Björgun - Tímarit - 2. tbl. 2017

Page 1

2. tbl. 17. รกrg. 2017


dress code iceland

s n a p c h a t /c i n t a m a n i . i s

+

f a c e b o o k /c i n t a m a n i . i c e l a n d

+

i n s t a g r a m /c i n t a m a n i _ i c e l a n d

b a n ka s t rĂŚt i + k r i n g l a n + s m ĂĄ ra l i n d + a u s t u r h ra u n + a k u rey r i + w w w.c i nt a m a n i . i s


FE NIX

®

CHRONOS EITT LÍF. LIFÐU ÞVÍ TIL FULLS.

G L Æ S IL E G T G P S ÚR S E M S AME I N AR H E I L S U - O G S N J ALLÚ R F YR I R K R ÖF UHA R Ð A Í ÞR Ó T T AME N N O G Ú T I VI S T AR F Ó L K .

SIMO NE MORO Fjallagarpur, þyrluflugmaður, Kaupsýslumaður

Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | s. 577 6000 | www.garmin.is

3


Efni

2.tbl. 17.árg.desember 2017

Öll viljum við standa undir væntingum 6 Hvað er þetta Safetravel? 10 Hvað vorum við að gera? Hvar? Hvers vegna? 16 Að kynnast og kætast 18 Slysavarnir 2017 - Ráðstefna um slysavarnir og öryggi ferðamanna 20 Æfing ÍA í Bretlandi í október 2017 26 Forgangsakstur 40 Vertu snjall undir stýri 46 Samstarf við unglingadeildir í Þýskalandi 50 Notkun flagga á snjóflóðavettvangi 56 Heimsókn á námskeið hjá Norske Redningshunder í Bodø 58 Viðbragð við hópslysum 64 Framfarir í aðgerðagrunni 66 Öryggi augna í útivist 68 Lopapeysan „Landsbjörg“ 74 Aukinn sýnileiki 80

6

10

50 58

26

40

68

46 2. tbl. 17. árg. 2017

U

M

HV

E R F I S ME

R

KI

Útgefandi: Slysavarnafélagið Landsbjörg, Skógarhlíð 14, 105 Reykjavík. Áskrift og almennur sími: 570-5900. Netfang: bjorgun@landsbjorg.is. Auglýsingar: herdis@landsbjorg.is. Ritstjóri: Davíð Már Bjarnason Ábyrgðarmaður: Jón Svanberg Hjartarson Umbrot og prentun: Prentsmiðjan Oddi. Forsíðumynd: Sigurður Ó. Sigurðsson. Forsíðumódel: Freyr Ingi Björnsson og Hulda Rós Helgadóttir

141 776

PRENTGRIPUR

Slysavarnafélagið Landsbjörg er samtök sjálfboðaliða um allt land sem vinna björgunar- og slysavarnastarf. Innan félagsins starfa um 93 björgunarsveitir, um 33 virkar slysavarnadeildir auk öflugs unglingastarfs. Félagið rekur Slysavarnaskóla sjómanna, Björgunarskólann, 13 björgunarskip og tugi slysavarnaskýla út um allt land. Björgun, tímarit félagsins, kemur að jafnaði út tvisvar á ári. Blaðið er prentað á umhverfisvænan pappír. Allar ábendingar um efni í blaðið eru velkomnar og sendast á bjorgun@landsbjorg.is. Þeir sem óska eftir áskrift að blaðinu geta haft samband við skrifstofu félagsins. Slysavarnafélagið Landsbjörg gefur einnig út árbók einu sinni á ári og er hún yfirlit um starfsemi félagsins árið á undan. Nánari upplýsingar um Slysavarnafélagið Landsbjörg má finna á www.landsbjorg.is.



Öll viljum við standa undir væntingum

Björgunarfólk þarf að huga að mörgu fyrir útköll og margt þarf að taka með

Á Íslandi eru starfandi 93 björgunarsveitir sem eru staðsettar víðsvegar um landið. Þessar björgunarsveitir eru misstórar, margar þeirra sérhæfa sig á ákveðnum sviðum björgunar á meðan aðrar sinna öllum tegundum útkalla. Í öllum þessum sveitum starfar björgunarsveitarfólk sem hefur sama markmiðið að leiðarljósi óháð því hvort starfið er áhugamál þess eða samfélagsleg skylda í sveitarfélaginu. Markmiðið er að geta brugðist hratt og örugglega við þeim verkefnum sem við erum kölluð út í á hvaða degi sem er, allan ársins hring. 6

Edda Björk Gunnarsdóttir


G-Class. Þegar á brattann er að sækja. Í starfi þar sem hver mínúta skiptir máli er algjört lykilatriði að búa yfir bifreiðakosti sem stenst álag við erfiðar aðstæður. Mercedes-Benz G-Class er einmitt þannig bíll. Hann er sterkbyggður og öruggur í hvaða aðstæðum sem er. Hann hefur mikið veggrip og nýtur sín vel í miklum bratta og hliðarhalla.

G-Class Professional, verð frá 16.480.000 kr.

Verð frá 7.960.000 kr. Verð til björgunarsveita án vörugjalda og vsk.

35" breyting frá Arctic Trucks 38" breyting frá Arctic Trucks Verð frá 1.850.000 kr.

Verð frá 3.490.000 kr.

Verð án vörugjalda og virðisaukaskatts.

Verð án vörugjalda og virðisaukaskatts.

ASKJA ATVINNUBÍLAR · Fosshálsi 1 · 110 Reykjavík · Sími 590 2120 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi

Þú finnur okkur á Facebook „Mercedes-Benz Ísland atvinnubílar“

7


Stundum vilja útköll dragast á langinn og er þá gott að geta fengið að halla sér.

Að mörgu er að hyggja Áður en við höldum af stað í útkall er að mörgu að hyggja. Oftar en ekki höldum við þreytt og svöng í bækistöð þegar útkall berst. Okkur finnst ekki vera neinn tími til að nærast fyrir útkallið og því drögum við fram orkustykki úr bakpokanum og nörtum í það. Orkustykki sem var hluti af nestinu sem átti að endast okkur í 24 klst. eftir að við færum úr húsi. Hugurinn reikar og við veltum fyrir okkur hvort við höfum gleymt einhverju sem við ætluðum að gera eða taka með í útkallið. Allt í einu áttum við okkur á að kappsemin var svo mikil að klósettferðin gleymdist og þú reiknar út í huganum hversu langt er síðan þú tæmdir tankana. Eflaust höfum við flest lent í aðstæðum álíka þessum. Það er í björgunarsveitarblóðinu að vilja

bregðast hratt og örugglega við útköllum. Væntingar okkar sjálfra og almennings eru miklar og viljum við öll leggja okkur fram til þess að standa undir þeim. Það vill þó stundum gleymast að þegar við skellum okkur í rauða og bláa gallann til að hjálpa öðrum er bakland okkar einnig komið í verkefni. Þetta bakland eru fjölskyldur okkar, makar, börn, vinir og vinnuveitendur. Án þeirra stuðnings væri hætt við að starf okkar væri ekki jafn markvisst og gott.

Hvernig getum við aukið þekkingu og reynslu okkar? Aðgerðirnar og verkefnin sem við tökumst á við eru af öllum toga. Þó svo að baklandið virðist taka þessu

Hægt er að sækja sér aukna fræðslu og þekkingu á námskeiðum Björgunarskólans.

8

með ró þá slakar það ekki á fyrr en við höfum skilað okkur aftur heim í hús. Á þeirri stundu gleymist oft að rýna útkallið og varpa fram „Hvað ef?“ spurningunni. Þessi spurning getur verið frábær til þess að draga lærdóm af, en alls ekki má nota hana til þess að rífa fólk niður. Uppbyggileg og sanngjörn gagnrýni er ávallt af hinu góða því hún leiðir oft af sér björgunarfólk með meiri reynslu og þekkingu. Með markvissri uppbyggilegri rýni höfum við öll spil á hendi til þess að draga lærdóm af stórum og smáum aðgerðum. Lærdóminn má nýta til að auka fagmennsku okkar enn frekar og stuðla að auknu öryggi björgunarsveitarfólks.


Besta bankaappið á Íslandi Í Arion appinu getur þú: fundið PIN númerin þín stofnað greiðsludreifingu á kreditkorti skoðað launaseðla millifært á nýja viðtakendur fryst týnt kreditkort ...og margt fleira Náðu í appið í Google Play eða AppStore

9 *Samkvæmt könnun MMR


Hvað er þetta Safetravel? Í daglegu tali köllum við það Safetravel, allstórt verkefni sem nær yfir þau verkefni sem við sinnum undir hatti slysavarna ferðamanna. En hvað er þetta nákvæmlega, hvaða verkefnum erum við að sinna undir þessum svokallaða hatti? Til að svara þeirri spurningu er nauðsynlegt að fara nokkur ár til baka. Árið 2010 var Safetravel sett á laggirnar í samstarfi við stofnanir og fyrirtæki sem öll koma að ferðamennsku á einn eða annan hátt. Hugmyndin var að sameina undir einu nafni þá fræðslu og upplýsingagjöf, þær upplýsingar sem ferðamenn, innlendir og erlendir, þurfa eða geta nýtt sér. Fyrir þennan tíma hafði félagið sinnt fjölda verkefna í slysavörnum ferðamanna. Helst má þar nefna hálendisvaktina en auk þess skiltagerð, útgáfu fræðsluefnis og fleira mætti telja til. Orðin fræðsla og upplýsingagjöf hafa því verið rauði þráðurinn í verkefninu alla tíð en þess utan má segja að samstarf við fyrirtæki og aðra aðila í ferðaþjónustu og ferðamennsku hafi komið verkefninu lengra en ella væri. En skellum í stutt ferðalag og flökkum á milli stærstu verkefna Safetravel.

Safetravel.is Í dag horfum við á þriðju útgáfu af vefnum Safetravel.is en frá upphafi hefur verið reynt að viðhalda góðum vefvinnubrögðum svo útlit og virkni

10

séu á þann veg að notandinn eigi ekki bara auðvelt með að nota vefinn heldur virki hann vel á öllum tækjum. Vefsíðan er á íslensku, ensku, frönsku og þýsku og eru viðvaranir einnig settar fram á þeim tungumálum. Unnið er að þýðingu á aksturshluta vefsins á mandarín og hún unnin í samvinnu við fyrirtækið Guide to Iceland. Á vefnum má finna fræðslu um helstu þætti ferðamennsku en auk þess eru nokkrir stórir þættir hýstir þar. Allar viðvaranir vegna mögulegra truflana á ferðalögum eru settar þar inn og er þetta gert í textaformi og á Íslandskorti. Við sama kort má nú finna helstu upplýsingar frá Vegagerð og Veðurstofunni. Með því að hafa allt á einum stað er vonast til að upplýsingar um aðstæður og veður séu meira nýttar en ella. Á þessu ári stefnir í að yfir 20.000 ferðamenn nýti sér ferðaáætlun þá sem skila má inn á vefnum. Stærsti hluti þeirra er frá notendum sem eru á leið í lengri eða skemmri gönguferðir og því má segja að hægt og rólega hafi tekist að beina réttum notendahóp inn í þennan möguleika. Hægt er að merkja við svokallaða vöktun og er þá fylgst með að viðkomandi skili sér á þeim tíma sem hann gaf upp.

Ljósmyndir: Sigurður Ólafur Sigurðsson

Sprenging hefur verið í notkun á þessum möguleika á þessu ári og unnið er að því að þróa þetta enn betur til að koma í veg fyrir að komi til vinnu, eftirgrennslunar eða útkalla á röngum forsendum. Annar stór liður í vefsíðunni eru sprungukortin góðu. Þau eru samstarfsverkefni með nokkrum félögum innan 4x4, Garmin verslunarinnar, Samsýnar og fleiri aðila. Búið er að kortleggja sprungusvæði á helstu jöklum landsins. Hægt er að hala þeim niður í GPS tækið, skoða á PDF formi eða í vefbók. Á vefsíðunni er fyrirspurnaform og það sem af er þessu ári hafa borist hátt í 3.000 fyrirspurnir. Flestar tengjast þær útivist og hálendi. Í viðbót við þennan fjölda má bæta við fyrirspurnum í gegn um fésbók og aðra miðla.

Safetravel öryggisupplýsingamiðstöð Sumarið 2015 var sett upp aðstaða í upplýsingamiðstöð ferðamanna hjá Reykjavíkurborg fyrir Safetravel. Hugmyndin var að sinna þeim aukna fjölda ferðamanna sem óska eftir upplýsingum

Jónas Guðmundsson


Heimaeyjargosið er fyrsta og eina eldgosið í byggð á Íslandi. Þess vegna þurfti snör handtök en aðeins um hálftíma eftir að gosið hófst lagði fyrsti báturinn af stað með fólk upp á land. Með samstilltu átaki tókst að koma öllu flóttafólki á brott um nóttina og hófst þá vinna við björgun eigna eftir því sem framast var unnt.

Við erum virkur styrktaraðili Slysavarnafélagsins Landsbjargar Á hverju Icelandair hóteli er herbergi eða svíta tileinkuð ákveðnu björgunarafreki til heiðurs Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu. Bláa svítan á Icelandair hótel Reykjavík Natura er t.d. skreytt með ljósmyndum og textum frá gosinu í Heimaey 1973. Þar að auki rennur hluti af verði hverrar gistinætur í þessum herbergjum til Landsbjargar.

REYKJAVÍK NATURA

REYKJAVÍK MARINA

FLÚÐIR

VÍK

KLAUSTUR

HÉRAÐ

AKUREYRI

HAMAR

11


ÖFLUGUR SUZUKI S-CROSS BEINSKIPTUR, SJÁLFSKIPTUR OG FJÓRHJÓLADRIFINN

Nýr fjórhjóladrifinn Suzuki S-Cross - meiri veghæð, nýjar öflugar- og sparneytnar vélar gera frábæran bíl enn skemmtilegri og til í hvað sem er. Þú kemst alla leið! Suzuki S-Cross er með ríkulegan staðalbúnað.

KOMDU OG PRÓFAÐU HANN!

4WD All-grip skapar aksturseiginleika í sérflokki.

12 Fáðu nánari upplýsingar á suzuki.is

Suzuki bílar hf. I Skeifunni 17 I Sími 568 5100


um aðstæður, ferðalög um fjall- og hálendi og annað þar sem sérhæfð þekking okkar nýtist. Þetta lukkaðist afar vel og var endurtekið sumarið 2016 og á haustdögum það ár var þessu breytt í heilsársverkefni. Viðvera starfsmanna er kl. 8-20 alla daga vikunnar og er nóg að gera. Auk þess að sinna ýmsum verkefnum málaflokksins sjá þeir um innsetningu viðvarana og afla upplýsinga um aðstæður á landinu sem eru svo nýttar til að senda upplýsingamiðstöðvum, hótelum og öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum um land allt. Á þessu ári hafa um sjö þúsund ferðamenn heimsótt okkur á þessa starfsstöð og fengið sértækar upplýsingar um útivist, veður eða færð. Til að ná til enn fleiri ferðamanna sem óska eftir upplýsingum af þessu tagi voru á þessu ári settar upp fjarstöðvar á tveimur stöðum; upplýsingamiðstöð ferðamanna á Akureyri og Lava Centre á Hvolsvelli. Þar geta ferðamenn smeygt heyrnartólum á höfuð sér og með einum smelli verið komnir í myndsímtal við Safetravel öryggisupplýsingamiðstöðina. Starfsmenn þar geta tekið yfir skjáina og þannig sýnt ferðamönnum aðstæður, upplýsingar sem þá vantar og fleira til.

