Árbók 2011 - Slysavarnafélagið Landsbjörg

Page 1

ร rbรณk 2011


Hannaðu þína eigin myndabók á oddi.is

VERÐ FRÁ kR. EINTAkIÐ

6.990

Farðu inn á www.oddi.is og búðu til persónulega og skemmtilega bók. Vegleg innbundin myndabók með þínum myndum.

Prentun frá A til Ö


¡

¢

­ ­

­ ­


Árbók 2011 Ávarp formanns . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Traust fólk sem kann til verka . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Skýrsla stjórnar 2010 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Útdráttur úr ársreikningi 2010 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Skýrsla björgunarsviðs 2010 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Björgunarsveitir SL árið 2010 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Björgunarskólinn 2010 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Skýrsla slysavarnasviðs . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Slysavarnadeildir 2010 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Gufuskálar 2010 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Ársskýrsla Slysavarnaskóla sjómanna 2010 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Skýrsla unglingastarfs 2010 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Unglingadeildir 2010 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Skýrsla landsstjórnar björgunarsveita 2010 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Stjórn og starfsfólk 2010 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nefndir og ráð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Eldgos . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Mikið að læra í stórum hamförum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Haítí . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hálendisvakt 2010 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Safetravel . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Öflugt starf í 80 ár . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Björgunarsveitin Eining . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Hjálparsveit skáta Hveragerði 35 ára . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Slysavarnadeildin Bára Djúpavogi 70 ára . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Slysavarnadeildin Hafrún 75 ára . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík 60 ára 2010 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Aðgerðir björgunarsveita 2010 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Yfirlit eftir dagsetningum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Skipsskaðar og slys á sjó 2010 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Banaslys 2010 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Björgunarskip og bátar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Lög Slysavarnafélagsins Landsbjargar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þingsköp landsþings . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Siðareglur félagsins . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Öryggisstefna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Umhverfisstefna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Forsíðumyndina tók Bragi Reynisson Útgefandi: Slysavarnafélagið Landsbjörg

U

M

HV

E R F I S ME

R

KI

Umsjón: Ólöf Snæhólm Baldursdóttir Ábyrgðarmaður: Kristinn Ólafsson Prófarkalestur: Haraldur Ingólfsson Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja ISSN 1670-10155 ISBN 978-9979-9903-0-7

141 776

PRENTGRIPUR

4

6 8 10 14 16 20 22 28 37 38 39 46 49 50 51 52 55 61 63 76 82 84 86 87 90 92 93 98 102 152 156 160 164 170 174 176 178


Komið heil heim!

PIPAR\TBWA • SÍA • 103015

Útivistarvörur í sérflokki

Dakota

Oregon

Harðgert, lófastórt útivistartæki með snertiskjá, næmum GPS-móttakara með HotFix™ gervihnattaútreikningi, hæðarmæli, SD-kortalesara, 3-ása rafeindaáttavita og grunnkorti af heiminum. Dakota staðsetur þig fljótt, örugglega og nákvæmlega.

GPS staðsetningartæki með einfaldri og aðgengilegri valmynd, alvöru þrívíddarkorti, snertiskjá, hágæða GPS-móttakara, hæðarmæli, 3-ása rafeindaáttavita, SD-kortalesara, myndaskoðun o.fl. Oregon veitir góða tilfinningu fyrir landslaginu og er fullkominn ferðafélagi hvert sem förinni er heitið.

Harðgerðasta útivistartækið byggt á vinsælasta GPS tæki allra tíma. Aðgengileg valmynd, einfallt stýrikerfi og takkaborð gerir þetta tæki að stórskemmtilegum ferðafélaga á fjöllum. Mikil upplausn og skyggingar gefa goða tilfinningu fyrir landslagi og einnig er hægt að lesa loftmyndir og skönnuð kort í tækið.

Evo3

Bakpokar

Arva Evo3 snjóflóðaýlirinn sem sló í gegn í fyrra. Þriggja loftneta stafrænn ýlir með skýrum skjá. Mjög hraðvirkur og einfaldur í notkun.

Arva bakpokar í miklu úrvali með hólfi fyrir stöng og skóflu ásamt skíða- og snjóbrettafestingum.

Tachyon XC

Surefire vasaljós

Snjóflóðabakpokarnir

Fullkomin myndbandsupptökuvél til að taka upp myndskeið af áhugamálinu án þess að nota hendurnar, því þú festir vélina á hjálminn, byssuna, húfuna, stýrið eða köfunargleraugun. Vélin er vatnsheld að 30 metra dýpi og ótrúlega sterk. Fjörið sýnir þú svo á Facebook eða YouTube.

Surefire vasaljós er ekki bara venjulegt og vasaljós því ljósið er ótrúlega skært úr ekki stærra vasaljósi. Surefire notar nýjustu og bestu tækni sem völ er á til að þróa enn betri ljós en þekkst hafa. Amerísk gæði tryggja styrk og endingu, hvort sem er í hand- eða höfuðljósum.

ABS snjóflóðabakpokarnir eru byggðir á 25 ára reynslu og eru hannaðir til að auka rúmmál þeirra sem lenda í snjóflóði svo þeir fljóti efst í flóðinu. Nauðsynlegt öryggistæki fyrir fjallaskíða- og vélsleðafólk.

Garmin GPSmap 62s

Snjóflóðastangir og skóflur frá Arva í miklu úrvali á frábæru verð

Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577 6000 | www.garmin.is

GARMIN BÚÐIN


» Ávarp formanns Forysta – fagmennska – fórnfýsi Árið 2010 mun án efa verða talið eitt athafnamesta ár í sögu félagsins frá upphafi. Ástæður þess eru fyrst og fremst þau krefjandi verkefni sem mættu félagsmönnum á árinu og þau afrek sem félagsmenn unnu með sinni þrotlausu sjálfboðavinnu. Svo að saga ársins sé rakin hér lítillega, þá bættust tveir stórviðburðir ofan á öll þau hefðbundnu störf sem einkenna starfsemi sjálfboðaliða félagsins. Þann 12. janúar barst sú fregn að mikill jarðskjálfti hefði riðið yfir eyjuna Haítí með þeim skelfilegu afleiðingum að fjölmargir íbúar væru grafnir í rústum húsa og að búast mætti við að mikið mannfall hafi orðið. Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin, sem hafði staðist úttektarpróf Sameinuðu þjóðanna einungis fjórum mánuðum fyrr, var þegar sett í viðbragðsstöðu og allt undirbúið fyrir björgunarleiðangur til Haítí. Með samstíga átaki og frábærri samvinnu við utanríkisráðuneytið var sveitin send af stað og er skemmst frá því að segja að íslenska flugvélin var lent á flugvellinum í Port au Prince á Haítí með Íslensku alþjóðabjörgunarsveitina aðeins 23 klukkustundum eftir að jarðskjálftinn dundi yfir. Með þessum sér íslenska dugnaði og frábærri samvinnu varð Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin fyrsta erlenda björgunarsveitin sem kom til Haítí. Óhætt er að fullyrða að íslenska björgunarsveitarfólkið hafi allt staðið sig með stakri prýði í umræddri ferð og borið hróður lands og þjóðar út um allan heim. Það eru ekki einungis afrek okkar manna sem skipta svo miklu máli, heldur ekki síður sú reynsla sem íslensku björgunarmennirnir bera með sér heim að ferðinni lokinni.

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Það var síðan 21. mars sem eldgos hófst á Fimmvörðuhálsi og voru þá björgunarsveitir félagsins strax kallaðar út til aðstoðar við rýmingu og lokanir á vegum. Þetta útkall er án efa upphafið að einhverri viðamestu útkallahrinu sem íslenskar björgunarsveitir hafa tekið þátt í frá upphafi, því að eftir að eldgosinu á Fimmvörðuhálsi slotaði, þá hófst nýtt og ógnvænlegra eldgos í Eyjafjallajökli, sem stóð fram í lok maímánaðar. Þessum eldsumbrotum fylgdi mikil flóðahætta og gífurlegt öskufall. Íslenskar björgunarsveitir sýndu það í þessum náttúruhamförum hversu kraftmiklar þær eru og ósérhlífnar. Björgunarsveitir alls staðar af landinu tóku þátt í gæslu-, verndunar- og hreinsunarstörfum allt frá fyrsta degi fram til þess síðasta. Það var ómetanlegt fyrir íbúa svæðisins að finna þann samhug og þá ósérhlífni sem íslenskir björgunarsveitarmenn sýndu í störfum sínum í kringum eldstöðvarnar og verður þeim seint þakkað. Talandi um þakkir, þá má ekki gleyma að færa þakkir þeim fjölda vinnuveitenda, sem veitu starfsmönnum sínum leyfi frá störfum til þess að sinna björgunarstörfum jafnt við eldstöðvarnar sem og við aðrar björgunaraðgerðir.

6


Ávarp formanns

Svo margmennar aðgerðir líkt og áttu sér stað sl. vor í Rangárþingi eru einsdæmi í sögu félagsins og sýna hversu sterk liðsheild einkennir starfsemi þess. Það sýnir einnig hversu góð samvinna ríkir á milli þeirra aðila sem að almannavörnum starfa, en það samstarf er án efa lykilatriðið í þeim árangri sem við Íslendingar erum að ná í þessum málaflokki. Ofan á framantaldar aðgerðir bættust líkt og svo oft áður hefðbundin útköll og erfiðar og frækilegar björgunaraðgerðir jafnt í byggð sem í óbyggðum. Þegar talað er um starfsemi innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar má ekki gleyma að nefna starfsemi slysavarnadeildanna sem er ómetanleg fyrir land og þjóð og í raun og veru samtvinnuð við starfsemi björgunarsveitanna. Forvarnir gegn hvers kyns slysum og ábendingar um slysahættur og úrbætur eru mjög mikilvægar og hafa í gegnum árin skilað miklum árangri. Þrátt fyrir nokkrar hremmingar þjóðarinnar í efnahagsmálum, þá hafa félagseiningar Slysavarnafélagsins Landsbjargar staðið sig vel. Þær hafa sýnt ráðdeild og hógværð í fjárfestingum og verið ötular að taka þátt í hinum ýmsu fjáröflunarverkefnum. Fjáröflunarverkefnum sem við finnum að þjóðin tekur með miklum skilningi og við finnum af viðbrögðum þjóðarinnar að hún kann að meta störf okkar. Ég vil fyrir hönd félagsins færa Íslendingum bestu þakkir fyrir þann stuðning sem þeir hafa sýnt málefnum félagsins á árinu.

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Sigurgeir Guðmundsson formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

7


Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Traust fólk sem kann til verka Við fljúgum í stefnu fuglsins: útnorður, heim – hátt inn yfir landið. Hrikafagra mynd! Sævarauðn, jökulhvel sandströndin langt í vestur. Ó, leikvangur storma og ljósbrigða norðurheims. Hannes Pétursson

„Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur,“ segir gamalt máltæki. Inntak þess er að margir átta sig ekki á hvað þeir eiga mikið fyrr en það er ekki lengur til staðar. Þá fyrst gera menn sér ljóst hvað þeir áttu og hvað þeir hafa misst. Slysavarnafélagið Landsbjörg og allt þess starf er eitthvað sem landsmenn vita um, ekki ósvipað tryggingafélagi; traust öryggisnet sem allir geta leitað til þegar hættu ber að höndum. Vissulega meta landsmenn þetta starf, en fullyrða má að fæstir leiða hugann að því hver staðan yrði, væri þessi sjálfboðaliðssveit ekki lengur til staðar. Hvað eftir annað berast fréttir af fólki í háska – stundum er um eina manneskju að ræða sem er í sjálfheldu í efstu brúnum fjalla, aðrar af fleira fólki sem er í hættu statt og á síðasta ári vorum við óþyrmilega minnt á það hvað fólk er lítið og umkomulaust þegar eldgos eða aðrar náttúruhamfarir eiga sér stað.

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Björgunarfólk lætur slíkt ekki aftra sér og óhikað heldur það á hættusvæðin, hvort heldur það er hér heima á Íslandi eða bjarga fólki í fjarlægum heimsálfum. Nærtækast er að minna á vasklega framgöngu okkar fólks eftir jarðskjálftana miklu á Haítí. Fyrsta sveit á vettvang og var valin í fremstu röð stjórnenda aðgerða. Það er í eðli manna að koma bágstöddum til bjargar og hundruð sagna má finna í annálum og öðrum ritum þar sem gott fólk hefur lagt sig í hættu til að bjarga örðum í nauðum.

8


Ávarp sjávarútvegsráðherra

Þrátt fyrir mikið erfiði og lítil efni skortir ekki á að fólk vilji taka þátt í starfi björgunarsveita okkar. Laun tala engir um. Til björgunarsveitanna er litið með aðdáun og landsmenn hafa fengið að sjá brot af æfingum þeirra sem vitna um að nýliðar sem aðrir fá góða þjálfun sem eflir dug þeirra og þrek. Hér er rétt að minna á og þakka hve margir atvinnurekendur sjá í gegnum fingur sér þótt starfsmaður þurfi að skreppa – jafnvel að vera frá heilu dagana vegna björgunarstarfa. Án þeirra skilnings væri staðan erfiðari og mörgum gert ómögulegt að sinna sjálfboðaliðsstarfinu. Landsmenn kunna vissulega að meta störf björgunarsveita og sýna hug sinn með kaupum á flugeldum björgunarsveitanna um hver áramót. Sá stuðningur er björgunarsveitunum mikilvægur því þrátt fyrir allt og allt yrði lítið úr starfinu ef ekkert fjármagn fengist. Reynslan sýnir að enginn veit hvort og þá hvenær hann sjálfur eða honum nákomnir þurfa á hjálp að halda og þá er gott að vita af traustu fólki sem kann til verka.

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Megi starf Slysavarnafélagsins Landsbjargar dafna og gæfan fylgja björgunarsveitunum og öllum þeim sem vinna í þeirra þágu.

9


» Skýrsla stjórnar 2010

Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar fundaði 18 sinnum á árinu 2010. Að auki kom stjórn, eða hluti hennar, saman af ýmsum öðrum tilefnum, svo sem vegna útkallsins á Haítí, gosanna á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli, hátíðarhalda vegna afmæla eininga og formlegra heimsókna til eininga. Stjórnin er þannig skipuð: Sigurgeir Guðmundsson – formaður Smári Sigurðsson – varaformaður Lilja Magnúsdóttir – ritari Gunnar Þorgeirsson – gjaldkeri Eiður Ragnarsson Hannes Frímann Sigurðsson Hörður Már Harðarson Margrét L. Laxdal Pétur Bjarni Gíslason Útkall til Haítí ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Í janúarmánuði varð stór jarðskjálfti á Haítí og 6 klukkutímum eftir að hann varð var íslenska alþjóðabjörgunarsveitin (ÍA) komin með fararleyfi til að taka þátt í björgunaraðgerðum. ÍA var með fyrstu björgunarsveitum til Haítí og var eitt af hennar stærstu hlutverkum að finna stað og setja upp búðir þar sem stjórnun aðgerða færi fram. Sveitin tók þátt í björgunaraðgerðunum í 10 daga. Hamfarir á Haítí Á haustmánuðum kom út bókin „Hamfarir á Haítí“ þar sem rakin var ferð Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar til Haítí í janúar í máli og myndum. Allur ágóði af sölu bókarinnar rennur til uppbyggingar alþjóðabjörgunarsveitar SL.

10


Skýrsla stjórnar 2010

Eldgos á Fimmvörðuhálsi og í Eyjafjallajökli Stjórnarfundur þann 25. mars 2010 var haldinn á Hvolsvelli þar sem stjórn voru kynntar aðgerðir almannavarna og björgunarsveita í kringum eldgosið á Fimmvörðuhálsi. Einnig voru umtalsverðar aðgerðir í kringum gosið í Eyjafjallajökli. Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins Í marsmánuði hlaut Slysavarnafélagið Landsbjörg samfélagsverðlaun Fréttablaðsins. Er þetta mikill heiður fyrir félagið og viðurkenning á sjálfboðaliðastarfi. Kom fram í orðum þeirra sem veittu viðurkenninguna að „starfsemin miðar að því að koma í veg fyrir slys og bjarga mannslífum og verðmætum. Í þeim tilgangi er öflugur hópur sjálfboðaliða til taks ef út af bregður, á nóttu sem degi, allt árið um kring“. Sigurgeir Guðmundsson, formaður félagsins, tók við viðurkenningunni fyrir hönd félagsins. Formannafundur Formannafundurinn var haldinn í Rúgbrauðsgerðinni þann 7.-8. maí 2010. Á fundinum var meðal annars rætt um ímynd félagsins út á við út frá ímyndarmælingu sem Capacent gerir árlega, nýja aðgerðagrunninn, safetravel og almenn félagsmál. Einnig voru umræðuhópar sem tóku á ýmsum málum er viðkoma slysavarna- og björgunarstörfum. Heimsóknir til eininga Stjórn hélt áfram að heimsækja einingar félagsins eins og ákveðið hafði verið. Almenn ánægja var með þessar heimsóknir og stjórnarfólk ánægt með að hitta formenn og félaga í óformlegu spjalli og heyra hvað liggur félagsfólki á hjarta í björgunar- og slysavarnamálum. Fulltrúaráðsfundur Fulltrúaráðsfundur SL var haldinn í Reykjavík 21. nóvember 2010. Á fundinum var m.a. rætt um viðbragðastjórnun, leiðtogaþjálfun, niðurstöður umræðuhópa frá formannafundi, stefnu SL í fjarskiptamálum og farið yfir stöðu menntamála hjá Björgunarskólanum svo eitthvað sé nefnt. Góð mæting var á fundinn og almenn ánægja með hann. Einnig var tekin hópmynd af fulltrúum fundarins fyrir framan höfuðstöðvar SL með bílum og tækjum. Fjáröflunarverkefni ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Sem fyrr var sala flugelda mikilvægasta fjáröflun eininga félagsins. Salan í ár gekk mjög vel og ljóst er að almenningur stendur vel við bakið á björgunarsveitum landsins sem hafa tekið þátt í mjög stórum aðgerðum á árinu. Hið sama má segja um sölu á Neyðarkalli björgunarsveita en eins og fyrri ár jókst salan á milli ára. Salan á Neyðarkalli björgunarsveita hefur aukist ár frá ári og hefur stimplað sig inn sem eitt af mikilvægustu fjáröflunarverkefnum fyrir einingar félagsins.

11


Nýtt sjómannadagsmerki var tekið inn sem fjáröflun fyrir slysavarna- og kvennadeildir. Mæltist sú fjáröflun vel fyrir og er almenn ánægja með merkið. Starfsemi Íslandsspila skilaði félaginu minni tekjum en oft áður enda hefur spilun í spilakössum dregist saman í þessu árferði. Menntamál Björgunarskólinn hefur tekið upp nýtt kerfi í kringum menntun björgunarfólks sem byggist upp af fjórum þáttum, sjálfsmati, stöðumati, endurmenntun og grunnnámi sem er bæði kennt í fjarnámi og staðarnámi. Með sjálfsmati og stöðumati getur björgunarfólk kannað þekkingu sína á einstaka sviðum og sótt sér svo áframhaldandi þekkingu út frá matinu. Óvæntar uppákomur í innra starfi – viðbrögð og stjórnun Á árinu var gefin út bæklingurinn um „Óvæntar uppákomur í starfi björgunarsveita – viðbrögð við þeim og stjórnun“. Með þessari útgáfu vill SL aðstoða sínar einingar við að vera undirbúnar og hafa þekkingu á hvernig tekið skal á óvæntum uppákomum sem upp geta komið í starfi eininga og hvaða leiðir séu bestar til að bregðast við þeim. Fjallabjörgunarbúnaður

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Félagið keypti sérhæfðan sprungu- og fjallabjörgunarbúnað fyrir styrk sem gefinn var vegna aðgerða á Langjökli í byrjun árs. Búnaðurinn er ætlaður björgunarmönnum sem fara með þyrlu LHG í útköll og þurfa sveitirnar að halda þeim búnaði við. Einnig verður hægt að senda þennan búnað með þyrlunni ef óskað er eftir sérhæfðum sprungu- og fjallabjörgunarbúnaði við aðgerðir.

12



» Útdráttur úr ársreikningi 2010 Rekstrarreikningur: Tekjur: Sala á vörum og þjónustu Íslandsspil Samningsbundnar tekjur, ráðuneyti Ýmsar fjáraflanir Aðrar tekjur

350.062.352 256.050.812 179.700.000 94.775.837 174.339.286 1.054.928.287

Gjöld: Vörunotkun Laun og launatengd gjöld Húsnæðiskostnaður Annar rekstrarkostnaður Veittir styrkir Afskriftir

302.381.334 196.812.338 39.927.522 290.730.600 221.710.915 28.031.329 1.079.594.038

Gjöld umfram tekjur fyrir fjármagnsliði

(24.665.751)

Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld: Fjármunatekjur Fjármunagjöld

54.038.591 (20.554.819) 33.483.772 8.818.021

Tekjur umfram gjöld

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Efnahagsreikningur: Eignir: Hugbúnaður Fasteignir Björgunarskip Bifreiðar Innréttingar, áhöld og tæki Vörubirgðir Viðskiptakröfur Aðrar skammtímakröfur Verðbréf Handbært fé

14

Eignir samtals

50.065.125 191.232.923 77.990.256 7.031.594 8.092.686 46.092.421 315.519.848 53.631.706 136.015.379 5.556.352 891.228.290

Eigið fé og skuldir: Endurnýjunar- , tjóna- og áfallasjóður björgunarbáta Varasjóður Sérsjóður Óráðstafað eigið fé Langtímaskuldir Skammtímaskuldir við lánastofnanir Næsta árs afborgun langtímaskulda Aðrar skammtímaskuldir Eigið fé og skuldir samtals

30.884.113 156.000.000 2.852.986 184.218.949 103.432.353 128.664.861 8.543.774 276.631.254 891.228.290


Rúðuþurrkur? Skyggni er ekkert vandamál í brakandi blíðu þegar sólin er hátt á lofti. Í úrkomu og slæmu veðri er annað uppi á teningnum. Þá verða rúðuþurrkurnar að vera í lagi til að geta hreinsað rúðuna fyrirvaralaust. Til viðbótar við rúðuþurrkur skoðar Frumherji 166 önnur öryggisatriði í almennri skoðun. Frumherji – örugg bifreiðaskoðun.

Frumherji hf - sími 570 9000 - fijónustuver og tímapantanir 570 9090 - www.frumherji.is


» Skýrsla björgunarsviðs 2010 Starfsmannamál Starfsmenn björgunarsviðs voru Gunnar Stefánsson sviðsstjóri, Friðfinnur Guðmundsson aðgerðamál, Sigurður Ó. Sigurðsson, sem tók við sem skólastjóri Björgunarskólans af Oddi E. Kristinsyni sem er núna verkefnastjóri tölvumála, Arna Björk Arnarsdóttir var ráðin í Björgunarskólann á miðju ári, Ingólfur Haraldsson æfingar/erindrekstur, Sigurður Viðarson sjóbjörgunarmál/erindrekstur, Brynjar Ásmundsson unglingamál, Björgvin Herjólfsson var fastráðinn á árinu og sér um ÍA og er einnig starfsmaður Björgunarskólans. Skipulagsbreytingar voru gerðar á skrifstofu félagsins um mitt árið og sameinuðust þá björgunarsviðið og slysavarnasviðið í björgunar- og slysavarnasvið og Björgunarskólinn færður frá björgunarsviðinu á sér svið. Mikið annríki var á björgunarsviðinu á árinu en árið byrjaði með miklum hvelli þegar jarðskjálfti reið yfir Haítí 12. janúar og var Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin send út til hjálparstarfa. Öll skrifstofan var undirlögð við að halda úti öflugu baklandi meðan sveitin var við störf úti. Mikil vinna hefur síðan verið eftir að sveitin kom heim við að byggja hana upp aftur en stór hluti af búnaði hennar var skilinn eftir á Haítí. Mikill stuðningur var í þjóðfélaginu og komu margir að því að fjármagna þennan búnað og meðal annars komu fjárframlög frá ríkinu, félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum sem gerðu okkur kleift að byggja sveitina upp aftur og var hún tilbúin til útkalls í október. Eldgos hófst á Fimmvörðuhálsi 20. mars og síðan þegar því gosi var að ljúka byrjaði Eyjafjallajökull að gjósa 14. apríl en það gos stóð fram á vor. Má segja að SST hafi stafað meira og minna allan tímann meðan á gosunum stóð og sinnti bakvakt LB að manna stöðu LB í SST að mestu. Björgunarsviðið sá um að halda utan um og skipuleggja þær vaktir sem almannavarnadeild ríkislögreglustjóra óskaði eftir að björgunarsveitir sinntu við gæslu o.fl. en fyrir þá vinnu var samið um ákveðna greiðslu frá ríkinu. Æfingar og ráðstefnur

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Strax í upphafi árs var haldið áfram að skipuleggja Björgun 2010 sem haldin var 20.-24. október á Grand hótel Reykjavík. Mikill metnaður var lagður í ráðstefnuna en þetta var þriðja sinn sem hún var haldin alþjóðleg. Farið var í mikið kynningarátak sem skilaði sér í aukinni þátttöku erlendra

16


Skýrsla björgunarsviðs 2010

gesta og fyrirlesara. Opnunarfyrirlesturinn var um ferð ÍA til björgunarstarfa á Haítí og voru það Gísli Ólafsson og Ólafur Loftson frá stjórnendateymi sveitarinnar sem sögðu frá þeirri ferð. Í tengslum við Björgun voru haldnar tvær aðrar ráðstefnur. Önnur var um almannavarnir sveitarfélaga en hún var haldin í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, hin var um verkfræði, jarðskjálfta, rústabjörgun. Þátttaka var framar vonum og voru menn sammála um að halda áfram að bjóða upp á slíkar ráðstefnur í framtíðinni í tengslum við Björgun. Einnig var boðið upp á námskeið fyrir erlenda þátttakendur í notkun vélsleða, snjóbíla og breyttra jeppa við leit og björgun á Íslandi. Flugslysaæfingar. Björgunarsviðið vann við skipulagningu og fræðslu vegna flugslysaæfinga sem haldnar eru um allt land reglulega á vegum Flugstoða. Tækjamóti Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem halda átti á svæði 9 laugardaginn 27. mars var frestað vegna snjóleysis á svæðinu og vonast til að hægt yrði að halda það á næsta ári. Bátamessa var haldin í Kópavogi og var það Hjálparsveit skáta Kópavogi sem sá um að skipuleggja hana. Bátamessan var haldin í húsnæði sveitarinnar, Skemmunni. Þátttakan var góð og komu bátahópar víða að til að taka þátt. Til sýnis á staðnum voru tveir Atlantic 75 bátar nýinnfluttir frá RNLI, en á messunni voru menn að bera þessa báta saman við Atlantic 21. Einnig var boðið upp á mjög áhugaverða fyrirlestra og síðan voru samræður um bátamál. Sleðamessa var haldin sunndaginn 21. nóvember í húsi Flugbjörgunarsveitar Reykjavíkur við Flugvallarveg. Á dagskránni var margt forvitnilegt fyrir sleðahópa björgunarsveita, m.a. var rætt um sjúkrabúnað sleða, svæðaskiptingu á jöklum, félagabjörgun úr sprungum og úttektir á sleðahópum. Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Eftir að sveitin kom heim frá Haítí var farið í að byggja hana upp aftur þar sem stór hluti af búnaði hennar var skilinn eftir úti. Sett var saman áfallateymi sem samanstóð af sérfræðingum frá Rauða krossinum, Landspítalanum og presti til að vinna með öllum sem komu að útkallinu. Haldnir voru fjölmargir fundir hjá sveitinni þar sem menn voru að rýna aðgerðina og fara yfir skipulag og búnað hennar. Stjórnendur ÍA stóðu straum af þessari vinnu og tóku þeir saman mjög góða skýrslu um niðurstöður fundanna og er sú skýrsla notuð við að endurskrifa handbók ÍA og við innkaup á þeim búnaði sem þörf hefur verið á til að gera sveitina útkallsfæra á ný. Mikil vinna var á skrifstofunni við að halda utan um öll þau innkaup og við að fjármagna þau en þeirri vinnu var að mestu lokið um áramót. Jón Ingi Sigvaldason og Gísli Ólafsson hættu á árinu sem stjórnendur ÍA af persónulegum ástæðum og er þeim þakkað fyrir óeigingjarnt og fórnfúst starf í þágu ÍA. Farið var í að auglýsa eftir nýjum stjórnendum sveitarinnar og í október voru þrír nýir stjórnendur skipaðir, en þeir eru Björn Bergmann Þorvaldsson, Svanur Sævar Lárusson og Hilmar Már Aðalsteinsson. Skrifað var undir samning við Hjálparsveit skáta Garðabæ um þeirra aðkomu að ÍA sem er að skaffa björgunar- og leitarhunda eftir þrjú ár frá undirritun hans. Gerður var rammasamningur við alla A útkallsfélaga ÍA en í honum er tekið á skyldum og hlutverkum þeirra aðila sem að honum koma. Gefin var út bókin Hamfarir á Haítí en í henni er rakin saga sveitarinnar og ferð hennar

17


til hjálparstarfa á Haítí. Mikil vinna var lögð í hana og gáfu allir meðlimir sveitarinnar vinnu sína og má þar þakka Ólafi Loftsyni sérstaklega fyrir hans framlag, en hann hélt utan um vinnuna við að koma henni í prent. Bókin var síðan seld í verslunum fyrir jól og rennur allur hagnaður af sölu hennar til Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar. Fjarskipti Fjarskiptaráð hittist á sex fundum á árinu. Mikil vinna fór í endurskoðun á stefnu Slysavarnafélagsins Landbjargar í fjarskiptamálum og var hún lögð fyrir stjórn á haustmánuðum. Almennt viðhald var á um 14 VHF endurvörpum. Unnið var með sveitum í uppsetningum á Tetra-VHF gáttum og eru nú hægt að tengjast flestum VHF endurvörpum í gegnum Tetra. Þessi lausn á að tengja saman VHF og Tetra kerfin og hefur nýst vel í aðgerðum. Má þar t.d. nefna leit að vélsleðafólki á Langjökli. Fjarskiptaráð gaf út myndrænar leiðbeiningar um notkun á fjarskiptakerfum sem björgunarsveitir eru að nota í aðgerðum og æfingum. Unnið var í gerð viðhaldshandbókar fyrir VHF endurvarpana sem eykur vonandi á yfirsýn á stöðu þeirra. Unnið var með öðrum viðbragðsaðilum að skipulagi á svokölluðu „bláu bandi“ í Tetra og hefur nýtt skipulag á „bláa bandinu“ verið samþykkt af öllum aðilum. Stefnt er á að endurforrita allar Tetrastöðvar björgunarsveita á árinu 2011. Erindrekstur ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Áfram var unnið að því markmiði að reka erindi til allra björgunarsveita á milli landsþinga. Á árinu 2010 voru heimsóttar 25 björgunarsveitir á svæðum 3, 5, 10, 11 og 16. Sama fyrirkomulag var haft og á árinu 2009, einungis stuttar heimsóknir þar sem farið var yfir helstu mál og púlsinn tekinn á sveitunum. Hálendisverkefnið/Safetravel Í byrjun árs var ráðist í verkefnið Safetravel með það að markmiði að bæta forvarnir og fækka slysum í ferðamennsku en það er samvinnuverkefni björgunar- og slysavarnasviðs og var verkefninu stýrt af Sigrúnu Þorsteinsdóttur og Gunnari Stefánssyni. Hálendisvaktin er hluti af Safetravel og var strax í ársbyrjun farið í að skipuleggja verkefnið Björg-

18


Skýrsla björgunarsviðs 2010

unarsveitir á hálendinu í fimmta sinn. Ingólfur Haraldsson stýrði verkefninu fyrir hönd björgunarsviðs ásamt Sæunni Kjartansdóttur frá slysavarnasviði. Gerð var ítarleg skýrsla um verkefnið í lok þess og kom þar fram að verkefnið er komið til að vera þar sem mikil þörf er á þessu viðbragði á hálendinu yfir mesta ferðamannatímann á sumrin. Skýrsla þessi er birt í heild sinni annars staðar í árbók þessari ásamt skýrslu um Safetravel. Sjóbjörgun Slysavarnafélagið Landsbjörg á 14 björgunarskip hringinn í kringum landið sem rekin eru af björgunarbátasjóðum á hverjum stað fyrir sig. Að auki á SL auka björgunarskip sem hugsað er sem skiptibátur ef upp koma alvarlegar bilanir eða stórar upptektir annars staðar. Er hann geymdur í Njarðvíkurhöfn og hefur björgunarsveitin Suðurnes umsjón með honum. Á árinu 2010 hafði björgunarsvið milligöngu við kaup á fimm Atlantic 75 og einum Atlantic 21 harðbotna björgunarbátum. Alls fóru björgunarskip og bátar SL í 98 útköll á árinu sem er um 12% aðgerða félagsins. Fjöldi útkalla í maí og júní er afgerandi eða alls 42. Að auki sinntu björgunarskipin fjöldanum öllum af aðstoðarbeiðnum, s.s. aðstoð við lóðs og fleira þar sem ekki var nein hætta á ferðum. Í ágústmánuði var farin náms- og kynnisferð til RNLI í Bretlandi með vélstjóra á björgunarskipum félagsins. RNLI hefur upp á að bjóða fullkomna kennsluaðstöðu til vélstjórnar og var ákveðið að samnýta ferðina og haldið námskeið í vélstjórn björgunarskipa. Námskeiðið var sérsniðið að okkar þörfum og uppfyllti kröfur reglugerðar nr. 555/2008. Námskeiðið var kennt á íslensku og var kennari frá Vélskólanum með í för. Nítján manns tóku þátt í ferðinni auk kennara og fararstjóra.

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Gunnar Stefánsson, sviðsstjóri björgunarsviðs

19


» Björgunarsveitir SL árið 2010

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Björgunarfélag Akraness Björgunarfélag Árborgar Björgunarfélag Hornafjarðar Björgunarfélag Ísafjarðar Björgunarfélag Vestmannaeyja Björgunarfélagið Blanda Björgunarfélagið Eyvindur Björgunarhundasveit Íslands Björgunarsveit Árskógsstrandar Björgunarsveit Biskupstungna Björgunarsveit Hafnarfjarðar Björgunarsveit Landeyja Björgunarsveit Mýrarhrepps Björgunarsveitin Ársól Björgunarsveitin Ársæll Björgunarsveitin Bára Björgunarsveitin Berserkir Björgunarsveitin Björg Drangsnesi Björgunarsveitin Björg Eyrarbakka Björgunarsveitin Björg Suðureyri Björgunarsveitin Blakkur Björgunarsveitin Brák Björgunarsveitin Brimrún Björgunarsveitin Bróðurhöndin Björgunarsveitin Bræðrabandið Björgunarsveitin Dagrenning – Hólmavík Björgunarsveitin Dagrenning – Hvolsvöllur Björgunarsveitin Dalvík Björgunarsveitin Dýri Björgunarsveitin Eining Björgunarsveitin Elliði Björgunarsveitin Ernir Björgunarsveitin Garðar Björgunarstöðinni Nausti Björgunarsveitin Geisli Björgunarsveitin Gerpir Björgunarsveitin Grettir Björgunarsveitin Hafliði Björgunarsveitin Heiðar

20

Björgunarsveitin Heimamenn Björgunarsveitin Hérað Björgunarsveitin Húnar Björgunarsveitin Ingunn Björgunarsveitin Ísólfur Björgunarsveitin Jökull Björgunarsveitin Jörundur Björgunarsveitin Kári Björgunarsveitin Kjölur Björgunarsveitin Klakkur Björgunarsveitin Kofri Björgunarsveitin Kópur Björgunarsveitin Kyndill – Mosf. Björgunarsveitin Kyndill – Kbkl. Björgunarsveitin Lífsbjörg Björgunarsveitin Lífgjöf Björgunarsveitin Mannbjörg Björgunarsveitin Núpar Björgunarsveitin Ok Björgunarsveitin Ósk Björgunarsveitin Pólstjarnan Björgunarsveitin Sigurgeir Björgunarsveitin Sigurvon Björgunarsveitin Skagfirðingasveit Björgunarsveitin Skyggnir Björgunarsveitin Stefán Björgunarsveitin Stjarnan Björgunarsveitin Strákar Björgunarsveitin Strandasól Björgunarsveitin Strönd Björgunarsveitin Suðurnes Björgunarsveitin Sveinungi Björgunarsveitin Sæbjörg Flateyri Björgunarsveitin Sæþór Björgunarsveitin Tálkni Björgunarsveitin Tindar Björgunarsveitin Tindur Björgunarsveitin Týr Björgunarsveitin Víkverji


Björgunarsveitir SL árið 2010

Hjálparsveit skáta Garðabæ Hjálparsveit skáta Hveragerði Hjálparsveit skáta Kópavogi Hjálparsveit skáta Reykjadal Hjálparsveit skáta Reykjavík Hjálparsveitin Dalbjörg Hjálparsveitin Lómfell Hjálparsveitin Tintron Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin ICE-SAR Leitarhundar SL Súlur – Björgunarsveitin á Akureyri

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Björgunarsveitin Vopni Björgunarsveitin Þingey Björgunarsveitin Þorbjörn Björgunarsveitin Ægir Garði Björgunarsveitin Ægir Grenivík Flugbjörgunarsveitin A-Eyjafjöllum Flugbjörgunarsveitin A-Skaftafellssýslu Flugbjörgunarsveitin Hellu Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð Hjálparsveit skáta á Fjöllum Hjálparsveit skáta Aðaldal

21


» Björgunarskólinn 2010 Menntunarátak Menntunarátak skólans var undirbúið á fyrri hluta ársins og hleypt af stokkunum í byrjun haustannar 2010. Undirbúningur gekk vel og áður en Björgunarskólinn stimplaði sig út í sumarið lá mestallt haustið fyrir. Átakið var í nokkrum hlutum sem fóru misvel af stað þegar haustaði eins og frekar er útlistað hér að neðan. Á heildina litið hafa viðbrögð við átakinu verið góð og þykjumst við merkja greinilegan aukinn áhuga á menntun og fagmennsku innan björgunarsveita. Meira er haft samband við okkur vegna námskeiða og skráninga og vakning virðist vera hafin í menntunarmálum meðal björgunarsveitafólks.

Sjálfsmat Farið var af stað með sjálfsmat á vefnum vorið 2010 þar sem björgunarsveitafólki gafst kostur á því að fara inn á námskerfi skólans og kanna þekkingu sína í þeim fögum sem til stóð að bjóða upp á endurmenntun. Þátttaka var góð og margir sem spreyttu sig til að sjá hvar þeir stæðu.

Fjarnám Fjarnám í öllum greinum B1 utan Öryggi við sjó og vötn hófst á haustmánuðum og tóku tæplega 300 manns þátt í því. Gerður var góður rómur að og almenn ánægja var með námið. Til námsins er notaður ókeypis hugbúnaður sem heitir Moodle og er mikið notaður af skólum hérlendis og um allan heim. Upptökur á fyrirlestrum eru svo gerðar í eMission kerfi frá Nepal í Borgarnesi sem virkar einkar vel með Moodlinu. Sum námskeiðanna, Björgunarmaður í aðgerðum, Fjarskipti 1 og Ferðamennska, eru kennd alfarið í fjarnámi en önnur í blönduðu fjar- og staðnámi. Fjarnám Björgunarskólans er greinilega komið til að vera.

Endurmenntunarhelgar

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Lagt var í veturinn með áætlanir um sk. endurmenntunarhelgar um allt land. Settar voru á dagskrá 10 helgar þar sem til stóð að bjóða björgunarsveitafólki upp á að endurmennta sig í þeim

22


Björgunarskólinn 2010

Sjálfsmat á vefnum Í námskerfi Björgunarskólans getur nemandi tekið stutt sjálfsmat til að átta sig á stöðu sinni í hverju fagi fyrir sig. Sjálfsmatið er eingöngu fyrir hvern og einn til glöggvunar á eigin þekkingu. Niðurstaða matsins gefur vísbendingu um hvort þörf er á endurmenntun, fullri grunnmenntun eða hvort nóg sé að taka formlegt stöðumat.

Niðurstaða:

Þekking á efninu er lítil. Þú ættir að sækja grunnnámskeið.

Niðurstaða:

Þú hefur góða grunnþekkingu en ættir að sækja endurmenntun.

Niðurstaða:

Þú kannt efnið vel og ættir að geta tekið stöðumat.

Grunnnám

Endurmenntun

Stöðumat

Björgunarmaður 1 miðar að því að gera björgunarfólk sjálfbjarga við flestar þær aðstæður sem það getur lent í og veitir grunnþekkingu í leit og björgun.

Megin áhersla endurmenntunarinnar er að fara yfir grunnatriði og bæta við nýjungum.

Markmiðið er að meta þekkingu björgunarfólks að verðleikum þó að ekki liggi fyrir formleg námskeiðssókn hjá Björgunarskóla eða annarsstaðar.

Framkvæmd: Staðnám: Boðið er upp á hefðbundið staðnám fyrir þær sveitir/svæði sem þess óska. Fjarnám/staðnám á dagskrá: Flest grunnnámskeið á dagskrá skólans verða í framtíðinni blönduð fjar- og staðnám þar sem hluti námskeiðs er tekinn í fjarnámi og hluti í verknámi í heimabyggð.

Framkvæmd:

Framkvæmd:

Endurmenntunarþing: Farið verður í herferðir um landið þar sem boðið verður upp á endurmenntun í fögum björgunarmanns 1. Fjarnám: Einstök fög verða í boði sem endurmenntun í fjarnámi.

Viðtöl: Reyndir leiðbeinendur á vegum Björgunarskólans taka stutt viðtal við nemanda til að meta þekkingu á hverju sviði. Viðtölin fara fram á sama stað og tíma og endurmenntunarþingin.

Báðar leiðirnar enda á sambærilegu einföldu prófi þannig að sama þekking ætti að vera tryggð hvaða leið sem farin er. Sama þekking er einnig prófuð í stöðumatsviðtalinu fyrir þá sem velja þá leið.

Niðurstaða: Ekki staðist Próf tekið aftur.

Menntunin er skráð inn í skráningakerfi Björgunarskólans þar sem nemendur geta skráð sig inn og haft yfirsýn yfir sína menntun.

Niðurstaða: Staðist

Niðurstaða: Ekki staðist

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Niðurstaða: Staðist

Grunnnámskeið tekið aftur.

fögum sem þurfti og gilti þá einu hvort viðkomandi hefði öðlast sína fyrri þekkingu á námskeiðum skólans eða annars staðar. Eina krafan var að þátttakendur hefðu einhverja þekkingu á þeim fögum sem þeir stefndu á að endurmennta sig í og þá myndi endurmenntunin, sem endaði með einföldu prófi, gilda sem fullt námskeið. Hvert fag var kennt nokkrum sinnum yfir helgina og þátttakendur gátu sjálfir raðað saman sinni eigin dagskrá fyrir helgarnar og sótt fleiri eða færri

23


fyrirlestra eftir áhuga, þörf og getu. Reyndin varð sú að lítill áhugi virtist vera á þessari leið þrátt fyrir mikla kynningu. Fyrsta helgin sem halda átti var felld niður vegna þátttökuleysis og sú næsta var haldin fyrir 10 manns á Egilsstöðum. Eftir þessa útreið var ákveðið að setja hugmyndina um endurmenntunarhelgar í kæli á meðan málið yrði endurhugsað enda útilokað að gera meira af því að fara með 7-8 leiðbeinendur á staðinn fyrir litlu fleiri þátttakendur.

Formlegt stöðumat Í tengslum við endurmenntunarhelgarnar stóð til að bjóða þeim sem komu vel út í sjálfsmatinu upp á að fá þekkingu sína metna án þess að taka námskeið. Lítil reynsla komst þó á það fyrirkomulag þetta árið en í bígerð er að reyna aðra leið að sama marki. Hugmyndin er að þekking sé góð hvaðan sem hún kemur og hún skuli vera metin að verðleikum inn í þekkingargrunn Björgunarskólans.

Niðurstaðan og næstu skref Breytt fyrirkomulag hjá Björgunarskólanum hefur verið keyrt í eina önn og mikið lærst á þeim tíma. Við sem skipuleggjum starfið höfum með aðstoð þeirra sem tóku þátt lært heilmikið og þegar hafa verið gerðar ráðstafanir til endurbóta á vorönn 2011. Eftir þennan vetur kemur annar og þá munum við enn bæta í og halda áfram að reyna nýjar leiðir og endurbæta þær sem gefa góða raun.

Starfsmannamál og skipulag Breytingar urðu á starfsmannamálum skólans á árinu. Sigurður Ólafur Sigurðsson, sem tímabundið sinnti starfi skólastjóra Björgunarskólans, tók endanlega við því starfi á útmánuðum. Í október hóf svo nýr starfsmaður störf hjá skólanum, Arna Björg Arnarsdóttir. Fastir starfsmenn skólans eru þá þrír talsins en auk tveggja áðurnefndra í 100% starfi er Björgvin Herjólfsson í 50% starfi hjá skólanum auk 50% starfs í tengslum við Íslensku alþjóðasveitina. Ennfremur var skólinn fluttur af Björgunarsviði í skipuriti skrifstofunnar og gerður að sér sviði sem heyrir beint undir framkvæmdastjóra ásamt því að vera í orðsins fyllstu merkingu fluttur innan skrifstofunnar og er nú kominn í hornið við hlið Neyðarlínunnar þar sem áður var aðstaða fyrir yfirleiðbeinendur skólans.

Einstök námskeið ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Unnið var að breytingum á nokkrum námskeiðum á árinu enda er námskrá skólans í sífelldri endurskoðun. Gerðar voru breytingar á Björgunarmanni 1 og 2, fagnámskeiði bætt við og námskeiðum fyrir slysavarnadeildir.

Breytingar í snjóflóðafræðslu Gagngerð endurskoðun hefur verið gerð á snjóflóðafræðslu skólans. Námskeiðin Mat á snjóflóðahættu, sem fellt hafði verið inn í Fjallamennsku 1, og Snjóflóðaleit hafa verið lögð niður og við taka námskeiðin Snjóflóð 1 og Snjóflóð 2 sem bæði eru blanda af mati á snjóflóðahættu og snjóflóðaleit. Snjóflóð 1 fellur þá undir Björgunarmann 1 sem grunnmenntun í snjóflóðum og Snjóflóð 2 er framhaldsnámskeið undir Björgunarmanni 2. Undirbúningur fyrir nýtt og endurbætt

24


Björgunarskólinn 2010

fagnámskeið í snjóflóðum fór fram á árinu og fyrsta námskeiðið sett á dagskrá í mars 2011. Með tilkomu þessa nýja fagnámskeiðs hefur námskeið Canadian Avalanche Association Level 1 verið aflagt sem fagnámskeið skólans í snjóflóðafræðum enda þótti það henta illa sem námskeið fyrir björgunarsveitafólk. Með þessum breytingum hefur menntun í snjóflóðum hjá Björgunarskólanum verið færð í svipað form og önnur fög skólans.

Hópstjóranámskeið fest í sessi Hópstjóranámskeið skólans hafa nú verið haldin annað árið í röð og slípuð til eftir þörfum. Námskeiðið hefur gengið vel og ánægja verið með það.

Öryggi við sjó og vötn Námskeiðið Slöngubátar 1 hefur frá upphafi verið hluti af Björgunarmanni 1. Meginmarkmiðið með þeirri ráðstöfun var að hafa inni í B1 eitthvert námskeið sem kenndi grunnumgengni við báta og vötn. Á sama tíma hefur námskeiðið verið fremur umdeilt innan björgunarmanns 1 og sveitir sem ekki eiga bát eða koma nálægt vatni hafa alla jafna kvartað yfir því að þurfa að sækja svo langt námskeið í notkun slöngubáta. Nú hefur námskeiðið verið flutt í B2 og þess í stað er í undirbúningi námskeiðið Öryggi við sjó og vötn sem ætlað er að vekja fólk til umhugsunar um helstu hættur við sjó og vötn, þar með talið straumvötn. Um er að ræða námskeið sem alfarið verður í fjarnámi og er áætlað að það veri tilbúið í byrjun árs 2011.

Slóð hins týnda – Sporrakningarnámskeið

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Sporrakningarnámskeiðið Slóð hins týnda var nýtt á árinu og mæltist vel fyrir. Kenndar eru aðferðir við sporrakningu og vísbendingaleit og mikið lagt upp úr verklegum æfingum og áframhaldandi sjálfsnámi.

