ร rbรณk 2015
Í ÞÍNUM HÖNDUM Hafið er matarkistan okkar og nátengt ímynd landsins. Við viljum halda hafinu og ströndum Íslands hreinum og ómenguðum um ókomna tíð. Á því veltur framtíð okkar, velferð og sjálfsvirðing.
F í t o n / S Í A
Máltækið „lengi tekur hafið við“ á ekki að eiga við um sorp og ýmis hættuleg efni sem geta borist í hafið af mannavöldum.
¡
¢
Fiskifélag Íslan
Borgartún 35 | 105 Reykjavík
sími 591 0308 | fax 552 7969 Heimasíða: www.fiskifelag.is netfang: fi@fiskifelag.is
Árbók 2015 Ávarp formanns . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Skýrsla stjórnar 2014 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Útdráttur úr ársreikningi 2014 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Aðgerðamál . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Sjóbjörgunarmál árið 2014 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Slysavarnir starfsárið 2014 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Slysavarnir ferðamanna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Unglingastarf SL 2014 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Björgunarskólinn 2014 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Ársskýrsla Slysavarnaskóla sjómanna 2014 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Starf Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Skýrsla vegna niðurfellinga VSK og vörugjalda árið 2013 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Nefndir og ráð . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Ráðstefnan Björgun . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Björgunarsveitir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Slysavarnadeildir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Unglingadeildir . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Björgunarsveitin Ársæll í 70 ár . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Slysavarnadeildin Dalvík . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Björgunarsveitin Grettir 80 ára . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Slysavarnardeild Hnífsdals 80 ára . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Slysavarnadeildin Una í Garði 80 ára . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . SVD Unnur Patreksfirði 80 ára . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Strand í Vöðlavík . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Fátt segir af einum . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Gengum við of langt? . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Aðgerðir björgunarsveita 2014 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Skipsskaðar og slys á sjó 2014 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Banaslys 2014 . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Björgunarskip og bátar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Lög Slysavarnafélagsins Landsbjargar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Þingsköp landsþings Slysavarnafélagsins Landsbjargar . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Siðareglur félagsins . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Öryggisstefna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Umhverfisstefna . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . Forsíðumyndina tók Arnar Ólafsson. Útgefandi: Slysavarnafélagið Landsbjörg
M
HV
E R F I S ME
R
KI
U
Umsjón: Ólöf Snæhólm Baldursdóttir Ábyrgðarmaður: Jón Svanberg Hjartarson Prófarkalestur: Haraldur Ingólfsson Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja ISSN 1670-10155 ISBN 978-9979-9903-0-7 141 776
PRENTGRIPUR
4
6 8 12 14 15 21 23 32 46 49 58 64 66 68 71 76 77 78 80 85 89 93 95 97 100 108 112 118 264 268 270 275 281 285 287 289
VIRB hasarmyndavél
VIRB Elite Háskerpu upptökuvél í hasarinn. GPS móttakari sýnir hraða, hæð o.fl. á myndbandi. Tengdu þráðlaust við símann eða önnur Garmintæki. Innbyggður Chroma skjár. Vatnsheld 1 m 30 mín., fjöldi festinga fáanlegur.
DÓTABÚÐ ÚTIVISTARFÓLKSINS
Astro
Rino
Zümo 390
Ertu viss um að Snati geri eins og honum er sagt? Hundaþjálfarar lofa Astro sem sýnir ekki aðeins hvar Snati er heldur hvort hann er á hlaupum, tekur stand, að gelta og svo framvegis.
Vertu í sambandi og sjáðu hvar félaginn er! Sambyggt GPS tæki og VHF talstöð þar sem allt að 50 notendur geta fylgst með hvar hver er á skjánum eða í tölvu.
Ekki stysta leið, ekki hraðasta leið heldur hvaða leið er með flestar beygjur! Nýja Zumo mótorhjólatækið hjálpar þér að fara skemtilegustu leiðina, sjá hver hringir og jafnvel hver loftþrýstingurinn er í dekkjunum.
Íslandskort
HUD
Powertraveller
Gobandit og Tachyon
Nýtt Íslandskort fyrir Garmintæki með nýjum hæðarlínum á jöklum, fleiri slóðar, breyttar götur og vegir, stútfullt af nýjum upplýsingum.
Tengdu HUD við Garmin-appið í símanum og fáðu akstursleiðbeiningar upp á framrúðuna.
Þarftu að hlaða símann, myndavélina eða GPS tækið, jafnvel að gefa bílnum start? Powertraveller vörur í miklu úrvali, vertu í sambandi á ferð og flugi.
Þú færð ekki betri hasarmyndavélar á þessu verði! Örfáar vélar eftir og verða seldar á sýningunni um helgina á bilinu 10.900 til 29.900 kr.
Nýtt 2014
GPS Kort Íslandskort í Garmin GPS tæki Routeable TOPO Iceland for Garmin GPS
Landakort fyrir Garmin GPS tæki með leiðsöguhæfum vegakortum fyrir allt landið ásamt götukorti af bæjarfélögum með heimilisföngum, 40.000 örnefnum, yfir 5.000 áhugaverðum stöðum, landlíkani (DEM) og hæðarlínum með 20 metra millibili. Topographic map of Iceland for Garmin GPS units with routable roads and street maps of cities and towns with addresses, 40.000 geographic points, over 5.000 Points of Interest and elevation lines every 20 meters.
2014
PIPAR\TBWA • SÍA
LAGERÚTSALA
Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577 6000 | www.garmin.is
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Ávarp formanns
6
Árið 2014 hefur verið annasamt í starfi Slysavarnafélagsins Landsbjargar líkt og undanfarin ár. Varla liðið sá dagur að ekki hafi verið fjallað um starf björgunarsveita í fjölmiðlum. Þrotlaust starf sjálfboðaliða eininga félagsins hefur vakið mikla athygli í samfélaginu og hefur komið af stað umræðu þar sem spurt er hvort starfsemin sé komin að þolmörkum. Sem fyrr eru átökin við óblíð náttúruöflin stór hluti þeirra verkefna sem sjálfboðaliðar björgunarsveitanna sinna. Fjölgun ferðamanna og breyttar ferðavenjur okkur Íslendinga hafa einnig orsakað fjölgun verkefna. Það er mikil gæfa okkar sem þjóðar að hafa á að skipa jafn öflugum hópi sjálfboðaliða eins og raun ber vitni. Að vera sjálfboðaliði þýðir í einföldustu merkingu þess orðs að vinna að ákveðnum verkefnum og þiggja ekki laun fyrir störf sín. Fórnfýsi sjálfboðaliðans verður að umgangast af virðingu og hana má ekki undir neinum kringumstæðum misnota. Án sjálfboðaliða væri ómögulegt að halda gangandi mörgu nauðsynlegu starfi í samfélaginu líkt og starfi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Það er órjúfanlegur hluti af öryggis- og neyðarkerfi landsins og skiptir því sköpum um lífsgæði fjölmargra einstaklinga í landinu. Það verður ekki hjá því komist að staldra við um þessar mundir og velta upp þeirri spurningu hvort við séum að sofna á verðinum. Hvort ekki mætti fækka óþarfa útköllum björgunarsveitanna með markvissum forvörnum. Hvort ekki mætti vekja aftur upp sjálfbjargarviðleitni þjóðarinnar með fræðslu um slysavarnir og þannig tryggja að ekki verði gengið of nærri þeim þrautavara samfélagsins sem leynist í sjálfboðaliðum björgunarsveitanna. Með forystu í slysavörnum hefur félagið ávallt reynt að benda á leiðir til að gera samfélag okkar betra. Á síðustu árum hefur áherslan verið á slysavarnir ferðamanna. Því er spáð að umtalsverð fjölgun ferðamanna eigi eftir að koma fram á næstu árum. Slysavarnafélagið Landsbjörg mun nú sem hingað til taka þátt í að axla þá ábyrgð sem fylgir fjölgun ferðamanna en í því sambandi er rétt að minna á mikilvægi samstarfs og samvinnu er varðar forvarnir á þessum vettvangi. Áhersla stjórnar félagsins hefur snúið að því að reyna að tryggja einingum félagsins fjármuni til reksturs. Þó starfsemi félagsins miði að því að koma í veg fyrir slys og bjarga mannslífum og verðmætum er forsenda fyrir rekstrinum þeir fjármunir sem einingar félagsins hafa til ráðstöfunar. Mikill tími sjálfboðaliðans fer í að afla fjármuna til rekstursins en með áræði og dugnaði hefur tekist að tryggja að alltaf sé ákveðnum tíma varið í námskeið og æfingar. Þetta er ekki sjálfgefið en með Forystu – Fagmennsku – Fórnfýsi þeirra fjölmörgu einstaklinga sem skipa einingar félagsins hefur þetta tekist. Þrátt fyrir að brekkan hafi oft verið brött og verkefnin mörg er þakklæti mér efst í huga um þessar mundir. Þakklæti fyrir að starfa með góðu fólki í stjórn, starfsmönnum félagsins, samstarfsaðilum og síðast en ekki síst öllu félagsfólki. Að fá tækifæri til að starfa sem sjálfboðaliði í samtökum eins og Slysavarnafélaginu Landsbjörg eru forréttindi sem seint verður fullþakkað fyrir. „VERIÐ VARKÁR, VARIST SLYSIN!“ Hörður Már Harðarson formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar
Ă varp formanns
7
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Skýrsla stjórnar 2014 Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar fundaði 21 sinni árið 2014. Eftirfarandi einstaklingar sátu í stjórn SL árið 2014
Stjórn SL Hörður Már Harðarson - formaður Margrét L. Laxdal - varaformaður Páll Ágúst Ásgeirsson - gjaldkeri Eiður Ragnarsson - ritari til loka ágúst Þorvaldur F. Hallsson - ritari frá byrjun september Hannes Frímann Sigurðsson Guðjón Guðmundsson Gísli Vigfús Sigurðsson Leonard Birgisson Verkefni stjórnar hafa verið mörg á liðnu starfsári en megináherslan hefur verið á að einfalda rekstur og um leið auka tekjur til eininga félagsins.
Fjáröflunarverkefni Tekjur félagsins af Íslandsspilum drógust saman á árinu og reynt hefur verið að taka upp viðræður við eigendur Íslandsspila um endurskoðun tekjuskiptingar án árangurs. Sala á Neyðarkalli björgunarsveita gekk vel og er ljóst að þetta er eitt af mikilvægari fjáröflunarverkefnum félagsins. Að þessu sinni var unnið eftir hugmynd nefndar sem sett var á laggirnar til að reyna að ná betri sátt um skiptingu sölustaða á stærstu þéttbýlisstöðum landsins. Þessar hugmyndir reyndust vel, en mikilvægt er að gera á þeim breytingar í samræmi við reynslu síðustu sölu. Sala flugelda gekk vel þó hið íslenska veðurfar hafi sett strik í reikninginn. Markmið stjórnar um breyttar áherslur er varðar umsýslu flugelda gekk eftir og með auknu hagræði fyrir einingar. Söfnun bakvarða hefur gengið afar vel og í raun farið fram úr björtustu vonum. Ljóst má vera að þetta er framtíðarfjáröflun sem mun renna enn frekari stoðum undir starfsemi félagsins. Neyðarkall björgunarsveita árið 2014 heldur á línubyssu.
8
Skýrsla stjórnar 2014
Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2014 Félagið fór í samstarf við fyrirtækið Íslenska erfðagreiningu um að ganga í hús og safna lífssýnum frá einstaklingum sem hafði fyrirfram verið boðið að taka þátt í að vera í samanburðahópi í lyfjarannsóknum. Var þetta stórt og umfangsmikið fjáröflunarverkefni sem skilað einingum félagsins yfir 60 milljónum. Ljóst er að almenningur stendur vel við bakið á einingum félagsins. Stuðningurinn byggir á góðri ímynd sem mikilvægt er að gæta vel að. Það er því rétt að huga vel að henni því þegar öllu er á botni hvolft er það hún sem skapar tekjurnar.
Fundir og viðburðir Formannafundur var haldinn 26. apríl í Stykkishólmi og var hann vel sóttur. Fundurinn var nýttur til umræðu um fjáröflunarverkefni félagsins, landsstjórnarmál, aga- og öryggismál, erlenda ferðamenn og fleira. Ráðstefnan Björgun 2014 var haldin í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu. Ráðstefnugestum hefur fjölgað með hverju ári og því var tekin sú ákvörðun að fara í stærra og hentugra húsnæði sem Harpa svo sannarlega er. Yfirbragð ráðstefnunnar var umfangsmeira og mun betri aðstæður fyrir sýningaraðila. Mikil ánægja var með ráðstefnuna og voru ráðstefnugestir tæplega 1.000 yfir helgina. Landsæfing á sjó var haldin 24. maí 2014. Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík og björgunarsveitir á Reykjanesi héldu æfinguna. Björgunarskip og bátar félagsins glímdu við ýmis verkefni á svæðinu frá Staðarbergi austur að Krísuvík. Verkefnin voru af ýmsum toga og var leitast við að þjálfa áhafnir í helstu þáttum sjóbjörgunar, t.d. brimlendingum, sjódælingu, fyrstu hjálp, leit og björgun á sjó, meðferð fluglínutækja og fleiru sem þarf til að tryggja öryggi sjófarenda. Alls tóku 12 björgunarsveitir þátt
9
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
í æfingunni auk heimamanna og komu þær frá Vestmannaeyjum, Raufarhöfn, Eyrarbakka, Snæfellsnesi og höfuðborgarsvæðinu.
Samningar og gjafir Skrifað var undir nýjan samning við Olís sem aðalstyrktaraðila og gildir sá samningur til ársins 2017. Undir lok ársins var skrifað undir aðalstyrktarsamning við Icelandair Group til þriggja ára. Ölgerðin styrkti félagið um rúmar 16 milljónir á árinu, en sala á Maltöli var að hluta til tileinkum félaginu í tilefni 100 ára afmælisárs Ölgerðarinnar. Samið var við Friðrik Olgeirsson sagnfræðing um áframhaldandi ritun sögu félagsins. Áætlanir standa til þess að söguritun verði lokið árið 2015 og 2. bindi af sögu félagsins verði gefið út árið 2016. Stjórn tók á móti höfðinglegri gjöf frá bresku ríkisstjórninni, en Bretar gáfu félaginu Foden Drops vörubifreið. Um er að ræða öflugt tæki sem mun nýtast í erfiðum aðstæðum, s.s. við þverun straumvatna í kjölfar flóða. Samið var við björgunarsveitina Víkverja í Vík í Mýrdal um rekstur og varðveislu bifreiðarinnar.
Helsu verkefni og ákvarðanir Stjórn samþykkti að hætt verði að nota sérgerða liti í einkennisfatnað félagsins en þess í stað verði notast við staðalliti. Vonast er til að með þessari ráðstöfun megi minnka lagerhald á fatnaði umtalsvert enda hefur þurft að panta mjög mikið magn í einu vegna kröfu um sér liti. Samþykkt var að selja fasteign félagsins að Hjallahrauni 9 í Hafnarfirði sem hefur verið til sölu í töluverðan tíma og rann ágóði sölunnar í varasjóð félagsins. Gengið var frá samningi við Björgunarsveit Hafnafjarðar um kaup á björgunarskipinu Einari Sigurjóns. Var skipið síðan fært í Sandgerði og fékk það nafnið Hannes Hafstein. Hafin var vinna við tekjuskiptakerfi fyrir slysavarnadeildir sem vonir standa til að úthlutað verði úr árið 2015. Stjórn hélt áfram að heimsækja einingar félagsins þetta árið. Er þetta eitt af skemmtilegri verkefnum stjórnar þar sem aðstæður eininga eru skoðaðar og stjórnarmenn ræða málin á heimavelli eininganna. Eldgos hófst í Holuhrauni 29. ágúst 2014 og stóðu björgunarsveitir vaktina við lokanir á hálendinu í samstarfi við lögreglu. Slysavarnir ferðamanna hefur verið verkefni sem stjórn hefur beint sérstakri athygli að. Byrjað var á árinu að setja upp upplýsingaskjái víðsvegar um landið þar sem ferðamenn geta fengið staðbundnar upplýsingar um veður og færð á því svæði sem viðkomandi er staddur á. Uppsetningin gengur vel og er stefnt á enn frekari útbreiðslu árið 2015.
Erlend samskipti Nefnd um erlend samskipti skilaði af sér greiningarvinnu til stjórnar. Þessi greining tekur til allra þátta samskipta við erlend félög og stofnanir sem og þau viðskiptatengsl á erlendri grund sem félagið á í. Umtalverðir fjármunir fara álega í ráðstefnur og heimsóknir erlendis og því afar mikilvægt að fylgt sé skýrri stefnu í þessum málaflokki.
10
Skýrsla stjórnar 2014
Breska ríkisstjórnin færði Slysavarnafélaginu Landsbjörg Foden Drops hertrukk að gjöf. Mynd: Guðbrandur Örn Arnarson.
Að lokum. Margt hefur áunnist á liðnu starfsári og hefur stjórn reynt að fylgja þeim ábendingum sem komið hafa fram frá einingum félagsins.
11
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Útdráttur úr ársreikningi 2014 Rekstrarreikningur Tekjur Sala á vörum og þjónustu Íslandsspil Samningsbundnar tekjur, ráðuneyti Ýmis fjáröflunarverkefni Aðrar tekjur
467.016.327 205.666.500 241.900.000 307.532.510 169.590.173 1.391.705.510
Gjöld Vörunotkun Aðkeypt þjónusta til endursölu Laun og launatengd gjöld Húsnæðiskostnaður Annar rekstrarkostnaður Veittir styrkir Afskriftir
305.604.491 43.929.810 232.166.108 31.662.742 343.318.632 352.625.442 32.465.590 1.341.772.815
Gjöld umfram tekjur fyrir fjármagnsliði
49.932.695
Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld Fjármunatekjur Fjármagnsgjöld
6.561.343 (22.796.225 ) (16.234.882 )
Tekjur umfram gjöld Efnahagsreikningur Eignir Hugbúnaður Fasteignir Björgunarskip Bifreiðar Innréttingar, áhöld og tæki Vörubirgðir Viðskiptakröfur Aðrar skammtímakröfur Verðbréf Handbært fé
33.697.813
Eignir samtals
Eigið fé og skuldir Varasjóður Sérsjóður Óráðstafað eigið fé Langtímaskuldir Skammtímaskuldir við lánastofnanir Næsta árs afborgun langtímaskulda Aðrar skammtímaskuldir
186.500.000 3.245.385 245.903.677 48.590.274 174.553.015 6.073.784 316.525.112 Eigið fé og skuldir samtals
12
4.739.973 124.498.707 101.190.987 4.856.933 3.854.183 86.464.092 435.776.954 56.120.866 154.036.351 9.852.201 981.391.247
981.391.247
SKOÐUM
SKIP LAND ALLT
BETRI STOFAN
UM
ÞÍNIR MENN Í SKIPASKOÐUN -áratuga reynsla Stefán Hans Stephensen ..................s. 8608378 Axel Axelsson ...................................s. 8608379 Einar Hilmarsson ...............................s. 8651490 Guðmundur Hanning Kristinsson .....s. 8608377 Guðgeir Svavarsson ......................... s. 8953102 Guðmundur G. Guðmundsson ........ s. 8953103
Skipaskoðunarsvið
stefans@frumherji.is axela@frumherji.is einarjh@frumherji.is hanning@frumherji.is gudgeirs@frumherji.is gudmundurg@frumherji.is
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Skipulagsbreytingar á skrifstofu félagsins Í lok ársins 2013 tók gildi nýtt skipulag á skrifstofu félagsins. Lögð voru niður björgunar- og slysavarnasvið, rekstrarsvið og verkefnasvið og starfsfólk gert meira ábyrgt fyrir þeim verkefnum sem það er með. Ný staða skrifstofustjóra var sett á laggirnar og fer hann með rekstur, fjármál, upplýsinga- og tölvumál og vinnur þvert á öll verkefni skrifstofunnar og Slysavarnaskóla sjómanna auk þess að leysa framkvæmdastjóra af þegar þess er þörf. Verkefnum skrifstofunnar var skipt upp í nokkra flokka sem eru sölu- og markaðsmál, aðgerðamál, slysavarnir/forvarnir, æskulýðs- og unglingamál, Björgunarskóli og Slysavarnaskóli sjómanna. Starfsmenn skrifstofu 2014: Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Gunnar Stefánsson, skrifstofustjóri Arna Björg Arnarsdóttir, Björgunarskóli Ásta Björk Björnsdóttir, ræstingar Dagbjartur Kr. Brynjarsson, skólastjóri Björgunarskóla Dagbjört H. Kristinsdóttir, slysavarnir/sjúkrakassar Guðbrandur Örn Arnarson, aðgerðamál Helena Dögg Magnúsdóttir, æskulýðs- og unglingamál Helga Björk Pálsdóttir, verkefnastjóri Jón Ingi Sigvaldason, sölu- og markaðsfulltrúi Jónas Guðmundsson, slysavarnir ferðamanna Oddur Einar Kristinsson, tölvumál Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsinga- og kynningarfulltrúi Sigurður R. Viðarsson, sjóbjörgunarmál Steingerður Hilmarsdóttir, gjaldkeri Björn Bergmann Þorvaldsson var ráðinn inn í tímabundið starf á árinu til að vinna við úttekt á Íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni. Friðfinnur Guðmundsson hætti störfum í janúar eftir áralangt farsælt starf hjá félaginu.
14
Aðgerðamál Mikil aukning varð í verkefnum björgunarsveita á árinu 2014. Rysjótt tíð er langstærsta ástæðan fyrir þessari aukningu. Ófærðar- og óveðursverkefni voru því áberandi á árinu.
Of mikil einföldun er að skrifa aukninguna á erlenda ferðamenn þó svo að þeir eigi vissulega sinn þátt í henni. Þær tölur sem hér eru settar fram eiga eingöngu við um aðgerðir björgunarsveita sem voru boðaðar af Neyðarlínu. Verkefni á vegum hálendisvaktar björgunarsveita eru ekki inni í þessum tölum. Nýr aðgerðagrunnur var tekinn í notkun í nóvember 2013 og safnaðist í kjölfarið mikið af tölfræðiupplýsingum auk þess sem búast má við því að skráningar hafi batnað talasvert með upptöku grunnsins. Alls fóru björgunarsveitir Slysavarnafélagins Landsbjargar í 1.359 aðgerðir á árinu. Á meðfylgjandi grafi má sjá samanburð við fyrra ár, meðaltal frá 2001 og fyrsta ársfjórðung 2015.
15
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Eins og sjá má á meðfylgjandi grafi varð margföldun í fjölda aðgerða í desember 2014 samanborið við árin á undan eða allt að fjórföldun á fjölda útkalla miðað við meðalárið.
16
Aðgerðamál
Samningur við Vegagerðina Snemma árs 2014 gerði Vegagerðin samkomulag við þær einingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem eru staðsettar við helstu farartálma að vetrarlagi. Markmið samningsins var að koma á samvinnu Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Vegagerðarinnar í forvörnum. Mönnuðu björgunarsveitir lokunarpósta við rætur torfærari heiða og fjallvega til að koma í veg fyrir að ferðalangar lentu í vandræðum þegar ljóst væri að leiðin myndi lokast vegna fannfergis, hálku eða ofsaveðurs. Skilgreind voru tvö stig lokana, annars vegar svokölluð mjúk lokun þar sem björgunarsveitir væru til staðar á lokunarpóstum og gætu gefið vegfarendum upplýsingar um yfirvofandi veður og einnig bent þeim á ef farartækin væru vanbúin til vetraraksturs. Hins vegar var björgunarsveitum falið að manna lokunarhlið þegar ljóst væri að heiðar væru orðnar ófærar. Vegagerðin greiðir björgunarsveitum fyrir þessi verk. Mat Slysavarnafélagsins Landsbjargar er að samvinnuverkefni Vegagerðarinnar og félagins hafi verið afar vel heppnað og dregið úr óþarfa útköllum og að sama skapi aukið þjónustu við vegfarendur.
Leitaraðgerðir Óvenju margar leitaraðgerðir voru á árinu 2014 eða 74 talsins. Algengustu leitaraðgerðirnar voru vegna örvinglaðra, Alzheimerssjúklinga eða barna, alls 32 leitaraðgerðir. Leitaraðgerðir á sjó voru 12 talsins, oft eftirgrennslan eftir bátum sem dottið höfðu úr sjálfvirkri tilkynningarskyldu eða vegna tilkynninga um neyðarblys. Tvær leitaraðgerðir voru á árinu vegna þess að óttast var um flugvélar. Þá voru 28 leitaraðgerðir vegna ferðalanga sem voru annað hvort villtir eða óttast var um. Stærsta
17
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
leitaraðgerð ársins var kennd við Bleiksárgljúfur í Fljótshlíð, en þar var leitað að tveimur konum. Báðar fundust þær látnar, önnur eftir stutta leit en hin eftir rúmlega mánuð frá því leit hófst
Slys Við boðun eru aðgerðir flokkaðar eftir forgangi og eru óveðurs- og ófærðarverkefni oftast flokkuð í lægsta forgang F3. Alvarleg slys eru flokkuð í efsta forgang F1. Minni slys og önnur verkefni þar sem bregðast þarf hratt við liggja mitt á milli í F2 forgangi. Alls voru 116 slys á F1 forgangi á árinu. Gerðir hafa verið samningar við nokkrar björgunarsveitir á Íslandi varðandi fyrsta viðbragð í slysum, bráðaveikindum og brunum. Má til dæmis nefna samning Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins við Björgunarsveitina Kjöl á Kjalarnesi þar sem meðlimir hennar sinna fyrsta viðbragði á Kjalarnesi og í Kjósarhreppi. Á árinu 2014 sinnti Björgunarsveitin Kjölur alls 22 aðgerðum, bæði slysum og bráðaveikindum. Sambærilegur samningur er milli björgunarsveitarinnar Eyvindar á Flúðum og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands þar sem meðlimir Eyvindar sinntu alls 41 aðgerð á árinu bæði slysum og bráðaveikindum. Þessar tvær björgunarsveitir sinntu um þriðjungi F1 aðgerða á landsvísu.
400
Alvarleiki aðgerða 2014
350 300 250 200 150 100
F1 9
F1 8 F1 10
F1 16
F1 8 F1 10
F1 13
F1 4
F1 17
50 0
F3
18
F2
F1 9
F1
F1 7
F1 5
Aðgerðamál
Útköll á sjó Alls fóru björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í 119 aðgerðir á sjó á árinu.
Alls strönduðu átta skip við Ísland á árinu. Þrjú stærstu atvikin voru þegar 100 metra skip steytti á skeri og strandaði við Grundarfjörð 17. júlí. Verkefni björgunarsveita voru að koma dælum á vettvang og einnig að vera til taks með mengunarvarnabúnað. Reynt var að toga skipið laust án árangurs. Skipið losnaði á næsta flóði og komst í höfn án þess að hætta skapaðist. Þann 6. september strandaði flutningaskipið Akrafell við Vattarnes, milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar. Allar björgunarsveitir á Austurlandi voru kallaðar út og var áhöfn skipsins fyrst bjargað áður en unnið var að verðmætabjörgun og fyrirbyggjandi aðgerðum vegna mögulegs mengunarslyss. Björgunaraðgerðir gengu vel utan þess að 11 viðbragðsaðilar þurftu að leita sér aðhlynningar vegna kolmónoxíð- eða koldíoxíðeitrunar. Þann 17. september strandaði flutningaskipið Green Freezer í Fáskrúðsfirði og voru allar björgunarsveitir á Austurlandi boðaðar út. Ekki var talin hætta á manntjóni en mikil áhersla var lögð á fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir mengunarslys.
Aðgerð ársins Stærsta verkefni björgunarsveita á árinu 2014 var Eldgosið í Holuhrauni sem hófst með skjálftahrinu í Bárðarbungu um miðjan ágúst. Í fyrstu voru björgunarsveitir settar í viðbragðsstöðu og rýmingarverkefni en þegar eldgos hófst í lok mánaðar voru björgunarsveitir á Norðausturlandi, Austurlandi og Suðurlandi fengnar í rýmingar- og gæsluverkefni. Unnið var með sviðsmyndir sem gerðu ráð fyrir mögulegum hamfaraflóðum niður Jökulsá á Fjöllum, niður Skjálfandafljót og flóði á vatnasvæði Þjórsár og Tungnaár. Settir voru upp lokunarpóstar á hálendinu og mönnuðu björgunarsveitir lokanir fram í miðjan október eða þar til ófært varð á gosstöðvarnar. Skiluðu björgunarsveitir tæpum 10.000 vinnustundum í verkefnum tengdum gosinu.
19
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Hvenær eru björgunarsveitir kallaðar út? Til gamans má skoða hvenær sólarhrings björgunarsveitir mega eiga von á því að vera kallaðar út. Almennt séð eru verkefni björgunarsveita nokkuð dreifð yfir daginn. Útköll að næturlagi eru ekki algeng en þó ekki óþekkt.
Verkefnin byrja upp úr kl. 8 á morgnana, ná ákveðnum toppi upp úr kl. 14 og toppa síðan aftur milli kl. 17 og 18. Það virðist vera að hlé sé á verkefnum milli kl. 18 og 19 en síðan aukast verkefnin aftur fram á kvöld og eru algengust milli kl. 21 og 22 á kvöldin. Dreifing á vikudaga er nokkuð jöfn, miðvikudagar sínu minnstir en verkefnin flest um helgar.
Guðbrandur Örn Arnarson, starfsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar
20
Sjóbjörgunarmál árið 2014 Árið 2014 voru 14 björgunarskip í rekstri mestallt árið en breytingar urðu í lok ársins þegar bátasjóðunum var fækkað úr 14 í 13. Um haustið var undirritaður samningur við Björgunarsveit Hafnarfjarðar um kaup á björgunarskipinu Einari Sigurjónssyni sem staðsett verður í Sandgerði og leysir af hólmi eldra björgunarskip. Skipið var afhent í nóvember og var því siglt til Njarðvíkur þar sem það var tekið í slipp vegna reglulegrar skoðunar, auk þess sem það var heilmálað. Skipið fékk nafnið Hannes Þ. Hafstein líkt og fyrri björgunarskip í Sandgerði. Landsæfing á sjó var haldin í Grindavík 24. maí og tóku 10 hópar frá sex björgunarsveitum þátt í æfingunni, auk Landhelgisgæslu Íslands. Björgunarsveitin Þorbjörn stóð að undirbúningi æfingarinnar en svæðisstjórn á svæði tvö sá um úthlutun verkefna í samráði við æfingarstjórn. Fyrsta greiðsla samkvæmt samkomulagi Innanríkisráðuneytisins um viðhald og endurnýjun á björgunarskipum félagsins var innt af hendi á árinu og nam hún 31,7 millj.kr. Stærstu viðhaldsverkefnin á árinu voru slipptökur á b/s Ásgrími S. Björnssyni í Reykjavík og á Hannesi Þ. Hafstein en auk þess var greiddur upp kostnaður við vélaviðgerð á b/s Verði II á Patreksfirði og b/s Þór í Vestmannaeyjum. Þá var hluti af fjármagninu notaður til útborgunar vegna kaupa á b/s Einari Sigurjónssyni af Björgunarsveit Hafnarfjarðar. Fulltrúar félagsins ásamt fulltrúum frá Faxaflóahöfnum, Landhelgisgæslunni og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sóttu ráðstefnu í Gautaborg þar sem umræðuefnið var fjöldabjörgun á sjó. Fyrirlestrar ráðstefnunnar voru margir áhugaverðir og gott innlegg í undirbúning og gerð viðbragðsáætlana við stórslys á sjó. Samhliða ráðstefnunni var kynning á siglingahermum sem þróaðir hafa verið af Chalmers háskólanum í Gautaborg í samvinnu við Sænska sjóbjörgunarfélagið. Siglingahermarnir gefa möguleika á að þjálfa áhafnir björgunarskipa í skipulagningu og samhæfingu aðgerða í stórslysum og mjög áhugavert verður að fylgjast með þróun þeirra. Þá sóttu fulltrúar félagsins Evrópufund alþjóðlegu sjóbjörgunarsamtakanna (IMRF) sem haldinn var í Amsterdam. Samhliða fundinum var nýtt björgunarskip Hollenska sjóbjörgunarfélagsins kynnt og fundargestum boðið í siglingu á því. Um mánaðamótin september/október var keyrt áhafnaskiptiverkefni sem félagið hefur tekið þátt í undanfarin tvö ár. Átta manna hópur frá átta löndum kom til landsins og kynnti sér hvernig sjóbjörgunarmálum er háttað á Íslandi ásamt því að haldnar voru nokkrar æfingar með björgunarsveitum á Vestfjörðum og hjá Slysavarnaskóla sjómanna. Samhliða fóru sjö einstaklingar frá félaginu til sjö landa og tóku þátt í samskonar verkefnum. Áhafnaskiptaverkefnið var styrkt af starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins til tveggja ára. Verkefnið hefur heppnast einstaklega vel og var ákveðið á Evrópufundi sjóbjörgunarsamtakanna að halda verkefninu áfram og sækja um styrk til þess frá Evrópusambandinu. Undir lok ársins óskaði skipasmíðastöðin Rafnar í Kópavogi eftir því að taka upp viðræður að nýju
21
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
um þróunarvinnu á nýjum harðbotna björgunarbáti sem fyrirtækið hyggst koma á markað. Myndaður var fimm manna vinnuhópur og binda menn vonir við að frumgerð verði klár fyrir alheimráðstefnu alþjóðlegu sjóbjörgunarsamtakanna sem haldin verður í Bremerhaven í júní 2015. Sigurður Viðarsson, starfsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Hálendisvakt björgunarsveita í Landmannalaugum. Mynd:Jón Sigmar Ævarsson.
22
Slysavarnir starfsárið 2014 Endurskinsvesti Slysavarnafélagið Landsbjörg, í samvinnu við Neyðarlínuna, TM, HB Granda, Verkfræðiskrifstofuna Efla, ISAVIA, Hópferðamiðstöðina Trex, Valitor, Landsvirkjun, Securitas, Morgunblaðið, Arion banka, Tæknivörur, Skeljung, Umferðarstofu, Norðurál og Dynjanda, gaf öllum leikskólum á landinu endurskinsvesti til að nota í vettvangsferðum barna á aldrinum 4-5 ára. Tíu þúsund endurskinsvesti voru afhent. Þema þessa verkefnisins var „Allir öruggir heim“ því öll eigum við rétt á því að koma örugg heim. Vettvangsferðir eru rótgróinn hluti af leikskólastarfi og til að tryggja öryggi barnanna meðan á þeim stendur er mikilvægt að þau séu vel sýnileg. Þegar börnin eru öll í endurskinsvestum verða þau ekki bara sýnilegri fyrir aðra í umferðinni heldur auðveldar það leikskólakennurum og öðru starfsfólki að fylgjast með hópnum og sjá frekar ef einhver röltir frá.
Slysavarnadeild Skagfirðingasveitar afhendir leikskólabörnum endurskinsvesti.
Endurskinsmerki Margar einingar gefa leikskóla- og grunnskólabörnum endurskinsmerki á haustin. Þar eru fígúrumerkin vinsælust. Glimmis endurskinsmerkin sem félagið selur eru framleidd í Svíþjóð og uppfylla staðla um persónuleg endurskinsmerki (EN 13356, SP-ID-númer 04022, vottunarnúmer 424601) og eru CE-vottuð.
Göngum í skólann Alþjóðlega verkefnið Göngum í skólann var sett í áttunda sinn á Íslandi. Verkefnið hófst 4. septem-
23
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Dagur B. Eggertsson og Solla stirða kenna grunnskólabörnum réttu hreyfingarnar þegar verkefninu Göngum í skólann var hleypt af stokkunum. ber og því lauk á alþjóðlega Göngum í skólann deginum 8. október. Átakið hófst í Laugarnesskóla þar sem Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, byrjaði á því að bjóða nemendur og gesti velkomna. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fluttu stutt ávörp og hvöttu þeir nemendur til þess að ganga, hjóla eða nota annan virkan ferðamáta á leið sinni í skólann. Þá hvöttu þeir enn fremur nemendur til þess að fá foreldra sína til að ganga með sér. Meginmarkmið Göngum í skólann er að hvetja nemendur og foreldra á Íslandi til að ganga, hjóla eða fara á annan virkan hátt til og frá skóla. Þeir sem að verkefninu standa hérlendis eru Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Lýðheilsustöð, Ríkislögreglustjóri, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Umferðarstofa og Landssamtökin Heimili og skóli.
Veggspjöld og skilti Nokkrar tegundir af veggspjöldum, sem flest tengjast ferðamennsku á einn eða annan hátt, hafa verið notuð í forvarnastarfi sviðsins. Haldið verður áfram að bjóða upp á þessi veggspjöld en þau eru um trampólín, tjaldsvæði, viðbrögð við drukknun, stillingu reiðhjólahjálma og skíðahjálma.
Númi Númi og konurnar þrjár og Númi stendur í ströngu eru smábækur fyrir 6 til 8 ára gömul börn. Bækurnar eru gefnar út í samvinnu við Námsgagnastofnun. Einhverjir leikskólar óskuðu eftir að fá Númaspil sem sviðið lét útbúa. Skrifstofan er einnig með verkefnamöppur um Núma fyrir skóla og leikskóla.
24
Slysavarnir 2014
Númabókamerki Bókamerki með mynd af Núma er gefið með endurskinsmerkjum. Á bakhlið merkisins eru leiðbeiningar um gagnsemi endurskinsmerkja.
Flugeldaforvarnir Ein ný auglýsing um Öryggisakademíuna í tengslum við flugeldaforvarnir var sýnd árið 2014. Þá eru auglýsingarnar orðnar fimm, en þær voru gerðar í samvinnu við Sjóvá. Einnig voru gerð veggspjöld með fígúrunum úr Öryggisakademíunni þar sem hvatt var til notkunar flugeldagleraugna. Gjafabréf fyrir flugeldagleraugum var sent til allra barna 10 til 15 ára og gátu þau farið á sölustaði björgunarsveita til að sækja þau. Gjafabréfin voru send í samvinnu við Blindrafélagið, Sjóvá, Odda og Póstinn. Nokkrar björgunarsveitir fóru í grunnskóla og sýndu myndina Ekkert fikt og ræddu við krakkana um þær hættur sem geta skapast af rangri notkun flugelda. Bæklingur um örugga meðferð flugelda fylgir öllum fjölskyldupakkningum.
Eldvarnabandalagið Að Eldvarnabandalaginu stendur öflugur hópur stofnana, félagasamtaka og tryggingafélaga sem hafa það sameiginlega markmið að auka eldvarnir til þess að draga úr tjóni á lífi, heilsu og eignum. Bandalagið var stofnað 2010 og gaf þá út vandað fræðsluefni um eldvarnir heimila sem síðan hefur fengið víðtæka dreifingu, meðal annars er bæklingnum dreift til nýbakaðra foreldra af heilsugæslunni. Hópurinn stendur fyrir degi reykskynjarans sem er 1. desember ár hvert. Ársfundur bandalagsins var haldinn þann 28. apríl og þar var kynnt starfsemi eldvarnabandalaga í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku.
Slysavarnanefnd félagsins Slysavarnanefnd félagsins hefur það hlutverk að fjalla um þau mál sem stjórn félagsins vísar til hennar um slysavarnamál ásamt því að styðja við bakið á slysavarnasviði. Í nefndinni eru Margrét Laxdal úr stjórn félagsins (formaður), Gísli Vigfús Sigurðsson úr stjórn félagsins, Díana Dröfn Ólafsdóttir, Slysavarnadeild kvenna Reykjavík, Harpa Vilbergsdóttir, Slysavarnadeildinni Ársól, Guðrún S. Bjarnadóttir, Slysavarnadeildinni Iðunni, og Sólbjörg Gunnbjörnsdóttir, Slysavarnadeildinni Dagbjörg.
112-dagurinn 112-dagurinn var haldinn hátíðlegur um allt land þann 11. febrúar. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið og þá margvíslegu aðstoð sem almenningur hefur aðgang að í gegnum það. Að þessu sinni var sjónum beint að öryggi í vetrarferðum. Gefið var út aukablað með Fréttablaðinu um daginn og áherslur hans. 112-dagurinn er haldinn víða um Evrópu á sama tíma en 112 er samræmt neyðarnúmer í löndum Evrópusambandsins.
Fagráð um umferðaröryggismál Innanríkisráðherra ákvað að skipa fagráð með fulltrúum Samgöngustofu, hagsmunaaðilum og öðrum skv. 2. mgr. 3. gr. laga um Farsýsluna, nr. 119/2012. Hlutverk fagráðsins er að vera vettvangur samráðs og upplýsingaskipta á fagsviðum stofnunarinnar. Jafnframt skal fagráðið beita sér fyrir
25
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Slysavarnadeildin í Reykjavík með hjámaskoðun hjá grunnskólanemendum. auknu umferðaröryggi og bættum umferðarháttum. Ráðið skal vera ráðherra til ráðgjafar um gerð umferðaröryggisáætlunar og framkvæmd hennar, svo og um fræðslu og upplýsingamiðlun, og vera samráðsvettvangur þeirra sem fjalla um umferðarmál og láta sig umferðaröryggi varða. Í fagráðinu eiga eftirtaldir aðilar fulltrúa: Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra, Bifhjólasamtök lýðveldisins, Sniglarnir, Brautin-Bindindisfélag ökumanna, Bílgreinasambandið, Félag íslenskra bifreiðaeiganda, velferðarráðuneytið, innanríkisráðuneytið, Landssamband íslenskra akstursíþrótta, Samtök verslunar og þjónustu, Landssamband vörubifreiðastjóra, Landssamtök hjólreiðamanna, Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Ríkislögreglustjóri, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök fjármálafyrirtækja, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Umferðarstofa, Vegagerðin, Ökukennarafélag Íslands, Öryrkjabandalag Íslands, Samtök um bíllausan lífsstíl, Samtök ferðaþjónustunnar, Heimili og skóli og Íþróttasamband Íslands. Fyrsti fundur ráðsins var 19. ágúst 2014.
Sjómannadagsmerkið Slysavarnadeildir, unglingadeildir og björgunarsveitir seldu sjómannadagsmerkið á sjómannadaginn eins og undanfarin ár. Þar sem sala sjómannadagsmerkisins hefur farið minnkandi ár hvert var ákveðið að hætta sölu merkisins og árið 2014 var því síðasta söluár félagsins á merkinu.
Hjálmaskoðun Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Sjóvár Samkvæmt lögum eiga börn 15 ára og yngri að vera með hjálm þegar þau eru á reiðhjólum. Margir foreldrar kaupa hjálm fyrir barnið sitt en huga síðan ekki að því að stilla hjálminn reglulega, en rangt stilltur hjálmur sem situr aftur á hnakka gerir ekki mikið gagn. Þetta er í þriðja sinn sem Slysavarnafélagið Landsbjörg og Sjóvá efna til forvarnadags þar sem slysavarnadeildir um allt land skoða og
26
Slysavarnir 2014
stilla hjálma barna, setja upp þrautabraut fyrir hjólin sem börnin spreyta sig á og svara spurningum um öryggisatriði sem tengjast hjólreiðum. Áætlað var að framkvæmd forvarnadagsins væri í lok maí en það var ekki hægt á öllum stöðum þar sem snjór var enn í sumum bæjum þannig að í einhverjum tilfellum var forvarnadagurinn um haustið. Útbúin voru ný veggspjöld um mikilvægi reiðhjólahjálma og skyldubúnað reiðhjóla í samvinnu við Sjóvá og lögregluna. Eftirfarandi slysavarnadeildir tóku þátt í verkefninu Slysavarnadeild Slysavarnadeildin í Reykjavík Slysavarnadeildin Sjöfn Slysavarnadeildin Akureyri Slysavarnadeildin Ársól Slysavarnadeildin Una Slysavarnadeildin Iðunn Slysavarnadeildin Dalvík Slysavarnadeildin Hringur Slysavarnadeildin Unnur Slysavarnadeild kvenna Ólafsfirði Slysavarnadeildin Dagbjörg Slysavarnadeildin Hafdís Slysavarnadeildin Líf
Bær Reykjavík Vopnafjörður Akureyri Reyðarfjörður Garði Ísafjörður Dalvík Mývatn Patreksfjörður Ólafsfjörður Reykjanesbæ Fáskrúðsfjörður Akranes
Sleppið aldrei hendinni af ungabarni á skiptiborði. Mynd: Sigurður Ólafur Sigurðsson.
27
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Öryggisskoðun á opnum leiksvæðum Opin leiksvæði eru oft vanrækt og því hafa einhverjar deildir félagsins farið og skoðað rækilega leiksvæðin í nágrenni við sig og sent bæjaryfirvöldum athugasemdir með óskum um úrbætur.
Nýburagjafir Margar slysavarnadeildir gefa nýbökuðum foreldrum gjöf. Í henni er bæklingurinn Er öryggi barna tryggt á þínu heimili, bréf frá deildinni með hamingjuóskum og kynningu á slysavarnadeildinni. Öryggisbúnaður eins og fingravinur eða horn á borð og oft fylgja handprjónaðir sokkar, vettlingar eða smekkur með.
Kvennaþing Dagana 12.-14. september 2014 stóð Slysavarnadeildin Unnur Patreksfirði fyrir tólfta kvennaþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Á þingið mættu 145 konur frá 13 deildum. Þingið hófst á föstudagskvöldinu í íþróttamiðstöðinni Bröttuhlíð. Þar bauð Slysavarnadeildin Unnur konur velkomnar, bæjastjóri Vesturbyggðar tók til máls og bauð upp á léttar veitingar. Síðan tók stórhljómsveitin Fjölskylduböndin við og spilaði fyrir gesti. Dagskrá laugardagsins hófst kl. 9 með því að Margrét Laxdal, varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, setti þingið formlega. Í hádeginu kíktu stjórnarmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar við og ræddu við þinggesti. Aðaláherslur þingsins að þessu sinni voru slysavarnir. En Slysavarnafélagið Landsbjörg og móðurfélög þess hafa sinnt slysavörnum á Íslandi í meira en 80 ár. Á þeirra vegum hafa þúsundir sjálf-
Öflugur hópur kvenna kom saman á Patreksfirði til skrafs og ráðagerða á Kvennaþingi.
28
Slysavarnir 2014
boðaliða lagt fram óteljandi vinnustundir í þeim tilgangi að gera umhverfi sitt öruggara og koma í veg fyrir slys hjá samborgurum. Hjá félagsfólki Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur því safnast saman ómetanleg þekking og reynsla um land allt. Fræðslufyrirlestrar þingsins voru um slysavarnir barna, opin leiksvæði, bílstóla, hjálma og slysavarnir aldraðra. Auk fræðslufyrirlestra voru verklegar æfingar í stillingu reiðhjólahjálma og barnabílstólar voru kannaðir gaumgæfilega enda engin vanþörf á þar sem bílstólar í dag eru margir hverjir mjög flóknir. Fundarstjóri var Lilja Magnúsdóttir og varafundastjóri var Guðrún Eggertsdóttir. Á laugardagskvöldinu var síðan hátíðarkvöldverður, skemmtidagskrá og dansleikur í félagsheimili Patreksfjarðar. Á sunnudeginum var boðið í sund og léttan hádegisverð áður en allir lögðu af stað heim á leið. Á þinginu fór fram kosning um hvar á landinu kvennaþingið 2016 ætti að vera og Fáskrúðsfjörður varð fyrir valinu.
Slysavarnir.is Félagið heldur úti Facebook-síðu sem heitir slysavarnir.is. Stjórnendur síðunnar eru einstaklingar í slysavarnanefnd félagsins. Þar koma reglulega fram ábendingar um hvað almenningur getur gert til að auka öryggi sitt og sinna.
Félagar í slysavarnadeildum Á Facebook er einnig lokaður hópur einstaklinga í slysavarnadeildum um allt land. Þar geta einstaklingar í slysavarnadeildum komið fram með hugmyndir eða fyrirspurnir til annarra félagsmanna.
Sérsniðin námskeið fyrir slysavarnadeildir Námskeiðin Slysavarnadeildir í aðgerðum, Fyrsta hjálp, Eldað fyrir stærri hópa og Sálræn hjálp eru sérstaklega í boði hjá Björgunarskólanum fyrir slysavarnadeildir. Björgunarskólinn er tilbúinn að útbúa námskeið að óskum slysavarnadeilda.
Glöggt er gests augað Í mars 2014 buðu slysavarnadeildir og björgunarsveitir um land allt eldri borgurum sem urðu 76 ára á árinu upp á heimsókn þar sem farið var yfir öryggi á heimilinu. Þetta var í annað skiptið sem boðið er upp á viðlíka heimsóknir í samvinnu við Öryggismiðstöðina. Árið 2014 varð 1.341 einstaklingur 76 ára. Af þessum 1.341 var 1.155 boðin heimsókn eða 86%. Af þessum 1.155 voru 136 einstaklingar sem þáðu heimsókn, það er 12%. Heimsótt voru 29 hjón, 45 konur, 42 karlmenn, og í tuttugu tilfellum vantaði upplýsingar um hvern var verið að heimsækja. Þeir sem fengu heimsókn bjuggu flestir í einbýlishúsi eða 56, 23 bjuggu í blokk, 14 í raðhúsi og 12 í þjónustuíbúð. Fimm bjuggu í öðruvísi húsnæði og í 26 tilfellum var ekki skráð hvernig húsnæðið væri. Þrjátíu og sjö einingar tóku þátt í verkefninu. Það voru 32 slysavarnadeildir og fimm björgunarsveitir. Niðurstöður bárust frá 14 einingum. Markmið verkefnisins var að stuðla að bættu öryggi í heimahúsum eldri borgara með því að fara yfir öryggismál heimilisins og lagfæra það sem getur skapað hættu. Í heimsókninni fóru tveir einstaklingar úr slysavarnadeild/björgunarsveit yfir heimilið með gátlista. Ef einhver atriði þurfti að lagfæra var skilinn eftir gátlisti með athugasemdum.
29
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Auk þess fengu allir sem þáðu heimsókn gefins reykskynjara frá Öryggismiðstöðinni, endurskinsmerki og segul með 112 númerinu til að setja á ísskáp. Í meðfylgjandi töflu má sjá samanburð á niðurstöðum milli ára hjá þeim sem fengu heimsókn.
Aðkoma Aðkoma að húsi er vel upplýst Stígar og stéttir eru í góðu ásigkomulagi miðað við árstíma Gott grip er á handriði við útidyratröppur Stigar innanhúss Góð lýsing er í stiga Gólfefni eru heil Neðsta þrep er greinilegt Gott grip er á stigahandriði Eldhús Eldvarnarteppi er í eldhúsi eða nágrenni íbúar kunna að nota eldvarnarteppi Stöðug trappa er nærtæk til að ná í efstu hillur Svefnherbergi Rúm er í réttri hæð þannig að auðvelt er að fara í og úr rúmi Frír gangvegur er milli svefnherbergis og baðherbergis Næturljós eru til staðar á gangi milli baðherbergis og svefnherbergis Baðherbergi Hitastillir er á krönum við baðkar/sturtu Handfang er við baðkar/sturtu Stamar mottur eru í baðkari/sturtu Sturtustóll eða baðstóll er til staðar Handfang/armar eru við klósett Skriðvörn er undir lausum mottum á gólfi Stofa Gott aðgengi er milli húsgagna í stofunni þannig að auðvelt er að fara um Skriðvörn er undir lausum mottum á gólfi Hæð sófa/stóla er þannig að auðvelt er að setjast og standa upp Öryggisatriði Reykskynjarar eru í mest notuðu herbergjum heimilisins Slökkvitæki er á heimilinu Íbúarnir kunna á slökkvitækið Flóttaleið er út úr húsinu Reglulega er skipt um rafhlöður í reykskynjaranum 112 límmiði er við síma Lyf og hreinsiefni eru geymd þar sem börn ná ekki til
30
Já %
2014 Nei %
98 99 89
2 1 11
96 99 96 95
4 1 4 5
57 67 77
43 33 23
98 100 76
2 0 45
89 43 55 25 28 67
11 57 45 75 72 33
99 85 99
1 15 1
94 73 92 98 96 78 92
6 27 8 2 4 22 8
Já % 95 98 82 97 99 92 93 64 79 85 97 99 72 94 47 67 34 30 65 100 82 98 87 72 82 92 90 75 91
2013 Nei % 5 2 18 6 1 8 5 36 21 15 3 1 28 6 53 33 64 70 35 0 18 2 13 28 18 8 10 25 9
Slysavarnir 2014
Verkefni slysavarnadeilda Slysavarna- og kvennadeildir félagsins vinna að mörgum góðum verkefnum og í töflunni hér fyrir neðan má sjá nokkur dæmi. Slysavarnaverkefni Umferðarkannanir, bílbelti, ljós, GSM notkun o.fl. Slysagildrur í bænum
Fjáröflunarverkefni
Númi
Mærudagar
Aðhald við unga ökumenn Öryggi barna í bíl við leikskóla Slysavarnir aldraðra, Glöggt er gests augað
Veisluþjónusta Basar
Föndur, handverksmarkaður, jólaföndur Kaffihlaðborð, kökusala Sjómannadagurinn
Gjafir Gefa 7. bekk fyrstu hjálpar námskeið Myndavél í sundlaug Hraðahindrun í bæjarfélagið Endurlífgunardúkka í sundlaugina Niðurgreiða námskeið fyrir verðandi barnapíur Reykskynjarar handa fermingarbörnum
Hjóladagar, hjálmaskoðun
Fiskidagurinn
Endurskinsmerki
Varnaðarskilti á höfnum Heimsóknir á elliheimili, spila
Sjómannadagsmerkið Vaktir og gæsla
Næturljós Gefa reiðhjólahjálma
Safetravel.is
Erfidrykkjur
Nýburagjafir
Fræðsla af öllu tagi
Happadrætti
Skoða leiktæki á leikskólanum
Bingó
Veggspjöld, bæklingar
Selja reykskynjara Elda fyrir viðbragðsaðila, t.d. á Menningarnótt Selja Candyfloss Blómasala Skeyta- og kortaþjónusta Matreiðslubækur Útseld vinna, þrif, talning, pakka vöru Glervörur Leiðisgreinar Félagsvist Pennasala Laufabrauð Flóamarkaður Sjúkrakassasala Passa týnd börn
Endurskinsmerki Eldvarnir á heimilum Flugeldaforvarnir Skíðaforvarnir Trampolín Öryggi barna á heimilum Gátlistar Endurskinsvesti
Skemmtanir Kósíkvöld Félagsvist Prjónakaffi Opið hús Kökusamkeppni Kvennaþing Heimsóknir til deilda Landshlutaþing Árshátíðir Matreiðslunámskeið
Angel Care teppi fyrir ungabörn Greiða niður reiðhjólahjálma Endurskinsvesti Björgunarvesti við hafnir Hjartastuðtæki Styrktarsjóður
Dagbjört H. Kristinsdóttir, verkefnisstjóri slysavarna
31
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Slysavarnir ferðamanna Í stuttu máli má segja að mörg jákvæð merki séu á lofti hvað varðar slysavarnir ferðamanna. Hið opinbera, það er ferðamálaráðuneyti og Ferðamálastofa horfa á öryggismál ferðamanna sem einn af meginþáttum íslenskrar ferðaþjónustu. Flestar opinberar stofnanir horfa nú til þess að þjónusta ferðamenn og ferðaþjónustu en slík þjónusta er oft og tíðum stór þáttur í slysavörnum. Má þar nefna vegaþjónustu, veðurspár og fleira. Ferðaþjónustan sjálf er í auknum mæli að byggja upp kunnáttu í gerð öryggisáætlana og auka vitund sinna starfsmanna hvað varðar öryggismál og forvarnir. Með Skjáupplýsingakerfi ferðamanna var stigið stórt skref í bættri upplýsingagjöf en kerfið er hrein viðbót við það sem fyrir var, t.d. vefsíðu Safetravel, aðrar vefsíður, upplýsingamiðstöðvar ferðamanna og fleira. Mikil aukning er í hversu mikið er leitað til félagsins varðandi samvinnu um skiltagerð og aðrar slysavarnir á ferðamannasvæðum svo og að gera slysavarnir áberandi á vefsíðum ferðaþjónustunnar. Að þessu öllu sögðu verður að benda á að atvik er tengjast innlendum og erlendum ferðamönnum eða ferðaþjónustu eru allt of mörg en fjöldi þeirra ferðamanna er koma við sögu eru á bilinu 6-7.000 talsins. Stærsti hluti þeirra ferðamanna sem um ræðir er að ferðast á eigin vegum, gróft á litið um 80%. Eru það ferðamenn á bílaleigubílum, farþegar hópferðabifreiða en einnig sést að stækkandi hópur, lítill þó ennþá, hefur skipt á húsnæði og bifreiðum við íbúa hérlendis. Taka þarf stór skref er varða stýringu ferðamanna til að ná að fækka ofangreindum atvikum. Skiptir þar miklu að veitt sé aukið fé í merkingar og uppbyggingu á vegakerfi landsins svo og bættar veðurspár svo einhver dæmi séu tekin. Á sama tíma þarf að auka fjárframlög í slysavarnir ferðamanna, þar með talið Hálendisvakt björgunarsveita sem er orðinn gríðarlega mikilvægur þáttur í ferðaþjónustu á hálendi landsins að sumarlagi. Verði þetta gert má búast við að eftir nokkur ár hafi þessum atvikum fækkað og að mestu standi þá eftir atvik sem verða að teljast „eðlileg“, það er orsök sé önnur en vöntun á merkingum, þjónustu og innviðum. Sem fyrr er mikilvægt að samstarf sé mikið og gott hjá þeim aðilum sem koma að Safetravel, en á liðnu ári hefur það aukist ef eitthvað er. Að verkefninu kemur nú fjöldi aðila og má þar nefna ferðamálaráðuneyti, þ.e. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Ferðamálastofu, Íslandsstofu, Ísland allt árið, Vegagerðina, Samtök ferðaþjónustunnar, Sjóvá, Neyðarlínuna, Vatnajökulsþjóðgarð, Ferðafélag Íslands, Ferðafélagið Útivist og fjölda ferðaþjónustufyrirtækja um land allt. Þegar lagt var af stað í verkefnið Safetravel var hugsunin sú að sameina undir einni regnhlíf vinnu við slysavarnir ferðamanna, innlendra sem erlendra. Það hefur tekist vel og enn er unnið samkvæmt þeirri hugsun. Það fjármagn sem fæst til verkefnisins fer því aftur út í hin ýmsu verkefni. Með því að ástunda öflugt samtal og samstarf er ekki verið að finna upp hjólið eða gera sömu hluti á mörgum stöðum. Það er ljóst að árangur hefur náðst og með áframhaldandi samstilltu átaki er hægt að ná meiri árangri. Þegar upp er staðið er slíkt hagkvæmast fyrir alla. Jónas Guðmundsson verkefnastjóri slysavarna ferðamanna
32
Slysavarnir ferðamanna
Vefsíðan safetravel.is Þrátt fyrir að skjáupplýsingakerfið sé góð viðbót er vefsíðan enn eitt af stærstu líffærum slysavarna ferðamanna. Langstærsti hluti ferðamanna er hingað koma hefja ferðalag sitt á vefnum og því er öflug viðvera þar nauðsynleg. Á liðnu ári hefur ferðaáætlun verið uppfærð auk þess sem útbúið var snjallsímaforrit (app) til að auðvelda, flýta fyrir gerð ferðaáætlana. Á þessu ári hafa ferðaáætlanir nýst í um 5-10 skipti til að afstýra leit, finna viðkomandi hraðar eða á annan hátt komið að gagni við aðgerðir lögreglu og/eða björgunarsveita. Þannig komið í veg fyrir frekari slys, sparað meiri umsvif og vinnu viðbragðsaðila. Eins og sjá má hefur innsendum ferðaáætlunum fjölgað verulega á þessu ári miðað við árið á undan, en reikna má með um 100% aukningu. Þó má gera miklu betur, en ferðaáætlun getur sparað umtalsverða fjármuni, tíma og mögulega komið í veg fyrir frekari slys. Er því mikilvægt að ferðaþjónar vísi ferðamönnum á þetta hjálpartæki þegar það hentar.
Fjöldi ferðaáætlana 2012 - 2014 768 800 700 600 389
500 400 300
142
200 100 0
2012
2013
2014
Á vefsíðunni er spurningaform sem er umtalsvert notað. Stærsti hluti, eða um 98% fyrirspurna er berast, tengjast útivist eða náttúru og er þeim svarað af bestu getu. Fyrstu vikurnar sem gosið í Holuhrauni stóð bárust rétt um eitt þúsund fyrirspurnir sem svarað var eða vísað á Almannavarnir, Umhverfisstofnun eða aðra eftir atvikum. Ef þessar vikur eru teknar úr myndinni má sjá að aukningin er hátt í 100% á milli ára og er það í takt við aukningu áranna á undan. Í mörgum tilfellum tekst að beina ferðamönnum á aðrar ferðaleiðir, í viðskipti við ferðaþjónustuaðila eða hreinlega ráða þeim frá því að fara þá leið er lagt var upp með. Er þetta einna helst þegar ferðamaður er einn á ferð, á erfiðum svæðum eða röngum eða erfiðum árstíma miðað við leiðarval.
33
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Fjöldi fyrirspurna til Safetravel 2012 - 2014 266
300 250 156
200 150
75
100 50 0
2012
2013
2014
Stór hluti af rekstri vefsíðunnar og nú einnig reyndar skjáupplýsingakerfisins er að hafa þar viðvaranir vegna atriða er gætu truflað örugg ferðalög ferðamanna, innlendra sem erlendra. Í flestum tilfellum eru þessar viðvaranir tengdar veðri en einnig snjóflóðahættu, vexti í ám, sérstökum aðstæðum, s.s. ef ís er á mjög vinsælum göngustígum að ferðamannastöðum og fleira í þeim dúr. Á árinu voru settar inn á ensku alls 202 viðvaranir, aðeins færri á íslensku. Jafngildir þetta um fjórum
Fjöldi viðvarana á vef og í skjáupplýsingakerfi 40 35 30 25 20 15 10 5 0
34
38 26
27
25 20
17 12
12 5
4
2
14
Slysavarnir ferðamanna
Ferðafólk heldur sig ekki við afmarkaða stíga og getur það skapað mikla hættu.
viðvörunum á viku eða rúmlega einni viðvörun annan hvorn dag. Auk þess sem minnst er á hér að ofan voru einnig viðvaranir sem tengdust náttúruhamförum, þ.e. berghlaupi í Öskju og vegna eldgossins í Holuhrauni.
Hálendisvakt björgunarsveita Sumarið 2014 var í níunda sinn sem hópar sjálfboðaliða Slysavarnafélagsins Landsbjargar stóðu hálendisvaktina. Að þessu sinni voru miðstöðvar á þremur stöðum þ.e. í Nýjadal á Sprengisandi, í Landmannalaugum að Fjallabaki og við Drekagil á svæðinu norðan Vatnajökuls. Vaktin hófst þann 27. júní og aldrei þessu vant var fært einhvern tíma í fyrstu vikunni á alla staði. Á Sprengisandi lauk vaktinni þann 17. ágúst og átti sama dag að klárast á svæðinu norðan Vatnajökuls en þar var rýmt nokkrum dögum fyrr vegna lokana af ótta við gos. Í Landmannalaugum stóð vaktin fram til 31. ágúst og veitti ekki af þar sem veðrið var heldur rysjótt síðustu vikuna. Alls voru skráðar 27 sveitir á vaktina en ein forfallaðist á leið á staðinn vegna bilunar sem varð á bifreið þeirra. Þær sveitir sem tóku þátt voru: Björgunarsveitin Þingey, Björgunarsveit Hafnarfjarðar, Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík, Björgunarfélag Árborgar, Björgunarfélag Akranes, Hjálparsveit skáta Garðabæ, Björgunarsveitin Ársæll, Björgunarsveitin Mannbjörg, Björgunarsveitin Björg, Björgunarsveitin Suðurnes, Björgunarsveitin Kjölur, Björgunarsveitin Klakkur, Hjálparsveit skáta í Reykjavík, Hjálparsveit skáta í Kópavogi, Björgunarsveitin Húnar, Björgunarsveitin Stjarnan, Björgunarsveitin Vopni, Björgunarsveitin Grettir, Hjálparsveitin Dalbjörg, Hjálparsveit skáta Hveragerði, Björgunar-
35
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Á Kaldadal. Jeppaslys hjá ferðaþjónustuaðila.
sveitin Kyndill í Mosfellsbæ, Björgunarfélag Hornafjarðar, Björgunarsveitin Ársól og Björgunarsveitin Ísólfur. Á vegum þessara sveita voru það 168 sjálfboðaliðar sem tóku þátt, flestir dvöldu með sínum hópi alla vikuna, en örfáir voru hluta af viku. Eknir voru 46.803 kílómetrar á þeim tækjum sem nýtt voru til útkalla og aðstoðar innlendum sem erlendum ferðamönnum. Atvikin sem koma til kasta björgunarsveita eru af ýmsum toga eins og sjá má hér af lýsingu björgunarmanna úr atvikaskýrslum sumarsins: „Par festi bíl í á. Bíllinn var dreginn upp. Fólkið var búið að tjalda við veginn meðan þau biðu. Konan var orðin blaut og köld, væg ofkæling. Konan fékk heitt að drekka og teppi.“ „Keyrðum fram á olíulausan áætlunarbíl á Sprengisandsleið. Leiðin var lokuð.“ „Ferðamaður tók sig til og ók út af vegi framhjá björgunarsveitarbíl sem var að spila upp fasta hópferðarbifreið. Festi sig í drullusvaði. Var losaður úr því töluvert síðar.“ „Kona fór úr olnbogalið. Búið var um konuna og keyrt á móti sjúkrabíl.“ „Þrír Frakkar á fjallgöngu. Einn varð viðskila og skilaði sér ekki. Fannst eftir skamma leit. Allir kaldir, blautir og skelkaðir.“ „Skálavörður óskaði eftir aðstoð vegna eigin veikinda. Fékk skoðun og símaviðtal hjá lækni í framhaldinu. Lyfjum komið til hennar með björgunarsveit á leið úr bænum.“ „Göngufólk leitaði aðstoðar. Maður hafði klemmst og meitt sig á hendi. Sár hreinsuð, stungið á blóðblöðru og bundið um. Leið yfir manninn, en jafnaði sig fljótt og þau héldu áfram för sinni.“ „Ferðamaður hringir í 112. Orðinn kaldur og hræddur, segist ekki komast yfir á. Björgunarmenn í símsambandi við manninn til að reyna að finna hvar hann er. Fannst á Hellismannaleið. Kaldur, blautur og hræddur. Hitaður upp og fylgt til baka.“ „Göngufólk í vanda við Langasjó. Tjald þeirra var að fjúka. Steinar runnu úr hlíðum nálægt þeim.
36
Slysavarnir ferðamanna
Voru orðin mjög hrædd. Fengu far inn í Landmannalaugar. Bæði með væga ofkælingu. Fengu þurr föt og heitt að drekka.“ „Rúta föst á Dómadalsleið. Fengin rúta frá Guðmundi Tyrfingssyni til að hjálpa við að spila hana upp. Tókst með púsli.“ „Maður datt og fékk ljótan skurð. Bundið um og honum ekið á móti sjúkrabíl.“ „Neyðarlína kallar út vegna bílstjóra sem var fastur. Eftir töluverða leit fannst viðkomandi töluvert utan vegar. Hafði elt appelsínugular stikur sem sýna hvar ljósleiðarkapall er lagður í jörðu. Bíllinn, Unimoc, var 7 tonn á þyng og með tvö dekk alveg á kafi. Því tók hálfan dag að losa hann.“ „Bílstjóri fór út fyrir slóða. Stór pollur á veginum sem hann þorði ekki yfir. Bíll losaður og tilkynnt til landvarða.“ „Kona féll af hestbaki við Krakatind. Með meðvitund en köld. Líklega axlar- og handleggsbrotin. Búið um konuna og flutt á móti sjúkrabíl niður að Landvegamótum.“ „Trússbíll fastur í snjó og búinn að affelga. Aðstoðaður áfram.“ Verkefni þetta sumarið voru nokkru færri en sumarið 2103 en þess ber að geta að Kjölur var ekki með þetta sumarið. Sem fyrr eru flest atvik að Fjallabaki. Ætíð eru tveir hópar á því svæði vegna fjölda verkefna og skynsamlegt er að huga að því hvort borgi sig að hafa annan þeirra staðsettan á sunnanverðu Fjallabaki, til dæmis í Hvanngili eða Álftavatni. Töluvert er af verkefnum á þeim slóðum en langan tíma tekur að koma sér suður fyrir séu hóparnir staðsettir í Landmannalaugum eða þeim megin að Fjallabaki. Heildarfjöldi verkefna á hálendisvakt þetta sumarið var 2.047 en af þeim voru 457 sem flokkast sem F1, F2 og F3 útköll. Önnur verkefni eru F4 útköll, það er minniháttar svo og leiðbeiningar, liðsinni vegna ferðavandræða fólks og fleira. Til að einfalda málið má segja að í þessum 457 útköllum hefði björgunarsveit verið kölluð til úr byggð væri hálendisvaktin ekki til staðar. Önnur verkefni eru vegna þess að hóparnir eru á staðnum og það er leitað til þeirra á sama hátt og ellegar væri leitað til skálaog/eða landvarða.
