ร rbรณk 2014
Fosshótel Austfirðir Nýtt hótel opnar 1. júni Franski spítalinn er kominn í nýjan búning, glæsilegt 3 stjörnu hótel á Fáskrúðsfirði
www.fosshotel.is
Bókaðu núna
REYKJAVÍK:
Fosshótel Baron Fosshótel LInd
AUSTFIRÐIR:
Fosshótel Austfirðir
NORÐURLAND: Fosshótel Dalvík Fosshótel Laugar Fosshótel Húsavík
SUÐ-AUSTURLAND: Fosshótel Vatnajökull Fosshótel Núpar
VESTURLAND:
Fosshótel Reykholt
VESTFIRÐIR:
Fosshótel Vestfirðir
Fosshotel Austfirðir - 750 Fáskrúðsfjörður Sími: 562 4000 - Fax: 562 4001- austfirdir@fosshotel.is
¡
¢
Árbók 2014 Ávarp formanns . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 6 Skýrsla stjórnar 2013 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 8 Útdráttur úr ársreikningi 2013 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 12 Skýrsla björgunar- og slysavarnasviðs 2013 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 14 Björgunarskólinn 2013 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 28 Skýrsla unglingastarfs 2013 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 35 Slysavarnir ferðamanna árið 2013 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 40 Ársskýrsla Slysavarnaskóla sjómanna 2013 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 48 Starfsfólk . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 54 Nefndir og ráð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 55 Björgunarsveitir SL árið 2013 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 58 Slysavarnadeildir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 59 Unglingadeildir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 60 Slysavarnad. Varðan Seltjarnarnesi 20 ára . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 62 Hjálparsveitin Dalbjörg 30 ára . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 65 Slysavarnadeildin Sumargjöf Ólafsvík . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 69 Flugslys á Akureyri . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 71 Mayday – Mayday – Mayday . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 75 Aðgerðir björgunarsveita 2013 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 78 Skipsskaðar og slys á sjó 2013 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 158 Banaslys 2013 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 163 Björgunarskip og bátar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 166 Lög Slysavarnafélagsins Landsbjargar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 171 Þingsköp landsþings Slysavarnafélagsins Landsbjargar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 177 Siðareglur félagsins . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 181 Öryggisstefna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 183 Umhverfisstefna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . 185 ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Forsíðumyndina tók Guðbrandur Örn Arnarson. Útgefandi: Slysavarnafélagið Landsbjörg
M
HV
E R F I S ME
R
KI
U
Umsjón: Ólöf Snæhólm Baldursdóttir Ábyrgðarmaður: Jón Svanberg Hjartarson Prófarkalestur: Haraldur Ingólfsson Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja ISSN 1670-10155 ISBN 978-9979-9903-0-7 141 776
PRENTGRIPUR
4
VIRB hasarmyndavél
VIRB Elite Háskerpu upptökuvél í hasarinn. GPS móttakari sýnir hraða, hæð o.fl. á myndbandi. Tengdu þráðlaust við símann eða önnur Garmintæki. Innbyggður Chroma skjár. Vatnsheld 1 m 30 mín., fjöldi festinga fáanlegur.
DÓTABÚÐ ÚTIVISTARFÓLKSINS
Astro
Rino
Zümo 390
Ertu viss um að Snati geri eins og honum er sagt? Hundaþjálfarar lofa Astro sem sýnir ekki aðeins hvar Snati er heldur hvort hann er á hlaupum, tekur stand, að gelta og svo framvegis.
Vertu í sambandi og sjáðu hvar félaginn er! Sambyggt GPS tæki og VHF talstöð þar sem allt að 50 notendur geta fylgst með hvar hver er á skjánum eða í tölvu.
Ekki stysta leið, ekki hraðasta leið heldur hvaða leið er með flestar beygjur! Nýja Zumo mótorhjólatækið hjálpar þér að fara skemtilegustu leiðina, sjá hver hringir og jafnvel hver loftþrýstingurinn er í dekkjunum.
Íslandskort
HUD
Powertraveller
Gobandit og Tachyon
Nýtt Íslandskort fyrir Garmintæki með nýjum hæðarlínum á jöklum, fleiri slóðar, breyttar götur og vegir, stútfullt af nýjum upplýsingum.
Tengdu HUD við Garmin-appið í símanum og fáðu akstursleiðbeiningar upp á framrúðuna.
Þarftu að hlaða símann, myndavélina eða GPS tækið, jafnvel að gefa bílnum start? Powertraveller vörur í miklu úrvali, vertu í sambandi á ferð og flugi.
Þú færð ekki betri hasarmyndavélar á þessu verði! Örfáar vélar eftir og verða seldar á sýningunni um helgina á bilinu 10.900 til 29.900 kr.
Nýtt 2014
GPS Kort Íslandskort í Garmin GPS tæki Routeable TOPO Iceland for Garmin GPS
Landakort fyrir Garmin GPS tæki með leiðsöguhæfum vegakortum fyrir allt landið ásamt götukorti af bæjarfélögum með heimilisföngum, 40.000 örnefnum, yfir 5.000 áhugaverðum stöðum, landlíkani (DEM) og hæðarlínum með 20 metra millibili. Topographic map of Iceland for Garmin GPS units with routable roads and street maps of cities and towns with addresses, 40.000 geographic points, over 5.000 Points of Interest and elevation lines every 20 meters.
2014
PIPAR\TBWA • SÍA
LAGERÚTSALA
Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577 6000 | www.garmin.is
» Ávarp formanns
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Að starfa sem sjálfboðaliði er sannarlega gefandi. Það eru kannski ekki margir sem velta fyrir sér hversu mikilvægt starf sjálfboðaliðans er í raun og veru, því auk þess að vera þroskandi fyrir þann sem tekur þátt er það nauðsynlegt fyrir samfélagið. Það er víst að lífsgæði okkar Íslendinga væru ekki jafn góð og raun ber vitni ef ekki kæmi til framlag fjölda sjálfboðaliða í hinum ýmsu félögum og samtökum á Íslandi. Slysavarnafélagið Landsbjörg er eitt þeirra fjölmörgu samtaka sjálfboðaliða á Íslandi sem leggja samfélaginu til óteljandi vinnustundir í þeim eina tilgangi að gera umhverfi okkar enn öruggara og betra. Sjálfboðaliðar í einingum Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru hluti af öflugri keðju sem mynda viðbragðskerfið á Íslandi. Viðbragðskerfið byggir á samstarfi margra ólíkra aðila. Þessir aðilar þurfa að geta unnið hnökralaust saman með hagsmuni skjólstæðingsins að leiðarljósi þegar vá steðjar að. Slysavarnafélagið Landsbjörg og aðildarfélög þess hafa lagt sig fram um að bæta samvinnu viðbragðsaðila. Íslenska þjóðin er ekki stór en okkur hefur tekist að skapa öflugt viðbragðskerfi og er ég sannfærður um að það sé viljinn til samstarfs sem og samvinnu allra aðila sem hefur mótað þetta öfluga kerfi. Þetta er afar dýrmætt og ber að vernda með öllum tiltækum ráðum. Á undaförnum árum hefur orðið mikil fjölgun ferðamanna á Íslandi og hafa sjálfboðaliðar innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar sannarlega fundið fyrir verulegri aukningu í verkefnum. Nú er svo komið að breyttar ferðavenjur Íslendinga og fjölgun erlendra ferðamanna er farið að veikja viðbragsgetu félagsins og um leið viðbragðskerfið í heild. Það er því ljóst að grípa þarf til aðgerða. Upplýsingagjöf til ferðamanna er góð en hana má sannarlega bæta. Félagið hefur á undaförnum árum, í samvinnu við ferðaþjónustuna og opinberar stofnanir, haldið á lofti forvörnum og slysavörnum meðal ferðafólks sem hyggst dvelja í íslenskri náttúru. Safetravel hefur verið samstarfsvettvangur allra þeirra sem vilja leggja sitt af mörkum í forvörnum ferðamanna, en betur má ef duga skal. Það er því afar mikilvægt að allir þeir sem að ferðaþjónustu koma taki virkan þátt í skipulagðri og markvissri upplýsingagjöf til þessa hóps. Með þeim hætti ætti okkur að takast að fækka enn frekar slysum hjá ferðamönnum og um leið að draga úr óþarfa útköllum viðbragðsaðila. Þrátt fyrir aukningu í verkefnum er þakklæti efst í huga þegar litið er til baka og síðastliðið starfsár rifjað upp. Þakklæti fyrir allan þann velvilja sem almenningur hefur sýnt með stuðningi sínum í hinum fjölmörgu fjáröflunarverkefnum sem félagið hefur farið út í. Þakklæti til handa öllum þeim sjálfboðaliðum sem lagt hafa fram ómælda vinnu við gera samfélag okkar enn betra. Þakklæti til allra þeirra samstarfsaðila sem eiga þátt í að mynda þá öflugu keðju viðbragðsaðila sem Slysavarnafélagið Landsbjörg er hluti af. Hörður Már Harðarson formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar
6
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Fjöruleit í Reykjavík
7
» Skýrsla stjórnar 2013 Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar fundaði 21 sinni á árinu 2013. Eftirfarandi einstaklingar sátu í stjórn SL árið 2013 fram að landsþingi í maí: Hörður Már Harðarson - formaður Margrét L. Laxdal - varaformaður Gunnar Þorgeirsson - gjaldkeri Hannes Frímann Sigurðsson - ritari Eiður Ragnarsson Páll Ágúst Ásgeirsson Guðjón Guðmundsson Eftirfarandi einstaklingar sátu í stjórn SL árið 2013 frá landsþingi í maí: Hörður Már Harðarson - formaður Margrét L. Laxdal - varaformaður Páll Ágúst Ásgeirsson - gjaldkeri Eiður Ragnarsson - ritari Hannes Frímann Sigurðsson Guðjón Guðmundsson Leonard Birgisson Gísli Vigfús Sigurðsson Þorvaldur F. Hallsson
Framkvæmdastjóri Jón Svanberg Hjartarson var ráðinn framkvæmdastjóri í janúar og hætti hann þá setu í stjórn félagsins.
Landshlutafundir
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Síðustu landshlutafundirnir voru haldnir í janúar og apríl 2013. Í janúar var fundur haldinn á Akureyri fyrir einingar frá Sauðárkróki til og með Kópaskeri og í apríl á Egilsstöðum fyrir einingar frá Þórshöfn til og með Djúpavogi. Fundirnir tókust með ágætum og komu félagsmenn með margar góðar ábendingar til stjórnar félagsins. Málstofurnar sem boðið er upp á hafa mælst vel fyrir og félagar hafa fengið góðar upplýsingar um málefni félagsins.
Landsþing Félagar fjölmenntu á landsþing félagsins sem haldið var dagana 24.-25. maí á Akureyri og sátu rúmlega 400 manns þingið. Umræður á þinginu voru góðar og málefnalegar og vinna í umræðuhópum skilaði góðum upplýsingum til stjórnar og starfsmanna félagsins. Samhliða þinginu voru Björgunarleikar haldnir en sífellt fleiri lið taka þátt, að þessu sinni voru þau 24 talsins. Mikið kapp er við úrlausn verkefna og er keppnin hörð en jafnframt heiðarleg. Á laugardagskvöldinu var haldin vegleg árshátíð og komu rúmlega 600 félagar saman og skemmtu sér fram eftir nóttu.
8
Skýrsla stjórnar 2013
Frá upptökum á grínatriðum í söfnunarþátt. Jón Gnarr borgarstjóri lagði félaginu lið.
Bakvarðaþáttur á RÚV Í maí var í beinni útsendingu söfnunarþáttur til handa félaginu. Markmiðið með þessum þætti var að safna bakvörðum, einstaklingum sem myndu styðja við félagið með mánaðarlegum greiðslum. Þátturinn var byggður upp með viðtölum við sjálfboðaliða félagsins, stjórnarfólk og starfsmenn, reynslusögur úr starfinu og léttu gríni. Skemmst er frá því að segja að þjóðin stendur þétt að baki félaginu og eftir þáttinn voru rúmlega 2.300 manns orðnir bakverðir félagsins. Söfnunin hélt svo áfram og í lok sumars voru þeir orðnir tæplega 5.000.
Sigling á Húna II ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Í byrjun árs komu Örn Elías Guðmundsson (Mugison) og Jónas Sigurðsson tónlistarmenn og Jón Þór Þorleifsson skipuleggjandi á fund við framkvæmdastjóra félagsins. Lögðu þeir fram þá hugmynd að þeir myndu, ásamt fleiri tónlistarmönnum, sigla hringinn í kringum landið og halda 16 tónleika. Var ósk þeirra að vera í samstarfi við björgunarsveitir á þeim stöðum sem tónleikahald var áætlað og að hver sveit myndi njóta þess aðgangseyris sem kæmi. Þessi uppákoma vakti mikla athygli og ánægju landsmanna og var góð fjáröflun fyrir þær einingar sem að komu.
Sjónvarpsþættir um Siglingu Húna II RÚV fylgdi eftir Áhöfninni á Húna II og gerði heimildaþætti um siglinguna í kringum landið, tók viðtöl við tónlistarfólkið, áhafnarmeðlimi og einstaklinga á þeim stöðum sem hljómsveitin hélt tónleika á. Einnig voru beinar útsendingar frá Reyðarfirði, Akureyri og Stykkishólmi.
9
Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar, kosin á landsþingi 2013. F.v.: Gísli Vigfús Sigurðsson, Leonard Birgisson, Þorvaldur Friðrik Hallsson, Guðjón Guðmundsson, Hörður Már Harðarson formaður, Margrét L. Laxdal varaformaður, Eiður Ragnarsson, Hannes Frímann Sigurðsson og Páll Ágúst Ásgeirsson.
Unglingastarf Mikil gróska var í unglingastarfi félagsins á árinu og bar þar hæst Landsmót unglingadeilda sem haldið var á Norðfirði þetta árið. Voru það björgunarsveitirnar í Fjarðabyggð sem stóðu að mótinu, en á mótið mættu um 190 unglingar og 50 umsjónarmenn frá 24 unglingadeildum víðsvegar að af landinu. Ungmenna skipti við vatnabjörgunarsveit í Naumark í Bæjaralandi og þátttaka í USAR rústabjörgunaræfingu fyrir unglinga í Þýskalandi voru einnig í sumar en alls fóru um 30 unglingar utan til þátttöku í þessum verkefnum
Stjórnarheimsóknir ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Sú stjórn sem tók við að loknu landsþingi í maí ákvað að á þessu kjörtímabili yrði farið í stjórnarheimsóknir og þeim dreift á árin tvö. Í lok september var farið á Norðurland vestra og í byrjun nóvember á nyrðri hluta Vestfjarða, Strandir og hluta Vesturlands. Heimsóknirnar gengu vel og skiluðu góðum upplýsingum til stjórnamanna að vinna úr.
SAREX í Grænlandi Slysavarnafélagið Landsbjörg tók þátt í björgunaræfingu á vesturströnd Grænlands dagana 4.-5. september og fór fulltrúi frá Stjórn SL ásamt um 50 öðrum einstaklingum sem þátt tóku í æfingunni. Markmið æfingarinnar er að æfa og tengja viðbragð þjóða er koma að Norðurheimskautinu. Æfingin er haldin af Vestnorræna ráðherraráðinu.
10
Skýrsla stjórnar 2013
Frá stjórnarheimsókn á Strandir. Mynd: Jón Svanberg Hjartarson.
Fulltrúaráðsfundur Fulltrúaráðsfundur SL var haldinn í Reykjavík 23. nóvember. Helstu málefni fundarins voru fjárhagsáætlun 2014, farið yfir viðburði sumarsins, þ.m.t. Áhöfnina á Húna II og söfnunarþátt á RÚV sem ýtti af stað Bakvarðasveit félagsins. Fundurinn var vel sóttur og umræður miklar og málefnalegar um þessi málefni og önnur sem brenna á félagsmönnum. Einnig var nýr aðgerðagrunnur vígður sem félagsmenn eru mjög ánægðir með og telja mun gagnvirkari en þann sem fyrir var notaður.
Fjáröflunarverkefni
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Enn meiri áhersla er hjá stjórn félagsins að fjölga körfum og eggjum þegar kemur að fjáröflun á vegum félagsins enda mikil breyting orðið á innkomu frá Íslandsspilum undanfarin ár. Áðurnefnd Bakvarðasveit er vaxandi liður í því og standa vonir til þess að bakvörðum fjölgi jafnt og þétt á næstu misserum og árum. Salan á Neyðarkalli björgunarsveita fór fram úr björtustu vonum félagsins og jókst hún enn eitt árið. Enn sýna landsmenn í verki hversu hvel þeir kunna að meta starf björgunarsveitanna með stuðningi sínum og velvilja í garð félagsins. Í ljósi þess að skörun milli fjáröflunarverkefna sem ná yfir allt landið og fjáröflunarverkefna á svæðum eininga er alltaf að aukast ákvað stjórn félagsins að stofnuð yrði nefnd til að fara yfir þau mál með fulltrúum af öllu landinu. Á sú nefnd að skila af sér tillögum á vormánuðum 2014. Sala flugelda er mikilvægasta fjáröflun eininga félagsins. Salan í ár gekk vel og minnti hið íslenska veðurfar almenning á að starf björgunarsveitanna er þjóðinni til heilla. Ljóst er að almenningur stendur vel við bakið á björgunarsveitum landsins sem koma að stórum sem smáum verkum samfélagsins er viðkoma almannaheill og öryggi.
11
» Útdráttur úr ársreikningi 2013 Rekstrarreikningur Tekjur Sala á vörum og þjónustu Íslandsspil Samningsbundnar tekjur, ráðuneyti Ýmis fjáröflunarverkefni Aðrar tekjur
461.266.607 209.161.437 229.100.000 162.600.066 144.325.619 1.206.453.729
Gjöld Vörunotkun Veittir styrkir Aðkeypt þjónusta til endursölu Laun og launatengd gjöld Húsnæðiskostnaður Annar rekstrarkostnaður Afskriftir
310.101.987 190.919.783 44.308.412 210.131.849 40.890.785 292.012.118 29.945.326 1.118.310.260
Gjöld umfram tekjur fyrir fjármagnsliði
88.143.469
Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld Fjármunatekjur Fjármagnsgjöld
23.216.263 ( 23.062.678) 153.585
Tekjur umfram gjöld
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Efnahagsreikningur Eignir Hugbúnaður Fasteignir Björgunarskip Bifreiðar Innréttingar, áhöld og tæki Vörubirgðir Viðskiptakröfur Aðrar skammtímakröfur Verðbréf Handbært fé
12
88.297.054
Eignir samtals
12.004.290 154.732.261 83.971.468 7.964.752 4.811.239 125.668.185 330.418.440 63.177.726 156.263.723 17.511.095 956.523.179
Eigið fé og skuldir Endurnýjunar-, tjóna- og áfallasjóður björgunarbáta Varasjóður Sérsjóður Óráðstafað eigið fé Langtímaskuldir Skammtímaskuldir við lánastofnanir Næsta árs afborgun langtímaskulda Aðrar skammtímaskuldir Eigið fé og skuldir samtals
0 170.000.000 3.135.638 228.815.611 54.664.058 230.346.578 6.073.784 263.487.510 956.523.179
MAKING MODERN LIVING POSSIBLE
Vörn gegn brunaslysum • Tvöfalt brunaöryggi Termix hitastýring fyrir setlaugar frá Danfoss • • • • • •
Rafeindastýring nemur hitastig í setlauginni Lokar fyrir innrennsli þegar óskuðu hitastigi er náð Ódýr og hagkvæm lausn Vönduð vara, lítill viðhaldskostnaður Áralöng reynsla stjórnbúnaðar við íslenskar hitaveituaðstæður Auðveld í uppsetningu og notkun
Við erum eini framleiðandinn í heiminum sem framleiðir tengigrindur og varmaskipta, ásamt sjálfvirkum stjórnbúnaði fyrir hitakerfi. Í áratugi höfum við safnað saman mikilli reynslu með vinnu við ýmsar aðstæður og við margar mismunandi gerðir hitakerfa
Þess vegna getum við boðið réttu tengigrindalausnina fyrir þitt hitakerfi. Lausn sem byggir á áratuga reynslu við val á stjórnbúnaði fyrir íslenskar hitaveituaðstæður.
Við erum með tengigrindur fyrir: • • • • •
Ofna- og gólfhitakerfi Neysluvatn Snjóbræðslur Stýringar fyrir setlaugar Við getum sérsmíðað tengigrindur fyrir allt að 25 MW afl
Tengigrindur fyrir hitakerfi að þínum óskum Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins
Danfoss hf. • Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími: 510 4100 • veffang: www.danfoss.is
» Skýrsla björgunar- og slysavarnasviðs 2013 Mikið var um að vera hjá einingum félagsins við að sinna útköllum á árinu en þó nokkuð var um ófærð og útköll þar sem ferðamenn voru í vandræðum. Nokkur stór útköll voru á árinu og má þá nefna leit að manni á Siglufirði, slys í Botnssúlum, leit að erlendri konu í Heydal, leit að manni sem féll í Hjaltadalsá, tólf manns var bjargað út þýskri seglskútu sem sökk út af Garðskaga, flugslys á Akureyri, leit að ferðamanni við Hafrafell, konu sem villtist á göngu á Súlur var bjargað og leitað var að bandarískum ferðamanni sem var á ferð að Fjallabaki, svo örfá þeirra séu nefnd. Skrifað var undir samning við Isavia til tveggja ára um 16 milljóna króna úthlutun úr Styrktarsjóði Isavia. Styrktarsjóðurinn er framlag Isavia til þess að efla viðbúnað við flugslysum og hópslysum á landinu og til að bregðast við álagi sem fylgir auknum ferðamannastraumi. Farið var af stað á árinu við að smíða nýjan aðgerðagrunn fyrir félagið. Kallaður var saman hópur manna úr félaginu sem höfðu sérþekkingu á forritun og aðgerðamálum sem þarfagreindi verkefnið og eftir það var samið við SAR-EYE um smíði og uppsetningu nýs grunns sem svo var kynntur til leiks á árinu.
Starfsmenn björgunar og slysavarnasviðs Gunnar Stefánsson – sviðsstjóri, Dagbjört H. Kristinsdóttir – slysavarnir/sjúkrakassar, Jónas Guðmundsson – Safetravel, Helena Dögg Magnúsdóttir – unglingamál og fatnaður, Friðfinnur F. Guðmundsson – aðgerðarmál, Sigurður Viðarsson – niðurfellingar, björgunarskip.
Landsþing og björgunarleikar
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar var haldið á Akureyri í maí. Vinna við undirbúning hófst strax á nýju ári og var allt kapp lagt á að gera þingið og björgunarleikana sem glæsilegasta.
Frá landsæfingu. Mynd: Kjartan Long.
14
Björgunar- og slysavarnasvið
Skýrsla björgunar- og slysavarnasviðs 2013
Frá björgunarleikum á landsþingi á Akureyri. Mynd: Hilmar Snorrason. Þingið gekk vel í alla staði og sóttu um 400 manns þingið sem endaði með 600 manna árshátíð. Björgunarleikarnir heppnuðust mjög vel og leystu hóparnir hin ýmsu verkefni og er Súlum, björgunarsveitinni á Akureyri, Dalbjörgu í Eyjafjarðarsveit og Tý frá Svalbarðsströnd þakkað fyrir þeirra framlag við undirbúning og framkvæmd björgunarleikanna. Mikill áhugi er fyrir björgunarleikunum og tóku 24 lið þátt að þessu sinni. Á árshátíðinni var síðan tilkynnt hverjir sigruðu þetta árið en það voru Súlur – björgunarsveitin á Akureyri (Alfa) sem voru krýndir sigurvegarar 2013.
Æfingar og ráðstefnur
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Í upphafi árs var farið í að undirbúa landsæfingu með björgunarsveitunum á svæði 4 en björgunarsveitirnar Brák, Ok, Heiðar og Björgunarfélag Akraness sáu um skipulagninguna og vinnuna. Æfingin var að þessu sinni haldin í Borgarfirði og nágrenni þann 12. október. Hátt í 500 manns tóku þátt, þar af um 340 meðlimir björgunarsveita um allt land sem leystu um 60 björgunartengd verkefni af ýmsum toga, svo sem straumvatnsbjörgun, aðkomu að hópslysi, fjallabjörgun, leit, fyrstu hjálp og fleira. Frábært æfingasvæði hjá þeim fyrir vestan og eiga sveitirnar á svæðinu hrós skilið fyrir gott skipulag og framkvæmd.
Flugslysaæfingar Björgunarsviðið vann við skipulagningu og fræðslu vegna flugslysaæfinga sem haldnar eru um allt land reglulega á vegum Flugstoða.
SAREX- Grænland Mikil vinna var við að undirbúa og samhæfa aðkomu björgunarsveita SL að æfingunni en um 50 þátttakendur komu úr röðum björgunarsveita félagsins. Æfingin var haldin á Grænlandi á vegum
15
Fjöldi Íslendinga tók þátt í SAREX Greenland Sea æfingu á Grænlandi og gegndu þeir þar ýmsum hlutverkum. Arctic Command. Björgunarsveitarmenn SL settu upp búðir fyrir danska sjúkrahússveit á Elle eyju og í Meistaravík og tryggðu samskipti milli þessara tveggja staða auk þess sem þeir héldu uppi samskiptum við aðgerðastjórn. Einnig stukku átta björgunarmenn úr fallhlífasveit Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík úr flugvél Landhelgisgæslu Íslands og aðstoðuðu við leit og björgun. Mikilvægt er að félagið taki þátt í þessum æfingum þar sem umferð ferðamanna og annarra hefur stóraukist á norðurslóðum.
Fjarskiptaráðstefna
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Um 130 manns sóttu ráðstefnu Slysavarnafélagsins Landsbjargar um fjarskipti sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík 23. nóvember. Á ráðstefnunni voru m.a. ræddar nýjungar í Tetra, Sitewatch, staða og framtíð VHF endurvarpakerfisins og kynnt var hugmynd að nýju talhópaskipulagi, svo fátt eitt sé nefnt. Einnig var notendabúnaður sýndur í hléi og búnaður fjarskiptahóps Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Góð, gagnleg og gagnrýnin umræða fór fram á ráðstefnunni.
Tækjamót Hið árlega tækjamót fór fram í Hvanngili 18. mars. Veðrið lék við þátttakendur, bjart og gott veður en afar kalt. Fólk mætti á staðinn með tækin á föstudagskvöldinu og hófst þá mikið púsluspil að koma þessum 170 aðilum í skála. Var þeim raðað í skálana í Hvanngili, Álftavatni, Skófluklifsskála við Strút, Mosa við Markarfljótsbrúna og einhverjir gistu í skálanum við Einhyrning. Á laugardag voru síðan tækin reynd í alls kyns aðstæðum og fólk hittist, kynntist og slípaði samvinnuna milli sveita. Svona æfing skilar sér vel inn í starf sveitanna og eru þeir sem þátt taka betur í stakk búnir til að takast á við stórar aðgerðir þar sem margar sveitir koma að. Það setti skugga
16
Skýrsla björgunar- og slysavarnasviðs 2013
Björgunar- og slysavarnasvið
á mótið að undir lok þess slasaðist sleðamaður úr Reykjavík þannig að kalla þurfti til þyrlu Landhelgisgæslunnar. Flutti hún hann á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir aðgerð. Voru það Kyndill Mosfellsbæ ásamt björgunarsveitunum í Rangvallarsýslu sem sáu um skipulagninguna á mótinu sem var félaginu til sóma.
Sjóbjörgun
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Slysavarnafélagið Landsbjörg á 14 björgunarskip sem staðsett eru hringinn í kringum landið og rekin eru af björgunarbátasjóðum á hverjum stað fyrir sig. Félagið tók þátt í Leonardo, menntaáætlun Evrópusambandsins en verkefnið var alþjóða áhafnaskipti björgunarbáta. Sjö íslenskir sjóbjörgunarmenn heimsóttu erlend sjóbjörgunarfélög í jafnmörgum löndum. Átta manns frá sjóbjörgunarfélögum í Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Írlandi, Þýskalandi, Hollandi og Eistlandi dvöldu hér á landi og kyntu sér ýmsar hliðar sjóbjörgunar hér. Meðal annars hafa þeir farið á fluglínutækjaæfingu í Grindavík og reykköfun hjá Slysavarnaskóla sjómanna. Á Ísafirði fengu þeir það verkefni að koma björgunarskipinu Gunnari Friðrikssyni til Aðalvíkur, þar sem þeir fóru á land. Erlendu gestirnir vor ánægðir með Íslandsdvölina og höfðu orð á því hversu fjölbreyttum störfum íslensku björgunarsveitirnar gegna. Stefnt er að því að halda áfram með þetta verkefni næstu árin og ætti það að auka þekkingu og víðsýni áhafna björgunarskipa Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Á árinu var undirritað samkomulag milli Slysavarnafélagsins Landsbjargar og innanríkisráðherra um greiðslur úr ríkissjóði vegna viðhalds og endurbóta björgunarskipa félagsins. Samkomulag Slysavarnafélagsins Landsbjargar og ríkisins var gert á grundvelli þingsályktunar sem samþykkt var á Alþingi 11. mars 2013. Markmiðið er að tryggja að félagið geti staðið fyrir eðlilegri og nauðsynlegri endurnýjun björgunarskipaflotans enda eru björgunarskip félagsins órjúfanlegur hluti af öryggiskerfi Íslands á leitar- og björgunarsvæði landsins. Jafnframt fól Alþingi innanríkisráðherra að kanna þörf og möguleika á að fá enn öflugri skip á tiltekna staði á landinu og er í samkomulaginu kveðið á um að samningsaðilar skuli ráðast í þá könnun. Tillagan gerir ráð fyrir að samkomulagið feli í sér fjárframlag af hálfu ríkissjóðs að upphæð 30 milljónir króna hvert samningsár, miðað við verðlag ársins 2012, eða um 250 milljónir á samningstímanum.
Afmælissýning 4x4 í Fífunni Starfsmenn félagsins voru með bás og kynntu starfsemi félagsins, sýndu myndbönd um öryggi á ferðalögum, kynntu Safetravel verkefnið og 112 smáforritið auk námskeiða Björgunarskólans sem nýtast öllu ferðafólki.
17
Bás Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Fífunni. Mynd: Jón Svanberg Hjartarson.
112 dagurinn Sem fyrr var 112 dagurinn haldinn hátíðlegur um land allt. Félagsfólk heimsótti skóla, bauð í opið hús, sýndi tæki og tól og fleira. Í Skógarhlíð fengu börn afhenta vinninga í eldvarnagetraun, neyðarvörður ársins hjá 112 Neyðarlínu var heiðraður og tilkynnt var um skyndihjálparmann ársins 2012 hjá Rauða krossinum. Þann titil hlaut Arnar Birkisson fyrir einstaka hugvitssemi og að sýna hárrétt viðbrögð á slysstað þegar hann varð vitni að útafkeyrslu á Steingrímsfjarðarheiði fjarri byggð í fyrrasumar. Þess má geta að Arnar var björgunarsveitamaður og var búinn að taka fyrstu hjálpar námskeið. ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Starf Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar Stjórnendur sveitarinnar voru þrír í upphafi árs, Björn Bergmann Þorvaldson, Ólafur Loftsson og Hilmar Már Aðalsteinsson. Hjálmar Örn Guðmarsson kom til starfa í júní, en Ólafur hætti störfum í mars og Hilmar í desember. Þá var Mikael Róbert Ólafsson skipaður öryggisstjóri og Samúel Albert William Ólafsson varaöryggisstjóri. Stjórnendur fylgdust með nokkrum stórum skjálftum á árinu, en helstir voru skjálftar í Íran, Pakistan og Kína. Innlent viðbragð var nægjanlegt í öllum tilfellum. Þá fór Björn á Team Leaders fund í Haag í Hollandi (september). Á árinu hélt sveitarráð 10 formlega fundi, auk óformlegra vinnukvölda. Einnig voru haldnir fundir með tveimur einingum og einn fundur með formönnum eininga sem aðild eiga að sveitinni. Sveitin tók þátt í MODEX 2013, rústabjörgunaræfingu í Tinglev í Danmörku, sem haldin var af Evrópusambandinu í janúar. Helsta markmið
18
Björgunar- og slysavarnasvið
Skýrsla björgunar- og slysavarnasviðs 2013
Afar miklvægt er fyrir sveitina að fá að æfa í aðstæðum sem líkja vel eftir raunveruleikanum.
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
æfingarinnar var að samhæfa aðgerðir viðbragðsaðila af ólíku þjóðerni, en sveitin er á viðbragðslista Evrópusambandsins þar sem Ísland er þátttakandi í almannavarnasamstarfi sambandsins með aðild sinni að EES. Að æfingunni lokinni fékk sveitin umsögn frá eftirlitsaðilum sem höfðu fylgt sveitinni eins og skugginn frá upphafi til loka. Að mati þeirra var sveitin vel undirbúin fyrir æfinguna og stóðst fyllilega markmið hennar, en þeir töldu sveitina vinna þau verkefni sem henni voru falin á skilvirkan, en jafnframt sveigjanlegan hátt. Unnið var að undirbúningi fyrir endurúttekt sveitarinnar sem fram fer á MODEX 2014 í Danmörku í júní 2014, en Björn var ráðinn tímabundið til starfa til að sinna verkefnum tengdum endurúttektinni og æfingunni. Stjórnendur héldu fjölda vinnukvölda til undirbúnings haustæfingu og fyrirhugaðri endurúttekt og æfingu í Danmörku (MODEX 2014), en haustæfing var haldin í nýju húsnæði sveitarinnar á Keflavíkurflugvelli og í Reykjanesbæ þann 16. nóvember. Á æfinguna komu fulltrúar frá endurúttektarteymi INSARAG og tóku út þá þætti sem ekki verða teknir út á MODEX 2014. Fram kom á Team Leaders fundinum í Hollandi að litið væri til endurúttektar sveitarinnar á MODEX til að auka skilvirkni og draga úr kostnaði við úttektir. Á árinu var ákveðið að auka hlutfall útkallshæfra félaga í 2:1 í samræmi við kröfur INSARAG. Þrír félagar fóru á Modular Basic Course hjá Evrópusambandinu (Tómas Haukur Tómasson, Svava Ólafsdóttir og Mikael Róbert Ólafsson). Þá fóru sjö félagar á öryggisnámskeið Rauða kross Íslands í maí.
19
Hér má sjá hluta af búnaði sveitarinnar á æfingunni MODEX 2013.
Slysavarnamál Númi Sýningum Brúðuleikhússins á leikritinu Númi á ferð og flugi í samvinnu við Helgu Steffensen hefur fækkar verulega en þó voru örfáar sýningar á leikskólum í bænum.
Núma bókamerki
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Bókamerki með mynd af Núma er gefið með endurskinsmerkjum. Á bakhlið merkisins eru leiðbeiningar um gagnsemi endurskinsmerkja.
Endurskinsmerki Margar einingar gefa leikskóla- og grunnskólabörnum endurskinsmerki á haustin. Þar eru fígúrumerkin vinsælust. Glimmis endurskinsmerkin sem félagið selur eru framleidd í Svíþjóð og uppfylla staðla um persónuleg endurskinsmerki og eru CE-vottuð.
Endurskinsvesti Slysavarnafélagið Landsbjörg, í samvinnu við Alcoa Fjarðaál, Dynjanda ehf, EFLA verkfræðistofu, Eflingu stéttafélag, HB Granda, Isavia, Landsvirkjun, Neyðarlínuna, Tryggingamiðstöðina, Um-
20
Björgunar- og slysavarnasvið Allir öruggir heim. Skólabörn ánægð í nýjum endurskinsvestum. ferðarstofu og Þekkingu, gaf öllum skólum á landinu endurskinsvesti til að nota í vettvangsferðum barna í 1. bekk. Um 4.500 endurskinsvesti voru afhent. Þema þessa verkefnisins var „Allir öruggir heim“ því öll eigum við rétt á því að koma örugg heim og á það ekki síst við um þau sem eru að hefja skólagöngu sína.
Göngum í skólann
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Ísland tók þátt í sjöunda skipti í alþjóðlega verkefninu Göngum í skólann. Verkefnið hófst 4. september og því lauk á alþjóðlega Göngum í skólann deginum 2. október. Nemendur úr Álftanesskóla hófu átakið og gengu eða hjóluðu hring í nærumhverfi skólans. Einnig gengu krakkar úr leikskólunum á Álftanesi, Krakka- og Holtakoti. Meginmarkmið Göngum í skólann er að hvetja nemendur og foreldra á Íslandi til að ganga, hjóla eða fara á annan virkan hátt til og frá skóla. Þeir sem að verkefninu standa hérlendis eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Lýðheilsustöð, Ríkislögreglustjóri, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Umferðarstofa og Landssamtökin Heimili og skóli.
Öryggi barna í bíl Slysavarnafélagið Landsbjörg og Samgöngustofa lögðu fyrir könnun á öryggi barna í bílum árið 2013. Könnunin var gerð við 49 leikskóla í 21 bæjarfélagi víða um land með 1.976 þátttakendum. Sambærileg könnun hefur verið gerð undanfarin 17 ár. Árið 1997 voru 32% barna með engan öryggisbúnað en árið 2013 hafði þeim fækkað í 2%. Gaman er að segja frá því að í 12 leikskólum af þessum 49 voru öll börn með viðeigandi búnað. Best var ástandið á Höfn, Seyðisfirði, Vopnafirði og Ísafirði.
21
Eftirtalin fyrirtæki styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg:
SANDUR - MÖL - UPPFYLLINGAREFNI SÆVARHÖFÐI 33 - REYKJAVÍK - SÍMI 557 2000
SANDUR - MÖL - UPPFYLLINGAREFNI SÆVARHÖF‹I 33 - REYK JAVÍK - SÍMI 557 2000
Stuðningur þeirra styrkir öflugt björgunar- og slysavarnastarf um allt land.
Björgunar- og slysavarnasvið
Skýrsla björgunar- og slysavarnasviðs 2013
Herdís Laufey og Hermann í réttum öryggisbúnaði í bílnum.
Umferðarkönnun Í október og nóvember var könnuð staða mála sem tengjast ökumönnum í 2.392 bílum víða um land. Hugað var að notkun bílbelta, ljósa, hvort ökumenn töluðu í síma án handfrjáls búnaðar, hvort farþegar væru í bílnum og kyn og aldur ökumanna. Af þeim sveitarfélögum sem voru í könnuninni kom höfuðborgarsvæðið langbest út í beltanotkun en verst hvað varðar símanotkun við akstur. Á botninum í notkun belta reyndist vera Höfn í Hornafirði með aðeins 50,9% ökumanna og farþega í beltum.
Veggspjöld og skilti
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Nokkrar tegundir af veggspjöldum, sem flest tengjast ferðamennsku á einn eða annan hátt, hafa verið notuð í forvarnarstarfi sviðsins. Haldið verður áfram að bjóða upp á þessi veggspjöld en þau eru um trampólín, tjaldsvæði, viðbrögð við drukknun og stillingu reiðhjólahjálma og skíðahjálma.
Flugeldaforvarnir Fjórar nýjar auglýsingar um flugeldaforvarnir voru gerðar í samvinnu við Sjóvá. Auglýsingarnar hétu Öryggisakademían. Einnig voru gerð veggspjöld með fígúrunum úr öryggisakademíunni þar sem hvatt var til notkunar flugeldagleraugna. Gjafabréf fyrir flugeldagleraugum var
23
Allir eiga að nota öryggisgleraugu þegar verið er að skjóta upp flugeldum. sent til allra barna 10 til 15 ára og gátu þau farið á sölustaði björgunarsveita til að sækja þau. Gjafabréfin voru send í samvinnu við Blindrafélagið, Sjóvá og Póstinn. Nokkrar björgunarsveitir fóru í grunnskóla og sýndu myndina Ekkert fikt og ræddu við krakka um þær hættur sem geta skapast af rangri notkun flugelda.
Gyðja – styrktarsjóður Sala á fyrsta ilmvatni íslenska hönnunarmerkisins Gyðja Collection hófst árið 2013 og bar ilmvatnið heitið EFJ Eyjafjallajökull by Gyðja. Forsvarsmenn Gyðju ákváðu að stofna hvatningarsjóð sem ætlaður er konum í björgunarsveitum í tengslum við sölu ilmvatnsins. Mun hluti ágóða af allri sölu á ilmvatninu renna í þann sjóð. Markmið sjóðsins er m.a. að veita konum í björgunarsveitum styrk til að afla sér menntunar á sviði björgunarmála og vekja athygli á þátttöku kvenna í starfi björgunarsveita. Þá sé um leið verið að hvetja konur til að ganga í björgunarsveitir. Sex björgunarsveitir fengu styrk frá sjóðnum árið 2013 til að mennta konur innan sinna raða. ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Kynningardagur slysavarnadeilda Á kvennaþingi 2012 fór fram könnun á því hvenær deildirnar vildu hafa kynningardag og niðurstaðan var sú að kynningardagur slysavarnadeilda ætti að vera í september. Um haustið voru of fáar deildir tilbúnar að taka þátt þannig að hætt var við sameignlegan kynningardag.
Eldvarnabandalagið Að Eldvarnabandalaginu stendur öflugur hópur stofnana, félagasamtaka og tryggingafélaga sem hafa það sameiginlega markmið að auka eldvarnir til þess að draga úr tjóni á lífi, heilsu og eignum. Bandalagið var stofnað 2010 og gaf þá út vandað fræðsluefni um eldvarnir heimila sem síðan hefur fengið víðtæka dreifingu, meðal annars er bæklingnum dreift til nýbakaðra foreldra af heilsugæslunni.
24
Skýrsla björgunar- og slysavarnasviðs 2013
Slysavarnanefnd félagsins Slysavarnanefnd félagsins hefur það hlutverk að fjalla um þau mál sem stjórn félagsins vísar til hennar um slysavarnamál ásamt því að styðja við bakið á slysavarnasviði. Í nefndinni eru Margrét Laxdal úr stjórn félagsins (formaður), Gísli Vigfús Sigurðsson úr stjórn félagsins, Díana Dröfn Ólafsdóttir, Slysavarnadeild kvenna Reykjavík, Harpa Vilbergsdóttir, Slysavarnadeildinni Ársól, Guðrún S. Bjarnadóttir, Slysavarnadeildinni Iðunni, Sólbjörg Gunnbjörnsdóttir, Kvennasveitinni Dagbjörg.
Umferðarráð Starfsmaður slysavarnasviðs sat fundi í umferðarráði. Umferðarráð er skipað 22 fulltrúum, sem tilnefndir eru af ýmsum aðilum í þjóðfélaginu, sem láta sig umferð og umferðaröryggi varða. Það var stofnað í janúar 1969, en stofnunin Umferðarráð var sameinuð Skráningarstofunni hf. í Umferðarstofu 1. október árið 2002. Ráðið heldur fundi nokkrum sinnum á ári og fjallar um það sem er efst á baugi í umferðarmálum á hverjum tíma. Í júní 2013 var síðasti fundur umferðarráðs og í framhaldinu verður stofnað fagráð um umferðaröryggismál.
Sjómannadagsmerkið Slysavarnadeildir, unglingadeildir og björgunarsveitir seldu sjómannadagsmerkið á sjómannadaginn eins og undanfarin ár. Hagnaður af sölu merkisins rennur til forvarnastarfs.
Hjálmaskoðun Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Sjóvár
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Slysavarnadeildir félagsins heimsækja skóla þar sem þær skoða hjálma barnanna, setja upp hjólaþraut og hengja upp veggspjöld. Auk þess svara börnin spurningum um hjálmanotkun og dregið er úr réttum lausnum. Sjóvá leggur til vinninga og efnivið í hjólaþrautir.
Nýburagjafir Margar slysavarnadeildir gefa nýbökuðum foreldrum gjöf. Í henni er bæklingurinn Er öryggi barna tryggt á þínu heimili, bréf frá deildinni með hamingjuóskum og kynningu á slysavarnadeildinni, öryggisbúnaður eins og fingravinur eða horn á borð og oft fylgja handprjónaðir sokkar, vettlingar eða smekkur með.