25


Námskeið fyrir Slysavarnadeildir Á árinu var ráðinn yfirleiðbeinandi í slysavörnum hjá Björgunarskólanum, Jónas Guðmundsson, sem reyndar var svo síðar einnig ráðinn í fullt starf á skrifstofu félagsins þar sem hann sinnir slysavarnamálum. Hans fyrsta verk var að koma á koppinn nokkrum námskeiðum sem sérstaklega eru ætluð slysavarnadeildum þó svo að eins og öll önnur námskeið Björgunarskólans séu þau opin öllu félagsfólki. Meðal námskeiðanna eru tvær lengdir af fyrstu hjálp, Fundarstjórnun og fundarsköp og Verkefnastjórnun. Ekki þarf að taka fram að öll önnur námskeið skólans eru opin slysavarnadeildum og má þar nefna námskeiðið Björgunarmaðurinn í aðgerðum sem er opið öllum á vefnum, endurgjaldslaust.

Breytingar á námskrá

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Flestir þekkja í dag Björgunarmann 1, 2 og 3 (B1, B2 og B3) og er sú flokkun búin að festa sig vel í sessi. Á árinu voru þó gerðar lítilsháttar breytingar á Björgunarmanni 1 þegar slöngubátar 1 voru færðir undir björgunarmann 2 og þess í stað sett inn nýtt námskeið, Öryggi við sjó og vötn, sem ætlað er að gera björgunarfólk meðvitað um þær hættur sem felast í sjó, stöðuvötnum og straumvötnum. Einnig hefur þjálfun varðandi snjóflóð tekið nokkrum stakkaskiptum þar sem námskeiðin snjóflóðaleit og mat á snjóflóðahættu eru nú ekki lengur til. Í stað þeirra eru nú kennd námskeiðin Snjóflóð 1 undir B1 og Snjóflóð 2 undir B2 sem bæði eru sambland af mati á snjóflóðahættu og leit í snjóflóðum. Aukinheldur verður fagnámskeið í snjóflóðum nú endurvakið og endurgert. Þar með hefur snjóflóðanámskeiðið Level 1 sem innflutt hefur verið undanfarin ár frá Canadian Avalanche Association verið lagt af sem ígildi fagnámskeiðs í snjóflóðum hjá skólanum.

26


Björgunarskólinn 2010

Samvinna við skóla Námsefni Björgunarskólans er nú með einum eða öðrum hætti hluti af námi a.m.k. fjögurra framhaldsskóla. Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Menntaskólinn á Ísafirði, Menntaskólinn á Tröllaskaga og Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu eru allir að nota námskeið frá skólanum inni í sínu námsframboði, hver með sínum hætti. Að auki meta flestir framhaldsskólar nám Björgunarskólans inn sem einingar og til eru dæmi um að nemendur Björgunarskólans hafi fengið mikinn fjölda námskeiða skólans metinn hjá Menntamálaráðuneytinu. Enn hefur þó ekki farið fram nein formleg vinna milli ráðuneytisins og Björgunarskólans varðandi viðurkenningu á náminu.

Útivistarskólinn Útivistarskólinn var vel sóttur í ár. Haldin voru þrjú grunnnámskeið á Gufuskálum og tvö framhaldsnámskeið að Fjallabaki. Langflestir þátttakendur komu frá unglingadeildum en þátttakendur voru rúmlega 100 í allt. Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík studdi rausnarlega við bakið á skólanum með tveggja milljón króna framlagi sem gerði það að verkum að hægt var að stilla verði til unglingadeilda mjög í hóf. Rekstur Útivistarskólans er kostnaðarsamur enda gilda orðið strangar reglur um rekstur slíkrar starfsemi og við leggjum metnað okkar í að gera skólann sem best úr garði.

Námskeið fyrir almenning og fyrirtæki Námskeið fyrir almenning og fyrirtæki skipa núorðið ákveðinn sess í starfsemi skólans. Helst er um að ræða þau svið þar sem við höfum sérstöðu eins og ýmsar útgáfur að fyrstu hjálp í óbyggðum, ferðamennska og rötun og viðbrögð í villu og neyð. Hefðbundnum skyndihjálparnámskeiðum, s.s. fyrir leikskóla og almenn fyrirtæki, höfum við beint til Rauða krossins en lagt meiri áherslu á að sinna þeim sem gætu þurft að beita fyrstu hjálp í óbyggðum og fjarri spítölum og sérhæfðri þjónustu. Þessari stefnu höfum við fylgt undanfarin ár og markað okkur sérstöðu sem sérfræðingar í aðhlynningu slasaðra í óbyggðum.

Fjallgangan framundan

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Við erum búin að reima á okkur skóna og spenna á okkur bakpokann. Fyrstu skrefin hafa verið stigin í breytingum á Björgunarskólanum og uppbyggingu á námi björgunarfólks. En við erum bara að leggja af stað í fjallgönguna. Rétt komin í fjallsræturnar og framundan er klifrið. Þessar breytingar eiga rætur sínar að rekja til fólksins í félaginu, forystufólks innan félagsins sem ákvað á Landsþingi félagsins 2009 að tími væri kominn til að taka næstu skref í átt til aukinnar fagmennsku og þekkingar. Menntun og þekking er eins nauðsynleg fyrir okkur sem björgunarfélag eins og þekkingin er nauðsynleg fyrir þann sem klífur fjallið. En fjallgöngur, jafnvel þær bröttustu og erfiðustu, eru líka fullar af sigrum og árangri og það sem öllu skiptir er að hafa hugann alltaf við toppinn. Markmiðið er að tryggja öllu útkallsfólki grunnmenntun í leit og björgun. Það er okkar tindur og þangað stefnum við. Sigurður Ó. Sigurðsson skólastjóri Björgunarskólans

27


» Skýrsla slysavarnasviðs Starfsmenn slysavarnasviðs Í upphafi árs 2009 störfuðu Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sviðsstjóri slysavarnasviðs, Dagbjört H. Kristinsdóttir, sem hafði umsjón m.a. með öldrunarslysavörnum, slysavarnahluta heimasíðunnar og erindrekstri, og Sæunn Ósk Kjartansdóttir, sem hafði umsjón með námsefni í grunn- og leikskólum ásamt ferðamennsku. Sigrún og Sæunn hættu síðan báðar þetta ár og farið var í skipulagsbreytingar á slysavarna- og björgunarsviði þannig að úr varð eitt svið björgunar- og slysavarnasvið sem Gunnar Stefánsson er sviðsstjóri yfir. Starfsmenn sviðsins eru: Dagbjört H. Kristinsdóttir – slysavarnir Jónas Guðmundsson – Safetravel.is Brynjar Ásmundsson – unglingamál og fatnaður Friðfinnur F. Guðmundsson – aðgerðarmál Sigurður Viðarsson – niðurfellingar, björgunarskip Ingólfur Haraldsson – hálendisvaktin, æfingar. Öryggisheimsóknir til eldri borgara Ákveðið var að fara ekki í frekari heimsóknir til eldri borgara eins og gert var í Garðabæ og Kópavogi heldur hvetja slysavarnadeildir og björgunarsveitir til að gera verkefnið að sameiginlegu verkefni í framtíðinni. Dagbjört H. Kristinsdóttir hélt fyrirlestur um öryggisheimsóknir til eldri borgara í Kópavogi og Garðabæ á ráðstefnunni The Second European Regional Safe Community Conference, sem haldin var í Reykjavík í maí 2010. Einnig hélt hún fyrirlestur á hjúkrunarráðstefnu í Rotterdam sem bar yfirskriftina Older Persons, the Future of Care. Þar kynnti hún starf Slysavarnafélagsins Landsbjargar og starf slysavarnadeilda fyrir eldri borgara. Erindrekstur Árið 2010 voru eftirtaldar slysavarnadeildir/kvennadeildir heimsóttar. Slysavarnadeild kvenna Akureyri, slysavarnadeild kvenna Dalvík, slysavarnadeild kvenna Húsavík, Slysavarnadeild kvenna Ólafsfirði og slysavarnadeildin Hringur Mývatni. ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Númi og konurnar þrjár Í upphafi árs kom út lestrarþjálfunarbók í samvinnu við Námsgagnastofnun. Jón Guðmundsson skrifaði söguna um Núma og konurnar þrjár sem gera Núma lífið leitt með því að fá lánað hjólið hans en nota ekki viðeigandi öryggisbúnað. Halldór Baldursson teiknaði myndirnar. Bókin er ætluð börnum á aldrinum 6-8 ára. Númi Brúðuleikhúsið Númi á ferð og flugi í samvinnu við Helgu Steffensen hélt áfram í sýningum. Hætt var að senda út Númatíðindi á leik og grunnskóla.

28


Skýrsla slysavarnasviðs

Slysavarnir skíðamanna Veggspjöld um mikilvægi skíðahjálma og brettahjálma eru til hjá félaginu og eru send á skíðasvæði og skíðasölustaði. Einnig hefur félagið látið gera skilti sem eru á skíðasvæðum og hvetja til notkunar á skíðahjálmum. Endurskinsmerki Fígúrumerkin eru vinsælustu endurskinsmerkin en einnig eru til límd merki og töskumerki. Lífsleikni Ákveðið var að hætta með lífsleikniverkefnið Geimálfinn frá Varslys sem var byrjað með árið 2004. Einnig var heimasíðan www.geimalfurinn.is lögð niður. Göngum í skólann Göngum í skólann átakið var í fjórða sinn í september. Verkefnið hófst í Bretlandi árið 2000 og hefur þátttaka stöðugt farið vaxandi. Meginmarkmið Göngum í skólann eru að hvetja nemendur og foreldra á Íslandi til að ganga, hjóla eða fara á annan virkan hátt til og frá skóla. Um leið er ætlunin að: • Hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar. • Kenna reglur um öryggi á göngu og hjóli. • Draga úr umferð við skóla. • Draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum. • Betra og hreinna loft og öruggari og friðsælli götur og hverfi. • Stuðla að vitundarvakningu um ferðamáta og umhverfismál: Hversu „gönguvænt“ umhverfið er og hvar úrbóta er þörf. • Hvetja til heilbrigðs lífsstíls fyrir alla fjölskylduna: Hreyfing vinnur gegn hjartasjúkdómum, offitu og sykursýki II og stuðlar að streitulosun, betri sjálfsmynd, o.fl.

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Þeir sem að verkefninu standa hérlendis eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Lýðheilsustöð, Ríkislögreglustjóri, Slysavarnarfélagið Landsbjörg, Umferðastofa og Landssamtökin Heimili og skóli. Hálendisvaktin Hálendisvakt björgunarsveitanna var í fimmta skiptið í sumar. Eins og fyrri sumur var hálendinu skipt upp í fjögur svæði og var ein sveit á hverju svæði í vikutíma. Svæðin eru Fjallabak, Sprengisandur, Kjalvegur og svæðið norðan Vatnajökuls. Í ár byrjuðu sveitir að Fjallabaki og Kjalvegi 25. júní og viku seinna, eða 2. júlí, bættust svo við svæðin norðan Vatnajökuls og Sprengisandur. Hálendisvaktin stóð yfir í átta vikur og lauk henni 15. ágúst. Skýrslu hálendisvaktarinnar er að finna annars staðar í Árbókinni.

29


Öryggi barna í bílum Umferðarstofa og Slysavarnafélagið Landsbjörg lögðu fyrir hina árlegu könnun á öryggi barna í bílum í maí. Könnunin var gerð við 75 leikskóla víða um land með 2.660 þátttakendum. Á fyrstu árum þessara kannana voru niðurstöður vægast sagt óásættanlegar. Ef þróunin er skoðuð undanfarin 15 ár kemur í ljós að ástandið hefur batnað en við lítum þó svo á að það sé aldrei ásættanlegt að einhverjir noti ekki einfaldan og ódýran öryggisbúnað sem getur skilið á milli lífs og dauða. Félagar í deildum Slysavarnafélagsins Landsbjargar víða um land og starfsfólk Umferðarstofu sáu um framkvæmdina á vettvangi. Þegar skoðuð er þróun mála frá 1997 kemur í ljós að tilfellum þar sem enginn búnaður er notaður hefur fækkað mikið, nánar tiltekið úr 32% í 3% í ár. Færri eru nú í ófullnægjandi búnaði þ.e. í engum eða aðeins með öryggisbeltin, 12,8% í fyrra en 10,8% í ár. Því reyndust nú 89,2% barna vera í viðeigandi öryggisbúnaði í bíl á leið til leikskóla. Myndin sýnir hversu mörg prósent barna notuðu engan eða einhvern öryggisbúnað við komu í leikskóla.

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Grænt: Notuðu viðeigandi öryggisbúnað. Gult: Notuðu eingöngu bílbelti, sem er ekki fullnægjandi öryggisbúnaður fyrir aldurshópinn. Rautt: Börn laus í bifreið án öryggisbúnaðar.

30


Í ÞÍNUM HÖNDUM Hafið er matarkistan okkar og nátengt ímynd landsins. Við viljum halda hafinu og ströndum Íslands hreinum og ómenguðum um ókomna tíð. Á því veltur framtíð okkar, velferð og sjálfsvirðing.

F í t o n / S Í A

Máltækið „lengi tekur hafið við“ á ekki að eiga við um sorp og ýmis hættuleg efni sem geta borist í hafið af mannavöldum.


Öryggi barna í bílum 2010 Samanburður milli ára, 1996 - 2010

Myndin sýnir hversu mörg prósent barna notuðu einhvern öryggisbúnað við komu í leikskóla. Grænt: notuðu öryggisbúnað. Rautt: börn laus í bif reið án öryggisbúnaðar. Gult: Notuðu eingöngu bílbelti, en það er ekki f ullnægjandi búnaður f yrir aldurshópinn.

28%

17% 32%

12%

10%

8%

19%

18%

17%

13%

83%

72%

68%

1996

1997

1998

10%

69%

72%

75%

77%

1999

2000

2001

2002

6%

5%

5%

12%

12%

11%

3% 12%

5% 9%

3% 11%

3% 10%

3% 8%

82%

83%

84%

85%

86%

86%

87%

89%

2003

2004

2005

2006

2007

2008

2009

2010

Safetravel

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur lagt ríka áherslu á slysavarnir í þessum málaflokki. Ekki er hægt að sinna öllum slysavörnum í einu og hefur félagið því undanfarin ár einbeitt sér að slysavörnum í ferðamennsku. SL ýtti úr vör einu stærsta slysavarnaverkefni sem félagið hefur farið í en það er Safetravel. Verkefnið felst í því að leiða saman alla þá sem koma að ferðamennsku á Íslandi og búa til fræðsluefni fyrir ferðamanninn og stuðla þar með að fækkun slysa og bæta ímynd landsins sem öruggs ferðamannalands. Í byrjun júní 2010 skrifuðu sautján aðilar, er koma að ferðaþjónustu á einn eða annan hátt, undir samstarfssamning um verkefnið Safetravel. En þeir eru Ferðafélag Íslands, Ferðamálastofa, Ferðaklúbburinn 4x4, Félag íslenskra bifreiðaeigenda, iðnaðarráðuneytið, Íslandsspil, Neyðarlínan, Ríkislögreglan, Síminn, Samtök ferðaþjónustunnar, Sjóvá, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Umferðarstofa, Umhverfisstofnun, Útivist, Vatnajökulsþjóðgarður, Veðurstofa Íslands og Vegagerðin. Eftir sumarið var farið í að greina verkefnið til að geta tekið næstu skref við að halda áfram að byggja það upp til framtíðar. Jónas Guðmundsson var ráðinn sem verkefnastjóri á Safetravel. is og farið var í að endurgera heimasíðuna eftir þær ábendingar og reynslu sem við höfðum frá sumrinu. Veggspjöld og skilti Nokkrar tegundir af veggspjöldum, sem flest tengjast ferðamennsku á einn eða annan hátt, hafa verið notuð í forvarnastarfi sviðsins. Haldið verður áfram að bjóða upp á þessi veggspjöld en þau eru um trampólín, tjaldsvæði, almenn ferðaheilræði, skyndihjálp, heilræði fyrir bátsferðir og viðbrögð við drukknun. Félagið kom einnig að hönnunarvinnu við varúðarskilti við Látrabjarg.

32


Skýrsla slysavarnasviðs

Flugeldaforvarnir RÚV og Stöð 2 sýndu myndband um rétta meðhöndlum flugelda sem félagið lét búa til árið 2009. Gjafabréf fyrir flugeldagleraugum var sent til allra barna 10 til 15 ára og gátu þau farið á sölustaði björgunarsveita til að sækja þau. Gjafabréfin voru send í samvinnu við Blindrafélagið, Sjóvá og Póstinn. Framlag Póstsins skiptir verkefnið sköpum þar sem það væri ekki hægt án þeirra framlags. Margar björgunarsveitir fóru í grunnskóla og sýndu myndina ekkert fikt og ræddu við krakkana um þær hættur sem geta skapast af rangri notkun flugelda. Óvirkar einingar Í félagaskrá Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru um 80 slysavarnadeildir skráðar en einungis hluti af þeim var virkur. Ástæðan fyrir þessum fjölda slysavarnadeilda er að hér áður varð að stofna slysavarnadeild til að reka björgunarsveit og því var til mikill fjöldi slysavarnadeilda sem var aldrei annað en nafnið. Ákveðið var að fara í vinnu við að færa þessar einingar undir óvirkan flokk þannig að félagið væri með réttan fjölda deilda skráðan. Í tengslum við þessa vinnu var 42 slysavarnadeildum tilkynnt í desember 2010 að þær mundu færast í flokk óvirkra eininga frá og með 1. janúar 2011 ef ekki bærust ársskýrslur og ársreikningar. Óvirkar einingar fá ekki tölvupóst eða aðrar sendingar frá SL. Ef vilji er fyrir að endurvekja deildir er það lítið mál, viðkomandi deild þarf einungis að hefja starf og skila inn ársskýrslu og ársreikningum. Slysavarnasjóður

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Úthlutað er tvisvar sinnum úr slysavarnasjóði, í apríl og október. Engar umsóknir bárust í sjóðinn árið 2010.

33


Neyðarskýlasjóður Neyðarskýlasjóður var stofnaður á landsþingi 2007 með það að markmiði að aðstoða einingar við að koma neyðarskýlum sínum í skikkanlegt horf. Frá þeim tíma hafa nokkrar umsóknir verið afgreiddar. Safe Community Slysavarnasvið hefur unnið náið með Lýðheilsustöð að því að innleiða Safe Community verkefnið hér á landi. Í október 2010 varð Seltjarnarnesbær fyrst íslenskra sveitarfélaga til að ganga formlega til liðs við verkefni Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) um Öruggt samfélag. Með samningnum og formlegri aðild sinni að verkefninu er Seltjarnarnesbær fyrst íslenskra sveitarfélaga og samfélaga til að feta markvisst þá braut sem leitt getur til þess að bærinn verði síðar formlega lýstur „öruggt samfélag“ í skilningi Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Alþjóðleg ráðstefna Safe Community í samvinnu við Norrænu Safe Community ráðstefnuna Ráðstefnan The Second European Regional Safe Community Conference, Incorporating the 7th Nordic Conference on Safe Communities, var haldin á Grand hóteli 19.-20. maí 2010. Um 150 gestir frá 17 löndum sóttu ráðstefnuna. Efni ráðstefnunnar átti erindi við alla þá sem áhuga hafa á öryggismálum og velferð, þ.m.t. heilbrigðisstarfsfólk, vísindamenn, stjórnmálamenn, grasrótarsamtök, tryggingafélög, fyrirtæki og hverja þá aðra sem áhuga hafa á málefninu. Ólöf Snæhólm, blaðafulltrúi SL, og Dagbjört H. Kristinsdóttir, starfsmaður á slysavarnasviði, héldu báðar tölu á ráðstefnunni. Slysavarnaráð

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Félagið á sæti í slysavarnaráði og skipulagði ráðið meðal annars ráðstefnuna Second European Regional Safe Community sem haldin var á Grand hóteli. Framtíð slysavarnaráðs er enn óráðin en það kemur í ljós árið 2011 hvort ráðið leggst af eða ekki. En Slysavarnaráð sendi frá sér bréf til ráðuneytisins þar sem lögð var áhersla á að ráðið starfaði áfram, en m.a. er stofnun eins og WHO sem leggur áherslu á að slík ráð séu starfandi í löndum heimsins. Enda eru slys í þriðja sæti yfir ástæður dauðsfalla í Evrópu og ein meginástæða varanlegs heilsuleysis. Þegar litið er til fjölda þeirra sem missa lífið, þjáninga og efnahagslegra afleiðinga þessara slysa þá hlýtur að verða að líta á slys sem einn meginvanda lýðheilsu. Innlendar ráðstefnur Nokkrar innlendar ráðstefnur, þing og morgunverðarfundir voru setnir sem áhugaverðir voru fyrir slysavarnasviðið. Með því að sjá hvað aðrir eru að gera eykst þekking innan sviðsins og nýjar útfærslur og hugmyndir koma inn. Eldvarnabandalagið Eldur og reykur eru ein mesta ógn sem getur steðjað að okkur heima. Því miður verður fjöldi fólks ár hvert fyrir því áfalli að eldur verður laus og veldur stórtjóni á íbúðum og innanstokksmunum.

34


Skýrsla slysavarnasviðs

Í verstu tilvikum verður fólk fyrir stórfelldu heilsutjóni og týnir jafnvel lífinu. Eldvarnir eru því ein mikilvægasta ráðstöfun sem unnt er að gera til að tryggja öryggi fólks, líf, heilsu og eignir. Til að sameina eldvarnir var Eldvarnabandalagið myndað en það er samstarfsvettvangur aðila sem hafa það sameiginlega markmið að auka eldvarnir á íslenskum heimilum og draga þannig úr líkum á tjóni á lífi, heilsu og eignum vegna elds og reyks. Eldvarnabandalagið gaf út viðamikinn bækling sem ber heitið Eldvarnir, handbók heimilisins. Aðild að Eldvarnabandalaginu eiga Brunamálastofnun, Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands, Félag slökkviliðsstjóra, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Sjóvá-Almennar tryggingar hf., Slysavarnafélagið Landsbjörg, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, TM hf., VÍS hf. og Vörður tryggingar hf.

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Slysavarnanefnd félagsins Eftir landsþing félagsins var skipað að nýju í slysavarnanefnd félagsins sem hefur það hlutverk að fjalla um þau mál sem stjórn félagsins vísar til hennar um slysavarnamál ásamt því að styðja við bakið á slysavarnasviðinu. Í nefndina voru skipuð Auður S. Hjörvarsdóttir frá Kvennasveitinni Dagbjörgu, Hannes Frímann Sigurðsson úr stjórn SL, Margrét Laxdal úr stjórn félagsins, Anna Filbert frá Björgunarsveitinni Kili og Ásta Sigvaldadóttir frá slysavarnadeildinni Vörðunni, sem jafnframt er formaður nefndarinnar. Nefndin fundaði reglulega og skipulagði meðal annars kynningardag slysavarnadeilda.

35


Kvennaþing á Húsavík Dagana 17.-19. september 2010 stóð Slysavarnadeild kvenna á Húsavík fyrir tíunda Kvennaþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Á þingið voru skráðar um 160 konur. Þingið hófst á því að þátttakendum var boðið í kjötsúpu í Nausti sem er sameiginlegt húsnæði slysavarnadeildarinnar og björgunarsveitarinnar á Húsavík. Seinna um kvöldið bauð síðan Norðurþing konunum til móttöku í Menningarmiðstöðinni og þar ávarpaði Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri hópinn. Þingið tókst í alla staði mög vel, Jóhann Thoroddsen sálfræðingur flutti erindi um áfallahjálp og Ásdís Halla Bragadóttir hélt fyrirlestur um leiðtogahæfni. Til að brjóta aðeins upp daginn tóku konurnar einnig þátt í vinnusmiðjum þar sem meðal annars var hægt að velja dans, jóga, hugmyndasmiðju, sjálfsstyrkingu og fleira. Kvennasveitin Dagbjörg bauðst til að halda næsta Kvennaþing árið 2012.

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Gunnar Stefánsson

36


» Slysavarnadeildir 2010 Slysavarnadeild Skagfirðingasveitar Sauðárkróki Slysavarnadeildin Vörn Siglufirði Slysavarnadeild Kvenna Akureyri Slysavarnadeild kvenna Dalvík Slysavarnadeild kvenna Ólafsfirði Slysavarnadeild kvenna Húsavík Slysavarnadeildin Hringur Mývatn Slysavarnadeild Kvenna Neskaupsstað Slysavarnadeildin Rán Seyðisfirði Slysavarnadeildin Hafdís Fáskrúðsfirði Slysavarnadeildin Sjöfn Vopnafirði Slysavarnadeildin Hafrún Eskifirði Slysavarnadeildin Ársól Reyðarfirði Slysavarnadeildin Framtíðin Höfn Slysavarnadeildin Eykyndill Vestmannaeyjum

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Slysavarnadeild kvenna Reykjavík Slysavarnadeildin Varðan Seltjarnarnesi Hraunprýði Hafnarfirði Kvennasveitin Dagbjörg Reykjanesbæ Slysavarnadeildin Þórkatla Grindavík Slysavarnadeildin Una Garði Slysavarnadeildin Líf Akranesi Slysavarnadeildin Helga Bárðardóttir Hellissandi Slysavarnadeildin Sumargjöf Ólafsvík Slysavarnadeild kvenna Bíldudal Slysavarnadeildin Snæbjörg Grundarfirði Slysavarnadeildin Unnur Patreksfirði slysavarnadeild kvenna Bolungarvík Slysavarnadeild kvenna Ísafirði Slysavarnadeild Hnífsdals Slysavarndeildin Harpa Hofsósi

37


» Gufuskálar 2010 Árið 2010 fór rólega af stað í nýtingu en jókst verulega þegar leið að vori og sumarið var á köflum fullbókað og þá aðallega af einstökum félagsmönnum með fjölskyldum sínum. Eins og oft áður voru unglingadeildirnar duglegar að koma allt árið, bæði einstakar deildir og einnig hefur færst í vöxt að þær komi nokkrar saman og haldi samæfingar og var sú fjölmennasta með um 70 unglinga. Nokkrar af stærri björgunarsveitunum koma reglulega einu sinni til tvisvar á ári og lítur út fyrir að þeim heimsóknum fari hægt en örugglega fjölgandi. Ekki var mikið um stór námskeið á árinu umfram þau fagnámskeið sem hafa verið haldin árlega. Hins vegar var talsvert af smærri helgarnámskeiðum og vinnufundum þar sem sveitir komu með sína leiðbeinendur til að vinna saman í ró og næði. Útivistarskólinn var á sínum stað og gekk vel þótt námskeið hafi verið fá en vel sótt. Framkvæmdir voru með minnsta móti þetta árið og fólust nær eingöngu í viðhaldi húsa og búnaðar. Viðburður ársins var vafalítið sá, að einn félagi eyddi brúðkaupsnóttinni ásamt sinni heittelskuðu í brúðarsvítunni í Vinaklettum.

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Þór Magnússon staðarhaldari á Gufuskálum

38


» Ársskýrsla Slysavarnaskóla sjómanna 2010 Undanfarin fjögur ár hefur verið mikil aðsókn að Slysavarnaskóla sjómanna og hvert aðsóknarmetið verið slegið á fætur öðru. Árið 2010 var engin undantekning heldur voru þar slegin öll fyrri met í aðsókn og fjölda námskeiða. Mikil aðsókn var á árinu í sérhæfð námskeið sem yfirmenn þurfa til að geta öðlast alþjóðleg atvinnuskírteini vegna starfa erlendis. Engin sumarsigling var farin þetta árið og þar af leiðandi voru haldin fleiri grunnnámskeið en í venjulegu árferði. Á árinu voru haldin alls 165 námskeið sem 2.309 nemendur sóttu. Samanlagðir námskeiðsdagar voru 393 sem er það mesta í sögu skólans og fjölgun um 9% milli ára. Sundurliðun námskeiða má sjá á meðfylgjandi töflu:

Áhafnir björgunarskipa Endurmenntun öryggisfræðslu Endurmenntun öryggisfræðslu smábáta Framhaldsnámskeið eldvarna STCW95 A-VI/3 Hafnaröryggi Harðbotna slöngubátar Hóp- og neyðarstjórnun A-V/2 & A-V/3 Léttbátar

Fjöldi

Námskeið

32

5

775

53

34

2

106

8

2

1

32

4

160

7

6

1

117

8

Meðferð slysa og lyfjakistu skipa

67

7

Sérnámskeið Jarðborana

82

6

Skyndihjálp og eldvarnir

82

5

Slöngubátur 1

111

12

Slöngubátur 2

14

3

Smábátanámskeið

99

6

Líf og léttbátar aðrir en hraðskreiðir léttbátar

Stjórnendur björgunarskipa

3

1

19

2

455

27

Öryggisfræðsla í samræmi við OM flugrekanda (TA)

16

2

Öryggismál tollvarða

16

1

Wet drill

50

2

Lokuð rými

31

2

Samtals árið 2010

2.309

165

Samtals 2009

1.879

136

23%

23%

Öryggisfræðsla flugliða í samræmi við OM flugrekanda Öryggisfræðsla STCW95 A-VI/1-1, 1-2, 1-3 & 1-4

Breyting milli ára

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Námskeið

39


Áhöfn Ásgríms Halldórssonar sem tók þátt í samstarfsverkefni VÍS og Slysavarnaskóla sjómanna að loknum fræðslufundi um áhættumat og atvikaskráningar.

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Frá stofnun Slysavarnaskóla sjómanna hafa verið haldin 1.814 námskeið sem 31.411 manns hafa sótt. Á árinu voru sett upp þrjú ný námskeið, sérnámskeið fyrir starfsfólk Jarðborana, skyndihjálpar- og eldvarnanámskeið og námskeið um lokuð rými. Eins og undanfarin ár tók skólaskipið Sæbjörg þátt í hátíðarhöldum í tengslum við Hátíð hafsins og Sjómannadaginn fyrstu helgina í júní. Breyting varð á frá fyrri árum að ekki var siglt á Akranes en þess í stað farin skemmtiferð um Sundin á Hátíð hafsins auk svokallaðrar flöskuskeytaferðar sem nýtur stöðugt meiri vinsælda. Samtals tóku 1.564 sér far með skipinu báða dagana sem var heldur minna en árið á undan. Slysavarnafélagið Landsbjörg veitti í sjötta sinn viðurkenningu á Sjómannadaginn til áhafna skipa sem sótt höfðu námskeið við Slysavarnaskóla sjómanna og sýndu öðrum fremur góða öryggisvitund að mati kennara skólans. Viðurkenninguna, sem er farandbikar, fékk áhöfn Vestmannaeyjar VE og tók eigandi skipsins, Magnús Kristinsson, við bikarnum fyrir hönd áhafnarinnar sem á sama tíma var að taka þátt í hátíðarhöldum í Vestmannaeyjum. Á árinu voru fjárveitingar til Slysavarnaskóla sjómanna frá samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu skornar niður um 10% eins og hjá öðrum skólum landsins. Af þeirri ástæðu, sem og háu olíuverði, var ákveðið að sigla ekki á hafnir landsins á árinu en þess í stað haldin námskeið um borð í skipinu í Reykjavíkurhöfn. Viðskiptavinir skólans hafa sýnt þessu góðan skilning. Það hefur verið í vaxandi mæli sem Slysavarnaskólinn hefur farið um borð í skip til aðstoðar við að koma á æfingum og var þetta ár engin undantekning frá því. Aðstoð var veitt við gerð neyðaráætlana skipa sem og ráðleggingar um framkvæmd æfinga.

40


Ársskýrsla Slysavarnaskóla sjómanna 2010

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Í maí var undirritaður þriggja ára samstarfssamningur milli Slysavarnaskólans og Vátryggingafélags Íslands við að koma á atvikaskráningum og áhættumatsgerð um borð í skipum sem tryggð eru hjá tryggingafélaginu. VÍS mun í staðinn styrkja skólann með 10 björgunarbúningum ár hvert sem samningurinn gildir. Var unnið áfram með skip FISK á Sauðárkróki í innleiðingu atvikaskráninga og gerð áhættumats. Þá var einnig byrjað á sömu innleiðingu hjá Skinney Þinganesi á Hornafirði og funduðu starfsmenn skólans ásamt VÍS mönnum með útgerð og áhöfn Ásgríms Halldórssonar. Starfsmenn skólans aðstoðuðu útgerðarfyrirtækið Brims hf. í að innleiða, að frumkvæði útgerðarinnar, áhættumat og atvikaskráningar í öll skip útgerðarinnar. Fóru starfsmenn skólans í átta heimsóknir um borð í skip útgerðarinnar í þessum tilgagni. Skólinn tók þátt í starfsmannaskiptaverkefni á vegum Leonardo áætlunarinnar en styrkur til skólans var samþykktur á árinu 2009. Fjórir starfsmenn fóru í heimsóknir til skóla í Evrópu til að kynna sér kennslu í sjóbjörgun í sundlaugum. Einn starfsmaður fór til Centro Jovellanos í Gíjón á Spáni, annar til ASK Safety í Álasundi og tveir til Hull Offshore Training Association í Hull. Verkefninu mun ljúka á vordögum 2011. Mikill fengur er að taka þátt í svona verkefnum þar sem kennarar og leiðbeinendur geta hitt kollega sína í öðrum löndum og borið saman aðferðir og kennsluefni. Í byrjun ágúst var reynt að brjótast inn í aðstöðu Slysavarnaskólans á slökkviæfingasvæði skólans og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins við Leirvogstjörn. Aðeins voru unnar smávægilegar skemmdir á aðstöðunni en samt sem áður hefur það verið bagalegt að geta ekki komið upp eftirlitskerfi með svæðinu en ekkert rafmagn er á svæðinu til slíks. Skólastjóri sótti einn fund alþjóðasamtaka sjóbjörgunarskóla, IASST, á árinu sem haldinn var í

Sigrún Anna Stefánsdóttir starfsmaður Slysavarnaskóla sjómanna á æfingu í tengslum við Leonardo verkefni sem skólinn tók þátt í.

41


Viðurkenningu Slysavarnaskóla sjómanna, fékk áhöfn Vestmannaeyjar VE og tók eigandi skipsins, Magnús Kristinsson, við bikarnum fyrir hönd áhafnarinnar.

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Constanza í Rúmeníu í september. Á þeim fundi var Hilmar Snorrason skólastjóri endurkjörinn formaður samtakanna til næstu þriggja ára. Fundi samtakanna sem halda átti í Álasundi í apríl var aflýst sökum eldgossins í Eyjafjallajökli. Skipunartímabil skólanefndar Slysavarnaskóla sjómanna, sem er ráðuneytisskipuð nefnd, rann út á árinu 2009 en ekki var skipuð ný nefnd í hennar stað. Af þeim sökum var engin fundur í skólanefnd skólans á árinu 2010. Um miðjan desember tókust samningar um kaup á lokuðum björgunarbát og tveimur hraðskreiðum léttbátum ásamt sjósetningarbúnaði fyrir Slysvarnaskóla sjómanna til nota á námskeiðum skólans. Framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar og skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna höfðu farið til Þórshafnar í Færeyjum til að skoða þennan búnað sem hafði verið um tíma til sölu eftir að þarlendur skóli hætti starfsemi. Mun búnaðurinn verða settur upp á skólaskipinu Sæbjörgu. Fjöldi björgunarsveita, félagasamtaka og skóla kom í heimsóknir í Slysavarnaskólann á árinu og fengu kynningu á starfseminni. Á árinu 2010 bárust skólanum margar góðar gjafir. Starfsmenn Hafnarfjarðarhafnar gáfu skól­ anum peningagjöf til minningar um Ragnar Hrein Ormsson hafnsögumann sem lést við skyldustörf á árinu. Þá barst skólanum 136.000 krónur í gegnum minningarkort til minningar um Ragnar heitinn. Færir skólinn fjölskyldu Ragnars þakkir fyrir, og vottar þeim samúð við fráfall hans. Í október veitti Landssamband íslenskra útvegsmanna skólanum viðurkenningu fyrir mikilsvert framlag til öryggismála sjómanna ásamt tveimur 60 tommu flatskjáum, að verðmæti 1,1 milljón króna, sem settir voru upp í kennslustofum skólans. Í tilefni af 70 ára afmælisári Vélasölunnar styrkti fyrirtækið 15 nemendur til náms á grunnnámskeið við Slysavarnaskólann. Var Vinnumálastofnun

42


Ársskýrsla Slysavarnaskóla sjómanna 2010

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Frá æfingu með flugfreyjum og flugþjónum.

Búnaðurinn sem keyptur var frá Færeyjum fyrir Slysavarnaskóla sjómanna.

43


ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

fengin til að skrá í þessi pláss í tengslum við verkefnið „Ungt fólk til athafna“. Faxaflóahafnir styrktu starfsemi skólans, eins og endranær, með niðurfellingu hafnargjalda. Þá færðu nokkrir nemendur skólanum peningagjafir sem notaðar hafa verið til kaupa á kennslu- og öryggisbúnaði. Eins og endranær berst skólanum árlega fjöldinn allur af búnaði sem skipverjar eru að skipta út á skipum sínum og kemur hann í góðar þarfir á námskeiðum skólans. Er öllum þeim aðilum sem studdu starf Slysavarnaskólans á árinu, með einum eða öðrum hætti, þakkað fyrir þeirra framlag. Á árinu létu þrír starfsmenn af störfum, þeir Birkir Agnarsson, Sigurður Ingvarsson og Arnar Páll Ágústsson. Er þeim þökkuð störf sín við skólann. Í árslok voru níu starfsmenn í fullu starfi við skólann en þeir eru: Hilmar Snorrason skólastjóri, Þráinn Skúlason aðstoðarskólastjóri, Kristinn Guðbrandsson leiðbeinandi, Pétur Ingjaldsson, leiðbeinandi og yfirvélstjóri, Bogi Þorsteinsson leiðbeinandi, Þórarinn Þórarinsson leiðbeinandi, Ingimundur Valgeirsson verkefnisstjóri, Sigrún Anna Stefánsdóttir skrifstofumaður og Vidas Kenzgaila við ræstingu. Auk þeirra komu eftirtaldir stundakennarar að kennslu á námskeiðum skólans: Fróði Jónsson, Guðjón Sig. Guðjónsson, Sigvaldi Torfason, Ingi Haukur Georgsson, Þorbjörn Jóhannsson, Sigurdór Steinar Guðmundsson, Eiríkur Aðalsteinsson, Aðalsteinn Aðalsteinsson, Kristján Þ. Jónsson, Guðlaugur Ottesen, Jóhann Bæring Pálmason, Ólafur Geir Sigurjónsson, Daði Benediktsson og Ingvar Stefán Árnason. Einnig komu læknar og hjúkrunarfólk frá LHS, starfsmenn LHG fluggæslu og slökkviliðsmenn SHS að kennslu við skólann. Hilmar Snorrason, skólastjóri

44


Ferðafélag Íslands

Fjölbreytt starFsemi í yFir 80 ár Ferðafélag Íslands er áhugamannafélag sem hefur það markmið að hvetja landsmenn til að ferðast og fræðast um landið. Áhugi á gönguferðum, fjallgöngum og útiveru hefur aldrei verið meiri og er mikið líf og fjör í starfseminni. Ferðafélagið leggur sig fram við að mæta þörfum breiðs hóps með miklu úrvali ferða. Í ferðaflóru félagsins er að finna allt frá söguferðum um grösugar sveitir til erfiðra jöklaferða. Í ferðaáætlun félagsins geta flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. Á 82 árum hefur Ferðafélagið efnt til meira en 8.500 ferða með yfir 200.000 þátttakendum. Það eru allir velkomnir í Ferðafélagið og njóta félagsmenn sérkjara, bæði í ferðum, skálum og í fjölda verslana. Auk þess fá allir félagsmenn árbókina senda heim á hverju ári og er það hluti af árgjaldinu. Árbókin er einstæður bókaflokkur um land og náttúru. Auk árbókanna hefur Ferðafélag Íslands staðið að útgáfu handhægra fræðslu- og upplýsingarita um ferðamál, þjóðfræði og sögu landshluta. Félagsstarfið hefur í gegnum tíðina einkennst af miklu sjálfboðastarfi. Félagar hafa unnið að byggingaframkvæmdum, farið vinnuferðir í skála eða í frágangsferðir, stikað og unnið að uppbyggingu gönguleiða, unnið við brúargerð og margt fleira. Í staðinn hafa þeir fengið fríar ferðir, fæði og félagsskap. Félagið hefur unnið markvisst að samgöngubótum, lagt akvegi og brúað ár. Það hefur haft samstarf við sveitarfélög um landgræðslu, náttúruvernd og uppbyggingu svæða eins og t.d. í Landmannalaugum, á Þórsmörk og Emstrum. Sæluhús Ferðafélags Íslands og deilda félagsins úti um land eru þægilegir áningarstaðir á ferðalagi um óbyggðir Íslands. Þau eru á 37 stöðum víðsvegar um landið og getur allur almenningur nýtt þau óháð aðild að félaginu.

www.fi.is


» Skýrsla unglingastarfs 2010 Unglingastarfið Hafist var handa við undirbúning á alþjóðlegum fundi umsjónarmanna sem á að fara fram á Gufuskálum og tengjast landsmótinu á Dalvík 2011. Nokkur vinna var lögð í að sækja um styrk fyrir verkefnið til EUF. Einnig fóru tveir einstaklingar frá nefnd um unglingamál til Þýskalands á fund um unglingamál sem DLRG hélt. Á fundinum var rætt um framtíðarskipulagningu á ungmennaskiptum milli björgunarsamtaka í Evrópu. Einnig kynntu íslensku þátttakendurnir fyrirhugaðan fund á Íslandi 2011. Auk okkar á fundinum voru fulltrúar frá Bretlandi, Austurríki, Tékklandi og Þýskalandi. Tvær unglingadeildir voru endurvaktar; unglingadeildin Rán í Garði og Sigfús á Hólmavík. Hjálparsveit skáta Kópavogi stofnaði unglingadeildina Uglu og er sú unglingadeild fyrir unglinga á aldrinum 16-18 ára. Útivistarskólinn Útivistarskólinn var rekinn af fullum krafti þetta árið. Haldin voru þrjú grunnnámskeið og tvö framhaldsnámskeið. Góð þátttaka var á námskeiðunum, en 70 manns sóttu 70 grunnnámskeiðin og 24 framhaldsnámskeiðin. Hefðbundin dagskrá var keyrð á grunnnámskeiðunum í sumar og voru unglingarnir ánægðir með hana. Á framhaldsnámskeiðunum var í boði að ganga tvær gönguleiðir. Á fyrra námskeiðinu var genginn hluti af Laugaveginum, þ.e. frá Landmannalaugum og að Hvanngili og þaðan í Strút. Á seinna námskeiðinu var gengið frá Hólaskjóli að Hvanngili og verður sú ferð lengi í minni unglingana þar sem þeir lentu í mjög svo slæmu veðri á leiðinni en þau skemmtu sér konunglega þótt gangan væri erfið á köflum. Um sumarið komu tveir unglingar á námskeið Útivistarskólans, annar frá Noregi og hinn frá Kanada til að sækja grunn- og framhaldsnámskeið og líkaði þeim mjög vel við námskeiðin. Engar breytingar urðu á starfsmannamálum hjá Útivistarskólanum árið 2010 og voru Sonja Dögg Kristjánsdóttir, Svava Guðmundsdóttir, Einar Örn Arnarsson, Arnar Páll Gíslason og Brynjar Ásmundsson leiðbeinendur, en auk þess aðstoðaði Elva Dögg Valsdóttir á framhaldsnámskeiðunum. Skráningar á námskeið Mæting (með þeim sem komu inn af biðlista) ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Skráðir þátttakendur úr unglingadeildum

110 94 100

Mæting frá unglingadeildum

84

Mæting, almenningur

10

Landshlutamót Einungis var haldið eitt landshlutamót í ár, í Vestmannaeyjum dagana 9.-11. júlí. Mótið er það stærsta sem menn muna en 254 manns sóttu mótið. Unglingarnir fengu að spreyta sig í ýmsum póstum; m.a. í gúmmíbátahlaupi, tunnuhlaupi, skyndihjálp, leit, rústabjörgun, sigi, aparólu og hópeflisleikjum. Vestmannaeyjabær gaf svo öllum frítt í sund en nýverið var tekið í notkun nýtt útisvæði í sundlauginni.

46


Skýrsla unglingastarfs 2010

Mætingar frá unglingadeildum og almenningi 11%

Mæting frá unglingadeildum Mæting, almenningur

89%

Skipting milli landshluta 16% 3%

Frá Suðurlandi Frá Vesturlandi Frá Norðurlandi

20%

61%

Frá Austurlandi

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Eykyndilskonur elduðu hádegismat handa liðinu en útgerðir í Eyjum gáfu fisk sem mótsgestir gæddu sér á. Um kvöldið grilluðu félagar Björgunarfélags Vestmannaeyja lambalæri handa unglingunum. Unglingarnar voru mjög sáttir með mótið og fóru með bros á vör frá Eyjum. Landsfundur umsjónarmanna Landsfundur umsjónarmanna var haldinn á Gufuskálum helgina 24.-26. september. En samkvæmt nýrri reglugerð um unglingamál á að halda fundinn síðustu helgina í september. Hefur aldrei verið jafn góð mæting á fundinn og í ár en það mættu 64 einstaklingar frá 27 deildum. Á landsfundinum var farið yfir landshlutamótið sem haldið var í Vestmannaeyjum. Þeir umsjónarmenn sem voru á mótinu hrósuðu Eyjamönnum fyrir góða skipulagningu og nýjungar sem voru á mótinu. Fundurinn sem Ingvar og Otti fóru á í Þýskalandi var kynntur fyrir fundarmönnum.