Heildarfjöldi verkefna 2500
2171 1917
2047
2000 1204
1500 1000
622
500 0
2010
2011
2012
2013
2014
37
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Heildarfjöldi ferðamanna sem aðstoðaður var í þessum verkefnum var 5.219 eða um 2,55 ferðamenn á hvert verkefni. Þetta er umtalsverð fjölgun frá árinu 2013 þegar fjöldinn var 3.209.
Tegundir útkalla Annað 3%
Slys 29%
Fastir bílar 16%
Leit 4% Utanvega /fastir 4%
Bílatengd aðstoð 24% Björgun 17%
Bráðaveikindi 3%
Þegar horft er til tegunda útkalla vekur athygli að hlutfallslega fækkar bílatengdum útköllum en slysum fjölgar. Sumarið 2013 var flokkurinn bílatengd aðstoð 32% af útköllum á hálendisvakt en þetta sumarið 24%. Undir bílatengda aðstoð flokkast útköll þar sem fólk er stopp vegna ástands viðkomandi bíls. Oftast er um að ræða bilanir og er fólk þá flutt í skála en eðlilega tekur það þjónustubifreiðar eða staðgengilsrútu nokkrar klukkustundir að komast á staðinn. Athygli vekur í hversu mörgum tilfellum ákveðnar (fáar en of margar) bílaleigur láta sig engu varða um afdrif viðskiptavina sinna. Ekki er send þjónustubifreið né önnur bifreið. Sitja þá björgunarsveitarmenn, skála- og landverðir uppi með að reyna að koma fólki til byggða eða áfram í sínu ferðalagi. Slíkt hlýtur að teljast okkur til vansa sem þjóð. Að sama skapi vekur það athygli hversu margar (fáar en of margar) hópferðabifreiðar eru illa útbúnar. Ekki eru með í för tappasett eða skóflur, svo dæmi séu tekin. Flestir fastir bílar festast í ám en stór hluti einnig í drullu eða sandi. Í þessum tilfellum er bíll yfirleitt dreginn á þurrt og ef hann er ógangfær er fólki komið í skála þar til þjónustubifreið mætir. Hópferðabifreiðar sem losaðar eru og bílar sem losaðir eru úr drullu eða sandi halda yfirleitt för sinni áfram. Sumarið 2013 var þessi flokkur 20% en þetta sumarið 16%. Ef teknir eru saman flokkarnir bílatengd aðstoð og fastir bílar voru þeir samtals 52% sumarið 2013 en eru 40% þetta sumarið. Slysum hefur fjölgað umtalsvert, bæði beint og hlutfallslega. Þau voru 53 sumarið 2013 eða 11% af útköllum en eru 96 talsins þetta sumarið og 29% af heildarútköllum. Þetta er athyglisverð þróun sem gæti meðal annars skýrst af fjölgun ferðamanna á hálendinu eða að innviðir séu farnir að gefa meira undan sem gæti þá valdið óhöppum. Um það er þó ómögulegt að fullyrða án þess að skoða nánar hvert atvik, hvar þau eiga sér stað og líklegar orsakir.
38
Slysavarnir ferðamanna
Föstum bílum utanvegar fjölgar örlítið frá fyrra ári, en þau tilvik voru 21 talsins á móti 13 sumarið 2013. Svo fá atvik að erfitt er að fullyrða hvort utanvegaakstur almennt sé minni eða meiri. Í einhverjum tilfellum var alveg ljóst að orsök utanvegaaksturs er merkingar, þ.e. vel var hægt að misskilja stikun eða merkingu á annars lokuðum vegi. Það er alveg ljóst að hálendisvakt björgunarsveita er verkefni sem er orðið hluti af bæði innviðum ferðaþjónustu, en um leið viðbragðskerfi landsins. Fyrst og fremst má segja að viðvera sjálfaboðaliða sé góð forvörn og komi líklega í veg fyrir mörg óhöpp og slys. Um leið er viðbragðstími oft og tíðum mun skemmri en ella og kemur í veg fyrir meira tjón.
Skjáupplýsingakerfi Safetravel Á hverjum skjá má finna vefmyndavélar sem sýna færð á vegum, en einnig eru vegakort af nærliggjandi svæðum sem sýna færð og aðrar upplýsingar frá Vegagerðinni. Einnig má finna veðurupplýsingar, það er spá viðkomandi dags og næstu daga á nokkrum næstu veðurstöðvum. Viðvaranir, ef einhverjar eru, rúlla yfir skjáinn, svo og eru nokkrar ábendingar til ferðamanna varðandi akstur og göngur og minnt er á neyðarnúmerið 112. Að síðustu má minnast á að snjóflóðaspá er sett fram á myndrænan hátt. Mikið og gott samstarf hefur verið við Vegagerðina og Veðurstofu í þessu verkefni enda stór hluti upplýsinga fenginn úr þeirra kerfum. Í lok árs 2014 voru komnir skjáir á eftirtalda staði: Olís Norðlingaholti, BSÍ, Avis Knarrarvogi, Hertz Flugvallarvegi, Budget Vatnsmýrarvegi, þjónustudeild Vegagerðar, móttöku Vegagerðar, Bílaleigu Akureyrar Skeifunni, skrifstofu SL Skógarhlíð, Upplýsingamiðstöð Höfuðborgarstofu, Hlíðarenda Hvolsvelli, þjónustumiðstöðina Hrauneyjum, Söluskálann Landvegamótum, Upplýsingamiðstöð ferðamanna Egilsstöðum, N1 Staðarskála, Akureyri Backpackers, Mývatnsstofu, Bílaleiguna Geysi við Leifsstöð og komusal í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Upplýsingaskjáir Safetravel verkefnisins hafa verið settir upp víða um land.
39
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Margvíslegar upplýsingar koma fram á skjánum, m.a. um veður, mikið af þeim staðbundnar.
40
Slysavarnir ferðamanna
Gott dæmi um skilti sem veitir upplýsingar, bæði með texta og myndum.
Ýmis verkefni Þau eru fjölmörg verkefnin sem falla undir hatt slysavarna ferðamanna sem Slysavarnafélagið Landsbjörg kemur að, bæði að eigin frumkvæði en ekki síður þegar óskað er eftir því. Ferðaþjónustuaðilar og ábyrgðarmenn ferðamannastaða leita í auknum mæli til félagsins varðandi aðstoð við skiltagerð og margt fleira. Er það af hinu góða. Á árinu kláraðist verkefni í Reynisfjöru en að því komu auk félagsins sveitarfélagið, björgunarsveitin á staðnum, Lögreglan á Suðurlandi, Kynnisferðir, Sjóvá og Vegagerðin. Settir voru niður staurar við bílastæðin og þau afmörkuð með reipi. Þannig var ferðamönnum frekar beint að og framhjá skilti með fræðslu og viðvörununum. Á því skilti var endurnýjaður sá hluti sem snýr að öryggi og er það nú í myndrænu formi. Niðri í fjöru var settur upp staur og á hann sett Björgvinsbelti, en þau eru afar einföld í notkun og henta vel til björgunar úr sjó eða vatni og því á stöðum sem þessum. Félagið kom að skiltagerð á allnokkrum stöðum á árinu. Samstarfið var á ýmsan hátt, allt frá því að setja inn merki Safetravel og QR kóða upp í virka þátttöku í hönnun og útliti skiltis eða þeirra merkinga sem unnið var með. Óhætt er að fullyrða að með samstarfinu hafi alltaf fengist betri lokaafurð en ella. Unnið var með Vatnajökulsþjóðgarði vegna skiltagerðar við Svínafellsjökul en eins og sjá má á myndinni hér að ofan tókst afar vel til með það skilti. Aðrir staðir eða aðilar sem félagið kom að eru meðal annars Reykjanes jarðvangur, Katla jarðvangur, Ferðafélag Snæfellsness, Víknaslóðir, gönguskilti í Skagafirði og ný skilti við innkeyrslu í Grundarfjörð. Síðast en ekki síst má minnast á ný skilti sem sett hafa verið upp við upphaf og enda gönguleiðarinnar milli Landmannalauga og Þórsmerkur, það er Laugavegar og einnig við upphaf og enda gönguleiðarinnar yfir Fimmvörðuháls. Voru þessi skilti unnin að frumkvæði Ferðafélags Íslands og Ferðafélagsins Útivistar en gríðarlega mikilvægt er að góðar merkingar séu á þessum vinsælu en oft erfiðu gönguleiðum. Að venju hófst Hálendisvakt björgunarsveita með svokölluðum Safetravel degi. Á annað hundrað sjálfboðaliðar slysavarnadeilda og björgunarsveita um land allt stóðu vaktina á vinsælum áfangastöðum ferðamanna, í flestum tilfellum á þjónustustöðum Olís. Dreift var fræðsluefni frá Safetravel, Olís og Sjóvá auk þess sem spjallað var um örugga ferðahegðun og ferðalangar hvattir til að fara varlega á ferðum sínum.
41
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Nýtt skilti sem var sett upp við Svínafellsjökul, rétt við Skaftafell.
Ferðamálastofa og EFLA verkfræðistofa unnu að verkefni um Íslenska þjóðstíga – stefnumótun um gönguleiðir, afar áhugavert og þarft verkefni sem til lengri tíma litið á eftir að auka öryggi gönguferðalanga hérlendis. Félagið kom aðeins að því verkefni, bæði út frá slysavörnum en einnig örlítið út frá leit og björgun. Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti ásamt Samtökum ferðaþjónustunnar hófu vinnu við Stefnumótun ferðaþjónustu til framtíðar. Vinnan hófst með sólarhringsvinnufundi í Grímsnesi og sat fulltrúi félagsins þann fund ásamt öðrum fundi þar sem fókusinn var fyrst og fremst á aðkomu viðbragðsaðila. Það fóru ekki framhjá neinum þær jarðhræringar sem áttu sér stað við Bárðarbungu á haustdögum og í framhaldi af því gos í Holuhrauni. Aðgengismál tengjast verulega öryggismálum ferðamanna og vegna þess var fundað alloft með Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, Samtökum ferðaþjónustunnar og fleirum. Stýring ferðamanna við aðstæður sem þessar er afar mikilvæg og getur forðað óhöppum og slysum. Meðal annars þarf að setja upp útsýnisstaði og beina þangað ferðamönnum, fræða og upplýsa um aðstæður og marka lagaramma varðandi umgengni ef við á. Samstarf og samráð er stór hluti af vinnudegi starfsmanns slysavarna ferðamanna. Vel hefur tekist og unnið hefur verið vel með aðilum eins og Ferðamálastofu, Samtökum ferðaþjónustunnar, Vegagerðinni, Veðurstofu, Vatnajökulsþjóðgarði, Sjóvá, Ferðafélagi Íslands og Útivist og marga fleiri mætti telja upp. Slysavarnafélagið Landsbjörg er aðili að alþjóðlegum vinnuhóp um forvarnir ferðamanna til fjalla.
42
Slysavarnir ferðamanna
Slíkt samstarf skilar miklu, en fundað var tvisvar árið 2014, annað skiptið í fjarfundabúnaði en hinn fundurinn fór fram samhliða fjallabjörgunarráðstefnu í Lake Tahoe í Bandaríkjunum. Snjóflóðaslys er ætíð fyrirferðamikið enda ein algengustu banaslysin í mörgum af þeim löndum sem eiga aðild að hópnum en þetta árið var aðalumræðuefnið sameiginlegur gagnagrunnur yfir slys svo og framhald samstarfsins. Snemma á árinu 2014 voru sprungukort af jöklum gefin út í annað sinn í endanlegri útgáfu. Flogið var yfir jökla og önnur gögn nýtt síðla árs 2013 til að yfirfara kortin. Nú þegar hafa á annað þúsund manns halað niður kortunum í GPS tæki sín og ljóst að þetta verkefni hefur sannað sig. Snemma árs 2015 er stefnan að setja upp í nokkrum skálum veggmyndir af nærliggjandi jöklum með leiðum teiknuðum inn á. Þannig geta ferðalangar skoðað leiðarval áður en lagt er í hann næsta dag. Leitaraðgerðir í og við Bleiksárgljúfur vöktu mikla athygli á árinu 2014 og beindu kastljósinu að því hversu sérstæð náttúrusmíð gljúfrin eru. Eftir að leitaraðgerðum lauk var því ákveðið að auka slysavarnir á svæðinu og var það unnið með sveitarfélaginu, þ.e. Rangárþingi eystra. Sléttað var yfir hjólför við ána úr gljúfrinu, bætt við köðlum við gljúfurbarma og sett upp viðvörunarskilti á tveimur stöðum við gljúfrin. Með fjölgun ferðamanna að vetrarlagi hefur útköllum björgunarsveita á þessum árstíma fjölgað svo nemur mörg hundruð prósentum hið minnsta. Líklega eru flestir sammála því að innviðir eru ekki að fullu í stakk búnir til að mæta þessum fjölda. Vegagerðin steig stórt skref á árinu 2014 með því að setja lokunarhlið við helstu fjall- og heiðarvegi á hringveginum og víðar. Verkefnið var unnið í samvinnu við Slysavarnafélagið Landsbjörg og hafa björgunarsveitir það hlutverk að standa vakt við lokunina gegn greiðslu. Markmiðið er að loka fyrr og þá um leið að opna fyrr enda þurfi ekki að verja miklum tíma í að losa fasta bíla og draga þá út fyrir svæðið. Í reynd muni því vegurinn verða lokaður skemur en ella. Lítil reynsla er komin á verkefnin en svo virðist þó sem atvikum af þessu tagi hafi fækkað. Í nokkurn tíma hafa Veðurstofan og Slysavarnafélagið Landsbjörg átt í samstarfi varðandi þróun á svokölluðum punktaveðurspám. Eru það nákvæmlega útreiknaðar veðurspár á stöðum þar sem ekki eru veðurstöðvar. Þetta gefur tækifæri til að fá veðurspár fyrir vinsæla ferðamannastaði og má þar nefna staði eins og Landmannalaugar, Langjökul, Hvannadalshnjúk, Hveravelli, Öskju og fleiri staði. Þetta er þó enn í þróun en fyrstu spárnar koma vonandi til með að sjást á fyrri hluta árs 2015. Er hér um að ræða stórt skref í öryggismálum ferðamanna en veðurspá er oft lykilþáttur í að ferð takist vel eða ekki. Að ferðamenn geti sótt veðurspá fyrir Hvannadalshnjúk í 2.110 metra hæð en ekki að láta duga spá rúmum 2.000 metrum neðar skiptir miklu. Að sama skapi má benda á að spá fyrir Landmannalaugar fæst þá fyrir þann stað nákvæmlega en ekki frá veðurstöð í hátt í 30 km. fjarlægð. Fulltrúi félagsins hefur setið í stýrihópi varðandi fræðslu- og öryggisskilti á jarðhitasvæðum á vegum Landverndar. Á árinu voru sett upp skilti við upphaf gönguleiða að Reykjadal svo og hafa verið sett upp skilti í Kerlingarfjöllum. Áætlað er að setja upp skilti við Kverkfjöll á næsta ári ef fjármagn fæst. Í upphafi sumars fór starfsmaður verkefnisins hring um landið til að hitta framlínustarfsmenn í ferðaþjónustu og dreifa fræðsluefni. Standar með harmonikkubæklingi eru nú á rétt um tvö hundruð stöðum, póstkort með 112 Iceland snjallsímaforritinu á um 70 stöðum og veggspjöld á ensku og íslensku á um 50 tjaldsvæðum. Heimsóknir þessar nýtast vel til að fræða starfsfólk í ferðaþjónustu um verkefnið og hvernig megi bæta upplýsingagjöf til ferðamanna. Í október fór fram alþjóðlega ráðstefnan Björgun. Í henni tóku þátt meira en 500 manns. Í samvinnu við Ferðamálastofu og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti stóð félagið fyrir forráðstefnunni Öryggis-
43
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Unnið var því með Landvernd að koma upp skiltum þar sem áhersla var lögð á öryggismál.
mál í ferðaþjónustu. Fór hún fram í Hörpu og stóð allan daginn. Hátt í 100 manns létu sjá sig á ráðstefnunni og var góður rómur gerður að þeim fyrirlestrum sem þar voru fluttir. Má þar nefna erindi Ross Gordons frá Nýja-Sjálandi, Per Olavs frá Svíþjóð, Víðis Reynissonar frá Almannavörnum og Sveins Rúnarssonar frá Lögreglunni á Suðurlandi. Það var Ólöf Ýrr ferðamálastjóri sem setti og sleit ráðstefnunni. Á árinu var tekin upp sú nýbreytni í samstarfi við SAF og Ferðamálastofu að senda út sérstakar viðvaranir vegna veðurs. Reynt er að senda eingöngu þegar mikið liggur við en ekki í hvert sinn sem vindur fer upp fyrir 20 metra. Alls voru sendar út fimm viðvaranir á árinu á mismunandi hópa ferðaþjónustu og ekki alltaf á alla landshluta. Þetta fékk afar góðar viðtökur hjá ferðaþjónum og vonandi margir sem hengdu viðvaranir þessar upp. Innan félagsins starfar nefnd um slysavarnir ferðamanna skipuð félögum með góða reynslu af ferðamennsku og ferðaþjónustu. Hún fundaði nokkrum sinnum í fyrra en hlutverk hennar er að styðja við málaflokkinn og vera stjórn til ráðgjafar. Meðal atriða sem hún vann að voru lokanir Vegagerðar, lista og forgangsraða ferðamannastöðum sem þarf að auka slysavarnir á, samstarf við SAF og fleira mætti telja til. Nefndin kallaði m.a. eftir tillögum frá félögum SL um land allt að stöðum þar sem útköll eru tíð eða slysahætta mikil. Viðbrögð voru góð og nefndin raðaði svo þessum stöðum upp í forgangsröð og hefur félagið hug á því að vinna að bættum slysavörnum í samvinnu við landeigendur og aðra hagsmunaðila á stöðunum.
44
Slysavarnir ferðamanna
Á síðasta ári var ráðist í lítið átak í samvinnu við Vegagerðina varðandi staði á þjóðvegum landsins þar sem útköll eru tíð eða slysahætta mikil. Kallað var eftir ábendingum frá félögum Slysavarnafélagsins Landsbjargar og barst mikill fjöldi ábendinga. Í mörgum tilfellum var um að ræða staði þar sem björgunarsveitir fara oft í útköll. Unnið var úr þessum ábendingum og þær svo sendar á Vegagerðina til skoðunar og úrvinnslu. Á hverju sumri liðsinna björgunarsveitir mörg hundruð ferðamönnum sem hafa lent í vandræðum við þverun straumvatna á bifreiðum sínum, oftast er þetta á hálendinu. Síðustu misserin hefur hópur innan félagsins unnið að tillögum um erfiðleikagráðun vaða og breytingu á merkingum við vöð. Í dag er sams konar skilti við öll vöð, hvort sem um er að ræða litla sprænu eða straumvatn sem eingöngu fáir eiga erindi yfir og þá á mikið breyttum bílum. Vinna þessi er á lokastigum og vonast er til að tillögur til Vegagerðar verði sendar í upphafi árs 2015. Gott samstarf hefur verið á milli Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Vegagerðarinnar í málaflokknum enda öryggismál ferðamanna oft nátengd vegakerfi landsins. Áður hefur verið minnst á lokanir á vegum en einnig er nauðsynlegt að minnast á hvað Veðurvaktin gerir. Í stuttu máli sér hún starfsmönnum Vegagerðar fyrir spám er varða veður og vegi landsins. Á síðasta ári hafa veðurfræðingar Veðurvaktarinnar aðlagað sig þannig að nú fylgja, þegar þarf, sérstök Safetravel veður-skilaboð. Birtast þessi skilaboð á vefsíðunni Safetravel svo og í skjáupplýsingakerfi ferðamanna. Þetta hefur tekist afar vel og er klárlega gott skref í að koma góðum veðurspám á framfæri. Á síðasta ári var útbúið sérstakt snjallsímaforrit eða app með ferðaáætlun þeirri sem má finna á safetravel.is. Enn auðveldara er því að fylla út sína ferðaáætlun og skila henni inn. Eðli málsins samkvæmt er mikið samstarf á milli félagsins og Neyðarlínu, ekki síst hvað varðar slysavarnir ferðamanna. Eðlilegt hlýtur að teljast að öll neyðarboð berist til Neyðarlínu sem sérhæfir sig í að taka á móti og meðhöndla slík skilaboð. Það ætti einnig að vera með neyðarboð frá neyðarsendum, SPOT tækjum og öðrum tækjum sem í notkun eru á markaði. Huga þarf að þessu á næstu misserum. Neyðarlína eða 112 eins og hún er nefnd í daglegu tali tók þátt í þróun og kostnaði við að koma á vöktun á ferðaáætlanir Safetravel og er þetta eftir því sem best er vitað eina landið í heiminum sem býður þjónustu sem þessa og það án kostnaðar. Á skjáupplýsingakerfi ferðamanna er minnt á neyðarnúmerið 112 svo og með auglýsingum á vefsíðunni Safetravel. Snjallsímaforritið 112 Iceland er afar gott, bæði til að skilja eftir staðsetningu sína svo og til að kalla á aðstoð en með því að nota forritið sést strax staðsetning þess er sendir neyðarboðin. Á kynningum, markaðsefni og í raun öllum stöðum sem hægt er að koma við á vegum Safetravel er númerið og forritið kynnt. Neyðarlínan gaf út póstkort þar sem forritið er kynnt. Hefur því verið dreift með fræðsluefni Safetravel og má finna standa með þessum kortum á um 100 stöðum um land allt. Jónas Guðmundsson, verkefnisstjóri slysavarna ferðamanna
45
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Unglingastarf SL 2014 Unglingastarf félagsins er mjög öflugt og starfa nú 54 unglingadeildir á landinu. Mikil gróska er í unglingastarfinu og voru verkefni ársins 2014 fjölbreytt og skemmtileg.
Landshlutamót Um sumarið var haldið eitt landshlutamót og var það haldið á Suðurlandi. Unglingadeildin Vindur og björgunarsveitin Eyvindur á Flúðum sáu um skipulagningu og utanumhald mótsins og voru þar samankomnir um 150 unglingar og umsjónarmenn frá 11 unglingadeildum. Dagskrá mótsins var létt og skemmtileg.
Miðnæturíþróttamót Í nóvember var haldið Miðnæturíþróttamót unglingadeilda Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Vatnaskógi og er þetta í fjórða sinn sem mótið er haldið. Skipulagning hefur verið í höndum félaga úr Björgunarfélagi Akraness. Mótið er sífellt að verða vinsælla og metaðsókn var í ár. Dagskráin er þétt og keppnisgreinarnar eru fjölbreyttar, sumar hverjar óvenjulegar og æðislega skemmtilegar. Sigurvegarar mótsins voru þeir sömu og 2013 eða Unglingadeildin Hafbjörg úr Grindavík. Miðnæturíþróttamótið hefur nú fest sig í sessi sem árlegur viðburður fyrir unglingadeildirnar.
Unglingadeildin Hafbjörg úr Grindavík var sigurvegari Miðnæturíþróttamóts unglingadeilda árið 2014.
46
Unglingastarf 2014
Hópefli er stór þáttur í unglingastarfinu og er gripið til ýmissa ráða til að hrista hópa saman. Hér má t.a.m. sjá hóparmbeygju.
Samstarf við erlend björgunarsamtök Árið 2014 var minna um erlent samstarf en hefur verið síðastliðin ár. Starfsmaður unglingamála fór ásamt varaformanni félagsins á fund með þýsku björgunarsamtökunum THW í Þýskalandi til að ræða áframhaldandi samstarf milli samtakanna og gekk sá fundur mjög vel.
Landsfundur umsjónarmanna Landsfundur umsjónarmanna var haldinn í annað sinn í félagsheimilinu á Blönduósi helgina 26.-28. september. Aðsóknin á fundinn var mjög góð eða um 60 umsjónarmenn víðsvegar af landinu. Dagskrá fundarins var fjölbreytt, skemmtileg og á sama tíma fræðandi. Erlendur Kristjánsson, deildarstjóri íþrótta- og æskulýðsdeildar menntamálaráðuneytisins, kom og sat fundinn með umsjónarmönnum til þess að fræðast meira um starfið sem fer fram í unglingadeildunum. Steinar Karl frá Maríta fræðslunni kom með fræðslu um fíkniefni, áhrif þeirra á líkamann, götuheitin og afleiðingar af neyslunni.
Vetraráskorun Crean Á árinu var Vetraráskorun Crean, sem er samstarfsverkefni Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Bandalags íslenskra skáta og Scouting Ireland. Þetta var þriðja árið sem þetta samstarfsverkefni fór fram. Vetraráskorun Crean er skipt niður í tvær undirbúningshelgar þar sem íslenski hópurinn kemur saman. Síðan er heil vika þar sem 20 unglingar frá Írlandi bætast í hópinn.
47
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Í ár voru íslensku þátttakendurnir 18 og komu fjórir unglingar úr unglingadeildum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Þetta verkefni er algjört útivistarævintýri og áskorun fyrir ungt fólk á aldrinum 14-15 ára.
Æskulýðsvettvangurinn Slysavarnafélagið Landsbjörg gerðist aðili að Æskulýðsvettvanginum sem er samstarfsvettvangur Skátanna, KFUM og K og UMFÍ í lok ársins 2011 og hafði það í för með sér miklar framfarir í unglingastarfi félagsins. Markmið Æskulýðsvettvangsins er að stuðla að samræðu og samstarfi aðildarfélaganna á sviði leiðtogaþjálfunar, fræðslumála, útbreiðslu og kynninga og á öðrum sviðum eftir því sem þurfa þykir. Til eru sameiginlegar áætlanir og verkferlar um hvernig bregðast eigi við ef grunur er um kynferðislega misnotkun eða einelti. Í ár fór Æskulýðsvettvangurinn af stað með verkefnið Komdu þínu á framfæri. Tilgangur og markmið verkefnisins er að skapa umræðuvettvang fyrir ungmenni (15-30 ára) þar sem þau geta látið í sér heyra og komið skoðunum sínum á framfæri við þá sem bera ábyrgð á æskulýðsmálum, menntun, listum og menningu og samfélaginu í heild í þeirra heimabyggð. Planið var að hafa átta landsfundi yfir veturinn 2014-2015. Settur var upp verkefnahópur sem sér um skipulagningu og undirbúning verkefnisins á öllum stigum þess. Einnig sinnir verkefnahópurinn hlutverki borðstjóra á hverjum fundi, leiðir umræðuna áfram hjá þátttakendum og hvetur þá til að koma skoðunum sínum á framfæri. Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir er fulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar í verkefninu.
Árið 2015 Ljóst er að mikið hefur verið að gera í unglingamálum félagsins síðastliðið starfsár og mun það næsta ekki verða minna. Samstarf við erlend björgunarsamtök verða gríðarlega mikil á komandi sumri. Til landsins mun koma hópur frá Norsk folke hjelp í Noregi og THW í Þýskalandi. Einnig mun hópur unglinga fara á alþjóðlega rústabjörgunaræfingu í Rússlandi. Helena Dögg Magnúsdóttir, starfsmaður unglingamála SL
48
Björgunarskólinn 2014 Starfsemi Björgunarskólans gekk mjög vel árið 2014. Það hefur lengi verið skoðun starfsfólks skólans að með auknu framboði námskeiða megi ná til fleiri þátttakenda og hækka þannig menntunarstig einstaklinga og eininga. Því var áfram lögð áhersla á gott framboð námskeiða. Áfram var haldið á þeirri braut að halda kostnaði í lágmarki ásamt því að ákvörðun var tekin um að hækka ekki námskeiðsgjöld. Áætlun fyrir árið hljóðaði upp á tillag frá félaginu upp á rúmar 26,5 miljónir en í raun varð það rúmar 24,3 miljónir sem verður að teljast nokkuð gott með tilliti til þess að námskeiðum og skráningum á námskeið hélt áfram að fjölga umtalsvert á árinu. Á meðfylgjandi skýringamynd má sjá þá fjölgun sem hefur átt sér stað undanfarin ár. Þátttakendum hefur fjölgað um 85% síðastliðin fimm ár og námskeiðum hefur fjölgað um 93% á sama tíma.
Fjöldi námskeiða og fjöldi þátttakenda 2008 - 2014 400
5000 4500
350
4000
300
3500
250
3000 2500
200
2000
150
1500
100
1000
50
500 0
2010
2011
2012
Fjödli þátttakenda
2013
2014
0
Fjöldi námskeiða
Tafla 1 Til stóð að fjölga starfsmönnum Björgunarskóla um hálft stöðugildi en ekki varð úr því og því störfuðu Arna Björg Arnarsdóttir og Dagbjartur Kr. Brynjarsson sem fastir starfsmenn skólans. Arna bar fyrst og fremst ábyrgð á að keyra námskeiðin á meðan Dagbjartur starfaði sem skólastjóri.
Námskeiðssókn Björgunarskólinn hefur lagt mestan þunga í að koma út námskeiðum í Björgunarmanni 1 og er stærsti hluti námskeiðssóknar á þeim námskeiðum eða 50% allra þátttakenda. Á árinu var einingum gert mögulegt að keyra fjarnámskeiðin Björgunarmaður í aðgerðum og Öryggi við sjó og vötn fyrir hóp í
49
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
bækistöð sinni sem gerði það að verkum að töluverð fjölgun varð á þessum námskeiðum. Þá varð á sama tíma töluverð fækkun þátttakenda á námskeiðið Fyrsta hjálp 1 sem er varhugaverð þróun. Eitthvað af þessu skýrist af töluverðri fjölgun á Vettvangshjálp í óbyggðum en ljóst er að fylgja þarf þessari þróun eftir.
Námskeið í björgunarmanni 1 2013 og 2014 500 400 300 200 100 0
Tafla 2 Þátttakendum á námskeiðum til Björgunarmanns 2 fjölgaði um tæp 22% á árinu og enduðu í 1.651 þátttakanda. Stærstu námskeiðin innan Björgunarmanns 2 eru: • • • • • •
Tetrafjarskipti (182) Óveður og björgun verðmæta (165) Sálræn hjálp (142) Fyrsta hjálp 2 (117) Fjallamennska 2 (110) Slöngubátur 1 (104)
Helstu breytingarnar á einstökum námskeiðum eru eftirfarandi: Aðgerðagrunnur Átak var gert í að keyra þau námskeið 2013 þar sem verið var að taka í gagnið nýjan grunn. Óveður og björgun Mikill áhugi var á þessu námskeiði enda hefur ófærðar- og óveðursútköllum verið að fjölga. Sálræn hjálp Námskeiðið hefur vakið þó nokkra athygli. Námsefnið gengur út á samskipti við aðstandendur. Slöngubátur 1 Ánægjulegt er að sjá sjóbjörgunarnámskeið meðal þeirra námskeiða sem taka hæstu stökkin.
50
Björgunarskólinn 2014
Fjallamennska 2
Áhugi á fjallamennsku virðist vera að aukast töluvert, bæði innan raða björgunarsveita en einnig meðal almennings. Í töflu 3 má sjá dreifingu námskeiða í Björgunarmanni 2 árin 2013 og 2014
200 180 160 140 120 100 80 60 40 20 0
Aðgerðagrunnur Aðgerðastjórn Aðkoma að flugslysum Áhafnir björgunarskipa BHSÍ - Vetrarnámskeið A BHSÍ - Vetrarnámskeið B BHSÍ - Vetrarnámskeið C BHSÍ - Víðavangsleit A Bifreiðastjóranámskeið Fjallabjörgun grunnnámskeið Fjallamennska 2 Fluglínutæki Fyrsta hjálp 2 GPS Harðbotna slöngubátur Hegðun týndra Hópslys Hópstjórnun Klettaklifur Leitarhundar - Snjóflóðaleit A Leitarhundar - Snjóflóðaleit B Leitarhundar - Snjóflóðaleit C OziExplorer kortaforrit Óveður og björgun verðmæta Rústabjörgun 1 - grunnnámskeið Sálræn hjálp Slöngubátur 1 Slöngubátur 2 Snjóflóð 2 Straumvatnsbjörgun 1 Straumvatnsbjörgun 2 Tetrafjarskipti Tetrafjarskipti - gáttun og stöð í Vélsleðamaður 1 Vélsleðamaður 2
Björgunarmaður 2 2013 og 2014
2014
2013
Tafla 3
Stærri námskeið Mæting á fagnámskeið og hin ýmsu framhaldsnámskeið var nokkuð góð en oft myndaðist biðlisti á námskeiðum. Það er samt ljóst að Vettvangshjálp í óbyggðum er langvinsælasta fagnámskeiðið. Þá voru einnig haldin nokkur fagnámskeið og má þar telja upp fagnámskeið í snjóflóðum, fjallabjörgun, fjallamennsku, leitartækni og leiðbeinendanámskeiði í fyrstu hjálp. Þá var í fyrsta sinn haldið leiðbeinendanámskeið í straumvatnsbjörgun. Var það haldið í samvinnu við Rescue 3 sem er alþjóðlega viðurkenndur námskeiðshaldari sem gefur út viðurkennd réttindi í straumvatnsbjörgun. Á námskeiðið mættu sjö einstaklingar frá félaginu og skemmst er frá því að segja að allir útskrifuðust með sæmd með alþjóðleg leiðbeinendaréttindi í straumvatnsbjörgun. Þá gerði Björgunarskólinn samkomulag við Rescue 3 um að vera viðurkenndur námskeiðshaldari á vegum Rescue 3. Þá hélt samstarf við Norska rauða krossinn áfram. Í kjölfar námskeiða í stjórnun leitaraðgerða á landi sem aðilar frá þeim sóttu hér heima 2013, ákváðu samtökin að taka upp það fyrirkomulag á nám-
51
Eftirtalin fyrirtæki styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg:
SANDUR - MÖL - UPPFYLLINGAREFNI SÆVARHÖFÐI 33 - REYKJAVÍK - SÍMI 557 2000
SANDUR - MÖL - UPPFYLLINGAREFNI SÆVARHÖF‹I 33 - REYK JAVÍK - SÍMI 557 2000
Stuðningur þeirra styrkir öflugt björgunar- og slysavarnastarf um allt land.
Björgunarskólinn 2014
skeiðum í aðgerðastjórnun sem Björgunarskólinn hefur verið með undanfarin ár. Lokahnykkurinn var svo á haustmánuðum þegar að Rauði krossinn í Noregi hélt sitt fagnámskeið. Var óskað eftir því að yfirleiðbeinandi í aðgerðamálum yrði viðstaddur námskeiðið til ráðgjafar og stuðnings á meðan á því stóð.
Þátttakendur á fag- og leiðbeinandanámskeiðum 2013 og 2014 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0
2014
2013
Tafla 4
Útivistarskólinn Námskeið á vegum Útivistarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru haldin í 18. skiptið á árinu. Var útivistaskólinn haldinn með öðru sniði en undanfarin ár þar sem að náminu fyrir unglinga var skipt í þrjú þrep. Var boðið upp á námskeið á öllum þremur stigum en skemmst er frá því að segja að eingöngu eitt námskeið var haldið. Þó nokkur breyting hefur verið á námsefni til unglingadeilda á undanförnum árum þar sem útbúið var námsefni sem umsjónarmennirnir sjálfir geta haldið fyrir yngri árgangana ásamt því að flest námskeið í Björgunarmanni 1 eru orðin opin unglingum frá 16 ára aldri. Til stendur að endurskoða námskeiðin sem hafa talist til Útivistarskólans á árinu 2015.
53
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Flutningur á sjúklingi í börum æfður á fyrstu hjálpar námskeiði.
Björgun 2014 Í tengslum við ráðstefnuna Björgun 2014 hélt Björgunarskólinn nokkur námskeið. Þar ber helst að segja frá leitartækninámskeiði sem skólinn hélt á ensku fyrir erlenda aðila. Þar var komið inn á aðferðafræði SL í leitartækninni. Nemendur komu frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Robert Koester kom og hélt tveggja daga námskeið um hegðun týndra en á það námskeið mættu 25 einstaklingar. Þá komu tveir fulltrúar frá RNLI í Bretlandi og héldu dags framhaldsnámskeið fyrir stjórnendur slöngubáta. Einnig var boðið upp á kvöldfyrirlestra á fimmtudagskvöldinu fyrir ráðstefnuna. 29 manns mættu á fyrirlesturinn Sáraumbúðir og frágangur sára og 25 mættu á fyrirlesturinn Notkun vaccum dýna við leit og björgun, en sá síðarnefndi var haldinn af Rick Lipke og Mike Tayloe frá Conterra. Í tengslum við Björgun var einnig haldinn fundur aðgerðastjórnenda víða að sem voru staddir á landinu í tengslum við ráðstefnuna. Var það hugsað sem vettvangur til að kynnast og byggja upp tengslanet á milli manna.
Straumvatnsbjörgun Björgunarskólinn hélt áfram uppbyggingu á straumvatnsbjörgunarsviði á árinu. Eftir að tilvonandi leiðbeinendur höfðu klárað fagnámskeið í straumvatnsbjörgun eða Advanced Swift Water Technician haustið 2013 var lagt upp með að halda leiðbeinendanámskeið í straumvatnsbjörgun í samvinnu við Rescue 3 Europe á vormánuðunum. Skemmst er frá því að segja að sjö leiðbeinendur útskrifuðust með alþjóðleg leiðbeinendaréttindi í Swift Water First Responder (SWFR) og Swift Water Rescue Technician (SWRT). Þau námskeið heita svo á íslensku Straumvatnsbjörgun 1 (SWFR) og Straumvatnsbjörgun 2 (SWRT). Eftir að leiðbeinendahópurinn útskrifaðist fóru þau beint í að þýða og heimfæra þessi tvö námskeið svo að hægt væri að halda námskeið strax um haustið. Sem úr varð og hélt Björgunarskóinn sex námskeið í straumvatnsbjörgun á haustmánuðum.
54
Björgunarskólinn 2014
Námskeið í snjóflóðum 2. Stangarleit er fínleit að einstaklingi er grafist hefur undir snjó.
Hópferð á ráðstefnu NASAR/MRA Dagana 2.-9. júní stóð Björgunarskólinn fyrir hópferð á ráðstefnu National Association for Search and Rescue (NASAR) og Mountain Rescue Association (MRA) sem haldin var í New Jersey, Bandaríkjunum. Þátttaka var hreint út sagt frábær því það fóru 35 einstaklingar í ferðina. Hún var skipulögð þannig að allir gætu tekið þátt í bæði ráðstefnunni og námskeiðum sem haldin voru fyrir ráðstefnuna, enda skráðu flestir sig einnig á námskeið. Þá var gefinn einn dagur í skoðunarferð um New York áður en haldið var heim á leið aftur. Vakti ferðin umtalsverða lukku meðal þátttakenda og var samdóma álit manna að ferð sem þessi geri mjög mikið, bæði sem sí- og endurmenntun en ekki síður til að bæta tengslanet innan raða Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Ferðaþjónustan Árið 2013 gaf Ferðamálastofa út leiðbeinandi reglur um öryggismál ferðaskipuleggjenda og ferðaskrifstofa. Í þeim reglum er vitnað í námsskrá Björgunarskólans sem viðmið fyrir lágmarksþekkingu þeirra sem starfa í ferðaþjónustu. Þá hefur Vakinn, gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar, einnig vitnað í námskeið sem eru í námsskrá skólans sem viðmið fyrir þjálfun starfsmanna í ferðaþjónustu. Um leið og það er gríðarleg viðurkenning á náminu og Björgunarskólanum setur það einnig þær kröfur að námskeið skólans þurfa að vera aðgengileg öðrum en bara einingum félagsins. Í allmörg ár hafa námskeið skólans staðið almenningi til boða og fólk hefur getað skráð sig á þau námskeið sem hafa verið í boði. Töluverð aukning hefur orðið í eftirspurn eftir námskeiðum beint til ferðaþjón-
55
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Mikilvægt er að sem réttastar upplýsingar berist um ástand mála á vettvangi svo hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir. ustufyrirtækja þar sem fyrirtæki óska eftir námskeiðum sniðnum að sínum aðstæðum. Skólinn hefur tekið vel í þær beiðnir og hefur eftir fremsta megni reynt að sinna þeim markaði. Kjarnastarfsemi Björgunarskólans hefur verið og er áfram að halda námskeið og fræðslu fyrir einingar félagsins og því miður hefur ekki fundist tími hjá starfsmönnum skólans í að sinna ferðaþjónustunni sem skyldi. Undir lok árs 2014 höfðu Samtök ferðaþjónustunnar samband við skólann með það fyrir augum að hvetja hann til að kynna sig betur fyrir fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Undir lok árs var tekin ákvörðun um að fjölga starfsmönnum skólans um eitt stöðugildi og færi hluti af því stöðugildi í að sinna því verkefni.
Námsskrá Fyrsta heildstæða námsskrá Björgunarskólans tók gildi 1. janúar 2013 eftir töluverðan undirbúning. Það var í raun mjög stórt en þarft verkefni þar sem ramminn í kringum Björgunarskólann er skilgreindur. Við gerð námsskrárinnar var horft til starfshátta sem hafa verið notaðir í grunn- og menntaskólum. Fyrir nýtt starfsár skólans á haustmánuðum var klárað að endurskoða námsskrána og sömuleiðis var bætt við töluverðu af námskeiðslýsingum í námsvísinn.
Yfirleiðbeinendur Á haustmánuðum sagði Sigurður Ó. Sigurðsson stöðu sinni sem yfirleiðbeinandi í leitartækni lausri
56
Björgunarskólinn 2014
sökum anna á öðrum vettvangi. Það er mikill missir fyrir skólann að sjá á eftir Sigurði. Hann mun þó verða skólanum innan handar og mun halda áfram að leiðbeina á ýmsum námskeiðum hans. Sigurður starfaði sem yfirleiðbeinandi í leitartækni í 16 ár. Honum er þakkað gríðarlega gott starf í gegnum tíðina. Hann á klárlega stóran þátt í því að við stöndum mjög framarlega í þessum fræðum í heiminum í dag. Staða yfirleiðeinanda í leitartækni var því auglýst laus til umsóknar og voru þó nokkrir sem sóttu um stöðuna. Að lokum var ákveðið að bjóða Einari Eysteinssyni og Eddu Björk Gunnarsdóttur að taka stöðuna í sameiningu sem þau þáðu. Eftirfarandi er listi yfir yfirleiðbeinendur í lok árs 2014 og svið þeirra: Aðgerðamál Dagbjartur Kr. Brynjarsson Bílamál Elvar Jónsson Ferðamennska og rötun Einar Eysteinsson Fjallabjörgun Gunnar Agnar Vilhjálmsson Fjallamennska Freyr Ingi Björnsson Fjarskipti Daníel Eyþór Gunnlaugsson Fyrsta hjálp Sigrún Guðný Pétursdóttir Köfun Guðjón S. Guðjónsson Leitartækni Edda Björk Gunnarsdóttir og Einar Eysteinsson Rústabjörgun Magnús Örn Hákonarson Sjóbjörgun Kristinn Guðbrandsson Slysavarnir Arna Björg Arnarsdóttir Snjóflóð Anton Berg Carrasco Vélsleðar Gísli Páll Hannesson’ Dagbjartur Kr. Brynjarsson, skólastjóri Björgunarskólans
Tryggja þarf öryggi allra áður en haldið er á snjóflóðavettvang. Öryggisvörður kannar hvor snjóflóðaýlir sé virkur hjá öllum björgunarmönnum.
57
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Ársskýrsla Slysavarnaskóla sjómanna 2014 Árið 2014 var annasamt þrátt fyrir að fækkun hafi orðið á nemendum milli ára. Á árinu var Sæbjörgu siglt á ný umhverfis landið eftir að hafa legið í höfn frá 2008. Á árinu voru haldin 179 námskeið sem 2.424 nemendur sóttu. Þrátt fyrir fækkun nemenda um 8% milli ára fjölgaði bæði námskeiðum og námskeiðsdögum. Samanlagðir námskeiðsdagar urðu 400 sem er um 3% fjölgun frá árinu á undan og námskeiðum fjölgaði um 6%. Námskeiðin sem skólinn stóð fyrir á árinu má sjá á meðfylgjandi töflu:
2014 Nemendur
Námskeið
Dagar
Grunnnámskeið STCW A-VI/1
298
20
Endurmenntun STCW A-VI/1
906
60
Framhaldseldvarnir STCW A-VI/3
128
Líf- og léttbátar STCW A-VI/2-1
2013 Nemendur
Námskeið
Dagar
100
402
24
120
120
1035
56
112
12
48
120
10
40
151
13
15
127
11
22
Endurmenntun STCW A-VI/2-1 og 3
70
4
8
63
5
10
Framhaldsskyndihjálp STCW A-VI/4-1
57
6
18
31
3
9
Sjúkrahjálp og lyfjakista STCW A-VI/4-2
95
9
27
61
6
18
160
10
20
179
8
16
Námskeið
Hóp- og neyðarstjórnun A-V/2 Mannauðsstjórnun STCW 10
29
4
12
36
3
9
111
10
10
76
6
6
Smábátanámskeið
75
7
7
106
7
7
Endurmenntun smábáta
52
5
2,5
77
8
4
7
2
2
2.139
162
389,5
2.313
147
373
Lokuð rými
12
2
1
11
1
0,5
Öryggisnámskeið hafna
17
2
2
Öryggisfræðsla flugliða - Tri Ennial
21
3
1,5
23
2
1
Öryggisfræðsla flugliða - Wet drill
194
7
3,5
151
9
4,5
41
3
3
134
10
10
285
17
11
319
22
16
2.424
179
400,5
2.632
169
389
Verndarskylda A-VI/6
Slöngufarþegabátar u. 6m. Samtal skyldunámskeið Sérnámskeið
Sérnámskeið fyrirtækja Samtals sérnámskeið Samtals
58
Slysavarnaskóli sjómanna 2014
Á hátíð hafsins færði Ecomar ehf. Slysavarnaskóla sjómanna Unitor björgunarbúning að gjöf. Það var Sigurður Ingi Viðarsson framkvæmdastjóri sem færði skólanum gjöfina eftir að hafa þreytt 1/2 maraþon í björgunarbúningi sömu gerðar. Frá stofnun Slysavarnaskóla sjómanna hafa verið haldin 2.552 námskeið sem 42.092 manns hafa sótt. Á árinu mátti greina fækkun í þátttöku í grunnnámskeiðum í öryggisfræðslu en aukning var í þau námskeið sem nauðsynleg eru fyrir alþjóðleg atvinnuréttindi og alþjóðasiglingar. Gefur það vísbendingu um að íslenskir sjómenn hafi í vaxandi mæli sett stefnuna á störf erlendis. Eitt nýtt námskeið var hannað á árinu, að beiðni Siglingastofnunar, fyrir stjórnendur slöngufarþegabáta undir 6 metrum. Voru tvö slík námskeið haldin á árinu. Eins og endranær tók skólaskipið Sæbjörg þátt í hátíðarhöldum í tengslum við Hátíð hafsins og Sjómannadaginn. Farnar voru þrjár sjóræningjaferðir á laugardeginum 31. maí en það er búið að vera þema þessara siglinga um þriggja ára skeið. Daginn eftir voru hefðbundnar siglingar með hátíðargesti en alls tóku 2.181 manns sér far með skipinu yfir helgina. Í ellefta sinn var bikar Slysavarnafélagsins Landsbjargar veittur áhöfn sem þótti sýna öðrum fremur góða öryggisvitund við þátttöku í námskeiðum Slysavarnaskóla sjómanna. Að þessu sinni var það áhöfnin á Þórunni Sveinsdóttur VE, undir skipstjórn Viðars Sigurjónssonar, sem fékk viðurkenninguna. Viðar og fjölskylda hans veittu viðurkenningunni móttöku um borð í Sæbjörgu á Sjómannadeginum. Í júní fór skólaskipið Sæbjörg í siglingu með námskeið út á land en slík ferð hafði ekki verið farin síðan árið 2008 eins og áður sagði. Réði þar að mestu um hversu miklar hækkanir á öllum aðföngum höfðu orðið og þá sérstaklega brennsluolíu á skipið. Fyrir tilstilli Samherja hf. á Akureyri var ákveðið að leggja í hringferð á þessu ári með stuðningi þeirra og eru þeim færðar miklar þakkir fyrir. Úr Reykjavík var haldið 25. júní til Vestmannaeyja. Þar voru haldin tvö námskeið fyrir sjómenn og að
59
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Áhöfnin á Sæbjörginni klæðir sig upp sem sjóræningja fyrir siglingu á sjómannadaginn.
þeim loknum færði útgerð og áhafnir á Bergey og Vestmannaey skólanum fjóra nýja björgunarbúninga að gjöf. Frá Vestmannaeyjum var siglt austur á Norðfjörð með stuttri viðkomu í Landeyjahöfn. Ferðin gekk mjög vel í blíðuveðri en þoku þó mest alla leiðina. Fjögur námskeið voru haldin á Neskaupstað fyrir sjómenn á trillum og stærri skipum. Var áhöfn Sæbjargar boðið í skoðunarferð um borð í nýjasta skip Síldarvinnslunnar, Börk NK, og að því loknu var kvöldverður í boði útgerðarinnar. Við það tækifæri færði framkvæmdastjóri útgerðarinnar skólanum 10 notaða björgunarbúninga að gjöf. Seyðisfjörður var næsti viðkomustaður þar sem fjögur námskeið voru haldin. Síðasta höfn sumarsins var svo Akureyri en þangað kom skipið 6. júlí. Við komu til hafnar þar tóku hljómsveitarmeðlimir í Roðlaust og beinlaust, ásamt aðstandendum, á móti skipinu og færði Björn Valur Gíslason, talsmaður þeirra, skólanum 500.000 kr. að gjöf til styrktar starfsemi skólans. Var það ágóði af sölu safndisks með lögum hljómsveitarinnar. Haldin voru sjö námskeið á Akureyri en að þeim loknum færði Samherji skólanum á þriðja tug björgunarbúninga auk tveggja gúmmíbjörgunarbáta að gjöf. Að loknum námskeiðum tók Slippurinn á Akureyri við skipinu til viðhalds meðan á sumarleyfum starfsmanna stóð. Var skipið tekið í þurrkví 22. júlí og var það ekki sjósett á ný fyrr en 13. ágúst. Í slippnum var unnið við að þvo og mála skipið að utan, allt frá masturstoppum og niður í kjöl. Ekki var vanþörf á enda hafði skipið ekki farið í slipp í rúm þrjú ár og var því orðið mjög gróið og mikil myndun af skel og hrúðurkörlum sem höfðu haft veruleg áhrif á siglingarhraða skipsins á leiðinni norður. Þá fór fram hreinsun á öllum kjölfestugeymum skipsins og framkvæmdar lagfæringar á lögnum í þeim auk smáviðgerða. Að auki þurfti að skipta út nokkrum gluggum auk ýmissa smáviðgerða. Þar sem áhöfn var í sumarleyfi þurfti að draga skipið á dráttarbátum bæði í og úr þurrkvínni. Voru það dráttarbátar Akureyrarhafnar sem framkvæmdu það skólanum að kostnaðarlausu.
60
Slysavarnaskóli sjómanna 2014
Sæbjörg hélt svo frá Akureyri síðdegis 26. ágúst og eftir 30 klst. siglingu í blíðu veðri var lagst að bryggju á ný í Reykjavík. Námskeið skólans í Reykjavík hófust síðan að nýju þann 1. september. Í lok október lauk tveggja ára verkefni sem Slysavarnaskólinn tók þátt í, Small Craft Emergency Response and Survival Training for Arctic Waters (SMACS), sem fjallaði um gerð öryggisfræðslu fyrir sjómenn á smábátum á heimskautasvæðum. Sóttu þrír starfsmenn skólans fund í tengslum við verkefnið á vormánuðum en sá fundur var haldinn í Gautaborg. Lokafundur verkefnisins var haldinn í Reykjavík í tengslum við ráðstefnuna Björgun þar sem niðurstaðan var kynnt. Afrakstur verkefnisins er heimasíða á slóðinni www.smacs-project.eu en einnig var útbúið snjallforrit á vegum Slysavarnaskólans sem þegar er aðgengilegt í gegnum snjallforritabanka. Heitir það einfaldlega SMACS. Nemi í forritun við Háskóla Íslands, Bjarni Rúnar Heimisson, annaðist alla forritun og uppsetningu snjallforritsins. Á árinu heimsóttu starfsmenn skólans systurskóla í Lettlandi og Búlgaríu í tengslum við mannaskiptaverkefni Leonardo da Vinci áætlunarinnar sem styrkt var af Evrópusambandinu. Þrír starfsmenn heimsóttu skólann Novikontas í Ríga og aðrir tveir sóttu heim Bulgarian Maritime Training Centre. Fimm starfsmenn sóttu símenntun í sjúkraflutningum á vöktum á sjúkrabifreiðum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Þá sótti einn starfsmaður endurmenntun í viðhaldi reykköfunartækja hjá Fenzy í Frakklandi og annar endurmenntunarnámskeið í mannauðsstjórnun fyrir yfirmenn hjá The Swedish Club í Gautaborg. Samstarf Slysavarnaskóla sjómanna og tryggingafélaganna VÍS, Sjóvár og TM í öryggismálum hélt áfram á árinu. Verkefnið lýtur að aðstoð við útgerðir og áhafnir í að koma á virkum forvörnum með atvikaskráningum og áhættumati. Þau skip sem hafa komið upp slíkum forvörnum hafa sýnt mikinn
Þátttakendur í námskeiðum hjá Slysavarnaskóla sjómanna læra m.a. að slökkva eld í lokuðu rými.
61
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
árangur af störfum sínum á þessu sviði með fækkun slysa. Samningur milli Slysavarnaskóla sjómanna og VÍS var endurnýjaður á árinu til næstu þriggja ára. Ár hvert hafa starfsmenn leitast eftir að heimsækja áhugaverð skip og fræðast um öryggismál hjá þeim sem og að aðstoða áhafnir við öryggismál. Starfsmennirnir heimsóttu í júní bandaríska skólaskipið State of Maine sem var statt í Reykjavíkurhöfn. Var skipið skoðað hátt og lágt auk þess sem fræðst var um þá starfsemi sem fram fer um borð í skipinu. Í sama mánuði fóru starfsmenn Slysavarnaskóla sjómanna um borð í grænlenska skuttogarann Ilivileq, sem áður hét Skálaberg, og fóru yfir notkun öryggis- og björgunarbúnaðar skipsins með skipverjunum. Þá fengu grænlenskir skipverjar Ilivileq tækifæri til að heimsækja Sæbjörgu og æfa sig í notkun björgunarbúninga, gúmmíbjörgunarbáta og tækja til að bjarga mönnum úr sjó. Þá fór starfsmaður um borð í grænlenska uppsjávarskipið Polar Amaroq á Akureyri til að fara yfir öryggismál með grænlenskum skipverjum skipsins. Slysavarnaskóli sjómanna fékk margar heimsóknir á árinu. Má þar meðal annars nefna eiginkonur sendiherra hinna ýmsu sendiráða hér á landi ásamt vinkonum þeirra. Nýráðinn forstjóri Samgöngustofu, Þórólfur Árnason, kynnti sér starfsemi skólans og skólaskipið auk þess að fylgjast með verklegum æfingum sjómanna sem voru á námskeiðum skólans. Sendinefnd frá Suður-Kóreu heimsótti skólann í október til að fræðast um öryggisfræðslu íslenskra sjómanna. Voru þeir að kynna sér sjávarútveginn á Íslandi en hópurinn samanstóð m.a. af þarlendum sjómönnum og ráðamönnum. Þá kom alheimsforseti Lionshreyfingarinnar í heimsókn í skólann en við það tækifæri færði Lionsklúbburinn Fold skólanum 100.000 þúsund krónur að gjöf og er þetta í þriðja sinn sem þær færa skólanum gjafir. Fulltrúar frá öllum sendiráðum Norðurlandanna komu og kynntu sér starfsemina á haustmánuðum. Einnig komu einingar innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar í heimsóknir til að fræðast um starfsemina. Sjávarútvegssýning var haldin í Smáranum í Kópavogi í september þar sem skólinn var með sýningarbás. Tekið var þar vel á móti nemendum og öðrum velunnurum skólans og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Það er ýmislegt sem gerist í Slysavarnaskólanum en á árinu fékk erlent kvikmyndafélag að nota Sæbjörgu til töku á auglýsingu fyrir mótorhjól sem seld eru á Indlandi. Það er langt að komið til að gera auglýsingu fyrir Indverja. Skólanum bárust margar gjafir á árinu auk þeirra sem áður hafa verið upptaldar. Í febrúar flutti skólastjóri erindi um öryggismál sjómanna og Slysavarnaskóla sjómanna fyrir Lionsklúbb Ólafsvíkur í safnaðarheimilinu þar í bæ. Við það tækifæri færði formaður klúbbsins, Sigtryggur S. Þráinsson, Slysavarnaskólanum Helly Hansen björgunarbúning til nota við námskeið skólans. Á hátíð hafsins laugardaginn 31. maí færði Ecomar ehf. Slysavarnaskóla sjómanna Unitor björgunarbúning að gjöf. Það var Sigurður Ingi Viðarsson framkvæmdastjóri sem færði skólanum gjöfina og það heldur betur á sérstakan hátt. Sigurður Ingi þreytti 1/2 maraþon í björgunarbúning, sömu gerðar, sem hófst við Sundlaug Vesturbæjar og lauk við Sæbjörgu sem lá við Bótarbryggju í tilefni hátíðarhalda helgarinnar. Má leiða að því líkum að hér hafi verið um einstakan atburð að ræða og í fyrsta sinn sem slíkt hlaup er þreytt í björgunarbúningi. Í júní færði Sigurður G. Gunnarsson, sölufulltrúi Kemi, skólanum að gjöf hálkuvarnar- og sjálflýsandi borða til að setja upp í skólaskipinu Sæbjörgu. Framleiðandi borðanna er Heskins sem Kemi er umboðsaðili fyrir. Fulltrúar VÍS færðu Slysvarnaskóla sjómanna tíu björgunarbúninga að gjöf í september í samræmi við samstarfssamning sem báðir aðilar gerðu til þriggja ára. Skólinn hefur fengið 50 björgunarbúninga að gjöf frá VÍS á undanförnum árum. Í nóvember færði
62
Slysavarnaskóli sjómanna 2014
AGA Linde Healthcare - Ísaga Slysavarnaskóla sjómanna að gjöf LIV Line neyðartösku til notkunar við kennslu í skólanum. Um var að ræða fullbúna neyðartösku sem inniheldur súrefnistæki, kokrennur og sogbúnað til notkunar við endurlífgun og þegar nauðsyn er á súrefnisgjöf. Þá gaf Sjólaskip gúmmíbjörgunarbát til nota fyrir skólaskipið auk þess sem fjöldi skipa og báta gáfu útrunninn björgunarbúnað til nýtingar á námskeiðum skólans. Þá hafa Faxaflóahafnir veitt skólanum dyggilegan stuðning með niðurfellingu hafnargjalda. Slysavarnaskóli sjómanna og starfsmenn færa öllum velunnurum skólans á árinu miklar þakkir fyrir stuðning þeirra við starfsemina. Skólastjóri sótti tvo fundi alþjóðasamtaka sjóbjörgunarskóla, IASST, þann fyrri í Bergen og þann síðari í Halifax. Þá sótti hann STW fund Alþjóða siglingamálastofnunarinnar í London í febrúar þar sem fjallað var um nýjar menntunarkröfur til sjómanna. Skólanefnd Slysavarnaskólans hélt einn fund á árinu en skólanefndina skipa Gunnar Tómason formaður, Lilja Magnúsdóttir, Kristinn Ólafsson, Sævar Gunnarsson og Árni Bjarnason. Í árslok voru níu starfsmenn í fullu starfi við skólann en þeir eru: Hilmar Snorrason skólastjóri, Þráinn Skúlason aðstoðarskólastjóri, Bogi Þorsteinsson kennari, Kristinn Guðbrandsson leiðbeinandi, Þórarinn Þórarinsson leiðbeinandi, Sigrún Anna Stefánsdóttir, skrifstofumaður/leiðbeinandi, Jóhann Eyvindsson leiðbeinandi, Ingimundur Valgeirsson verkefnisstjóri og Vidas Kenzgaila við ræstingu. Pétur Ingjaldsson yfirvélstjóri var í hálfu starfi en á móti honum er Ingjaldur S. Hafsteinsson. Auk þeirra voru eftirtaldir stundakennarar sem komu að kennslu á námskeiðum skólans: Guðjón Sig. Guðjónsson, Benedikt Jón Þórðarson, Magnús Guðjónsson, Jónas Árnason, Ólafur Geir Sigurjónsson, Svavar Jón Bjarnason og Sigvaldi Torfason. Sigríður Linda Vigfúsdóttir annaðist símavörslu meðan starfsmenn tóku sumarfrí. Þá komu læknar og hjúkrunarfólk frá LHS, starfsmenn LHG fluggæslu og slökkviliðsmenn SHS að kennslu við skólann. Hilmar Snorrason, skólastjóri
Notkun neyðarblysa æfð á námskeiði hjá Slysavarnaskóla sjómanna.
63
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Starf Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar Stjórnendur sveitarinnar voru tveir í upphafi árs, Björn Bergmann Þorvaldson og Hjálmar Örn Guðmarsson. Hjálmar hætti störfum fyrir sveitina í mars. Á ársfundi 20. nóvember lét Björn einnig af störfum sem stjórnandi ÍA og Sólveig Þorvaldsdóttir, Friðfinnur Guðmundsson, Bragi Reynisson og Hjálmar Örn Guðmarsson tóku við. Mikil vinna var lögð í endurúttekt á sveitinni á árinu og var Björn ráðinn til starfa á skrifstofu félagins til að undirbúa ÍA til úttektar sem fór síðan fram í Tinglev í Danmörku daganna 11.-15. júní. Að þessu sinni fóru 45 félagar ÍA út til að taka þátt í æfingunni ásamt Borgþóri Hjörvarssyni og Ólafi Loftssyni, en þeir voru tengiliðirnir ÍA á æfingunni. Æfingin var haldin á vegum Evrópusambandsins (ESB), en sveitin tók þátt í samsvarandi æfingu í janúar 2013. Helsta markmið æfingarinnar var að samhæfa aðgerðir viðbragðsaðila af ólíku þjóðerni, en sveitin er á viðbragðslista ESB þar sem Ísland er þátttakandi í almannavarnasamstarfi sambandsins með aðild sinni að EES. Sveitin stóðst úttektina með sóma og er með úttekt Sameinuðu þjóðanna til 2019. Hörður Már Harðarson og Gunnar Stefánsson heimsóttu sveitina til Tinglev og voru viðstaddir þegar úttektarteymið fór yfir niðurstöður hennar.
Hópurinn frá Íslensku alþjóðabjörgunarsveitinni sem tók þátt í æfingu í Danmörku.
64
Starf Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar
Rústabjörgunarsveitum fylgir mikið af búnaði. Framkvæmdastjórn ÍA hélt sex fundi á starfsárinu, en Hörður Már Harðarson tók við af Þorvaldi Hallssyni sem formaður. Fundir INSARAG voru sóttir og fóru þeir Gunnar Stefánsson og Jón Svanberg Hjartarson til Genf á INSARAG Steering Group fund í febrúar. Sólveig Þorvaldsdóttir sótti UNDAC fund sem haldinn varð í sömu viku í Genf. Björn Bergmann Þorvaldsson sótti Team Leaders fund í Qatar í september. Ólafur Loftsson fór á INSARAG Regional fund sem haldinn var í Póllandi. Hann var beðinn um að mæta og segja frá úttekt sveitarinnar í Tinglev en Ólafur var tengiliður okkar og úttektarteymisins í úttektinni.
65
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Skýrsla vegna niðurfellinga VSK og vörugjalda árið 2013 Alls voru afgreidd 140 erindi um niðurfellingu virðisaukaskatts og aðflutningsgjalda á árinu 2014, samtals kr. 117.600.499,Málunum er skipt niður í sex flokka, þeir eru: Bifreiðar og annað þeim tengt, kr. 53.272.113,Vélsleðar, kr. 32.088.670,Fjórhjól /sexhjól, kr. 8.751.913,Bátar, bátakerrur og mótorar, kr. 7.425.065,Snjóbílar, belti o.þ.h., kr. 942.857,Búnaður björgunarmanna, kr. 15.119.881,Heildarskipting milli flokka er þannig:
942.857
15.119.881 (1) Bílar
7.425.065 53.272.113
(2) Vélsleðar (3) Fjórhjól
32.088.670
(4) Bátar (5) Snjóbílar
8.751.913
(6) Búnaður
Skipting milli svæða er samkvæmt töflunni hér að neðan. Fatnaður, búnaður og fleira sem keypt er í magninnkaupum og afgreitt er í gegnum skrifstofuna er skilgreint sem SL.