Slysavarnir.is Félagið heldur úti facebook síðu sem heitir slysavarnir.is. Stjórnendur síðunnar eru einstaklingar í
25
Dagbjörg í Reykjanesbæ í fyrstu heimsókn verkefnisins Glöggt er gests augað. slysavarnanefnd félagsins. Þar koma reglulega fram ábendingar um hvað almenningur getur gert til að auka öryggi sitt og sinna.
Glöggt er gests augað
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Í mars 2013 buðu slysavarnadeildir og björgunarsveitir um land allt eldri borgurum sem urðu 76 ára á árinu upp á heimsókn þar sem farið var yfir öryggi á heimilinu. Slysavarnadeildir hafa áður farið í sambærilegar heimsóknir í nokkrum bæjarfélögum og í þeim sáu deildirnar ríka þörf fyrir úrbætur. Því var ákveðið að fara í landsátak og leitað var til Öryggismiðstöðvarinnar sem tók vel í samstarfið og verkefnið Glöggt er gests augað varð til. Árið 2013 varð 1.631 einstaklingur 76 ára. Ekki er raunhæft að ætla að heimsækja alla eldri borgara landsins. Því voru tölur frá Slysaskrá Íslands skoðaðar og þar sést að meðalaldur þeirra sem leita til slysadeildar Landspítala háskólasjúkrahúss er 75 ár hjá körlum og 77 ár hjá konum. Því lá beint við að heimsækja þá sem verða 76 ára á árinu. Haft var samband við allar slysavarnadeildir og björgunarsveitir á landinu og falast eftir þátttöku þeirra í verkefninu. Allar deildir/sveitir tóku vel í verkefnið en sökum anna gátu ekki allir tekið þátt. Tuttugu og þrjár slysavarnadeildir tóku þátt í verkefninu og fimm björgunarsveitir. Alls var 885 einstaklingum boðið að fá heimsókn sem er 54% þeirra sem verða 76 ára á árinu. Af þeim þáðu 266 einstaklingar að fá heimsókn, eða 30% þeirra sem fengu boð. Allir sem þáðu heimsókn fengu gefins reykskynjara frá Öryggismiðstöðinni, endurskinsmerki og límmiða með 112 númerinu til að setja á símann.
26
Skýrsla björgunar- og slysavarnasviðs 2013
Björgunar- og slysavarnasvið
Verkefni slysavarnadeilda Slysavarnadeildir, kvennadeildir félagsins, vinna mörg góð verkefni og í töflunni hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi um þau verkefni. Slysavarnaverkefni
Fjáröflunarverkefni
Gjafir
Skemmtanir
Umferðarkannanir bílbelti, ljós, farsímanotkun o.fl.
Veisluþjónusta
Gefa 7. bekk fyrstu hjálpar námskeið
Kósíkvöld
Slysagildrur í bænum
Basar
Myndavél í sundlaug
Félagsvist
Númi
Mærudagar
Hraðahindrun í bæjarfélagið
Prjónakaffi
Aðhald við unga ökumenn
Föndur, handverksmarkaður, Endurlífgunardúkka í jólaföndur sundlaugina
Opið hús
Öryggi barna í bíl við leikskóla
Kaffihlaðborð, kökusala
Niðurgreiða námskeið fyrir verðandi barnapíur
Kökusamkeppni
Slysavarnir aldraðra, Glöggt er gests augað
Sjómannadagurinn
Reykskynjarar handa fermingarbörnum
Kvennaþing
Hjóladagar, hjálmaskoðun
Fiskidagurinn
Endurskinsmerki
Heimsóknir til deilda
Varnaðarskilti við hafnir
Sjómannadagsmerkið
Næturljós
Landshlutaþing
Heimsóknir á elliheimili, spila
Vaktir og gæsla
Gefa reiðhjólahjálma
Árshátíðir
Safetravel.is
Erfidrykkjur
Nýburagjafir
Matreiðslunámskeið
Fræðsla af öllu tagi
Happadrætti
Angel Care teppi fyrir ungabörn
Skoða leiktæki á leikskólanum
Bingó
Greiða niður reiðhjólahjálma
Veggspjöld, bæklingar
Selja reykskynjara
Endurskinsvesti
Endurskinsmerki
Elda fyrir viðbragðsaðila, t.d. Björgunarvesti við hafnir á Menningarnótt
Eldvarnir á heimilum
Selja Candyfloss
Hjartastuðtæki
Flugeldaforvarnir
Blómasala
Styrktarsjóður
Skíðaforvarnir
Skeyta- og kortaþjónusta
Trampolín
Matreiðslubækur
Gátlistar
Glervörur
Endurskinsvesti
Leiðisgreinar
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Öryggi barna á heimilum Útseld vinna, þrif, talning, pakka vöru
Félagsvist Pennasala Laufabrauð Flóamarkaður Sjúkrakassasala Passa týnd börn
27
» Björgunarskólinn 2013 Björgunarskólinn rekur rætur sínar til ársins 1977 þegar Landssamband hjálparsveita skáta stofnaði björgunarskóla og hefur skólinn starfað óslitið síðan. Mikið hefur breyst á þeim tíma og skólinn vaxið og dafnað. Skólinn leggur, sem fyrr, megináherslu á námskeið fyrir allar einingar félagsins og leggur metnað sinn í að bjóða upp á vel menntaða og hæfa leiðbeinendur á hverju sviði. Með þeim hætti heldur skólinn áfram að vera í fremstu röð meðal þeirra sem þjálfa viðbragðsaðila í dag með nám sem er sambærilegt því besta sem gerist í heiminum. Það er gert með því að leita stanslaust að bestu leiðunum í námsefnisvali og uppfæra námsefni reglulega. Með því nær skólinn að viðalda frumkvæði og forystu á faglegum grunni. Starfsemi Björgunarskólans gekk mjög vel árið 2013. Haldið var áfram að draga úr kostnaði til þess að mæta kröfum um aðhald í rekstri. Fyrir vikið var endurnýjun á búnaði mjög lítil og hluti af endurmenntun yfirleiðbeinanda sett á ís. Arfraksturinn var að meðlag Slysavarnafélagsins Landsbjargar til Björgunarskólans fór úr rúmri 21 miljón í 15 miljónir króna, sem er lækkun um tæp 30% þrátt fyrir umtalsverða aukningu í starfsemi skólans. Engar breytingar urðu á starfsmannamálum og því störfuðu Arna Björg Arnarsdóttir og Dagbjartur Kr. Brynjarsson sem fastir starfsmenn skólans. Arna bar fyrst og fremst ábyrgð á að keyra námskeiðin á meðan að Dagbjartur starfaði sem skólastjóri. Á árinu voru skráð námskeið alls 325 (námskeið haldin af Björgunarskóla og einingum) sem er fjölgun um 47% frá árinu á undan. Af þeim voru 262 haldin af Björgunarskólanum sem er 58% fjölgun frá 2012. Skráðir þátttakendur voru 4.108 sem er 44% fjölgun frá árinu áður og þátttakendur á námskeiðum sem haldin voru af skólanum voru 3.107 sem er fjölgun um 77%. Á þessum tölum má sjá að sú ákvörðun skólans að auka framboð námskeiða skilaði sér í umtalsverðri aukningu í námskeiðssókn félagsmanna.
Námskeiðð í björgun narmanni 1 1
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
400 350 300 250 200 150 100 50 0
385 260
290
76 27 194
268
249
155
28
20
10
11
8 GPS
30
13
17
9
Ísklifur
8
Rústabjörgun 1 ‐ grunnnámskeið
7
17
17
5
9
60 Bret Rasmussen‐Framhaldsnámskeið
24
Vélsleðamaður 2
13 16
et Rasmussen as usse ‐ Grunnnámskeið Gu á s eð Bret
63
Vélsleðamaður 1
54
Tetrafjarskipti
180
Tetrafjarskipti ‐ gáttun og stöð í stöð
96 9
Snjóflóð 2
123
Straumvatnsbjörgun ‐ Swiftwater…
81
Sálræn hjálp ál h ál
120
Slöngubátur 1
5
Samhæfing og stjórnun aðgerða í SST
43
OziExplorer kortaforrit
100
Óveður og björgun verðmæta
16 21 20 Klettaklifur
6
Hópslys
2 13
Hópstjórnun
2 20
Hálendisvaktin
140
Hestar við leit og björgun
54 57
Harðbotna slöngubátur
160
Fyrsta hjálp 2 Fyrsta hjálp 2
42
Fjallamennska 2
63
Fjallabjörgun grunnnámskeið
20
Áhafnir björgunarskipa Áhafnir björgunarskipa
1 184 14 46 1663
109 65 4 34
Björgunar- og slysavarnasvið
Námskeiðð í björgun narmanni 2 2
8
Menntunarátak, þar sem áhersla er lögð á bæði fjarnám og staðarnám í þeim námskeiðum sem heyra undir björgunarmann 1, hélt áfram á árinu. Boðið var upp á öll námskeið til björgunarmanns 1 á öllum svæðum landsins. Eins og sést á heildartölum var mæting mjög góð. Þá var á árinu prófað að bjóða upp á námskeið í fjarnámi sem spilað var í sal fyrir hóp fólks og hafa undirtektir verið mjög góðar á þeim námskeiðum. Það er ljóst að skólinn mun halda því áfram og fjölga námskeiðum sem keyrð eru með þessum hætti.
122
0
3
29
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
0 30
Bifreiðastjóranámskeið
40
Akstur og notkun vélsleða og 6‐ hjóla
60
Aðgerðastjórn
80
Aðkoma að flugslysum
200
Aðgerðagrunnur
Björgunarskólinn 2013
20
Faagnámskeið 54
50
40
Frá námskeiði í aðgerðastjórnun. Mynd: Guðbrandur Örn Arnarson.
Stærri námskeið
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Mæting á fagnámskeið og hin ýmsu framhaldsnámskeið var nokkuð góð en oft myndaðist biðlisti á námskeiðum. Það er samt ljóst að vettvangshjálp í óbyggðum er langvinsælasta fagnámskeiðið. Þá voru einnig haldin nokkur fagnámskeið og má þar telja upp fagnámskeið í snjóflóðum, fjallabjörgun, fjallamennsku, leitartækni ásamt leiðbeinandanámskeiði í fyrstu hjálp. Almenn ánægja var með þessi námskeið hjá þátttakendum. Á haustmánuðum var skólastjóra boðið að fylgjast með á „fagnámskeiði“ norska Rauða krossins í aðgerðastjórn og í kjölfarið á þeirri heimsókn óskaði norski Rauði krossinn eftir því að Björgunarskólinn héldi Managing Land Search Operations (MLSO) aðgerðastjórnunarnámskeið fyrir hóp frá þeim. Í október kom svo hópur frá þeim til Íslands til að sitja námskeiðið. Voru þau mjög ánægð með námskeiðið og ljóst er að það verður áframhaldandi samstarf við norska Rauða krossinn og samtök sjálfboðaliða í björgunarmálum í Noregi.
Útivistarskólinn Námskeið á vegum Útivistarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru haldin í 17. skiptið á árinu. Að venju sóttu unglingar alls staðar að af landinu námskeiðin og alls ekki var skortur á fjöri og hinum ýmsu ævintýrum. Á þeim 16 árum sem skólinn hefur verið starfræktur hefur hann gengið í gegnum hinar ýmsu breytingar, má þar nefna að á upphafsárum skólans var hann staðsettur í Berufirði, fluttist hann svo á Gufuskála og í dag er hann orðinn að farandskóla sem ferðast milli landshluta. Óhætt er því að segja að Útivistarskólinn sé lifandi skóli sem aðlagast breyttum tímum. Í kjölfar óska eininga að fá námskeiðin til sín í stað þess að fara alltaf á einn stað eins og Gufuskála
30
Björgunarskólinn 2013
Björgunar- og slysavarnasvið
var ákveðið að bjóða upp á námskeið nálægt heimabyggð. Þá var einnig gerð breyting á uppbyggingu námskeiðanna og þeim skipt upp í þrjú þrep eftir erfiðleika námskeiða. Í samráði við umsjónarmenn unglingadeilda voru sett þrjú námskeið á dagskrá en því miður var þátttaka það dræm að eingöngu var eitt námskeið haldið, en það var á Vopnafirði. Þar sem þátttaka var þetta dræm var tekið upp á landsfundi umsjónarmanna unglingadeilda hvort þeir vildu sjá eitthvað annað fyrirkomulag á námskeiðunum, en þeir töldu að ástæðan væri sú að kynna þurfi þetta betur innan unglingadeilda og fyrr. Af þeim sökum var lagt af stað strax að undirbúa námskeiðin á næsta ári.
Samvinna við Menntaskóla Borgarfjarðar Seinni hluta ársins hófst samvinna með Menntaskóla Borgarfjarðar þar sem að boðið var upp á Björgunarmann 1 sem valáfanga. Undirbúningur fór mjög fljótt af stað og var ákveðið að bjóða upp á áfangann sem valáfanga á haustönn 2013 og vorönn 2014 eftir að haustönn var hafin hjá skólanum. Í áfangann skráðu sig einstaklingar sem starfa með Björgunarsveitunum Ok, Brák og Heiðari í Borgarfirði.
Sjóbjörgun Á undanförnum árum hefur sjóbjörgunarhluti menntunar björgunarsveita verið hjá Slysavarnaskóla sjómanna. En um áramótin 2012/2013 fluttust sjóbjörgunarmálin yfir til Björgunarskólans. Kristinn Guðbrandsson, sem áður hélt utan um málaflokkinn hjá Slysavarnaskóla sjómanna, var á sama tíma ráðinn sem yfirleiðbeinandi á sjóbjörgunarsviði. Ástæðan fyrir þessum flutningum var sú að einfalda kerfið fyrir félagsmenn þannig að öll menntun björgunarmanna væri á ábyrgð Björgunarskólans.
Námsskrá
Um skólann Stefna skólans Dagskrá skólans Fastir þættir í skólastarfinu Nám og kennsla Reglur, agi og umgengni
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Fyrsta heildstæða námsskrá Björgunarskólans tók gildi 1. janúar 2013 eftir töluverðan undirbúning. Það var í raun mjög stórt en þarft verkefni þar sem ramminn í kringum Björgunarskólann er skilgreindur. Við gerð námsskrárinnar var horft til starfshátta sem hafa verið notaðir í grunnog menntaskólum. Í 36 ára sögu Björgunarskólans hafa orðið til alls konar venjur og reglur sem ekki hafa verið skráðar niður með formlegum hætti og því hafa sumar verið mjög misvísandi. Með útkomu námsskrárinnar eru helstu venjur og reglur skráðar formlega og skólinn gefur með þeim hætti út þær reglur sem gilda. Er þetta í fyrsta sinn sem heildstæð námsskrá með þessum hætti hefur verið gerð fyrir Björgunarskólann. Námsskráin skiptist í tvo hluta, annars vegar námsskráin sjálf þar sem farið er yfir eftirfarandi kafla: Starfsmenn, ráð og nefndir Starfsmannastefna Starfslýsingar Mat og þróun Búnaður Öryggi
31
Seinni hlutinn er svo námsvísir. En í honum eru lýsingar á þeim námskeiðum sem í boði eru hjá skólanum þar sem teknar eru fram almennar upplýsingar um námskeiðið, lýsing á námskeiðinu, námsgögn sem nemendur þurfa eða fá, forkröfur sem gerðar eru til nemenda, mat (hvers konar námsmat er notað til að meta þekkingu og getu nemanda), réttindi nemenda við lok námskeiðs og með hvaða hætti kennslan fer fram. Námsskráin er svo endurskoðuð fyrir hvert starfsár skólans og var því endurskoðuð í sumar og kom út endurskoðuð útgáfa af henni í upphafi nýs starfsárs í ágúst. Það er ljóst að það að hafa formlega útgefna námsskrá skiptir gríðarlega miklu máli fyrir Björgunarskólann. Fyrir vikið var til dæmis hægt að skilgreina björgunarmann 1 inn í námsskrá framhaldsskóla hjá menntamálaráðuneytinu. Við það opnast ýmsar dyr. Meðal annars geta allir framhaldsskólar á landinu sótt sér áfangann úr námsskrá ráðuneytisins. Á næstunni verður unnið að því að fá Björgunarskólann skráðan sem sjálfstæða menntastofnun innan menntamálaráðuneytisins.
Kröfur til leiðbeinenda Með útkomu námsskrárinnar voru gerðar breytingar á leiðbeinandaréttindum þeirra sem hafa hlotið slík réttindi. Björgunarskólinn hefur í gegnum tíðina útskrifað marga leiðbeinendur með góðum árangri. Aftur á móti hafa ekki verið gerðar neinar kröfur um með hvaða hætti leiðbeinendur eiga að viðhalda réttindum sínum í öðrum fögum en fyrstu hjálp. Til dæmis má nefna að einstaklingar sem fengu leiðbeinendaréttindi í einhverju fagi fyrir 30 árum höfðu í raun virk leiðbeinandaréttindi þó svo að þeir hafi ekki haft nein afskipti af faginu í allan þann tíma. Með gildistöku námsskrárinnar breyttist það með þeim hætti að til þess að viðhalda leiðbeinandaréttindum sínum þurfa leiðbeinendur að kenna a.m.k. eitt námskeið og mæta í endurmenntun leiðbeinenda á þriggja ára fresti. Með þeim hætti gilda réttindin eingöngu í þrjú ár frá því að viðkomandi leiðbeindi á námskeiði samkvæmt námsskrá Björgunarskólans og mætti á endurmenntun leiðbeinanda á viðkomandi sviði. Með þessu gerir Björgunarskólinn þá kröfu á sjálfan sig að halda endurmenntun fyrir leiðbeinendur á hverju ári svo þeir hafi tök á að endurmennta sig. Þeir sem hafa leiðbeinandaréttindi í dag missa ekki réttindi sín fyrr en um áramótin 2015/2016 og því hafa allir leiðbeinendur möguleika á að viðalda réttindum sínum á þeim tíma.
Yfirleiðbeinendur ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Á árinu urðu þær breytingar á yfirleiðbeinendahóp skólans að Jónas Guðmundsson sagði stöðu yfirleiðbeinanda í slysavörnum lausri. Í kjölfarið var hafin leit að nýjum yfirleiðbeinanda í slysavörnum og þrátt fyrir ítarlegar auglýsingar og símhringingar í slysavarnafólk vildu fáir taka að sér verkefnið. Að lokum tók Arna Björg Arnarsdóttir að sér að fara fyrir sviðinu. Þá hafið Einar Örn Arnarsson sagt stöðu sinni sem yfirleiðbeinandi í fyrstu hjálp lausri í lok árs 2012. Í upphafi árs var Sigrún Guðný Pétursdóttir, hjúkrunarfræðingur og félagi í Björgunarsveitinni Ársæli, ráðin sem yfirleiðbeinandi í fyrstu hjálp. Björgunarskólinn vill nota tækifærið og þakka Einari Erni og Jónasi fyrir gott og óeigingjarnt starf í þágu skólans á liðnum árum. Á sama tíma og sjóbjörgunarmálin fluttust frá Slysavarnaskóla sjómanna yfir til Björgunarskólans var Kristinn Guðbrandsson ráðinn sem yfirleiðbeinandi á sjóbjörgunarsviði.
32
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Björgunar- og slysavarnasvið
Björgunarskólinn 2013
Margar leiðir eru til að skipuleggja verkefni sem fyrir liggja.
33
Eftirfarandi er listi yfir yfirleiðbeinendur 2013 og svið þeirra: Aðgerðamál Dagbjartur Kr. Brynjarsson Bílamál Elvar Jónsson Ferðamennska og rötun Einar Eysteinsson Fjallabjörgun Gunnar Agnar Vilhjálmsson Fjallamennska Freyr Ingi Björnsson Fjarskipti Daníel Eyþór Gunnlaugsson Fyrsta hjálp Sigrún Guðný Pétursdóttir Köfun Guðjón S. Guðjónsson Leitartækni Sigurður Ólafur Sigurðsson Rústabjörgun Magnús Örn Hákonarson Sjóbjörgun Kristinn Guðbrandsson Slysavarnir Arna Björg Arnarsdóttir Snjóflóð Anton Berg Carrasco Vélsleðar Gísli Páll Hannesson
Námskeið fyrir almenning
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Á hverju ári er töluvert um að Björgunarskólinn haldi námskeið fyrir almenning. Krafa til þeirra námskeiða er að þau séu haldin á markaðslegum forsendum og skili arði til skólans. Með þeim hætti styrkja þau námskeið sem haldin eru fyrir einingar félagsins. Þá eru flest námskeið skólans opin almenningi sem getur skráð sig á þau. Dagbjartur Kr. Brynjarsson, skólastjóri Björgunarskólans
Slysavarnafélagið Landsbjörg tekur virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi. Gunnar Stefánsson, sviðsstjóri björgunar- og slysavarnasviðs, var einn fulltrúa félagsins á INSARAG ráðstefnu í Genf. Mynd: Jón Svanberg Hjartarson.
34
Björgunar- og slysavarnasvið
» Skýrsla unglingastarfs 2013 Unglingastarfið Unglingastarf félagsins er mjög öflugt og starfa nú 54 unglingadeildir á landinu. Mikil gróska er í starfinu og voru verkefni ársins 2013 fjölbreytt og skemmtileg.
Landsmót
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Landsmót unglingadeilda var haldið á Norðfirði dagana 26.-30. júní. Landsmótið var með hefðbundnu sniði í ár líkt og áður. Mótið byggist upp á póstavinnu þar sem hver póstur er sérstaklega uppbyggður með verkefni sem tengist grunnþekkingu björgunarmannsins, t.d. sig, klifur, bátar, rústabjörgun, leitartækni og fleira. Félagslegi þátturinn skiptir gríðarlegu máli á landsmótunum og til þess að efla hann enn frekar er unglingunum skipt upp í hópa þannig að það séu sem fæstir frá hverri deild fyrir sig saman í hóp. Þannig gefst krökkunum tækifæri á að kynnast og oft hefur góð vinátta á milli unglingadeilda myndast í kjölfarið. Á landsmótinu var eins og áður landsþing unglinga. Það er frábær vettvangur fyrir unglingana til að hafa áhrif á stefnu og starfsemi unglingamála hjá félaginu. Þetta árið voru það björgunarsveitirnar í Fjarðarbyggð sem sáu um undirbúning og framkvæmd mótsins. Á mótið mættu um 240 manns frá 24 unglingadeildum.
Landsmót unglingadeilda.
35
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Landsmót unglingadeilda.
Miðnæturíþróttamótið.
36
Skýrsla unglingastarfs 2013
Björgunar- og slysavarnasvið
Miðnæturíþróttamót Í nóvember var haldið Miðnæturíþróttamót unglingadeilda Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Vatnaskógi og er þetta í þriðja sinn sem það var haldið. Skipulagning mótsins hefur verið í höndum Þórs Bínós frá Björgunarfélagi Akraness. Mótið er sífellt að verða vinsælla og metaðsókn var í ár. Dagskráin er þétt og keppnisgreinarnar eru fjölbreyttar, sumar hverjar óvenjulegar og mjög skemmtilegar. Sigurvegarar mótsins þetta árið komu úr Unglingadeildinni Hafbjörgu úr Grindavík en þau tóku þátt í öllum keppnisgreinum sem skilaði þeim þessum góða árangri. Mótið hefur nú fest sig í sessi sem árlegur viðburður fyrir unglingadeildirnar.
Samstarf við erlend björgunarsamtök Árið 2013 var ekki síður viðburðaríkt í samskiptum við erlend björgunarsamtök en árin áður. Slysavarnafélagið Landsbjörg tók í þriðja sinn þátt í alþjóðlegri rústabjörgunaræfingu í Þýskalandi með blandaðan hóp úr unglingadeildum félagsins. Þýsku björgunarsamtökin THW stóðu fyrir æfingunni og á henni voru rúmlega 200 þátttakendur frá sex þjóðum. Frá Íslandi fóru tólf unglingar víðsvegar af landinu og fjórir umsjónarmenn. Unglingadeildirnar Mývargar á Mývatni og Náttfari á Húsavík tóku á móti hópi frá DLRG sumarið 2012 og í framhaldi af því samstarfi fór íslenski hópurinn út til Þýskalands í sumar. Að sama skapi komu unglingar frá björgunarsamtökum Redningsselskapet í Noregi í heimsókn til unglingadeildarinnar Dreka á Hellisandi og unglingadeildarinnar Pjakks í Grundarfirði 2012 og unglingadeildin Pjakkur hélt síðan til Noregs í sumar.
Landsfundur umsjónarmanna Landsfundur umsjónarmanna var haldinn í félagsheimilinu á Blönduósi helgina 27.-29. september og er þetta í fyrsta sinn sem hann er haldinn annars staðar en á Gufuskálum. Metaðsókn var á fundinn en þarna komu saman 63 umsjónarmenn. Fundurinn fór vel fram og voru fundargestir sammála um að þessi staðsetning hentaði vel fyrir fund sem þennan.
Crean Vetraráskorun
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Á árinu var Vetraráskorun Crean haldin, en hún er samstarfsverkefni Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Bandalags íslenskra skáta og Scouting Ireland. Þetta var þriðja árið sem þetta samstarfsverkefni fór fram. Vetraráskoruninni Crean hefur verið skipt niður í tvær undirbúningshelgar þar sem íslenski hópurinn kemur saman. Síðan er heil vika þar sem 20 unglingar frá Írlandi bætast í hópinn. Í ár voru íslensku þátttakendurnir 20 og komu 10 unglingar úr unglingadeildum Slysavarnafélagsins Landsbjargar víðsvegar af landinu. Þetta verkefni er algjört útivistarævintýri og áskorun fyrir ungt fólk á aldrinum 14-15 ára (fætt 1998-1999).
Æskulýðsvettvangurinn Slysavarnafélagið Landsbjörg gerðist aðili að Æskulýðsvettvanginum sem er samstarfsvettvangur Skátanna, KFUM og K og UMFÍ í lok ársins 2011 og hafði það í för með sér miklar framfarir í unglingastarfi félagsins. Markmið Æskulýðsvettvangsins er að stuðla að samræðu og sam-
37
starfi aðildarfélaganna á sviði leiðtogaþjálfunar, fræðslumála, útbreiðslu og kynninga og á öðrum sviðum eftir því sem þurfa þykir. Til eru sameiginlegar áætlanir og verkferlar um hvernig bregðast eigi við ef grunur er um kynferðislega misnotkun eða einelti.
Árið 2014
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Ljóst er að mikið hefur verið að gera í unglingamálum félagsins síðatliðið starfsár og víst er að nóg er framundan. Landshlutamót verða haldin í sumar víðsvegar um landið, landsfundur umsjónarmanna verður svo eins og venjulega seinustu helgina í september. Miðnæturíþróttamótið hefur fest sig í sessi og verður haldið í nóvember, helgina eftir sölu Neyðarkalls. Helena Dögg Magnúsdóttir, starfsmaður unglingamála SL
USAR 2013
38
» Slysavarnir ferðamanna árið 2013
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Árið 2013 hófst eins og það sem á undan var endaði með því að enn eitt metið var slegið í fjölgun ferðamanna hingað til lands. Sjálfboðaliðar björgunarsveitanna þekkja vel til þessarar fjölgunar því útköllum er tengjast ferðamönnum, erlendum sem innlendum, hefur fjölgað mikið síðustu árin. Orðræðan um fjölgun ferðamanna er oft á þá leið að þeim sé um að kenna, vanþekkingin og ákefðin í að njóta landsins komi þeim í þær aðstæður að björgunaraðgerða sé þörf. Svo er þó alls ekki alltaf og í raun líklega sjaldnast. Miklu oftar er um að kenna þeirri staðreynd að við höfum ekki gert landið klárt fyrir allan þennan fjölda. Merkingar, bæði til leiðbeininga og aðvörunar, vantar á marga staði, stígagerð er ekki næg, ekkert eða fátt starfsfólk er á of mörgum fjölsóttum ferðamannastöðum og fleira mætti telja til. Í stuttu máli má því segja að stýring ferðamanna sé allt of skammt á veg komin miðað við þann fjölda er til landsins kemur. Yfir vetrarmánuðina á árinu 2013 nam fjölgunin nokkrum tugum prósenta í hverjum mánuði. Stór hluti þessara ferðamanna sækir í þær náttúruperlur sem dreifðar eru um landið og má þar nefna Gullfoss, Þingvelli, Dettifoss og Skaftafell. Þrátt fyrir góðan vilja Vegagerðar eru vegir að þessum stöðum og fleirum ekki nægilega þjónustaðir, umtalsvert fé vantar til að það sé hægt. Hvernig á ferðamaður sem hingað kemur að átta sig á því að vegir umhverfis Gullfoss eru ekki þjónustaðir nema hluta vikunnar og einungis þá yfir hádaginn? Sá er þetta ritar heimsótti nokkra þjóðgarða í Bandaríkjunum árla vors 2013. Tilefnið var að kynna sér hvernig staðið er að slysavörnum og stýringu ferðamanna. Einn af þeim stöðum sem heimsóttir voru var Mt. Rainier í Washington fylki en það fjall er rúmlega 4.000 metra hátt. Fjölmargir ferðamenn sækja fjallið heim, bæði að vetri og sumri. Snjór er oft mikill að vetrarlagi og getur færð spillst hratt og haft áhrif á ferðalög þeirra sem svæðisins njóta. Þrátt fyrir þetta og oft erfiðar aðstæður heldur þjóðgarðurinn opnum vegi sem liggur upp í um tvö þúsund metra hæð. Á köflum er ekið meðfram nokkurra tuga metra háum snjóveggjum. Aðspurður sagði landvörður sá er með var í för að þeir ættu engra annarra kosta völ. Ef þeir ryddu ekki veginn væru útköll vegna ferðamanna í vandræðum ansi tíð. Það væri því í raun mun ódýrara að halda veginum opnum, ferðamennirnir kæmu hvort sem vegurinn væri ruddur eða ekki. Að ryðja veginn væri því ekki bara þjónusta heldur stór þáttur í slysavörnum á svæðinu. Á þennan hátt vissu allir að hægt væri að aka á ákveðinn stað, vegurinn væri opinn og allir væru þá að leggja af stað frá sama stað til að skoða svæðið eða ganga á fjallið. Þessa hugsun, aðferðafræði, þarf að taka upp hérlendis. Ekki þarf annað en að horfa til vegaspottans frá þjóðvegi eitt að Dettifossi vestan megin árinnar til að sjá hagkvæmnina. Þar voru tugir útkalla veturinn 2013. Þessi stórkostlegi foss er nýttur í markaðssetningu svæðisins og í raun landsins alls. Eðlilega ætlar því ferðamaðurinn að skoða þetta náttúruundur. Þarf því ekki sú meginregla að vera að vegurinn sé ruddur á veturna en ekki lokaður að mestu?
Helstu verkefni ársins Tveir eru þeir þættir sem einna mikilvægastir eru í slysavörnum ferðamanna, annars vegar upplýsingagjöf og hins vegar fræðsla. Þessum málaflokkum hefur Slysavarnafélagið Landsbjörg einbeitt sér að, meðal annars með verkefninu Safetravel sem nú er orðið rúmlega 3ja ára gamalt. Á vordögum, nánar tiltekið á landsþingi félagsins, var kynnt ný útgáfa af vefsíðunni www.safetravel. is. Bætt var við meira efni, breytt um útlit en fyrst og fremst fólst breytingin í því að síðan er nú
40
Björgunar- og slysavarnasvið
Slysavarnir ferðamanna 2013
Fjöldi bílstjóra, sem fest hafa bíla sína, er aðstoðaður í hverri viku, allt árið um kring.
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
skalanleg (e. responsive) sem merkir að hún aðlagar sig nú að stærð þeirra tækja sem hún er skoðuð í. Aukin notkun snjallsíma og spjaldtölva krefst þess hreinlega að vefsíður í dag virki fljótt og vel á þeim tækjum. Hálendisvaktin er eitt stærsta verkefni félagsins í slysavörnum ferðamanna og er sagt frá því hér síðar. Frá árinu 2010 hefur verið unnið að því að kortleggja sprungusvæði á jöklum landsins. Var það að frumkvæði nokkurra ferðafélaga konu er lést er hún féll í sprungu á Langjökli í upphafi árs 2010. Þessari vinnu lauk að fullu á árinu 2013 þegar síðasta kortið var endurútgefið. Notendur geta sótt kortin á þrenna vegu. Í fyrsta lagi með því að skoða þau í vefútgáfu á www.safetravel.is, í öðru lagi með því að hala niður pdf-útgáfu á sama stað og í þriðja lagi með því að setja lag inn á GPS tæki sín. Finna má leiðbeiningar um slíkt á safetravel vefsíðunni. Hér er um að ræða afar gott og brýnt slysavarnaverkefni sem ekki mörgum hefði dottið í hug að væri framkvæmanlegt. Margir hafa komið að verkinu, bæði einstaklingar og stofnanir en að öðrum ólöstuðum eiga þeir Þorsteinn Víglundsson og Ágúst Birgisson þakklæti skilið fyrir mikla og óeigingjarna vinnu. Frá upphafi hefur verið litið svo á að Safetravel sé sameign og samstarfsverkefni allra þeirra sem koma að öryggismálum í ferðaþjónustu. Töluverðum tíma er því varið í að kynna það sem er í vinnslu innan slysavarna ferðamanna. Á árinu voru til dæmis haldnar kynningar á aðalfundi Íslandsstofu, hjá Markaðsstofu Norðurlands, hjá leiðsögunemum, starfsmönnum upplýsingamiðstöðva og síðast en ekki síst fulltrúa sendiráða hér á landi. Einnig voru skrifaðar greinar í hina ýmsu miðla og má þar nefna Fréttablaðið og afmælisbók Ferðaklúbbsins 4x4. Samstarf félagsins við Vegagerðina er sífellt að aukast og er það af hinu góða. Á haustdögum
41
Veðrið leikur ekki alltaf við ferðafólk á hálendinu. Mynd frá Landmannalaugum.
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
var safnað ábendingum frá félögum varðandi varhugaverða staði á vegum landsins. Félagar voru duglegir að senda inn og var Vegagerðinni sendar tillögur um þrjátíu staði. Fylgdu með tillögur að því hvernig mætti minnka slysahættu á hverjum stað. Nú þegar hefur verið gengið í að bæta eitthvað af þessum stöðum og vonandi klárast aðrir staðir á næstu misserum. Í árslok var gengið frá samningi við Vegagerðina varðandi vöktun á lokunarhliðum. Sett hafa verið upp nokkur lokunarhlið á stöðum þar sem veður eru oft válynd og færð því fljót að spillast. Stefnt er að því að þetta verði um 40 staðir þegar upp er staðið. Hlutverk björgunarsveita getur falist í því að fara á staðinn, setja niður hliðið og vera á staðnum til að veita ferðalöngum upplýsingar ef á þarf að halda. Vonast er til að þetta fækki útköllum á þessum stöðum og útvegi um leið einingum örlitlar tekjur. Ekki þarf að fjölyrða um þær hættur sem geta skapast í Reynisfjöru sé sjólag þannig og fari fólk ekki varlega. Félagið átti frumkvæði að því að kalla saman hagsmunaðila til að ræða hvort og þá hvað hægt væri að gera betur í slysavörnum. Auk fulltrúa félagsins tóku þátt fulltrúi sveitarfélagsins, ferðamálafulltrúi staðarins, fulltrúi lögreglu, björgunarsveitar og svæðisstjórnar svæðisins. Félagið gekk svo í að útvega fjármagn til verksins. Eftir breytingar á vordögum 2014 verður bílastæðið því stúkað af með köðlum en þannig ganga ferðalangar frekar eftir stígnum og þá framhjá fræðsluskilti. Einnig verður fræðsluskiltið uppfært, öryggishluti þess endurnýjaður svo og verður sett upp Björgvinsbelti alveg við fjöruna. Þegar þetta er skrifað eru uppi hugmyndir um að nýta þessa aðferðafræði á fleiri ferðamannastöðum á landinu í samvinnu við alla helstu hagsmunaðila á hverjum stað. Útbúin voru tvö myndbönd á árinu, annars vegar um öryggismál vélsleðamanna og var það unnið í samstarfi með Landssambandi vélsleðamanna. Hins vegar var útbúið myndband er sýnir fólki
42
Slysavarnir ferðamanna 2013
2500 2500
1917 1917
2000 2000
Björgunar- og slysavarnasvið
Fjöldi Fjöldiatvika atvika 2171 2171
1204 1204
1500 1500 622 622
1000 1000 500 500 0
0
2010 2010
2011 2011
2012 2012
2013 2013
Útköll Útköll 524 524
600 600 500 500 400 400 300 300
273 273
461 461
244 244
200 200 100 100 0
0
2010 2010
2011 2011
2012 2012
2013 2013
Önnur Önnuratvik atvik 1495 1495
1710 1710 ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
1800 1800 1600 1600 1400 1400 1200 1200 1000 1000 800 800 600 600 400 400 200 200 0 0
960 960
349 349
2010 2010
2011 2011
2012 2012
2013 2013
43 Fjöldi/hlutfall Fjöldi/hlutfallútkalla útkallaeftir eftirsvæðum svæðum
Ár og lækir eru helsti farartálminn á hálendinu á sumrin.
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
hvernig hala á niður sprungukortum í GPS tæki. Félagið tók þátt í vinnuhópi á vegum Landverndar þar sem unnið var að skiltagerð og uppsetningu þeirra á háhitasvæðum hérlendis. Þannig er nú þegar búið að setja upp skilti við Reykjadal á Hellisheiði og við Vonarskarð og til stendur að setja upp í Kerlingarfjöllum og við Kverkfjöll. Einnig var unnið að skiltagerð með Katla Geopark en þau skilti fara upp við Fimmvörðuháls. Á árinu lauk starfi í nefnd á vegum Ferðamálastofu sem hafði það hlutverk að endurskoða reglugerð um leyfisveitingar í ferðaþjónustu. Reglugerðin á að styðja við ný lög um ferðamál sem liggur fyrir þinginu. Í reglugerðinni er lögð mikil áhersla á menntun og þekkingu. Þannig eru settar kröfur til leiðsögumanna eftir tegundum ferða. Þeir skulu hafa lokið ákveðnum námskeiðum og búa yfir ákveðinni reynslu, allt eftir eðli ferðar. Nái þetta frumvarp að verða að lögum er um að ræða stórt skref í ferðaþjónustu og að einhverju leyti í slysavörnum einnig. Ísland allt árið verkefnið hefur vakið mikla athygli hérlendis sem erlendis. Hafa auglýsingaherferðir þess fengið verðlaun á alþjóðlegum ferðamálaráðstefnum og ljóst að fjölgun ferðamanna má að einhverju leyti rekja til árangurs þessa verkefnis. Það var því vel við hæfi að Slysavarnafélagið Landsbjörg og Ísland allt árið undirrituðu samning þar sem félagið var stutt um 20 milljónir króna á árinu 2013 og 2014.
Hálendisvakt björgunarsveita Sem fyrr sagði er hálendisvakt björgunarsveita eitt af stærri slysavarnaverkefnum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hryggjarstykkið í því verkefni eru sjálfboðaliðar björgunarsveitanna sem
44
Slysavarnir ferðamanna 2013
Björgunar- og slysavarnasvið
leggja fram um 4-5 heilsársstöðugildi á þessum tveimur mánuðum sem verkefnið varir en alls tóku 216 sjálfboðaliðar þátt þetta sumarið. Er það fjölgun um 23 einstaklinga frá því sumarið 2012 og um 90 einstaklinga frá fyrsta sumrinu, árið 2006. Sumarið 2013 hófst hálendisvaktin þann 28. júní en þá héldu hópar til starfa. Lagt var upp með að hverju sinni væru fimm hópar að störfum á fjórum svæðum, þ.e. á Kili, á Sprengisandi, að Fjallabaki og á svæðinu norðan Vatnajökuls. Gekk það upp að mestu leyti en aðeins um tvær vikur voru ómannaðar af þeim rúmlega þrjátíu vikum sem manna þurfti. Heildarfjöldi atvika þetta sumarið var 2.171 eða rétt rúmlega 13% fjölgun frá 1.917 atvikum sumarið 2012. Fjölgun ferðamanna milli ára er 20% svo ef til vill má leyfa sér að segja að þetta sé raunminnkun sem er jákvætt. Enn jákvæðara er að þeim hluta þessara atvika sem flokkuð eru sem útköll, þ.e. atvik sem hefðu leitt til útkalls björgunarsveitar hvort sem er hefur fækkað líka. Þau voru 461 þetta sumarið en 524 sumarið 2012. Er það um 12% fækkun.
Fjöldi/hlutfall útkalla eftir svæðum Útköll; 0; 0% N-Vatnajökuls; 52; 11% Sprengisandur; 68; 15% Fjallabak; 246; 53% Kjölur; 95; 21%
Fjöldi/hlutfall annara atvika eftir svæðum
NVatnajökuls; 162; 9%
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Sprengisandur; 222; 13% Kjölur; 185; 11%
Fjallabak; 1141; 67%
45
Réttur fatnaður og búnaður skiptir höfuðmáli þegar ferðast er um óbyggðir.
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Alls voru aðstoðaðir 3.209 ferðamenn í þessum rúmlega tvö þúsund atvikum, þar af komu 1.499 þeirra við sögu í útköllum og 1.710 í öðrum atvikum. Sé horft til hvernig útköll og önnur atvik skiptast eftir svæðum kemur ekki á óvart að stærsti hlutinn á sér stað að Fjallabaki. Um 53% eða 246 útköll verða þar á meðan á Kili eru þau 95 eða 21%, á Sprengisandi 68 eða 15% og norðan Vatnajökuls 51 eða 11% heildarútkalla. Að einhverju leyti, jafnvel töluverðu skapast þetta þar sem föst viðvera er á tjaldsvæði í Landmannalaugum en ekki á öðrum svæðum. Sótt er í þjónustukjarna þegar óskað er eftir aðstoð og þar sem ekki er föst viðvera á hinum svæðunum heldur sveitir mun meira á ferðinni koma færri atvik til kasta þeirra en ella. Ef skoðað er hvernig þau hátt í fimm hundruð útköll skiptast má sjá að rétt tæplega þriðjungur eða 149 atvik flokkast sem bílatengd aðstoð. Þar er líklega í stærri hluta tilvika ferðamenn sem fastir voru í ám. Fleiri útköll voru vegna bíla eða 93 vegna fastra bíla í alls kyns aðstæðum eða 20%. Má því segja að helmingur útkalla á hálendisvaktinni sé vegna ferðamanna á bílum. Ekki er ólíklegt að það sé í takt við hlutfall álíka útkalla að vetrarlagi. Alls voru 18% atvika, 81 talsins, vegna ferðavandræða en í þann flokk fara atvik sem hafa umtalsverð áhrif á ferðalag viðkomandi. Má þar nefna ef göngumenn örmagnast, hjólreiðamenn sitja uppi með laskað hjól, göngufólk telur
46
Slysavarnir ferðamanna 2013
Björgunar- og slysavarnasvið
sig týnt en ekki kemur til leitar heldur er fólkið sótt þar sem björgunarmenn átta sig á því hvar það er og fleira mætti telja til. Fimmtíu og þrjú atvik flokkast sem slys eða 11% og af svipuðum toga reyndust 33 atvik eða 7% flokkuð sem bráðaveikindi. Samtals eru þetta 86 atvik eða um 1,5 á dag alla þá daga sem hálendisvaktin var starfrækt. Það vekur athygli að 31 atvik eða 7% flokkast sem leit, það er formleg leit eða eftirgrennslan fer af stað eftir ferðamönnum. Það var því um það bil annan hvern dag sem leitað var að ferðamönnum á hálendisvakt björgunarsveita sumarið 2013. Minnsti flokkurinn reynist vera atvik vegna utanvegaaksturs en þar töldust vera 21 atvik eða 5% af þeim útköllum sem komu til kasta hálendisvaktarinnar þetta sumarið. Af þessum tölum má sjá nauðsyn verkefnis sem þessa. Þó ekki væri horft nema á þá flokka sem teljast vera Útkall F1 eða Útkall F2, þ.e. bráðaveikindi, slys og leitir þá er um að ræða 117 atvik eða um það bil þrjú atvik á dag. Að auki má fullyrða að nálægð björgunarsveitanna kemur í veg fyrir að önnur atvik verði ekki stærri og jafnvel alvarlegri.