47


Kynntu þeir einnig fyrirhugaðan alþjóðlegan fund sem verður haldinn á Íslandi í tengslum við landsmótið á Dalvík 2011. Í ár var ákveðið að vera ekki með utanaðkomandi fyrirlesara eins og undanfarin ár. Vildi nefnd um unglingamál fá frá umsjónarmönnum þeirra hugmyndir um unglingastarfið. Umsjónarmönnum var svo skipt upp í hópa og þeir fengu hver um sig einn umræðupunkt sem þeir áttu að ræða og koma með niðurstöðu úr. Umræðupunktarnir voru kynningar á unglingadeildum, lands- og landshlutamót, fatamál, samvinna unglingadeilda, menntun, umsjónarmenn, starfið, reglur og fjáröflunarverkefni. Margir áhugaverðir punktar komu úr umræðunum og verður unnið úr þeim. Árið 2011

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Sótt var um styrk til Evrópu unga fólksins vegna verkefnisins Saman í sjálfboðaliðastarfi – Volunteer together, sem er heitið á alþjóðlegum fundi umsjónarmanna björgunarsamtaka sem ætlunin er að halda á Íslandi ef styrkur fæst frá EUF. Landsmót verður haldið á Dalvík og mun björgunarsveitin á Dalvík sjá um mótið. Umsjónarmannafundur verður svo á sínum stað seinustu helgina í september. Brynjar Ásmundsson unglingamál

48


» Unglingadeildir 2010 Unglingadeildin Sæunn (Flateyri) Unglingadeildin Kofri (Súðavík) Hólmavík Unglingadeildin Skjöldur (Hvammsangi) Unglingadeildin Glaumur (Hofsós) Unglingadeildin Smástrákar (Siglufjörður) Unglingadeildin Trölli (Sauðárkrókur) Unglingadeildin Dasar (Dalvík) Unglingadeildin Djarfur (Ólafsfjörður) Unglingadeildin Dalbjörg (Eyjafjarðarsveit) Unglingadeildin Náttfari (Húsavík) Unglingadeildin Mývargar (Mývatn) Unglingadeildin Týr Unglingadeildin Ársól (Reyðarfjörður) Unglingadeildin Gerpir (Neskaupsstað) Unglingadeildin Hamar (Seyðisfjörður) Unglingadeildin Héraðsstubbar (Egilsstaðir) Unglingadeildin Særún (Eskifjörður) Unglingadeildin Vopni-Örn (Vopnafjörður) Unglingadeildin Logi (Fáskrúðsfjörður) Unglingadeildin Brandur (Höfn) Unglingadeildin Ýmir (Hvollsvöllur) Unglingdeildiin Hellingur (Hellu) Unglingadeild Vestmannaeyja

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Unglingadeild Ársæls Unglingadeildin Björgúlfur (Hafnarfjörður) Unglingadeildin Kyndill (Mosfellsbær) Unglingadeildin Stormur (Kjalarnes) Unglingadeild HSSK Unglingadeildin Hafbjörg (Grindavík) Unglingadeildin Rán (Garður) Unglingadeildin Tígull (Vogar) Unglingadeildin Von (Sandgerði) Unglingadeildin Klettur (Reykjanesbær) Unglingadeild Bruni (Hveragerði) Unglingadeildin Árborg (Selfoss) Unglingadeildin Strumpur (Þorlákshöfn) Unglingadeildin Ungar (Eyrarbakki) Unglingadeildin Greipur Unglingadeild Brákar (Borgarnes) Unglingadeildin Arnes Akranesi Unglingadeildin Dreki (Hellisandur) Unglingadeildin Pjakkur (Grundafjörður) Unglingadeildin Óskar (Búðardal) Unglingadeildin Vestri (Patreksfjörður) Unglingadeildin Tindar (Hnífsdalur) Unglingadeildin Ernir (Bolungavík) Unglingadeildin Hafstjarnan (Ísafjörður) Unglingadeildin Björg (Suðureyri)

49


» Skýrsla landsstjórnar björgunarsveita 2010 Starfsemi landsstjórnar var með hefðbundnum hætti árið 2010 en líkt og hjá einingum félagsins var mikið að gera í kringum eldgosið í Eyjafjallajökli. Af þeim sökum var mikil viðvera í Samhæfingarmiðstöðinni sem bæði lenti á landsstjórnarmönnum og bakvakt landsstjórnar. Á árinu voru haldnir átta fundir landsstjórnar. Þar var m.a. lokið stefnumótun í aðgerðamálum og fundað var með fjarskiptaráði til að ræða fjarskiptamál í aðgerðum. Töluvert var um stórar aðgerðir á árinu en allar stærri aðgerðir eru ræddar á landsstjórnarfundum. Reglugerð um leit og björgun á hafinu og af loftförum leit dagsins ljós og ber að fagna því. Aðgerðir ársins voru 744 og er þeirra getið annars staðar hér í Árbókinni og voru nokkrar af þeim stórar og viðamiklar. Þann 30. janúar féllu mæðgin í sprungu á Langjökli, konan lést en drengnum var bjargað eftir um fimm tíma björgunaraðgerðir við erfiðar aðstæður. Langjökull var aftur í aðalhlutverki í stórri aðgerð 14. febrúar þegar leitað var að skoskum mæðginum á jöklinum. Aðstæður voru afar erfiðar en að lokum fundu sleðamenn þau þar sem þau höfðu búið um sig hjá sleðanum. Mikill fjöldi bjarga tók þátt í aðgerðinni en fáir treystu sér á jökulinn í því veðri sem þar var. Þann 20. mars hófst svo gos á Fimmvörðuhálsi og síðar Eyjafjallajökli. Þessar aðgerðir kröfðust mikils mannskaps og var landsstjórn að störfum í SST. Landsstjórn björgunarsveita var skipuð eftirfarandi aðilum 2010: Árni Birgisson Ásgeir Örn Kristinsson Bryndís F. Harðardóttir Dagbjartur Kr. Brynjarsson Friðfinnur F. Guðmundsson Hilmar Frímannsson Júlíus Þór Gunnarsson Smári Sigurðsson Þór Magnússon Þorsteinn Þorkelsson, formaður

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Friðfinnur Freyr Guðmundsson

50


» Stjórn og starfsfólk 2010 Stjórn Sigurgeir Guðmundsson – formaður Smári Sigurðsson – varaformaður Lilja Magnúsdóttir – ritari Gunnar Þorgeirsson – gjaldkeri Eiður Ragnarsson Hannes Frímann Sigurðsson Hörður Már Harðarson Margrét Laxdal Pétur Bjarni Gíslason

Rekstrarsvið Steingerður Hilmarsdóttir Guðrún G. Bergmann Ásta Björnsdóttir

Starfsfólk

Slysavarnaskóli sjómanna Hilmar Snorrason, skólastjóri Þráinn Skúlason, aðstoðarskólastjóri Birkir Agnarsson, kennari Kristinn Guðbrandsson, leiðbeinandi Sigurður Ingvarsson, leiðbeinandi og yfirvélstjóri Arnar Páll Ágústsson, leiðbeinandi Sigrún Anna Stefánsdóttir, skrifstofumaður Ingimundur Valgeirsson, verkefnisstjóri Vidas Kenzgaila, ræsting

Framkvæmdastjóri Kristinn Ólafsson Björgunarsvið Gunnar Stefánsson – sviðsstjóri Björgvin Herjólfsson Brynjar Ásmundsson Oddur E. Kristinsson Sigurður Ó. Sigurðsson Sigurður Viðarsson Ingólfur Haraldsson Friðfinnur F. Guðmundsson

Sölu- og markaðsmál Jón Ingi Sigvaldason Upplýsinga- og kynningarfulltrúi Ólöf Snæhólm Baldursdóttir

Gufuskálar Þór Magnússon – staðarhaldari Svanhvít Ásmundsdóttir

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Slysavarnasvið Sigrún A. Þorsteinsdóttir – sviðsstjóri Dagbjört Kristinsdóttir Sæunn Kjartansdóttir

51


» Nefndir og ráð Milliþinganefndir Félagslegir endurskoðendur Garðar Eiríksson Pétur Aðalsteinsson Til vara, Petrea Ingibjörg Jónsdóttir

Stýrihópur um Íslensku alþjóðabjörgunarsveitina Kristinn Ólafsson Gunnar Stefánsson Hannes Frímann Sigurðsson

Fjárveitinganefnd Ágúst Pétursson Ingimar Eydal – formaður Ólafur Hallgrímsson Páll Ágúst Ásgeirsson Vilhjálmur Vernharðsson Gunnar Stefánsson – starfsmaður

Stjórnendur ÍA Dagbjartur Kr. Brynjarsson Gísli Rafn Ólafsson G. Víðir Reynisson Jón Ingi Sigvaldason Ólafur Loftsson

Laganefnd Björn Guðmundsson Pálmi Másson – formaður Þórarinn Ingi Ólafsson Sigrún A. Þorsteinsdóttir – starfsmaður Uppstillinganefnd Adolf Þórsson Ásgeir Örn Kristinsson Íris Marelsdóttir

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Aðrar nefndir og ráð Framkvæmdastjórn björgunarbátasjóðs SL Kristinn Ólafsson Jón Gunnarsson Gunnar Stefánsson Heiðar Hrafn Eiríksson Sigurður R. Viðarsson – starfsmaður Köfunarráð Ásgeir Einarsson Ásgeir R. Guðjónsson Guðjón S. Guðjónsson Ingvi Kristinn Skjaldarson Júlíus A. Albertsson Mikael R. Ólafsson Sigurður R. Viðarsson

52

Almannavarna- og öryggisráð Sigurgeir Guðmundsson Siglingaráð Hilmar Snorrason Gunnar Tómasson, varamaður Skólanefnd Slysavarnaskóla sjómanna Gunnar Tómasson Jón Gunnarsson Lilja Magnúsdóttir Jónas G. Ragnarsson Sævar Gunnarsson Skyndihjálparráð Ármann Höskuldsson Slysavarnaráð Sigrún A. Þorsteinsdóttir Umferðarráð Sigrún A. Þorsteinsdóttir Æskulýðsráð Gunnar Stefánsson


Nefndir og ráð

Fjarskiptaráð björgunarsveitanna Birgir Birgisson Daníel Eyþór Gunnlaugsson Jón Hermannsson Sigurgeir Gunnarsson Valur Haraldsson Hörður Már Harðarson – formaður nefndarinnar Ingólfur Haraldsson – starfsmaður

Flugeldanefnd Gunnar Þorgeirsson Jón Ingi Sigvaldason Kristinn Ólafsson Smári Sigurðsson Fulltrúar SL í stjórn Íslandsspila Gunnar Þorgeirsson Kristinn Ólafsson Sigurgeir Guðmundsson – varamaður Hannes Frímann Sigurðsson – varamaður Nefnd um neyðarskýli Bryndís F. Harðardóttir Haraldur Júlíusson Reynir Arnórsson Sigrún A. Þorsteinsdóttir – starfsmaður Nefnd um slysavarnamál Ásta Sigvaldadóttir Auður Hjördís Sigurðardóttir Anna Filbert Margrét L. Laxdal Hannes Frímann Sigurðsson

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Landsstjórn björgunarsveita Árni Birgisson Ásgeir Örn Kristinsson Bryndís F. Harðardóttir Dagbjartur Brynjarsson Friðfinnur F. Guðmundsson Hilmar Frímannsson Júlíus Þór Gunnarsson Smári Sigurðsson Þorsteinn Þorkelsson formaður Þór Magnússon Friðfinnur F. Guðmundsson – starfsmaður

53


Sæunn Ósk Kjartansdóttir – starfsmaður Dagbjört H. Kristinsdóttir – starfsmaður Sigrún A. Þorsteinsdóttir – starfsmaður Nefnd um unglingamál Eiður Ragnarsson Friðjón Árni Sigurvinsson Hannes Frímann Sigurðsson Helena Magnúsdóttir Ingvar Guðmundsson Otti Rafn Sigmarsson Pétur Bjarni Gíslason Brynjar Ásmundsson – starfsmaður

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Skólaráð Björgunarskóla SL Halla Kjartansdóttir Hörður Már Harðarson Lilja Magnúsdóttir Reimar Viðarsson Sigurður Ólafur Sigurðsson

54

Viðurkenninganefnd Kristbjörn Óli Guðmundsson Petrea I. Jónsdóttir Þorsteinn Þorkelsson Gunnar Stefánsson – starfsmaður Yfirleiðbeinendur Björgunarskóla Anton Carasco, snjóflóð Ásmundur Ívarsson, fjallamennska Dagbjartur Kr. Brynjarsson, aðgerðastjórnun Daníel Eyþór Gunnlaugsson, fjarskipti Einar Örn Arnarson, fyrsta hjálp Elvar Jónsson, bílamál Gísli Páll Hannesson, vélsleðar Guðjón S. Guðjónsson, köfun Gunnar Agnar Vilhjálmsson, fjallabjörgun Jónas Guðmundsson, slysavarnir Magnús Örn Hákonarson, rústabjörgun Sigurður Jónsson, ferðamennska og rötun Sigurður Ólafur Sigurðsson, leitartækni


» Eldgos Ég ætla í þessari grein minni að fjalla aðeins um einstaka þætti þeirrar atburðarásar sem hófst í Rangárþingi eystra með eldgosinu á Fimmvörðuhálsi í mars sl. Ekki verður á neinn hátt um faglega umfjöllun að ræða, þar sem það er langt frá því að vera tímabært vegna þess að nánast engin rýni hefur verið á aðgerðirnar. Rýnifundir með íbúum á áfallasvæðinu verða t.d. ekki fyrr en á haustmánuðum þar sem fjöldi íbúa er nú í óða önn að vinna hefðbundin landbúnaðarstörf. Sauðburður er að hefjast, síðan taka við önnur vorverk og þá heyskapur auk þess að nokkrir eru að vinna að enduruppbyggingu jarða sinna og hreinsun bygginga eftir öskufall. Greinin verður sýn mín á verkefnið sem björgunarsveitamanns, þátttakanda í stjórnunarteymi aðgerða, ferðamanns á áfallasvæðinu og íbúa í sveitarfélaginu Rangárþingi eystra.

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Um leið og staðfest var að eldgos væri hafið í Eyjafjallajökli, sem síðar reyndist á Fimmvörðuhálsi, sendi Neyðarlínan boð á viðkomandi aðila um að fyrirfram skilgreind áhættusvæði skyldu rýmd samkvæmt áætlun um flóð frá Eyjafjallajökli. Samhliða þessu voru send boð á björgunarsveitir á svæðinu og þær kallaðar út til að sinna störfum samkvæmt þessari áætlun. Þar með hófst starf björgunarsveitanna í þessum atburði. Fyrsta hlutverk sveitanna í þessu verkefni var að opna og manna að sínum hluta, samkvæmt samningi við Almannavarnanefnd Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu, aðgerðarstjórnstöð á Hellu og vettvangsstjórnstöð á Hvolsvelli ásamt því að bakvakt landsstjórnar þarf að manna sín sæti í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð í Reykjavík. Þegar áðurnefndar stöðvar voru starfhæfar var byrjað á því að grennslast fyrir um hvort og hvar fólk var á mesta hættusvæðinu, svo sem fólk á almennum ferðalögum, við skemmtanir á veitingastöðum og víðar þar sem reikna mátti

55


ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

með fólki og að það hefði ef til vill ekki fengið boð um rýmingu. Jafnframt gerðu björgunarsveitir sig tilbúnar til að vinna eftir sínu verklagi við rýmingu. Farið var á alla þessa staði á svæðinu og gengið úr skugga um að þeir sem ættu að fara á brott væru farnir. Síðan þurfti að fylgja því eftir að fólk færi á skilgreinda staði samkvæmt áætlun og léti skrá sig þar, en fyrr um nóttina höfðu Rauði krossinn og fleiri aðilar opnað fjöldahjálparstöðvar á þremur stöðum innan svæðisins. Auk þess var farið á staði þar sem grunur var um fólk væri og hefði hugsanlega ekki fengið boð um rýmingu. Almennt gekk rýmingin vel, enda unnið eftir þaulæfðu skipulagi sem búið var að æfa og fara vel yfir nokkrum vikum áður en þessir válegu atburðir urðu að veruleika. Brögð voru að því þá að fólk gerði grín að þessari æfingu og fyndist hún óþörf og jafnvel taugaveiklun. Hygg ég að þeir hinir sömu hafi skipt um skoðun nú. Samhliða öllu þessu var farið í að loka fyrirfram skilgreindum vegum fyrir umferð inn á svæðið í umboði lögreglu. Það var umfangsmikið og krefjandi verkefni þar sem mikil ásókn utanaðkomandi fólks var í að komast að þessum miklu atburðum og þurfti oft að fara í manngreinarálit. Bændur og búalið máttu fara heim að sinna búfénaði þegar mesta hættan var liðin hjá. Aðrir sem áttu eignir á svæðinu fengu heimild til þess að huga að þeim og fjölmiðlafólk fékk aðgang, til þess að geta upplýst landsmenn um gang mála á sinn hátt. Þegar búið var að ganga úr skugga um að óhætt væri að hleypa óheftri umferð um hættusvæði í byggð, hófst næsta aðgerðarlota björgunarsveitanna. Hún fólst í því að stjórna umferð að og frá gossvæðinu á Fimmvörðuhálsi og aðstoða þá sem lentu í erfiðleikum við að komast að gosstöðinni. Allt þetta var gert í frábærri samvinnu við lögreglu og undir hennar stjórn. Akstursleið um veginn á Fimmvöðuhálsi var lokuð almennri umferð, aðeins ætluð fyrir sjúkraflutninga og til að koma lögreglumönnum og björgunarsveitafólki að og frá svæðinu á vaktaskiptum. Vegurinn er mjög mjór og seinfarinn og er ljóst að ef almennri umferð hefði verið hleypt um hann hefði skapast mikil hætta á töfum fyrir forgangsaðila, þ.e. lögreglu og björgunarsveitir. Leyft var að ganga gönguleiðina um hálsinn og aka um Mýrdalsjökul að gosstöðvunum. Nokkrum sinnum þurfti að loka þessum leiðum vegna veðurs og slæmrar færðar, ásamt því að reynt var að hefta för mjög vanbúins fólks og farartækja. Fyrir kom að ökutækjum var leyft að aka frá gosstöðvunum leiðina niður um Fimmvörðuháls þar sem fyrirsjáanlegt var að það yrði mjög erfitt að komast yfir og niður Mýrdalsjökul sökum ófærðar. Leiðin um Eyjafjallajökul var alveg lokuð og jökullinn skilgreindur sem hættusvæði. Á þessum tíma þurfti að vera með tvo gæslupósta í Skógum, bæði við gönguleiðina upp á hálsinn og vegslóðann og síðan var gæslufólk við leiðina upp á Mýrdalsjökul, en lokað var í Þórsmörk. Gæsluhópar vöktuðu svæðið við eldstöðina en eins og gefur að skilja voru þar margar og miklar hættur ef fólk gætti ekki að sér. U.þ.b. 300 gráðu heitt hraun streymdi þarna fram úr eldgosinu, safnaðist fyrir og rann síðan fyrirvaralaust fram af hraunbrúninni og gat lent á fólki sem stóð ógætilega nálægt. Eins urðu miklar gufusprengingar þegar glóandi hraunelfan lenti á snjónum með tilheyrandi hættu fyrir þá sem þarna voru, auk þess sem eitraðar og lyktarlausar lofttegundir söfnuðust fyrir í lægðum og hefðu getað valdið miklum skaða. Það var undravert hvað fólk lagði sig í mikla hættu til að komast sem næst hrauninu og varð stundum að beita valdi til að koma því frá mestu hættunni, en allt fór þó vel að lokum. Seinna á gostímanum var opnað fyrir umferð inn í Þórsmörk og þá þurfti að bæta við gæslupóstum við mynni Hrunagils og Hvannárgils og á Heljarkambi. Allan þennan tíma var einnig verið með tæki og mannafla í Fljótshlíð til aðstoðar, þó ekki væri um beina lokun að ræða.

56


Eldgos

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Eins og komið hefur fram þá þurfti mikinn tækjabúnað og mannafla til að sinna öllum þessum verkþáttum, því gríðarlegur mannfjöldi lagði leið sína að og nálægt gosstöðinni frá því gos hófst og fram yfir páskahelgina. Fjöldi fólks óskaði eftir aðstoð og reynt var að koma til móts við alla þá sem lentu í erfiðleikum. Erfitt er að meta fjölda aðstoðarbeiðna þar sem oft voru margir aðstoðaðir í sama leiðangri. Fjöldi vanbúinna farartækja fékk aðstoð á leið sinni vegna bilana eða þegar farartæki festust. Langflestar aðstoðarbeiðnir komu þó frá gangandi fólki, hreint ótrúlegt hvað þær voru margar. Einkum var um að ræða minniháttar slys, snúning á ökkla, þreytu eða vísbendingar um ofkælingu, ásamt hreinni uppgjöf vegna næringarskorts. Grunur er um að í sumum tilfellum hafi fólk leikið sig í verra ástandi en það í raun og veru var, til að fá flýtimeðferð á leiðinni heim, þ.e. misnota þessa einstöku þjónustu björgunarsveita. Þyrlur, bílar, vélsleðar, fjórhjól og gangandi björgunarsveitafólk var notað til að sinna þessum verkefnum og tókst það í öllum tilfellum vel. Undarlegt var að sjá hversu margt fólk fór vanbúið af stað í þessar gönguferðir, sem fyrirfram var vitað um að væru mjög erfiðar og krefjandi. Mjög mikil kæling var á svæðinu, allt upp í 15 gráðu frost og mikill vindur, hækkun var um 1.000 metrar og þeir sem gengu lengst fóru um 30 km. Þrátt fyrir vitneskju allra, fór fólk af stað illa klætt og skóað, og á engan hátt með næringu sem fullnægði orkuþörf þess við svona krefjandi aðstæður. En langflestir stóðu sig þó með miklum sóma, nutu útiverunnar og útsýnisins sem var stórkostlegt og jafnframt ógnvænlegt í senn. Ferðamenn komu hvaðanæva úr heiminum og stóðu á öndinni af hrifningu. Alla páskahelgina stóðu Slysavarnadeildarkonur úr Reykjavík vaktina á Heimalandi og útbjuggu heitan mat og góðgæti fyrir björgunarsveitafólk, lögreglumenn og aðra sem komu að málinu ásamt því að senda næringu handa þeim sem stóðu lengstu vaktirnar. Þegar hér er komið sögu er páskum að ljúka. Í aðgerðargrunn SL höfðu verið skráðar 988 skráningar. 45 sveitir í 147 hópum með 496 björgunarsveitarmenn höfðu skráð sig í verkefnin og ljóst er að ekki hafa allir skráð sig þannig að talsvert fleiri tóku þátt í þessum aðgerðum. Komið var að lokum þessa krefjandi verkefnis og margir orðnir þreyttir og fegnir að komast heim í bólið sitt og hvíld til fjölskyldunnar. Hvíldin varð þó ekki löng. Skömmu eftir miðnætti hringir lögreglan. Þrír einstaklingar sem höfðu farið á bíl að skoða gosstöðvarnar skiluðu sér ekki til síns heima á höfuðborgarsvæðinu. Þá var bara að snúa sér að því verkefni og reyna að leysa það með sóma eins og önnur. Alla nóttina leituðu bílar og önnur farartæki á öllum hugsanlegum stöðum miðað við upplýsingar um staðsetningu úr síma þeirra sem saknað var. Þegar sú leit bar ekki árangur var þyrla Landhelgisgæslu fengin til að aðstoðar við leitina í birtingu um morguninn. Þyrlan fann einn úr hópnum skömmu eftir miðjan dag og í ágætu ástandi. Samhliða því að hún hélt leit áfram, var kallað út allt tiltækt björgunarlið af suðvesturhorni landsins til þess að leita hinna sem saknað var. Þyrlan fann bílinn og annan þeirra sem saknað var fljótlega, en björgunarsveitir hinn, síðla kvölds. Erfitt er að tengja þetta umferð um gossvæðið þar sem fólkið var langt frá þeim stað sem best var að skoða gosið og hafði farið langt af leið. Fólkið var komið langt inn á hálendið um hávetur á litlum jeppling sem var á engan hátt gerður til slíkra ferða. Í besta falli ætlaður til ferða um almenna þjóðvegakerfið að vetrarlagi. Með ólíkindum er hvað fólkið komst langt á þessari bifreið og fannst það langt utan við fyrsta skipulagða leitarsvæðið. Í aðgerðargrunn SL eru 220 skráningar um þessa aðgerð. 27 sveitir í 81 hópi sem saman stóð af 285 einstaklingum skráðu sig í þessa aðgerð og er það ekki tæmandi skráning. Næstu daga tók við frekar rólegt tímabil, þar sem aðeins þurfti að sinna minni

57


ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

háttar verkefnum á sviði verndunar og gæslu ásamt tilfallandi snúningum þessu tengdu. Gosinu á Fimmvörðuhálsi lauk svo þann 12. apríl. Eldgos í Eyjafjallajökli, sem hófst 14. apríl er næst á dagskrá. Þar byrjuðu verkefnin á sama hátt og áður. Rýma þurfti skilgreind svæði í tvígang og gekk allt vel enda allir í góðri æfingu. Ekki verður þessi rýming rakin frekar hér, en verkefni björgunarsveita voru þau sömu og áður í rýmingu vegna goss á Fimmvörðuhálsi. Í framhaldi af því þurfti að manna fjölmarga lokunar- og gæslupósta. Nú hófst alveg nýr þáttur í aðgerðum, öskufall var gríðarlegt undir Eyjafjöllum og beita þurfti brynvörðum bifreiðum þar sem gosmökkurinn var mestur. Bændur og búalið þurftu aðstoð til að komast heim í skepnuhirðingu og flytja þurfti þá sem áttu í öndunarerfiðleikum. Eftir því sem best er vitað er þetta í fyrsta skipti sem þetta er gert í heiminum. Allt gekk þetta að óskum en áhafnir þessara ökutækja hafa lýst því að þessu hafi fylgt innilokunarkennd. Í framhaldi af þessu mikla gjósku- og öskufalli varð að fara í mikið hreinsunarátak. Björgunarsveitirnar sáu um þetta hreinsunarstarf og stjórnuðu því til að byrja með, en síðan bættust við fjölmargar vinnufúsar hendur sem komu að verkefninu, ákveðnar í að leysa sem flest störf og verða að sem mestu gagni. Ekki er með orðum unnt að lýsa þessu umfangsmikla verkefni sem þetta hreinsunarstarf er, en besti mælikvarðinn er, að á tímabilinu frá því að gosið hófst og þar til sveitarfélagið og Almannavarnir tóku við að stjórna hjálparstarfinu, var skráð 1.081 skráning í aðgerðagrunn Slysavarnafélagsins Landsbjargar. 50 björgunarsveitir í 177 hópum með 423 einstaklingum tóku þátt í þessu. Vitað er að ekki er nærri allt skráð. T.d. er ekkert skráð um að á Hvolsvelli var rekið mötuneyti allan sólarhringinn fyrir allt þetta fólk og alla aðra sem á þurftu að halda, þar með talda fjölmarga utanaðkomandi lögreglumenn sem komu að þessu verkefni. Samkvæmt þessari samantekt hafa 122 sveitir í 405 aðgerðarhópum með 1.204 einstaklingum

58


Eldgos

komið að þessum gríðarlegu náttúruhamförum og atburðum þeim tengdum í Rangárþingi eystra, skráningar í aðgerðagrunn SL eru 2.289. Þá er ótalið allt það sem ekki hefur verið skráð eins og áður hefur verið ritað um. Oft er þetta vegna þess að fólki finnst ekki nógu merkilegt sem það er að gera. Aldrei er ofþakkað og jafnvel oft vanmetið það frábæra og ómetanlega starf okkar góðu eiginkvenna, sem standa við matargerð sólarhringum saman við oft mjög frumstæðar og erfiðar aðstæður. Krefjandi líkamleg verkefni kalla á góða næringu og alltaf er þakklætið jafn mikið yfir góðum mat hjá banhungruðum björgunar- og lögreglumönnum, sem standa í ströngu alveg eins og matargerðarfólkið. Kærar þakkir, okkar elskulegu konur. Að lokum

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Rýmingar gengu í öllum þremur tilfellum mjög vel, enda veður og færð með eindæmum góð. Fyrsta rýmingin var sérstök fyrir þær sakir að fjöldi aðkomufólks var á svæðinu m.t.t. árstíma, en á sumrin eru ferðamenn og gestir oft mun fleiri. Gera þarf markvissar áætlanir um að koma viðeigandi skilaboðum til ferðafólks. Í þessum áætlunum þarf einnig að skilgreina betur flutning á þessu fólki þar sem gert er ráð fyrir að verulegur hluti þess sé ekki tilbúið til aksturs ökutækja. Hvað ef veður er slæmt, færð afleit og vegir e.t.v. illfærir ökutækjum? Þarf þá ekki að fjölga að mun þeim stöðum þar sem fólk getur safnast saman. Kannski væri best að halda sig heima ef bíllinn er vanbúinn til aksturs í snjó og ófærð. Afturköllun rýmingar er einnig mjög mikilvægur þáttur. Íbúarnir er ræstir út á óþægilegan hátt og gert að yfirgefa heimili sín þar sem þeim líður best, auk þess sem þeir þurfa að yfirgefa dýrin sín og allt sem þeim fylgir. Margir fundu fyrir öryggistilfinningu þegar þeir upplifðu hversu vel var vakað yfir þeim. Aftur á móti fannst þeim kannski ekki nógu fljótt gerðar ráðstafanir til þess að aflétta rýmingu, töluðu um kerfislegar ákvarðanir. Ákvarðanir voru teknar á fundum sem boðað var til með ákv. fyrirvara en e.t.v. ekki í takt við atburðarásina sem var stöðug. Kannski væri skynsamlegt að hópur sérfræðinga kæmi saman um leið og svona hamfarir verða og meti hættur og gefi upplýsingar. Erfitt er fyrir þá sem eru að starfa úti á svæðum að meta aðstæður með skynsamlegum hætti, þeir eru einfaldlega of uppteknir við störf sín. Á söfnunar- og fjöldahjáparstöðvum var unnið frábært starf við móttöku á fólki og skráningu. Að því loknu myndaðist tómarúm enda höfðu æfingar ekki náð lengra. Er ekki hugsanlegt að útbúa þessa staði betur til þessa verkefnis? Fólk fer að heiman með hraði, án helstu nauðsynja, svo sem tannbursta og handklæðis. E.t.v. þarf að koma fyrir á þessum stöðum helstu hreinlætisvörum, einföldum viðlegubúnaði og bráðabirgðanæringu ef fólk þarf að dvelja lengur en skráning stendur yfir. Erfitt gæti reynst að koma vistum á þessa staði í slæmu veðri og færð. Markvisst þarf að upplýsa starfsmenn og gesti þessara staða um framgang áfallsins (hamfaranna) þar sem fólk er oft óttaslegið og vill vita hvað er nákvæmlega að gerast, en allt þetta hjálpar til að öðlast betri ró og öryggistilfinningu. Börn eru viðkvæmar sálir og þau skynja oft ótta án þess að skilja hvað er um að vera og í svona skyndirýmingu vilja þau helst hafa kisuna sína eða hundinn með sér og eru kannski mest miður sín út af því í augnablikinu. Foreldrar og forráðamenn barna þurfa strax að geta leitað aðstoðar fagfólks með börn sín, því þeir eru eðlilega sjálfir í miklu uppnámi. Börn þurfa fræðslu og gott atlæti þar sem þau skynja sig örugg og þeim líður sem best. Á hjálparstöðvunum væri best að byrja þessa aðstoð og síðan þurfa skólarnir að taka við og samhæfa aðgerðir. Kennarar og leiðbeinendur þurfa að geta flutt samhæfð skilaboð sem eru eins, óháð hvaða stigi nemendur eru á.

59


Mörg systkini eru í skólum á mismunandi stigum, því þurfa skilaboð um áfallið að hljóma eins, t.d. um framgang mála og e.t.v. hvað gerist næst. Við svona náttúrhamfarir verður gríðarleg ásókn fjölmiðlafólks á svæðið sem eðlilegt er. Þeirra skylda er að upplýsa umheiminn um hvað er að gerast. Ég held að enginn hafi gert sér grein fyrir því hvaða gríðarlegu áhrif þessi atburður ætti eftir að hafa í heiminum, t.d. með tilliti til flugsamgangna. Blaðamenn hafa meiri umgengisrétt um áfallasvæði heldur en hinn almenni borgari. Til þess hafa þeir sérstakt skírteini. Fæst björgunarsveitafólk hefur séð þessi skilríki og erfitt getur verið að greina þau og þekkja í myrkri og slæmu skyggni. Fræða þarf björgunarsveitafólk sem tekur að sér gæslustörf betur um þessi skilríki, því alltaf er til óheiðarlegt fólk sem reynir að misnota aðstæður og e.t.v. falsa slík gögn. Fjölmiðlar og fjölmiðlafólk er sér kapítuli út af fyrir sig og í sjálfu sér mjög stórt verkefni að leysa. Æskilegt væri að það væri einn fjölmiðlafulltrúi sem kæmi réttum upplýsingum á framfæri og fylgdi frétta- og fjölmiðlafólki um viðkomandi svæði. Segja þarf satt og rétt frá þannig að allt komist sem best til skila. Þetta gæti einnig komið í veg fyrir slys og hægt væri að hafa jákvæð áhrif á það sem kæmi síðan í fréttatímum fjölmiðla. En eðli nútíma fjölmiðlunar virðist því miður vera að segja helst og mest frá því slæma og aumkunarverða sem gerist en minna frá því jákvæða. Verndun og gæsla á ákveðnum svæðum er vandasamt starf. Í heildina tókst þetta afar vel. Nálgun hættusvæðis er í sumum tilfellum teiknað á kort samkvæmt bestu vitund þegar lokanir svæða eru ákveðnar. Oft gætir mikillar gremju hjá þeim sem komast ekki óheftir leiðar sinnar og erfitt getur reynst þeim sem eru í gæslu að tala fólk til og sannfæra það um nauðsyn lokunar á viðkomandi stað. Upplýsa þarf stjórnendur þegar í stað ef fólk sér betri lausnir í lokunarmálum, stundum getur það leyst erfið mál að bakka um nokkra metra og þá á sá sem sækir stífast vissan sigur í málinu. Björgunarsveitarfólk á stórum bílum þarf e.t.v. að gæta sín betur þegar það er við gæslu á hættusvæðum. Akstur þess konar ökutækja er mjög vandasamur þar sem áhorfendur eru mjög margir og allir tilbúnir að segja frá því sem miður fer, en flestir sluppu þó vel. Í örfáum tilfellum hafa menn ekið ógætilega og það valdið umtali. Ekið hefur verið af stað með opnar dyr og gefið allt í botn og hluti áhafnar jafnvel skilinn eftir, jarðvegur, gosefni og snjór gengið yfir viðstadda til að elta einhvern sem er að fara of nærri hættusvæðum og þar með hefur viðkomandi gæslufólk lagt sig í hættu. Ágæta gæslufólk, gætum að okkar eigin öryggi og misnotum ekki aðstöðu okkar á nokkurn hátt. Niðurstaðan er að allir gerðu sitt besta, samkvæmt bestu þekkingu og vitund.

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Allar ákvarðanir voru réttar þegar þær voru teknar, enda teknar samkvæmt þeim upplýsingum sem þá lágu fyrir. Fullt af fólki, ef ekki allir, hafa lært og þroskast gríðarlega á þessu verkefni, safnað í reynslubanka sem á eftir að nýtast vel. Margar ákvarðanir hefðu verið teknar öðruvísi ef menn hefðu haft reynsluna sem þeir hafa núna. Við höfum lært af þessu og við getum lært meira. Takk fyrir. Jón Hermannsson Björgunarsveitin Dagrenning

60


» Mikið að læra í stórum hamförum Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjórans, stóð í ströngu á vormánuðum. Hann og starfsfólk hans stóð vaktina nær sleitulaust frá því gos hófst á Fimmvörðuhálsi þann 20. mars 2010. Í þessari grein lítur Víðir yfir farinn veg og gefur sitt sjónarhorn á atburðina. „Gosið á Fimmvörðuhálsi hófst á mjög sérkennilegan hátt. Rétt fyrir miðnætti laugardaginn 20. mars bárust tilkynningar frá bændum í Fljótshlíðinni um að bjarmi sæist á Eyjafjallajökli að því er talið var. Jarðfræðingar sem voru við eftirlit með mælum sögðu hins vegar að mælitæki væru ekki að nema neitt óvenjulegt. Ákveðið var að senda lögreglubíl á svæðið til að kanna málið og fljótlega kallar hann inn að það sé greinlega byrjað að gjósa. Þá var almannavarnaáætlun fyrir Eyjafjallajökul virkjuð enda vissi enginn um nánari staðsetningu gossins, hvort það væri undir jökli eður ei. Eins voru menn hræddir um að þetta væri vestast í Mýrdalsjöklinum og því var farið í stærstu rýmingu samkvæmt áætlun um gos í Eyjafjallajökli. Það gekk mjög vel, allt kerfið var virkjað og menn brugðust hratt við. Björgunarsveitir fóru um svæðið og sáu um rýmingar á sínum svæðum, settu upp lokunarpósta og fleira. Allt rúllaði þetta mjög vel en aldrei kom neitt flóð. Það liðu nokkuð margir klukkutímar frá því gosið hófst þar til loksins sást að gosið var í Fimmvörðuhálsinum. Veður var mjög vont á svæðinu þessa nótt svo þyrlan sem send var í könnunarflug þurfti að fljúga sunnarlega og koma að Mýrdalsjökli austan megin til að komast að eldstöðinni. Þá sást líka að gosið var lítið og fyrir utan jökul. Þá var fengin skýring á því hvers vegna þessi atburður sást ekki á mælum, hann drukknaði í látunum í veðrinu.“ Þörf á öflugri gæslu

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

„Smám saman jókst krafturinn í gosinu og á mánudeginum var það stöðugt og menn töldu að óhætt væri að nálgast það. Strax var nokkur umferð á gosstöðvarnar og fyrsta daginn komu þangað um 300 bílar. Eftir 1-2 daga jókst umferðin og við sáum að þörf var á mjög öflugri gæslu þarna og voru um 60 björgunarsveitamenn í vinnu í kringum svæðið þegar mest var. Þeir voru staðsettir þar sem ekið var upp á Mýrdalsjökul, á gönguleiðinni upp frá Skógum, á nokkrum stöðum í Þórsmörk, t.d. við gilin þar sem hraunfossarnir runnu auk þess sem töluverður mannskapur var uppi á hálsinum sjálfum í nágrenni eldstöðvarinnar. Einnig vorum við með lögreglubíl þarna og var hann í vettvangsstjórn ásamt björgunarsveitum. Þetta virkaði mjög vel, við vorum með jeppa sem mörkuðu staðina þar sem útsýni var gott og fólk gat komið til að skoða og svo voru fjórhjól á ferðinni fram og til baka til að halda fólki frá hrauninu.“ Gífurleg umferð „Það hvarflaði ekki að okkur hversu mikil umferðin myndi vera á svæðið. Við héldum að fólk myndi fara mest í Fljótshlíðina og skoða gosið þaðan og gerðum ráðstafanir vegna þess; vegurinn var sléttaður, settar upp merkingar, kamrar og fleira. Hins vegar kom okkur á óvart hin gífurlega umferð upp á Fimmvörðuhálsinn. Þegar síðast gaus í Grímsvötnum var heildarfjöldi bíla sem ekið var í nágrenni gosstöðvanna um 100 yfir ákveðið tímabil. En á hálsinum töldum við, kvöld eftir kvöld í kringum páskana, 400 jeppa og a.m.k. annað eins af vélsleðum. Það er langt út fyrir allt sem nokkur hefði getað ímyndað sér.“

61


Erfiðar aðstæður

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

„Það var í sjálfu sér ótrúleg upplifun að fara á Fimmvörðuhálsinn og sjá hvernig fólk bar enga virðingu fyrir því að þarna væri eldgos, þótt það væri lítið miðað við það sem við sáum seinna. Fólk t.d. labbaði ofan á nýrunnu hrauninu og fannst skemmtilegt hvað það dúaði. Svo sáum við fólk fara alveg fram á brúnina á giljunum þar sem hraunfossarnir fóru niður. Þannig að hættan var fyrir hendi og engin ástæða til annars en að taka hana alvarlega og halda uppi öflugri gæslu. Þegar þarna var komið, eða um páskana, var mikið af göngufólki sem gekk á hálsinn báðum megin frá. Ástandið var orðið þannig að á næstum hverju einasta kvöldi, þegar líða tók að miðnætti, þurftu björgunarsveitir að flytja 50-60 manneskjur, sem voru búnar að gefast upp á göngunni, niður að Skógum. Ég talaði við nokkra vana göngumenn sem fóru þessa leið og þeir sögðu að þetta væri svipað erfiði og krefðist svipaðs búnaðar, þ.e. fatnaðar og matar, og að ganga á Hvannadalshnjúk. Þarna var ríkjandi norðanátt sem þýddi að göngufólk hafði vindinn í fangið alla leiðina upp og frostið var um 17°C á hálsinum og vindurinn sló í 15-20 m/sek. þegar mest var þannig að aðstæður voru erfiðar og ekkert skrítið að fólk lenti í vandræðum.“ Illa búið fólk „En við vorum líka að sjá allavega fólk þarna, útlendinga sem höfðu farið í Hagkaup og keypt sér vinnugalla og brettabomsur og voru að reyna labba í því. Það er alveg klárt að hefðum við ekki verið með eins öfluga gæslu björgunarsveita og raun var á hefði eitthvað fólk orðið úti. Það er alveg gefið. Við erum með nokkur tilfelli þar sem fólk var komið í ofkælingu og mörg tilfelli þar sem inngrip björgunarsveita forðuðu alvarlegum slysum. Þrengslaatvikið árið 2000, þar sem um 1.000 manns var bjargað úr bílum sínum, var mjög stórt en þessar æfingar á Fimmvörðuhálsi voru miklu, miklu stærri. Þeir sem þurftu raunverulega að-

62


Mikið að læra í stórum hamförum

stoð á Fimmvörðuhálsi voru nokkur hundruð manns og þeir sem voru aðstoðaðir af því að þeir voru t.d. of þreyttir voru álíka margir. Heildarfjöldinn sem þurfti aðstoð var því yfir 1.000 manns en raunveruleg neyð var hjá 4-500 manns. Og þar af e.t.v. um 50 manns sem voru beinlínis í lífshættu.“ Flott vinna „Það sem situr eftir er hversu flott vinna var á þessu. Í sjálfu sér var þetta unnið frá grunni en menn fóru strax í góðar lausnir á verkefnunum, settu upp stjórnkerfi og unnu skipulega. Við vorum spurðir að því einhvern tímann hvort þetta væri ekki verkefni fyrir Securitas og við sögðum strax að við gætum ekki sett neina vinnu í gang með fyrirtækjum sem eiga ekki búnað og ekki þjálfaðan mannskap til að sinna svona verkefni. Við erum með samning við Slysavarnafélagið Landsbjörg um langtímaaðstoð í almannavarnaástandi og hann var virkjaður í þessu tilfelli og engin ástæða til annars.“

Seinna gosið „Síðan byrjar seinna gosið 14. apríl og það gerist með allt öðrum hætti en fyrra gosið. Mikil skjálftavirkni var á svæðinu svo það leyndi sér ekki að eitthvað mikið var að gerast. Þannig að löngu áður en í sjálfu sér var staðfest að byrjað væri að gjósa var búið að rýma allt svæðið. Gosið hefst um nóttina en hlaupin koma ekki niður fyrr en undir hádegi. Þau voru mjög stór en samt langt frá því versta sem gat gerst. Mannvirki stóðu sig að mestu leyti en vegurinn inn í Þórsmörk fór á nokkurra kílómetra kafla sem og vegirnir í kringum brýrnar yfir Markarfljót. Við neðri brúna var opnað skarð í veginn til að hlífa brúnni og það virkaði vel.“ Öskufallið erfitt

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

„Björgunarsveitir tóku virkan þátt frá upphafi, tóku þátt í rýmingum, lokunum, gæslu og öðrum verkefnum. Þann 17. apríl, þremur dögum eftir að gosið byrjar, leggst öskufallið yfir byggðina undir Eyjafjöllum og skapar algert neyðarástand. Menn sáu ekki handa sinna skil, það var algert myrkur á svæðinu og öll hús fylltust af ösku. Einhverjar skepnur voru úti en búið var að vinna mikið í því að koma skepnum á hús og hrossum í burtu. Mönnum var mjög brugðið. Fram að því hafði askan fallið á Mýrdalssand og ansi mikið öskufall var í Álftaveri og Meðallandi. En það skapaðist ekki beint neyðarástand þar þótt ástandið hafi verið óþægilegt fólki sem bjó þar. Þetta ástand varði fram eftir vikunni og allt var gert sem hægt var til að aðstoða fólk. Björgunarsveitir alls staðar af landinu komu til hjálpar, t.d. voru um 140 björgunarsveitamenn í hreinsunarstörfum á bæjum undir Eyjafjöllum á sumardaginn fyrsta. Það var upphafið að miklu átaki sem stóð í viku þar sem farið var og mokað af þökum húsa, úr görðum og af bæjarhlöðum og slökkvibílar smúluðu þök og hús. Þetta held ég að hafi skipt sköpum í því að fólk sá út úr málunum, að sjá húsin sín aftur, ekki hlaðin svartri ösku. Það var skemmtilegt að sjá styrk björgunarsveitanna þarna, fólk alls staðar að af landinu tilbúið að koma og maður fann á heimamönnum að þeim fannst það merkilegt að það var fólk tilbúið að koma frá Vestfjörðum að hjálpa þeim. Samhugurinn hafði mikil jákvæð áhrif á samfélagið.“

63


Langtímaaðgerð „Nú er hættulega hluta þessarar aðgerðar lokið og við á leið inn í fasa sem er líkari því sem við sáum í Vestmannaeyjagosinu, þ.e. að þetta er langtímaaðgerð. Í Vestmannaeyjum horfðum við á hvert húsið á fætur öðru fara undir ösku en nú erum við að horfa á tún og beitiland fara undir ösku og það er ekkert sem við getum gert til að verjast því. En verið er að skoða margar hugmyndir varðandi hreinsunarstarf. Sem dæmi má nefna að verið er að skoða iðnaðargræjur sem notaðar hafa verið til að hreinsa fótboltavelli, hvort hægt sé nýta þær til að ryksuga túnin. Það eru margir frjóir Íslendingar að gera tilraunir og í svona erfiðleikum fæðast oft góðar hugmyndir. Þó svo að menn séu að ráða mjög vel við verkefnið, eins og var raunin fyrir austan, þá má alltaf bæta viðbrögðin. Við þurfum fyrr að koma með aðstoð utanaðkomandi björgunarsveita til að geta tryggt það að við séum með heimamenn í lykilverkefnum. Eins og gert var þegar mönnun á stjórnstöð var breytt, þá tryggðum við að alltaf væri staðkunnugur maður, sem þekkti mjög vel til á svæðinu, í stjórnstöð. Svo voru kannski tveir til þrír utanaðkomandi að vinna með honum. Sama átti við með lögregluna. Þegar við fáum þessar stærri hamfarir þurfum við því að senda hópa inn, kannski ekki massann, en nægilega mikið til að taka að sér verkefni sem eru lengra frá fólkinu svo heimamenn geti einbeitt sér meira að nágrenninu. Eigum að bakka sveitir á svæðinu fyrr upp með t.d. lokunarpósta og aðgerðastjórn til að þær geti einbeitt sér að persónulegum tengslum sem sveitirnar hafa á svæðinu.“ Íhaldssemi til góða

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

„Við getum líka lært af þessum hamförum að þolinmæði, íhaldssemi og langlundargeð er eitthvað sem við þurfum að hafa í heiðri. Það eru 37 ár frá því við stóðum síðast frammi fyrir því að vera með yfirvofandi neyðarástand svo vikum og mánuðum skipti. Við höfum ekki upplifað svona síðan í Vestmannaeyjagosinu. Auðvitað voru snjóflóðin í Neskaupstað, Patreksfirði, Súðavík og Flateyri, og jarðskjálftarnir á Suðurlandi og fleira gríðarlega stórir og alvarlegir atburðir en neyðarástandið sem slíkt, þar sem fólk og verðmæti voru í hættu, stóð ekki mjög lengi. Ég hef oft tekið þátt í umræðum um þetta og hitt sem er í appelsínugulu möppunum, sem innihalda viðbragðsáætlanir almannavarna, sem mér fannst bara vera ljóta vitleysan. Svo sé ég núna að þetta er engin vitleysa heldur hlutir sem við verðum að muna eftir þótt þeir gerist sjaldan. Kerfið okkar verður að hafa langtímaminni og þó það sé gott að vera framsækinn og vilja breyta og betrumbæta þá þarf ákveðna íhaldssemi.“

64


Mikið fjölmiðlaáreiti

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

„Mikið er hægt að læra í svona stórum hamförum og ef menn fylgja því ekki eftir þá dettur það út úr áætlunum á einhverjum tímapunkti og menn verða ekki eins vel undirbúnir þegar að því kemur. Í áætlunum okkar um gos í Eyjafjallajökli vantaði t.d. algerlega kaflann um hvernig bregðast skyldi við hinu ofboðslega áreiti sem varð frá fjölmiðlum. Í sjálfu sér er grátlegt að við skyldum ekki vera með þetta planað og tilbúið því bæði Vestmannaeyjagosið og snjóflóðin á Súðavík og Flateyri hefðu átt að undirbúa okkur. Ég hef séð myndir út blaðamannarýminu í stjórnstöð almannavarna þar sem ég taldi 12 kvikmyndavélar að mynda borðið þar sem blaðamannafundir voru haldnir og þær voru ekki allar frá Rúv og Stöð 2. Eftir að gosið hófst sinntum við þessari venjubundnu fjölmiðlun og réðum við hana eins og í öðrum aðgerðum. En svo jókst áreitið sífellt og á ákveðnum tímapunkti var það orðið svo mikið að við réðum ekki við það. Ég vil líkja því sem gerðist við það sem ég kalla froskaáhrifin. Ef þú setur frosk í pott með sjóðandi vatni þá hoppar hann strax uppúr og þannig eru viðbragðsáætlanirnar okkar. Það gerist eitthvað og við bregðumst strax við. Síðan er hægt að setja frosk í volgt vatn og kynda rólega undir. Hitinn eykst smám saman og honum líður bara vel í vatninu þar til hann soðnar og drepst. Mér leið þannig daginn eftir að gosið hófst. Þegar farið var að loka flugvöllum í Evrópu byrjaði síminn að hringja án afláts, fjölmiðlar allstaðar úr heiminum vildu fá mig í viðtöl og beinar útsendingar. Þarna leið mér svolítið eins og froskinum í pottinum. Það var orðið ansi heitt en rétt áður en ég drapst var einhver sem kippti mér upp úr pottinum og tók fjölmiðlasamskiptin af mínum herðum þannig að ég gat einbeitt mér að því sem ég átti að vera gera. Í hraði var stofnað öflugt fjölmiðlateymi með fjölmiðlafulltrúum viðbragðsaðila, ráðuneyta og opinberra stofnana og sá það um samskipti við fjölmiðla, innlenda sem erlenda, sem og upplýsingagjöf til opinberra aðila, sendiráða og annarra sem á þurftu að halda. Þetta ferli er nú til skráð og skjalfest og verður hluti af framtíðaráætlunum. Það getur vel verið að það líði 30 ár þar til við lendum í öðrum atburði sem veldur svona miklu álagi og þetta þarf að vera í áætlunum, þótt allir brosi þegar þeir lesa það. Við verðum að geta rifið upp möppu og sett svona batterí í gang með engum fyrirvara. Svo þarf bara að aðlaga þetta að þeim aðstæðum sem uppi eru á hverjum tíma. Því betur sem við erum undirbúin því styttri tíma tekur að ná tökum á hlutunum. Gagnsemi Samhæfingarstöðvarinnar kom líka berlega í ljós í þessari stóru aðgerð, hún er vettvangur þar sem allir sem hafa eitthvað fram að færa vinna saman á jafnréttisgrunni.“

65


Næsta verkefni „Í þessu kerfi er sífellt verið að hugsa um næsta verkefni, næsta eldgos, hvort sem það verður í Heklu, í Mýrdalsjökli eða hvar sem er. Við þurfum að vera viðbúin. Mikið hefur verið talað um Kötlu undanfarið en búið er að undirbúa viðbrögð við gosi þar frá upphafsdögum almannavarna. Árið 1972 voru jarðhræringar á svæðinu og var þá unnið á fullu að viðbragðsáætlun þar sem menn héldu að Katla væri að koma. En það urðu Vestmannaeyjar í þeirri hrinu. Búið er að uppfæra þá viðbragðsáætlun mörgum sinnum og var hún æfð árið 2006 og hún hefur verið uppfærð eftir það. Þó svo að flóðin geti orðið miklu stærri er það verkefni sem við erum mjög vel undirbúin til að takast á við. Ef við erum ekki að fá stærra verkefni en þetta í Kötlugosi munum við alveg ráða við það.“

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Ólöf Snæhólm Baldursdóttir starfsmaður SL

66


» Haítí

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Eins og flestir vita er það markmið SL að eiga öfluga og hraðvirka alþjóðlega björgunarsveit í heimsklassa og hefur mikið verið í lagt til að svo megi verða. Afraksturinn er Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin (ICE-SAR) sem segja má að hafi hlotið eldskírn sína á Haítí nú í janúar sl. Sá björgunarleiðangur gekk afar vel og ekki fór starf sveitarinnar framhjá landsmönnum og á stundum fór það ekki fram hjá heimsbyggðinni. Myndir af rústahópum ICE-SAR að vinna á vettvangi og bjarga fólki út úr rústum hafa birst um allan heim. Upphaf starfs Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar má rekja til jarðskjálftans í Tyrklandi 1999 en þangað fór lítill hópur björgunarsveitarmanna en sveitin var formlega sett á stofn árið 2001. Hún hefur síðan farið í útköll til Alsír árið 2003 og Marokkó 2004. Árið 2005 fóru félagar sveitarinnar í sjúkraflug til Tælands í kjölfar fljóðbylgjunnar miklu, þar sem slasaðir, norrænir ríkisborgarar voru sóttir. Árið 2005 var ákveðið að efla starf sveitarinnar og breikka út starfssviðið og árið 2007 var ákveðið að sveitin skyldi fara í úttekt hjá Sameinuðu þjóðunum (SÞ) sem miðlungsstór alþjóðasveit. Slíkar úttektir eru í höndum INSARAG (International Search and Rescue advisory group), sem eru regnhlífarsamtök alþjóðabjörgunarsveita innan SÞ en þau voru stofnuð í kjölfar jarðskjálftanna í Armeníu 1988. Innan INSARAG eru bæði þjóðir þar sem jarðskjálftar eru algengir og eins þjóðir sem eru reiðubúnar að veita aðstoð þegar vá ber að höndum. Það er mikil vinna að fá vottun sem alþjóðleg rústabjörgunarsveit. Eins og fram hefur komið hófst sú vinna árið 2007 og lauk með formlegri úttekt á Gufuskálum haustið 2009. Í úttektinni á Gufuskálum kom sérstakt úttektarteymi frá SÞ sem kannaði alla hugsanlega hluti sem tengjast starfi sveitarinnar, alveg frá því að skoða ferilskrár þeirra sem í sveitinni eru, hvort salerni virka, hvort ráðuneytin eru með á nótunum og hvort rústabjörgunarhóparnir geti framkvæmt flókin, tæknileg rústaverkefni.