66
Svæði 1
52.839.247
Svæði 10
4.512.127
Svæði 2
6.798.778
Svæði 11
1.292.256
Svæði 3
3.962.423
Svæði 12
5.681.435
Svæði 4
4.155.803
Svæði 13
7.858.917
Svæði 5
2.990.668
Svæði 15
870.217
Svæði 6
748.495
Svæði 16
3.081.226
Svæði 7
3.573.421
Svæði 18
0
Svæði 8
1.992.339
SL
Svæði 9
2.982.319
14.261.008
Skýrsla vegna niðurfellingar VSK og vörugjalda árið 2013
Skipting milli svæða 60.000.000 50.000.000 40.000.000 30.000.000 20.000.000 10.000.000 0
Þróun niðurfellinga frá árinu 2007 í krónum talið
140.000.000 120.000.000 100.000.000 80.000.000 60.000.000 40.000.000 20.000.000 0
Árið 2007
Árið 2008
Árið 2009
Árið 2010
Árið 2011
Árið 2012
Árið 2013
Árið 2014
Sigurður R. Viðarsson, starfsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
67
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Nefndir og ráð Milliþinganefndir Félagslegir endurskoðendur Garðar Eiríksson Jóhann Ólafsson Vilhjálmur Halldórsson - til vara Fjárveitinganefnd Ingimar Eydal - formaður Guðlaugur Jónsson Gunnar Örn Jakobsson Ingólfur Finnsson Ólafur Hallgrímsson Sigurður R. Viðarsson - starfsmaður Laganefnd Björn Guðmundsson - formaður Gerður Guðmundsdóttir Jóhann Bæring Pálmason Helga Björk Pálsdóttir - starfsmaður Uppstillingarnefnd Adolf Þórsson - formaður Borgþór Hjörvarsson Lilja Magnúsdóttir Ólöf Snæhólm Baldursdóttir – starfsmaður
Aðrar nefndir og ráð Almannavarna- og öryggisráð Hörður Már Harðarson Fjarskiptaráð björgunarsveita Hörður Már Harðarson – formaður Bragi Reynisson Daníel Eyþór Gunnlaugsson Helgi Reynisson Jón Hermannsson Valur Haraldsson Guðbrandur Örn Arnarson - starfsmaður
68
Flugeldanefnd Leonard Birgisson - formaður Guðjón Guðmundsson Gunnar Stefánsson Páll Ágúst Ásgeirsson Þorvaldur Friðrik Hallsson Jón Ingi Sigvaldason - starfsmaður Framkvæmdastjórn björgunarbátasjóðs SL Páll Ágúst Ásgeirsson - formaður Guðjón Guðmundsson Gunnar Stefánsson Heiðar Hrafn Eiríksson Jón Svanberg Hjartarson Sigurður R. Viðarsson - starfsmaður Framkvæmdastjórn Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar Hörður Már Harðarson Björn Þorvaldsson - stjórnandi til nóvember Borgþór Hjörvarsson Bragi Reynisson - stjórnandi frá nóvember Friðfinnur Freyr Guðmundsson - stjórnandi frá nóvember Hilmar Már Aðalsteinsson - út mars Hjálmar Örn Guðmarsson - út mars og skipaður aftur í nóvember Sólveig Þorvaldsóttir - stjórnandi frá nóvember Gunnar Stefánsson - starfsmaður Fulltrúar í stjórn SST Gunnar Stefánsson Friðfinnur Guðmundsson - varamaður Landsstjórn björgunarsveita Friðfinnur Freyr Guðmundsson - formaður Ásgeir Kristinsson Bjarni Kristófer Kristjánsson
Nefndir og ráð
Dagbjartur Kr. Brynjarsson Friðrik Jónas Friðriksson Hilmar Frímannsson Hörður Már Harðarson Jón Hermannsson Jón Sigurðarson Rúnar Jónsson Guðbrandur Örn Arnarson - starfsmaður Nefnd um slysavarnamál Margrét L. Laxdal - formaður Díana Dröfn Ólafsdóttir Guðrún Bjarnadóttir Gísli Vigfús Sigurðsson Harpa Vilbergsdóttir Sólbjörg Gunnbjörnsdóttir Dagbjört H. Kristinsdóttir - starfsmaður Nefnd um slysavarnir ferðamanna Gísli Vigfús Sigurðsson - formaður Anna Filbert
Kristján Steingrímsson Gísli Páll Hannesson Atli Pálsson Helga Garðarsdóttir Jónas Guðmundsson - starfsmaður Nefnd um unglingamál Margrét L. Laxdal - formaður Andri Rafn Sveinsson Arnór Arnórsson Eiður Ragnarsson Erling Pétursson Ingibjörg Elín Magnúsdóttir Otti Rafn Sigmarsson Helena Dögg Magnúsdóttir - starfsmaður Rannsóknarnefnd björgunarsveitaslysa Skúli Berg - formaður G. Birkir Agnarsson Magnús Viðar Arnarsson Óskar Þór Guðmundsson
Veðrið leikur ekki alltaf við björgunarmenn. Ófærð í Oddskarði. Mynd frá Björgunarsveitinni Brimrúnu.
69
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Sveinborg Hlíf Guðmundsdóttir Kolbeinn Guðmundsson Jónas Guðmundsson - starfsmaður Ritnefnd sögu SL Sigurgeir Guðmundsson Þorsteinn Þorkelsson Tryggvi Páll Friðriksson Jón Svanberg Hjartarson - starfsmaður Safnanefnd minjasafns SL að Skógum Sigurgeir Guðmundsson Garðar Eiríksson Benedikt Gröndal Sigurður Viðarsson - starfsmaður
Slysavarnaráð Dagbjört H. Kristinsdóttir Stjórn Íslandsspila Gunnar Þorgeirsson Páll Ágúst Ásgeirsson Hörður Már Harðarson - varamaður Jón Svanberg Hjartarson - varamaður
Samgöngustofa Dagbjört H. Kristinsdóttir
Stjórn Æskulýðsvettvangsins Gunnar Stefánsson
Siglingaráð Hilmar Snorrason Gunnar Tómasson - varamaður
Stjórnendur Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar Bragi Reynisson Hjálmar Örn Guðmarsson Sólveig Þorvaldsdóttir Friðfinnur F. Guðmundsson
Skólanefnd Margrét Laxdal - formaður Edda Björk Gunnarsdóttir Guðjón Guðmundsson Ingibjörg Eiríksdóttir Pétur Guðmundsson Sigurður Ó. Sigurðsson Dagbjartur Kr. Brynjarsson - starfsmaður
70
Skólanefnd Slysavarnaskóla sjómanna Gunnar Tómasson Jónas G. Ragnarsson Sævar Gunnarsson Lilja Magnúsdóttir Skyndihjálparráð Sigrún Guðný Pétursdóttir
Viðurkenninganefnd Hörður Már Harðarson Petrea Jónsdóttir Sigurgeir Guðmundsson Gunnar Stefánsson - starfsmaður
Ráðstefnan Björgun Ráðstefnan Björgun fór fram í Hörpu í október sl. en þetta var í 12. skipti sem hún er haldin. Með tímanum hefur þeim sem sækja ráðstefnuna sífellt fjölgað og nú var svo komið að Grand Hótel, sem þjónað hefur henni vel og dyggilega í mörg ár, dugði ekki til. Því var ljóst að einhverju þyrfti að breyta. Eftir nokkra skoðun varð ljóst að Harpa væri eini staðurinn sem gæti borið svona ráðstefnu. Eftir á að hyggja eru skipuleggjendur, þ.e. starfsfólk skrifstofu SL, hæstánægt með að hafa tekið stökkið enda ljóst að Grand hótel hefði ekki borið þann fjölda sem sótti ráðstefnuna. Hátt í 1.000 manns komu að henni á einn eða annan hátt, samanborið við um 600 manns tveimur árum áður, en það var þá langstærsta ráðstefnan. Vel fór um alla ráðstefnugesti og sýningarrými, bæði úti og inni, var rúmgott og hentaði t.d. vel fyrir þau stóru tæki og búnað sem fylgir björgunaraðilum á sjó og landi. Ekki spillti útsýnið, beint á Sæbjörgina sem „hýsir“ Slysavarnaskóla sjómanna, heldur fyrir.
Hverjir mættu? Megnið af þeim sem sækir Björgun er fólk úr björgunarsveitum. Fyrir ráðstefnuna 2014 var settur aukinn kraftur í að markaðssetja hana meðal annarra viðbragðsaðila, svo sem lögreglu, slökkviliða, Landhelgisgæslu, Rauða krossins og heilbrigðisstarfsmanna, enda er stefnt að því að Björgun verði í framtíðinni ráðstefna allra viðbragðsaðila. Haft var samráð við þessa aðila þegar kom að skipulagningu og vali á fyrirlesurum og höfðu þeir hönd í bagga auk þess að flytja sjálfir inn áhugaverða fyrirlesara. Þetta skilaði sér í mikilli aukningu á mætingu frá samstarfsaðilum okkar og er það vel.
Erlendir gestir Aukinn kraftur var einnig settur í erlenda markaðssetningu. Ráðstefnan er alþjóðleg og með þeim stærri innan björgunargeirans. Undanfarin ár hefur erlendum gestum fjölgað töluvert milli ára en nú
Öll ráðstefnuaðstaða í Hörpu var til fyrirmyndar. Mynd: Sigurður Ó. Sigurðsson.
71
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Hátt til lofts og vítt til veggja. Vel fór um alla ráðstefnugesti. Mynd Sigurður Ó. Sigurðsson.
72
Ráðstefnan Björgun
Aldrei hafa verið fleiri sýnendur á ráðstefnunni Björgun. Mynd: Sigurður Ó. Sigurðsson. brá svo við að skráningin var ekki í samræmi við væntingar og jókst lítið frá árinu 2013. Olli það vonbrigðum en ekki er vitað um ástæðuna. Ráðstefnan ætti að vera betur kynnt innan viðbragðsgeirans erlendis eftir því sem fleiri hafa sótt hana í gegnum árin auk þess sem erlendir gestir lýsa mikilli ánægju með hana og tengda viðburði.
Fjármál Síðustu árin hefur ráðstefnan Björgun staðið undir sér fjárhagslega og jafnvel skilað örlitlum hagnaði. Áður greiddi félagið með henni enda sjálfsagt þar sem um er að ræða mikilvægan hlekk í því að bæta menntun og þekkingu félagsfólks. Ein af ástæðum þess að gera ráðstefnuna að alþjóðlegum viðburði var að ná í meiri tekjur svo hægt væri að bjóða upp á erlenda sérfræðinga án þess að auka kostnað félagsfólks að ráði.
Fyrirlestrar Á svona stórri ráðstefnu kennir ýmissa grasa þegar kemur að fyrirlestrum sem í boði eru. Hátt hlutfall gesta, eða yfir 95%, var ánægt með val og gæði fyrirlestra sem er ágætur árangur. Opnunarfyrirlesari að þessu sinni var Dr. Björn Karlsson sem fjallaði um hvernig hægt er að nota áhættumatsaðferðir við greiningu á margs konar mismunandi verkefnum, m.a. hvort björgunarviðbúnaður sé nægilegur við einhverjar vissar aðstæður.
Björgunarsýning Þegar hefðbundinni dagskrá fyrirlestra lauk á laugardeginum var haldin björgunarsýning fyrir utan Hörpu. Slíkt er nýjung á ráðstefnunni og kom afar vel út. Flogið var yfir svæðið og bögglum hent í sjóinn sem björgunarbátar sóttu svo. Sýnd var fjallabjörgun en aðstaða til þess var til fyrirmyndar
73
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Félagar í FBSR áttu glæsilega innkomu á björgunarsýningu sem haldin var utandyra. Lentu þeir í fallhlífum á Arnarhóli með fána félagsins.
74
Ráðstefnan Björgun
í grunninum að hótelbyggingunni við hlið Hörpu. Einnig stukku félagar úr FBSR í fallhlífum úr vélunum og lentu á Arnarhóli með blys og fána. Var það mikið sjónarspil og vakti athygli í miðbænum í Reykjavík.
Gleði og gaman Að venju var nokkuð umfangsmikil dagskrá utan ráðstefnunnar fyrir gesti. Erlendum gestum var t.a.m. boðið í móttöku hjá utanríkisráðuneytinu. Á föstudagskvöldinu var óformlegur hittingur fyrir ráðstefnugesti um borð í Sæbjörginni og fjölmenntu þangað bæði erlendir sem innlendir gestir og skapaðist skemmtileg stemning og vettvangur fyrir fólk að sýna sig og sjá aðra. Ferð í Bláa lónið á laugardeginum og hátíðarkvöldverður á veitingastaðnum Lava á eftir vakti lukku nú sem endranær. Á árum áður voru það helst erlendir fyrirlesarar og gestir er sóttu hátíðarkvöldverð ráðstefnunnar en þátttaka eininga félagsins hefur aukist jafnt og þétt.
Námskeið, vinnustofur og ráðstefnur Sem fyrr hófst dagskrá Björgunar með námskeiðshaldi og annarri dagskrá dagana fyrir ráðstefnuna. Slysavarnafélagið Landsbjörg, Ferðamálastofa, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar stóðu fyrir ráðstefnu um öryggismál og forvarnir í ferðaþjónustu. Á henni flutti fjöldi erlendra og innlendra fyrirlesara stutt, hnitmiðuð og lærdómsrík erindi. Robert Koester, sem er einn helsti sérfræðingur í heiminum þegar kemur að hegðun týndra og flokkun þeirra, var með námskeið þar sem farið var yfir nýja þekkingu í faginu. Hann kynnti einnig nýjustu niðurstöður rannsókna sinna á sviðinu. Rick Lipke og Mike Tayloe kenndu björgunarsveitafólki meðferð og notkun vaccum dýna í björgun. Á vinnustofu þeirra var m.a. æft hvernig lyfta á sjúklingi með mögulega áverka á hrygg eða mjaðmagrind og hvernig nota á dýnuna á börum fyrir tæknilega erfiðar bjarganir og lengri flutning. Frá Konunglegu bresku sjóbjörgunarsamtökunum kom Glen Mallen og þjálfaði stjórnendur slöngubáta og fór yfir það hvernig best má setja upp raunhæfar æfingar fyrir björgunarfólk sem starfar á slíkum bátum. Yfirleiðbeinandi Björgunarskólans í fyrstu hjálp, Sigrún Guðný Pétursdóttir, kynnti fyrir þátttakendum á námskeiðinu Sáraumbúðir og frágangur sára, sýnishorn af þeim umbúðum sem til eru á markaðnum og ræddi hvað þyrfti að vera í sjúkratöskunni þegar ferðast er um óbyggðir. Hún fór einnig yfir hvaða aðferðir og umbúðir best er að nota til að stöðva blæðingu. Til viðbótar við þessa dagskrá var vinnustofa um öryggis- og neyðarviðbragðaþjálfun fyrir áhafnir smærri skipa á Norðurslóðum (SMACS) haldin í tengslum við ráðstefnuna Björgun. Vinnustofan var lokahnykkurinn í þessu verkefni á vegum ESB og á hana mættu fulltrúar frá þátttökulöndum en einnig var hún opin félagsfólki og öðrum sem áhuga hafa á málefninu. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, starfsmaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar
75
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Björgunarsveitir
Björgunarfélag Akraness Björgunarfélag Árborgar Björgunarfélag Hornafjarðar Björgunarfélag Ísafjarðar Björgunarfélag Vestmannaeyja Björgunarfélagið Blanda Björgunarfélagið Eyvindur Björgunarsveit Biskupstungna Björgunarsveit Hafnarfjarðar Björgunarsveit Landeyja Björgunarsveit Mýrarhrepps Björgunarsveitin Gerpir Björgunarsveitin Ægir Garði Björgunarsveitin Ægir Grenivík Björgunarsveitin Ársæll Björgunarsveitin Ársól Björgunarsveitin Bára Björgunarsveitin Berserkir Björgunarsveitin Björg Drangsnesi Björgunarsveitin Björg Eyrarbakka Björgunarsveitin Björg Suðureyri Björgunarsveitin Blakkur Björgunarsveitin Bræðrabandið Björgunarsveitin Brák Björgunarsveitin Brimrún Björgunarsveitin Bróðurhöndin Björgunarsveitin Dagrenning - Hólmavík Björgunarsveitin Dagrenning - Hvolsvöllur Björgunarsveitin Dalvík Björgunarsveitin Dýri Björgunarsveitin Eining Björgunarsveitin Elliði Björgunarsveitin Ernir Björgunarsveitin Garðar Björgunarsveitin Geisli Björgunarsveitin Grettir Björgunarsveitin Hafliði Björgunarsveitin Heiðar Björgunarsveitin Heimamenn Björgunarsveitin Hérað Björgunarsveitin Húnar Björgunarsveitin Ingunn Björgunarsveitin Ísólfur Björgunarsveitin Jökull Björgunarsveitin Jörundur Björgunarsveitin Kári Björgunarsveitin Kjölur Björgunarsveitin Klakkur Björgunarsveitin Kofri
76
Björgunarsveitin Kópur Björgunarsveitin Kyndill - Mosf. Björgunarsveitin Kyndill Kbkl. Björgunarsveitin Lífgjöf Björgunarsveitin Lífsbjörg Snæfellsbæ Björgunarsveitin Mannbjörg Björgunarsveitin Núpar Björgunarsveitin Ok Björgunarsveitin Ósk Björgunarsveitin Pólstjarnan Björgunarsveitin Sæbjörg Flateyri Björgunarsveitin Sæþór Björgunarsveitin Sigurgeir Björgunarsveitin Sigurvon Björgunarsveitin Skagfirðingasveit Björgunarsveitin Skyggnir Björgunarsveitin Stefán Björgunarsveitin Stjarnan Björgunarsveitin Strákar Björgunarsveitin Strandasól Björgunarsveitin Strönd Björgunarsveitin Suðurnes Björgunarsveitin Sveinungi Björgunarsveitin Tálkni Björgunarsveitin Þingey Björgunarsveitin Þorbjörn Björgunarsveitin Tindar Björgunarsveitin Tindur Björgunarsveitin Týr Björgunarsveitin Víkverji Björgunarsveitin Vopni Flugbjörgunarsveitin Hellu Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð Hjálparsveit skáta á Fjöllum Hjálparsveit skáta Aðaldal Hjálparsveit skáta Garðabæ Hjálparsveit skáta Hveragerði Hjálparsveit skáta Kópavogi Hjálparsveit skáta Reykjadal Hjálparsveit skáta Reykjavík Hjálparsveitin Dalbjörg Hjálparsveitin Lómfell Hjálparsveitin Tintron Súlur - Björgunarsveitin á Akureyri Björgunarhundasveit Íslands Leitarhundar Slysavarnafélagsins Landsbjargar
Slysavarnadeildir Slysavarnadeildin Dagbjörg - Reykjanesbæ Slysavarnadeild Hnífsdals Slysavarnadeild kvenna Húsavík Slysavarnadeild kvenna Ólafsfirði Slysavarnadeildin Gyða Bíldudal Slysavarnadeild kvenna Bolungarvík Slysavarnadeildin í Reykjavík Slysavarnadeild Skagfirðingasveitar - Sauðárkrókur Slysavarnadeildin Dalvík Slysavarnadeildin á Akureyri Slysavarnadeildin Ársól - Reyðarfjörður Slysavarnadeildin Björg - Eyrarbakka Slysavarnadeildin Eykyndill - Vestmannaeyjum Slysavarnadeildin Hafdís - Fáskrúðsfjörður Slysavarnadeildin Hafrún- Eskifjörður Slysavarnadeildin Helga Bárðardóttir - Hellissandur
Slysavarnadeildin Hjálp - Bolungarvík Slysavarnadeildin Hraunprýði - Hafnarfirði Slysavarnadeildin Hringur - Mývatn Slysavarnadeildin Iðunn - Ísafirði Slysavarnadeildin Káraborg - Hvammstangi Slysavarnadeildin Líf - Akranes Slysavarnadeildin Rán - Seyðisfjörður Slysavarnadeildin Sjöfn - Vopnafirði Slysavarnadeildin Snæbjörg - Grundarfjörður Slysavarnadeildin Sumargjöf - Ólafsvík Slysavarnadeildin Una - Garður Slysavarnadeildin Unnur - Patreksfjörður Slysavarnadeildin Varðan - Seltjarnarnes Slysavarnadeildin Vörn - Siglufjörður Slysavarnadeildin Þórkatla - Grindavík Slysavarnadeildin Framtíðin - Höfn
Frá leit við Látrabjarg. Mynd: Rakel Ósk Snorradóttir.
77
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Unglingadeildir
Höfuðborgarsvæðið - svæði 1 Unglingadeildin Árný – Reykjavík, Björgunarsveitin Ársæll Unglingadeildin Björgúlfur – Hafnarfirði Unglingadeildin Kyndill – Mosfellsbæ Unglingadeildin Stormur – Kjalarnesi Unglingadeildin Ugla – Kópavogi Suðurnes - svæði 2 Unglingadeildin Klettur – Reykjanesbæ Unglingadeildin Rán – Garði Unglingadeildin Hafbjörg – Grindavík Unglingadeildin Von – Sandgerði Unglingadeildin Tígull – Vogum Suðurland - svæði 3 Unglingadeildin Árborg Unglingadeildin Bruni – Hveragerði Unglingadeildin Greipur – Biskupstungum og Laugarvatni Unglingadeildin Strumpur – Þorlákshöfn Unglingadeildin Ungar – Eyrarbakka Unglingadeildin Vindur – Flúðum Vesturland - svæði 4 Unglingadeildin Arnes – Akranesi Unglingadeildin Litla Brák – Borgarnesi Vesturland - svæði 5 Unglingadeildin Dreki – Hellissandi Unglingadeildin Hólmverjar – Stykkishólmi Unglingadeildin Óskar – Búðardal Unglingadeildin Pjakkur – Grundarfirði Vestfirðir - svæði 5 Unglingadeild Heimamanna – Reykhólasveit Vestfirðir - svæði 6 Unglingadeildin Vestri – Patreksfirði
78
Unglingadeildin Bjarmi – Tálknafirði Unglingadeildin Kópur – Bíldudal Vestfirðir - svæði 7 Unglingadeildin Björg – Suðureyri Unglingadeildin Ernir – Bolungarvík Unglingadeildin Hafstjarnan – Ísafirði Unglingadeildin Sæunn – Flateyri Unglingadeildin Kofri – Súðavík Unglingadeildin Tindar – Hnífsdal Vestfirðir - svæði 8 Unglingadeildin Sigfús – Hólmavík Norðurland vestra - svæði 9 Unglingadeildin Blanda – Blönduósi Unglingadeildin Skjöldur – Hvammstanga Unglingadeildin Strönd – Skagaströnd Norðurland vestra - svæði 10 Unglingadeildin Trölli – Sauðárkróki Unglingadeildin Smástrákar – Siglufirði Unglingadeildin Glaumur – Hofsósi Norðurland eystra - svæði 11 Unglingadeildin Bangsar – Eyjafjarðarsveit Unglingadeildin Dasar – Dalvík Unglingadeildin Djarfur – Ólafsfirði Norðurland eystra - svæði 12 Unglingadeildin Goði – Þingeyjarsveit Unglingadeild Hjálparsveitar skáta í Aðaldal Unglingadeildin Mývargar – Mývatni Unglingadeildin Náttfari – Húsavík Unglingadeildin Týr – Svalbarðseyri Unglingadeildin Þór – Þórshöfn Unglingadeildin Núpar – Kópaskeri
Unglingadeildir
Austurland - svæði 13 Unglingadeildin Ársól – Reyðarfirði Unglingadeildin Efling – Breiðdalsvík Unglingadeildin Gerpir – Neskaupsstað Unglingadeildin Hamar – Seyðisfirði Unglingadeildin Héraðsstubbar – Egilsstöðum Unglingadeildin Jökull – Jökuldal Unglingadeildin Logi – Fáskrúðsfirði Unglingadeildin Særún – Eskifirði Unglingadeildin Vopni – Vopnafirði
Austurland - svæði 15 Unglingadeildin Brandur – Höfn í Hornafirði Suðurland - svæði 16 Unglingadeildin Hellingur – Hellu Unglingadeildin Ýmir – Hvolsvelli Suðurland - svæði 18 Unglingadeildin Eyjar – Vestmannaeyjum
Unglingar í félaginu taka virkan þátt í æfingum, oft sem slasaðir einstaklingar.
79
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Björgunarsveitin Ársæll í 70 ár Þann 28. febrúar 2014 hélt Björgunarsveitin Ársæll upp á 70 ára afmæli sitt. Ekki það að sveitin undir því nafni sé 70 ára, heldur vegna þess að 70 ár eru liðin frá stofnun Björgunarsveitar Ingólfs í Reykjavík. En hún var stofnuð 28. febrúar 1944. Björgunarsveit Ingólfs sameinaðist svo árið 1999 Björgunarsveitinni Albert Seltjarnarnesi og heitir í dag Björgunarsveitin Ársæll. Saga Björgunarsveitar Ingólfs er margslungin og tengist mikið við sögu Slysavarnafélags Íslands vegna tengsla sveitarinnar við starfsemi höfuðstöðva félagsins í Reykjavík. Strax við stofnun Slysavarnafélags Íslands hófst starf í tengslum við skrifstofu félagsins í Reykjavík og var þetta oft kallað „aðaldeild“. Einnig tengdist inn í þetta starf með nokkrum hætti Hjálparsveit skáta í Reykjavík og þá einkum vegna þess að Jón Oddgeir Jónsson, einn af stofnendum hennar, starfaði á skrifstofu Slysavarnafélags Íslands. Til dæmis fór hópur á vegum félagsins árið 1953 til björgunarstarfa á Mýrdalsjökli, og samanstóð hann af félögum í Hjálparsveit skáta í Reykjavík og Björgunarsveit Ingólfs. Hópurinn var undir stjórn Jóns Oddgeirs. Formlega var svo stofnuð slysavarnadeild í Reykjavík árið 1942 og var hún kölluð eftir fyrsta landnámsmanninum Slysavarnadeildin Ingólfur. Það var svo þann 28. febrúar 1944 að stofnuð var björgunarsveit innan Slysavarnadeildar Ingólfs. Fyrsti formaðurinn var Ársæll Jónsson kafari sem núverandi sveit er kölluð eftir. Sveitin fékk tækjabúnað sem Slysavarnafélagið hafði verið með í notkun. Björgunarbáturinn Þorsteinn, sem félagið eignaðist árið 1929 og var í upphafi staðsettur í Sandgerði, fékk nýtt heimili í björgunarstöðinni í Örfirisey. En björgunarstöðin í Örfirisey var vígð þann 11. maí 1946. Einnig var
Gróubúð á tímum Slysavarnafélags Íslands.
80
Björgunarsveitin Ársæll í 70 ár
Henrý A. Hálfdánarson, björgunarskip Slysavarnafélags Íslands.
hjá sveitinni bíll af Dodge Carryall gerð, sem kvennadeild félagsins í Reykjavík hafði afhent Slysvarnafélaginu til notkunar. Sá bíll fór svo til Hjálparsveitar skáta Reykjavík árið 1953. Frá 1953 og til ársins 1959 var starfið innan Ingólfs í mikilli lægð. Það svo árið 1959 að sveitin var endurskipulögð og tengist það einnig breytingum sem urðu á starfi Hjálparsveitar skáta í Reykjavík. Húsnæðið í Örfirisey var mjög glæsilegt í upphafi en þegar komið var fram á áratuginn 1950-1960 varð það ókræsilegra. Einnig varð mikið áfall í starfi sveitarinnar þegar björgunarbáturinn Þorsteinn skemmdist við björgunarstörf á Faxaflóa árið 1953. En Slysavarnafélag Íslands fékk árið 1956 gefinn í stað Þorsteins mjög glæsilegan björgunarbát, Gísla J. Johnsen, sem var nefndur eftir stórkaupmanni í Reykjavík sem gaf félaginu bátinn. Sá bátur var í fullri notkun til ársins 1989, þegar Slysvarnafélagið fékk gamlan bát frá breska björgunarbátafélaginu (RNLI). Sá bátur var nefndur Henry A. Hálfdánsson eftir fyrrum framkvæmda-/skrifstofustjóra félagsins. Hvorki Gísli J. Johnsen né Henry A. Hálfdánsson voru í eigu sveitarinnar. Slysavarnafélagið átti bátana og mönnuðu félagar í Ingólfi bátana í samvinnu við félagið. Til dæmis þegar hús Slysvarnafélagsins var tekið í notkun árið 1961 var sérstakur búnaður settur upp við það til að sjósetja Gísla J. Johnsen og var sjóflokkur sveitarinnar staðsettur þar. Í dag rekur sveitin í samráði við björgunarbátasjóð félagins, björgunarbátinn Ásgrím S. Björnsson, sem er eldri bátur af Arun gerð frá breska björgunarbátafélaginu.
Björgunarstöðin Gróubúð Árið 1974 var björgunarstöðin í Gróubúð tekin í notkun. Hún var byggð af Slysavarnafélagi Íslands, slysvarnadeild Ingólfs og með miklum stuðningi kvennadeildar félagsins í Reykjavík. Enda var húsið nefnt eftir Gróu Pétursdóttur, formanni kvennadeildar félagsins í Reykjavík. Gróubúð var fyrsta sér-
81
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
byggða húsið fyrir starf björgunarsveitar hér á landi. Var það bækistöð land- og tækjaflokka sveitarinnar en sjóflokkurinn var áfram í húsi félagsins við Grandagarð 14. Á 70 ára afmælisdaginn þann 28. febrúar 2014 var viðbygging við Gróubúð vígð og tekin formlega í notkun.
Sjóbjörgun Alla tíð hefur sveitin reikið stóran björgunarbát eða björgunarskip eins og kemur fram hér að framan. En hvað varðar aðra tækni á svið sjóbjörgunar voru forverar Ársæls miklir sporgöngumenn. Fyrstu slöngubátar björgunarsveita voru staðsettir hjá Ingólfi. Einn af fyrstu hraðbjörgunarbátum (Rigid Inflatable boats) var keyptur til Björgunarsveitar Ingólfs árið 1986 og ári seinna kom til Björgunarsveitarinnar Alberts fyrsti báturinn með svokölluðu Jet drifi.
Landbjörgun Leit og björgun á landi hefur verið stór hluti af starfi alla tíð. Árið 1958 hættu lykilmenn í Hjálparsveit skáta í Reykjavík, meðal annars sveitarforingi þeirra Jóhannes Briem, í sveitinni. Ástæða þess var ósamkomulag við Skátasamband Reykjavíkur um hlutverk sveitarinnar. Í kjölfarið efldist landsstarf sveitarinnar og voru félagar sveitarinnar eftir það lykilleiðbeinendur á þessu sviði fyrir Slysavarnafélagið. Var svo allt þar til félagið gerðist aðili að sameiginlegum björgunarskóla með Landsbjörg árið 1994. Sveitin hefur alla tíð reynt að hafa innan sinna raða öfluga landbjörgunarmenn og sérfræðinga á sem flestum sviðum. Undanfarahópur var stofnaður innan sveitarinnar (Björgunarsveit Ingólfs) árið
Björgunarskip og -bátar Björgunarsveitarinnar Ársæls í höfninni við Gaujabúð.
82
Björgunarsveitin Ársæll í 70 ár
Ársæll 1 og Ársæll 2 á Grímsfjalli.
1988 og hefur hann frá árinu 1990 verið virkur þátttakandi í starfi slíkra hópa. Sveitin sendi með fyrstu sveitum menn á námskeið erlendis í leitartækni og í kjölfarið var stofnaður sérhæfður leitarhópur.
Rústabjörgun Rústabjörgun hefur verið svið sem sveitin hefur tekið virkan þátt í frá upphafi. Fyrstu menn voru sendir á námskeið hjá skóla dönsku almannavarnanna upp úr 1970. Árið 1985 voru svo tveir félagar Björgunarsveitar Ingólfs sendir til að sækja leiðbeinendanámskeið á því sviði. Annar þeirra, Ásgeir Böðvarsson, varð síðar stjórnandi alþjóðasveitar Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Einnig verður að nefna að fyrsta sérbúna rústabjörgunarkerra hjá björgunarsveit hér á landi var hönnuð og smíðuð af félögum í Björgunarsveitinni Albert. Við það varð sveitin ein af öflugustu sveitum landsins á sviði rústabjörgunar.
Bílar og tæki Björgunarsveitin og forverar hennar hafa ávallt verið með öfluga bíla og tæki. Árið 1966 var keyptur til Björgunarsveitar Ingólfs bíll af Unimog gerð sem smíðað var yfir hér á landi. Bíllinn gat borið 14 menn í sæti eða 9 sjúklinga í sjúkrakörfum. Árið 1977 keypti Björgunarsveitin Albert Volvo herbíl sem þótti sérstaklega öflugur og vel búinn. Björgunarsveit Ingólfs átti svo á tímabilinu 1986 til 2000 öfluga MAN trukka sem gátu sökum stærðar sinnar vaðið gífurleg vatnsföll og samhliða flutt snjóbíla og mannskap til leitar. Ekki má heldur gleyma snjóbílaútgerð sem enn í dag er mjög öflug hjá sveitinni.
83
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Stofnun Björgunarsveitarinnar Alberts Björgunarsveitin Albert var stofnuð á Seltjarnarnesi árið 1968. Hún var nefnd eftir Jóni Albert Þorvarðarsyni sem var síðasti vitavörðurinn í Gróttu en hann fórst í róðri árið 1970. Verkefni sveitarinnar voru mikið tengd Gróttu enda hafa ófáir verið sóttir af sveitinni þangað á flóði. Albert var alltaf lítill en harðsnúin sveit sem lagði mikla áherslu á að sinna vel nærumhverfi sínu. Björgunarsveitin Ársæll hefur reynt að halda við þessum tengslum og er sjóflokkur, kafarar og rústahópur staðsettur í Gaujabúð á Seltjarnarnesi.
Önnur verkefni Björgunarsveitin Ársæll og forverar hennar hafa, auk þeirra verkefna sem á undan eru nefnd, sinnt ýmsum öðrum verkefnum á sviði leitar og björgunar. Fyrstu kafarar innan björgunarsveita störfuðu innan Björgunarsveitar Ingólfs og sóttu þeir fyrstu námskeið hjá Landhelgisgæslunni árið 1964. Innan Björgunarsveitarinnar Alberts voru einnig starfandi kafarar. Kafarar sveitanna hafa verið sendir víða um land við leit og björgun við sjó og vötn. Björgunarköfun er með erfiðustu verkefnum sem sinnt er innan björgunarsveita og hefur það verið mikil gæfa fyrir sveitina að mikill og einlægur áhugi hefur alltaf verið til staðar hjá félögum hennar til að sinna þessu hlutverki. Fjarskipti skiptu miklu máli hjá Björgunarsveit Ingólfs og muna margir eftir stóra loftnetsmastrinu á Gróubúð. Sérstakur fjarskiptaflokkur sá um að manna talstöðina í útköllum og heyrðist í HF stöðinni þar um land allt. Björgunarhundaflokkur starfaði í nokkur ár undir merkjum Björgunarsveitar Ingólfs, en sá flokkur var ekki tengdur einu björgunarhundasveitinni sem þá var starfandi sem var Björgunarhundasveit Íslands. Segja má að sumu leyti hafi hundaflokkur Ingólfs verið forveri þeirrar sveitar sem síðar varð Leitarhundar SL. Í dag starfar sveitin með bækistöðvar bæði í Reykjavíkurhöfn og á Seltjarnarnesi. Í tengslum við hana er rekin öflug unglingadeild og öflugar kvennadeildir eiga húsnæði með sveitinni bæði í Reykjavík og á Seltjarnarnesi. Innan sveitarinnar starfa sérfræðingar á flestum sviðum björgunarmála, bæði til sjós og lands. Sveitin mun hér eftir sem hingað til verða ein af öflugustu björgunarsveitum landsins.
84
Slysavarnadeildin Dalvík – stofnuð 21. maí 1934 –
Fyrir margt löngu var til félagsskapur á Dalvík sem hét Fiskideild Dalvíkur og í henni voru framsýnir menn. Á fundi 20. desember 1931 var rætt um stofnun slysavarnadeildar á Dalvík og þótti málefnið verðugt. Undirbúningsnefnd var skipuð til að koma slysavarnadeildinni á laggirnar. Til stofnfundar var boðað þann 10. janúar 1932 og voru stofnfélagar 60. Fyrstu stjórnina skipuðu: Tryggvi Jónsson formaður, Kristján Jónsson ritari og Baldvin Jóhannsson gjaldkeri. Deildin fékk nafnið „Slysavarnadeild Svarfdæladeildar Slysavarnafélagsins“ og gekk undir nafninu karladeildin. Árið 1934 var Egill Júlíusson kjörinn formaður deildarinnar og gegndi því embætti í 26 ár. Eitt fyrsta verk hans sem formanns var að stofna kvennadeild því sýnt þótti að slíka deild vantaði. Því var haldið fram að Egill hafi biðlað til kvenna um að gerast stofnfélagar og árangurinn varð eins og segir í fyrstu fundargerð: „Ár 1934 dag 21.-5 var stofnfundur kvennadeildar í Slysavarnafélagi Íslands settur.“ Stofnfélagar voru 72 og hlaut deildin nafnið „Kvennasveit Dalvíkur“ sem síðar varð „Slysavarnadeild kvenna Dalvík.“ Árið 2011 var nafninu breytt í „Slysavarnadeildin Dalvík“ því nauðsynlegt þykir að kyngreina ekki deildina þar sem hún stendur báðum kynjum opin.
Fermingarbörn á Dalvík fengu reykskynjara að gjöf frá deildinni.
85
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Leikskólabörnum færð endurskinsvesti.
Samvinna deildanna var mikil því mikilvæg málefni voru sett á oddinn. Árið 1933 kom tillaga frá karladeildinni þess efnis að umferðarfræðsla yrði að skyldugrein í barnaskólum. Skorað var á hreppsnefnd að sundskyldu yrði komið á og að sundnámskeið væru í boði fyrir sjómenn. Bent var á mikilvægi þess að menn hefðu einhverja þekkingu á skyndihjálp og beitti karladeildin sér fyrir námskeiði í hjálp í viðlögum eins og það hét þá. Félagar deildanna beittu sér þá eins og nú fyrir öryggi sjómanna og var öryggistækjum komið fyrir á bryggjum. Reynt var að fá eftirlitsskip staðsett úti fyrir Norðurlandi yfir vetrarmánuðina enda veður oft válynd og öryggi sjómanna í hættu. Radíóviti á Hrólfsskeri varð mönnum hugleikinn og þrátt fyrir tillögu þar um gerðist ekkert fyrr en sumarið 1951. Deildirnar sameinuðust um að kaupa brimbát og hann kom til Dalvíkur 1936. Saga bátsins var stutt á Dalvík en gæfusöm. Byggt var skýli yfir bátinn á sínum tíma sem björgunarsveitin fékk svo löngu seinna til afnota. Björgunarvesti voru til á alla sjómenn á bátum frá Dalvík í upphafi árs 1939 fyrir tilstilli deildanna og nokkru síðar gaf kvennadeildin prjónaföt og öndunargrímur í alla báta. Öndunargrímur voru auk þess gefnar á sundstaði í byggðarlaginu. Kvennadeildin aflaði fjár þá eins og nú í þágu slysavarna. Í fyrstu fundargerð stjórnar má sjá að féð rann til „björgunarskútusjóðs“, en með samstilltu átaki tókst að fá björgunarskútuna Albert á Norðurland árið 1957. Í þá daga var þetta stór stund og varla getur nokkur sett sig í spor bæjarbúa á þessum árum því Albert var talið vera mikið öryggistæki fyrir sjómenn á þessum tíma. Það liðu 30 ár þar til slík gleðistund rann upp að nýju, en þann 31. maí 1987 sigldi Sæbjörgin inn í Dalvíkurhöfn. Stórum áfanga í öryggi sjómanna var náð. Í dag sjá heildarsamtök björgunarsveita og slysavarnadeilda, Landsbjörg, um rekstur björgunarskóla og björgunarskips fyrir sjómenn.
86
Slysavarnadeildin Dalvík
Skynsamar konur á ferð, viðeigandi hlífðarfatnaður með í ferð til Seyðisfjarðar í beljandi rigningu og roki. Það var ekki bara sjórinn og sjómennirnir sem áttu hug slysavarnakvenna á þessum tíma. Deildirnar beittu sér fyrir byggingu flugvallar og var verkinu lokið haustið 1956. Kostnaðurinn var nákvæmlega kr. 34.753,50 og skiptist milli deildanna og Flugráðs Íslands ásamt gjöf frá Bílstjórafélagi Dalvíkur. Vegna skorts á viðhaldi varð flugvöllurinn fljótt ónothæfur og yfirráð hans fór undir Flugmálastjórn eins og aðrir flugvellir. Svona mætti lengi telja um ýmis verkefni sem Slysavarnadeild kvenna á Dalvík lét sig varða. Hugsjón og sjálfboðin vinna dreif konurnar áfram. Starfið var farsælt og má það þakka áhugasömum og duglegum konum sem höfðu áhuga á velferð, slysavarnamálum og forvörnum fólks í byggðarlaginu sem og landsmanna. Deildin hefur ávallt stutt vel við bakið á björgunarsveitunum. Með aukinni samvinnu og síðar sameiningu björgunarsveita árið 1995 lagðist kvennadeildin á árarnar til að létta undir með sveitunum sem við sameiningu hlaut nafnið Björgunarsveit Dalvíkur. Dalvíkurbyggð hlutaðist til um makaskipti á húseignum til að sveitirnar og kvennadeildin kæmust undir eitt þak og til að grynnka á skuldum sveitanna. Bæjarfélagið sýndi rausnarskap, undir forystu Rögnvaldar Skíða Friðbjörnssonar, þáverandi bæjarstjóra, og sýndi í verki þel bæjarbúa til sveitanna og kvennadeildarinnar. Þann 24. mars 1996 hélt kvennadeildin sinn 62. aðalfund í nýju húsnæði að Gunnarsbraut 4 sem jafnframt var fyrsti fundurinn í nýju húsnæði. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á löngum ferli deildarinnar. Störfin breytast í takt við samfélagið. Meðal verkefna síðastliðinna ára má nefna að slysavarnafélagar
87
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
gáfu skíðahjálma á skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli og sinna öryggiskönnunum vegna bílbeltanotkunar barna. Björgunarvesti á bryggjunni eru til að tilstuðlan deildarinnar og sjá félagsmenn hennar um að koma þeim á bryggjuna, viðhalda og endurnýja þau. Vestin eru ætluð börnum sem dorga og leika sér á bryggjunni. Gefin voru endurskinsmerki til allra leik- og grunnskólabarna til margra ára en í dag fá börn í 1. bekk endurskinsvesti. Fermingarbörnum er gefinn reykskynjari í tilefni af fermingarárinu en í dag eru mörg raftæki í gangi í herbergjum barnanna, jafnt á nóttu sem degi. Með gjöfinni er vakin athygli á nauðsyn brunavarna. Slysavarnadeildin er í samstarfi við björgunarsveitina á Fiskideginum mikla, en þá standa félagar vaktina í öryggistjaldi á hátíðarsvæðinu. Þangað getur fólk leitað hafi það týnt einhverjum eða ef slys ber að höndum. Fulltrúi deildarinnar mætir í hús þegar útkall er á svæðinu og er til taks ef á þarf að halda. Slysavarnadeildin Dalvík er ekki rekin án fjármagns. Félagsmenn hafa, þegar til þeirra er leitað, staðið þétt að baki deildinni og svarað kalli um framlag til fjáröflunar. Árgjaldi er stillt í hóf. Deildin hefur fasta fjáröflunarliði eins og sjómannadagskaffi og sölu sjómannadagsmerkja. Í tengslum við Fiskidaginn mikla selja félagsmenn brauðmeti á tjaldsvæðinu og fyrir jólin eru rafhlöður seldar í reykskynjara. Deildin mætir miklum velvilja bæjarbúa sem hafa sýnt það í verki að þeir vilja hafa slysavarnadeild í bæjarfélaginu. Björgunarsveitin Dalvík hefur notið velvilja deildarinnar frá upphafi og mun gera í framtíðinni. Mikil og góð samvinna milli þeirra bætir hið góða starf sem unnið er og er forsenda þess að vel gangi í öryggis- og wum í bæjarfélaginu. Það er ekki bara vinna að vera félagi í slysavarnadeild. Margt er gert til að gleðja félagana og hefur verið svo til margra ára þó áherslan hafi breyst. Árlega er haldinn jólafundur þar sem jólamatur er á borðum og ýmislegt gert sér til skemmtunar. Kósíkvöld er árlegur viðburður en þá hittast félagsmenn yfir góðum mat. Gleði og ánægja ríkir á þessum kvöldum og fengnir eru veislustjórar og skemmtikraftar sem gjarnan gefa vinnu sína. Á áttatíu ára afmælinu hélt stjórn deildarinnar veglega afmælisveislu og nærri 100 gestir mættu, sá elsti rúmlega níræður. Við tökum á móti öðrum félögum slysavarnadeilda og heimsækjum aðra á landsbyggðinni. Stjórnarmenn sækja fundi og viðburði hjá Landsbjörg eins og t.d. kvennaþing. Starfsemi Slysavarnadeildarinnar Dalvík blómstrar í dag. Þó má geta þess að deildina vantar sárlega fleira ungt fólk og aukna nýliðun. Félagsmenn deildarinnar vona að sjálfboðið starf sé ekki á undanhaldi og enn sé að finna hugsjónina hjá unga fólkinu sem til þarf. Hugsjón og sjálfboðavinna byggði upp slysavarnadeildir á landinu og mun viðhalda þeim og þeirra mikilvæga starfi í þágu almennings.
88
Björgunarsveitin Grettir 80 ára Árið 1934 tóku sig saman vaskir menn í Hofshreppi og stofnuðu Björgunarsveit Hofshrepps og var fyrsti formaður sveitarinnar Jón Konráðsson, hreppstjóri í Bæ. Strax í upphafi höfðu menn miklar væntingar til starfs sveitarinnar og lagst var í fjáröflunarverkefni í tengslum við þær. Fljótlega eignaðist sveitin fluglínutæki, sem enn eru til í starfi sveitarinnar. Starfaði sveitin nokkuð fyrstu árin, en lagðist þó af á köflum. Starf sveitarinnar hafði nær alveg lagst af í byrjun fimmta áratugarins. Árið 1976 var björgunarsveitin endurvakin og fékk hún nafnið Björgunarsveitin á Hofsósi. Einar Einarsson var fyrsti formaður nývakinnar sveitar og voru stofnfélagar 16. Strax í upphafi var ákveðið að finna þyrfti gott nafn á sveitina og var henni gefið nafnið Grettir á fundi fimmtudaginn 10. maí 1979. Fljótlega var komið á æfingarskipulagi og hafist var handa við að afla tækja fyrir sveitina. Í byrjun var keyptur fjarskiptabúnaður, áttavitar og búnaður til sigs í björgum. Eitthvað voru útköll sveitarinnar færri í upphafi en nú til dags og var á árinu 1979 eitt formlegt útkall, þar sem farið var í Málmey. Á þessu ári voru fjarskiptamál sveitarinnar í miklum ólestri, en CB-stöðvar sveitarinnar nýttust ekki sem best, miklar vonir voru settar við nýtt kerfi sem taka skyldi í notkun, svokallað VHF-kerfi. Nú er sveitin búin öflugum fjarskiptabúnaði, bæði VHF og TETRA. Á árinu 1980 kaupir sveitin sína fyrstu bifreið, Volvo Lapplander, árgerð 1965, sem keyptur var af Vegagerð ríkisins. Sú bifreið var endurnýjuð 1988 þegar keyptur var Rússajeppi, árgerð 1971, af rauðakrossdeild Skagafjarðar. Lögðu félagar sveitarinnar á sig töluverða vinnu við að gera bílinn frambærilegan til björgunarsveitarstarfa. Árið 1992 var keyptur notaður Lapplander jeppi og voru því tveir bílar í flota sveitarinnar. Allir þessi bílar höfðu verið keyptir með mikla reynslu, en ákveðið var árið 1999 að kaupa nýjan bíl og fjárfesti sveitin í Landrover bifreið, sérbreyttri til björgunarsveitarstarfa. Árið 2004 var enn bætt í bílaflota sveitarinnar og keyptur nýr Nissan Patrol jeppi sem notaður var samhliða Landrovernum. Árið 2011 fékk sveitin svo mjög rausnarlegan styrk þegar sveitin fékk einn fullkomnasta björgunarsveitarbíl landsins, Ford F350 með miklum sérbúnaði. Fékk sveitin hann í skiptum fyrir Landrover sveitarinnar. Hefur þessi bíll nýst vel við erfiðar aðstæður. Frá því um 1980 hafði í sveitinni töluvert verið rætt um kaup á vélsleða og var fyrsti sleði sveitarinnar keyptur árið 1986, en með því hófst ein öflugasta starfsemi sveitarinnar enn til þessa dags. Rekur sveitin nú öflugan vélsleðaflokk, og á hún fimm björgunarvélsleða. Árið 1997 efldist sveitin enn frekar þegar fest voru kaup á Zodiak slöngubáti, og hefur sá bátur nýst sveitinni vel síðan. Strax frá upphafi starfs sveitarinnar voru miklar vangaveltur um húsnæði hennar. Margir möguleikar voru skoðaðir og strax hafist handa við söfnun fjármuna til þeirra. Húsnæði, eða vöntun á því, var mikið vandamál í starfi sveitarinnar á upphafsárum hennar og leiddi á köflum til deyfðar í starfseminni. Á árinu 1985 var ákveðið að byggja hús í samvinnu við Brunavarnir Skagafjarðar og Rauða krossinn og hófust byggingaframkvæmdir á árinu 1986, þegar byggt var við gömlu slökkvistöðina á Hofsósi og lögðu félagar ómælda vinnu í það verk. 12. febrúar 1989 er samningur undirritaður milli sveitarinnar og Brunavarna Skagafjarðarsýslu um skiptingu húsnæðis og hófst þá farsælt samstarf Björgunarsveitarinnar Grettis og brunavarnanna. Húsið var síðan stækkað aftur á árunum 2013-2014 og var viðbyggingin formlega opnuð á afmælisdegi sveitarinnar í nóvember 2014. Mikil fjáröflunarvinna hefur átt sér stað í björgunarsveitinni strax frá fyrstu dögum hennar. Á árinu 1983 gáfu Lionsmenn á Hofsósi upp flugeldasölu og buðu sveitinni að taka það yfir, sem var og gert
89
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Fluglínuæfing á Hofsósi árið 1947.
90
Björgunarsveitin Grettir 80 ára
Björgunarsveitin Grettir á hálendisvakt. Mynd: Guðmundur Björn Eyþórsson og er flugeldasala mikilvæg fjáröflun fyrir sveitina. En sveitin vinnur að fjölmörgum öðrum fjáröflunarverkefnum, s.s. dósasöfnun, sölu á Neyðarkalli og mokstri á skít, svo eitthvað sé nefnt. Strax og sveitin hafði hafið endurnýjaða lífdaga var lögð mikil áhersla á að æfa félaga í öllu því er tengist björgunarsveitarstarfinu. Einnig voru fjölmargar samæfingar sóttar, bæði innan héraðs, á Norðurlandi og á landsvísu. Nú hittast félagar vikulega yfir vetrartímann, til æfinga, vinnu í húsi eða viðhalds á tækjum. Hafa þeir verið nokkuð duglegir að sækja námskeið, jafnt almenn sem sérhæfð. Þó aðeins eitt formlegt útkall hafi verið árið 1979 hefur sveitin sinnt ótalmörgum útköllum á starfstíma sínum. Flest árin hafa útköllin verið á bilinu 15-20 og oftast eru þau frekar smá, t.d. aðstoð við borgarana þegar vond veður og ófærð geisar. En sveitin hefur einnig tekið þátt í fjölmörgum stórum leitum og björgunarstarfi bæði innan héraðs og á landsvísu. Sveitin sendi björgunarmenn til leita í snjóflóðunum sem féllu á Vestfjörðum, tók þátt í gæslu í eldgosinu í Eyjafjallajökli og hefur sent mannskap í nær allar stærstu leitir sem verið hafa á Íslandi síðustu áratugi. Frá árinu 2011 hefur sveitin tekið þátt í hálendisgæslu björgunarsveita og sinnt þar fjölmörgum aðstoðarbeiðnum. Björgunarsveitin Grettir hefur verið mikilvægur þáttur í því samfélagi sem hún starfar. Sveitin hefur verið boðin og búin til að aðstoða íbúa við þau viðvik, stór og smá, sem hún hefur verið beðin um. Þessi viðvik hafa sum verið tengd útköllum, en alls ekki öll. Sveitin hefur komið að skipulagi og vinnu við Jónsmessuhátíð á Hofsósi. Sveitin hefur starfað náið með slysavarnadeildinni Hörpunni á Hofsósi, en alla tíð hefur slysavarnadeildin stutt myndarlega við starfsemi sveitarinnar. Hafa sveitin og slysavarnadeildin þannig staðið að sjómannadagshátíðarhöldum á Hofsósi.
91
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Frá ferð á Langjökul. Frá upphafi hefur starfað í sveitinni öflugur hópur manna og kvenna og hefur kjarni sveitarinnar verið 15-20 manns í gegnum árin. Á síðustu áratugum hefur íbúum svæðisins fækkað og hefur endurnýjun í sveitinni verið hæg, t.d. er ekki hægt að halda úti nýliðastarfi, en þó hefur tekist að viðhalda fjölda manna á útkallslista og eru nú rúmlega tuttugu manns á listanum og félagar í sveitinni á áttunda tuginn. Miðað við sögu sveitarinnar hingað til er viðbúið að næstu áratugina muni björgunarsveitin Grettir halda áfram öflugu starfi og þannig styðja bæði við sitt nær- og fjærsamfélag. Bjarni Kristófer Kristjánsson.
92
Slysavarnadeild Hnífsdals 80 ára Föstudaginn 30. mars 1934 var haldinn almennur borgarafundur í Ungmennafélagshúsinu í Hnífsdal, og var fundarefnið stofnun slysavarnadeildar í Hnífsdal. Fundinn setti Ingimar Finnbjörnsson og tilnefndi hann Einar Steindórsson sem fundarritara. Borin var upp tillaga um stofnun slysavarnasveitar og var hún samþykkt samhljóða og gerðust 50 manns félagar í sveitinni. Þá var og samþykkt frumvarp að lögum fyrir sveitina og henni gefið nafnið Slysavarnasveit Hnífsdals. Fyrsta stjórn deildarinnar var þannig skipuð: Ingimar Finnbjörnsson formaður, Einar Steindórsson ritari og Margrét Halldórsdóttir féhirðir. Í varastjórn voru þeir Kristján Jónsson, Alfons Gíslason og Hjörtur Guðmundsson. Önnur verkefni fyrsta fundar voru að kjósa fjáröflunarnefnd fyrir Björgunarskútusjóð Vestfjarða og safna fé til kaupa á bjarghring á Hnífsdalsbryggju. Fyrstu árin var lögð mikil áhersla á öflun fjár í Björgunarskútusjóð Vestfjarða en fyrirhugað var að sjóðurinn stæði fyrir smíði sérstaks björgunar- og eftirlitsskips fyrir Vestfirði. En þrátt fyrir mikinn áhuga einstaklinga í slysavarnadeildum víðsvegar og góðar gjafir dróst smíði skipsins og varð ekki að raunveruleika fyrr en 1950 er María Júlía kom. Öryggismál sjómanna voru ofarlega á baugi og voru formenn hvattir til að fá sér talstöðvar í báta
Vetrarferð Björgunarsveitarinnar Tinda í Hnífsdal. Í Kaldalóni þurfti að moka slóða fyrir bílinn.
93
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
sína og skorað á háseta að heimila að kostnaður við þær yrði dreginn frá óskiptum hlut. Einnig var samþykkt áskorun til yfirvalda um byggingu Óshólavita. Mönnum var og ljóst að sundkunnátta var nauðsynleg og var kosin nefnd árið 1937 sem skyldi stuðla að byggingu sundlaugar og mælst til samvinnu við U.M.F. Þrótt, en þrátt fyrir mikinn áhuga og fjáröflun varð aldrei af sundlaugarbyggingunni. Sjómannadagurinn og hátíðahöld honum tengd voru um árabil stór hluti í starfi deildarinnar og drjúg tekjulind fyrir sundlaugarsjóð og önnur framfaramál. Nefnd sem vann að byggingu félagsheimilis í Hnífsdal óskaði eftir aðild Slysavarnadeildarinnar að byggingunni og var samþykkt að leggja því máli lið og eignaðist deildin hlut í húsinu. Annað mál sem deildin hafði forgöngu um er minnisvarði drukknaðra sjómanna sem reistur var í kirkjugarðinum í Hnífsdal, en höfundur verksins er Sigurlinni Pétursson. Starfsemi deildarinnar hefur einkennst af miklum áhuga félagsmanna, og með góðum stuðningi einstaklinga og fyrirtækja hefur tekist að afla tækja til björgunarstarfa. Þar ber væntanlega hæst kaup á björgunarbátnum Daníel Sigmundssyni sem keyptur var í samvinnu við slysavarnadeildina á Ísafirði 1988. Björgunarsveitin Tindar er starfandi innan deildarinnar og býr nú yfir vel þjálfuðum mannskap og eru t.d. þrír meðlimir með ýmis kennsluréttindi svo sem leitartækni, sjóbjörgun og fjallamennsku, svo eitthvað sé nefnt. Sveitin er allvel tækjum búin og hefur nú yfir að ráða 46” breyttum Ford Excursion, Ford Econline og Misubishi Pajero, þremur vélsleðum, tveimur slöngubátum og 21 fets harðbotna bát. Sveitin hefur einnig snjóflóðahund á sínum snærum. Deildin á einnig gamalt sex íbúða fjölbýlishús sem notað er í æfingar í rústabjörgun. Unglingasveit er starfandi innan björgunarsveitarinnar þar sem unglingar fá undirbúningsþjálfun til frekari starfa í björgunarsveit. Deildin gerði samning við Ísafjarðarbæ 1991 um rekstur Félagsheimilisins í Hnífsdal og er deildin enn með húsið í sinni vörslu og fær af því tekjur með útleigu. Rekstur björgunarsveitarinnar og tækjakaup eru að sjálfsögðu mjög fjárfrek og hefðu aldrei verið möguleg ef ekki hefði komið til ötull stuðningur fyrirtækja hér í Hnífsdal og víðar, en fjölmargir einstaklingar hafa einnig lagt góðum málum lið að ógleymdu Kvenfélaginu Hvöt í Hnífsdal. Og þakkar Slysavarnadeildin öllum þessum aðilum fyrir veittan stuðning í gegnum árin.
94
Slysavarnadeildin Una í Garði 80 ára Árið 2014, á 70 ára afmæli lýðveldisins, fagnaði Una 80 ára afmæli deildarinnar. Aðalhvatamenn að stofnun hennar voru séra Eiríkur Brynjólfsson, Matthildur Finnsdóttir, Helga Þorsteinsdóttir, Steinunn Steinsdóttir og Una Guðmundsdóttir. Deildin var stofnuð 10. mars 1934 og markmið hennar var „að sporna við og fækka sjóslysum og drukknunum og vinna að því að ávallt sé hjálp fyrir hendi handa þeim sem í sjávarháska lenda.“ (Fundargerð stofnfundar 10. mars 1934). Í dag, 80 árum síðar, hefur sjóslysum sem betur fer fækkað en þörfin á félagasamtökum um slysavarnir er engu síður mikilvæg nú en þá. Til staðfestingar því má benda á nokkur dæmi frá fyrri tíð og nútímanum. Þá voru sjóslys tíð og deildin vann hörðum höndum að forvörnum og bættum aðbúnaði sjómanna. Nú er hennar stærsta verkefni ferðatengt, ferðamönnum um landið fjölgar ört og á það bæði við innlenda sem erlenda ferðamenn. Eitt af fyrstu verkefnum slysavarnadeildarinnar var að safna fyrir línubyssu. Þremur árum eftir að línubyssan var komin í Garðinn strandaði togarinn Regal frá Grimsby við Garðskaga og var þrettán mönnum bjargað, þar af fjórum með línubyssunni, en níu menn komust í bát í eigu heimamanna þegar veður hafði lægt nægilega til að koma út báti. Næstu árin voru hugðarefni deildarinnar að koma upp fleiri björgunartækjum og skýlum yfir þau. Deildin stóð að stofnun björgunarsveitar í Garðinum 1935. Í dag eru tækin fleiri, stærri og dýrari og oft koma slysavarnadeildir að þegar nýr búnaður er keyptur. Í fundarbók 1948 er talað um að bæta þurfi lýsingu við Gerðabryggju. Hreppsnefnd brást við og ári síðar var ljós komið en lengur þurfti að bíða eftir kapli fyrir rafmagn. Þessar ábendingar héldu áfram og sýnir það mikilvægi þess að vera vakandi að enn voru bryggjuljósin til umræðu á fundi félagskvenna árið 1963. Í dag er lítið um báta við Gerðabryggju en straumur fólks með veiðistöng í hönd fer sífellt stækkandi og þess vegna hafa félagskonur Unu enn auga með bryggjunni. Vinna við slysavarnir og forvarnir hættir nefnilega aldrei. Nýjar hættur verða til, breytingar verða á högum og athöfnum en markmið deildarinnar er enn í dag að sporna við og fækka slysum. Fleiri dæmi eru til, allt frá árinu 1947 unnu konur að því að sett yrði upp radíómiðstöð sem loks varð að veruleika 1952 þegar miðunarstöð var komið fyrir á Garðskaga og enn fullkomnari stöð var sett upp 1956. Í ár vinnur deildin ekki að uppsetningu radíómiðstöðvar, en hún gaf Björgunarsveitinni Ægi tvö GPS-tæki enda hefur hún enn í huga mikilvægi þess að hafa gott mið og vera tengdur. Dæmin eru fleiri, á fundi 1954 lögðu slysavarnakonur fram tillögu við Slysavarnafélag Íslands að senditæki væru sett í minni fiskibáta og lífbátar í þá stærri. Í dag þykir afar mikilvægt að fólk hafi GPS-tæki með í för og útivistarbúnaður er oftar en ekki útbúinn með senditæki að ógleymdum farsímunum. Þá má nefna nýjan færanlegan miðunarbúnað sem hægt er að setja á þyrlu Landhelgisgæslunnar til þess að miða út farsíma þar sem ekki er hægt að reikna mið út frá möstrum. Á fundi 1937 talaði Matthildur Finnsdóttir um slys á landi, fólk ferðist um á ljós- og bjöllulausum reiðhjólum og virði ekki umferðarreglur. Í dag skoðar slysavarnadeildin umferð og öryggi á hverju ári. Bæði með því að skoða og meta öryggisbúnað barna í bílum auk annarra farþega í umferðinni. Á vorin stendur deildin svo fyrir hjálmaskoðun og reiðhjólaathugun í samvinnu við Gerðaskóla og lögreglu og hefur það mælst vel.
95
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Slysavarnadeildin Una í Garði. Mynd: Sigurður Jónsson. Oft er vísað í áhyggjur kvenna af slysahættu við gamla vitann og á Gerðabryggju og nú eins og þá fylgjast slysavarnakonur með björgunarhringjum sem staðsettir eru þar. Slysavarnir eru ekki síður mikilvægar í heimahúsum, annað árið í röð heimsóttu Unukonur eldri borgara í verkefninu Glöggt er gests augað og gáfu reykskynjara að gjöf eftir að hafa farið sameiginlega yfir þær slysahættur sem geta leynst á heimilum. Verkefni slysavarnadeilda eru margþætt og fjölbreytt, þau þróast í takt við samfélagið. Það dregur úr hættum á einu sviði á meðan hættur aukast á öðru. Þess vegna er deildin jafn virk nú og þá. Það er rétt að enda þessa samantekt á orðum Ásdísar Káradóttur, fyrrum stjórnarkonu og formanns slysavarnadeildarinnar: „Samhugur byggir best upp félagsskap,“ en þessi orð eiga ekki síður um samfélag og landið sem við byggjum. Hildur Sigfúsdóttir formaður Unu
96
SVD Unnur Patreksfirði 80 ára Árið 1934 var nokkrum konum úr Verkalýðsfélagi Patreksfjarðar falin forganga með það að stofna slysavarnadeild kvenna á Patreksfirði. Þær gengu í hús og 112 konur skráðu sig og Slysavarnadeildin Unnur á Patreksfirði var stofnuð 22. febrúar 1934. Eftir stofnun deildarinnar söfnuðu skipverjar á togurunum Gylfa og Leikni sín á milli 1.000 krónum og gáfu deildinni. Það voru fyrstu peningarnir sem deildin eignaðist. Strax á fyrsta ári var byrjað að afla fjár því markmiðið var að koma sem fyrst upp björgunartækjum við tjörnina á Vatneyri og víðar í þorpinu. Tombóla var fyrsta fjáröflunin þar sem einnig voru seldar veitingar. Fljótlega eftir stofnun deildarinnar var ráðist í að halda leiksýningu. Þetta þóttu svo vinsælar skemmtanir að flest árin fram að stofnun Leikfélags Patreksfjarðar stóð SVD Unnur fyrir árlegri leiksýningu. Basar hefur verið haldinn með litlum hléum frá 1937. Fyrstu árin var gengið um plássið og safnað munum, einkum fatnaði og prjónlesi, sem síðan var selt á basarnum. Var þetta geysivinsælt og reyndist góð fjáröflun. Með breyttum tímum breyttist basarinn og varð að jólabasar. Félagskonur koma þá saman og vinna ýmiskonar jólavarning. Á svipuðum tíma var farið að selja happdrætti á basarnum. Deildin hefur notið velvilja fyrirtækja og einstaklinga á svæðinu sem gefa alla vinninga. Á síðari árum hefur sú breyting orðið á basarnum að deildin hefur kökubasar, happdrætti ásamt því að selja súkkulaði og rjómavöfflur á honum en leigjum út söluborð til aðila sem selja sína vöru. Þetta er árviss viðburður í bæjarlífinu sem enginn vill sleppa og hefur reynst deildinni góð fjáröflunarleið. Í gegnum tíðina höfum við verið með mörg önnur fjáröflunarverkefni, t.d gefið út jólakort, matreiðslubækur, unnið í ýmsum viðburðum, t.d. brúðkaupi, afmælum og böllum. Í þónokkur ár höfum við einnig tekið að okkur að sjá um erfidrykkjur.
Skemmtiferð til Akureyrar.