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Ef horft er til allra atvika, það er bæði útkalla og annarra atvika og þeim deilt niður á dagana eru rétt rúmlega 35 atvik á dag. Sé þeim deilt niður á þau fjögur svæði sem hálendisvaktin var á má sjá að um níu atvik eru á hverju svæði á hverjum degi þá tvo mánuði sem hálendisvakt björgunarsveita er starfrækt. Óskað er því eftir aðstoð sjálfboðaliða björgunarsveitanna á rúmlega 2ja klukkustunda fresti í júlí- og ágústmánuði sumarið 2013. Það segir sitt. Jónas Guðmundsson, verkefnisstjóri slysavarna
Sandstormur er ekki eitt af því sem fólk býst við að lenda í á ferðalagi sínu um Ísland
47
» Ársskýrsla Slysavarnaskóla sjómanna 2013 Árið 2013 var mjög annasamt eins og árin á undan. Starfsemin var þó að mestu með hefðbundnum hætti. Á árinu voru haldin 169 námskeið sem 2.642 nemendur sóttu. Samanlagðir námskeiðsdagar urðu 395 sem er 2% fækkun frá árinu á undan. Þá fækkaði námskeiðum um 4% sem rekja má til þess að námskeið fyrir áhafnir björgunarskipa Slysavarnafélagsins Landsbjargar fluttust frá Slysavarnaskólanum til Björgunarskólans. Námskeiðin sem skólinn stóð fyrir á árinu má sjá á meðfylgjandi töflu: Námskeið Eldvarnir og skyndihjálp fyrirtækja Endurmenntun öryggisfræðslu STCW Endurmenntun öryggisfræðslu smábáta Endurmenntun fr. eldv. og líf- og léttbáta STCW
Námskeið
117
8
1.035
56
77
8
63
5
120
10
Framhaldsskyndihjálp STCW
31
3
Grunnöryggisfræðsla STCW
402
24
Hóp- og neyðarstjórnun STCW
179
8
Líf og léttbátar aðrir en hraðskreiðir léttbátar
127
11
Lokuð rými
11
1
Mannauðsstjórnun (MRM) STCW
36
3
Meðferð slysa- og lyfjakistu skipa STCW
61
6
5
1
106
7
Öryggisfræðsla flugliða
23
2
Öryggisfræðsla Tollskólinn
12
1
Framhaldsnámskeið eldvarna STCW
Sérnámskeið Jarðborana Smábátanámskeið
Verndarskylda STCW
76
6
151
9
Samtals árið 2013
2.642
169
Samtals 2012
2.503
177
+5%
-4%
Wet drill ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Fjöldi
Breyting milli ára
Frá stofnun Slysavarnaskóla sjómanna hafa verið haldin 2.373 námskeið sem 39.668 manns hafa sótt. Eins og frá árinu 2012 jókst ásókn í þau námskeið sem nauðsynleg eru til að íslenskir sjómenn séu gjaldgengir til starfa erlendis. Á árinu var hafin kennsla á þremur nýjum námskeiðum samkvæmt Alþjóðasamþykktinni um Menntun og Þjálfun, Skírteini og Varðstöðu (STCW) en þau eru Framhaldsskyndihjálp, Verndarskylda og Verndarvitund. Tvö þau síðarnefndu eru námskeið sem
48
Ársskýrsla Slysavarnaskóla sjómanna 2013
Kristinn Guðbrandsson leiðbeinandi undirbýr Luis E. Arreaga, sendiherra Bandaríkjanna, undir að stökkva í sjóinn.
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
komu til vegna ákvæða Manila-samþykktarinnar og þurfa allir sjómenn á kaupskipum að vera með þau námskeið eða mat á veru sinni um borð í skipum eftir ákveðnum reglum frá og með árslokum 2013. Í mars fékk skólinn til liðs við sig Karl Damien, sem starfar við skipavernd á sjóræningjaslóðum, til að vera með þriggja tíma fræðsluerindi fyrir sjómenn um þær hættur sem steðja að sjómönnum sem sigla um hafsvæði þar sem sjórán eru tíð. Á sjómannadagshelginni, sem var um mánaðamótin maí og júní, tók skólaskipið Sæbjörg þátt í hátíðarhöldum í tengslum við Hátíð hafsins og Sjómannadaginn eins og mörg undanfarin ár. Á laugardeginum var haft sjóræningjaþema þriðja árið í röð við mikinn fögnuð yngri kynslóðarinnar. Samtals tóku sér 2.311 manns far með skipinu báða dagana. Í tíunda sinn var bikar Slysavarnafélagsins Landsbjargar veittur áhöfn sem þótti sýna öðrum fremur góða öryggisvitund við þátttöku í námskeiðum Slysavarnaskóla sjómanna. Að þessu sinni var það áhöfnin á Sóley SH, undir skipstjórn Rúnars Sigtryggs Magnússonar, sem fékk viðurkenninguna. Í júlí fóru starfsmenn skólans í heimsókn um borð í skemmtiferðaskipið Azamara Quest þar sem vel var tekið á móti þeim. Fór fram kynning á öryggismálum skipsins sem og að starfsmennirnir fengu að fylgjast með björgunaræfingu skipverjanna sem er fastur liður hjá þeim vikulega. Í desember fóru starfsmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Slysavarnaskóla sjómanna í heimsókn um borð í danska varðskipið Vædderen. Fræðst var um skipið og verkefni þess auk þess sem boðið var upp á skoðunarferð um skipið. Starfsmenn skólans fór auk þess í heimsóknir í fjölmörg íslensk skip og báta á árinu. Heimsóknir í skip og báta hafa ávallt verið afar fróðlegar og nauðsynlegar fyrir starfsmenn og starfsemi skólans. Frá árinu 2012 hefur Slysavarnaskólinn tekið þátt í verkefni sem styrkt er af Norðurslóðaáætlun
49
Nemendur við slökkviæfingu á endurmenntunarnámskeiði við Slysavarnaskólann.
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Evrópusambandsins sem kallast Small Craft Emergency Response and Survival Training for Arctic Waters (SMACS). Verkefnið fjallar um gerð öryggisfræðslunámskeiðs fyrir sjómenn á smábátum á heimskautasvæðum. Þrír fundir voru haldnir á árinu, sá fyrsti í Cork á Írlandi, sá næsti í skólaskipinu Sæbjörgu og sá síðasti í Tromsö í Noregi. Þrír starfsmenn skólans annast verkefnið af hálfu skólans og sóttu tveir þeirra alla fundina. Verkefninu lýkur á árinu 2014. Þá tóku tveir starfsmenn skólans þátt í Uppskeruhátíð samstarfsáætlunar Evrópusambandsins í Hafnarhúsinu þar sem SMACS verkefnið var kynnt. Á árinu heimsóttu tveir starfsmenn skólans systurskólann CERONAV í Constansa í Rúmeníu en það var liður í svokölluðu mannaskiptaverkefni Leonardo da Vinci áætlunarinnar sem styrkt er af Evrópusambandinu. Fimm starfsmenn sóttu símenntun í sjúkraflutningum með vöktum á sjúkrabifreiðum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Samstarf Slysavarnaskóla sjómanna og tryggingafélaganna VÍS, Sjóvár og TM í öryggismálum hélt áfram á árinu. Verkefnið lýtur að aðstoð við útgerðir og áhafnir í að koma á virkum forvörnum með atvikaskráningum og áhættumati. Þau skip sem hafa komið upp slíkum forvörnum hafa sýnt mikinn árangur af störfum sínum á þessu sviði með fækkun slysa. Starfsmenn skólans aðstoðuðu við stóra björgunaræfingu um borð í ferjunni Herjólfi og einnig hélt skólinn námskeið um borð í fimm skipum víðsvegar um land. Í námskeiðum um borð í skipum eru áhafnirnar aðstoðaðar við að halda æfingar í sínum skipum. Skólinn hefur boðið upp á að koma um borð í skip og aðstoða við að halda æfingar sem og aðstoð við gerð viðbragðsáætlana. Í nóvember komu 12 Færeyingar sem mynda áhöfn björgunarskipsins Lív, sem er í Þórshöfn í Færeyjum, á námskeið í Slysavarnaskólanum. Þessi hópur hafði aðstoðað skólann í að taka
50
Ársskýrsla Slysavarnaskóla sjómanna 2013
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
niður og ganga frá til flutnings þrjá björgunarbáta sem skólinn keypti frá Þórshöfn árið 2011. Þá hélt skólinn sérstakt námskeið fyrir starfsfólk Sjóminjasafnsins Víkurinnar í sjóbjörgun og skyndihjálp. Skólastjóri sótti tvo fundi alþjóðasamtaka sjóbjörgunarskóla, IASST, þann fyrri í St. Pétursborg í Rússlandi og þann síðari í Singapore. Þá sótti hann STW fund Alþjóða siglingamálastofnunarinnar í London í apríl þar sem fjallað var um nýjar menntunarkröfur sjómanna sem taka gildi 2017. Skólanefnd Slysavarnaskólans hélt einn fund á árinu en skólanefndina skipa Gunnar Tómason formaður, Lilja Magnúsdóttir, Kristinn Ólafsson, Sævar Gunnarsson og Árni Bjarnason. Þann 26. apríl var undirritaður þjónustusamningur milli innanríkisráðuneytis, Siglingastofnunar Íslands og Slysavarnafélagsins Landsbjargar um rekstur á Slysavarnaskóla sjómanna til næstu 6 ára. Fjölmargir komu í heimsókn á árinu til að kynna sér starfsemi skólans. Má þar nefna grunn- og framhaldsskóla, félagasamtök og klúbba, auk barnaheimila. Þá komu einnig erlendir gestir í heimsókn eins og áður hefur verið getið. Því til viðbótar komu björgunarbátastjórnendur í tengslum við mannaskiptaverkefni Evrópusambandsins á vegum IMRF sem kallast Crew Exchange. Sendiherra Bandaríkjanna, Luis E. Arreaga, heimsótti skólann og tók þátt í verklegri sjóæfingu með nemendum á grunnnámskeiði. Auk Íslands eru sjö önnur erlend björgunarbátasamtök sem taka þátt í verkefninu og sóttu fræðslu í Slysavarnaskólanum. Þá var haldin sérstök kynning á starfsemi Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Slysavarnaskóla sjómanna fyrir starfsfólk Miðlunar í tengslum við söfnunarátak fyrir bakvarðasveitir félagsins. Var þeim boðið upp á að kynnast þeirri fræðslu sem félagið stendur að fyrir íslenska sjómenn. Gott samstarf er milli skólans og slökkviliða í landinu og komu slökkviliðsmenn bæði frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Slökkviliðs Akraness til æfinga í skipinu á árinu.
Nemandi að rétta við gúmmíbjörgunarbát á námskeiði í Slysavarnaskólanum.
51
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Þórarinn Þórarinsson leiðbeinandi kennir beitingu slökkvibúnaðar.
Frá afhendingu viðurkenningar til áhafnarinnar á Sóley SH Slysavarnaskólinn er afar þakklátur öllum þeim sem styrkja starfsemina með hvers kyns gjöfum á hverju ári. Skip og bátar ánafna skólanum búnað sem þeir hafa verið að endurnýja en skólinn getur notað til verklegra æfinga á námskeiðum skólans. Samskip gaf skólanum sex gáma til nota til slökkviæfinga á æfingasvæði skólans og Slökkviliðs höfuðborgarasvæðisins. Voru þessir gámar
52
Ársskýrsla Slysavarnaskóla sjómanna 2013
Starfsmenn Slysavarnaskólans við víraskipti á kennslubúnaði skólans.
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
teknir í notkun í september eftir að viðeigandi breytingar höfðu verið gerðar á þeim. Það verk sá Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um. Norska útgerðin NorLines gaf skólanum fjóra gúmmíbjörgunarbáta af skipi sínu Nordkyn og þýska útgerðin Herman Buss gaf sex gúmmíbjörgunarbáta af tveimur skipum sínum, Reykjafossi og Westerkade en bæði skipin eru leiguskip hjá Eimskip. Árlega hafa Faxaflóahafnir styrkt umtalsvert starfsemi skólans með því að fella niður hafnargjöld af skólaskipinu Sæbjörgu. Slysavarnafélagið Landsbjörg og Slysavarnaskóli sjómanna færa öllum þessum aðilum og öðrum velgerðarmönnum skólans kærar þakkir fyrir. Í árslok voru tíu starfsmenn í fullu starfi við skólann en þeir eru: Hilmar Snorrason skólastjóri, Þráinn Skúlason aðstoðarskólastjóri, Bogi Þorsteinsson kennari, Kristinn Guðbrandsson leiðbeinandi, Pétur Ingjaldsson, yfirvélstjóri og leiðbeinandi, Þórarinn Þórarinsson leiðbeinandi, Sigrún Anna Stefánsdóttir, skrifstofumaður/leiðbeinandi, Jóhann Eyvindsson leiðbeinandi, Ingimundur Valgeirsson verkefnisstjóri og Vidas Kenzgaila við ræstingu. Hluta úr árinu starfaði Vignir Pétursson við almenn viðhaldsstörf á skólaskipinu en einnig aðstoðuðu tveir kaupskipasjómenn við slík störf fyrir Sjómannadagssiglingu Sæbjargar. Auk þeirra voru eftirtaldir stundakennarar sem komu að kennslu á námskeiðum skólans: Guðjón Sig. Guðjónsson, Benedikt Jón Þórðarson og Sigvaldi Torfason. Sunna Sveinsdóttir annaðist símavörslu meðan starfsmenn tóku sumarfrí. Þá komu læknar og hjúkrunarfólk frá LHS, starfsmenn LHG fluggæslu og slökkviliðsmenn SHS að kennslu við skólann. Hilmar Snorrason, skólastjóri
53
» Starfsfólk Skrifstofa Skógarhlíð Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Gunnar Stefánsson, sviðsstjóri Arna Björg Arnarsdóttir, björgunarskólinn Ásta Björk Björnsdóttir, ræstingar Dagbjartur Kr. Brynjarsson, skólastjóri Björgunarskólans Dagbjört H. Kristinsdóttir, slysavarnamál Friðfinnur Freyr Guðmundsson, aðgerðamál Guðrún Bergmann, bókhald, lét af störfum í desember Helena Dögg Magnúsdóttir, unglingamál Helga Björk Pálsdóttir, verkefnastjóri Jón Ingi Sigvaldason, markaðs- og sölustjóri Jónas Guðmundsson, slysavarnamál Sigurður R. Viðarsson, sjóbjörgunarmál Steingerður Hilmarsdóttir, gjaldkeri Oddur Einar Kristinsson, verkefnastjóri tölvumála Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsinga- og kynningarfulltrúi Sæbjörg - Slysavarnaskóli sjómanna Hilmar Snorrason, skólastjóri/skipstjóri Bogi Þorsteinsson, leiðbeinandi Ingimundur Valgeirsson, verkefnisstjóri/háseti Jóhann Eyvindsson, leiðbeinandi Kristinn Guðbrandsson, leiðbeinandi/háseti Pétur Ingjaldsson, yfirvélstjóri/leiðbeinandi Sigrún Anna Stefánsdóttir, skrifstofumaður/háseti Þórarinn Þórarinsson, leiðbeinandi Þráinn Eiríkur Skúlason, aðstoðarskólastjóri/bátsmaður Vidas Kenzgaila, ræstingar Vignir Pétursson, háseti ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Heilsugæsla - Sjúkrahú s Heilbrigðisstofnun Þingeyinga Sími: 464 0500 www.heilthing.is
54
» Nefndir og ráð Félagslegir endurskoðendur Garðar Eiríksson Jóhann Ólafsson Vilhjálmur Halldórsson - til vara Fjárveitinganefnd Ingimar Eydal - formaður Guðlaugur Jónsson Gunnar Örn Jakobsson Ingólfur Finnsson Ólafur Hallgrímsson Sigurður R. Viðarsson - starfsmaður Laganefnd Björn Guðmundsson - formaður Gerður Guðmundsdóttir Jóhann Bæring Pálmason Helga Björk Pálsdóttir - starfsmaður Uppstillingarnefnd Adolf Þórsson - formaður Borgþór Hjörvarsson Lilja Magnúsdóttir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir - starfsmaður
Aðrar nefndir og ráð Almannavarna- og öryggisráð Hörður Már Harðarson Fjarskiptaráð björgunarsveitanna Hörður Már Harðarson – formaður Bragi Reynisson Daníel Eyþór Gunnlaugsson Helgi Reynisson Jón Hermannsson Valur Haraldsson Jónas Guðmundsson - starfsmaður
Flugeldanefnd Leonard Birgisson - formaður Guðjón Guðmundsson Gunnar Stefánsson Páll Ágúst Ásgeirsson Þorvaldur Friðrik Hallsson Jón Ingi Sigvaldason - starfsmaður Framkvæmdastjórn björgunarbátasjóðs SL Páll Ágúst Ásgeirsson - formaður Guðjón Guðmundsson Gunnar Stefánsson Heiðar Hrafn Eiríksson Jón Svanberg Hjartarson Sigurður R. Viðarsson starfsmaður Framkvæmdastjórn Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar Hörður Már Harðarson Björn Þorvaldsson - stjórnandi Borgþór Hjörvarsson Hilmar Már Aðalsteinsson Hjálmar Örn Guðmarsson Gunnar Stefánsson - starfsmaður Fulltrúar í stjórn SST Gunnar Stefánsson Friðfinnur Guðmundsson - varamaður Landsstjórn björgunarsveita Hörður Már Harðarson - formaður Ásgeir Kristinsson Bjarni Kristófer Kristjánsson Dagbjartur Kr. Brynjarsson Hilmar Frímannsson Ingólfur Finnsson Jón Hermannsson Jón Sigurðarson Friðrik Jónas Friðriksson
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Milliþinganefndir
55
Rúnar Jónsson Friðfinnur Freyr Guðmundsson - starfsmaður
Tryggvi Páll Friðriksson Jón Svanberg Hjartarson - starfsmaður
Nefnd um slysavarnamál Margrét L. Laxdal - formaður Díana Dröfn Ólafsdóttir Guðrún Bjarnadóttir Gísli Vigfús Sigurðsson Harpa Vilbergsdóttir Sólbjörg Gunnbjörnsdóttir Dagbjört H. Kristinsdóttir - starfsmaður
Safnanefnd minjasafns SL að Skógum Sigurgeir Guðmundsson Garðar Eiríksson Benedikt Gröndal Sigurður Viðarsson - starfsmaður
Nefnd um slysavarnir ferðamanna Gísli Vigfús Sigurðsson - formaður Anna Filbert Kristján Steingrímsson Gísli Páll Hannesson Atli Pálsson Helga Garðarsdóttir Jónas Guðmundsson - starfsmaður Nefnd um unglingamál Margrét L. Laxdal - formaður Andri Rafn Sveinsson Arnór Arnórsson Eiður Ragnarsson Otti Rafn Sigmarsson Helena Dögg Magnúsdóttir - starfsmaður
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Rannsóknarnefnd björgunarsveitaslysa Skúli Berg - formaður G. Birkir Agnarsson Magnús Viðar Arnarsson Óskar Þór Guðmundsson Sveinborg Hlíf Guðmundsdóttir Kolbeinn Guðmundsson Jónas Guðmundsson - starfsmaður Ritnefnd sögu SL Sigurgeir Guðmundsson Þorsteinn Þorkelsson
56
Samgöngustofa Dagbjört H Kristinsdóttir Jónas Guðmundsson - varamaður Siglingaráð Hilmar Snorrason Gunnar Tómasson - varamaður Skólanefnd Margrét Laxdal - formaður Edda Björk Gunnarsdóttir Guðjón Guðmundsson Ingibjörg Eiríksdóttir Pétur Guðmundsson Sigurður Ó. Sigurðsson Dagbjartur Kr. Brynjarsson - starfsmaður Skólanefnd Slysavarnaskóla sjómanna Gunnar Tómasson Jónas G. Ragnarsson Sævar Gunnarsson Lilja Magnúsdóttir Skyndihjálparráð Sigrún Guðný Pétursdóttir Slysavarnaráð Dagbjört H Kristinsdóttir Jónas Guðmundsson - varamaður Stjórn Íslandsspila Gunnar Þorgeirsson Páll Ágúst Ásgeirsson
Nefndir og ráð
Stjórnendur Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar Hilmar Már Aðalsteinsson
Björn Þorvaldsson Hjálmar Örn Guðmarsson Viðurkenninganefnd Sigurgeir Guðmundsson Kristbjörn Óli Guðmundsson Þorsteinn Þorkelsson Gunnar Stefánsson - starfsmaður
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Hörður Már Harðarson - varamaður Jón Svanberg Hjartarson – varamaður Stjórn Æskulýðsvettvangsins Gunnar Stefánsson
Frá tækjamóti.
57
» Björgunarsveitir SL árið 2013
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Björgunarfélag Akraness Björgunarfélag Árborgar Björgunarfélag Hornafjarðar Björgunarfélag Ísafjarðar Björgunarfélag Vestmannaeyja Björgunarfélagið Blanda Björgunarfélagið Eyvindur Björgunarsveit Biskupstungna Björgunarsveit Hafnarfjarðar Björgunarsveit Landeyja Björgunarsveit Mýrarhrepps Björgunarsveitin Gerpir Björgunarsveitin Ægir Garði Björgunarsveitin Ægir Grenivík Björgunarsveitin Ársæll Björgunarsveitin Ársól Björgunarsveitin Bára Björgunarsveitin Berserkir Björgunarsveitin Björg Drangsnesi Björgunarsveitin Björg Eyrarbakka Björgunarsveitin Björg Suðureyri Björgunarsveitin Blakkur Björgunarsveitin Bræðrabandið Björgunarsveitin Brák Björgunarsveitin Brimrún Björgunarsveitin Bróðurhöndin Björgunarsveitin Dagrenning - Hólmavík Björgunarsveitin Dagrenning - Hvolsvöllur Björgunarsveitin Dalvík Björgunarsveitin Dýri Björgunarsveitin Eining Björgunarsveitin Elliði Björgunarsveitin Ernir Björgunarsveitin Garðar Björgunarsveitin Geisli Björgunarsveitin Grettir Björgunarsveitin Hafliði Björgunarsveitin Heiðar Björgunarsveitin Heimamenn Björgunarsveitin Hérað Björgunarsveitin Húnar Björgunarsveitin Ingunn Björgunarsveitin Ísólfur Björgunarsveitin Jökull Björgunarsveitin Jörundur Björgunarsveitin Kári Björgunarsveitin Kjölur Björgunarsveitin Klakkur Björgunarsveitin Kofri
58
Björgunarsveitin Kópur Björgunarsveitin Kyndill - Mosf. Björgunarsveitin Kyndill Kbkl. Björgunarsveitin Lífgjöf Björgunarsveitin Lífsbjörg Snæfellsbæ Björgunarsveitin Mannbjörg Björgunarsveitin Núpar Björgunarsveitin Ok Björgunarsveitin Ósk Björgunarsveitin Pólstjarnan Björgunarsveitin Sæbjörg Flateyri Björgunarsveitin Sæþór Björgunarsveitin Sigurgeir Björgunarsveitin Sigurvon Björgunarsveitin Skagfirðingasveit Björgunarsveitin Skyggnir Björgunarsveitin Stefán Björgunarsveitin Stjarnan Björgunarsveitin Strákar Björgunarsveitin Strandasól Björgunarsveitin Strönd Björgunarsveitin Suðurnes Björgunarsveitin Sveinungi Björgunarsveitin Tálkni Björgunarsveitin Þingey Björgunarsveitin Þorbjörn Björgunarsveitin Tindar Björgunarsveitin Tindur Björgunarsveitin Týr Björgunarsveitin Víkverji Björgunarsveitin Vopni Flugbjörgunarsveitin Hellu Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð Hjálparsveit skáta á Fjöllum Hjálparsveit skáta Aðaldal Hjálparsveit skáta Garðabæ Hjálparsveit skáta Hveragerði Hjálparsveit skáta Kópavogi Hjálparsveit skáta Reykjadal Hjálparsveit skáta Reykjavík Hjálparsveitin Dalbjörg Hjálparsveitin Lómfell Hjálparsveitin Tintron Súlur - Björgunarsveitin á Akureyri Björgunarhundasveit Íslands Leitarhundar Slysavarnafélagsins Landsbjargar
» Slysavarnadeildir Slysavarnadeildin Helga Bárðardóttir – Hellissandi Slysavarnadeildin Hjálp – Bolungarvík Slysavarnadeildin Hraunprýði – Hafnarfirði Slysavarnadeildin Hringur – Mývatni Slysavarnadeildin Iðunn – Ísafirði Slysavarnadeildin Káraborg – Hvammstanga Slysavarnadeildin Líf – Akranesi Slysavarnadeildin Rán – Seyðisfirði Slysavarnadeildin Sjöfn – Vopnafirði Slysavarnadeildin Snæbjörg – Grundarfirði Slysavarnadeildin Sumargjöf – Ólafsvík Slysavarnadeildin Una – Garði Slysavarnadeildin Unnur – Patreksfirði Slysavarnadeildin Varðan – Seltjarnarnesi Slysavarnadeildin Vörn – Siglufirði Slysavarnadeildin Þórkatla – Grindavík Slysavarnadeildin Framtíðin – Höfn
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Kvennasveitin Dagbjörg - Reykjanesbæ Slysavarnadeild Hnífsdals Slysavarnadeild kvenna Húsavík Slysavarnadeild kvenna Ólafsfirði Slysavarnadeildin Gyða Bíldudal Slysavarnadeild kvenna Bolungarvík Slysavarnadeild kvenna Neskaupsstað Slysavarnadeild kvenna Reykjavík Slysavarnadeild Skagfirðingasveitar – Sauðárkróki Slysavarnadeildin Dalvík Slysavarnadeildin á Akureyri Slysavarnadeildin Ársól – Reyðarfirði Slysavarnadeildin Björg – Eyrarbakka Slysavarnadeildin Eykyndill – Vestmannaeyjum Slysavarnadeildin Hafdís – Fáskrúðsfirði Slysavarnadeildin Hafrún – Eskifirði
Frá björgunarleikum á landsþingi á Akureyri. Mynd: Hilmar Snorrason.
59
» Unglingadeildir Höfuðborgarsvæðið - svæði 1 Unglingadeildin Árný – Reykjavík, Björgunarsveitin Ársæll Unglingadeildin Björgúlfur – Hafnarfirði Unglingadeildin Kyndill – Mosfellsbæ Unglingadeildin Stormur – Kjalarnesi Unglingadeildin Ugla – Kópavogi Suðurnes - svæði 2 Unglingadeildin Klettur – Reykjanesbæ Unglingadeildin Rán – Garði Unglingadeildin Hafbjörg – Grindavík Unglingadeildin Von – Sandgerði Unglingadeildin Tígull – Vogum Suðurland - svæði 3 Unglingadeildin Árborg Unglingadeildin Bruni – Hveragerði Unglingadeildin Greipur – Biskupstungum og Laugarvatni Unglingadeildin Strumpur – Þorlákshöfn Unglingadeildin Ungar – Eyrarbakka Unglingadeildin Vindur – Flúðum Vesturland - svæði 4 Unglingadeildin Arnes – Akranesi Unglingadeildin Litla Brák – Borgarnesi
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Vestfirðir - svæði 7 Unglingadeildin Björg – Suðureyri Unglingadeildin Ernir – Bolungarvík Unglingadeildin Hafstjarnan – Ísafirði Unglingadeildin Sæunn – Flateyri Unglingadeildin Kofri – Súðavík Unglingadeildin Tindar – Hnífsdal Vestfirðir - svæði 8 Unglingadeildin Sigfús – Hólmavík Norðurland vestra - svæði 9 Unglingadeildin Blanda – Blönduósi Unglingadeildin Skjöldur – Hvammstanga Unglingadeildin Strönd – Skagaströnd Norðurland vestra - svæði 10 Unglingadeildin Trölli – Sauðárkróki Unglingadeildin Smástrákar – Siglufirði Unglingadeildin Glaumur – Hofsósi Norðurland eystra - svæði 11 Unglingadeildin Bangsar – Eyjafjarðarsveit Unglingadeildin Dasar – Dalvík Unglingadeildin Djarfur – Ólafsfirði
Vestfirðir - svæði 5 Unglingadeild Heimamanna – Reykhólasveit
Norðurland eystra - svæði 12 Unglingadeildin Goði – Þingeyjarsveit Unglingadeild Hjálparsveitar skáta í Aðaldal Unglingadeildin Mývargar – Mývatni Unglingadeildin Náttfari – Húsavík Unglingadeildin Týr – Svalbarðseyri Unglingadeildin Þór – Þórshöfn Unglingadeildin Núpar – Kópaskeri
Vestfirðir - svæði 6 Unglingadeildin Vestri – Patreksfirði Unglingadeildin Bjarmi – Tálknafirði
Austurland - svæði 13 Unglingadeildin Ársól – Reyðarfirði Unglingadeildin Efling – Breiðdalsvík
Vesturland - svæði 5 Unglingadeildin Dreki – Hellissandi Unglingadeildin Hólmverjar – Stykkishólmi Unglingadeildin Óskar – Búðardal Unglingadeildin Pjakkur – Grundarfirði
60
Unglingadeildin Kópur – Bíldudal
Unglingadeildir
Unglingadeildin Gerpir – Neskaupsstað Unglingadeildin Hamar – Seyðisfirði Unglingadeildin Héraðsstubbar – Egilsstöðum Unglingadeildin Jökull – Jökuldal Unglingadeildin Logi – Fáskrúðsfirði Unglingadeildin Særún – Eskifirði Unglingadeildin Vopni – Vopnafirði
Suðurland - svæði 16 Unglingadeildin Hellingur – Hellu Unglingadeildin Ýmir – Hvolsvelli Suðurland - svæði 18 Unglingadeildin Eyjar – Vestmannaeyjum
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Austurland - svæði 15 Unglingadeildin Brandur – Höfn í Hornafirði
61
» Slysavarnad. Varðan Seltjarnarnesi 20 ára Stofnfundur Slysavarnadeildar kvenna á Seltjarnarnesi var haldinn í sal Sjálfstæðisfélagsins við Austurströnd mánudaginn 15. nóvember 1993. Fundarstjóri var frú Esther Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Slysavarnafélags Íslands. Stofnfélagar deildarinnar voru 36. Flestar hafa konur í deildinni verið 71 sem var árið 1997. Í dag eru um 40 konur skráðar í deildina. Kveikjan að stofnun Slysavarnadeildar kvenna á Seltjarnarnesi voru verkefnin sem Slysavarnafélag Íslands var að vinna að í slysavörnum. Átakið „Að gera bæinn betri fyrir börnin“ og einnig átak um öldrunarslys voru spennandi verkefni sem deildin vildi taka þátt í. Markmið deildarinnar hefur frá upphafi verið að efla forvarnir í bæjarfélaginu. Hún hefur líka verið í góðu samstarfi við Björgunarsveitina Ársæl og látið gott af sér leiða þar. Varðan fjármagnar alla starfsemi sína með sjálfboðaliðastarfi félagskvenna. Upphaflega hét deildin Slysavarnadeild kvenna, Seltjarnanesi. Hin síðari ár fannst konum leiðinlegt að deildin héti ekki annað en Slysavarnadeild kvenna. Þótti vel við hæfi að nota tákn deildarinnar, þ.e. vörðuna í Suðurnesi sem er í merkinu okkar. Hugmynd okkar að því að nota vörðuna í merkið var að „Varðan vísar veginn“. Varðan var tákn á Seltjarnarnesi og vísaði sjófarendum veginn. Með því að velja gulu vörðuna töldum konurnar í deildinni sig sýna að þær vildu vísa veginn í slysavörnum. Á aðalfundi í febrúar 2007 var samþykkt að Slysavarnadeild kvenna á Seltjarnarnesi héti þaðan í frá Slysavarnadeildin Varðan, Seltjarnarnesi. Fyrstu stjórn félagsins skipuðu, Birna E. Óskarsdóttir formaður, Sigurlaug K. Bjarnadóttir varaformaður, Helga Runólfsdóttir gjaldkeri, Soffía Guðmundsdóttir ritari og Helga E. Kristjánsdóttir meðstjórnandi. Sem formaður fjáröflunarnefndar var kosin Ásta Kristjónsdóttir, slysavarnanefndar, Jóhanna Runólfsdóttir og skoðunarmenn reikninga Kristín U. Ásgeirsdóttir og Halldóra Emilsdóttir. Á aðalfundi 1999 urðu formannaskipti hjá deildinni. Birna E. Óskarsdóttir, sem hafði verið formaður frá upphafi, lét af störfum og við tók Petrea I. Jónsdóttir. Hún var formaður til 2010 að undanskildum hluta ársins 2007 er Ingunn Guðrún Árnadóttir var formaður. Árið 2010 tók Þórdís Kristín Pétursdóttir við og er hún formaður í dag. Konurnar í Vörðunni hafa verið duglegar að sækja bæði þing og fundi og aðrar uppákomur sem haldnar eru á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar og hafa átt félaga bæði í stjórn og nefndum þess. ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Verkefni Í byrjun var lagt upp með verkefnið „Að gera bæinn betri fyrir börnin“ og enn er unnið að því verkefni. Einnig hefur deildin sinnt slysavörnum fyrir aldraða og haldið námskeið fyrir félagskonur og aðra til þess að auka þekkinguna á sviði slysavarna. Á vorin er haldið námskeið fyrir 12-13 ára um „Börn og umhverfi“, barnfóstrunámskeið í samvinnu við Rauða krossinn. Varðan gaf Mýrarhúsaskóla lífsleikninámsefnið um slysavarnir, þ.e. verkefnið um geimálfinn, og hefur boðið upp á leiksýninguna „Númi og höfuðin sjö“ í leikskólum bæjarins í nokkur skipti. Árlega hefur börnum í Mýrarhúsa- og Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi verið gefin endurskinsmerki. Fyrsta starfsár deildarinnar gerðu meðlimir hennar, ásamt slysavarnafulltrúa SVFÍ og fulltrúa frá Seltjarnarnesbæ, úttekt á leikskólum bæjarins. Því verkefni hefur verið haldið við og öðru hverju
62
Slysavarnadeildin Varðan Seltjarnarnesi 20 ára
Félagskonur Vörðunnar í heimsókn hjá Konunglegu bresku sjóbjörgunarsamtökunum í Poole á Englandi.
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
er farið í vettvangsferðir um leikskóla- og grunnskólalóðir á Seltjarnarnesi og komið með ábendingar ef þess hefur þurft. Hefur samvinnan við Seltjarnarnesbæ verið mjög góð. Vorið 1999 mættu félagskonur í félagsmiðstöð aldraðra til að spila félagsvist. Hefur það verið gert árlega æ síðan. Einnig hefur verið boðið upp á fræðslu um slysavarnir fyrir eldri borgara. Hjóladagur hefur verið haldinn á vorin í samvinnu við lögregluna og björgunarsveitina. Seinni ár hefur þetta breyst og skólinn séð um fræðsluna en kvennadeildin fer á hverju vori, skoðar hjálma og aðstoðar við að stilla þá rétt. Umferðarvika er orðin árlegur viðburður vor hvert og jafnvel að hausti líka. Þátttaka Vörðunnar er með ýmsu móti, eins og t.d. að kanna öryggi barna í bílum, notkun öryggisbelta o.fl. Árið 2003 keypti Varðan og Seltjarnarnesbær hraðamælingakerru. Það þarf að vera með hraðamælingatæki á götum bæjarins til þess að minna fólk á hraðatakmarkanir og draga úr umferðarhraða. Árið 2005 var hjartastuðtæki gefið í Íþróttamiðstöð Seltjarnaness og hefur það tæki bjargað mannslífi. Einnig keypti deildin, ásamt öðrum, öryggismyndavél í Sundlaug Seltjarnarness. Undanfarin ár hafa öll nýfædd börn á þjónustusvæði Heilsugæslu Seltjarnarness fengið ungbarnagjöf frá Vörðunni. Það fæðast u.þ.b. 20 börn á mánuði á starfssvæði deildarinnar en það nær yfir Seltjarnarnes og Vesturbæ Reykjavíkur. Mikið af því fé sem við höfum aflað með verkefnum okkar hefur farið til Björgunarsveitarinnar Ársæls og til ýmissa góðgerðarmála í sveitarfélaginu. Á afmælisárinu gáfum við öllum björgunarskipum Slysavarnafélagsins Landbjargar nýja „Björgvinsbeltið“, alls 14 stykki. Voru þau afhent á aðalfundinum í febrúar.
63
Á afmælisárinu gaf Slysavarnadeildin Varðan Björgvinsbelti í öll björgunarskip félagsins, eða 14 talsins.
Fjáröflunarverkefni Á fundum er selt kaffi og meðlæti, sem konur skiptast á að koma með. Fjárfest var í „Candyfloss“ vél sem hefur margborgað sig með sölu á 17. júní o.fl. Vorin 2004 og 2005 tóku meðlimir deildarinnar sig til og saumuðu eyrnahlífar á hjólahjálma sem voru til sölu á hjólaskoðunardegi. Í mars 2004 var ákveðið að fela 3. A í Mýrarhúsaskóla að búa til umferðarslagorð fyrir kvennadeildina. 22 teiknaðar myndir með slagorðum bárust og voru nýttar við að útbúa eilífðardagatal, með slagorðamyndum á hverri síðu. Auglýsingum var safnað til að standa undir kostnaði og tókst það vonum framar að fá fyrirtæki til að standa við bakið á þessu verkefni. Þessi dagatöl voru svo borin í öll hús á Seltjarnarnesi, og hafa síðan verið til sölu. Varðan hefur tekið þátt í sölu á „Neyðarkallinum“ frá upphafi og hefur það verið drjúg tekjulind. Aðal fjáröflun síðan árið 2003 hefur þó verið að pakka jóladagatölum fyrir Lionsklúbbinn Frey og hefur það reynst vel.
Fundir ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Fundir eru reglulega yfir vetrarmánuðina og eru þeir blanda af fræðslu, kynningu og öðru léttmeti til ánægju og fróðleiks. Eina utanlandsferð hafa félagskonur farið í. Í desember 2006 brugðu níu félagskonur undir sig betri fætinum og fóru í fræðslu- og skemmtiferð til RNLI, í Poole á Englandi. Var þessi ferð í alla staði einstaklega fróðleg og skemmtileg, með góðri fararstjórn Einars Arnar Jónssonar. RNLI, eða Royal National Liveboat Institution, er Konunglega breska sjóbjörgunarfélagið og eru höfuðstöðvar þess í Poole. Á tíu ára afmælisdegi deildarinnar, 15. nóvember 2003, var haldin afmælisog vígsluhátíð í húsnæði hennar við Bakkavör. Þá var björgunarstöðin við Bakkavör vígð og gefið nafnið Gaujabúð. Á tuttugu ára afmælisdeginum var boðið til kaffisamsætis í sal félagsins, í Gaujabúð við Bakkavör. Á eftir fóru félagskonur út að borða.
64
» Hjálparsveitin Dalbjörg 30 ára
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Forsaga Hjálparsveitarinnar er að árið 1981 fóru hreppsnefndirnar í gömlu hreppunum þremur í Eyjafjarðarsveit að hugsa um að hvort ekki væri ráð að stofna Hjálparsveit í sveitinni til aðstoðar við sveitungana ef vá bæri að höndum. Haldnir voru fundir um alla sveit og voru undirtektir nokkuð góðar, en þó sýnu mestar í gamla Saurbæjarhreppi. Seint á árinu 1982 var kominn vísir að fyrstu félögum í tilvonandi Hjálparsveit. Í mars 1983 var Hjálparsveitin formlega stofnuð og var í fyrstu kölluð Hjálparsveitin framar Akureyrar enda var fengin aðstoð frá þáverandi Hjálparsveit skáta á Akureyri sem leiðbeindi þessum hópi til að byrja með. Fljótt urðu menn þyrstir í meira sjálfstæði og fékk sveitin nafnið sem hún ber í dag, Hjálparsveitin Dalbjörg og gekk í Landssamband hjálparsveita sem síðar varð Slysavarnafélagið Landsbjörg. Mikill hugur var í hópnum og voru haldnir fundir reglulega hjá Kristjáni og Helgu í Steinhólaskála sem sýndu sveitinni mikinn velvilja. Samkeppni var haldin um merki Dalbjargar árið 1985 og var það Kristjana, dóttir Kristjáns á Steinhólum sem bar sigur úr býtum í þeirri keppni. Gaman er að segja frá því að árið 2002 hlotnaðist sveitinni sá heiður að merki sveitarinnar var valið í hóp 10 fallegustu merkja björgunarsveita á Íslandi. Árið 1986 var fyrsta stóra ákvörðunin tekin í samráði við þau Steinhólahjón, en ákveðið var að byggja húsnæði fyrir sveitina og lagerpláss fyrir hjónin. Hafist var handa sama ár og byggingin mátti heita fokheld um haustið. Á fimm ára afmæli sveitarinnar var húsið fullfrágengið og það vígt og tekið í notkun sem Bangsabúð. Þá hafði sveitin einnig eignast ýmsan búnað og var líka tekin ákvörðun um bílakaup.
Made in sveitin lið Dalbjargar á Björgunarleikum 2013.
65
Hjálparsveitin Dalbjörg á miðju Íslands 2008.
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Veturinn 1988-89 fékk sveitin sinn fyrsta bíl, Ford Econoline. Árið 1994 keypti sveitin gamlan snjóbíl og þjónaði hann sínu hlutverki með nokkrum endurbótum. En þetta var ekki nóg, það þótti ljóst að það þyrfti að eignast öflugan jeppa og í janúar 1997 eignaðist sveitin Toyota Land Cruiser, fullbúinn hjálparsveitarjeppa. Fljótlega upp úr þessu var ljóst að rekstri gamla Steinhólaskála yrði hætt og þótti þá tilvalið að kaupa lagerplássið af Kristjáni og Helgu til að fá meira húsrými. Sveitin var þannig komin í um 150 fm. húsnæði, sem var mikil breyting. Árið 1998 eignaðist sveitin sinn fyrsta vélsleða af Polaris gerð, sem var svo endurnýjaður haustið 2000 þegar keyptir voru tveir Yamaha Ventura 700 sleðar. Á árinu 2001 var snjóbíllinn endurnýjaður þegar Éli (Snow Trak árg. 1966) var skipt út fyrir Leitner 250 árg. 1987, öflugan snjóbíl með tönn. Auk þess búnaðar sem sveitin hafði eignast á þessum tímapunkti voru öll ökutækin búin fjarskipta- og leiðsögutækjum af bestu gerð. Félagar voru orðnir um 50 talsins og var lögð mikil áhersla á menntun þeirra og tekin hin ýmsu námskeið til að efla kunnáttu félaganna. Árið 2001 hófst útgáfa Dalbjargarblaðsins svokallaða, að frumkvæði Péturs Róberts Tryggvasonar heitins sem var ritstjóri þess í mörg ár. Útgáfan hefur staðið óslitið síðan þá og blaðið hefur vaxið og dafnað í takt við starf og félaga sveitarinnar. Blaðið er ávallt sent öllum björgunarsveitum landsins og er þetta orðinn fastur liður í starfi Dalbjargarfélaga ár hvert. Árið 2002 var smíðuð viðbygging eða forstofa við Bangsabúð og einnig var farið að huga að kaupum á öðrum jeppa fyrir sveitina. Árið 2003 tóku nokkrir hraustir félagar þátt í Björgunarleikum Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem þá voru haldnir í annað skiptið og höfnuðu í þriðja
66
Hjálparsveitin Dalbjörg 30 ára
Dalbjargar- og Týsfélagar á landsæfingu á Vestfjörðum 2011.