67


Skemmst er frá því að segja að sveitin stóðst þessa úttekt með sóma. Íslenska Alþjóðabjörgunarsveitin þarf að geta sinnt tæknilegri rústabjörgun allan sólarhringinn í 10 daga og jafnframt að vera sjálfri sér nóg með alla hluti í skaðalandi. Má þar nefna hluti eins og mat og drykk, læknishjálp og lyf, fjarskipti, svefnaðstöðu, salerni, sturtur o.s.frv.

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

ICE-SAR er sett saman af nokkrum einingum. Þær eru: Rústabjörgunarhópar frá Ársæli og Hjálparsveit skáta í Kópavogi Fjarskiptahópur frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar Búðarhópur frá Hjálparsveit skáta í Reykjavík Skyndihjálparhópur frá Suðurnesjum Bráða- og eiturefnasérfræðingar frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins Læknar frá Landspítalanum, háskólasjúkrahúsi Samhæfingarhópur sem samsettur er af reyndum aðgerðarstjórnendum innan SL Vettvangsstjórahópur sem kemur úr röðum svæðisstjórna og landsstjórnar björgunarsveita. Það eru ekki margir sem átta sig á hvað sveitin þarf að geta sinnt mörgum öðrum verkefnum en hinni eiginlegu rústabjörgun. Hér á eftir verður farið yfir hlutverk þeirra hópa sem ekki sinna eiginlegri rústabjörgun en eru samt nauðsynlegur þáttur í því að sveitin geti sinnt hlutverki sínu sem viðurkennd alþjóðabjörgunarsveit á vegum INSARAG. Fjöldi þeirra sem kemur frá hverri einingu getur verið breytilegur og fer eftir því verkefni sem fyrir höndum er. Fjarskiptahópur Með sveitinni fara alltaf 2-4 fjarskiptamenn frá Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Þeir hafa sérhæft sig í öllu sem viðkemur fjarskiptum. Þeirra hlutverk er að halda sveitinni í sambandi við umheiminn

68


Haítí

frá upphafi aðgerðar til enda hennar. Þeir sjá um að útvega stjórnendum sveitarinnar talstöðvar og gervihnattasíma. Þeir vakta og skrá niður öll fjarskipti og það sem í þeim fer fram (loggur). Fjarskiptamennirnir eru vel græjaðir og auk talstöðva og síma eru þeir með BGAN (sem tengist beint í gervihnött, þannig að hægt sé að komast t.d. á veraldarvefinn), loftnet, hleðslutæki fyrir öll hugsanleg tæki, GSM síma o.s.frv. o.s.frv. Þeir verða að geta forritað VHF stöðvar með þeim tíðnum sem sveitin fær úthlutað í skaðalandi. Þegar björgunarhóparnir fara út í verkefni, fer fjarskiptamaður með sem tryggir að hópurinn sé í sambandi við tjaldbúðirnar á einn eða annan hátt.

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Dæmi um verkefni fjarskiptamanna á Haítí: Þegar millilent var í Boston komu þeir okkur í samband við veraldarvefinn í gegnum BGAN. Seinna (í samstarfi við flugstjóra flugvélarinnar) gátum við hringt símtal úr gervihnattasíma úr flugvélinni áður en lent var á Haítí. Eitt af því fyrsta sem gert var við lendingu á Haítí var að koma okkur í samband við umheiminn. Fjarskiptamennirnir settu upp BGAN og sólarrafhlöðu á flugbrautinni og tilkynntu komu okkar til SÞ. Í tjaldbúðunum okkar settu þeir upp öll fjarskipti okkar og voru í stöðugu sambandi við björgunarhópana okkar, einn var í búðunum sjálfum og annar á vettvangi. Á tímabili önnuðust þeir fjarskipti í stjórnstöð SÞ fyrir alþjóðlegu björgunarsveitirnar (OPS-Operation Center). Auk þess lendir óhjákvæmilega ýmislegt kvabb sem tengist tækni og tólum á fjarskiptamönnunum. Skyndihjálparhópur Frá Björgunarsveit Suðurnesja koma skyndihjálparmenn. Þeir eru 2-4. Þeir fara klyfjaðir af skyndihjálpargögnum í útköll. Hlutverk þeirra er að geta veitt félögum sveitarinnar alla almenna skyndihjálp og verið lækni innan handar ef þörf er á. Þeir setja upp litla „skyndihjálparaðstöðu“ í

69


búðum sveitarinnar þar sem hægt er að gera að sárum félaganna. Ef þeir veikjast eru þeir undir eftirliti skyndihjálparhópsins. Þegar björgunarhóparnir fara á vettvang fer alltaf skyndihjálparmaður með og er til taks ef á þarf að halda. Allir þeir sem eru í þessum hópi hafa lokið Wilderness First Responder námskeiði. Dæmi um verkefni skyndihjálparmanns á Haítí: Í búðunum þurfti að setja plástra á skrámur, krem og annað vegna skordýrabita, vefja bólgna fætur og aðstoða við „saumaskap“. Á vettvangi þurftu þeir að fylgjast með lífsmörkum þeirra sem björguðust auk þess að aðstoða lækni sveitarinnar. Búðahópur

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Frá Hjálparsveit skáta í Reykjavík kemur 4-8 manna búðahópur. Verkefni þessa hóps er margbreytilegt. Hópurinn hefur umsjón með öllum flutningi á búnaði sveitarinnar og að öll flutningsskjöl séu rétt. Þetta þýðir að vigta þarf og mæla allt sem fer með í útköll sveitarinnar. Búðahópurinn ber einnig ábyrgð á að nóg sé að bíta og brenna í ferðum sveitarinnar auk þess að tryggja að öll hreinlætismál séu í lagi (þvottaaðstaða, sturta, salerni o.s.frv.) Búðahópurinn hefur yfir að ráða vatnshreinsunarbúnaði sem hægt er að nota til að hreinsa vatn svo það verði drykkjarhæft og/eða til að nota sem grátt vatn (t.d. til að nota til þvotta og kælingar á tæki og tól). Í skaðalandi hefur hópurinn umsjón með staðarvali og uppsetningu á búðum sveitarinnar í samráði við stjórnendur. Hópurinn annast alla matargerð og útbýr björgunarhópana með nesti á vettvang. Þegar huga þarf að heimferð, hefur búðahópurinn umsjón með niðurtöku á búðunum, býr til ný farmskjöl og sér að lokum til þess að allt skili sér heim til Íslands.

70


Haítí

Dæmi um verkefni búðahóps á Haítí: Hópurinn mætti fyrstur allra í húsnæði sveitarinnar á Keflavíkurflugvelli og byrjaði að undirbúa brottför. Hann keypti alla ferskvöru og undirbjó vigtun á öllu því sem fara átti með til Haítí og hafði umsjón með hleðslu á flugvélinni. Þegar komið var til Haítí stýrði hann vinnunni við afhleðslu vélarinnar og svo aftur að koma öllum búnaðinum í flutningabíla. Þegar valinn hafði verið staður fyrir búðirnar tók við uppsetning þeirra, auk þess sem búið var að nesta björgunarhópana sem farnir voru á vettvang. Fljótlega kom í ljós að starfsfólk SÞ sem annaðist skipulag björgunaraðgerðanna á Haítí var „allslaust“ og var skotið yfir það skjólshúsi , auk þess sem þau fengu að borða hjá okkur. Hópurinn lánaði tjald undir samhæfingarstjórnstöð (OPS) og sá um að þjónusta hana á meðan á dvölinni stóð. Auk þessa alls annaðist búðahópurinn dreifingu á gráu vatni til allra björgunarsveita á svæðinu, skipulagningu á heildartjaldbúðum björgunarsveitanna og gæslu í okkar eigin búðum. Þegar aðgerðinni lauk hafði búðahópurinn umsjón með niðurtekt búðanna og að koma dótinu okkar í flugvélina. Bráða- og eiturefnasérfræðingur og læknir

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins koma 2 bráðatæknar (Paramedics) og 2 eiturefnasérfræðingar. Frá Landspítalanum háskólasjúkrahúsi koma 1-2 læknar. Hlutverk lækna og bráðatækna er að hugsa um velferð Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar. Læknir annast allt sem hægt er að kalla „aðgerðir“ og tekur allar ákvarðanir er snúa að lyfjagjöf. Bráðatæknarnir annast alla meðferð á minni sárum og meiðslum, auk þess að aðstoða lækninn. Læknir ber ábyrgð á læknisskoðun fyrir brottför sveitarinnar frá Íslandi. Sameiginlega bera þeir ábyrgð á því að með í för séu öll lyf og tól til að sinna félögum sveitarinnar á meðan á björgunaraðgerðinni stendur. Læknir og bráðatæknir fara með björgunarhópnum á vettvang og ef þörf er á taka þeir við þeim sem bjargað er,

71


veita fyrstu hjálp og tryggja ástand hinna slösuðu. Eiturefnasérfræðingar eru á varðbergi gangvart öllum efnum, vökvum og gufum sem meðlimum sveitarinnar gæti stafað hætta af, allt frá upphafi til loka ferðar. Þeir ganga úr skugga um að björgunarvettvangur sé öruggur og óhætt sé fyrir björgunarhópana að starfa þar. Til dæmis þarf að tryggja að það sé öruggt að nota öll tæki og tól, sérstaklega þau sem gefa frá sér neista. Dæmi um verkefni bráða- og eiturefnasérfræðings og læknis á Haítí: Áður en hópurinn fór úr landi fóru allir meðlimir sveitarinnar í skoðun hjá lækni. Bráðatæknar fóru yfir við hverju var að búast á Haítí, m.t.t. hita, veðurfars og annars. Þeir komu félagakerfinu í gang („buddykerfi“ – tveir saman og fylgjast þeir hvor með öðrum alla ferðina) og tryggja að allir eigi félaga. Á Haítí var mjög heitt og þeir minntu mannskapinn stöðugt á að drekka nóg, bera á sig sólarvörn, bera á sig moskítófæluefni o.s.frv. Þeir settu plástra á sár, bjuggu um bólgna fætur og huguðu að sálrænu skyndihjálpinni. Auk læknisins fóru þeir á vettvang og tryggðu rústirnar m.t.t. eiturefna og aðstoðuðu síðan við að ná þeim sem bjargað var út úr rústunum. Læknir setti upp vökva hjá þeim sem þurftu og komu viðkomandi í stöðugt ástand. Í tjaldbúðunum þurfti læknirinn að sauma einn starfsmann SÞ á eldhúsborðinu með aðstoð bráðatæknanna. Á leið heim önnuðust bráðatæknarnir viðrunarfund á Bahama-eyjum, þar sem farið var yfir viðburðaríka ferð. Samhæfingarhópur Þessi hópur samanstendur af reyndum aðgerðarstjórnendum úr röðum fjölmargra sveita innan SL og meðlima svæðisstjórna björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu. Þeir eru 2-4 í útkalli. Hlutverk þeirra er að styðja við bakið á stjórnendum í allri gagnavinnslu. Þeir hafa allir víðtæka þekkingu og reynslu af vettvangsstjórnun og geta sem slíkir tekið þátt í vettvangsstjórnun í skaðalandi sé þess óskað. Til að hljóta vottun INSARAG þarf sveitin að geta sett upp RDC (Reception and Departure Center – móttöku- og brottfararmiðstöð) fyrir allar þær björgunarsveitir sem koma til skaðalandsins, ef sveitin er fyrst á vettvang. Að auki þarf sveitin að geta sett upp OSOCC (On site operation and Coordination Centre – vettvangsstjórnunarmiðstöð). Vettvangsstjórahópurinn okkar hefur m.a. sérhæft sig í þessu og getur bæði sett upp RDC og OSOCC ef eftir því yrði leitað. Að auki geta þeir starfað í OSOCC á meðan aðgerð stendur yfir. Aðgerðastjórnunarhópurinn starfar einnig í okkar eigin stjórnstöð og sér um alla almenna upplýsingaöflun. Þá er það einnig hlutverk þessa hóps að starfa sem tengiliður sveitarinnar við OSOCC. ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Dæmi um verkefni vettvangsstjórahóps á Haítí: Strax og sveitin var sett í viðbragðsstöðu byrjaði hópurinn að afla upplýsinga um allt milli himins og jarðar um Haítí. Stjórnarfar, veðurfar, tungumál, trúarbrögð, kort o.s.frv. o.s.frv. Við komuna til Haítí byrjuðu þeir að vinna að því að koma upp RDC, en í samráði við bandaríska sveit sem kom rétt á eftir okkur var ákveðið að sú bandaríska tæki við RDC og íslenska sveitin færi og fyndi stað fyrir búðir og OSOCC. Þetta var gert og samhæfingaraðilarnir okkar lögðu starfsfólki SÞ lið í OSOCC-inu þegar þess var þörf á meðan á dvöl okkar stóð á Haítí auk þess sem þeir unnu við að afla upplýsinga um þá staði sem við vorum að fara á í samvinnu við baklandið okkar heima á Íslandi. Þeir fóru með björgunarhópunum til Leogane og tóku þar þátt í að setja upp SUB-OSOCC (auka OSOCC) og starfrækja það á meðan á dvöl okkar stóð þar.

72


Haítí

Hér að framan hefur verið reynt að gefa lesendum hugmynd um þau fjölbreyttu verkefni sem þarf að sinna í aðgerðum Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar, önnur en rústabjörgunarverkefni. Þetta er alls ekki tæmandi listi en gefur hugmynd um hið mikla starf sem unnið er í björgunaraðgerðum í erlendu skaðalandi. Ekki má heldur gleyma því að miklu fleiri en þeir sem fara út til útlanda í slík verkefni koma að svona aðgerð og eru mjög mikilvægur hluti þess að allt gangi upp. Má þar nefna stuðningshópa allra þeirra eininga sem að ÍA standa, starfsfólk SL, „baklandið okkar“, starfsfólk utanríkisráðuneytisins, starfsfólk á Keflavíkurflugvelli (IGS, starfsfólk í hliði, hlaðmenn), tollgæslu og flugfélögin. Ekki má gleyma vinnuveitendum þeirra sem fara í svona ferðir. Stuðningur þeirra er ómetanlegur og án hans væri þetta ekki mögulegt. Þegar allir þessir aðilar leggjast á eitt, er allt hægt. Ólafur Loftsson, einn af stjórnendum ÍA

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Myndir: Bragi Reynisson

73


» Hálendisvakt 2010 Inngangur

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Hálendisvakt björgunarsveitanna fór fram í sjötta skiptið í sumar. Eins og fyrri sumur var hálendinu skipt upp í fjögur svæði og var ein sveit á hverju svæði í vikutíma. Að venju voru svæðin Fjallabak, Sprengisandur, Kjalvegur og norðan Vatnajökuls. Í ár byrjuðu sveitir að Fjallabaki og Kjalvegi 25. júní og viku seinna eða þann 2. júlí bættust svo við svæðin norðan Vatnajökuls og Sprengisandur. Hálendisvaktin var í átta vikur og lauk henni 15. ágúst. Hálendisvaktin hefur verið í þróun frá sumrinu 2005 er umferðarfulltrúar frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og Umferðarráði voru á hálendinu með það að markmiði að auka umferðaröryggi ferðamanna. Áður höfðu þessir aðilar verið með umferðarfulltrúa sem höfðu það hlutverk að benda á það sem miður fór í umferðarmálum og umferðaröryggi, gera kannanir og fræða almenning. Eftir sumarið 2005 ákvað SL að efla slysavarnir á hálendinu og virkja björgunarsveitir félagsins og sumarið 2006 var verkefninu Björgunarsveitir á hálendinu ýtt úr vör. Síðan þá hefur það vaxið, dafnað og þróast og var eins og fyrr sagði keyrt í sjötta sinn sumarið 2010.

Kort 1. Staðsetning sveita á svæðum Úrvinnsla gagna Til að meta árangur er nauðsynlegt að halda utan um tölfræðina og því er lagt upp að sveitir skrái hjá sér hvaða aðstoð þær veita ferðamönnum, hvort um er að ræða almennar ferðaleiðbeiningar eða aðstoð við ár, vöð eða annað. Hver sveit skráir hjá sér verkefni þá viku sem hún er á vaktinni

74


Hálendisvakt 2010

og er svo unnið úr þeim upplýsingum fyrir hvert svæði fyrir sig. Þær upplýsingar sem notast er við er hvort sé verið að aðstoða bílaleigubíl, einkabíl, hjólreiðafólk, göngufólk eða vélhjólamenn. Svo er skráð hvort um sé að ræða innlenda eða erlenda ferðamenn. Upplýsingaöflunin er í sífelldri þróun og vonir standa til að hægt verði að efla hana verulega. Undirbúningur Í ársbyrjun 2010 hófst vinna við skipulag og útfærslu verkefnisins. Verkefnið var í ár hluti af Safetravel sem er samstarfsverkefni þeirra sem koma að öryggi ferðamanna á Íslandi. Kynningar fóru fram og verkefnið var kynnt fyrir samstarfsaðilum. Námskeið Líkt og undanfarin ár voru haldin námskeið á nokkrum stöðum á landinu fyrir það björgunarsveitafólk sem hugðist taka þátt. Námskeiðin voru í Reykjavík, á Egilsstöðum, Vík og Akureyri. Mikilvægt er að allir sem að verkefni koma séu vel upplýstir um tilgang þess og til hvers er ætlast af þeim. Á námskeiðinu voru m.a. kynntar nýjar áherslur og samstarf við Vegagerðina varðandi skilti og stikur og skráningu vaða. Þá var einnig farið yfir mikilvægi skráningar yfir þau verkefni sem björgunarsveitir sinna. Farið var yfir ferlið varðandi utanvegaakstur og mikilvægi þess að koma upplýsingum til landvarða á hverjum stað sem fyrst. Efnið sem farið var yfir á námskeiðunum var gert aðgengilegt á heimasíðu félagsins. Þátttaka á námskeiðunum var góð en um 70 manns mættu á þau. Kynning Kynning var haldin fyrir Neyðarlínuna og farið yfir fyrirkomulag boðunar. Einnig var skipulag Hálendisvaktarinnar kynnt fyrir yfirmönnum Fjarskiptamiðstöðvar lögreglu. Á þessum kynningum er farið yfir svæðin, hvaða sveitir eru á hvaða svæði og hvenær, hvernig má kalla út sveitir og annað er skiptir máli. Samstarfsaðilar

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Hálendisvakt björgunarsveitanna er einn angi af verkefninu Safetravel sem hleypt var af stokkunum í sumar. Að því koma aðilar sem láta sig varða öryggi ferðamanna, bæði Íslendinga svo og þeirra sem sækja landið heim. Í byrjun sumars komu þessir aðilar saman og skrifuðu undir samstarfssamning um að stuðla að auknu öryggi þeirra sem ferðast um landið. Þeir aðilar eru: Iðnaðarráðuneytið, Vegagerðin, Neyðarlínan, Samtök ferðaþjónustunnar, ferðaklúbburinn 4x4, Sjóvá, Ríkislögreglustjóri, Veðurstofa Íslands, Ferðafélag Íslands, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Umferðarstofa, Ferðamálastofa, Útivist, Íslandsspil, Umhverfisstofnun, Síminn, Vatnajökulsþjóðgarður og Félag íslenskra bifreiðaeigenda. Samstarf Meðal verkefna hálendisvaktarinnar í ár var samvinna milli björgunarsveita og bílaleiga annars vegar og við Vegagerðina hins vegar. Samstarfi björgunarsveita og bílaleiga var þannig háttað að björgunarsveitir bentu þeim ferðamönnum sem voru á bílaleigubílum sem ekki mega vera á hálendisvegum að þeir væru að brjóta samning við bílaleigur. Fyrir Vegagerðina var

75


skipt um skilti sem voru orðin veðruð og illlæsileg, svo sem við ár og vötn. Einnig voru leiðir stikaðar til að koma í veg fyrir utanvegaakstur og leiðum sem ekki eru merktar sem slóðar var lokað. Vöð á hálendinu voru skráð niður og einnig lýsingar á vöðunum. Björgunarsveitirnar voru með skilti og búnað frá Vegagerðinni til að loka slóðum og vegum. Þátttaka

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Að Fjallabaki voru átta björgunarsveitir sem stóðu vaktina: Björgunarsveitin Gerpir Fáskrúðsfirði, Hjálparsveit skáta Garðabæ, Björgunarfélag Árborgar, Björgunarfélag Akraness, Hjálparsveit skáta Reykjavík, Björgunarsveitin Núpar Kópaskeri, Súlur Akureyri og Björgunarsveitin Mannbjörg Þorlákshöfn. Alls voru 46 björgunarsveitamenn sem tóku þátt þessar átta vikur. Sveitir að Fjallabaki höfðu aðsetur í Landmannalaugum. Ferðafélag Íslands lagði til hús sem staðsett er á svæðinu. Hús þetta er sveitum einnig til boða yfir vetrartímann. Nú er í skoðun að Hálendisvakt verði til staðar vinsælustu ferðahelgar vetrarins. Á Sprengisandi voru níu björgunarsveitir sem mönnuðu þessar sjö vikur þar, Björgunarsveit Hafnarfjarðar, Björgunarsveitin Strákar Siglufirði, Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð, Hjálparsveitin Dalbjörg, Hjálparsveit skáta Reykjavík, Björgunarsveitin Kyndill Kirkjubæjarklaustri, Björgunarsveitin Stjarnan, Björgunarsveitin Lífgjöf og Björgunarsveitin Sigurgeir. Frá þessum sveitum komu 42 björgunarsveitamenn. Sveitirnar höfðu aðsetur í Nýjadal og fengu aðstöðu skálavarða FÍ til afnota. Á Kjalvegi voru átta björgunarsveitir, Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík, Björgunarsveitin Ársæll, Björgunarsveitin Brák, Björgunarsveitin Kjölur, Björgunarsveitin Ársól, Björgunarsveitin Suðurnes, Hjálparsveit skáta Hveragerði og Björgunarsveitin Húnar. Alls voru 65 björgunarsveitamenn sem stóðu vaktina á Kjalvegi. Á Kjalvegi voru björgunarsveitir með aðstöðu á Hveravöllum en það var eini staðurinn þar sem gámaeining var notuð fyrir björgunarsveitafólk. Norðan Vatnajökuls voru sjö björgunarsveitir á vaktinni, Björgunarsveitin Geisli í 2 vikur, Björgunarsveitin Húnar, Hjálparsveit skáta Kópavogi, Hjálparsveit skáta Reykjavík, Björgunarsveitin Vopni og Björgunarsveitin Þingey. Alls voru 32 björgunarsveitamenn sem tóku þátt þar. Björgunarsveitir höfðu aðstöðu í Öskju og var leigður skáli frá einkaaðila fyrir sveitir að vera í. Mikil breyting var í ár að koma björgunarsveitum í skála á tveimur stöðum og er það stefnan fyrir næsta sumar að á öllum svæðum verði fast húsnæði sem hægt er að nota. Vinna þarf þó betur í merkingum á húsum/skálum. Gerðir voru fánar með safetravel merkinu en einnig þarf að merkja hús með merki SL.

76


Hálendisvakt 2010

Fjöldi þátttakenda eftir svæðum 65

70 60 50

43

42

40

32

30 20 10 0 Fjallabak

Sprengisandur

Kjölur

N. Vatnajökuls

Mynd 1. Fjöldi þátttakenda eftir svæðum Eknir kílómetrar Svæðin fjögur eru misjöfn af stærð og því mismikill kílómetrafjöldi sem að sveitir þurfa að leggja að baki. Eins fer það eftir verkefnum sem sveitirnar þurfa að sinna hversu mikið þær ferðast um svæðin. Í hverri viku er þó skipulag eftir svæðum sem björgunarsveitir fylgja varðandi það hvert þær þurfi að fara. Lagt er upp með að sveitir nái að keyra um allt svæðið og fara í alla skála á því svæði sem þær eru á að minnsta kosti einu sinni. Eknir kílómetrar voru 61.844.

Eknir kílómetrar eftir svæðum 17.584

15.850

15.600

Sprengisandur

Kjölur

12.810

Fjallabak

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

20000 18000 16000 14000 12000 10000 8000 6000 4000 2000 0

N.Vatnajökuls

Mynd 2. Keyrðir kílómetrar eftir svæðum

77


Aðstoðarbeiðnir og verkefni björgunarsveita • Að Fjallabaki voru 157 aðstoðarbeiðnir skráðar í ár. Helstu aðstoðarbeiðnirnar voru ferðaleiðbeiningar og aðstoð við ferðamenn vegna vandræða með dekk. Einnig voru um 10 aðstoðarbeiðnir fólgnar í að draga bíla úr ám eða aðstoða við vöð. Svipað margar beiðnir voru um aðstoð við bílstjóra vegna vélavandræða. Einnig voru aðstoðarbeiðnir sem fólust í að koma fólki í skála, aðstoða illa búna ferðamenn sem voru matar- eða vatnslausir og aðstoða veikt eða slasað fólk. • Á Sprengisandi voru 293 aðstoðarbeiðnir skráðar. Helstu beiðnir voru um að aðstoða við ár og vöð en margar jökulár eru á svæðinu og seinnipart sumars voru vatnavextir miklir í ánum og heftu oft för ferðamanna. Af heildarfjölda aðstoðarbeiðna voru 117 beiðnanna aðstoð við vöð eða að draga bíla uppúr ám. Bæði þurfti að aðstoða bíla, hjólreiða- og göngufólk yfir vöð. Aðstoðarbeiðnir vegna vélavandræða og við sprungin dekk voru 27 talsins. Aðrar helstu aðstoðarbeiðnir voru að grennslast fyrir um fólk sem skilaði sér ekki á tilsettum tíma í skála, koma köldum og illa búnum ferðalöngum í skála, aðstoða veikt eða slasað ferðafólk og leiðbeina ferðamönnum með leiðarval. • Á Kjalvegi voru 154 skráðar aðstoðarbeiðnir. Þar eru flestar beiðnir um að aðstoða ferðamenn með sprungin dekk og vélavandræði. Einnig er þó töluvert um að segja þurfi fólki til vegar og ráðleggja ferðamönnum um leiðarval. Beiðnir um aðstoð við fólk sem er illa búið, matar eða vatnslaust eru nokkrar, einnig að koma fólki í skála. Einnig eru nokkrar beiðnir um að aðstoða veikt eða slasað fólk. • Norðan Vatnajökuls eru 152 aðstoðarbeiðnir skráðar í sumar. Þar eru helstu beiðnir um að aðstoða við vöð og draga bíla upp úr ám en rúmlega 30 beiðnir eru þess efnis. Norðan Vatnajökuls höfðu björgunarsveitir oftast afskipti af utanvegaakstri eða fjórum sinnum. Líkt og á öðrum stöðum á hálendinu fannst líka illa búið fólk sem flutt var í skála og slösuðu og veiku fólki var sinnt.

Aðstoðarbeiðnir eftir svæðum 350

293

300 250 ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

200

157

154

152

Kjölur

N. Vatnajökuls

150 100 50 0 Fjallabak

Sprengisandur

Mynd 3. Aðstoðarbeiðnir eftir svæðum

78


Hálendisvakt 2010

Aðstoðarbeiðnir eftir árum 931

1000 900 800 700 600 500 400 300 200 100 0

756

376 162

Árið 2006

228

Árið 2007

Árið 2008

Árið 2009

Árið 2010

Mynd 3a. Aðstoðarbeiðnir eftir árum Niðurstöður

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Líkt og undanfarin ár hafa björgunarsveitir á hálendinu nóg fyrir stafni. Í lok sumars jókst vatnsmagn í jökulám og fjölgaði þá aðstoðarbeiðnum sem berast björgunarsveitum á Sprengisandi og norðan Vatnajökuls. Stuttu eftir að hálendisvakt björgunarsveitanna lauk í sumar var Öskjuleið lokað vegna vatnavaxta. Í sumar var reynt að halda utan um skráningu hvort væri verið að aðstoða erlenda ferðamenn eða íslenska og af þeim skráningum kom í ljós að 64% þeirra sem fengu aðstoð voru erlendir ferðamenn. Af þeim bílum sem voru aðstoðaðir voru um 230 einkabílar eða rútur og um 140 bílaleigubílar. Í ár eru skráðar um 770 aðstoðarbeiðnir sem færra en árinu áður. Hvort rekja má þessa fækkun til þess að færri ferðuðust um hálendið í ár eða færri þurftu á aðstoð björgunarsveitanna að halda í ár er ekki hægt að rekja í þeim gögnum sem safnast í dagskýrslum björgunarsveitanna en þó má gera ráð fyrir að fækkun ferðamanna til landsins geti átt einhvern þátt í þessari fækkun. Aðstoðarbeiðnir eftir svæðum milli ára eru svipaðar í ár og 2009 norðan Vatnajökuls en fækkun varð að Fjallabaki og á Kjalvegi, en þar eru um helmingi færri aðstoðarbeiðnir í sumar. Á Sprengisandi er aftur á móti helmingi fleiri aðstoðarbeiðnir skráðar og er eflaust hafa vatnavextir í ám þar mikið að segja og auka talsvert starf björgunarsveita á svæðinu.

79


» Safetravel Þann 1. júní 2010 opnaði Katrín Júlíusdóttir ferðamálaráðherra heimasíðuna safetravel.is og með því var tekið fyrsta skrefið af þessu stóra og mikilvæga verkefni sem er ætlað að auka forvarnir og öryggi hjá ferðamönnum hér á landi. Fyrri hluta ársins höfðu farið fram kynningar á verkefninu undir þeim formerkjum að þar komi saman þeir er láta sig varða öryggi ferðamanna hér á landi. Þeir aðilar sem gengu til samstarfs við Slysavarnafélagið Landsbjörg og standa að Safetravel eru: Ferðafélag Íslands, Ferðamálastofa, Ferðaklúbburinn 4x4, Félag íslenskra bifreiðaeiganda, iðnaðarráðuneytið, Íslandsspil, Neyðarlínan, Ríkislögreglustjóri, Síminn, Samtök ferðaþjónustunnar, Sjóvá, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Umferðarstofa, Umhverfisstofnun, Ferðafélagið Útivist, Vatnajökulsþjóðgarður, Veðurstofan og Vegagerðin. Á heimasíðu Safetravel má finna allt sem þarf til að skipuleggja öruggt og gott ferðalag um Ísland og höfðar efnið bæði til innlendra og erlendra ferðamanna en síðan er á sex tungumálum; íslensku, ensku, þýsku, frönsku, spænsku og ítölsku. Tvær aðrar meginstoðir verkefnisins eru tímaritið Safetravel og Hálendisvaktin enn komið er betur að þeim hér síðar. Heimasíðan Safetravel.is

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Aðalflokkar síðunnar eru fjórir, akstur, gönguferðir, afþreying og náttúra og flokkast þeir niður eftir því sem efni standa til. Í sumar var lokið við að setja inn á íslensku og ensku síðurnar og að mestu leyti á önnur tungumál. Miðað við viðtökur síðunnar bæði hérlendis og erlendis og ekki síður vegna þeirrar reynslu sem við búum að fyrsta hálfa árið er ljóst að bæta þarf inn efni og stendur sú vinna yfir núna.

80


Ég lofaði Maxie að hugsa vel um heilsu hans og hamingju allt lífið. CATHERINE

NÆRINGARÞRÓUNARSTJÓRI PRO PLAN HÖFUNDUR AÐ PRO PLAN PRO BIFIDUS Axlar ábyrgð eins og þú.

OPTI START fyrir hvolpa Með broddi, fyrstu móðurmjólkinni, sem staðfest er að eflir ónæmiskerfið.

PRO BIFIDUS fyrir fullvaxna hunda Eykur magn bifidus-baktería í maganum og kemur þannig jafnvægi á meltinguna.

ANTI AGE fyrir roskna hunda Staðfest að eykur árvekni og andlega snerpu.

Þetta er þín ábyrgð. Þetta er okkar ábyrgð. Þetta er PRO PLAN.


Fyrstu sex mánuðina hafa hátt í 10.000 manns heimsótt síðuna í um 12.000 heimsóknum. Flettingar eru meira en 52.000. Alls skoðar hver gestur meira en fjórar síður í heimsókn sem að meðaltali er um þrjár mínútur. Stærsti hluti gesta kemur frá tenglum af öðrum síðum og stærstu síðurnar þar eru vedur.is og visiticeland.is. Umferð frá leitarvélum og bein umferð er minni en sú er kemur frá tenglum. Tímaritið Safetravel Blaðið var prentað í 100.000 eintökum og dreift á helstu viðkomustaði ferðamanna, svo sem upplýsingamiðstöðvar, landshlutamiðstöðvar og bílaleigur. Einnig sáu samstarfsaðilar um að dreifa blaðinu eftir sínum dreifileiðum. Á Seyðisfirði var prófað að dreifa blaðinu til ferðamanna sem komu með Norrænu en það háði dreifingunni þar að björgunarsveitarmenn fengu ekki að fara inn fyrir tollagirðingu. Blaðið er 66 síður, á þremur tungumálum, ensku, frönsku og þýsku. Hálendisvaktin Að þessu sinni var Hálendisvakt björgunarsveita frá 25. júní til 15. ágúst og settu björgunarsveitir upp bækistöðvar á fjórum stöðum, Landmannalaugum, Hveravöllum, Nýjadal og norðan Vatnajökuls. Alls sinntu 184 björgunarsveitarmenn vaktinni frá 32 björgunarsveitum. Aðstoðarbeiðnir voru af margvíslegu tagi, allt frá festum í ám til alvarlegra slysa. Skráðar voru 765 beiðnir þetta sumarið sem er örlítil fækkun frá fyrra ári. Það má rekja til mun minni umferðar á hálendinu vegna eldgosa. Að þessu sinni reyndust 35% beiðna koma frá innlendum ferðamönnum en 65% frá erlendum. Öruggari á jöklum Að frumkvæði nokkurra félaga í Ferðaklúbbnum 4x4 fór fyrr á árinu af stað vinna við að kortleggja sprungusvæði á jöklum. Slysavarnafélagið Landsbjörg kom fljótt að verkefninu og í dag tilheyrir það Safetravel. Búið er að kortleggja nokkra jökla og skrá niður hættusvæði þar. Hægt verður að sækja kort af jöklunum á heimasíðu Safetravel svo og hala niður GPS leiðum sem má aka og ganga eftir. Kynningar- og markaðsmál

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Í sumar var samið við Bylgjuna um innslög í þætti þar sem rætt var um forvarnar- og öryggismál ferðamanna. Tíu sinnum komu fulltrúar SL eða samstarfsaðila og ræddu um afmarkaða þætti og þá í takt við ferðahegðan landans hverju sinni. Einnig voru birtar auglýsingar á mbl.is, í Grapevine, Islandica, Reykjavík City Guide, á skjáum í flugvélum Icelandair svo og voru hnappar og tenglar á heimasíðum samstarfsaðila og annarra sem koma að málaflokknum. Næstu skref Í bígerð er vinna að útlitsbreytingu heimasíðu sem er byggð á reynslu þessara fyrstu mánaða auk þess sem bæta á við efni og fjölga flokkum. Reiknað er með að þeirri vinnu verði lokið og nýtt útlit www.safetravel.is líti ljós í janúar þegar vetrarferðatíminn fer af stað af fullum þunga. Samhliða og í framhaldi af því er unnið í þáttum eins og leitarvélabestun, tenglaskiptum og dreifingu og öðru til að auka sýnileika vefsins.

82


Safetravel

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Kynna á safetravel.is fyrir björgunarsveitum, slysavarnadeildum og skátum um landið en allir þessir aðilar geta nýtt sér síðuna meira til fróðleiks og í kennslu svo og að benda ferðalöngum á hana sem vef til að fá upplýsingar um réttan búnað og ferðahegðun. Að sama skapi verður vefurinn kynntur fyrir ferðaþjónum á vordögum. Í byrjun sumars er lagt upp með að kynna verkefnið með skrifum og kynningum í hina ýmsu miðla. Skipulagning hálendisvaktar fer af stað á nýju ári en að þessu sinni verður bætt við björgunarsveitum sem sinna Hálendisvakt að vetrarlagi, þ.e. um páska og vinsælar ferðahelgar. Skipulag næsta sumars verður með svipuðu sniði en þó á að auka gagnaöflun svo og samstarf við hagsmunaðila eins og landverði, bílaleigur og samstarfsaðila. Tímaritinu Safetravel verður dreift í vor og mun það liggja frammi á öllum helstu viðkomustöðum ferðamanna.

Frá undirskrift samningsins um Safetravel verkefnið í Krýsuvík.

83


Afmæli

» Öflugt starf í 80 ár Stiklað á stóru í sögu Hraunprýði í Hafnarfirði Fyrstu sérstöku kvennadeildir Slysavarnafélags Íslands voru stofnaðar árið 1930 og er deildin í Hafnarfirði í hópi þeirra elstu, stofnuð 17. desember á því sama ári. Stofnfélagar voru 45 talsins en fjölgaði brátt svo mikið að deildin varð í hópi hinna fjölmennustu innan Slysavarnafélagsins, á 25 ára afmæli deildarinnar árið 1955 vorum við orðnar um 800 og hélst sú tala nokkuð stöðug næstu áratugina. Um tíma voru u.þ.b. 10% íbúa Hafnarfjarðar í deildinni. Þegar deildin var stofnuð var sjávarútvegur aðalatvinnuvegur Hafnfirðinga og sjómenn voru fjölmennasta stétt bæjarins. Sjóslys gengu konum nærri hjarta og fyrsti formaður Hraunprýði, Sigríður Snæland ljósmóðir, hafði t.a.m. misst í hafið föður sinn og þrjá bræður sem voru á milli tvítugs og þrítugs. Á 25 ára afmælinu 1955 var félagsfáni deildarinnar tekinn í notkun, en hann saumaði ein félagskvennanna, tók það hana þrjú ár að fullgera fánann. Starfið fyrstu áratugina

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Aðalverkefni deildarinnar hefur alla tíð verið að afla fjár til björgunarmála og slysavarnastarfs og þar reyndust félagskonur með fádæmum öflugar. Meginhlutinn, þ.e.a.s. 2/3 af allri innkomu, rann lengi vel til höfuðstöðva félagsins, til uppbyggingar um landið, þar sem mest þörf var á hverjum tíma, en deildin styrkti einnig ýmislegt það sem til heilla horfði um allt land og heima fyrir, m.a. byggingu sundhallar og lagði fé til kaupa á björgunarbátum og öryggistækjum sem komið var fyrir á bryggjum Hafnarfjarðar. Hraunprýði tók virkan þátt í uppbyggingu skipbrotsmannaskýla Slysavarnafélagsins sem hófst upp úr 1940 með því að láta reisa skýli við Hjörleifshöfða og lagði því til allan búnað. Það var til þess tekið þegar deildarkonur gerðu sér lítið fyrir og fengu lánaðan togarann Garðar til skemmtiferðar upp á Akranes í júlí 1933. Stærsti fjáröflunardagurinn var og er enn lokadagurinn, 11. maí kaffið. Merkjasala barna, sem klædd voru hvítum búningum með ísaumuðu merki félagsins, setti afar hátíðlegan brag á bæinn á þessum degi. Því miður varð að hætta sölunni því börnin komu og fengu merki, en skiluðu ekki peningunum sem fyrir þau fengust, seldu þau líka dýrari og lugu jafnvel til nafns og símanúmers. Það eru breyttir tímar. Fundir hafa verið haldnir mánaðarlega yfir vetrartímann, alltaf annan þriðjudag hvers mánaðar, og aldrei féll úr fundur. Þá sóttu að jafnaði milli 50 og 60 konur sem voru eins konar akkeri í starfinu. Tvisvar á ári voru síðan stærri og fjölmennari fundir, jólafundur og vorfagnaður. Nú hefur þeim verið fækkað um einn fyrir og eftir áramót. Konurnar í Hraunprýði hafa haft ýmiss konar félagsstarfsemi, auk hins hefðbundna starfs sem miðaði að fjáröflun. Til að efla sambandið á milli deildarkvenna sem best voru ferðalög farin á sumrin og aðrar deildir heimsóttar. Einu sinni var haldið út fyrir landsteinana og norsku slysavarnasamtökin heimsótt. Björgunarsveit Slysavarnadeildarinnar Fiskakletts var stofnuð árið 1966 og alla tíð síðan hefur

84


Öflugt starf í 80 ár / Stiklað á stóru í sögu Hraunprýði í Hafnarfirði

Hraunprýði stutt starf hennar eftir mætti. Deildin átti á sínum tíma einnig gott samstarf við Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði og studdi skátana til kaupa á ýmsum björgunartækjum. Nú nýtur sameinuð björgunarsveit, Björgunarsveit Hafnarfjarðar, sem stofnuð var árið 2000, liðveislu Hraunprýðikvenna, t.d. í flugeldasölunni, en þá sjá þær um allt viðurværi fyrir félagana. Íslenskt þjóðfélag hefur mikið breyst frá því kvennadeildin í Hafnarfirði var stofnuð fyrir 80 árum. Hafnarfjörður er ekki lengur bær þar sem stétt sjómanna er áberandi. Með breyttum lífsháttum hafa ný verkefni skapast og vettvangur slysavarnastarfsins hefur stækkað. Þar má nefna verkefni eins og öryggi barna, slysavarnir í umferðinni almennt og slysavarnir aldraðra, aðgæsla vegna flugelda um áramót og þannig mætti lengi telja. Hraunprýði hefur reynt að aðlaga sig nýjum aðstæðum og skilar enn gríðarlega miklu og mikilvægu starfi, þó ekki hafi deildin haft mannskap til að vera með í allri þeirri vinnu sem Slysavarnafélagið Landsbjörg býður landsmönnum upp á að félagsmenn sinni.

Uppgangur á kreppuárunum Úr aðalfundarskýrslu kvennadeildarinnar Hraunprýði í Hafnarfirði um starfið árið 1933. Það er mikið gleðiefni að taka alltaf móti nýjum meðlimum, fleiri og fleiri á hverjum einasta fundi ársins. Og enn þá meiri ánægju veitir það að hver einasti meðlimur er ætíð boðinn og búinn að vinna fyrir félagið hvar og hvenær sem er. Og því hefur gengið svo dæmalaust vel með allt sem meðlimir hafa tekið sér fyrir hendur að þær hafa oft og tíðum verið alveg undrandi og næstum orðlausar yfir undirtektunum. Er það áþreifanlegur hlutur að Slysavarnafélagið á mikil og góð ítök hjá íbúum þessa bæjar. Til dæmis héldum við hér basar, hinn fyrsta vetrardag nú sem leið. Hafði okkur gefist mjög mikið, já svo mikið að við vorum hálfkvíðnar yfir að allir þessir munir mundu ekki seljast. En viti menn, hver og einn einasti hlutur seldist, og öll okkar vel birgu borð orðin galtóm eftir 1/4 úr klst., og fengum við þarna á einu einasta kortéri hátt í 500 krónur. Árbók Slysavarnafélags Íslands 1933, bls. 66.

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Þessi lýsing gæti eins vel átt við Hlutaveltuna 1995, þar sem allt (u.þ.b. 6.000 hlutir) seldist upp á 20 mínútum og urðu Hraunprýðikonur að skella sér í óvæntan pönnukökubakstur og selja kaffi með til sárabóta fyrir þá sem ekkert fengu á hlutaveltunni. Nú hittast Hraunprýðikonur fyrsta þriðjudag í mánuði og gera ýmislegt; prjóna, hekla, bræða gler, gera skartgripi og alla þá handavinnu sem á boðstólum er í dag. Fimmtán konur úr deildinni fóru á Kvennaþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Húsavík í september síðastliðinn og ætla allar að mæta í Reykjanesbæ árið 2012. Um 200 konur eru á skrá í Hraunprýði í dag.