Safetravel upplýsingaskjákerfi Komnir eru upp rúmlega 90 skjáir og verður að viðurkennast að sá fjöldi er umfram væntingar bjartsýnustu manna. Magn er þó ekki sama og gæði en stærsti hluti fjöldans er keyptur af fyrirtækjum sem vilja fá skjá upp hjá sér til að upplýsa starfsmenn og viðskiptavini. Útlit er ætíð samræmt en upplýsingar er mismunandi eftir því hvar skjárinn er staðsettur. Á hverjum skjá má finna nokkrar vef-

myndavélar Vegagerðar, veður á veðurstöðvum í nágrenni, færðarkort Vegagerðar, allar viðvarnir og fleiri upplýsingar sem geta nýst ferðalöngum á ferðalögum sínum. Hver skjár er tengdur við litla tölvu sem sækir þessar upplýsingar í rauntíma. Öllu kerfinu er svo stýrt með sérstöku skjákerfi en uppsetning og þróun kerfisins hefur verið unnin í nánu samstarfi við DigiSign og svo auðvitað Veðurstofu og Vegagerð. Fyrir stuttu var tekið skref til enn betri upplýsinga með því að sýna veður á þekktum útivistar- og ferðamannastöðum eins og toppi Hvannadalshnjúks, Fimmvörðuhálsi, Landmannalaugum, Leggjabrjóti og fleiri stöðum. Var þetta unnið í samvinnu við Veðurstofu en skjáirnir eru einu staðirnir þar sem finna má þessar punktaspár sérstaklega. Skjáina má finna um allt land og eru þeir staðsettir á 25 bílaleigum, fjórum flugvöllum, fjölda upplýsingamiðstöðva og annarra vinsælla viðkomustaða ferðamanna.

Hálendisvaktin Líklega er hálendisvaktin það verkefni sem flestir þekkja enda eitt af stærstu verkefnum félagsins í málaflokknum. Upphaflega var lagt upp með að færa bækistöðvar björgunarsveita upp á hálendið á þeim tíma sem flestir eiga þar leið um og þegar flest atvik verða. Sjónarmið sem ekki síður á rétt á sér í dag þegar vel á annað hundrað þúsund ferðamenn heimsækja Landmannalaugar hvert sumar. Sumarið 2017 voru hópar staðsettir á þremur stöðum á hálendinu: Nýjadal á Sprengisandi, Landmannalaugum og í Dreka. Sem fyrr er verkefnið borið uppi af sjálfboðaliðum félagsins og er það ánægjuleg þróun að sjá sífellt fleiri félaga slysavarnadeilda taka þátt. Að sama skapi hefur slysavarnahlutinn vaxið sífellt. Ekki eingöngu veita þátttakendur aukna fræðslu um ferðalög, straumvötn og ferðahegðun heldur er haft frumkvæði að því að nálgast ferðamenn með fræðslu í huga.

13


íslensku. Stefnan er að auka þetta enda fá myndbönd á vefsíðum margfalt meira áhorf en t.d. texti um sama efni. Einnig hefur verið unnið að myndböndum í samstarfi við aðra og má þar nefna Iceland Academy myndbönd Íslandsstofu og sams konar myndbönd fyrir bílaleigur.

Samstarf

Sumarið 2017 var gerð tilraun með viðbragðsvakt í Skaftafelli en í tæpan mánuð voru hópar þar á vaktinni á svipuðum forsendum og á hálendinu. Unnið er að rýni á því verkefni svo og hálendisvaktarverkefninu í heild sinni.

Aukin upplýsingagjöf Fyrir um tveimur árum var fyrsta námskeiðið sem kallast Aukin upplýsingagjöf haldið. Á því námskeiði sem tekur um 45 mínútur er farið yfir hvernig má á auðveldan hátt gefa auknar upplýsingar um aðstæður hér á landi. Þátttakendum er leiðbeint um hvar má nálgast þessar upplýsingar, auk þess sem farið yfir veðurspár, búnað, val á bílum og fleira til. Alls hafa um 700 manns sótt námskeiðið sem er í boði á íslensku og ensku. Um þessar mundir eru að hefjast upptökur á þessu námskeiði svo hægt verði að bjóða það í bútum og heilu lagi í fjarnámi auk þess sem bjóða á það í snjallsímaforritinu Viska learning í samstarfi við Hæfnisetur ferðaþjónustunnar. Auk þessa námskeiðs hefur verið boðið upp á fræðslufyrirlestra af og til til almennings, auk þess sem erindi eru alloft haldin um öryggismál. Má þar nefna á ráðstefnum, félagsfundum Samtaka ferðaþjónustunnar, hjá leiðsögunemum á háskólastigi, í ferðamálafræðinámi Háskólans á Hólum og víðar.

14

Fræðsluefni og skilti Það er óþarfi að finna upp hjólið, sagði einhver og það höfum við reynt að nýta okkur í slysavörnum ferðamanna. Víða um heim er verið að fást við sömu áskoranir og hér. Þannig fengum við hugmynd að handhægum harmonikubæklingi sem dreift hefur verið síðustu árin. Stærðin er álíka og átta kreditkort og í honum má finna fræðslu um akstur, göngur og fleira gagnlegt þegar ferðast er hér á landi. Bæklinginn má finna í stöndum á um 300 viðkomustöðum ferðamanna hér á landi, auk þess sem reglulega er beðið um hann af erlendum ferðaskrifstofum. Síðustu árin hafa farið upp allnokkur skilti sem Safetravel hefur tekið þátt í. Ýmist er það að okkar frumkvæði eða annarra og þá leitað til okkar. Má nefna skilti í Reynisfjöru, þrjú skilti við Esju, við Sólheimajökul og Svínafellsjökul, auk þess sem unnið er að skiltum við Gígjökul og Jökulsárlón. Þess utan hafa verið sett upp Ortovox snjóflóðagátskilti við Kaldbak, í Hlíðarfjalli og í Landmannalaugum og eru skilti væntanleg í Bláfjöll, Skálafell og á Lyngdalsheiði. Nokkuð hefur verið gert af myndböndum, fræðslu á því formi og má finna þau flest á safetravel.is og eru nokkur þeirra bæði á ensku og

Eins og minnst var á hér framar skiptir samstarf miklu og er í raun grundvöllur góðra verka. Þetta þekkjum við vel úr öllu okkar starfi. Safetravel er eitt samstarfsverkefni og þar má nefna marga sem hafa stutt við og tekið þátt í þróun verkefnis. Það er líklega á engan hallað þó fyrst sé minnst á Ferðamálastofu og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti en mikið samstarf er einnig við Samtök ferðaþjónustunnar, Vegagerðina, Veðurstofuna, Vatnajökulsþjóðgarð, Umhverfisstofnun, Sjóvá, Neyðarlínuna, Ferðafélag Íslands, Lögregluna á Suðurlandi, Stjórnstöð ferðamála og fjölda annarra sem hér eru ekki nefndir sérstaklega. Sem dæmi um sérstök samstarfsverkefni má nefna veðurspár fyrir vinsæla útivistar- og ferðamannastaði með Veðurstofu, rafrænt fræðsluefni fyrir framlínufólk í ferðaþjónustu með Hæfnisetri ferðaþjónustunnar, unnið að endurskipulagningu upplýsingaveitu á landsvísu með Ferðamálastofu, fræðslu á vettvangi Ábyrgrar ferðaþjónustu í samstarfi við Íslenska ferðaklasann og Festu, handritsgerð að nýju myndbandi í vélum Icelandair, Iceland Academy verkefni Íslandsstofu, gerð stýrisspjalda og annars fræðsluefnis með Samgöngustofu, fræðsluefni með nokkrum sendiráðum, þátttöku í vinnuhópum um merkingar, öryggismál og áhættumatsgerð með Stjórnstöð ferðamála og svona væri hægt að halda töluvert áfram. Eftir þetta ferðalag má vonandi sjá enn betur hvernig Safetravel verkefnið virkar í framkvæmd og þó ekki hafi allt verið talið hér upp er lesandi vonandi nokkuð fróðari.


15


Hvað vorum við að gera? Hvar? Hvers vegna?

Mikilvægi þess að eiga góðar upplýsingar um starfið okkar er vísa sem verður seint of oft kveðin. Við skráum öll útköll björgunarsveita í aðgerðagrunn félagsins og hafa gæði þeirra gagna sem við söfnum aukist með hverju árinu sem líður. Gagnsemi upplýsingasöfnunar björgunarsveita er óendanleg. Ef upplýsingar eru rétt og ítarlega skráðar fá björgunarsveitir yfirlit yfir virkni síns félagsfólks, notkun sinna björgunartækja. Fjölmiðlar fá greinargóðar upplýsingar um starfið okkar og verða því líklegri til að fjallar oftar um okkur og á jákvæðari nótum. Með betri upplýsingum getum við hjálpað samstarfsaðilum okkar í verkefnum sem lúta að slysavörnum. Ráðgjöf okkar verður einbeittari og trúverðugri því tölulegar staðreyndir ná eyrum fólks en ekki óljós tilfinning eða skoðanir. Mikilvægi þess að eiga góðar upplýsingar um starfið okkar er vísa sem verður seint of oft kveðin. Við skráum öll útköll björgunarsveita í aðgerðagrunn félagsins og hafa gæði þeirra gagna sem við söfnum aukist með hverju árinu sem líður. Gagnsemi upplýsingasöfnunar björgunarsveita er óendanleg. Ef upplýsingar eru rétt og ítarlega skráðar fá björgunarsveitir yfirlit yfir virkni síns félagsfólks, notkun sinna björgunartækja. Fjölmiðlar fá greinargóðar upplýsingar um starfið okkar og verða því líklegri til að fjallar oftar um okkur og á jákvæðari nótum. Með betri upplýsingum getum við hjálpað samstarfsaðilum okkar í verkefnum sem lúta að slysavörnum. Ráðgjöf okkar verður einbeittari og trúverðugri því tölulegar staðreyndir ná eyrum fólks en ekki óljós tilfinning eða skoðanir. Stefnulaus söfnun upplýsinga er ekki góð hugmynd

16

og hefur frá innleiðingu aðgerðagrunns árið 2013 verið staðinn vörður um dýrmætan tíma sjálfboðaliðans. Í stað þess að krefjast ítarlegrar skýrslugerðar hefur verið reynt að safna upplýsingum óbeint út frá þeim upplýsingum sem verða til sjálfkrafa. Til dæmis er mikið lagt upp úr því að skrá allt sem hægt er að forskrá út frá fyrirfram skilgreindum eigindum, t.d. á hvaða svæði viðkomandi er, í hvaða björgunarsveit o.s.frv. Í ljósi þess að sumir tilheyra fleiri en einni einingu og jafnvel á sitthvoru svæðinu er mikilvægt að viðkomandi velji sína sjálfgefnu björgunarsveit og uppfæri síðan þá skilgreiningu ef þurfa þykir því sjálfvirknin í grunninum byggir á því að skilgreiningar séu réttar. Afar mikilvægt er að þeir sem skrá í aðgerðagrunn gæti þess að skrá allar upplýsingar sem beðið er um.

og velja tegund atviks. Þetta hjálpar mikið við að skilgreina nánar hvað við erum að gera. Mjög algengt er að ófærð sé ástæða útkalla en þó að svo sé þá er einnig stór hluti útkalla af öðrum or-

Hvað fórum við að gera? (Hvað) Hér höfum við fjóra valmöguleika. „Björgun á fólki“, „Björgun á verðmætum“ „Leit“ og „Gæsla“. Hér má velja fleiri en einn flokk. Þessir flokkar eru nokkuð augljósir.

Hvar á atburður sér stað? (Hvar) Hér eru valmöguleikarnir nokkrir og má velja fleiri en einn. Tilgangurinn er að fá yfirlit yfir hvar við erum helst að beita okkar björgum. Til viðbótar við þessa flokkun þurfum við líka að setja hnit á atvik

Guðbrandur Örn Arnarson


sökum. Hér er rými fyrir okkur öll að standa okkur betur. Þegar fjölmiðlar hafa leitað til félagsins og óskað eftir sértækum upplýsingum um ástæður útkalla hefur oft verið fátt um svör og afleiðingin sú að minna er fjallað um forvarnir en æskilegt er. Auðvelt er að eiga samtal við Vegagerðina með því að taka út skýrslu á korti sem sýnir útköll á t.d. hringvegi 1 og er augljóst að öll þau útköll eru annað hvort vegna ófærðar eða óveðurs. Málið vandast þegar aðrir vegir eru skoðaðir þá þarf að skoða hvert tilvik fyrir sig til að athuga hvort um sé að ræða ófærð/ óveður, ástand vega af öðrum orsökum sem þarf þá að skoða sérstaklega eða hvort aðrar orsakir séu að baki. Flokkunin sem við notum til að ná betur utan um aðgerðirnar okkar er m.a. fengin frá erlendum samstarfsaðilum okkar sem hafa kallað eftir upplýsingum frá okkur og ekki getað fengið nógu góð svör fyrr en nýverið. Til mikils er að vinna og í raun og veru er verið að ætlast til lítils. Það á ekki að taka meira en eina mínútu í heildina fyrir hverja aðgerð að tryggja að fyllt sé í alla reiti og tikkað í öll box. Ef starfsmenn félagsins væru gæddir skyggnigáfu þá væri það okkur sönn ánægja að sjá alfarið um þessa skráningu en þar sem svo er ekki þá verðum við að treysta á að sá sem stofnar aðgerðina ljúki henni með öllu sem til þarf.

Þú færð það allt hjá DONNU Grjónadýna frá GERMA

Ný hönnun, ný lögun, nýir litir. Samkvæmt stöðlum EN 1865 og EN 1789 um sjúkraflutninga Léttari 7,9 kg og 25% fyrirferðaminni. Lengd 208 sm, breidd 130 – 72 sm Úr eldtefjandi efnum. Hólfuð að innan til að halda grjónum á réttum stað X-laga ólar halda betur um sjúkling Stíf styrking fyrir hálsliði og efra bak. Áratuga reynsla á Germa ventlum. Taska, dæla og viðgerðarsett fylgir með

PAD500 hjartastuðtæki sem leiðbeinir bæði um hjartahnoð og stuð, engir aukahlutir aðeins notast við venjuleg rafskaut. Verð frá kr. 199.600 m. vsk. Brayden æfingadúkkur eru einstaklega skemmtilegar við kennslu á hjartahnoði. Upplýstar æðar og höfuð sýna árangur við hnoð.

Ferno og Cascade sjúkrabörur og hjól undir skeljar.

Spelkur og hálskragar í úrvali

Nýtt hjartahnoðstæki frá Corpuls, auðvelt í notkun og stillingum.