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
sæti. Það ár varð sveitin einnig 20 ára og var haldin vegleg veisla í Bangsabúð. Sleðar sveitarinnar voru einnig endurnýjaðir í tvo Polaris SwitchBack 600. Árið 2004 var grunnur lagður að stofnun Unglingadeildarinnar Bangsa, sem hefur þróast ört og nú er starfið í deildinni mjög öflugt með hæfum umsjónarmönnum. Þetta er nauðsynlegur þáttur í menntun og þjálfun unglinga sem hafa áhuga á að ganga í björgunarsveit, en þau koma vel undirbúin til liðs við hjálparsveitina. Það hefur alltaf verið lögð mikil áhersla á menntun félagsmanna Dalbjargar og mörg námskeið eru haldin á ári. Með tímanum hefur kerfið auðvitað breyst eins og annað og nú hafa fjarnámskeið bæst í flóru Björgunarskólans, sem er mjög þægilegur kostur fyrir annasamt fólk. Félagar hafa mikla möguleika á að mennta sig á sínu áhugasviði, s.s. fjallabjörgun, skyndihjálp eða öðru. Í gegnum árin hefur mikil áhersla verið lögð á skyndihjálp og eigum við hóp af færu fólki á því sviði, bæði sérmenntuðu og þeim sem hafa tekið venjuleg námskeið reglulega. Einnig er vaxandi fjallabjörgunarhópur starfandi hjá okkur. Árið 2005 var keyptur nýr jeppi, Nissan Patrol, sem hefur reynst okkur vel við hlið Toyota LandCruiser bílsins sem kom úr mikilli yfirhalningu á árinu 2011. Tækjaflokkur Dalbjargar hugsar vel um tækin okkar og eiga þeir Ingvar Þ. Ingólfsson og Hlynur Þórsson sérstakt hrós skilið fyrir vinnuna við að gera upp gamla bílinn okkar. Í fyrsta skiptið sem hálendisvakt S.L. var starfrækt, árið 2006, tóku félagar Dalbjargar að sjálfsögðu þátt og hafa gert síðan. Sveitin hefur einnig verið öflug í annars konar forvörnum, en farin er yfirferð um Eyjafjarðarsveit einu sinni á ári og seldar rafhlöður í reykskynjara, auk annars eldvarnarbúnaðar. Þetta hefur verið gert frá árinu 1991 og alltaf er tekið jafn vel á móti okkur. Útköll og aðstoð eru stór þáttur í starfinu okkar. Við sinnum jafnt stórum útköllum á hálendinu,
67
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
sem aðstoðarbeiðnum í heimabyggð. Útkallshópurinn okkar er orðinn mjög sterkur og er það ekki síst viðhaldi menntunar og reynslu að þakka. Árið 2008 var undirritaður samningur við Slökkvilið Akureyrar um að Dalbjörg myndi manna hjálparlið í sveitinni fyrir slökkviliðið. Samstarfið gengur vel og fara meðlimir hjálparliðsins á æfingar til að viðhalda þekkingu sinni. Sama ár hófst annars konar samstarf, en þá var Björgunarsveitinni Tý á Svalbarðseyri boðið pláss í Dalbjargarblaðinu. Síðan hefur það verið fastur liður í blaðinu og samstarfið hefur teygt sig yfir á önnur svið, s.s. æfingar, ferðir og aðra viðburði. Smám saman, með meira starfi og miklum búnaði sveitarinnar, að húsnæðið í Bangsabúð var orðið of lítið fyrir okkur. Eftir mikla vinnu húsnæðisnefndar og leit að hentugri lóð fyrir nýtt húsnæði var ákveðið haustið 2013 að kaupa húsnæðið sem hýsti gamla blómaskálann Vín á Hrafnagili og breyta honum í björgunarsveitarhús. Þrotlaus vinna hefur staðið yfir nú í vetur við að breyta og bæta eins og við viljum hafa húsið okkar. Af þessari stuttu sögu er ljóst að Hjálparsveitin Dalbjörg hefur vaxið og dafnað mikið frá stofnun sveitarinnar og hefur það áorkast vegna góðra og duglegra félaga. Það skal því hafa í huga að það skiptir ekki máli hvers konar breytingar við göngum í gegnum og hvað við eignumst mörg ný tæki og tól, nema góðir félagar séu til staðar. Alltaf er það mannauðurinn sem skiptir mestu máli og sem allt mæðir á. Án öflugra félaga væri sveitin ekki stödd þar sem hún er í dag. Febrúar 2014 Ingvar Þ. Ingólfsson Sunna Axelsdóttir
Pétur Róbert og Kristján á Kerlingu 2002.
68
» Slysavarnadeildin Sumargjöf Ólafsvík
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Þann 22. apríl 2013 voru liðin 65 ár frá stofnun Slysavarnadeildarinnar Sumargjafar. Þá stofnuðu nokkrar vaskar konur í Ólafsvík slysavarnadeild kvenna. Þær börðust fyrir öryggi sjómanna og öllu er snerti sjómennsku, hvort sem var við hafnir, eða að vera í talsambandi við sjómenn. En aðdragandi að stofnun deildarinnar voru sjóslys sem urðu á fimmta áratugnum, svo að segja upp við landsteina. Metta Kristjánsdóttir hafði mikinn áhuga á slysavarnamálum og var búin að afla sér heimilda frá Slysavarnafélagi Íslands til að stofna kvennadeild. Margar af þeim konum sem stofnuðu kvennadeildina voru í Slysavarnafélaginu Sæbjörgu, sem var blönduð deild karla og kvenna. Á fyrsta starfsári deildarinnar var farið fram á það við Landssíma Íslands að leigð yrði talstöð til Sumargjafar. En löng var biðin eftir talstöðinni sem kom ekki fyrr en árið 1955. Í dag eru sem betur fer breyttir tímar, skipin eru öflugri, sjómenn þjálfaðir að takast á við hinar ýmsu aðstæður sem geta gerst úti á sjó. Hafnir víða til fyrirmyndar og þrautþjálfaðir björgunarsveitarmenn. Þannig að öll umgjörðin er orðin allt önnur en var fyrir 65 árum. Þrátt fyrir breytingar má ekki gleyma því að fólk þurfti að hafa mikið fyrir lífsbaráttunni á þessum árum og lagði undirstöðu fyrir komandi kynslóðir með mikilli vinnu og eljusemi. Ef litið er til baka er saga deildarinnar merkileg, og er þar af mörgu að taka. Til dæmis samstaða íbúanna um að byggja húsnæði yfir starfsemi björgunarsveitar og kvennadeildar, vinnuframlag fólks og margt fleira sem hægt er að skrá í heila bók. Eins og áður hefur komið fram seldi slysavarnadeildin Mettubúð húsnæðið sitt í Ólafsvík. Við söluna eignaðist hún hlut í Björgunarstöðinni Von, ásamt slysavarnadeildinni Helgu Bárðardóttur á Hellissandi og Björgunarsveitinni Lífsbjörg. Á haustdögum var lokið við að rýma húsnæðið og farið var með borð, stóla og ýmsan borðbúnað í nýja húsnæðið á Rifi. Allt hefur þetta gengið vel, en að sjálfsögðu eru þetta miklar breytingar á langri sögu slysavarnadeildarinnar í Ólafsvík.
Sigrún Ólafsdóttir fundarstjóri, Metta Guðmundsdóttir gjaldkeri og Þuríður Magnea Sigurlaugsdóttir ritari.
69
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Aðal sameiginlega fjáröflun kvennadeildanna er kaffisala á sjómanndaginn. Er þetta þriðja árið þar sem hún er framkvæmd með sama sniði. Konur í svd. Sumargjöf taka einnig þátt í ýmsum verkefnum sem koma frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. f.h. svd. Sumargjafar í Ólafsvík Ragnheiður Víglundsdóttir formaður
Jenný Guðmundsdóttir fyrrverandi ritari, Ester Gunnarsdóttir og Bryndís Kristjánsdóttir.
70
Grein úr Björgun
» Flugslys á Akureyri
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Klukkan er hálf tvö eftir hádegi mánudaginn 5. ágúst, rólegur frídagur eftir skemmtilega verslunarmannahelgi. Síminn pípir, á skjánum eru SMS-boð frá Neyðarlínunni, 112: „F1 flugslys, Hlíðarfjallsvegur, eldar loga, 20 sæta vél.“ Nei, þetta er ekki æfing! Svona skilaboð hef ég sem betur fer aðeins séð á flugslysaæfingum fram að þessu. Heilinn meðtekur þetta hratt og stokkið er af stað. Í huganum hefst mikil vinna, ég bý ekki langt frá slysstað, ljóst er að ekki er tími til að fara á starfsstöð mína á Akureyrarflugvelli til að ná í slökkvigallann, best að fara beint á staðinn og reyna að gera sitt besta. Ég fer yfir hvaða búnað ég er með í bílnum. Þar er björgunarsveitargallinn ásamt gömlum eldvettlingum, smávægilegum sjúkrabúnaði, teppi og öðrum búnaði. Það verður að koma í ljós hvort þetta dugi. Svo er brunað af stað, sem betur fer er umferð ekki mikil og eftir augnablik er ég kominn að lokun. Lögreglumaður hleypir mér framhjá og ég held áleiðis upp Hlíðarfjallsveg. Á leiðinni fer ég yfir í huganum mögulega staðsetningu slyssins, getur verið hvar sem er frá Akureyri og upp að skíðasvæðinu. Einnig velti ég fyrir mér hvaða flugvél þetta geti verið, strax var tekið fram að um 20 sæta vél væri að ræða. Þá er líklegast um litla farþegavél að ræða, annað hvort Twin Otter eða jafnvel B-200 King Air. Þrjár af hvorri þessara tegunda hafa heimahöfn á Akureyri og því er það líklegast að þetta sé einhver þeirra. Ég sé bíla við afleggjarann að bænum Glerá og stefni þangað. Þar stoppa ég og les nýtt SMS, þar kemur staðsetning: Á bílaíþróttasvæði. Hljóðmön liggur meðfram veginum og sést ekki inn á svæðið fyrr en komið er að þessum afleggjara. Þar sé ég skrokk vélarinnar í tvennu lagi í miklu grasi um 15-20 metrum ofan við enda keppnisbrautarinnar og brak eftir allri brautinni. Þar er
TF-MYX, var sjúkraflugvél til margra ára.
71
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Eins og sjá má var flak vélarinnar illa farið eftir slysið.
72
Flugslys á Akureyri
Frá útför Péturs Róberts Tryggvasonar.
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
talsvert af fólki og eins á þeim stað þar sem ég er. Ég kem auga á félaga minn úr Slökkviliði Akureyrar, hann er á frívakt og nýkominn á staðinn. Hann staðfestir illan grun minn um að þetta sé TF-MYX, sjúkraflugvélin okkar og vinnustaður til margra ára frá því ég var sjúkraflutningamaður hjá Slökkviliði Akureyrar. Ennfremur segir hann að grunur sé um að það vanti einn úr vélinni og að við verðum að skipuleggja leit. Þarna er aðeins af fólki, nokkrir unglingar og við köllum þetta fólk saman og biðjum það að aðstoða okkur við leit. Leggjum áherslu á að ef það finnur eitthvað að kalla strax á okkur. Á svæðinu í kringum flakið er hátt gras og ekki auðvelt að leita. Ég sé út undan mér að slökkviliðsmenn eru að vinna við flakið, búið er að slá á þann eld sem ennþá logaði en skrokkur vélarinnar hafði skilið við vængi og hreyfla og því ekki svo mikil eldhætta nálægt skrokknum. Ég fikra mig nær slysstað því ég vil fá staðfestingu á fjölda um borð. Þegar ég kem að er verið að koma flugmanni vélarinnar á bretti og ég ræði við hann meðan hann er borinn um borð í sjúkrabíl. Hann er með góða meðvitund og staðfestir að þeir hafi verið þrír um borð. Ljóst er að flugstjórinn er látinn og slökkviliðsmenn og læknir vinna við félaga okkar sem hafði verið í áhöfn vélarinnar. Þrátt fyrir nánast yfirþyrmandi aðstæður þá er ákveðinn léttir að fleiri voru ekki um borð. Við afturköllum því leit og förum að vinna í að koma almenningi af svæðinu. Fyrstu björgunarsveitarmenn eru að mæta á staðinn og taka þeir það að sér og huga að verndun vettvangs. Einnig er á slysstaðnum nokkur fjöldi meðlima Bílaklúbbs Akureyrar en þeir voru að hefja spyrnukeppni þegar slysið varð og brugðust mjög skjótt við, bæði að slökkva elda og hefja fyrstu hjálp. Þetta fólk varð allt vitni að slysinu og allir óþægilega nálægt þegar vélin skall niður. Fljótlega er björgunarþátturinn kominn í ákveðinn farveg, hinir slösuðu fluttir af slysstaðnum, slökkviliðsmenn slökkva
73
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
þann eld sem ennþá er sjáanlegur og björgunarsveitarmenn mættir til aðstoðar við lokun og verndun vettvangs. Þegar hér er komið er mikilvægast að safna vitnum saman og veita fólki þá hjálp sem þarf. Bílaklúbbsfélagar taka því vel að safnast saman í félagsaðstöðu sinni neðar á svæðinu og bíða þar frekari fyrirmæla. Fljótlega fáum við þær fréttir að sjúkraflutningamaðurinn í áhöfn vélarinnar hafi verið úrskurðaður látinn á FSA en einnig að flugmaðurinn hafi ekki hlotið alvarlega áverka. Þar með fór í gang sá þáttur þessa flugslyss sem líklega má segja að hafi snert hvað flesta sem að því komu. Það var vinna Rauða kross deildarinnar á Akureyri sem opnaði fjöldahjálparstöð í Glerárkirkju, í samvinnu við sóknarprest kirkjunnar, sjúkrahúsprest FSA og sálfræðinga, geðlækna og geðhjúkrunarfræðinga FSA. Strætisvagn var fljótlega sendur til að ná í Bílaklúbbsfélaga og fengu þeir fyrstu aðstoðina í fjöldahjálparstöðinni í Glerárkirkju. Hún var opin í nokkra daga eftir slysið og vann starfsfólk stöðvarinnar (sem flest var sjálfboðaliðar) mikið starf með öllum sem slysið snerti á einn eða annan hátt. Á slysstað fór síðan fram rannsóknarvinna lögreglu og Rannsóknarnefndar samgönguslysa. Súlur, björgunarsveitin á Akureyri, ásamt fleiri sveitum af Eyjafjarðarsvæðinu, sá um lokanir undir stjórn lögreglu meðan á þessari rannsókn stóð. Súlur og starfsmenn Isavia á Akureyri unnu síðan að hreinsun svæðisins og undirbúningi fyrir flutning flaksins til frekari rannsóknar í Reykjavík. Þegar þetta er skrifað eru tæpir tveir mánuðir liðnir frá þessu slysi. Flugslys eru sem betur fer afar fátíð. Það sem gerir vinnu við þau oft erfiðari en önnur slys er m.a. staðsetning þeirra, oft fjarri alfaraleiðum og þeir kraftar sem eru að verki. Síðasta banaslys í flugi sem björgunarsveitir á Akureyri þurftu að vinna við var árið 1996 þegar lítil flugvél með þremur mönnum flaug á fjall innst í Glerárdal í um 1.300 metra hæð. Undirritaður tók þátt í þeirri vinnu og var það ólík reynsla, t.d. að vera búinn að ganga í marga klukkutíma áður en komið var á slysstað. Nú var aðeins nokkurra mínútna akstur á staðinn og lítill tími til undirbúnings. Kraftarnir í báðum þessum slysum voru miklir og aðkoman erfið. En það sem gerir þetta slys sérstaklega erfitt fyrir okkur hér á svæðinu er að þarna fórust björgunarmenn. Allir eru mennirnir tengdir á einhvern hátt öllum sem komu að þessu slysi, sjúkraflutningamaðurinn var t.d. með öflugri björgunarsveitarmönnum í Eyjafirði. Við minnumst góðra drengja með þökk fyrir góð kynni og góð störf í þágu samfélagsins alls. Samfélagið hefur haldið vel utan um fólkið okkar eftir þetta slys og stuðningur verið mikill. Fyrir það er vert að þakka.
74
Grein úr Björgun
» Mayday – Mayday – Mayday
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Þann 8. ágúst klukkan 23:20 barst neyðarkall frá seglskútunni Falado Von Rhodos sem stödd var um 16 sjómílur vest-norð-vestur af Garðskaga með 12 manns um borð. Vaktstöð siglinga tók á móti neyðarkallinu sem samstundis var áframsent til skipa og báta sem gætu verið á svæðinu. Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein í Sandgerði var á þessum tíma í viðhaldsstoppi og því var björgunarskipið Einar Sigurjónsson frá Hafnarfirði kallað út. Jafnframt var ákveðið að kalla út minni og hraðskreiðari báta frá björgunarsveitunum Suðurnes, Sigurvon í Sandgerði og Ægi í Garði auk þyrlu Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ. Veður á staðnum var austan 10 til 12 metrar, gott skyggni en allnokkur sjór. Klukkan 23:35 kallar skútan inn að aðalvél hennar sé dauð og dælur hættar að virka en að verið sé að lensa með handdælu. Á sama tíma var björgunarskipið Einar Sigurjónsson að leggja úr höfn í Hafnarfirði með dælur og mannskap ásamt björgunarbátnum Fiskakletti. Tveir togarar, þeir Hrafn Sveinbjarnarson og Baldvin Njálsson, sem voru á nálægum slóðum höfðu einnig tilkynnt að þeir ætluðu að halda á staðinn en að þeir væru ekki með neinar færanlegar dælur um borð. Léttabátur af Hrafni Sveinbjarnarsyni var kominn á staðinn en illa gekk að nálgast skútuna. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom skömmu síðar en gat ekki athafnað sig vegna mastra á skútunni og
Aðstæður á sjó voru slæmar og mátti björgunarfólk hafa sig allt við til að tryggja eigið öryggi og annarra.
75
FALADO VON RHODOS var glæsileg skúta sem rekin var sem skólaskip af þýskum skátum.
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
sjólags. Því reyndist þyrlubjörgun ekki möguleg nema að fólkið færi fyrst frá borði og um borð í björgunarbát. Var því ákveðið að bíða átekta eftir að björgunarskip og bátar kæmu á svæðið og þyrlan yrði „stand-by“ í Keflavík á meðan. Áætlað var að fyrstu björgunarbátarnir kæmu á staðinn rétt fyrir klukkan eitt eftir miðnætti. Er björgunarbáturinn Gunnjón frá Ægi í Garði kom á staðinn var kominn töluverð slagsíða á skútuna og taldi áhöfn Gunnjóns illmögulegt að komast um borð. Skipstjóri skútunnar taldi þá að ekki myndi líða nema klukkustund þar til hún sykki. Björgunarbáturinn Njörður var kominn á staðinn og reyna átti að koma taug á milli skútunnar og Hrafns Sveinbjarnarsonar og draga hana til móts við Einar Sigurjónsson en áhöfn skútunnar átti í erfiðleikum með að skilja hvað þeir áttu að gera við spottann sem þeim var réttur. Björgunarbáturinn Fiskaklettur kom á staðinn klukkan rúmlega tvö og tókst þeim að koma manni og dælu um borð. Það var ekki fyrr en á þessum tímapunkti að í ljós kom að af 12 manns um borð í skútunni voru sjö börn. Skátafélag í Þýskalandi átti skútuna og var hún á leið frá Rifi til Vestmannaeyja en þar átti nýr hópur frá skátafélaginu að taka við henni. Fólkið um borð var illa klætt, margir á nærbuxum og stuttermabolum, og orðið blautt og kalt. Hafist var handa við að koma fólkinu yfir í Einar Sigurjónsson í skjól og flutti björgunarbáturinn Þorsteinn frá Sandgerði börnin yfir í hann. Börnin hresstust fljótt og því ekki talin ástæða að koma þeim tafarlaust til hafnar heldur ákveðið að reyna
76
Mayday – Mayday – Mayday
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
að bjarga skútunni. Freista átti þess að láta Einar Sigurjónsson draga hana til Sandgerðis. Byrjað var að dæla og taug komið milli Einars Sigurjónssonar og skútunnar. Allt var komið út um allt um borð í skútunni og gekk erfiðlega að dæla þar sem fatnaður og fiður úr sængum og koddum stífluðu dælurnar. Eftir margítrekaðar tilraunir hættu menn að reyna að dæla og yfirgaf áhöfn skútunnar og björgunarmenn hana. För Einars Sigurjónssonar með skútuna í eftirdragi gekk afar hægt, ef siglt var hraðar en þrjár mílur kafsigldi skútan. Fólkið um borð var auk þess orðið kalt og hrakið og margir orðnir sjóveikir. Um klukkan fimm var ákveðið að skera skútuna lausa frá Einari Sigurjónssyni og sökk hún skömmu síðar. Komið var með fólkið til hafnar í Sandgerði um klukkan sex um morguninn og var það flutt í björgunarstöðina hjá Sigurvon í Sandgerði þar sem starfsmenn þýska sendiráðsins tóku á móti því. Alls tóku 18 manns þátt í aðgerðinni (utan áhafna togaranna og fólks í landi) á fjórum björgunarbátum og einu björgunarskipi. Samstarf hópanna sem komu að björguninni gekk afar vel sem sýndi sig hversu mikilvægt er að hafa vel þjálfaðan mannskap og öflug tæki sem brugðist getur við verkefnum sem þessum á sjó.
Æfing í fjallabjörgun.
77
» Aðgerðir björgunarsveita 2013 F3 Aðstoð Hrútafirði 1/1/2013 - SJÓR - Svæði 9
F3 Óveðursaðstoð 1/1/2013 - LAND - Svæði 5
F3 Aðstoð við lögreglu á Fjarðarheiði 1/1/2013 - LAND - Svæði 13
F3 Aðstoða Landsnet og RARIK 1/1/2013 - LAND - Svæði 5
F3 Fastur bíll á Nesjavallavegi 1/2/2013 - LAND - Svæði 1
F3 Bíll fastur í Mikladal 1/2/2013 - LAND - Svæði 6
F3 Bílalest fylgt í og úr ferjunni Baldri 1/2/2013 - LAND - Svæði 6
F3 Bílar fastir á Grjótagjárvegi 1/2/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Aðstoð í Þrengslum 1/3/2013 - LAND - Svæði 3
F3 Bíll útaf og fastur á Hólasandi 1/4/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Mokstur af þökum á Dalvík 1/5/2013 - LAND - Svæði 11
F3 Ná í dreng á Ingjaldssand 1/6/2013 - LAND - Svæði 7
F3 Þak að losna af húsi á Patreksfirði 1/9/2013 - LAND - Svæði 6 ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F1 Bílvelta í Kjós 1/13/2013 - LAND - Svæði 1 Vettvangshópur Kjalar sinnti fyrstu viðbrögðum í samvinnu við SHS
F3 Kindur í Ólafsvíkurenni 1/13/2013 - LAND - Svæði 5
F3 Óveðursaðstoð 1/15/2013 - LAND - Svæði 4
F3 Óveðursaðstoð í Kópavogi 1/15/2013 - LAND - Svæði 1
78
F3 Fastur bíll við Hverfjall 1/17/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Óveðursaðstoð í Reykjavík 1/18/2013 - LAND - Svæði 1
F3 Bíll útaf á Hólasandi 1/18/2013 - LAND - Svæði 12
F2 Fótbrotin kona í Skarðshyrnu 1/19/2013 - LAND - Svæði 4 Björgunarsveitirnar Akur og Ok fóru í Skarðshyrnu vegna konu sem hafði dottið illa og var talin fótbrotin. Þyrla LHG kom konunni á sjúkrahús. F2 Leit í Esju
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
1/19/2013 - LAND - Svæði 1 Tveir félagar gengu á Esjuna frá Esjubergi um Sauðagil upp að Kambshorni. Efst í Sauðagili völdu þeir hvor sína uppgönguleiðina þar sem þeir voru misjafnlega skóaðir. Í hríðarbyl skildust leiðir og annar þeirra hélt upp á Kamb en hinn sneri við niður. Vegna misskilnings töldu báðir að hinn aðilinn hafi tekið sömu ákvörðun og þeir sjálfir. Aðeins annar þeirra var með síma á sér. Sá sem sneri við var ekki með bíllykla og gekk því út á þjóðveg og fékk far með vegfaranda að Mógilsá. Hann fékk einnig lánaðan síma og hafði samband við göngufélaga sinn. Ákveðið var sá myndi koma niður Þverfellshornið. Um 14.30 höfðu þeir samband aftur og ljóst að sá á fjallinu var orðinn villtur í afar slæmu skyggni. Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út og ennfremur var óskað var eftir björgum frá Reykjanesi, Suðurlandi og Borgarfirði þegar myrkur var að skella á. Afar erfiðar aðstæður voru á fjallinu, mikil snjóflóðahætta norðan megin á Esjunni svo og í Gunnlaugsskarði, broddafæri í klettabeltum og talsverð vindkæling. Þyrlan reyndi leit meðan bjart var en varð frá að hverfa vegna veðurs. Skoðað var með aðkomu sleða en ekki reyndist nægur snjór. Símasamband við hinn týnda var afar lélegt og varð síminn líklega rafmagnslaus um kl. 18. Reynt var að senda staðsetningarforrit í símann. LHG bauð fram aðstoð við að miða út síma hins týnda með færanlegum sendi sem er í prófun, rétt áður en maðurinn fannst. Blys voru notuð við leit. Fannst maðurinn ofarlega í skálinni í vestanverðu Gunnlaugsskarðinu í góðu ásigkomulagi um kl. hálf níu og var fylgt niður af Þverfellshorni. Esjustofa var opnuð og svd. kvenna í Rvík bauð upp á súpu og kaffi. Hinn týndi var vel búinn til göngu með auka föt, skó, brodda og axir. Helst skorti á að hann væri með GPS og nesti.
F3 Fastur bíll við Hvítserk 1/19/2013 - LAND - Svæði 9
F3 2 bílar fastir á Fjarðarheiði 1/25/2013 - LAND - Svæði 13
F3 Aðstoð í Þrengslum 1/26/2013 - LAND - Svæði 3
F3 Þakplötur að fjúka 1/26/2013 - LAND - Svæði 7
80
Aðgerðir björgunarsveita 2013
Björninn, stjórnstöðvarbíll svæðisstjórnar á svæði 1 hefur komið að góðum notum við ýmsar aðgerðir.
F3 Aðstoð við hópbifreið 1/26/2013 - LAND - Svæði 16
F3 Ná í farþega úr rútu innan við Kambsnes 1/26/2013 - LAND - Svæði 7
F3 Þakplötur af Hólavegi 43 1/27/2013 - LAND - Svæði 10
F3 Bátar að losna á Þingeyri 1/27/2013 - LAND - Svæði 7
F3 Hlöðuþak að fjúka í Svarfaðardal 1/27/2013 - LAND - Svæði 11
F3 Fastur bíll á Kjalvegi ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
1/27/2013 - LAND - Svæði 3
F3 Aðstoða bíla í Öxnadal 1/27/2013 - LAND - Svæði 11
F3 Þak að fjúka í Álftafirði 1/27/2013 - LAND - Svæði 7
F3 Óveðuraðstoð á Ísafirði 1/27/2013 - LAND - Svæði 7
F3 Þakplötur að fjúka 1/27/2013 - LAND - Svæði 7
81
Æfingar, stórar og smáar, eru á dagskrá í hverri viku hjá björgunarsveitum félagsins.
F3 Óveður SV 18 1/27/2013 - LAND - Svæði 18
F3 Stórt kar fjúkandi í Mikladal 1/27/2013 - LAND - Svæði 6
F3 Aðstoða bíla á Öxnadalsheiði 1/27/2013 - LAND - Svæði 11
F3 Plötur að fjúka af fjárhúsi í Ísafjarðardjúpi 1/27/2013 - LAND - Svæði 7
F3 Bátar að losna á Þingeyri 1/27/2013 - LAND - Svæði 7
F3 Aðstoð á Hellisheiði ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
1/27/2013 - LAND - Svæði 3
F3 Fastir bílar og rúta á Oddsskarði 1/27/2013 - LAND - Svæði 13
F3 Fastur bíll við Öxnadalsheiði 1/27/2013 - LAND - Svæði 10
F2 Bíll útaf við Kambstaði 1/28/2013 - LAND - Svæði 12 Bíll lenti út af veginum neðan við Kambstaði. Betur fór en á horfðist því bíllinn valt ekki. Óskað eftir aðstoð við að draga hann upp á veginn aftur.
82
UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA
1.500 umhverfisvottaðir bæklingar um nokkra sleipustu jökla landsins
Oddi hefur gegnum tíðina unnið með íslenskum einstaklingum í nýsköpun og hönnun að nýstárlegum lausnum sem hvarvetna vekja undrun og aðdáun. Við framleiðum umbúðir sem ná utan um allar góðar hugmyndir. Þínar hugmyndir eru í öruggum höndum hjá Odda.
Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 3-7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is
Umbúðir og prentun
F3 Lausar þakplötur á Ólafsfirði 1/28/2013 - LAND - Svæði 11
F3 Klæðning að fjúka af húsi á Húsavík 1/28/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Fastur bíll við Kot 1/28/2013 - LAND - Svæði 10
F3 Óveðursaðstoð 1/28/2013 - LAND - Svæði 9
F2 Flutningur sjúklinga yfir Oddsskarð 1/29/2013 - LAND - Svæði 13 Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað óskar eftir aðstoð um flutning á sjúklingum til og frá Neskaupstað yfir Oddsskarð.
F2 Aðstoða lögreglu 1/29/2013 - LAND - Svæði 13 Björgunarsveitarmenn frá Ísólfi fóru í leiðangur með Sigríði lögreglu að kanna reiti 4 og 6 vegna óvissustigs snjóflóða.
F3 Aðstoð vegna senda á Steinnýjarstaðafjalli 1/29/2013 - LAND - Svæði 9
F3 Aðstoð við Hvítserk á Vatnsnesi 2/1/2013 - LAND - Svæði 9
F2 Leit að manni við Reykholt 2/2/2013 - LAND - Svæði 3 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út til leitar að ungum manni. Maðurinn fannst heill á húfi stuttu eftir boðun.
F1 Alvarlegt slys í Esju 2/3/2013 - LAND - Svæði 1 Banaslys á Hátindi í Esju. Kona á ferð með gönguhópi féll niður bratta hlíð. Aðstæður á vettvangi voru mjög erfiðar sérstaklega vegna óveðurs sem skall á meðan björgunarmenn voru á leið í fjallið.
F3 Fastur bíll ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
2/3/2013 - LAND - Svæði 2
F3 Fastur bíll við Hverfjall 2/3/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Aðstoð á Hellisheiði 2/3/2013 - LAND - Svæði 3
F3 Fastur bíll á Dettifossvegi 2/4/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Bíll enn og aftur fastur á Dettifossvegi 2/4/2013 - LAND - Svæði 12
84
Aðgerðir björgunarsveita 2013
„Sjúklingur“ búinn undir flutning á börum.
F3 Bíll fastur á milli Reykjahlíðar og Bjarnaflags 2/4/2013 - LAND - Svæði 12
F2 Leit að týndum manni á Siglufirði 2/6/2013 - LAND - Svæði 11 Björgunarsveitir á Norðurlandi leituðu manns sem grunur lék á að hefði gengið í sjóinn. Leit hefur ekki enn borið árangur.
F3 Aðstoð á Vatnsskarði 2/8/2013 - LAND/SJÓR - Svæði 8
F3 Fastur bíll við Gullfoss 2/9/2013 - LAND - Svæði 9
F2 Ná í konu á Ingjaldssand ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
2/9/2013 - LAND - Svæði 7 Sæbjörg á Flateyri aðstoðaði við að ná í konu á Ingjaldssand.
F1 Leki að bát austur af Raufarhöfn 2/13/2013 - SJÓR - Svæði 12 Leki að bát um 10 sml austur af Raufarhöfn. Einn maður um borð kemst ekki að dælum.
F3 Fastur bíll á Fjarðarheiði 2/13/2013 - LAND - Svæði 13
F3 Fastur bíll á plani við Dettifoss 2/13/2013 - LAND - Svæði 12
85
F1 Brjóstverkur í Kjós 2/15/2013 - LAND - Svæði 1 Vettvangshópur Kjalar sinnti fyrstu viðbrögðum í samvinnu við SHS.
F1 Slys í Bröttubrekku 2/17/2013 - LAND - Svæði 4 Bíll fór útaf í Bröttubrekku. Björgunarsveitirnar Brák og Heiðar voru kallaðar út í fyrstu viðbrögð.
F1 Endurlífgun í Reykholti 2/17/2013 - LAND - Svæði 3 Vettvangshópur björgunarsveitarinnar Eyvindar á Flúðum aðstoðaði á vettvangi.
F1 Slys við Gígjökul 2/18/2013 - LAND - Svæði 16 Björgunarsveitir frá Hvolsvelli og undir Eyjafjöllum voru kallaðar út vegna slyss á ferðakonu við Gígjökul á Þórsmerkurleið. Konan var með höfuðáverka en svo virðist sem grjót hafi hrunið úr jöklinum og lent á henni. Þyrla LHG flutti konuna á slysadeild.
F3 Fastur bíll á Uxahryggjum 2/18/2013 - LAND - Svæði 4
F3 Aðstoð við bíla austan Víkur 2/19/2013 - LAND - Svæði 16
F3 Fastur bíll við Dyrhólaey 2/19/2013 - LAND - Svæði 16
F3 Bíll í Hoffellsá 2/22/2013 - LAND - Svæði 15
F1 Slasaður vélsleðamaður á Flateyjardal 2/23/2013 - LAND - Svæði 11 Björgunarsveitin Ægir á Grenivík kölluð út vegna vélsleðamanns sem hafði slasast við Heiðarhús á Flateyjardal. Hjúkrunarfræðingur fór með vélsleðamönnum björgunarsveitarinnar á slysstað og var hinum slasaða gefið verkjastillandi. Sveitin flutti manninn síðan á sjúkrahús.
F3 Fastur bíll við Hverfjall 2/24/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Bíll fastur í ánni við Landmannalaugar ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
2/25/2013 - LAND - Svæði 16
F1 Neyðarstig Keflavík 2/26/2013 - LAND - Svæði 2 Boeing 757 vél frá Icelandair með bilun í vökvastjórnunarbúnaði rétt vestan við Keflavíkurflugvöll. Alls 165 manns um borð. Sveitir á Reykjanesi fóru í MÓT á Keflavíkurflugvelli og biðsvæði bjarga frá höfuðborgarsvæðinu var virkjað í Straumsvík. Vélin lenti heilu og höldnu skömmu eftir boðun.
F1 Öndunarerfiðleikar í Hvalfjarðargöngum 3/2/2013 - LAND - Svæði 1 Vettvangshópur Kjalar sinnti fyrstu viðbrögðum í samvinnu við SHS.
86
SKOÐUM
SKIP LAND ALLT
BETRI STOFAN
UM
ÞÍNIR MENN Í SKIPASKOÐUN -áratuga reynsla Stefán Hans Stephensen ..................s. 8608378 Axel Axelsson ...................................s. 8608379 Einar Hilmarsson ...............................s. 8651490 Guðmundur Hanning Kristinsson .....s. 8608377 Guðgeir Svavarsson ......................... s. 8953102 Guðmundur G. Guðmundsson ........ s. 8953103
Skipaskoðunarsvið
stefans@frumherji.is axela@frumherji.is einarjh@frumherji.is hanning@frumherji.is gudgeirs@frumherji.is gudmundurg@frumherji.is
Fagleg ráðgjöf, sala og þjónusta Bjóðum aðeins viðurkenndan búnað
Kraftur Ending Sparneytni Áreiðanleiki
Stjórntæki og gírar
Alternatorar og DC rafalar
Ál fórnarskaut og zink
Marás ehf. Miðhraun 13 - 210 Garðabær Sími: 555 6444 - Fax: 565 7230 www.maras.is
Mótorpúðar fyrir flestar vélar
12V og 24V lensidælur - handdælur
Sjóinntök, lokar, sjósíur og fl.
Allt fyrir nýsmíðina Allt fyrir sjávarútveginn
GÆÐAMÓTORAR FRÁ JAPAN TOHATSU utanborðsmótorar hafa sannað ágæti sitt um allan heim. Mest seldu utanborðsmótorar í Noregi. Fáanlegir tvígengis, fjórgengis og tvígengis með beinni innspýtingu. Stærðir frá 2,5 upp í 140 hö.
Adventure Adventure gúmmíbátar hafa reynst vel við íslenskar aðstæður. Viðurkenndir Harðbotna RIB bátar fáanlegir með SOLAS pakka. Ýmsar útfærslur fáanlegar.
Alhliða þjónusta við sjávarútveginn Marás ehf. | Miðhraun 13 - 210 Garðabær | S: 555 6444 | www.maras.is
Leit við ströndina í Reykjavík.
F1 Slösuð kona í Hofsárdal 3/2/2013 - LAND - Svæði 11 Kona í gönguferð í Hofsárdal rann í brekku og fótbrotnaði. Súlur, björgunarsveitin á Akureyri, og björgunarsveitin Dalvík komu konunni til aðstoðar.
F3 Bíll í á 3/2/2013 - LAND - Svæði 3
F2 Leita að konu í Garðabæ 3/3/2013 - LAND - Svæði 1 Leitað að konu í Garðabæ. Konan skilaði sér heim eftir stutta leit. Allar sveitir á höfuðborgarsvæðinu voru að störfum.
F2 Bíll niður um ís á Mývatni 3/3/2013 - LAND - Svæði 12 Björgunarsveitin Stefán á Mývatni kvödd til til að bjarga bíl sem hafði farið niður um ís á Mývatni. ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F2 Eftirgrennslan 3/3/2013 - LAND - Svæði 11 Þrír menn fara með þyrlu upp á Kerlingu og er hugmyndin að fljúga á svifvæng yfir Eyjafjörðinn. Einn flýgur að Hrafnagili og annar er þar nokkuð ofar en getur ekki staðsett sig. Talið að sá þriðji hafi ekki náð sér á flug. Björgunarsveitirnar Dalbjörg og Súlur voru kvaddar til leitar.
F3 Óveðursaðstoð 3/3/2013 - LAND - Svæði 7
F3 Fastur með erlendum ferðamönnum við Hverfjall 3/3/2013 - LAND - Svæði 12
90
Aðgerðir björgunarsveita 2013
F3 Fastur bíll á Einifellsvegi (527) 3/3/2013 - LAND - Svæði 4
F3 Steingrímsfjarðarheiði aðstoð 3/3/2013 - LAND - Svæði 8
F3 Foktjón 3/4/2013 - LAND - Svæði 1
F3 Kona í vandræðum við Arnarstapa 3/4/2013 - LAND - Svæði 5
F3 Aðstoð ferðafólk í Fnjóskadal 3/4/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Aðstoða bíl í Bakkaselsbrekku 3/4/2013 - LAND - Svæði 11
F3 Vopnafjarðarheiði fastur bíll 3/4/2013 - LAND - Svæði 13
F3 Bílstjóri með tvö börn, föst á Mývatnsöræfum 3/5/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Ferðamenn aðstoðaðir á Fróðárheiði 3/5/2013 - LAND - Svæði 5
F3 Fastur bíll við Hæðargarðsvatn 3/5/2013 - LAND - Svæði 15
F3 Steingrímsfjarðarheiði fastir bílar 3/6/2013 - LAND - Svæði 8
F3 Ófærð á höfuðborgarsvæðinu 3/6/2013 - LAND - Svæði 1
F3 Óveðursútkall 3/6/2013 - LAND - Svæði 10
F3 Ófærð á Suðurnesjum 3/6/2013 - LAND - Svæði 2
F3 Ófærð innanbæjar í Reykjanesbæ ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
3/6/2013 - LAND - Svæði 2
F3 Ófærð á Suðurnesjum 3/6/2013 - LAND - Svæði 2
F3 Fastir bílar á Innnesvegi 3/6/2013 - LAND - Svæði 4
F3 Ófærð á Hellisheiði 3/6/2013 - LAND - Svæði 3
F3 Akstur skólabarna í Vík í Mýrdal 3/6/2013 - LAND - Svæði 16
91
FA Friðrik A. J Jónsson ehf
Fagleg ráðgjöf, sala og þjónusta Bjóðum aðeins viðurkenndan búnað
S AIL OR
S AIL OR
SAILOR VHF 6222
Kallkerfi Peltor og SAILOR
StructureScan HD imaging technology
Lowrance Gen-2 er komin með StructureScan HD sem er langdrægara og öflugra en áður. Ef þú ert að leita að einhverju í sjó eða vatni þá er þetta tækið.
Botn Dekk á botninum
Net
Bryggja Friðrik A. Jónsson ehf
Sjá nánar á www.faj.is
Miðhrauni 13 - 210 Garðabæ S: +354 552 2111 - F: + 354 552 2115 www.faj.is
Allt fyrir nýsmíðina
Arctic Cat vélsleðar á frábæru verði. Tvígengis 800cc og fjórgengis 1100cc Turbo. Gott úrval.
Arctic Cat fjórhjól á frábæru verði. Götuskráð. Stærðir frá 550cc. til 1000cc.
Wildcat frá Arctic Cat. Frábært leiktæki, mikið afl og einstök fjöðrun.
KRAFTUR
ENDING
ÁREIÐANLEIKI Miðhrauni 13 - 210 Garðabæ S: 578-0820 - arcticsport.is
F1 Meðvitundarlaus maður í Unadal 3/6/2013 - LAND - Svæði 10 Björgunarsveitin Grettir aðstoðaði við sjúkraflutning meðvitundarlauss manns í ófærð og óveðri í Unadal.
F3 Aðstoðarbeiðni rok 3/6/2013 - LAND - Svæði 16
F3 Ófærðarútkall í Reykjavík 3/6/2013 - LAND - Svæði 1
F3 Föst rúta við Jökulsá á Fjöllum 3/6/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Óveður 3/6/2013 - LAND - Svæði 18
F3 Óveðursaðstoð í Snæfellsbæ 3/6/2013 - LAND - Svæði 5
F3 Aðstoð í Víkurskarði 3/6/2013 - LAND - Svæði 11
F3 Óveðursaðstoð 3/6/2013 - LAND - Svæði 9
F3 Óveðursaðstoð á Vopnafjarðarheiði 3/6/2013 - LAND - Svæði 13
F3 Óveður - Flytja fólk til og frá vinnu 3/6/2013 - LAND - Svæði 4
F3 Aðstoða ferðafólk við Sigríðarstaði 3/6/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Hvolsvöllur, lausar þakplötur 3/6/2013 - LAND - Svæði 16
F3 Ófærð - Sækja menn fyrir Norðurál 3/6/2013 - LAND - Svæði 4
F3 Fastur bíll á Péturseyjarvegi 3/7/2013 - LAND - Svæði 16 ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F3 Bílar í vandræðum í Mýrdal 3/7/2013 - LAND - Svæði 16
F3 Óveður í Grindavík 3/7/2013 - LAND - Svæði 2
F3 Ferðamenn aðstoðaðir við Rifsflugvöll 3/7/2013 - LAND - Svæði 5
F1 Slys Botnssúlur 3/8/2013 - LAND - Svæði 1 Göngumaður lærbrotnaði þegar hann rann niður bratta hlíð á ís.
94
Aðgerðir björgunarsveita 2013
Fjöldi óveðursútkalla er á hverju ári og þeim fylgja margvísleg verkefni.
F3 Fastur bíll í Hrunamannahreppi 3/8/2013 - LAND - Svæði 3
F3 Kínverjar villtir og fastir í Mývatnssveit 3/8/2013 - LAND - Svæði 12
F1 Meðvitundarlaus maður í Hvanngili 3/10/2013 - LAND - Svæði 16 Meðvitundarlaus maður í Hvanngili. Datt úr koju, var fyrst ringlaður en missti síðan meðvitund.
F1 Slasaður maður við Hálsgötubrún 3/10/2013 - LAND - Svæði 6 Björgunarsveitirnar Tálkni og Blakkur komu slösuðum manni til aðstoðar við Hálsgötubrún.
F1 Sleðamaður slasaður í Unadal ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
3/10/2013 - LAND - Svæði 10 Sleðamaður keyrir 8 til 10 metra fram af hengju og handleggsbrotnar. Björgunarsveitirnar Tindur, Varmi, Krókur, Dalvík og Súlur björgunarsveitin á Akureyri fóru í verkefnið.
F2 Leit að manni á Suðurlandi 3/12/2013 - LAND - Svæði 3 Leitað að 85 ára manni sem farið var að óttast um. Bíll hans fannst mannlaus við Þórðarkot og fannst maðurinn rétt hjá bílnum stuttu síðar.