85


Afmæli

» Björgunarsveitin Eining 60 ára þann 25. nóvember 2010 Þann 15. september 1950 boðaði sr. Jakob Jónsson til fundar í samkomuhúsinu á Heydölum í Breiðdal. Tilefni fundarins var stofnun slysavarnadeildar í Breiðdal. Fjörutíu manns sóttu fundinn. Framhaldsstofnfundur var svo haldinn á sama stað þann 25. nóvember sama ár og þá fékk félagið nafnið Eining. Var þá skipuð stjórn, í henni sátu Þorbjörg R. Pálsdóttir formaður, Pétur Sigurðsson gjaldkeri og sr. Kristinn Hóseasson ritari. Aðrir í stjórn voru Anna Þorsteinsdóttir, Haukur Gíslason og Einar B. Sveinsson. Haustið 1951 var haldið fyrsta námskeiðið á vegum félagsins. Það var hjálp í viðlögum og var það haldið á prestsetrinu að Heydölum. Hefur starf félagsins verið misvirkt í gegnum tíðina. En eftir að félagið var endurvakið 1978 hefur starfið verið mjög gott og segja má að þar hafi skipt sköpum að keypt var sjúkrabifreið sem sveitin rak til ársins 2000. Þá tók Rauði krossinn við því hlutverki en í framhaldi keypti sveitin björgunarsveitarbíl sem er enn í eigu hennar og hefur reynst vel. Síðastliðin ár hafa félagar verið duglegir í að mennta sig bæði innanlands og utan og tekið virkan þátt í öllum stærri leitum á Austurlandi á undanförnum árum. Á síðasta aðalfundi var tekinn sú ákvörðun að hefja lagfæringar á húsinu þar sem viðhald hefur verið í lágmarki. Einnig hefur búnaður sveitarinnar verið endurnýjaður eftir þörfum og eru þessir þættir langt komnir. Þann 21. janúar 2011 var blásið til veislu í húsi félagsins, Nesbúð, og komu margir góðir gestir í heimsókn, bæði akandi og siglandi. Sveitin fékk margar góðar gjafir, þar má nefna peningagjafir frá Breiðdalshreppi, Rauða kross deildinni, Kvenfélaginu Hlíf og einnig frá þeim heiðurshjónum í Engihlíð, Halldóri Péturssyni og Guðlaugu Gunnlaugsdóttir. Félagið fékk einnig fartölvu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem nýtist vel í björgunarsveitarbílinn og kíki frá Bjsv. Geisla, Fáskrúðsfirði. Hafið þakkir fyrir þann hlýhug sem þessum gjöfum fylgir og einnig þökkum við kvenfélagskonum fyrir að sjá um veitingarnar. Kveðja fyrir hönd Bjsv. Einingar

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Indriði Margeirsson formaður

86


Afmæli

» Hjálparsveit skáta Hveragerði 35 ára

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Hjálparsveit skáta Hveragerði var formlega stofnuð 23. september 1975 og var fyrsti aðalfundur sveitarinnar haldinn 24. febrúar árið eftir. Forveri sveitarinnar var björgunarsveitin Elding sem hafði verið stofnuð 29. apríl 1973 og var aðildarsveit SVFÍ. Í byrjun árs 1974 kom upp ósætti milli Eldingar og stjórnar SVFÍ vegna bílakaupa, fjáröflunarverkefna og skatttekna og var ákveðið í marsmánuði 1974 að Elding myndi segja sig úr SVFÍ. Félagar Eldingar stofnuðu þá björgunarsveitina Víking og sumarið 1975 gekk stjórn Víkings til samningaviðræðna við LHS um aðild að landssamtökunum og var aðildin samþykkt 30. júní sama ár. Ákveðið var að breyta nafni sveitarinnar í Hjálparsveit skáta Hveragerði eins og lög LHS gerðu ráð fyrir og var haldinn formlegur stofnfundur þessarar nýju hjálparsveitar 23. september 1975 eins og áður kemur fram. Fyrstu árin voru húsnæðismál sveitarinnar í brennidepli en þáverandi húsnæði var ekki nægilega stórt bæði fyrir hjálparsveitarbílinn og útbúnað. Bót var ekki ráðin á húsnæðismálum fyrr en 1987 þegar HSSH ásamt Skátafélaginu Strók keyptu iðnaðarhúsnæði við Austurmörk 9. Fram að því hafði þurft að geyma útkallsbúnað sveitarinnar á þremur mismunandi stöðum í bænum og þótti það óásættanlegt með öllu. Næstu árin fóru í smíðavinnu og að koma húsnæðinu í endanlegt horf og var húsið vígt við hátíðlega viðhöfn á 20 ára afmæli sveitarinnar 23. september 1995. Í hádeginu á gamlársdag 2005 rataði Hjálparsveit skáta Hveragerði með hvelli í alla fréttamiðla landsins þegar eldur kom upp í flugeldasýningu sem var verið að ganga frá í húsnæði sveitarinnar. Mikil mildi var að enginn slasaðist alvarlega þar sem húsið var fullt af viðskiptavinum flugeldasölunnar en tjónið var gríðarlegt. Hús sveitarinnar gjöreyðilagðist sem og allur útkallsbúnaður. Á

Félagar úr HSSH í vetrarferð 1988

87


ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

þessum erfiða tímapunkti átti það eftir að koma í ljós hversu mikla velvild svona félagsskapur gat skapað sér í litlu bæjarfélagi á þremur áratugum og hversu öflugir einstaklingar mynda þá heild sem þessi sveit er. Líkt og Fönixinn sem reis upp úr öskunni þá reis Hjálparsveit skáta Hveragerði upp með samstilltu átaki félagsmanna, bæjarbúa og annarra velunnara og innan við mánuði síðar var sveitin aftur orðin útkallshæf að stærstum hluta. Sveitin fékk inni í bráðabirgðahúsnæði og hafist var handa við að endurnýja glataðan búnað og huga að húsnæðismálum. Ákveðið var að byggja nýtt hús á gamla grunninum og var nýja húsið tekið formlega í notkun 17. júní 2007 og var það síðan vígt með viðhöfn á 35 ára afmæli sveitarinnar 23. september 2010. Markmið HSSH hefur verið óbreytt frá upphafi en það er að vinna að björgun mannslífa og/eða verðmæta og veita hvers konar aðstoð í neyðartilvikum þar sem tæki og þekking sveitarinnar getur komið að notum sem og að taka þátt í skipulögðu almannavarnastarfi. Þegar litið er til baka yfir verkefni sveitarinnar þá eru þau ekki ósvipuð þeim verkefnum sem sveitin sinnir í dag, en það eru helst leit að týndu fólki, björgun útivistarfólks í nágrenni Hveragerðis, óveðursaðstoð og aðstoð við ökumenn á Hellisheiði. Stærsta útkall sveitarinnar frá upphafi er líklega það útkall sem búist hefur verið við frá stofnun sveitarinnar, en það var Suðurlandsskjálftinn sem reið yfir Ölfusið þann 29. maí 2008. Sveitin sinnti fjölda verkefna daginn sem skjálftinn reið yfir og næstu daga á borð við að koma upp fjöldahjálparstöð, afla aðfanga, dreifa vatni til bæjarbúa, tryggja íbúðir Dvalarheimilisins til að vistmenn gætu snúið heim o.fl. Alls voru um 30 meðlimir sveitarinnar sem tóku þátt í verkefnum vegna jarðskjálftans og var það mat flestra að betur hafi tekist til en menn hafi þorað að vona. Hjálparsveit skáta Hveragerði hefur annast flugeldasölu í Hveragerði frá stofnun sveitarinnar og er flugeldasalan helsta fjáröflun sveitarinnar. Einnig hefur sveitin selt jólatré nánast frá stofnun. Fyrstu tvö starfsárin annaðist HSSH sjúkragæslu á útihátíðinni Rauðhettu sem haldin var á Úlfljótsvatni um verslunarmannahelgina og eftir að hætt var með útihátíðina Rauðhettu tók sveitin

Sjúkragæsla í Galtalæk var árviss þáttur í starfi sveitarinnar í ríflega tvo áratugi.

88


Afmæli / Hjálparsveit skáta Hveragerði 35 ára

að sér sjúkragæslu á Bindindismótinu í Galtalæk um verslunarmannahelgina og sinnti þeirri gæslu við góðan orðstír þar til mótin voru lögð niður sumarið 2006. Ljóst er að Hjálparsveit skáta Hveragerði er orðin nokkuð öflug sveit og hefur gengið í gegnum ýmislegt á 35 ára ævi sinni, bæði súrt og sætt. Á þessum tímamótum vill Hjálparsveit skáta Hveragerði þakka allan þann hlýhug sem sveitinni hefur verið sýndur í gegnum árin því án velvildar og fórnfýsi gæti svona starfsemi ekki gengið til lengdar.

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Hjálparsveit skáta Hveragerði vakti mikla athygli þegar meðlimir sveitarinnar gengu með vélsleða úr Reykjavík til Hveragerðis til að safna áheitum vegna kaupa á tveimur sleðum.

Bílafloti sveitarinnar á afmælisárinu 2010.

89


Afmæli

» Slysavarnadeildin Bára Djúpavogi 70 ára

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Slysavarnadeildin Bára á Djúpavogi fagnaði 70 ára afmæli sínu í september sl., en deildin var stofnuð þann 26. september 1940, var þá erindisbréf sent til Slysavarnafélags Íslands, Reykjavík, og hljóðar það svo: Hér með leyfum vér oss að senda yður umsóknir frá 59 mönnum til heimilis í Búlandshreppi (þ.e Djúpavogi og nærliggjandi bæjum) um að þeir fái yðar samþykki til að vera í deild í Slysavarnafélagi Íslands. Hefir deildin, í góðri von um að samþykki yðar fáist, þegar kosið sér stjórn. Hana skipa: Séra Pétur T. Oddsson formaður, Sigfinnur Vilhjálmsson ritari og Þórarinn Bjarnason gjaldkeri, allir til heimilis á Djúpavogi. Árgjald var ákveðið 1,00 kr. á fullorðna, og 0,25 kr. fyrir börn. Aðalfundur haldist í nóvembermánuði ár hvert. Virðingarfyllst, Slysavarnadeildin Bára. Nokkrum árum áður, eða árið 1933, hafði ungmennafélagið Neisti á Djúpavogi ákveðið að halda samkomu, og ágóðinn af þeirri samkomu var látinn renna til Slysavarnafélags Íslands. Félaginu áskotnaðist síðar fluglínutæki og var það lengi vel eini tækjabúnaður félagsins. Árið 1977 var efnt til sérstaks fundar með það að markmiði að efla slysavarnadeildina og var þá formlega stofnuð sérstök björgunarsveit og stjórn kosin fyrir hana, síðan þá hefur félagið vaxið hægt og bítandi en þann 6. júní 1993 var nýtt hús félagsins tekið í notkun. Árið 2005 var vel útbúinn björgunarbíll tekinn í notkun og sumarið 2010 var keyptur harðbotna slöngubátur. Áður átti félagið lítinn slöngubát sem var keyptur árið 1984 og þótti á þeim tíma stórt átak. Starfsemi þessa félags gjörbreyttist við tilkomu hins nýja húsnæðis, en áður höfðu menn geymt tækin á æði mörgum stöðum, sem dæmi þá voru þau geymd um skamma hríð í 20 feta gámi.

90


Afmæli / Slysavarnadeildin Bára Djúpavogi 70 ára

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Í tilefni 70 ára afmælisins var tekið í notkun nýtt merki félagsins, hannað af Albert Jenssyni, og prýðir það nú hina ýmsu hluti á vegum félagsins. Í gegnum tíðina hefur félagið sinnt ýmsum verkefnum sem tengjast slysavörnum og björgunarstörfum og hefur fjöldi manns lagt hönd á plóginn, þessu fólki vill félagið þakka sérstaklega en það hefur gert félagið að því sem það er í dag. Helstu fjáröflunarverkefni félagsins hafa verið flugeldasala um áramót, sjómannadagurinn var hér áður fyrr ein aðaltekjulind félagsins og til gamans má geta þess að það hefur aldrei verið vandamál að fá konur á Djúpavogi til að baka fyrir þennan dag og hafa þær svo komið og keypt sér sneið af köku sinni, þannig fer sú fjáröflun fram. Nú í seinni tíð hefur móttaka á einnota umbúðum skilað félaginu tekjum og auk þess hafa einstaklingar, félög og fyrirtæki stutt vel og dyggilega við bakið á slysavarnadeild og björgunarsveitinni Báru. Þar sem við minntumst á flugeldasölu, þá var um árabil farið í sveitirnar til þess að selja flugelda, þá er gaman að segja frá skemmtilegri sögu sem tengist því þegar þrír góðir sölumenn lögðu land undir hjól kl. 10:00 að morgni en höfðu ekki skilað sér kl 21:00 að kvöldi. Sátu þeir þá við kaffidrykkju á bæ einum og hafði þeim láðst að láta vita af sér. Þessir menn eins og sannir björgunarsveitamenn dóu ekki ráðalausir. Sem dæmi um það var ástand þannig á einum bæ sem þeir komu á að bóndinn hafði ekki peninga við hendina. Fram í skúrbyggingu sem áföst var húsinu héngu nokkur hangikjötslæri og þeir keyptu af honum nokkur læri, er ekki vitað nákvæmlega hve mörg, og þessi ágæti bóndi keypti síðan flugelda fyrir peningana sem hann fékk fyrir hangikjötið. Í lokin vill Bára þakka þeim fyrir sem hafa unnið mikið og óeigingjarnt starf fyrir félagið í sjálfboðavinnu.

91


Afmæli

» Slysavarnadeildin Hafrún 75 ára

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Sunnudaginn 3. febrúar 1935 var boðað til stofnfundar að kvennadeild innan Slysavarnafélags Íslands á Eskifirði. Fundurinn var haldinn í verkalýðshúsinu og mættu 66 konur af 98 sem höfðu skrifað nöfn sín á lista, er gengið hafði verið með í hús í bænum. Á fyrsta fundi hlaut deildin nafnið Hafrún. Í fyrstu stjórn voru kjörnar: Anna Marta Guðnadóttir formaður, Oddný Eyjólfsdóttir ritari, Guðrún Guðmundsdóttir gjaldkeri, Dagmar Hallgrímsdóttir og Margrét Pálsdóttir meðstjórnendur. Tilgangur með stofnun Slysavarnadeildarinnar Hafrúnar var að stofna sjóð til kaupa á björgunarskútu fyrir Austfirðingafjórðung þar sem það hafði verið gert í öllum öðrum fjórðungum landsins. Deildin hefur starfað óslitið síðan og margt verið gert, bæði til fjáröflunar og skemmtunar. Fyrir á Eskifirði var karladeild (Brimrún) og störfuðu þessar einingar mikið saman. Fyrir nokkrum árum voru deildirnar sameinaðar undir Hafrúnar nafninu og er því blönduð deild (en björgunarsveitin heitir Brimrún). Starfið í dag snýst mikið um fjáröflun, bæði til reksturs hússins okkar sem varð reyndar 20 ára 2010, og stuðnings við Björgunarsveitina Brimrúnu. Einnig sinnir deildin hefðbundnum verkefnum, eins og að gefa endurskinsmerki, gera umferðarkannanir, gefa bæklinga með fróðleik um slysavarnir og fleira ef til fellur. Félagar eru 84. Núverandi stjórn skipa: Jórunn Bjarnadóttir formaður, Þóra Einarsdóttir ritari, Halla Ósk Óskarsdóttir gjaldkeri, Guðbjörg Þ. Kristjánsdóttir varaformaður og Nikulás Kristjánsson meðstjórnandi.

92


Afmæli

» Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík 60 ára 2010 Saga Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Um miðjan september árið 1950 fórst Geysir, DC-4 Skymaster flugvél Loftleiða, á Bárðarbungu í Vatnajökli. Eftir að samband náðist við áhöfn vélarinnar var lagt af stað frá Eyjafirði til bjargar og leiðangur frá Reykjavík, sem staddur var við Gæsavötn, fór einnig á staðinn. Eftir giftusamlega björgun var þátttakendum í björgunarleiðangrinum ljóst að þörf væri á að bæta skipulag björgunarmála á Íslandi og í framhaldi af því var Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík stofnuð. Þann 24. nóvember 1950 var stofnfundur Flugbjörgunarsveitar Íslands haldinn að viðstöddum 25 stofnfélögum. Sveitin fékk fljótlega nafnið Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík (FBSR) og fyrsti formaður var Þorsteinn E. Jónsson. Stofnfélagar komu úr ýmsum áttum, margir úr fluginu, íþróttamenn, skíðamenn og fjallamenn sem fundu þarna farveg fyrir áhuga á fjallamennsku og björgun. Fyrsta leit FBSR var að flugvélinni Douglas DC-3 Glitfaxa, sem týndist á leið til Reykjavíkur 31. janúar 1951. Leitin var umfangsmikil, fjörur gengnar og leitað á fjöllum. Síðar kom í ljós að vélin hafði farist í Faxaflóa með 20 manns. FBSR hefur í gegnum tíðina verið leiðandi á mörgum sviðum björgunarstarfa og félagar hafa löngum haft augun opin fyrir nýjungum í björgunarstarfi. Árið 1954 var FBSR fyrsta sveitin með stjórnstöðvar- og fjarskiptabíl, sem var af Bedford gerð og einnig var hún fyrsta sveitin til að fá leitarhund/sporhund sem var talsvert notaður og reyndist vel. Árið 1955 eignaðist FBSR tvo

Hópurinn sem fór í afmælisferðina á Bárðarbungu í september 2010. Myndin er tekin fyrir utan hús sveitarinnar við Flugvallarveg.

93


Dagfinnur Stefánsson, flugmaður Geysis, kaupir fyrsta Neyðarkallinn sem Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík selur 2010. F.v.: Dagfinnur Stefánsson, Guttormur Björn Þórarinsson, Magnús Hallgrímsson.

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

snjóbíla og var fyrsta sveitin með færanlegt sjúkrahús, sem var tjald með útbúnaði. Sama ár eignaðist sveitin öflugan sjúkrabíl sem hægt var að gera skurðaðgerð í og var hann einn fullkomnasti sjúkrabíll landsins í 20 ár. Markviss þjálfun nýliða hófst haustið 1963 með stofnun nýliðaflokks og ári síðar kom fyrsta „Anna“ fyrstuhjálpardúkkan til landsins á vegum Flugbjörgunarsveitarinnar. Árið 1966 var fallhlífasveit FBSR stofnuð. Á árunum 1950 til 1960 voru flugslys mjög tíð, sérstaklega tengd hernum, þegar flugvélar (kallaðar „fljúgandi líkkistur“) fórust allt að því vikulega. Flugbjörgunarsveitin var þannig strax frá upphafi önnum kafin við erfið útköll tengd fluginu og komst þar af leiðandi á samvinna milli FBSR og varnarliðsins sem studdi sveitina með ýmsum hætti. Aðsetur Flugbjörgunarsveitarinnar hefur frá upphafi verið í nágrenni Reykjavíkurflugvallar en fyrstu höfuðstöðvarnar voru í „þvottahúsi“ sem byggt hafði verið á hernámsárunum en þáverandi bílageymsla var þar sem núverandi höfuðstöðvar standa. Um miðjan sjöunda áratuginn flutti sveitin í bragga í Nauthólsvík en árið 1990 flutti hún í núverandi húsnæði við Flugvallarveg sem var byggt að miklu leyti í sjálfboðavinnu og var vígt á 40 ára afmæli sveitarinnar. Tindfjöllin urðu fljótlega vinsælt æfingasvæði FBSR og á sveitin nú hlut í fjallaskálanum Tindfjallaseli. Áður hafði sveitin umsjón með og að lokum yfirráð yfir gamla Tindfjallaseli sem byggt var af Fjallamönnum, Guðmundi frá Miðdal og fleirum. Kvennadeild Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík var stofnuð árið 1966 af eiginkonum starfandi félaga. Þær hafa í gegnum tíðina stutt vel og dyggilega við starfið með ýmsum fjáröflunarverk-

94


Afmæli / Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík 60 ára 2010

efnum, til að mynda var stjórnstöðvarbíllinn, FBSR 1, gjöf frá þeim á 40 ára afmæli sveitarinnar. Þrjátíu árum seinna, árið 1996, gengu konur fyrst inn í FBSR eftir nokkuð fjörleg skoðanaskipti innan sveitarinnar. Konur taka nú virkan þátt í starfi sveitarinnar og eru um 15% af virkum félögum. Árið 2009 var kvenmaður kosinn formaður FBSR í fyrst sinn. Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík hefur verið í Slysavarnafélaginu Landsbjörg frá upphafi og tekur þátt í öllu samstarfi þess, bæði innanlands og erlendis. Á hverju ári mæta félagar sveitarinnar í tugi útkalla um allt land og má þar nefna leitir að týndu fólki, óveðursútköll, snjóflóð, jarðskjálfta og fleira. Markmið Flugbjörgunarsveitarinnar er að vera í fremstu röð björgunarsveita hér á landi og hefur tekist það með öflugu starfi, góðri liðsheild og markvissum æfingum. Sveitin hefur yfir að ráða kraftmiklum félögum sem eru sérþjálfaðir í fjallabjörgun, skyndihjálp, leit og björgun, vélsleðamennsku og síðast en ekki síst fallhlífastökki. Rekstur öflugrar björgunarsveitar kostar mikið fé og því fer hluti starfs félaga í fjáröflunarverkefni þar sem árleg sala Neyðarkalls, jólatrjáa og flugelda vegur þyngst. Sveitin hefur einnig tekið að sér gæslu á vinsælum ferðamannastöðum, á tónleikum og íþróttakappleikjum. Í gegnum tíðina hefur sveitin notið velvilja og stuðnings fjölmargra einstaklinga, stofnana og fyrirtækja, sem hafa gert og gera henni kleift að sinna hlutverki sínu, björgun mannslífa og verðmæta. Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík leggur mikla áherslu á samvinnu, liðsheild og öfluga einingu meðal félaga sinna. Þannig eru þrekæfingar undir leiðsögn þjálfara auk annarra hefðbundinna björgunaræfinga haldnar reglulega. Innan sveitarinnar starfar öflugur hópur björgunarmanna á hinum ýmsum sviðum. Starfið skiptist niður í fjallabjörgunarsvið, sjúkrasvið, leitarsvið, fallhlífarsvið, bílasvið og vélsleða. Félagar koma úr ýmsum áttum og eru á öllum aldri. Meðal félaga má finna leiðsögumenn, leikskólakennara, bankastarfsmenn, rafvirkja, blikksmiði, líffræðinga og skrifstofufólk svo eitthvað sé nefnt. Eldri félagar, sem ekki eru í hinum hefðbundnu björgunarstörfum, hittast vikulega í Lávarðaflokki.

60 ára afmæli FBSR 2010 Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík efndi til ýmissa atburða í tilefni af 60 ára afmæli sínu 2010.

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Á menningarnótt, 21. Ágúst, var opið hús í húsnæði sveitarinnar við Flugvallarveg þar sem gestum og gangandi var boðið upp á að kynnast hinni fjölbreyttu starfsemi sveitarinnar. Félagar sýndu búnað og svöruðu spurningum og börnum gafst kostur á að renna sér í línu eða sprikla í klifurvegg. Föstudaginn 10. september lagði stór hópur félaga af stað frá Flugvallarvegi í átt að Bárðarbungu. Með í för var Dagfinnur Stefánsson, aðstoðarflugmaður á Geysis-vélinni er hún fórst. Hluti hópsins gekk á Bárðarbungu upp úr Vonarskarði á meðan hinir léku sér á jeppunum og skoðuðu svæðið norðan Vatnajökuls.Um kvöldið var svo haldin heljarinnar grillveisla í Nýjadal. Laugardaginn 2. október var björgunaræfingin „Rauði október“ haldin, með þátttöku björgunarsveita víðsvegar að af landinu.Þátttaka var mjög góð en um 300 manns spreyttu sig á fjölbreyttum verkefnum. Verkefnin voru allt frá björgun á sjó með þátttöku kafara og til leitar með hundum og á hestum að ógleymdri fjallabjörgun, leit, fyrstu hjálp, rústabjörgun og sjóbjörgun. Þess má geta

95


að þetta var í fyrsta sinn sem leitarhópur á hestum tók þátt í sameiginlegri æfingu og tóku einnig þyrla og skip frá Landhelgisgæslunni þátt.

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Föstudaginn 26. nóvember var haldin glæsileg afmælishátíð í húsnæði sveitarinnar sem var skreytt í hólf og gólf í tilefni dagsins. Góðir gestir fjölmenntu, bæði félagar FBSR og annarra sveita, ráðherra, sendiherrar og fleiri. Sveitinni bárust góðar gjafir og má þar helst nefna sérsmíðaða farangurskerru frá Kvennadeild FBSR. Kvöldið eftir fögnuðu félagar tímamótunum í sínu fínasta pússi.

Elsa Gunnarsdóttir, fyrsta konan sem kosin er sem formaður FBSR, á afmælishátíðinni. Myndirnar tók Jón Svavarsson.

96


Eftirtalin fyrirtæki styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg:

SANDUR - MÖL - UPPFYLLINGAREFNI SÆVARHÖFÐI 33 - REYKJAVÍK - SÍMI 557 2000

SANDUR - MÖL - UPPFYLLINGAREFNI SÆVARHÖF‹I 33 - REYK JAVÍK - SÍMI 557 2000

NESKAUPSTAÐ

Eldvarnir ehf Reykjavík, Akranesi, Snæfellsnesi, Skagaströnd, Þorlákshöfn www.fmis.is

Iðavöllum 3g 230 Reykjanesbæ S: 421 4676 / 892 7519 Fax: 892 7519

Stuðningur þeirra styrkir öflugt björgunar- og slysavarnastarf um allt land.


» Aðgerðir björgunarsveita 2010 Aðgerðir björgunarsveita voru 744 á árinu 2010 sem er heldur færri aðgerðir en árið 2009 en þá voru 866 aðgerðir. Skipting milli svæða og tegunda er með svipuðu móti en langflestar aðgerðir eru á svæði 13 og oftast er um að ræða aðstoð á landi.

Fjöldi a ger a eftir mánu um 2010 91 70 58

56

53

51

56 43

ús t pt em be r Ok tó be Nó r ve m be r De se m be r

Se

aí M

ríl Ap

ar s M

ar rú

Fe b

Ja

ar

53

66

Ág

68

79

A ger ir eftir svæ um 2010 139

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

75 83 44

17

57 2

4

Sv æ Sv i 1 æ Sv i 2 æ Sv i 3 æ Sv i 4 æ Sv i 5 æ Sv i 6 æ Sv i 7 æ Sv i 8 æ Sv i 9 æ Sv i 10 æ Sv i 11 æ Sv i 12 æ Sv i 13 æ Fjö lsv Svæ i 15 æ a a i 16 g Er er le Sv ndi æ s i1 8

18 23 12 21 11

66

46 51 36 39

98


Ve r

n

rg u

ir

8

ar sly s

æ ta b

i

u

30

Um fe r

m

am fa r

ha fsv æ

rs ón

pe

na

i n

ör gu

An

Bj

di

an

19

uh

ri

nd

Le i

t

ál af sv æ

áh

Ná ttú r

a

sto

sto

62 35

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

it

Le

A

A

Aðgerðir björgunarsveita 2010

A ger ir eftir tegund 2010

332

154 84 20

99


Sæsímastrengir Míla ehf.

Stórhöfða 22-30

Sími 585-6000

www.mila.is

Þessir sæstrengir eru eina tenging Íslands við umheiminn og eru gríðarlega mikilvægur hlekkur í samskiptum þjóðarinnar við helstu útflutningslönd sín. Afar mikilvægt er að sjófarendur gæti ítrustu varúðar í námunda við strengina. Mjög dýrt er að bæta skemmdir á þeim og er viðgerð alfarið á kostnað þess sem tjóninu veldur. Þar sem strengirnir eru spennufæddir getur snerting við þá valdið manntjóni, bæði raflosti og brunasárum. Ath! Bannsvæði er mílufjórðungur frá streng til hvorrar áttar eða hálf míla í heild Kortið sýnir legu sæstrengja við Ísland. Nánari upplýsingar á www.farice.is

Ef veiðarfæri eða legufæri festast í sæstreng skal tilkynnt um það í síma

ENNEMM / SÍA / NM37933

800 1050

FARICE-1

CANTAT-3

Greenland Connect

DANICE


Sjófarendur – vinsamlegast athugið! Óheimilt er að veiða með veiðarfærum sem fest eru í botn eða dregin eftir honum, svo sem netum, botnvörpum eða skelfiskplógum, á svæðum þar sem sæstrengir liggja. Einnig er óheimilt að leggja skipum við akkeri eða önnur legufæri nær strengnum en mílufjórðung til beggja átta. Ef veiðarfæri eða legufæri festast í sæstreng skal tilkynnt um það í síma 800 1050. Festið bauju eða belg við legu- eða veiðarfærið. Gefið upp staðsetningu (hnit) og þá munu starfsmenn Mílu og Farice aðstoða eins fljótt og unnt er og aðstoða við að ná viðkomandi hlutum af sæstrengnum, svo að sem minnstur skaði verði. Ef skip í nauð þarf að leggjast við akkeri á bannsvæði, þar sem sæstrengur liggur, eða skip rekur á sæstreng, ber að draga akkerisfestina varlega inn. Ef vart verður við að akkerið hafi fest á sæstreng, t.d. þannig að drátturinn verði stöðugt þyngri eða akkerið renni til, ber að slaka festinni varlega út aftur, setja við hana bauju eða belg og tilkynna til Mílu eins og fyrr segir. Starfsmenn Mílu munu þá sjá um að losa akkerið og koma því í hendur eigenda. Aldrei má reyna að losa skip eða veiðarfæri við sæstreng með því að höggva eða saga strenginn í sundur. Getur það valdið manntjóni vegna raflosts eða að minnsta kosti alvarlegum brunasárum. Með tilvísun til laga um fjarskipti frá 28. maí 1984 með síðari tíma breytingum og alþjóðasamnings frá 14. mars 1884 um vernd sæstrengja skal bent á að skemmi einhver sæstrengi viljandi eða með gálausu atferli skal sá hinn sami greiða allan kostnað sem af því hlýst. Áríðandi er að tilkynna ef grunur er um að fest hafi í sæstreng en síðan losnað aftur. Gefa skal upp staðsetningu (hnit). Sé farið eftir þessum tilmælum má oft koma í veg fyrir röskun á samböndum og oftast minnka kostnað vegna skemmda á sæstrengjum og sömuleiðis legu- eða veiðarfærum. Fara þar saman hagsmunir allra. Á það skal bent að ef stjórnendur skips hafa neyðst til að sleppa akkeri eða lagt veiðarfæri í sölurnar til þess að komast hjá því að skemma sæstrengi (enda hafi þeir sjálfir ekki stofnað til hættunnar með gálausu atferli) eiga þeir kröfu til skaðabóta frá eigendum strengjanna.

Kortið sýnir innanfjarðarstrengi. Nánari upplýsingar um sæsímastrengi er að finna á www.mila.is


» Yfirlit eftir dagsetningum Janúar 1.1.2010 11:00 1.1.2010 14:16 3.1.2010 14:30 4.1.2010 07:21 4.1.2010 16:20 4.1.2010 21:20 5.1.2010 02:30 5.1.2010 11:49 5.1.2010 12:30 5.1.2010 15:08 5.1.2010 16:30 5.1.2010 20:05 6.1.2010 12:12 6.1.2010 14:08 6.1.2010 17:51 8.1.2010 00:10 9.1.2010 14:10 10.1.2010 12:18

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

10.1.2010 12:24 10.1.2010 14:03 11.1.2010 19:27 12.1.2010 22:56 13.1.2010 14:10 14.1.2010 20:11 15.1.2010 08:30 16.1.2010 12:01 16.1.2010 13:20 18.1.2010 13:45 19.1.2010 21:15 21.1.2010 14:17 21.1.2010 16:00

21.1.2010 16:16 21.1.2010 16:35 21.1.2010 16:52

102

Bíll fastur við Jökulsárbrú á Dal. Aðstoð á landi. Svæði 13 Sækja vélarvana skemmtibát. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 02 Hundur í sprungu í Heiðmörk. Aðstoð á landi. Svæði 01 Draga upp bíl á Fagradal. Aðstoð á landi. Svæði 13 Sækja slasaðan sjómann. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 02 Eyrarbakki. Grennslast fyrir um bát. Leit á hafsvæði. Svæði 03 Bíll fastur í ófærð á Fellavegi. Aðstoð á landi. Svæði 13 Bíll fastur við Kolstaði á Völlum. Aðstoð á landi. Svæði 13 Bíll fastur í Ásbrandsá. Aðstoð á landi. Svæði 03 Draga fastan bíl á Hvalnesfjöru. Aðstoð á landi. Svæði 15 Slys við Miðfellstind. Björgun. Fjölsvæða aðgerð Vélarvana bátur. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 02 Bílslys við Hvalfjarðargöng. Umferðarslys. Svæði 01 Bíll niður um ís við Langey. Aðstoð á landi. Svæði 15 Óveður/fok . Verðmætabjörgun. Svæði 18 Tvær lóðsferðir í BESIKTAS HALLAND. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Aðstoða bíl í veltihættu. Aðstoð á landi. Svæði 13 Tveir menn eru á þaki bíls eftir að hafa keyrt út í stöðuvatn sem myndast hefur í leysingum á Haukadalsheiði. Mönnunum líður þokkalega en bíða aðstoðar. Aðstoð á landi. Svæði 03 Aðstoðarbeiðni. Aðstoð á landi. Svæði 10 Leit að týndum manni frá Reykjavík. Leit að týndri persónu. Fjölsvæða aðgerð Slösuð kona í Húsavíkurfjalli. Björgun. Svæði 12 Jarðskjálfti upp á 7,3 á Haítí. Náttúruhamfarir. Erlendis Rekald á Kópavogi. Leit á hafsvæði. Svæði 01 Neyðarblys við Hafnarfjarðarhöfn. Leit á hafsvæði. Svæði 01 Lóðsferð í 80 metra frystiskip, ANTIGONE Z. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Aðstoða lögregluna á Dalvík. Aðstoð á landi. Svæði 11 Bíll fastur í á í Svartagili við Þingvallavatn. Aðstoð á landi. Svæði 03 Náð í lóðs úr ANTIGONE Z. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Náð í bíl upp á Hellisheiði. Aðstoð á landi. Svæði 03 Óveðursaðstoð. Verðmætabjörgun. Svæði 18 Hringt var í formann og sagt að klæðning á neðstu blokkinni í Heiðargerðinu væri farinn að losna. Strax var hafist handa við að redda vinnuvél til að komast upp á þakið á blokkinni. Verðmætabjörgun. Svæði 02 F3 Óveðuraðstoð. Aðstoð á landi. Svæði 02 Óveðursaðstoð Í Reykjanesbæ. Aðstoð á landi. Svæði 02 Aðstoð á landi. Svæði 02


Yfirlit eftir dagsetningum

21.1.2010 17:08 Óveður. Verðmætabjörgun. Svæði 02 21.1.2010 17:19 Óveður höfuðborgarsvæði. Aðstoð á landi. Svæði 01 21.1.2010 17:26 Friðrik á Hótel Rangá hringir í Svan og óskar eftir aðstoð vegna bárujárns sem liggur skammt frá hótelinu og er byrjað að fjúka. Verðmætabjörgun. Svæði 16 21.1.2010 18:12 Óveður. Aðstoð á landi. Svæði 02 21.1.2010 19:35 Óveðursútkall á Patreksfirði. Aðstoð á landi. Svæði 06 21.1.2010 20:35 Óveðursaðstoð á Akranesi. Aðstoð á landi. Svæði 04 22.1.2010 09:51 Leit í botni Hvalfjarðar. Leit að týndri persónu. Fjölsvæða aðgerð 24.1.2010 14:58 Fastur bíll milli Hruna og Sólheima. Aðstoð á landi. Svæði 03 25.1.2010 04:40 Andvari á höfuðborgarsvæðinu. Aðstoð á landi. Svæði 01 25.1.2010 15:25 Bíll í á. Umferðarslys. Svæði 10 25.1.2010 17:11 Hvassviðri í Eyjafjarðarsveit. Annað. Svæði 11 27.1.2010 13:08 Vélarvana bátur við Hópsnes. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 02 27.1.2010 17:33 tjörupappi að fjúka í Sælundi á Bíldudal. Aðstoð á landi. Svæði 06 29.1.2010 21:43 Kl. 11:15 fór björgunarskipið Björg úr höfn á Rifi til aðstoðar við Litla-Hamar SH sem var með bilaðan skrúfubúnað 15 sml NV út af Rifi. Komið var að bátnum og hann tekinn í tog kl. 12:45. Veður var gott SA 4. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 05 30.1.2010 13:14 Fólk í sprungu. Björgun. Fjölsvæða aðgerð 31.1.2010 05:06 Unglingur skilaði sér ekki heim eftir partí. Leit að týndri persónu. Svæði 01 31.1.2010 11:16 Bátur dottinn úr STK 18 sml NNV af Garðskaga. Leit á hafsvæði. Svæði 02 31.1.2010 15:56 Leit að ungum dreng í Grundarfirði. Leit að týndri persónu. Svæði 5

Febrúar

7.2.2010 17:59 7.2.2010 20:25 9.2.2010 04:30 9.2.2010 10:47 11.2.2010 22:06 12.2.2010 15:35 12.2.2010 16:11 12.2.2010 16:39 12.2.2010 17:39 14.2.2010 12:41 14.2.2010 14:05 14.2.2010 14:49

Lóðsferð í INDIAN REEFER 109 metra frystiskip. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Bíll fastur á Reykjaströnd. Aðstoð á landi. Svæði 10 Bíll fastur í Ólafsfjarðarmúla. Aðstoð á landi. Svæði 11 Fastur bíll við sumarbústað við Eystri Rangá. Aðstoð á landi. Svæði 16 Bíll fastur í Barká, um 1 km norðan við Baugasel í Barkárdal. Aðstoð á landi. Svæði 11 Fastur bíll í Jökullóni. Aðstoð á landi. Svæði 16 Týnt barn í Reykjanesbæ. Leit að týndri persónu. Fjölsvæða aðgerð Lóðsferð í Frystiskipið SILVER HORN. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Útkall Rauður, báts saknað. Leit á hafsvæði. Svæði 13 Fastur bíll. Aðstoð á landi. Svæði 13 SILVER HORN aðstoðuð frá bryggju. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Bátur dreginn í land. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 12 Fastur bíll á Þórsmerkurleið. Aðstoð á landi. Svæði 16 Bíll fastur í Sólheimaheiði í Mýrdal. Aðstoð á landi. Svæði 16 Fastur bíll í Tindfjöllum. Aðstoð á landi. Svæði 16 Bíll út af við Neðra Vatnshorn. Aðstoð á landi. Svæði 09 Leki að trillu rétt fyrir utan Hafnarfjörð. Björgun. Svæði 01

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

4.2.2010 04:30 4.2.2010 12:14 4.2.2010 22:38 6.2.2010 14:47 6.2.2010 16:31

103


ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

14.2.2010 16:20 Aðstoða lögreglu í Ólafsfjarðarmúla. Aðstoð á landi. Svæði 11 14.2.2010 17:42 Leit að týndu fólki á vélsleða á Langjökli. Leit að týndri persónu. Fjölsvæða aðgerð 14.2.2010 18:00 Bíll útaf á Fagradal. Aðstoð á landi. Svæði 13 14.2.2010 19:00 Norðan andvari á höfuðborgarsvæðinu. Aðstoð á landi. Svæði 01 14.2.2010 20:29 Aðstoð milli Akureyrar og Dalvíkur. Aðstoð á landi. Svæði 11 14.2.2010 22:00 Bíla aðstoð. Aðstoð á landi. Svæði 10 15.2.2010 12:04 Bíll útaf Hlíðarfjallsvegi. Aðstoð á landi. Svæði 11 15.2.2010 12:57 Aðstoð við bíla á Fjarðarheiði. Aðstoð á landi. Svæði 13 15.2.2010 15:15 Flutningabíll útaf í Ljósavatnsskarði. Verðmætabjörgun. Svæði 12 15.2.2010 21:02 Leit að alzheimersjúklingi í Reykjavík. Leit að týndri persónu. Svæði 01 15.2.2010 23:28 Bíll útaf á Fjarðarheiði. Aðstoð á landi. Svæði 13 16.2.2010 20:53 Leit að týndri persónu. Leit að týndri persónu. Svæði 13 17.2.2010 20:14 Ljósagangur út með Tjörnesi. Annað. Svæði 12 19.2.2010 10:04 Aðstoð á Mývatni. Aðstoð á landi. Svæði 12 19.2.2010 10:05 Aðstoða bíl á Oddsskarði. Aðstoð á landi. Svæði 13 19.2.2010 10:30 Sokkinn bátur. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 08 20.2.2010 00:40 Eftirgrennslan. Aðstoð á landi. Svæði 10 20.2.2010 13:29 Slasaður hjólamaður í norðanverðu Svínaskarði. Aðstoð á landi. Svæði 01 21.2.2010 11:27 Bátur á reki við Viðey. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 01 21.2.2010 14:10 Bíll utan vegar í Seyðisfirði. Aðstoð á landi. Svæði 13 21.2.2010 16:05 Bíll útaf á Fjarðarheiði. Aðstoð á landi. Svæði 13 22.2.2010 16:18 Bíll utan vegar í Víkurskarði. Aðstoð á landi. Svæði 12

104


Öryggismál sjómanna í forgang

SKIPASKOÐANIR UM ALLT LAND Á SKIPUM OG BÁTUM

PANTANIR Á SKRIFSTOFU BSI Í SÍMA 414 4444 EÐA HJÁ ÚTTEKTARMÖNNUM Hálfdan Henrysson – GSM 840 0250, Vestur- og Suðurland Leifur Gunnarsson - GSM 898 4023, Vestmannaeyjar og Suðurland Grétar Örn Sigfinnsson - GSM 840 0252, Austurland Óli Austfjörð - GSM 840 0253, Norðurland Einnig er hægt að panta skoðun á www.ce.is Útgerðar- og sjómenn, setjum öryggismál sjómanna í forgang og látið skoðunarmenn með áratuga reynslu sjá um úttektir og skoðanir á ykkar skipum.

BSI Á ÍSLANDI EHF Skúlagötu 19 101 Reykjavík

BSI Á ÍSLANDI EHF

Sími: 414 4444 Fax: 414 4455 Netfang: info@bsiaislandi.is Vefslóð: www.ce.is

Faggild skoðunarstofa

Úttektir

·

Mat

·

Eftirlit

·

Skoðanir

·

Þjálfun

·

Vottun


22.2.2010 23:02 23.2.2010 03:50 23.2.2010 04:11 23.2.2010 11:43 23.2.2010 17:30 23.2.2010 20:00 23.2.2010 22:00 24.2.2010 08:29 24.2.2010 15:10 24.2.2010 16:59 24.2.2010 19:45 25.2.2010 05:40 25.2.2010 08:01 25.2.2010 08:05 25.2.2010 10:41 25.2.2010 14:17 25.2.2010 16:40 25.2.2010 17:46 25.2.2010 18:06 25.2.2010 18:10 25.2.2010 21:23 25.2.2010 21:53 26.2.2010 01:41 26.2.2010 17:56

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

26.2.2010 21:23 26.2.2010 21:30 26.2.2010 22:32 27.2.2010 06:54

27.2.2010 12:08 27.2.2010 17:02 27.2.2010 17:14 27.2.2010 17:29 27.2.2010 19:36 28.2.2010 06:06 28.2.2010 08:00 28.2.2010 16:10

106

Vélavana bátur út af Sandgerði. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 02 NOVA FRIESTIA aðstoðuð að bryggju. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Bíll útaf við bæinn Tjörn á Skaga. Aðstoð á landi. Svæði 09 Aðstoða lögreglu í Ólafsfjarðarmúla. Aðstoð á landi. Svæði 11 Fastur bíll á Hólasandi. Aðstoð á landi. Svæði 12 Aðstoð vegna óveðurs. Aðstoð á landi. Svæði 08 Fastur bíll á Klettshálsi. Aðstoð á landi. Svæði 06 Aðstoð við bíl við bæinn Vindhæli. Aðstoð á landi. Svæði 09 Fastur bíll við Kröfluvirkjun. Lögreglan á Húsavík hringir og tilkynnir um fastan bíl nálægt Kröfluvirkjun. Japanir þar á ferð á fólksbíl. Aðstoð á landi. Svæði 12 Fastur bíll á Hólasandi. Voru á leið frá Mývatnssveit til Húsavíkur. Aðstoð á landi. Svæði 12 Aðstoð í ófærð. Aðstoð á landi. Svæði 08 Aðstoð vegna ófærðar. Aðstoð á landi. Svæði 18 Ófærð í Sandgerði. Aðstoð á landi. Svæði 02 Aðstoð vegna ófærðar í Reykjanesbæ. Aðstoð á landi. Svæði 02 Aðstoð við vegfarendur í Vík. Aðstoð á landi. Svæði 16 Óveðursaðstoð. Aðstoð á landi. Svæði 02 Ófærð. Aðstoð á landi. Svæði 02 Aðstoð í Hveragerði. Aðstoð á landi. Svæði 03 Ófærðaraðstoð á Akranesi. Aðstoð á landi. Svæði 04 Óveðursaðstoð í Borgarnesi og nágreni. Aðstoð á landi. Svæði 04 Snjómokstur af húsþökum. Aðstoð á landi. Svæði 11 Aðstoð vegna snjókomu á Selfossi og nágrenni. Aðstoð á landi. Svæði 03 Fastur bíll. Aðstoð á landi. Svæði 02 F1 umferðarslys við Dalsmynni í Svínadal, maður á ísnum í Sléttuá. Björgun. Svæði 09 Aðstoð í ófærð. Aðstoð á landi. Svæði 08 Leit að stúlku í Reykjavik. Leit að týndri persónu. Svæði 01 Fastur bíll. Aðstoð á landi. Svæði 02 Að beiðni lögreglu, í gegnum 112, var bíll dreginn upp úr skafli í sk. „Verkfræðingi“ á Sléttu, einn maður í bílnum. Í aðgerð fóru tveir menn á einum bíl, aðgerð tók um klukkustund. Aðstoð á landi. Svæði 12 Jarðskjálfti í Chile. Náttúruhamfarir. Erlendis Bíll fauk útaf inn við Reynisfjall með sex manns. Verðmætabjörgun. Svæði 16 Aðstoð í ófærð. Aðstoð á landi. Svæði 08 Aðstoð við ökumenn vegna snjókomu á höfuðborgarsvæðinu. Aðstoð á landi. Svæði 01 Fastur bíll. Aðstoð á landi. Svæði 02 Aðstoða bíla á Hellisheiði. Aðstoð á landi. Svæði 03 Lóðsferð í CLIPPER LEANDER. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 NOVA FRIESIA aðstoðuð frá bryggju. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13



28.2.2010 17:00 Bíll utan vegar á Kjalarnesi. Aðstoð á landi. Svæði 01 28.2.2010 21:30 Óskað aðstoðar við að draga upp bíl sem hafði farið útaf ofan við Borgir í Þistilfirði, farið af stað kl. 21:35, aðgerð lokið kl. 23:00. Aðstoð á landi. Svæði 12 28.2.2010 22:30 Aðstoða bíl á Mosfellsheiði. Aðstoð á landi. Svæði 01

Mars 1.3.2010 20:39 2.3.2010 11:53 4.3.2010 02:02 4.3.2010 05:09 4.3.2010 18:40 5.3.2010 00:48

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

6.3.2010 15:50 6.3.2010 16:01 6.3.2010 17:00 6.3.2010 17:58 7.3.2010 10:25 7.3.2010 14:13 7.3.2010 22:40 8.3.2010 09:39 8.3.2010 14:53

108

Fastur bíll, hann losaður og farþegar keyrðir á Kálfsá. Voru að fara að sinna sauðfé. Aðstoð á landi. Svæði 11 Kona ofan í gjótu á milli Valahnúka og Húsafellsgjár. Björgun. Svæði 01 Aðstoð innanbæjar á Sauðárkróki. Aðstoð á landi. Svæði 10 Fastir bílar á Fjarðarheiði. Aðstoð á landi. Svæði 13 Bíll fastur á Hálfdán. Aðstoð á landi. Svæði 06 Leit að vistmanni á dvalarheimilinu Ási. Leit að týndri persónu. Fjölsvæða aðgerð Sigling með nemendur smáskipanáms. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Útkall F2 Gulur þakplötur að fjúka í Sandgerði. Aðstoð á landi. Svæði 02 Maður fótbrotinn í Fannardal. Aðstoð á landi. Svæði 13 Þakplötur að fjúka af salthúsi Samherja. Aðstoð á landi. Svæði 11 Leit að gúmmíbjörgunarbát norður af Sandgerði. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 02 Fastur bíll í Krossá með 6 mönnum innanborðs. Aðstoð á landi. Svæði 16 Leit að báti við Viðey. Leit á hafsvæði. Svæði 01 Bátur í háska. Leit á hafsvæði. Svæði 06 Leit á golfvellinum við Bifröst. Leit að týndri persónu. Fjölsvæða aðgerð


Dreifnám Tækniskólans fyrir framsækna nemendur Byggingatækniskólinn • Húsasmíði • Húsgagnasmíði • Málun • Tækniteiknun

Meistaraskólinn • Allar iðngreinar

Fjölmenningarskólinn • Íslenska fyrir nýbúa

Rekstur og stjórnun í atvinnulífinu

Lýsingarfræði • Tveggja anna nám

í samvinnu við Háskólann í Reykjavík

Almennur rekstur og stjórnun Flugrekstrarfræði • Útvegsrekstrarfræði • Framhaldsnám í rekstrarfræði •

Raftækniskólinn • Grunnnám raf iðna • Raf virkjun • Raf veituvirkjun • Rafeindavirkjun Skipstjórnarskólinn • Smáskiparéttindi • Skipstjórnarnám

Nánari upplýsingar og innritun á tskoli.is

Upplýsingatækniskólinn • Grunnnám upplýsinga- og f jölmiðlagreina Véltækniskólinn • Vélstjórn 750 Kw réttindi • Rafvirkjun fyrir vélfræðinga

www.tskoli.is


Bátar í vandræðum úti fyrir Gróttu. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 01 Bílar í vandræðum. Aðstoð á landi. Svæði 11 Hættustig lítið, flug, KEF. Björgun. Svæði 02 Aðstoð við sjúkraflutningamenn. Aðstoð á landi. Svæði 02 Bíll fastur á Kerlingarskarði. Aðstoð á landi. Svæði 05 Leit í Kópavogi. Leit að týndri persónu. Svæði 01 Leit að manni í sjó. Leit að týndri persónu. Svæði 13 Skíðagöngumaður sóttur í Laugarfell. Aðstoð á landi. Svæði 11 Bilað stýri á báti við Kópavogshöfn. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 01 Lóðsferð í BRO GLORY. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Fastur bíll á Vigdísarvallarleið. Aðstoð á landi. Svæði 02 Átta ára stúlka týnd í Breiðholti. Leit að týndri persónu. Svæði 01 Skíðamaður sóttur í Laugarfell. Aðstoð á landi. Svæði 11 Aðstoð í ófærð. Aðstoð á landi. Svæði 08 Aðstoð í ófærð. Aðstoð á landi. Svæði 08 Kl. 16:00 fóru tveir Lífsbjargarmenn á Fordinum á Jökulháls til að aðstoða ferðamenn sem voru fastir í drullu á bíl sínum. Voru þeir búnir að losa bílinn þegar að var komið. Aðstoð á landi. Svæði 05 21.3.2010 00:52 Gos í Eyjafjallajökli. Náttúruhamfarir. Fjölsvæða aðgerð 22.3.2010 11:34 Björgunarsveitin Ísólfur aðstoðar þrjá bíla á Fjarðarheiði. Aðstoð á landi. Svæði 13 22.3.2010 13:00 Aðstoða bíla á Fjarðarheiði. Aðstoð á landi. Svæði 13 22.3.2010 16:00 Gámur að fjúka við Króktún. Verðmætabjörgun. Svæði 16 22.3.2010 16:53 Þak að fjúka. Aðstoð á landi. Svæði 06 22.3.2010 17:50 F3 Grænn fastur bíll. Aðstoð á landi. Svæði 02 22.3.2010 18:38 Aðstoð, fastur bíll. Aðstoð á landi. Svæði 07 22.3.2010 18:46 Þak að fjúka í Reynishverfi. Verðmætabjörgun. Svæði 16 22.3.2010 21:19 F3 Grænn. Fyrirbyggjandi aðgerð. Aðstoð á landi. Svæði 06 23.3.2010 07:59 Óveðursaðstoð, þak að fjúka í Mýrdal. Aðstoð á landi. Svæði 16 23.3.2010 09:39 Athuga með rekald úti fyrir Hvaleyri. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 01 23.3.2010 11:47 Þakgluggar að fjúka af Húskörlum við Ormsvöll á Hvolsvelli. Aðstoð á landi. Svæði 16 23.3.2010 13:32 Þak að fjúka af fjárhúsi á Brekkum III. Verðmætabjörgun. Svæði 16 24.3.2010 15:24 Bíll fastur í Skógá. Aðstoð á landi. Svæði 16 24.3.2010 15:57 Bíll fastur á Oddsskarði. Aðstoð á landi. Svæði 13 25.3.2010 14:28 Vélarvana bátur. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 02 25.3.2010 16:50 Aðstoð, fastur bíll. Aðstoð á landi. Svæði 07 25.3.2010 16:50 Aðstoð v/fastur bíll. Aðstoð á landi. Svæði 10 26.3.2010 03:05 Strand við Héðinshöfða. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 10 26.3.2010 07:43 Verðmætabjörgun. Verðmætabjörgun. Svæði 13 26.3.2010 22:00 Vettvangur Fimmvörðuháls og Þórsmörk. Náttúruhamfarir. Fjölsvæða ­aðgerð

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

10.3.2010 19:37 11.3.2010 22:43 12.3.2010 14:15 13.3.2010 15:33 13.3.2010 16:03 14.3.2010 02:03 14.3.2010 04:36 18.3.2010 10:35 18.3.2010 17:09 19.3.2010 10:40 19.3.2010 17:23 19.3.2010 17:33 19.3.2010 20:48 20.3.2010 19:34 20.3.2010 21:17 20.3.2010 22:07

110


RáðstefnuR og veisluhöld Við leggjum okkur fram við að bjóða bestu og tæknilega fullkomnustu ráðstefnuaðstöðu á landinu. . Fyrirmyndaraðstaða fyrir allt að 10 – 470 manna ráðstefnur. . 14 funda- og veislusalir fyrir stórar sem smáar veislur. . Frábær aðstaða fyrir stórsýningar, fjarfundi og beinar útsendingar.