PAX töskur, belti og beltatöskur WHELEN LED ljós og ljósabogar Ný heimasíða: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf

Móhellu 2, 221 Hafnarfjörður

Sími 555 3100 17 www.donna.is


Að kynnast og kætast „Oft má finna atvik smátt sem orsök nýrra kynna,“ segir í dægurlagatexta og segja má að sú hafi orðið raunin hjá slysavarnafélögum á Austurlandi. Atvikið sem um ræðir er heimsókn 22ja félaga úr svd. Framtíð frá Höfn í Hornafirði til Fáskrúðsfjarðar þar sem konur í svd. Hafdísi tóku á móti gestunum. Var þetta á sólríkum vordegi þann 12. maí 2012. Heimsóknin gekk í alla staði vel og yfir kaffinu og kleinunum fæddist lítil hugmynd sem hefur vaxið og dafnað og er í dag fallegt afsprengi þeirrar umræðu. Hugmyndin var sú að félagar í slysavarnadeildum á Austurlandi kæmu sér upp viðburði það árið sem Kvennaþing væri ekki. Tilgangurinn væri sá að kynnast innbyrðis sem og að kynnast því starfi sem fer fram innan mismunandi deilda innan fjórðungsins. Eftir vel heppnað Kvennaþing í Reykjanesbæ haustið 2012 voru félagar í svd. Hafdísi fullar af eldmóði og góðum áformum og komu á fót nefnd sem

18

skyldi hafa það verkefni að undirbúa Austfjarðahitting, þ.e. að bjóða öllum slysavarnadeildum á Austurlandi í heimsókn, þar ætti bæði að bjóða upp á fræðslu og skemmtun. Um það bil einu ári síðar var komið að stóru stundinni, þann 12. október 2013 komu slysavarnakonur víðsvegar af Austurlandi til Fáskrúðsfjarðar til skrafs og skemmtunar. Á viðburðinum voru um 80 konur. Sigga Dís kynfræðingur var með fræðsluerindi

Ljósmyndir: Jóhanna Þorsteinsdóttir

sem vakti mikla lukku, jafnt hjá ungum sem öldnum, og verður þetta erindi lengi í minnum haft. Þá var farið í skoðunarferð um bæinn þar sem fyrirtæki og stofnanir voru heimsótt og á engan er hallað þegar sagt verður frá því að heimsóknin í „Franska Hótelið“, sem þá var í byggingu, hafi vakið mesta hrifningu heimsóknargesta. Þá var endað á góðum mat, kvöldskemmtun og dansi áður en gestir héldu hver til sinna heima.

Berglind Ósk Agnarsdóttir


Markmiðin hafa náðst fullkomlega Boltanum var kastað og Vopnfirðingar gripu. Árið 2015 var Austfjarðahittingurinn á Vopnafirði þar sem Sigríður Klingenberg fór á kostum og sagði frá því hvernig hægt væri að töfra fram lífið með fallegum orðum og hugsunum og ekki að hræðast að láta drauma okkar rætast. Orð sem næra sálina og gerir öllum gott heyra. Á haustdegi, þann 16. september 2017, buðu Seyðfirðingar til Austfjarðahittings. Þar tók Björk Jakobsdóttir á móti gestunum við afar mikinn fögnuð. Hún talaði um heimilislíf sitt og annarra og fundu flestir sig vel heima í hennar lýsingum.

Ákveðið var á þessum fundi að formenn allra deilda á Austurlandi fengju það hlutverk að skipuleggja sameiginlega ferð fyrir þátttakendur á Kvennaþing 2018. Næsti Austfjarðahittingur verður 2019 á Höfn í Hornafirði og strax farið að bera á tilhlökkun. Markmiðið, að búa til viðburð sem myndi hrista saman félaga í slysavarnadeildum á Austurlandi, sýna þá aðstöðu sem hver og ein deild býr yfir, kynna bæjarfélagið og síðast en ekki síst hafa gaman saman, hefur náðst fullkomlega. Því eru allir sammála sem komið hafa að málum og þar á meðal veðurguðirnir því ávallt hefur veðrið leikið við gesti og gangandi.

Í mörg horn er að líta þegar kemur að undirbúningi og framkvæmd á viðburðum eins og Austfjarðahittingi. Þá er gott að eiga hauk í horni. Í tilfelli slysavarnadeildanna á Austurlandi eru það björgunarsveitirnar á hverjum stað. Félagar okkar í björgunarsveitunum hafa staðið við bakið, aðstoðað við hvers kyns viðvik og án þeirra hjálpar hefði orðið erfitt um vik. Er það einlæg von okkar að fleiri landsvæði taki upp þessa hugmynd og blási til samveru á sínu svæði til skemmtunar og fróðleiks en ekki síst til þess að við félagar í slysavarnadeildum landsins kynnumst hvert öðru ekki aðeins í starfi heldur líka í leik.

19


Slysavarnir 2017 Ráðstefna um slysavarnir og öryggi ferðamanna Slysavarnafélagið Landsbjörg hélt ráðstefnu um slysavarnir og öryggi ferðamanna á Grand Hótel í Reykjavík 20. og 21. október sl. Til ráðstefnunnar var boðið fagfólki úr ýmsum stéttum sem vinna að slysavörnum og öryggismálum á Íslandi. Á annað hundrað þátttakendur af öllu landinu koma saman og mátti sjá þar áhugafólk um slysavarnir, starfsfólk ferðaþjónustu, starfsfólk stoðþjónustu, fulltrúa tryggingafélaga, fulltrúa löggæslu og heilbrigðisstarfsmenn ásamt öðrum sem láta sig slysavarnir og öryggismál varða. 20

Ljósmyndir: Sigurður Ólafur Sigurðsson

Svanfríður Anna Lárusdóttir


NEYÐARSKÝLI

HREYFING • KRAFTUR • ÁNÆGJA Öryggisbúnaður sem getur bjargað mannslífum Bráðnauðsynleg í allar ferðir í óbyggðum. Handhæg og létt - pakkast vel Ert þú með neyðarskýli í þínum bakpoka ?

Verð 12.995 kr.

2 manna, 320gr. 50cm B, 145cm L, 94cm H Fatnaður og legghlífar

8-10 manna, 880gr. 145cm B, 210cm L, 94cm H

Verð 19.995 kr.

Verð 16.995 kr.

4-6 manna, 620gr. 145cm B, 145cm L, 94cm H

Einnig til 2 manna Superlite Verð 19.995 kr.

Í s le n s k u

ALPARNIR

Bakpokar

100% Merino ull

Frostþurrkaður matur

e-mail: alparnir@alparnir.is • www.alparnir.is

Ármúla 40 // 108 Reykjavík // Sími 534 2727

21


Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, setti ráðstefnuna og forseti Íslands, Guðni T. Jóhannesson, ávarpaði gesti. Dagskrá ráðstefnunnar var að þessu sinni tvískipt, annars vegar öryggi ferðamanna og hins vegar almennar slysavarnir. Sextán áhugaverðir fyrirlestrar voru fluttir um allt milli himins og jarðar í málefnum tengdum slysa- og forvörnum. Þeirra á meðal má t.d. nefna fyrirlestra um notkun hjálma, slysavarnir vegna snjóflóða, snjalltæki og umferðin, áhættustjórnun í ferðaþjónustu, öryggi barna í bílum og margt fleira.

22

Slysaskráning á Íslandi Ráðstefnan hófst á umfjöllun um Slysaskráningu Íslands. Frá Hollandi kom Susanne Nijman og flutti erindi um það hvernig Hollendingar skrá slys og atvik og hversu auðvelt er að afla ítarlegri upplýsinga ú gagnagrunni þeirra. Fram kom að 50 manns vinna hjá stofnuninni VeiligheidNL sem er sambærileg Slysaskráningu Íslands en eins og staðan er í dag heyrir hún undir landlækni og ekkert starfshlutfall heyrir þar undir slysaskráningu eða utanumhald skráningar beint.

Sigmundur Ernir Rúnarsson stýrði pallborðsumræðum eftir erindi Susanne en við pallborðið sátu Sigurjón Andrésson frá Sjóvá, Svanfríður A. Lárusdóttir frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Ólöf Ýrr Atladóttir frá ferðamálastofu, Brynjólfur Mogesen frá LSH, Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, og Gunnar Geir Gunnarsson frá Samgöngustofu. Öllum bar saman um að endurskoða þurfi framkvæmd slysaskráninga og gera niðurstöður aðgengilegri fyrir alla aðila sem vinna að slysa- og forvörnum.


23


Fjölbreytt erindi um slysavarnir og öryggi ferðamanna Eftir þessar umræður fóru fyrirlestrar fram í tveimur sölum samtímis. Annars vegar var rætt um stýringu ferðamanna, viðvaranir um veður og náttúruvá, áhættustjórnun og öryggi ferðamanna almennt. Í hinum salnum voru tekin fyrir málefni eins og notkun reiðhjólahjálma, öryggi barna í bílum, slysavarnir til eldri borgara, skoðað var hvað önnur Evrópulönd eru að gera í slysavörnum og að lokum hvað öryggisakademía félagsins hefur gert til að sporna við flugeldaslysum. Meðal annars kom fram að öryggisakademían hefur gefið út bæklinga um öryggi á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku. Ráðstefnugestir voru sammála um að níutíu ára reynsla Slysavarnafélagsins Landsbjargar í slysavörnum á sjó og landi hefur sýnt fram á mikilvægi þess að öll sem sinna þessum málaflokki taki höndum saman og hafi samráð og fer þar vel að Slysavarnafélagið kalli saman að borðinu alla hlutaðeigandi aðila. Þetta er í annað sinn sem félagið stendur fyrir slíkri ráðstefnu og ráðgert er að næsta ráðstefna verði haldin í október 2019.

24

Ljósmynd: Jónas Guðmundsson


luta

t rðmæ

ylgir

ÍSLENSKA/SIA.IS/TOY 86328 10/17

aukah

að ve pakki

r. f 000 k . 0 8 7 i

Invincible 33" breyting fylgir með

Hilux er ódrepandi harðjaxl og með 33" breytingu eruð þið ósigrandi saman. Hilux Invincible kemur þér þangað sem þig langar, hvort sem það er leiðangur upp til fjalla, næsti veiðitúr eða bara að komast aðeins út fyrir borgina til að ná andanum. Hilux Invincible aukahlutapakki: 33" breyting, hlíf undir framstuðara, gluggavindhlífar, króm á afturljós og Invincible-merki. Verðmæti: 780.000 kr. Kynntu þér Toyota FLEX, nýja leið til að eignast Toyota bifreið, á www.toyota.is VILDARPUNKTAR ICELANDAIR MEÐ ÖLLUM NÝJUM TOYOTUM

3+2 ÁBYRGÐ

Toyota Kauptúni Kauptúni 6 Garðabæ Sími: 570-5070

Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300

Sjá nánar um Vildarpunktasöfnun á www.toyota.is Invincible-pakkinn fylgir ekki með öðrum tilboðum. Bíllinn í þessari auglýsingu endurspeglar ekki endilega það verð og þann búnað sem tilgreindur er. Allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur.

Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbæ Sími: 420-6600

Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfossi Sími: 480-8000

25


Hópurinn, allir sem tóku þátt í MODEX 2017 í Bretlandi.

Æfing ÍA í Bretlandi í október 2017 26

Ljósmyndir: Sigurður Ólafur Sigurðsson

Sólveig Þorvaldsdóttir


Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin fór á æfingu til Bretlands nú í haust. Æfingin var í svokallaðri MODEX æfingaröð og var kostuð af Evrópusambandinu. Um 45 manna hópur frá fimm björgunarsveitum, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Landspítala háskólasjúkrahúsi lagði af stað til Manchester þann 11. október í vikuferð. Æfingin sjálf stóð frá fimmtudegi til sunnudags. Búnaðurinn hafði farið yfir hafið nokkrum vikum áður og beið okkar þegar við komum inn á æfingarsvæðið. Yfirleitt er nokkuð langur aðdragandi að þessum æfingum, en við fengum að vita síðastliðið sumar að við kæmumst á þessa æfingu þar sem önnur sveit hafði dottið út. Þetta var þó langur tími miðað við raunverulegt útkall.

27


Landvörslueftirlit þar sem hnífar voru teknir af okkur.

Rafstöð sett í gang á vettvangi (ábyggilega fyrir kaffivélina).

28

Æfingin var haldin í Liverpool og nágrenni. Búðirnar voru settar upp á heræfingarsvæði, en æfingarsvæðin voru dreifð á milli Liverpool og Manchester. Sveitin leigði sjö bílaleigubíla og var oft ævintýralegt að keyra í vinstri umferð um miðjar nætur. Einnig var leigður stór flutningabíll til að ferja vettvangsbúnaðinn á milli staða. Æfingin hófst um kl. 14 á fimmtudeginum, en fór ekki almennilega í gang fyrr um kl. 16, smá sérhæfð bið svona í byrjun. Æfingin var með hefðbundnu sniði. Fyrst var farið í gegnum landamæravörslu þar sem allir hnífar og ýmis grunsamlegur búnaður var tekinn af okkur, m.a. leitarmyndarvélar (sem við fengum aftur fljótlega). Næst var farið í gegnum vegabréfsskoðun. Oft er settur upp mikill leikþáttur í kringum það, en nú var þetta látið ganga hratt fyrir sig. Tveir voru sendir til að fá upplýsingar um aðstæður og ná í verkefni til RDC (Reception and Departure Centre) og var fyrsta verkefnið að fara strax í recon (svæðisleit til að leita að verkefnum). Á sama tíma fengum við úthlutað svæði fyrir búðir og nauðsynlegt að koma þeim upp sem fyrst. Auk þess þurfti stjórnandinn að fara á fund til LEMA (Local Emergency Management Agency) til að fá nánari upplýsingar um verkefni. Og allt þetta fengum við í hendurnar nokkurn veginn í einu. Það reyndi því á að skipuleggja hópinn og senda í hin ýmsu verkefni. Sveitin er með tvo vettvangshópa Alfa og Bravó, 16 manns í hvorum hóp, sem geta annað hvort


Flestar gerðir fyrir fólksbíla, jeppa, flutningabíla og vinnuvélar

hönnun: Design ehf

Keyrðu áhyggjulaus með snjó – hálkukeðjum frá Hvelli – í einum grænum

Smiðjuvegur 30 rauð gata – 200 Kópavogur – Sími 577-6400 – www.hvellur.com 29


Brjóta, brjóta, gaman, gaman. starfað á sama stað og dekkað sólarhringsaðgerðir eða unnið á tveimur stöðum í einu. Tveir fjögurra manna recon hópar, einn úr Alfa og einn úr Bravó, voru sendir í recon verkefnið sem við fengum frá RDC. Þeir létu síðan stjórnendur vita af verkefnum sem sendu Bravó hópinn á vettvang og Alfa recon hópurinn kom til baka í búðir í hvíld. Í þessari æfingu var alltaf annar vettvangshópur úti í einu og hinn í hvíld í búðum. Búðahópurinn sá um rekstur á búðum og studdi við vettvangshópana, t.d. með að útvega þeim elds-

Vegabréfaeftirlit.