F3 Mannlaus bátur á siglingu 3/12/2013 - SJÓR - Svæði 4
95
F3 Bíll útaf í Önundarfirði 3/13/2013 - LAND - Svæði 7
F3 Fastur bíll á Öndverðarnesvegi 3/13/2013 - LAND - Svæði 5
F2 Fylgja sjúkrabíl 3/14/2013 - LAND - Svæði 13 Sjúkrabíl fylgt frá Húsavík til Akureyrar í ófærð.
F3 Endurlífgun 3/15/2013 - LAND - Svæði 4
F3 Fastir ferðamenn við Hverfjall 3/15/2013 - LAND - Svæði 12
F2 Maður í sjálfheldu í Helgafelli 3/16/2013 - LAND - Svæði 1 Maður í sjálfheldu í Helgafelli ásamt tveimur hundum. Gat sent Neyðarlínunni hnit.
F3 Aðstoð við jeppamenn á Vatnajökli 3/16/2013 - LAND - Svæði 15
F3 Neyðarblys á Vatnajökli 3/16/2013 - LAND - Svæði 15
F1 Sækja slasaðan sleðamann við Fálkafell 3/17/2013 - LAND - Svæði 11 Súlur, björgunarsveitin á Akureyri, sótti slasaðan vélsleðamann inn við Fálkafell.
F3 Fastir ferðamenn á Dettifossvegi 3/17/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Vélsleðaslys Fálkafell 3/17/2013 - LAND - Svæði 11
F3 Útkall á Fjarðarheiði 3/18/2013 - LAND - Svæði 13
F1 Slasaður einstaklingur ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
3/18/2013 - LAND - Svæði 3 Vettvangshópur björgunarsveitarinnar Eyvindar á Flúðum aðstoðaði á vettvangi.
F3 Fastur bíll í Fljótum 3/19/2013 - LAND - Svæði 10
F3 Aðstoð við bíla í Ólafsfjarðarmúla 3/19/2013 - LAND - Svæði 11
F3 Óveður á Dalvík og nágrenni 3/19/2013 - LAND - Svæði 11
F3 Fastur bíll á Sjötúnahlíð 3/19/2013 - LAND - Svæði 7
96
Aðgerðir björgunarsveita 2013
F3 Víkurskarð ófærð 3/19/2013 - LAND - Svæði 11
F3 Steingrímsfjarðarheiði, bíll fastur 3/19/2013 - LAND - Svæði 8
F3 Hvassviðri í Reykjavík 3/20/2013 - LAND - Svæði 1
F3 Aðstoða vegagerðarbíl við Vestfjarðagöng 3/20/2013 - LAND - Svæði 7
F3 Fastir ferðamenn á Grjótagjárvegi 3/20/2013 - LAND - Svæði 12
F1 Vélsleðaslys að Fjallabaki 3/21/2013 - LAND - Svæði 16 Vélsleðamaður slasaðist að Fjallabaki við Bratthálskvísl í gili sunnan megin í Háskerðingi. Féll hann fram af hengju um 10 metra og slasaðist talsvert. Björgunarsveitir voru á tækjamóti að Fjallabaki og hlúðu að manninum þar til þyrla LHG sótti hann. Mikil ófærð var á svæðinu, rok og skafrenningur.
F3 Aðstoða bíl á Fjarðarheiði 3/21/2013 - LAND - Svæði 13
F3 Ferja mann á Ingjaldssand 3/23/2013 - LAND - Svæði 7
F3 Veiðivötn, sjúkraflutningur
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
3/24/2013 - LAND - Svæði 16
Á fjöllum á fallegum vetrardegi.
97
F3 Erlendir ferðamenn fastir á Dettifossvegi 3/25/2013 - LAND - Svæði 12
F2 2 stúlkur í sjálfheldu á Þríhyrningi 3/25/2013 - LAND - Svæði 16 Flugbjörgunarsveitin á Hellu kölluð út vegna tveggja stúlkna í sjálfheldu á Þríhyrningi.
F2 Snúinn ökkli við Stein 3/25/2013 - LAND - Svæði 1 Hefðbundið verkefni á fjölsóttustu gönguleið á Íslandi. HSSR, Kyndill og Kjölur leystu verkefnið.
F3 Fastur bíll við Helgaskála 3/25/2013 - LAND - Svæði 3
F3 Fastur bíll 3/26/2013 - LAND - Svæði 3
F3 Fastur bíll á Dynjandisheiði 3/27/2013 - LAND - Svæði 7
F3 Fastir erlendir ferðamenn við Hverfjall 3/28/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Vélsleðaslys í Fnjóskadal 3/29/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Vélarvana bátur út af Gróttu 3/29/2013 - SJÓR - Svæði 1
F3 Fastir erlendir ferðamenn á Dettifossvegi 3/29/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Bátur strand við Hvassahraun 3/29/2013 - SJÓR - Svæði 1
F3 Ferðamenn fastir á bílaplani við Dettifoss 3/29/2013 - LAND - Svæði 12
F1 Maður féll í gryfju við steypustöð
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
3/30/2013 - LAND - Svæði 7 Maður féll í gryfju við steypustöð og slasaðist nokkuð. Aðstæður voru með þeim hætti að sérhæfða fjallabjörgunarmenn þurfti til að aðstoða við að koma manninum upp úr gryfjunni. Björgunarsveitirnar Tindar og Jaki leystu verkefnið.
F1 Slasaður vélsleðamaður 3/30/2013 - LAND - Svæði 7 Vélsleðamaður slasaðist við Þjófaskörð og voru björgunarsveitirnar Jaki og Björg sendar til aðstoðar.
F3 Erlendir ferðamenn fastir á Dettifossvegi 862 3/30/2013 - LAND - Svæði 12
98
Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1 • Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður
www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is
...Hafðu samband við sölumenn okkar og fáðu allar upplýsingar
Allur helsti björgunarbúnaður til sjós og lands...
F1 Sleðaslys 3/31/2013 - LAND - Svæði 11 Vélsleðamaður slasaðist í Bíldsárskarði og fóru Súlur, björgunarsveitin á Akureyri, til aðstoðar á vélsleðum og snjóbíl.
F3 Erlendir ferðamenn fastir á vegi að Hverfjalli 3/31/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Maður í sjónum við Ægisgarð 4/1/2013 - LAND/SJÓR - Svæði 2
F3 Fastur bíll í Bervík 4/1/2013 - LAND - Svæði 5
F2 Bílvelta 4/1/2013 - LAND - Svæði 3 Vettvangshópur Eyvindar aðstoðaði á vettvangi.
F3 Fastur bíll á leið að Hverfjalli 4/4/2013 - LAND - Svæði 12
F1 Drengur fastur í sprungu Sólheimajökli 4/5/2013 - LAND - Svæði 16 Ungur maður féll í sprungu á Sólheimajökli og var með skerta meðvitund. Björgunarsveitir á Suðurlandi, Víkverji, Bróðurhöndin og Dagrenning fóru á vettvang til að sinna fyrstu viðbrögðum og undanfarar fóru með þyrlu LHG til aðstoðar.
F1 Slasaður maður í Rjúpnabrekkum 4/5/2013 - LAND - Svæði 3 Víkingur fór og sótti slasaðan mann í Rjúpnabrekkur.
F3 Bifreið föst á Bjarnafjarðarhálsi 4/10/2013 - LAND - Svæði 8
F3 Fastur bíll á Hólasandi 4/10/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Fastur bíll á Dettifossvegi vestari 4/10/2013 - LAND - Svæði 12 ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F3 Björgunarskipið Björg á Rifi kallað út 4/11/2013 - SJÓR - Svæði 5
F3 Föst bifreið á Dettifossvegi vestari 4/11/2013 - LAND - Svæði 12
F2 Leit innanbæjar Reykjavík 4/12/2013 - LAND - Svæði 1 Leitað að konu í Reykjavík. Leitin var umfangsmikil og var leitað reglulega til 27. apríl þegar hlé var gert á leit. Allar sveitir á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í aðgerðinni auk þess sem björgunarsveitir frá Reykjanesi, Suðurlandi og Borgarfirði tóku þátt á síðari stigum. Konan fannst látin síðar um vorið.
100
Aðgerðir björgunarsveita 2013
Útivera af ýmsu tagi fylgir starfi í björgunarsveit. Ljósm. Kjartan Long.
F3 Fastur bíll við Hverfjall 4/12/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Fastur bíll 4/13/2013 - LAND - Svæði 1
F3 Bíll fastur á Þröskuldum 4/13/2013 - LAND - Svæði 8
F3 Ferðamenn fastir á Dettifossvegi 862 4/13/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Fastir bílar á Þröskuldum 4/13/2013 - LAND - Svæði 8
F3 Aðstoða bíl á Breiðdalsheiði ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
4/13/2013 - LAND - Svæði 15
F3 Bíll fastur í Hrútafirði 4/13/2013 - LAND - Svæði 9
F3 Þakplötur að losna í Ólafsvík 4/14/2013 - LAND - Svæði 5
F3 Fastur bíll á Hverarönd 4/14/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Aðstoða vegfarendur í Langadal 4/14/2013 - LAND - Svæði 9
101
F3 Aðstoða vegfarendur á Þverárfjalli 4/14/2013 - LAND - Svæði 9
F3 Fastur bíll innan við veðurstöð á Vopnafjarðarheiði 4/14/2013 - LAND - Svæði 13
F3 3 Bílar fastir á Mývatnsöræfum 4/14/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Fastur jeppi á Hverarönd 4/15/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Fastur bíll rétt hjá Hverfjalli 4/17/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Fok á skemmu 4/18/2013 - LAND - Svæði 13
F3 Fastur bíll á Uxahryggjavegi 4/18/2013 - LAND - Svæði 4
F3 Fastur bíll við Fögruhlíð 4/19/2013 - LAND - Svæði 5
F3 Fastur bíll á Öndverðarnesvegi 4/19/2013 - LAND - Svæði 5
F3 Festa lausar plötur 4/20/2013 - LAND - Svæði 2
F1 Vélsleðaslys á Glerárdal 4/20/2013 - LAND - Svæði 11 Slasaður vélsleðamaður á Glerárdal með hryggáverka og verk upp í háls. Þyrla LHG var við æfingar á Norðurlandi og kom því fljótt til aðstoðar. Súlur, björgunarsveitin á Akureyri, hlúði að manninum á vettvangi þar til þyrlan kom og flutti hann á sjúkrahús.
F3 Fastur bíll í Bjarnafirði 4/21/2013 - LAND - Svæði 8
F3 Kajakmaður í vandræðum í Herdísarvík 4/21/2013 - LAND/SJÓR - Svæði 3 ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F2 Fótbrotin kona á Hverfjalli 4/21/2013 - LAND - Svæði 12 Björgunarsveitin Stefán á Mývatni sótti fótbrotna konu á Hverfjall. Talsverð ófærð var á svæðinu.
F3 Fastur bíl á Dettifossvegi vestari 4/21/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Tveir bílar fastir á leið að Hverfjalli 4/21/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Bíll fastur á Steingrímsfjarðarheiði 4/21/2013 - LAND - Svæði 8
102
PIPAR\TBWA - SÍA - 140728
GRÆNU SKREFI Á UNDAN Nýlega tóku gildi lög um endurnýjanlegt eldsneyti í sam göngum á landi. Þau kveða á um skyldu olíufélaganna til að tryggja að ákveðið hlutfall eldsneytis til samgangna sé af endurnýjanlegum uppruna. Olís hafði þá þegar uppfyllt þessi skilyrði með sölu á VLO dísel og metaneldsneyti. Taktu grænu skrefin með Olís!
Vinur við veginn
SAmStARF tIl GóðRA VERKA | Olís er einn af aðalstyrktaraðilum slysavarnafélagsins landsbjargar
Aðgerðastjórn að störfum í Birninum, færanlegri stjórnstöð.
F3 Fastir og bilaðir bílar á Kaldadal 4/22/2013 - LAND - Svæði 4
F3 Fastur bíll á Dettifossvegi 4/22/2013 - LAND - Svæði 12
F2 Bilaður bátur, rétt norður af Dalatanga 4/22/2013 - SJÓR - Svæði 13 Ramóna (1148) ÍS 840 er vélavana norðan við Nípuna.
F3 Ferðamenn festu bíl við Hverfjall 4/25/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Fastur bíll við Kjalveg 4/25/2013 - LAND - Svæði 3
F3 Fastur bíll á Uxahryggjum ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
4/25/2013 - LAND - Svæði 4
F1 Bílvelta á Skeiða- og Hrunamannavegi 4/25/2013 - LAND - Svæði 3 Vettvangshópur Eyvindar aðstoðaði á vettvangi.
F3 Aðstoð við fólk á ferð um Fjarðarheiði 4/26/2013 - LAND - Svæði 13
F3 Bíll fastur á vegi 862, Dettifossvegi 4/27/2013 - LAND - Svæði 12
104
Aðgerðir björgunarsveita 2013
F3 Fastur bíll við Ármúla 4/27/2013 - LAND - Svæði 8
F3 Fastur bíll á leið að Hverfjalli 4/27/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Fastur bíll á Hólasandi 4/29/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Enn og aftur fastur bíll á Hólasandi 4/29/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Aðstoð við ferðamenn á Fjarðarheiði 5/1/2013 - LAND - Svæði 13
F3 Bátur með veiðarfæri í skrúfu 5/1/2013 - LAND - Svæði 5
F3 Bátur strandar í Rifshöfn 5/1/2013 - LAND - Svæði 5
F3 Sómabátur siglir á innsiglingarbauju við Rif 5/2/2013 - SJÓR - Svæði 5
F2 Eftirgrennslan eftir pilti í Grindavík 5/2/2013 - LAND - Svæði 2 Aðstandendur ungs manns óttuðust um hann þar sem hann hafði ekki komið heim og eftir stutta eftirgrennslan kom hann fram hjá vinum.
F3 Aðstoð við Krossanes 5/3/2013 - LAND - Svæði 9
F3 Fastur bíll á Steingrímsfjarðarheiði 5/4/2013 - LAND - Svæði 8
F3 Fastur bíll við Gígjökul 5/4/2013 - LAND - Svæði 16
F3 Fastur bíll í Sandvík 5/5/2013 - LAND - Svæði 2
F3 Ferðamenn fastir á Dettifossvegi ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
5/5/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Fastur bíll á Skarðsheiði 5/6/2013 - LAND - Svæði 4
F2 Fylgja sjúkrabifreið 5/7/2013 - LAND - Svæði 8 Dagrenning á Hólmavík fylgdi sjúkrabifreið yfir Steingrímsfjarðarheiði til að sinna slysi.
F2 Slóðaleit á svæði 1 5/7/2013 - LAND - Svæði 1 Leitað að manni í Reykjavík og nágrenni. Miðun fjarskiptamiðstöðvar lögreglu gaf vísbendingu
105
um að maðurinn hefði verið á leið út úr bænum í vesturátt og fannst maðurinn að lokum við Skorradalsvatn heill á húfi.
F3 Bíll fastur í Stóru-Laxá 5/8/2013 - LAND - Svæði 3
F1 Kajakræðari í vandræðum 5/8/2013 - LAND/SJÓR - Svæði 16 Kajakræðari á ferð við Meðallandsfjörur fékk á sig brot og lenti í framhaldinu í vandræðum. Björgunarsveitirnar Kyndill Kirkjubæjarklaustri, Víkverji og Lífgjöf voru kallaðar út auk þess sem björgunarskipið Ingibjörg á Hornafirði var kallað út. Maðurinn komst í land og var heill á húfi.
F3 Aðstoð á Vatnsskarði 5/9/2013 - LAND - Svæði 10
F3 Tvær ferðir á Vatnsskarð 5/9/2013 - LAND - Svæði 10
F2 Sjálfhelda í Esju 5/10/2013 - LAND - Svæði 1 Ungt fólk í sjálfheldu á Þverfellshorni. Statt við vörðuna og átti að ganga á Esjuna sem hluta af skólaverkefni. Treystir sér ekki niður klettana aftur þrátt fyrir gott veður og gott skyggni. (Síðar skall á þoka á svæðinu). Kyndill kallaður út í verkefnið.
F3 Ferð í Loðmundarfjörð að sækja fólk 5/12/2013 - LAND - Svæði 13
F3 Aðstoð við bíl við Leirvogsvatn 5/12/2013 - LAND - Svæði 1
F3 Bíldráttur við Óseyrarbrú 5/12/2013 - LAND - Svæði 3
F3 Slasaður sjómaður 5/12/2013 - SJÓR - Svæði 2
F3 Bátur með í skrúfu við Rifstanga 5/12/2013 - SJÓR - Svæði 5
F3 Fastur bíll við Laxamýri ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
5/12/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Vélarvana bátur 5/13/2013 - SJÓR - Svæði 2
F3 Bs. Björg aðstoðar grásleppubát 5/14/2013 - SJÓR - Svæði 5
F3 Ófærð á Fjarðarheiði 5/14/2013 - LAND - Svæði 13
F3 Breiðdalsheiði, aðstoð vegna fastra bíla 5/14/2013 - LAND - Svæði 13
106
ENNEMM / SÍA / NM56156
> Í öruggum höndum alla leið Hjá Samskipum fer saman sóknarhugur nýrrar kynslóðar og áratuga reynsla. Við bjóðum heildar lausnir á sviði flutninga og samhent starfslið leggur stolt sitt í að uppfylla væntingar kröfuharðra viðskiptavina með skjótri, áreiðanlegri þjónustu. Þinn farmur er í öruggum höndum.
www.samskip.com
Saman náum við árangri
F3 Breiðdalsheiði aðstoða bíl 5/15/2013 - LAND - Svæði 13
F3 Bátur strandar á skeri við Ólafsvík 5/16/2013 - SJÓR - Svæði 5
F2 Leit við Hörðuvallaskóla 5/16/2013 - LAND - Svæði 1 Leitað að manni sem saknað var frá heimili sínu. Maðurinn fannst látinn.
F3 Breiðdalsheiði aðstoða bíl 5/17/2013 - LAND - Svæði 13
F3 Aðstoða lögreglu 5/18/2013 - LAND - Svæði 5
F1 Rútuslys við Grundarfjörð 5/18/2013 - LAND - Svæði 5 Björgunarsveitirnar Klakkur, Lífsbjörg og Berserkir af norðanverðu Snæfellsnesi voru kallaðar út þegar tilkynning barst um rútuslys um 5 km vestan við Grundarfjörð. Í slysinu rákust saman húsbíll og rúta. Tveir voru í húsbílnum og 16 manns í rútunni. Þyrla LHG tók tvo sjúklinga og flutti þá til Reykjavíkur. Aðrir farþegar voru svo fluttir í grunnskólann í Grundarfirði þar sem hlúð var að þeim.
F1 4 fastir a ísjaka 5/19/2013 - LAND/SJÓR - Svæði 15 Fjórir ferðamenn fóru á ísjaka í Jökulsárlóni sem tók að reka. Björgunarfélag Hornafjarðar fór á vettvang. Fólkið var tekið um borð í bát.
F3 Bs. Björg á Rifi aðstoðar vélarvana bát í land 5/19/2013 - SJÓR - Svæði 5
F3 Bs. Björg á Rifi dregur vélarvana bát í Rifshöfn 5/19/2013 - SJÓR - Svæði 5
F1 Meðvitundarleysi í Þjórsárdal
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
5/21/2013 - LAND - Svæði 3 Lögreglu barst tilkynning um að hjón um sjötugt væru meðvitundarlaus í hjólhýsi sínu í hjólhýsahverfi Þjórsárdal. Hjónunum var komið út undir bert loft og lífgunartilraunir reyndar, en án árangurs. Vettvangshópur björgunarsveitarinnar Eyvindar á Flúðum aðstoðaði á vettvangi.
F1 Hjartastopp 5/21/2013 - LAND - Svæði 3 Maður fékk hjartaáfall í golfskálanum í Seli. Vettvangshópur björgunarsveitarinnar Eyvindar á Flúðum sinnti fyrstu viðbrögðum.
F3 Vélavana skip vestur af Stafnesi 5/22/2013 - SJÓR - Svæði 2
F3 Aðstoð á Fjarðarheiði 5/22/2013 - LAND - Svæði 13
108
Aðgerðir björgunarsveita 2013
Aðgerðastjórn.
F3 Aðstoð við ferðafólk 5/22/2013 - LAND - Svæði 13
F3 Bílar fastir á Dettifossvegi og Langadal 5/22/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Bíll fastur á planinu við Dettifoss 5/22/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Aðstoð á Hvilftaströnd 5/23/2013 - LAND/SJÓR - Svæði 7
F3 Bíll út í Norðurá 5/24/2013 - LAND - Svæði 10 ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F2 Týndur einstaklingur á Fimmvörðuhálsi 5/24/2013 - LAND - Svæði 16 Franskur ferðamaður lagði af stað upp frá Básum og hugðist ganga Fimmvörðuháls að Skógum. Á Morinsheiðinni villist maðurinn af leið, gengur um 1 klst. í villu og kallar eftir aðstoð björgunarsveita þegar hann gerir sér grein fyrir að hann er villtur. Maðurinn leitaði skjóls og hélt kyrru fyrir í svefnpoka þar til björgunarmenn fundu hann. Björgunarsveitirnar Dagrenning, Árborg, Víkingur, Víkverji, Bróðurhöndin og Björg tóku þátt í aðgerðinni.
F3 Vélarvana bátur í Hvalfirði 5/24/2013 - SJÓR - Svæði 1
109
F3 Aðstoða ferðamenn vegna vatnavaxta 5/27/2013 - LAND - Svæði 13
F3 Kajakræðari í vandræðum í Norðfjarðará 5/28/2013 - LAND - Svæði 13
F3 Aðstoð við Gnýstaði á Vatnsnesi 5/28/2013 - LAND - Svæði 9
F3 Bíll útaf 5/30/2013 - LAND - Svæði 7
F2 Týnd kona í Heydal í Ísafjarðardjúpi 6/1/2013 - LAND - Svæði 7 Leitað að franskri konu sem hafði farið í gönguferð í Heydal í Ísafjarðardjúpi. Hraðleit skilaði ekki árangri og var því björgunarlið kallað til víða af landinu. Konan fannst á Skötufjarðarheiði eftir tæpan sólarhring, illa búin til gönguferða.
F2 Leit á Selfossi 6/1/2013 - LAND - Svæði 3 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út til leitar að tæplega áttræðum manni. Maðurinn fannst heill á húfi.
F3 Fastur bíll á Kili sunnan Hveravalla 6/3/2013 - LAND - Svæði 3
F2 Ítali á Fimmvörðuhálsi 6/4/2013 - LAND - Svæði 16 Ítalskur ferðamaður óskaði eftir aðstoð björgunarsveita á Fimmvörðuhálsi. Maðurinn var vanbúinn og fannst eftir nokkra leit.
F3 Aðstoð vegna vatnavaxta í Laxárdal 6/4/2013 - LAND - Svæði 10
F1 Krampi í Kjós 6/4/2013 - LAND - Svæði 1 Vettvangshópur Kjalar sinnti fyrstu viðbrögðum í samvinnu við SHS.
F3 Bíll fastur við Hrauneyjar 6/5/2013 - LAND - Svæði 16 ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F3 Ferðamenn aðstoðir við Vatnaleið 6/6/2013 - LAND - Svæði 5
F3 Farið með glussaslöngur í bát 6/6/2013 - SJÓR - Svæði 5
F3 Fastur bíll sunnanmegin á Jökulhálsi 6/6/2013 - LAND - Svæði 5
F3 Jökulháls að sunnanverðu 6/6/2013 - LAND - Svæði 5
110
styrk?
SJÓMANNASAMBAND ÍSLANDS
LANDSSAMBAND ÍSLENSKRA ÚTVEGSMANNA
sjomennt.is • sjomennt@sjomennt.is • sími: 514 9601
•
og Sjómannasamband Íslands (SSÍ) standa að Sjómennt.
SÍA
Samtök atvinnulífsins (SA), Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ)
.is sjomennt
r Kynntu þé á rétt þinn
•
starfstengt nám eða námskeið • tómstundastyrkir • meirapróf kaup á hjálpartækjum vegna lestrar- eða ritörðugleika
Félagsmenn Sjómenntar sem unnið hafa í að minnsta kosti sex mánuði á síðastliðnum tólf mánuðum geta sótt um styrk til félagsins:
Átt þú rétt á
Sjómennt – fræðslusjóður sjómanna og útgerðarfélaga
PIPAR\TBWA 130713
F3 Fótbrotinn maður við Brúsastaði 6/7/2013 - LAND - Svæði 3
F3 Fastur bíll við Vegamannahelli 6/7/2013 - LAND - Svæði 5
F3 Vélavana bátur í Loðmundarfirði 6/9/2013 - SJÓR - Svæði 13
F3 Ísstífla að bresta í Svarfaðardal 6/9/2013 - LAND - Svæði 11
F2 Bátur vélarvana við Rit 6/10/2013 - SJÓR - Svæði 7 Björgunarbáturinn Gísli Hjalta sótti vélarvana bát við Rit.
F2 Slösuð kona við Leirhnjúk 6/10/2013 - LAND - Svæði 12 Björgunarsveitin Stefán fór í böruburð í Leirhnjúk. F3 Týndur bátur á Dýrafirði 6/10/2013 - SJÓR - Svæði 7
F1 Maður í sjónum í höfninni 6/11/2013 - LAND/SJÓR - Svæði 2 Björgunarsveitirnar Stapi og Ægir voru kallaðar til þegar tilkynning barst um mann í höfninni í Garði.
F3 Vélarvana út af Bervík 6/11/2013 - SJÓR - Svæði 5
F1 Maður í Hjaltadalsá 6/11/2013 - LAND/SJÓR - Svæði 10 Minkaskytta féll í Hjaltadalsá. Mikil leit var gerð að manninum en án árangurs. Formlegri leit var hætt 19. júní og er mannsins enn saknað.
F3 Þjónustuferð Hafbjörg 6/11/2013 - SJÓR - Svæði 13
F3 Bíll í skurði ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
6/12/2013 - LAND - Svæði 11
F3 Bíll í sama skurði 6/12/2013 - LAND - Svæði 11
F1 Slys í Esju 6/12/2013 - LAND - Svæði 1 36 ára kona fékk alvarlegan krampa og féll í jörðina á gönguleiðinni undir Þverfellshorni. Konan er flogaveik og taldi vegfarandi að hún kynni að hafa rekið höfuðið í við fallið. Tveir félagar í HSSR komu fljótlega á vettvang og veittu fyrstu hjálp. Þar sem staðsetning var þekkt með fullri vissu var sótt upp slóðann undir Kistufellið á fjórhjólum og jeppum auk þess sem þyrla LHG var kölluð út. Var konan flutt með TF Líf á sjúkrahús.
112
Aðgerðir björgunarsveita 2013
Vaskur hópur á björgunarleikum á Akureyri.
F3 Breiðdalsheiði, fastur bíll 6/12/2013 - LAND - Svæði 13
F3 Verðmætabjörgun neðan Sléttabóls 6/13/2013 - LAND - Svæði 15
F3 Fastur bíll við Skálpanes 6/15/2013 - LAND - Svæði 3
F3 Gerpir Rauðinúpur 6/16/2013 - LAND - Svæði 13 ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F2 Göngumenn villtir í þoku í Esju 6/16/2013 - LAND - Svæði 1 Tvær konur lentu í sjálfheldu efst í Þverfellshorni vegna þoku. Kyndill og Kjölur boðaðir til aðstoðar. F3 Fastur bíll í Sandvík 6/17/2013 - LAND - Svæði 2
F3 Bilaður bátur við Viðey 6/17/2013 - SJÓR - Svæði 1
F3 Aðstoða bíl við Hvannstóð 6/17/2013 - LAND - Svæði 13
113
Ofkæling er ein af hættunum þegar fólk slasast í óbyggðum.
F1 Maður í sjóinn í Reynisfjöru 6/20/2013 - LAND/SJÓR - Svæði 16 Maður féll í sjóinn í Reynisfjöru og barst út undir klettabelti þar sem fjallabjörgunarmenn frá björgunarsveitum sigu niður til mannsins og komu honum til bjargar. Árborg, Dagrenning og Víkverji fóru á vettvang auk þess sem Björgunarskipið Þór frá Vestmannaeyjum og Þyrla LHG og undanfarar tóku þátt í verkefninu.
F2 Leit í Þórsmörk 6/20/2013 - LAND - Svæði 16 Sjálfboðaliði sem kom með rútu í Bása, ætlaði að labba í Langadal um hádegisbíl, sem tekur um 20-30 mínútur. Konan skilaði sér ekki og var farið að óttast um hana. Dagrenning á Hvolsvelli var send í eftirgrennslan og fann konuna eftir stutta leit. ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F2 Vélarvana bátur 6/17/2013 - LAND - Svæði 1 Skemmtibátur sem ekki komst í rétta gírinn norðan við Viðey. Sjö manns um borð en engin hætta á ferðum. Vaktstöð siglinga boðaði björgunarskip Ársæls, Þórður Kristjáns fór á staðinn og dró bátinn til Reykjavíkurhafnar. F1 Aðstoð við SHS 6/21/2013 - LAND - Svæði 1 Vettvangshópur Kjalar sinnti fyrstu viðbrögðum í samvinnu við SHS.
F3 Fastur bíll í á 6/22/2013 - LAND - Svæði 13
114
Aðgerðir björgunarsveita 2013
F1 Meðvitundarlítill karlmaður í Botnsdal 6/22/2013 - LAND - Svæði 4 45 ára karlmaður hné niður í gönguferð að Glymsgili. Björgunarfélag Akraness kom manninum til aðstoðar ásamt sjúkraflutningamönnum.
F3 Fastur bíll sunnan við Þorbjörn 6/23/2013 - LAND - Svæði 2
F2 Esjan, böruburður 6/24/2013 - LAND - Svæði 1 25 ára kona með áverka á ökkla í steintröppunum við skilti 3 á aðal gönguleiðinni á Esjuna. Kjölur, Kyndill og HSSR boðuð og síðar FBSR og HSSK. Konan var flutt niður á sexhjóli SHS.
F2 Stúlka í sjálfheldu við Stjórnarfoss 6/24/2013 - LAND - Svæði 16 Stúlka lenti í sjálfheldu í Stjórnarfossi. Stúlkan var staðsett á þurri syllu á milli ála í fossinum. Ákveðið var að senda mann upp til stúlkunnar og leiða hana upp gilið og þar upp úr. F2 Emstrur göngumenn 6/24/2013 - LAND - Svæði 16 Fimm ferðamenn í vandræðum á leið úr Emstrum í Álftavatn óskuðu eftir aðstoð björgunarsveita. FBSH, Dagrenning og Landseyjar leystu verkefnið. F1 Meðvitundarlaus maður í Seljavallalaug 6/25/2013 - LAND - Svæði 16 Björgunarsveitirnar Dagrenning og Bróðurhöndin voru kallaðar til vegna meðvitundarlauss manns í Seljavallalaug og fylgdu sjúkraflutningamönnum á vettvang.
F3 Fastur bíll við Mosa 6/25/2013 - LAND - Svæði 16
F3 Strandaður bátur 6/27/2013 - SJÓR - Svæði 5
F3 Kjalarnes endurlífgun 6/29/2013 - LAND - Svæði 1 Vettvangshópur Kjalar sinnti fyrstu viðbrögðum í samvinnu við SHS.
F3 Þríhyrningur ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
6/29/2013 - LAND - Svæði 16
F3 Markarfljót sandbleyta 6/29/2013 - LAND - Svæði 16
F2 Leit að manni í Landbroti 6/29/2013 - LAND - Svæði 15 Leitað að manni í Landbroti. Samband náðist við manninn sem gat ekki gefið upplýsingar um staðsetningu sína en með rannsóknarvinnu tókst að minnka leitarsvæðið og fannst maðurinn loks heill á húfi við Eldvötn.
115
F2 Bátur hvarf af AIS og svarar ekki kalli LHG 6/30/2013 - SJÓR - Svæði 1 Vaktstöð siglinga ræsti út björgunarsveitir á Breiðafirði til að leita að erlendri skútu sem hvarf af AIS vöktun rétt við Flatey. Skútan fannst eftir stutta leit.
F2 Eftirgrennslan eftir erlendri skútu 7/1/2013 - SJÓR - Svæði 7 Leitað að franskri skútu sem saknað var í Jökulfjörðum. Björgunarbáturinn Gísli Hjalta fann skútuna við svokallaða Ranghala í Lónafirði. F3 Fastur bíll í Þórisdal við Geitlandsjökul 7/1/2013 - LAND - Svæði 4
F3 Bilaður bátur á Norðfjarðarflóa 7/2/2013 - SJÓR - Svæði 13
F2 Sækja konu á Hornstrandir 7/2/2013 - LAND - Svæði 7 Björgunarfélag Ísafjarðar, Tindar og Ernir sóttu örmagna konu á Snóksheiði. F3 Kaldaklofskvísl, fastur bíll 7/3/2013 - LAND - Svæði 16
F3 Laufafell Markarfljót 7/3/2013 - LAND - Svæði 16
F3 Hrafntinnusker 7/3/2013 - LAND - Svæði 16
F1 Eldur í bát 15 sml NV af Garðskaga 7/4/2013 - SJÓR - Svæði 2 Báturinn var á strandveiðum um 18 sml VNV af Garðskaga þegar skipstjórinn kallaði eftir aðstoð vegna þess að eldur væri um borð. Strandstöð kallaði í nærstadda báta sem brugðust við og kom einn þeirra fljótlega á staðinn auk þess sem björgunarsveitirnar Sigurvon og Stapi lögðu af stað úr höfn til aðstoðar.
F1 Kjalarnes skert meðvitund 7/4/2013 - LAND - Svæði 1 Vettvangshópur Kjalar sinnti fyrstu viðbrögðum í samvinnu við SHS. ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F3 Bilaður bíll að Fjallabaki 7/5/2013 - LAND - Svæði 16
F3 Rauðisandur festival, fok 7/5/2013 - LAND - Svæði 6
F3 Náð í slasaðan sjómann 7/5/2013 - SJÓR - Svæði 2
F3 Bilaður bíll við Hellisá 7/5/2013 - SJÓR - Svæði 15
116
Í ÞÍNUM HÖNDUM Hreint og ómengað drykkjarvatn er dýrmætasta auðlind jarðarinnar. Við getum verið þakklát fyrir hversu rík við erum af því. Stöndum vörð um þennan lífsbrunn okkar. Þrátt fyrir að við höfum yfir að ráða nægum hreinum orkulindum er
F í t o n / S Í A
loftmengun víða langt yfir viðmiðunarmörkum á Íslandi.
F3 Rúta föst í Hellisá 7/6/2013 - LAND - Svæði 15
F1 Slys í Austdalsá 7/6/2013 - LAND - Svæði 13 Björgunarsveitarmenn frá Ísólfi á Seyðisfirði komu farþegum bíls til bjargar í Austdalsá rétt austan við byggðarlagið. Öllum farþegum bílsins tókst að komast sjálfum út úr bílnum nema einum, konu á tíræðisaldri sem var innlyksa í bílnum úti í ánni. Björgunarsveitarmenn hjálpuðu henni á þurrt og fékk hún aðhlynningu í sjúkrabíl.
F2 Ökklabrotinn maður á Arnarvatnsheiði 7/6/2013 - LAND - Svæði 4 Björgunarsveitin Ok fór með lækni að Úlfsvatni á Arnarvatnsheiði til að aðstoða ökklabrotinn veiðimann. F1 Bílslys á Skeiðavegi 7/6/2013 - LAND - Svæði 3 Vettvangshópur björgunarsveitarinnar Eyvindar á Flúðum aðstoðaði á vettvangi.
F3 Aðstoð við Skeiðarárjökul 7/7/2013 - LAND - Svæði 15
F3 Fastur bíll á Botnsheiði 7/8/2013 - LAND - Svæði 7
F2 Einkaflugvélar saknað á leið til Vestmannaeyja 7/9/2013 - LAND/SJÓR - Svæði 18 Cessnu með þremur frökkum saknað á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja. Flugleið áætluð RVK - Elliðavatn - VM. Brottför frá RVK var 10:10 og áætluð lending í VM 11:00 og skilaði vélin sér ekki á tilskildum tíma. Samhæfingarstöð Almannavarna var virkjuð og voru björgunarsveitir á Suðurlandi ræstar út til leitar. Vélin sást síðast á radar kl. 10:35 nokkrum mílum beint suður af Þjórsárósum. Upplýsingar bárust frá flugturni að vélin væri á flugi yfir Vatnajökli og var leitin þá afturkölluð.
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F2 Slys, aðstoða sjúkrabíl 7/9/2013 - LAND - Svæði 16 Óskað var eftir aðstoð vegna slyss í Landeyjafjöru neðan Bakkaflugvallar. Grunur lék á hryggáverkum og var maðurinn settur á bretti og hann borinn um 200 metra um borð í sjúkrabíl. F1 Eyjafjallajökull 7/9/2013 - LAND - Svæði 16 Tilkynnt var um líkamsleifar í Eyjafjallajökli. Björgunarsveitir aðstoðuðu lögreglu við að komast á vettvang. Ekki reyndist um líkamsleifar að ræða.
F3 Draga bíl á Flateyjardal 7/9/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Bíll fastur í á 7/10/2013 - LAND - Svæði 7
118
Aðgerðir björgunarsveita 2013
Á Ingólfsfjalli. Ljósm.: Viðar Arason.
F3 Bíll í á 7/10/2013 - LAND - Svæði 16
F3 Ferðamenn sóttir 7/10/2013 - LAND - Svæði 16
F2 Leit á landi 7/11/2013 - LAND - Svæði 16 Óskað eftir því að leitað yrði að tveimur konum sem fóru frá Hrafntinnuskeri í Álftavatn en munu hafa villst. Björgunarsveitin Garðar var í hálendisgæslunni að Fjallabaki og hóf hún hraðleit og bættist Dagrenning við í hópinn. Skálavörður í Álftavatni fann konurnar síðan eftir leit 2,5 km norðan Álftavatns.
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F2 Rafmagnslaus bátur norðan af Viðey 7/11/2013 - SJÓR - Svæði 1 Bátur norðan við Viðey óskaði eftir aðstoð því rafmagninu hafði slegið út og var báturinn vélarvana. Björgunarbáturinn Þórður Kristjánsson frá Ársæli og Margrét Guðbrandsdóttir frá Björgunarfélagi Akraness voru kölluð til aðstoðar og komu að bátnum í mynni Hvalfjarðar. F1 Bátur í kafi í Skötufirði 7/12/2013 - SJÓR - Svæði 7 Björgunarsveitir á norðanverðum Vestfjörðum kallaðar út eftir að vegfarandi hafði tilkynnt um að trilla maraði í hálfu kafi í Skötufirði. Björgunarbátar, skip og landflokkar voru strax sendir á staðinn og á sama tíma var unnið með Landhelgisgæslu og lögreglu að kanna hvaða bátar gætu mögulega verið þarna á ferðinni. Ekkert sást við komu á staðinn og fljótlega kom í ljóst að um var að ræða kræklingabauju sem í fjarska leit út eins og stefni á bát. Vegfarandi brást þó hárrétt við því ætíð er betra að kanna málið en sleppa því.
119
F3 Bíll fastur í gjá NV við Eilífsvötn 7/14/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Lamb í Hvítá 7/16/2013 - LAND - Svæði 4
F2 Eftirgrennslan eftir bíl 7/16/2013 - LAND - Svæði 7 Eftirgrennslan eftir bíl ferðamanna sem ekki höfðu skilað sér af Hornströndum á tilskildum tíma. F2 Tvær konur villtar við Geldingaborg 7/18/2013 - LAND - Svæði 5 Kallað út vegna tveggja erlendra ferðamanna sem eru villtir við Geldingaborg á Snæfellsnesi. Þeir gengu frá Gerðubergi í átt að Geldingaborg í tvo tíma. Þá var komin mikil þoka og þeir orðnir villtir. Björgunarsveitirnar Elliði, Berserkir og Lífsbjörg tóku þátt í leitinni og fundust ferðamennirnir heilir á húfi. F3 Vélarvana bátur við Norðfjarðarhorn 7/19/2013 - SJÓR - Svæði 13
F1 Neyðarstig Gulur, Keflavíkurflugvöllur 7/21/2013 - LAND - Svæði 2 Rússnesk flugvél brotlenti á braut 29 með 7 manns um borð. Einn maður slasaður á ökkla.
F3 Bs. Björg á Rifi aðstoðar skip í höfn 7/21/2013 - SJÓR - Svæði 5
F3 Aðstoðað við að pakka saman fellihýsi 7/21/2013 - LAND - Svæði 5
F2 Maður fékk slípirokk í hendi 7/21/2013 - LAND - Svæði 12 Björgunarsveitin Stefán aðstoðaði sjúkrabíl á leið á vettvang. F3 Þverárbotnar 7/22/2013 - LAND - Svæði 16
F1 Slys í fjalllendi
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
7/22/2013 - LAND - Svæði 16 Hjartaveill maður á Fimmvörðuhálsi um 5 km frá Skógum, orðinn kaldur og með skerta meðvitund. Sjúkrabíll kemst ekki á staðinn en læknir fór upp með lögreglubíl. Bróðurhöndin var í verkefni við Skógafoss og var snögg til. Dagrenningarmenn með sjúkraflutningamann mættir upp á heiði. Afturkallað þar sem nægur mannskapur var mættur. Maður fluttur í sjúkrabíl og á Hvolsvöll þar sem þyrlan náði í hann og flutti til Reykjavíkur.
F3 Fastur bíll í vegkanti á Dettifossvegi 7/23/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Hafbjörg náði í veikan mann í skemmtiferðaskip 7/23/2013 - SJÓR - Svæði 13
120
Aðgerðir björgunarsveita 2013
Kafarar ráða ráðum sínum.
F2 Sækja sjúkling í Aðalvík 7/23/2013 - SJÓR - Svæði 7 Björgunarskipið Gunnar Friðriksson sótti veika konu í Aðalvík. F3 Ferðamenn aðstoðaðir við Sönghelli 7/23/2013 - LAND - Svæði 5
F1 Leit að manni í sjó SV af Reykjanesi 7/25/2013 - LAND/SJÓR - Svæði 2 Maður féll fyrir borð af Skinney SF um 30 sjómílur suðvestur af Reykjanestá. Björgunarsveitir og Landhelgisgæsla leituðu mannsins án árangurs. Alls tóku 19 skip og bátar þátt í leitinni og voru leitarskilyrði mjög slæm, svartaþoka á svæðinu.
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F2 Slys í Brandi 7/26/2013 - SJÓR - Svæði 18 Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út vegna alvarlega slasaðs manns í eyjunni Brandi suður af Heimaey. F2 Leit að 16 ára dreng á Fimmvörðuhálsi 7/26/2013 - LAND - Svæði 16 Fjölskylda á göngu frá Skógum yfir Fimmvörðuháls hugðist gista í Baldvinsskála. Foreldrarnir fóru veginn en drengurinn gönguleiðina. Þau ætluðu að gefa sér 5 klst. til að ganga þetta. Þegar sá tími var liðinn og drengurinn ekki kominn í skála gengu foreldrarnir aftur niður að Skógum og svo aftur upp í skála til að leita að drengnum án árangurs. Björgunarsveitirnar FBSH, Dagrenning og Víkverji voru kallaðar út til leitar og fannst drengurinn að lokum í Básum.
121
F3 Gerpir, aðstoðarbeiðni frá lögreglu 7/27/2013 - LAND - Svæði 13
F2 Kona fellur við Eldgjá 7/27/2013 - LAND - Svæði 16 Kona féll við í steinum við göngustíg við Gjátinda í Eldgjá, fór úr axlarlið og er skrámuð og hrufluð. Björgunarsveitin Suðurnes var í hálendisgæslu að Fjallabaki og fór í verkefnið ásamt björgunarsveitinni Stjörnunni. F1 Bráðaveikindi í Gróttu 7/27/2013 - SJÓR - Svæði 1 Veik kona í Gróttu sem þurfti að komast undir læknishendur. Fallið var að á þessum tíma. Gróa P sótti konuna og sigldi í land þar sem sjúkrabíll beið.