Við leysum málið upplifðu fagmennsku í ráðstefnu- og veisluhöldum.

Grand Hótel Reykjavík / Sigtún 38 / 105 Reykjavík / Sími: 514 8019 / Fax: 5148030 / radstefnur@grand.is / www.grand.is


27.3.2010 14:52 Lögreglan á Húsavík hringir og tilkynnir um fastan bíl í grennd við Kröfluvirkjun. Útlendingar á ferð. Aðstoð á landi. Svæði 12 27.3.2010 16:54 Flugóhapp á Fimmvörðuhálsi, flutningur á mönnum frá RNF. Aðstoð á landi. Svæði 01 27.3.2010 16:55 Aðstoð á Þröskuldum. Aðstoð á landi. Svæði 08 27.3.2010 21:18 Aðstoð á Fjarðarheiði. Aðstoð á landi. Svæði 13 28.3.2010 03:00 Bíll útaf á Fagradal. Aðstoð á landi. Svæði 13 28.3.2010 20:30 Aðstoð á Fjarðarheiði. Aðstoð á landi. Svæði 13 28.3.2010 20:39 Bíll utan vegar í Ólafsfjarðarmúla. Aðstoð á landi. Svæði 11 28.3.2010 20:55 Fara með menn og varahluti um borð í Venus HF 519, frá Sandgerði. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 02 29.3.2010 18:48 Tveir bílar fastir austur á sandi, byrjað að flæða að þeim. Aðstoð á landi. Svæði 11 29.3.2010 22:37 Beiðni frá lögreglunni um að aðstoða fastan bíl í Þórólfsá. Aðstoð á landi. Svæði 16 30.3.2010 18:22 Fastur bíll í Sandvík, Reykjanesi. Aðstoð á landi. Svæði 02 30.3.2010 19:00 Farið með tvo menn um borð í Venus HF 519. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 02 31.3.2010 15:50 Bílslys við Höfða. Umferðarslys. Svæði 12 31.3.2010 18:28 Bátur dottinn úr ferilvöktun. Leit á hafsvæði. Fjölsvæða aðgerð

Apríl 1.4.2010 04:03 1.4.2010 16:12 1.4.2010 21:37 1.4.2010 22:40 1.4.2010 23:14 1.4.2010 23:39 2.4.2010 18:10

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

2.4.2010 21:30 2.4.2010 22:50 2.4.2010 22:51 2.4.2010 23:05 3.4.2010 00:30 3.4.2010 00:37 3.4.2010 01:20 3.4.2010 02:14

112

Aðstoð í ófærð. Aðstoð á landi. Svæði 08 Lítil flugvél brotlenti við S.-Langholt í Hrunamannahreppi. Björgun. Svæði 03 Ná í bát sem rak frá landi í Purkey. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 05 Farið frá Sandgerði út í Þerney RE 101 með varahluti. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 02 Aðstoð við bíl. Aðstoð á landi. Svæði 09 Leit innanbæjar á Akureyri. Leit að týndri persónu. Svæði 11 Velsleðaslys. Farþegi féll af vélsleða í Aðaldal, og slasaðist. Aðgerðir gengu vel, hlúð var að hinni slösuðu, meðan beðið var eftir sjúkraflutningsmönnum. Bera þurfti sjúklinginn töluverðan spöl í sjúkrabíl. Umferðaróhapp. Umferðarslys. Svæði 12 Lóðsferð í Clipper Leander. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Aðstoð vegna ófærðar á Þverárfjalli. Aðstoð á landi. Svæði 10 Bílar fastir í snjóflóði úti í Múla. Aðstoð á landi. Svæði 11 Bílar fastir á Siglufjarðarvegi. Aðstoð á landi. Svæði 10 Slösuð kona við Morinsheiði. Björgun. Fjölsvæða aðgerð Aðstoða bíla á Víkurskarði. Um 15 bílar eru þar í vandræðum. Aðstoð á landi. Fjölsvæða aðgerð Bíll útaf við Húnaver. Aðstoð á landi. Svæði 09 Ljós á Breiðafirði fyrir sunnan Flatey í átt að Bjarneyjum. Leit á hafsvæði. Svæði 05


Can-am fjórhól eru traust í erfiðum aðstæðum Can-Am fjórhjólin fást í Ellingsen. Þau eru þrautreynd við íslenskar aðstæður. Sölumenn í verslun okkar taka vel á móti þér.

REYKJAVÍK Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 Opið mánud.–föstud. 10–18 • laugard. 10–16 • ellingsen.is

– FULLT HÚS ÆVINTÝRA


ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

3.4.2010 11:20 3.4.2010 15:10 4.4.2010 00:57 4.4.2010 02:38 4.4.2010 13:00 4.4.2010 15:45 4.4.2010 17:03 4.4.2010 19:02 5.4.2010 12:53 5.4.2010 14:26 5.4.2010 16:46 5.4.2010 17:59 5.4.2010 18:13 5.4.2010 19:30 5.4.2010 21:18 5.4.2010 21:46 5.4.2010 22:05 5.4.2010 22:38 5.4.2010 22:48 5.4.2010 23:30 6.4.2010 00:15 6.4.2010 00:26 6.4.2010 00:43

114

Aðstoða fastan bíl á Krísuvíkurbjargi. Aðstoð á landi. Svæði 03 Aðstoð við bíl. Aðstoð á landi. Svæði 10 Vélsleðamenn slösuðust við að aka fram af hengju. Björgun. Svæði 08 Fastur bíll í Langadal. Aðstoð á landi. Svæði 09 Aðstoða fastan bíl á Öxi. Aðstoð á landi. Svæði 13 Bíll útaf. Aðstoð á landi. Svæði 10 Bíll fastur. Aðstoð á landi. Svæði 10 Bíll útaf í Langadal. Aðstoð á landi. Svæði 09 Aðstoða ferðafólk á bensínlausum bíl. Aðstoð á landi. Svæði 13 Aðstoð við bíla á Fjarðarheiði. Aðstoð á landi. Svæði 13 Hestar niður um ís. Björgun. Svæði 12 Bílar fastir á Hólasandi. Björgun. Svæði 12 Aðstoð við sleðamann. Aðstoð á landi. Svæði 10 Aðstoð við bíl á Skagastrandarvegi. Aðstoð á landi. Svæði 09 Bílar útaf í Langadal. Aðstoð á landi. Svæði 09 Snjóflóð. Aðstoð á landi. Svæði 10 Aðstoð á Steingrímsfjarðarheiði. Aðstoð á landi. Svæði 08 Aðstoð við sjúkrabíl. Aðstoð á landi. Svæði 09 Bíll útaf á Siglufjarðarvegi. Aðstoð á landi. Svæði 10 Aðstoða fasta bíla á Vatnsskarði. Aðstoð á landi. Svæði 10 Aðstoð við bíl í Langadal. Aðstoð á landi. Svæði 09 Bíll fastur í Múlanum. Aðstoð á landi. Svæði 11 Bíll fastur við Gljúfurá. Aðstoð á landi. Svæði 09


Ríki Vatnajökuls - ferðaþjónustu-, matvæla- og menningarklasi Suðausturlands býður upp á einstaka upplifun allan ársins hring. • • • •

Girnilegur matur úr héraði Mikið úrval gistingar Fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar Gestrisni heimamanna

Nánari upplýsingar á www.visitvatnajokull.is


6.4.2010 01:07 6.4.2010 01:07 6.4.2010 01:20 6.4.2010 02:12 6.4.2010 15:00 6.4.2010 17:45 6.4.2010 20:47 7.4.2010 02:53 7.4.2010 10:00 7.4.2010 16:05 7.4.2010 17:15 7.4.2010 19:11 7.4.2010 21:11 10.4.2010 11:30 10.4.2010 13:00 10.4.2010 13:15 10.4.2010 15:59 10.4.2010 20:38

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

10.4.2010 22:11 11.4.2010 09:53 11.4.2010 14:56 12.4.2010 13:32 12.4.2010 15:22 13.4.2010 13:23 14.4.2010 17:15 15.4.2010 17:15 15.4.2010 20:08 16.4.2010 16:03 16.4.2010 22:30 17.4.2010 13:47 17.4.2010 16:19 18.4.2010 05:35 18.4.2010 17:12 18.4.2010 19:15 19.4.2010 14:02 20.4.2010 11:23 20.4.2010 11:55 21.4.2010 03:45 21.4.2010 08:49 21.4.2010 11:30

116

Aðstoð á svæði 11. Aðstoð á landi. Svæði 11 Bílar fastir í snjóflóði í Ólafsfjarðarmúla. Aðstoð á landi. Svæði 11 Leit að bíl með þremur einstaklingum. Leit að týndri persónu. Fjölsvæða aðgerð Bíll fastur í Skriðunum. Aðstoð á landi. Svæði 10 Aðstoða bíl á Öxi. Aðstoð á landi. Svæði 13 Bíll fastur í snjó. Aðstoð á landi. Svæði 06 Aðstoð vegna útafkeyrslu í Langadal. Aðstoð á landi. Fjölsvæða aðgerð Leit að stúlku sem hvarf frá Lýsuhóli. Leit að týndri persónu. Fjölsvæða aðgerð Bátur dottinn út úr tilkynningaskyldu út af Sandvík. Leit á hafsvæði. Svæði 13 Maður fastur í drullu upp í mitti sunnan við Gilsá. Aðstoð á landi. Svæði 16 Snjósleði féll niður um vök. Aðstoð á landi. Svæði 11 Fastur bíll á Þórsmerkurleið. Aðstoð á landi. Svæði 16 Leit í Esju. Leit að týndri persónu. Svæði 01 Leit að bíl. Leit að týndri persónu. Svæði 02 Fastur bílaleigubíll við Sigöldu. Aðstoð á landi. Svæði 16 Leit að konu í Reykjavík. Leit að týndri persónu. Svæði 01 Leit að báti við Hornbjarg. Leit á hafsvæði. Svæði 07 Bílar fastir nálægt Hrolleifsborg á Drangajökli. Aðstoð á landi. Fjölsvæða ­aðgerð Fjárhús fokið niður að þjóðvegi. Aðstoð á landi. Svæði 11 Aðstoð við bændur í Vatnsdal. Aðstoð á landi. Svæði 09 F1 Rauður, slys í Grímannsfelli. Björgun. Svæði 01 Fastur bíll í Ásbrandsá. Aðstoð á landi. Svæði 03 Eldur í báti við Látrabjarg. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 06 Flugvél með eiturgufur. Annað. Fjölsvæða aðgerð Lóðsferð í Brovig Viento. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Náð í lóðs úr Brovig Viento. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Aðstoð vegna flóðs í Markarfljóti. Náttúruhamfarir. Fjölsvæða aðgerð Bíll útaf á Siglufjarðarvegi. Aðstoð á landi. Svæði 10 Bíll með kerru útaf á Öxnadalsheiði. Aðstoð á landi. Svæði 11 Bíll útaf á Fljótsheiði. Aðstoð á landi. Svæði 12 Týndur maður frá Esjumelum. Leit að týndri persónu. Fjölsvæða aðgerð Lóðsferð í ALMA 97 metra Frystiskip. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Bíll fastur við Hlöðufell. Aðstoð á landi. Svæði 03 Ná í lóðs úr Frystiskipinu ALMA. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Aðstoð á Fjarðarheiði. Aðstoð á landi. Svæði 13 Vélarvana bátur utan við Sandgerðishöfn. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 02 Maður slasaður á fæti. Annað. Svæði 01 Bíll útaf. Aðstoð á landi. Svæði 10 Vélarvana bátur norður af Garðskaga. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 02 Aðstoða tvær rútur á Fjarðarheiði. Aðstoð á landi. Svæði 13


HNOTSKÓGUR grafísk hönnun

• Ísnet Akureyri - Fiskitangi • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28

Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets:

Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is

www.isfell.is

...Hafðu samband við sölumenn okkar og fáðu allar upplýsingar

Allur helsti björgunarbúnaður til sjós og lands...


21.4.2010 16:37 22.4.2010 00:25 22.4.2010 06:43 22.4.2010 21:30 23.4.2010 00:00 24.4.2010 12:00 24.4.2010 13:07 24.4.2010 17:22 25.4.2010 22:54 26.4.2010 00:28

Önnur aðstoð á Fjarðarheiði. Aðstoð á landi. Svæði 13 Ingólfsfjall, kona í andnauð. Aðstoð á landi. Svæði 03 Aðstoð vegna sinubruna í Vigur. Aðstoð á landi. Svæði 07 Draga upp bíl á Mýrdalssandi. Aðstoð á landi. Svæði 16 Eldgos í Eyjafjallajökli. Náttúruhamfarir. Fjölsvæða aðgerð Slys í íþróttamiðstöðinni á Kjalarnesi. Annað. Svæði 01 Aðstoð vegna sinubruna. Aðstoð á landi. Svæði 15 Slasaður maður í Skarðsheiði. Björgun. Svæði 04 Aðstoð á landi. Aðstoð á landi. Svæði 02 Fastur bíll á Hólasandi. Neyðarlínan hringir og tilkynnir um fastan bíl á ­Hólasandi. Taldi sig vera um 15 km frá Mývatnssveit. Aðstoð á landi. Svæði 12 28.4.2010 12:56 Ná þremur beljum úr haughúsi á Litlu-Ásgeirsá. Aðstoð á landi. Svæði 09 28.4.2010 20:16 Fastur bíll á Lágheiði. Aðstoð á landi. Svæði 11 29.4.2010 01:43 Neyðarblys við Akurey. Leit á hafsvæði. Svæði 01

Maí 1.5.2010 16:45 2.5.2010 13:30 2.5.2010 15:07 3.5.2010 20:56 4.5.2010 12:46 5.5.2010 13:58 5.5.2010 18:21

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

5.5.2010 22:23 6.5.2010 03:30 6.5.2010 05:23 6.5.2010 10:45 6.5.2010 20:54 7.5.2010 02:00 7.5.2010 13:31 8.5.2010 17:40 10.5.2010 08:05 10.5.2010 15:32 10.5.2010 21:32 11.5.2010 10:24 11.5.2010 11:11 12.5.2010 20:06 13.5.2010 12:26 14.5.2010 13:38

118

Slys við Miðfellstind. Björgun. Fjölsvæða aðgerð Náð í krakka í Barðsnes. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Bíll fastur í Langavatnsdal. Aðstoð á landi. Svæði 04 Bátur dottinn úr skyldu í Loðmundarfirði. Leit á hafsvæði. Svæði 13 Farið í eftirlitsferð í Vigur. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 15 Bátur dottinn úr skyldu 22 sml NV af Garðskaga. Leit á hafsvæði. Fjölsvæða aðgerð Neyðarlínan sendir SMS um bíl fastan á Hólsfjallavegi 11 km frá þjóðvegi 1. Þrír Spánverjar á ferð í bílaleigubíl. Aðstoð á landi. Svæði 12 Aðstoð við unglinga á kajak. Aðstoð á landi. Svæði 10 Clipper Leander aðstoðað að bryggju. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Leit að manni í Reykjavík. Leit að týndri persónu. Fjölsvæða aðgerð Ná í lóðs úr Clipper Leander. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Fastur bíll milli Hrunakróks og Laxárdals. Aðstoð á landi. Svæði 03 Leit að báti frá Grindavík. Leit að týndri persónu. Svæði 02 Öskufall Skaftárhreppur/Mýrdalshreppur. Náttúruhamfarir. Fjölsvæða aðgerð Wilson Cork aðstoðað að bryggju. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Vélarvana bátur. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 01 Maður á svifvæng lenti í klettum vestan megin í Ingólfsfjalli. Björgun. Svæði 03 Móttaka á þyrlu. Aðstoð á landi. Svæði 09 Vélarvana bátur. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 12 Leki að bát NV af Gróttu. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 01 Flugvél í vandræðum vestur af Reykjanesi. Björgun. Svæði 02 Verðmætabjörgun, flutningabíll valt. Verðmætabjörgun. Svæði 06 Eldur í skipi N af Skaga. Aðstoð á hafsvæði. Fjölsvæða aðgerð



14.5.2010 16:17 15.5.2010 08:26 15.5.2010 12:25 15.5.2010 16:23 15.5.2010 17:48 16.5.2010 14:52 16.5.2010 15:24 16.5.2010 16:12 16.5.2010 17:23 17.5.2010 11:38 19.5.2010 10:52 19.5.2010 13:45

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

19.5.2010 21:53 20.5.2010 11:15 20.5.2010 12:56 20.5.2010 14:26 20.5.2010 19:26 20.5.2010 21:38 21.5.2010 20:06 22.5.2010 08:40 22.5.2010 10:52 22.5.2010 16:42

120

Sóttur fastur bíll inn að Sigöldu. Aðstoð á landi. Svæði 16 Öskuhreinsun í Mýrdalshreppi. Annað. Svæði 16 Mótorhjólaslys á Skarðsheiði. Björgun. Svæði 04 Seglskúta með í skrúfunni. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 01 Torkennilegur hlutur í sjó (rekaviður). Leit á hafsvæði. Svæði 13 Slys í Esju. Björgun. Svæði 01 Vélarvana bátur við Hafnarfjarðarhöfn. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 01 Eldur í sumarbústað í Kjós. Aðstoð á landi. Svæði 01 Leit að manni í Vík. Leit að týndri persónu. Svæði 16 Leit innanbæjar á Akureyri. Leit að týndri persónu. Svæði 11 F1 Rauður, Staðarberg, 6 tonna bátur vélarvana. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 02 Sækja bát sem var með í skrúfunni út af Vatnsleysuströnd. Verðmætabjörgun. Svæði 02 Aðstoð við göngufólk í Esju. Aðstoð á landi. Svæði 01 Leit. Leit á hafsvæði. Svæði 06 Bátur með bilaða vél í mynni Hvalfjarðar. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 01 Fastur bíll í sandfjöru. Verðmætabjörgun. Svæði 12 Leit við Akranes. Leit á hafsvæði. Svæði 04 Vélarvana bátur við Gróttu. Björgun. Svæði 01 Aðstoða vélarvana bát. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 01 Öskuhreinsun við Skóga. Náttúruhamfarir. Svæði 01 Slasaður maður við Vífilsfell. Björgun. Svæði 01 Bátur lokar rampi í Kópavogshöfn. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 01


FA J

Olex

STENTOFON

NÝTT

VHF Hand talstöð með GPS og plotter

Talstöðvar með FM útvarpi

GPS með Íslandskorti og snertiskjá

Hand talstöð við hjálm NÝTT

Flak

GPS með Íslenskum skjátexta og Íslandskorti

AIS með skjá

HDS í slöngubáta. Bylting við leit að flökum/netum og öðru sem liggur á botninum

Botn Net

Dekk á botninum

Bryggja

FRIÐRIK A. JÓNSSON EHF Akralind 2 - 201 Kópavogi - Sími: 552-2111 - Netfang: faj@faj.is - www.faj.is


22.5.2010 23:38 23.5.2010 02:06 23.5.2010 21:14 24.5.2010 17:59 24.5.2010 17:59 24.5.2010 21:58 25.5.2010 13:00 27.5.2010 12:34 27.5.2010 22:34

27.5.2010 22:48 28.5.2010 22:23 28.5.2010 23:30 29.5.2010 11:03 29.5.2010 13:32 30.5.2010 07:35 30.5.2010 13:19

30.5.2010 21:16 31.5.2010 03:01 31.5.2010 11:44 31.5.2010 16:47

Eldur í vörubíl rétt sunnan Hvalfjarðarganga. Aðstoð á landi. Svæði 01 Maður í sjónum Í Stykkishólmi. Björgun. Svæði 05 Fastur bíll við Landmannalaugar. Aðstoð á landi. Svæði 16 Sækja slasaðan sjómann. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 02 Vélarvana bátur í Skerjafirði. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 01 Aðstoð við fastan bíl á Sylgjujökli. Annað. Svæði 01 Vélarvana bátur í Vogahöfn. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 02 Björgun úr sjó. Björgun. Svæði 02 Fótbrotinn vélhjólamaður í Mývatnssveit. Beðið um aðstoð við að hlúa að fótbrotnum vélhjólamanni sem var í gryfjunum við jarðböðin. Umferðarslys. Svæði 12 Tveir Hollendingar týndir við Skálafell. Leit að týndri persónu. Svæði 15 Stangveiðibátur datt út úr sjálfvirkri skyldu tvær sjómílur norðvestur af Deild. Leit á hafsvæði. Svæði 07 Bátur datt út úr tilkynningarskyldu. Leit á hafsvæði. Svæði 07 Vélarvana bátur á Eyjafirði. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 11 Athugað með bát í Jökulfjörðum. Leit að týndri persónu. Svæði 07 Eldur í Fellabakaríi. Aðstoð á landi. Svæði 13 Bátur með í skrúfu við Flatey. Bátur fékk í skrúfuna við Flatey og óskar eftir kafara til að skera úr. Fjögurra manna áhöfn lögð af stað á Jóni Kjartans. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 12 Leit að erlendum ferðamanni. Leit að týndri persónu. Svæði 13 Erlendir ferðamenn í vandræðum á Þorbirni. Aðstoð á landi. Svæði 02 Aðstoð við hafnarverði. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 02 Fastur bíll á Meðallandsvegi. Aðstoð á landi. Svæði 16

Júní

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

1.6.2010 16:15 1.6.2010 18:46 1.6.2010 22:58

2.6.2010 09:33 2.6.2010 10:14 2.6.2010 15:23 3.6.2010 04:20 3.6.2010 06:51

3.6.2010 11:04

122

Fastur bíll sunnan við Svartárkot í Bárðardal. Aðstoð á landi. Svæði 12 Fastur bíl við Selatanga. Aðstoð á landi. Svæði 02 Bs. Björg Rifi aðstoðar Blómfríði SH. Farið var úr Rifshöfn kl. 20:35 til aðstoðar skipinu Blómfríði SH sem hafði fengið rækjutrollið í skrúfuna. Komið var að skipinu þar sem það var á reki 30 sml SV af Öndverðarnesi kl. 23:06, í 15 m/s. Farið var með það í Ólafsvíkurhöfn en í Rifshöfn var komið kl. 07:20. Sex manns voru í áhöfn á b/b Björg. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 05 Þórdís GK vélarvana. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 02 Bátur dottinn út úr tilkynningaskyldu. Leit á hafsvæði. Svæði 13 Sækja bát út af Deild. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 07 Clipper Leander aðstoðað að bryggju. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Bs. Björg Rifi nær í Særúnu SH. Skipstjóri á strandveiðibátnum Særúnu SH óskar eftir að verða dreginn í land, en hann er staddur á Flákanum 16 sml NV af Rifi. Grunur um bilun í sjódælu við vél. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 05 Vélarvana bátur úti við Skalla. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 09



Náð í lóðs úr Clipper Leander. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Fastur bíll á Lakavegi. Aðstoð á landi. Svæði 16 Bíll á hvolfi í höfninni í Ólafsfirði. Björgun. Svæði 11 Kafari í vandræðum í Þingvallavatni. Björgun. Svæði 03 Leit að þriggja ára strák í Hveragerði. Leit að týndri persónu. Svæði 03 Bíll fastur við Hafið bláa. Aðstoð á landi. Svæði 03 Náð í lóðs úr ORATANK. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Vélarvana bátur út af Austfjörðum. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Aðstoð við bát. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 02 Sauðfé í sjálfheldu. Aðstoð á landi. Svæði 02 F2 Gulur, tveir bátar vélarvana við Reykjanes. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 02 Maður hrapaði í Látrabjargi. Björgun. Fjölsvæða aðgerð Vélarvana bátur. Björgun. Svæði 02 Strand. Björgun. Svæði 02 Að beiðni lögreglu var farið til aðstoðar tveimur Frökkum sem voru komnir út af veginum á bíl sínum einhvers staðar í námunda við Gufuskála. Farið var af stað kl. 12:30 og var farið alla leið að Dagverðará og leitað alla slóða á Nesinu. Var ákveðið í samráði við lögreglu að láta gott heita og fara heim þar sem sennilegt þótti að þeim hefði verið hjálpað upp á veginn aftur og þeir farnir. Þrír félagar úr bjsv. Lífsbjörg tóku þátt og komið aftur í hús kl. 15:30. Aðstoð á landi. Svæði 05 10.6.2010 06:43 Vélarvana bátur. Björgun. Svæði 02 10.6.2010 06:54 Leit að manni í Landbroti. Leit að týndri persónu. Fjölsvæða aðgerð

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

3.6.2010 14:50 4.6.2010 17:36 6.6.2010 02:20 6.6.2010 18:07 6.6.2010 18:39 7.6.2010 13:37 7.6.2010 17:30 8.6.2010 12:57 8.6.2010 15:36 8.6.2010 20:20 9.6.2010 16:00 9.6.2010 16:35 9.6.2010 17:13 9.6.2010 17:42 9.6.2010 20:18

124


Yfirlit eftir dagsetningum

Fastur bíll við Húsafell. Aðstoð á landi. Svæði 04 Ná í fastan bíl í Núpahrauni. Leit að týndri persónu. Svæði 16 Vélarvana bátur út af Skagaströnd. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 09 Aðstoða við að koma rafmagnskapli yfir Gígjukvísl. Aðstoð á landi. Svæði 16 Maður í vandræðum. Aðstoð á landi. Svæði 10 Bátur datt út úr tilkynningaskyldu út af Deild. Leit á hafsvæði. Svæði 07 F3 Grænn, aðstoða ferðamenn. Aðstoð á landi. Svæði 02 Draga bíl á leið að Sólheimaskriðjökli. Annað. Svæði 16 Vélhjólafólk í vandræðum. Aðstoð á landi. Svæði 12 F3 Grænn Bíll fastur í Sandvík. Aðstoð á landi. Svæði 02

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

10.6.2010 13:05 10.6.2010 14:49 10.6.2010 15:15 11.6.2010 11:35 11.6.2010 22:42 12.6.2010 13:38 12.6.2010 15:54 12.6.2010 23:07 13.6.2010 11:30 13.6.2010 12:35

125


ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

13.6.2010 16:01 Fastur bíll á leið inn að Sólheimaskriðjökli. Leit að týndri persónu. Svæði 16 13.6.2010 20:23 F3 bíll fastur við Hólmavatn, Arnarvatnsheiði. Aðstoð á landi. Svæði 09 14.6.2010 10:40 Landhelgisgæslan óskar eftir aðstoð vegna vélarvana smábáts norðaustur af Skrúði. Björgunarbáturinn Hafdís SU hélt af stað á vettvang, en aðstoð afturkölluð skömmu síðar þar sem annar bátur af miðunum kom til aðstoðar. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 15.6.2010 20:38 Útkall F Gulur, bát vantar í STK. Leit á hafsvæði. Svæði 02 15.6.2010 20:51 F2 Gulur Hættustig lítið, Keflavíkurflugvöllur. Aðstoð á landi. Svæði 02 17.6.2010 12:00 Messuferð í Mjóafjörð. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 17.6.2010 16:55 Fótbrot í Esju. Björgun. Fjölsvæða aðgerð 17.6.2010 23:53 Bilaður bíll við afleggjara í Kerlingafjöll. Aðstoð á landi. Svæði 03 18.6.2010 20:19 F3 Bíll fastur á Stórasandi. Aðstoð á landi. Svæði 09 19.6.2010 09:30 Farið í Barðsnes. Annað. Svæði 13 19.6.2010 13:30 Kafari í vandræðum í Silfru á Þingvöllum. Björgun. Fjölsvæða aðgerð 19.6.2010 17:00 Skúlaskeið strandar við Akurey. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 01 19.6.2010 20:29 Fastur bíll við Hvalnes. Aðstoð á landi. Svæði 15 20.6.2010 00:14 Aðstoða fastan bíl með erlendum ferðamönnum á Grímstunguheiði. Aðstoð á landi. Svæði 09 20.6.2010 10:20 Fastur bíll í Eyjafirði. Aðstoð á landi. Svæði 11 21.6.2010 11:30 Fastur bíll við Grettishæð. Aðstoð á landi. Svæði 09 21.6.2010 13:15 Vélarvana smábátur á Austfjarðamiðum. Björgunarbáturinn Hafdís SU fór til aðstoðar og dregur bátinn til hafnar á Fáskrúðsfirði. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 21.6.2010 21:33 F1 Rauður, ekið á manneskju á vélhjóli. Umferðarslys. Svæði 02 21.6.2010 21:52 Vélarvana bátur utanvið Selnestanga, farið var á Nökkva SU100 og báturinn dreginn í land. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 21.6.2010 23:30 Bíll fastur í jökullóninu. Aðstoð á landi. Svæði 16 22.6.2010 08:11 Bátur í vandræðum við Blikasker 6503,1N 02256,75V, Bliki 6008. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 05 24.6.2010 07:30 Sjö ungmenni á biluðum fólksbíl norðaustan við Laugafell. Aðstoð á landi. Svæði 11 24.6.2010 14:15 Lóðsferð í Besiktas Halland. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 24.6.2010 15:12 7075 Vöggur NS 75 út úr skyldunni. Leit á hafsvæði. Svæði 13 24.6.2010 19:49 Landhelgisgæsla hefur samband og óskar eftir að Björgunarfélagið sendi bát og kafara til aðstoðar við bát í Hvalfirði. Báturinn er fastur með skrúfuna í kræklingalögninni. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 04 25.6.2010 14:27 F3 Grænn. Hjólhýsi losnaði aftan úr bíl. Aðstoð á landi. Svæði 02 25.6.2010 14:50 Lóðsferð í Silver Bergen. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 25.6.2010 16:55 Aðstoð við sjúkraflutning við Bláfell. Björgun. Svæði 03 27.6.2010 10:41 F1 Slasaður maður í Spákonufelli. Björgun. Fjölsvæða aðgerð 27.6.2010 18:31 Bíll í á. Umferðarslys. Svæði 16 27.6.2010 20:49 Ferðamenn aðstoðaðir við Vatnshelli (Snæfellsbær). Aðstoð á landi. Svæði 05

126


Eftirtalin fyrirtæki styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg:

www.eskja.is

Grindavík, Hafnarfjörður, Höfn, Ísafjörður, Reykjanesbær, Sandgerði www.fms.is

Brúin - Haftækni hf Hvannavöllum 14b 600 Akureyri

www.oddihf.is

www.lvf.is

Stuðningur þeirra styrkir öflugt björgunar- og slysavarnastarf um allt land.


29.6.2010 12:03 Skipstjóri á trillunni Tryggva Eðvarðs SH óskar eftir aðstoð þar sem einhver bilun var í stjórntækjum bátsins. Bs. Björg fór úr Rifshöfn kl. 9:45 og var báturinn kominn í tog á stað 65°02N 23°45V. Komið var með Tryggva í Rifshöfn kl. 11:00. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 05 29.6.2010 16:09 Eyrarbakki, dreginn upp bíll. Aðstoð á landi. Svæði 03 30.6.2010 18:13 Fastur bíll í Gilsá. Leit að týndri persónu. Svæði 16

Júlí 1.7.2010 12:22 1.7.2010 15:44 2.7.2010 14:50 2.7.2010 16:50 3.7.2010 14:47 4.7.2010 15:59 4.7.2010 21:17 6.7.2010 12:00 6.7.2010 13:18 6.7.2010 18:30 7.7.2010 14:00 7.7.2010 14:02 8.7.2010 15:33 8.7.2010 16:12 8.7.2010 17:58 9.7.2010 09:46 10.7.2010 04:43 10.7.2010 13:10 10.7.2010 19:41 10.7.2010 20:56 10.7.2010 21:31

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

11.7.2010 09:36 11.7.2010 17:00 11.7.2010 18:37 12.7.2010 00:52 12.7.2010 13:38 12.7.2010 14:20 15.7.2010 22:00 16.7.2010 19:00 17.7.2010 23:32

128

Tré að fjúka á hús. Verðmætabjörgun. Svæði 03 Grafa fer út í Sandá maður undir. Björgun. Fjölsvæða aðgerð Sækja slasaðan ferðamann. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 07 Fastur bíll við Illviðrahnjúk. Aðstoð á landi. Svæði 12 Fastur bíll á Lakavegi. Aðstoð á landi. Svæði 16 Fastur bíll í Gilsá. Aðstoð á landi. Svæði 16 Leit á Fimmvörðuhálsi. Leit að týndri persónu. Fjölsvæða aðgerð Fastur bíll við Bleiksmýrardrög. Aðstoð á landi. Svæði 12 Átta ára barn týnt við Stokkseyri. Leit að týndri persónu. Svæði 03 Spánverjar skila sér ekki úr Hrafntinnuskeri. Leit að týndri persónu. Fjölsvæða aðgerð Aðstoð á sjó, mannlaus bátur. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Útafkeyrsla í Miðdal í Kjós. Umferðarslys. Svæði 01 Maður í vandræðum á báti á Úlfljótsvatni. Björgun. Svæði 03 Leki að bát við Herdísarvík. Aðstoð á hafsvæði. Fjölsvæða aðgerð Erlendir ferðamenn fastir á vegi að Stöng. Aðstoð á landi. Svæði 03 Aðstoða fastan bíl í Austdalsá. Aðstoð á landi. Svæði 13 Maður féll í Stórugjá í Mývatnssveit, meiddur á ökkla. Björgun. Svæði 12 Leit að týndum manni í Reykjavík. Leit að týndri persónu. Fjölsvæða aðgerð Fastir bílar á Arnarvatnsheiði. Aðstoð á landi. Svæði 04 Slasaður mótorhjólamaður. Björgun. Svæði 12 Týndur veiðimaður í Laxárdal. Veiðimaður viðskila við félaga sína í um tvo tíma við Hamar í Laxárdal. Leit að týndri persónu. Svæði 12 Manneskja hrapaði neðan við Vita í Neskaupstað. Björgun. Svæði 13 F3 Grænn, bíll fastur. Aðstoð á landi. Svæði 02 Slösuðu manneskja í Esju. Aðstoð á landi. Svæði 01 Bíll fastur við Merkigil. Aðstoð á landi. Svæði 10 Fastur bíll á Lakavegi. Aðstoð á landi. Svæði 16 Fótbrotinn maður í Banagili. Björgun. Fjölsvæða aðgerð Sækja slasaðan mann í Æðey. Björgun. Svæði 07 Hjólhýsi fokið á hliðina á Hornafjarðarfljótum. Umferðarslys. Svæði 15 Vaktstöð siglinga óskar eftir að félagar úr Bjsv. Lífsbjörg aðstoði bátinn Fjólu sem var vélarvana fjórar mílur suður af Arnarstapa kl. 20:10. Þrír menn fara frá Ólafsvík með Atlantic bát sveitarinnar og er hann sjósettur á Arnastapa 30


E N N E M M / S Í A / N M 38919

> Saman náum við árangri Hjá Samskipum fara saman kraftur og sóknarhugur nýrrar kynslóðar og ómetanleg áratuga reynsla. Við leggjum metnað okkar í að veita viðskiptavinum áreiðan­ legar heildarlausnir á sviði flutninga og höfum byggt upp samhentan hóp og traust flutningakerfi sem tryggja skjóta og örugga þjónustu jafnt innanlands sem utan.

www.samskip.is

Saman náum við árangri


mínútum seinna. Vel gekk að draga bátinn til hafnar og var komið aftur í hús kl. 23:40. Veður var gott og sléttur sjór. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 05 18.7.2010 10:04 Leit að Spánverja í Seyðisfirði við Skálanes. Leit að týndri persónu. Svæði 13 18.7.2010 16:10 Fótbrotin kona í Reykjadal. Björgun. Svæði 03 18.7.2010 17:21 Bilaður bíll við Ásbrandsá á vegi 338. Aðstoð á landi. Svæði 03 18.7.2010 19:36 Fastur bíll. Aðstoð á landi. Svæði 02 19.7.2010 14:37 Eftirgrennslan eftir fólki í Núpstaðaskógi. Leit að týndri persónu. Svæði 16 20.7.2010 16:46 Fótbrotin kona við Glym. Björgun. Svæði 04 20.7.2010 18:15 Aðstoð vegna umferðarslyss við Brú. Verðmætabjörgun. Svæði 09 21.7.2010 01:33 Leit að þremur Pólverjum. Leit að týndri persónu. Svæði 10 21.7.2010 18:39 Rútuslys við Einarsstaði Reykjadal. Umferðarslys. Svæði 12 22.7.2010 08:31 Vélarvana bátur rétt fyrir utan höfnina í Sandgerði. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 02 22.7.2010 13:30 Fótbrotin kona við Laugar. Aðstoð á landi. Svæði 12 22.7.2010 15:24 Kona datt af hestbaki. Björgun. Svæði 01 22.7.2010 18:40 Erlendir ferðamenn í vandræðum á Arnarvatnsheiði. Aðstoð á landi. Svæði 04 23.7.2010 20:58 Sækja veikan mann. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 01 23.7.2010 23:50 Lóðsferð í Mainland. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 24.7.2010 02:49 Leit að ungum manni á Fellsströnd við Flekkudal. Leit að týndri persónu. Fjölsvæða aðgerð 24.7.2010 08:16 Bilaður bátur við Gölt. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 07

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

24.7.2010 09:30 Náð í lóðs úr Mainland. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13

130



25.7.2010 16:00 Veiðimaður í vandræðum í Stóru Laxá. Neyðarlína hringdi í Guðmund vegna týnds veiðimanns í Stóru Laxá við veiðisvæði 1 (við veiðihúsið í Laxárdal). Boðaðar voru fyrst út Tintron, Biskup og Eyvindur og síðan Árborg og Hveragerði. Maðurinn fannst áður en allt svæði 3 var boðað út. Björgun. Svæði 03 26.7.2010 16:11 Stór bíll fastur við Dímu. Leit að týndri persónu. Svæði 15 26.7.2010 20:58 Ferðamaður villtur í þoku suður af Laka. Leit að týndri persónu. Svæði 16 27.7.2010 05:25 Lóðsferð í KAPRIFOL. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 30.7.2010 23:10 Bátur með bilaðan gír. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 01 31.7.2010 01:03 Maður í sjónum í Hraunsfirði. Björgun. Svæði 05 31.7.2010 16:03 Fastur bíll í Vatnsá við Heiðarvatn. Aðstoð á landi. Svæði 16 31.7.2010 20:59 Leit að göngufólki. Leit að týndri persónu. Svæði 03 31.7.2010 22:56 Fastur bíll í Syðri-Ófæru við Álftavatnskrók. Aðstoð á landi. Svæði 16

Ágúst 1.8.2010 01:31 1.8.2010 16:15 2.8.2010 09:11 2.8.2010 22:21 3.8.2010 16:08 4.8.2010 15:10

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

4.8.2010 20:00 5.8.2010 15:35 6.8.2010 12:38 6.8.2010 15:45 7.8.2010 16:17 8.8.2010 14:00 9.8.2010 11:15 9.8.2010 14:00 9.8.2010 14:46 9.8.2010 15:42 9.8.2010 16:24 11.8.2010 01:31 11.8.2010 23:01 12.8.2010 16:16 14.8.2010 19:20 14.8.2010 23:30 15.8.2010 00:17 15.8.2010 21:45

132

Kona skilar sér ekki af Reykjaheiði. Leit að týndri persónu. Svæði 11 Fastur bíll. Umferðarslys. Svæði 02 Húsbíll fastur utan vegar við Hornafjarðarfljót . Aðstoð á landi. Svæði 15 Húsbíll fastur í Stafafellsfjöllum. Aðstoð á landi. Svæði 15 Sækja slasaða konu í Húsadal. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 16 Tveir franskir ferðamenn villtir á Heklu. Lögreglan á Hvolsvelli hringir í formann F.B.S.H. og biður um að leitað sé að tveimur frönskum ferðamönnum sem eru á Heklu en villtir. Leit að týndri persónu. Svæði 16 Sækja slasaða konu í Bása. Aðstoð á landi. Svæði 16 Fastur bíll á slóða suður af Hraungerði í Álftaveri. Aðstoð á landi. Svæði 16 Fastur bíll á Lakavegi í Hurðabökum. Aðstoð á landi. Svæði 16 Kona féll af hestbakki fyrir innan Kaldbak. Aðstoð á landi. Svæði 03 Leki að bát við Herdísarvík. Aðstoð á hafsvæði. Fjölsvæða aðgerð Umferðarstjórnun. Aðstoð á landi. Svæði 10 Ná í lóðs úr Bro Grace. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Lóðsferð í ITALIAN REEFER. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Eldur í báti undan Kjalarnesi. Aðstoð á hafsvæði. Fjölsvæða aðgerð Leit að konu í Eyjafjarðarsveit, sást síðast heima við klukkan 08:00. Leit að týndri persónu. Svæði 11 Bátur vélarvana í Hvalfirði. Leit á hafsvæði. Svæði 01 F1 Rauður. Farþegaskip með mjög veikan mann um borð. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 02 Leit að reiðhjólamanni í nágrenni Djúpavogs. Leit að týndri persónu. Svæði 13 Leit að konu í Borgarnesi. Leit að týndri persónu. Fjölsvæða aðgerð Náð í lóðs úr Italian Reefe. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Lóðsferð í Nova Bretagne. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Leit að konu í Eyjum. Leit að týndri persónu. Svæði 18 Nova Bretagne úr höfn. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13



16.8.2010 17:31 17.8.2010 11:25 17.8.2010 15:48 18.8.2010 12:11

18.8.2010 19:51 18.8.2010 20:35 19.8.2010 02:17

19.8.2010 04:40 19.8.2010 14:30 19.8.2010 15:05

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

19.8.2010 21:33 21.8.2010 09:10 21.8.2010 15:48 21.8.2010 19:30 22.8.2010 11:45 22.8.2010 14:57 22.8.2010 16:35 23.8.2010 21:45 25.8.2010 06:20 25.8.2010 19:20 28.8.2010 02:24 28.8.2010 06:40 28.8.2010 15:12 28.8.2010 15:30 28.8.2010 15:59 28.8.2010 16:17 29.8.2010 10:47 30.8.2010 14:06 30.8.2010 21:40 31.8.2010 00:15 31.8.2010 09:38 31.8.2010 23:18

134

Fastur bíll upp við Vatnajökul á Gæsavatnaleið. Aðstoð á landi. Svæði 12 Kona slösuð við Miklafell. Aðstoð á landi. Fjölsvæða aðgerð Bílvelta við Kirkjubæjarklaustur. Aðstoð á landi. Svæði 16 Ferðamaður á litlum jeppa festi bílinn í á fremst í Tjaldanesdal í Arnarfirði. Ætlaði að stytta sér gönguleið upp á Kaldbak, en átti að fara fram í Fossdal sem er miklu utar í Arnarfirði. Aðgerðin tók um 3 klst. Ekkert amaði að manninum sem var einn en þurfti að labba nokkra km til að komast í símasamband. Aðstoð á landi. Svæði 07 Aðstoð við erlenda ferðamenn. Aðstoð á landi. Svæði 02 Bjarga þremur einstaklingum úr bíl sem er fastur í miðri Jökulsá í Lóni. Björgun. Svæði 15 Umferðarslys á Mývatnsheiði. Neyðarlínan hringir og tilkynnir um umferðarslys vestan Mývatns, ekki vitað hvar en símtal kom í gegnum sendi sunnan við Másvatn. Umferðarslys. Svæði 12 Mainland aðstoðað að bryggju. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Frio Pacific aðstoðuð að bryggju. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 F2 Gulur. Ungur drengur í sjálfheldu í Syðri-Stapa við Kleifarvatn. Björgun. Svæði 02 Týndur maður á Hólabyrðu. Leit að týndri persónu. Svæði 10 Slasaður maður í Aðalvík. Annað. Svæði 07 Sækja veikan mann í Bása. Aðstoð á landi. Svæði 16 Slasaður maður á Hrútsfelli. Björgun. Fjölsvæða aðgerð Frio Pacific og Kristina EA. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Fastur bíl. Aðstoð á landi. Svæði 02 Aðstoð á Arnarvatnsheiði. Aðstoð á landi. Svæði 09 Frio Pacific og Kristina EA aðstoðuð. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Lóðsferð í Green Ice. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Lóðsferð í Green Atlantic. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Tveir menn í sjónum við Faxagarð í Reykjavíkurhöfn. Björgun. Svæði 01 Leit í Svínadal. Leit að týndri persónu. Fjölsvæða aðgerð Slösuð kona í Grænsdal. Björgun. Svæði 03 Frio Pacific aðstoðuð úr höfn. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Aðstoð í fjallendi, Hafnardalur. Aðstoð á landi. Svæði 04 Eyrarbakki, bíll fastur. Aðstoð á landi. Svæði 03 Húsbíll fastur á Skálanesvegi. Aðstoð á landi. Svæði 13 Fastur bíll. Aðstoð á landi. Svæði 16 Green Atlantic aðstoðuð úr höfn. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Fastur bíll í Svínadal við Móskarðshnjúka. Aðstoð á landi. Svæði 01 Fótbrotinn maður við Norðlingafljót. Björgun. Svæði 04 Leit að konum í Reykjadal fyrir ofan Hveragerði. Leit að týndri persónu. Svæði 03


SJÓMANNASAMBAND ÍSLANDS

Sjómennt – Tækniskólinn, skóli atvinnulífsins – Háteigsvegi – 105 Reykjavík – sími 514 9000

LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA

Nánari upplýsingar á www.sjomennt.is og á sjomennt@sjomennt.is

Samtök atvinnulífsins (SA), Landsamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) og Sjómannasamband Íslands (SSÍ) standa að Sjómennt.