30

neyti, gefa öllum að borða og vakti hópa klukkutíma áður en þeir áttu að fara af stað aftur. Eitt það flóknasta við að skipuleggja svona aðgerðir eru svefnmál. Eftir að fyrsti hópurinn var farinn út í verkefni komst æfingin í rútínu. Vettvangshóparnir voru ánægðir með flest verkefni og allir sammála að ÍA hafi haft feikilegt gagn af æfingunni og stefnt er að því að taka þátt í sem flestum slíkum í framtíðinni, en þetta er þriðja MODEX æfingin sem ÍA tekur þátt í. Eftir heimkomu var mikil vinna að ganga frá

búnaði, eins og vera ber hjá björgunarsveitum og fara í gegnum rýni. Einn sameiginlegur rýnifundur hefur verið haldinn, en ljóst er að sveitin mun vinna úr þessari æfingu fram eftir vetri. Æfingar af þessu tagi snúast um miklu meira en þá sem fara í útkallið, líka þá samhæfðu vinnu sem ótal margir koma að. Öllum þátttakendum er þakkað fyrir frábært og samhent átak. En myndir segja meira en þúsund orð og því verður plássið hér notað aðallega í að sýna myndir. Sigurður Ó. Sigurðsson tók flestar myndanna.


SPURÐU UM GÆÐI, SPURÐU UM GOODYEAR

KLETTUR • Klettagörðum 8-10 • 104 Reykjavík • Sími: 590 5100

31


Fundur með fulltrúum Evrópusambandsins. Franskir kollegar.

Rústavinna.

32

Rústavinna (minnir á áramótin).


100 % MERINO ULL

Mikið úrval

Hlýr og þægilegur ullarfatnaður sem hentar við allar aðstæður

www.ullarkistan.is Laugavegi 25 - Skeifunni 3b - Glerártorgi33


Takk fyrir ómetanlegt framlag Slysavarnafélagið Landsbjörg vinnur einstakt starf. Á bak við það stendur mikill fjöldi einstaklinga; sjálfboðaliðar og fagfólk sem er til reiðu þegar þörfin er mest. Landsbankinn hefur nú skipað sér í hóp bakhjarla félagsins en við erum afar stolt af því að leggja Landsbjörgu lið.

JÓNSSON & LE’MACKS

jl.is

SÍA

Anna Filbert Hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

34

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


Verið að sinna sjúklingi. Alls sinnti ÍA 202 sjúklingum. Það var viðurkennt eftir á að það var allt of mikið miðað við eðli æfingarinnar.

Verkfræðingurinn að taka út hrundar byggingar.

35


36


Gámurinn tæmdur og fjarskipti komin upp.

Séð inn í stjórnendatjald – næturvaktin að störfum.

37


38


FJÖLNOTA KOSTAR MINNA – LÍKA FYRIR UMHVERFIÐ!

180

RAUÐUR léttur og KR. passar í veski

150

GRÁR með hólfum KR. fyrir flöskur ENNEMM / SÍA

120

SVARTUR sterkur og KR. notadrjúgur

Berðu saman plastpoka og fjölnota poka. Eftir það berðu bara fjölnota poka. Umhverfisvernd er hluti af samfélagslegri ábyrgð.

39


Forgangsakstur Í áratugi hafa björgunarsveitir líkt og aðrir viðbragðsaðilar útbúið tæki sín til forgangsaksturs í þeim tilgangi að stytta viðbragðstíma í þeim verkefnum þar sem hver sekúnda getur skipt máli. Forgangsakstur getur nefnilega oft og tíðum skipt miklu máli, um það eru flestir sammála. Hins vegar er margt sem snýr að forgangsakstri sem ekki allir eru sammála um og má þar helst nefna hver tilgangurinn með honum er. Í huga margra hefur þessi litli takki í bílnum sem kveikir á bláu ljósunum alveg ótrúlegt vægi. Með því að ýta á hann bætast u.þ.b. 100 hestöfl við afl bílsins, almenn umferðarlög falla úr gildi, allir möguleikar á slysum hverfa eins og dögg fyrir sólu. Ökumaðurinn verður ódrepandi ásamt allri áhöfninni og allir sem ekki víkja eru hálfvitar! Sjálfur hef ég tengt svona takka í björgunarsveitarbíl og get ég því fullyrt að enginn af þessum tengimöguleikum eru til staðar. Það eina sem þessi rofi gerir er að kveikja á nokkrum sára ómerkilegum blikkljósum. En þrátt fyrir það er þessi hugsun því miður ansi útbreidd. Ég leyfi mér að fullyrða að flestir hafa heyrt eina eða fleiri hetjusögur af vafasömum tíma- og hraðametum sem sögð eru hafa bjargað lífi og limum skjólstæðinga okkar. Allir dásama þessa fræknu ökumenn og dást að því hvað þeir hafa gott vald á bílnum og oftar en ekki lýkur umræðunni með því að einhver segir: „Ég vissi bara ekki að þessi bíll kæmist svona hratt.“

40

En prófum að setja ökuferðina í annað samhengi, sleppum bláu ljósunum og F1 skilaboðunum. Hver yrðu viðbrögðin þá? Líklega yrði ausið yfir bílstjórann svívirðingum, hann kallaður glanni og brjálæðingur og bent á að þessi bíll sé ekki gerður fyrir svona glæfraakstur. Svo því sé haldið til haga þá á þetta alls ekki við um allan forgangsakstur björgunarsveita. Þvert á móti fer þeim fækkandi sem hafa þetta hættulega viðhorf til takkans góða og með aukinni öryggisvitund hefur verið tekið á slíkum atvikum ef þau hafa komið upp.

jöfnum og skynsamlegum hraða. Þetta á sérstaklega við þegar við keyrum forgang á jeppum og jafnvel vörubílum í okkar starfi. Það að geta haldið áfram án þess að þurfa að stoppa, taka af stað og troða okkur er það sem virkilega sparar okkur tíma á leið í mikilvæg útköll. Eins og við þekkjum, þá gengur umferðin oft langt undir hámarkshraða hvort sem það er innan eða utan bæjar. Í slíkum aðstæðum segir sig sjálft að það að komast greiðlega áfram getur stytt aksturstíma verulega án þess að hraðinn fari langt upp fyrir löglegan hámarkshraða.

Hver er tilgangurinn með forgangsakstri

Það er ekki sama hvernig þetta er gert

En þá komum við aftur að spurningunni um hver tilgangurinn með forgangsakstri sé fyrst hann er ekki til að keyra hratt? Það er nefnilega málið, við notum forgangsakstur til að komast áfram, ekki til að komast hratt. Þarna er mikill munur á. Þegar við ýtum á takkann góða, þá kviknar á bláu ljósunum. Með þessum ljósum erum við að biðja aðra ökumenn um að veita okkur forgang og greiða götu okkar til að við getum komist leiðar okkar á

Til að forgangsakstur gangi greiðlega þarf að huga að samspili margra þátta til að tryggja að þeir sem þurfa að sjá okkur geri það. Meðal þess sem þarf að hafa í huga er t.d. staðsetning á vegi, hvenær á að nota sírenu, á að blikka háu ljósunum o.s.frv. En hvernig eigum við að vita hvernig er best að bera sig að við þetta? Nú hefur nánast engin þjálfun eða námskeið verið í boði og þar sem forgangsakstursútköll eru ekki mörg á hverju ári hjá björgunar-

Ljósmyndir: Sigurður Ólafur Sigurðsson

Björgvin Óli Ingvarsson


41


42


sveitum þá er reynslan lengi að byggjast upp innan sveitanna. Þetta vandamál er líklega ein af aðalástæðum þess að lögregla og þeir sem stýra aðgerðum halda oft að sér höndum þegar kemur að því að ákveða hvort veita skuli heimild til forgangsaksturs björgunarsveita. Það er staðreynd að forgangsakstur er hættulegur og ætti ekki að nota nema nauðsyn beri til. Þegar við bætist takmörkuð reynsla og þjálfun ökumanna er nokkuð skiljanlegt að þeir sem veita heimildina velti vel fyrir sér hvort þörfin sé til staðar. Björgunarsveitir eru eini viðbragðsaðilinn í kerfinu sem þarf að óska sérstaklega eftir heimild lögreglu fyrir forgangsakstri. Slökkvilið og sjúkraflutningar þurfa ekki að óska eftir slíkri heimild ef um er að ræða F1 og F2 útköll. Í þessu má reyndar sjá ákveðið ósamræmi í boðunarflokkum milli björgunarsveita og annarra viðbragðsaðila en það er efni í aðra grein. Þetta fyrirkomulag er oft rökstutt með því að innan þessara aðila sé þjálfun betri og útköllin það mörg að reynslan byggist fljótt upp. Það á vissulega við um atvinnulið og hlutastarfandi lið þar sem útköll eru algeng. Hins vegar er áhugavert að bera saman lítið hlutastarfandi slökkvilið og björgunarsveit. Segjum sem svo að þessir tveir aðilar fái báðir F1 útkall. Slökkviliðsmennirnir, sem fá kannski fimm útköll á ári, stökkva upp í 30 tonna dælubíl og aka af stað á forgangi í sitt verkefni. Björgunarsveitarmennirnir sem fá kannski svipaðan fjölda forgangsútkalla á ári setjast upp í 38” jeppann sinn og þurfa svo að kalla inn í fjarskipti á lögreglu til að kanna hvort heimild fáist fyrir forgangsakstri. Í flestum tilfellum ganga þessi fjarskipti vel fyrir sig en þó geta þau tekið allt að 3-5 mínútur. Því miður eru það þessar 3-5 mínútur sem forgangsaksturinn skiptir mestu máli, þ.e. þegar ekið er innanbæjar í

þéttri umferð frá bækistöð og út á þjóðveg. Þetta verklag er bundið í lög um samstarf lögreglu og björgunarsveita og verður því ekki breytt með einu pennastriki. Enda má rökstyðja það að þetta kerfi sé heppilegt meðan engin breyting hefur orðið á þjálfunarmálum björgunarsveita í forgangsakstri.

Hver er staðan á þjálfun í forgangsakstri? Þegar þetta er sett svona upp gerir maður ráð fyrir að aðrir viðbragðsaðilar hljóti þá að vera með betri þjálfun og menntun í þessum efnum fyrst fyrirkomulagið er svona mismunandi. En það er

Er bíllinn tilbúinn fyrir kuldann í vetur?

43


reyndar ekki raunin. Þegar við skoðum þjálfun viðbragðsaðila í forgangsakstri almennt þá eru niðurstöðurnar vægast sagt sláandi. Lögreglan hefur staðið fremst allra í þjálfun ökumanna til forgangsaksturs. Í nýja lögreglunáminu er farið ítarlega í þetta efni, bæði verklega og bóklega. Fyrir það stóð Lögreglan fyrir svokölluðu „Akstur með forgangi“ námskeiði eða AMF. AMF er ítar-

legt, viku langt námskeið þar sem farið er yfir alla þá þætti er snúa að forgangsakstri, bæði bóklega og verklega. AMF er hins vegar aðeins ætlað lögreglumönnum og því hafa aðrir viðbragðsaðilar ekki átt kost á að nýta sér nægjanlega vel þá góðu þekkingu sem lögreglan hefur yfir að ráða. Hjá slökkviliðum er þjálfunarmálum misjafnlega háttað. Til dæmis er ekkert efni um forgangsakstur í

námi fyrir hlutastarfandi slökkviliðsmenn. Fræðsla um forgangsakstur er hins vegar komin inn í nám fyrir atvinnuslökkviliðsmenn og er sá kafli einn dagur, bæði bóklegt og verklegt. Að öðru leyti er þjálfun slökkviliðsmanna í forgangsakstri almennt mjög takmörkuð. Í sjúkraflutningaskólanum er ekkert efni um forgangsakstur og hafa útskrifaðir sjúkraflutninga-

Sportbud.is - Bæjarlind 14 - 16 - 201 Kópavogur - Opnunartími: Mán/Fös 10:00-17:00

Vefverslun: www.sportbud.is

Sportbud.is býður upp á úrval af vönduðum vörum frá MAMMUT: Snjóflóðaýlar - stangir - skóflur - snjóflóðabakpoka. Og margt fleira. Ný kynslóð snjóflóðaýla frá MAMMUT

Barryvox S

Barryvox

Sportbud.is - Bæjarlind 14 - 16 - 201 Kópavogur - Opnunartími: Mán/Fös 10:00-17:00

44

Vefverslun: www.sportbud.is


VÖRUÞRÓUNARSTJÓRI HÖFUNDUR AÐ PRO PLAN OPTISTART ® Axlar ábyrgð eins og þú.

®

® Reg. Trademark of Société des Produits Nestlé S.A.

PATRICIA

PRO PLAN MEÐ OPTISTART Heil vörulína sérstaklega ætluð hvolpum.

Pro Plan vörulínan fyrir hvolpa er blönduð með Optistart sem inniheldur brodd, fyrstu móðurmjólkina. Styrkir vörnina sem hvolpurinn fékk frá móðurinni.

t

h

m

Ég vinn við að gefa Toby besta veganestið.

wi

menn jafnvel enga fræðslu fengið um forgangsakstur þegar þeir hefja störf. Þjálfun er svo mismunandi milli rekstraraðila sjúkraflutninga en felst oftast í tilsögn frá reyndari starfsmönnum. Engin samræmd þjálfun er í boði fyrir sjúkraflutningamenn. Á mörgum stöðum eru útköll það tíð að reynsla er fljót að byggjast upp en það er þó mjög misjafnt eftir landsvæðum. Fyrir björgunarsveitir hefur lítið verið um formlega fræðslu um forgangsakstur fyrir ökumenn björgunarsveitarbíla. Björgunarskólinn hefur um árabil boðið upp á „Bifreiðastjóranámskeið“, sem er virkilega vandað og ítarlegt helgarnámskeið sem fjallar um flesta hluti sem við koma akstri og umgengni við björgunarsveitarbíla. Þar er örlítið komið inn á forgangsakstur en þó að mjög litlu leyti. Til að mynda er ekkert fjallað um tækni við forgangsakstur en aðeins fjallað um helstu hættur. Í raun má segja að þjálfun flestra viðbragðsaðila í forgangsakstri sé ábótavant á landsvísu að lögreglu undanskilinni. Þó hefur undirritaður komist að því við eftirgrennslan í tengslum við gerð þessarar greinar að margir hafa reynt að koma á fót einhvers konar fræðslu innan sinna raða. Þau námskeið haf þó mörg hver mest fjallað um hættur og reglugerðir sem vissulega er hlutur sem þarf að koma á framfæri en það sem helst hefur vantað er kennsla sem kemur líka inn á hvað á að gera í stað þess að telja bara upp hvað má ekki gera. Að fræða frekar en að hræða ætti að vera markmiðið með þjálfun í forgangsakstri eins og í öðrum fögum. Eins og fram hefur komið hér að ofan er mikil þörf fyrir aukna þjálfun í forgangsakstri. Þess vegna er Björgunarskólinn nú um þessar mundir að hefja kennslu á nýju námskeiði sem heitir „Forgangsakstur“ og er þriggja klst. námskeið ætlað öllum stjórnendum björgunartækja. Námsefnið er unnið af undirrituðum í samstarfi við lögreglumenn með mikla reynslu af forgangsakstri, ökukennara, Sjúkraflutninga HSu og Brunavarnir Árnessýslu. Námskeiðið fjallar um allt sem við kemur forgangsakstri og má þar nefna lög og reglugerðir, fræðslu um hljóð og ljósabúnað, helstu hættur, streituvalda og síðast en ekki síst er farið ítarlega yfir tækni við forgangsakstur í máli og myndböndum. Námskeiðið verður eingöngu kennt af leiðbeinendum sem hafa atvinnu og reynslu af forgangsakstri til að tryggja að leiðbeinendur geti miðlað raunverulegri reynslu til nemenda. Meginmarkmiðið við gerð námsefnis var að samræma sem best þær aðferðir sem notaðar eru við forgangsakstur og er efnið m.a. byggt á aðferðafræði frá lögreglunni og slökkviliðum í Noregi svo eitthvað sé nefnt. Brunavarnir Árnessýslu og Sjúkraflutningar HSU hafa þegar tekið námsefnið upp innan sinna raða og hefur það gefið góða raun. Það er ljóst að með innleiðingu þessa námskeiðs hjá Björgunarskólanum verður stigið stórt skref í bættri þjálfun viðbragðsaðila á landsvísu.

ru C o los t

Þetta er þín ábyrgð. Þetta er okkar ábyrgð. Þetta er PRO PLAN.