F2 Slasaður í Hvanngili 7/27/2013 - LAND - Svæði 16 Björgunarsveitin Dagrenning fór í Hvanngil að sækja um áttræðan mann sem slasaðist á höfði og koma honum til byggða. Maðurinn var í um 20 mínútna göngufæri frá Hvanngili og var gert að sárum mannsins til bráðabrigða og síðan var hann fluttur á sjúkrahús. F3 Bíll fastur á Ölkelduhálsi 7/29/2013 - LAND - Svæði 3
F2 Leit að ferðamönnum að Fjallabaki 7/30/2013 - LAND - Svæði 16 Frönsk hjón lentu í vandræðum þegar konan meiddist á fæti og gat ekki gengið lengra. Þau hringdu í 112 og óskuðu eftir aðstoð og sögðust vera 2 km sunnan Grænalóns en ekki náðist samband við þau eftir það. Fjarskiptamiðstöð kom fljótt með þær upplýsingar að símtalið hefði komið inn á sendi á Snjóöldu. Svæðið kringum Grænalón að Fjallabaki var leitað í hraðleit, vitar settir upp á hæstu tindum, slóðar hraðleitaðir og gönguleiðir. Um kl. 1:30 um nóttina var ákveðið að fresta leit en hópur frá björgunarsveitinni Kyndli í Mosfellsbæ í hálendisgæslunni settur til að vakta svæðið. Um morguninn náðu hjónin að hringja aftur í 112 og gefa nánari staðsetningu auk þess sem það tókst þá að mæla fjarlægð frá sendi sem var 72 km. Kom í ljós að hjónin voru við Grænalón við Núpsstað og voru þau sótt af þyrlu LHG og þaðan í sjúkrabíl til byggða. ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F2 Týndur maður í Raufarhólshelli 7/30/2013 - LAND - Svæði 3 Björgunarsveitin Björg Eyrarbakka fór til leitar eftir manni sem saknað var við Raufarhólshelli. Maðurinn fannst heill á húfi eftir stutta leit. F3 Leit að föstum bíl 7/30/2013 - LAND - Svæði 4
F2 Leit við Hvannadalshnjúk 7/31/2013 - LAND - Svæði 15 Leitað að rússneskum manni við Sandfell sem hafði hug á því að ganga á Hvannadalshnjúk. Kallað var á Björgunarfélag Hornafjarðar þegar félagar mannsins fóru að óttast um hann. Eftir talsverða leit kom maðurinn fram við Kvísker.
122
F1 Hvanngil, bráðaofnæmi 8/1/2013 - LAND - Svæði 16 Maður fékk bráðaofnæmi í Hvanngili. Björgunarsveitin Dagrenning var send til að fylgja sjúkrabíl áleiðis frá Hvolsvelli auk þess sem fjórhjólahópur frá Kyndli í Mosfellsbæ, sem var í Landmannalaugum í hálendisgæslu, var einnig sendur af stað.
F2 Krossá 8/1/2013 - LAND - Svæði 16 Hjón með ungt barn festu jeppa í Krossá og sátu föst í miðri á. Aftanívagn hafði flotið af stað og tekið bílinn með sér. Fólkið var aðstoðað við að komast á þurrt.
F2 Álfakirkja 8/2/2013 - LAND - Svæði 16 Maður slasaðist á hné við Álfakirkju og þurfti mannskap í böruburð. Maðurinn var úr hnjálið og mjög kvalinn. Ástand lagaðist nokkuð við spelkun. F3 Fastur bíll á Lakavegi 8/2/2013 - LAND - Svæði 15
F3 Göngufólk í vanda NV af Sandvatni ytra 8/3/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Fastur bíll við Ljósavatn 8/4/2013 - LAND - Svæði 12
F2 Leit að manni við Stafafellsfjöll 8/4/2013 - LAND - Svæði 15 Tveir menn voru á gangi í Stafafellsfjöllum í bústaðahverfinu þegar annar missir sjónar af hinum úti á aurunum. Björgunarfélag Hornafjarðar fann manninn heilan á húfi eftir stutta leit.
F3 Gæsla vegna bílveltu við Strandarafleggjara 8/4/2013 - LAND - Svæði 5
F1 Leit að konu í sjó á Ísafirði 8/5/2013 - SJÓR - Svæði 7 Leitað var að konu bæði með yfirborðsleit á sjó og fjörur gengnar þar sem grunur var um að hún hefði gengið í sjóinn. Konan kom fram stuttu síðar heil á húfi.
F1 Flugslys ofan Akureyrar ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
8/5/2013 - LAND - Svæði 11 Flugvél Mýflugs TF-MYX brotlenti í nágrenni Akureyrar, við kvartmílubrautina í Hlíðarfjalli. Þrír menn voru um borð og voru þeir fluttir á sjúkrahús. Vélin var á leið heim úr sjúkraflugi. Tveir mannanna voru látnir þegar á sjúkrahús var komið.
F3 Rúta föst í Hólmsá 8/8/2013 - LAND - Svæði 16
F2 Skúta í vandræðum á Faxaflóa 8/8/2013 - SJÓR - Svæði 2 Tólf manns var bjargað um borð í björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar af þýskri segl-
124
Aðgerðir björgunarsveita 2013
Samstarf við þyrlusveitir LHG er mikið.
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
skútu sem sökk út af Garðskaga, þar af átta börnum. Landhelgisgæslan kallaði út Björgunarsveitina Suðurnes, Björgunarsveitina Ægi, Björgunarsveitina Sigurvon og Björgunarsveit Hafnarfjarðar skömmu fyrir miðnætti þegar neyðarkall barst frá skútunni. Leki hafði komið að henni um 17 sjómílur vestnorðvestur af Garðskaga, en um borð voru fjórir í áhöfn og átta ungmenni, sá yngsti 11 ára. Auk björgunarsveita voru nærstödd skip og þyrla Landhelgisgæslunnar send á vettvang, en togarinn Hrafn Sveinbjarnarson kom að skútunni um miðnætti. Björgunarbáturinn Gunnjón frá Garði kom fyrstur að skútunni og fljótlega kom björgunarbáturinn Njörður Garðarsson frá Reykjanesbæ, en björgunarbátnum Fiskakletti frá Hafnarfirði var snúið við til að sækja dælur um borð í björgunarskipið Einar Sigurjónsson, einnig frá Hafnarfirði. Þungur sjór gerði björgunarmönnum erfitt fyrir, en laust eftir kl. 2 um nóttina kom Fiskaklettur að skútunni og setti dælu um borð og björgunarmann sem hóf dælingu. Síðar kom björgunarbáturinn Þorsteinn frá Sandgerði með dælu og annan björgunarmann, en illa gekk að dæla vegna hluta sem voru fljótandi í sjónum við sogbarkana. Skömmu fyrir kl. 4 flutti Þorsteinn bátsverja yfir í Einar Sigurjónsson þar sem hlúð var að þeim, en þeir voru orðnir nokkuð kaldir. Einar Sigurjónsson tók skútuna í tog til Sandgerðis og fylgdu Gunnjón og Þorsteinn þeim þangað, en Njörður og Fiskaklettur fóru til hafnar til að undirbúa áhafnaskipti. Áður en komið var til Sandgerðis var taugin skorin í sundur þar sem skútan var við það að sökkva.
F1 Rekald, hugsanlega lík í höfninni á Hofsósi 8/9/2013 - SJÓR - Svæði 10 Rekald sást í höfninni við Hofsós og taldi tilkynnandi að hugsanlega væri um lík að ræða. Þar sem
125
tvær opnar leitir eru á svæðinu var talsverð vinna lögð í að leita af sér allan grun. Ekki tókst að finna rekaldið.
F3 Fastur bíll við Hafragilsfoss 8/10/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Fastur bíll í Úlfarsfelli 8/11/2013 - LAND - Svæði 1
F3 Fastur bíll á Þeystareikjum 8/12/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Verðmætabjörgun Öxnadal 8/13/2013 - LAND - Svæði 11
F2 Slasaður maður við Krák á Stórasandi 8/14/2013 - LAND - Svæði 9 Óljóst símtal kom inn hjá 112 um slasaðan Ítala við Krák á Stórasandi, skildist illa og samband rofnaði. Ákveðið að senda sveitir upp Vatnsdal á vettvang. Eftir að lagt var af stað komu nýjar upplýsingar um að sá slasaði væri kominn inn á Kjalveg við Áfangafell. Björgunarsveitirnar Blanda og Strönd komu að verkefninu.
F3 Tveir bátar vélarvana við Breiðdalsvík 8/14/2013 - SJÓR - Svæði 13
F1 Hestaslys við Hvítmögu 8/15/2013 - LAND - Svæði 16 Hestaslys við Hvítmögu fyrir neðan Faxa. Bakmeiðsli og höfuðáverkar. Flugbjörgunarsveitin á Hellu fór í verkefnið.
F3 Vélarvana bátur austur af Streiti 8/15/2013 - SJÓR - Svæði 13
F1 Gassprenging í Þjórsárdal 8/17/2013 - LAND - Svæði 3 Vettvangshópur Eyvindar á Flúðum fór á vettvang þegar gassprenging varð í húsbíl í Þjórsárdal. Talsverður eldur varð á staðnum.
F2 Sækja slasaða konu í Aðalvík ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
8/18/2013 - SJÓR - Svæði 7 Björgunarskipið Gunnar Friðriksson sótti slasaða konu í Aðalvík.
F2 Kona meidd á fæti á Skælingum 8/18/2013 - LAND - Svæði 16 Stúlka sneri sig á fæti á gönguleiðinni á Skælingum. Björgunarsveitirnar Stjarnan og Árborg komu henni til aðstoðar. F3 Slys í Reykjadal 8/20/2013 - LAND - Svæði 3
F3 Fastur bíll á Jökulhálsi 8/21/2013 - LAND - Svæði 5
126
Aðgerðir björgunarsveita 2013
F2 Neyðarblys út af Eiðisgranda 8/22/2013 - LAND/SJÓR - Svæði 1 Tilkynnt var um neyðarblys yfir Eiðisgranda. Eftirgrennslan leiddi ekkert í ljós.
F1 Brjóstverkur í Fimmvörðuskála 8/22/2013 - LAND - Svæði 16 Dagrenning, Bróðurhöndin og Víkverji voru kallaðar í Fimmvörðuskála vegna ferðamanns með brjóstverk. Talsverðar vindhviður voru á hálsinum og átti þyrla LHG erfitt með að athafna sig.
F3 Fimmvörðuháls 8/23/2013 - LAND - Svæði 16
F3 Fastur bíll í Norðlingafljóti 8/24/2013 - LAND - Svæði 4
F1 Kjalarnes, öndunarerfiðleikar 8/24/2013 - LAND - Svæði 1 Vettvangshópur Kjalar sinnti fyrstu viðbrögðum í samvinnu við SHS.
F2 Göngumaður í vanda 8/24/2013 - LAND - Svæði 13 Göngumaður lendir í sjálfheldu í klettabelti ofan við Tvísöng. Leita þurfti að manninum en það hjálpaði að hann var með neyðarflautu og gat þannig gert vart við sig. Ársól, Gerpir, Ísólfur og Hérað leystu verkefnið í sameiningu.
F3 Ferðamenn á föstum húsbíl 8/24/2013 - LAND - Svæði 5
F3 Fastur vörubíll við Skálpanes 8/25/2013 - LAND - Svæði 3
F3 Aðstoða bát við Óshólavita 8/26/2013 - SJÓR - Svæði 7
F3 Fastur bíll á vegi 551 8/26/2013 - LAND - Svæði 4
F3 Fastur bíll í Loðmundarfirði 8/27/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Aðstoð við smalamennsku í Húnaþingi-vestra ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
8/27/2013 - LAND - Svæði 9
F3 Bs. Björg á Rifi aðstoðar Bíldsey SH 8/28/2013 - SJÓR - Svæði 5
F3 Aðstoða ferðamenn á Sprengisandi 8/30/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Óveðursaðstoð á höfuðborgarsvæðinu 8/30/2013 - LAND - Svæði 1
F3 Fastir ferðamenn á Sprengisandi 8/31/2013 - LAND - Svæði 12
127
F2 Fólk týnt við Hólmatind 9/1/2013 - LAND - Svæði 13 Ársól og Eining fundu ferðamenn sem villst höfðu við Hólmatind.
F3 Fastur trukkur fyrir innan Langavatn 9/1/2013 - LAND - Svæði 4
F3 Fastur bíll við Langavatn 9/1/2013 - LAND - Svæði 4
F3 Fastur bíll á Eyrarbakka 9/2/2013 - LAND - Svæði 3
F3 Bátur í vandræðum við Akurey 9/4/2013 - SJÓR - Svæði 1
F3 Bíll fastur á reiðvegi 9/5/2013 - LAND - Svæði 2
F1 Slasaður maður í Skíðadal 9/7/2013 - LAND - Svæði 11 Björgunarsveitirnar Dalbjörg, Dalvík, Tindur og Súlur voru kallaðar til vegna slasaðs manns í Skíðadal.
F3 Óveðursaðstoð Þúfu 9/7/2013 - LAND - Svæði 1
F3 Óveðursaðstoð 9/7/2013 - LAND - Svæði 1
F3 Óveður í Snæfellsbæ 9/7/2013 - LAND - Svæði 5
F3 Bíll fastur á Jökulhálsi 9/8/2013 - LAND - Svæði 5
F3 Aðstoða hreindýraskyttur 9/9/2013 - LAND - Svæði 13
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F2 Strandaður bátur 9/10/2013 - LAND/SJÓR - Svæði 11 Bátur strandaði við Gásir og voru fjórir menn um borð, þar af tveir í flotgalla. Björgunarsveitir voru ræstar út og fóru bæði sjó og landflokkar af stað frá Súlum og Dalvík. Það tókst að koma bátnum aftur á flot og var hann dreginn til hafnar. F2 Villtur maður á Svínafellsjökli 9/11/2013 - LAND - Svæði 15 Erlendur ferðamaður lenti í hrakningum á Svínafellsjökli og óskaði eftir aðstoð við 112. Björgunarsveitir leituðu mannsins hátt í 6 klst. og fannst hann í um 1.000 metra hæð í svartaþoku. Hljóðleit var notuð og fannst maðurinn heill á húfi en nokkuð kaldur.
128
VA K TSTÖÐ SIGLING A fjarskipti og öryggisvöktun á sjó
Útgerðarmenn · Sjómenn · Aðstandendur sjófarenda Nýtið ykkur þjónustu Vaktstöðvar siglinga sími
fax
netfang
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar
545 2100
545 2001
sar@lhg.is
Strandarstöðvar Reykjavík radíó Nes radíó Hornafjörður Radíó Vestmannaeyjar radíó Ísafjörður radíó Hornafjörður radíó
551 1030
562 9043
reyrad@lhg.is.
TFA TFM TFT TFV TFZ TFX
Upplýsingar um skip og báta
552 3440
Sjálfvirk tilkynningaskylda Með stofnun Vaktstöðvar siglinga sameinuðust lykilaðilar vegna leitar og björgunar á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Vaktstöð siglinga veitir öryggisþjónustu við sjófarendur. Helstu verkefnin eru vöktun og stjórnun neyðarsamskipta, vöktun sjálfvirkra tilkynningakerfa á sjó, almenn talfjarskipti við skip og báta og boðun sjóbjörgunarsveita, auk verkefna stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar.
Útkallssími 511 3333 Skógarhlíð 14 105 Reykjavík www.vaktstod.is www.lhg.is
F3 Þverá í Fljótshlíð 9/13/2013 - LAND - Svæði 16
F3 Aðstoða bíl á Hrafnseyrarheiði 9/15/2013 - LAND - Svæði 7
F3 Þakplötur fjúka á Akureyri 9/15/2013 - LAND - Svæði 11
F3 Útlendur ferðamaður á föstum bíl á Jökulhálsi 9/15/2013 - LAND - Svæði 5
F3 Óveðursútkall við Pétursey 9/15/2013 - LAND - Svæði 15
F3 Fastur bíll uppi á Breiðdalsheiði 9/15/2013 - LAND - Svæði 15
F3 Fastir bílar á Hrafnseyrarheiði 9/15/2013 - LAND - Svæði 6
F3 Fastur bíll á Sprengisandi 9/15/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Rokútkall Drangshlíð 9/15/2013 - LAND - Svæði 8
F3 Fastir bílar í Námaskarði 9/15/2013 - LAND - Svæði 16
F3 Óveðursaðstoð Bolungarvík 9/15/2013 - LAND - Svæði 7
F3 Fastur bíll 3 km frá Dettifossi 9/15/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Þakplata að losna í Hveragerði 9/15/2013 - LAND - Svæði 3
F3 Aðstoð á Kjalvegi 9/15/2013 - LAND - Svæði 9
F3 Föst bifreið á vegi F66 ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
9/15/2013 - LAND - Svæði 8
F3 Óveður í Hafnarfirði 9/15/2013 - LAND - Svæði 1 Lausar þakplötur á fjölbýlishúsi. Björgunarsveit Hafnarfjarðar leysti verkefnið.
F3 Verðmætabjörgun Hveragerði 9/15/2013 - LAND - Svæði 3
F3 Innanbæjaraðstoð á Akureyri 9/15/2013 - LAND - Svæði 11
130
Aðgerðir björgunarsveita 2013
Fjallabjörgun fylgir oft töluverð línuvinna.
F3 Óveður í Austur-Skaftafellssýslu 9/15/2013 - LAND - Svæði 15
F3 Bíll fastur og útaf á milli Dettifossvegar og Kröflu 9/15/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Fastur fólksbíll á Kaldadal Norður 9/15/2013 - LAND - Svæði 4
F3 Fastur jeppi á Kaldadal Norður 9/15/2013 - LAND - Svæði 4
F3 Vopni, sjúkraflutningur 9/15/2013 - LAND - Svæði 13
F3 Óveður Akranesi 9/15/2013 - LAND - Svæði 4 ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F3 Bíll útaf á Víkurskarði 9/15/2013 - LAND - Svæði 11
F2 Leit í Reykjavík 9/15/2013 - LAND - Svæði 1 Leit að karlmanni í Laugardalnum. Illa klæddur og á sokkaleistunum. Maðurinn fannst heill á húfi. F3 Óveður á Akranesi 9/15/2013 10:28:00 PM - LAND - Svæði 4
F3 Aðstoð við RARIK vegna ísingar 9/16/2013 - LAND - Svæði 10
131
F3 Farið og útihúsum lokað á bænum Höskuldsstöðum í Breiðdal 9/16/2013 - LAND - Svæði 15
F2 Leit að konu á Súlum 9/16/2013 - LAND - Svæði 11 Erlend kona hugðist ganga á Súlur fyrir ofan Akureyri en vanmat íslenskar vetraraðstæður og lenti í miklum hrakningum og hringdi í 112. Björgunarsveitirnar Dalvík, Dalbjörg, Tindur og Súlur leituðu í snarvitlausu veðri og afar lélegu skyggni. Konan fannst með hljóðleit og var komið til byggða kaldri og hrakinni.
F3 Aðstoða bíl uppi á Öxi 9/16/2013 - LAND - Svæði 13
F3 Óveðursaðstoð - splundrað hjólhýsi 9/16/2013 - LAND - Svæði 3
F3 Aðstoða togara í höfninni 9/16/2013 - LAND - Svæði 11
F3 Bíll fastur á Vatnsskarði 9/16/2013 - LAND - Svæði 10
F3 Fastir bílar við Másvatn 9/16/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Aðstoða RARIK við Reykjahlíðarlínu 9/16/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Bíll fastur á Hólasandi 9/16/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Fastur jeppi á Kaldadal, norðan megin 9/16/2013 - LAND - Svæði 4
F3 Bíll útaf á veginum að Stöng í Mývatnssveit 9/16/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Óveður, þakplötur að losna í Grímsnesi 9/17/2013 - LAND - Svæði 3
F3 Bíll fastur við Hverfjall ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
9/17/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Húsbíll útaf í Mývatnssveit 9/17/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Fastur bíll á Jökulhálsi 9/17/2013 - LAND - Svæði 5
F2 Leit í Breiðholti 9/19/2013 - LAND - Svæði 1 Leitað að manni á sjötugsaldri með parkinson sem fór af heimili sínu að morgni og skilaði sér ekki heim. Í leitinni komu fram fjölmargar vísbendingar þar sem vegfarendur töldu sig hafa séð
132
manninn og þótti líklegt að maðurinn væri á ferli og hugsanlega villtur í þéttbýlinu. Maðurinn fannst síðan við heimili sitt sem var vaktað enda er það þekkt úr fræðum um hegðun týndra að fólk með parkinson skilar sér stundum heim.
F1 Slys á Flúðum 9/19/2013 - LAND - Svæði 3 Vettvangshópur Eyvindar á Flúðum sinnti forgangsútkalli í Biskupstungum.
F1 Ferðamaður fellur 4-5 metra í gil 9/22/2013 - LAND - Svæði 4 Björgunarsveitirnar Akur, Brák og Ok voru sendar að aðstoða mann sem hafði fallið í gil í sumarbústaðarlandi að Stóra-Ási.
F2 Bilaður bátur 9/23/2013 - SJÓR - Svæði 7 Björgunarbáturinn Sæbjörg frá Flateyri sótti bilaðan bát og dró til hafnar. F3 Fastur bíll á Vaðlaheiði 9/23/2013 - LAND - Svæði 12
F3 Neyðarblys séð frá Langadal 9/27/2013 9:10:00 PM - LAND - Svæði 16
F2 Leit við Hrafntinnusker 9/28/2013 - LAND - Svæði 16 Nathan Foley Mendelssohn, 34ra ára bandarískur karlmaður, hugðist ganga Laugaveginn og lagði af stað þriðjudaginn 10. september frá Laugum. Þennan dag var veður vont og daginn eftir eða 11. september var brjálað veður, stormur og mikil ofankoma. Áherslur í leitinni hafa verið frá Landmannalaugum að Álftavatni en þar átti Nathan pantaða gistingu og skilaði sér aldrei. Ekkert hefur heyrst frá Nathan síðan 10. september og eru engar vísbendingar um hvert hann hefur getað farið. F3 Týndur maður í Landmannalaugum 9/28/2013 9:00:00 AM - LAND - Svæði 16
F3 Ferð á Bjólf fyrir Neyðarlínu 9/28/2013 10:28:00 AM - LAND - Svæði 10
F3 Bs. Björg á Rifi dregur flotbryggju til Reykhóla ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
9/30/2013 - SJÓR - Svæði 5
F3 Flutningabíll útaf í Norðurárdal 10/1/2013 5:28:00 PM - LAND - Svæði 10
F2 Vélarvana bátur í Berufirði 10/2/2013 9:40:00 PM - SJÓR - Svæði 13 Skipstjóri biður um aðstoð björgunarsveitar. Báturinn hefur skerta stjórnhæfni og er búið að setja út rekakkeri og dreka til að stoppa rek. Lá báturinn um 200 metrum frá Hlífólfsskeri þegar björgunarsveit kom til aðstoðar.
134
Aðgerðir björgunarsveita 2013
Þyrlur LHG hafa flutt björgunarfólk á slysstaði.
F3 Lóðsferð Bs. Björg á Rifi 10/3/2013 - SJÓR - Svæði 5
F3 Bs. Björg á Rifi nær í sjómann með snúinn ökkla 10/3/2013 - SJÓR - Svæði 5
F3 Bíll útaf á Flateyrarvegi 10/4/2013 - LAND - Svæði 7
F3 Fastur bíll inn af Langavatni 10/4/2013 - LAND - Svæði 4
F2 Leit í Kapelluhrauni 10/5/2013 - LAND - Svæði 1 Tveir endurohjólamenn villtust í Kapelluhrauni og komust ekki til byggða án aðstoðar. Tveir hópar frá björgunarsveit Hafnarfjarðar komu mönnunum til hjálpar.
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F2 Vélarvana bátur um 42 mílur frá Grindavík 10/5/2013 5:46:00 AM - SJÓR - Svæði 2 Björgunarsveitin Þorbjörn kölluð til aðstoðar vegna vélarvana báts. F3 Kajakar á reki í Hvalfirði 10/6/2013 8:15:00 PM - LAND - Svæði 1
F1 Kjalarnes meðvitundarleysi 10/7/2013 - LAND - Svæði 1 Vettvangshópur Kjalar sinnti fyrstu viðbrögðum í samvinnu við SHS.
F3 Guðlaugshöfði, rollur í sjálfheldu 10/7/2013 4:40:00 PM - LAND - Svæði 9
135
F3 Fastur bíll 10/7/2013 7:30:00 PM - LAND - Svæði 2
F3 Bíll útaf 10/7/2013 8:59:00 PM - LAND - Svæði 2
F3 Aðstoð í fjalllendi, bíll hálfur útaf 10/8/2013 5:28:00 PM - LAND - Svæði 13
F3 Húsbíll útaf á Fjarðarheiði 10/8/2013 5:37:00 PM - LAND - Svæði 13 Verkefni breyttist úr einföldu bíldráttarverkefni í umfangsmikið fólksflutninga og áfallahjálparverkefni vegna samblands af veðuraðstæðum, ónógrar vetrarþjónustu á fjallvegi og reynsluleysis erlendra bílstjóra af akstri við íslenskar aðstæður. Í fyrstu var björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði kölluð út til að aðstoða ferðalanga á húsbíl sem hafði farið útaf á Fjarðarheiði. Þegar á heiðina var komið fóru vandræðin að hrannast upp og var sérstaklega erfitt að eiga við þrjár vanbúnar erlendar rútur í vandræðum á bröttum veginum. Fór svo að við lok aðgerðar þurfti að kalla áfallateymi Rauða krossins á Seyðisfjörð þar sem ofsahræðsla hafði brotist út meðal farþega í rútunum. Alls voru rúmlega 180 ferðalangar aðstoðaðir í aðgerðinni.
F3 Aðstoð á landi 10/15/2013 - LAND - Svæði 2
F3 Smala sauðfé við Skaga í Dýrafirði 10/17/2013 5:00:00 PM - LAND - Svæði 7
F2 Leit vegna neyðarblyss við Akranes 10/18/2013 10:06:00 PM - LAND - Svæði 4 Eftirgrennslan vegna neyðarblyss sem sást við Akranes.
F3 Rúta útaf við Dímon 10/20/2013 1:33:00 PM - LAND - Svæði 16
F2 Neyðarblys í mynni Skerjafjarðar 10/20/2013 9:49:00 PM - LAND - Svæði 1 Talið að neyðarblys hafi sést í Skerjafirði. Sást frá Seltjarnarnesi. LHG óskar eftir harðbotna bátum frá Ársæli og HSSK til leitar. F3 Vélarvana bátur aðstoðaður ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
10/21/2013 - SJÓR - Svæði 5
F2 Sv7 Ná í vélarvana skip út af Önundarfirði 10/21/2013 1:28:00 AM - SJÓR - Svæði 7 Björgunarskipið Gunnar Friðriksson aðstoðar vélarvana skip út af Önundarfirði. F2 Leit að konu í Reykjavík 10/21/2013 10:11:00 AM - LAND - Svæði 1 Leit að konu sem skilaði sér ekki heim úr gönguferð deginum áður. Svæðisstjórn hóf rannsóknarvinnu með lögreglu upp úr kl. 10 og í framhaldi voru bátahópar, kafarar og sérhæfðir leitarmenn kallaðir út. Heildarútkall á svæði 1 var boðað á hádegi. Gögn úr símarakningu bentu í fyrstu til
136
VÖRUÞRÓUNARSTJÓRI HÖFUNDUR AÐ PRO PLAN OPTISTART ® Axlar ábyrgð eins og þú.
®
® Reg. Trademark of Société des Produits Nestlé S.A.
PATRICIA
PRO PLAN MEÐ OPTISTART Heil vörulína sérstaklega ætluð hvolpum.
Pro Plan vörulínan fyrir hvolpa er blönduð með Optistart sem inniheldur brodd, fyrstu móðurmjólkina. Styrkir vörnina sem hvolpurinn fékk frá móðurinni.
wi
t
h
m
Ég vinn við að gefa Toby besta veganestið.
r C o los t
u
Þetta er þín ábyrgð. Þetta er okkar ábyrgð. Þetta er PRO PLAN.
þess að síminn hefði síðast verið staðsettur við Granda/Reykjavíkurhöfn og hófst leit þar. Leitarsvæðið stækkaði til austurs þegar leiðrétt gögn úr rakningu bárust. Leitað var með strandlengjunni með göngumönnum og frá bátum. Laugardalurinn og helstu leiðir frá heimilinu voru leitaðir með göngumönnum og hundi. Léttabátur og kafarar frá LHG tóku þátt í leitinni. Konan fannst látin í sjóvarnargarði í grennd við Skarfaklett skömmu eftir hádegi.
F3 Bíll útaf vegi við afleggjara að Djúpalóni 10/21/2013 6:21:00 PM - LAND - Svæði 5
F3 Fastur bíll á Jökulhálsi 10/22/2013 10:56:00 PM - LAND - Svæði 5
F2 Rjúpnaskyttur á Reykjaheiði 10/25/2013 2:37:00 PM - LAND - Svæði 12 Tveir menn á rjúpnaskytteríi fóru frá Höfuðreyðarmúla og fundu ekki leiðina til baka og óskuðu eftir aðstoð björgunarsveita.
F3 Bíll útaf í Mývatnssveit 10/25/2013 4:00:00 PM - LAND - Svæði 12
F3 Aðstoða rjúpnaskyttur 10/25/2013 7:00:00 PM - LAND - Svæði 5
F3 Aðstoð í fjalllendi, bíll fastur á Reykjaheiði 10/25/2013 8:13:00 PM - LAND - Svæði 12
F3 Aðstoða bændur í Svarfaðardal 10/27/2013 3:20:00 PM - LAND - Svæði 11
F1 Eldur um borð í báti 10/30/2013 1:51:00 PM - SJÓR - Svæði 18 Eldur kom upp í flutningaskipinu Fernöndu 18 sjómílur utan Vestmannaeyja. Þyrla LHG bjargaði 11 skipverjum frá borði en Þór, björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, kom á staðinn skömmu á eftir þyrlunni. Ekki þótti ráðlegt að það færi of nærri enda vont í sjóinn og ölduhæð á fimmta metra. Eldar loguðu lengi í skipinu og þegar tekist hafði að slökkva eldinn var skipið dregið í Hafnarfjarðarhöfn. Þar blossaði eldurinn upp aftur og lagði reykinn yfir bæinn. Var því skipið dregið aftur á haf út þar til tókst að slökkva eldinn. Skipið er ónýtt.
F3 Aðstoða ferðamenn ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
10/30/2013 1:53:00 PM - LAND - Svæði 13
F3 Strætó útaf 10/30/2013 6:35:00 PM - LAND - Svæði 5
F3 Bíll fastur á Fjarðarheiði 10/30/2013 8:17:00 PM - LAND - Svæði 13
F3 Aðstoð á Öxnadalsheiði 10/30/2013 9:32:00 PM - LAND - Svæði 11
F3 Aðstoð í Öxnadal 10/31/2013 1:20:00 AM - LAND - Svæði 11
138
Aðgerðir björgunarsveita 2013
Anna Filbert úr Kili, Mosfellsbæ í aðgerðastjórn.
F3 Bíll útaf við Húsavík 10/31/2013 8:57:00 AM - LAND - Svæði 12
F2 Rútuslys á Gemlufallsheiði 10/31/2013 1:28:00 PM - LAND - Svæði 7 Rútubílstjóri missti rútu útaf vegi. Fyrsta tilkynning gaf til kynna mun alvarlegra slys en síðar varð raunin. F3 Bíll fastur utan vegar 10/31/2013 9:14:00 PM - LAND - Svæði 11
F3 Húsbíll útaf við Djúpalónssand 11/1/2013 - LAND - Svæði 5 ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F3 Ferðamenn á Jökulhálsi 11/1/2013 - LAND - Svæði 5
F3 Svipast um eftir nautgripum í Hrísey 11/1/2013 5:30:00 PM - LAND - Svæði 11
F2 Slasaður fjórhjólamaður 11/2/2013 5:00:00 PM - LAND - Svæði 2 Fjórhjólamaður velti við Melhól í Grindavík.
F3 Fastir bílar á Nesjavallaleið 11/2/2013 9:38:00 PM - LAND - Svæði 3
139
F3 Hestar sluppu inn á dal 11/3/2013 9:48:00 PM - LAND - Svæði 11
F3 Óveðursaðstoð í Eyjum 11/5/2013 8:40:00 AM - LAND - Svæði 18
F3 Fastur bíll, Landmannalaugar - Hrauneyjar 11/5/2013 8:40:00 PM - LAND - Svæði 16
F3 Óveðursaðstoð, þak að fjúka á Siglufirði 11/7/2013 8:03:00 AM - LAND - Svæði 10
F3 Bíll fastur á bílastæði að Vindbelg 11/7/2013 11:53:00 AM - LAND - Svæði 12
F3 Fjarskiptaaðstoð á Húsavíkurfjalli 11/7/2013 11:05:00 PM - LAND - Svæði 12
F1 Vélarvana bátur í mynni Borgarfjarðar 11/8/2013 11:53:00 AM - LAND - Svæði 4 Vélarvana bátur í minni Borgarfjarðar. Björgunarsveitir frá Akranesi, Borgarfirði og höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út til aðstoðar vélarvana báti í mynni Borgarfjarðar. Einn maður var um borð. Töluverð alda var og rak bátinn í átt að landi. Einnig er mikið um sker á svæðinu og því talin mikil hætta á að hann strandaði. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út. Skipverjinn kom bátnum í gang stuttu síðar og voru bjargir því afturkallaðar en björgunarbátur frá Björgunarfélagi Akraness sigldi á móti bátnum og fylgdi honum til hafnar.
F3 Fastur bíll á Nesjavallaleið 11/8/2013 11:22:00 PM - LAND - Svæði 1
F3 Fastur bíll í Sauðadal 11/9/2013 9:20:00 AM - LAND - Svæði 9
F3 Leita að hrossum Vatnsnesfjalli 11/9/2013 10:00:00 AM - LAND - Svæði 9
F3 Fastur bíll á Öldufellsleið F209 11/9/2013 11:33:00 AM - LAND - Svæði 16
F3 Sauðfé í sjálfheldu ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
11/9/2013 1:12:00 PM - LAND - Svæði 1 Kind á syllu í u.þ.b. 30 metra lóðréttu falli norðan megin í Meðalfelli fyrir ofan bæinn Hurðarbak. Fræknar fjallageitur frá HSSK leystu verkefnið með sóma.
F2 Fótbrotinn maður í Ytraskarði á Snæfjallaströnd 11/9/2013 2:17:00 PM - LAND - Svæði 7 Björgunarsveitir frá Bolungarvík og Hnífsdal kallaðar út til að sækja mann er fótbrotnaði þegar hann var á göngu við þriðja mann á Snæfjallaströnd. Leiðindafæri var á gönguleiðinni, snjór og flughálka, sem varð til þess að maðurinn hrasaði með fyrrgreindum afleiðingum. Tveir bátar fóru frá Bolungarvík yfir á Snæfjallaströnd. Einnig var björgunarskipinu Gunnari Friðrikssyni frá Ísafirði stefnt á slysstað en það var við æfingar í Aðalvík þegar beiðni um aðstoð barst.
140
Aðgerðir björgunarsveita 2013
Sigæfing. Ljósm.: Leonard Birgisson.
F3 Týndur maður í Sauradal fyrir ofan Súðavík 11/9/2013 4:37:00 PM - LAND - Svæði 7
F2 Vélavana bátur 10 sml vestur af Reykjanestá 11/9/2013 7:54:00 PM - LAND - Svæði 2 Vélbátur varð vélavana 10 sml vestur af Reykjanestá í talsverðri brælu. Björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein frá Sandgerði tók hann í tog og kom til hafnar. F2 SV13 - Slösuð rjúpnaskytta 11/10/2013 10:20:00 AM - LAND - Svæði 13 Rjúpnaskytta slösuð, farin úr axlarlið. Staðsett fyrir ofan neðra klettabelti í Kollaleiru. Björgunarsveitin Ársól fór í verkefnið.
F3 Óveður á höfuðborgarsvæðinu ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
11/10/2013 12:00:00 PM - LAND - Svæði 1
F2 Þak að losna 11/10/2013 12:52:00 PM - LAND - Svæði 11 Mikið óveður gerði um allt land. Allt innanlandsflug féll niður og voru verkefnin hefðbundin að festa þakplötur og fergja lausamuni til að hindra foktjón.
F2 Óveðursaðstoð á Suðurnesjum 11/10/2013 1:39:00 PM - LAND - Svæði 2 Mikið óveður gerði um allt land. Allt innanlandsflug féll niður og voru verkefnin hefðbundin að festa þakplötur og fergja lausamuni til að hindra foktjón.
141
F2 Óveður á Akranesi 11/10/2013 2:09:00 PM - LAND - Svæði 4 Mikið óveður gerði um allt land. Allt innanlandsflug féll niður og voru verkefnin hefðbundin að festa þakplötur og fergja lausamuni til að hindra foktjón. Meðal verkefna Björgunarfélagsins á Akranesi var að aðstoða við að festa flutningaskipið Fernöndu við bryggju á Grundartanga.
F2 Óveður, Landeyjar 11/10/2013 3:34:00 PM - LAND - Svæði 16 Mikið óveður gerði um allt land. Allt innanlandsflug féll niður og voru verkefnin hefðbundin að festa þakplötur og fergja lausamuni til að hindra foktjón.
F2 Óveðursaðstoð í Borgarnesi 11/10/2013 3:37:00 PM - LAND - Svæði 4 Mikið óveður gerði um allt land. Allt innanlandsflug féll niður og voru verkefnin hefðbundin að festa þakplötur og fergja lausamuni til að hindra foktjón. F3 Bíll fastur á Dynjandisheiði 11/10/2013 3:46:00 PM - LAND - Svæði 6
F2 Óveðursaðstoð 11/10/2013 4:52:00 PM - LAND - Svæði 9 Mikið óveður gerði um allt land. Allt innanlandsflug féll niður og voru verkefnin hefðbundin að festa þakplötur og fergja lausamuni til að hindra foktjón. F3 Óveðursaðstoð innanbæjar á Eyrarbakka 11/10/2013 5:28:00 PM - LAND - Svæði 3
F3 Fastur bíll Arnarfjarðarmegin á Hrafnseyrarheiði 11/10/2013 9:32:00 PM - LAND - Svæði 7
F3 Óveðursaðstoð Húsavík 11/10/2013 10:36:00 PM - LAND - Svæði 12
F2 Þak að fjúka í Aflagranda 11/11/2013 3:04:00 AM - LAND - Svæði 1 Mikið óveður gerði um allt land. Allt innanlandsflug féll niður og voru verkefnin hefðbundin að festa þakplötur og fergja lausamuni til að hindra foktjón.
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F2 Þak að fjúka í Reykjanesbæ 11/11/2013 4:37:00 AM - LAND - Svæði 2 Mikið óveður gerði um allt land. Allt innanlandsflug féll niður og voru verkefnin hefðbundin að festa þakplötur og fergja lausamuni til að hindra foktjón. F2 Eldur í Goðafossi 11/11/2013 4:50:00 AM - LAND - Svæði 1 Eldur kom upp í flutningaskipinu Goðafossi um miðja nótt. Eldur hafði komið upp í skorsteinshúsi skipsins og unnu skipverjar að slökkvistörfum um borð. Skipið var staðsett um 70 sjómílur vestur af Færeyjum á leið til Íslands þegar eldurinn kom upp, en þrettán manns voru í áhöfn skipsins auk þriggja farþega. Björgunarsveitir og Landhelgisgæsla fóru til móts við skipið.
142
Dreifnám Tækniskólans fyrir framsækna nemendur Skipstjórnarskólinn • Smáskiparéttindi • Skipstjórnarnám Upplýsingatækniskólinn • Grunnnám upplýsinga- og f jölmiðlagreina • Tölvubraut
Meistaraskólinn Allar iðngreinar
•
Lýsingarfræði • Tveggja anna nám
Véltækniskólinn • Vélstjórn 750 kW réttindi • Rafvirkjun fyrir vélfræðinga
Nánari upplýsingar og innritun á tskoli.is
www.tskoli.is
F3 Filippseyjar 11/11/2013 5:03:00 PM - LAND - Svæði 1 Íslenska Alþjóðabjörgunarsveitin fór í viðbragðsstöðu vegna hamfaranna á Filippseyjum.
F3 Ófærðaraðstoð á Víkurskarði 11/12/2013 1:52:00 PM - LAND - Svæði 11
F3 Aðstoð við fjarskiptafyrirtæki 11/12/2013 4:00:00 PM - LAND - Svæði 9
F3 Bílstjóri í vandræðum á Hólasandi 11/12/2013 4:56:00 PM - LAND - Svæði 12
F3 Aðstoð á Holtavörðuheiði 11/13/2013 11:00:00 AM - LAND - Svæði 9
F3 Þakleki á Selfossi 11/14/2013 4:25:00 PM - LAND - Svæði 3
F2 Týndar rjúpnaskyttur í Kolbeinsdal 11/16/2013 12:29:00 AM - LAND - Svæði 10 Tvær rjúpnaskyttur fóru til veiða í Kolbeinsdal í Skagafirði og þegar þær skiluðu sér ekki á tilskildum tíma fóru aðstandendur að óttast um þær. Voru björgunarsveitirnar Krókur, Varmi og Grettir fengnar til leitar og fundust mennirnir á veiðislóð heilir á húfi. F3 Aðstoð í Tindfjöll 11/16/2013 3:02:00 AM - LAND - Svæði 16
F3 Farangurskerra veltur við Biskupsháls 11/16/2013 7:45:00 PM - LAND - Svæði 12
F3 Aðstoð á Öxnadalsheiði, fastur bíll 11/16/2013 11:44:00 PM - LAND - Svæði 10
F3 Fastur bíll á Arnarvatnsheiði 11/17/2013 5:08:00 PM - LAND - Svæði 4
F3 Ófærð innanbæjar 11/18/2013 4:03:00 AM - LAND - Svæði 2
F1 Náð í farþega úr rútu í vandræðum á Þverárfjalli ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
11/18/2013 9:48:00 PM - LAND - Svæði 10 Rúta lenti í vandræðum á Þverárfjalli. Björgunarmenn frá björgunarsveitinni Skagfirðingasveit á Sauðárkróki sóttu ferðalangana og komu þeim til byggða.
F1 Bílvelta við Mógilsá 11/19/2013 8:35:00 AM - LAND - Svæði 1 Vettvangshópur Kjalar sinnti fyrstu viðbrögðum í samvinnu við SHS.
F3 Ferja lögreglumenn inn í Loðmundarfjörð 11/19/2013 7:05:00 PM - LAND - Svæði 13
F2 Leit á Eyrarbakka 11/21/2013 10:56:00 PM - LAND - Svæði 3
144
Aðgerðir björgunarsveita 2013
112 fékk tilkynningu um að blindrahundur hefði komið hlaupandi upp frá fjörunni við samkomuhúsið Stað án eiganda. Óttast var að eigandi hundsins væri í hættu og voru björgunarsveitir því kallaðar út. Við nánari skoðun kom í ljós að um var að ræða hund úr þorpinu í endurskinsvesti sem líktist mjög einkennisklæðnaði blindrahunda og var leit afturkölluð þegar öruggt var að enginn var í hættu. Björgunarsveitirnar Björg á Eyrarbakka, Mannbjörg og Árborg fóru til leitar. Það ber að taka fram að betra er að hringja í 112 ef vafi er á því hvort um raunverulega hættu er að ræða.