Sjómennt er fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfyrirtækja. Félagsmaður, sem hefur unnið í a.m.k. sex mánuði sl. 12 mánuði skv. kjarasamningi SA/LÍU við Sjómannasamband Íslands hjá útgerðum innan LÍU og greitt til aðildarfélags Sjómenntar á þeim tíma, á rétt á stuðningi til náms.

Átt þú rétt á styrk?

Ertu búinn að vera á sjónum í eitt ár eða meira? Langar þig að fara á námskeið eða í skóla?


September 1.9.2010 18:10 4.9.2010 05:00 4.9.2010 11:51 4.9.2010 17:11

5.9.2010 05:00 5.9.2010 14:19 6.9.2010 20:29 7.9.2010 09:45 7.9.2010 10:45 7.9.2010 16:40 8.9.2010 15:20 8.9.2010 21:17 8.9.2010 21:41

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

9.9.2010 13:00 9.9.2010 16:59 10.9.2010 15:39 11.9.2010 06:00 11.9.2010 18:01 11.9.2010 18:48 12.9.2010 15:52 12.9.2010 16:42 13.9.2010 16:08 13.9.2010 23:15 14.9.2010 01:20 14.9.2010 09:45 14.9.2010 15:33 14.9.2010 17:46 14.9.2010 19:45 18.9.2010 15:30 18.9.2010 20:40 19.9.2010 08:45

136

Fastur bíll á Fjallabaksleið. Verðmætabjörgun. Svæði 16 Lóðsferð í Breiz Klipper. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Ljósanótt í Reykjanesbæ. Annað. Fjölsvæða aðgerð Svæði 05. Að beiðni kindaeigenda á Hellissandi fóru félagar úr Lífsbjörg í Hreggnasann og ráku rollu úr sjálfheldu neðarlega í Nasanum. Þrír menn fóru upp og skoðuðu aðstæður á laugardeginum en ekki þótti reynandi að fara í neinar aðgerðir nema með meiri mannskap. Á sunnudagsmorgun fóru sjö menn upp fyrir kindina og sigu tveir þeirra niður til hennar dugði það til þess að hún brölti sjálf af syllunni. Aðgerðin tók í heild um 6 klst. Veður var A 5-8 m/s og gekk á með skúrum. Verðmætabjörgun. Svæði 05 Lóðsferð í Breiz Klipper nr. 2 . Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Slys í Sólheimajökli. Leit að týndri persónu. Svæði 16 Hross í haughúsi. Aðstoð á landi. Svæði 09 Breiz Klipper nr. 3 . Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Fastur bíll á Syðri-Fjallabaksleið við Axlarfoss. Verðmætabjörgun. Svæði 16 Sækja bát. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 07 Kristina EA aðstoðuð úr höfn. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Endurlífgun í Þorgeirsfirði. Björgun. Fjölsvæða aðgerð Svæði 05 Að beiðni Vaktstöðvar var farið með þrjá sprengjusérfræðinga Gæslunnar um borð í togarann Skinney. Hann hafði fengið tundurdufl í trollið og var kominn út af Rifi með það. Þrír menn frá Lífsbjörg á Atlantic 21 bát sveitarinnar ferjuðu gæslumenn um borð í Skinney og tók verkið um 2 klst. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 05 Náð í lóðs úr Breiz Klipper. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Týnd stúlka í Grafarvogi. Leit að týndri persónu. Svæði 01 Fastur bíll á Öldufellsleið. Verðmætabjörgun. Svæði 16 Lóðs í Axel frá Sandgerði. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 02 Meðvitundarlaus maður við Gýgjarhól. Aðstoð á landi. Svæði 10 Leit að gangnamanni á svæði 12. Leit að týndri persónu. Svæði 12 Slasaður gangnamaður í Hólafjalli. Aðstoð á landi. Svæði 11 Týndur maður á Þverárfjalli. Leit að týndri persónu. Fjölsvæða aðgerð Bíll fauk útaf við Dynjanda, er úti í sjó, fastur. Aðstoð á landi. Svæði 15 Breiz Klipper aðstoðað að bryggju. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Lóðsferðir í Mainland. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Náð í lóðs úr Mainland. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Fellihýsi að fjúka í Hveragerði. Verðmætabjörgun. Svæði 03 Óveðursútkall við Hveragerði. Verðmætabjörgun. Svæði 03 Breiz Klipper aðstoðað úr höfn. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Ferðamenn fastir í snjó. Aðstoð á landi. Svæði 12 Leit að barni í Hafnarfirði. Leit að týndri persónu. Fjölsvæða aðgerð Skip í vandræðum vegna veðurs. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 06



ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

19.9.2010 13:06 Bíll fastur í Skyndidalsá. Aðstoð á landi. Svæði 15 19.9.2010 14:19 Leit að tveimur þýskum ferðamönnum. Leit að týndri persónu. Fjölsvæða aðgerð 19.9.2010 21:51 Útkall F2 Gulur. Vélarvana bátur. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 02 19.9.2010 23:43 Kl. 21:05 hefur göngumaður samband og biður um aðstoð þar sem hann er staddur í sjálfheldu í Ólafsvíkurenni. Fjórir menn frá Lífsbjörg voru kallaðir út og við skoðun á aðstæðum kom í ljós að maðurinn var í um 20-25 m hæð beint fyrir ofan gamla Ennisveginn. Var því ákveðið að festa saman þrjá álstiga og reisa þá til mannsins. Gekk sú aðgerð mjög vel og voru menn komnir aftur í hús kl. 23:00. Veður var gott, NA 5-10 m/s. Aðstoð á landi. Svæði 05 20.9.2010 12:10 Lóðsferð í REINA. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 22.9.2010 08:14 F2 Aðstoð á Tannstaðabakka. Aðstoð á landi. Svæði 09 23.9.2010 13:11 Strandaður bátur við Raufarhöfn. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 12 25.9.2010 00:20 Reina dregin úr höfn. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 25.9.2010 14:22 F2 Aðstoða slökkvilið Hvammstanga. Aðstoð á landi. Svæði 09 25.9.2010 19:33 Bíll fastur í Núpsvötnum. Aðstoð á landi. Svæði 16 25.9.2010 21:19 Leit að fimm ára gutta í Kópavogi. Leit að týndri persónu. Svæði 01 26.9.2010 08:50 Kristina EA dregin úr höfn. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 26.9.2010 12:40 Kallað var út um kl. 12 á hádegi til að ganga frá og festa lausa hluti sem höfðu tekið að fjúka í leiðinda sunnanroki. Skorðaðar voru einingar í Rifi, neglt niður þak á Hellissandi ásamt aðstoð við að festa niður trampólín og fleiri minniháttar málum. Sjö manns tóku þátt í aðgerðum og var þeim lokið um klukkan 14. Verðmætabjörgun. Svæði 05

138


VA K TSTÖÐ SIGLING A fjarskipti og öryggisvöktun á sjó

Útgerðarmenn · Sjómenn · Aðstandendur sjófarenda Nýtið ykkur þjónustu Vaktstöðvar siglinga sími

fax

netfang

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar

545 2100

545 2001

sar@lhg.is

Strandarstöðvar Reykjavík radíó Nes radíó Hornafjörður Radíó Vestmannaeyjar radíó Ísafjörður radíó Hornafjörður radíó

551 1030

562 9043

reyrad@lhg.is.

TFA TFM TFT TFV TFZ TFX

Upplýsingar um skip og báta

552 3440

Sjálfvirk tilkynningaskylda Með stofnun Vaktstöðvar siglinga sameinuðust lykilaðilar vegna leitar og björgunar á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Vaktstöð siglinga veitir öryggisþjónustu við sjófarendur. Helstu verkefnin eru vöktun og stjórnun neyðarsamskipta, vöktun sjálfvirkra tilkynningakerfa á sjó, almenn talfjarskipti við skip og báta og boðun sjóbjörgunarsveita, auk verkefna stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar.

Útkallssími 511 3333 Skógarhlíð 14 105 Reykjavík www.vaktstod.is www.lhg.is


26.9.2010 13:05 26.9.2010 14:26 28.9.2010 00:40 28.9.2010 01:16 29.9.2010 08:35 29.9.2010 18:08 30.9.2010 19:31

F3 Grænn, bátur að losna frá bryggju . Verðmætabjörgun. Svæði 02 Aðstoð inni í Þórsmörk v/vatnavaxta. Aðstoð á landi. Svæði 16 Lítil flugvél í vandræðum 80-100 sml NV af Garðskaga. Annað. Svæði 02 Óvissustig á Keflavíkurflugvelli. Annað. Svæði 02 Óveðursaðstoð. Aðstoð á landi. Svæði 01 Aðstoð við tvo menn norðan Vatnajökuls. Aðstoð á landi. Svæði 12 Aðstoða vélarvana bát við Gróttu. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 01

Október

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

1.10.2010 18:00 2.10.2010 09:00 2.10.2010 16:50 4.10.2010 03:00 5.10.2010 17:34 5.10.2010 19:20 6.10.2010 04:45 7.10.2010 23:57 9.10.2010 09:12 9.10.2010 09:45 9.10.2010 14:16 9.10.2010 18:28 9.10.2010 20:00 10.10.2010 15:20 13.10.2010 18:20 14.10.2010 06:20 14.10.2010 16:07 16.10.2010 18:17 16.10.2010 20:11 17.10.2010 10:00 17.10.2010 13:04 17.10.2010 18:39 17.10.2010 19:34 18.10.2010 00:30 19.10.2010 18:02 21.10.2010 10:28 23.10.2010 01:20 23.10.2010 09:10 23.10.2010 17:18 23.10.2010 21:39 24.10.2010 12:39 24.10.2010 14:05 24.10.2010 15:00

140

Færeysku skipi fylgt til hafnar. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 15 Héðinsfjarðargöng. Annað. Svæði 10 Umferðarslys. Umferðarslys. Svæði 10 Eftirgrennslan við Hvannadalshnjúk. Leit að týndri persónu. Fjölsvæða aðgerð Manneskja með brjóstverk á Kjalarnesi. Annað. Svæði 01 Besiktas Halland aðstoðað að bryggju. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Lóðsferð í Besiktas Halland. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Bátur dottinn úr skyldu. Leit á hafsvæði. Fjölsvæða aðgerð Eftirgrennslan við Hvannadalshnjúk. Leit að týndri persónu. Svæði 15 Bílslys í Vegaskarði. Umferðarslys. Svæði 12 Maður í sjálfheldu á Stapa. Björgun. Svæði 02 Bátur í vandræðum 30 metra frá landi. Björgun. Svæði 02 Bátur vélarvana við Stykkishólm. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 05 REINA aðstoðuð að bryggju. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 REINA aðstoðuð milli bryggja. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Lóðsferð í BRO GRACE. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Aðstoð við fjórhjólamann við Þverá í Hallárdal. Aðstoð á landi. Svæði 09 Leit að stúlku í Breiðholti. Leit að týndri persónu. Fjölsvæða aðgerð F2 Gulur. Leit að stúlku í Reykjavík. Leit að týndri persónu. Svæði 02 Lóðsferð í Green Bodo. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Fastur bíll á Fjallabaksleið F208 . Verðmætabjörgun. Svæði 16 Kona týnd í grennd við Þjófaskörð. Leit að týndri persónu. Svæði 07 Fastur bíll í Geirlandsá. Aðstoð á landi. Svæði 16 Náð í lóðs úr Green Bodo. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Sóttur fastur bíll inn að Laugarfelli. Aðstoð á landi. Svæði 16 Fastur bíll í snjó á Dettifossvegi. Aðstoð á landi. Svæði 12 Lóðsferð í Freyju. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Náð í lóðs úr Freyju. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Aðstoða sjúkrabíl úr Borgarnesi. Björgun. Svæði 04 Fótbrotinn maður í Hafradal í Nesjum. Björgun. Fjölsvæða aðgerð Smalamennska í Þórðarhöfða. Aðstoð á landi. Svæði 10 Göngumaður á Hafnarfjalli með snúinn ökkla. Björgun. Svæði 04 Fastur bíll við Hagavatn. Aðstoð á landi. Svæði 03



24.10.2010 22:15 Kl. 16:40 óskar lögreglan eftir að félagar í Lífsbjörg aðstoði erlendan ferðamann sem var fastur á bíl sínum í Mávahlíðarfjöru. Tveir menn fóru á Ford jeppa sveitarinnar og voru um 1 klst. að bjarga málum. Aðstæður á staðnum voru allar þær bestu. Aðstoð á landi. Svæði 05 25.10.2010 13:06 Aðstoða bíl í Gatnabrún vegna hálku og snjókomu. Verðmætabjörgun. Svæði 16 25.10.2010 21:30 Lóðsferð í Green Iceland. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 26.10.2010 20:15 Green Iceland aðstoðað úr höfn. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 27.10.2010 07:39 Barn í krampa á Kjalarnesi. Annað. Svæði 01 27.10.2010 21:12 Vélarvana skip í Njarðvíkurhöfn. Björgun. Svæði 02 28.10.2010 11:10 Bjarga kind úr hólma í Laxá í Mývatnssveit. Aðstoð á landi. Svæði 12 28.10.2010 13:53 Fastur bíll á Lakavegi. Aðstoð á landi. Svæði 16 29.10.2010 17:23 Leit að rjúpnaskyttu í Gufudal. Leit að týndri persónu. Fjölsvæða aðgerð 29.10.2010 17:56 Maður hringir, hann var við rjúpnaveiði í Búrfellshrauni og er kominn í vandræði með að koma sér í bílinn þar sem myrkur er komið og hann á eftir eina 5-8 km í bílinn. Er með GPS og er staddur rétt hjá Skógarholti. Er að verða kaldur og er þreyttur. Aðstoð á landi. Svæði 12 29.10.2010 18:53 Vélarvana bátur. Leit á hafsvæði. Svæði 01 29.10.2010 19:00 Bifreið sótt á Fagradal. Aðstoð á landi. Svæði 13 29.10.2010 19:00 Rjúpnaskyttur í vandræðum í tækjahúsi á Gagnheiði. Aðstoð á landi. Svæði 13 30.10.2010 18:12 Bifreið sótt á Fagradal. Aðstoð á landi. Svæði 13 31.10.2010 00:29 Leit að rjúpnaskyttum. Leit að týndri persónu. Svæði 03 31.10.2010 14:13 Leit að rjúpnaskyttu. Leit að týndri persónu. Svæði 05 31.10.2010 20:21 Bíll útaf á Fagradal. Aðstoð á landi. Svæði 13 31.10.2010 22:07 Leit að rjúpnaskyttu. Leit að týndri persónu. Svæði 16 31.10.2010 22:31 Að beiðni lögreglu fóru tveir félagar úr bjsv. Lífsbjörg á Fordinum á Jökulháls til að aðstoða franska ferðamenn sem voru fastir á bíl sínum. Verkið tók um 1 klst. og var komið aftur í hús kl. 15:33. Aðstoð á landi. Svæði 05

Nóvember ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

1.11.2010 17:00 2.11.2010 01:50 2.11.2010 06:31 2.11.2010 15:45 2.11.2010 18:55 2.11.2010 19:55 3.11.2010 00:24 3.11.2010 08:10 3.11.2010 08:20

142

Farið á Hafbjörgu í Mjóafjörð. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 REINA aðstoðuð að bryggju. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Bíll útaf. Aðstoð á landi. Svæði 09 Aðstoð á Gemlufallsheiði. Aðstoð á landi. Svæði 07 REINA færð milli bryggja. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Aðstoð vegna ófærðar. Aðstoð á landi. Svæði 09 Bíll fastur á leið út á Skaga. Aðstoð á landi. Svæði 09 Bátur að slitna upp í Skagastrandarhöfn. Aðstoð á landi. Svæði 09 Hringir bæjarbúi og óskar eftir aðstoð frá okkur þar sem hún hafi ekið útaf í Víkurskaði fyrr um daginn og fest bílinn. Var með ungabarn með sér og vildi ekki bíða á vettvangi þar sem veður var vont á svæðinu. Reddaði sér fari í bæinn með vegfaranda sem ekki gat dregið bílinn upp, lét hún formann



4.11.2010 00:01 5.11.2010 07:48 5.11.2010 14:00 5.11.2010 20:37 6.11.2010 11:35 6.11.2010 17:31 7.11.2010 14:40 7.11.2010 17:50 8.11.2010 01:13 8.11.2010 14:43 8.11.2010 15:24

9.11.2010 14:10

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

9.11.2010 17:43 10.11.2010 11:20 11.11.2010 08:16 11.11.2010 19:29 11.11.2010 21:26

144

fá bíllykilinn og var ákveðið að fara morguninn eftir þegar veðrinu slotar og Víkurskarðið verður opnað. Umferðarslys. Svæði 12 Aðstoð á Vopnafjarðarheiði. Aðstoð á landi. Svæði 13 Aðstoð við kvikmyndatöku á sjó. Annað. Svæði 10 Hafnarstarfsmenn aðstoðaðir í Norðfjarðahöfn. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 Bíll útaf og fastur. Aðstoð á landi. Svæði 10 Bíll útaf í Fljótum. Aðstoð á landi. Svæði 10 Bíll fastur við Ólafsfjarðarvatn. Hringt og beðið um aðstoð vegna bifreiðar sem var föst á veginum vestan við Ólafsfjarðarvatn. Aðstoð á landi. Svæði 11 Útkall á Öxi (Berufirði). Aðstoð á landi. Svæði 13 Maður í sprungu við Lúdent. Björgun. Svæði 12 Aðstoð við bíl á Þverárfjalli. Aðstoð á landi. Svæði 10 Skúta í vandræðum í Kópavogshöfn. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 01 Bíll útaf á Hólasandi. Lögreglan á Húsavík hringir og óskar eftir að farði verði niður á Hólasand til að aðstoða þar ökumann sem hafði farið útaf. Aðstoð á landi. Svæði 12 Aðstoð á Öxi (Berufirði). Beiðni um að fara upp á Öxi og draga upp ferðafólk sem er búið að koma bílnum í sjálfheldu. Aðstoð á landi. Svæði 13 Leit í Reykjavík, Leirvogur/Mosfellsbær. Leit að týndri persónu. Svæði 01 Bilun á Húsavíkurfjalli. Aðstoð á landi. Svæði 12 Bilun á Húsavíkurfjalli, ferð 2. Aðstoð á landi. Svæði 12 Bíll og kerra ultu við Dynjanda í Krosshrauni. Aðstoð á landi. Svæði 15 Rok í Reykjavík. Verðmætabjörgun. Svæði 01


Það besta er aldrei of gott! Góðar úrlausnir byggjast á faglegri þekkingu og vönduðum búnaði

Stjórnbúnaður fyrir hita-, kæli- og frystikerfi Varmaskiptar • Hraðabreytar Iðnaðarstýringar

Vökvakerfislausnir

Rafsuðubúnaður Dælur

Dælur Dælur

Dælur

Dælur Dælur

Varmaskiptar

Varmaskiptar

Stjórnendum í sjávarútvegi og fiskvinnslu er mikið í mun að öll áhöld, tæki og vélar, bæði í landi og um borð, séu í góðu lagi. Vandaðar vörur þurfa minna viðhald og lipur þjónusta í landi kemur í veg fyrir kostnaðarsamar tafir, sem skapar mikið öryggi og sparnað í rekstri. Danfoss hf. hefur kappkostað að bjóða landsmönnum heimsþekktar gæðavörur, tryggan lager og góða þjónustu.

Hitablásarar

Danfoss hf •

Hjá Danfoss hf. starfa tæknimenn með góða sérþekkingu hver á sínu sviði. Þeir leggja sig fram um að aðstoða við val á rétta búnaðinum við hvert úrlausnarefni.

Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.is


ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

12.11.2010 03:03 Bíll aðstoðaður á Skagastrandarvegi. Aðstoð á landi. Svæði 09 12.11.2010 10:54 Bíll fastur við Tungurétt í Skíðadal. Aðstoð á landi. Svæði 11 12.11.2010 12:50 Fjórhjól fast í krapa við Ólafsfjarðarvatn. Aðstoð á landi. Svæði 11 12.11.2010 19:53 Leit að neyðarsendi. Leit á hafsvæði. Svæði 02 12.11.2010 21:34 Bíll fastur við Lambahraun. Aðstoð á landi. Svæði 03 13.11.2010 04:02 Bíll fastur milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur á snjóflóðasvæði. Aðstoð á landi. Svæði 01 13.11.2010 08:20 Bíll fastur á Sauðanesi. Aðstoð á landi. Svæði 11 13.11.2010 14:47 Bíll útaf við bæinn Krossa. Aðstoð á landi. Svæði 11 13.11.2010 17:14 Leit að manni í Reykjavík. Leit að týndri persónu. Svæði 01 13.11.2010 19:24 Aðstoð við fastan bíl á Laxárdalsheiði. Aðstoð á landi. Svæði 10 13.11.2010 22:40 F3 fastur bíll við Norðurbraut. Aðstoð á landi. Svæði 09 14.11.2010 16:55 Rollur í vanda. Aðstoð á landi. Svæði 11 14.11.2010 17:40 Leit eftir vísbendingu um neyðarljós. Leit á hafsvæði. Svæði 12 14.11.2010 19:04 Fastur bíll við Grjótagjá í Mývatnssveit. Aðstoð á landi. Svæði 12 15.11.2010 14:45 Rolla í vandræðum á Skaga. Aðstoð á landi. Svæði 10 15.11.2010 15:29 Bíll fastur á Ölkelduhálsi á Hellisheiði. Aðstoð á landi. Svæði 03 15.11.2010 17:38 Jeppi fastur á Hellisheiði fyrir ofan skíðaskálann í Hveradölum. Aðstoð á landi. Svæði 03 16.11.2010 12:56 Heitavatnsleki í Grundarhverfi. Verðmætabjörgun. Svæði 01 17.11.2010 21:00 Snjómokstur í Barmahlíð 2. Verðmætabjörgun. Svæði 11 19.11.2010 15:39 Fastur bíll á Hungurfitjum. Aðstoð á landi. Svæði 16 21.11.2010 14:56 Hestafesta. Björgun. Svæði 04 21.11.2010 15:58 F2 Bílvelta í Hvalfirði. Umferðarslys. Svæði 01 22.11.2010 21:40 Lóðsferð í PACEFIC. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 22.11.2010 23:45 Lóðsferð í SILVER CAPE. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 23.11.2010 06:25 Lóðsferð í Mainland. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 23.11.2010 17:20 Náð í lóðs úr Mainland. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 24.11.2010 22:02 Sækja bilaðan bát. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 07 27.11.2010 13:16 Aðstoða rjúpnaskyttur, brotnaði undan bílnum snjóloft yfir á og fór hann á kaf að framan. Aðstoð á landi. Svæði 11 28.11.2010 12:45 Pacific aðstoðuð úr höfn. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 28.11.2010 19:14 Neyðarblys sést á lofti í átt að Skjaldklofa. Leit að týndri persónu. Svæði 13

Desember 1.12.2010 23:00 4.12.2010 18:01 5.12.2010 02:58 5.12.2010 14:21 5.12.2010 18:55 10.12.2010 09:09 10.12.2010 15:56

146

Aðstoða bíl sem fór út af við skíðasvæði. Verðmætabjörgun. Svæði 07 Fastur bíll á Miðdalsfjalli. Aðstoð á landi. Svæði 03 Leit að eldri konu í Reykjavík. Leit að týndri persónu. Svæði 01 Aðstoð, fastur bíll. Aðstoð á landi. Svæði 07 Bíll útaf í Námaskarði. Aðstoð á landi. Svæði 12 Hættustig stórt, Keflavík. Annað. Fjölsvæða aðgerð Hross innilokuð vegna vatnavaxta neðan Stóru-Grafar. Aðstoð á landi. Svæði 10


OMEGA 3 Ríkt af Omega 3 og D vítamín • Öflug við sykursýki, liðagigt, vöðvabólgu og hægðum • Lækkar blóðsykur og heldur honum í jafnvægi • Lækkar kólesterol • Alvöru Omega 3 orkusprengja • Eykur brennslu • Styrkir ónæmiskerfið • Gott fyrir alla

Vísindamenn hafa komist mjög nálægt því að sanna afhverju lýsi virkar vel gegn ýmsum kvillum allt frá gigt til hjarta- og æðasjúkdóma. Það eru bandarískir og japanskir vísindamenn sem hafa uppgvötvað að Omega 3 fitusýrurnar í lýsi bindast svokölluðum viðtökum sem er að finna í miklu magni í fituvef og frumum ónæmiskerfisins. Fitusýrur þessar passa eins og lykill í skráargat þegar þær bindast viðtökunum sem hefur þau áhrif að verulega dregur úr bólgum og ígerðum. Bólgumyndunin hefur svo aftur verið tengd við þróun sykursýki, æðakölkunnar, Alzheimer, augnsjúkdóma og liðagigtar. Sagt er frá niðurstöðum vísindamannanna í vísindaritinu Cell. Þar er haft eftir lækninum Jerrold Olefsky við Kaliforníuháskólann að Omega 3 fitusýrurnar virki mun betur gegn bólgumynduninni en önnur meðul sem notuð hafa verið.

ICE-WEST Ltd Hafnargötu 29 240 Grindavík Sími: 426 7224 // Gsm 861 0557 Netfang: icewest@icewest.is Fæst í eftirtöldum verslunum: Hagkaup, Nóatúni, þín verslun, Kjarval, Krónunni Depla Kolaportið, Sægreifin og Grandakaffi

Þessar niðurstöður eru í samræmi við umfangsmiklar rannsóknir sem gerðar voru á blóði eskimóa fyrir 30 árum sem sýndu að mikil neysla þeirra á ómettuðum fitusýrum úr sjávardýrum dró verulega úr hættunni á blóðtappa.


ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

11.12.2010 21:08 Skreppur með felgulykil áleiðis að Frostastaðavatni. Aðstoð á landi. Svæði 16 15.12.2010 14:14 Sækja bíl á Botnsheiði. Aðstoð á landi. Svæði 07 17.12.2010 00:16 Hættustig lítið. Flugvél á einum hreyfli. Aðstoð á landi. Svæði 02 17.12.2010 05:31 Ólétt kona á Oddsskarði. Tilkynnt um konu í fæðingu á leið yfir Oddsskarð í björgunarsveitarbíl. Aðstoð á landi. Svæði 13 17.12.2010 10:43 Bíll í vandræðum á Fjarðarheiði. Aðstoð á landi. Svæði 13 17.12.2010 14:47 Rok í Mosfellsbæ. Verðmætabjörgun. Svæði 01 17.12.2010 14:56 Óveðursaðstoð, járn að fjúka af skúrnum við gömlu sjoppuna í Skarðahlíð. Verðmætabjörgun. Svæði 16 17.12.2010 15:13 Óveður á Suðurnesjum. Verðmætabjörgun. Svæði 02 17.12.2010 15:32 Óveður á Akureyri og nágrenni. Aðstoð á landi. Svæði 11 17.12.2010 15:49 Óveðursaðstoð við Eden í Hveragerði. Aðstoð á landi. Svæði 03 17.12.2010 17:20 Óveðursaðstoð í Húnaþingi vestra. Aðstoð á landi. Svæði 09 18.12.2010 10:40 ICE LOUISE aðstoðuð að bryggju. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 18.12.2010 13:51 Slasaður vélhjólamaður í Sandvík á Reykjanesi. Umferðarslys. Svæði 02 18.12.2010 18:48 Leit að neyðarsendi. Leit á hafsvæði. Svæði 02 19.12.2010 01:35 Bíll útaf á Vatnsskarði. Aðstoð á landi. Svæði 10 19.12.2010 13:56 Leit að tjaldþaki. Leit á hafsvæði. Svæði 02 19.12.2010 15:08 Aðstoð á Fjarðarheiði. Aðstoð á landi. Svæði 13 19.12.2010 15:52 Leit að manni í Reykjavík. Leit að týndri persónu. Svæði 01 19.12.2010 16:10 Fastur bíll við Gígjökul. Aðstoð á landi. Svæði 16 20.12.2010 06:41 Aðstoða í Víkurskarði. Aðstoð á landi. Svæði 11 22.12.2010 01:30 Aðstoð við bílslys. Umferðarslys. Svæði 13 22.12.2010 16:05 Aðstoð við fjórhólamann í Hrafndal. Aðstoð á landi. Svæði 09 24.12.2010 13:31 Laus fiskeldiskví í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Kvíin losnaði upp og fóru björgunarsveitarmenn á björgunarbátnum Hafdísi og sóttu kvína og drógu til hafnar. Aðstoð á hafsvæði. Svæði 13 25.12.2010 13:05 Fastur bíll við Kleifarvatn. Aðstoð á landi. Svæði 01 25.12.2010 19:00 Fastur bíll á Skógasandi. Aðstoð á landi. Svæði 16 25.12.2010 20:54 Bíll utan vegar á Öxnadalsheiði. Aðstoð á landi. Svæði 11 25.12.2010 23:01 Aðstoð á Fjarðarheiði. Aðstoð á landi. Svæði 13 26.12.2010 09:27 Óveðursaðstoð á Akureyri. Aðstoð á landi. Svæði 11 26.12.2010 20:37 Sjúkraflutningur á Norðfjörð. Annað. Svæði 13 27.12.2010 02:00 Vatnsleki í félagsheimili á Kjalarnesi. Verðmætabjörgun. Svæði 01 27.12.2010 18:20 Umferðarslys í Mosfellsbæ. Umferðarslys. Svæði 01 29.12.2010 03:48 Leit að týndum einstaklingi í nágrenni við Biskupstungnabraut. Leit að týndri persónu. Svæði 03 30.12.2010 18:44 Leit að ökumanni frá Núpum í Ölfusi. Leit að týndri persónu. Fjölsvæða aðgerð 31.12.2010 04:00 Óveðursaðstoð á Önundarhorni. Verðmætabjörgun. Svæði 16 31.12.2010 19:38 Aðstoða bíl sem valt. Umferðarslys. Svæði 10

148


LAND CRUISER

ÍSLENSKA SIA.IS TOY 52542 11/10

ÞARF AÐ SEGJA MEIRA?

Land Cruiser. Nafn sem segir meira en þúsund orð. Íslendingar þekkja Land Cruiser betur en flestar aðrar þjóðir. Við íslenskar aðstæður hefur Land Cruiser öðlast sess sem ímynd áreiðanleika og gæða. Land Cruiser er sigurvegari sem sannað hefur gildi sitt við íslenskar aðstæður í fimmtíu ár. Sagan heldur áfram með Land Cruiser yfir stræti og torg – um vegi og vegleysur.

Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070

www.toyota.is

Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300

Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbær Sími: 420-6600

Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfoss Sími: 480-8000


Eftirtaldir aðilar styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg:

Akranesbær Akureyrarbær Alþýðusamband Íslands Baader Island ehf. Beitir ehf.,  www.beitir.is Blikksmiðjan Vík ehf. Bolungavíkurhöfn www.bolungarvik.is Djúpavogshöfn, www.djúpivogur.is Farmanna-og fiskim.samb.Ísl. Félag Skipstjórnarmanna www.skipstjorn.is Fisk Seafood  www.fisk.is Fiskmarkaður Austurlands hf. Fiskmarkaður Bolungarv. og Suðureyr. www.fmbs.is Fiskmarkaður Hólmavíkur ehf. Fiskmarkaður Siglufjarðar ehf., netf.: fmsi@fiskmarkadur.is Fiskvinnslan Íslandssaga www.islandssaga.is Fjallabyggð-Siglufjarðarhöfn www.fjallabyggd.is Frár ehf., netf.: frar@simnet.is Freydís sf. www.freydis.is Gjögur hf. Grundarfjarðarbær www.grundarfordur.is Grundarfjarðarhöfn www.grundarfjordur.is Gullberg ehf. Gúmmísteypa Þ.Lárussonar

Hafnarfjarðarhöfn www. hafnarfjardarhofn.is Dalvíkurhafnir DalvíkÁrskógsströnd- Hauganes,  www.dalvik.is Hafnarsamlag Norðurlands Hafnarsjóður Skagafjarðar www.skagafjordur.is Hafnarsjóður Þorlákshafnar www.olfus.is Hafnir Ísafjarðarbæjar Hita-og vatnsveita Mosfellsbæjar www.mos.is Hjallasandur ehf. Hjálmar ehf. Hlaðbær-Colas hf. www.colas.is Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. Húsavíkurhöfn, Raufarhöfn, Kópasker www.nordurthing.is Ísfang hf Ísfélag Vestmannaeyja hf., www.isfelag.is Jeppaþjónustan Breytir ehf., www.breytir.is Klúka ehf. Kópavogsbær  www.kopavogur.is Kópavogshöfn  www.kopavogur.is Listmunasala Fold  www.myndlist.is MD vélar ehf., www.mdvelar.is Pétursey, netf.: gudjonrr@eyjar.is Verkís

Þeirra stuðningur styrkir öflugt björgunar- og slysavarnastarf um allt land.


Eftirtaldir aðilar styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg:

Reykjanesbær  www.reykjanesbaer.is Reykjaneshöfn Samvinnufélag Útgerðarmanna  www.veidiflugan.is, www.Fjardasport.is Sandgerðishöfn  www.sandgerdi.is Segull ehf., netf.: segull@segull.is Seyðisfjarðarkaupstaður, www.seydisfjordur.is Siglufjarðardeild RKÍ Sigurbjörn sf., netf.: sibjehf@simnet.is Sigurður Ólafsson ehf., netf.: olibjorn@eldhorn.is Kristinn J. Friðþjófsson ehf.

Súðavíkurhöfn, www.sudavik.is Sveitarfélagið Garður, www.svgardur.is Tækniþjónusta Vestfjarða ehf., netf.: sveinn@tvest.is Útgerðarfélagið Ískrókur ehf. Útgerðarfélagið Öngull ehf. Valberg ehf., netf.: valbergehf@simnet.is Verslunarmannafélag Suðurnesja, www.vs.is Vestmannaeyjahöfn, www.vestmannaeyjar.is Vesturbyggð, www.vesturbyggd.is Vélsmiðjan Foss ehf.

Sjómanna-/vélstjóraf. Grindavíkur

Viðlagatrygging Íslands, www.vidlagatrygging.is

Sjómannafélag Ólafsfjarðar

Vopnafjarðarhöfn

Sjómannafélagið Jötunn, Vestmannaeyjum

VR, www.vr.is

Sjómannasamband Íslands, www.ssi.is Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins, www.shs.is Steinunn ehf. Stegla ehf., www.eyruni.is

Afl starfsgreinafélag, www.asa.is Þórsberg ehf. Þórsnes Verkalýðsfélagið Hlíf Bára Pálsdóttir Hjöllum 13 450 Patreksfjörður

Rétt gleraugu fyrir allar aðstæður

Þeirra stuðningur styrkir öflugt björgunar- og slysavarnastarf um allt land.


» Skipsskaðar og slys á sjó 2010 Banaslys Hrafn GK 111 Þann 17. apríl 2010 tók skipverja af Hrafni GK fyrir borð þegar keðja slóst í hann þegar toghleri féll niður í hífingu. Annar skipverji klæddist þegar björgunarbúningi og fór niður skutrennuna og út í sjó til að freista þess að ná skipverjanum aftur um borð en án árangurs. Skipverjinn sem fór í sjóinn kom um borð aftur um stiga á síðu skipsins. Skömmu síðar sást slasaði á grúfu í sjónum og tókst að ná honum um borð. Þrátt fyrir tilraunir til endurlífgunar tókust þær ekki og var hann úrskurðaður látinn þegar þyrla LHG kom á staðinn. Köfun Þann 19. júní 2010 voru þrír kafarar við köfun í gjánni Silfru á Þingvöllum þegar einn þeirra lenti í vandræðum. Fékk hann aðstoð félaga sinna. Héldu þeir upp á yfirborðið en þegar þangað kom vantaði einn þeirra. Kallað var eftir aðstoð og eftir um hálftíma leit fannst kafarinn látinn á botni gjárinnar.

Eldur í skipum Kári AK Þann 11. febrúar 2010 kom upp eldur í vélarúmi mb. Kára AK 33 þar sem báturinn lá við landfestar í Reykjavíkurhöfn. Verið var að hlaða rafgeyma með startköplum sem orsakaði eldinn.

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Oddeyrin EA Þann 13. febrúar 2010 kom upp eldur í vélarúmi Oddeyrarinnar EA 210 þar sem hún lá við bryggju í Hafnarfjarðarhöfn. Vélstjóri og vaktmaður úr landi lokuðu öllum dyrum og lúgum en hleyptu síðan slökkvikerfi vélarúmsins á með þeim afleiðingum að eldurinn slokknaði.

152


Skipsskaðar og slys á sjó 2010

Klakkur SH Þann 14. maí 2010 kom upp eldur í vélarúmi Klakks SH 510 þar sem skipið var á togveiðum í Reykjafjarðarál. Reykkafarar skipsins voru sendir í vélarúmið en fundu þá engan eld en reyk lagði frá rafal.

Bylgja SU Þann 8. júní 2010 kom upp eldur í klæðningu utan um pústurrör á mb. Bylgju SU 49 sem var að handfæraveiðum skammt undan Gvendarnesi. Skipverjanum tókst að slökkva eldinn en síðar sama dag koma aftur upp eldur af sömu orsökum. Aftur tókst skipverjanum að slökkva eldinn en þá höfðu orðið skemmdir í rafkerfi sem varð til þess að draga þurfti bátinn til hafnar. Særún Þann 14. september 2010 kom upp eldur í segulloka á salerni um borð í farþegaskipinu Særúnu þar sem hún lá við bryggju í Stykkishólmi. Skipið var mannlaust þegar eldurinn kom upp. Skipverji sem hafði verið að gera við segullokann hafði farið í land, en þegar hann snéri um borð aftur hafði eldurinn slokknað. Talsverðar hita- og sótskemmdir urðu á salerninu. Goðafoss

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Þann 30. október 2010 kom upp eldur í katli í skorsteini Goðafoss þar sem skipið var á siglingu frá Íslandi til Færeyja í aftaka veðri. Eldur logaði upp eftir skorsteinshúsi skipsins en skipverjum tókst að lokum að ráða niðurlögum eldsins eftir tæplega tveggja tíma slökkvistarf. Skipverjar voru í mikilli hættu við slökkvistörfin sökum veðurhæðar og sjólags en fyllur gengu ítrekað inn yfir skut skipsins þannig að nokkrum skipverjum skolaði nær fyrir borð en þeir náðu að halda sér á þilfarinu. Lágey ÞH Þann 4. desember 2010 kom upp eldur í vélarúmi Lágeyjar ÞH 265 suður af Bjargtöngum. Tókst bátsverjum að slökkva eldinn og komast aftur til hafnar í fylgd björgunarskipsins Varðar II.

153


Skip sem sukku Snorri SU Þann 2. janúar 2010 sökk Snorri SU 209 við bryggju á Fáskrúðsfirði. Báturinn var mannlaus og var síðar hífður á land. Mar GK Þann 19. maí 2010 kom leki að vélarúmi Mar GK 21 þar sem báturinn var á handfæraveiðum á SV miðum. Bátsverjar gangsettu dælur en þær höfðu ekki undan lekanum. Annar bátur, Jói Brands, kom að og bjargaði skipverjanum en þá var báturinn að sökkva. Björgunarskipið Oddur V. Gíslason kom á staðinn en þá stóð aðeins stefnið á Mar GK upp úr. Hann tók flakið í tog til Grindavíkur þar sem það var híft á land. Stormur SH Þann 29. júní 2010 sökk Stormur SH 333 við bryggju í Njarðvík. Vegfarandi hafði komið að bátnum þar sem hann var sokkinn og hékk í landfestum með annan bát utan á sér. Stormur SH hafði legið í höfninni óhreyfður í um þrjú ár. Ver RE Þann 24. júlí 2010 sökk Ver RE 112 við bryggju í Reykjavík en báturinn hafði legið í höfninni í um fimm ár. Gæskur RE Þann 25. júlí 2010 urðu vaktmenn LHG varir við að Gæskur RE 91 væri að sökkva við bryggju í Reykjavík. Reynt var að dæla úr honum með aðstoð Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins en án árangurs þannig að hann sökk. Báturinn hafði legið í höfninni í um þrjú ár.

Skip sem strönduðu Óskar RE

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Þann 7. mars 2010 strandaði Óskar RE 157 í Hafnarfjarðarhöfn þegar skipið var að fara þaðan áleiðis til Grænlands. Bilun kom upp í stjórnbúnaði og olli strandinu en á næsta flóði tókst að ná skipinu af strandstað.

Lágey ÞH Þann 26. mars 2010 strandaði Lágey ÞH 265 við Héðinshöfða en báturinn var á leið frá Kópaskeri til Húsavíkur. Ekki reyndist unnt að ná bátnum af strandstað frá sjó og var hann því tekinn á land mikið skemmdur.

154


Skipsskaðar og slys á sjó 2010

Fjöður GK Þann 9. júní 2010 strandaði Fjöður GK 90 í Fuglavík sem er rúma eina sjómílu sunnan Sandgerðishafnar. Var báturinn á leið til hafnar í Sandgerði þegar hann strandaði en Björgunarsveitin Sigurvon náði bátnum af strandstað á næsta flóði. Skúlaskeið Þann 19. júní 2010 strandaði farþegabáturinn Skúlaskeið við Akurey þar sem hann var í útsýnissiglingu með farþega. Björgunarbáturinn Stefnir kom á strandstað og ferjaði farþega bátsins yfir í annað skoðunarskip. Flaut Skúlaskeið á næsta flóði.

Sæfari Þann 10. september 2010 tók farþegabáturinn Sæfari niðri við Hrappsey í útsýnisferð við Suðureyjar á Breiðafirði. Bátsverjinn óskaði eftir aðstoð og farþegaskipið Særún dró bátinn til hafnar. Háey ÞH Þann 23. september 2010 strandaði Háey ÞH 275 í fjörunni undir Hólshöfða suður af Raufarhöfn þegar báturinn var á landleið til Raufarhafnar. Björgunarskipið Gunnbjörg dró Háey ÞH á flot og til hafnar.

Kári AK Þann 26. september 2010 rak Kára AK 33 á land í Hvammsvík í Hvalfirði en báturinn hafði legið þar undan við festar. Enginn var um borð og tókst að ná honum á flot með eigin vélarafli á næsta flóði. Víkingur KE

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Þann 14. nóvember 2010 tók Víkingur KE 10 niðri á klettaflös á Brennunípu á milli Grófarhafnar og Helguvíkur við Keflavík. Tókst að losa bátinn strax með því að bakka en leki var kominn að honum. Tókst að sigla inn í Grófina þar sem hann var tekinn á land. Hákon EA Þann 16. nóvember 2010 tók nótaskipið Hákon EA 148 niðri á milli Leiðólfseyjar og Vaðstakksness skammt vestan Stykkishólms en skipið var þar að síldveiðum. Eftir lekaleit kom í ljós leki á bakborðssíðu og var skipinu siglt til hafnar í Grundarfirði þar sem í ljós kom stórt gat á skipinu en í því stóð steinn. Var ákveðið að setja skúffu yfir gatið með steininum til að unnt væri að sigla skipinu til viðgerðar.

155


» Banaslys 2010 Árið 2010 létust 26 einstaklingar af slysförum sem er einum fleira en í fyrra. Heldur dró úr banaslysum í umferðinni en í ár fórust átta einstaklingar á móti 17 í fyrra. Flestir létust í heima og frístundaslysum eða níu einstaklingar, tveir í vinnuslysum, þrír í drukknunarslysum, þrír í öðrum slysum og einn í sjóslysi. Flestir sem létust voru karlmenn eða 17. Átta konur létust og eitt barn. Börn teljast þeir sem eru 14 ára eða yngri. Flestir létust í marsmánuði eða 11 einstaklingar og átta einstaklingar létust í janúar.

Umferðarslys 13. mars lést Þórólfur Helgi Jónasson, 21 árs, þegar bíll sem hann ók hafnaði utan vegar á Vallarvegi skammt sunnan við Egilsstaði á Héraði. Þórólfur Helgi var ógiftur og barnlaus. 25. apríl lést Lena Margrét Hinriksdóttir, 18 ára, af völdum áverka sem hún hlaut þegar bíll sem hún var farþegi í hafnaði á ljósastaur og valt síðan við Mánatorg í Reykjanesbæ þann 24. apríl. 25. apríl lést Unnur Lilja Stefánsdóttir, 18 ára, af völdum áverka sem hún hlaut þegar bíll sem hún var farþegi í hafnaði á ljósastaur og valt síðan við Mánatorg í Reykjanesbæ þann 24. apríl. Unnur Lilja var búsett í foreldrahúsum. 20. júní lést Anne Marie Reinholdtsen, 59 ára, af völdum áverka sem hún hlaut þegar vélhjól sem hún ók lenti í árekstri við jeppa á gatnamótum á þjóðveginum á móts við bæinn Litlaholt, skammt sunnan Gilsfjarðarbrúar. Anne Marie var norsk en var búsett á íslandi, þar sem hún var yfirforingi í Hjálpræðishernum á Íslandi. 22. september lést Hörður Júlíusson, 81 árs, eftir áverka sem hann hlaut í bílslysi skammt frá Höfn í Hornafirði. Hann lætur eftir sig eiginkonu og uppkomin börn. ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

27. nóvember lést Jóhanna Þórunn Emilsdóttir, 77 ára, af völdum áverka sem hún hlaut þegar ekið var á hana þegar hún var á göngu í Borgarnesi. Hún lætur eftir sig fjögur uppkomin börn. 18. desember lést Hörður Ingvaldsson, 50 ára, af völdum höfuðáverka er hann hlaut þegar ekið var á hann er hann gekk yfir Snorrabraut í Reykjavík. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö uppkomin börn. 27. desember lést Hilmar Tómasson, 35 ára, af völdum áverka sem hann hlaut í umferðarslysi sem varð í Langadal í Húnavatnssýslu. Hann lætur eftir sig tvær ungar dætur.