45


Vertu snjall undir stýri Þróun snjalltækja hefur verið hröð síðasta áratuginn og hefur notkun þeirra við akstur aukist til muna. Tölulegar staðreyndir bæði frá Evrópu og Bandaríkjunum, sýna að notkun þessara tækja er orðin ein mesta vá í umferðinni í dag og rekja má 25% allra umferðarslysa beint til snjalltækjanotkunar. Slysavarnafélagið Landsbjörg fór af stað með slysavarnaátakið „Vertu snjall undir stýri“ haustið 2017. Verkefnið er hugmynd sem kviknaði hjá grasrótinni og hefur það verið í þróun síðustu misseri.

46

Jónína Kristín Snorradóttir


Samgöngustofa gerði viðhorfskönnun 2016 og töldu 99% þátttakenda farsímanotkun við akstur hættulega, en af einhverjum ástæðum eru þó 30% þeirra sem viðhafa þessa hegðun. Hvað veldur því að hegðun er á skjön við viðhorf? Áttar fólk sig almennt ekki á þeirri hættu sem stafar af því að missa athyglina frá umhverfinu? Það að slá inn símanúmer í síma eykur til að mynda líkurnar á slysi tólffalt, samkvæmt nýlegri rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum.

Viðhorfsbreyting þarf að eiga sér stað Markmið verkefnisins er að breyta viðhorfi fólks til snjalltækjanotkunar við akstur og snúa við þeirri óheillaþróun sem er að eiga sér stað í umferðinni. Ákveðið var að fara þá leið að fá fyrirtæki sem eru í atvinnuakstri í lið með okkur. Þegar fyrirtæki ákveður að taka þátt í verkefninu skrifar það undir yfirlýsingu um samfélagslega ábyrgð og merkir í kjölfarið bíla sína með heilræðum til samfélagsins um snjalltækjanotkun undir stýri. Einn af mikilvægustu þáttum verkefnisins er að fulltrúar Landsbjargar og Samgöngustofu, sem lagt hefur verkefninu lið, heimsækja fyrirtækin og fræða bílstjóra og starfsfólk um þær afleiðingar sem þessi áhættuhegðun getur haft í för með sér. Í kjölfar fræðslunnar fer fram undirskrift milli starfsfólks og

Ljósmyndir: Sigurður Ólafur Sigurðsson

47



fyrirtækis um þátttöku í verkefninu sem fer þess á leit að vera fyrirmynd fyrirtækisins út á við og meðhöndla ekki snjalltæki við akstur. Ef þú veist að eitthvað er hættulegt, af hverju viðhefur þú þá hegðun? Verum snjöll undir stýri og höfum augun á veginum.

49


Samstarf við unglingadeildir í Þýskalandi Júlí var stór mánuður hjá þremur unglingadeildum félagsins en Unglingadeildin Árný (Björgunarsveitin Ársæll), Unglingadeildin Bruni (Hjálparsveit skáta Hveragerði) og Unglingadeildin Klettur (Björgunarsveitin Suðurnes) tóku á móti þýskum unglingadeildum í ungmennaskiptum. Þýsku unglingarnir voru á vegum björgunarsamtakanna Technisches Hilfswerk eða THW. 50

Bragi Jónsson


THW eru mjög fjölmenn og virt björgunarsamtök sem starfa um allt Þýskaland. Verkefni þeirra eru flest talsvert umfangsmeiri en hefðbundin verkefni SL en starfið þeirra er, eins og starf SL, allt unnið í sjálfboðavinnu. Sérhæfing THW er mikil en henni er skipt niður á sveitirnar til að tryggja sem fjölbreyttasta þekkingu á hverju svæði. Unglingastarf SL og THW er líkt að mörgu leyti en verkefni unglingastarfsins eru jafn ólík og verkefni björgunarsveitanna. Uppbyggingin á unglingadeildastarfinu er þó í grunninn sú sama og því hentar samstarf unglingadeilda samtakanna tveggja mjög vel. Unglingadeildin Klettur og Unglingadeildin Bruni voru mikið til saman í þeirra ungmennaskiptum þar sem heimsóknirnar voru á sama tíma en þær stóðu í 10 daga. Klettur tók á móti unglingadeild frá Hauenstein en Bruni frá Bad Kreuznach. Unglingadeildin Árný tók á móti unglingadeild frá Bocholt og stóð sú heimsókn í 14 daga. Meðal dagskrárliða voru hópefli, fyrsta hjálp, bátar, sig og göngur. Hópurinn varð fljótt mjög samrýmdur og mikil ánægja var meðal unglinganna. Íslensku unglingarnir fengu tækifæri til að spreyta sig í að kenna þeim þýsku hvernig við sígum, leiðbeina þeim í fyrstu hjálp og fræða um land og þjóð. Verkefnin hjá Unglingadeildinni Kletti og Unglingadeildinni Árnýju voru seinni verkefnin í ungmennaskiptum en síðastliðið sumar heimsóttu þær þýsku deildirnar. Næsta sumar fer Unglingadeildin Bruni til Þýskalands.

51


Verkefnin hjá Unglingadeildinni Kletti og Unglingadeildinni Bruna voru fjármögnuð með styrk frá Evrópu unga fólksins. Styrkurinn fellur undir Erasmus+ prógrammið hjá þeim en þau styrkja fjöldann allan af verkefnum sem endurspegla markmið þeirra. Unglingadeildin Árný fjármagnaði sitt með 24ra klukkustunda bátamaraþoni.

52


GÓÐIR KOSTIR fyrir björgunarsveitir

Yamaha Wolverine-R er fjölhæfur 4X4 bíll sem lætur vel að stjórn, er þægilegur og öruggur í notkun.

Arctic Trucks Ísland ehf. Kletthálsi 3 110 Reykjavík

Sidewinder M-TX SE 162 árgerð 2017 er tímamóta vélsleði frá Yamaha með turbo-mótor frá verksmiðju sem kemur þér í nýjar hæðir!

Sími Netfang Vefur

540 4900 info@arctictrucks.is www.arctictrucks.is

Yamaha býður gott úrval utanborðsmótora fyrir stóra sem smáa báta. Þeir eru þekktir fyrir áreiðanleika og gott verð, eru hljóðlátir og hlaðnir bestu fáanlegu Yamaha tækni.

®

53

EXPLORE WITHOUT LIMITS


54


Innilegar þakkir til • Myllunnar • Vífilfells • Gríms kokks • Mjólkursamsölunnar • Matfugls • Björnsbakarís • Ásbjörns Ólafssonar • Kjarnafæðis • Sögusafnsins • Kringlukráarinnar • Shake & Pizza • Gullfosskaffis • Hveragerðisbæjar • Slysavarnadeildarinnar Dagbjargar • Slysavarnadeildarinnar Þórkötlu • Slysavarnadeildarinnar í Reykjavík • Slysavarnadeildarinnar Framtíðarinnar • Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar • Mennta- og menningarmálaráðuneytisins

55


Notkun flagga á snjóflóðavettvangi

Við vinnu á snjóflóðavettvangi og í leitaraðgerðum er oft notast við flögg til að merkja vísbendingar, jaðar svæðisins og annað. Enginn staðall eða tilmæli hafa verið til um hvaða liti á að hafa á þessum flöggum og því hafa þau spannað alla litaflóruna.

Undanfarin misseri hefur orðið aukin umræða um mikilvægi þess að reyna að samræma liti á þessum flöggum svo allir björgunarmenn séu meðvitaðir um merkingu þeirra. Umræðan hefur farið fram víðsvegar og m.a. var rætt um það á Fjallamessunni, sem haldin var árið 2016, að merkingar sem þessar gætu nýst á fleiri sviðum en snjóflóðasviði. ICAR (International Commission for Alpine Rescue), sem Slysavarnafélagið Landsbjörg er aðili að, gaf á síðasta ári út tilmæli um notkun flagga á snjóflóðavettvangi. Það lá því beinast við að SL tæki upp þann staðal. Samkvæmt þeim tilmælum er unnið með blá, gul og rauð flögg. Ákveðið var að kanna möguleika á að flytja inn flögg sem einingar gætu keypt. Úr varð að valin voru flögg frá austurrískum aðila, gegnum milligöngu þarlendra björgunarsveita og félaga í ICAR. Flöggin eru komin í sölu hjá SL.

Flöggin eru úr þunnu gúmmíefni á tréstiku og með endurskinspunkti. Þau koma í þrem litum, rauðu, gulu og bláu og eru seld í settum þar sem hvert sett inniheldur 100 flögg; 50 rauð, 35 gul og 15 blá. Á næstunni eru væntanleg tilmæli frá Björgunarskólanum um notkun þessara flagga og frekari búnað sem æskilegt er að björgunarsveitir hafi yfir að ráða á snjóflóðavettvangi. Einnig verða gefin út tilmæli um notkun lita á flaggmerkingum í leitartækni.

Jaðarmerkingar Stangarleituð svæði Vísbendingar SSP

56

Anton Berg Carrasco


Bílabúð Benna áskilur sér rétt til breytinga án fyrirvara á verði og búnaði.

Óstöðvandi í vetur!

Vertu klár fyrir veturinn!

Rexton Verð frá: 4.990.000 kr. Mynd: 33” breyttur Rexton

Toyo vetrardekk í kaupauka

Tilboð á 33” breytingu

Toyo vetrardekk undir öllum SsangYong jeppum og sumardekk í skottinu.

33” breytingarpakki fyrir Rexton á aðeins 290.000 kr.

Verið velkomin í reynsluakstur! Reykjavík Tangarhöfða 8 Sími: 590 2000

Reykjanesbær Njarðarbraut 9 Sími: 420 3330

benni.is. Bílaríki, Akureyri Glerárgötu 36 Sími: 461 3636

Opið: Virka daga frá 9:00 til 18:00 Laugardaga frá 10:00 til 14:00

57


Allir voru sáttir við að sinna hlutverki hins týnda.

Heimsókn á námskeið hjá Norske Redningshunder í Bodø Í byrjun september kom boð frá FORF í Noregi um að Landsbjörg stæði til boða að senda þrjá fulltrúa á námskeið í rústaleit hjá Norske Redningshunder (NRH) í Bodø. FORF eru norsk regnhlífarsamtök sjálfboðasamtaka í leit og björgun. Þó fyrirvarinn hafi verið skammur þáðu þeir Ásgeir Eggertsson og Björn Óskar Einarsson boðið, en ekki tókst að manna þriðja sætið. Ásgeir starfar með Hjálparsveit skáta í Garðabæ og þjálfar hundinn sinn með Björgunarhundasveit Íslands og Björn Óskar er félagi í Ársól á Reyðarfirði og þjálfar með Leitarhundum SL. 58

Ljósmyndir: Ásgeir Eggertsson

Ásgeir Eggertsson


Kemur klinkinu í góð mál!

59


2018 árgerðin á leiðinni! ÞEKKT MERKI MEÐ YFIR 50 ÁRA FARSÆLA SÖGU

KRAFTUR ENDING ÁREIÐANLEIKI

2,5 - 250hö. Fjórgengis eða tvígengis Hljóðlátir, öruggir og hagkvæmir í rekstri

Adventure

60

Adventure gúmmíbátar hafa reynst vel við íslenskar aðstæður. Harðbotna RIB bátar. Ýmsar útfærslur fáanlegar.

Miðhrauni 13 - 210 Garðabæ - Sími 578-0820 - arcticsport.is


Ekki berst mikil lykt úr lokaðri tunnu. Því reynir á vel þjálfað nef í þessari leit. NRH telur um 1.600 meðlimi og eru í þeim hópi bæði virkir félagar og stuðningsaðilar. Sveitin fær um 500 útköll á ári. Sveitinni er skipt upp í 18 einingar eftir landsvæðum. NRH er sjálfstæð björgunareining sem fær útköll frá lögreglunni og tekur þátt í björgunaraðgerðum ásamt Rauða krossinum, Norsk Folkehjelp, hjálparsveitum skáta og hellabjörgunarsveitum.

um hver tilgangur verkefnisins var fyrr en hundateymið kom á staðinn. Auk þess að prófa hundinn var kannað hversu vel leitin var skipulögð, hversu vel viðkomandi las eða skildi svæðið og hvernig viðbrögð hundsins voru túlkuð.

Eins og alltaf þegar um leit með hundum er að ræða snýst allt um að hundurinn finni lykt af þeim týnda. Sérstaklega í innanhússæfingum var reynt að búa til krefjandi lyktarumhverfi og lyktaraðstæður fyrir hundana. Innanhúss er minni hreyfing á and-

Æfingar innanhúss jafnt sem utanhúss mikilvægar í rústaleit Námskeiðið í Noregi stóð yfir í fjóra daga, 7.-10. september og var svokallað úttektarnámskeið. Það þýðir að teymin sem mættu á námskeiðið hafa æft rústaleit undanfarna mánuði, en á námskeiðinu var geta hundanna og eigenda þeirra metin. Þau teymi sem stóðust mat leiðbeinenda fóru að loknu námskeiðinu inn á útkallslista og teymi sem þegar voru á útkallslista voru endurmetin. Leitast var við að hafa æfingarnar og æfingastaðina eins fjölbreytt og erfið og hægt var. Staðirnir sem urðu fyrir valinu voru t.d. timburhaugur á endurvinnslustöð, pappírs- og pappahaugur á annarri endurvinnslustöð, fimm hæða yfirgefið timburhús og að lokum grjótnáma. Einnig var tekin kvöldæfing í annarri grjótnámu. Æfingarnar voru í mörgum tilvikum miðaðar við þær aðstæður sem þær voru haldnar í en yfirleitt voru þær gerðar sem erfiðastar bæði fyrir hunda og menn. Æfingarnar voru alltaf óundirbúnar og voru þátttakendur ekki upplýstir

Hundar jafnt sem menn voru hinir rólegustu í þessari ökuferð.

61


Farið yfir skipulag leitarinnar á kvöldæfingunni. rúmsloftinu en utanhúss og er því erfiðara fyrir hundana að greina lykt sem berst milli hæða eða í gegnum þröng op. Á kvöldin voru haldnir fyrirlestrar um ýmis efni sem tengjast rústaleit. Greint var frá ferð til Möltu sem tvö norsk hundateymi tóku þátt í, en til gamans má geta að fjórir félagar í Björgunarhundasveit Íslands tóku einnig þátt í þeirri æfingu. Fjallað var um nýjar úttektarreglur í rústaleit og INSARAG reglur um merkingu á rústum. Einnig var fjallað um siðferði, gagnkvæma umhyggju og úrvinnslu erfiðra útkalla.