97
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Grænt þema á Kvennaþingi 2014. Markmið deildarinnar er að efla slysavarnir heimafyrir og strax eftir stofnun deildarinnar var hafist handa við að útvega björgunartæki við tjörnina á Vatneyri og við kaupfélagsbryggjuna. Eftir að tjörnin var grafin út og gerð að höfn hefur SVD Unnur séð um að þar væru viðeigandi björgunartæki. Ein af meginástæðum stofnunar slysavarnadeildarinnar Unnar var að styðja við byggingu björgunarskútu fyrir Vestfirði með kröftuglegum fjáröflunarverkefnum. Deildin starfaði einbeitt í þeim tilgangi að vinna að því að hjálp sé fyrir hendi, þá er sjóslys ber að höndum og efldi öryggi sjófarenda með auknum björgunartækjum og studdi að öllu því er verða mátti til þess að sporna við slysförum við strendur Íslands. Fyrstu árin starfaði deildin aðallega að fjáröflun til Björgunarskútu Vestfjarða og árið 1948, eftir 14 ára fjáröflun, átti SVD Unnur 30.000 krónur sem fóru til Björgunarskútu Vestfjarða sem hlaut nafnið María Júlía. Árið 1952 hafði Svd. Unnur forgöngu um að stofna björgunarsveit karla, sem hlaut nafnið Patrekur. Hún var útbúin þeim tækjum sem henta þótti best við sjóbjörgun. Á þessum árum útbjó Svd. Unnur fatapakka fyrir sveitina sem voru ætlaðir fyrir skipbrotsmenn. Seinna gaf deildin fatapakka með ullarfatnaði í alla vertíðarbáta á staðnum. Ullarfatnaðinum var komið fyrir í vatnsheldum umbúðum og hugsaður til þess að skipverjar gætu tekið hann með sér í björgunarbáta. 80 ár eru kannski ekki svo langur tími en á þessum árum hefur mikið breyst varðandi slysavarnir. Í upphafi voru sjómenn og sjómennska það sem deildin einbeitti sér að. Öryggi sjómanna var slysavarnadeildinni hugleikið og í dag erum við komin á góðan stað varðandi öryggi til sjós og ber það mikið að þakka Björgunarskóla sjómanna. Bjsv. Blakkur á Patreksfirði var stofnuð 1968 og höfum við hlúð að þeim með styrkjum til tækjakaupa í gegnum árin. Í 12 ár unnum við hörðum höndum með þeim að sameiginlegri fjáröflun, t.d. með spurningakeppnum, sælkerakvöldum og bakstri. Sú fjáröflun rann beint í húsasjóð og fyrir níu árum varð draumurinn að veruleika þegar Sigurðarbúð var keypt, sem er björgunarsveitahúsið þeirra í dag. Í forvörnum gefum við öllum fermingarbörnum reykskynjara. Einnig gefum við ungbarnagjafir sem samanstanda af kokhólk og fl. Reglulega förum við svo í slysavarnagöngu um þorpið okkar þar sem við tökum myndir af því sem betur má fara og sendum viðeigandi aðilum tillögur að úrbótum. Á vorin höfum við hjólreiðadag í samstarfi við Lion og Lögreglu. Við tökum líka þátt í umferðarkönnunum og öryggisbeltanotkun og færum grunn- og leikskólabörnum endurskinsmerki. Í mars ár hvert
98
SVD Unnur Patreksfirði 80 ára
Mynd tekin á 80 ára afmælisdegi Svd. Unnar. tökum við þátt í átaki á landsvísu sem kallast „Glöggt er gests augað“ þar sem við heimsækjum eldri borgara og förum yfir öryggi á heimilum. Á 80 ára afmælisárinu okkar gáfum við út afmælisrit þar sem sagt er betur frá starfi Svd. Unnar, einnig tókum við að okkur að halda Kvennaþingið á Patreksfirði 2014. Ég hef eingöngu stiklað á stóru í þessari upprifjun og er stolt af því að starfa í Svd. Unni og hafa fengið að njóta samvista við skemmtilegar og frábærar slysavarnakonur sem vinna óeigingjarnt starf í þágu slysavarna á öllu landinu. Slysavarnadeildin Unnur er enn í fullu fjöri þrátt fyrir 80 árin, við erum með sameiginlega hugsjón og hjörtu okkar allra slá í takt. Njótum lífsins. Sólrún Ólafsdóttir formaður Svd. Unnar Patreksfirði
99
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Strand í Vöðlavík Þann 18. desember 1993 var fimm skipverjum af Bergvíkinni bjargað í land með línu af strandstað af austfirskum björgunarsveitum. Þann 10. janúar bjargaði þyrlusveit bandaríska varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli sex af sjö áhafnarmeðlimum Goðans sem var að reyna að draga Bergvíkina af strandstað. Einn skipverji lést, Geir Jónsson, stýrimaður. Björgunarafrekið vakti upp mikla umræðu um nauðsyn þess að efla þyrlusveit Landhelgisgæslunnar enda var það gert í kjölfarið. Afrekið vakti einnig athygli innan hersins og er það verk sem flestar viðurkenningar hafa verið veittar fyrir á friðartímum. Sævar Guðjónsson
„Eini dagurinn sem ég vil ekki lifa aftur“ Sævar Guðjónsson, í dag kenndur við Mjóeyri, var 24ra ára björgunarsveitarmaður þegar Goðinn fórst. Hann var í skóla á Akureyri og ekki kominn heim í frí þegar Bergvíkin strandaði en fór út í Vöðlavík að hjálpa til þegar reynt var að bjarga henni. Þar var hann ásamt fleiri björgunarmönnum við störf þann 10. janúar árið 1994. „Það er eiginlega ekki hægt að lýsa þessum degi í fáum orðum. Ég hef oft sagt að þetta sé eini dagurinn sem ég vil ekki lifa aftur. Ég held að það megi segja um alla þá sem að þessu komu. Það er ekkert gaman að vera 250 metra frá mönnum sem eru að berjast fyrir lífi sínu en geta ekkert gert til að hjálpa þeim.“ Bergvíkin var heilleg og var reynt að draga hana á flot með skipum Landhelgisgæslunnar. „Það var búið að gera nokkrar tilraunir og slíta nokkrar línur. Einu sinni var varðskipið rétt lent upp í Kirkjubólsfjallinu, það munaði einhverjum sextíu metrum.“ Þann 9. janúar var unnið að því að koma línum í björgunarskipið Goðann. Um miðnættið var Goðinn að toga í skipið og búinn að ná að snúa því upp í vindinn. Það vantaði bara 2-3 öldur til að lyfta undir það þannig hægt væri að draga það út. Þá fór að fjara og aðgerðum var frestað því það vatnaði ekkert undir skipið og það lagðist eiginlega bara á hliðina. Ákveðið var að Goðinn gæfi út á 250 metra færi og sigldi út á djúpa víkina en héldi í skipið til að missa það ekki þvert aftur.“
Vaknaði við fuglasöng Björgunarmenn tóku saman föggur sínar á sandinum og gengu til náða en þeir höfðust við í húsi í Vöðlavíkinni. „Klukkan ríflega fimm um nóttina kallaði ég í Goðann í talstöðinni og tala við Geira heitinn. Ég spyr hvort það sé ekki allt í góðu og hann svarar: „Jú, jú – það fer vel um okkur hér. Það eru allir komnir í koju og allt í góðu.“ Ég segi: „Ég ætla að hafa kveikt á talstöðinni þannig að þið kallið ef eitthvað er.“ Við kvöddumst og fórum að sofa. Búið var að ákveða að við myndum talast við á milli klukkan 11 og 12 daginn eftir þegar farið væri að nálgast háflóð og halda áfram þar sem frá var horfið. Svo förum við að sofa. Einhvern tíma um níuleytið um morguninn sprettur Sigurður Ingibergsson á fætur. Ég rumska eitthvað við hann og hann segir: „Sævar, þetta er alveg furðulegt maður. Ég vaknaði við svoleiðis ægilegan fuglasöng hérna úti,“ og ég svaraði: „Það er ekkert í lagi með þig vinur, það eru engir fuglar hérna. Það er arfavitlaust veður og 10. janúar!“
100
Strand í Vöðlavík
Gary Copsey, sem var í þyrluáhöfn, rakti aðgerðina fyrir gesti minningarathafnarinnar. Mynd Hlynur Sveinsson Við þetta ókyrrðust menn einhvern veginn. Ég tók talstöðina og kallaði á Goðann en fékk ekkert svar. Án þess að nokkur ákvæði neitt fóru menn að tygja sig á fætur og græja sig út. Jón Trausti bróðir fór út í bíl og reyndi að hringja í Goðann. Þegar hann fékk ekkert svar hringdi hann í Tilkynningaskylduna en hún hafði ekkert heyrt. Á 15-20 mínútum voru menn komnir út og keyrðu út víkina. Þegar við komum blasir við okkur brúarþakið á Goðanum í briminu. Þá er rétt að byrja að birta og við sjáum neyðarblysum skotið út um brúargluggann.
101
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Þetta var auðvitað gríðarlegt áfall. Við vorum að vonast til að hann hefði slitið línuna og farið inn á Reyðarfjörð eins og varðskipin höfðu gert. Við hringdum strax í Tilkynningaskylduna og sögðum þeim hvernig staðan var, að við vissum ekki hvort það væri einn maður um borð eða fleiri. Það var strax beðið um þyrlu. Við keyrðum niður eftir og Sigurður sagði við mig að ég yrði að stýra aðgerðum. Ég var svo sem í fínni þjálfun, búinn að vera í björgunarsveitinni á Akureyri en það þurfti engu að stýra. Menn bara dreifðu sér á sandinn.“
„Hvað eruð þið að leika ykkur, hér er að reka lík á land!“ Það sem við vissum ekki þá en vitum nú er að tíu mínútur í sex um morguninn var Goðinn í góðu yfirlæti úti á víkinni. Þá fékk hann á sig brot og það brotnuðu einir fjórir gluggar í brúnni. Kristján skipstjóri er þá aftast í brúnni að bregða sér í fötin og það myrkvast allt. Vélin gengur en rafmagnið fer. Kristján hleypur fram í brú og stekkur á handstýrið og beygir upp í aftur því skipið hafði byrjað að fara undan veðrinu. Hann nær því og vélstjórarnir fara niður í vél og reyna að koma rafmagninu inn. Þegar þeir eru búnir að því kemur annað brot. Kristján, sem var mjög reyndur skipstjóri, sagðist aldrei hafa séð neitt því líkt. Það hafi verið eins og stór sveppur eða skrúfa. Þetta hittir beint á Goðann og tekur hvern einasta brúarglugga. Geiri heitinn, sem var tengdasonur Kristjáns, stóð við hliðina á honum og hélt í radarinn sem er boltaður niður í brúna og fer aldrei þótt á hana komi brot. Þetta fór allt aftur í vegg og út. Það eina sem var eftir í brúnni var Kristján og stýrið. Allt annað hvarf, allar neyðartalstöðvar eða annað til að gera vart við sig. Kristján reyndi að beygja aftur upp í veðrið en það virkaði ekki neitt. Skipið fór bara undan með línuna aftan í sér í átt að landi og strandaði 250 metra frá landi. Vélstjórarnir Níels (Hansen) og Ómar (Sigtryggsson) voru niðri í vél þegar seinna brotið kom. Þeir héldu að báturinn færi aftur fyrir sig, hann stóð alveg upp á endann en sökk síðan niður á rassgatið. Þá komu skaflarnir inn um öndunaropin og yfir rafalinn sem splundraðist. Einhvern veginn sluppu þeir ómeiddir og komust út og upp í brú í kolsvartamyrkri. Þeir segja við Kristján: „Hvað er að gerast, hvar er Geiri?“ og Kristján svarar, samt rólegur: „Þið þurfið ekkert að hugsa um Geira, hann er farinn.“ Hann gerði sér grein fyrir því. „Nú skuluð þið hugsa um að bjarga ykkur. Drífið ykkur í flotgalla og verið hérna uppi í brú með mér.“ Þarna voru þeir búnir að vera í um fjóra tíma þegar við komum niður á sandinn. Um það leyti sem við vorum að átta okkur á öllu saman byrja þeir að týnast upp á brúarþak. Þá hafði flætt það mikið að þeir gátu ekki lengur haldið til í skipinu þar sem þeir höfðu verið í þokkalegu skjóli. Þeir færðu sig upp og bundu sig í skjóli við skorsteininn. Við gátum talið þá annað slagið, reyndum að vinka þeim og segja þeim að við værum ekki bara að bora í nefið, það væri verið að reyna að bjarga þeim. Við fréttum að okkar þyrla hefði snúið við rétt hjá Þjórsá en varnarliðsþyrlurnar væru á leiðinni. Við rétt sáum í þá og þeir í okkur. Maður trúði ekki miðað við veðrið að það gætu komið þyrlur. Við höfum heyrt að það var engin skemmtun sem þeir þurftu að standa í á leiðinni.“
Þyrludansinn Björgunarsveitarmennirnir höfðu reynt að koma línu í Goðann en það gekk ekki. „Hún fór af stað í beinni stefnu á Goðann en sveif svo bara niður í sandinn hjá okkur.“ Aðstoð var á leiðinni yfir Vöðlavíkurheiði en ljóst var að hún yrði varla til mikils. Klukkan var farin að nálgast þrjú og tíminn að
102
Strand í Vöðlavík
Fjöldi manns var samankominn á minningarathöfninni í Vöðlavík. Mynd: Hlynur Sveinsson. verða naumur. „Við vissum að áður en dimmdi myndu mennirnir trúlega skera sig lausa og reyna að láta sig reka í land. Það hefði hugsanlega tekist en hugsanlega ekki.“ Frést hafði af þyrlunum við Höfn og þaðan fengust þær upplýsingar að þær hefðu tekið eldsneytið í hvelli. Sömuleiðis að sú fyrri væri farin fyrir Stokksnes. „Þá segi ég: „Þá hljóta þær að fara að koma hingað“ og ég segi: „Strákar! Nú skulum við allir fara út úr bílunum, setjið hendurnar fyrir út í loftið og hlaupið í hringi, alveg eins og vitleysingar – og klappið saman höndum fyrir ofan hausinn líka og látum þá vita að þyrlurnar séu að koma.“ Kristján skipstjóri sagði mér sjálfur að þetta hefði verið eins og vítamínsprauta í rassgatið fyrir þá. Þeir skyldu þetta alveg. Síðar var þetta kallað þyrludansinn. Þetta var bara eitthvað sem manni datt í hug. Þegar maður hefur ekki talstöðvarsamband verður einhvern veginn að koma skilaboðum til manna. Um hálftíma síðar sáum við fyrri þyrluna. Það var algjörlega ólýsanleg tilfinning. Þegar sigmaðurinn, sem um morguninn var á leið á æfingu, kom niður til skipverjanna sem voru búnir að berjast um í sex tíma sagði hann: „Do you want a lift, guys?““
Lenti á versta stað á sandinum Þyrluflugmennirnir hafa síðar sagt frá því að þeir hafi fyrst séð Bergvíkina og haldið að þeir væru að fara bjarga fólki úr henni. Brúnirnar hafi sigið þegar þeir sáu brúna á Goðanum standa upp úr öldurótinu.
103
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Í landi höfðu menn reynt að drepa tímann, meðal annars safnað rusli saman í haug. „Bandaríkjamennirnir sáu ekki merkta þyrlupallinn okkar. Þeir lentu ofan á ruslahaugnum og maður beið eftir að sjá þyrluna fara á hliðina. Þetta var versti staðurinn á sandinum.“ Þegar allir skipverjar voru komnir í land var ákveðið að reyna að koma þeim undir læknishendur. Samskiptaörðugleikar ollu því að flugmennirnir tóku stefnuna á Egilsstaði því þeir sáu ekki Norðfjörð á korti sínu. Eftir mikla erfiðleika enduðu þeir hins vegar á bílaplani í miðbæ Neskaupstaðar. „Ég margreyndi að benda þeim á Norðfjörð á kortinu. Þeir voru bara með gróft götukort sem þeir flugu eftir. Þarna hafa verið einhverjir tungumálaerfiðleikar. Sills hafði komið í Egilsstaði og ætlaði sér alltaf þangað, aðrir staðir voru ekki inni í myndinni.“ Gary Copsey
„Það eina sem við vissum var að skip væri í vanda“ Þyrlusveit bandaríska varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli var að búa sig til æfingar að morgni 10. janúar 1994 þegar beiðni barst um aðstoð við skip sem væri í vanda undan austurströndinni. Eftir um tíu tíma og frækilegt björgunarafrek lentu sveitirnar á Kaupfélagsplaninu í miðbæ Neskaupstaðar. Gary Copsey var aðstoðarflugmaður annarrar þyrlunnar. „Við vorum að hefja æfingu þegar við fengum tilkynningu um að skip væri í vanda úti fyrir austurströndinni og Landhelgisgæslan gæti þurft aðstoð. Við vorum með lækni um borð og sigmennina en höfðum ekki hugmynd um hvernig staðan var. Við höfðum ekki leyfi til að fara í verkefni, aðeins til að æfa. Við ákváðum því að fara af stað í æfinguna og færa okkur nær. Þegar við vorum komnir á loft fór veðrið að versna en við fengum leyfi til að fara í björgunina.“ „Við flugum meðfram suðurströndinni og framhjá Vík. Við héldum okkur yfir sjónum því veðrið var mjög vont. Við höfðum áhyggjur af vindinum úr norðaustri, en vindhraðinn náði 70 hnútum (12 vindstigum). Þetta var eins og að vera inni í borðtenniskúlu. Við hentust til og frá og sáum bara hvítt.“ Copsey sagði það hafa róað taugarnar að vita af þyrlu Landhelgisgæslunnar og birgðavélinni. Á leiðinni fengu þyrlusveitirnar hins vegar fregnir af því að íslenska þyrlan snéri við þar sem hún réði ekki við veðrið og skömmu síðar komu sömu tíðindi frá birgðavélinni. Þyrlurnar voru því einar á báti.
Vissu ekki að skipið væri sokkið „Á þeim tímapunkti vorum við ekki komnir með heildarsýn yfir aðstæður. Við vissum bara að það væri skip í vanda. Við héldum að það væri á floti. Við vissum ekki að það væri sokkið, sex skipverjar væru hlekkjaðir við brúarþakið og einn hefði rekið á land. Við kölluðum upp björgunarmiðstöðina til að fá nánari upplýsingar því við héldum að veðrið væri mögulega of hættulegt. Áður en við gátum borið upp erindið heyrðum við: „Ég er feginn að þið hringduð – nú þurfið þið að bjarga sex manns.“ Við spurðum hvað hefði orðið um þann sjöunda og þeir sögðu: „Hann er þegar rekinn á land.“ Þar með hættum við að hugsa um að snúa við. Það eina sem við hugsuðum var: „Það eru sex mannslíf sannarlega í hættu.“ Við vissum nú að þetta yrði virkilega erfitt. Við þurftum meira eldsneyti en vissum ekki hvaða staðir væru í grenndinni þannig við ákváðum að stoppa á Höfn. Við ákváðum að fara í „hot refueling“ sem við æfum fyrir stríðsátök. Við vildum ekki eyða tíma í að drepa á vélunum og ræsa þær aftur með tilheyrandi ferli. Við ákváðum bara að hafa allt í gangi. Fólkið á Höfn vissi hvað var að gerast. Þegar við fórum inn til að ganga frá pappírunum sagði herra-
104
Strand í Vöðlavík
maðurinn í afgreiðslunni við okkur: „Hafið ekki áhyggjur af þessu. Farið og bjargið mannslífum.“ Ég hitti hann í fyrsta sinn aftur fyrir þremur dögum og hann sagði: „Já, ég vissi hvernig staðan var því ég var í björgunarsveit og veit að hver mínúta skiptir máli. Ég vildi bara að þið hélduð áfram.“ Við borguðum síðar. Það eru ekki margir sem vita af því við tölum ekki mikið um það, en hver sá sem hefur flogið þyrlu kannast við þá tilfinningu þegar botninn virðist vera að detta úr vélinni. Eftir að við fórum frá Höfn flugum við í 50-60 metra hæð yfir sjónum. Við sáum ekki fjöllin en vindurinn sem stóð þaðan skall á okkur eins og hafalda og kom okkur á óvart. Mér leið eins og maginn væri í hálsinum á mér því aflarmurinn var í botni en við misstum samt hæð. Ég leit á Jim Sills, sem stýrði vélinni, og hann á mig, teygði sig svo í míkrófóninn og segir: „Haldið ykkur strákar – við gætum brotlent.“ Þyrlan stöðvaðist um 15 metrum fyrir ofan sjóinn. Við vorum heppnir. Við vorum mjög, mjög heppnir þannig að við héldum áfram.“
Við héldum við værum orðnir nógu blautir! Þyrla Blumentritts kom á vettvang um kortéri fyrr og hafði þegar bjargað tveimur skipverjum þegar Copsey og félagar komu. „Þeir byrjuðu á þeim sem voru mest hjálparþurfi, annar þeirra var í sykursýkisáfalli. Þeir voru fluttir í land og við fórum þangað og skiluðum af okkur lækninum. Á meðan sóttu þeir tvo skipbrotsmenn í viðbót og á meðan þeim var komið í land héldum við út til að sækja þá síðustu. Það er erfitt að snúa þyrlu með 70 hnúta vind upp á nefið þannig við bökkuðum upp á land til að skila þeim af okkur. Það virðist fyndið þótt okkur þætti það ekki þá að þegar við vorum að fara frá skipinu misstum við hæð og þeir sem héngu í línunni lentu í sjónum. Spilmaðurinn kallaði í talstöðina: „Upp 50, upp 100, upp núna – þið settuð þá í sjóinn!“ Við rifum okkur upp og náðum þeim úr sjónum. Við vorum dauðskelkaðir en við hlógum allir að þessu síðar. „Við héldum að við værum orðnir nógu blautir en það var greinilega ekki ykkar skoðun!“ sögðu þeir við okkur.“ Skipverjar komust í land og þyrla Blumentritts sótti tvo sigmenn sem voru um borð í Goðanum. Þegar allir voru komnir í land þurfti að ákveða næstu skref.
Norðfjörður og Neskaupstaður Við spurðum: „Hvar er næsta sjúkrahús, hvert getum við farið með þá?“ og okkur var sagt: „Farið á Norðfjörð,“ þannig að við leituðum að Norðfirði á kortinu okkar. Einhver sagði síðar við okkur: „Ég benti ykkur á staðinn,“ en við vorum sennilega ekki að hlusta. Við fundum ekki Norðfjörð en komumst síðar að því að við áttum að leita að Neskaupstað. Við ákváðum því að fara í Egilsstaði, við vissum að þar væri sjúkrahús. Í þessu veðri var erfitt að komast yfir fjöllin og við fórum fyrst í næsta fjörð fyrir norðan Norðfjörð, Mjóafjörð. Við fórum í loftið og flugum með nætursjónauka. Við áttum ekki að vera að nota hann þannig að Sills hélt á honum og horfði í gegnum hann á meðan ég flaug. Blumentritt fór á undan en við vorum með lækninn og sjúklingana. Blumentritt reyndi að komast yfir fjöllin en komst að því að við yrðum að fara annað. Við íhuguðum að fara aftur til Hafnar. Þar vissum við að við gætum tekið eldsneyti og þar væri mögulega sjúkrahús. Þegar við vorum að snúa við sjáum við Blumentritt taka U-beygju og eiginlega fara á hvolf. Ég missti jafnvægisskynið og Sills þurfti að taka stjórnina, hann hélt í hliðarstýrið með annarri hendi og hélt á gleraugunum í hinni. Við héldum um stýrisbúnaðinn í kross og um tíma vorum við tveir að fljúga þyrlunni.
105
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Við hugsuðum: „Þetta er of mikið.“ Við komum auga á ljós og hugsuðum. „Förum niður hér, sjáum hvað þetta er.“ Blumentritt fikraði sig inn fjörðinn og niður á við. Hann kallar okkur upp og segir: „Strákar – ég held að ég hafi fundið stað til að lenda á – ég ætla niður.“ Hann lendir og kallar: „Strákar – ég held það sé pláss fyrir ykkur hér líka – komið!“ Þarna höfðum við orðið næga birtu frá bænum og gátum sleppt sjónaukanum. Við lentum en það voru ekki nema tveir metrar á milli spaðanna á þyrlunum. Við vorum mjög heppnir – hvað get ég annað sagt?
Af hverju lentuð þið ekki á flugvellinum? Við drógum strax að okkur mikla athygli. Við sáum sjúkrabíl og hugsuðum: „Hvernig vita þeir af okkur hér?“ Við drápum á þyrlunum og komum sjúklingunum tveimur inn í sjúkrabílinn. Þegar ég opna dyrnar á þyrlunni standa þar tveir herramenn. Þeir koma til mín og annar þeirra segir: „Komdu sæll, ég er bæjarstjóri Neskaupstaðar,“ og ég svara: „Já – ég er Gary Copsey, aðstoðarflugmaður.“ Hinn segir: „Ég er Bjarni og er sýslumaður hér. Mig langar til að spyrja ykkar einnar spurningar: Af hverju lentuð þið hér?“ Þegar ég byrja að útskýra tilgang ferðarinnar segir hann: „Nei – við þekkjum hann. Það eru björgunarsveitir frá okkur þar. Af hverju lentuð þið hér?“ Ég segi að við höfum reynt að komast í Egilsstaði en ekki komist yfir fjöllin en hann heldur áfram: „Nei – þú skilur ekki. Af hverju lentuð þið á bílastæðinu þegar það eru tveir kílómetrar í flugvöllinn?!“ Ég leit á kortið og sá að þar var enginn flugvöllur. Ég hugsaði: „Hjúkket – við hefðum virkilega verið í vanda ef hann hefði verið merktur inn.“ Það sem við gerðum þennan dag gerðum við því við höfðum þjálfunina og búnaðinn til þess. Það eina sem við gerðum var það sem við vorum þjálfaðir til. Við björguðum öllum, nema Geir. Við hefðum viljað óska þess að við hefðum komist fyrr.
Áhrif þessara viðburða á björgunarsögu Íslendinga Eftir þessa atburði var ljóst að þyrlur þær sem að Landhelgisgæsla Íslands hafði til umráða væru ekki nógu öflugar til að bregðast við hættum sem þessum. Þess var því krafist að bætt yrði úr í þessum málum og á útifundi á Austurvelli 24. janúar 1994 var eftirfarandi ályktun flutt sem hvatning til stjórnvalda. „Öllum er í fersku minni það frækilega afrek sem þyrlusveit varnaliðsins vann við björgun áhafnar björgunarskipsins Goðans í Vöðlavík þann 10 janúar sl. Það er okkar álit, að þessum mönnum hefði vart verið bjargað á annan hátt, við þær aðstæður, sem þarna voru. Það er okkar heitasta ósk, að stjórnvöld landsins bindi enda á þá óvissu, sem ríkt hefur í björgunarþyrlukaupamálum þjóðarinnar. Það er von okkar að aldrei þurfi nokkur að upplifa þá kvöl sem að við upplifðum, meðan beðið var í óvissu og horft á skipbrotsmenn berjast fyrir lífi sínu í von um björgun. Góð björgunarþyrla væri að okkar mati besta afmælisgjöfin til íslensku þjóðarinnar á 50 ára lýðveldisafmæli hennar. Kveðja frá björgunarmönnum, sem voru á strandstað í Vöðlavík.“
Ný þyrla kemur til landsins Þann 24. júní 1995 kemur síðan ný þyrla til landsins. Lenti hún á Reykjavíkurflugvelli eftir að hafa flogið hring yfir höfuðborginni með Þorstein Pálsson, dómsmálaráðherra, og Hafstein Hafsteinsson,
106
Strand í Vöðlavík
forstjóra Landhelgisgæslunnar innanborðs, en Þorsteinn og Hafsteinn fóru um borð í þyrluna í Vestmannaeyjum. Í viðtali segir Pál Halldórsson yfirflugstjóri að heimferðin hafi gengið vel frá upphafi til enda, en hún hafi verið löng. Lagt var af stað frá Frakklandi á fimmtudagsmorgun, áð í Skotlandi í fyrrinótt og þaðan flogið heim. „Við vorum að flýta okkur heim í tertuna,” sagði yfirflugstjórinn brosandi, en að lokinni móttökuathöfninni þar sem Forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, og hr. Ólafur Skúlason biskup tóku á móti TF-LÍF, var boðið upp á stóra tertu, sem skreytt var mynd af nýju þyrlunni. Páll sagði að þyrlan hefði reynst jafn vel á heimleiðinni og hann hefði vonað. „Þessi þyrla uppfyllir allar okkar óskir og er bylting að vissu leyti. Þorsteinn rakti aðdraganda þyrlukaupanna og sagði að sumum hefði þótt biðin æði löng. Ráðherra nefndi sérstaklega að sér hefði þótt ánægjulegt að fá að taka á móti þyrlunni í Vestmannaeyjum fyrr um daginn. „Nú eru 75 ár síðan Björgunarfélag Vestmannaeyja hafði forystu um að kaupa fyrsta björgunar- og eftirlitsskipið til landsins. Til þess hefur örugglega þurft kjark, dugnað og áræði. Við eigum öllum þeim, sem unnið hafa að björgunarmálum margt að þakka og nú hafa enn orðið kaflaskil. Mikil ábyrgð hvílir á þeim sem eiga að fara með þetta góða tæki og þeim fylgja góðar óskir allra. Ég hef fyrir satt að fyrsta tækið, sem var keypt um borð í björgunar- og eftirlitsskipið Þór hafi verið ljós og voru kaupin skýrð þannig, að ljósinu væri ætlað að draga landhelgisbrjóta út úr skugganum, en vera öðrum leiðarljós á hafinu. Ég vona að TF-LÍF verði okkur leiðarljós í björgunarmálum.”
Tímamót í björgunarsögu Íslands Það má því með sanni segja að þessir atburðir sem hér að ofan er lýst hafi markað tímamót í björgunarsögu Íslands og að í kjölfar þessara atburða hafi mönnum orðið ljóst að ekki væri við svo búið lengur að búa Landhelgisgæsluna öflugri og góðri björgunarþyrlu sem gæti gagnast á landi og sjó við erfiðar aðstæður þar sem aðstoðar væri þörf. Gunnar Gunnarson, blaðamaður Eiður Ragnarsson, stjórn SL
Minningarskjöldur um björgunarafrekið var afhjúpaður við athöfnina.
107
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Fátt segir af einum Síðla septembermánaðar fór systir Bandaríkjamannsins Nathan Foley Mendelsohn að undrast að hafa ekki heyrt í honum í talsverðan tíma. Hann hafði verið á ferðalagi á Íslandi og hefði átt að vera kominn heim til sín. Nathan var víðförull maður og fór oft einn í löng ferðalög og það var ekki óalgengt að hann léti ekki vita af sér reglulega. Eftir að hún hafði kannað málið meðal fjölskyldunnar og reynt að hringja í Nathan var ljóst að ekki var allt með felldu. Lögreglunni á Hvolsvelli barst fyrirspurn föstudaginn 27. september frá sendiráði Bandaríkjanna um týndan ferðamann. Talið var að hann hefði líklega verið á ferð í Landmannalaugum og hófst eftirgrennslan strax. Í upphafi var ljóst að afar litlar upplýsingar voru til að byggja á og var því lögð mikil áhersla á rannsóknarvinnuna auk þess sem hópar voru sendir í hraðleit á líklegustu staðina. Strax var gengið út frá Hrafntinnuskeri sem útgangspunkti leitar og lá allt undir. Farið var í íshellana, skálar á svæðinu voru skoðaðir og gestabækur í þeim, t.d. Fellshúsi í Þórólfsfelli, Bólstað á Einhyrningsflötum, Emstruskála, Hvanngili, Álftavatni, Botnsskála á Emstrum, Hattafellsskála og Hrafntinnuskeri. Smalar á leið inn að Stóra-Grænafjalli sunnan af Álftavatni voru einnig beðnir að horfa eftir týndum manni. Þegar hraðleitin skilaði engu var ljóst að verkefnið væri stórt og viðamikið. Engar vísbendingar voru til staðar aðrar en þær að Nathan hafði hugsað sér að ganga Laugaveginn og síðan
Daginn sem Nathan Foley týndist var afar vont veður á Fjallabaki og tveimur dögum síðar var kominn talsverður snjór á svæðið.
108
Grein úr Björgun
Leitarsvæðið var víðfeðmt og snjóað hafði í gil og á tinda. Mynd: Marcin Kamienski. þaðan yfir Fimmvörðuháls að Skógum. Stjórnendur leitarinnar kölluðu fljótt á sveitir frá nærliggjandi svæðum og gekk vel að fá bjargir í verkefnið. Svæðisleit hófst á laugardagsmorgni 28. september og var annars vegar gengið frá Hrafntinnuskeri niður að Álftavatni og hins vegar gönguleiðin niður að Landmannalaugum þar sem leitað var t.d. Laugahraunið, inn að Vondugiljum og síðan aðrar mögulegar gönguleiðir ef svo vildi til að Nathan hefði ákveðið að breyta ferðaplönum sínum, t.d. vegna veðurútlits. Fljótlega fór rannsóknarvinnan að skila árangri og kom í ljós að 10. september lagði Nathan Foley af stað frá Landmannalaugum, líklega í átt að Hrafntinnuskeri. Ekki tókst þó að fá staðfestingu á því í hvaða átt hann hafði gengið. Franskir ferðamenn höfðu átt við hann einhver orðaskipti við skála Ferðafélagsins og staðfestu að ætlunin hafi verið að ganga að Álftavatni en þeir töldu að hann hefði mögulega lagt af stað á undan þeim á Laugaveginn. Þeir höfðu gengið í Hrafntinnusker og höfðu ekki frekari fregnir af honum og ekki mætt honum á leiðinni til baka. Veður hafði farið versnandi eftir því sem leið á daginn og lýstu frönsku ferðamennirnir því sem frekar slæmu, mótvindi og slyddu. Daginn eftir var 20 sm jafnfallinn snjór á svæðinu. Þegar þarna var komið sögu var orðið ljóst að Nathan hafði verið týndur í 17 daga. Þegar veður liðinna daga og vefmyndavélar í Landmannalaugum voru skoðaðar kom í ljós að veðurfar hafði verið rysjótt frá 10. september. Talsverð snjókoma hafði verið á svæðinu og hláka inn á milli. Þegar leit hófst var einhver snjór farinn að safnast saman í giljum og á fjallstindum en jörð var að mestu auð í 6-800 metra hæð. Laugardagurinn leið án þess að árangur yrði af leitinni. Áframhaldandi leit var skipulögð á sunnudeginum og var skilgreint leitarsvæði 400 metra í hvora átt út frá göngustígnum milli Landmannalauga og Álftavatns. Einnig var leitað í Grænagili, við Jökulgilin, Námskvísl og Kaldaklof.
109
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Fjallabakið var allt undir þegar kom að því að afmarka leitarsvæðið. Mynd: Þorsteinn Jónsson.
Upplýsingaöflun svæðisstjórnar Á meðan leit stóð yfir var mikil vinna lögð í að safna frekari upplýsingum og greina þær upplýsingar sem komnar voru. Var talsverð áhersla lögð á að fá sem nákvæmastar upplýsingar um búnað þann sem Nathan hafði verið með. Rætt var við aðstandendur, vini, vinnufélaga og aðra sem gætu búið yfir upplýsingum um ferðaplön Nathans og hvaða búnað hann hefði tekið með sér. Fyrrverandi eiginkona Nathans og besti vinur komu með fyrstu flugferð og voru ómetanlegur liðsauki við leitina. Tóku þau virkan þátt í upplýsingaöfluninni og auðvelduðu mjög samskiptin við fjölskylduna og vini. Sú mynd sem rannsóknarteymið dró upp var af ungum mjög duglegum manni með ágætis ferðareynslu, en líklega ekki nógu vel útbúnum fyrir íslenskar aðstæður. Í upplýsingaöfluninni fannst rafræn kvittun frá REI þar sem fram kom að Nathan hafði keypt létta gönguskó og voru þegar settar inn upplýsingar í aðgerðagrunn um skónúmer og mynd af sólanum þannig að leitarmenn gætu verið vakandi fyrir mynstri í sporum sem þeir kynnu að finna. Einnig lágu fyrir upplýsingar um bakpoka, svefnpoka og tjald sem Nathan átti og voru líkur á að væri með í för.
Vísbendingar Leitarmenn voru mjög duglegir að tilkynna inn vísbendingar og voru þær tilkynningar jafn óðum settar á kort í aðgerðagrunni. Flestar vísbendingar fundust á leiðinni frá Hrafntinnuskeri niður í Álftavatn, meðal annars poki utan af bakpoka sömu tegundar og Natan átti. Einnig fannst tjald á svipuðum slóðum sem var af sömu tegund og lit sem vitað var að Nathan átti. Við nánari skoðun síðar kom í ljós að tjaldið var upplitað eftir margra mánaða vist á fjöllum og var því hægt að útiloka þá vísbendingu.
110
Grein úr Björgun Leit hætt Þegar leit helgarinnar bar ekki árangur var ákveðið að efna til leitar næstu helgi, 5. og 6. október. Markmið þeirrar aðgerðalotu var að leita 50% leitarhring út frá skála FÍ í Landmannalaugum miðað við göngumann (e. hiker). Leit bar ekki árangur og var veðurútlit ekki gott með tilliti til áframhaldandi leitar. Var leit því frestað enda litlar sem engar líkur á því að Nathan væri enn á lífi. Nathan fannst látinn 17. júlí sl. á Háöldu í 1.000 metra hæð. Austurrískur leiðsögumaður með hóp amerískra lækna fann hann um 80 metra frá göngustígnum yfir Háöldu. Nathan lá á grúfu og héldu læknarnir að hann væri nýlátinn. Ekki var að sjá að hann hefði legið úti í óblíðum íslenskum óbyggðum um tíu mánaða skeið. Bakpoki Nathans lá opinn fyrir framan hann og var innihald pokans að mestu á víð og dreif kringum pokann. Spjaldtölva lá við hliðina á bakpokanum. Eftir nánari leit í umhverfinu fannst svefnpoki í um 20 metra fjarlægð frá Nathan. Stór snjóskafl var rétt hjá og af aðstæðum mátti álykta að hann væri nýkominn undan snjó. Hvað raunverulega gerðist veit enginn, en leiða má líkum að tvenns konar atburðarás. Í þeirri fyrri og líklegri gæti Nathan hafa lagt af stað Laugaveginn og snúið við þegar hann var farinn að nálgast Hrafntinnusker. Hann hefur elt skilti sem er rétt hjá Stórahver og vísar á Landmannalaugar, og farið upp á Háöldu. Hin síðari og ólíklegri er að hann hafi gengið út Laugahraunið og haldið áfram vestur framhjá Vondugiljum upp Uppgönguhrygg inn á Skallaleið og þaðan upp á Háöldu. Fyrri sviðsmyndin er að mati höfundar líklegri. Miðað við klæðnað Nathans þegar hann fannst er ljóst að hann hefur ekki átt mikla möguleika á að skýla sér fyrir íslensku hálendisveðri. Miðað við aðstæður á vettvangi er langlíklegast að hann hafi verið kaldur og hrakinn á Háöldu, sest niður og reynt að kalla eftir hjálp með spjaldtölvunni og einnig reynt að útbúa sér skjól með svefnpokanum. Án skjóls í þessari hæð í vondu veðri hefur dauðinn komið fljótt.
111
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Gengum við of langt? Ásta Stefánsdóttir og Pino Becerra dvöldust í sumarbústað fjölskyldu Ástu í Fljótshlíð yfir hvítasunnuhelgina 2014. Skammt frá bústaðnum er Bleiksárgljúfur sem Bleiksá hefur sorfið í bergið í tímans rás. Þetta stórbrotna gljúfur er nær ósýnilegt frá veginum inn með Fljótshlíðinni. Bleiksáin rennur frá Vörðufelli og fellur síðan í háum og tignarlegum fossum niður eftir Bleiksárgljúfrinu í nokkrum þrepum. Gljúfrið er það þröngt að hægt er að stökkva yfir það á vissum stöðum. Ferðaþjónustuaðilar hafa verið með skipulagðar ferðir inn í gljúfrið og er þá gengið og synt í blautbúningum upp eftir ánni að stórum hyl þar sem stokkið er út í frá lágum stalli. Innar er stór hvelfing sem áin hefur grafið. Innst í hvelfingunni er lóðréttur hamraveggur og þar fellur Bleiksáin um 30 metra í fossi sem fer um þrönga rás. Þeim sem þekkja til í Fljótshlíðinni hefur staðið stuggur af gljúfrinu. Vinnumaður frá nálægum bæ féll í gljúfrið á öndverðri átjándu öld þegar hann reyndi að stökkva yfir. Fallið af brúnum gljúfursins er að jafnaði um 30 til 50 metrar ofan í gljúfrið. Fátt er vitað um hinstu ferð Ástu og Pino inn gljúfrið. Þegar hvorug þeirra mætti til vinnu eftir hvítasunnuhelgina fóru ættingjar og vinir þeirra að óttast um þær. Var óskað eftir því við lögregluna á Hvolsvelli að hún kannaði hvort þær væru í bústaðnum í Fljótshlíðinni. Lögreglumaðurinn sem var sendur inn Fljótshlíðina kom að bústaðnum læstum og var bíll Ástu fyrir framan bústaðinn. Lögreglumaðurinn kannaði strax nánasta umhverfi. Gljúfrið vakti fljótlega athygli lögreglumannsins og gekk hann því að því og fann yfirhafnir inni í gljúfrinu, en engin ummerki um konurnar. Yfirhafnirnar fundust við hyl sem er rétt ofar en 30 m fossinn sem áður var lýst. Allar björgunarsveitir á svæðinu voru kvaddar til aðstoðar og hófst þar með formleg leit. Pino fannst mjög fljótlega látin og var talið að hún hefði fallið ofan í gljúfrið. Ekkert sást til Ástu og hófst þá ein flóknasta leit síðari tíma á Íslandi. Eftir talsverða leit í gljúfrinu án árangurs voru margar mögulegar sviðsmyndir hugleiddar. Farið var eftir hefðbundnum fræðum um hegðun týndra og leitarsvæði skipulögð milli Markarfljóts og Tindfjallajökuls. Fræðileg leitarsvæði náðu suður fyrir Eyjafjallajökul og norður fyrir Hungurfit. Aðaláherslan var þó í Fljótshlíð og allt niður að ósum Markarfljóts á Landeyjarsandi. Mesti þungi leitarinnar var þó alltaf í og við gljúfrið sjálft enda mestar líkur taldar á að þar væri Ástu að finna. Aðrar sviðsmyndir voru þó ekki útilokaðar. Aðstæður til leitar í gljúfrinu voru mjög erfiðar. Gljúfrið er sorfið í auðrofið berg. Þar má því finna mikið af smáhellum, syllum, stöllum, sprungum og gjótum. Sagan segir að vitni hafi verið að því þegar vinnumaðurinn féll í gljúfrið á átjándu öld og því var vitað nákvæmlega hvar hann var að finna. Samt tók það hrausta menn tvær vikur að komast að honum þar sem hann var á syllu í miðjum hamravegg. Botn gljúfursins var fínkembdur ítrekað af köfurum björgunarsveitanna og lögreglunnar. Auk þess var búið að síga niður meðfram fossinum neðan við hylinn þar sem yfirhafnir kvennanna fundust. Þrátt fyrir þessa miklu leit var ekki hægt að segja að gljúfrið væri full leitað vegna þess hve aðstæður í því voru erfiðar. Eftir að björgunarsveitir höfðu leitað án árangurs í 10 daga var ljóst að hugsa þyrfti út fyrir kassann. Búið var að fínkemba hylji og syllur í gljúfrinu eins og hægt var án þess að eiga við rennsli árinnar í gljúfrinu. Einnig hafði allt nærumhverfi verið leitað og Markarfljótinu fylgt að ósum. Því var ekkert annað að gera en að fara aftur að útgangspunkti leitar við fossinn. Í upphafi fundust mjög áreiðanlegar vísbendingar um að Ásta og Pino hefðu verið þar og Pino fannst á botni gljúfursins nokkru fyrir neðan þann stað. Kenningin sem unnið var út frá var að önnur hvor kvennanna hefði fallið
112
Grein úr Björgun
Vegna hættulegra aðstæðna fór enginn ótryggður í gljúfrið. Mynd: Guðbrandur Örn Arnarson.
113
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
niður fossinn. Hin hefði þá mögulega lagt af stað eftir einstigi á syllu útúr gljúfrinu til að sækja hjálp eða til að komast niður fyrir fossinn. Á einstiginu á syllunni hefði hún svo hugsanlega fallið og farið fram af enda um brattar og hálar grasbrekkur að fara. Út frá þessu var talið mikilvægt að leita betur undir og á bakvið fossinn.
Færum fossinn Áður var búið að kafa undir fossinum en iðan sem var undir honum hringsneri mönnum eins og þeir væru inni í þvottavél. Auk þess er skyggni í vatninu mjög lítið því undir fossinum er áin hvítfyssandi og full af loftbólum. Það var líka búið að síga niður meðfram fossinum og þreifa á bak við hann með stöngum eins og hægt var. Þetta var þó erfitt verk vegna þess hve fossinn er flókin náttúrsmíð sem kastast á milli stalla og skora í gljúfurveggjunum og hefur mikinn fallþunga. Fossinn er einnig allur hvítfyssandi og því sést ekki í gegnum hann. Til að auðvelda leit í kringum fossinn komu fram hugmyndir um að leiða vatn úr hylnum ofan við fossinn með dælum eða rörum og framhjá fossinum. Samkvæmt mælingum var rennslið í fossinum um 1.000 sekúndulítrar. Við fyrstu forkönnun var ljóst að ekki var hægt að safna saman dælum sem myndu ráða við verkefnið. Því var hugað að því að leiða ána framhjá með rörum. Eini gallinn var sá að þar sem fossinn fellur niður hækkar árbakkinn eftir því sem farið er framar í gljúfrið og því þarf að lyfta ánni yfir stall til að veita henni framhjá. Það munaði um metra á hylnum ofan við fossinn og næsta stað þar sem mögulegt var að veita ánni framhjá og niður í gljúfrið. Það leit því út fyrir að notast þyrfti við „hívertingu“ líkt og þegar færa þarf bensín úr brúsum yfir á vélsleða með slöngu. Fjölbreyttur hópur iðnaðarmanna, tækni- og verkfræðinga innan raða björgunarsveitanna lögðust á árarnar og teiknuðu upp kerfi sem fræðilega gekk upp. Set ehf. á Selfossi lánaði rör í verkefnið og lagði einnig til ómetanlega sérsmíði því hanna þurfti og smíða sérstakt beygjuhné með loka til að lofttæma rörin og koma rennslinu af stað. Ekki var hægt að koma rörunum upp að gljúfurbrúninni ofan við hylinn til að slaka þeim niður að honum. Því þurfti að fá fjallabjörgunarmenn félagsins til að útbúa línubrú sem ferja skyldi rörin frá stalli utan við gljúfrið og inn gljúfrið að hylnum.
Öryggismálin Við upphaf leitaraðgerða var einstigi í hálli grasbrekku á syllu í gljúfurveggnum fylgt til að komast að hylnum sem yfirhafnir Ástu og Pino höfðu fundist við. Ef einhverjum hefði skrikað þar fótur hefði hann fallið fram af syllunni og 30 til 40 m niður á botn gljúfursins. Því voru settar upp öryggislínur til að leitarmenn gætu gengið öruggir að hylnum. Fljótlega fór að myndast háll moldarslóði inn eftir syllunni þegar gróðurinn lét undan og var því gripið til þess ráðs að smíða göngustíg úr plönkum til að auka öryggið og einnig til að hlífa gróðri. Þegar ljóst var að verkefnið myndi verða umfangsmikið og verið væri að vinna með mikla krafta var ákveðið að gera öryggismálum enn hærra undir höfði. Sérstakur hópur fjallabjörgunarmanna var settur í að hanna öryggistryggingar fyrir umferð í gljúfrinu og fyrir þá sem voru að vinna að röravirkinu. Einnig þurfti að festa og tryggja rörin sjálf í klettaveggina með ströppum og múrboltum því hluti röranna þurfti að vera fríhangandi og önnur stóðu tæpt á syllum og stöllum. Ljóst var að tryggingarnar yrðu að vera vandaðar því heildarþyngd kerfisins þegar það væri orðið fullt af vatni var reiknuð um átta tonn. Áður en lagt var af stað í þessar framkvæmdir var áhættumat gert og gripið til sérstakra mótvægisaðgerða til að lágmarka mögulegar afleiðingar. Við þetta áhættumat var notast við sömu aðferðafræði og notast er við í áhættumati starfa á vinnustöðum.
114
Grein úr Björgun
Verkefnið var að veita á framhjá farvegi sínum og voru til þess nýtt stór rör. Mynd: Guðbrandur Örn Arnarson. Minniháttar meiðsl voru skilgreind ásættanleg en aðstæður sem gætu leitt af sér slys þar sem þolandi myndi missa eitthvað úr vinnu eða þaðan af verra voru skilgreindar óásættanlegar. Ljóst var að ef niðurstaðan úr áhættumatinu hefði gefið til kynna að áhættan í einhverjum verkþætti væri óásættanleg yrði hætt við verkefnið. Niðurstaðan var sú að með því að grípa til töluverðra mótvægisaðgerða fengi verkefnið grænt ljós og því var lagt af stað. Alvarlegasta ógnin í gljúfrinu var hættan á falli niður gljúfrið. Á fyrstu dögum leitar rann jarðvegsspilda undan kafara í fullum búnaði sem var á leið inn að hylnum, en viðkomandi var klipptur í öryggislínu líkt og öllum bar sem fóru inn í gljúfrið. Annars hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Þegar aðgerðin var orðin flóknari þurfti að hugsa vel út með hvaða hætti tryggingar væru settar upp til að ekki yrði ófyrirséð keðjuverkun sem setti of mikið álag á kerfið við það að ein trygging gæfi sig. Einnig þurfti að huga að því að ekki væru of margir tryggðir inn á sömu öryggislínuna í einu. Þegar farið var að vinna að því að færa ána var settur sérstakur öryggisstjóri sem gekk eftir því að öllum öryggisreglum væri hlýtt.
Stíflugerð og röralagnir Laugardaginn 22. júní hófst verkefnið á því að þrjú 200 kg rör voru ferjuð inn í gljúfrið á línubrú. Til að veita vatninu inn í rörin þurfti að stífla útrásina úr hylnum og því var fjöldi sandpoka, net og stórsekkir einnig flutt inn í gljúfrið á línubrúnni. Það tók allan daginn að koma rörunum fyrir og byggja stífluna en við lok dags komu í ljós ýmsir annmarkar við hönnun kerfisins, t.d. að hugsanlega væri rörakerfið of öflugt og myndi því flytja meira rennsli en innrennslið í hylinn. Það hefði leitt til þess að vatnsborð í hylnum myndi lækka og hætta væri á að loft kæmist í kerfið sem myndi stöðva rennslið í gegnum
115
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Allt nærumhverfi gljúfursins var leitað og Markarfljóti fylgt að ósum. Mynd Guðbrandur Örn Arnarsson. „hívertinguna“. Því þyrfti að smíða stillanlegan loka til að hafa stjórn á rennslinu. Fóru menn þá til síns heima og var sammælst um að nota vikuna til að undirbúa betur næstu atrennu og freista þess þá að klára verkefnið. Fjölmiðlar sýndu þessu verkefni skiljanlega mikinn áhuga og fjölluðu ítarlega um það. Verkefnið tók óvænta stefnu vegna þess mikla áhuga sem samfélagið allt sýndi því. Ýmis verktakafyrirtæki buðust til að lána öflugri dælur en til þessa höfðu staðið til boða og auk þess var hægt að fá lánaðar stórar rafstöðvar sem gátu knúið dælurnar. Það var tekin ákvörðun um að keyra tvö verkefni samhliða; annars vegar að freista þess að dæla og hins vegar að koma rörunum fyrir. Stærsti áhættuþátturinn var ennþá óvissan í því hvað myndi gerast þegar vatni yrði hleypt á rörin, hvort stíflan sem beina ætti vatninu inn í þau myndi halda og hvernig gengi að stýra rennslinu í gegnum það. Dæling var því talin öruggari kostur enda kröfðust mótvægisaðgerðir úr áhættumati aðgerðarinnar þess að enginn yrði staddur inni í gljúfrinu ef vatni yrði hleypt á rörin. Laugardaginn 28. júní var búið að safna öllum dælum sem boðnar höfðu verið til verksins og gott verkplan útfært af framúrskarandi hópi. Valinn maður var í hverju hlutverki og hófst verkið á öryggisfundi þar sem línurnar voru lagðar fyrir daginn. Gekk verkið síðan jafnt og örugglega og fóru fjórar u.þ.b. 200 kg dælur inn gljúfrið á línubrú hver á fætur annarri. Rammgerðir fjallatrukkar fluttu rafstöðvar, sem gátu framleitt alls um 120 kw, upp í miðja hlíðina við gljúfrið. Um kl. 17 var byrjað að dæla. Kafarateymi var ofan í gljúfrinu á stalli neðan við fossinn og fylgdist grannt með. Fjallabjörgunarteymi fylgdist einnig grannt með fossinum frá efri brún hans. Frá upphafi dags var ljóst að ekki myndi takast að dæla öllu rennsli árinnar fram hjá fossinum en það mætti minnka það umtalsvert þannig að hægt væri að koma köfurum nær en áður. Það tókst að nær helminga kraftinn í fossinum. Þaulvanur straumvatnsbjörgunarmaður seig þá niður
116
Grein úr Björgun og fékk tækifæri til að sjá inn í sprunguna þar sem fossinn fór um og kom til baka með vondar fréttir. Inn af sprungunni mátti sjá skoru eða göng sem fossinn hafði grafið inn í bergið og var ekki möguleiki að leita þetta frekar án verulegrar áhættu. Mat kafaranna var hið sama; ekki væri hægt að komast nær fossinum án þess að stefna björgunarmönnum í hættu. Eftir stuttan stöðufund var ákveðið að hætta leit.
Fórum við of langt? Í þessu ferli sem tók tvær vikur var margoft staldrað við og rætt hvort hætta ætti leit. Spurt var hvort erfiðið væri þess virði. Voru björgunarsveitir að ganga lengra en þær áttu að gera í því að leita að manneskju sem væri nær örugglega látin? Sannarlega var gengið lengra í þessu verkefni en mörgum öðrum en þetta verkefni var að sama skapi mjög ólíkt flestum öðrum leitarverkefnum sem félagið hefur tekist á við. Til dæmis er mjög sjaldgæft að ekki sé hægt að leita útgangspunkt leitar svo vel sé og líklega hefur jafn lítið svæði sjaldan eða jafnvel aldrei verið jafn vel leitað án árangurs. Það eru enn deildar meiningar um það hvort gengið hafi verið lengra en skynsamlegt var og má kannski segja að á meðan öryggi er ekki stefnt í tvísýnu og mannskapurinn hefur enn trú á verkefninu þá sé ekki of langt gengið. Réttur fjölskyldu til að fá lokun í mannshvarfi er ofarlega í hugum björgunarsveitafólks og drífur okkur oft í gegnum mikla erfiðleika. Guðbrandur Örn Arnarson, starfsmaður SL
Eins og sjá má voru rörin sem notuð voru í aðgerðinni engin smásmíði. Mynd: Guðbrandur Örn Arnarson.
117
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Aðgerðir björgunarsveita 2014 1. janúar 2014. Kl. 05:47. Svæði 13. Land F3 Bílar fastir á Oddsskarði. Beiðni frá lögreglu um að færa bíla sem gætu verið fyrir snjóruðningstækjum á Oddsskarði. 1. janúar 2014. Kl. 08:17. Svæði 11. Land F3 Ófærð á Öxnadalsheiði. Óskað er aðstoðar vegna ófærðar á Öxnadalsheiði. Þar er a.m.k. einn bíll og síðan beðið um aðstoð í Hörgárdal við bæinn Björg þar sem leigubíll fauk út af. 1. janúar 2014. Kl. 12:27. Svæði 13. Land
F3 Aðstoða ferðaþjónustuaðila í vandræðum. Ferðaþjónustuaðili lendir í vandræðum með tvo erlenda ferðamenn vegna flughálku. 1. janúar 2014. Kl. 12:32. Svæði 12. Land F3 Bíll fastur á Hólasandi. Tilkynning barst frá 112 að bíll væri fastur á Hólasandi milli Mývatns og Húsavíkur á vegi nr. 87. 1. janúar 2014. Kl. 12:44. Svæði 13. Land
F3 Bíll fastur á Háreksstaðaleið. Nýkominn upp úr Jökuldalnum, hvítur jepplingur. Vegur lokaður samkvæmt vef Vegagerðarinnar og veður fer versnandi. 1. janúar 2014. Kl. 01:42. Svæði 1. Land
F3 Föst smárúta v. Kleifarvatn. Ferðamaður sem kom frá Kleifarvatni tilkynnir til Neyðarlínu um að smárúta með 10 manns innanborðs sé föst milli Syðri- og Innri-Stapa. Ekkert símasamband við rútuna. 1. janúar 2014. Kl. 01:58. Svæði 9. Land F3 Aðstoð við sjúkraflutning Þverá. Beiðni um að aðstoða sjúkrabíl við að nálgast sjúkling á sveitabæ skammt frá Skagaströnd. Ófært var heim að bænum. 1. janúar 2014. Kl. 15:45. Svæði 5. Land
F3 Draga bíl upp á götu við Hafnargötu í Stykkishólmi. 1. janúar 2014. Kl. 15:53. Svæði 13. Land F3 Viðbragðsstaða vegna sjúkraflutnings yfir Oddsskarð. Svæðisstjórn hringir og biður um að bíll sé til taks ef fara þurfi á móti Eskfirðingum sem eru að leggja af stað með sjúkling yfir skarðið. 1. janúar 2014. Kl. 16:16. Svæði 16. Land
F3 Fastur bíll, Þríhyrning. Maður á bíl fastur í lækjarsprænu. Er með börn. Búinn að vera fastur í einhvern tíma. 1. janúar 2014. Kl. 17:30. Svæði 11. Land F3 Bakkaselsbrekka, Öxnadal. Bilaður bíll með fimm manns.
118
Aðgerðir björgunarsveita 2014
1. janúar 2014. Kl. 10:20. Svæði 9. Land F3 Þak að fjúka, Hvammstangabraut. Þak að losna á Hvammstangabraut 1. janúar 2014. Kl. 10:25. Svæði 13. Land
F3 Bíll fastur á Hárekstaðaleið við afleggjarann til Vopnafjarðar. Fimm útlendingar á bílaleigubíl fastir á Hárekstaðaleið skammt sunnan við afleggjarann til Vopnafjarðar. 2. janúar 2014. Kl. 01:40. Svæði 11. Land F3 Aðstoð á Öxnadalsheiði. Óskað aðstoðar vegna ófærðar á Öxnadalsheiði, þar eru a.m.k. þrír bílar í vandræðum efst í Bakkaselsbrekku. 2. janúar 2014. Kl. 07:52. Svæði 3. Land
F2 Aðstoð við sjúkraflutning. Aðstoða sjúkraflutningamenn við að koma sjúklingi út úr húsi. 2. janúar 2014. Kl. 08:48. Svæði 11. Land
F3 Aðstoð á Öxnadalsheiði. Óskað er aðstoðar á Öxnadalsheiði, þar eru fastir bílar sem þarf að reyna að fjarlægja svo hægt verði að hefja snjómokstur. 2. janúar 2014. Kl. 10:25. Svæði 13. Land F3 Leit að bilun á Vopnafjarðarlínu 1. Raflínan frá Héraði til Vopnafjarðar er biluð. 2. janúar 2014. Kl. 11:00. Svæði 12. Land
F3 Bjsv. Hafliði, Verðmætabjörgun á Viðarfjalli (dagur 1). Vodafone biður um aðstoð vegna ísingar á möstrum. Vitað er að gríðarlega mikil ísing er á þeim. 2. janúar 2014. Kl. 11:24. Svæði 3. Land
F2 Slasaður maður við Faxa. Vettvangshópur á Flúðum boðaður út. Sjúkrabíll Selfossi á leið að sækja slasaðan mann, féll á bílastæði við Faxa, fótbrotinn. Eru ein á staðnum, ekki með teppi, sjúklingur er kaldur. 2. janúar 2014. Kl. 11:42. Svæði 11. Land
F2 Sjúkraflutningur í Hrísey. Neyðarlínan 112 kallar út með sms og fylgdi eftir með símtali við formann, fótbrotinn maður við heimahús í Hrísey. 2. janúar 2014. Kl. 12:12. Svæði 9. Land
F3 Aðstoð í Langadal. Bíll út af við eyðibýlið Ystagil í Langadal. 2. janúar 2014. Kl. 13:23. Svæði 5. Land
F3 Bíll út af rétt vestan við Bakká. Bíll út af rétt vestan við Bakká 2. janúar 2014. Kl. 16:33. Svæði 12. Land
119
Fagleg ráðgjöf, sala og þjónusta Bjóðum aðeins viðurkenndan búnað
Kraftur - Ending Sparneytni - Áreiðanleiki
Rafstöðvar og ljósavélar
Vökvakranar fyrir skip og báta Ástandsgreining Titringsmæling Laser afrétting Balansering
Rafalar
Adventure
Marás ehf. Miðhraun 13 - 210 Garðabær Sími: 555 6444 - Fax: 565 7230 www.maras.is
Allt fyrir nýsmíðina Allt fyrir sjávarútveginn
Fagleg ráðgjöf, sala og þjónusta Bjóðum aðeins viðurkenndan búnað
Skipstjórastólar Gott úrval, einstök gæði og hagstætt verð gerir þessa stóla þá vinsælustu í flotanum. Möguleikarnir eru nær endalausir.
Stjórntæki og gírar
Skipaskrúfur
Hliðarskrúfur
Synergon Combustion Catalyst
Marás ehf. Miðhraun 13 - 210 Garðabær Sími: 555 6444 - Fax: 565 7230 www.maras.is
Allt fyrir nýsmíðina Allt fyrir sjávarútveginn
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F3 Aðstoða símamenn uppi á Húsavíkurfjalli. Aðstoðarbeiðni barst frá Símanum um að komast upp á Húsavíkurfjall til að laga sendi. 2. janúar 2014. Kl. 17:40. Svæði 13. Land
F3 Fastir bílar á Oddsskarði. Bílar fastir Eskifjarðarmegin í beygjunni milli Oddsskarðsganga og Skíðaskála. 2. janúar 2014. Kl. 18:00. Svæði 13. Land
F3 Fastir bílar á Jökuldal. Fastir bílar utanvegar á Jökuldal. Einn við Hvanná og einn við Hjarðargrund. 2. janúar 2014. Kl. 20:57. Svæði 7. Land
F3 Aðstoða bíla á Gemlufallsheiði. 2 Bílar fastir á Gemlufallsheiði. 3. janúar 2014. Kl. 08:34. Svæði 7. Land
F3 aðstoða sjúkrabíl Suðureyri-Ísafjörður. Aðstoðarbeiðni, vegna veðurs verður að fylgja sjúkrabíl frá Suðureyri til Ísafjarðar. 3. janúar 2014. Kl. 10:06. Svæði 10. Land
F3 Aðstoð við að laga loftnet á Tindastóli. Beðið um aðstoð vegna bilunar í loftneti á Tindastóli við Skagafjörð. 3. janúar 2014. Kl. 10:49. Svæði 10. Land
F3 Bíll út af við Hofsós. Boð frá Neyðarlínu um bíl út af um 4 km norður af Hofsósi. 3. janúar 2014. Kl. 12:02. Svæði 7. Land F3 Aðstoða póstbíl í Önundarfirði. Póstbíllinn er fastur við jarðgöng Önundarfjarðarmegin. Sæbjörg fer og leysir málið. 3. janúar 2014. Kl. 12:53. Svæði 3. Land
F2 Vettvangshópur á Flúðum, F2 SLYS. Vettvangshópur á Flúðum, ekið á gangandi manneskju. 3. janúar 2014. Kl. 14:09. Svæði 13. Land F3 Vopnafjörður Berja ísingu af mastri á Rjúpnafelli. Neyðarlínan biður um aðstoð vegna ísingar á tengivirki á Rjúpnafelli. 3. janúar 2014. Kl. 14:27. Svæði 5. Land
F3 Ferðaþjónustuaðili í vandræðum á Fróðárheiði. Að beiðni lögreglu eru þrír menn frá sveitinni á leið á Fróðárheiði til að aðstoða ferðaþjónustuaðila sem er fastur á breyttum Econoline með hóp af ferðamönnum. Heiðin er auglýst ófær í öllum fjölmiðlum sem fjalla á annað borð um þau mál. 3. janúar 2014. Kl. 16:41. Svæði 8. Land
F3 Aðstoð á Steingrímsfjarðarheiði. Land Cruiser fastur á Steingrímsfjarðarheiði. 3. janúar 2014. Kl. 17:01. Svæði 11. Land
F3 Snjóbíll í Vaðlaheiði.
122
Aðgerðir björgunarsveita 2014
Tæknimenn óska eftir snjóbíl til að komast að sendum og endurvörpum í Vaðlaheiði. 3. janúar 2014. Kl. 20:52. Svæði 5. Land F3 Fastur bíll á Fróðárheiði. Beiðni barst frá 112 kl. 22:44 um að aðstoða fólk á Izuzu jeppa sem er fastur á Fróðárheiði. Fimm félagar úr sveitinni kallaðir út. Vel gekk að losa bílinn og keyrði einn félagi úr sveitinni hann niður af heiðinni. Komið var aftur í hús kl. 00:05. 4. janúar 2014. Kl. 11:44. Svæði 5. Land F3 Ófærð á Fróðárheiði. Að ósk 112 eru tveir menn á leið á Ford á Fróðárheiði að aðstoða fimm manns sem eru föst á VW Golf. Vel gekk að losa bílinn og veður var NA 22 m/s, skafrenningur. Aðgerðin tók um 1 klst. 4. janúar 2014. Kl. 13:14. Svæði 4. Land
F1 Bílslys í Kaldadal F1. Slys í fjalllendi. Jeppi veltur á Kaldadal. 4. janúar 2014. Kl. 14:35. Svæði 7. Sjór F1 Leki að bát. Leki að bát. 14 manns skráðir um borð. 4. janúar 2014. Kl. 15:07. Svæði 5. Land
F3 Ófærð á Fróðárheiði 2. Fastir Þjóðverjar á jeppling, umbeðið af lögreglu. Þrír félagar boðaðir út á Ford (Lífsbjörg 1). Um var að ræða Kia jeppling sem fór upp að norðanverðu og festist í snjóskafli. Bíllinn var losaður og keyrði einn félagi hann aftur niður. Sett voru upp lokunarhlið. 4. janúar 2014. Kl. 13:28. Svæði 2. Land
F3 240 Aðstoða bíl við Eldvörp. Fastur bíll við Eldvörp á Reykjanesi. 4. janúar 2014. Kl. 16:00. Svæði 3. Land F3 Aðstoða fastan bíl á Minnibæ. Bóndi hringir í formann björgunarsveitar og biður um aðstoð að losa bílinn sinn sem hann festi við að reka hross. 4. janúar 2014. Kl. 17:11. Svæði 11. Land
F3 Bíll fastur út í Ólafsfjarðarmúla. Lögreglan hringdi og bað um aðstoð við að spila bíl upp á veginn. 4. janúar 2014. Kl. 18:23. Svæði 3. Land
F3 Bíll út af við Laugarvatn. Svæðisstjórn fékk símtal frá manni sem hafði næstum velt bíl sínum við sumarbústaðarbyggð nálægt Laugarvatni. Bað um aðstoð við að koma bílnum upp á veg. 5. janúar 2014. Kl. 12:02. Svæði 5. Land F3 Aðstoð við lögreglu við að loka Vatnaleið vegna óhapps. Aðstoð við lögreglu við að loka Vatnaleið vegna óhapps. Olíubíll með tengivagn þversum á veginum. 5. janúar 2014. Kl. 12:15. Svæði 9. Land
123
Bjóðum aðeins viðurkenndan búnað Fagleg og hnitmiðuð ráðgjöf
Radar 3G, 4G, Halo, Argus Kortaplotter Dýptarmælir Vélaeftirlit Sjálfstýring Gýró, GPS áttaviti AIS, DSC Stefnu og Stýrisvísir
Fjarskiptalausnir IP-100H IP Handstöð sem tengist þráðlausu WiFi kerfi IC-F3002/4002 VHF og UHF stöðvar til innanskips samskipta IC-F1000/2000S Vatnsheldar nettar landstöðvar 16-128 rása IC-M35 VHF handstöð sem flýtur IC-M73 VHF handstöð upptaka/endurspilun á síðasta uppkalli IC-M91D VHF handstöð með innbyggt GPS og DSC neyðarsendi IC-GM1600E GMDSS neyðarstöð
IP-100H IC-F3002 IC-F1000S IC-M35 IC-M73 IC-M91D IC-GM1600E
Land og sjóstöðvar 25W, 128 rásir, textaskjár
Hjálmaheadset fyrir handstöðvar og fastar stöðvar
Siglingatæki, dýptarmælar, fiskileitar- og fjarskiptatæki
Heyrnaskjól með hljóðnema og hátölurum
IC-F5022
IC-M423
Friðrik A. Jónsson ehf Miðhrauni 13 - 210 Garðabæ S: 552 2111 - www.faj.is
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F3 Aðstoð við Borgarvirki. Útlendingar búnir að festa 4x4 bílaleigubíl Skoda Octavia við Borgarvirki á vegi 717. 5. janúar 2014. Kl. 13:24. Svæði 13. Land
F3 Grænafell, aðstoð við tvo fasta jeppa. Vegfarandi hringir og biður um aðstoð, en sá festi Ford 350 bíl sinn við að reyna að aðstoða Explorer sem festi sig í snjó og krapa. 5. janúar 2014. Kl. 17:00. Svæði 7. Land F3 Aðstoða bíl á norðanverðri Gemlufallsheiði. 5. janúar 2014. Kl. 17:25. Svæði 8. Land
F3 Sækja fólk á Steingrímsfjarðarheiði. Sækja fólk sem er í föstum bifreiðum á Steingrímsfjarðarheiði. 6. janúar 2014. Kl. 08:20. Svæði 12. Land
F3 Bíll fastur á Hólasandi. Bílstjóri hringir og tilkynnir að hann sé fastur u.þ.b. á miðjum Hólasandi og ekki verði mokað þar í dag. 6. janúar 2014. Kl. 14:16. Svæði 3. Land
F2 Maður dettur í gjótu við Öxarfoss. Erlendur ferðamaður féll ofan í sprungu við Öxarfoss. Landverðir á leið á staðinn. 6. janúar 2014. Kl. 14:44. Svæði 1. Land
F1 Kjalarnes - brjóstverkur. 51 árs karlmaður með brjóstverk og mikinn svima. Er hjartasjúklingur. Sjúkrabíll boðaður af Tunguhálsi. 6. janúar 2014. Kl. 19:53. Svæði 5. Land
F3 Bíll fastur. Bíll fastur í Bæjará við Mýratungu. 6. janúar 2014. Kl. 20:13. Svæði 5. Land
F3 Bíll út af vegi við Hellnar á Snæfellsnesi. Í dag fóru tveir félagar úr sveitinni með þrjá erlenda ferðamenn að afleggjaranum að Hellnum þar sem bíll þeirra hafði fokið út af veginum í mikilli hálku. Höfðu þeir fengið far að björgunarstöð Lífsbjargar á Rifi og óskuðu eftir aðstoð. 6. janúar 2014. Kl. 21:23. Svæði 5. Land
F3 Rafmagnsbilun í Gilsfirði. Orkubú Vestfjarða bað um aðstoð vegna bilunar á rafmagnslínu. 7. janúar 2014. Kl. 14:59. Svæði 9. Land
F3 Aðstoð við póstbíl Þverárfjalli. Póstbíll í vandræðum á Þverárfjallsvegi. 7. janúar 2014. Kl. 17:35. Svæði 1. Land
F3 Fastur bíll á Djúpavatnsleið. Þorbjörn 1 affelgaði á Djúpavatnsleið við að aðstoða ferðalanga á bílaleigubíl 7. janúar 2014. Kl. 17:46. Svæði 2. Land
126
Aðgerðir björgunarsveita 2014
F3 240-Fastur bíll á Djúpavatnsleið. Hollendingar á bílaleigubíl fastir á Djúpavatnsleið. 7. janúar 2014. Kl. 10:41. Svæði 10. Land F3 Aðstoð við viðgerð á mastri á Tindastóli. Farið á þremur snjósleðum á Tindastól og aðstoðað við viðgerð á mastrinu og við að hreinsa ísingu af því. 8. janúar 2014. Kl. 15:13. Svæði 3. Land
F2 Ungmenni í sjálfheldu í Ingólfsfjalli. Fyrstu upplýsingar voru að þrjú ungmenni væru í sjálfheldu í Ingólfsfjalli móts við Kögunarhól. Í ljós kom síðan að fjórir fimmtán ára drengir höfðu verið saman á ferð, þrír þeirra voru í sjálfheldu, einum var fylgt niður af lögreglumanni á vettvangi. 8. janúar 2014. Kl. 19:35. Svæði 5. Land
F3 Tengivagn valt í Geiradal. Tengivagn valt í Geiradal með 25 tonn af rækjum innanborðs. 8. janúar 2014. Kl. 20:50. Svæði 10. Land F3 Aðstoð vegna bilunar í fjarskiptamastri á Tindastóli. Farið á þremur sleðum til að aðstoða við viðgerð og ferja viðgerðamenn. 9. janúar 2014. Kl. 06:30. Svæði 1. Land, Sjór
F2 Leit að manni á Kjalarnesi. Leit að ungum manni sem síðast spurðist til 30. desember sl. Lýst var eftir bifreið hans 8. janúar og fannst bíllinn mannlaus á Brimnesi um nóttina. Maðurinn fannst látinn. 9. janúar 2014. Kl. 18:30. Svæði 5. Land
F3 Rafmagnsbilun á Trékyllisheiði. Snjóbíllinn fenginn til að hjálpa til við að koma rafmagnskeflum upp á Trékyllisheiði. 9. janúar 2014. Kl. 10:00. Svæði 6. Land
F3 Bíll fastur. Bíll fastur við Íþróttavöllinn á Bíldudal. 10. janúar 2014. Kl. 11:04. Svæði 9. Land
F3 Verðmætaleit/björgun Holtavörðuheiði. Farmur fauk af flutningabíl. 10. janúar 2014. Kl. 14:00. Svæði 13. Land
F3 Aðstoða ferðamenn á Fjarðarheiði. Vegagerð var að reyna að halda vegi opnum. Sveitarmeðlimir voru á leið frá Egilsstöðum til Seyðisfjarðar og voru allmargir á ferðinni en í raun lítið ferðaveður á brekkum Egilsstaðamegin á Fjarðarheiði. Fóru menn í að aðstoða bíla við að snúa aftur til Egilsstaða. 11. janúar 2014. Kl. 12:19. Svæði 3. Land
F3 Bílar fastir í þrengslum. Bílar fastir í Þrengslum, skoða aðstæður hvort fólkið verði tekið úr bílunum eða þarf að kalla út dráttarbíla.