156


Banaslys 2010

Heima- og frítímaslys 7. janúar lést Kristinn Freyr Arason, 24 ára, þegar kviknaði í Hverfisgötu 28 í Reykjavík þar sem hann bjó. Kristinn Freyr var ókvæntur og barnlaus. 30. janúar lést Halldóra Benediktsdóttir, 45 ára, þegar hún féll niður í sprungu á Langjökli þar sem hún var í jeppaferð. Halldóra lætur eftir sig eiginmann og þrjú börn. 6. apríl lést Friðgeir Fjalar Víðisson, 55 ára, þegar hann varð úti að Fjallabaki. Friðgeir Fjalar var ókvæntur og barnlaus. 6. apríl lést Kristín R. Steingrímsdóttir, 43 ára, þegar hún varð úti að Fjallabaki. Kristín var ógift og barnlaus. 10. maí lést Grzegorz Czeslaw Rynkowski, 34 ára, þegar sviffallhlíf sem hann var í skall utan í hamravegg vestan í Ingólfsfjalli. Hann var fæddur í Póllandi en var búsettur á Íslandi. Hann lætur eftir sig sambýliskonu. 17. maí lést Kristófer Darri Ólafsson, 3 ára, þegar róluband vafðist um háls hans á leiktæki sem hann var að leika sér í. 9. júní lést Andreas Hendrik Jantchorz, 48 ára þýskur ferðamaður, er hann féll fram af hömrum í Látrabjargi. Hann lætur eftir sig eiginkonu. 11. júlí lést Ástríður Tómasdóttir, 20 ára er hún féll fyrir björg, í urðum austan við Neskaupsstað. 17. ágúst lést Óttar Rafn Garðarsson, 49 ára, af völdum höfuðáverka sem hann hlaut þegar hann féll úr stiga á heimili sínu.

Drukknunarslys 6. maí lést Eric John Burton, 70 ára, þegar hann drukknaði í Hafnarfjarðarhöfn. Hann var Englendingur búsettur á Spáni. Eric lætur eftir sig sambýliskonu ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

19. júní lést Sylvain Legurgue, 32 ára, ferðamaður við köfun í Silfru á Þingvöllum. Hann lætur eftir sig unnustu. 22. maí lést Marís Þór Jochumsson, 39 ára, þegar hann fékk sér sundsprett í sjónum frá tanga sunnan við höfnina í Stykkishólmi. Hann lætur eftir sig unnustu og börn úr fyrra sambandi.

Sjóslys 17. apríl lést Guðmundur Kristinn Steinsson, 32 ára, þegar hann féll útbyrðis af frystitogaranum Hrafni GK 111. Guðmundur Kristinn lætur eftir sig unnustu.

157


Skipting eftir tegund banaslys Heima- og frítímaslys 34%

Umferðarslys 30%

Önnur slys 12%

Sjóslys 4%

Vinnuslys 8%

Drukknun 12%

Kynjahlutfall í banaslysum árið 2010 Karlmenn

Konur

Börn 14 ára og yngri

1 8

Öll slys árið 2010

17 0

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Umferðarslys árið 2010

4 4

Vinnuslys 18. janúar lést Donatas Jakas , 28 ára, þegar hann féll niður af vinnupalli við Sefgarða á Seltjarnarnesi. Jakas var frá Litháen en búsettur hér á landi. Hann lætur eftir sig eiginkonu. 30. júní lést Óskar Stefánsson, 30 ára, af völdum brunasára sem hann hlaut eftir að sprenging varð í ofni Járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga, þar sem hann starfaði. Óskar lætur eftir sig dóttur á unglingsaldri.

158


Banaslys 2010

Önnur slys 22. janúar lést Örn Norðdahl Magnússon, 23 ára, af völdum áverka sem hann fékk 19. janúar þegar rörasprengja sprakk. Örn var ókvæntur og barnlaus. 27. janúar lést Erla Magnúsdóttir, 41 árs, af völdum ofkælingar sem hún varð fyrir að morgni 23. janúar. Erla lætur eftir sig eiginmann og fimm börn. 5. mars lést Jónas Þorleifsson, 53 ára, þegar hann varð úti rétt við Hveragerði. Jónas var ókvæntur og barnlaus.

Íslendingar sem létust erlendis og eru því skráðir í banaslysatölur þar 11. janúar lést Hálfdán Björn Guðmundsson, 61 árs, þegar hann féll útbyrðis af bátnum Martin Senior í Noregi. Hálfdán var íslenskur ríkisborgari með lögheimili í Noregi. 21. september lést Árni Þór Steinarsson, 26 ára, í vinnuslysi á Grænlandi. Hann var ókvæntur og barnlaus. 20. október létust hjónin Jóhann Árnason, 25 ára, og Dagbjört Þóra Tryggvadóttir, 34 ára, í bílslysi í Tyrklandi þar sem þau voru á ferðalagi. Jóhann og Dagbjört voru búsett í Danmörku. Þau láta eftir sig ungan son. 22. október lést Árni Freyr Guðmundsson, 29 ára, þegar hann fékk í sig raflost frá spennistöð í borginni Riga í Lettlandi þar sem hann var á ferðalagi. Árni lætur eftir sig unnustu.

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

29. október lést Kjartan Björnsson, 23 ára, þegar hann varð fyrir lest í Drammen í Noregi. Árni var búsettur í Noregi.

159


» Björgunarskip og bátar Slysavarnafélagið Landsbjörg á 14 stór björgunarskip sem staðsett eru hringinn í kringum landið. Flest björgunar-skipanna eru af gerðinni ARUN Class, byggð hjá Haimatic ltd. í Bretlandi og keypt notuð af Konunglega breska sjóbjörgunarfélaginu. Þau eru smíðuð sérstaklega sem björgunarskip og búin flestum fullkomnustu tækjum til björgunar á sjó. Í skipunum eru tvær Caterpillar vélar sem hvor um sig skilar 500 hestöflum en ganghraði skipanna er um 17 sjómílur. Skipin eru  14,7 m á lengd, 5,2 m á breidd og djúprista er 1,58 m. Skipin eru í eigu Slysavarnafélagsins Landsbjargar en rekin af björgunarbátasjóðum á þeim stöðum sem þau eru staðsett.

Ásgrímur S. Björnsson

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Staðsetning: Reykjavík Fjöldi í áhöfn: 6 manns Ganghraði: 16-17 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög­ bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra­ búnaður, 3 sjúkrabörur, súrefni, slökkvi­ tæki, föst brunadæla, slöngur og stútar, 2 reykköfunartæki, sjódæla, léttabátur og mótor, 6 m björgunar­bátur.

Einar Sigurjónsson

Staðsetning: Hafnarfjörður Fjöldi í áhöfn: 6 manns Ganghraði: 16-17 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög­ bundinn björgunarbúnaður skipa, lyfja­ kista, laus sjúkrabúnaður, súrefni, 2 skel­ börur, 2 börur, varma­poki, föst brunadæla, slöngur og stútar, fluglínutæki, léttabátur, neyðarnótin Hjálp, belti til hífingar úr sjó.

Gunnar Friðriksson

ÚTKALLSSÍMI

björgunarsveita

112 160

Staðsetning: Ísafjörður Fjöldi í áhöfn: 6 manns Ganghraði: 16-17 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög­ bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra­ búnaður, 2 skelbörur, börur, föst bruna­dæla, laus brunadæla, slöngur og stútar, léttabátur, neyðarnótin Hjálp, 8 og 20 m björgunarbátar.


Björgunarskip og bátar

Hannes Þ. Hafstein

Björg

Staðsetning: Sandgerði Fjöldi í áhöfn: 6 manns Ganghraði: 16-17 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög­ bundinn björgunarbúnaður skipa, lyfja­ kista, laus sjúkrabúnaður, súrefni, 2 skel­ börur, 2 börur, varma­poki, föst brunadæla, slöngur og stútar, fluglínutæki, léttabátur, neyðarnótin Hjálp, belti til hífingar úr sjó.

Staðsetning: Rif Fjöldi í áhöfn: 6 manns Ganghraði: 16-17 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög­ bundinn björgunarbúnaður skipa, lyfja­ kista, laus sjúkrabúnaður, súrefni, slökkvi­tæki, föst bruna­dæla, 2 lausar brunadælur, slöngur og stútar, léttabátur og mótor, Björgvinsbelti, neyðar­nótin Hjálp.

Jón Oddgeir

Sigurvin Staðsetning: Siglufjörður Fjöldi í áhöfn: 4-6 manns Ganghraði: 15-18 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög­ bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra­ búnaður, skelbörur, seglbörur, slökkvi­ tæki, 3 sjódælur, léttabátur og mótor, 4 björgunargallar, 8 þurrbúningar, 5 RNLI bjargvesti, 6 m björgunarbátur á skotgálga, Björgvinsbelti.

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Staðsetning: Sandgerði Fjöldi í áhöfn: 6 manns Ganghraði: 16-17 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög­ bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra­ búnaður, 2 skelbörur, börur, föst bruna­dæla, laus brunadæla, slöngur og stútar, léttabátur, neyðarnótin Hjálp, 8 og 20 m björgunarbátar.

161


Oddur V. Gíslason

Sveinbjörn Sveinsson

Hafbjörg

Gunnbjörg

Staðsetning: Grindavík Áhöfn 4-6 manns Ganghraði 17-19 sm/klst Sjúkra og björgunarbúnaður um borð Lögbundinn björgunarbúnaður skipa, lyfjakista, laus sjúkrabúnaður, súrefni, skelbörur, börur, varmapoki, föst brunadæla, slöngur og stútar, fluglínutæki, léttabátur, neyðarnótin Hjálp, belti til hífingar úr sjó.

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Staðsetning: Neskaupstaður Fjöldi í áhöfn: 6 manns Ganghraði: 16-17 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög­ bundinn björgunarbúnaður skipa, lyfja­ kista, laus sjúkrabúnaður, súrefni, 2 skel­ börur, 2 börur, varmapoki, föst brunadæla, slöngur og stútar, fluglínutæki, léttabátur, neyðarnótin Hjálp, belti til hífingar úr sjó.

162

Staðsetning: Vopnafjörður Fjöldi í áhöfn: 4-6 manns Ganghraði: 16-17 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög­ bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra­ búnaður, sjúkrabörur, Björgvinsbelti, laus lensi­ dæla (bensín), léttabátur (Zodiac MK II 30 Hp), 6 flotgallar, sjódælur á báðum aðalvélum.

Staðsetning: Raufarhöfn Fjöldi í áhöfn: 4-6 Ganghraði: 17-19 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög­ bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra­ búnaður, 3 x sjúkrabörur, súrefni, slökkvitæki, föst brunadæla, slöngur og stútar, sjódæla, léttabátur + mótor, 6 m. björgunar­bátur. Annar búnaður: 2 x krókstjakar, hífinga­gálgar á síðum, 2 x brunaslönguúttök.


Björgunarskip og bátar

Vörður II

Staðsetning: Vestmannaeyjar Fjöldi í áhöfn: 5 manns Ganghraði: 27 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög­ bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra­ búnaður, súrefni, kedvesti, bakbretti, spelkur, vökvasett, sjúkrabörur, trollbörur, skrapa, skel­ börur, búnaður til öndunar­aðstoðar. Þór er búinn eins og sjúkrabíll fyrir utan hjarta­stuð­tæki.

Staðsetning: Patreksfjörður Fjöldi í áhöfn: 4-6 Ganghraði: 16-18 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lögbundinn björgunarbúnaður skipa, lyfjakista, laus sjúkrabúnaður, súrefni, slökkvitæki, föst brunadæla, 2 x laus brunadæla, slöngur og stútar, léttabátur + mótor, Björgvinsbelti, neyðar-nótin Hjálp.

Ingibjörg

Húnabjörg

Staðsetning: Höfn í Hornafirði Fjöldi í áhöfn: 5-6 Ganghraði: 17-19 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög­bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra­búnaður, 3 x sjúkabörur, súrefni, slökkvitæki, föst brunadæla, slöngur og stútar, 2 x reyk­köfunartæki, sjódæla, léttabátur + mótor, 6 m. björgunarbátur. Annar búnaður: 2 x krókstjakar, hífingagálgar á síðum, 2 x brunaslönguúttök.

Staðsetning: Skagaströnd Fjöldi í áhöfn: 5-6 Ganghraði: 17-19 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög­ bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra­ búnaður, 3 x sjúkabörur, súrefni, slökkvitæki, föst brunadæla, slöngur og stútar, sjódæla, léttabátur + mótor, 6 m. björgunarbátur. Annar búnaður: 2 x krókstjakar, hífingagálgar á síðum, brunaslönguúttak.

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Þór

163


» Lög Slysavarnafélagsins Landsbjargar 1. gr. Heiti félagsins Félagið heitir Slysavarnafélagið Landsbjörg. Lögheimili og varnarþing þess er í Reykjavík. 2. gr. Hlutverk Hlutverk félagsins er að reka öflugt björgunar- og slysavarnastarf. 3. gr. Einkenni Merki félagsins er gulur kross og björgunarhringur umhverfis hann. Undir tákninu er nafn félagsins ritað. Stjórn setur reglur um nánari útfærslu og notkun á merki félagsins. 4. gr. Skipulag Ákvörðunar- og framkvæmdavald Slysavarnafélagsins Landsbjargar er í höndum landsþings, fulltrúaráðsfundar og stjórnar, samkvæmt því sem nánar segir í lögum þessum.

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

5. gr. Aðild Rétt til aðildar að Slysavarnafélaginu Landsbjörg eiga allar félagseiningar sem hafa björgunarog/eða slysavarnamál á stefnuskrá sinni. Hver félagseining Slysavarnafélagsins Landsbjargar er sjálfstæð gagnvart félaginu, bæði hvað varðar störf sín og fjármál. Unglingadeildir geta starfað innan félagseininga. Slysavarnafélagið Landsbjörg starfar í tengslum við Bandalag íslenskra skáta og önnur félög og stofnanir sem starfa að björgunar- og slysavarnamálum. Inntaka nýrrar félagseiningar er háð samþykki landsþings en lög hinnar nýju félagseiningar og félagatal skal þá liggja fyrir. Stjórn félagsins er heimilt að veita félagseiningu, sem uppfyllir nefnd skilyrði, inngöngu með fyrirvara um samþykki þings. Gerist félagseining eða stjórn hennar sek um brot á lögum þessum er landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar heimilt að víkja henni úr félaginu, að því tilskyldu að 2/3 hlutar þingfulltrúa greiði því atkvæði. Úrsögn félagseiningar úr félaginu er því aðeins gild að hún hafi verið samþykkt á lögmætum aðalfundi hennar og að stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafi verið tilkynnt með tveggja mánaða fyrirvara að tillaga um úrsögn komi til afgreiðslu á fundinum. Úrsögn tekur gildi frá lokum þess reikningsárs félagsins er hún hlýtur samþykki. Félagseining, sem vikið hefur verið úr félaginu eða hefur sagt sig úr því, á ekki tilkall til sjóða þess eða annarra eigna, en veita má henni aðild að nýju. Allir geta gerst styrktaraðilar að Slysavarnafélaginu Landsbjörg.

164


Lög Slysavarnafélagsins Landsbjargar

6. gr. Réttindi og skyldur félagseininga Allar félagseiningar eiga jafnan rétt á þeirri þjónustu sem félagið getur látið í té. Félagseiningar skulu árlega halda aðalfund. Þar leggi stjórnir þeirra fram skýrslu um störf liðins árs og ársreikninga áritaða af stjórn. Félagseiningar skulu árlega senda starfsskýrslu og ársreikninga til skrifstofu félagsins. Að uppfylltum þessum skilyrðum öðlast félagseining rétt til úthlutunar úr sameiginlegum sjóðum félagsins og atkvæðisrétt á fulltrúaráðsfundi og landsþingi, ella teljast einingar óvirkar. Verði eining óvirk um lengri eða skemmri tíma skal stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar ráðstafa eigum hennar samkvæmt lögum félagseiningarinnar og í samráði við heimamenn. 7. gr. Fjármál Slysavarnafélagið Landsbjörg aflar fjár á þann hátt sem fulltrúaráðsfundur í nóvember ákveður. Fjárhagsáætlun félagsins fyrir næsta ár skal lögð fyrir fulltrúaráðsfund til afgreiðslu. Landsþing ákveður hlutfallsskiptingu þess fjár sem félagseiningar fá úr sameiginlegum fjáröflunarverkefnum. Breytingar á slíkri samþykkt taka gildi um næstu áramót þar á eftir. Sameinist félagseiningar, tvær eða fleiri, halda þær óbreyttri fjárúthlutun úr sameiginlegum fjáröflunarverkefnum í tvö almanaksár frá sameiningu. Reikningsár félagsins er almanaksárið. Fyrir lok apríl ár hvert sendir stjórnin félagseiningunum endurskoðaða reikninga félagsins.

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

8. gr. Landsþing Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar fer með æðsta vald í málefnum félagsins og skal það haldið fyrir lok maímánaðar, annað hvert ár. Til landsþings skal boða bréflega með sjö vikna fyrirvara. Eigi síðar en þrem vikum fyrir landsþing skal stjórnin senda félagseiningunum dagskrá þingsins, tillögur um lagabreytingar, tillögur fjárveitinganefndar og tillögur uppstillingarnefndar. Stjórn félagsins getur boðað til aukaþings með sama hætti. Einnig skal boða til aukalandsþings ef 3/4 félagseininga óska þess og skal stjórn félagsins boða til aukalandsþings eigi síðar en fjórum vikum frá því beiðnin um aukalandsþing kom fram. Á aukalandsþingi skal einungis taka fyrir mál samkvæmt útsendri dagskrá en að öðru leyti gilda almenn þingsköp. Eftirfarandi mál skulu tekin fyrir á landsþingi: 1) Formaður setur þingið og stýrir kjöri þingforseta, varaþingforseta og regluvarðar. 2) Þingforseti skipar tvo fundarritara og stýrir kjöri kjörnefndar, sem skal skipuð þremur þingfulltrúum, og allsherjarnefndar, sem skal skipuð fimm þingfulltrúum. 3) Skýrslur stjórnar og reikningar. 4) Inntaka nýrra félagseininga. 5) Niðurstöður milliþinganefnda. 6) Ýmis þingmál. 7) Lagabreytingar.

165


8) Kosning: a) formanns, b) átta stjórnarmanna, c) tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara, d) fjárveitinganefndar, laganefndar og uppstillingarnefndar, e) annarra nefnda. 9) Önnur mál. Kjörnefnd skal hafa eftirlit með undirbúningi og framkvæmd kosninga, skera úr um kjörgengi og kosningarétt, hafa yfirumsjón með talningu atkvæða og skera úr um gildi vafaatkvæða. Allsherjarnefnd skal vinna úr og samræma álitamál sem upp kunna að koma á þinginu og fundarstjóri vísar málum til. Ef ágreiningur er innan þingnefndar við ákvarðanatöku ræður meirihluti nefndarmanna og er ákvörðun þingnefndar endanleg. Kosið er skv. 8. tölulið í þeirri röð sem þar er ákveðin. Kosning skal ávallt vera skrifleg/rafræn. Kjörseðill er því aðeins gildur að kosnir séu jafnmargir og kjósa skal hverju sinni. Falli atkvæði jafnt skal varpa hlutkesti til að skera úr um hver frambjóðenda hefur náð kjöri. Séu framboð jafnmörg og fjöldi þeirra sem kjósa skal telst sjálfkjörið og kosning fer ekki fram. Þeir sem ekki ná kjöri skv. a-lið 8. tl. 2. mgr. 8. gr. verða sjálfkrafa í kjöri skv. b-lið 8. tl. 2. mgr. 8. gr. 9. gr. Réttindi á landsþingi Rétt til setu á landsþingi félagsins eiga allir fullgildir félagar félagseininga. Hver félagseining fer með tvö atkvæði á þingi. Enginn þingfulltrúa fer nema með eitt atkvæði. Þingfulltrúi skal vera lögráða. Ef félagseiningar, tvær eða fleiri, sameinast skulu þær á næsta landsþingi þar á eftir halda atkvæðisrétti eins og þær hefðu ekki sameinast en þar á eftir fara með tvö atkvæði á þingi. Kjörbréf, undirritað af formanni eða stjórnarmanni hverrar félagseiningar, skal leitast við að afhenda fyrir upphaf landsþings. Allir fullgildir félagar félagseininga á landsþingi hafa kosningarétt samkvæmt 1. og 2. tl. 2. mgr. 8. gr.

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

10. gr. Stjórn Landsþing kýs félaginu stjórn til tveggja ára í senn. Í stjórn félagsins sitja formaður, varaformaður, ritari og gjaldkeri, auk fimm meðstjórnenda. Kjörgengir í stjórn félagsins eru allir lögráða menn. Stjórn félagsins fylgir eftir samþykktum landsþings og fulltrúaráðs. Stjórnin er í fyrirsvari fyrir félagið og ber ábyrgð á fjárreiðum þess. Afl atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum. Séu atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns. Formaður boðar stjórn til fundar. Stjórnarfundur er löglegur ef meirihluti stjórnarmanna sækir fund. Stjórn kemur að jafnaði saman mánaðarlega. Fundargerðir skulu ritaðar. Stjórn boðar til landsþings og annarra funda, þar á meðal funda fulltrúaráðs og formanna. Hún undirbýr fundarmálefni, framfylgir fundaráætlunum og annast störf milli funda. Stjórn félagsins er í fyrirsvari fyrir félagið gagnvart einstaklingum, lögaðilum eða ríkisvaldi í

166


Lög Slysavarnafélagsins Landsbjargar

sameiginlegum málefnum félagsins. Á fyrsta fundi stjórnar skal stjórn skipta með sér verkum og gera skipurit og starfslýsingu sem vera skal félagsmönnum aðgengileg. Stjórn er heimilt að skipa nefndir sér til aðstoðar og ákveður verksvið þeirra. Í upphafi starfstímabils stjórnar skal skipa samráðsnefnd um málefni unglingadeilda. Stjórnin ber ábyrgð á að starfsemi félagsins sé innan ramma fjárhagsáætlunar, samþykkta landsþings og fulltrúaráðsfunda. Stjórnin ræður framkvæmdastjóra félagsins. 11. gr. Skýrsla stjórnar Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar skal á hverju ári gefa út ársskýrslu um starfsemi félagsins. 12. gr. Milliþinganefndir Í fjárveitinganefnd skal kjósa formann, auk fjögurra fulltrúa; í laganefnd skal kjósa formann, auk tveggja fulltrúa; í uppstillingarnefnd skal kjósa formann, auk tveggja fulltrúa. Ef landsþing skipar aðrar milliþinganefndir en að framan greinir skal það vera ákvörðun landsþings hver fjöldi og hvernig uppbygging nefndarinnar skuli vera hverju sinni. Nefndirnar skulu skila tillögum sínum til stjórnar eigi síðar en fjórum vikum fyrir landsþing. Milliþinganefndir skulu taka til starfa að þingi loknu og starfa fram til loka þess næsta. Eftirfarandi skal vera hlutverk nefndanna: a) Fjárveitinganefnd skal sjá um endurskoðun á úthlutunarkerfi félagsins og leggja fram tillögu um skiptingu fjármagns til félagseininga á landsþingi. b) Laganefnd skal annast endurskoðun á lögum félagsins, hafa eftirlit með því að þau standist rétt íslenskt málfar og brjóti ekki í bága við landslög. c) Uppstillingarnefnd skal tryggja að fram komi að minnsta kosti eitt framboð til hvers embættis innan stjórnar og þeirra nefnda sem getið er í 8. tl 2. mgr. 8. gr. Komi fram tvö eða fleiri framboð til embættis skal uppstillingarnefnd raða frambjóðendum eftir stafrófsröð. Uppstillingarnefnd skal leitast við að stjórn endurspegli breidd félagsins og skal jafnræðis gætt við kynningu á frambjóðendum. ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

13. gr. Varasjóður Slysavarnafélagið Landsbjörg skal eiga varasjóð. Varasjóði Slysavarnafélagsins Landsbjargar er ætlað: a) að mæta hugsanlegum samdrætti í tekjum; b) að vera tryggingarsjóður vegna áfalla sem félagið kann að verða fyrir; c) að fjármagna önnur verkefni sem fulltrúaráðsfundir eða landsþing ákveða. Fé er lagt í varasjóð í samræmi við samþykktir fulltrúaráðsfunda og landsþinga. Varasjóð skal byggja upp að því marki að upphæð hans nemi um það bil heildarlaunagreiðslum félagsins í sex

167


mánuði og beinum framlögum aðildareininga í 12 mánuði. Þar til því marki er náð skal ávöxtun varasjóðs bætt við höfuðstól hans. Ráðstöfun fjár úr varasjóði er aðeins heimil með samþykki fulltrúaráðsfunda eða landsþinga. Veðsetning varasjóðs, eða lántaka úr honum til skemmri eða lengri tíma, er óheimil nema með samþykki fulltrúaráðsfundar eða landsþings. Varasjóður skal varðveittur í banka eða hjá löggiltu verðbréfafyrirtæki. Meginstefna við vörslu hans skal vera öryggi frekar en há ávöxtun. 14. gr. Fulltrúaráð Fulltrúaráðsfundir fara með æðsta vald Slysavarnafélagsins Landsbjargar milli landsþinga og þá sitja einn fulltrúi hverrar félagseiningar, ásamt stjórn félagsins. Hver félagseining fer með eitt atkvæði á fulltrúaráðsfundi og hver stjórnarmaður félagsins hefur eitt atkvæði. Fulltrúaráð kemur saman til fundar í nóvember ár hvert, svo og þegar tíu félagseiningar æskja þess eða stjórn félagsins ákveður. Ef tíu félagseiningar hafa óskað eftir fulltrúaráðsfundi skal stjórn félagsins boða til fundarins eigi síðar en fjórum vikum frá því fundarbeiðnin kom fram. Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar boðar fundi og skal það gert með minnst tíu daga fyrirvara. Fundarboð skulu send félagseiningum ásamt dagskrárgögnum. Formaður félagsins setur fundi fulltrúaráðs og stýrir kjöri fundarstjóra. Meirihluti atkvæða ræður úrslitum mála, nema annars sé getið í lögum félagsins. 15. gr. Formannafundir Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar skal boða til fundar með formönnum félagseininga það ár sem landsþing er ekki haldið. Formannafundur er vettvangur umræðna um þau mál sem snerta starf félagseininga. Í stað eins sameiginlegs formannafundar allra félagseininga má boða til funda eftir starfsvettvangi þeirra. Formannafundir hafa ekki ákvörðunarvald í málefnum félagsins.

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

16. gr. Endurskoðun Reikningar Slysavarnafélagsins Landsbjargar skulu skoðaðir ár hvert af löggiltum endurskoðanda. Félagsleg endurskoðun reikninga er í höndum tveggja manna sem landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar kýs til tveggja ára í senn. Skoðunarmenn reikninga mega ekki sinna öðrum störfum fyrir félagið sem snerta fjármál. Þeir bera ábyrgð fyrir landsþingi félagsins, þeir skulu eiga greiðan aðgang að öllu bókhaldi félagsins og er stjórninni skylt að veita þeim allar nauðsynlegar upplýsingar um fjármál og reikningshald þess. Felli landsþing reikninga félagsins fer fram yfirskoðun eftir reglum sem þingið setur. Að þeirri yfirskoðun lokinni skal boðað til framhaldsþings sem tekur nánari ákvörðun um reikninga.

168


Lög Slysavarnafélagsins Landsbjargar

17. gr. Reglur – reglugerðir Stjórn setur reglur og reglugerðir er varða starfsemi félagsins og endurskoðar þær eftir því sem þurfa þykir. Hlutverk reglna og reglugerða er að kveða nánar á um skipulag einstakra þátta í starfsemi félagsins og þær verða ávallt að eiga sér stoð í lögum félagsins. 18. gr. Lagabreytingar og framboðsfrestur Lögum þessum verður ekki breytt nema á landsþingi og þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða til að breyting nái fram að ganga. Tillögur til lagabreytinga og yfirlýsing um framboð til embættis innan stjórnar eða nefnda sem greinir í 8. tl. 2. mgr. 8. gr. skal beint til skrifstofu félagsins eigi síðar en sex vikum fyrir landsþing. 19. gr. Gildistaka

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Lög þessi öðlast þegar gildi. Lög þessi voru samþykkt á landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Akureyri þann 16. maí 2009.

169


» Þingsköp landsþings Slysavarnafélagsins Landsbjargar 1. gr. Þingsetning 1.1 Þegar landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar kemur saman skal formaður setja þingið og stjórna fundi þar til kjörnir hafa verið starfsmenn þingfundar. Þá skal formaður afhenda þingforseta stjórn þingfundar. 2. gr. Starfsmenn 2.1 Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar gerir, í samráði við stjórn félagsins, tillögu um hverjir skuli verða starfsmenn þingsins og ber tillöguna undir þingheim. Sérhver þingfulltrúi hefur rétt til að gera tillögu um starfsmenn. Komi fram fleiri tillögur en ein skal þingið kjósa. Einfaldur meirihluti ræður kjöri. 2.2 Kjörnir starfsmenn skulu vera: Þingforseti, varaforseti, ásamt regluverði. 2.3 Þingforseti skipar tvo þingritara.

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

3. gr. Skyldur starfsmanna 3.1 Þingforseti skal vinna eftir þingsköpum þessum og þeim afbrigðum sem þing samþykkir. Þingforseti stjórnar afgreiðslu mála og kosningum. 3.2 Þingforseti stjórnar umræðum og sér um að allt fari fram með góðri reglu. Hann er ábyrgur fyrir því að dagskráin sé haldin. Verði veruleg röskun á framlagðri dagskrá skal þingforseti hið fyrsta gera þingi grein fyrir óhjákvæmilegum breytingum og bera þær upp. 3.3 Vilji þingforseti taka til máls, frekar en staða hans krefur, skal hann víkja sæti og fela varamanni sínum stjórn fundarins. 3.4 Regluvörður skal fylgjast með því að lögum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sé fylgt í hvívetna, ásamt þingsköpum þessum og vera þingforsetum til aðstoðar við túlkun álitaefna sem upp kunna koma á þinginu. 3.5 Ritarar skulu rita óhlutdræga og réttorða fundargerð. Þeir fylgjast grannt með að allar framkomnar tillögur berist til skrásetningar. Þingritarar bera, ásamt þingforseta, ábyrgð á talningu atkvæða við atkvæðagreiðslu, auk þeirra fulltrúa sem þingforseti hefur kvatt sérstaklega til þeirra starfa. 4. gr. Þingmál 4.1 Fyrsta þingmál, að kosningu starfsmanna og nefnda þingsins lokinni, ef ekki liggja fyrir breytingar á þingsköpum, skal ávallt vera skýrsla stjórnar og reikningar. Að því loknu skal gera grein fyrir þeim tillögum og öðrum málum sem fyrir þinginu liggja.

170


Þingsköp landsþings Slysavarnafélagsins Landsbjargar

4.2 Þingforseti vísar málum til nefnda og umræðuhópa eftir því sem tilefni gefur til. Engin umræða fer fram um tillögur undir þessum lið. 4.3 Þingfulltrúum er heilmilt að bera fram munnlegar breytingartillögur um ákvörðun um vísan mála til nefnda og starfshópa. 4.4 Eigi má taka mál eða tillögu til umræðu fyrr en það hefur verið skýrt og lesið upp af þingforseta eða framsögumanni. 4.5 Heimilt er flutningsmanni tillögu að draga hana til baka á hvaða stigi sem er, hverjum fulltrúa er heimilt að taka hana upp, enda sé það gert innan sama dagskrárliðar. 4.6 Þegar þingmál hefur verið flutt af framsögumanni, skal þingforseti opna mælendaskrá og gefst þá fundarmönnum tækifæri til að taka einu sinni til máls um efni tillögunnar. Að því loknu gefst flutningsmanni færi til fyrri andsvara. Því næst fá fundarmenn að tjá sig öðru sinni og fær flutningsmaður tækifæri til seinni andsvara. Heimilt er þó þingforseta að leyfa að auki stuttar athugasemdir til að menn geti t.a.m borið af sér sakir eða leiðrétt misskilning. 4.7 Heimilt er hverjum þingfulltrúa að flytja rökstudda frávísunartillögu og sker þingið þá úr með einföldum meirihluta. Engar umræður mega fara fram um frávísunartillögu, utan þess að flutningsmanni aðaltillögu er heimil að veita ein andmæli, og fer atkvæðagreiðslan þegar fram að því loknu. Ekki má greinargerð fylgja með frávísunartillögu. 4.8 Gera má tillögu um breytingar á samþykktri dagskrá. Tillögunni skal fylgja rökstuðningur. Samþykki meirihluti þingfulltrúa slíka dagskrártillögu skal þá þegar breyta dagskrá í samræmi við það, enda sé það heimilt samkvæmt lögum félagsins. 5.gr. Nefndir og umræðuhópar 5.1 Þingforseti stýrir kjöri nefnda skv. 2. tl. 2. mgr. 8. gr. laga SL, eftir að hafa skipað fundarritara. 5.2 Á þinginu skulu starfa a.m.k. eftirfarandi nefndir og umræðuhópar: Allsherjarnefnd Kjörnefnd

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Umræðuhópur um björgunarmál Umræðuhópur um slysavarnir Umræðuhópar um unglingamál Umræðuhópar þessir skulu vera opnir öllum þingfulltrúum. Þingfulltrúar með full réttindi skulu skrá sig þar til starfa. Öðrum er þar heimil seta með málfrelsi og tillögurétti. 6. gr. Starfsvið nefnda og umræðuhópa 6.1 Kjörnefnd skal hefja störf að lokinni kosningu hennar. Hún skal leggja fyrir þingið framkomin kjörbréf, sem hún hefur úrskurðað gild. Þeir sem þá hafa ekki lagt inn kjörbréf skulu hafa

171


lokið framlagningu þeirra eða leiðréttingum fyrir lok sjötta dagskrárliðar. Kjörnefnd undirbýr kosningu stjórnar í samræmi við lög félagsins. 6.2 Til allsherjarnefndar skal vísa öllum málum sem ekki heyra undir aðrar nefndir eða umræðuhópa þingsins. Til allsherjarnefndar skal einnig vísa þeim málum sem hafa svo víðtæka merkingu að margar nefndir þyrftu ella að koma að afgreiðslu. Í slíkum tilfellum getur allsherjarnefnd leitað álits um einstök atriði hjá þeim nefndum sem um viðkomandi málaflokk fjalla. Allsherjarnefnd skal vinna úr og samræma álitamál sem upp kunna að koma á þinginu og þingforseti vísa málum til. 6.3 Umræðuhópar um björgunarmál, slysavarnir og unglingamál skulu fjalla um fyrirfram ákveðin málefni og taka til umfjöllunar þær tillögur sem vísað er til þeirra. 6.4 Auk áðurtalinna nefnda og umræðuhópa er þinginu heimilt að skipa sérstakar nefndir eða umræðuhópa um einstök mál, sem þingfulltrúar telja að þurfi sérstaka meðferð. Nefnd má skipa á hvaða stigi málsins sem er, enda nefndinni sett skýr tímamörk. 7. gr. Þingfulltrúar 7.1 Hver fulltrúi á rétt til að flytja mál á þinginu. Mál sem fulltrúar hyggjast flytja skulu hafa borist stjórn félagsins a.m.k tveim vikum fyrir þing og ber að dreifa þeim vélrituðum eða á þinginu. 7.2 Fulltrúi sem óskað hefur eftir að fá að taka til máls og fengið það, skal standa upp úr sæti sínu og mæla þaðan eða úr ræðustól. 7.3 Fulltrúa ber að lúta stjórn þingforseta. Honum ber að sýna félögum sínum og skoðunum þeirra fulla virðingu og varast ótilhlýðileg orð. 7.4 Heimilt er hverjum þingfulltrúa að kveðja sér hljóðs um fundarstjórn þingforseta og skal takmarka ræðutíma við tvær mínútur. 7.5 Skylt er fulltrúum að mæta til þingfunda á réttum tíma. Þeim er skylt að vera viðstaddir atkvæðagreiðslu.

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

8. gr. Afgreiðsla þingmála 8.1 Þingmál skulu lögð fram eins og greint er frá í 4. gr. Þaðan er þeim vísað til nefnda og umræðuhópa. 8.2 Breytingartillögur við framlögð mál verður að bera upp í viðkomandi nefndum og umræðuhópum til þess að hægt sé að bera þær upp við afgreiðslu þingmála. Komi fram tillaga sem viðkomandi nefnd eða umræðuhópur getur ekki fallist á, getur flutningsmaður endurflutt tillöguna við lokaafgreiðslu þingmála. Þannig verða breytingartillögur á framlögðum þingmálum að fá tvær umræður. 8.3 Ekki er framsögumanni nefndarálits skylt að greina frá öðrum tillögum en þeim sem viðkomandi nefnd/umræðuhópur hefur ákveðið að leggja fyrir þingið. 8.4 Heimilt er nefnd/umræðuhóp að tilnefna fleiri en einn framsögumann fyrir sínu áliti. 8.5 Þyki þingfundi ekki ástæða til að gera ályktun um mál getur hann vísað því til stjórnar félagsins.

172


Þingsköp landsþings Slysavarnafélagsins Landsbjargar

9. gr. Atkvæðagreiðsla 9.1 Atkvæðagreiðsla fer venjulega fram með handauppréttingu. Nafnakall má viðhafa, ef atkvæðagreiðsla er óglögg að mati þingforseta eða ef þingheimur krefst þess. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum við afgreiðslu almennra þingmála og þingskapa, en tveir þriðju hluta atkvæða þarf til að samþykkja lagabreytingar. Mál telst fallið við nafnakall ef meirihluti þingfulltrúa greiðir ekki atkvæði. Framkvæma skal stjórnarkjör eins og getið er um í félagslögum. 10. gr. Gildi þingskapa 10.1 Þingsköpum þessum má aðeins breyta á landsþingi. Liggi breytingartillaga á þingsköpum fyrir skal þingforseti kynna hana fyrst allra mála og vísa til allsherjarnefndar. Heimilt er þingforseta að óska afbrigða og að þing starfi eftir tillögu, ef hún er lögð fyrir af til þess kjörinni milliþinganefnd, enda verði tillagan afgreidd á yfirstandandi þingi.

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

11. gr. Þingsköp þessi öðlast þegar gildi. Þingsköp þessi voru samþykkt á auka landsþingi á Grand hóteli 25. nóvember 2006.

173


» Siðareglur félagsins Sérhverju starfi og hlutverki innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar fylgja tilteknar skyldur og þá um leið tilteknar siðareglur. Siðareglur félagsins eru í samræmi við þær siðareglur sem almennt gilda í samfélaginu. Siðareglur félagsins eru leiðbeiningar um það hvernig starfsfólk og félagar bregðist við þegar siðferðileg álitamál koma upp í störfum þess. Í siðareglunum birtast þau gildi sem eiga að einkenna samskipti innan félagsins. Reglurnar ná til allra félags- og starfsmanna. Siðareglunum er ætlað að auðvelda einstaklingum að rækja störf sín vel. Þær leysa félaga þó ekki undan þeirri ábyrgð að reiða sig á eigin samvisku í siðferðilegum efnum. Mikilvægasta hlutverk siðareglnanna er að veita almennari viðmiðanir um breytni og faglega ábyrgð en lagareglum er ætlað, enda gilda þær áfram þegar hinum lögfestu reglum sleppir. Þessum siðareglum er einnig ætlað að varðveita gott orðspor félagsins, ímynd og trúverðugleika.

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

– Við félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg byggjum starf okkar á megingildum félagsins; fórnfýsi, forystu og fagmennsku. – Við sýnum góða hegðun í störfum og vanvirðum á engan hátt félagið, markmið þess eða merki. – Við virðum mikilvægi Slysavarnafélagsins Landsbjargar í samfélaginu og leggjum okkur fram um að félagið verði virt og metið í þjóðfélaginu. – Við virðum lög og reglugerðir. – Við virðum öryggi samborgara okkar og högum starfi okkar þannig að ekki skapist hætta af. – Við gætum þagmælsku um atriði sem við fáum vitneskju um í starfi okkar og leynt skulu fara. Þetta á einnig við um birtingu mynda af slysavettvangi. – Við virðum þann trúnað sem okkur er sýndur þegar okkur eru falin mikilvæg verkefni. – Við virðum tilfinningar, friðhelgi og einkalíf annarra þegar slík mál koma upp í störfum okkar. – Við beitum ekki aðra einelti eða áreitni af neinu tagi. – Við virðum félaga okkar, skjólstæðinga og samstarfsaðila og gerum ekkert það sem rýrir mannorð okkar og félagsins. – Við hlýðum stjórnendum aðgerða eða æfinga og fylgjum því skipulagi sem sett hefur verið upp af stjórnendum. – Við virðum þær vinnureglur sem settar eru svo samhæfing starfa verði góð. – Við virðum verkefni okkar og samstarfsmanna okkar og gerum það sem þarf til þess að verkefnin megi leysa á skilvirkan og fljótan hátt. – Við þekkjum skyldur okkar, viðhöldum þekkingu okkar og kynnum okkur nýjungar er varða starfið til að varðveita hæfni okkar. – Við virðum öryggi og heilsu okkar, samstarfsmanna okkar og skjólstæðinga með því að fara að reglum og þjálfa okkur til að geta aðstoðað aðra í neyð. – Við sýnum fyllstu aðgát og varkárni við stjórn farartækja og gætum þess að valda ekki slysahættu né skemmdum á verðmætum eða náttúru. – Við virðum eignir og verðmæti annarra, mannvirki og sögulegar minjar og forðumst að valda spjöllum á þeim.

174


Siðareglur félagsins

– Við munum í störfum okkar bera og virða skilgreindan einkennisfatnað Slysavarnafélagsins Landsbjargar. – Við virðum merki félagsins við notkun á tækjum okkar og búnaði. – Við neytum ekki áfengis og vímuefna í einkennisfatnaði félagsins. – Við leggjum okkur fram um að láta ekki félaga yngri en 18 ára lenda í aðstæðum sem þeir ráða ekki við. – Við virðum áhuga þeirra og atorku en gerum okkur grein fyrir minni reynslu þeirra. – Við gætum að því að félagar á útkallslista björgunarsveita skulu vera fullra 18 ára. – Við gerum okkur ljóst að ef félagar gerast brotlegir við reglur þessar má vísa þeim úr starfi á vegum félagsins, tímabundið eða að fullu. Einstakar félagseiningar geta sett strangari reglur en verða að gæta þess að tryggt sé að framangreindar reglur séu hluti þeirra.

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

Reglur þessar ná til félaga í björgunarsveitum, slysavarnadeildum og unglingadeildum og starfsmanna Slysavarnafélagsins Landsbjargar, þegar þeir starfa á vegum þess.

175


» Öryggisstefna Stefna Slysavarnafélagsins Landsbjargar er að tryggja öllum félagsmönnum og starfsmönnum eins öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi og frekast er unnt. Markmiðið er að enginn félagsmaður eða starfsmaður bíði heilsutjón af starfi sínu eða verkefnum á vegum félagsins. Í starfsemi félagsins er gert ráð fyrir að fylgt sé öllum kröfum samkvæmt lögum og reglum og að sífellt sé unnið að endurbótum sem stuðla að auknu öryggi félagsmanna, starfsmanna, samstarfsaðila og viðskiptavina.

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

– Við sækjum þau námskeið í Björgunarskólanum og Slysavarnaskóla sjómanna sem fjalla um öryggis- og vinnuverndarmál til að minnka líkur á slysum og óhöppum. – Við sækjum okkur þekkingu í björgunar- og slysavarnamálum bæði erlendis og innanlands til að miðla og nýta í verkefnum á vegum félagsins. – Við gerum kröfu um að aðstaða, tæki og búnaður sé í góðu ástandi og uppfylli öryggiskröfur. – Við ætlumst til að búnaður sem notaður er í starfi félagsins sé skoðaður og prófaður reglulega og standist þær öryggiskröfur sem til hans eru gerðar. – Við viljum að gerðar verði áhættugreiningar fyrir sérstaklega vandasöm svæði og staði, svo sem jarðgöng og jökla, og ætlumst til að slíkar greiningar verði gerðar svo fljótt sem auðið er í samvinnu við aðra viðbragðsaðila og heimamenn. – Við gerum áhættugreiningar fyrir vandasöm verk sem við þurfum að vinna þar sem við gerum okkur grein fyrir verkþáttum, greinum áhættu og finnum leiðir til að vinna verkin án þess að taka óþarfa áhættu. Við æfingar er sérstaklega mikilvægt að taka ekki óþarfa áhættu. – Við hvetjum til virkrar þátttöku aðgerðastjórnenda í þjálfun á öryggismálum. – Við þekkjum og vinnum í samræmi við skráðar öryggisreglur félagsins og gildandi vinnuverndarreglur til að tryggja öryggi fólks, búnaðar og starfsumhverfis. – Við notum undir öllum kringumstæðum viðeigandi öryggisbúnað, hlífðarfatnað og persónuhlífar. – Við tökum virkan þátt í að framfylgja öryggisstefnu félagsins.

176


Eftirtalin fyrirtæki styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg:

Gylfaflöt 9 · 112 Reykjavík · Sími 563 9300 landsnet@landsnet.is www.landsnet.is

Heilsugæsla -Sjómannafélag Sjúkrahú s s Eyjafjarðar Heilsugæsla - Sjúkrahú www.sjoey.is

Heilbrigðisstofnun Þingeyinga Heilbrigðisstofnun Þingeyinga Sími: 464 0500 Sími: 464 0500 www.heilthing.is www.heilthing.is

Heilbrigðisstofnunin Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki, sími 455 4000 Sauðárkróki, sími 455 4000 www.hskrokur.is www.hskrokur.is

Stuðningur þeirra styrkir öflugt björgunar- og slysavarnastarf um allt land.


» Umhverfisstefna Umhverfisstefna félagsins er leiðbeiningar um það hvernig æskilegt er að starfsfólk og félagar umgangist land og náttúru. Umhverfisstefnan nær til allra félags- og starfsmanna. Umhverfisstefnunni er ætlað að minna félaga og starfsmenn á mikilvægi virðingar við náttúru og umhverfi. Umhverfisstefnunni er ætlað að varðveita gott orðspor félagsins, ímynd og trúverðugleika. Við leggjum sérstaka áherslu á eftirtalda þætti:

ÁRBÓK 2011 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG

– Við tökum tillit til umhverfismála í allri starfsemi félagsins og stuðlum þannig að betra umhverfi til sjós og lands. – Við sýnum viðkvæmum landssvæðum virðingu og leitumst við að valda sem minnstu tjóni í umhverfinu þegar unnið er við björgun, verið við æfingar eða á ferðalögum. – Við höfum að leiðarljósi að utanvegaakstur sé ekki stundaður nema í brýnustu neyð og með eins litlum umhverfisáhrifum og kostur er. – Við kynnum og hvetjum til vistvæns aksturs og siglinga. – Við kynnum félögum Slysavarnafélagsins Landsbjargar umhverfismál og hvetjum þá til góðrar umgengni í störfum sínum. – Við stefnum að því að setja okkur mælanleg markmið í umhverfismálum, svo sem varðandi endurvinnslu, innkaup og úrgang. – Við fylgjum öllum stjórnvaldskröfum sem gerðar eru varðandi umhverfismál. – Við vinnum í náinni samvinnu við félaga, viðskiptavini og þjónustuaðila um að þeir uppfylli umhverfismarkmið félagsins. Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur einsett sér að vera til fyrirmyndar í umgengni við land og náttúru.

178


Fiskifélag Íslands Glerárgata 28 | 600 Akureyri sími: 551 0500 | fax: 552 7969 Heimasíða: www.fiskifelag.is netfang: fi@fiskifelag.is


Það eru til óteljandi orð um misjöfn veður aðeins ein leið til að klæða þau af sér.

Höfuðborgarsvæðið: Bankastræti 5, Faxafen 12, Kringlan, Smáralind og Miðhraun 11 Akureyri: Glerártorg Keflavík: Leifsstöð og söluaðilar um allt land

www.66north.is

Klæddu þig vel


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.