Áberandi var hversu hlýðnir og agaðir hundarnir voru. Þeir sýndu ekki af sér ógnandi tilburði gagnvart öðrum hundum og gátu legið saman án þess að verða til vandræða. Þeir voru einnig markvisst settir í aðstæður þar sem kannað var hvernig þeir bregðast við. Til dæmis í hífingum, með því að sitja þétt saman á flutningavagni og einnig voru aðrir hundar staðsettir í leitarsvæðinu á meðan leitað var. Eftir þrjá daga voru leiðbeinendur nokkurn veginn búnir að gera sér í hugarlund hverjir myndu ná prófi á námskeiðinu, en fjórði dagurinn var notaður til þess að athuga betur þá hunda sem þóttu vera á

Lögð áhersla á fjölbreyttar og erfiðar aðstæður Íslensku gestunum var skipað í sitthvorn hópinn með 7-8 þátttakendum. Um 30 hundateymi tóku þátt í námskeiðinu sem skipt var upp í fjóra hópa. Þar að auki voru tveir leiðbeinendur í hverjum hópi, en tveir leiðbeinendur dæma ætíð getu hvers hunds. Geta og reynsla fólks í rústaleit var á mismunandi stigum. Þátttakendur fá ekki að skrá sig í rústaleit nema að hundar þeirra hafi náð inn á útkallslista í víðavangs- eða snjóflóðaleit. Hugsunin er því sú að teymin hafi þegar aflað sér reynslu og þekkingar í einni leit við ýmsar aðstæður áður en að rústaleitinni kemur. Segja má að rústaleit með hundi sé viðbót við aðrar leitaraðferðir. Þess vegna var grunnþjálfun hundanna í leit ekki á dagskrá á þessu námskeiði heldur einbeittu leiðbeinendur sér að því að setja upp æfingar þar sem hundarnir skynjuðu lyktina af þeim sem leitað var að í fjölbreyttum og erfiðum aðstæðum.

62

Leitað í haugi af pappakössum í endurvinnslustöð.

mörkunum. Voru lagðar fyrir þá nokkrar æfingar til viðbótar og að því loknu lá niðurstaðan fyrir. Við Björn og Ásgeir þökkum kærlega fyrir að hafa fengið þetta tækifæri til þess að heilsa upp á NRH og læra af þeirra starfi, en gott samband hefur verið við NRH hingað til og hafa leiðbeinendur frá þeim komið hingað til lands á námskeið í víðavangsleit, snjóflóðaleit og rústaleit. Einnig hafa gestir farið héðan á námskeið hjá NRH í Noregi. Það var því mikilvægt að fá tækifæri til þess að treysta böndin og sjá hvaða aðferðir eru notaðar við þjálfun leitarhunda utan landsteinanna.


– fyrir kröfuharða ökumenn

Skoðaðu úrvalið á vefnum okkar:

www.dekkjahollin.is AKUREYRI

Draupnisgötu 5 460 3000

EGILSSTAÐIR Þverklettum 1 460 3001

REYKJAVÍK Skeifunni 5 460 3002

REYKJAVÍK

Skútuvogi 12 460 3003

/dekkjahollin

63 AKUREYRI

EGILSSTAÐIR

REYKJAVÍK

REYKJAVÍK


Viðbragð við hópslysum Á landsþingi í vor var björgunarsveitinni Kára í Öræfum afhent fyrsta hópslysakerran í hópslysaverkefni Slysavarnafélagið Landsbjörg og Isavia. Í kjölfarið voru smíðaðar tvær kerrur til viðbótar sem voru í framhaldinu afhentar björgunarsveitinni Stefáni á Mývatni og björgunarfélagi Ísafjarðar. Áfram er unnið að verkefninu og er búið að skilgreina næstu sex staði þar sem hópslysakerru verður komið fyrir. Slysavarnafélagið Landsbjörg er eigandi þess hópslysabúnaðar sem fjármagnaður er af Isavia og felur einingum varðveislu búnaðarins í samræmi við þarfagreininguna. Ef aðstæður breytast mun búnaður verða færður þangað þar sem ástæða þykir að búnaðurinn verði. Samkvæmt þarfagreiningunni er verið að horfa á að til staðar sé hópslysabúnaður sem nýtist í stærri háorkuslysum þegar sjúkraflutningar frá nærliggjandi byggðum ná ekki að anna flutningi og aðhlynningu slasaðra. Í þarfagreiningunni var horft til umferðar, fjölda útkalla og hversu mikil björgunargeta væri á viðkomandi svæði. Einnig var framkvæmd skoðanakönnun meðal björgunarsveitarfólks og annarra viðbragðsaðila þar sem óskað var eftir tillögum að æskilegri staðsetningu á hópslysabúnaði. Miðað var við að hægt væri að sinna 15 alvarlega slösuðum einstaklingum og hlúa að alls 40 manns. Í kerrunum er tjald, hitunarbúnaður, rafstöð, börur og teppi. Kostnaður við hverja kerru er 4 m.kr. með öllum búnaði.

64

Grænn: Kerrur í verkefninu sem búið er að afhenda. Gulur: Kerrur afhentar 2018/2019. Blár: Kerrur í eigu björgunarsveita.

Guðbrandur Örn Arnarson


fetaðu nýjar slóðir í fatnaði sem þú getur treyst.

ÁRNASYNIR

Útivistardeildin er í smáralind

KRINGLUNNI SMÁRALIND utilif.is

65


Framfarir í aðgerðagrunni Aðgerðagrunnurinn er það verkfæri sem Slysavarnafélagið Landsbjörg notar til að skrá allar aðgerðir. Aðgerðagrunnurinn er einnig notaður af öðrum viðbragðsaðilum og til þessa hefur hver og einn skráð í sinn aðgerðagrunn. Í aðgerðum þar sem viðbragðsaðilar vinna saman, jafnvel margir, hefur verið nokkuð um að verið sé að skrá sömu upplýsingarnar á mörgum stöðum. Nú er verið að hleypa af stokkunum nýrri útgáfu af aðgerðagrunni sem eykur samvinnumöguleika viðbragðsaðila. Þegar aðgerð er stofnuð verður hér eftir hægt að opna fyrir aðgang annarra viðbragðsaðila að þeirri aðgerð. Aðgerðin opnast þá sjálfkrafa hjá þeim viðbragðsaðilum sem eru valdir við stofnun aðgerðarinnar. Ef aðgerð byrjar smátt og vindur upp á sig er hægt að deila aðgerðinni þó svo búið sé að vinna í aðgerðinni og verður hún þá aðgengileg fyrir aðra með öllum þeim upplýsingum sem búið er að skrá.

Við köllum þetta að „deila aðgerð“. Deild aðgerð er aðgerð þar sem allir skrá í sama grunninn og allir sjá það sama. Þegar aðgerð er deilt skráir hver og einn viðbragðsaðili í sama grunninn og hópar og verkefni verða sameiginleg. Bjargir allra verða sýnilegar og hægt að skrá aðila frá mismunandi viðbragðsaðilum í sama hópinn. Alla jafna eru það aðallega aðgerðastjórnendur í almannavarnaskipulagi sem myndu verða settir saman í hóp. Fyrsti áfangi þessa verkefnis er tilbúinn. Aðilar geta unnið saman og allir sjá allt. Næsti áfangi verkefnisins er að finna út úr því hvernig á að koma böndum á upplýsingaflæðið og tryggja að t.d. verkefnaúthlutun verði markviss og að hver og ein stjórneining viti hvaða verkefni tilheyri henni og þeim björgum sem undir hana heyrir.

66

Búið er að kalla eftir þessum breytingum í langan tíma. Gera þurfti miklar breytingar á aðgerðagrunninum til að gera þetta mögulegt. Nú keyra allir viðbragðsaðilar á sama grunni og því auðvelt að opna á milli og vinna saman. Til þess að auðvelda yfirsýn í skráningu aðgerða er einnig búið að bæta við þeirri virkni að nú sést í hvaða einingu sá er sem skráir. Þetta er ekki bara mikilvægt í deildum aðgerðum heldur einnig í stórum aðgerðum þar sem ekki er verið að deila aðgerðum. Þeir sem tilheyra mörgum starfseiningum þurfa að passa að velja rétta einingu þegar farið er í aðgerðagrunninn. Fyrir framan nafn hvers og eins kemur tveggja til þriggja stafa skammstöfun sem tilgreinir frá hvaða viðbragðsaðila viðkomandi er, t.d. SL, AV, RKI, SHS o.s.frv. Á eftir skammstöfuninni kemur síðan kallmerki viðkomandi einingar, t.d. Stefán, Súlur, Reykur, Svæðisstj. Sv. 15, Lögregla Vestfirðir, SST, AST, VST o.s.frv. Þetta ætti að auðvelda öllum að glöggva sig á hver það er sem skráir og í umboði hvers. Til að velja sjálfgefna einingu förum við efst uppi til hægri í aðgerðgrunn í nafnið okkar og smellum á þá einingu sem við erum fulltrúar fyrir. Ef við komum í aðgerð í öðru hlutverki en venjulega, t.d. aðgerðastjórnandi sem mætir sem almennur leitarmaður,

þarf að gæta að því að velja rétta einingu til að skráningar verði ekki villandi. Í sumum tilvikum tilheyrir okkar fólk fleiri en einum viðbragðsaðila og sjást þá allar einingar sem viðkomandi tilheyrir í listanum, sama í hvaða aðgerðagrunn er farið. Athugið að sjálfgefin eining er valin fyrir hvern grunn fyrir sig þannig að þeir sem eru með aðgang að grunnum SL, RKÍ og AV þurfa ekki að hafa áhyggjur því sjálfgefið val helst aðskilið fyrir hvern aðgang fyrir sig. Næstu skref í þessari þróun verða síðan þau að láta reyna á þetta fyrirkomulag í einhvern tíma, fá vandamálin upp á yfirborðið og fara síðan í að útbúa síur og önnur hjálpartæki til að ná böndum á upplýsingaflæðið. Margar hugmyndir hafa verið ræddar um hvernig megi stýra upplýsingaflæðinu, en best er að sjá hvort þetta opna fyrirkomulag virkar áður en við förum í að reyna að laga það. Meðal þeirra hugmynda sem ræddar hafa verið er að mikilvægt verður að hægt verði að sía burtu það sem skráð verður um verkefni eða atvik sem á aðeins við um innri verkefni eins viðbragðsaðila og varðar ekki sérstaklega framgang þeirrar aðgerðar sem verið er að deila. Líklega verður settur takki sem gerir það sem skráð er sýnilegt aðeins fyrir þá sem eru í viðkomandi einingu. Nota má „Tög“ til að merkja betur það sem er skráð til að auðkenna betur hver á t.d. verkefni. En þetta verður sameiginlegt verkefni okkar allra að leysa.

Guðbrandur Örn Arnarson


Verið tilbúin fyrir veturinn - mikið úrval af hágæða vetrarfatnaði

Norsk ullarnærföt úr einstaklega mjúkri og teygjanlegri 100% merino ull

Sýndu klærnar í vetur með Snowline mannbroddum!

SPORTÍS

67

M Ö R K I N 6 - 1 0 8 R E Y K J AV Í K - S : 5 2 0 - 1 0 0 0 - S P O R T I S . I S


Öryggi augna í útivist Þegar fólk stundar útivist má ekki gleyma að hugsa um öryggi augna. Sjónin er dýrmætt skynfæri og mikilvægt að við verndum hana við allar aðstæður, bæði inni og úti. Að mörgu þarf að hyggja í þessum efnum. Öryggi augna snýst bæði um að verja augun fyrir ytri aðstæðum með réttu græjunum, en líka að viðhalda góðri augnheilsu með réttum meðferðarvörum og fara reglulega í eftirlit hjá augnlækni og sjóntækjafræðingi. 68

Harald Kristófersson, Helga Kristinsdóttir og Maríanna Jónsdóttir sjóntækjafræðingar


Ytri aðstæður Allir sem stunda útivist á Íslandi vita að hér er allra veðra von. Ytri aðstæður geta snögglega breyst, jafnvel á miðri leið niður skíðabrekkuna eða Esjuna getur veðrið snúist og allt í einu blindast maður af þoku eða snjóbyl og maður sér ekkert. Við svona aðstæður er mikilvægt að vera með réttu útivistargleraugun til að minnka líkurnar á að við slösum okkur eða jafnvel aðra. Við björgunarstörf er það einnig mjög mikilvægt enda oft um að ræða krefjandi aðstæður í slæmu veðri þar sem skiptir miklu að sjá sem allra best. Í útivist getur sólin líka verið hættuleg, en útfjólubláir geislar hennar skaða augun og jafnvel þegar það er skýjað berast skaðlegir geislarnir í gegn. Þá getur endurkast af vatni eða snjó verið sérstaklega hættuleg og forðast skal að horfa beint í sólina. UV vörn í útivistargleraugum er því algert lykilatriði og er í flestum betri útivistargleraugum.

Ljósmyndir: Ólafur Már Björnson

Síðast en ekki síst þá verja útivistargleraugu augun gegn augnslysum, en algengt er að augnslys verði þegar eitthvað feykist í augun, t.d. rusl, sandur eða eitthvað slíkt. Þetta getur gerst úti sem inni og í hvaða veðri sem er, en slæmt veður eins og oft er við björgun eykur líkurnar töluvert.

Réttu útivistargleraugun Þetta er stóra spurningin sem við sjóntækjafræðingar fáum, en því miður eru ekki til einhver ein útivistargleraugu sem henta við allar mögulegar aðstæður. Hönnun umgjarða er oftast sérsniðin að ákveðnum notum t.d. sérstök hjólagleraugu, hlaupagleraugu, jöklagleraugu, skíðagleraugu o.fl. Sum útivistargleraugu er hægt að samnýta fyrir fleiri en eina tegund útivistar, t.d. henta stundum sömu bæði fyrir hjólreiðar og hlaup en önnur eru sértæk til að fá bestu hönnun og sýn við réttar aðstæður.

Ytri aðstæður hafa að segja um val á umgjörð. Þegar veður er vont eða mikið ryk eins og kannski við rústabjörgun er mikilvægt að hafa umgjörð sem lokar vel á hliðunum. Sama á við á jöklum svo að sól og endurkast komist ekki í augun og þá er einnig mikilvægt að umgjörðin sitji vel svo hún renni ekki ef verið er að klífa ís eða kletta og báðar hendur uppteknar. Glerin þurfa að vera dökk og/eða með speglagleri og algengast er Cat4 gler sem er dekksti liturinn, svo dökkur að ekki má nota við akstur. Svipað á skíðum, sleðum og í slíkum aðstæðum og þá er mikilvægt að teygjan sé stillanleg og með sílikon að innan svo skíðagleraugun haldist vel á sínum stað. Í öllum þessum dæmum þarf tækni í hönnun að vera þannig að þau lofti vel til að minnka hættu á móðu innan á linsunni. Flest betri útivistargleraugu sem nota á þar sem kuldi, hiti og raki takast á eru með góðri móðuvörn (antifog). Ef linsa er ekki

69


með móðuvörn eða hún hefur eyðst með tímanum er hægt að kaupa móðuvörn í gleraugnaverslunum til að bera á linsuna.