127
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
11. janúar 2014. Kl. 11:28. Svæði 15. Land F3 Sækja fé inn í Kollumúla. Bóndi óskaði eftir aðstoð við að sækja 11 kindur sem fundust inni í Kollumúla. 11. janúar 2014. Kl. 13:30. Svæði 2. Sjór
F1 Sækja fólk í sjálfheldu á Flösinni. Beiðni um að hjálpa fólki sem er að flæða inni við Flösina í Útgarði. 12. janúar 2014. Kl. 11:18. Svæði 3. Land F2 Veikur einstaklingur í skálanum Bæli, Hellisheiði. Neyðarlína boðar HSSH í F2, vegna einstaklings með kviðverki í skálanum Bæli, Hellisheiði. 12. janúar 2014. Kl. 12:04. Svæði 3. Land
F2 Vettvangshjálp Flúðum. Maður dettur úr stiga. Maður féll úr stiga, um 2m. 12. janúar 2014. Kl. 12:38. Svæði 3. Land F3 Bíll út af við Hrepphóla. Björgunarfélagið Eyvindur beðið um að meta hvort þeir geti dregið upp bíl sem fór út af við Hrepphóla. 12. janúar 2014. Kl. 12:59. Svæði 3. Land
F1 Vettvangshjálp Flúðum. Bílvelta, 5 í bílnum. Bílvelta við bæinn Kjóastaði. Fimm einstaklingar í bílnum sem fór nokkrar veltur. 12. janúar 2014. Kl. 18:16. Svæði 6. Land
F3 Sjúkraflutningur frá Tálknafirði. Sveit beðin um að flytja sjúkling yfir á Patreksfjörð. 12. janúar 2014. Kl. 11:00. Svæði 3. Land
F3 Bílar fastir á Þingvöllum. Lögregla óskar eftir aðstoð H.s. Tintron við draga upp fasta bíla við þjónustumiðstöðina á Þingvöllum svo að Vegagerð geti hafið mokstur 12. janúar 2014. Kl. 11:40. Svæði 16. Land F3 Óveðursútkall fok. Þakplötur að losna af hlöðu. 12. janúar 2014. Kl. 11:47. Svæði 5. Land
F3 Draga bíl innanbæjar í Stykkishólmi. 12. janúar 2014. Kl. 13:01. Svæði 18. Land
F3 Óveður í Eyjum. Sólpallur og grindverk að fjúka á Hilmisgötu. 12. janúar 2014. Kl. 13:07. Svæði 7. Land
F3 Maður sóttur á Ingjaldssand. Sæbjörg Flateyri beðin um að sækja mann á Ingjaldssand, farið á tveimur sleðum. 12. janúar 2014. Kl. 13:25. Svæði 16. Land
F3 Óveður á Suðurlandi. Viðbragðsstaða, fá menn í hús og tilbúna í verkefni. 18 manns í húsi tilbúnir í verkefni.
128
Aðgerðir björgunarsveita 2014
Björgunarsveitin Brák í Borgarnesi fékk beiðni um að aðstoða sel sem komst ekki af sjálfsdáðum til sjávar. Mynd:Olgeir Helgi Ragnarsson. 12. janúar 2014. Kl. 13:59. Svæði 1. Land F3 Óveður á höfuðborgarsvæðinu. Viðbragðsstaða vegna afar vondrar veðurspár. 12. janúar 2014. Kl. 14:09. Svæði 3. Land
F2 Aðstoða bíla á Hellisheiði. Tveir bílar með fólki við afleggjara að Hellisheiðarvirkjun.Margir bílar fastir/í vandræðum við Litlukaffistofuna - Skíðaskálabrekku 12. janúar 2014. Kl. 15:14. Svæði 3. Land
F3 Fastur bíll á Lyngdalsheiði. Fjöldi bíla aðstoðaður á Lyngdalsheiði. Um 40 aðstoðaðir. 12. janúar 2014. Kl. 16:30. Svæði 15. Land
F1 Fastur bíll í Sandfelli. 12. janúar 2014. Kl. 17:41. Svæði 5. Land
F3 Ferðamenn á föstum bíl á Fróðárheiði. Að beiðni lögreglu fóru þrír félagar úr sveitinni á Fróðárheiði til aðstoðar við tvo rússneska ferðamenn sem voru fastir í snjóskafli sunnan megin á heiðinni. Vel gekk að losa bílinn, snjókoma var og frekar lítið skyggni. Verkefnið tók um 1 klst. 12. janúar 2014. Kl. 18:02. Svæði 5. Land
F3 Fólk í vandræðum vegna veðurs í Bervík. Beðni um aðstoð barst frá 112 vegna hjóna og tveggja barna sem voru föst á bíl sínum við Litlalón í Bervík. Fjórir félagar fóru á Ford og þegar að var komið var bíllinn orðinn laus og eftir stutt samtal við bílstjórann hélt hann áfram til Hellissands. Veður var A 15-20 m.
129
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
12. janúar 2014. Kl. 18:09. Svæði 4. Land F3 Óveðursaðstoð á Holtavörðuheiði. Fastur bíll á Holtavörðuheiði við Fornahvamm. Sækja konu og tvö börn sem voru í bíl sem var farinn út af. 12. janúar 2014. Kl. 18:14. Svæði 6. Land
F3 Aðstoð á Kleifaheiði. Skipstjórinn á Kópnum óskaði eftir aðstoð björgunarsveitar til að sækja áhafnarmeðlimi sem áttu í vandræðum á Kleifaheiði. 12. janúar 2014. Kl. 18:41. Svæði 13. Land F3 Aðstoða Landsnet við að finna bilun á Vopnafjarðarlínu 1. Vopnafjarðalína 1 leysir alltaf út svo rafmagnslaust er á Vopnafirði, varaafl er notað. 12. janúar 2014. Kl. 19:26. Svæði 13. Land
F3 Aðstoða 4 bíla rétt við Lindarsel. Fjórir bílar óska eftir aðstoð við að komast niður af Háreksstaðaleið. Stefnt á að koma þeim niður á Jökuldal. Bílarnir voru svo 12 talsins og komnir í námunda við Lindarsel. 12. janúar 2014. Kl. 19:52. Svæði 5. Land
F3 Bíll út af á Vatnaleið. 12. janúar 2014. Kl. 10:55. Svæði 10. Land
F3 Aðstoð við ferðamenn á Þverárfjalli. Farið á tveimur bílum, 6 manns, og náð í tvær konur sem höfðu fest bílinn á Þverárfjalli. 13. janúar 2014. Kl. 17:25. Svæði 7. Land F2 Þak að fjúka. Þak að fjúka af hesthúsi á Hauganesi í Skutulsfirði. Umbeðið af lögreglu. 13. janúar 2014. Kl. 12:19. Svæði 13. Land
F3 Vopni - Leit að bilun á raflínu fyrir Landsnet. 13. janúar 2014. Kl. 11:12. Svæði 16. Land
F3 Fastur bíll á Sólheimasandi. Bíll fastur á Sólheimasandi og lögregla biður okkur um að leysa verkefnið. 13. janúar 2014. Kl. 14:28. Svæði 13. Land F3 Eftirgrennslan eftir erlendum ferðamönnum. Ferðaþjónustuaðili á Seyðisfirði hafði samband við svæðisstjórn og sagði að breskt par sem gisti hjá honum hefði farið frá honum um hádegi. Eftir það hefði hann ekki orðið var við þau í bænum. Ófært er yfir Fjarðarheiði þannig að fólkið ætti að vera á Seyðisfirði. Fólkið fannst heilt á húfi. 13. janúar 2014. Kl. 14:36. Svæði 12. Land F3 Fastir bílar í Hófaskarði, Hafliði. Þrír fastir bílar uppi á Hófaskarði. Einn bíll lokaði vegi. 13. janúar 2014. Kl. 16:00. Svæði 15. Land
F1 Bjarga fólki úr bíl sem var utanvegar við Svínafellsá. 13. janúar 2014. Kl. 16:37. Svæði 1. Land
130
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F2 Kjalarnes - bílvelta. Vöruflutningabíll veltur á Vesturlandsvegi við Vallá. Bílstjórinn er fastklemmdur á fæti og slasaður á höfði. Sjúkrabíl, dælubíll og lögregla á leiðinni úr bænum. 13. janúar 2014. Kl. 17:00. Svæði 15. Land
F3 Bjarga fólki úr rútu sem var utanvegar við Skaftafellsá. 14. janúar 2014. Kl. 19:15. Svæði 15. Land F3 Bjarga fólki úr bíl í Sandfelli. 14. janúar 2014. Kl. 10:28. Svæði 13. Land
F3 Vopni - Leita að bilun í raflínu á Hellisheiði-eystri. 14. janúar 2014. Kl. 14:07. Svæði 13. Sjór
F3 Aðstoða flutningaskip í höfninni á Vopnafirði. 15. janúar 2014. Kl. 18:00. Svæði 11. Land
F3 Bilaður endurvarpi í Vaðlaheiði. Fara með viðgerðarmann upp á Vaðlaheið á snjóbíl. 16. janúar 2014. Kl. 13:20. Svæði 13. Land
F3 Vopni - Leita að bilun í raflínum. Vopnafjarðarlína 1 er biluð en ekki vitað hvar. 16. janúar 2014. Kl. 11:56. Svæði 3. Land
F1 Vettvangshjálp Flúðir. Maður fellur úr stiga. Maður fellur úr stiga, um 4 m á steinsteypt gólf. 18. janúar 2014. Kl. 15:02. Svæði 1. Land F3 Bíll að renna niður í gil við Hrafnhóla. Ford F350 að renna ofan í gil í hálku við bæinn Hrafnhóla í Mosfellsdal. 18. janúar 2014. Kl. 16:07. Svæði 1. Land
F2 Bíll fastur í fjöru á Álftanesi. Toyota Hilux fastur í fjöru við Álftanes. Flæðir hratt að. 18. janúar 2014. Kl. 19:48. Svæði 3. Land F2 Maður í sjálfheldu í Hlöðufelli. Maður í sjálfheldu í Hlöðufelli. Líklega norðanmegin. Sér rafmagnslínur. 21. janúar 2014. Kl. 11:30. Svæði 5. Sjór
F3 Skipstjóri á báti óskar eftir aðstoð. Skipstjóri á báti óskar eftir aðstoð þar sem hann hafði misst alla olíu af gír. 22. 2014. Kl. 13:53. Svæði 2. Land F2 Leit að báti norður af Garðskaga. Bátur datt úr skyldu. 22. janúar 2014. Kl. 15:08. Svæði 5. Land
F3 Bíll út af á Skógarströnd. Bíll út af á Skógarströnd milli Breiðabólsstaðar og Narfeyrar.
132
Aðgerðir björgunarsveita 2014
23. janúar 2014. Kl. 10:51. Svæði 13. Land F3 Bíll fastur í drullu. Vegfarandi biður um aðstoð, er fastur í drullu á vegslóða, og ekki gekk að reyna draga á jeppa sem átti leið hjá. Talið best að nota spil. 26. janúar 2014. Kl. 19:17. Svæði 16. Land
F2 Drekavatn. Sleðamenn í vandræðum. Vélsleðamaður í vandræðum úti á Drekavatni, sleðinn fór niður, hann þó ekki blautur. Annar sleðamaður í landi. 27. janúar 2014. Kl. 13:57. Svæði 7. Sjór
F3 Leki að bát í Bolungarvíkurhöfn. Dæla úr báti í Bolungarvíkurhöfn. 29. janúar 2014. Kl. 16:33. Svæði 16. Land
F2 Fjórhjólavelta ofan við Mörtungu. Fjórhjóli velt ofan við Mörtungu, maður slasaður á baki. 31. janúar 2014. Kl. 16:30. Svæði 5. Sjór
F3 B/s Björg lóðsar flutningaskip inn til Ólafsvíkur. Flutningaskip er lóðsað inn í Ólafsvíkurhöfn. 31. janúar 2014. Kl. 12:51. Svæði 11. Land
F3 Þakplötur að losna. Þakplötur að losna. 1. febrúar 2014. Kl. 12:12. Svæði 11. Land
F3 Þakplötur að losna af íbúðarhúsi. Þakplötur að losna af íbúðarhúsi í Eyjafirði. 1. febrúar 2014. Kl. 14:28. Svæði 13. Land
F3 Aðstoða bíl á Oddsskarði. F3 aðstoð á landi. Oddskarð, Norðfjörður. Fastur á leið á Norðfjörð - tveir í bíl. 1. febrúar 2014. Kl. 11:07. Svæði 8. Land F3 Bifreið föst á Þröskuldum. 1. febrúar 2014. Kl. 19:15. Svæði 11. Land
F3 Ófærðaraðstoð á Öxnadalsheiði. Bíll fastur á Öxnadalsheiði. Tvennt er í bílnum. Ekki viss um staðsetningu en sagðist vera nýlega kominn upp á Öxnadalsheiði. Veður mjög blint. 1. febrúar 2014. Kl. 10:41. Svæði 4. Land F2 Ökklabrotinn maður á skemmtun. Sjúkrabíll ekki tiltækur vegna flutnings til Rvk. Búið um sjúkling á börum til flutnings. Búið að gera björgunarsveitarbíl kláran í flutning. Aukavakt var kölluð út, annan sjúkrabíl. 2. febrúar 2014. Kl. 13:12. Svæði 11. Land
F3 Aðstoð í Bakkaselsbrekku, Öxnadal. Rúta föst í Bakkaselsbrekku með 20 manns + bílstjóri. Ekkert amar að farþegum.
133
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
2. febrúar 2014. Kl. 15:10. Svæði 9. Land F3 Aðstoð á Þverárfjalli. Þrír drengir á Pajero jeppa fastir efst á Þverárfjalli. 2. febrúar 2014. Kl. 13:05. Svæði 4. Sjór
F1 Leki að bát Faxaflóa (Sv.1,2,3,4,5). Neyðarkall á rás 16 - bátur að sökkva, menn að fara í galla, svo ekkert samband. Björgunarbáturinn Margrét á Akranesi nemur kallið og sendir í Bláfjöllum nemur kallið einnig. Talinn vera einhvers staðar á Faxaflóasvæðinu. Leit bar ekki árangur og fullvíst að um gabb var að ræða. 3. febrúar 2014. Kl. 14:15. Svæði 16. Land
F3 Óveðursútkall í Þykkvabæ. Þak að losna af Dísukoti í Þykkvabæ. 3. febrúar 2014. Kl. 14:19. Svæði 9. Land
F3 Þverárfjallsvegur - Fastur bíll. Bíll fastur á Þverárfjallsvegi (744). 3. febrúar 2014. Kl. 15:34. Svæði 3. Land
F2 Óveðursaðstoð á Selfossi. Lögregla óskar eftir aðstoð vegna þaks að fjúka á Selfossi í Kerhólum. 3. febrúar 2014. Kl. 16:46. Svæði 16. Land
F3 Fastur bíll milli Núpsstaðar og Lómagnúps. Bíll lenti út af og út í mýri milli Núpsstaðar og Lómagnúps. Fernt eru í bílnum og enginn slasaður. Ekki vitað um ástand bílsins. 3. febrúar 2014. Kl. 19:40. Svæði 1. Land, Sjór
F1 Maður í sjó í Reykjavíkurhöfn. Talið að maður sé í sjónum í norðurenda Reykjavíkurhafnar. Líklega Bandaríkjamaður. Hann sást fara út á varnargarðinn að vitanum vestan megin við innsiglinguna og sást ekki koma til baka. Sjór gekk yfir varnargarðinn og var tilkynning tekin alvarlega. Leitað var á landi og kafað. Við upplýsingaöflun sást maðurinn koma til baka í öryggismyndavél og var leit því afturkölluð. 3. febrúar 2014. Kl. 19:58. Svæði 7. Land
F3 Fastur bíll á Hvilftaströnd Önundarfirði. 3. febrúar 2014. Kl. 11:20. Svæði 5. Land
F3 Bilaður bíll. Lögreglan tilkynnti um bilaðan bíl við Bæ í Króksfirði og þarf að sækja bílstjóra. 4. febrúar 2014. Kl. 13:15. Svæði 15. Land
F1 Slys í íshelli við Jökulsárlón. Maður féll 10-12 metra ofan í svelg/vatn. 5. febrúar 2014. Kl. 13:15. Svæði 1. Land
F2 Leit að barni í Reykjavík. Leitað að stúlku sem fór frá skóla í reiðikasti og skilaði sér ekki heim. 6. febrúar 2014. Kl. 11:49. Svæði 12. Sjór
134
Termix One tengigrind til hitunar á neysluvatni Auðveld uppsetning og lítill viðhaldskostnaður
Með Termix One tengigrindinni er hitaveituvatnið leitt gegnum varmaskipti sem hitar upp ferskvatn til neyslu. Það gerir húseigendum kleift að stilla hitastig heita neysluvatnsins þannig að hætta á brunaslysum minnkar verulega. Helstu eiginleikar: Stillanlegt hitastig • Stórminnkuð slysahætta • Jafn þrýstingur á heitu og köldu vatni • lengri líftími blöndunartækja • Engin kísilútfelling á hreinlætis- og blöndunartæki, sem gerir þrif mun auðveldari, svo ekki sé talað um hina alkunnu hveralykt sem hverfur. Með Termix One fylgir snyrtileg hlíf úr grálökkuðu stáli til að hylja hana á veggnum.
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Ferðir á fjöll eru mikilvægur þáttur í þjálfun björgunarsveitafólks.
136
Aðgerðir björgunarsveita 2014
F2 Strandað skip í höfninni á Þórshöfn. 5.000 þúsund tonna frystiskip strandar í höfninni á Þórshöfn. 6. febrúar 2014. Kl. 10:00. Svæði 5. Land
F3 Bilanaleit fyrir Landsnet. Bilanaleit fyrir Landsnet frá Vattarfirði til Gufudals. 7. febrúar 2014. Kl. 11:44. Svæði 9. Land
F3 Fastur bíll við Blöndulón. Fimm erlendir ferðamenn fastir á Toyota Auris bílaleigubíl við Blöndulón. 7. febrúar 2014. Kl. 11:39. Svæði 3. Land
F1 Vettvangshópur Flúðum, F1 SLYS. Vettvangshópur Eyvindur Flúðum, 8. febrúar 2014. Kl. 13:38. Svæði 7. Land
F3 Fastur bíll á Gemlufallsheiði. Fastur bíll á Gemlufallsheiði, einn maður í bílnum. 8. febrúar 2014. Kl. 18:34. Svæði 10. Land
F2 Yfirgefinn bíll á Laxárdalsheiði við Sauðárkrók. Bíll í gangi fannst mannlaus á Laxárdalsheiði. Bílnum var stolið í nótt frá Sauðárkróki. Leit gerð að ökumanni vegna aðstæðna. 8. febrúar 2014. Kl. 11:13. Svæði 7. Land
F3 Fastur bíll á Hvilftaströnd Önundarfirði. Fastur bíll á Hvilftaströnd. 8. febrúar 2014. Kl. 11:00. Svæði 13. Land
F3 Aðstoða tæknimann að komast að sendi á Burstafelli í Vopnafirði. Símasambandslaust í Hofsárdal. 8. febrúar 2014. Kl. 12:22. Svæði 8. Land
F3 Bifreið föst á Steingrímsfjarðarheiði. Bifreið föst á Steingrímsfjarðarheiði við Þorskafjarðarafleggjarann. 8. febrúar 2014. Kl. 13:02. Svæði 16. Land
F2 Kona með 3 börn í sjálfheldu við Höttu. Eru ekki í hættu en finna ekki leið niður og er kalt. 8. febrúar 2014. Kl. 13:43. Svæði 12. Land
F3 Fastur bíll við Illugastaði. 112 hringir og óskar eftir aðstoð við að losa fastan bíl við Illugastaði. 9. febrúar 2014. Kl. 14:02. Svæði 7. Land
F3 Fastur bíll á Gemlufallsheiði. Fastur bíll á Gemlufallsheiði. 9. febrúar 2014. Kl. 12:11. Svæði 10. Land
F1 Vélsleðaslys við Sauðárkrók. Vélsleðamaður slasaður í Laxárdal. Ók fram af hengju.
137
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
10. febrúar 2014. Kl. 11:59. Svæði 15. Land F3 Fastur bíll við Heinabergsdal. Fjarskiptamiðstöð lögreglu hefur samband vegna bíls sem þvældist yfir Kolgrímu og festist. 10. febrúar 2014. Kl. 14:07. Svæði 5. Sjór
F3 Skipstjóri á bát óskar eftir aðstoð. Skipstjóri bað um aðstoð þar sem spilkerfi var í ólagi og ekki var hægt að hífa upp veiðarfæri. Farið var með varahluti um borð. Þjónustuferð. 10. febrúar 2014. Kl. 16:08. Svæði 3. Land F2 Týndur ferðamaður Þingvöllum. 54 ára karl sem hefur ekkert er vitað um síðan kl. 16:00 í dag. Er hjartasjúklingur. 11. febrúar 2014. Kl. 11:30. Svæði 13. Land
F3 Fastur bíll á þjóðvegi 1 í Breiðdal. Fastir ferðalangar á þjóðvegi 1 í Breiðdal á leiðinni upp á Breiðdalsheiði, búnir að far framhjá tveimur lokunarskiltum frá Vegagerðinni. 11. febrúar 2014. Kl. 11:57. Svæði 13. Land
F2 Bílvelta, tveir fastir í bíl. Bílvelta á vegi 939, Öxi, ekki vitað hvar. Farið með klippur sveitarinnar að Breiðdalsheiði ef þetta væri þeim megin frá. Stuttu síðar var tilkynnt að þetta væri í Berufirði. 11. febrúar 2014. Kl. 12:39. Svæði 13. Land F3 Fastur bíll á Sandvíkurheiði. Bíll fastur með einum manni innanborðs 18 km. frá Vopnafirði. 11. febrúar 2014. Kl. 15:39. Svæði 7. Land
F1 112 dagurinn. Fastur bíll í Súðavíkurhlíð. 11. febrúar 2014. Kl. 15:51. Svæði 1. Land
F1 Kjalarnes - brjóstverkur. Kona, 45 ára með þyngsli fyrir brjósti og óreglulegan hjartslátt. 11. febrúar 2014. Kl. 18:16. Svæði 13. Land
F3 Bíll fastur við Vopnafjarðarafleggjara. 11. febrúar 2014. Kl. 19:30. Svæði 8. Land
F3 Bifreið föst á Steingrímsfjarðarheiði. Bifreið föst á Steingrímsfjarðarheiði. 11. febrúar 2014. Kl. 19:38. Svæði 5. Land F3 Bíll fastur á Þröskuldum. Bíll fastur á Þröskuldum, kona með 3 börn. 12. febrúar 2014. Kl. 12:33. Svæði 13. Land
F3 Aðstoða bíl á Fjarðarheiði. Bíll fastur á Fjarðarheiði, 2-3 km frá norðurbrún. 12. febrúar 2014. Kl. 12:09. Svæði 5. Land
138
Dreifnám Tækniskólans fyrir framsækna nemendur Skipstjórnarskólinn • Smáskiparéttindi • Skipstjórnarnám Upplýsingatækniskólinn • Grunnnám upplýsinga- og f jölmiðlagreina • Tölvubraut
Meistaraskólinn Allar iðngreinar
•
Lýsingarfræði • Tveggja anna nám
Véltækniskólinn • Vélstjórn 750 kW réttindi • Rafvirkjun fyrir vélfræðinga
Nánari upplýsingar og innritun á tskoli.is
www.tskoli.is
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F3 Bíll fastur. Bíll fastur í Bæjaránni. 12. febrúar 2014. Kl. 14:06. Svæði 5. Land
F3 Bilanaleit fyrir Landsnet. Bilanaleit fyrir Landsnet í Geiradal. 12. febrúar 2014. Kl. 11:35. Svæði 5. Land
F3 Ferðamenn á föstum bíl við Arnarstapa. Lögregla óskar eftir að Lífsbjörg fari til aðstoðar erlendum ferðamönnum sem eru fastir á Yaris við Arnarstapa. Þrír félagar fóru á Fordinum (Lífsbjörg1). Ferðamennirnir sem voru bresk hjón voru ekki við Arnarstapa heldur á leiðinni upp Fróðárheiði. 12. febrúar 2014. Kl. 18:58. Svæði 5. Land
F3 Kindur í sjálfheldu. Haft var samband við formann og beðið um aðstoð við að ná tveim kindum sem voru í sjálfheldu í gili. 14. febrúar 2014. Kl. 12:33. Svæði 12. Land
F3 Fastur bíll á Hólasandi. Hringt frá 112 og tilkynnt um fastan bíl ofarlega á Hólasandi. 14. febrúar 2014. Kl. 12:33. Svæði 13. Land
F3 Leit að bilun á raflínu á Hellisheiði eystri. 14. febrúar 2014. Kl. 11:45. Svæði 4. Land
F3 Fastur bíll á Arnarvatnsheiði. Fastur jeppi upp við Álftakrók á Arnarvatnsheiði. 15. febrúar 2014. Kl. 14:35. Svæði 3. Land
F2 Fastur bíll á Langjökli. Einir á ferð, bíllinn fastur með eitt dekk í sprungu. 15. febrúar 2014. Kl. 16:21. Svæði 5. Land
F3 Rúta föst í snjó við Hólahóla Snæfellsnesi. 112 boðar út vegna rútu sem er föst í snjó við Hólahóla í Berudal. Í henni eru 45 breskir krakkar ásamt tveimur umsjónamönnum og bílstjóra. Kl 16:30 fóru fimm félagar af stað á Unimog sveitarinnar (Lífsbjörg 3). Vel gekk að draga rútuna lausa. 16. febrúar 2014. Kl. 10:03. Svæði 9. Land
F3 Aðstoð á Kili. Jeppafólk í vandræðum nálægt Hveravöllum. Eru búin að affelga á tveimur bílum og mjög þungt færi. 16. febrúar 2014. Kl. 12:30. Svæði 16. Land
F3 Bilað ökutæki vestan við Moshól. 17. febrúar 2014. Kl. 19:02. Svæði 1. Land
F2 Leit að konu við Hafnarfjörð. Neyðarlína boðar vegna leitar að konu við Hafnarfjörð. Konan fannst skömmu eftir boðun. 18. febrúar 2014. Kl. 14:43. Svæði 3. Land
F2 Rúta föst í á við Stöng í Þjórsárdal.
140
Aðgerðir björgunarsveita 2014
Rúta föst í á við Stöng í Þjórsárdal. 18. febrúar 2014. Kl. 16:15. Svæði 12. Land F3 Bílvelta í Mývatnssveit. SMS frá 112 Bílvelta, enginn slasaður, þarf að aðstoða fólk úr bílnum. 19. febrúar 2014. Kl. 12:19. Svæði 12. Land
F3 Bíll fastur sunnan við Hverfjall Mývatnssveit. Maður kemur gangandi til byggða og tilkynnir um að hann ásamt tveimur öðrum hafi fest bíl sinn sunnan við Voga. 19. febrúar 2014. Kl. 11:25. Svæði 1. Land F3 Kjalarnes - slösuð kona. Kona slösuð eftir að vindhviða feykti henni fram af lítilli brekku við Klébergsskóla. Líklega handleggsbrotin. 19. febrúar 2014. Kl. 14:47. Svæði 1. Land
F2 Stormur á höfuðborgarsvæðinu. Skv. veðurspá á vindur að vera í hámarki um kl. 19 og lægja síðan eftir það. Rokið ætti að vera mest á Kjalarnesi, Mosfellsbæ og Grafarvogi. 19. febrúar 2014. Kl. 19:05. Svæði 8. Land
F3 Olíubifreið föst á Steingrímsfjarðarheiði. Olíubifreið föst á Steingrímsfjarðarheiði 19. febrúar 2014. Kl. 10:33. Svæði 16. Land F3 Lausar þakplötur á Hvolsvelli. Öldugerði, Hvolsvelli. 20. febrúar 2014. Kl. 13:45. Svæði 13. Land
F3 Fastur bíll á Jökuldal. 20. febrúar 2014. Kl. 14:21. Svæði 16. Land
F2 Umferðaróhapp, fastur bíll. Vont veður og þarf að flytja fólk. 21. febrúar 2014. Kl. 14:07. Svæði 1. Land
F1 Kjalarnes - Brjóstverkur. Kona með brjóstverk í nágrenni Grundarhverfis á Kjalarnesi. Sjúkrabíll á leiðinni. 21. febrúar 2014. Kl. 11:47. Svæði 16. Land
F3 Bíll fastur við F225 Dómadalsleið. Umbeðið af lögreglu. 21. febrúar 2014. Kl. 12:54. Svæði 3. Land
F3 Fastur bíll á Lyngdalsheiði. Bíll í vandræðum á Lyngdalsheiði. 21. febrúar 2014. Kl. 14:45. Svæði 3. Land
F3 Fastur bíll á línuvegi ofan við Gullfoss. Lögregla hefur samband við bakvakt vegna bifreiðar sem er föst á línuvegi ofan við Gullfoss. 21. febrúar 2014. Kl. 15:24. Svæði 12. Land
141
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F3 Fastur bíll á Hólasandi. Lögregla hringir og tilkynnir um fastan smábíl ofarlega á Hólasandi. 21. febrúar 2014. Kl. 19:06. Svæði 10. Land
F3 Aðstoð við lögreglu til að komast á slysstað á Þverárfjalli. Lögregla bað um fylgd upp á Þverárfjall þar sem bíll hafði farið út af og oltið. 22. febrúar 2014. Kl. 14:53. Svæði 10. Land
F3 Fastur bíll í Fljótum. Fastur bíll sem á eftir um 10 mínútur í Lágheiðarafleggjara. Tveir í bíl og hundar. 22. febrúar 2014. Kl. 14:45. Svæði 12. Land
F2 Umferðarslys á Mývatnsöræfum. 112 hringir og biður um að menn fari á móti fólki sem lenti í árekstri, eru að keyra í átt að Mývatnssveit. 23. febrúar 2014. Kl. 12:50. Svæði 11. Land
F3 Bíll fastur í Víkurskaði. Sprinter fastur í skafli á veginum. 23. febrúar 2014. Kl. 10:50. Svæði 13. Land F3 Aðstoðarbeiðni - flutningur á fólki yfir Oddsskarð. Þjónustubeiðni frá Sjúkrahúsinu í Neskaupstað. 23. febrúar 2014. Kl. 11:27. Svæði 4. Land
F3 Sækja bilaðan krossara. 23. febrúar 2014. Kl. 11:08. Svæði 5. Land
F2 Slasaður maður í Rauðfeldargjá. 23. febrúar 2014. Kl. 14:40. Svæði 16. Land
F3 Fastur bíll við Sigöldu. Umbeðið af lögreglu. 23. febrúar 2014. Kl. 15:42. Svæði 13. Land
F3 Ferja lækna yfir Oddsskarð. Aðstoðarbeiðni frá Sjúkrahúsinu á Neskaupstað. Ferja þarf lækna yfir Oddskarð 23. febrúar 2014. Kl. 16:00. Svæði 5. Land
F3 Bíll fastur í snjó í Eysteinsdal. Ameríkanar á ferð á bílaleigubíl. Óku framhjá viðvörunarskilti sem sýnir að vegur sé lokaður. 23. febrúar 2014. Kl. 17:40. Svæði 10. Land
F3 Bíll fastur við Lambanes. Beðið var um aðstoð við fastan bíl við Lambanes í Fljótum. 24. febrúar 2014. Kl. 11:42. Svæði 16. Land
F3 Aðstoðarbeiðni Nýjadal. Olíulausir bílar og eitthvað brotið. 24. febrúar 2014. Kl. 16:08. Svæði 1. Land F1 Kjalarnes - brjóstverkur.
142
Aðgerðir björgunarsveita 2014
Kona með brjóstverk. Læknir frá Heilsugæslu Mosfellsbæjar og sjúkrabíll á leiðinni. 25. febrúar 2014. Kl. 11:00. Svæði 12. Land F3 Bíll fastur við Hverarönd Mývatnssveit. Lögregla lætur vita af föstum bíl við Hverarönd. 25. febrúar 2014. Kl. 11:43. Svæði 13. Land
F3 Fastur bíll á Vegamótum til Vopnafjarðar. Bíll fastur við vegamótin til Vopnafjarðar, tvær stúlkur í bílnum, lögreglan á Egilsstöðum óskar eftir aðstoð. 25. febrúar 2014. Kl. 16:00. Svæði 13. Land F3 Fastir bílar á Háreksstaðaleið. Bíll fastur 5 km. austan við Vegamótin til Vopnafjarðar með tveimur manneskjum. Bíll fastur 4 km. vestan við vegamótin til Vopnafjarðar með fimm manneskjum. 26. febrúar 2014. Kl. 11:50. Svæði 12. Land
F3 Bílar ferðamanna fastir í Mývatnssveit. Hringt og tilkynnt um fastan bíl við Hverfjall. 26. febrúar 2014. Kl. 18:30. Svæði 5. Land
F3 Fastur bíll á Fróðárheiði. Kl. 20:30 biður Lögreglan um að sveitin fari upp á Fróðárheiði og aðstoði ökumann sem festi bíl sinn í ófærð. Lífsbjörg 1 með þrjá félaga eru að leggja af stað þegar afturköllun kemur, bíllinn laus. Aðgerð lokið kl. 20:50. Veður á svæðinu er NNA 12-19 m á sek.
Unglingadeildin Hafbjörg sendi öðrum unglingadeildum keppniskveðjur í vikunni fyrir Miðnæturíþróttamótið með þessari skemmtilegu mynd.
143
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
26. febrúar 2014. Kl. 10:31. Svæði 5. Land F3 Aðstoða flutningabíl. Flutningabíll á Klettshálsi þarfnast aðstoðar við að komast yfir hálsinn. 27. febrúar 2014. Kl. 18:38. Svæði 7. Land
F3 Fastur bíll. Bílar að festast á Flateyrarvegi. Þarna er blindbylur og ófærð á vegi. 27. febrúar 2014. Kl. 10:02. Svæði 8. Land
F3 Bifreið föst á Steingrímsfjarðarheiði. Honda CR-V bifreið föst á Steingrímsfjarðarheiði. 28. febrúar 2014. Kl. 13:29. Svæði 11. Land
F3 Viðgerðarmenn fluttir í Vaðlaheiði. Viðgerðarmenn þurfa flutning að endurvarpshúsinu í Vaðlaheiði. Ófært er á heiðina og mikil snjókoma. 28. febrúar 2014. Kl. 15:40. Svæði 5. Land
F3 Fastur bíll á Fróðárheiði. Kl. 15:49 kemur beiðni frá lögreglu í gegnum Neyðarlínu um að fara á Fróðárheiði og draga upp bíl sem er fastur í skafli, um útlending er að ræða. Veður er NNA 18 m á sek og slær í 22 í hviðum. 28. febrúar 2014. Kl. 10:40. Svæði 8. Land
F3 Bifreið föst á Þröskuldum. Subaru fastur á Þröskuldum, einn í bíl. 1. mars 2014. Kl. 11:30. Svæði 5. Sjór F3 B/s Björg fylgir saltskipi inn til hafnar í Ólafsvík. Björgunarskipið Björg leiðbeinir flutningaskipinu Fluvius Taamar inn til hafnar í Ólafsvík svo það geti losað þar saltfarm. 1. mars 2014. Kl. 14:16. Svæði 13. Land
F3 Fastur bíll á Möðrudalsöræfum. 1. mars 2014. Kl. 14:34. Svæði 5. Land
F3 Fastur bíll á sunnanverðri Fróðárheiði. Fastur bíll á Fróðárheiði, tveir bílar í samfloti, ekki með spotta. Heiðin er auglýst ófær. Veður NNA 11 m á sek. slær í 16 í hviðum. 1. mars 2014. Kl. 17:36. Svæði 3. Land
F2 Leit að konu innanbæjar á Selfossi. Lögregla óskar eftir að hafin verði leit að konu innanbæjar á Selfossi. 1. mars 2014. Kl. 18:19. Svæði 13. Land F3 Fastur bíll á Möðrudalsöræfum. Maður á bílaleigubíl (fólksbíl). Bíllinn fastur í snjó. Var að koma frá Akureyri og ætlaði til Egilsstaða. Fór framhjá lokunarskilti Vegagerðarinnar austan við Námaskarð. 1. mars 2014. Kl. 19:00. Svæði 7. Land
F2 Fastur bíll á Hvilftarströnd. Hringt í Sæbjörgu og þeir beðnir um að fara að ná í bíl.
144
Aðgerðir björgunarsveita 2014
1. mars 2014. Kl. 10:36. Svæði 5. Land F3 Bílar fastir á Hjallahálsi. Tveir bílar fastir á Hjallahálsi. 2. mars 2014. Kl. 17:00. Svæði 13. Sjór
F3 Aðstoða flutningaskip í höfninni á Vopnafirði. 2. mars 2014. Kl. 11:00. Svæði 12. Land
F3 Moka snjó af húsaþaki á Grímsstöðum á Fjöllum. Bóndi hringir og biður um aðstoð við að moka snjó af fjárhúsaþakinu, er orðinn hættulega mikill snjór. 2. mars 2014. Kl. 19:05. Svæði 7. Land
F2 Flytja lækni á Þingeyri. Koma þarf lækni á Þingeyri sem fyrst. 3. mars 2014. Kl. 16:03. Svæði 7. Land
F3 Verðmætabjörgun. Verðmætabjörgun, moka snjó af þaki húss í Dýrafirði. 3. mars 2014. Kl. 17:41. Svæði 12. Land F3 Pólstjarnan, aðstoða bíl. Aðstoða bíl í fjallgarði. Hann fór út af vegi við bæinn Ormarslón austan Raufarhafnar. 4. mars 2014. Kl. 01:57. Svæði 1. Land
F2 Leit í Hafnarfirði.
145
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Leit að 28 ára manni. Fannst heill á húfi eftir talsverða leit. 4. mars 2014. Kl. 11:55. Svæði 12. Land F2 Slasaður vélsleðamaður við Hlíðarfjall. Vélsleðamaður slasaður, kennir sér meins í baki. Norðan Hlíðarfjalls við Mývatn. 4. mars 2014. Kl. 12:07. Svæði 18. Sjór
F2 Vélarvana bátur austan við Heimaey. 4. mars 2014. Kl. 12:44. Svæði 4. Land
F3 Bíll út af við Kalmannstungu. Bílaleigubíll út af vegi nálægt Kalmanstungu. 4. mars 2014. Kl. 16:00. Svæði 11. Land
F3 Verðmætabjörgun, Brúnagerði. Þak á útihúsum í Brúnagerði í Fnjóskadal farið að sligast undan snjóþunga. Nýliðar 1 og 2 fara í þetta. Beiðnin kom frá ábúendum. 4. mars 2014. Kl. 19:19. Svæði 3. Land F3 Fastur bílaleigubíll á leið að Háafossi. Tilkynnt um fastan bíl við Háafoss. Fólk hugsanlega búið að yfirgefa bílinn, nákvæm staðsetning óljós. 5. mars 2014. Kl. 13:30. Svæði 16. Land
F3 Bíll út af vegna krapa á vegi. 5. mars 2014. Kl. 15:00. Svæði 6. Land
F2 Trailer valt á Mikladal. Trailer fullur af óunnum fiski valt á Mikladal. Aðstoð við að hreinsa svæðið og koma fiski í kör aftur. 5. mars 2014. Kl. 15:37. Svæði 11. Land F2 Leit við Grund í Eyjafirði. Leit að ungum manni. 5. mars 2014. Kl. 19:35. Svæði 13. Land
F3 Fastir ferðalangar á Fjarðarheiði. Boðun frá Neyðarlínu um tvo fasta bíla við minnisvarða. 6. mars 2014. Kl. 12:34. Svæði 5. Land F1 Slys á Þorskafjarðarheiði. Maður datt af vélsleða á Þorskafjarðarheiði, Kollabúðardal. Fór fram af hengju. Fótbrotinn: Segist vera á Neðri-Töglum. 6. mars 2014. Kl. 17:16. Svæði 11. Land
F3 Sækja tvo menn á biluðum tækjum í Vaðlaheiði. Bilaður sleði og fjórhjól ekkert að fólki, menn bíða bjargar í sumarhúsi. 6. mars 2014. Kl. 17:20. Svæði 1. Land
F2 Kjalarnes - bílvelta. Bílvelta á Vesturlandsvegi. Ein kona í bílnum, kemst ekki út. 6. mars 2014. Kl. 17:24. Svæði 11. Land
F3 Eftirgrennslan í Hlíðarfjalli.
146
Aðgerðir björgunarsveita 2014
Reykur sást úr Hlíðarfjalli tilkynnt til Lögreglu, engar upplýsingar um flug frá flugturni. Beðið um sleða til að athuga Hlíðarskál, Hlíðarhrygg og sléttu ofan Hlíðarfjalls. 6. mars 2014. Kl. 18:53. Svæði 3. Land F3 Fastur bíll í Kjósarskarði. Lögregla hringir í svæðisstjórn, fastir útlendingar í snjó, Kjósarskarðsvegi Þ-36. Sjást í vefmyndavél Vegagerðar! 7. mars 2014. Kl. 11:49. Svæði 16. Land
F3 Fastir bílar við Heiðarborg. Tveir Ford Kuga með sex ferðamenn fastir í snjóskafli við Heiðarborg. 7. mars 2014. Kl. 12:11. Svæði 12. Land
F3 Snjómokstur í Bárðardal. Moka þurfti snjó af þaki útihúss á Lundarbrekku í Bárðardal. 7. mars 2014. Kl. 18:52. Svæði 8. Land
F3 Bíll í vanda á Steingrímsfjarðarheiði. Bíll út af nálægt sæluhúsinu á Steingrímsfjarðarheiði. Tilkynnt um að fleiri bílar til viðbótar séu fastir. Nokkrum bílum snúið við. 7. mars 2014. Kl. 19:16. Svæði 13. Land
F3 Bíll fastur á Hellisheiði eystri. Bíll fastur á Hellisheiði eystri. Umbeðið af lögreglu. 7. mars 2014. Kl. 10:17. Svæði 5. Land F3 Bíll út af í Seljadal. Bíll út af í Seljadal. 8. mars 2014. Kl. 12:14. Svæði 10. Land
F3 Aðstoða bíla við Skiptabakka. Jeppi á hliðinni og aðrir bílar fastir. Fólk ekki í hættu. 8. mars 2014. Kl. 12:30. Svæði 15. Land
F1 Rúta út af milli Skeiðarár og Skaftafellsár. 8. mars 2014. Kl. 11:00. Svæði 15. Land F1 Bíll út af við Kotá. 8. mars 2014. Kl. 11:42. Svæði 1. Land
F3 Ófærð á Mosfellsheiði. Sækja fólk á Mosfellsheiðina í fasta bíla. Mestmegnis útlendingar, stöku Íslendingur. 8. mars 2014. Kl. 11:45. Svæði 3. Land
F2 Óveður á Hellisheiði. Lögregla óskar eftir því að björgunarsveitir loki Hellisheiði vegna óveðurs. 8. mars 2014. Kl. 11:53. Svæði 3. Land
F2 Aðstoð við fasta bíla á Lyngdalsheiði. Lögregla óskar eftir því að farið verði upp á Lyngdalsheiði til að aðstoða fasta bíla þar. Veður og færð slæm.
147
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
8. mars 2014. Kl. 12:30. Svæði 15. Land F1 Rúta út af milli Skaftafells og Freysnes. 8. mars 2014. Kl. 12:58. Svæði 13. Land F2 Almannavarnadeild: Óvissustig vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum. Snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands lýsti yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum kl. 15:00 laugardaginn 8. mars 2014. Óvissustigi aflýst kl. 08:48 sunnudaginn 9. mars 2014. 8. mars 2014. Kl. 13:26. Svæði 13. Land
F2 Fastir bílar á Fjarðarheiði. Tveir bílar fastir á Fjarðarheiði. Annar við vatnið og hinn á Norðurbrún. 8. mars 2014. Kl. 14:09. Svæði 16. Land
F3 Fastur bíll. Bíll snerist í krapa og lenti út af og gekk ekki að ná honum upp. Bílstjóri sem var einn í bílnum hringdi og bað um aðstoð. Staðsetning á Þjóðvegi við Króksafleggjara í Ásahrepp. 8. mars 2014. Kl. 14:29. Svæði 12. Land F3 Bíll fastur með ferðamönnum í Víðidal. Þrjár manneskjur fastar 50 km frá Reykjahlíð. 8. mars 2014. Kl. 15:30. Svæði 8. Land
F3 Bifreið föst á Þröskuldum. Bifreið í vandræðum á Þröskuldum. Einn í bílnum. 8. mars 2014. Kl. 10:00. Svæði 18. Land F3 Fastur bíll við Haugasvæði. Bíll fastur við Haugasvæði, þrír í bílnum. 8. mars 2014. Kl. 10:32. Svæði 1. Land
F2 Kjalarnes - bráðaveikindi. Kona hnígur niður með skyndilegt máttleysi. Sjúkrabíll á leiðinni. 9. mars 2014. Kl. 10:35. Svæði 18. Land
F3 Óveðursaðstoð. Eitthvað laust við þakgluggann á norðurenda hússins. 9. mars 2014. Kl. 14:15. Svæði 16. Land
F3 Fastur bíll við Svínhagabyggð. Lögregla óskar eftir aðstoð vegna bíls sem er fastur við sumarhúsabyggð við Svínhaga. Unimog sendur af stað. 9. mars 2014. Kl. 14:22. Svæði 1. Sjór F2 Kajakræðari í vandræðum. Kajakræðari sem missti ár og rekur frá landi. Staðsetning við smábátahöfnina á Seltjarnarnesi, um 600 m frá landi. 10. mars 2014. Kl. 12:36. Svæði 6. Land
F3 Flutningabíll fastur á Hálfdán.
148
Aðgerðir björgunarsveita 2014
Frá björgunaraðgerðum í Eilífsdal. Það getur verið flókið að ná fólki úr sjálfheldu. Mynd: Gísli Símonarson.
149
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Flutningabíll fastur á Hálfdán, búinn að slíta keðjur. 10. mars 2014. Kl. 12:56. Svæði 2. Land F2 Rúta föst við Kleifarvatn. Óskað eftir aðstoð frá rútufyrirtæki vegna rútu sem rann til í slabbi og situr föst. Kolvitlaust veður á svæðinu. Rútufyrirtækið er þegar búin að senda rútu á staðinn til þess að taka fólkið en kemst ekki nógu nærri. Boðað út til þess að aðstoða fólkið. 10. mars 2014. Kl. 13:49. Svæði 5. Land
F2 Aðstoð við ferðamann við Snæfellsjökul. Erlendur ferðamaður hringir í 112 og segist vera einn á ferð við Snæfellsjökul. Búinn að vera á ferð síðan í gær. Er í tjaldi, brjálað veður og hann er orðinn smeykur. Slæmt símasamband en hann sendi staðsetningu. 10. mars 2014. Kl. 15:40. Svæði 6. Land
F3 Aðstoða flutningabíl á Hálfdán. Fastur flutningabíll á Hálfdán. 10. mars 2014. Kl. 15:56. Svæði 3. Land
F3 Fastir útlendingar. 16:47 Boð á Ingunni, Opel Astra út af og föst. 10. mars 2014. Kl. 16:03. Svæði 1. Land
F2 Kjós - bílvelta. Bílvelta í Miðdal í Kjós. Ökumaður einn í bílnum. Mjög hvasst á vettvangi. 11. mars 2014. Kl. 12:07. Svæði 10. Land
F3 Óveðursútkall á Sauðárkróki. Plötur að fjúka við áhaldahús bæjarins. 12. mars 2014. Kl. 18:16. Svæði 12. Land
F3 Pólstjarnan. Fylgja biskup. Fylgja Agnes M. Sigurðardóttur, biskup Íslands, yfir Hálsafarið í Svalbarð í Þistilfirði. 12. mars 2014. Kl. 14:00. Svæði 12. Land F3 Pólstjarnan. Fylgja lækni. Fylgja lækni yfir hálsa að afleggjara í Borgir. Hófaskarð skoðað. Hafliðamenn að aðstoða fasta bíla þar. 13. mars 2014. Kl. 12:39. Svæði 1. Land
F3 Fastur bíll við Krókatjörn. Maður í Norðurljósaferð festi bíl við Krókatjörn. 13. mars 2014. Kl. 10:07. Svæði 8. Land F3 Þröskuldar, föst bifreið. Jepplingur fastur á Þröskuldum. Byrjaður að fara niður að vestanverðu. Verið að moka, en skefur strax í aftur. 14. mars 2014. Kl. 11:14. Svæði 12. Land
F2 Leit að bíl Akureyri-Dettifoss. Leit að bíl á leiðinni frá Akureyri að Dettifossi.
150
Aðgerðir björgunarsveita 2014
14. mars 2014. Kl. 14:21. Svæði 11. Land F1 Aðstoða sjúkrabíl á Öxnadalsheiði. Tveir bílar á leið frá Reykjavík til Akureyrar. Öxnadalsheiði er merkt lokuð en þau halda samt áfram. Flutningabíll lokar heiðinni. Þau ganga af stað eða hún er á Toyota Avensis og Subaru Impreza talið að hún hafi farið ein af stað af háheiðinni. 14. mars 2014. Kl. 10:00. Svæði 3. Land
F3 Fastur bíll við Háafoss. 14. mars 2014. Kl. 12:00. Svæði 12. Land F3 Bíll í gjótu við Hverfjall. Ferðamenn hringja og tilkynna fastan bíl við Hverfjall. 14. mars 2014. Kl. 11:31. Svæði 4. Land
F3 Eftirgrennslan, neyðarsól yfir Mýrum v/Borgarfjörð. Neyðarlínan hafði samband við Brák, Fannar og bað hann um að fara í Ölver og fá upplýsingar frá íbúum Ölvers 2. 15. mars 2014. Kl. 17:22. Svæði 2. Sjór
F2 Bátur í vandræðum sunnan við Helguvík. Bátur í vandræðum rétt sunnan við Helguvík. Tveir menn voru um borð. 15. mars 2014. Kl. 10:32. Svæði 13. Land
F3 Aðstoða fastan bíl Í Arnórsstaðamúla. Neyðarlínan kallar út Hjálparsveit Skáta á Fjöllum. Í ljós kemur að bíllinn er í Arnórsstaðamúla svo Björgunarsveitin Jökull er kölluð út. 15. mars 2014. Kl. 11:59. Svæði 3. Sjór
F1 Maður í sjálfheldu undir bryggju. Maður í sjálfheldu undir bryggju á Eyrarbakka. Er að byrja að flæða að. 15. mars 2014. Kl. 11:19. Svæði 9. Land
F3 Fastur bíll við Hrafná. Bíll fastur í Hrafná neðan við afleggjarann að skíðaskálanum á Skagaströnd. 16. mars 2014. Kl. 13:15. Svæði 13. Land
F3 Fastir bílar á Vopnafjarðarheiði. 16. mars 2014. Kl. 16:31. Svæði 12. Land
F3 Húsavík, Bíll út af við Skúlagarð. Lögreglan hafði samband vegna bíls sem fór út af við Skúlagarð og ofan í vatn en ekkert djúpt. 16. mars 2014. Kl. 17:56. Svæði 12. Land F3 Aðstoða bíl. Aðstoða bíl í fjallgarði. Fór út af vegi við bæinn Ormarslón austan Raufarhafnar. 16. mars 2014. Kl. 18:00. Svæði 16. Land
F3 Fastur bíll við Fjaðrárgljúfur. Ford jepplingur fastur við Fjaðrárgljúfur. Erlendir ferðamenn. 17. mars 2014. Kl. 17:40. Svæði 16. Land
151
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F3 Fastur bíll við Bjallavað. 17. mars 2014. Kl. 18:00. Svæði 15. Land F3 Fastur bíll við Jökulsárlón. 18. mars 2014. Kl. 10:30. Svæði 1. Sjór
F3 Vélarvana bátur við Hafnarfjörð. Vélarvana 13 m fiskibátur um 8 mílur NV af Hafnarfirði. Tveir um borð og engin hætta. LHG boðaði björgunarskip frá Hf. 18. mars 2014. Kl. 12:57. Svæði 13. Land F3 Bílar í vandræðum á Fjarðarheiði. Fjórir bílar í vandræðum á Fjarðarheiði. Ekki vitað hvar á heiðinni. Vindur 17 m/sek. og 20m/sek. í hviðum. Búið að loka veginum. 18. mars 2014. Kl. 11:01. Svæði 12. Land
F3 Hafliði, bíll fastur uppi á Hófaskarði. Bíll fastur uppi á Hófaskarði. 18. mars 2014. Kl. 13:32. Svæði 12. Land
F3 Hafliði, bíll fastur upp á Brekknaheiði. Bíll fastur upp á Brekknaheiði. 18. mars 2014. Kl. 14:19. Svæði 13. Land
F3 Fastur bíll við Grunnavatn. Kallað út vegna tveggja Breta á ferð. Reyndist vera 15 bílar. 18. mars 2014. Kl. 15:20. Svæði 15. Land F3 Árekstur í Sandfelli og aðstoð við aðra. 18. mars 2014. Kl. 16:11. Svæði 15. Land
F3 Ófærð í Hornafirði. Vantar aðstoð vegna ófærðar. 18. mars 2014. Kl. 18:10. Svæði 15. Land
F3 Fastir bílar við Hof. 18. mars 2014. Kl. 19:01. Svæði 13. Land F2 Sjúkraflutningur, Seyðisfjörður-Norðfjörður. Koma þarf sjúklingi frá Seyðisfirði á sjúkrahús á Norðfirði. 18. mars 2014. Kl. 19:57. Svæði 12. Land
F3 Húsavík, aðstoð uppi á Húsavíkurfjalli. Haft var samband við formann frá Mílu að komast upp á Húsavíkurfjall. 19. mars 2014. Kl. 10:01. Svæði 12. Land
F3 Bílar fastir uppi á Hófaskarði. Tveir bílar fastir uppi á Hófaskarði og líklega einn fastur við Ormarsá. 19. mars 2014. Kl. 10:05. Svæði 12. Land
F3 Skólabíll út af vegi á Langanesi. Skólabíll út af vegi við Gunnlaugsá.
152
Aðgerðir björgunarsveita 2014
Hnútar eru margskonar og rétt að byrja snemma að kynna sér hvenær mismunandi tegundir henta. 19. mars 2014. Kl. 11:37. Svæði 16. Land F3 Rafmagnslaus bíll við Reyðarvatnsréttir. 19. mars 2014. Kl. 16:00. Svæði 5. Land F3 Bíll út af á Vatnaleið. Bíll út af á Vatnaleið. 20. mars 2014. Kl. 11:56. Svæði 10. Land
F3 Þak að fjúka á Siglufirði. Þak af garðkofa fauk af í heilu lagi á Hávegi 28. 20. mars 2014. Kl. 10:54. Svæði 10. Land
F3 Þak að fjúka á hesthúsum. Lögreglan bað um aðstoð við þak sem væri að fjúka af hesthúsunum. 20. mars 2014. Kl. 11:21. Svæði 8. Land
F3 Aðstoð við erlenda ferðamenn við Selá. Erlendir ferðamenn fastir, líklega við Selá. 20. mars 2014. Kl. 12:28. Svæði 5. Land
F3 Fastur bíll á sunnanverðri Fróðárheiði.
153
Eftirtalin fyrirtæki styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg:
Afl starfsgreinafélag www.asa.is Akureyrarbær www.akureyri.is Alþýðusamband Íslands Baader Island ehf. Hafbáran ehf. 450 Patreksfjörður Beitir ehf. www.beitir.is Bolungarvíkurhöfn www.bolungarvik.is Brunavarnir Suðurnesja Dalvíkurhafnir Dalvík - Árskógsströnd - Hauganes www.dalvik.is
Fjallabyggðarhafnir Siglufjarðarhöfn og Ólafsvíkurhöfn www.fjallabyggd.is Frár ehf. frar@simnet.is Freydís sf. www.freydis.is Gjögur hf. Grundarfjarðarbær www.grundarfjordur.is Grundarfjarðarhöfn www.grundarfjordur.is Gullberg ehf. Gúmmísteypa Þ. Lárussonar Hafnarfjarðarhöfn www. hafnarfjardarhofn.is
Djúpavogshöfn www.djúpivogur.is
Hafnasamlag Norðurlands www.port.is
Farmanna- og fiskimannasamband Íslands
Hafnarsjóður Skagafjarðar www.skagafjordur.is www.hafnir.skagafjordur.is
Félag skipstjórnarmanna www.skipstjorn.is Fisk Seafood www.fisk.is
Hafnarsjóður Þorlákshafnar www.olfus.is Hafnir Ísafjarðarbæjar www.isafjardarbaer.is
Fiskmarkaður Bolungarvíkur og Suðureyrar www.fmbs.is
Hita- og vatnsveita Mosfellsbæjar www.mos.is
Fiskmarkaður Hólmavíkur ehf.
Hjallasandur ehf., Snæfellsbæ
Fiskmarkaður Siglufjarðar ehf. steini@fiskmarkadur.is
Hjálmar ehf.
Fiskmarkaður Austurlands hf. fmaust@simnet.is Fiskvinnslan Íslandssaga www.islandssaga.is
Hlaðbær-Colas hf. www.colas.is Hraðfrystihúsið Gunnvör hf. www.frosti.is Húsavíkurhöfn, Raufarhöfn, Kópasker
Stuðningur þeirra styrkir öflugt björgunar- og slysavarnastarf um allt land.
Aðgerðir björgunarsveita 2014
Útlendingar á bíl fastir í snjó á sunnanverðri Fróðárheiði. Ekki vitað hvort það séu tveir eða þrír í bílnum. 20. mars 2014. Kl. 11:20. Svæði 13. Land F3 Lokun á Fjarðarheiði fyrir Vegagerð. Lokun á Fjarðarheiði fyrir Vegagerðina. Bílum hleypt yfir í hollum á eftir snjóruðningstæki. 20. mars 2014. Kl. 13:17. Svæði 5. Land
F2 Óveðursútkall, Hellissandi. Járnplötur að losna af hesthúsi á Hellissandi. 20. mars 2014. Kl. 15:04. Svæði 5. Land
F3 Aðstoða fasta bíla á veginum að Hótel Búðum. Neyðarlína hefur samband við Lífsbjörg 1 vegna fastra bíla á veginum að Hótel Búðum. Ekkert amar að fólkinu, en veðrið er NA 18-25 m á sek. og stórhríð. 20. mars 2014. Kl. 15:07. Svæði 10. Land F3 Klæðning farin að losna af Túngötu 8. 20. mars 2014. Kl. 15:09. Svæði 10. Sjór
F3 Bátur að slitna frá bryggju. 20. mars 2014. Kl. 15:25. Svæði 10. Land
F3 Ófærð á Hofsósi. Fimm bílar aðstoðaðir. 20. mars 2014. Kl. 15:36. Svæði 11. Land
F3 Bónda úr Garði komið heim. Óveður geisar í Ólafsfirði og bóndi þarf að komast frá þéttbýli að heimili sínu vegna búfénaðar. 20. mars 2014. Kl. 15:56. Svæði 11. Land
F3 Bíl á Múlavegi aðstoðaður. Óveður geisar og Múlavegur lokaður. Fastur bíll um 100 metrum frá Múlagöngum Dalvíkurmegin. 20. mars 2014. Kl. 16:14. Svæði 10. Land
F3 Mannskaðahóll, óveður. Þakplötur að fjúka á útihúsum á Mannskaðahóli. 21. mars 2014. Kl. 12:25. Svæði 1. Land
F2 Fastur bíll á Þingvallavegi. Tveir erlendir ferðamenn að koma frá Þingvöllum. Bíllinn er fastur í skafli. Eru á bílaleigubíl, jeppling. Nálægt Leirvogsvatni. 21. mars 2014. Kl. 10:18. Svæði 11. Land F2 Festa þak á fiskverkun. Þak á fiskverkunarhúsi er að fjúka og farið í að festa þakplötur. 21. mars 2014. Kl. 10:40. Svæði 5. Land
F3 Fastur bíll við Arnarstapa. Fastur bíll við Arnarstapa. Útlendingar. 21. mars 2014. Kl. 11:24. Svæði 11. Land
155
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F3 Festa hurð sem fokið hefur upp. Óveður geisar og fokin upp hurð í Sandhól við Strandgötu. 21. mars 2014. Kl. 11:45. Svæði 9. Land
F3 Aðstoð á Holtavörðuheiði við Miklagil. Vegafarandi í vandræðum við Miklagil. 21. mars 2014. Kl. 11:30. Svæði 5. Land
F3 Bíll út af vegi milli Bláfeldar og Hraunhafnar í Staðarsveit. Vegfarandi kemur á Vegamót og tilkynnir um fólksbíl út af vegi milli Bláfeldar og Hraunhafnar. Um tvo erlenda ferðamenn er að ræða. Starfsfólk Vegamóta hafði samband við lögreglu sem boðar sveitina í verkefnið. 21. mars 2014. Kl. 11:39. Svæði 11. Land
F3 Aðstoð vegna ófærðar. Koma fólki í hjúkrunarstörfum til vinnu á Dvalarheimilinu Dalbæ. 21. mars 2014. Kl. 13:00. Svæði 16. Land
F3 Fastur bílaleigubíll við Ísakot norðan við Búrfell. 21. mars 2014. Kl. 14:30. Svæði 11. Land
F3 Flutningur í ófærð eftir umferðaróhapp á Siglufirði. Árekstur varð í Skútudal við Siglufjörð. Þrír sem í því lentu þurfa að komast þaðan til Ólafsfjarðar. Blint og hvasst á leiðinni og erfið færð. 21. mars 2014. Kl. 15:19. Svæði 11. Land F3 Verðmætabjörgun, moka snjó af þaki. Lögregluvarðstjóri, biður um aðstoð sveitarinnar við snjómokstur. Þak er tvískipt og fellur af efra þaki niður á hitt. Snjóþungi mikill og brestur í þaki þegar bætir á. Aðeins öldruð kona og dóttir sem ekki geta gert neitt í þessu. 21. mars 2014. Kl. 16:29. Svæði 12. Land F3 Húsavík, bíll út af á Tjörnesi. Lögreglan hafði samband við formann, sagði að það væri bíll fastur út á Tjörnesi um 20 km frá Húsavík. 21. mars 2014. Kl. 16:55. Svæði 3. Land
F3 Aðstoð á Hellisheiði. 21. mars 2014. Kl. 18:02. Svæði 11. Land F3 Koma konu heim. Koma konu sem býr upp í Sölvadal heim til sín. 21. mars 2014. Kl. 19:30. Svæði 10. Land
F3 Fastur bíll á Öxnadalsheiði. Útlendingar fastir uppi á Öxnadalsheiði. 21. mars 2014. Kl. 10:13. Svæði 2. Land F1 Maður týndur rétt utan Grindavíkur. Leit að manni. Væntanlega norðanmegin við Þorbjörn.
156
Aðgerðir björgunarsveita 2014
21. mars 2014. Kl. 11:14. Svæði 1. Land F2 Kjós - bráðaveikindi. Bráðaveikindi hjá konu í heimahúsi í Kjós. Sjúkrabíll á leiðinni frá Tunguhálsi. 22. mars 2014. Kl. 16:30. Svæði 13. Land
F2 Aðstoð við sjúkrabíl. Óskað eftir aðstoð við að koma sjúkrabíl í Mælivelli. 22. mars 2014. Kl. 18:30. Svæði 2. Sjór
F2 Vélarvana bátur 0,9 sml frá landi. Vélarvana bátur 0,9 sml frá landi rétt utan við Grindavík. 22. mars 2014. Kl. 18:56. Svæði 10. Land
F3 Fastur bíll við Héðinsfjarðargöng. 22. mars 2014. Kl. 11:33. Svæði 4. Land
F2 Maður í vanda á Leggjabrjótsleið. Leggjabrjótsleið 2,8 km. frá bílastæði í Botni. Axlarbrot, getur ekki gengið vegna verkja. 22. mars 2014. Kl. 12:30. Svæði 16. Land F3 Dregin upp kerra á Hellisheiði. 22. mars 2014. Kl. 11:00. Svæði 3. Land
F1 Vélsleðaslys við Skjaldbreið. Fyrstu upplýsingar: Sleðamaðurinn fór fram af hengju. Mögulega handleggsbrot og á þungt með að anda. Lendir ofan í holu og eru um 8-10 metrar að honum. 22. mars 2014. Kl. 11:35. Svæði 16. Land
F3 Fastur bíll við Lómagnúp. Fastur Ford Explorer austan við Lómagnúp. Lenti utan vegar og var fastur í snjóskafli. 22. mars 2014. Kl. 13:02. Svæði 1. Land
F2 Sjálfhelda í Esju. Tveir franskir göngumenn í sjálfheldu í Grafardal við Esju. Gengu frá Hábungu og telja sig vera stadda í Grafardal. 22. mars 2014. Kl. 14:54. Svæði 11. Land F3 Vaðlaheiði, athuga með snjóflóð. Lögreglan hefur samband, biður um skoðun á snjóflóði sem féll á Vaðlaheiði. Súlumenn voru á leið inn á Glerárdal á sleðum og fara þess í stað í Vaðlaheiði. 22. mars 2014. Kl. 15:27. Svæði 10. Land
F3 Vatnstankur í Fljótum. Leitað að og grafinn upp vatnstankur í Fljótum. 23. mars 2014. Kl. 11:00. Svæði 13. Land
F3 Þak að gefa sig undan snjóþunga í Möðrudal á Fjöllum. 23. mars 2014. Kl. 17:25. Svæði 6. Land
F2 Fastur bíll við Mjósund á Rauðasandsvegi. Bíll fastur við Mjósund á Rauðasandsvegi.