F3 Fastur bíll við Núpahótel 11/22/2013 9:05:00 AM - LAND - Svæði 16
F3 Fastur bíll við Brest 11/22/2013 9:21:00 AM - LAND - Svæði 16
F2 Slasaður vélsleðamaður við Bakkadal 11/23/2013 3:13:00 PM - LAND - Svæði 11 Björgunarsveitir frá Akureyri, Grenivík og Eyjafjarðasveit voru kallaðar út rétt fyrir klukkan þrjú vegna vélsleðamanns sem var slasaður innst í Bakkadal í Fjörðum. Maðurinn var á ferð með hópi og kölluðu ferðafélagar hans eftir aðstoð. Þyrla LHG var einnig kölluð út þar sem ljóst var að flytja þyrfti manninn um langan veg landleiðina til að koma honum undir læknishendur. Þótti það ekki vænlegt miðað við ástand hans. Björgunarsveitir hlúðu að manninum sem var töluvert slasaður og báru hann niður þangað sem þyrla Landhelgisgæslunnar gat sótt hann og flutt á sjúkrahús. F2 Týndir krakkar fyrir ofan Giljareiti 11/23/2013 5:22:00 PM - LAND - Svæði 3 Fjórar stelpur, á aldrinum 10-12 ára, lentu í vandræðum fyrir ofan sumarbústaðahverfi rétt austan Laugavatns. Voru þær villtar í myrkrinu en tvær þeirra skiluðu sér síðan í bústað og létu vita að hinar væru í sjálfheldu í fjallinu. Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út en í fyrstu var talið að leita þyrfti að stúlkunum þar sem staðsetning þeirra var ekki ljós. Lögreglan fór strax áleiðis upp fjallið og heyrði til stúlknanna en nokkra stund tók að koma þeim niður þar sem mikill klaki og hálka var í hlíðinni. Heilbrigðisstofnun Þingeyinga
Heilsugæsla - Sjúkrahú s
F3 Fastur bíl á Vaðlaheiði
Sími: 464 0500 www.heilthing.is
11/23/2013 5:57:00 PM - LAND - Svæði 11
F3 Óveðursaðstoð í Grindavík
11/27/2013 11:09:00 AM - LAND - Svæði 2 ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F3 Aðstoð við Vaktstöð siglinga 11/29/2013 8:30:00 AM - SJÓR - Svæði 13
Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki, sími 455 4000 www.hskrokur.is
145
F3 Fastur bíll á Hrafnseyrarheiði 11/29/2013 3:38:00 PM - LAND - Svæði 7
F2 Leit í Reykjavík 12/1/2013 11:06:00 AM - LAND - Svæði 1 Leit að 72ja ára geðfötluðum manni af sambýli á Seltjarnarnesi. Maðurinn sást síðast á sambýlinu kl. 22 kvöldið áður. Boðað var heildarútkall á svæði 1. Leit hófst með hjólum, göngumönnum og báti skömmu eftir boðun. Maðurinn fannst fljótlega rétt vestan við Seltjarnarneskirkju. F3 Geisli, rollur í sjálfheldu 12/1/2013 2:43:00 PM - LAND - Svæði 13
F3 Óveður á Ísafirði 12/1/2013 3:53:00 PM - LAND - Svæði 7
F3 Neyðarlína aðstoðuð við að koma á fjarskiptasambandi 12/2/2013 9:00:00 AM - LAND - Svæði 13
F3 Aðstoð við bíl á Öxnadalsheiði 12/3/2013 10:28:00 AM - LAND - Svæði 10
F3 Maður á föstum bíl í Búlandshöfða 12/3/2013 11:01:00 PM - LAND - Svæði 5
F3 Aðstoð á Vatnsskarði eystra 12/4/2013 11:00:00 AM - LAND - Svæði 13
F3 Neyðarkall úr talstöð 12/4/2013 3:00:00 PM - LAND/SJÓR - Svæði 16
F3 Fastur bíll við Reyki, Lágheiði 12/4/2013 3:49:00 PM - LAND - Svæði 11
F3 Sækja slasaðan mann í bát 12/4/2013 11:18:00 PM - SJÓR - Svæði 15
F3 Bifreið útaf vegi á Sandvíkurheiði 12/5/2013 10:12:00 AM - LAND - Svæði 13
F1 Hjálpa sjúkrabíl til Akureyrar
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
12/5/2013 11:30:00 AM - LAND - Svæði 10 Björgunarsveitin Varmi í Varmahlíð fylgdi sjúkrabíl til Akureyrar í ófærð.
F3 Aðstoð við að laga mastur á Þrándi 12/5/2013 8:00:00 PM - LAND - Svæði 10
F1 Þorlákshöfn, böruburður með sjúkrabíl 12/6/2013 5:03:00 PM - LAND - Svæði 3 Maður fékk slysaskot í læri. Björgunarsveitirnar Víkingur, Bakki og Mannbjörg voru kvaddar til og var verkefnið fólgið í böruburði.
F3 Dráttur á bíl á Sólheimasandi 12/6/2013 6:24:00 PM - LAND - Svæði 16
146
Aðgerðir björgunarsveita 2013
Setið yfir sjókortum í björgunarskipinu Einari Sigurjónssyni frá Hafnarfirði.
F3 Fastur bíll við Markarfljót 12/6/2013 11:27:00 PM - LAND - Svæði 16
F3 Ófærð í Vík Mýrdal og nágrenni 12/7/2013 11:00:00 AM - LAND - Svæði 16
F3 Bílar fastir í Hófaskarði 12/7/2013 5:32:00 PM - LAND - Svæði 12
F3 Aðstoð á landi 12/8/2013 2:17:00 PM - LAND - Svæði 6
F3 Fastur bíll á Sólheimasandi 12/8/2013 2:22:00 PM - LAND - Svæði 16 ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F2 Heilablóðfall á Kjalarnesi 12/8/2013 2:41:00 PM - LAND - Svæði 1 Vettvangshópur Kjalar sinnti fyrstu viðbrögðum í samvinnu við SHS. F3 Fastur bíll við Dyrhólaey 12/9/2013 2:57:00 PM - LAND - Svæði 16
F3 Losa hreindýr úr girðingu við Seljavelli 12/9/2013 8:18:00 PM - LAND - Svæði 15
F3 Bjarga meri úr Hítará 12/10/2013 3:14:00 PM - LAND - Svæði 4
147
F3 Bíll útaf í Lyngbrekku 12/11/2013 8:38:00 PM - LAND - Svæði 3
F1 Meðvitundarleysi á Kjalarnesi 12/12/2013 3:11:00 PM - LAND - Svæði 1 Vettvangshópur Kjalar sinnti fyrstu viðbrögðum í samvinnu við SHS.
F3 Bílar fastir á Hálfdán 12/12/2013 10:20:00 PM - LAND - Svæði 6
F3 Tveir fastir bílar ofan Húsafells 12/12/2013 11:03:00 PM - LAND - Svæði 4
F3 Fastir bílar 12/12/2013 11:28:00 PM - LAND - Svæði 3
F3 Óveðursaðstoð á Selfossi 12/13/2013 4:48:00 AM - LAND - Svæði 3
F3 Óveður Þjórsárver 12/13/2013 9:45:00 AM - LAND - Svæði 3
F3 Aðstoða jeppamann á Fjarðarheiði 12/13/2013 11:25:00 AM - LAND - Svæði 13
F3 Aðstoða jeppamann í Gilsá 12/14/2013 4:32:00 PM - LAND - Svæði 16
F3 Aðstoð við jeppamann á Geitasandi 12/14/2013 7:06:00 PM - LAND - Svæði 16
F1 Leit í Reyðarfirði 12/15/2013 7:13:00 PM - LAND/SJÓR - Svæði 13 Skipverja af flutningaskipi saknað. Síðasti þekkti punktur er um 8,2 sml frá Vattarnesi um klukkan 14:00. Þegar klukkan er 15:40 verða skipverjar fyrst varir við að sá týndi sé ekki á sínum stað. Þá er skipið statt inni í Reyðarfirði, mitt á milli Fless norðanmegin og Torfsness að sunnanverðu. Líkur benda til þess að sá týndi hafi farið í sjóinn rétt fyrir þessa tímasetningu.
F3 Ófærð á Hofsósi 12/16/2013 12:08:00 PM - LAND - Svæði 10 ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F3 Bæjarstarfsmenn Snæfellsbæjar aðstoðaðir 12/16/2013 10:37:00 PM - LAND - Svæði 5
F3 Aðstoða Símann við að koma GSM sambandi á Rjúpnafell 12/17/2013 9:15:00 AM - LAND - Svæði 13
F3 Aðstoð á Grenjadalsfelli 12/17/2013 1:15:00 PM - LAND - Svæði 9
F3 Fastur bíll við Klifanda 12/17/2013 2:48:00 PM - LAND - Svæði 16
F3 Bíll útaf við Lómagnúp 12/17/2013 3:52:00 PM - LAND - Svæði 16
148
Aðgerðir björgunarsveita 2013
F2 Árekstur á Kjalarnesi 12/17/2013 4:06:00 PM - LAND - Svæði 1 Vettvangshópur Kjalar sinnti fyrstu viðbrögðum í samvinnu við SHS.
F3 Draga bíl við Hvalnes 12/17/2013 4:48:00 PM - LAND - Svæði 15
F3 Fjórir fastir bílar við Bláfjallaskála 12/17/2013 4:50:00 PM - LAND - Svæði 1
F3 Óveðursaðstoð Hellisheiði/Þrengsli 12/17/2013 5:50:00 PM - LAND - Svæði 3
F3 Aðstoð vegna vatnsleka í sumarhúsi 12/17/2013 7:01:00 PM - LAND - Svæði 10
F2 240/ Eftirgrennslan Vigdísarvellir 12/17/2013 7:19:00 PM - LAND - Svæði 2 Leit að 21 árs gömlum manni sem skilaði sér ekki heim úr jeppaleiðangri að Vigdísarvöllum kvöldið áður. Maðurinn festi jeppa sinn í snjó við Vigdísarvelli en gat ekki látið vita af sér. Hann hélt kyrru fyrir í bílnum uns hann fannst. HSG og sveitir á svæði 2 voru boðaðar í slóðaleit. Svæðisstjórn á svæði 1 hafði hafið rannsóknarvinnu þegar maðurinn fannst. F3 Aðstoða bíla á Hálfdán 12/17/2013 8:17:00 PM - LAND - Svæði 6
F3 Ófærð í Snæfellsbæ 12/17/2013 9:03:00 PM - LAND - Svæði 5
F3 Bíll fastur í hálku og byl 12/17/2013 9:54:00 PM - LAND - Svæði 5
F3 Fastir bílar í ófærð á Þröskuldum 12/17/2013 11:34:00 PM - LAND - Svæði 8
F3 Aðstoða fólk og bíla á Víkurskarði 12/19/2013 2:41:00 PM - LAND - Svæði 11
F3 Bílar fastir á Dalvík 12/19/2013 5:17:00 PM - LAND - Svæði 11 ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F3 Aðstoð við bíl í vandræðum á Þverárfjalli 12/19/2013 6:55:00 PM - LAND - Svæði 10
F3 Fastur bíll við flugvöllinn á Rifi 12/19/2013 9:57:00 PM - LAND - Svæði 5
F3 Bíll útaf á Svalbarðsströnd 12/19/2013 10:45:00 PM - LAND - Svæði 11
F3 Draga upp bíl, Súgandafjörður 12/20/2013 2:00:00 AM - LAND - Svæði 7
F3 Bíll útaf við Lindarbrekku 12/20/2013 2:38:00 PM - LAND - Svæði 9
149
F3 Bílar fastir á Hálfdán 12/20/2013 8:49:00 PM - LAND - Svæði 6
F3 Bíll útaf við Hjallaháls 12/20/2013 8:59:00 PM - LAND - Svæði 5
F3 Bíll útaf á Öxnadalsheiði 12/21/2013 6:50:00 AM - LAND - Svæði 11
F3 Aðstoð á Vatnsskarði eystra 12/21/2013 8:00:00 PM - LAND - Svæði 13
F3 Fastur bíll á Fróðárheiði 12/21/2013 9:52:00 PM - LAND - Svæði 5
F3 Eftirgrennslan Dalvík - Ólafsfjörður 12/23/2013 8:38:00 AM - LAND - Svæði 11
F3 Aðstoð á Þverárfjalli 12/23/2013 9:01:00 PM - LAND - Svæði 9
F3 Leita að rafmagnsbilun 12/24/2013 12:30:00 AM - LAND - Svæði 5
F3 Aðstoð á Vatnsskarði 12/24/2013 12:34:00 AM - LAND - Svæði 10
F3 Þak á skúr að fjúka 12/24/2013 9:59:00 AM - LAND - Svæði 9
F2 Bílar á Klettshálsi 12/23/2013 10:00:00 AM - LAND - Svæði 6 Björgunarsveitin Tálkni fór á Þorláksmessu áleiðis upp Klettsháls að sækja ferðalanga á tveimur bílum. Vegna óveðurs og ófærðar urðu björgunarmenn frá að hverfa og var ferðalöngum uppálagt að halda kyrru fyrir um nóttina. Daginn eftir var gerð önnur atlaga að verkefninu og þá með fulltingi Hjálparsveitarinnar Lómfells og Björgunarsveitarinnar Heimamanna á Reykhólum sem sóttu að heiðinni að sunnanverðu. Ferðalangarnir þrír fengu því sannkallaða björgunarsveina í heimsókn og komust til að halda jólafagnaðinn með sínum nánustu.
F3 Ferðafólk í vandræðum á Fróðárheiði ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
12/24/2013 10:05:00 AM - LAND - Svæði 5
F3 Bílar fastir á Klettshálsi 12/24/2013 10:20:00 AM - LAND - Svæði 5
F3 Festa þakplötur 12/24/2013 12:15:00 PM - LAND - Svæði 5
F3 Flutningur á fólki yfir Skeiðarársand 12/24/2013 1:00:00 PM - LAND - Svæði 15
F3 Flutningar á fólki frá Skeiðarársandi 12/24/2013 1:41:00 PM - LAND - Svæði 16
150
Aðgerðir björgunarsveita 2013
Olíuflutningur á snjóbíl.
F3 Fastur bíll í Önundarfirði 12/24/2013 2:41:00 PM - LAND - Svæði 7
F3 Óveðursútkall á þjóðvegi 1 12/24/2013 3:17:00 PM - LAND - Svæði 16
F3 Bíll í vandræðum við Ármótasel 12/24/2013 5:06:00 PM - LAND - Svæði 13
F3 Fastur jeppi á Biskupstungnabraut 12/24/2013 5:17:00 PM - LAND - Svæði 3
F3 Fastir bílar á Mosfellsheiði 12/24/2013 5:22:00 PM - LAND - Svæði 1
F1 Sjúkraflutningur yfir Oddsskarð ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
12/24/2013 9:31:00 PM - LAND - Svæði 13 Svæfingalæknir þarf að komast inn á Reyðarfjörð til móts við sjúkrabíl sem að er að koma frá Djúpavogi. Áætlað er að sjúkrabíll og læknir hittist í slökkvistöðinni á Reyðarfirði. Sjúklingurinn þarf að komast í sjúkraflug á Egilsstöðum.
F3 Aðstoðarbeiðni vegna ófærðar á Fagradal 12/24/2013 10:05:00 PM - LAND - Svæði 13
F3 Aðstoða umferð milli Hvolsvallar og Víkur 12/24/2013 10:53:00 PM - LAND - Svæði 16
F3 Aðstoða ferðamenn 12/24/2013 11:21:00 PM - LAND - Svæði 2
151
Eftirtalin fyrirtæki styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg:
Afl starfsgreinafélag www.asa.is Akureyrarbær www.akureyri.is Alþýðusamband Íslands Baader Island ehf. Hafbáran ehf. 450 Patreksfjörður Beitir ehf. www.beitir.is Bolungarvíkurhöfn www.bolungarvik.is Brunavarnir Suðurnesja Dalvíkurhafnir Dalvík - Árskógsströnd - Hauganes www.dalvik.is
Fjallabyggðarhafnir Siglufjarðarhöfn og Ólafsvíkurhöfn www.fjallabyggd.is Frár ehf. frar@simnet.is Freydís sf. www.freydis.is Gjögur hf. Grundarfjarðarbær www.grundarfjordur.is Grundarfjarðarhöfn www.grundarfjordur.is Gullberg ehf. Gúmmísteypa Þ. Lárussonar Hafnarfjarðarhöfn www. hafnarfjardarhofn.is
Djúpavogshöfn www.djúpivogur.is
Hafnasamlag Norðurlands www.port.is
Farmanna- og fiskimannasamband Íslands
Hafnarsjóður Skagafjarðar www.skagafjordur.is www.hafnir.skagafjordur.is
Félag skipstjórnarmanna www.skipstjorn.is Fisk Seafood www.fisk.is
Hafnarsjóður Þorlákshafnar www.olfus.is Hafnir Ísafjarðarbæjar www.isafjardarbaer.is
Fiskmarkaður Bolungarvíkur og Suðureyrar www.fmbs.is
Hita- og vatnsveita Mosfellsbæjar www.mos.is
Fiskmarkaður Hólmavíkur ehf.
Hjallasandur ehf., Snæfellsbæ
Fiskmarkaður Siglufjarðar ehf. steini@fiskmarkadur.is
Hjálmar ehf.
Fiskmarkaður Austurlands hf. fmaust@simnet.is Fiskvinnslan Íslandssaga www.islandssaga.is
Hlaðbær-Colas hf. www.colas.is Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. www.frosti.is Húsavíkurhöfn, Raufarhöfn, Kópasker
Stuðningur Stuðningurþeirra þeirrastyrkir styrkiröflugt öflugtbjörgunarbjörgunar-ogogslysavarnastarf slysavarnastarfum umallt alltland. land.
Aðgerðir björgunarsveita 2013
F3 Sækja fastan bíl í Seljabrekku 12/24/2013 11:30:00 PM - LAND - Svæði 1
F3 Bíll fastur í Eyrarhlíð 12/25/2013 10:06:00 AM - LAND - Svæði 7
F1 Flytja sjúkling yfir Fjarðarheiði 12/25/2013 12:19:00 PM - LAND - Svæði 13 Flytja þurfti sjúkling yfir Fjarðarheiði sem var kolófær.
F2 Leit að karlmanni í Reykjavík 12/25/2013 12:47:00 PM - LAND - Svæði 1 Björgunarsveitir voru boðaðar út í eftirgrennslan eftir manni sem óttast var um. Maðurinn fannst látinn. F3 Aðstoða bíl við Ytri-Rjúkanda á Jökuldal 12/25/2013 1:00:00 PM - LAND - Svæði 13
F2 Flytja sjúkling Frá Flateyri á Ísafjörð 12/25/2013 1:27:00 PM - LAND - Svæði 7 Tindar Hnífsdal og Sæbjörg Flateyri voru boðaðir í aðstoð við sjúkraflutning með veikt barn frá Flateyri á sjúkrahúsið á Ísafirði. Samhæfa þurfti aðgerðir með ruðningstækjum Vegagerðarinnar. Talsverð snjóflóðahætta var á leiðinni og voru nýfallin flóð greinileg. F2 Fastur bíll í Víkurskarði 12/25/2013 2:10:00 PM - LAND - Svæði 12 Hringt var frá Lögreglunni á Akureyri og tilkynnt um jeppabifreið sem var föst efst austan í Víkurskarðinu og búin að affelga þar. F3 240 Fastur bíll í Krísuvík 12/25/2013 2:20:00 PM - LAND - Svæði 2
F3 Bjarga hestum í Syðridal 12/25/2013 2:44:00 PM - LAND - Svæði 7
F3 Fastur bíll, Þingvellir 12/25/2013 3:25:00 PM - LAND - Svæði 3
F3 Ferðalangar í vanda við Gloppu 12/25/2013 3:29:00 PM - LAND - Svæði 11 ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F3 Óveðursaðstoð Húnaþingi 12/25/2013 4:58:00 PM - LAND - Svæði 9
F3 Fastir bílar Sandskeið, Þrengsli, fylgja sjúkrabíl, Selfossi 12/25/2013 5:36:00 PM - LAND - Svæði 3
F3 Aðstoð við bíla við Lýsuhól 12/25/2013 6:03:00 PM - LAND - Svæði 5
F3 Fastur bíll Í Haukadal Dýrafirði 12/25/2013 8:12:00 PM - LAND - Svæði 7
153
F3 Fastur bíll vestan við Gufuskála 12/25/2013 8:42:00 PM - LAND - Svæði 5
F2 Aðstoð við sjúkraflutning 12/25/2013 10:44:00 PM - LAND - Svæði 12 Hjálparsveit skáta Reykjadal og Björgunarsveitin Stefán aðstoðuðu við sjúkraflutninga frá Mývatni að Húsavík vegna talsverðrar ófærðar. F3 Aðstoð í Heiðmörk 12/26/2013 5:15:00 AM - LAND - Svæði 1
F3 Bíll fastur á Vatnaleið 12/26/2013 8:01:00 AM - LAND - Svæði 5
F3 Aðstoða RARIK við að finna bilun á raflínu 12/26/2013 9:12:00 AM - LAND - Svæði 13
F3 Vakta Skutulsfjarðarbraut 12/26/2013 9:15:00 AM - LAND - Svæði 7
F3 Bíll útaf á Vatnaleið 12/26/2013 2:12:00 PM - LAND - Svæði 5
F1 Týnt barn við Múlaland 12/26/2013 4:29:00 PM - LAND - Svæði 7 7 ára barn týndist í Skutulsfirði. Björgunarsveitirnar Tindar, Ernir og Björgunarfélag Íslafjarðar leituðu barnsins sem kom fram stuttu eftir að þess var saknað.
F3 Tungudalur, fastur jepplingur 12/26/2013 5:28:00 PM - LAND - Svæði 3
F3 Námaskarð, fastur bíll 12/26/2013 6:09:00 PM - LAND - Svæði 12
F3 Fjórhjól fast í krapa 12/26/2013 9:06:00 PM - LAND - Svæði 13
F3 Bíll í vandræðum austan við Jökulsá á Fjöllum 12/26/2013 9:42:00 PM - LAND - Svæði 12
F3 Snjóflóð á Hnífsdalsvegi ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
12/27/2013 7:23:00 AM - LAND - Svæði 7
F3 Dregnir upp bílar 12/27/2013 12:11:00 PM - LAND - Svæði 10
F3 Fastir bílar 12/28/2013 12:13:00 PM - LAND - Svæði 10
F3 Aðstoða Orkuveituna í Önundarfirði 12/28/2013 12:57:00 PM - LAND - Svæði 7
F1 Slasaður maður á Lyngdalsheiði 12/28/2013 1:55:00 PM - LAND - Svæði 3
154
Aðgerðir björgunarsveita 2013
Starf í björgunarsveitum og slysavarnadeildum er oft skemmtilegt og gefandi. Björgunarsveitirnar Tintron, Árborg, Vindur, Ingunn og Víkingur fóru á Lyngdalsheiði til aðstoðar vélsleðamanni sem hafði handleggsbrotnað við Klukkuskarð.
F3 Bíll fastur á Jökuldal 12/28/2013 2:42:00 PM - LAND - Svæði 13
F3 Aðstoð við bíl í vandræðum í Svínadal 12/28/2013 2:58:00 PM - LAND - Svæði 4
F3 Fastur bíll við gömlu öskuhaugana í Stykkishólmi 12/28/2013 8:00:00 PM - LAND - Svæði 5
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F2 Slösuð kona við Geysi 12/29/2013 1:20:00 PM - LAND - Svæði 3 Vettvangshópur Eyvindar á Flúðum sinnti fyrstu viðbrögðum er kona hrasaði við Strokk og slasaðist á fæti. F2 Kona slösuð á baki í Ingólfsfjalli 12/29/2013 1:24:00 PM - LAND - Svæði 3 Björgunarsveitirnar Björg, Víkingur, Árborg og Mannbjörg sóttu slasaða konu í Ingólfsfjall. Konan var slösuð á hné, líklega rifbeinsbrotin auk þess sem grunur var um hryggáverka. Konan var því sett á grjónadýnu og flutt niður fjallið að sjúkrabíl. F3 Fastur bíll við Krísuvíkurbjarg 12/29/2013 2:12:00 PM - LAND - Svæði 2
155
F3 Bíll utan vegar á Grindavíkurvegi 12/29/2013 2:22:00 PM - LAND - Svæði 2
F2 Lokun á Hellisheiði vegna umferðarslyss 12/29/2013 4:37:00 PM - LAND - Svæði 3 Lögregla óskaði eftir aðstoð HSSH við að loka Hellisheiðinni vegna alvarlegs umferðarslyss á heiðinni. F3 Fastur bíll við Helgafell 12/29/2013 4:56:00 PM - LAND - Svæði 5
F3 Óveðursútkall, járnplötur fjúka 12/29/2013 5:35:00 PM - LAND - Svæði 3
F3 Fastur bíll 12/29/2013 5:50:00 PM - LAND - Svæði 2
F3 Fastir bílar á Kvíanesi 12/29/2013 9:08:00 PM - LAND - Svæði 7
F3 Aðstoð við fastan bíl við Sauðárkrók 12/29/2013 9:21:00 PM - LAND - Svæði 10
F3 Bíl fastur á Hálfdán 12/29/2013 9:41:00 PM - LAND - Svæði 6
F3 Fastur bíll í Geiradal 12/29/2013 10:42:00 PM - LAND - Svæði 5
F3 Fastur bíll á Öxnadalsheiði 12/30/2013 7:38:00 AM - LAND - Svæði 10
F3 Aðstoð við bíl á Vatnaleið 12/30/2013 10:36:00 AM - LAND - Svæði 5
F3 Ófærð á Hofsósi 12/30/2013 12:14:00 PM - LAND - Svæði 10
F3 Fastur bíll við Krísuvíkurbjarg 12/30/2013 1:20:00 PM - LAND - Svæði 2
F3 Bíll fastur á Suðurstrandarvegi ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
12/30/2013 1:27:00 PM - LAND - Svæði 2
F3 Aðstoða Orkuveituna í Önundarfirði 12/30/2013 5:42:00 PM - LAND - Svæði 7
F3 Aðstoð við að ná í snjósleða 12/31/2013 12:06:00 AM - LAND - Svæði 11
F3 Rollubjörgun 12/31/2013 3:11:00 PM - LAND - Svæði 10
F3 Aðstoða Orkuveituna í Önundarfirði 12/31/2013 3:39:00 PM - LAND - Svæði 7
156
Eftirtalin fyrirtæki styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg:
Grindavík, Hafnarfjörður, Höfn, Ísafjörður, Reykjanesbær, Sandgerði www.fms.is
Reykjavík, Akranesi, Snæfellsnesi, Skagaströnd, Þorlákshöfn www.fmis.is
Sjómannafélag Eyjafjarðar www.sjoey.is
www.lvf.is
NESKAUPSTAÐ
Samherji logo MAIN VERSION on light background Always use this logo when it’s good breathing space, especially for medium size fine prints and big prints
Stuðningur þeirra styrkir öflugt björgunar- og slysavarnastarf um allt land.
» Skipsskaðar og slys á sjó 2013 Banaslys Kajak Þann 21. apríl 2013 tók vegfarandi við Herdísarvík í Selvogi eftir að maður á kajak átti í vandræðum skammt undan landi og hafði samband við Neyðarlínuna. Björgunarsveit var kölluð út ásamt þyrlu LHG og áhöfn hennar náði manninum úr sjónum. Lífgunartilraunir báru ekki árangur.
Skinney SF Að morgni 25. júlí 2013 var Skinney SF 20 á togveiðum um 30 sml SV af Reykjanesi þegar eins skipverja var saknað. Hafin var leit af skipverjanum og tóku alls 19 skip þátt í henni auk þess sem þyrla LHG, TF-LÍF, kom á staðinn. Leit bar ekki árangur en lík skipverjans kom upp í veiðarfærum Brynjólfs VE rúmum mánuði síðar.
Eldur í skipum Krummi KÓ Þann 13. maí 2013 þegar Krummi KÓ 38 var á strandveiðum SA af Arnarstapa varð skipstjórinn var við að smávægilegur reykur kom út um öndunartúðu vélarrúmsins. Eftir að hafa litið niður í vélarúmið kom í ljós að mikill eldur var þar. Kallað var á aðstoð og þrátt fyrir slökkvistörf tókst skipverjanum ekki að ráða niðurlögum eldsins. Nærstaddur bátur, Kló MB, bjargaði skipstjóranum en Krummi sökk um tveimur tímum síðar.
Dísanna HF
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Þann 9. júlí 2013 var Dísanna HF 63 á handfæraveiðum í Miðnessjó um 5 sml NV af Garðskaga þegar skipstjórinn sá að mikinn reyk lagði út úr stýrishúsinu. Skipstjóranum tókst ekki að komast að fjarskiptatækjum en kom út gúmmíbjörgunarbát. Þá var eldurinn orðinn svo mikill að hann varð að stökkva í sjóinn og komst þaðan upp í gúmmíbjörgunarbátinn. Hringdi hann þá í Vaktstöð siglinga eftir aðstoð og kom Tjúlli KE 18 og bjargaði skipbrotsmanninum. Dísanna sökk skömmu eftir að hafist var handa við að draga hana til hafnar.
Magnús SH Þann 30. júlí 2013 var verið að vinna við endurbætur á Magnúsi SH í slipphúsi á Akranesi þegar eldur kom upp í því. Um 40 slökkviliðmenn tóku þátt í slökkvistarfinu og tókst að ná skipinu út úr slipphúsinu án þess að eldur bærist í það. Skorin voru göt á skipið til að koma froðu að eldinum og þannig tókst að slökkva hann. Miklar skemmdir urðu á skipinu.
158
Skipsskaðar og slys á sjó 2013
Straumur SU Þann 1. ágúst 2013 þegar Straumur SU 14 var staddur um 6 sml SA af Kambanesi á siglingu til hafnar á Stöðvarfirði varð skipstjórinn var við eld í vélarrúmi og stöðvaði vélina. Hann lokaði strax fyrir loftsteymi að vélarrúminu og hleypti af slökkvimiðli í það og óskaði aðstoðar. Eldurinn slokknaði fljótlega en báturinn varð vélarvana. Kom Gola SU 21 á staðinn og dró Straum SU til Stöðvarfjarðar.
Fernanda Þann 30. október 2013 kom upp eldur í vélarúmi flutningaskipsins Fernanda, frá Dóminíkanska lýðveldinu, þar sem skipið var á siglingu suður af Vestmannaeyjum. Óskaði skipstjóri eftir aðstoð og fóru tvær þyrlur LHG ásamt björgunarskipinu Þór og dráttarbátnum Lóðsinum til skipsins. Vel tókst að bjarga öllum frá borði í þyrlurnar og var flogið með skipverjana til Reykjavíkur. Varðskipið Þór kom um kvöldið að skipinu og hóf þegar slökkvistörf. Var sjó dælt á skipið og það síðan tekið í tog inn til Hafnarfjarðar. Komu skipin þangað að morgni 1. nóvember. Eftir að skipið var komið að bryggju gaus upp mikill eldur í því svo draga varð það út úr höfninni. Varðskipið Þór hélt áfram slökkvistörfum úti á Faxaflóa. Eftir að eldur hafði verið slökktur var skipið dregið til hafnar á Grundartanga þann 6. nóvember og var það dæmt ónýtt. Var skipið rifið hérlendis.
Goðafoss Þann 11. nóvember 2013 kom upp eldur í skorsteinshúsi gámaskipsins Goðafoss sem statt var í slæmu veðri um 70 sml NV af Færeyjum á leið til Íslands. Eftir um tveggja tíma slökkvistörf tókst skipverjum að ráða niðurlögum eldsins og var ákveðið að Goðafoss héldi aftur til Færeyja þar sem gert var við skipið.
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Skip sem sukku Markús ÍS Þann 3. ágúst 2013 sökk Markús ÍS 777 við bryggju á Flateyri en báturinn hafði legið þar ónotaður síðan í mars árið á undan. Bátnum var náð upp en þann 19. september sökk báturinn aftur þegar verið var að fara með hann til Ísafjarðar til niðurrifs, þá staddur undan Sauðanesi. Enginn var um borð.
159
Falado von Rhodos Þann 8. ágúst 2013 var þýska seglskipið Falado von Rhodos á siglingu vestur af Garðskaga á leið frá Rifi til Keflavíkur þegar leki kom að því. Dælur höfðu ekki undan lekanum og var kallað eftir aðstoð. Togarinn Hrafn Sveinbjarnarson GK 222 kom fyrstur til aðstoðar og skömmu síðar þyrla og björgunarskipið Einar Sigurjónsson. Tókst skipverjum á Einari að koma dælu og mannskap um borð auk þess að taka nokkra af skipverjum Falado von Rhodos yfir í björgunarskipið. Eftir að skútan var tekin í tog kom í ljós að ekki yrði ráðið við lekann og var ákveðið að yfirgefa skipið. Sökk Falado von Rhodos skömmu síðar. Mannbjörg varð.
Glói KE Þann 12. ágúst 2013 þegar Glói KE 92 var á strandveiðum á Vestfjarðamiðum bilaði ræsibúnaður vélarinnar svo kallað var eftir aðstoð. Björg Jóns ÍS 129 kom og hóf að draga Glóa til hafnar á Suðureyri. Þegar bátarnir voru staddir u.þ.b. eina sjómílu út af Skálavík fékk Glói á sig sjó en við það hallaðist hann mikið til bakborða og saup mikinn sjó. Hann rétti sig en fór síðan nokkuð hratt yfir í stjórnborða og tók að sökkva. Skipstjórinn komst ekki í björgunarbátinn en gat haldið sér á floti við lóðabelg þar til honum var bjargað um borð í Björgu Jóns u.þ.b. fimm mínútum síðar. Honum varð ekki meint af volkinu.
Skip sem strönduðu Fjóla GK
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Þann 13. mars 2013 var Fjóla GK 121 á siglingu úr Hvalfirði til hafnar í Reykjavík þegar skipstjórinn sofnaði með þeim afleiðingum að báturinn strandaði í fjörunni við Sæbrautina í Reykjavík. Skipstjórinn óskaði eftir aðstoð og var björgunarskipið Ásgrímur S. Björnsson kallað út en Fjóla GK bakkaði síðan úr fjörunni og var siglt til hafnar í Reykjavík.
Sigurfari GK Þann 25. apríl 2013 var Sigurfari GK 138 á leið út úr Rifshöfn þegar hann tók niðri og strandaði á sandgrynningu skammt VNV af Tösku. Skipstjóri óskaði eftir aðstoð og þegar féll meira að dró björgunarskipið Björg Sigurfara af strandstað.
160
Skipsskaðar og slys á sjó 2013
Fjóla BA Þann 26. apríl 2013 var skipstjóri Fjólu BA 150 að kanna siglingaleið yfir Skálanesgrunn í norðanverðum Breiðafirði þegar báturinn strandaði. Báturinn lagðist á hliðina á fjörunni og komst þá sjór í hann. Maður fór á slöngubát frá Reykhólum á strandstaðinn og aðstoðaði hann við að þurrka bátinn með dælum frá landi. Var Fjólu BA siglt inn á Stað og síðan til Stykkishólms þar sem hún var tekin á land.
Þórsnes II SH Þann 27. júní 2013 strandaði Þórsnes II SH 109 við Skoreyjar á Breiðafirði þar sem skipið var að veiðum með krabbagildrur. Yfirgaf áhöfnin skipið þar sem ljóst var að það næðist ekki af strandstað fyrr en flæddi að. Til að tryggja að ekki hlytist mengun af ef olía læki frá skipinu voru gerðar ráðstafanir sem björgunarsveitarmenn sáu um. Dregin var olíugildra ásamt flotgirðingu á staðinn til að hafa til taks en ekki þurfti að nota hana. Náðist skipið á flot á háflóði fyrir eigin vélarafli.
Sædís Bára GK Þann 30. júlí 2013 strandaði Sædís Bára GK 88 í sunnanverðri innsiglingunni inn í höfnina á Skagaströnd þangað sem báturinn var að koma inn til löndunar. Á síðdegisflóði tókst að losa bátinn með eigin vélarafli.
Skemmtibátur Þann 10. september 2013 strandaði nafnlaus skemmtibátur á sandrifi undan Gásum við mynni Hörgár í Eyjafirði. Björgunarbátar frá Akureyri og Dalvík voru ræstir út en áður en björgunarbátarnir komu óx vindur og við það losnaði utanborðsmótorinn af gaflinum og féll í sjóinn. Annar björgunarbátanna dró skemmtibátinn af strandstað og til Hjalteyrar.
Lundey NS ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Þann 27. október 2013 var Lundey NS 14 við síldarleit á Hofstaðavogi í Breiðafirði þegar skipið strandaði. Eftir að fiskileitarbúnaður (asdik) var tekinn upp og um 50 tonnum af kælisjó dælt úr einni af lestum skipsins losnaði það.
161
Álsey VE Þann 8. nóvember 2013 rak Álsey VE 2 upp á grynningar á Hofstaðavogi í Breiðafirði þar sem skipið var við síldarleit. Losnaði skipið fyrir eigin vélarafli auk aðstoðar Jónu Eðvalds SF 200.
Berglín GK
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Þann 14. nóvember 2010 þegar Berglín GK 400 var að koma til hafnar á Ísafirði fór skipið röngu megin við innsiglingabaujur með þeim afleiðingum að skipið strandaði. Tókst að ná skipinu á flot aftur með aðstoð hafnsögubátsins Sturlu Halldórssonar.
Fiskaklettur, harðbotna bátur Björgunarsveitar Hafnarfjarðar, á siglingu í höfninni í Hafnarfirði Sjómannadaginn. Mynd: Jón Svanberg Hjartarson.
162
» Banaslys 2013 Umferðarslys 1. mars lést Blængur Mikael Bogason 12 ára í bílslysi skammt frá Kotá í Norðurárdal í Skagafirði. 25. mars lést Ellert Þór Benediktsson 45 ára í bílslysi á Skeiðavegi. Ellert lætur eftir sig eiginkonu og tvo syni. 31. mars lést Lilja Rán Björnsdóttir þriggja ára þegar fjórhjól sem hún var farþegi á valt. 6. apríl lést Lovísa Hrund Svavarsdóttir 17 ára í bílslysi á Akrafjallsvegi. 16. maí lést Bergur Júlíusson 51s árs í bifhjólaslysi á Akranesi. Bergur lætur eftir sig sambýliskonu og þrjú börn. 13. júní lést Dröfn Guðmundsdóttir 66 ára í bílveltu í Skutulfirði í Ísafjarðardjúpi. Hún lætur eftir sig eiginmann og fjögur börn. 4. ágúst lést Natalia Gabinska 15 ára í bílslysi á Suðurlandsvegi. Natalia var pólskur ríkisborgari á ferðalagi hér á landi. 4. ágúst lést Magdalena Hyz 16 ára í bílslysi á Suðurlandsvegi. Magdalena var pólskur ríkisborgari á ferðalagi hér á landi. 7. ágúst lést Leifur Ársæll Leifsson 58 ára í bílslysi á Suðurlandsvegi við Þingborg. Leifur lætur eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn. 10. ágúst lést Þórhallur Þór Alfreðsson 24ra ára í bílslysi á Suðurlandsvegi við Rauðavatn. Þórhallur lætur eftir sig unnustu. 2. september lést Elín þorsteinsdóttir Snædal 67 ára af völdum áverka sem hún hlaut í bílslysi sem varð í ágúst á Vesturlandsvegi. 28. september lést Sveinn Björnsson 33ja ára í bílveltu í Kelduhverfi austan Húsavíkur. Sveinn lætur eftir sig tvö börn. 30. nóvember lést Berglind Heiða Guðmundsdóttir 30 ára af völdum áverka sem hún fékk þegar ekið var á hana í Reykjanesbæ þann 14. nóvember. 26. desember lést Georg Þór Steindórsson 41s árs af völdum áverka sem hann hlaut í umferðarslysi á Sæbraut í Reykjavík. Georg lætur eftir sig dóttur. 30. desember lést Dagný Ösp Runólfsdóttir 21 árs af völdum áverka sem hún hlaut í bílslysi á Hellisheiði. Dagný var ógift og barnlaus.
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Flugslys 5. ágúst lést Páll Steindór Steindórsson 46 ára flugstjóri í flugslysi við Akureyri. Páll lætur eftir sig sambýliskonu og tvær dætur. 5. ágúst lést Pétur Róbert Tryggvason 35 ára sjúkraflutningamaður í flugslysi við Akureyri. Pétur lætur eftir sig tvö börn.
Sjóslys 25. júlí lést Gunnar Hersir Benediktsson 22ja ára þegar hann féll fyrir borð af skipinu Skinney SF 020.
163
Heima- og frítímaslys 27. janúar lést Rúnar Arnbjörnsson 41s árs. Hann varð úti á leið sinni heim af þorrablóti á Kópaskeri. Rúnar var ókvæntur og barnlaus. 3. febrúar lést Birna Steingrímsdóttir 58 ára. Hún hrapaði þegar hún var á göngu í Esju. Birna lætur eftir sig eiginmann og þrjú uppkomin börn. 15. mars lést Lilja Dóra Ástþórsdóttir 18 mánaða. Hún varð fyrir lítilli vinnuvél við bæinn Fjósatungu í Þingeyjarsveit. Lilja Dóra var eina barn foreldra sinna. 21. apríl lést Jón Þór Traustason 52ja ára í kajakslysi í Herdísarvík. Jón Þór lætur eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn. 19. maí lést Edda Sigurjónsdóttir 67 ára vegna súrefnisskorts í hjólhýsi í Þjórsárdal. Hún lætur eftir sig þrjú uppkomin börn. 19. maí lést Alexander G. Þórsson 72ja ára vegna súrefnisskorts í hjólhýsi. Hann lætur eftir sig þrjú uppkomin börn. 29. júlí lést tælenskur ferðamaður sem missti stjórn á vélsleða á Langjökli. Bráðalvarleg veikindi ollu því að hann missti stjórn á sleðanum og hlaut áverka er urðu honum að bana. 17. ágúst lést Ragnheiður Sigurbjörg Árnadóttir 75 ára í bruna sem varð í hjólhýsi í Þjórsárdal. Ragnheiður lætur eftir sig sambýlismann og þrjú uppkomin börn. 7. september lést Vilhjálmur Þórarinsson 64 ára þegar hann féll af hestbaki. Vilhjálmur lætur eftir sig þrjú börn. 1. desember lést Ríkharður Karlsson 22ja ára þegar hann féll af þaki þriggja hæða byggingar. Ríkharður lætur eftir sig unnustu. 5. desember lést Þorsteinn Karlsson 53ja ára eftir fall í stiga á veitingastað.
Íslendingar sem látast erlendis og eru því skráðir í banaslysatölur þar.
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
23. mars lést Örvar Arnarson 40 ára. Hann hrapaði til bana í fallhlífarstökki í Flórída í Bandaríkjunum. Örvar var ókvæntur og barnlaus. 23. mars lést Andri Már Þórðarson 25 ára. Hann hrapaði til bana í fallhlífarstökki í Flórída í Bandaríkjunum. Andri var ókvæntur og barnlaus. 21. september lést Kristín Marti 43ja ára í bílslysi á Flekkenfjord í Noregi. Kristín lætur eftir sig fjögur börn. 13. október lést Dagný Grímsdóttir 26 ára þegar hún varð fyrir bíl í Kaupmannahöfn. Dagný var við nám í Danmörku. 23. nóvember lést Pálmi Harðarson 58 ára í bílslysi í Tælandi. Hann var ókvæntur og barnlaus.
164
Banaslys 2013
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Hundasveitir hafa þjálfað með þyrlum LHG þar sem þeir fjórfættu þurfa að venjast þeim ferðamáta.
Farið yfir skipulag leitar og leitarsvæði afhent.
165
» Björgunarskip og bátar Slysavarnafélagið Landsbjörg á 14 stór björgunarskip sem staðsett eru hringinn í kringum landið. Flest björgunarskipanna eru af gerðinni ARUN Class, byggð hjá Haimatic ltd. í Bretlandi og keypt notuð af Konunglega breska sjóbjörgunarfélaginu. Þau eru smíðuð sérstaklega sem björgunarskip og búin flestum fullkomnustu tækjum til leitar og björgunar á sjó. Í skipunum eru tvær Caterpillar vélar sem hvor um sig skilar 500 hestöflum en ganghraði skipanna er um 17 sjómílur. Skipin eru 14,7 m á lengd, 5,2 m á breidd og djúprista er 1,58 m. Skipin eru í eigu Slysavarnafélagsins Landsbjargar en rekin af björgunarbátasjóðum á þeim stöðum sem þau eru staðsett.