Mismunandi linsur henta mismunandi birtu- og veðurskilyrðum Tækni og litur í linsum er mjög mismunandi og þarf að henta birtu- og veðurskilyrðum. Rétt linsa skerpir sýn í aðstæðum, ver augun og getur aðstoðað fólk við að sjá útlínur og umhverfi betur. Í björtu henta dekkri litir en í myrkri eða slæmu veðri

70

er betra að vera með gula linsu en þetta er ekki algilt og fer eftir framleiðanda hvað skal velja. Dæmi um góðan lit í linsu sem spannar fjölbreytta notkun er Madagascar frá Shamir, en sá litur hentar t.d. í fjallaferðir, hlaup, hjólreiðar, skotveiði og fleira. Hún er appelsínugul en samt björt, gefur góða skerpu og hentar í sól, rökkri, rigningu og snjó, sem dæmi. Ef hún er tekin með spegli ver það augun enn betur gegn endurkasti. Ef það þarf hins vegar linsu sem hentar í myrkri, t.d. við björgunarstörf, henta skær gul Shamir 450 betur. Þá fylgir sumum útivistargleraugum auka linsa

til að skipta út eftir aðstæðum, t.d. dökk fyrir mikla birtu, ljós eða glær fyrir minni birtu o.s.frv. Einnig er hægt að fá clip-on inn í sumar umgjarðir til að setja í gler með styrk eða jafnvel sérpanta gler með styrk í sumar umgjarðir þó svo þær séu kúptar. Eins og reifað er hér þá er að mörgu að hyggja varðandi öryggi augna. Fjölbreyttar lausnir eru í boði og ýmsar sértækar sem ekki er fjallað um hér, en hafið í huga að sama lausn sem hentar ekki öllum. Því hvetjum við fólk til að vera ófeimið að leita til sjóntækja- og sérfræðinga og fá ráðgjöf.


PIPAR\TBWA • SÍA

ÖRYGGISHNAPPUR

Við viljum njóta stundanna örugg og áhyggjulaus, sama hverju við tökum upp á. Þess vegna er mikilvægt að við gætum vel hvert að öðru. Svona til öryggis.

71 Sími 570 2400 | Askalind 1 | Nánar á oryggi.is


72


Tengingin skiptir máli

Áhyggjuleysi, öryggi og þægindi með öflugu 4G dreifikerfi Vodafone Framtíðin er spennandi.

Ertu til?

73


Lopapeysan „Landsbjörg“ Anna Kristín Helgadóttir, leikskólakennari og prjónahönnuður, býr í sælunni á Hvolsvelli ásamt manni sínum Smára Sigurbjörnssyni og þremur börnum. Smári hefur starfað í björgunarsveitinni Dagrenningu frá því hann var unglingur, hann hefur verið virkur félagi lengi og meðal annars setið sem formaður sveitarinnar. Anna er því vön að Smári sé boðaður í útkall og rjúki út að hjálpa öðrum. Eitt sinn þegar hún var að svæfa yngsta barnið þeirra kom útkall og Smári tekur sig til og er rokinn út. Þá varð Önnu, sem oft er með hugann við lopapeysur, hugsað til þess hvers vegna ekki væri til „Landsbjargar“ munstur fyrir lopapeysu. Lopapeysa er jú eitt það besta sem hægt er að taka með sér þegar björgunarsveitarfólk fer og sinnir útköllum, oftar en ekki í brjáluðu veðri og maður veit oft ekki í hvaða aðstæður verið er að fara. Þannig varð uppskriftin að munstrinu „Landsbjörg“ til og vill Anna deila því með lesendum og vonast til að sem flestir geti nýtt sér það og klæðst góðri og vel merktri lopapeysu í útköllum og starfi sveitanna. 74


Við Skarfaklett í Reykjavík, 64° N, +10° C, 21/8, 17:42

Ævinlega velkomin um borð

Fljúgðu í næsta ævintýri. airicelandconnect.is

75


76

Meira til skiptanna


Landsbjörg Uppskrift þessi er eingöngu ætluð til einkanota og er dreifing eða fjölföldun á Höfundur uppskriftar er henni, að hluta til eða í heild, óheimil. Anna Kristín Helgadóttir Höfundur uppskriftar er Anna Kristín Helgadóttir Stærðir

Áður en þú byrjar... Áður en þú byrjar...

...langar mig að fara yfir nokkur atriði.

...langar Garn mig að fara yfir nokkur atriði.

Yfirvídd er mæld yfir brjóst og lengdir eru mældar frá handarkrika. Ég ráðlegg fólki að mæla þann sem á að fá flíkina og velja stærð út frá yfirvídd. Uppgefnar stærðir eru eingöngu til viðmiðunar. Mælið einnig ermalengd og lengd á bol og prjónið lengdir í samræmi við það, þar sem fólk er t.d. með mislanga handleggi.

Uppskriftin er úr léttlopa frá Ístex og miðast við 50g dokkur. Ef þið getið ekki Útskýringar Garn notað lopann er hægt að nota annað garn, s.s. Navia, Trysil, Alfa, Fritidsgarn Í uppskriftinni notast ég við styttingar á orðum sem þýða: Uppskriftin frá Ístex og miðast við 50g dokkur. Ef þið ekki notað lopann er hægt að nota annað o.fl. Munið baraer að úr geraléttlopa prjónfestuprufu. L =getið lykkja/lykkjur garn, s.s. Navia, Trysil, Alfa, Fritidsgarn o.fl. Munið bara að gera prj prjónfestuprufu. = prjónið/prjónaðar Uppbygging óprj = óprjónað/óprjónaðar Uppbygging Uppskriftin er gefin upp í nokkrum stærðum. Lykkjufjöldi og sentímetrafjöldi umf = umferð/umferðir fyrir stærðir er gefinn upp íupp talnaröð, minnsta stærðin kemurLykkjufjöldi fyrst og sú stærstaog sentímetrafjöldi Uppskriftin er gefin í nokkrum stærðum. fyrir stærðir er gefinn upp í talnaröð, br = brugðið síðust. Stundum er aðeins ein fyrst tala gefin þá á hún við umStundum allar stærðir.er aðeins minnsta stærðin kemur ogupp sú en stærsta síðust. ein tala gefin upp en þá á hún við um allar sl = slétt Ef stækka eða minnka á uppskrift umfram það sem uppgefið er, er hægt að A, B...er, = bókstafir munsturliti stærðir. Ef stækka eða minnka á uppskrift umfram það sem uppgefið er hægttákna að bæta við eða fækka um eitt bæta við eðaí munsturbekk. fækka um eitt munstur í munsturbekk. Þá eða þarf að fjölga eða fækka í uppfiti # _# =í endurtakið milli þessara tákna út umferð eða eins oft og munstur Þá þarf að fjölga fækka lykkjum samræmifyrirmæli við það.

lykkjum í uppfiti í samræmi við það. tekið er fram er tilgreint í hvaðaí stærðum uppskriftin er, hver prjónfestan sé, hvaða ÍÍ upphafi upphafi er tilgreint hvaða stærðum uppskriftin er, hver prjónfestan sé, hvaða áhöld þarf, hvaða garn og þá hve mikið áhöld þarf, hvaða og þámunsturteikningu hve mikið af hverjum lit.erUndir munsturteikningu munsturteikningunum notast éger viðallan tákn sem þýða: af hverjum lit.garn Undir vínrauð lína. Þetta erÁkaflinn sem endurtekinn hringinn. Línan lítur er vínrauð lína. Þetta er kaflinn sem endurtekinn er allan hringinn. Línan lítur O = brugðin lykkja svona út: svona út: V = færið lykkjuna óprjónaða yfir á hægri prjón

Í úrtökuumferðum detta lykkjur út og hverfa þá undir lykkjuna sem hefur pílutákn: Stærðir » = prjónið að úrtöku og prjónið næstu 2 lykkjur slétt saman til hægri Yfirvídd er mæld yfir brjóst og lengdir eru mældar frá handarkrika. Ég ráðlegg fólki að mæla þann sem á að fá flíkina « = prjónið að merkinu, takið eina lykkju óprjónaða, prjónið næstu lykkju og velja stærð út frá yfirvídd. Uppgefnar stærðir eru eingöngu til viðmiðunar. Mælið einnig ermalengd og lengd á bol og steypið óprjónuðu lykkjunni yfir

og prjónið lengdir í samræmi við það, þar sem fólk er t.d. með mislanga handleggi. Þvottur Útskýringar Ístex mælir með að ullarflíkur séu þvegnar í höndum í ylvolgu vatni með mildri Í uppskriftinni notast ég við styttingar á orðum sem þýða: sápu. Mikilvægt er að skola vel, þannig að litur renni ekki lengur úr. Ekki má L = lykkja/lykkjur nudda, vinda eða kreista flíkina. Mér finnst nauðsynlegt að setja mýkingarefni prj = prjónið/prjónaðar í síðasta skolvatnið til að gera flíkina mýkri. Það er í lagi að setja flíkina í stutta þeytivindu. Sumar þvottavélar eru búnar góðum þvottakerfum fyrir ull og óprj = óprjónað/óprjónaðar hefur mér t.d. gefist vel að nota slíkt. Leggið flíkina til þerris og sléttið hana vel umf = umferð/umferðir þannig að hún nái í viðeigandi mál. Stundum getur verið þörf á að pressa flíkina br = brugðið og er það gert frá röngunni með meðalheitu straujárni og röku pressustykki, sl = slétt athugið þó að sleppa stroffum. A, B... = bókstafir tákna munsturliti # _# = endurtakið fyrirmæli milli þessara tákna út umferð eða eins oft og tekið er fram Að lokum • Byrjaðu á að lesa yfir alla uppskriftina. Það getur sparað óþarfa pirring seinna. • Ef þú ert ekki viss um hvernig á að gera eitthvað kíktu þá á netið. Youtube er t.d. algjör snilld þegar maður þarf að fá nánari útskýringar á hvernig hlutirnir eru gerðir. • Vertu óhrædd/ur við að breyta litum og prófa nýja hluti. Engin uppskrift Í úrtökuumferðum detta lykkjur út og hverfa þá undir lykkjuna sem hefur pílutákn: er svo fullkomin að ekki sé » = prjónið að úrtöku og prjónið næstu 2 lykkjur slétt saman til hægri hægt að breyta henni eða bæta eftir eigin höfði. • Myndaðu flíkurnar þínar þegar þær eru tilbúnar og safnaðu í möppu. Gam« = prjónið að merkinu, takið eina lykkju óprjónaða, prjónið næstu lykkju og steypið óprjónuðu an er að skrá við myndirnar ýmsar upplýsingar, s.s. hvenær þetta var prjónlykkjunni yfir að, handa hverjum, hvaðan uppskriftin kom, hvaða garn og prjónastærð var notuð. Það er ótrúlega gaman að fletta slíkum möppum seinna meir. Þvottur • Mundu að dást að handverki þínu og hrósa sjálfri/sjálfum þér.

Á munsturteikningunum notast ég við tákn sem þýða: O = brugðin lykkja V = færið lykkjuna óprjónaða yfir á hægri prjón

Ístex mælir með að ullarflíkur séu þvegnar í höndum í ylvolgu vatni með mildri sápu. Mikilvægt er að skola vel, þannig að litur renni ekki lengur úr. Ekki má nudda, vinda eða kreista flíkina. Mér finnst nauðsynlegt að setja mýkingarefni í síðasta skolvatnið til að gera flíkina mýkri. Það er í lagi að setja flíkina í stutta þeytivindu. Sumar þvottavélar eru búnar góðum þvottakerfum fyrir ull og hefur mér t.d. gefist vel að nota slíkt. Leggið flíkina til þerris 77 Ljósmyndir: Anna Kristín Helgadóttir og sléttið hana vel þannig að hún nái í viðeigandi mál. Stundum getur verið þörf á að pressa flíkina og er það gert frá röngunni með meðalheitu straujárni og röku pressustykki, athugið þó að sleppa stroffum.


Ermalengd herra: Lengd á bol dömu: Lengd á bol herra:

Landsbjörg

Prjónfesta 10 x 10 cm = 18 L og 24 umf L á prjóna nr XL4½.

51 37 42

52 38 44

53 39 46

S

M

C: 0051 - 1 í öllum stærðum D: 1411 - 1 í öllum stærðum

Munstur B

54 o 53 o 52 o » » 51 o Yfirvídd 91 100 108Efni og áhöld 117 50 o 49 o Ermalengd dömu: 47 48 49 Sokkaprjónar 50 nr 3½ og 4½ 48 o Hringprjónar nr 3½ og 4½ Ermalengd herra: 50 51 52 53 47 o » » Rennilás 46 o Lengd á bol dömu: 36 37 38 39 45 o Stærðir S M L XLA Léttlopi 44 o Lengd á bol herra: 40 42 44 Munstur 46 43 -o6, 7, 8, 9 o Yfirvídd 91 100 108o 117 A: 9434 42 o « o Ermalengd dömu: 47 48 49 o 50 B: 9419 - 2 í öllum stærðum » 41 o o Ermalengd herra: 50 51 52 oo 53 C: 0051 1 í öllum stærðum 40 o o Léttlopi Lengd á bol dömu: 36 37 38 o 39 D: 1411 39 -o1 í öllum stærðum o 9 Lengd áA: bol9434 herra:- 6, 7, 8,40 42 44 o 46 38 o o 37 o o o B: 9419 - 2 í öllum stærðum 36 o C: 0051 - 1 í öllum stærðum 35 o Prjónfesta Munstur B 34 o D: 1411 - 1 í öllum stærðum 54 o 10 x 10 cm = 18 L og 24 umf 33 o o 53 o 32 o o á prjóna nr 4½. 52 o » » o 98, 104, 110, 116 31 o » 51 o o 30 o Efni og áhöld 50 o o 29 o o 10 xSokkaprjónar 10 cm = 18 Lnrog3½ 24og umf o 4½á prjóna49nr 4½. 28 o o 48 o Hringprjónar nr 3½ ogo4½ 27 o o 130, 138, 146, 154 47 o » » Rennilás o 26 o o » 46 o 25 o o » o 98, 104, 110, 45 o116 Sokkaprjónar nr 3½ og 4½ 24 o o Munstur A o 44 o 23 o o 43 nr o 3½ og 4½ o o oHringprjónar 22» o o 162, 172, 182, 192 « » o o oRennilás 42 o 21 o o 41 o o o o 20 o o 40 o o o 19 o o o 130, 138,39146, o 154 o» o Stærð S: Sleppið umf 7, 10, 32, 35, 43, 49 18 o o o 38 o o o 17 o o 37 o umf 10, 32, 43, 49 o o oStærð M: Sleppið 16 o o 36 o oStærð L: Sleppið umf 10, 32 15 o o 35 o o 14 o o » 34 o » o 162, 172,33182, 192 13 o o o 12 o o o 32 o 11 o o 195, 207, 219, 231 Fitjið upp 44, 44, 48, 48 Lo á prjóna nr Prj 5 cm 31 3½ o með lit B. Tengið í hring. » 10 o o 30 onr 4½ og prj sl, aukið út um 4 L jafnt o stroff #1 L sl, 1 L br#. Skiptið yfir á prjóna 9 o 29 o o o 8 o yfir umf = 48, 48, 52, 52 L. Prj endurtekningu í munstri A. Prj áfram með lit A 28 o o 7 o o 27 o og aukið jafnframt út umo2 L á undirermi, sitt hvorum megin við miðlykkjur, 6 o o 26 o » « o 211, 224, 237, 250 5 o í 9. hverri umf þar til þaðo eru á prjóninum 25 o 68, 72, 74, 76 L. Prj þar til ermi o 4 o 24 50, o 51, 52, 53 cm. Setjið 10, 12, 13, 14 o mælist: dömu: 47, 48, 49,o50 cm. herra: 3 o 23 o o o 2 o L á undirermi á hjálparnælu. 22 o o o 1 o 21 o o o 195, 207,20219, o 231 o 19 o o o Stærð S:oSleppið umf 7, 10, 32, 35, 43, 49 o L á prjón18nr o3½ með lit B. Tengið í hring. Athugið Fitjið upp 163, 179, 195, 211 17 o Stærð M:o Sleppið umf 10, 32, 43, 49 o að fyrsta og síðasta L á prjóninum eru prj brugðnar og eru til að klippa 16 alltaf o Stærð L:oSleppið umf 10, 32 o 15 o o peysuna seinna. Prj«5 cm stroff #1 L sl, 1 L br#. Skiptið yfir á prjón nr 4½ og prj o 211, 224,14237, o 250 » o 243, 258, 273, 288 13 til o bolur mælist: dömu: 36, 37, 38, 39 o munstur A. Haldið áframomeð lit A þar 12 o o o cm. herra: 40, 42, 44, 46 cm. 11 o o o 10 o o o 9 o o o 8 o o o 12, 13, 14 L á hjálparnælu, prj fyrri o Prj 36, 39, 43, 46 L af bol,osetjið næstu7 10, 6 o o ermi (58, 60, 61, 62 L), prjo 71, 77, 83, 91 L (bakstykki), setjið næstu 10, 12, 13, 5 o o o 4 o o 14 L á hjálparnælu, prj seinni ermi (58, 60, 61, 62 L), prj síðustu 36, 39, 43, 46 o 3 o o L. Þá eru á prjóninum 259, o 275, 291, 307 2 oL. Prj munstur B. Athugið hvaða umf o 1 oÞegar munstri lýkur eru á prjóninum o 259, 275, 291, 307 detta út í valinni stærð, sjáoundir munstri.