157
Eftirtalin fyrirtæki styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg:
Grindavík, Hafnarfjörður, Höfn, Ísafjörður, Reykjanesbær, Sandgerði www.fms.is
Reykjavík, Akranesi, Snæfellsnesi, Skagaströnd, Þorlákshöfn www.fmis.is
Sjómannafélag Eyjafjarðar www.sjoey.is
www.lvf.is
NESKAUPSTAÐ
Samherji logo MAIN VERSION on light background Always use this logo when it’s good breathing space, especially for medium size fine prints and big prints
Stuðningur þeirra styrkir öflugt björgunar- og slysavarnastarf um allt land.
Aðgerðir björgunarsveita 2014
24. mars 2014. Kl. 18:49. Svæði 13. Land F3 Ná dauðu hreindýri upp úr á. Vegagerðin óskar eftir aðstoð við að ná hreindýri upp úr á. 24. mars 2014. Kl. 19:45. Svæði 13. Land
F3 Gæsla við lokunarhlið Vegagerðarinnar á þjóðvegi 85 við Hauksstaði. Vopnafjarðarheiði, Möðrudals- og Mývatnsöræfum lokað 24. mars 2014. Kl. 12:00. Svæði 13. Land
F3 Lokun á Fjarðarheiði. Lokað fyrir umferð á Fjarðarheiði. 24. mars 2014. Kl. 11:00. Svæði 1. Land F3 Óvissustig gulur, Reykjavíkurflugvöllur. Tveggja hreyfla, tíu sæta vél með gangtruflanir að koma inn til lendingar á Reykjavíkurflugvelli. 27. mars 2014. Kl. 11:40. Svæði 13. Land
F3 Aðstoða ferðamenn á föstum bíl. Aðstoða ferðamenn sem höfðu fest bíl í snjó. 28. mars 2014. Kl. 19:30. Svæði 5. Sjór F3 B/s Björg fer með viðgerðarmann í bauju. Farið með rafvirkja frá Siglingamálastofnun út í innsiglingarbaujuna í Rifi sem var biluð. 28. mars 2014. Kl. 11:12. Svæði 3. Land
F3 Draga upp bíl við Háafoss Þjórsárdal. Bíll fastur við Háafoss í Þjórsárdal, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, tveir farþegar ómeiddir. 29. mars 2014. Kl. 11:00. Svæði 16. Land F1 Vélsleðaslys á Mýrdalsjökli. Andþrengsli, vélsleðamaður slasaður á Goðalandsjökli. 29. mars 2014. Kl. 11:23. Svæði 16. Land
F3 Fastur bíll austan við Vatnsfell. Fastur bíll austan við Vatnsfell á leið inn í Laugar. 29. mars 2014. Kl. 13:53. Svæði 9. Sjór F3 Bátur með bilaða vél við Skagaströnd. Bátur með bilaða vél skammt fyrir utan hafnarmynnið á Skagaströnd. 29. mars 2014. Kl. 17:30. Svæði 16. Land
F3 Fastur bíll við Hafrafell. Fastur bíll við Hafrafell. Hella 4 Tacoma fer í verkefnið. 30. mars 2014. Kl. 12:22. Svæði 3. Land
F3 Draga upp bíl við Háafoss í Þjórsárdal. Bíll fastur á leið inn að Háafossi í Þjórsárdal. 30. mars 2014. Kl. 12:56. Svæði 5. Land
F3 Fastur bíll á sunnanverðum Jökulhálsi.
159
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Fastur bíll í snjóskafli á sunnanverðum Jökulhálsi, rétt við afleggjara á þjóðvegi/Jökulhálsi. Bíllinn rann út af vegi vegna hálku. 30. mars 2014. Kl. 13:00. Svæði 11. Land F3 Sækja bilaðan sleða á Glerárdal. Beiðni um að sækja bilaðan sleða inn á Glerárdal. Færi mjög hart, varla sleðafæri. 30. mars 2014. Kl. 14:21. Svæði 15. Land
F3 Draga upp bíl á Breiðamerkurjökli. Dodge Ram fastur í krapa á Breiðamerkurjökli 30. mars 2014. Kl. 14:43. Svæði 16. Land
F3 Föst flugvél á Geitamel, Geitasandi. Flugvél í vanda á Geitamel vegna bleytu. Þarf að draga hana. 1. apríl 2014. Kl. 11:34. Svæði 18. Sjór
F1 Stýrislaus bátur við Landeyjahöfn. 2. apríl 2014. Kl. 15:19. Svæði 11. Land F1 Vélsleðaslys í Böggvisstaðadal, Dalvík. 22ja ára karlmaður, fór fram af hengju á vélsleða. 3. apríl 2014. Kl. 13:35. Svæði 11. Land
F2 Slösuð skíðakona í Ólafsfjarðarmúla. Kona féll á skíðum Ólafsfjarðarmegin í Ólafsfjarðarmúla. 3. apríl 2014. Kl. 14:22. Svæði 13. Land
F3 Leit að föstum bíl. Bíll fastur með tveimur erlendum ferðamönnum, ekki vitað hvar. 4. apríl 2014. Kl. 18:00. Svæði 1. Land
F3 Nesjavallaæð OR, bilanaleit. Beiðni frá OR um tvo vélsleðamenn til að aðstoða starfsmenn OR við bilanaleit á heitavatnsæð frá Nesjavöllum. 4. apríl 2014. Kl. 11:07. Svæði 11. Land F3 Draga upp bíl við Kristnes. Bíll fastur utan vegar rétt sunnan við syðri afleggjara upp að Kristnesi. 5. apríl 2014. Kl. 11:37. Svæði 12. Sjór
F2 Aðstoða bát. Farið út að Neseyju og bátur sóttur. Farið var á Kristni ÞH og báturinn dreginn til hafnar á Raufarhöfn. Harðbotnabátur fór á undan. 5. apríl 2014. Kl. 18:41. Svæði 13. Land
F3 Draga upp fastan bíl á Millidalaleið í Vopnafirði. 8. apríl 2014. Kl. 12:48. Svæði 5. Land
F3 Fastur húsbíll á sunnanverðum Jökulhálsi. Ferðamenn á húsbíl festa bíl sinn í snjóskafli á sunnanverðum Jökulhálsi í fyrsta skafli sem var rétt fyrir ofan afleggjara á þjóðvegi/Jökulhálsi. Bíllinn var með annað framdekkið utan vegar.
160
Aðgerðir björgunarsveita 2014
8. apríl 2014. Kl. 13:17. Svæði 13. Sjór F1 Leki að bát í mynni Reyðarfjarðar. Einn maður um borð í lekum bát. Hnit 64 59,04 - 13 46.74. 9. apríl 2014. Kl. 19:35. Svæði 11. Land
F2 Bíll utan vegar í Vaðlaheiði. Lögreglan á Akureyri hringir í bakvakt svæðisstjórnar. Bíll utan vegar á slóða við gamla Vaðlaheiðarveg. Bílstjóri smeykur um að bíllinn velti. Enginn þó í hættu. 10. apríl 2014. Kl. 12:12. Svæði 3. Land F3 Eftirgrennslan eftir bíl á Lyngdalsheiði. Neyðarlína hefur samband við bakvakt svæðisstjórnar vegna manns sem er fastur í bíl. 112 miðar út símann hans og telur hann vera á Lyngdalsheiði. 11. apríl 2014. Kl. 19:53. Svæði 13. Land
F3 Hestakerra fauk út af vegi og valt í Víðidal á Fjöllum. Hestakerra með tveimur hrossum fauk út af vegi og valt, hestar lítið slasaðir en þurfa að komast í skjól. 11. apríl 2014. Kl. 12:00. Svæði 5. Sjór
F3 B/s Björg leiðbeinir flutningaskipi Waaldyk til hafnar. Flutningaskipinu Waaldyk var leiðbeint inn til hafnar í Ólafsvík. 11. apríl 2014. Kl. 14:07. Svæði 13. Land F2 Veikur maður á Vatnajökli. Fjögurra manna hópur á leið yfir Vatnajökul. Einn þeirra er bundinn við hjólastól og er orðinn veikur. Hópurinn hefur óskað eftir því að verða sóttur. Ekkert amar að að öðru leyti. Halda fyrir í tjöldum. Lítið skyggni og blautur snjór. 11. apríl 2014. Kl. 16:22. Svæði 13. Land F3 Fastir bílar á Háreksstaðaleið. Fastir bílar á Háreksstaðleið við Sænautasel. Umbeðið af lögreglu. 11. apríl 2014. Kl. 17:00. Svæði 13. Land
F2 Aðstoð á Fjarðarheiði. Fastir bílar á Fjarðarheiði. 11. apríl 2014. Kl. 19:30. Svæði 6. Land
F3 Fastur bíll á Mikladal. Fastur bíll á Mikladal. 11. apríl 2014. Kl. 11:03. Svæði 13. Land
F3 Fastir bílar á Oddsskarði. Tveir bílar fastir, alls 10 manns, Eskifjarðarmegin við Oddsskarð. 11. apríl 2014. Kl. 11:12. Svæði 9. Land
F3 Aðstoða í Botnastaðahlíðarbrekku. Fastur bíll. 12. apríl 2014. Kl. 18:11. Svæði 5. Land
161
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F3 Bíll út af í Berserkjahrauni. Bíll út af í Berserkjahrauni. 12. apríl 2014. Kl. 19:54. Svæði 13. Land
F3 fastur bíll í Múlanum, Jökuldal. Tveir farþegar í bílnum. Staðsetning ekki gefin upp. 12. apríl 2014. Kl. 12:00. Svæði 2. Land F3 Fastur Bíll við Kleifarvatn. Beðið um aðstoð við fastan bíl við Kleifarvatn. Einn bíll var sendur á vettvang. 12. apríl 2014. Kl. 14:30. Svæði 5. Sjór
F3 B/s Björg leiðbeinir Waaldyk út úr höfn í Ólafsvík. Flutningaskipinu Waaldyk fylgt út úr höfn í Ólafsvík. 12. apríl 2014. Kl. 15:20. Svæði 13. Land F3 Fastur bíll á Fjarðarheiði. Fastur bíll á Fjarðarheiði, Seyðisfjarðarmegin. Kona með barn um borð. Umbeðið af lögreglu. 13. apríl 2014. Kl. 13:26. Svæði 7. Sjór
F1 Bátur vélarvana. Bátur vélarvana í Fljótavík. 13. apríl 2014. Kl. 15:28. Svæði 3. Land
F2 Öndunarerfileikar, sumarhús. 13. apríl 2014. Kl. 17:47. Svæði 3. Land F1 Meðvitundarleysi, Flúðum. 13. apríl 2014. Kl. 11:16. Svæði 16. Land
F1 Slys við Hrafntinnusker. Vélsleðamaður fór fram að hengju í nágrenni við Hrafntinnusker. Félagar mannsins óska eftir aðstoð í gegnum neyðarlínu. Maðurinn er meðvitundarlaus. 13. apríl 2014. Kl. 12:38. Svæði 5. Land F3 Fastur bíll í snjóskafli á Öndverðarnesi. Ferðamenn á eigin vegum. Föst í snjóskafli á Öndverðarnesvegi. 14. apríl 2014. Kl. 15:24. Svæði 5. Land
F3 Bíll út af á gamla veginum í Berserkjahrauni. 15. apríl 2014. Kl. 11:13. Svæði 13. Land
F3 Aðstoða fastan bíl við Skálanes. Lögregla boðar. Bíll í vanda 1 km frá ferðaþjónustubænum Skálanesi. Staðarhaldari búinn að reyna að draga upp bíl en gengur ekki. 16. apríl 2014. Kl. 10:56. Svæði 1. Land
F2 Kjalarnes - veikindi. Kona með skyndilegt máttleysi. 16. apríl 2014. Kl. 14:49. Svæði 3. Land
F3 Fastur bíll við Háafoss.
162
Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Akureyri - Oddeyrartangi • Ísnet Sauðárkrókur - Lágeyri 1 • Kristbjörg Ólafsfjörður - Pálsbergsgötu 1 • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður
www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is
...Hafðu samband við sölumenn okkar og fáðu allar upplýsingar
Allur helsti björgunarbúnaður til sjós og lands...
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
17. apríl 2014. Kl. 13:08. Svæði 11. Land F2 Vélsleðaslys á Glerárdal. Vélsleðamaður slasaður, sjúkrabíll kominn á staðinn. Óskað er eftir aðstoð við böruburð, 50-100 metra. 17. apríl 2014. Kl. 13:15. Svæði 11. Land
F3 Fastur bíll á gamla Vaðlaheiðarveginum. Fastur bíll á gamla Vaðlaheiðarveginum, þrír menn um borð. Amar ekkert að mönnunum. 17. apríl 2014. Kl. 16:21. Svæði 3. Land F3 Sækja fólk í Hvítárskála. Fjarskiptamiðstöð lögreglu óskar eftir því að þrír einstaklingar verði sóttir í Hvítárskála, en þau festu bíl sinn í krapa skammt frá skálanum í gærkvöld og gengu í skálann. Halda nú til í skálanum en ekkert amar að þeim. 17. apríl 2014. Kl. 16:31. Svæði 15. Land F1 Bíll út af á Skeiðarársandi. 17. apríl 2014. Kl. 16:58. Svæði 7. Land
F2 Foktjón á Flateyri. Tilkynnt um fjúkandi kör á hafnarsvæði og þakkantur að losna. 17. apríl 2014. Kl. 17:02. Svæði 5. Land
F3 Fastur bíll í Eysteinsdal. Heildarútkall. Fastur bíll í snjóskafli við Eysteinsdal 4-5 km frá þjóðvegi. Fimm í bílnum. 17. apríl 2014. Kl. 18:21. Svæði 13. Land
F3 Húsbíll með Þjóðverjum út af vegi í Langadal. Húsbíll með tveimur ferðamönnum út af vegi í Langadal á móts við Þjóðfell. 17. apríl 2014. Kl. 18:53. Svæði 16. Land
F3 Fastur bíll við Hrauneyjafell. Erlendir ferðamenn óska aðstoðar þar sem bíll þeirra er fastur við Hrauneyjar, eru á óbreyttum jeppa. 17. apríl 2014. Kl. 10:08. Svæði 13. Land F3 Fastir bílar á Jökuldal. Tveir bílar fastir efst á Jökuldal. Sennilega kringum Sænautaselsafleggjara. Umbeðið af lögreglu. 18. apríl 2014. Kl. 10:41. Svæði 8. Land
F3 Aðstoð á Steingrímsfjarðarheiði. Fastir bílar á Steingrímsfjarðarheiði. 18. apríl 2014. Kl. 12:52. Svæði 13. Land F3 Fastir bílar á Háreksstaðaleið. Vegur alls staðar auglýstur lokaður en samt komnir 30 bílar á teljarann í Skjöldólfsstaðahnjúknum en aðeins einn bíll á teljarann í Langdalnum. Einn var búinn að óska eftir aðstoð og sagði fleiri bíla vera í vandræðum. 18. apríl 2014. Kl. 14:50. Svæði 5. Land F3 Bíll út af við Hóla í Helgafellssveit.
164
Aðgerðir björgunarsveita 2014
18. apríl 2014. Kl. 10:54. Svæði 16. Land F3 Bíll fastur á Hamragarðaheiði. 18. apríl 2014. Kl. 11:51. Svæði 8. Land F3 Aðstoð á Þröskuldum. Karlmaður á SUZUKI Vitara fastur á Þröskuldum. 18. apríl 2014. Kl. 11:58. Svæði 1. Land
F3 Fastur bíll á Þingvallavegi. Bílaleigubíll með tveimur mönnum, fastur í snjó á Þingvallavegi. 19. apríl 2014. Kl. 14:46. Svæði 8. Land F3 Bílar fastir á Steingrímsfjarðarheiði. Bifreið föst á Steingrímsfjarðarheiði. 19. apríl 2014. Kl. 12:15. Svæði 10. Land
F3 Bíll út af á Vatnsskarði. Bíll út af á Vatnskarði. Umbeðið af Lögreglu. 19. apríl 2014. Kl. 15:49. Svæði 3. Land F3 Bíll fastur á Ölkelduhálsi. Bíll fastur við Hengladalsá á Ölkelduhálsi. 19. apríl 2014. Kl. 19:21. Svæði 1. Land
F2 Kjalarnes - árekstur. Fólksbíll með tveimur mönnum keyrði á ljósastaur á Vesturlandsvegi við Grundarhverfi. 20. apríl 2014. Kl. 10:55. Svæði 5. Land
F3 Bíll í vandræðum í Álftafirði. Bíll í vandræðum í Álftafirði. 20. apríl 2014. Kl. 16:00. Svæði 15. Land
F3 Fastur bíll á Skeiðarársandi. 20. apríl 2014. Kl. 16:00. Svæði 6. Land
F3 Bíll út af á Mikladal. 21. apríl 2014. Kl. 13:10. Svæði 16. Land
F3 Bilaður bíll í Húsadal. Bilaður bíll í Húsadal í Þórsmörk. Ekki hægt að keyra hann og óskað eftir vörubíl til að flytja hann á Hellu. 21. apríl 2014. Kl. 14:18. Svæði 8. Land
F3 Aðstoð á Munaðarnesvegi. Bifreið föst á Munaðarnesvegi, Vetrarbrekkur. 21. apríl 2014. Kl. 16:48. Svæði 7. Sjór F1 Lekur bátur út af Barðanum. Leki kominn að bát út af Barðanum, mikill sjór í vélarúmi og dautt á vél. 23. apríl 2014. Kl. 14:49. Svæði 5. Land
F3 Bíll fastur á veginum í Berserkjahrauni.
165
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
23. apríl 2014. Kl. 17:11. Svæði 5. Land F3 Annar bíll fastur á veginum í Berserkjahrauni. 24. apríl 2014. Kl. 11:31. Svæði 5. Land
F3 Sá þriðji fastur á veginum í Berserkjahrauni. 24. apríl 2014. Kl. 11:40. Svæði 15. Land
F3 Fastur bíll við Kolgrímu. 24. apríl 2014. Kl. 13:53. Svæði 6. Land
F3 Bíll út af á Trostansfjarðarheiði. Vegkantur gaf sig undan bílnum og hann lenti utan vegar. 25. apríl 2014. Kl. 12:25. Svæði 3. Land F2 Mótorhjólaslys. Mótorhjólaslys í vikurnámu við Búrfell. Einstaklingur slasaður í andliti. 25. apríl 2014. Kl. 11:00. Svæði 9. Land
F3 Aðstoð við Borgarvirki. Fastur húsbíll við Borgarvirki. 25. apríl 2014. Kl. 14:37. Svæði 6. Land F3 Grjót á vegi við Bjarnanúp. Grjót á vegi við Bjarnanúp. Förum í málið þar sem veruleg hætta er af grjótinu vegna fjölda ferðamanna á svæðinu. 25. apríl 2014. Kl. 15:23. Svæði 18. Sjór
F1 Bilaður bátur við Landeyjarhöfn. Bátur varð vélarvana og var að reka upp í fjöru. Kom síðan vél í gang. 25. apríl 2014. Kl. 18:36. Svæði 5. Sjór
F3 Vélarvana bátur við Rif. 25. apríl 2014. Kl. 10:00. Svæði 1. Sjór
F2 Eftirgrennslan eftir skútu. LHG kallaði á rás 16 á Þórð S sem að var í prufusiglingu eftir viðgerð og óskaði eftir því að þeir myndu kanna með skútu sem hafði ekki tilkynnt sig inn eftir að hafa verið á siglingu. 27. apríl 2014. Kl. 10:20. Svæði 9. Land F3 Aðstoð á Haukadalsskarði. Fastur bílaleigubíll á Haukadalsskarði. 27. apríl 2014. Kl. 12:49. Svæði 1. Land
F2 Esja - Slys í fjalllendi. 61 árs karlmaður hrasaði og slasaðist á ökkla. Er í um 625 m hæð. 27. apríl 2014. Kl. 10:55. Svæði 6. Land F3 Aðstoð, bíll fastur á Trostansfjarðarheiði. Lögreglan hringdi og bað um aðstoð vegna bíls sem væri fastur í snjó, einn maður í bílnum. 27. apríl 2014. Kl. 10:59. Svæði 6. Land
F3 Bíll fastur á Trostansfjarðarheiði.
166
Aðgerðir björgunarsveita 2014
Bíll fastur í skafli. 28. apríl 2014. Kl. 15:24. Svæði 4. Land F3 Fastur bíll á Kaldadal. Hummer jeppi fastur í snjóskafli. Á leið frá Húsafelli til Reykjavíkur um Kaldadal. Eltu þá leið sem gps tækið sendi þau. Vegur merktur lokaður. Voru um 800 metra norðan við vegamótin að Jaka. 29. apríl 2014. Kl. 11:03. Svæði 6. Land
F1 Bílvelta á Trostansfjarðarheiði. Bílvelta á Trostansfjarðarheiði. Sex erlendir ferðarmenn í bílnum. 30. apríl 2014. Kl. 13:23. Svæði 8. Land F3 Aðstoð á Steingrímsfjarðarheiði. Bifreið föst á Steingrímsfjarðarheiði. Erlendir ferðamenn, tveir fullorðnir og þrjú börn á Honda Crv. 30. apríl 2014. Kl. 12:34. Svæði 12. Land
F3 Pólstjarnan, náð í fjórhjól. Náð í fjórhjól upp í heiði ofan Raufarhafnar fyrir Rarik. 1. maí 2014. Kl. 12:16. Svæði 3. Land F2 Vettvangshópur, Flúðir. Félagsheimilið Flúðum, veikindi. 1. maí 2014. Kl. 18:00. Svæði 13. Land
Björgunarsveitin Grettir frá Hofsósi á hálendisvakt. Mynd: Guðmundur Björn Eyþórsson.
167
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F3 Laga sendi á Náttmannafjalli. Farið á Landrover á Náttmannafjall að laga sendi. 1. maí 2014. Kl. 12:26. Svæði 16. Land
F3 Fastur bíll á Landmannaleið. Erlendur ferðamaður einn á ferð á Kia Sportage 4x4. Beygði af vegi 26 inn á Landmannaleið og festi bílinn eftir að hafa ekið um 10 km frá afleggjara. Hringir í Neyðarlínu eftir aðstoð. 1. maí 2014. Kl. 14:31. Svæði 16. Land
F3 Aðstoð á Eyjafjallajökli. Lögregla óskaði eftir snjóbíl Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu til þess að koma mönnum frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa á Eyjafjallajökul. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu mun lítilli þyrlu hafa hlekkst á á austanverðum jöklinum. Ekki urðu slys á fólki. 2. maí 2014. Kl. 12:54. Svæði 7. Land
F2 Slasaður skíðamaður. Slasaður skíðamaður 2,5 km uppi í brekku frá gönguskíðaskála á Seljalandsdal. Full meðvitund, eðlileg öndun. Erlend kona. 2. maí 2014. Kl. 13:52. Svæði 16. Land
F3 Fastur bíll við Sigöldu. Erlend hjón á Jeep Wrangler óska eftir aðstoð lögreglu þar sem þau hafa fest bíl sinn á vegi 208. Voru á leið í Landmannalaugar, Sigölduveg. Þau festu bílinn þegar þau voru nýlega komin af malbikinu. 3. maí 2014. Kl. 12:17. Svæði 16. Land
F3 Fastur bíll á Sólheimasandi (Flugvélaflak). Lögreglan óskar eftir aðstoð við erlenda ferðamenn er höfðu farið rangan slóða að flugvélaflakinu á Sólheimasandi og fest bílinn. Höfðu hringt í neyðarlínu. 3. maí 2014. Kl. 15:11. Svæði 16. Land
F3 Fastir bílar á Landmannaleið og við Hólaskóg. Neyðarlínan hefur samband. Franskir ferðamenn festu bíl sinn á Landmannaleið. U.þ.b. 20 km frá Landvegi. FBSH boðuð í verkefnið. Skömmu síðar óskar Neyðarlínan einnig eftir aðstoð við bíl sem er fastur vestan Þjórsár, við Hólaskóg. 4. maí 2014. Kl. 15:49. Svæði 3. Land
F3 Fastir ferðamenn á Bláfellshálsi. Rússneskir ferðamenn fastir á Bláfellshálsi. Íslenskir ferðamenn fastir á Yaris sömu slóðum. 5. maí 2014. Kl. 18:58. Svæði 5. Sjór
F3 Eldur um borð í bát. Eldur um borð - búið að slökkva í sömu mund og boð berast. Báturinn er vélarvana svo það þarf að draga hann til hafnar. 6. maí 2014. Kl. 19:42. Svæði 2. Sjór
F1 Vélarvana bátur undir Staðarbergi. Bátur með bilað stýri 0,4 sml frá landi undir Staðarbergi. 6. maí 2014. Kl. 16:39. Svæði 2. Land
168
PIPAR\TBWA - SÍA - 140728
GRÆNU SKREFI Á UNDAN Nýlega tóku gildi lög um endurnýjanlegt eldsneyti í sam göngum á landi. Þau kveða á um skyldu olíufélaganna til að tryggja að ákveðið hlutfall eldsneytis til samgangna sé af endurnýjanlegum uppruna. Olís hafði þá þegar uppfyllt þessi skilyrði með sölu á VLO dísel og metaneldsneyti. Taktu grænu skrefin með Olís!
Vinur við veginn
SAmStARF tIl GóðRA VERKA | Olís er einn af aðalstyrktaraðilum slysavarnafélagsins landsbjargar
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F2 C 130 vél í vandræðum við lendingu í Keflavík. Hættustig Gulur á flugvél sem er að koma inn til lendingar á braut 11 með 18 manns um borð. 6. maí 2014. Kl. 19:10. Svæði 15. Land
F3 Losa fastan bíl í Hvaldal. Fastur bíll í sandinum í Hvaldal. 7. maí 2014. Kl. 11:04. Svæði 1. Land
F1 Eilífsdalur í Esju, sjálfhelda. Tveir drengir um 20 ára að klifra í Eilífsdal. Eru í sjálfheldu. Staðsetning annars óviss. Eru búnir að tryggja sig á staðnum. Eru í símasambandi. Ekki taldir í hættu. 7. maí 2014. Kl. 16:02. Svæði 2. Sjór
F2 Bátur með í skrúfu 1,2 sml frá Sandgerði. Bátur með flottein af neti fastan í skrúfu 1,2 sml vestur af Sandgerði. 7. maí 2014. Kl. 11:28. Svæði 6. Sjór F1 Bátur að sökkva vestur af Patreksfirði. Bátur er að sökkva um það bil 25 sml vestur af Patreksfirði. Það er einn maður um borð. 7. maí 2014. Kl. 16:31. Svæði 9. Land
F3 Fastur húsbíll við Eldjárnsstaði. Fastur húsbíll við veiðisvæði 4 í Blöndu, er inni á túni. 7. maí 2014. Kl. 00:46. Svæði 13. Land
F2 Leit að þremur stúlkum á Egilsstöðum. Óttast var um þrjár ungar stúlkur og var hafin leit. Stúlkurnar fundust heilar á húfi eftir stutta leit. 8. maí 2014. Kl. 11:41. Svæði 3. Land
F3 Vettvangshópur, Flúðum. Aðstoða sjúkrabíl, Selfoss 1. 8. maí 2014. Kl. 13:40. Svæði 12. Land
F3 Bíll í sprungu. Lögreglan hefur samband. Fastur bíll austan við Hverfjall. 9. maí 2014. Kl. 11:20. Svæði 7. Sjór
F3 Vélarvana bátur við Bjarnarnúp. Mótorbátur óskar eftir aðstoð. Fékk grásleppunet í skrúfuna. Formaður óskar eftir aðstoð nærstadds fiskibáts. 10. maí 2014. Kl. 10:15. Svæði 13. Land F3 Fastur bíll á Öxi. Bíll fastur í snjó á Öxi. 10. maí 2014. Kl. 11:00. Svæði 7. Land
F3 Aðstoð á Dynjandisheiði. Aðstoða bíl fastan í aurbleytu á Dynjandisheiði utan vegar. 10. maí 2014. Kl. 12:55. Svæði 5. Sjór
F3 Sækja gúmmíbjörgunarbát sem fór í sjóinn af bát.
170
Aðgerðir björgunarsveita 2014
10. maí 2014. Kl. 14:30. Svæði 13. Sjór F3 Draga vélarvana bát. Frístundabátseigandi bað um aðstoð að koma bát sínum að landi. Báturinn reyndist vélarvana vegna bilunar í hældrifi. Var handan bæjarins og veður gott. 10. maí 2014. Kl. 18:51. Svæði 6. Land
F3 Bjargtangar, rafmagnslaus bíll. Bíll rafmagnslaus við Bjargtanga. 10. maí 2014. Kl. 11:21. Svæði 13. Land F3 Fastur bíll í múlanum, Jökuldal. Fjórir Kínverjar fastir í snjó á Suzuki bifreið. Bílaleigubíll. 11. maí 2014. Kl. 19:28. Svæði 1. Land
F2 Kjós - bráðaveikindi. Karlmaður með óstöðvandi blæðingu á bæ í Kjós. 11. maí 2014. Kl. 15:54. Svæði 4. Sjór F3 Sækja olíulausan bát. 13. maí 2014. Kl. 18:24. Svæði 5. Sjór
F2 Vélarvana bátur norður af Melrakkaey. 13. maí 2014. Kl. 12:55. Svæði 16. Land
F3 Ferðamenn á Fimmvörðuhálsi. Ferðaþjónustuaðili í Húsadal í Þórsmörk hefur áhyggjur af Spánverjum sem eiga að vera komnir til hans eftir göngu yfir Fimmvörðuháls. 13. maí 2014. Kl. 16:11. Svæði 7. Sjór F2 Vélarvana bátur út af Deild. Vélarvana bátur 6 mílur út af Deild. 13. maí 2014. Kl. 19:11. Svæði 1. Land
F2 Fótbrot í Esju. Kona illa fótbrotin á Esju. 13. maí 2014. Kl. 10:15. Svæði 3. Land F3 Fastur bíll við Háafoss, Þjórsárdal. Lögreglan á Selfossi hafði samband um kl. 22 og tilkynnti um fastan bíl í snjó við Háafoss. 14. maí 2014. Kl. 11:23. Svæði 5. Land
F3 Fastur bíll í snjó. Neyðarlína boðar. Fastur bíll út af vegi 474 Útnesvegi. Eru við gönguleið að Klukkufossi. 14. maí 2014. Kl. 17:40. Svæði 16. Land F3 Fastur bíll í Holtsdal. Fastur bíll við Holtsdal, fólkið rölti niður að Hunkubökkum og bað um aðstoð. Tveir erlendir ferðamenn á tveimur bílum ætluðu inn í Laka, sáu að vegurinn var lokaður svo þeir ætluðu að reyna að komast inn í Laka um Holtsdalinn. 15. maí 2014. Kl. 11:53. Svæði 1. Sjór
171
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F2 Vélarvana trilla við Garðsskaga. Sex tonna trilla vélarvana rétt fyrir utan Reykjavík. 16. maí 2014. Kl. 12:12. Svæði 15. Land
F1 Örmagna maður við Hvannadalshnjúk. Veikur maður í 15 manna hópi. Hraðversnandi ástand. Ekki gott skyggni, kannski 300 m. 17. maí 2014. Kl. 14:12. Svæði 6. Land
F3 Bíll í vandræðum við Látrabjarg. Bíll í veseni á Látrabjargsvegi. Tvö sprungin dekk. 17. maí 2014. Kl. 16:46. Svæði 3. Land
F3 Fastur bíll á Kjalvegi. Neyðarlína tilkynnir um Fastan bíl (Suzuki Grand Vitara) á Kjalvegi, um 5 km norður af Hvítárnesi, með einum manni um borð og biður um aðstoð. Lélegt símasamband er á svæðinu. 18. maí 2014. Kl. 12:11. Svæði 12. Land F3 Pólstjarnan, aðstoða ferðamenn. Farið út á Sléttu að aðstoða erlenda ferðamenn. Þeir voru á straumlausum bíl og honum gefið start. 18. maí 2014. Kl. 14:19. Svæði 6. Land
F3 Bíll á Látrabjargsvegi. Bíll á Látrabjargsvegi, sprungið dekk, engin verkfæri í bílnum. 19. maí 2014. Kl. 00:42. Svæði 4. Land
F2 Leit við Hraunfossa í Borgarfirði.
Fundur umsjónarmanna unglingadeilda á Blönduósi. Verkefni sem fólst í því að tjalda stóru tjaldi á sem stystum tíma. Mynd: Otti Rafn Sigmarsson.
172
Aðgerðir björgunarsveita 2014
Um kl. 19:00 verða menn varir við að bílaleigubíll er yfirgefinn á planinu við Hraunfossa. Staða bílsins er óbreytt um 22:00. Tilkynnandi á leið um á miðnætti og er þá staðan á bílnum óbreytt. Hraðleit í kring um bílinn. Eigandi fannst heill á húfi í tjaldi rétt hjá. 20. maí 2014. Kl. 11:40. Svæði 12. Land F3 Pólstjarnan, fjárleit. Farið á harðbotnabát í Súlnahöfn og leitað að lambi. 20. maí 2014. Kl. 14:24. Svæði 6. Land
F1 Látrabjarg veikur maður. Beiðni frá Lögreglu og 112 að fara út á Bjargtanga þar sem var hjartveikur maður. Sjúkrabíll, læknir og Lögregla á leið frá Patreksfirði. 20. maí 2014. Kl. 14:49. Svæði 1. Land
F2 Aðstoð í Esju. Kyndill kvaddur til vegna manns sem þarf aðstoð við að komast niður Esjuna. 20. maí 2014. Kl. 19:01. Svæði 5. Sjór F1 Leki að báti í Rifshöfn. Mikill leki í vélarrúmi á báti sem óskaði eftir aðstoð frá bs/Björg. 21. maí 2014. Kl. 12:47. Svæði 7. Sjór
F1 Bátur fær á sig brot. Bátur fékk á sig brotsjó utan við Barða, er vélarvana. 21. maí 2014. Kl. 11:43. Svæði 3. Land F3 Eftirgrennslan við Hvalvatn. Tilkynning berst um hugsanlega tvo menn fasta á bíl í drullu á slóða að Hvalvatni frá Uxahryggjavegi. Nákvæm staðsetning óþekkt, eiginkona hefur samband við lögreglu sem óskar eftir því að athugað sé með mennina. 21. maí 2014. Kl. 10:37. Svæði 1. Land
F2 Fótbrot í Esju. Neyðarlína fær upplýsingar um að kona sé fótbrotin á gönguleiðinni upp Esju. 22. maí 2014. Kl. 13:10. Svæði 11. Land
F2 Böruburður við Syðri Varðgjá. Aðstoða við böruburð, hinn slasaði liggur um 150 m fyrir ofan bæinn Syðri-Varðgjá í sléttri, gróinni brekku. Auðveld aðkoma á fæti. 22. maí 2014. Kl. 16:06. Svæði 5. Sjór F2 Vélarvana bátur við Beruvík. Vélarvana bátur 4 sjómílur NV af Dritvík. Kári II var kominn með tóg í bátinn um 17:30. 24. maí 2014. Kl. 13:00. Svæði 9. Land
F2 Sinubruni E-Fossi Hrútafirði. Slökkviliðsstjóri Brunavarna Húnaþings-vestra á Hvammstanga óskar eftir aðstoð vegna sinubruna við E-Foss Hrútafirði. 24. maí 2014. Kl. 13:03. Svæði 1. Sjór
173
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F2 Vélarvana bátar við Hrafnistu. Tveir bátar í vandræðum. Bátur sem varð vélarvana fékk annan til að aðstoða sig og sá fékk í skrúfuna. 24. maí 2014. Kl. 14:31. Svæði 6. Land
F1 Bíll út af við Geitagil. Bíll út af við Geitagil. Fyrstu upplýsingar að allir hafi sloppið heilir. 25. maí 2014. Kl. 12:10. Svæði 7. Sjór F2 Bátur dottinn út úr skyldu. Bátur dottinn út úr skyldu 62 mílur norður af Horni. 25. maí 2014. Kl. 11:57. Svæði 5. Land
F3 Fastur bíll á norðanverðum Jökulhálsi. Fastur bíll á Jökulhálsi. Formaður boðar. 25. maí 2014. Kl. 17:01. Svæði 18. Land
F2 Bíll fastur í fjöru suður af flugvellinum. Suzuki Jimmy fastur í sandi suður af flugvellinum. Fastur í Klaufinni, öll dekkin komin út í. 26. maí 2014. Kl. 10:25. Svæði 4. Land
F3 Fastur bíll á Kaldadal. 27. maí 2014. Kl. 07:09. Svæði 9. Land
F2 Leit í Fitjárdal. Maður fór í girðingavinnu í gærkvöldi. Hans er saknað síðan kl. 22:00. Maðurinn fannst látinn eftir stutta leit. 28. maí 2014. Kl. 14:55. Svæði 7. Sjór
F3 Olíulaus bátur út af Sauðanesi. Bátur frá Flateyri varð olíulaus út af Sauðanesi. Bátur á leið á Suðureyri er með hann í togi. 29. maí 2014. Kl. 18:00. Svæði 3. Land
F3 Sækja bíl í Kerlingarfjöll. Bilaður bíll. Óskað var eftir aðstoð við að koma bíl til Hveragerðis og fóru tveir menn frá HSSH og drógu bílinn til Hveragerðis á stöng. 29. maí 2014. Kl. 10:15. Svæði 6. Land
F2 Bíll út af við Látravatn. 29. maí 2014. Kl. 15:05. Svæði 6. Land
F3 Bíll fastur sunnan megin í Patreksfirði. Húsbíll fastur í sunnanverðum Patreksfirði. Í fínu lagi með fólk. 29. maí 2014. Kl. 16:53. Svæði 13. Land F2 Aðstoð við böruburð á Eskifjarðarheiði. Aðstoða við böruburð niður af Eskifjarðarheiði, vélsleðamenn á ferð í fimm manna hóp. Einn af þeim keyrir á grjót og fer úr axlarlið, óbeinn áverki. 30. maí 2014. Kl. 11:47. Svæði 16. Land
F3 Gígjökull fastur bíll.
174
ENNEMM / SÍA / NM65704
Samskip fyrir sjávarútveginn Frá því að fiskurinn kemur í netið og þar til hann byrjar að snarka á pönnu meistarakokks í París þarf hann að ferðast langa leið. Fersk og viðkvæm vara eins og íslenskt sjávarfang kallar á nærgætna meðhöndlun og fagmennsku. Við hjá Samskipum bjóðum sjávarútvegs fyrirtækjum virðisaukandi lausnir og margþætta þjónustu sem tryggir að varan komist til skila á hagkvæman og öruggan hátt. Við bjóðum þér meðbyr.
www.samskip.is
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Bíll fastur á Þórsmerkurvegi í vatni og sandi. Susuki Vitara. Skálavörður á staðnum nær ekki að draga bílinn. 30. maí 2014. Kl. 16:00. Svæði 3. Land F3 Sækja bíl upp á Ingólfsfjall. Maður við girðingarvinnu lendir í vandræðum á bíl sínum og kemst ekki til baka. Maður frá HSSH fer á staðinn og aðstoðar manninn við að komast niður. 30. maí 2014. Kl. 18:24. Svæði 2. Land 240 Sjóarinn síkáti. Gæsla og umsjón á sjóaranum síkáta í Grindavík 30. maí 2014. Kl. 11:54. Svæði 1. Land
F2 Leit að manni í Breiðholti. Leit að manni sem síðast spurðist til kl. 11 í morgun. Hefur ekki týnst áður. Maðurinn fannst heill á húfi. 31. maí 2014. Kl. 11:55. Svæði 18. Land F3 Bíll fastur í fjörunni við Höfðavík. 31. maí 2014. Kl. 11:23. Svæði 3. Land
F2 Vettvangshópur, Flúðir. Vettvangshópur kallaður út vegna slyss. 1. júní 2014. Kl. 19:00. Svæði 2. Land
F3 Bilaður bíll. Bilaður bíll á slóða nærri Grindavik. 2. júní 2014. Kl. 13:05. Svæði 7. Sjór F3 Bátur með í skrúfu út af Rit. LHG kallar út vegna báts sem er með í skrúfunni 4 mílur út af Rit, veður er ekki gott og um smábát er að ræða. 3. júní 2014. Kl. 12:49. Svæði 3. Land
F3 Fastur bíll á Kili. Ferðamenn á bílaleigubíl fastir. 4. júní 2014. Kl. 15:00. Svæði 3. Land
F3 Fastur bíll á Kili aftur. Tvær konur á bílaleigu bíl fastar við Hvítárnes. Afleggjaranum lokað með grjóti. 4. júní 2014. Kl. 16:52. Svæði 9. Sjór
F2 Aðstoð á Miðfirði. Aðstoð við bát utan Kárastaða. Skipstjóri óskar eftir aðstoð á staðnum. 5. júní 2014. Kl. 18:10. Svæði 7. Sjór
F3 Vélarvana bátur út af Aðalvík. Fjögurra tonna bátur vélarvana út af Aðalvík. 5. júní 2014. Kl. 19:00. Svæði 16. Land
F3 Fastur bíll á Landmannaleið.
176
Aðgerðir björgunarsveita 2014
Óskað eftir aðstoð vegna bíls sem er fastur á Landmannaleið. 6. júní 2014. Kl. 16:40. Svæði 12. Land F2 Ökklabrotin kona við Leirhnjúk. Skilaboð frá 112. Kona hrasaði, slösuð á ökkla, sjáanleg aflögun, 1,5 km burður, full meðvitund, eðlileg öndun, gott veður. 6. júní 2014. Kl. 17:08. Svæði 7. Sjór
F1 Eldur í skipi við Straumnes. Bátur, eldur um borð. 15 tonna fiskibátur. Þrír menn eru um borð. 7. júní 2014. Kl. 11:08. Svæði 11. Land F2 Slasaður vélsleðamaður Þverárdal. Tilkynnt um slasaðan vélsleðamann í Þverárdal í átt að Keflavík. 7. júní 2014. Kl. 13:19. Svæði 5. Land
F1 Slys á Snæfellsjökli. Vélsleðaslys fyrir neðan Sandkúlur. 7. júní 2014. Kl. 14:02. Svæði 18. Sjór F3 Eftirgrennslan eftir kajakræðurum. Óskað var eftir því að við myndum hefja eftirgrennslan eftir fjórum kajakræðurum þar sem ekkert hefði spurst til þeirra í lengri tíma. Fundust fljótlega, búnir að draga kajakana í fjöru og voru þar í polli að sigla. 7. júní 2014. Kl. 14:37. Svæði 15. Land F1 Hjartveikur maður við Hvannadalshnjúk. Rúmlega 50 ára maður örmagna rétt við Hnjúkinn. Læknir á staðnum, hár púls. 7. júní 2014. Kl. 14:38. Svæði 5. Land
F1 Slösuð kona á Snæfellsnesi. Neyðarlína kallaði beint á sveitir og sjúkralið sem voru í útkali vegna Snæfellsjökuls. Slösuð kona, forgangur F1, miklir andlitsáverkar. 7. júní 2014. Kl. 17:40. Svæði 16. Land F3 Fastur bíll við Landmannahelli. Fastur bíll við Landmannahelli. Er í sjálfheldu og við það að velta. Allir komnir út úr bílnum. 7. júní 2014. Kl. 18:31. Svæði 3. Land
F3 Fastur bíll við Tungná skammt frá Gullfossi. Maður með túrista festi jeppa í drullu og bað um að vera dreginn upp. 9. júní 2014. Kl. 11:12. Svæði 7. Land F2 Fólk í sjálfheldu í Kubbanum. Tvær stelpur ganga á Kubbann, ofan Holtahverfis. Önnur slasast á fæti og biðja um aðstoð. 9. júní 2014. Kl. 11:45. Svæði 5. Land
F3 Fastur bíll á Jökulhálsi. Fastur bíll á við gatnamótin Eysteinsdalur/Jökulháls. 9. júní 2014. Kl. 16:29. Svæði 5. Sjór
177
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Þátttakendur í leiðbeinendanámskeiði Björgunarskólans í straumvatnsbjörgun. Námið veitir alþjóðleg réttindi hjá Rescue 3, fyrirtæki sem sérhæfir sig í menntun á þessu sviði.
F2 Vélarvana bátur á Breiðafirði. LHG hafði samband við bakvakt Landsstjórnar. Engin hætta á ferð, maðurinn er einn í bátnum sem er um sjö tonn. Spegilsléttur sjór. Staðsetning við Langeyjar. 9. júní 2014. Kl. 18:23. Svæði 11. Land F3 Bíll fastur austur á sandi við Dalvík. 9. júní 2014. Kl. 11:06. Svæði 16. Land
F3 Fastur bíll á Lakavegi. Fastur bíll í Stjórn á Lakavegi. Ein kona var í bílnum og gekk hún rennandi blaut niður að Hunkubökkum og bað um aðstoð. 10. júní 2014. Kl. 17:21. Svæði 5. Sjór F3 Vélarvana bátur við Beruvík. Lilja SH er vélarvana við Beruvík. 10. júní 2014. Kl. 12:01. Svæði 3. Land
F1 Vettvangshjálp, Flúðir. Kona fellur af hestbaki. Kona fellur af baki í skipulagðri ferð og ekki talið annað hægt en að kalla til sjúkrabíl. 10. júní 2014. Kl. 13:45. Svæði 16. Land F3 Leit að konum í Fljótshlíð. Tvær konur týndar við sumarbústað í Fljótshlíð. Eftir stutta leit fannst önnur konan látin í Bleiksárgljúfri. Umfangsmikil leit var gerð að hinni konunni sem fannst látin í gljúfrinu rúmum mánuði síðar.
178
Aðgerðir björgunarsveita 2014
10. júní 2014. Kl. 14:28. Svæði 12. Land F3 Pólstjarnan, aðstoða veiðimenn. Farið út á sléttu og veiðimenn aðstoðaðir. Bíll straumlaus, gefið start og fylgt til byggða. 10. júní 2014. Kl. 18:49. Svæði 6. Land
F1 Bíll út af við Látravatn. Bíll með sex farþegum út af á veginum við Látravatn. 11. júní 2014. Kl. 13:24. Svæði 5. Land
F3 Fastur bíll í Eysteinsdal. Bíll fastur í snjó í Eysteinsdal. 11. júní 2014. Kl. 11:03. Svæði 3. Land
F1 Vettvangshjálp, Flúðum. Krampi/flog. Rúmlega þriggja ára barn fær krampa/flog í heimahúsi í Hrunamannahreppi. 11. júní 2014. Kl. 11:55. Svæði 16. Land
F2 Fastur bíll á Sprengisandsleið. Fjarskiptamiðstöð lögreglu biður um aðstoð. Fastur bíll á Sprengisandsleið. Þjóðverjar á Suzuki Vitara. Barn er í bílnum. 12. júní 2014. Kl. 12:57. Svæði 7. Sjór
F1 Bátur strand við Sandeyri. Bátur strand við Sandeyri tveir menn um borð. 12. júní 2014. Kl. 12:21. Svæði 1. Sjór F2 Vélarvana bátur út af Álftanesi. Vélarvana bátur 300 m vestur af Garðakirkju. 12. júní 2014. Kl. 13:01. Svæði 12. Sjór
F1 Bilaður bátur 2,5 sml NA af Raufarhöfn. Báturinn er á 13 faðma dýpi. Skipverji er einn um borð og búinn að kasta út akkeri. Akkerið heldur illa og bátinn rekur í átt að landi á um 1,5 sml/klst. 12. júní 2014. Kl. 16:44. Svæði 18. Land F2 Slys í fjalllendi, Dalfjall, Vestmannaeyjar. Dalfjall í Herjólfsdal. Ökkli, opið beinbrot. Kona, 49 ára, datt um 150 metra frá vegi. Er líklega með öndun í lagi. 13. júní 2014. Kl. 10:22. Svæði 2. Land
F3 Leit að hundi sem slapp af flugvelli. Hundur slapp úr búri á Keflavíkurflugvelli. Hundurinn hljóp út af flugvallarsvæðinu og á Miðnesheiðina. mikilvægt er að finna hundinn vegna smithættu. Umbeðið af sóttvarnalækni. 13. júní 2014. Kl. 12:20. Svæði 2. Land
F1 Eldur í báti Sandgerðishöfn. Bátur brennur í Sandgerðishöfn, björgunarskip vantar til að aðstoða við slökkvistarf. 13. júní 2014. Kl. 16:52. Svæði 9. Land F3 Fastur bíll á Víðidalstunguheiði.
179
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Toyota Land Cruiser fastur á Víðidalstunguheiði. Fjórir Þjóðverjar í bílnum. Lögðu af stað frá Kolugili. 14. júní 2014. Kl. 12:58. Svæði 16. Land F3 Fastur bíll í Jökulsá, Gígjökli. Ferðamenn aðstoðaðir við Gígjökul. 14. júní 2014. Kl. 16:46. Svæði 3. Land
F2 Maður stígur í hver á Ölkelduhálsi. Maður brennist á báðum fótum eftir að fara með fætur í hveravatn. 15. júní 2014. Kl. 11:59. Svæði 6. Land
F2 Bíll fastur í Látravík. Bíll fastur í sandi í Látravík. 15. júní 2014. Kl. 13:41. Svæði 3. Land
F3 Fastur bíll NV við Háafoss. Hvítur Cherokee jeppi fastur í skafli rétt NV við Háafoss. 16. júní 2014. Kl. 11:14. Svæði 16. Land
F3 Fastur bíll við Landmannahelli. 16. júní 2014. Kl. 11:37. Svæði 3. Land F2 Brjóstverkur í heimahúsi. 29 ára gamall maður með brjóstverk og öran hjartslátt, erfitt að anda. 16. júní 2014. Kl. 17:24. Svæði 16. Land
F2 Maður í sjálfheldu á Fimmvörðuhálsi, Þórsmerkurmegin. Maður í sjálfheldu á Fimmvörðuhálsi. Þrír menn saman á göngu, einn í sjálfheldu, umbeðið af lögreglu. 16. júní 2014. Kl. 18:47. Svæði 3. Land F1 Flugvél í vandræðum (Almannavarnir). Cessna 152 - gangtruflanir. 18. júní 2014. Kl. 14:30. Svæði 9. Land
F3 Aðstoð á Síðuvegi. Húsbíll utan vegar. 19. júní 2014. Kl. 12:00. Svæði 16. Land F3 Fastur bíll við Sigöldu. Óskað eftir aðstoð vegna erlendra ferðamanna með fastan bíl við Sigöldu. Hella 4 fór í verkefnið. 21. júní 2014. Kl. 10:55. Svæði 8. Land
F3 Bifreið í ánni Mórillu. Óskað eftir aðstoð við að koma bifreið sem lenti út í ánni Mórillu upp á veg. 21. júní 2014. Kl. 11:39. Svæði 13. Land F3 Fastur bíll í Skessugarði. Fastur bíll við Skessugarð á gamla Möðrudalsveginum. Austan við fjallgarða. Tveir í bíl og hnit ekki þekkt.
180
Aðgerðir björgunarsveita 2014
21. júní 2014. Kl. 16:54. Svæði 1. Land F1 Kjós - mótorhjólaslys. Mótorhjólaslys á Hvalfjarðarvegi. Einn maður slasaður, með opið beinbrot. 21. júní 2014. Kl. 17:32. Svæði 16. Land
F3 Bíll í vanda við Heklu. Bíll í vanda við Heklu, Hyundai jepplingur með sjö frönskum ferðamönnum. ætluðu að Heklu og beygðu inn Landveg veg nr. 26. Þeir eru hræddir um að bíllinn velti ef þeir hreyfa hann til. Allir komnir út úr bílnum. 22. júní 2014. Kl. 11:47. Svæði 12. Land
F2 Slasaður einstaklingur á göngustíg á leið að Selfossi. 60 ára gamall karlmaður með lokað lærbrot. Er í hópi franskra ferðamanna. Enginn Íslendingur í hópnum. 22. júní 2014. Kl. 13:01. Svæði 9. Land F3 Fastur bíll á Grímstunguheiði. Fastur bíll í aurbleytu á Stórasandi á Grímstunguheiði. 22. júní 2014. Kl. 16:32. Svæði 15. Land F3 Fastur bíll á Skeiðarársandi. 23. júní 2014. Kl. 12:52. Svæði 13. Land
F3 Jeppi fastur á Þórdalsheiði. Boðun á frá Neyðarlínu, fastir túristar á Suzuki Jimmy eina bíllengd inn í fyrsta skafli uppi á Þórdalsheiði. Keyrðu framhjá tveimur skiltum sem eru á ensku og íslensku sem stendur á að vegurinn sé lokaður. 23. júní 2014. Kl. 16:43. Svæði 13. Land
F3 Fastur bíll í Austdalsá. Bíll fastur í Austdalsá. Fólkið komið úr bílnum og allt í lagi með það. 25. júní 2014. Kl. 16:30. Svæði 9. Land F3 Fastur bíll í Kárdalssundi. Fastur bíll í Kárdalssundi fyrir framan Vagli. 25. júní 2014. Kl. 17:08. Svæði 15. Land
F2 Leit í Lónsöræfum. Leitað að frönskum ferðamanni. Sagðist ætla að vera nokkra daga á ferðinni í Kollumúla, en er nú búinn að vera síðan 17. Júní. Hann er 43ja ára og er með grænt tjald. 25. júní 2014. Kl. 17:46. Svæði 5. Sjór
F2 Bilaður bátur milli Melrakkaeyjar og Krossanesvita. Lítill bátur (undir 6 m) er vélarvana um 1 sml frá Melrakkaeyju. Rekur hægt í átt að eyjunni. Ástand um borð gott. 25. júní 2014. Kl. 11:15. Svæði 16. Land F2 Slasaður maður í Bjórgili. Slasaður maður á Almenningum. Göngumaður sem lagði af stað frá Landmannalaugum og áleiðis í Þórsmörk eftir Laugaveginum.
181
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
26. júní 2014. Kl. 15:38. Svæði 1. Sjór F1 Svifvængur í sjó við Hrakhólma. Svifvængur fór í sjó við Hrakhólma út af Álftanesi. Tilkynnt af manni í landi við Háakotsvör. Reyndist vera Hello Kitty blaðra. 27. júní 2014. Kl. 11:33. Svæði 5. Land
F3 Bíll fastur í snjóskafli í Eysteinsdal. Lögreglan óskar eftir aðstoð við bíl sem er fastur í snjóskafli í Eysteinsdal. 27. júní 2014. Kl. 12:44. Svæði 12. Land F1 Svifvængur í Fnjóskadal. Svifvængur lendir fyrir ofan Illugastaði og ekki vitað um þann sem flaug honum. Regla er hjá þeim sem fljúga svona að gefa merki ef allt er í lagi enginn merki sáust hjá aðilanum og því boðað út. 28. júní 2014. Kl. 18:34. Svæði 12. Sjór
F1 Bátur á hvolfi við Húsavík. Gúmmíbátur á hvolfi. Tilkynnt um menn í sjónum 500-1000 metra frá landi frá sláturhúsinu á Húsavík. 29. júní 2014. Kl. 15:45. Svæði 11. Sjór
F2 Grímsey, Básavík. Fimm ungmenni í sjálfheldu í Básavík. Komust ekki út vegna brims. Fiskibáturinn Sæbjörg kom á vettvang en varð frá að hverfa vegna brims. Slöngubátur kom og leysti málið áður en björgunarsveit kom að. 29. júní 2014. Kl. 12:14. Svæði 3. Land
F1 Vettvangshjálp, Flúðir. Krampi/flog, lítil öndun. Karlmaður fær krampa/flog, lítil öndun. 29. júní 2014. Kl. 12:36. Svæði 13. Land
F3 Bíll fastur í Austdalsá. Bíll fastur í Austdalsá enginn í hættu en þarf að ná bílnum upp. 29. júní 2014. Kl. 14:56. Svæði 2. Land F1 Flugvél missti mótor við Vatnsleysuströnd. Flugvél missir afl á mótor og nauðlenti við golfskála á Vatnsleysuströnd. 29. júní 2014. Kl. 15:00. Svæði 16. Land
F3 Föst rúta við Emstrur. Rúta föst í snjó við Emstrur á leið inn að skála. 29. júní 2014. Kl. 16:05. Svæði 16. Land F3 Hvanngil, veik stúlka. Veikindi, stúlka er ætlaði að ganga Laugaveginn ásamt þremur öðrum. Fór frá Álftavatni í morgun og komst með naumindum í Hvanngil, en ætlaði í Botna. Var sárþjáð í kvið og stóð varla. 30. júní 2014. Kl. 10:22. Svæði 3. Land
F2 Slasaður fjórhjólamaður á Búrfelli í Þjórsárdal. 47 ára karlmaður fellur af fjórhjóli á Búrfelli í Þjórsárdal. Slasaður á öxl, lætur annars vel af sér. Sjúkrabíll Selfoss 1 á leið á vettvang.
182
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
30. júní 2014. Kl. 12:09. Svæði 15. Land F3 Fastur bíll á leið í Lónsöræfi. Fastur í aur. 30. júní 2014. Kl. 08:00. Svæði 5. Sjór
F3 Bátur með troll í skrúfu 58 sml vestur af Rifi. Lét LHG vita að bátur væri með troll í skrúfu og vélarvana. Í samráði við skipstjóra Kóps var ákveðið að fá kafara til skera úr skrúfu skipsins. 2. júlí 2014. Kl. 14:29. Svæði 5. Land F3 Fastur bíll í Eysteinsdal. Vegur í sundur vegna aurbleytu í Eysteinsdal. Ferðamenn keyra ofan í skurðinn þar sem þeir voru að virða fyrir sér umhverfið og sáu ekki skurðinn. Ferðamenn voru á bílaleigubíl og bíllinn skemmdist aðeins á stuðara. 2. júlí 2014. Kl. 16:10. Svæði 12. Sjór F2 Leki að hvalaskoðunarbát við Lundey (SST og AST). Hvalaskoðunarbátur tók niður á skeri við Lundey í Skjálfanda. Talsverður leki og 40 gráðu halli á bátnum. 3. júlí 2014. Kl. 12:57. Svæði 12. Land
F2 Böruburður við Dettifoss. Slösuð kona við Dettifoss, neðan við útsýnispallinn, þarf að bera sjúkling í sjúkrabíl. 3. júlí 2014. Kl. 11:53. Svæði 7. Land
F3 Aurflóð á Hnífsdalsvegi. 3. júlí 2014. Kl. 12:50. Svæði 7. Land
F3 Sækja Kajakræðara í Snæfjallaströnd. Þrír kajakræðarar eru strandaglópar vestan við Sandeyri á Snæfjallaströnd, þurfa að vera sóttir. Hafast við undir húsatóftum í slæmu veðri, en það væsir ekki um þá. 3. júlí 2014. Kl. 13:27. Svæði 16. Land F2 Fastur bíll í Hellisá. Fastur bíll í Hellisá (F206), allir komnir út úr bílnum. 3. júlí 2014. Kl. 14:11. Svæði 9. Land
F3 Bíll út af við Ósa Vatnsnesi. Suzuki Vitara bílaleigubíll út af við Ósa á Vatnsnesi. Tveir Frakkar eru á bílnum. 4. júlí 2014. Kl. 14:07. Svæði 12. Land F2 Aðstoðarbeiðni frá SPOT tæki. Hjálparbeiðni barst frá ferðamanni rétt við Kambsfell norðaustan við Tungnafellsjökul. 4. júlí 2014. Kl. 14:32. Svæði 13. Land
F3 Fastur bíll á Jökuldal. Fastur bíll á vegi 901, gamla veginum upp Múlann. 4. júlí 2014. Kl. 14:52. Svæði 15. Land F3 Draga upp dufl við Papós.
184
Aðgerðir björgunarsveita 2014
Frá leit í hrauninu við Hafnarfjörð. Mynd: Óskar Andri Víðisson. 4. júlí 2014. Kl. 15:01. Svæði 13. Sjór F2 Flugvél í vandræðum Mayday Ferjuflugvél kallar Mayday. 4. júlí 2014. Kl. 16:42. Svæði 1. Sjór
F2 Vélarvana bátur við Helgasker. Bátur í vandræðum. Átta manns um borð. Tengi milli gírs og vélar fór og báturinn vélarvana. Fiskaklettur og lóðsinn Þróttur eru að vinna í að koma bátnum og fólkinu til hafnar. 4. júlí 2014. Kl. 17:02. Svæði 13. Land F3 Fastur bíll inn af Kárahnjúkum. Fastur fólksbíll inn af Kárahnjúkum. Franskir ferðamenn. Engin hnit gefin upp. Jökull 1 fór í beinu framhaldi af fyrra útkalli. 5. júlí 2014. Kl. 15:37. Svæði 7. Land
F2 Samkomutjald að fjúka. Stórt samkomutjald að fjúka. 5. júlí 2014. Kl. 19:06. Svæði 6. Land
F2 Rauðisandur festival - allt að fjúka. Mikil veðurhæð á Rauðasandi. Töluvert af tjöldum er á tjaldstæðinu vegna Rauðasands festival, sem er haldið þarna um helgina. Mannskapur í lagi en tjöld og önnur verðmæti í hættu.
185
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
5. júlí 2014. Kl. 12:45. Svæði 3. Land F3 Óveðursaðstoð á Selfossi. Beðið um aðstoð vegna þakkants sem virðist vera að losna af húsi við Austurveg á Selfossi. 5. júlí 2014. Kl. 12:50. Svæði 15. Land
F3 Draga bíl við Hvaldal. 5. júlí 2014. Kl. 13:10. Svæði 18. Land
F3 Aðstoð á skipasandi. Tjald vegna goslokaskemmtunar að fjúka, beðið um aðstoð til að taka það niður. 5. júlí 2014. Kl. 15:33. Svæði 9. Land F2 Aðstoða hóp á Holtavörðuheiði. Tíu manns í kanadískum hjólhópi eru örmagna á Holtavörðuheiði og óska eftir að verða sótt. Það yngsta er 9 ára. 5. júlí 2014. Kl. 17:27. Svæði 3. Land
F3 Þrír Belgar í vandræðum við Háafoss. Neyðarlínan hefur samband vegna þriggja Belga sem eru á enduro-hjólum nærri Háafossi, hugsanlega við Fossá. Þeir treysta sér ekki yfir ána sem þeir eru við og rata ekki til baka. Óskað eftir því að hópur fari og lóðsi þá til baka. 5. júlí 2014. Kl. 10:17. Svæði 4. Land
F1 Paraglide slys. Lenti illa á paraglide, verkir í síðu og fæti, tveir aðilar á staðnum. 6. júlí 2014. Kl. 11:30. Svæði 16. Land F3 Aðstoð, bilaður bíll á leið í Landmannalaugar. Óskað eftir aðstoð FBSH við að draga bíl sem fer ekki í gang eftir að hafa stoppað í á á leið í Landmannalaugar. 6. júlí 2014. Kl. 18:31. Svæði 3. Land
F3 Draga upp bíl nærri Ljósafossvirkjun. 6. júlí 2014. Kl. 18:55. Svæði 1. Land F2 Stórbruni í Skeifunni. Eldur í verslunarhúsnæði í Skeifunni. Stórbruni og allt tiltækt slökkvilið á staðnum. Björgunarsveitir fengnar í gæslu þar sem mikill mannfjöldi safnaðist að staðnum. 7. júlí 2014. Kl. 13:46. Svæði 4. Land
F3 Sækja örmagna ferðamann við Langavatn. Gönguhópur óskar eftir að örmagna einstaklingur sé sóttur fyrir norðan Langavatn. 7. júlí 2014. Kl. 14:55. Svæði 9. Land F3 Bíll út af við Hjallholt á Vatnsnesi. Húsbíll utan vegar. Bílaleigubíll. 7. júlí 2014. Kl. 16:57. Svæði 3. Land
F2 Fólk í sjálfheldu í Ingólfsfjalli. Mæðgin í sjálfsheldu í Ingólfsfjalli, óvíst með staðsetningu.
186
Aðgerðir björgunarsveita 2014
7. júlí 2014. Kl. 19:36. Svæði 16. Land F3 Eftirgrennslan eftir ferðamanni við Heklu. Tveir franskir ferðamenn á göngu á Heklu urðu viðskila. Annar mannanna kominn í bíl á bílastæðinu og er aðeins farinn að hafa áhyggjur. 8. júlí 2014. Kl. 12:10. Svæði 10. Land
F1 Verðmætabjörgun í umferðaóhappi. Bíll með hjólhýsi valt við Héraðsvatnabrúna. 9. júlí 2014. Kl. 12:45. Svæði 1. Land F2 Kjós - slasaður einstaklingur. Eldri kona slösuð eftir fall innandyra. Öndunarerfiðleikar. 10. júlí 2014. Kl. 19:06. Svæði 6. Land
F3 Bíll í vandræðum. Bíll með sprungið dekk, engin áhöld í bílnum svo hægt sé að skipta um dekk. 10. júlí 2014. Kl. 12:10. Svæði 3. Land F3 Fastur bíll við Bergstaði í Bláskógabyggð. Forsvarsmenn bílaleigu hafa samband og óska eftir að bíll með 3 erlendum ferðamönnum verði dreginn upp við Bergstaði í Biskupstungum. 10. júlí 2014. Kl. 11:24. Svæði 1. Land
F2 Kjalarnes - heilablóðfall. Grunur um heilablóðfall í heimahúsi á Kjalarnesi. 10. júlí 2014. Kl. 12:08. Svæði 7. Sjór
F1 Kajakræðari við Sveinseyri. Kajakræðari hvolfdi bátnum og átti í erfiðleikum með að tæma vatn úr kajaknum. Var á miðjum Dýrafirði milli Sveinseyrar og Mýrarfells. Ekki var hætta á ferðum. 10. júlí 2014. Kl. 19:12. Svæði 10. Land
F3 Fastur bíll við Aðalsmannsvatn. 11. júlí 2014. Kl. 11:20. Svæði 3. Land F1 Hestaslys, endurlífgun í Þjórsárdal. Útkall F1 vegna manns sem fellur af hestbaki. Endurlífgun í gangi á vettvangi. 11. júlí 2014. Kl. 13:51. Svæði 9. Land
F3 Húsbíll fastur við Hvol í Vesturhópi. Stór húsbíll utan vegar við Hvol. Síðan er óskað eftir því að farið sé að Ósum að draga upp annan bíl sem lenti utan vegar. 11. júlí 2014. Kl. 16:11. Svæði 15. Land
F2 Ferðamaður við Lambatungnajökul. 68 ára gamall ferðamaður fór frá Hoffelli að Lambatungnajökli (upplýsingar frá Safetravel ferðaáætlun). Kemst ekki yfir á og er orðinn kaldur og hrakinn. Óvíst um staðsetningu. 12. júlí 2014. Kl. 12:30. Svæði 18. Sjór F2 Tilkynnt um neyðarblys norðvestan við Heimaey. Tilkynnt um neyðarblys hátt á lofti vestur af Dalfjalli.