Ásgrímur S. Björnsson
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Staðsetning: Reykjavík Fjöldi í áhöfn: 6 manns Ganghraði: 16-17 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra búnaður, 3 sjúkrabörur, súrefni, slökkvi tæki, föst brunadæla, slöngur og stútar, 2 reykköfunartæki, sjódæla, léttabátur og mótor, 6 m björgunarbátur.
Einar Sigurjónsson
Staðsetning: Hafnarfjörður Fjöldi í áhöfn: 6 manns Ganghraði: 16-17 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög bundinn björgunarbúnaður skipa, lyfja kista, laus sjúkrabúnaður, súrefni, 2 skel börur, 2 börur, varmapoki, föst brunadæla, slöngur og stútar, fluglínutæki, léttabátur, neyðarnótin Hjálp, belti til hífingar úr sjó.
Gunnar Friðriksson
Staðsetning: Ísafjörður Fjöldi í áhöfn: 6 manns Ganghraði: 16-17 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra búnaður, 2 skelbörur, börur, föst brunadæla, laus brunadæla, slöngur og stútar, léttabátur, neyðarnótin Hjálp, 8 og 20 m björgunarbátar.
166
Björgunarskip og bátar
Björg
Staðsetning: Sandgerði Fjöldi í áhöfn: 6 manns Ganghraði: 16-17 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög bundinn björgunarbúnaður skipa, lyfja kista, laus sjúkrabúnaður, súrefni, 2 skel börur, 2 börur, varmapoki, föst brunadæla, slöngur og stútar, fluglínutæki, léttabátur, neyðarnótin Hjálp, belti til hífingar úr sjó.
Staðsetning: Rif Fjöldi í áhöfn: 6 manns Ganghraði: 16-17 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög bundinn björgunarbúnaður skipa, lyfja kista, laus sjúkrabúnaður, súrefni, slökkvitæki, föst brunadæla, 2 lausar brunadælur, slöngur og stútar, léttabátur og mótor, Björgvinsbelti, neyðarnótin Hjálp.
Sigurvin
Oddur V. Gíslason
Staðsetning: Siglufjörður Fjöldi í áhöfn: 4-6 manns Ganghraði: 15-18 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra búnaður, skelbörur, seglbörur, slökkvi tæki, 3 sjódælur, léttabátur og mótor, 4 björgunargallar, 8 þurrbúningar, 5 RNLI bjargvesti, 6 m björgunarbátur á skotgálga, Björgvinsbelti.
Staðsetning: Grindavík Áhöfn 4-6 manns Ganghraði 17-19 sm/klst Sjúkra og björgunarbúnaður um borð Lögbundinn björgunarbúnaður skipa, lyfjakista, laus sjúkrabúnaður, súrefni, skelbörur, börur, varmapoki, föst brunadæla, slöngur og stútar, fluglínutæki, léttabátur, neyðarnótin Hjálp, belti til hífingar úr sjó.
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Hannes Þ. Hafstein
167
Sveinbjörn Sveinsson
Staðsetning: Vopnafjörður Fjöldi í áhöfn: 4-6 manns Ganghraði: 16-17 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra búnaður, sjúkrabörur, Björgvinsbelti, laus lensi dæla (bensín), léttabátur (Zodiac MK II 30 Hp), 6 flotgallar, sjódælur á báðum aðalvélum.
Gunnbjörg ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Staðsetning: Raufarhöfn Fjöldi í áhöfn: 4-6 Ganghraði: 17-19 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra búnaður, 3 x sjúkrabörur, súrefni, slökkvitæki, föst brunadæla, slöngur og stútar, sjódæla, léttabátur + mótor, 6 m. björgunarbátur. Annar búnaður: 2 x krókstjakar, hífingagálgar á síðum, 2 x brunaslönguúttök.
168
Hafbjörg
Staðsetning: Neskaupstaður Fjöldi í áhöfn: 6 manns Ganghraði: 16-17 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög bundinn björgunarbúnaður skipa, lyfja kista, laus sjúkrabúnaður, súrefni, 2 skel börur, 2 börur, varmapoki, föst brunadæla, slöngur og stútar, fluglínutæki, léttabátur, neyðarnótin Hjálp, belti til hífingar úr sjó.
Þór Staðsetning: Vestmannaeyjar Fjöldi í áhöfn: 5 manns Ganghraði: 27 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra búnaður, súrefni, kedvesti, bakbretti, spelkur, vökvasett, sjúkrabörur, trollbörur, skrapa, skel börur, búnaður til öndunaraðstoðar. Þór er búinn eins og sjúkrabíll fyrir utan hjartastuðtæki.
Björgunarskip og bátar
Vörður II
Staðsetning: Patreksfjörður Fjöldi í áhöfn: 4-6 Ganghraði: 16-18 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lögbundinn björgunarbúnaður skipa, lyfjakista, laus sjúkrabúnaður, súrefni, slökkvitæki, föst brunadæla, 2 x laus brunadæla, slöngur og stútar, léttabátur + mótor, Björgvinsbelti, neyðarnótin Hjálp.
Ingibjörg
Staðsetning: Höfn í Hornafirði Fjöldi í áhöfn: 5-6 Ganghraði: 17-19 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra búnaður, 3 x sjúkabörur, súrefni, slökkvitæki, föst brunadæla, slöngur og stútar, 2 x reyk köfunartæki, sjódæla, léttabátur + mótor, 6 m. björgunarbátur. Annar búnaður: 2 x krókstjakar, hífingagálgar á síðum, 2 x brunaslönguúttök.
Staðsetning: Skagaströnd Fjöldi í áhöfn: 5-6 Ganghraði: 17-19 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra búnaður, 3 x sjúkabörur, súrefni, slökkvitæki, föst brunadæla, slöngur og stútar, sjódæla, léttabátur + mótor, 6 m. björgunarbátur. Annar búnaður: 2 x krókstjakar, hífingagálgar á síðum, brunaslönguúttak.
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Húnabjörg
ÚTKALLSSÍMI
björgunarsveita
112
169
Eftirtaldir aðilar styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg:
Ísfélag Vestmannaeyja hf. www.isfelag.is
Segull ehf. segull@segull.is
Klúka ehf
Seyðisfjarðarkaupstaður www.seydisfjordur.is
Kristinn J. Friðþjófsson ehf. Kópavogshöfn www.kopavogur.is Landsnet Listmunasala Fold www.myndlist.is Löndun ehf. www.londun.is Pétursey gudjonr@eyjar.is Reykjanesbær www.reykjanesbaer.is Reykjaneshöfn reykjaneshofn.is Samvinnufélag útgerðarmanna www.veidiflugan.is www.Fjardasport.is
Sigurbjörn ehf. sigbjehf@simnet.is Sigurður Ólafsson ehf. olibjorn@eldhorn.is Sjómanna-/vélstjórafélag Grindavíkur Sjómannafélagið Jötunn, Vestmannaeyjum Sjómannasamband Íslands www.ssi.is Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins www.shs.is Stegla ehf. Tálknafirði Steinunn ehf. Súðavíkurhöfn www.sudavik.is Sveitarfélagið Garður www.svgardur.is
Eldvarnir ehf.
Stuðningur þeirra styrkir öflugt björgunar- og slysavarnastarf um allt land.
» Lög Slysavarnafélagsins Landsbjargar 1. gr. Heiti félagsins Félagið heitir Slysavarnafélagið Landsbjörg. Lögheimili og varnarþing þess er í Reykjavík. 2. gr. Hlutverk Hlutverk félagsins er að reka öflugt björgunar- og slysavarnastarf. 3. gr. Einkenni Merki félagsins er gulur kross og björgunarhringur umhverfis hann. Undir tákninu er nafn félagsins ritað. Stjórn setur reglur um nánari útfærslu og notkun á merki félagsins. 4. gr. Skipulag Ákvörðunar- og framkvæmdavald Slysavarnafélagsins Landsbjargar er í höndum landsþings, fulltrúaráðsfundar og stjórnar, samkvæmt því sem nánar segir í lögum þessum.
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
5. gr. Aðild Rétt til aðildar að Slysavarnafélaginu Landsbjörg eiga allar félagseiningar sem hafa björgunarog/eða slysavarnamál á stefnuskrá sinni. Hver félagseining Slysavarnafélagsins Landsbjargar er sjálfstæð gagnvart félaginu, bæði hvað varðar störf sín og fjármál. Unglingadeildir geta starfað innan félagseininga. Slysavarnafélagið Landsbjörg starfar í tengslum við Bandalag íslenskra skáta og önnur félög og stofnanir sem starfa að björgunar- og slysavarnamálum. Inntaka nýrrar félagseiningar er háð samþykki landsþings en lög hinnar nýju félagseiningar og félagatal skal þá liggja fyrir. Stjórn félagsins er heimilt að veita félagseiningu, sem uppfyllir nefnd skilyrði, inngöngu með fyrirvara um samþykki þings. Gerist félagseining eða stjórn hennar sek um brot á lögum þessum er landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar heimilt að víkja henni úr félaginu, að því tilskyldu að 2/3 hlutar þingfulltrúa greiði því atkvæði. Úrsögn félagseiningar úr félaginu er því aðeins gild að hún hafi verið samþykkt á lögmætum aðalfundi hennar og að stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafi verið tilkynnt með tveggja mánaða fyrirvara að tillaga um úrsögn komi til afgreiðslu á fundinum. Úrsögn tekur gildi frá lokum þess reikningsárs félagsins er hún hlýtur samþykki. Félagseining, sem vikið hefur verið úr félaginu eða hefur sagt sig úr því, á ekki tilkall til sjóða þess eða annarra eigna, en veita má henni aðild að nýju. Allir geta gerst styrktaraðilar að Slysavarnafélaginu Landsbjörg.
171
6. gr. Réttindi og skyldur félagseininga Allar félagseiningar eiga jafnan rétt á þeirri þjónustu sem félagið getur látið í té. Félagseiningar skulu árlega halda aðalfund. Þar leggi stjórnir þeirra fram skýrslu um störf liðins árs og ársreikninga áritaða af stjórn. Félagseiningar skulu árlega senda starfsskýrslu og ársreikninga til skrifstofu félagsins. Að uppfylltum þessum skilyrðum öðlast félagseining rétt til úthlutunar úr sameiginlegum sjóðum félagsins og atkvæðisrétt á fulltrúaráðsfundi og landsþingi, ella teljast einingar óvirkar. Verði eining óvirk um lengri eða skemmri tíma skal stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar ráðstafa eigum hennar samkvæmt lögum félagseiningarinnar og í samráði við heimamenn. *Reglugerð nr. 1/2009 7. gr. Fjármál Slysavarnafélagið Landsbjörg aflar fjár á þann hátt sem fulltrúaráðsfundur í nóvember ákveður. Fjárhagsáætlun félagsins fyrir næsta ár skal lögð fyrir fulltrúaráðsfund til afgreiðslu. Landsþing ákveður hlutfallsskiptingu þess fjár sem félagseiningar fá úr sameiginlegum fjáröflunarverkefnum. Breytingar á slíkri samþykkt taka gildi um næstu áramót þar á eftir. Sameinist félagseiningar, tvær eða fleiri, halda þær óbreyttri fjárúthlutun úr sameiginlegum fjáröflunarverkefnum í tvö almanaksár frá sameiningu. Reikningsárfélagsins er almanaksárið. Fyrir lok apríl ár hvert sendir stjórnin félagseiningunum endurskoðaðareikninga félagsins.
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
8. gr. Landsþing Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar fer með æðsta vald í málefnum félagsins og skal það haldið fyrir lok maímánaðar, annað hvert ár. Til landsþings skal boða bréflega með sjö vikna fyrirvara. Eigi síðar en þrem vikum fyrir landsþing skal stjórnin senda félagseiningunum dagskrá þingsins, tillögur um lagabreytingar, tillögur fjárveitinganefndar og tillögur uppstillingarnefndar. Stjórn félagsins getur boðað til aukaþings með sama hætti. Einnig skal boða til aukalandsþings ef 3/4 virkra félagseininga óska þess og skal stjórn félagsins boða til aukalandsþings eigi síðar en fjórum vikum frá því beiðnin um aukalandsþing kom fram. Á aukalandsþingi skal einungis taka fyrir mál samkvæmt útsendri dagskrá en að öðru leyti gilda almenn þingsköp. Eftirfarandi mál skulu tekin fyrir á landsþingi: 1) Formaður setur þingið og stýrir kjöri þingforseta, varaþingforseta og regluvarðar. 2) Þingforseti skipar tvo fundarritara og stýrir kjöri kjörnefndar, sem skal skipuð þremur þingfulltrúum, og allsherjarnefndar, sem skal skipuð fimm þingfulltrúum. 3) Skýrslur stjórnar og reikningar. 4) Inntaka nýrra félagseininga. 5) Niðurstöður milliþinganefnda. 6) Ýmis þingmál. 7) Lagabreytingar.
172
Lög Slysavarnafélagsins Landsbjargar
8) Kosning: a) formanns, b) átta stjórnarmanna, c) tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara, d) fjárveitinganefndar, laganefndar og uppstillingarnefndar, e) annarra nefnda. 9) Önnur mál. Kjörnefnd skal hafa eftirlit með undirbúningi og framkvæmd kosninga, skera úr um kjörgengi og kosningarétt, hafa yfirumsjón með talningu atkvæða og skera úr um gildi vafaatkvæða. Allsherjarnefnd skal vinna úr og samræma álitamál sem upp kunna að koma á þinginu og fundarstjóri vísar málum til. Ef ágreiningur er innan þingnefndar við ákvarðanatöku ræður meirihluti nefndarmanna og er ákvörðun þingnefndar endanleg. Kosið er skv. 8. tölulið í þeirri röð sem þar er ákveðin. Kosning skal ávallt vera skrifleg/rafræn. Kjörseðill er því aðeins gildur að kosnir séu jafnmargir og kjósa skal hverju sinni. Falli atkvæði jafnt skal varpa hlutkesti til að skera úr um hver frambjóðenda hefur náð kjöri. Séu framboð jafnmörg og fjöldi þeirra sem kjósa skal telst sjálfkjörið og kosning fer ekki fram. Þeir sem ekki ná kjöri skv. a-lið 8. tl. 2. mgr. 8. gr. verða sjálfkrafa í kjöri skv. b-lið 8. tl. 2. mgr. 8. gr. 9. gr. Réttindi á landsþingi Rétt til setu á landsþingi félagsins eiga allir fullgildir félagar félagseininga. Hver félagseining fer með tvö atkvæði á þingi. Enginn þingfulltrúa fer nema með eitt atkvæði. Þingfulltrúi skal vera lögráða. Ef félagseiningar, tvær eða fleiri, sameinast skulu þær á næsta landsþingi þar á eftir halda atkvæðisrétti eins og þær hefðu ekki sameinast en þar á eftir fara með tvö atkvæði á þingi. Kjörbréf, undirritað af formanni eða stjórnarmanni hverrar félagseiningar, skal hafa borist skrifstofu Slysavarnafélagsins Landsbjargar eigi síðar en viku fyrir landsþing. Kjörnefnd tekur afstöðu til breytinga á framkomnum kjörbréfum og úrskurðar um gildi þeirra. Allir fullgildir félagar félagseininga á landsþingi hafa kosningarétt samkvæmt 1. og 2. tl. 2. mgr. 8. gr. ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
10. gr. Stjórn Landsþing kýs félaginu stjórn til tveggja ára í senn. Í stjórn félagsins sitja formaður, varaformaður, ritari og gjaldkeri, auk fimm meðstjórnenda. Kjörgengir í stjórn félagsins eru allir lögráða menn. Stjórn félagsins fylgir eftir samþykktum landsþings og fulltrúaráðs. Stjórnin er í fyrirsvari fyrir félagið og ber ábyrgð á fjárreiðum þess. Afl atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum. Séu atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns. Formaður boðar stjórn til fundar. Stjórnarfundur er löglegur ef meirihluti stjórnarmanna sækir fund. Stjórn kemur að jafnaði saman mánaðarlega. Fundargerðir skulu ritaðar. Stjórn boðar til landsþings og annarra funda, þar á meðal funda fulltrúaráðs og formanna. Hún undirbýr fundarmálefni, framfylgir fundaráætlunum og annast störf milli funda.
173
Stjórn félagsins er í fyrirsvari fyrir félagið gagnvart einstaklingum, lögaðilum eða ríkisvaldi í sameiginlegum málefnum félagsins. Á fyrsta fundi stjórnar skal stjórn skipta með sér verkum og gera skipurit og starfslýsingu sem vera skal félagsmönnum aðgengileg. Stjórn er heimilt að skipa nefndir sér til aðstoðar og ákveður verksvið þeirra. Í upphafi starfstímabils stjórnar skal skipa samráðsnefnd um málefni unglingadeilda. Stjórnin ber ábyrgð á að starfsemi félagsins sé innan ramma fjárhagsáætlunar, samþykkta landsþings og fulltrúaráðsfunda. Stjórnin ræður framkvæmdastjóra félagsins. 11. gr. Skýrsla stjórnar Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar skal á hverju ári gefa út ársskýrslu um starfsemi félagsins. 12. gr. Milliþinganefndir Í fjárveitinganefnd skal kjósa formann, auk fjögurra fulltrúa; í laganefnd skal kjósa formann, auk tveggja fulltrúa; í uppstillingarnefnd skal kjósa formann, auk tveggja fulltrúa. Ef landsþing skipar aðrar milliþinganefndir en að framan greinir skal það vera ákvörðun landsþings hver fjöldi og hvernig uppbygging nefndarinnar skuli vera hverju sinni. Nefndirnar skulu skila tillögum sínum til stjórnar eigi síðar en fjórum vikum fyrir landsþing. Milliþinganefndir skulu taka til starfa að þingi loknu og starfa fram til loka þess næsta. Eftirfarandi skal vera hlutverk nefndanna: a) Fjárveitinganefnd skal sjá um endurskoðun á úthlutunarkerfi félagsins og leggja fram tillögu um skiptingu fjármagns til félagseininga á landsþingi. b) Laganefnd skal annast endurskoðun á lögum félagsins, hafa eftirlit með því að þau standist rétt íslenskt málfar og brjóti ekki í bága við landslög. c) Uppstillingarnefnd skal tryggja að fram komi að minnsta kosti eitt framboð til hvers embættis innan stjórnar og þeirra nefnda sem getið er í 8. tl 2. mgr. 8. gr. Komi fram tvö eða fleiri framboð til embættis skal uppstillingarnefnd raða frambjóðendum eftir stafrófsröð. Uppstillingarnefnd skal leitast við að stjórn endurspegli breidd félagsins og skal jafnræðis gætt við kynningu á frambjóðendum. ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
13. gr. Varasjóður Slysavarnafélagið Landsbjörg skal eiga varasjóð. Varasjóði Slysavarnafélagsins Landsbjargar er ætlað: a) að mæta hugsanlegum samdrætti í tekjum; b) að vera tryggingarsjóður vegna áfalla sem félagið kann að verða fyrir; c) að fjármagna önnur verkefni sem fulltrúaráðsfundir eða landsþing ákveða. Fé er lagt í varasjóð í samræmi við samþykktir fulltrúaráðsfunda og landsþinga. Varasjóð skal byggja upp að því marki að upphæð hans nemi um það bil heildarlaunagreiðslum félagsins í sex mánuði og beinum framlögum aðildareininga í 12 mánuði. Þar til því marki er náð skal ávöxtun
174
Lög Slysavarnafélagsins Landsbjargar
varasjóðs bætt við höfuðstól hans. Ráðstöfun fjár úr varasjóði er aðeins heimil með samþykki fulltrúaráðsfunda eða landsþinga. Veðsetning varasjóðs, eða lántaka úr honum til skemmri eða lengri tíma, er óheimil nema með samþykki fulltrúaráðsfundar eða landsþings. Varasjóður skal varðveittur í banka eða hjá löggiltu verðbréfafyrirtæki. Meginstefna við vörslu hans skal vera öryggi frekar en há ávöxtun. 14. gr. Fulltrúaráð Fulltrúaráðsfundir fara með æðsta vald Slysavarnafélagsins Landsbjargar milli landsþinga og þá sitja einn fulltrúi hverrar félagseiningar, ásamt stjórn félagsins. Hver félagseining fer með eitt atkvæði á fulltrúaráðsfundi og hver stjórnarmaður félagsins hefur eitt atkvæði. Fulltrúaráð kemur saman til fundar í nóvember ár hvert, svo og þegar tíu félagseiningar æskja þess eða stjórn félagsins ákveður. Ef tíu félagseiningar hafa óskað eftir fulltrúaráðsfundi skal stjórn félagsins boða til fundarins eigi síðar en fjórum vikum frá því fundarbeiðnin kom fram. Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar boðar fundi og skal það gert með minnst tíu daga fyrirvara. Fundarboð skulu send félagseiningum ásamt dagskrárgögnum. Formaður félagsins setur fundi fulltrúaráðs og stýrir kjöri fundarstjóra. Meirihluti atkvæða ræður úrslitum mála, nema annars sé getið í lögum félagsins. 15. gr. Formannafundir Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar skal boða til fundar með formönnum félagseininga það ár sem landsþing er ekki haldið. Formannafundur er vettvangur umræðna um þau mál sem snerta starf félagseininga. Í stað eins sameiginlegs formannafundar allra félagseininga má boða til funda eftir starfsvettvangi þeirra. Formannafundir hafa ekki ákvörðunarvald í málefnum félagsins.
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
16. gr. Endurskoðun Reikningar Slysavarnafélagsins Landsbjargar skulu skoðaðir ár hvert af löggiltum endurskoðanda. Félagsleg endurskoðun reikninga er í höndum tveggja manna sem landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar kýs til tveggja ára í senn. Skoðunarmenn reikninga mega ekki sinna öðrum störfum fyrir félagið sem snerta fjármál. Þeir bera ábyrgð fyrir landsþingi félagsins, þeir skulu eiga greiðan aðgang að öllu bókhaldi félagsins og er stjórninni skylt að veita þeim allar nauðsynlegar upplýsingar um fjármál og reikningshald þess. Felli landsþing reikninga félagsins fer fram yfirskoðun eftir reglum sem þingið setur. Að þeirri yfirskoðun lokinni skal boðað til framhaldsþings sem tekur nánari ákvörðun um reikninga. 17. gr. Reglur – reglugerðir Stjórn setur reglur og reglugerðir er varða starfsemi félagsins og endurskoðar þær eftir því sem þurfa þykir. Hlutverk reglna og reglugerða er að kveða nánar á um skipulag einstakra þátta í starfsemi félagsins og þær verða ávallt að eiga sér stoð í lögum félagsins.
175
18. gr. Lagabreytingar og framboðsfrestur Lögum þessum verður ekki breytt nema á landsþingi og þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða til að breyting nái fram að ganga. Tillögur til lagabreytinga og yfirlýsing um framboð til embættis innan stjórnar eða nefnda sem greinir í 8. tl. 2. mgr. 8. gr. skal beint til skrifstofu félagsins eigi síðar en sex vikum fyrir landsþing. 19. gr. Gildistaka
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Lög þessi öðlast þegar gildi. Lög þessi voru samþykkt á landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Akureyri þann 16. maí 2009.
Leit innanbæjar í Reykjavík.
176
» Þingsköp landsþings Slysavarnafélagsins Landsbjargar 1. gr. Þingsetning 1.1 Þegar landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar kemur saman skal formaður setja þingið og stjórna fundi þar til kjörnir hafa verið starfsmenn þingfundar. Þá skal formaður afhenda þingforseta stjórn þingfundar. 2. gr. Starfsmenn 2.1 Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar gerir, í samráði við stjórn félagsins, tillögu um hverjir skuli verða starfsmenn þingsins og ber tillöguna undir þingheim. Sérhver þingfulltrúi hefur rétt til að gera tillögu um starfsmenn. Komi fram fleiri tillögur en ein skal þingið kjósa. Einfaldur meirihluti ræður kjöri. 2.2 Kjörnir starfsmenn skulu vera: Þingforseti, varaforseti, ásamt regluverði. 2.3 Þingforseti skipar tvo þingritara.
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
3. gr. Skyldur starfsmanna 3.1 Þingforseti skal vinna eftir þingsköpum þessum og þeim afbrigðum sem þing samþykkir. Þingforseti stjórnar afgreiðslu mála og kosningum. 3.2 Þingforseti stjórnar umræðum og sér um að allt fari fram með góðri reglu. Hann er ábyrgur fyrir því að dagskráin sé haldin. Verði veruleg röskun á framlagðri dagskrá skal þingforseti hið fyrsta gera þingi grein fyrir óhjákvæmilegum breytingum og bera þær upp. 3.3 Vilji þingforseti taka til máls, frekar en staða hans krefur, skal hann víkja sæti og fela varamanni sínum stjórn fundarins. 3.4 Regluvörður skal fylgjast með því að lögum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sé fylgt í hvívetna, ásamt þingsköpum þessum og vera þingforsetum til aðstoðar við túlkun álitaefna sem upp kunna koma á þinginu. 3.5 Ritarar skulu rita óhlutdræga og réttorða fundargerð. Þeir fylgjast grannt með að allar framkomnar tillögur berist til skrásetningar. Þingritarar bera, ásamt þingforseta, ábyrgð á talningu atkvæða við atkvæðagreiðslu, auk þeirra fulltrúa sem þingforseti hefur kvatt sérstaklega til þeirra starfa. 4. gr. Þingmál 4.1 Fyrsta þingmál, að kosningu starfsmanna og nefnda þingsins lokinni, ef ekki liggja fyrir breytingar á þingsköpum, skal ávallt vera skýrsla stjórnar og reikningar. Að því loknu skal gera grein fyrir þeim tillögum og öðrum málum sem fyrir þinginu liggja.
177
4.2 Þingforseti vísar málum til nefnda og umræðuhópa eftir því sem tilefni gefur til. Engin umræða fer fram um tillögur undir þessum lið. 4.3 Þingfulltrúum er heilmilt að bera fram munnlegar breytingartillögur um ákvörðun um vísan mála til nefnda og starfshópa. 4.4 Eigi má taka mál eða tillögu til umræðu fyrr en það hefur verið skýrt og lesið upp af þingforseta eða framsögumanni. 4.5 Heimilt er flutningsmanni tillögu að draga hana til baka á hvaða stigi sem er, hverjum fulltrúa er heimilt að taka hana upp, enda sé það gert innan sama dagskrárliðar. 4.6 Þegar þingmál hefur verið flutt af framsögumanni, skal þingforseti opna mælendaskrá og gefst þá fundarmönnum tækifæri til að taka einu sinni til máls um efni tillögunnar. Að því loknu gefst flutningsmanni færi til fyrri andsvara. Því næst fá fundarmenn að tjá sig öðru sinni og fær flutningsmaður tækifæri til seinni andsvara. Heimilt er þó þingforseta að leyfa að auki stuttar athugasemdir til að menn geti t.a.m borið af sér sakir eða leiðrétt misskilning. 4.7 Heimilt er hverjum þingfulltrúa að flytja rökstudda frávísunartillögu og sker þingið þá úr með einföldum meirihluta. Engar umræður mega fara fram um frávísunartillögu, utan þess að flutningsmanni aðaltillögu er heimil að veita ein andmæli, og fer atkvæðagreiðslan þegar fram að því loknu. Ekki má greinargerð fylgja með frávísunartillögu. 4.8 Gera má tillögu um breytingar á samþykktri dagskrá. Tillögunni skal fylgja rökstuðningur. Samþykki meirihluti þingfulltrúa slíka dagskrártillögu skal þá þegar breyta dagskrá í samræmi við það, enda sé það heimilt samkvæmt lögum félagsins. 5.gr. Nefndir og umræðuhópar 5.1 Þingforseti stýrir kjöri nefnda skv. 2. tl. 2. mgr. 8. gr. laga SL, eftir að hafa skipað fundarritara. 5.2 Á þinginu skulu starfa a.m.k. eftirfarandi nefndir og umræðuhópar: Allsherjarnefnd Kjörnefnd
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Umræðuhópur um björgunarmál Umræðuhópur um slysavarnir Umræðuhópar um unglingamál Umræðuhópar þessir skulu vera opnir öllum þingfulltrúum. Þingfulltrúar með full réttindi skulu skrá sig þar til starfa. Öðrum er þar heimil seta með málfrelsi og tillögurétti. 6. gr. Starfsvið nefnda og umræðuhópa 6.1 Kjörnefnd skal hefja störf að lokinni kosningu hennar. Hún skal leggja fyrir þingið framkomin kjörbréf, sem hún hefur úrskurðað gild. Þeir sem þá hafa ekki lagt inn kjörbréf skulu hafa
178
Þingsköp landsþings Slysavarnafélagsins Landsbjargar
lokið framlagningu þeirra eða leiðréttingum fyrir lok sjötta dagskrárliðar. Kjörnefnd undirbýr kosningu stjórnar í samræmi við lög félagsins. 6.2 Til allsherjarnefndar skal vísa öllum málum sem ekki heyra undir aðrar nefndir eða umræðuhópa þingsins. Til allsherjarnefndar skal einnig vísa þeim málum sem hafa svo víðtæka merkingu að margar nefndir þyrftu ella að koma að afgreiðslu. Í slíkum tilfellum getur allsherjarnefnd leitað álits um einstök atriði hjá þeim nefndum sem um viðkomandi málaflokk fjalla. Allsherjarnefnd skal vinna úr og samræma álitamál sem upp kunna að koma á þinginu og þingforseti vísa málum til. 6.3 Umræðuhópar um björgunarmál, slysavarnir og unglingamál skulu fjalla um fyrirfram ákveðin málefni og taka til umfjöllunar þær tillögur sem vísað er til þeirra. 6.4 Auk áðurtalinna nefnda og umræðuhópa er þinginu heimilt að skipa sérstakar nefndir eða umræðuhópa um einstök mál, sem þingfulltrúar telja að þurfi sérstaka meðferð. Nefnd má skipa á hvaða stigi málsins sem er, enda nefndinni sett skýr tímamörk. 7. gr. Þingfulltrúar 7.1 Hver fulltrúi á rétt til að flytja mál á þinginu. Mál sem fulltrúar hyggjast flytja skulu hafa borist stjórn félagsins a.m.k tveim vikum fyrir þing og ber að dreifa þeim vélrituðum eða á þinginu. 7.2 Fulltrúi sem óskað hefur eftir að fá að taka til máls og fengið það, skal standa upp úr sæti sínu og mæla þaðan eða úr ræðustól. 7.3 Fulltrúa ber að lúta stjórn þingforseta. Honum ber að sýna félögum sínum og skoðunum þeirra fulla virðingu og varast ótilhlýðileg orð. 7.4 Heimilt er hverjum þingfulltrúa að kveðja sér hljóðs um fundarstjórn þingforseta og skal takmarka ræðutíma við tvær mínútur. 7.5 Skylt er fulltrúum að mæta til þingfunda á réttum tíma. Þeim er skylt að vera viðstaddir atkvæðagreiðslu.
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
8. gr. Afgreiðsla þingmála 8.1 Þingmál skulu lögð fram eins og greint er frá í 4. gr. Þaðan er þeim vísað til nefnda og umræðuhópa. 8.2 Breytingartillögur við framlögð mál verður að bera upp í viðkomandi nefndum og umræðuhópum til þess að hægt sé að bera þær upp við afgreiðslu þingmála. Komi fram tillaga sem viðkomandi nefnd eða umræðuhópur getur ekki fallist á, getur flutningsmaður endurflutt tillöguna við lokaafgreiðslu þingmála. Þannig verða breytingartillögur á framlögðum þingmálum að fá tvær umræður. 8.3 Ekki er framsögumanni nefndarálits skylt að greina frá öðrum tillögum en þeim sem viðkomandi nefnd/umræðuhópur hefur ákveðið að leggja fyrir þingið. 8.4 Heimilt er nefnd/umræðuhóp að tilnefna fleiri en einn framsögumann fyrir sínu áliti. 8.5 Þyki þingfundi ekki ástæða til að gera ályktun um mál getur hann vísað því til stjórnar félagsins.
179
9. gr. Atkvæðagreiðsla 9.1 Atkvæðagreiðsla fer venjulega fram með handauppréttingu. Nafnakall má viðhafa, ef atkvæðagreiðsla er óglögg að mati þingforseta eða ef þingheimur krefst þess. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum við afgreiðslu almennra þingmála og þingskapa, en tveir þriðju hluta atkvæða þarf til að samþykkja lagabreytingar. Mál telst fallið við nafnakall ef meirihluti þingfulltrúa greiðir ekki atkvæði. Framkvæma skal stjórnarkjör eins og getið er um í félagslögum. 10. gr. Gildi þingskapa 10.1 Þingsköpum þessum má aðeins breyta á landsþingi. Liggi breytingartillaga á þingsköpum fyrir skal þingforseti kynna hana fyrst allra mála og vísa til allsherjarnefndar. Heimilt er þingforseta að óska afbrigða og að þing starfi eftir tillögu, ef hún er lögð fyrir af til þess kjörinni milliþinganefnd, enda verði tillagan afgreidd á yfirstandandi þingi.
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
11. gr. Þingsköp þessi öðlast þegar gildi. Þingsköp þessi voru samþykkt á auka landsþingi á Grand hóteli 25. nóvember 2006.
Björgun úr sjó æfð.
180
» Siðareglur félagsins Sérhverju starfi og hlutverki innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar fylgja tilteknar skyldur og þá um leið tilteknar siðareglur. Siðareglur félagsins eru í samræmi við þær siðareglur sem almennt gilda í samfélaginu. Siðareglur félagsins eru leiðbeiningar um það hvernig starfsfólk og félagar bregðist við þegar siðferðileg álitamál koma upp í störfum þess. Í siðareglunum birtast þau gildi sem eiga að einkenna samskipti innan félagsins. Reglurnar ná til allra félags- og starfsmanna. Siðareglunum er ætlað að auðvelda einstaklingum að rækja störf sín vel. Þær leysa félaga þó ekki undan þeirri ábyrgð að reiða sig á eigin samvisku í siðferðilegum efnum. Mikilvægasta hlutverk siðareglnanna er að veita almennari viðmiðanir um breytni og faglega ábyrgð en lagareglum er ætlað, enda gilda þær áfram þegar hinum lögfestu reglum sleppir. Þessum siðareglum er einnig ætlað að varðveita gott orðspor félagsins, ímynd og trúverðugleika.
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
– Við félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg byggjum starf okkar á megingildum félagsins; fórnfýsi, forystu og fagmennsku. – Við sýnum góða hegðun í störfum og vanvirðum á engan hátt félagið, markmið þess eða merki. – Við virðum mikilvægi Slysavarnafélagsins Landsbjargar í samfélaginu og leggjum okkur fram um að félagið verði virt og metið í þjóðfélaginu. – Við virðum lög og reglugerðir. – Við virðum öryggi samborgara okkar og högum starfi okkar þannig að ekki skapist hætta af. – Við gætum þagmælsku um atriði sem við fáum vitneskju um í starfi okkar og leynt skulu fara. Þetta á einnig við um birtingu mynda af slysavettvangi. – Við virðum þann trúnað sem okkur er sýndur þegar okkur eru falin mikilvæg verkefni. – Við virðum tilfinningar, friðhelgi og einkalíf annarra þegar slík mál koma upp í störfum okkar. – Við beitum ekki aðra einelti eða áreitni af neinu tagi. – Við virðum félaga okkar, skjólstæðinga og samstarfsaðila og gerum ekkert það sem rýrir mannorð okkar og félagsins. – Við hlýðum stjórnendum aðgerða eða æfinga og fylgjum því skipulagi sem sett hefur verið upp af stjórnendum. – Við virðum þær vinnureglur sem settar eru svo samhæfing starfa verði góð. – Við virðum verkefni okkar og samstarfsmanna okkar og gerum það sem þarf til þess að verkefnin megi leysa á skilvirkan og fljótan hátt. – Við þekkjum skyldur okkar, viðhöldum þekkingu okkar og kynnum okkur nýjungar er varða starfið til að varðveita hæfni okkar. – Við virðum öryggi og heilsu okkar, samstarfsmanna okkar og skjólstæðinga með því að fara að reglum og þjálfa okkur til að geta aðstoðað aðra í neyð. – Við sýnum fyllstu aðgát og varkárni við stjórn farartækja og gætum þess að valda ekki slysahættu né skemmdum á verðmætum eða náttúru. – Við virðum eignir og verðmæti annarra, mannvirki og sögulegar minjar og forðumst að valda spjöllum á þeim.
181
– Við munum í störfum okkar bera og virða skilgreindan einkennisfatnað Slysavarnafélagsins Landsbjargar. – Við virðum merki félagsins við notkun á tækjum okkar og búnaði. – Við neytum ekki áfengis og vímuefna í einkennisfatnaði félagsins. – Við leggjum okkur fram um að láta ekki félaga yngri en 18 ára lenda í aðstæðum sem þeir ráða ekki við. – Við virðum áhuga þeirra og atorku en gerum okkur grein fyrir minni reynslu þeirra. – Við gætum að því að félagar á útkallslista björgunarsveita skulu vera fullra 18 ára. – Við gerum okkur ljóst að ef félagar gerast brotlegir við reglur þessar má vísa þeim úr starfi á vegum félagsins, tímabundið eða að fullu. Einstakar félagseiningar geta sett strangari reglur en verða að gæta þess að tryggt sé að framangreindar reglur séu hluti þeirra.
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Reglur þessar ná til félaga í björgunarsveitum, slysavarnadeildum og unglingadeildum og starfsmanna Slysavarnafélagsins Landsbjargar, þegar þeir starfa á vegum þess.
Tónleikar Áhafnarinnar á Húna í Þorlákshöfn voru afar vel sóttir. Mynd: Jón Svanberg Hjartarson.
182
» Öryggisstefna Stefna Slysavarnafélagsins Landsbjargar er að tryggja öllum félagsmönnum og starfsmönnum eins öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi og frekast er unnt. Markmiðið er að enginn félagsmaður eða starfsmaður bíði heilsutjón af starfi sínu eða verkefnum á vegum félagsins. Í starfsemi félagsins er gert ráð fyrir að fylgt sé öllum kröfum samkvæmt lögum og reglum og að sífellt sé unnið að endurbótum sem stuðla að auknu öryggi félagsmanna, starfsmanna, samstarfsaðila og viðskiptavina.
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
– Við sækjum þau námskeið í Björgunarskólanum og Slysavarnaskóla sjómanna sem fjalla um öryggis- og vinnuverndarmál til að minnka líkur á slysum og óhöppum. – Við sækjum okkur þekkingu í björgunar- og slysavarnamálum bæði erlendis og innanlands til að miðla og nýta í verkefnum á vegum félagsins. – Við gerum kröfu um að aðstaða, tæki og búnaður sé í góðu ástandi og uppfylli öryggiskröfur. – Við ætlumst til að búnaður sem notaður er í starfi félagsins sé skoðaður og prófaður reglulega og standist þær öryggiskröfur sem til hans eru gerðar. – Við viljum að gerðar verði áhættugreiningar fyrir sérstaklega vandasöm svæði og staði, svo sem jarðgöng og jökla, og ætlumst til að slíkar greiningar verði gerðar svo fljótt sem auðið er í samvinnu við aðra viðbragðsaðila og heimamenn. – Við gerum áhættugreiningar fyrir vandasöm verk sem við þurfum að vinna þar sem við gerum okkur grein fyrir verkþáttum, greinum áhættu og finnum leiðir til að vinna verkin án þess að taka óþarfa áhættu. Við æfingar er sérstaklega mikilvægt að taka ekki óþarfa áhættu. – Við hvetjum til virkrar þátttöku aðgerðastjórnenda í þjálfun á öryggismálum. – Við þekkjum og vinnum í samræmi við skráðar öryggisreglur félagsins og gildandi vinnuverndarreglur til að tryggja öryggi fólks, búnaðar og starfsumhverfis. – Við notum undir öllum kringumstæðum viðeigandi öryggisbúnað, hlífðarfatnað og persónuhlífar. – Við tökum virkan þátt í að framfylgja öryggisstefnu félagsins.
Frá björgunarleikum á landsþingi á Akureyri. Mynd: Hilmar Snorrason.
183
184
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
» Umhverfisstefna Umhverfisstefna félagsins er leiðbeiningar um það hvernig æskilegt er að starfsfólk og félagar umgangist land og náttúru. Umhverfisstefnan nær til allra félags- og starfsmanna. Umhverfisstefnunni er ætlað að minna félaga og starfsmenn á mikilvægi virðingar við náttúru og umhverfi. Umhverfisstefnunni er ætlað að varðveita gott orðspor félagsins, ímynd og trúverðugleika. Við leggjum sérstaka áherslu á eftirtalda þætti:
ÁRBÓK 2014 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
– Við tökum tillit til umhverfismála í allri starfsemi félagsins og stuðlum þannig að betra umhverfi til sjós og lands. – Við sýnum viðkvæmum landssvæðum virðingu og leitumst við að valda sem minnstu tjóni í umhverfinu þegar unnið er við björgun, verið við æfingar eða á ferðalögum. – Við höfum að leiðarljósi að utanvegaakstur sé ekki stundaður nema í brýnustu neyð og með eins litlum umhverfisáhrifum og kostur er. – Við kynnum og hvetjum til vistvæns aksturs og siglinga. – Við kynnum félögum Slysavarnafélagsins Landsbjargar umhverfismál og hvetjum þá til góðrar umgengni í störfum sínum. – Við stefnum að því að setja okkur mælanleg markmið í umhverfismálum, svo sem varðandi endurvinnslu, innkaup og úrgang. – Við fylgjum öllum stjórnvaldskröfum sem gerðar eru varðandi umhverfismál. – Við vinnum í náinni samvinnu við félaga, viðskiptavini og þjónustuaðila um að þeir uppfylli umhverfismarkmið félagsins. Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur einsett sér að vera til fyrirmyndar í umgengni við land og náttúru.
Frá upptökum á sjónvarpsþætti. Egill Eðvarðsson og Magnús Viðar Sigurðsson sáu um dagskrárgerð og stjórn upptöku. Mynd: Jón Svanberg Hjartarson.
185
Eftirtaldir aðilar styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg:
Tækniþjónusta Vestfjarða ehf. sveinn@tvest.is
Vestmannaeyjahöfn www.vestmannaeyjar.is
Útgerðarfélagið Öngull ehf. Ískrókur
Vesturbyggð www.vesturbyggd.is
Valberg ehf. valbergehf@simnet.is
Vélsmiðjan Foss ehf.
Verkalýðsfélagið Hlíf www.hlif.is Verslunarmannafélag Suðurnesja www.vs.is vsvs.is
Vopnafjarðarhöfn www.vopnafjardarhreppur.is Vörður tryggingar www.vordur.is Þórsberg ehf.
Stuðningur þeirra styrkir öflugt björgunar- og slysavarnastarf um allt land.
Fiskifélag Íslands Borgartún 35 | 105 Reykjavík sími 591 0308 | fax 552 7969 Heimasíða: www.fiskifelag.is netfang: fi@fiskifelag.is
Leggðu á brattann í La Sportiva La Sportiva Trango Guide S Evo Sérhannaðir í samstarfi við björgunarsveitir í Ölpunum, léttir skór sem jafnvel er hægt að hlaupa í.
Verð: 46.800 kr. Björgunarsveitaverð: 35.100 kr. La Sportiva Trango S Evo GTX Tæknilegir skór fyrir krefjandi fjallgöngur, sumar sem vetur.
Verð: 48.800 kr. Björgunarsveitaverð: 36.600 kr. La Sportiva Nepal Extreme Evo Hannaður fyrir tæknilega fjallamennsku að vetri til og ísklifur.
Verð: 75.000 kr. Björgunarsveitaverð: 56.300 kr.
La Sportiva er eitt af fremstu vörumerkjum heims þegar kemur að fjallamennsku. La Sportiva er val flestra sem fara á hæstu fjöll veraldar og í aðra krefjandi leiðangra. Nægir þar að nefna Vilborgu Örnu Gissurardóttur, pólfara og fjallageit á heimsmælikvarða, og Leif Örn Svavarsson, fjallaleiðsögumann. La Sportiva skórnir eru sérhannaðir fyrir erfiðar aðstæður í margskonar útivist í okkar krefjandi landi – í fjallaklifur, fjallahlaup eða styttri göngur. La Sportiva skórnir fást í verslunum 66°NORÐUR.