Stærðir

g

50 36 40

Landsbjörg

»

Prjónfesta

Efni og áhöld

Ermar

»

Bolur

Axlastykki

»

o yfir 243, 258, 288takið úr 25, 27, 29, 31 L jafnt yfir 98, 104, 110, 116 L. Skiptið á prj nr273, 3½ og o umf = 73, 77, 81, 85 L. Prjo 4 umf stroff #1 LS:sl,Sleppið 1 L br#.umf Fellið laust Stærð 7, 10, 32,af.35, 43, 49

Stærð M: Sleppið umf 10, 32, 43, 49 o Stærð L: Sleppið umf 10, 32 o Frágangur o Lykkið saman undir höndum og gangið vel frá endum. Endar sem eru við litao skil að framan eru saumaðir o niður seinna. Þvoið peysuna og leggið til þerris. Saumið tvo beina sauma omeð mjög þéttu spori í hvora brugðnu lykkjuna að framan, munið að leggja oendana yfir svo þeir saumist niður. Klippið á milli o saumanna. Saumið nú í höndum rennilásinn í peysuna. Fyrst frá réttu þar sem o brúnin er brotin og síðanofrá röngu þar sem efnisbrún rennilássins er saumuð o 259, 275, 291, 307 niður.

0, 32, 35, 43, 49 78 32, 43, 49 32

«

o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o o

98, 104, 110, 116

130, 138, 146, 154

162, 172, 182, 192

195, 207, 219, 231

211, 224, 237, 250

243, 258, 273, 288

259, 275, 291, 307


Fást eingöngu á Bíldshöfða 10

VisionX LED ljóskastarar

Nánari upplýsingar er að fá á heimasíðu okkar: www.stilling.is/visionx

6,7” Cannon GEN2 virk lumen: 2.800 915 metra drægni 5.83 Amper wött: 70 watt

8,7” Cannon GEN2 virk lumen: 4.340 1067 metra drægni 8.3 Amper wött: 100 watt

4,7” Cannon GEN2 virk lumen: 4.200 340 metra drægni 6.67 Amper wött: 80 watt

Led ljóskastarar á bifreiðar

Samanburður á drægni

4.7"

340 metrar

915 metrar

6.7"

1067 metrar

8.7" Single LED

Led ljóskastarar á vélsleða

Allt fyrir bílinn St i l l i n g hf. | Sí mi 520 8 000 | www.s t il l ing.is /vis ionx | s t il l ing@ sti lli ng.i s79


Aukinn sýnileiki Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur tekið í notkun endurbættan einkennisfatnað fyrir björgunarsveitafólk sem uppfyllir kröfur um aukinn sýnileika. Einnig hafa verið gerðar ýmsar betrumbætur frá fyrri hönnun Fleiri möguleikar á stillingum á hettu

Merki félagsins í endurskini Aukinn sýnileiki

Rennilásum hefur verið bætt við undir hendur

Vösum snúið við, til að fyrirbyggja að hlutir detti úr þeim

Götum fyrir fjarskiptabúnað hefur verið bætt við vasa

Efnið í gallanum er „ripstop“


81


Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg Afl starfsgreinafélag

Fiskm. Siglufjarðar ehf.

Hafnarsjóður Þorlákshafnar

www.asa.is

fmsi@fiskmarkadur.is

www.olfus.is

Akureyrabær

Fiskmarkaður Austurlands hf.

Hafnir Ísafjarðarbær

www.akureyri.is

fmaust@simnet.is

www.isafjardarbaer.is

Alþýðusamband Íslands

Fiskvinnslan Íslandssaga

Hita- og vatnsveita

Baader Island ehf. Beitir ehf. www.beitir.is Bolungavíkurhöfn www.bolungarvik.is Brunavarnir Suðurnesja Dalvíkurhafnir DalvíkÁrskógsströnd- Hauganes www.dalvik.is

Fjallabyggð Siglufjarðarhöfn www.fjallabyggd.is Frár ehf. frar@simnet.is Freydís sf. www.freydis.is G. Skúlason vélaverkstæði Gjögur hf. Grundarfjarðarbær

Mosfellsbæjar www.mos.is Hjallasandur ehf. Snæfellsbæ Hjálmar ehf. Hlaðbær-Colas hf. www.colas.is Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. www.frosti.is Húsavíkurhöfn, Raufarhöfn, Kópasker, wwwnordurthing.is

Djúpavogshöfn

www.grundarfordur.is

Endurskoðun Vestfjarða ehf.

Grundarfjarðarhöfn

www.endvest.is

www.grundarfjordur.is

Farmanna-og fiskim.samb.Ísl.

Gullberg ehf.

Félag skipstjórnarmanna

Hafbáran ehf

www.skipstjorn.is

450 Patreksfj.

Fisk Seafood

Hafnarfjarðarhöfn

www.fisk.is

www. hafnarfjardarhofn.is

Kristinn J. Friðþjófsson ehf.

Fiskm. Hólmavíkur ehf.

Hafnarsamlag Norðurlands

Landsnet

Fiskm. Patreksfirði

Hafnarsjóður Skagafjarðar

fiskmarkadur@simnet.is

www.skagafjordur.is

Listmunasala Fold

82

Ísfélag Vestmannaeyja hf. www.isfelag.is Íþróttamiðstöðin Egilsstöðum Klúka ehf. Kópavogshöfn www.kopavogur.is

www.myndlist.is


83

© 2016 The Coca-Cola Company. All rights reserved. COCA-COLA®, COCA-COLA ZERO®, TASTE THE FEELING® and the CONTOUR BOTTLE are registered trademarks of The Coca-Cola Company.

ENGINN DAGUR BRAGÐAST EINS


VIÐ ERUM RÁÐGJAFAR ÞÍNIR Í UMBÚÐUM Hjá Odda njóta viðskiptavinir og neytendur áratugareynslu okkar og þekkingar á hönnun og framleiðslu umbúða og þannig er tryggt að varan skili sér í réttu ástandi alla leið á áfangastað.

84

Oddi – umbúðir og prentun. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is


Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg Löndun ehf. www.londun.is Miðás ehf. www.brunas.is Miðstöð ehf. Pétursey gudjonr@eyjar.is Reykjanesbær

Vestmannaeyjum Sjómannasamband Íslands

Vélsmiðjan Foss ehf.

Slökkvilið

Vopnafjarðarhöfn

Höfuðborgarsvæðisins

www.vopnafjardarhreppur.is

www.shs.is Stegla ehf. Tálknafirði Steinunn ehf.

Reykjaneshöfn

Súðavíkurhöfn

Salka - Fiskmiðlun hf.

Sveitarfélagið Garður

www.norfish.is

www.svgardur.is

Samvinnufél. Útgerðarmanna

Tækniþjónusta Vestfjarða ehf.

www.veidiflugan.is

sveinn@tvest.is

Segull ehf. Seyðisfjarðarkaupstaður www.seydisfjordur.is Sigurbjörn sf. sibjehf@simnet.is Sigurður Ólafsson ehf.

Vörður tryggingar www.vordur.is Þórsnes

Útgerðarfél. Ískrókur ehf. Valberg ehf. valbergehf@simnet.is Verkalýðsfélagið Hlíf www.hlif.is Verslunarmannafélag

Sjómanna- og vélstjóraf.

www.vs.is

Sjómannafélagið Jötunn,

VSO Ráðgjöf ehf.

Útgerðarfelagið Öngull ehf.

olibjorn@eldhorn.is

Grindav.

www.vesturbyggd.is

www.ssi.is

www.reykjanesbaer.is

www.Fjardasport.is

Vesturbyggð

Suðurnesja

Vestmannaeyjahöfn www.vestmannaeyjar.is 85


Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg

Pantone cool gray 10 og Pantone 300 cmyk Blár C=100 M=57 Y=0 K=0 Grár C=25 M=0 Y=0 K=70 SANDUR - MÖL - UPPFYLLINGAREFNI SÆVARHÖFÐI 33 - REYKJAVÍK - SÍMI 557 2000

86


Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg

Grindavík, Hafnarfjörður, Höfn, Ísafjörður, Reykjanesbær, Sandgerði www.fms.is

NESKAUPSTAÐ www.svn.is

87


Eftirtaldir styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg

Reykjavík, Akranesi, Snæfellsnesi, Stykkishólmi, Skagaströnd, Þorlákshöfn - www.fmis.is

88


PIPAR \ TBWA • SÍA

SAMSTARF TIL GÓÐRA VERKA Olís er einn af aðalstyrktaraðilum

Samkvæmt samstarfssamningi njóta öll

Slysavarnafélagsins Landsbjargar og styrkir

aðildarfélög samtakanna sérkjara hjá Olís, en

samtökin bæði með fjárframlögum og

upplýsingar um þau kjör má fá í síma 515 1141.

veglegum afslætti af eldsneyti og öðrum

Þá geta allir meðlimir björgunar- og

vörum. Við erum stolt af samstarfinu og

hjálparsveita innan samtakanna jafnframt

þessum stuðningi við frábært starf

fengið sérkjör á eldsneyti og öðrum vörum

björgunarsveitanna, sem unnið er af fórnfýsi,

hjá Olís ef sótt er um á:

landsmönnum til heilla.

www.olis.is/vidskiptakort/landsbjorg

89


H V Í TA H Ú S I Ð / S Í A - A c t a v i s 7 1 1 0 6 1

Göngum frá verknum

Íbúfen®

– Bólgueyðandi og verkjastillandi 400 mg, 30 stk og 400 mg, 50 stk

Íbúfen 400 mg, filmuhúðuð tafla inniheldur 400 mg af íbúprófeni. Íbúfen tilheyrir flokki lyfja sem kölluð eru NSAID lyf (bólgueyðandi lyf sem ekki eru sterar). Lyfið er notað við vægum til meðalmiklum verkjum eins og höfuðverk, einnig mígreni höfuðverk, tannpínu, tíðaverkjum, hita og ýmsum gigtarsjúkdómum s.s. liðbólgusjúkdómum (t.d. iktsýki þ.m.t. barnaiktsýki), hrörnun í liðum (t.d. slitgigt), vefjagigt, öðrum liða- og vöðvasjúkdómum og meiðslum á mjúkvefjum. Takið töflurnar með glasi af vatni með eða eftir mat. Til að auðvelda inntöku eða til að stilla skammta má skipta töflunum í tvo jafna hluta. Ekki skal gefa börnum yngri en 12 ára Íbúfen 400 mg filmuhúðaðar töflur. Hámarksdagskammtur á ekki að fara yfir 3 töflur (1200 mg). Fullorðnir skulu ekki taka Íbúfen í meira en 7 daga án samráðs við lækni. Unglingar skulu ekki taka Íbúfen í meira en 3 daga án samráðs við lækni. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is 90


SEO höfuðljósin

SEO höfuðljósalínan frá Led Lenser nýtur mikilla vinsælda hjá íþrótta- og útivistarfólki, ekki síst hlaupurum, göngu- og klifurfólki. Hönnun þeirra er frískleg og hugvitsamleg og þau eru afar létt og þægileg í notkun. Lýsing og rafhlöðuending er framúrskarandi.

SEO3

• 100 lumens • Stillanlegur halli • Drægni: 100 metrar • Aðeins 105 g

• Notar 3 AAA rafhlöður • Vatnsvarið (IPX6) • Rafhlaða endist allt að 40 klst. • 1 kraftmikið hvítt LED ljós

SEO5

• 180 lumens • Vatnsvarið (IPX6) • Rafhlaða endist allt að 25 klst. • Stillanlegur halli • 1 kraftmikið hvítt LED ljós og • Stillanlegur fókus • Drægni: 120 metrar eitt rautt LED ljós sem hentar • Aðeins 105 grömm vel til að halda nætursjón • Notar 3 AAA rafhlöður

SEO7R

• 220 lumens • Stillanlegur halli • Stillanlegur fókus • Drægni: 130 metrar • Aðeins 93 grömm • Vatnsvarið (IPX6)

• Lithium hleðslurafhlöður fylgja • Rafhlaða endist allt að 20 klst. • 1 kraftmikið hvítt LED ljós og eitt rautt LED ljós sem hentar vel til að halda nætursjón

LED LENSER SÖLUAÐILAR: Byko, Granda Fiskislóð 15, Reykjavík Ísleifur Jónsson ehf. Draghálsi 14-16, Reykjavík S: 412 1200 Vélsmiðjan Þristur Sindragötu 8, Ísafirði Sími 456 4750

Afreksvörur, Glæsibæ Álfheimum 74, Reykjavík Straumrás Furuvöllum 3, Akureyri Sími: 461 2288 Iðnaðarlausnir ehf. Skemmuvegi 6, Kópavogi S: 577 2233

Gangleri Outfitters Hverfisgötu 82, Reykjavík S: 583 2222

K.M. Þjónustan ehf. Vesturbraut 20, Búðardal S: 434 1610

Kaupfélag V-Húnvetninga Byggingavörur Strandgötu 1, Hvammstanga S: 455 2300

Kaupfélag Steingrímsfjarðar Höfðatúni 4, Hólmavík S: 455 3100



Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.