187
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
12. júlí 2014. Kl. 19:30. Svæði 10. Land F3 Fastur bíll á Sprengisandsleið. 12. júlí 2014. Kl. 12:34. Svæði 13. Land F3 Aðstoð á tjaldstæði á Eistnaflugi. Bíl gefið start og hann dreginn af tjaldstæðinu upp úr drullu. 12. júlí 2014. Kl. 14:45. Svæði 12. Land
F3 Bíll fastur skammt frá Laufskála. Kona hringir í formann Núpa fyrir hönd hjólahóps. Þau höfðu rekist á fólk sem var með pikkfastan bíl í leðju um 5 km frá Laufskála í Búrfellsheiði. Ekkert símasamband var á staðnum en hjólafólkið lofaði að kalla eftir aðstoð um leið og þau kæmust í símasamband. 12. júlí 2014. Kl. 18:47. Svæði 16. Land
F2 Fastur bíll í Hólmsá. Bíll er strand við Hólmsá á Syðri-Fjallabaksleið. Fjórir eru í eða við bílinn blautir og kaldir. Einn gekk til að koma boðum um að óskað væri eftir aðstoð. 13. júlí 2014. Kl. 11:00. Svæði 2. Land
F2 Bíll fastur í Sandvík. 13. júlí 2014. Kl. 12:00. Svæði 13. Land
F3 Fastur húsbíll á tjaldstæði á Eistnaflugi. Fastur húsbíll í drullu, annar rafmagnslaus og tveir bílar loftlausir. Smá aðstoð við viðgerðir í framhaldi. 13. júlí 2014. Kl. 12:02. Svæði 7. Land F2 Slasaður maður við Hesteyri. 35 ára karlmaður. Erlendur ferðamaður frá Belgíu. Opið handleggsbrot og höfuðáverkar, snúinn ökkli, með meðvitund. 13. júlí 2014. Kl. 13:00. Svæði 5. Land
F1 Slasaður maður í Seljadal. Maður á fjórhjóli, slasaður. 13. júlí 2014. Kl. 15:33. Svæði 5. Land
F2 Rúta út af í Haukadal. Rúta með 26 ferðamönnum fór út af í Haukadal. Einhver minni slys á fólki. 13. júlí 2014. Kl. 10:44. Svæði 16. Land
F2 Botnar, ná í veikan mann. Einn maður og er í skálanum í Botnum. Miklir kviðarverkir, uppköst og kvalir. Eru í sambandi við lækna. 15. júlí 2014. Kl. 16:37. Svæði 16. Land
F3 Aðstoða ferðalanga á Lakavegi. Aðstoða ferðalanga á þremur bílum á Lakavegi við Hellisá Þeir komast ekki yfir vegna mikils vatns í ánni. 15. júlí 2014. Kl. 17:17. Svæði 3. Land
F2 Eftirgrennslan eftir ferðamanni við Skálpanes. Karlmaður hefur samband við lögreglu og kveðst hafa mætt manni á milli fimmtugs og sextugs við
188
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Skálpanes. Maðurinn var illa búinn en kvaðst ætla að ganga á Langjökul. Í samráði við lögreglu var ákveðið að hefja eftirgrennslan eftir manninum. 16. júlí 2014. Kl. 19:06. Svæði 15. Land F3 Eftirgrennslan inni í Skyndidal. Það fannst autt tjald fremst í Skyndidal, það var eitthvað laskað og eitthvað dót fyrir utan það. 16. júlí 2014. Kl. 12:55. Svæði 9. Land
F3 Bíll út af á Vatnsnesi. Fiat Ducato, 11 km norðan Hvammstanga. 16. júlí 2014. Kl. 11:49. Svæði 16. Land
F3 Fastur bíll á Lakavegi. 16. júlí 2014. Kl. 19:02. Svæði 13. Land F3 Aðstoða fastan bíl í Austdalsá. Fastur bíll á Skálanesvegi, umbeðið af lögreglu. 16. júlí 2014. Kl. 10:32. Svæði 10. Land
F3 Aðstoð við fastan bíl nálægt Sauðárkróki. Beðið um aðstoð við að losa fastan bíl á Borgarsandi. 16. júlí 2014. Kl. 11:11. Svæði 15. Land F3 Fastur húsbíll. Húsbíll fastur í sandi við Hvalnes. 17. júlí 2014. Kl. 10:04. Svæði 9. Land
F3 Fastur bíll á Vatnsnesi við Ósa. Suzuki Vitara utan vegar við Ósa. 17. júlí 2014. Kl. 16:36. Svæði 5. Sjór
F2 100 m langt skip strandað utan við Grundarfjörð. 100 metra langt skip strandað um það bil 7 sml fyrir utan Grundarfjörð. 18. júlí 2014. Kl. 12:02. Svæði 9. Land
F3 Fastur bíll á Stórasandi. Beiðni um aðstoð til Bf. Blöndu vegna bíls sem er fastur á Stórasandi. 18. júlí 2014. Kl. 10:28. Svæði 13. Land
F3 Fastur bíll í Austdalsá. Fastur bíll í Austdalsá. Engin hætta á ferðum. Umbeðið af lögreglu. 18. júlí 2014. Kl. 11:05. Svæði 16. Land
F3 Fastur bíll á Öldufellsleið F232. Fastur bíll á vegi F232, 8 km frá gatnamótum vegar 209. Þrennt í bílnum. Enginn í hættu. Umbeðið af lögreglu. 18. júlí 2014. Kl. 11:40. Svæði 12. Land F2 Fótbrotinn maður í Suðurárbotnum. Ferðamaður hringir, staddur í Botna, er fótbrotinn og einn á ferð.
190
Aðgerðir björgunarsveita 2014
18. júlí 2014. Kl. 18:30. Svæði 3. Land F1 Meðvitundarleysi í Reykholti í Bláskógabyggð. Meðvitundarlaus karlmaður í Reykholti. 18. júlí 2014. Kl. 19:04. Svæði 7. Sjór
F2 Vélarvana bátur 1,5 sml vestur af Deild. 19. júlí 2014. Kl. 12:29. Svæði 5. Sjór
F1 Leki að bát um 2,5 sml suður af Dritvík. 60 tonna bátur með leka í vélarúmi. Búinn að missa vél og rafmagn og nær því ekki að lensa sjálfur. Þrír um borð. 19. júlí 2014. Kl. 13:56. Svæði 5. Sjór
F3 Bátur með sjó í lúkar. Þegar bátur kom inn til Rifshafnar óskaði skipstjóri eftir aðstoð vegna leka í lúkar.Var rafmagnsdæla gerð klár í b/s Björg og lagðist bátur utan á Björg. Dælt var úr bátnum og fannst bilunin strax og var lagfærð (fastur einstefnuloki). 19. júlí 2014. Kl. 19:36. Svæði 16. Land
F3 Húsbíll Fljótshlíð Húsadal. Umbeðið af lögreglu. Sendandi 112. 21. júlí 2014. Kl. 12:25. Svæði 5. Sjór
F3 Litli Hamar vélarvana í Rifshöfn. Bátur vélarvana við löndunarkant í Rifi. B/s Björg færir bátinn yfir á aðra bryggju. 22. júlí 2014. Kl. 11:20. Svæði 13. Land
F2 Ökklaliður/brot, Álfaborg, Borgarfirði eystra. 69 ára þýsk kona hrasar á Álfaborg og meiðir sig á ökkla. Þarf að bera í heilsugæslu eða á móti sjúkrabíl. 22. júlí 2014. Kl. 19:42. Svæði 9. Land
F3 Fastur bíll á Víðidalstunguheiði. Dodge með Camper fastur nálægt Haugakvíslarskála. Tvennt í bílnum (Hollendingar), ekkert amar að. Var á leið frá Húsafelli, en villtist við Arnarvatn og tók ranga leið norður af. 23. júlí 2014. Kl. 10:18. Svæði 13. Land
F3 Bíll fastur í Austdalsá. Bíll fastur í Austdalsá. 23. júlí 2014. Kl. 17:18. Svæði 9. Land F3 Annar fastur bíll á Víðidalstunguheiði. Fastur pallbíll í sama pytti og venjulega. Nissan Navara 33”, er að koma frá Húsafelli. Eru tvö í bílnum, Íslendingar. 24. júlí 2014. Kl. 14:53. Svæði 9. Land
F3 Gæsla við Fjallaskokk USVH á Vatnsnesfjalli. Gæsluverkefni á Vatnsnesfjalli. Manna þrjár stöðvar og sinna tilfallandi aðstoð ef þörf er á.
191
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
24. júlí 2014. Kl. 16:25. Svæði 16. Land F1 Fimm manna fjölskylda í Krossá. Nokkuð stór bíll fastur í miðri á. Tveir fullorðnir og þrjú börn. Vatn að byrja að flæða inn. 25. júlí 2014. Kl. 12:41. Svæði 7. Sjór
F1 Tveir bátar dottnir út úr skyldu. Tveir bátar dottnir út úr skyldu norður í Hælavík. 25. júlí 2014. Kl. 10:15. Svæði 16. Land
F1 Föst rúta í Steinsholtsá. Fimmtán farþegar um borð. Vatn að flæða inn. 25. júlí 2014. Kl. 12:47. Svæði 9. Land
F3 Verðmætabjörgun á Holtavörðuheiði. Flutningabíll með 24 tonn af bjór utan vegar. 26. júlí 2014. Kl. 12:12. Svæði 1. Sjór F2 Leit á sjó. Bátur dettur út af vöktun. 26. júlí 2014. Kl. 12:25. Svæði 3. Land
F1 Öndunarerfileikar, tjaldstæðið við Geysi. Ofnæmisviðbrögð vegna hnetuofnæmis. 14 ára unglingur á erfitt með öndun. Bráðaofnæmi. 26. júlí 2014. Kl. 15:24. Svæði 15. Land F3 Ná í búnað í Skyndidal. Göngufólk gekk fram a þónokkurn búnað í Skyndidal, tók með sér skilríki úr tjaldinu og er þetta búnaður manns sem kom fram í byrjun júní frekar illa áttaður. 26. júlí 2014. Kl. 15:41. Svæði 3. Sjór
F2 Bátur í vandræðum við Ölfusós. Vélarvana bátur í vandræðum, sléttur sjór, lítil hætta á ferðum. 26. júlí 2014. Kl. 19:52. Svæði 16. Land
F3 Gönguhópur Blængur-Núpsstaðaskógar. Gönguhópur sem átti að sækja í Núpsstaðaskóga kl. 16.00 í dag skilar sér ekki. Tólf manna gönguhópur lagði af stað frá skálanum í Blæng og ætlaði að ganga í Núpsstaðaskóga. Tímaáætlun er mjög knöpp. Miklir vatnavextir eru á svæðinu sem gætu tafið hópinn. Hópurinn kom fram þegar leit var að fara í gang. 26. júlí 2014. Kl. 10:41. Svæði 3. Land
F1 Viðbragðshópur, Flúðir, fall. Fall, sjúkrabíll að koma frá Selfossi. 26. júlí 2014. Kl. 11:21. Svæði 16. Land
F2 Eftirgrennslan eftir göngumanni á Sprengisandi. Í Nýjadal eru birgðir frá erlendum ferðamanni. Einnig leiðbeiningar um að hann ætli að koma þangað 23. júlí en gefi sér allt að þremur dögum lengur, þ.e. til 26. júlí. Skilur eftir SPOT info en biður um að haft sé samband við SL ef hann komi ekki á þessum tíma. Maðurinn var kominn úr landi þegar nánar var að gáð. Hálendisvaktinni ánafnað nestið að beiðni ferðamannsins.
192
Aðgerðir björgunarsveita 2014
Traustganga. Umsjónarmenn unglingadeilda við leik og störf. Mynd: Otti Rafn Sigmarsson.
27. júlí 2014. Kl. 12:52. Svæði 12. Sjór F3 Sækja bilaðan bát á Skjálfanda. Skipstjóri hringir og óskar aðstoðar við að komast í land þar sem hann hafði misst stýrið um 2 sml suður af Flatey. Börn um borð meðal farþega. 27. júlí 2014. Kl. 13:12. Svæði 16. Land
F2 Slösuð kona á Almenningum. 27. júlí 2014. Kl. 17:30. Svæði 13. Land
F2 Bíll fastur úti í Selá á vaðinu við Mælifell. Bíll með tvo innanborðs fastur í Selá í Vopnafirði, flæðir inn í bílinn. 27. júlí 2014. Kl. 18:20. Svæði 16. Land
F3 Erlendur göngumaður í vandræðum við Hamarslón. Samkvæmt skálaverði í Nýjadal er spænskur göngumaður einn á ferð að ganga Bárðargötu. Hann telur sig vera kominn í nokkrar ógöngur og gaf upp staðsetningu þar sem mínútur virðast vera í hundraðshlutum. Rétt hnit fengust eftir að hafa varpað í DD MM.MMM. 27. júlí 2014. Kl. 18:31. Svæði 11. Land
F2 Maður í sjálfheldu í Ólafsfjarðarmúla. Erlendur ferðamaður í sjálfheldu í Ólafsfjarðarmúla. Maðurinn er óslasaður en kaldur.
193
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
27. júlí 2014. Kl. 19:46. Svæði 3. Land F2 Kona í sjálfheldu í Ingólfsfjalli, norðanmegin. Konan er í gili fyrir ofan hesthúsið á Litla-Hálsi. 28. júlí 2014. Kl. 11:07. Svæði 1. Land
F2 Leit við Hvaleyrarvatn. 45 ára gömul kona. Hvarf við Hvaleyrarvatn. Fannst heil á húfi ekki langt frá hesthúsahverfi. 28. júlí 2014. Kl. 11:56. Svæði 2. Land
F3 Laus flasning. Laus flasning í Norðurvör í Grindavík. 28. júlí 2014. Kl. 11:26. Svæði 16. Land
F3 Fastur bíll við Hellisá. Fastur bíll í vegkanti við Hellisá. 28. júlí 2014. Kl. 14:08. Svæði 3. Land
F3 Fastur bíll í Úthlíðarhrauni. Fastur bíll í Úthlíðarhrauni. Fjórir í bílnum, Grand Vitara. Komast hvorki aftur á bak né fram og eru búin á því. 28. júlí 2014. Kl. 16:40. Svæði 12. Land
F2 Eftirgrennslan eftir kajakmanni í Skjálfandafljóti. 29. júlí 2014. Kl. 13:31. Svæði 16. Land
F1 Kona með höfuðáverka á milli Morrisheiðar og Kattahryggja. Kona slösuð á höfði eftir fall á gönguleiðinni milli Morrisheiðar og Kattahryggja. 29. júlí 2014. Kl. 16:24. Svæði 1. Sjór
F1 Léttabátur í vandræðum. 29. júlí 2014. Kl. 17:22. Svæði 12. Land
F3 Fastur bíll í Flateyjardal. 29. júlí 2014. Kl. 18:11. Svæði 16. Land
F1 Maður fastur milli steina í Syðri-Ófæru. Landvörður kallaði neyðarkall til Neyðarlínu. Maður fastur í Syðri-Ófæru upp að mitti. Fastur með fót milli steina. Landverðir náðu honum upp en hann er talinn fótbrotinn. Erfitt að komast að honum. 30. júlí 2014. Kl. 11:13. Svæði 3. Land
F1 Vettvangshópur, Flúðir, fall. Vettvangshópur Flúðir, karlmaður fellur úr stiga, 3-4 metra. Sjúkrabíll að koma frá Selfossi. 30. júlí 2014. Kl. 13:41. Svæði 15. Land
F3 Fastur bíll á Hlíðarsandi. Jeppi fastur á Hlíðarsandi, neðarlega í fjörunni. 30. júlí 2014. Kl. 15:30. Svæði 15. Land
F2 Maður sóttur á Skaftafellsheiði. Maður meiddur á hné borinn í börum niður af Sjónarskeri á Skaftafellsheiði. 30. júlí 2014. Kl. 17:00. Svæði 15. Land
194
VA K TSTÖÐ SIGLING A fjarskipti og öryggisvöktun á sjó
Útgerðarmenn · Sjómenn · Aðstandendur sjófarenda Nýtið ykkur þjónustu Vaktstöðvar siglinga sími
fax
netfang
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar
545 2100
545 2001
sar@lhg.is
Strandarstöðvar Reykjavík radíó Nes radíó Hornafjörður Radíó Vestmannaeyjar radíó Ísafjörður radíó Hornafjörður radíó
551 1030
562 9043
reyrad@lhg.is.
TFA TFM TFT TFV TFZ TFX
Upplýsingar um skip og báta
552 3440
Sjálfvirk tilkynningaskylda Með stofnun Vaktstöðvar siglinga sameinuðust lykilaðilar vegna leitar og björgunar á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Vaktstöð siglinga veitir öryggisþjónustu við sjófarendur. Helstu verkefnin eru vöktun og stjórnun neyðarsamskipta, vöktun sjálfvirkra tilkynningakerfa á sjó, almenn talfjarskipti við skip og báta og boðun sjóbjörgunarsveita, auk verkefna stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar.
Útkallssími 511 3333
Samgöngustofa
Skógarhlíð 14 105 Reykjavík www.vaktstod.is www.lhg.is
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Á árinu var öllum leikskólum færð öryggisvesti. Myndin er tekin við leikskólann Múlaborg í Reykjavík.
F3 Fara með sólarsellur fyrir Neyðarlínu upp á Kjarrdalsheiði. Fara með sólarsellur upp á Kjarrdalsheiði fyrir Neyðarlínu vegna Tetrabúnaðar. 1. ágúst 2014. Kl. 10:53. Svæði 7. Land F2 Brunaslys í Grunnavík. Maður hellir sjóðandi vatni yfir fótinn á sér. 2. ágúst 2014. Kl. 12:02. Svæði 3. Land
F2 Vettvangshópur Flúðum, F2 SLYS. Eldri kona rennur þegar hún er að stíga úr heitum potti, tölvuverð blæðing. Liggur úti. Sjúkrabíll Selfoss 1 á leið á vettvang. 2. ágúst 2014. Kl. 12:33. Svæði 3. Land F1 Vettvangshópur Flúðum, F1. 112, boðar Eyvind út á B-3, vandamál á Útlaganum. 2. ágúst 2014. Kl. 13:00. Svæði 3. Land
F3 Eftirgrennslan eftir tveimur konum á Hellisheiði. Lögregla á Selfossi hefur samband við bakvakt svæðisstjórnar á svæði 3 vegna tveggja kvenna sem ætluðu að ganga frá Bláfjöllum í Selvog. Þær lenda í vandræðum að komast niður að Hlíðarvatni. 2. ágúst 2014. Kl. 18:21. Svæði 7. Land
196
Aðgerðir björgunarsveita 2014
F3 Sækja þrjá ferðamenn í Hlöðuvík. Hollendingar kalla á hjálp úr neyðarskýlinu í Hlöðuvík. Þriggja manna fjölskylda, móðirin er hrædd. 2. ágúst 2014. Kl. 14:33. Svæði 5. Sjór
F3 Bátur bilaður. Báturinn var að fara út frá Rifshöfn þegar drapst á vélinni við innsiglingarbaujuna. B/s Björg sækir bátinn og kemur honum að bryggju í Rifi. 2. ágúst 2014. Kl. 17:47. Svæði 9. Land F3 Fastur bíll á Víðidalstunguheiði. Bíll fastur, Toyota Landcruiser, Þjóðverjar. 2. ágúst 2014. Kl. 19:00. Svæði 16. Land
F2 Flugvél í vandræðum. Listflugvél í vandræðum, er ekki með á hreinu hvar hún er. Tveir um borð. Er með eldsneyti til kl. 20:20. 2. ágúst 2014. Kl. 10:30. Svæði 3. Land
F2 Tjaldstæði Flúðum. Karlmaður um tvítugt úr olnbogalið. Uppkall frá sjúkraflutningum á Selfossi vegna manns sem er úr lið. 3. ágúst 2014. Kl. 12:12. Svæði 3. Land
F2 Ungur drengur slasaður. Ungur drengur slasaður eftir að hafa dottið og viðbeinsbrotið sig. 3. ágúst 2014. Kl. 11:45. Svæði 1. Land F2 Innanbæjarleit í Reykjavík. Leit að ungum manni. 3. ágúst 2014. Kl. 12:43. Svæði 3. Land
F1 Vettvangshjálp, Flúðum. Meðvitundarleysi/endurlífgun. Meðvitundarleysi hjá ungu barni við sumarhús. Endurlífgun á staðnum. 3. ágúst 2014. Kl. 11:16. Svæði 8. Land F2 Maður í sjálfheldu í Norðurfirði. Maður í sjálfheldu fyrir ofan tjaldstæðið í Norðurfirði. 3. ágúst 2014. Kl. 12:33. Svæði 5. Sjór
F3 Vélarvana bátur. Bátur vélarvana 2,5 sjómílur vestnorðvestur frá Rifi. Einn maður um borð. 3. ágúst 2014. Kl. 14:13. Svæði 4. Land F2 Par í sjálfheldu Hafnarfjalli. Par í sjálfheldu í Hafnarfjalli, horfa niður á Borgarnes. Gengu frá þjóðvegi 1. 3. ágúst 2014. Kl. 19:30. Svæði 7. Land
F1 Fótbrot í Súgandafirði. 3. ágúst 2014. Kl. 10:44. Svæði 16. Land
F3 Óvissustig við Sólheimajökul. Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Hvolsvelli ákveðið að lýsa yfir óvissustigi
197
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
við Sólheimajökul. Undanfarnar vikur hafa aðstæður við sporð Sólheimajökuls breyst hratt. Sporður jökulsins gengur nú fram í jökullón. Talsverðar líkur á flóðbylgju ef sporður brotnar. 4. ágúst 2014. Kl. 17:20. Svæði 15. Land F3 Rolla í sjálfheldu. 4. ágúst 2014. Kl. 17:45. Svæði 4. Land F3 Rollur í sjálfheldu. Rolla með tvö lömb voru búin að koma sér í sjálfheldu. 5. ágúst 2014. Kl. 18:06. Svæði 5. Sjór
F2 Vélarvana bátur 2,5 sml vestnorðvestur af Rifi. Bátur vélarvana. 5. ágúst 2014. Kl. 11:24. Svæði 16. Land
F2 Slösuð kona við Stjórnarfoss. Kona féll við Stjórnarfoss, vankaðist við fallið. 5. ágúst 2014. Kl. 16:43. Svæði 3. Land
F3 Fastur bíll á Skyggnisheiði. Dacia Duster fastur. 6. ágúst 2014. Kl. 13:32. Svæði 13. Sjór
F1 Strandaður bátur við Reyðarfjörð. Strandaður bátur utarlega í Reyðarfirði, við svokölluð Rifsker. 6. ágúst 2014. Kl. 15:25. Svæði 15. Land
F3 Draga bilaðan bíl yfir Skyndidalsá. 6. ágúst 2014. Kl. 16:18. Svæði 16. Land
F3 Kindur í sjálfheldu við Næfurholt. Bóndi í Næfurholti óskar eftir aðstoð björgunarmanna við að bjarga einni kind og lambi sem eru á klettasyllu í grennd við bæinn Næfurholt og eru í sjálfheldu. 7. ágúst 2014. Kl. 14:48. Svæði 5. Sjór
F3 Bátur í vandræðum. Bátur með bilað drif á Flákanum. Vestmannaey VE tók bátinn í tog áleiðis til Rifshafnar. B/s Björg fer úr Rifshöfn kl. 18:20 til móts við Vestmannaey. Kl. 19:06: Bátur tekinn í tog. Komið til Rifshafnar kl. 20:10. 7. ágúst 2014. Kl. 18:49. Svæði 11. Land F3 Athuga með sex ára dreng á Akureyri. Athuga með sex ára dreng sem ekki hefur komið heim til sín. Fór á íþróttaæfingu kl. 10 í morgun. 8. ágúst 2014. Kl. 13:55. Svæði 7. Land
F2 Ná í blauta og kalda ferðamenn í Veiðileysufjörð. Tveir Ítalir, blautir og kaldir í Veiðileysufirði 8. ágúst 2014. Kl. 10:25. Svæði 11. Land F3 Fastur bíll á Leirdalsheiði. Franskur ferðamaður festi bílaleigubíl.
198
Aðgerðir björgunarsveita 2014
8. ágúst 2014. Kl. 18:31. Svæði 9. Land F2 Innanbæjarleit á Blönduósi. Leit að ungri stúlku. 9. ágúst 2014. Kl. 19:06. Svæði 12. Land
F3 Dettifoss að austanverðu, aðstoð við burð á sjúklingi. Aðstoð við sjúkraflutningamenn við að bera slasaða konu við Dettifoss austan Jökulsár. 9. ágúst 2014. Kl. 10:47. Svæði 13. Land
F3 Aðstoða ferðamenn með sprungið dekk á Vopnafjarðarheiði. Ferðamenn á bílaleigubíl geta ekki skipt um dekk. 10. ágúst 2014. Kl. 18:46. Svæði 16. Land
F2 Seljavallalaug. Neyðarlínan óskar eftir aðstoð við sjúkrabíl. Vegna slæms símasambands geta þeir ekki greint ástand. Samband komst á áður en kallað var út og sjúkrabíll ræður við málið. 10. ágúst 2014. Kl. 14:23. Svæði 5. Sjór F1 Bátur að sökkva út frá Hólahólum. Bátur að sökkva vestur af Hólahólum. 10. ágúst 2014. Kl. 14:53. Svæði 16. Land
F2 Leit við Háöldu. Erlendur ferðamaður fór frá Hrafntinnuskeri í morgun og ætlaði í Landmannalaugar. Kallaði eftir aðstoð í gegnum síma um kl. 14 og sagðist vera villtur og í þoku. Er í svörtum og rauðum jakka með gulan bakpoka. 10. ágúst 2014. Kl. 15:06. Svæði 3. Land
F1 Hestaslys við Kjóastaði í Biskupstungum. Kona dettur af hestbaki við bæinn Kjóastaði og hefur hugsanlega rotast, sér óskýrt, syfjuð en vakandi. 10. ágúst 2014. Kl. 16:12. Svæði 2. Land
F2 Vandamál í bremsum á Keflavíkurflugvelli. Airbus 300 með 263 farþega innanborðs. 11. ágúst 2014. Kl. 16:46. Svæði 5. Sjór
F2 Vélarvana bátur norðan við Rif. 11. ágúst 2014. Kl. 17:10. Svæði 5. Sjór
F3 Bátur með bilað drif. Bátur bilaður. Báturinn sóttur og farið með hann til Ólafsvíkur. 11. ágúst 2014. Kl. 12:22. Svæði 4. Land F3 Fastur bíll í Norðlingafljóti. 11. ágúst 2014. Kl. 15:36. Svæði 10. Land
F2 Leit í Þórðarhöfða. Eftirgrennslan eftir frönsku pari sem gekk í Þórðarhöfða. Bíll fólksins er búinn að standa í tvo daga. 12. ágúst 2014. Kl. 19:20. Svæði 15. Land
F3 Draga bíl á leið að Fláajökli.
199
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
12. ágúst 2014. Kl. 12:00. Svæði 1. Land F3 Óvissustig rauður Reykjavíkurflugvelli. Dash 8 kemur inn með bilun í eldsneytiskerfi. 36 manns um borð. 13. ágúst 2014. Kl. 13:15. Svæði 2. Sjór
F1 Bátur að sökkva í Njarðvíkurhöfn. Bátur að sökkva í Njarðvíkurhöfn. Fjórir um borð. 13. ágúst 2014. Kl. 14:10. Svæði 2. Sjór
F3 Leit að björgunarbát sem losnaði af skipi. Landhelgisgæslan fær okkur til að finna og sækja gúmmíbjörgunarbát sem losnaði af skipi norðaustur af Garðskaga. 13. ágúst 2014. Kl. 14:50. Svæði 13. Land
F3 Bíll fastur á Sandvíkurheiði. Bíll fastur á Sandvíkurheiði, rétt utan við veg. 14. ágúst 2014. Kl. 13:24. Land F2 Slys í Reykjadal. Mögulega ökklabrotin kona í Reykjadal. 14. ágúst 2014. Kl. 13:30. Svæði 12. Land
F3 Trukkur í aurbleytu í Suðurárbotnum. Trukkur fastur í aurbleytu norðan Suðurárbotna, á eystri leið, við Botnakamb. 15. ágúst 2014. Kl. 11:49. Svæði 13. Land F3 Aðstoða starfsmann skógræktar. Starfsmaður skógræktar fastur í Sörlastaðadal. Þar er slóði um 2 km frá þjóðvegi. 15. ágúst 2014. Kl. 11:35. Svæði 15. Land
F3 Draga bíl á Hlíðarsandi. Fastur bíll á Hlíðarsandi, umbeðið af lögreglu. 15. ágúst 2014. Kl. 15:20. Svæði 3. Land
F1 Kona út í Ölfusá. Lögreglan hringir og lætur vita að kona sé úti í Ölfusá á móti Bankavegi. 16. ágúst 2014. Kl. 10:00. Svæði 13. Land
F2 Fastur bíll í Austdalsá. Neyðarlína boðar að fastur bíll sé í Austdalsá og farþegar séu komnir á land. Þegar við förum af stað kemur símtal um að einn farþegi sé enn í bílnum. 16. ágúst 2014. Kl. 11:37. Svæði 12. Land F3 Jarðskjálftahrina í Bárðarbungu (Gos í Holuhrauni). Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórana á Hvolsvelli og Húsavík ákveðið að lýsa yfir óvissustigi vegna jarðhræringa í Bárðarbungu. 16. ágúst 2014. Kl. 17:21. Svæði 8. Land
F3 Bíll fastur á Trékyllisheiði. Útkall frá Neyðarlínu vegna erlendra ferðamanna sem fastir eru á línuvegi á Trékyllisheiði.
200
Aðgerðir björgunarsveita 2014
Sprungubjörgun við Þríhnúkagíg í Bláfjöllum. Mynd: Jónas Guðmundsson.
17. ágúst 2014. Kl. 19:39. Svæði 5. Sjór F3 Flutningaskipið DRAIT aðstoðað úr höfn í Ólafsvík. Haldið við DRAIT meðan það bakkar út úr höfninni í Ólafsvík. 17. ágúst 2014. Kl. 11:14. Svæði 3. Land
F2 Axlarbrotin kona í skálanum Kletti. Kona datt úr stiga og axlarbrotnaði. 18. ágúst 2014. Kl. 12:20. Svæði 7. Land
F3 Týnd kona í Klofningsdal. Frönsk hjón fóru í fjallgöngu, fóru hvort sína leiðina upp og fann maðurinn konuna ekki aftur. 18. ágúst 2014. Kl. 11:26. Svæði 9. Land
F3 Fastur bíll við Ósa á Vatnsnesi. Fastur bíll við Ósa á Vatnsnesi. 19. ágúst 2014. Kl. 12:00. Svæði 9. Land F3 Bíll út af við Sauðadalsá á Vatnsnesi. Bíll út af milli Bergsstaða og Sauðadalsár á Vatnsnesi. 19. ágúst 2014. Kl. 12:42. Svæði 1. Land
201
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F2 Leitaraðgerð í Kópavogi. Kona hefur ekki sést síðan kl. 10 í gær, mánudag. 19. ágúst 2014. Kl. 13:49. Svæði 2. Sjór
F1 Vélarvana bátur suðvestur af Reykjanesi. Bátur vélarvana 2,7 sml vestsuðvestur af Reykjanesi. 19. ágúst 2014. Kl. 18:27. Svæði 15. Land
F2 Fólk í vandræðum við Kristínartinda. Tveir einstaklingar hringja inn á Neyðarlínu og tilkynna að þau séu í vandræðum við Kristínartinda. 19. ágúst 2014. Kl. 18:50. Svæði 15. Land
F3 Fastur bíll á Hlíðarsandi. Fastur bíll á Hlíðarsandi. Umbeðið af lögreglu. 20. ágúst 2014. Kl. 11:17. Svæði 5. Sjór
F3 Vélarbilun í bát. Vaktstöð siglinga lét vita að bátur væri vélarvana og skipstjóri óskaði eftir að hann yrði dreginn til hafnar í Ólafsvík. 20. ágúst 2014. Kl. 15:14. Svæði 6. Land
F1 Bíll út af vegi í Víkurbotni. Bíll út af í Víkurbotni. 20. ágúst 2014. Kl. 05:20. Svæði 5. Sjór
F3 Bátur í vandræðum Bátur með bilaða aðalvél og óskar eftir að vera dreginn til Ólafsvíkur, kl. 05:10. B/s Björg út frá Rifi kl. 06:40. Páll Jónsson tekinn í tog áleiðis til Ólafsvíkur kl. 11:40. 21. ágúst 2014. Kl. 15:27. Svæði 13. Land
F3 Fastur bíll í mýri við Þjóðfell. Dacia Duster fastur í mýri, beygði af þjóðvegi 1 í Langadal inn á gamla veginn til Vopnafjarðar. 21. ágúst 2014. Kl. 19:18. Svæði 1. Sjór F2 Strönduð skúta við Gufunes. Skúta strönduð SA af Viðey, við Gufunes. Fjórir um borð. Enginn leki er að bátnum. 21. ágúst 2014. Kl. 10:08. Svæði 11. Land
F2 Leit að manni í Öxnadal. Leit að 54 ára gömlum manni. 22. ágúst 2014. Kl. 19:00. Svæði 1. Sjór F3 Vélarvana togari í grænlenskri lögsögu. Færeyska togarann Naeraberg, sem staðsettur er inni í lögsögu Grænlands, vantar varahluti til að geta siglt til hafnar. 22. ágúst 2014. Kl. 11:48. Svæði 3. Land
F2 Slys í Reykjadal, burður í sjúkrabíl. Kona slösuð á ökkla, ofarlega í Reykjadal, sjúkrabíll frá Selfossi á leið á staðinn. Böruburður. 22. ágúst 2014. Kl. 12:13. Svæði 3. Land
202
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F1 Vettvangshópur Flúðum, slys. Slys 5 km norðan Kerlingarfjalla. Sjúkrabíll Selfoss 5 á leiðinni á vettvang. Þyrla LHG einnig á leið á slysstað. 22. ágúst 2014. Kl. 17:35. Svæði 1. Land
F3 Óvissustig, Reykjavíkurflugvöllur. Lítil vél sem missti alternatorinn út og óvíst með stöðu á hleðslu. Tveir um borð. 22. ágúst 2014. Kl. 19:32. Svæði 12. Land F3 Fastur bíll í Búrfellsheiði. Haft samband vegna bíls sem fastur er í Búrfellsheiði á slóðanum upp í Laufskála. 23. ágúst 2014. Kl. 12:19. Svæði 11. Land
F3 Strandaglópar á biluðum bíl á Sprengisandsleið. Lögreglan á Húsavík óskar eftir að svæði 11 fari eftir fjórum erlendum ferðamönnum á Sprengisandsleið rétt við Dragaleið og komi þeim til byggða. Bíllinn af gerðinni „Galloper“. 23. ágúst 2014. Kl. 12:56. Svæði 7. Land
F2 Mótorhjólaslys á línuvegi ofan við Mjólká. 52 ára karlmaður féll á mótorhjóli líklega viðbeinsbrotinn. 23. ágúst 2014. Kl. 15:03. Svæði 13. Land
F2 Fótbrotinn maður við Búlandsá. Fótbrotinn maður við Búlandsá, 1 km fyrir ofan veg. 24. ágúst 2014. Kl. 15:58. Svæði 1. Sjór
F3 Vélarvana bátur við Valhúsabauju. Vélarvana sjö tonna bátur við Valhúsabauju. 25. ágúst 2014. Kl. 16:39. Svæði 10. Land
F3 Aðstoð við bíl við Ásbjarnarvötn. 26. ágúst 2014. Kl. 10:46. Svæði 3. Land
F2 Týndir ferðamenn í Kerlingarfjöllum. Tveir Frakkar fóru gangandi frá skálanum Klakki í gær og fara suður í Kellingarfjöll. Ætluðu að ganga stikaða gönguleið. Hafa samband í gærkvöldi, segjast þá vera villt en búin að tjalda. Ætla að gista nóttina og sjá til í dag. 26. ágúst 2014. Kl. 11:52. Svæði 5. Land
F3 Bíll út af vegi. Bílstjóri keyrir út af við að forðast að keyra á tófu. 26. ágúst 2014. Kl. 14:00. Svæði 8. Land
F3 Tína dót úr fjöru eftir bílveltu. Tína dót og rusl úr flæðamáli í Reykjarfirði eftir bílveltu. 26. ágúst 2014. Kl. 15:53. Svæði 3. Land
F2 Konur í vandræðum í Raufarhólshelli. Þrjár konur fóru í Raufarhólshelli fyrir hádegi í dag. Ætluðu að vera komnar í sumarbústað aftur milli
204
Aðgerðir björgunarsveita 2014
14-15 í dag en hafa ekki skilað sér. Bíllinn þeirra er enn við hellinn og ekki næst samband við þær. Eiginmaður einnar konunnar er á staðnum. 26. ágúst 2014. Kl. 18:32. Svæði 3. Land F1 Kona í hættu á bökkum Ölfusár. Óttast er um konu á bökkum Ölfusár. Björgunarsveitir kvaddar til. 26. ágúst 2014. Kl. 19:30. Svæði 11. Land
F3 Erlendir ferðalangar með fastan bíl á Hólafjallsvegi. Lögreglan óskar eftir að bjsv. Týr, sem er á heimleið af vakt í Tómasarahaga, aðstoði erlenda ferðamenn. Þeir höfðu fest bíl sinn á gömlu Hólafjallsleiðinni sunnan Dragaleiðar. Gáfu upp GPS punkt. Þessi leið er að öllu jöfnu ekki ekin en finnst á GPS kortum. 27. ágúst 2014. Kl. 12:40. Svæði 13. Land
F3 Aðstoð á Öxi. Fiskflutningabíll missir farm aftur úr vagni. 27. ágúst 2014. Kl. 16:37. Svæði 1. Sjór F1 Göngumaður fastur á leiðinni út í Gróttu. Maður fastur á leiðinni út í Gróttu. Það er að flæða að honum. Maðurinn er erlendur ríkisborgari, aldur liggur ekki fyrir eða þjóðerni. Björgunarsveitir komu manninum á þurrt. 29. ágúst 2014. Kl. 11:01. Svæði 5. Land
F3 Slys við Helgafell burður. Kona féll og slasaðist við Helgafell. Aðstoð við burð. 29. ágúst 2014. Kl. 19:41. Svæði 15. Land
F3 Fastur bíll á Hlíðarsandi. Tveir Rússar fastir á Duster við Hvalnes eða Hlíðarsand sjást ekki frá vegi, ætla að fylgjast með ferðum björgunarsveita. 30. ágúst 2014. Kl. 12:20. Svæði 9. Land
F2 Sjúkraflutningur við Holtavörðuvatn. Karlmaður úr mjaðmalið við norðurenda Holtavörðuvatns. 30. ágúst 2014. Kl. 17:19. Svæði 9. Land
F2 Slys í Þorgrímsstaðadal á Vatnsnesi. Maður slasaður á fæti, talinn vera fótbrotinn. Er um 2 km innan við Þorgrímsstaði, hátt í brattri fjallshlíð. 31. ágúst 2014. Kl. 14:27. Svæði 2. Land F3 Óveður, Grindavík. Tilkynning um þakkant sem er byrjaður að losna við gamla Hafrenningshúsið. 31. ágúst 2014. Kl. 18:03. Svæði 2. Land
F3 Óveður í Reykjanesbæ. Óveðursaðstoð í Reykjanesbæ. Trampolín farin að fjúka til ásamt lausamunum. 31. ágúst 2014. Kl. 10:37. Svæði 3. Land F3 Óveðursaðstoð á Eyrarbakka.
205
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Lögregla hefur samband við bakvakt SS3 vegna þakplatna sem eru að fjúka af sjóminjasafninu á Eyrarbakka. Bakvakt boðar Björg Eyrarbakka í samráði við formann. 31. ágúst 2014. Kl. 10:51. Svæði 11. Land F2 Óveðursaðstoð í Garði. Þakgluggi að fjúka af fjósinu í Garði Eyjafjarðarsveit. 31. ágúst 2014. Kl. 12:06. Svæði 3. Land
F2 Stórt tjald að fjúka í Traustholtshólma. Ábúandi í Traustholtshólma hefur samband við bakvakt svæðisstjórnar og kveðst vera með stórt tjald fullt af einangrunarull og byggingarvörum sem er að fjúka. Um er að ræða eyju í Þjórsá og eingöngu hægt að komast að á bát. Tilkynnandi á staðnum. 31. ágúst 2014. Kl. 11:41. Svæði 2. Land
F3 Óveðursútkall í Sandgerði. Bæjarbúi hafði samband við bakvaktarsíma Sigurvonar vegna platna sem voru að fjúka af Jóns Erlings húsinu við Strandgötu í Sandgerði. Haft samband við 112 og óskað eftir að kalla út Bjsv. Sigurvon auk þess sem formaður hafði samband við lögreglu sem skráði það. 31. ágúst 2014. Kl. 12:31. Svæði 1. Land
F2 Leit að manni við Grensásveg. Maður fer út af Grensásdeild LSH. Illa áttaður. 31. ágúst 2014. Kl. 19:04. Svæði 16. Land F3 Eftirgrennslan eftir bíl að Fjallabaki. Óljós beiðni, hugsanlega bilaður bíll. 31. ágúst 2014. Kl. 19:30. Svæði 15. Land
F3 Fastur bíll. Fastur bíll á vegi F985, fastur í drullu. 31. ágúst 2014. Kl. 19:55. Svæði 13. Land F3 Fastur bíll við Svíná. Bíll fastur í aur við Svíná, Hamarsfirði. 1. september 2014. Kl. 16:59. Svæði 16. Land
F3 Fastur bíll á Lakavegi. Fastur jeppi í Geirlandsá á Lakavegi nærri Fagrafossi. 1. september 2014. Kl. 12:42. Svæði 16. Land
F2 Slys við Baldvinsskála. Slys á erlendum ferðamanni 1. september 2014. Kl. 13:45. Svæði 3. Land
F2 Tjónaður ferðaþjónustubíll. Ferðaþjónustubíll valt á veginum að Skálpanesi með átta farþega um borð. 2. september 2014. Kl. 11:46. Svæði 13. Land
F2 Slösuð stúlka upp með Njörvadalsá.
206
Aðgerðir björgunarsveita 2014
Stúlka með áverka á fæti uppi í hlíðinni fyrir ofan vegagerðarskemmu við Njörvadalsá. Aðstoð við sjúkrabíl. 2. september 2014. Kl. 13:22. Svæði 13. Sjór F3 Aðstoða stórt skip í Vopnafjarðarhöfn. 2. september 2014. Kl. 14:30. Svæði 10. Land
F3 Aðstoða bíl við Bugavatn. Fastur bíll við Bugavatn, vantar hjálp. 2. september 2014. Kl. 18:58. Svæði 3. Land
F2 Týnd ferðakona í Kerlingarfjöllum. Frönsk ferðakona, ein á ferð, búnaðarlítil. Ætlaði að ganga frá skíðaskála í Kerlingafjöllum að Hveradölum. Byrjað að rigna, er orðin köld! Fer úr Kerlingarfjöllum kl. 15:30. Sú villta hringir sjálf í 112. 4. september 2014. Kl. 14:00. Svæði 5. Sjór
F3 Farið með viðgerðarmann í grænlenskan togara. Þjónustufyrirtæki óskaði eftir að b/b Björg færi með viðgerðarmann og varahluti til móts við togarann Tasermiut . Farið frá Rifi kl. 14:00, komið að skipinu kl. 19:00, beðið meðan viðgerð fór fram. Haldið til baka kl. 21:00, komið til Rifshafnar kl. 01:00, 4. september. 4. september 2014. Kl. 16:53. Svæði 1. Sjór
F2 Bilaður bátur við Hólmasund. Bilaður bátur við Hólmasund. Einn um borð. 5. september 2014. Kl. 13:56. Svæði 3. Land F2 Slösuð kona í Klambragili. Erlend ferðakona, grunur um ökklabrot. Burður í sjúkrabíl. 5. september 2014. Kl. 16:46. Svæði 3. Land
F1 Vettvangshópur, fall í Brekkuskógi í Bláskógabyggð. Kona fellur af þaki sumarhúss og getur sig ekkert hreyft. Sjúkrabíll Selfoss á leið á vettvang. 5. september 2014. Kl. 18:58. Svæði 5. Land
F3 Tekin gröf. Fjáröflunarverkefni björgunarsveita eru af ýmsu tagi. 6. september 2014. Kl. 14:58. Svæði 13. Sjór
F1 Akrafell strandað. Akrafell strandað við Vattarnes, milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar. Allar björgunarsveitir á svæðinu hafa verið ræstar út vegna þess. 13 um borð. 6. september 2014. Kl. 12:34. Svæði 15. Land F2 Fótbrotin kona við Efstafell. Kona fótbrotin í 900 metra hæð. 7. september 2014. Kl. 10:59. Svæði 9. Land
F2 Böruburður Forsæludal. Aðstoða sjúkraflutningamenn við flutning á slasaðri konu í fjallshlíð ofan Forsæludals í Vatnsdal. 7. september 2014. Kl. 12:42. Svæði 16. Land
207
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F2 Slys á gönguleið við Skóga. 50 ára kona ökklabrot. 7. september 2014. Kl. 13:27. Svæði 13. Land
F3 Bíll út af á Fjarðarheiði. Bíll út af á Fjarðarheiði. 7. september 2014. Kl. 15:45. Svæði 9. Land
F3 Eftirgrennslan eftir fimm Þjóðverjum á hálendinu. Fimm þjóðverjar áttu koma í Hveravelli 5. september, skv. Safetravel ferðaáætlun. Áætluðu að ganga frá Skógum í Hveravelli, fara sunnan Hofsjökuls. 8. september 2014. Kl. 18:58. Svæði 3. Land
F1 Vettvangshópur, veikindi. Vettvangshópur Flúðir, F1 boð í meðvitundarleysi. 8. september 2014. Kl. 12:45. Svæði 16. Land
F2 Markarfljót, fastur bíll. Hringt var í Neyðarlínu, fastir í á, á F261. Samband slitnaði. 8. september 2014. Kl. 11:32. Svæði 2. Land
F3 Óvissustig P3 Orion vél (Almannavarnir). Orion P 3 að lenda með sprungna framrúðu 16 manns um borð, lending kl. 13:30. 8. september 2014. Kl. 16:43. Svæði 13. Land
F2 Maður í sjálfheldu í Hólmatindi. Maður í sjálfheldu í Hólmatindi. 8. september 2014. Kl. 11:41. Svæði 9. Sjór
F2 Bátur strandaður við Skagaströnd. Bátur strandaður rétt norðan við Skagaströnd. Einn um borð. 9. september 2014. Kl. 11:00. Svæði 16. Land F2 Akstaðará, fastur bíll. 9. september 2014. Kl. 17:28. Svæði 16. Land F3 Fastur bíll á Lakavegi. Fastur bíll í drullu á Lakavegi. 10. september 2014. Kl. 11:31. Svæði 9. Land
F3 Hross í brunni Kagaðarhóli. Hross hafði fallið í brunn við bæinn Kagaðarhól. 10. september 2014. Kl. 12:50. Svæði 16. Land F2 Fastur bíll á F210. Ekki nánari staðsetning nema að bíllinn er svartur Ford. Svisslendingar. 11. september 2014. Kl. 11:04. Svæði 1. Land
F3 Eldsneytisferð upp í Nýjadal. Fara með þyrlueldsneyti upp í Nýjadal fyrir LHG/AV.
208
VÖRUÞRÓUNARSTJÓRI HÖFUNDUR AÐ PRO PLAN OPTISTART ® Axlar ábyrgð eins og þú.
®
® Reg. Trademark of Société des Produits Nestlé S.A.
PATRICIA
PRO PLAN MEÐ OPTISTART Heil vörulína sérstaklega ætluð hvolpum.
Pro Plan vörulínan fyrir hvolpa er blönduð með Optistart sem inniheldur brodd, fyrstu móðurmjólkina. Styrkir vörnina sem hvolpurinn fékk frá móðurinni.
wi
t
h
m
Ég vinn við að gefa Toby besta veganestið.
r C o los t
u
Þetta er þín ábyrgð. Þetta er okkar ábyrgð. Þetta er PRO PLAN.
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
11. september 2014. Kl. 11:26. Svæði 3. Land F1 Vettvangshópur, veikindi. Meðvitundarleysi á veginum. 11. september 2014. Kl. 14:59. Svæði 16. Land
F3 Fastur bíll á Rangárvallaafrétti. Fastur bíll. Frakki sem hringir. 12. september 2014. Kl. 17:24. Svæði 7. Sjór
F2 Bátur í fjöru við Hesteyri. Bátur sem lá í legufærum slitnaði upp og rak hann upp í fjöru við Hesteyri. 12. september 2014. Kl. 10:33. Svæði 13. Land
F3 Ferja smala í Loðmundarfjörð. Farið með smala Héraðsmegin í Loðmundarfjörð. 12. september 2014. Kl. 11:34. Svæði 15. Land
F3 Fastur bíll F985. Fastur bíll við útsýnisstað á vegi F985. 12. september 2014. Kl. 11:43. Svæði 10. Land
F2 Leit að gangnamanni við Gusthnjúk. Óskað er eftir aðstoð við leit að gangnamanni við Gusthnjúk ofan Hofsóss. 13. september 2014. Kl. 14:30. Svæði 13. Land
F3 Aðstoða gangnamenn á Hellisheiði eystri. Koma fjórum gangnamönnum inn á Varp. 13. september 2014. Kl. 18:16. Svæði 13. Land F3 Þjónustuferð upp að lokunarpósti á Kverkfjallaleið. Koma vistum og fólki á lokunarpóst. 14. september 2014. Kl. 15:56. Svæði 8. Land
F3 Mannlaus trilla slitin frá bryggju á Kaldrananesi. Trilla slitin frá bryggju á Kaldrananesi í Bjarnafirði og rekur yfir að Brúará norðan fjarðarins. 14. september 2014. Kl. 16:39. Svæði 10. Sjór F2 Leki að bát. Fara með dælu á móti bát þar sem leki er kominn að bátnum. 15. september 2014. Kl. 13:26. Svæði 16. Land
F3 Fastur bíll á Öldufellsleið F232. Fastur bíll á Öldufellsleið, í um klukkustundar fjarlægð frá þjóðvegi 1. Erlendir ferðamenn, fjórir saman í bíl á Toyota Landcruiser. 16. september 2014. Kl. 16:13. Svæði 16. Land
F3 Bíll fastur í Álftavatnakrók. Bíll fastur í á á F233. Álftavatnakrókur. Tvennt. Smá vatn komið inn í bílinn. 16. september 2014. Kl. 18:59. Svæði 15. Land
F3 Bíll fastur á Hlíðarsandi.
210
Aðgerðir björgunarsveita 2014
Bíll fastur á Hlíðarsandi. 17. september 2014. Kl. 12:43. Svæði 4. Sjór F3 Bjarga sel. Selur fastur á leirum í Borgarvogi við Kveldúlfsgötu. Umbeðið af dýralækni. 17. september 2014. Kl. 16:30. Svæði 10. Land
F2 Fastur bíll við Aðalmannsvatn. Fastur bíll við Aðalmannsvatn sunnan megin. 17. september 2014. Kl. 17:44. Svæði 16. Land
F3 Fastur bíll á Sólheimasandi. Draga þurfti upp bíl sem fór vitlausan slóða niður að flugvélaflakinu á Sólheimasandi. 17. september 2014. Kl. 18:19. Svæði 13. Sjór
F1Skipsstrand, Fáskrúðsfjörður. Skip, Green Freezer, strandað fyrir miðjum Fáskrúðsfirði sunnanverðum. 20. september 2014. Kl. 10:20. Svæði 6. Land
F2 Svipast um eftir ferðamanni. Svipast um eftir ferðamanni. 20. september 2014. Kl. 14:33. Svæði 1. Land
F3 Lítil flugvél með gangtruflanir. Svæðisstjórn boðuð og afboðuð fjórum mínútum síðar þegar vélin lenti. 20. september 2014. Kl. 14:47. Svæði 16. Land
F3 Fastur bíll á Lakavegi. Bíll fastur í drullu á Lakavegi. 20. september 2014. Kl. 15:00. Svæði 9. Land F3 Smalað Blöndulón. Sótt fé í eyjur í Blöndulóni. 20. september 2014. Kl. 15:28. Svæði 13. Land
F2 Slasaður maður í fjalllendi. Maður í paraglider (svifvæng) hrapar í fjalllendi um þremur km utan við þéttbýli á Eskifirði í um 300 m hæð. 21. september 2014. Kl. 17:12. Svæði 15. Land
F2 Villtur maður inni í Hoffellsdal. Maður verðu viðskila við konuna sína. Þau eru inni í Hoffellsdal, hún er við bílinn en hann er villtur og með bíllyklana. 22. september 2014. Kl. 10:30. Svæði 5. Sjór F3 Leit að björgunarbát sem tapaðist af skipi. 23. september 2014. Kl. 10:31. Svæði 6. Land
F3 Leit að Þjóðverja við Látrabjarg. Þjóðverji kom til landsins 14. september og fékk bílaleigubíl í Rvk. Gisti í Breiðavík 18. sept. og hefur
211
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
ekki sést síðan. Bíllinn fannst við eftirgrennslan á bílastæði við Látrabjarg 23. sept. Leit hefur ekki enn borið árangur og er maðurinn talinn af. 23. september 2014. Kl. 17:45. Svæði 13. Land F1 Bruni í Vélageymslu. Mikill eldur í vélageymslu við bæinn Refstað í Vopnafirði. 24. september 2014. Kl. 16:25. Svæði 16. Land
F1 Steinholtsá. Bíll fastur í ánni. 24. september 2014. Kl. 19:08. Svæði 3. Land F3 fastur bíll á Lyngdalsheiði. Hummer fastur á Lyngdalsheiði við Laugarvatnshelli. Tvær konur og tveir karlar. Hringdu í formann og báðu um aðstoð. Svæðisstjórn upplýst, en ekki boðað út í gegnum 112. 25. september 2014. Kl. 19:27. Svæði 9. Land
F3 Hestur í skurði við Hnjúkahlíð. Hestur fastur í skurði við Hnjúkahlíð. 26. september 2014. Kl. 11:34. Svæði 1. Land
F1 Slys við Þríhnjúkagíg. Slys við Þríhnjúkagíg við Bláfjöll. Tveir falla um fimm metra ofan í sprungu. Einn er meðvitundarlaus. 26. september 2014. Kl. 12:00. Svæði 10. Sjór
F2 Bát að reka upp í fjöru í Sauðárkrókshöfn. 26. september 2014. Kl. 15:21. Svæði 3. Land F3 Hundur fellur í gjótu. Hundur fellur í gjótu nálægt gömlu leiðinni í Selvog. Er á lífi en eigandi getur ekki náð honum. Umbeðið af lögreglu. 27. september 2014. Kl. 12:13. Svæði 16. Land
F3 Aðstoð rafmagnslaus rúta við Stracta. Óskað eftir aðstoð vegna rútu sem var rafmagnslaus við Stracta hótelið á Hellu. Hópur að bíða sem þurfti að komast leiðar sinnar. 27. september 2014. Kl. 15:53. Svæði 16. Land
F2 Eftirgrennslan á Fimmvörðuhálsi. Eftirgrennslan eftir erlendum ferðamanni (ferðamönnum) sem hafði bókað hótelherbergi á Hótel Smáratúni í Fljótshlíð. Ætlaði að ganga yfir Fimmvörðuháls í gær. Skilaði sér ekki á hótelið. Maðurinn er frá Bandaríkjunum. 28. september 2014. Kl. 14:07. Svæði 3. Land
F2 ferðamenn villtir í þoku í Reykjadal. Fimm ferðamenn villtir í þoku í Reykjadal vestan við Ölkelduhnjúk og óska eftir aðstoð. Eru orðnir kaldir. Gefa upp hnit í úr síma-appi. 28. september 2014. Kl. 13:52. Svæði 13. Land F3 Ferðafólk í vanda á Hellisheiði eystri.
212
Aðgerðir björgunarsveita 2014
Hálendisvakt björgunarsveita í Landmannalaugum. Veðrið lék hvorki við ferðafólk né björgunarsveitafólk en þetta tjald HSSR fauk langar leiðir. Mynd: Jón Sigmar Ævarsson.
213
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Komast ekki lengra eða treysta sér ekki lengra vegna hálku. 28. september 2014. Kl. 19:14. Svæði 3. Land F3 Fastir ferðamenn við Raufarhólshelli. Lögregla óskar eftir því að athuga með ferðamenn sem hringdu í 112 og sögðust vera fastir við Raufarhólshelli. Næst ekki í þá aftur í síma. 28. september 2014. Kl. 10:22. Svæði 13. Land
F3 Koma fólki til aðstoðar á Hellisheiði eystri. Fólk telur sig ekki komast upp né niður vegna hálku. 29. september 2014. Kl. 10:03. Svæði 3. Land, Sjór
F1 Mannlaus bíll á Óseyrarbrú. Björgunarsveitir kvaddar til leitar. Maður fannst látinn skammt frá. 29. september 2014. Kl. 14:33. Svæði 9. Land
F3 Fok við sundlaug Skagastrandar. Yfirbreiðsla á sundlauginni að fjúka. 29. september 2014. Kl. 19:45. Svæði 3. Land F3 Fastur bíll innan við Háafoss. Fastur bíll í á innan við Háafoss í Þjórsárdal. 30. september 2014. Kl. 11:08. Svæði 8. Land
F3 Bíll út af vegi við Arngerðareyri. Bíll út af við Arngerðareyri, ökumaður kominn úr bílnum en er hræddur um að bíllinn velti. 30. september 2014. Kl. 16:47. Svæði 16. Land F3 Fastur bíll í Klappargili. Fastur bíll í sandi í Klappargili á Fjallabaksleið-Syðri. 2. október 2014. Kl. 13:57. Svæði 10. Land
F3 Fastur bíll við Laugarfell. Bíll fastur við Laugarfell, Eyjafjarðarmegin. 2. október 2014. Kl. 19:26. Svæði 3. Land F3 Fastur bíll milli Kerlingarfjalla og Hveravalla. Umbeðið af svæðisstjórn. Fastur bíll með útlendingum milli Kerlingarfjalla og Hveravalla. 3. október 2014. Kl. 15:46. Svæði 10. Land
F3 Aðstoð við ferðamenn á Þverárfjalli. Lögregla bað um aðstoð fyrir erlenda ferðamenn á Þverárfjalli, 21 km vestur af Sauðárkróki, en bíllinn hafði farið út af. 4. október 2014. Kl. 16:29. Svæði 2. Sjór F2 Leit að báti á milli Voga og Njarðvíkur. Leit að báti á milli Voga og Njarðvíkur. Datt út úr tilkynningaskyldu og næst ekki í bátinn. Er yfirleitt á milli Voga og Njarðvíkur. 5. október 2014. Kl. 19:56. Svæði 16. Land
F3 Fastur bíll á Landmannaleið.
214
Aðgerðir björgunarsveita 2014
Þrír erlendir ferðamenn á Nissan Terrano fastir í snjó á Landmannaleið. Telja sig vera nokkra kílómetra frá Landmannalaugum. 5. október 2014. Kl. 10:05. Svæði 9. Land F3 Rolla og lömb í sjálfheldu í Kolugljúfri. Rolla og a.m.k. þrjú lömb eru í sjálfheldu neðan við brúna að Bakka. Dýpt gljúfursins er rúmir 50 m þarna. 5. október 2014. Kl. 13:39. Svæði 9. Land
F3 Fastur bíll á Kjalvegi. Fastur bíll á Kjalvegi rétt norðan við Hveravelli. Útlendingar á jepplingi. 5. október 2014. Kl. 18:15. Svæði 15. Land
F3 Fastur bíll á Skeiðarásandi. Fastur bíll í sandbleytu. 6. október 2014. Kl. 11:30. Svæði 15. Land
F3 Aftanívagn á flutningabíl á hliðinni. Flutningabíll með aftanívagn. Vagninn á hliðinni. Aðstoðað við að draga hann út af og bílsjórinn fluttur í Freysnes. Bíðum eftir að veður lagist til að rétta hann við. 6. október 2014. Kl. 14:20. Svæði 5. Land
F3 Draga bíl við Grundarkamp. Umbeðið af lögreglu, draga útlending sem situr fastur í mölinni við Grundarkampinn. 6. október 2014. Kl. 15:56. Svæði 15. Land F2 Fastur bíll út í á við Hoffell. Fastir útlendingar við Hoffell. 6. október 2014. Kl. 15:59. Svæði 15. Land
F2 Brotnar rúður í bíl. Bíll með tvær rúður brotnar í miklu óveðri við Skaftafell. Fólkinu komið í hótel og bílnum í var og límt fyrir glugga. 6. október 2014. Kl. 10:38. Svæði 15. Land F3 óveður á Höfn. Plötur að fjúka við N1. 7. október 2014. Kl. 12:17. Svæði 15. Land
F3 Kindur í Skógey. Kindur fastar úti í hólma, það eru miklir vatnavextir. 7. október 2014. Kl. 15:15. Svæði 11. Land F3 Fastur bíll við Laugafell. Sex Rúmenar fastir í snjó og vatni. Eru á Kia Sportage bílaleigubíl á vegi F 752. Fóru upp úr Eyjafirði. Ekkert skilti er við Hólsgerði sem upplýsir um ófæran veg. Sögðust hafa hringt í upplýsingasíma Vegagerðar og fengu þau svör að fært væri fyrir 4x4 bíl. 9. október 2014. Kl. 12:55. Svæði 15. Land F3 Bíll fastur við Hoffell.
215
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Lögreglan hefur samband og biður BFH að draga bíl sem er fastur í á við Hoffell. 10. október 2014. Kl. 18:00. Svæði 6. Sjór F3 Leit að þýska ferðamanninum af sjó. Leitað undir Látrabjargi af sjó og í fjöru. Frá vita inn í Keflavíkurbjarg. Leitað í fjöru þar sem hún er fyrir hendi. 10. október 2014. Kl. 13:53. Svæði 12. Sjór
F2 Pólstjarnan, aðstoða bát. Aðstoða bát þar sem leki kom að vélarúmi. 10. október 2014. Kl. 15:06. Svæði 16. Land F3 Fastur bíll austan Klappargils. Grand Vitara fastur í snjó austan megin við Klappargil á Fjallabaksleið nyrðri. Þrír menn í bílnum. 10. október 2014. Kl. 18:58. Svæði 1. Land
F3 Tvær stúlkur villtar á Esju. Tvær stúlkur villtar á Esju. Gengu upp að steini og voru búnar að ganga í um 20 mínútur niður eystri leiðina. Telja sig heyra í læknum. 11. október 2014. Kl. 13:46. Svæði 5. Land
F3 Fastur bíll á sunnanverðum Jökulhálsi. Bíll fastur á sunnanverðum Jökulhálsi í fyrsta snjóskafli. 12. október 2014. Kl. 10:00. Svæði 6. Land
F3 Keflavík - Rauðisandur. Áframhaldandi leit að þýskum ferðamanni sem týndist í september. 12. október 2014. Kl. 12:00. Svæði 6. Land F2 Seinni leit að Þjóðverja á Látrabjargi. Leit að týndum Þjóðverja á Látrabjargi. 12. október 2014. Kl. 14:09. Svæði 2. Land
F2 Flugvél frá Bandaríkjaher með einn bilaðan mótor af tveimur. F18 flugvél frá bandaríska hernum með bilaðan annan mótor af tveimur óskar eftir að lenda á Keflavíkurflugvelli. Einn maður um borð. 12. október 2014. Kl. 15:10. Svæði 8. Land
F3 Bíll fastur í snjó, líklega í Ennishálsi. Tveir frakkar fastir á bíl í snjó. Halda að þeir séu milli Kollafjarðar og Bitrufjarðar og þar af leiðandi líklega á Ennishálsi. 13. október 2014. Kl. 18:24. Svæði 8. Land F3 Aðstoð við lögreglu að meta vettvang. Lögreglan óskar eftir aðstoð við að meta hvernig standa eigi að við að ná bifreið upp úr ræsi í Sunndalsá. Bifreiðin lenti eftir út afakstur og veltur í ræsinu en fólkið slapp lítt skaddað. 13. október 2014. Kl. 18:27. Svæði 3. Land
F1 Vettvangshópur, Flúðir, F1 veikindi. Veikindi, brjóstverkur.
216
Fjölbreytt þjónusta við bíla og tæki
Diesel Center
» NÝ OG STÆRRI VERSLUN » DIESELVERKSTÆÐI » VARAHLUTAÞJÓNUSTA » TÚRBÍNUVIÐGERÐIR OG SALA » SÉRPANTANIR
NÝTT
DVERGSHÖFÐI 27 110 Reykjavík
Sími 535 5850 - blossi.is
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
13. október 2014. Kl. 17:25. Svæði 5. Land F2 Maður í vandræðum í 350 metra hæð í Kirkjufelli, mögulegt fall hjá félaga hans. Björgunarsveitir fundu mennina og aðstoðuðu niður. 16. október 2014. Kl. 12:02. Svæði 3. Land
F1 Vettvangshópur Flúðir, fæðing í heimahúsi. Kona hafði misst vatnið og var byrjuð í fæðingu. 16. október 2014. Kl. 19:05. Svæði 5. Sjór
F2 Neyðarblys vestnorðvestur af Stykkishólmi. Tilkynnt um neyðarblys vestnorðvestur af Stykkishólmi. 17. október 2014. Kl. 13:58. Svæði 2. Sjór
F3 Aðstoða Landhelgisgæslu vegna sprengju í veiðarfæri. Landhelgisgæslan biður um aðstoð við að komast um borð í bát þar sem þeir hafa fengið djúpsprengju í trollið. 19. október 2014. Kl. 19:23. Svæði 16. Land F3 Fastur bíll að Fjallabaki. Upplýsingar bárust frá Neyðarlínu um að fjórir Spánverjar væru fastir á Hummer bíl einhvers staðar að Fjallabaki. Fram kom að bíllinn hefur verið fastur í snjó frá því í gær. Ekki vitað um nákvæma staðsetningu. 20. október 2014. Kl. 19:03. Svæði 16. Land F3 Bíll í vandræðum við Hárlaugsstaðabrekku. Lögregla óskar eftir aðstoð FBSH vegna mikillar hálku, bíll í vandræðum við Hárlaugsstaðabrekku. 20. október 2014. Kl. 11:25. Svæði 7. Land
F3 Aðstoða bíl á Hrafnseyrarheiði vestan vegna snjóa. Ferðamaður kemst ekki vegna snjóa á Hrafnseyrarheiði. 20. október 2014. Kl. 13:01. Svæði 13. Land
F3 Aðstoða erlenda ferðamenn við gatnamótin að Öxi. Ford Fiesta fastur í snjó á Breiðdalsheiði við gatnamótin að Öxi. 20. október 2014. Kl. 13:59. Svæði 3. Land
F3 Bíll fastur í hálku við Dyrafjöll á Nesjavallaleið. Bíll fastur í hálku við Dyrafjöll á Nesjavallaleið. Þrennt í bílnum, karl, kona og sex ára barn. Umbeðið af lögreglu. Mikil hálka á staðnum. 20. október 2014. Kl. 14:08. Svæði 12. Land F3 Pólstjarnan, aðstoð. Aðstoða erlenda ferðamenn. 20. október 2014. Kl. 14:13. Svæði 7. Land
F3 Aðstoða bíl á Hrafnseyrarheiði. 20. október 2014. Kl. 16:20. Svæði 3. Land
F2 Óveðursaðstoð á Selfossi.
