú vinna vel af stað eftir að félagið réði til sín fagmenntaðan kvikmyndatökumann. Sá einstaklingur hefur verið stoð og stytta innan skólans ásamt fleirum sem gerði okkur kleift að koma þremur nýjum útgáfu af námskeiðum inn á fjarnámsvef skólans seinnipart ársins. En 184 nemendur luku þessum þremur námskeiðum í nýrri útgáfu.
Þetta eru námskeiðin:
Aðgerðagrunnur Björgunarmaður í aðgerðum Öryggi við sjó og vötn
Endurskoðun á námsefni skólans í heild og uppfærsla og endurnýjun á upptökum er komin af stað og mun skólinn halda þeirri vinnu og vegferð áfram næstu árin. En mikilvægt er að félagsmenn hafi greiðan aðgang og að allt námsefni sem kemur frá skólanum sé boðlegt félagsfólkinu okkar og öðrum og standist nútíma kröfur. Það er gaman að sjá að af fimm mest sóttu námskeiðum hjá skólanum 2020 eru þrjú námskeið sem félagsmenn eru að taka í gegnum fjarnám og fjarkennslu. En á næstu árum mun uppfærsla á fleiri námskeiðum koma inn á fjarnámsvef skólans og efni til kennslu
uppfært en öll þessi vinna helst í hendur.
Skráningarkerfi - ný heimasíða
Í þó nokkurn tíma hefur vinna við uppfærslu á nýjum skráningarvef fyrir skólann verið í gangi og seinnipart árs 2020 fór nýi vefurinn okkar í loftið og eru útlitsbreytingar og notkun á vefnum töluverðar. Nýi vefurinn er einkar notendavænn og ætti að auðvelda félagsmönnum aðgengi að skólanum. Skráningarkerfið heldur utan um þau námskeið sem notendur hafa lokið og eru skráðir á auk þess sem notendur skrá sig á námskeið í gegnum það kerfi.
Fræðslukvöld Björgunarskólans
Í byrjun árs 2020 var farið af stað með hugmynd að koma á fræðslukvöldum hjá skólanum og eftir að fyrsta covid19 bylgjan skall á var nokkuð ljóst að þetta væri góð leið til að koma út fræðslu til félagsmanna í streymi. Fyrsta kvöldið var um fjallaferðir og var opið öllum, þá líka ætlað ferðaþjónustu og almenningi í beinu streymi. Efnið var tvískipt og var sjónum annars vegar beint að almennum fjallgöngum og hins vegar að fjallaskíðun. Áhorfendum gafst kostur á að spyrja spurninga um efnið sem reyndist vel og kom skemmtilega út. Næsta fræðslukvöld skólans var svo í nóvember en þar var fjallað um óveður. Þar fór yfirleiðbeinandi skólans í rústabjörgun almennt yfir óveðursverkefni ásamt því sem nokkrir félagsmenn víða um land fóru yfir reynslu sína af óveðrunum veturinn 2019-2020 og deildu með áhorfendum hvaða lærdóm má draga af þeim aðgerðum, hvað tókst vel og hvað mætti betur fara. Fræðslukvöld skólans eru komin til að vera og verður gaman að sjá hvernig þau munu þróast áfram.