218
Aðgerðir björgunarsveita 2014
Lögreglan hringir og biður um aðstoð Bj. Árborgar vegna þakplatna sem eru að fjúka í Lyngheiði á Selfossi. Ein plata fokin, fór á bíl. 20. október 2014. Kl. 19:01. Svæði 12. Land F3 Pólstjarnan, aðstoð. Aðstoða fólk í ófærð í Hófaskarði. 20. október 2014. Kl. 19:42. Svæði 16. Land
F3 Fastur bíll sóttur í Klappargil. Bílaleigubíll sóttur á Fjallabaksleið nyrðri við Klappargil þar sem ekki tókst að draga hann upp í gær þar sem þörf var á tveimur bílum til að ná honum upp. 21. október 2014. Kl. 18:42. Svæði 11. Land
F3 Ófærðaraðstoð á Víkurskarði. Lögregla óskar eftir aðstoð vegna ófærðar í Víkurskarði. Töluvert af bílum fastir. Vilja tvo bíla með 4-6 mönnum. 21. október 2014. Kl. 09:28. Svæði 13. Land F3 Rúta út af á Fagradal. Rúta út af á Fagradal. Fór út af rétt fyrir kl. 9. Önnur rúta send af stað frá Reyðarfirði sem fór einnig út af. Útkall á björgunarsveitir kl. 9:28. 21. október 2014. Kl. 19:41. Svæði 13. Sjór
F3 Lok af heitum potti út á sjó. Náð í lok af heitum potti sem hafði fokið út á sjó á Borgarfirði eystra. 21. október 2014. Kl. 19:45. Svæði 13. Land
F2 Fokið þak af garðhúsi. Þak fokið af garðskúr. Hætta á frekara tjóni. 21. október 2014. Kl. 10:16. Svæði 13. Land
F3 Óveðursútkall á Seyðisfirði. Hluti af gafli fokinn úr Þórshamri. 22. október 2014. Kl. 12:35. Svæði 9. Land F2 Kindur í síki við Staðarbakka. Sex kindur fóru niður um ís og eru við að drukkna í síki á mörkum Staðarbakka og Melstaðar í Miðfirði. 22. október 2014. Kl. 16:43. Svæði 3. Land
F3 Fastur bíll í fjörunni við Eyrarbakka. Lögreglan hringir í bakvakt SS3 og biður um sveit til að aðstoða mann á bíl sem hann festi í fjörunni við bryggjuna á Eyrarbakka þar sem það sé farið að flæða að bílnum. 23. október 2014. Kl. 11:53. Svæði 13. Land
F3 Fastur bíll á Öxi. Kóreubúar fastir á jepplingi á norðanverði Öxi. Segjast eiga 3-5 km eftir á þjóðveg 1 sem er vegurinn yfir Breiðdalsheiði. Ekki vitað um fjölda farþega né hnit. 23. október 2014. Kl. 19:30. Svæði 12. Land
219
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Unglingadeildirnar Hafbjörg og Árný að græja sig til sunds í Reykjadal eftir þokkalega langa göngu í miklum snjó og ófærð. Mynd: Otti Rafn Sigmarsson.
F2 Eftirgrennslan eftir ökumanni. Óttast er um mann sem hefur ekki skilað sér frá ferðalagi. 24. október 2014. Kl. 12:59. Svæði 2. Land
F2 Óvissustig-Grænt-Keflavíkurflugvöllur. Bilaður hjólabúnaður. Óvissustig-Grænt-Keflavíkurflugvöllur. Vél með einum manni innanborðs í vandræðum með hjólabúnað sem virðist vera fastur niðri. Ekki vitað með hættuleg efni um borð. Áætluð lending kl. 14:55. 24. október 2014. Kl. 14:29. Svæði 1. Land
F1 Kjalarnes - meðvitundarleysi. Meðvitundarlaust barn eftir fall. 24. október 2014. Kl. 15:24. Svæði 3. Land F3 Fastur bíll í Blautukvísl. Neyðarlína hefur samband við bakvakt SS3 vegna bíls sem fastur er í Blautukvísl. 25. október 2014. Kl. 18:39. Svæði 10. Land
F3 Fastur bíll við Sandfell. Lögreglan boðaði út vegna rjúpnaskyttu sem fest hafði bíl við Sandfell. 25. október 2014. Kl. 11:00. Svæði 5. Land
F3 Rollur í sjálfheldu á Fróðárheiði. Bóndi óskar eftir aðstoð frá Björgunarsveitinni Lífsbjörg vegna sauðfjár sem er í sjálfheldu á Fróðárheiði. 25. október 2014. Kl. 11:22. Svæði 11. Land
220
Aðgerðir björgunarsveita 2014
F3 Fastur jeppi. Keyrt fram á gangandi mann á Kerlingarflötum. 25. október 2014. Kl. 12:07. Svæði 8. Land
F3 Hreinsun eftir bílveltu. Að beiðni lögreglunnar er farið að hreinsa vettvang eftir bílveltu í Tröllkonudal norðan við Hólmavík. 25. október 2014. Kl. 12:12. Svæði 12. Land
F3 Pólstjarnan, aðstoð. Aðstoða bíl á fjallgarði austan Raufarhafnar. 25. október 2014. Kl. 13:57. Svæði 3. Land
F1 Meðvitundarleysi, Haukadal. Meðvitundarlaus kona í Haukadal. 25. október 2014. Kl. 17:05. Svæði 13. Land
F3 Bíll út af við Svartfell í Langadal. Bíll út af vegi, þrír einstaklingar, engin slys á fólki. 26. október 2014. Kl. 11:40. Svæði 9. Land
F3 Rollur í sjálfheldu í Guðlaugshöfða. Þrjár rollur fastar á syllu í Guðlaugshöfða. 27. október 2014. Kl. 18:16. Svæði 9. Land
F3 Fastur bíll á Þverárfjalli. Fjórir ferðamenn fastir efst á Þverárfjalli. 27. október 2014. Kl. 11:40. Svæði 11. Land F3 Aðstoð á Kjalvegi. Ekið fram á ferðamenn við Dúfunesfell á Kili. 27. október 2014. Kl. 16:07. Svæði 7. Land
F3 Fastur bíll á Hrafnseyrarheiði. Ferðamenn fastir á bíl á miðri heiðinni. 27. október 2014. Kl. 17:05. Svæði 10. Land F3 aðstoða bíl sem er út af á Vatnsskarði. Bíll út af við bæinn Íbishól. 27. október 2014. Kl. 19:24. Svæði 10. Land
F3 Bíll út af við Víðimýrarbrú. Bíll út af við Víðimýrarbrú. Er uppi á handriðinu og við það að velta. 30. október 2014. Kl. 14:34. Svæði 16. Land F3 Fastur bíll í Gilsá. Lögregla hafði samband fyrir hönd þeirra sem eru fastir. 30. október 2014. Kl. 18:58. Svæði 3. Land
F2 Þakplötur að fjúka í Hveragerði. Lögregla hefur samband við bakvakt SS3 vegna þakplatna sem eru að fjúka á Listasafni Árnesinga
221
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
í Hveragerði. A.m.k. ein plata laus, nærri þakglugga og talsverð verðmæti í málverkum og öðru fyrir neðan gluggann. 31. október 2014. Kl. 11:48. Svæði 1. Land F2 Hvassviðri á höfuðborgarsvæðinu. Hvassviðri að valda tjóni. Lítið um trampólín þó! 31. október 2014. Kl. 12:23. Svæði 7. Land
F3 Fastur bíll á Hrafnseyrarheiði. Lögregla kallar út aðstoð vegna bíls sem er fastur á miðri Hrafnseyrarheiði. 31. október 2014. Kl. 12:52. Svæði 8. Land F3 Bíll fastur á Steingrímsfjarðarheiði. Lögreglan óskar eftir aðstoð vegna útlendinga sem fastir eru á bílaleigubíl á Steingrímsfjarðarheiði. 31. október 2014. Kl. 14:00. Svæði 10. Land
F3 Geitur í vanda. Geitur í vanda í gili við bæinn Gilhaga. 31. október 2014. Kl. 14:35. Svæði 13. Sjór F2 Skip að slitna frá bryggju á Fáskrúðsfirði. Hoffell (gamla) að slitna frá bryggju vegna veðurs, slitið frá að aftan en fast að framan. 31. október 2014. Kl. 16:45. Svæði 7. Land
F3 Fok í Önundarfirði. Eitthvað að fjúka við Selaból í Önundarfirði. 1. nóvember 2014. Kl. 10:22. Svæði 3. Land
F3 Fastur Bíll við Gullkistu. 112 hefur samband við bakvakt SS3 vegna bíls sem er fastur við Gullkistu. 1. nóvember 2014. Kl. 10:40. Svæði 8. Land
F3 Rjúpnaskytta í vanda á Tröllatunguheiði. Rjúpnaskytta óskar eftir aðstoð við að komast til jeppabifreiðar sinnar, en viðkomandi hefur tognað á ökkla og á erfitt með gang og bifreiðin er í tæplega kílómetra fjarlægð. 1. nóvember 2014. Kl. 12:15. Svæði 12. Land F2 Pólstjarnan, leit. Leitað að rjúpnaskyttu á fjallgarði austan Raufarhafnar. Týndist um hádegi. Fannst kl. 17, mjög kaldur og blautur. Fluttur til Reykjavíkur með flugi. Tveir bílar og eitt fjórhjól tóku þátt. 1. nóvember 2014. Kl. 11:00. Svæði 6. Land
F2 Óveðursaðstoð. Umbeðið að lögreglu. Þak að losna af harðfiskhjalli við Patreksfjörð. 1. nóvember 2014. Kl. 14:00. Svæði 10. Land
F3 Sauðfjárbjörgun. Þrjár rollur og tvær geitur í vanda í gili við bæinn Gilhaga. 1. nóvember 2014. Kl. 15:04. Svæði 9. Land
F2 Fastur bíll í Búðará.
222
Aðgerðir björgunarsveita 2014
Fastur bíll í Búðará. Þrír menn í bílnum, orðnir blautir og kaldir. Eru á 38” Nissan Patrol. 1. nóvember 2014. Kl. 16:45. Svæði 4. Land F3 Fastur bíll á Kaldadal. Fastur bíll, Landcruiser 150, bílaleigubíll á Kaldadal. 2. nóvember 2014. Kl. 11:05. Svæði 7. Land
F3 Fastur bíll á Hrafnseyrarheiði. Tveir Kínverjar í bíl fastir á Hrafnseyrarheiði. 2. nóvember 2014. Kl. 13:24. Svæði 12. Land
F3 Pólstjarnan, aðstoð. Farið og náð í fjórhjól sem valt á fjallgarði. Var í skoðunarferð eftir leit frá deginum áður. 3. nóvember 2014. Kl. 16:49. Svæði 16. Land
F3 Fastur bíll norðan við Heklu. 4. nóvember 2014. Kl. 12:51. Svæði 11. Land
F3 Sækja kindur. Vegna ófærðar biðja bændur um öfluga bíla til að fara á Eyjafjarðardal. 5. nóvember 2014. Kl. 19:00. Svæði 10. Sjór F3 Sauðfjárbjörgun. Óskaði eftir aðstoð sveitar við að sækja fé norðan í Tindastóli. Farið var á báti frá Reykjum þar sem ekki er gerlegt að komast að fénu á annan hátt. 6. nóvember 2014. Kl. 16:00. Svæði 15. Land
F3 Föst rúta á Skeiðarársandi. Föst rúta rétt utan við þjóðveg á Skeiðarársandi á slóða. 7. nóvember 2014. Kl. 16:02. Svæði 1. Land F1 Eldur í sumarhúsi í Kjós. Eldur í sumarbústað við Meðalfellsvatn. Talinn vera mannlaus. Aðstoða slökkvilið við flutning á staðinn. 8. nóvember 2014. Kl. 11:02. Svæði 8. Land
F3 Fastur bíll á Hestakleif. Feðgar á Subaru Forrester á rjúpnaveiðum fastir í snjó á miðju Eyrarfjalli. 8. nóvember 2014. Kl. 12:37. Svæði 10. Sjór
F3 Svipast um eftir björgunarbáti. LHG hafði samband og óskaði eftir því að sveitin færi út að Hvalnesi á Skaga og svipaðist um eftir björgunarbáti sem er á reki á svæðinu, en ekkert sást til bátsins. Í framhaldi var ákveðið að hætta aðgerð í bili og halda heim. LHG ætlar að fylgjast með rekaldi. 8. nóvember 2014. Kl. 12:01. Svæði 11. Land
F3 Aðstoða rjúpnaskyttur. Fastur bíll utan vegar/slóða í Hlíðarfjalli. 8. nóvember 2014. Kl. 16:57. Svæði 3. Land
F2 Fastir ferðamenn, Hveravellir.
223
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Breskir ferðamenn á jeppa. Fastir í snjó. 8. nóvember 2014. Kl. 19:13. Svæði 16. Land F3 Fastur bíll við Þykkvabæ. Tveir menn á Toyotu Corolla óska eftir aðstoð þar sem þeir festu bíl sinn á Ástarbraut. Þeir fóru í gegnum Þykkvabæ upp hjá Borg. 8. nóvember 2014. Kl. 10:56. Svæði 3. Land
F1 Vettvangshópur, Flúðir. Meðvitundarskerðing. Skert meðvitund, sumarhús. 9. nóvember 2014. Kl. 14:54. Svæði 3. Land
F2 Vettvangshópur, Flúðir. Bílvelta. Vettvangshópur, bílvelta við Kjóastaði. 9. nóvember 2014. Kl. 15:48. Svæði 11. Land
F3 Aðstoða vísindamenn við Holuhraun. Fara með tvo vísindamenn í Dreka. 9. nóvember 2014. Kl. 16:00. Svæði 3. Land
F2 Leit, Kjóastaðir. Svæðisstjórn, upplýsingaöflun vegna bílveltu. Talið að ökumaður hafi ráfað frá bílnum. 9. nóvember 2014. Kl. 12:20. Svæði 2. Land
F3 Leit að þýskum ferðamanni við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Lögreglan á Suðurnesjum leitar að þýskum ferðamanni. Síðast er vitað um ferðir hans nærri Flugstöð Leifs Eiríkssonar. 9. nóvember 2014. Kl. 11:06. Svæði 9. Land
F3 Hross á Þorvaldsfjalli. Bóndi óskar eftir aðstoð við að ná hrossahópi af Þorvaldsfjalli. 9. nóvember 2014. Kl. 14:36. Svæði 3. Land
F3 Fastur bíll við Hafið Bláa. Bíll fastur í fjörunni við Hafið Bláa. 9. nóvember 2014. Kl. 15:14. Svæði 10. Sjór
F3 Leit að björgunarbáti. Fórum í fjöru við Hvalnes og fundum björgunarbátinn og neyðarsendinn. Bátur spilaður upp og fluttur heim. 9. nóvember 2014. Kl. 16:10. Svæði 4. Land F2 Neyðarblys á Holtavörðuheiði. Hefja eftirgrennslan því það sást til neyðarsólar uppi á Holtavörðuheiði. Umbeðið af Lögreglu. 10. nóvember 2014. Kl. 10:10. Svæði 9. Land
F3 Bílvelta á Hrútafjarðarhálsi. Flutningabíll (trailer) oltinn 1,4 km austan við afleggjara að Tjarnarkoti. Sjóvá vill hafa gæslu við flakið í nótt. Verðmætabjörgun verður á morgun. 11. nóvember 2014. Kl. 12:45. Svæði 9. Land
224
Getur þú hugsað þér daglegt líf án rafmagns?
Sæstrengir Skipum er bannað að veiða með veiðarfærum sem fest eru í botni eða dregin eftir honum, svo sem netum, botnvörpum og þesslegu á svæðum þar sem háspennusæstrengir liggja. Svæði það sem hér er átt við er vanalega 200m belti hvoru megin sæstrengsins. Á landtaksstöðum sæstrengja eru hringlaga spjöld sem fest eru á stangir. Gerð merkjanna er sýnd hér fyrir ofan. Þegar merki ber saman í lóðréttri línu, er skipið sem næst því að vera yfir sæstrengnum eða á miðju bannsvæðisins. Aldrei má reyna að losa skip við sæstreng með því að höggva strenginn í sundur. Það getur valdið manntjóni vegna raflosts eða alvarlegum brunasárum. Ef skip í nauð þarf að leggjast að akkeri á bannsvæði, þar sem sæstrengur liggur, eða skip rekur á sæstreng, ber að draga akkerisfestina varlega inn. Ef vart verður við að akkerið hefur fest á sæstreng, til dæmis þannig að drátturinn verður stöðugt þyngri eða menn finna að akkerið rennur til, ber að slaka keðjunni varlega út aftur, setja við hana dufl og losa hana frá skipinu ef mögulegt er. Slíkt ber að tilkynna til RARIK án tafar. Komi sæstrengur óvart upp úr sjó á akkeri, má reyna að losa hann af akkerinu með því að bregða kaðli undir strenginn meðan akkerið er látið síga undan honum. Slíkt ber þó að tilkynna réttum aðilum án tafar, þar sem strengurinn getur hafa skaddast við hnjaskið enda þótt áverkar séu ekki sjáanlegir á ytra borði hans.
RARIK ohf. • Sími 528 9000 • www.rarik.is
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F3 Fastur bíll á Kjalvegi. Bíll fastur á Kjalvegi við Rjúpnafell. 12. nóvember 2014. Kl. 11:23. Svæði 12. Land
F3 Fastur bíll við Hafragilsfoss. Lögreglan á Húsavík óskaði eftir að farið yrði til aðstoðar við fólk sem fast væri á leið að Dettifossi að austan. Skv. upplýsingum frá fólkinu taldi það sig vera um 14 km frá gatnamótum við veg 85. Miðað við það var ljóst að fólkið hafði farið framhjá lokunarpósti. 12. nóvember 2014. Kl. 13:29. Svæði 12. Land
F3 Pólstjarnan, aðstoð. Farið upp í Mjóuvatnsása og bíll dreginn upp. 13. nóvember 2014. Kl. 20:40. Svæði 3. Land
F1 Bíll í Ölfusá. Bíll fer í ána á milli Hótel Selfoss og kirkjunnar. Umfangsmikil leit var gerð að ökumanni bílsins bæði á landi og í Ölfusánni. Maðurinn fannst heill á húfi en nokkuð þrekaður snemma morguns. Hafði rekið niður eftir ánni og komst við illan leik á þurrt. Björgunarsveit fann manninn. 14. nóvember 2014. Kl. 19:25. Svæði 1. Land
F2 Leit að manni við Garðabæ. Leit að manni sem óttast var um. Maðurinn fannst við Helgafell heill á húfi. 14. nóvember 2014. Kl. 11:44. Svæði 10. Land F3 Aðstoða Mílu á Þrándarhlíðarfjalli. Farið að Þrándarhlíðarfjalli til að athuga með stöðu á möstrum. Ísing líkleg. 14. nóvember 2014. Kl. 19:14. Svæði 3. Land
F3 Fastur bíll austan í Hlöðufelli. Tilkynnt um bíl fastan austan í Hlöðufelli, slæmt símsamband á staðnum. Tvennt í bílnum, feðgin. 15. nóvember 2014. Kl. 12:34. Svæði 1. Land F2 Eftirgrennslan í Árbæ. Eftirgrennslan eftir 10 ára telpu í Árbænum sem ekki skilaði sér heim. Stúlkan fannst heil á húfi. 15. nóvember 2014. Kl. 16:08. Svæði 13. Land
F3 Aðstoð við veiðimann. Veiðimaður biður um aðstoð við að komast niður af Valahjalla í Svínadal. Þoka og myrkur er á svæðinu og GPS tæki og vasaljós veiðimanns orðin straumlaus. 16. nóvember 2014. Kl. 13:02. Svæði 4. Land F1 Sækja meðvitundarlausan mann. Sækja meðvitundarlausan mann inn á Mjóadal, Hafnargil fyrir ofan Mýrarnar. 16. nóvember 2014. Kl. 15:31. Svæði 1. Sjór
F2 Vélarvana bátur við Álftanes. Lítill vélarvana bátur út af Álftanesi. Einn maður um borð og engin hætta á ferðum. 16. nóvember 2014. Kl. 11:05. Svæði 1. Sjór F2 Leit í Hafnarfjarðarhöfn.
226
Aðgerðir björgunarsveita 2014
Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin fór í endurúttekt hjá INSARAG og stóðst hana með sóma. Ólafur Loftsson, einn af stjórnendum sveitarinnar með viðurkenninguna. Leit að 17 ára pilti við Hafnarfjarðarhöfn. Pilturinn fannst heill á húfi. 17. nóvember 2014. Kl. 13:17. Svæði 4. Land F3 Fastur bíll á Kaldadal. Bílaleigubíll, tveir Frakkar. 17. nóvember 2014. Kl. 10:40. Svæði 1. Land
F2 Leit að eldri hjónum frá Mosfellsbæ. Leit að eldri hjónum sem fóru frá Hlaðhömrum í Mosfellsbæ í hádeginu í dag. Ættingjar óttuðust um hjónin og leituðu björgunarsveitir að þeim. Hjónin fundust heil á húfi. 18. nóvember 2014. Kl. 16:30. Svæði 16. Land F2 Leit á Heklu. Erlend kona hugðist ganga á Heklu ásamt tveimur öðrum, en snéri við fljótlega og hugðist ganga í bílinn aftur. Þeir tveir sem fóru langleiðina á fjallið fundu hana ekki þegar niður var komið. Konan er í símasambandi við lögregluna á Hvolsvelli. 18. nóvember 2014. Kl. 17:50. Svæði 1. Land F2 Árekstur í Kollafirði. Árekstur tveggja bíla í Kollafirði á Kjalarnesi. 20. nóvember 2014. Kl. 16:22. Svæði 2. Sjór
F3 Eldsneytislítil flugvél.
227
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Vaskur hópur hjá Slysavarnaskóla sjómanna. Mynd: Hilmar Snorrason.
Sex manna Cessna flugvél á leið til Íslands. Er í miklum mótvindi og eldneytisbirgðir munu líklega ekki duga til landsins. Er 200 sml vestur af Keflavíkurflugvelli. Vélin lenti heilu og höldnu. 22. nóvember 2014. Kl. 15:54. Svæði 16. Land F3 Fastur vörubíll í Krossá. Vörubíll fastur í Krossá, Húsadalsmegin. Óskað eftir Unimog FBSH í verkefnið. 23. nóvember 2014. Kl. 11:32. Svæði 12. Land F1 Maður með brjóstverk í Mývatnssveit. Maður sem er staddur í Úthlíð er með verk fyrir brjósti, sjúkrabíll á leiðinni. 23. nóvember 2014. Kl. 16:48. Svæði 5. Sjór
F2 Bátur með bilaða vél. Tíu metra, sex tonna bátur með bilaða vél um 17 sml norður af Grundarfirði. 24. nóvember 2014. Kl. 02:10. Svæði 2. Land F2 Leit í Keflavík. Leit að 40 ára manni. Maðurinn fannst látinn á Miðnesheiði eftir talsverða leit. 24. nóvember 2014. Kl. 14:08. Svæði 2. Land
F2 230 Fífumói þakplötur. Þakplötur að fjúka af Fífumóa 5. 27. nóvember 2014. Kl. 15:17. Svæði 1. Land
228
Aðgerðir björgunarsveita 2014
F1 Aðstoð v. veikinda í Kjós. Aðstoð vegna veikinda í heimahúsi í Kjós. 29. nóvember 2014. Kl. 17:55. Svæði 5. Sjór
F1 Strandaður bátur í innsiglingunni í Stykkishólmi. 18 metra bátur strandaður, einn um borð. 30. nóvember 2014. Kl. 11:11. Svæði 4. Land
F3 Fyrirbyggjandi óveðursaðstoð í Borgarnesi. Ekið um Borgarnes og ath. með lausamuni og það sem getur fokið. 30. nóvember 2014. Kl. 12:00. Svæði 18. Land
F3 Óveðursaðstoð, Vestmannaeyjar. 30. nóvember 2014. Kl. 12:03. Svæði 2. Land
F2 Óveður á Suðurnesjum. Verðmætabjörgun í öllum bæjarfélögum á svæði 2. 30. nóvember 2014. Kl. 11:01. Svæði 1. Land F3 Óveður á Höfuðborgarsvæðinu. Veður fer nú versnandi á höfuðborgarsvæðinu. Kemur smá hlé upp úr kl. 18.00 og stórversnar svo með kvöldinu í suðvestan átt. Búast má við hættulegum vindhviðum við fjöll. 30. nóvember 2014. Kl. 11:33. Svæði 16. Land
F3 Óveður á svæði 16. Óveðursaðstoð á svæði 16. 30. nóvember 2014. Kl. 11:48. Svæði 3. Land F2 Óveður á svæði 3. 30. nóvember 2014. Kl. 15:24. Svæði 5. Land
F3 Ferðamenn fastir. Ferðamenn fastir á bíl í snjó á Kollafjarðarheiði. 30. nóvember 2014. Kl. 15:58. Svæði 11. Land
F3 Óveður svæði 11. Óveðuraðstoð á Ólafsfirði, Dalvík, Akureyri, Hrísey og á Árskógssandi. 30. nóvember 2014. Kl. 18:00. Svæði 10. Land
F3 Fyrirbyggjandi vegna óveðurs. Athugað með trampólín og annað sem valdið getur tjóni ef það fýkur. 30. nóvember 2014. Kl. 18:06. Svæði 5. Land
F3 Fyrirbyggjandi óveðursaðstoð í Grundarfirði. Aka um bæinn, meta aðstæður, athuga hættur og vá. 30. nóvember 2014. Kl. 18:27. Svæði 4. Land F3 Óveður á svæði 4. 30. nóvember 2014. Kl. 19:28. Svæði 4. Land
F3 Óveðursaðstoð í Borgarnesi. Óveðursaðstoð í Borgarnesi.
229
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
30. nóvember 2014. Kl. 19:59. Svæði 5. Land F3 Óveðursaðstoð í Stykkishólmi. 30. nóvember 2014. Kl. 10:05. Svæði 5. Land
F3 Óveður í Snæfellsbæ. Aðstoðarbeiðnir koma inn stanslaust til kl. 01:35. 30. nóvember 2014. Kl. 10:55. Svæði 8. Land
F3 Óveður á Hólmavík. Óveðrið er komið á Strandir og vakt er í Rósubúð og farið í eftirlit um Hólmavík. 30. nóvember 2014. Kl. 11:52. Svæði 10. Land F2 Óveður á svæði 10. Óveður á svæði 10. 30. nóvember 2014. Kl. 11:57. Svæði 12. Land F2 Óveður á svæði 12. Þakgluggi fokinn úr fjósi á bæ í Tjörnesi. 1. desember 2014. Kl. 13:24. Svæði 9. Land F2 Aðstoð við vegfaranda á Kjalvegi. Aðstoða vegfaranda á Kjalvegi. Lélegt símasamband 1. desember 2014. Kl. 10:00. Svæði 12. Land
F3 Heiðarbraut, þakplötur að fjúka. Óskað eftir aðstoð við að hemja foknar þakplötur. 1. desember 2014. Kl. 11:07. Svæði 12. Land F2 Óveðursaðstoð, Ljósvetningabúð. Þakplötur að losna á Ljósvetningabúð. Bjsv. Þingey kölluð út. 1. desember 2014. Kl. 14:50. Svæði 16. Land
F3 Aðstoð í dreifbýli (Hjarðarbrekka) eftir óveður. Beiðni um aðstoð við að fergja þakplötur sem fuku af útihúsi við Hjarðarbrekku. Bóndinn hringdi og treystir sér ekki í verkefnið vegna hálku og erfiðra aðstæðna. Hann hefur áhyggjur af að allt fari af stað ef það fer að hvessa í kvöld. 1. desember 2014. Kl. 15:15. Svæði 16. Land
F2 Leit á Fimmvörðuhálsi. Aðstoða Lögreglu. Franskur ferðamaður fór gangandi frá Skógum um kl. 9 í morgun og ætlar í Þórsmörk, sennilega illa búinn. Lögreglan vill stöðva för hans. 2. desember 2014. Kl. 19:28. Svæði 1. Land F1 Kjalarnes - brjóstverkur. Karlmaður með brjóstverk. Vettvangshjálp Kjalar veitir fyrstu hjálp þar til sjúkrabíll kemur. 2. desember 2014. Kl. 11:00. Svæði 10. Land
F3 Þak að fjúka. Þak farið að losna á hlöðunni á bæ fyrir neðan Varmahlíð.
230
Aðgerðir björgunarsveita 2014
2. desember 2014. Kl. 16:42. Svæði 3. Land F3 Skoða fok í Selvogi. Skoða aðstæður með þak sem er að losna. Athuga hvort hætta sé á tjóni á öðrum eignum í kring. 4. desember 2014. Kl. 14:32. Svæði 9. Sjór
F3 Bátur fékk í skrúfuna. Bátur óskaði eftir aðstoð eftir að hafa fengið í skrúfuna norður af Skaga. 5. desember 2014. Kl. 13:54. Svæði 2. Land
F2 Aðstoð á Grindavíkurvegi. Vegfarandi hringir og óskar eftir aðstoð við að ná bílnum sínum upp á veg. Viðkomandi hafði fokið út af veginum og sat þar fastur. Töluverð umferð á Grindavíkurvegi og snarvitlaust veður. 5. desember 2014. Kl. 15:07. Svæði 5. Land
F3 Bíll utan vegar við Hraunsmúla. Formaður Lífsbjargar var á leið norður á skotstjóranámskeið og keyrði fram á bíl sem var utan vegar. 5. desember 2014. Kl. 16:15. Svæði 6. Land F2 Bíll fastur á Kleifaheiði. Bíll með fimm manneskjum fastur rétt neðan við Kleifakarl á Kleifaheiði. Vont veður og slæmt skyggni á heiðinni. Umbeðið af lögreglu. 5. desember 2014. Kl. 16:58. Svæði 4. Land
F3 Aðstoða bíla undir Hafnarfjalli. Umbeðið af lögreglu. Aðstoða við að draga upp fólksbíl og Toyota Hiace sem er fullur af útlendum ferðamönnum. Orðið bálhvasst undir Hafnarfjalli. 5. desember 2014. Kl. 10:40. Svæði 15. Land
F2 Umferðarslys í Öræfum. Harkaleg útafkeyrsla 10 mínútum austur af Freysnesi. 6. desember 2014. Kl. 11:02. Svæði 2. Land
F3 Fastur bíll á vegi 427. Lögreglan á Suðurnesjum hringir og óskar eftir að Bjsv. Þorbjörn fari austur Suðurstrandaveg og aðstoði fólk sem situr þar fast. Fólkið er erlendir ferðamenn og segjast vera fast á vegi 427. 6. desember 2014. Kl. 13:49. Svæði 2. Land
F3 Aðstoð vegna mannvirkja á Þorbirni. Grindavíkurbær óskar eftir því að sveitin aðstoði rafverktaka við verkefni á Þorbirni. 7. desember 2014. Kl. 11:48. Svæði 4. Land F3 Festa niður þakplötur. Bóndi óskaði eftir því að þakplöturnar á útihúsinu yrðu festar niður svo þær myndu endast fram til vors. Ætlaði þá í fullnaðarviðgerð í betra veðri. 7. desember 2014. Kl. 11:16. Svæði 3. Land
F2 Vettvangshópur, Flúðum. Slys á Geysi. Erlend kona slasast á ökkla við Litla-Geysi í Haukadal. 7. desember 2014. Kl. 17:01. Svæði 16. Land
231
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F3 Bíll fastur utan vegar. 8. desember 2014. Kl. 12:39. Svæði 3. Land
F3 Bíll fastur uppi í Þrengslunum. 8. desember 2014. Kl. 13:35. Svæði 1. Land
F3 Óveður á Höfuðborgarsvæðinu. Búið er að vara við óveðri í kvöld. Það má því búast við útköllum tengdum óveðri eftir vinnu í dag og fram á nótt. Þetta geta verið alls konar verkefni miðað við veðurspána: fok, ófærð og vatnselgur. 8. desember 2014. Kl. 16:55. Svæði 3. Land
F2 Ófærðar- og óveðursaðstoð svæði 3. Búist við talsverðu óveðri og að færð spillist á Hellisheiði og í Þrengslum vegna þess. Svæðisstjórn með hlustun. 8. desember 2014. Kl. 17:00. Svæði 6. Land F3 Bíll á Dynjandisheiði. Sækja bílstjóra í bilaðan bíl á Dynjandisheiði. 8. desember 2014. Kl. 17:10. Svæði 6. Land
F2 Bíll fastur sunnanmegin á Kleifaheiði. Bíll fastur ofarlega sunnanmegin á Kleifaheiði. Mikill snjór, slæmt skyggni. 8. desember 2014. Kl. 18:05. Svæði 4. Land
F3 Óveður á Akranesi. 8. desember 2014. Kl. 18:24. Svæði 11. Land F3 Snjóhengja í Ólafsfirði. Snjó- og klakahengja að falla af húsi í Ólafsfirði. 8. desember 2014. Kl. 18:30. Svæði 6. Land
F2 Sjúkraútkall vegna ófærðar. Höfuðmeiðsli á dreng en ófært á Patró. 8. desember 2014. Kl. 18:48. Svæði 6. Land F3 Óveðursaðstoð, Patreksfjörður. Atvik tengt veðri. Farið um á 35” bíl björgunarsveitarmanns. 8. desember 2014. Kl. 19:12. Svæði 5. Land
232
Aðgerðir björgunarsveita 2014
Mikil línuvinna fylgir leit og björgun í bröttu umhverfi. Þá eru góðar tryggingar mikilvægar. Frá leit við Látrabjarg. Mynd: Rakel Ósk Snorradóttir.
233
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F3 Óveðursviðbúnaður í Grundarfirði. Vont veður og leiðinleg færð innanbæjar í Grundarfirði. Félagar í húsi og taka við og við ferðir um bæinn. 8. desember 2014. Kl. 10:21. Svæði 4. Land
F2 Óveður á svæði 4. 8. desember 2014. Kl. 10:39. Svæði 7. Land
F3 Óveður á Vestfjörðum. Fastir bílar í Súgandafirði. 8. desember 2014. Kl. 10:54. Svæði 16. Land
F3 Dráttur á bíl í Reynisfjalli. Bíll sem fór út af á Reynisfjalli. Þurfi drátt upp á veg aftur. 8. desember 2014. Kl. 11:00. Svæði 2. Land
F2 Óveðursaðstoð á Suðurnesjum. Fok á lausamunum. 8. desember 2014. Kl. 11:02. Svæði 18. Land
F2 Óveður. Óveðursaðstoð í Eyjum. 9. desember 2014. Kl. 17:57. Svæði 12. Land
F2 Óveður. Klæðning farin af húsi á Fjarðarvegi ásamt á Dvalarheimilinu Nausti. 9. desember 2014. Kl. 18:00. Svæði 6. Land F2 Þjónustubeiðni frá OV, Patreksfjörður. Orkubú Vestfjarða (OV) óskar eftir aðstoð við bilanaleit á línum. 9. desember 2014. Kl. 18:34. Svæði 10. Land
F3 Aðstoð. Fara með viðgerðarmann uppá Tindastól að gera við sendi í mastri. 9. desember 2014. Kl. 19:35. Svæði 11. Land F3 Moka af húsþaki að Hlíðarvegi, Ólafsfirði. 9. desember 2014. Kl. 10:53. Svæði 13. Land
F3 Þakplötur að fjúka af hlöðu í Njarðvík. Þakplötur að fjúka af hlöðu í Njarðvík. 9. desember 2014. Kl. 10:56. Svæði 7. Land
F3 Þakplötur að fjúka á Ingjaldssandi. Þakplötur hafa fokið af nokkrum húsum í nótt og miklar líkur taldar á að þak fjúki af einu húsi í næsta roki. 9. desember 2014. Kl. 11:50. Svæði 13. Land
F3 Aðstoða við að hefta þakplötur við Hrísa í Vopnafirði. Stórt þak fokið af minkahúsum.
234
Aðgerðir björgunarsveita 2014
9. desember 2014. Kl. 12:45. Svæði 9. Land F3 Fara með viðgerðarmann á Vatnsnesfjall. Fara með viðgerðarmann að Tetrasendi að Hnausum á Vatnsnesfjalli. 9. desember 2014. Kl. 11:49. Svæði 6. Land
F3 Leit að bilunum á rafmagnslínum. Leita að bilunum á rafmagnslínum fyrir Orkubú Vestfjarða. 9. desember 2014. Kl. 12:32. Svæði 7. Land
F3 Illviðri á Vestfjörðum. Undirbúningur vegna illviðris sem er að ganga yfir Vestfirði. Í ljós hefur komið að Þingeyri/Dýrafjörður eru án Tetrasambands. Einnig er Vodafone símar úti. 9. desember 2014. Kl. 14:05. Svæði 6. Land
F2 Aðstoð á Kleifaheiði. Umbeðið af lögreglu. Fylgja bílum yfir Kleifaheiði (Patreksfjörður-Brjánslækur) á Baldurstíma (Ferjan Baldur). Taka við bílum sem koma með Baldri (Brjánslækur-Patreksfjörður) og fylgja þeim yfir Kleifaheiði til Patreksfjarðar. 9. desember 2014. Kl. 15:15. Svæði 5. Land
F2 Bílar aðstoðaðir í stormi í Snæfellsbæ. Þrír félagar frá Lífsbjörg fóru á þremur bílum í að aðstoða fólk við að komast til síns heima frá kirkju og á milli bæjarfélaganna Ólafsvíkur og Hellissands. 9. desember 2014. Kl. 18:00. Svæði 9. Land
F3 Festa þakplötur á gömlum bragga. Fyrirbyggjandi aðgerð, festa lausar þakplötur á gömlum bragga rétt fyrir sunnan Blönduós. 9. desember 2014. Kl. 18:00. Svæði 8. Land
F3 Aðstoð vegna fjarskiptabúnaðar á Hátungum. Farið á jeppa með viðgerðarmann vegna vandræða með fjarskiptabúnað á Hátungum við Steingrímsfjarðarheiði. 9. desember 2014. Kl. 18:02. Svæði 6. Land
F2 Bíll fastur vestanmegin á Kleifaheiði. Umbeðið af Neyðarlínu og lögreglu. Bíll fastur á Kleifaheiði skammt frá Kleifakallinum. Fimm manns í bílnum (af erlendu bergi brotin). 9. desember 2014. Kl. 19:36. Svæði 6. Land F3 Starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða komið á vakt. Vaktaskipti á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Patreksfirði. 9. desember 2014. Kl. 10:26. Svæði 5. Land
F3 Bíll út af austan við Hamra. Bíll er út af við bæinn Hamra í Grundarfirði. 9. desember 2014. Kl. 11:39. Svæði 6. Land F3 Bíll fastur á Hálfdán. Bíll á leiðinni á Tálknafjörð festi sig við skíðaskálann á Hálfdán.
235
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Unglingadeildirnar Hafbjörg og Árný á göngu í Reykjadal í mars 2014. Mynd: Otti Rafn Sigmarsson.
9. desember 2014. Kl. 11:56. Svæði 12. Land F2 Óveður. Þakplötur að fjúka. 10. desember 2014. Kl. 16:03. Svæði 2. Land
F3 Fastur bíll, Hólmgarður. Beiðni um aðstoð. Kona segist vera föst í skafli við Hólmgarð og „einhverja götu“. 10. desember 2014. Kl. 16:26. Svæði 3. Land
F3 Ófærðaraðstoð Hellisheiði/Þrengsli. Vonskuveður á Hellisheiði. Lögregla óskar eftir að heiðinni verði lokað áður en morgunumferðin fer á hana. Ekki talið að bílar séu í vandræðum á heiðinni sjálfri. 10. desember 2014. Kl. 17:44. Svæði 10. Land F2 Bíll út af við Illugastaði á Þverárfjallsleið. Mokstursbíll út af við Illugastaði 10. desember 2014. Kl. 18:00. Svæði 6. Land
F2 Aðstoð við OV. Orkubú Vestfjarða, Patrekfirði, óskar eftir manni. Bilanaleit og afísun á línum. 10. desember 2014. Kl. 18:15. Svæði 5. Land
F3 Flutningur á starfsfólki hjúkrunarheimilisins á Fellsenda frá Búðardal að Fellsenda.
236
Aðgerðir björgunarsveita 2014
Fengum boð frá 112 að beiðni lögreglunar um að fimm starfsmenn á hjúkrunarheimilinu á Fellsenda sem búa i Búðardal þyrftu að komast í vinnu á Fellsenda í Miðdölum. 10. desember 2014. Kl. 19:04. Svæði 4. Land F3 Fastir bílar undir Hafnarfjalli. Umbeðið af lögreglu. Fastir bílar undir Hafnarfjalli. 10. desember 2014. Kl. 19:15. Svæði 6. Land
F2 Bilanaleit og afísing fyrir OV. Umbeðið af Orkubúi Vestfjarða. Óskað eftir manni til að aðstoða við bilanaleit og afísingu. 10. desember 2014. Kl. 19:28. Svæði 10. Land F3 Bíll út af á Vatnskarði. Bíll út af á Vatnskarði. Senda bíl til að hjálpa honum upp. 10. desember 2014. Kl. 10:11. Svæði 1. Land
F3 Ófærð Kjalarnes - lokun. Lokun við hringtorg við Þingvallaveg/Kjalarnes (Kyndill) og Grundarhverfi (Kjölur). 10. desember 2014. Kl. 10:23. Svæði 2. Land F2 Óveður á Suðurnesjum. 10. desember 2014. Kl. 10:34. Svæði 5. Land
F3 Flotbryggja að slitna upp í Stykkishólmi. Aðstoða við að hemja flotbryggju sem er að slitna upp í Stykkishólmi. 10. desember 2014. Kl. 11:27. Svæði 16. Land
F3 Rúta út af við Kirkjubæjarklaustur. Rúta út af við Kirkjubæjarklaustur. Farþegar allir komnir í skjól. 10. desember 2014. Kl. 12:07. Svæði 1. Land F3 Óveður í Reykjavík. Nokkur óveðursverkefni Í Reykjavík og Mosfellsbæ vegna foks. Einnig óveðursaðstoð við skólabörn á Kjalarnesi. 10. desember 2014. Kl. 12:25. Svæði 10. Land
F3 Lokun á Vatnsskarði. Lokun fyrir Vegagerðina. 10. desember 2014. Kl. 11:00. Svæði 6. Land
F3 Brjóta ís af línum. 10. desember 2014. Kl. 11:19. Svæði 10. Land
F3 Lokun á Þverárfjalli. Lokun fyrir Vegagerðina. Loka Þverárfjallsvegi. 10. desember 2014. Kl. 11:27. Svæði 4. Land F3 Þjónustuverkefni fyrir Norðurál. 10. desember 2014. Kl. 11:38. Svæði 6. Land
F2 Bíll fastur í ófærð í Hafnarmúla. Umbeðið af lögreglu. Bíll fastur í Hafnarmúla, sunnanmegin í Patreksfirði.
237
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
10. desember 2014. Kl. 12:10. Svæði 8. Land F3 Laus þakplata. Óskað eftir aðstoð þar sem þakplata er að losna af íbúðarhúsi á Hólmavík. 10. desember 2014. Kl. 12:20. Svæði 12. Land
F3 Lokun á Víkurskarði. Lokun á Víkurskarði að austan að beiðni Vegagerðar. 10. desember 2014. Kl. 12:29. Svæði 11. Land
F3 óveðuraðstoð í Dalvíkurbyggð. Bíll utan vegar, engin meiðsl á fólki, slæmt veður. 10. desember 2014. Kl. 13:22. Svæði 16. Land
F3 Flytja fólk frá Steinum. 10. desember 2014. Kl. 13:37. Svæði 11. Land
F3 Fastur bíll á Víkurskarði. Tveir bílar fastir á Víkurskarði, hjón með eitt barn í öðrum bílnum en einn maður í hinum. 10. desember 2014. Kl. 14:47. Svæði 12. Land
F3 Fastur bíll í Fnjóskadal. Bíll út af og fastur norðan Böðvarsness. 10. desember 2014. Kl. 16:14. Svæði 6. Land
F2 Langtíma rafmagnsleysi. Umbeðið af lögreglu og Orkubúi Vestfjarða, Patreksfirði. Langtíma rafmagnsleysi á Barðaströnd. Eldisfyrirtæki og fleiri í vandræðum vegna rafmagnsleysis á Tálknafirði. 10. desember 2014. Kl. 16:26. Svæði 8. Land Hátungur, taka 2. Önnur tilraun til að koma þjónustumanni að fjarskiptastöðinni á Hátungum. 10. desember 2014. Kl. 16:50. Svæði 5. Land
F3 Bílar út af við Vegamót á Snæfellsnesi. Strætókálfur og fjórir bílar út af við Vegamót og á Vatnaleið. 10. desember 2014. Kl. 17:00. Svæði 13. Land F3 Lokun á Fjarðarheiði. Beiðni frá Vegagerðinni um að loka Fjarðarheiði. 10. desember 2014. Kl. 17:00. Svæði 13. Land
F3 Lokun á Fagradal. Beiðni frá Vegagerðinni um að loka Fagradal. 10. desember 2014. Kl. 17:30. Svæði 13. Land
F3 Lokun Hárekstaðaleiðar við Skjöldólfsstaði. Hringt frá Vegagerðinni og beðið um að loka veginum við Skjöldólfsstaði. 10. desember 2014. Kl. 17:50. Svæði 4. Land
F2 Ófærðaraðstoð á Holtavörðuheiði. Umbeðið af lögreglu. Aðstoða fasta bíla uppi á Holtavörðuheiði.
238
Aðgerðir björgunarsveita 2014
10. desember 2014. Kl. 18:01. Svæði 9. Land F3 Ófærðaraðstoð á Hvammstanga. Starfsmaður á sambýli óskar eftir aðstoð við flutning á starfsfólki við vaktaskipti. 10. desember 2014. Kl. 18:32. Svæði 11. Land
F3 Ófærðaraðstoð á Akureyri. Subaru Forrester með þremur farþegum út af vegi utan við Einarsstaði í Hörgárbyggð. 10. desember 2014. Kl. 19:22. Svæði 3. Land
F2 Óveðursaðstoð, Kjarval í Þorlákshöfn. Þakkantur að fjúka á Kjarval í Þorlákshöfn. 10. desember 2014. Kl. 19:30. Svæði 13. Land
F3 Lokun Fagradals. Vakta lokunarpóst við Grænafell.
239
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Frá leit í Bleiksárgljúfri. Öryggisbúnaður leitarfólks var kannaður áður en það fór í gljúfrið.
10. desember 2014. Kl. 19:38. Svæði 7. Land F3 Fara með rafstöð að Hóli í Önundarfirði. Fara með rafstöð frá Hnífsdal að Hóli í Önundarfirði. 10. desember 2014. Kl. 19:41. Svæði 12. Land
F3 Lokun á Austurlandsvegi við Kröfluafleggjara. Vegagerðin hringir og biður um að þjóðvegi 1 austan Mývatns verði lokað með skilti kl. 20:00. 10. desember 2014. Kl. 19:52. Svæði 9. Sjór F3 Snjór í báti í höfninni á Skagaströnd. Snjór hefur safnast í bát við bryggju í höfninni á Skagaströnd. Ef ekkert er að gert er hætta á að báturinn fari niður. 10. desember 2014. Kl. 19:57. Svæði 13. Land
F3 Lokun vegar. Að beiðni Vegagerðar er veginum um Fjarðarheiði lokað Seyðisfjarðarmegin. 11. desember 2014. Kl. 11:13. Svæði 10. Land F2 Losa bíla innanbæjar á Sauðárkróki. Lögreglan boðar út vegna jeppa sem er fastur.
240
Aðgerðir björgunarsveita 2014
11. desember 2014. Kl. 11:54. Svæði 11. Land F3 Ófærðaraðstoð á Akureyri. Mikil ófærð innanbæjar á Akureyri. Nokkur verkefni við að koma fólki til aðstoðar innanbæjar. 11. desember 2014. Kl. 17:13. Svæði 11. Land
F3 Ófærðaraðstoð á Dalvík. Almenn ófærðaraðstoð á Dalvík. 11. desember 2014. Kl. 18:00. Svæði 12. Land
F3 Óveðursaðstoð. Dregnir nokkrir bílar í Reykjadal. 11. desember 2014. Kl. 18:00. Svæði 6. Land
F2 Rafmagnsleysi, viðgerðir og viðhald. Aðstoð við viðgerðir og viðhald á háspennulínum eftir viðvarandi rafmagnsleysi. 11. desember 2014. Kl. 18:02. Svæði 9. Land
F3 Losa bíla af götum Hvammstanga. Aðstoð við að losa bíla sem eru fastir og hindra snjómokstur. 11. desember 2014. Kl. 18:30. Svæði 13. Land
F3 Lokun á Fagradal. Beiðni frá Vegagerð um að loka Fagradal. 11. desember 2014. Kl. 18:46. Svæði 3. Land
F3 Sækja fólk sem er fast á Þingvallavegi. Rav 4 bílaleigubíll 10 m frá þjónustumiðstöð. Umbeðið af lögreglu. 11. desember 2014. Kl. 19:07. Svæði 9. Sjór F3 Moka snjó úr bátum í höfn á Skagaströnd. Snjó mokað úr bátum við bryggju á Skagaströnd. 11. desember 2014. Kl. 10:42. Svæði 9. Land
F3 Aka heim fólki - Skagaströnd. Beðið um aðstoð við koma starfsstúlku á Dvalarheimilinu Sæborg heim til sín. Töluverð ófærð í staðnum og nokkuð blint. 11. desember 2014. Kl. 14:50. Svæði 5. Land
F3 Bíll utan vegar við Rif. Ökumaður er að aka út neðra Rif og út á þjóðveg en nær ekki beygjunni og ekur út af. 11. desember 2014. Kl. 16:05. Svæði 13. Land
F3 Fastur bíll á Fagradal. Fastur bíll í ófærð. 11. desember 2014. Kl. 18:00. Svæði 13. Land
F3 Lokun á Fagradal. Vegagerðin biður um lokun á Fagradal. 12. desember 2014. Kl. 11:30. Svæði 5. Land
F3 Villtir ferðalangar.
241
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Neyðarlínan hringdi og bað um að grennslast yrði fyrir um fólk sem hafði hringt og sagðist vera villt. 12. desember 2014. Kl. 18:45. Svæði 5. Sjór F3 Þjónustuverkefni á sjó. Kvikmyndaverkefni við Djúpalónssand. 12. desember 2014. Kl. 10:00. Svæði 2. Sjór
F3 Sækja mann í Sunnu. Sækja mann um borð í flutningaskipið Sunnu utan við innsiglingu. 12. desember 2014. Kl. 10:20. Svæði 12. Land
F3 Bíll út af í Námaskarði. Lögregla hringir og tilkynnir um bíl út af í Námaskarði. 12. desember 2014. Kl. 11:26. Svæði 8. Land
F3 Bíll út af vegi. Bíll hafnaði út af vegi sunnanvert við Steingrímsfjarðarheiði. 12. desember 2014. Kl. 12:00. Svæði 6. Land
F2 Hænuvíkurháls. Umbeðið af OV í samráði við lögreglu. Bilanaleit og viðgerðir á háspennulínu. 12. desember 2014. Kl. 13:40. Svæði 7. Land
F3 Skoða aðstæður á Ingjaldssandi. Fara á Ingjaldssand og skoða aðstæður eftir óveðrið. 12. desember 2014. Kl. 14:22. Svæði 5. Land
F3 Bíll út af við Vatnaleið. Bíll út af rétt vestan við vegamót Snæfellsnesvegar og Vatnaleiðar að norðanverðu. 12. desember 2014. Kl. 16:12. Svæði 5. Land
F3 Fastir bílar á Hjallahálsi. Tveir bílar fastir á Hjallahálsi. 12. desember 2014. Kl. 17:30. Svæði 6. Land
F2 Bíll fastur innanbæjar á Patreksfirði. Bíll fastur innanbæjar. 12. desember 2014. Kl. 11:32. Svæði 6. Land F3 Moka af þaki Baldurshaga. Aðstoð við að moka af þaki Baldurshaga. 13. desember 2014. Kl. 19:00. Svæði 6. Land
F3 Berja af rafmagnslínum. Orkubú Vestfjarða biður um að berja ís af rafmagnslínum. 13. desember 2014. Kl. 11:08. Svæði 6. Land F2 Vistir og gas á Látra. Umbeðið af OV. Rafmagnslaust er á Látrum og rafmagn kemst ekki á í bráð. Farið með vistir og gas til ábúanda. 13. desember 2014. Kl. 12:21. Svæði 4. Land
242
Aðgerðir björgunarsveita 2014
F3 Bíll út af við Dalsmynni. Beiðni kom um að draga upp bíl sem var að koma niður af Bröttubrekku en náði ekki beygjunni inn á þjóðveg 1, heldur skautaði beint yfir veginn og út á tún. 13. desember 2014. Kl. 11:39. Svæði 7. Land
F3 Aðstoða bændur. Aðstoða bændur í Önundarfirði við að ná í fé sem er í óbyggðum. 13. desember 2014. Kl. 12:57. Svæði 10. Land F3 Aðstoða við hús Rauða krossins. Starfsmaður Rauða krossins hafði samband og bað um aðstoð vegna vatnsleka hjá þeim. Farið og mokað af skyggni. 13. desember 2014. Kl. 14:44. Svæði 16. Land
F3 Bílar fastir í Gilsá. Beðið um aðstoð Unimog vegna fimm bíla sem eru í vanda í og við Gilsá. Viðkomandi hafði sjálfur reynt að leysa verkefnið en gat það ekki. Bílarnir eru af gerðinni Toyota Hilux. 13. desember 2014. Kl. 14:46. Svæði 9. Land
F3 Aðstoð á vegi 59, Laxárdalsheiði á Reiðgötuhrygg. Bíll fastur á Laxárdalsheiði, 5 km upp frá Borðeyri. Fimm 5 Japanar í bílnum. 13. desember 2014. Kl. 15:00. Svæði 5. Land F3 Bíll fastur við Ingjaldshólskirkju.
Unglingadeildin Hafbjörg á toppi Bólfells í Þórsmörk sumarið 2014.
243
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Tilkynning barst um fastan bíl við Ingjaldshól. 13. desember 2014. Kl. 17:00. Svæði 12. Land F3 Pólstjarnan, aðstoð. Farið upp í Hófaskarð og bíll dreginn úr ófærð í mjög slæmu veðri. Honum fylgt til Raufarhafnar ásamt fleiri bílum. 13. desember 2014. Kl. 19:02. Svæði 6. Land
F3 Bíll fastur á Hálfdán. Bíll fastur á Hálfdán. 13. desember 2014. Kl. 10:05. Svæði 4. Land F3 Aðstoða bíl í sjálfheldu. Umbeðið af skógarverði við Hreðavatn. Bíll í sjálfheldu í sumarbústaðahverfi við Hreðavatn. 13. desember 2014. Kl. 10:19. Svæði 12. Land
F2 Bílar fastir í Námaskarði. Skilaboð koma frá 112 um fastan bíl í Námaskarði. 13. desember 2014. Kl. 10:36. Svæði 10. Land F3 Bíll fastur á Saurbæjarási. Lögreglan biður um aðstoð við að draga bíl sem er fastur uppi á Saurbæjarási. 13. desember 2014. Kl. 10:49. Svæði 6. Land
F3 Bíll á Mikladal. Aðstoð á Mikladal, bíll út af og fastur. Umbeðið af lögreglu. 13. desember 2014. Kl. 10:50. Svæði 12. Land
F3 Pólstjarnan, aðstoð. Farið á fjallgarð til að draga bíl sem hafði farið út af. 13. desember 2014. Kl. 10:54. Svæði 16. Land
F3 Ferðamenn aðstoðaðir frá Landmannalaugum. Óskað eftir aðstoð snjóbíls FBSH við að koma 15 manna hópi erlendra ferðamanna úr Landmannalaugum í Sigöldu. hópurinn er á tveimur bílum og ferðin inn úr gekk mjög illa. 13. desember 2014. Kl. 11:43. Svæði 11. Land F3 Aðstoða bíl í Víkurskarði. Bíl með átta manns í vandræðum. Týr fer í verkefnið. 14. desember 2014. Kl. 12:01. Svæði 8. Land
F3 Bíll fastur á Steingrímsfjarðarheiði. 14. desember 2014. Kl. 12:06. Svæði 12. Land
F3 Bíll straumlaus Fnjóskadal. Bíll straumlaus og stopp austan Fnjóskárbrúar við þjóðveg 1. Fernt er í bílnum. 14. desember 2014. Kl. 12:08. Svæði 11. Land F3 Óveðursaðstoð í Dalvíkurbyggð. Ólafsfjarðarmúli er lokaður og þungfært er á milli Dalvíkur og Akureyrar. 14. desember 2014. Kl. 12:18. Svæði 6. Land
244
Aðgerðir björgunarsveita 2014
F3 Bíll fastur á Kleifaheiði. Bíll fastur í Seljadal á Kleifaheiði. Tveir menn í bílnum. 14. desember 2014. Kl. 12:25. Svæði 13. Land
F3 Aðstoða fólk á Vatnsskarði eystra. Bíll með tveimur innanborðs í vandræðum á Vatnsskarði eystra. 14. desember 2014. Kl. 12:46. Svæði 9. Land
F3 Aðstoða bíl á Skagastrandarvegi. Bíll fastur á Skagastrandarvegi við þjóðveg 1. 14. desember 2014. Kl. 11:43. Svæði 9. Land
F3 Óveðursaðstoð í Húnaþingi. 14. desember 2014. Kl. 16:30. Svæði 10. Land
F3 Ferja starfsfólk HSS. Haft var samband við sveitina og við beðnir að ferja starfsfólk til og frá vinnu í morgunsárið vegna óveðurs. Níu manns voru flutt. 14. desember 2014. Kl. 17:00. Svæði 13. Land
F3 Óveðursaðstoð HSA. Komum fólki í og úr vinnu á vaktaskiptum hjá HSA Egilsstöðum. 14. desember 2014. Kl. 17:00. Svæði 13. Land
F3 Ófærð á Egilsstöðum. Aðstoð við almenning vegna ófærðar á Egilsstöðum. 14. desember 2014. Kl. 17:01. Svæði 8. Land F2 Leit að manni á Drangsnesi. Umbeðið af lögreglu. Leit að manni sem hafði farið á rúntinn og ekkert heyrst í honum í sjö klst. 14. desember 2014. Kl. 17:11. Svæði 11. Land
F3 Ólafsfjörður: Hornbrekkuskutl. Koma starfsfólki til og frá vinnu. 14. desember 2014. Kl. 17:53. Svæði 5. Land F3 Bíll út af á Vatnaleið. 14. desember 2014. Kl. 18:00. Svæði 13. Land
F3 Lögregla aðstoðuð vegna ófærðar. Lögregla aðstoðuð vegna verkefna í ófærð á Egilsstöðum. 14. desember 2014. Kl. 18:27. Svæði 10. Land
F3 Bíll fastur á Sigló. Fastur bíll á Hólavegi. 14. desember 2014. Kl. 18:33. Svæði 2. Land F3 Óveðursaðstoð svæði 2. Aðstoð vegna óveðurs á svæði 2 14. desember 2014. Kl. 19:00. Svæði 13. Land
F3 Óveðursaðstoð.
245
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Aðstoð við að koma starfsfólki á sambýli fatlaðra í og úr vinnu. 14. desember 2014. Kl. 19:36. Svæði 9. Land F3 Bílar fastir. Einn bíll fastur í brekkunni í austurenda bæjarins. Bíll út af við Hnausa. 14. desember 2014. Kl. 11:08. Svæði 2. Land
F2 Leit að ungri konu í Reykjanesbæ. Leit að ungri konu sem var óttast um. 14. desember 2014. Kl. 11:34. Svæði 13. Land
F3 Óveðursaðstoð á Seyðisfirði. Aðstoð vegna slæms veðurs og ófærðar þegar á daginn leið. 14. desember 2014. Kl. 11:56. Svæði 11. Land
F3 Aðstoð vegna ófærðar á Akureyri. Aðstoð vegna ófærðar innanbæjar á Akureyri, flytja starfsmenn heilbrigðisstofnana, dvalarheimila og sambýla á vaktaskiptum. Einnig talsvert um fasta bíla víða um bæinn, ökumenn þeirra eru aðstoðaðir eftir því sem tími vinnst til. 14. desember 2014. Kl. 12:41. Svæði 13. Land
F3 Óveðursaðstoð í Berufirði. Þak að fjúka af hlöðu á bænum Krossi í Berufirði. 14. desember 2014. Kl. 12:44. Svæði 13. Land
F3 Aðstoða fólk innanbæjar á Reyðarfirði. Óveðursaðstoð innanbæjar á Reyðarfirði, aðstoð við að koma fólki í vinnu út í álver. 14. desember 2014. Kl. 11:19. Svæði 13. Land F2 Þakplötur að fjúka. Hafnargata/Hilmishús, þakplötur að fjúka. 14. desember 2014. Kl. 11:30. Svæði 13. Land
F3 Óveðursaðstoð innanbæjar á Vopnafirði. Vont veður og ófærð innanbæjar. 14. desember 2014. Kl. 13:07. Svæði 5. Land F3 Fastur bíll - Grundarfjörður. Bíll fastur innanbæjar. 14. desember 2014. Kl. 13:30. Svæði 13. Land
F3 Óveðursaðstoð inni á Fáskrúðsfirði. Aðstoð við að koma fólki til og frá vinnu á hjúkrunarheimili. 14. desember 2014. Kl. 13:53. Svæði 3. Land F3 Losa fasta bíla við Óseyrarbrú. Tveir fastir bílar við Óseyrarbrú. 14. desember 2014. Kl. 16:07. Svæði 15. Land
F3 Fastur bíll í Öræfum. Bíll fastur við Hrútá.
246
Aðgerðir björgunarsveita 2014
Þrír ættliðir hjá Slysavarnaskóla sjómanna. Ingjaldur Hafsteinsson, Vignir Pétursson og Pétur Ingjaldsson. Mynd: Hilmar Snorrason. 14. desember 2014. Kl. 18:40. Svæði 10. Land F3 Leki á þaki. Beðið um hjálp við að losa klaka af þaki á Hólavegi. Byrjað að leka. 14. desember 2014. Kl. 10:11. Svæði 10. Land
F3 Aðstoða sjúkrabíl í Fljótum. Neyðarlínan bað um að við sendum tvo bíla til hjálpa sjúkrabílnum í Fljótum. 15. desember 2014. Kl. 10:54. Svæði 13. Land F3 Óveður á Borgarfirði eystra. Aðstoð í óveðri á Borgarfirði eystra. 15. desember 2014. Kl. 11:00. Svæði 10. Land
F3 Fylgja læknabíl. Læknir bað um fylgd í Fljótin. 15. desember 2014. Kl. 12:03. Svæði 9. Land F3 Vegfarandi í vandræðum í Víðidal. Bíll út af í Víðidal. 15. desember 2014. Kl. 11:17. Svæði 15. Land
F2 Þak að fjúka. Þak að fjúka á Fosshótel Vatnajökli. 15. desember 2014. Kl. 11:18. Svæði 12. Land
247
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
F3 Óveðurs- og ófærðaraðstoð Húsavík. Heildarútkall bjsv. Garðar. Mæting í hús. 15. desember 2014. Kl. 12:42. Svæði 13. Land
F3 Óveðursútkall á Vopnafirði. Veður snælduvitlaust, norðvestan stórhríð. 15. desember 2014. Kl. 12:45. Svæði 13. Land
F3 Óveðursaðstoð í Breiðdal. Rafmagnslaust í Breiðdal. 15. desember 2014. Kl. 13:30. Svæði 13. Land
F3 Rafmagnsleysi í Breiðdal. Spennir brann yfir í spennistöð á Ormsstöðum og rafmagnslaust varð í Breiðdal kl. 13:20. Aðgerðir hófust þegar ljóst var að rafmagnslaust yrði í að lágmarki 24 tíma. 15. desember 2014. Kl. 14:54. Svæði 11. Land F3 Bíll utan vegar við Haga. Lögregla á Siglufirði hringdi og bað okkur að aðstoða ökumann sem er utan vegar við Haga. 15. desember 2014. Kl. 17:00. Svæði 13. Land
F2 Óveðursaðstoð. Þak byrjað að fjúka af mæni fjárhúss á bæ í Fellum. 15. desember 2014. Kl. 17:02. Svæði 12. Land F2Bíll fastur við Höfða. Ferðamaður hafði fest bíl í snjó við Höfða í Mývatnssveit. Lögreglan bað um aðstoð. 15. desember 2014. Kl. 17:05. Svæði 10. Land
F3 Bíll út af við Miðhús. Bíll fastur utan vegar rétt utan við Miðhús. 15. desember 2014. Kl. 10:40. Svæði 18. Land
F3 Aðstoð/ófærð. Fastur bíll á Haugasvæði. 16. desember 2014. Kl. 15:20. Svæði 12. Land
F2 Flutningur sjúklings. Flytja sjúkling frá Mývatnssveit til Akureyrar í veg fyrir sjúkraflug. Víkurskarð ófært en líkur á að búið verði að ryðja. 16. desember 2014. Kl. 10:05. Svæði 2. Land F2 Ófærð á Suðurnesjum. Ófærð á götum á Suðurnesjum. 16. desember 2014. Kl. 10:50. Svæði 2. Land
F2 Leit að manni í Reykjanesbæ. Leit að ungum manni sem óttast var um. Maðurinn fannst heill á húfi. 16. desember 2014. Kl. 11:00. Svæði 3. Land F3 Lokun á Hellisheiði og Þrengslum. Ófærðaraðstoð.
248
Aðgerðir björgunarsveita 2014
Lögregla og Vegagerð óska eftir að Hellisheiði og Þrengslum verði lokað vegna ófærðar og óveðurs. 16. desember 2014. Kl. 11:02. Svæði 1. Land F3 Óveður á Höfuðborgarsvæðinu. Vegna óveðurs á Höfuðborgarsvæðinu og aðliggjandi leiðum hefur Vegagerðin og lögreglan beðið um lokunarpósta á Kjalarnesi og Vesturlandsvegi. 16. desember 2014. Kl. 11:09. Svæði 4. Land
F2 Óveður. Lokun á Kjalarnesi við Hvalfjarðargöng. 16. desember 2014. Kl. 12:05. Svæði 5. Land F2 Lífsbjörg 3. Óveður í Snæfellsbæ. Benz Unimoq-bíll Lífsbjargar aðstoðar fólk í vanda vegna storms og snjóbyls. Ófærð innan sem utanbæjar. 16. desember 2014. Kl. 12:29. Svæði 5. Land
F2 Lífsbjörg 1. Óveður í Snæfellsbæ. Þrír félagar fara og aðstoða fólk víðsvegar um bæinn í stormi og snjóbyl. 16. desember 2014. Kl. 12:51. Svæði 5. Land F3 Óveður. Óveðursaðstoð á svæði 5. 16. desember 2014. Kl. 11:00. Svæði 10. Land
F3 Aðstoð við barnshafandi konu. Barnshafandi kona föst í Öxnadal. Beiðni frá Lögreglu. Sjúkrabíll að koma á móts við hana. 16. desember 2014. Kl. 11:14. Svæði 5. Land
F2 Lífsbjörg, einkabíll. Óveður í Snæfellsbæ. Þrír félagar fóru á breyttum Patrol jeppa, sem er einkabíll eins félaga, í útköll dagsins þar sem í nógu var að snúast. Stormur og snjóbylur geisuðu. 16. desember 2014. Kl. 11:58. Svæði 6. Land
F2 Bíll fastur í Mikladal. Umbeðið af lögreglu. Bíll fastur ofarlega á Mikladal. Tveir menn í bílnum. 16. desember 2014. Kl. 12:59. Svæði 11. Land F3 Verðmætabjörgun. Moka snjó af þaki hjá Becromal Ísland í Krossanesi. 16. desember 2014. Kl. 14:15. Svæði 9. Land
F3 Ófærðaraðstoð í Húnaþingi. Skólabíll fastur í Vesturárdal. Bíll út af við Víðihlíð. 16. desember 2014. Kl. 14:24. Svæði 4. Land F3 Fastir bílar í Borgarfirði. Fastir bílar hjá gatnamótum þjóðvegar 1 og Borgarfjarðarbrautar (50). 16. desember 2014. Kl. 14:32. Svæði 1. Land
F2 Leit í Reykjavík.
249
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Leit að 84 ára karlmanni. Ætlaði kl. 11.00 úr Hafnarfirði að sækja konuna sína í Reykjavík. Var á bíl. Maðurinn fannst látinn. Mikið óveður geisaði á landinu á meðan leit stóð yfir. 16. desember 2014. Kl. 15:16. Svæði 13. Land F3 Bíll út af á Oddsskarði. Bíll út af með einum manni. Kemur bílnum ekki aftur upp á veg og veður er slæmt. 16. desember 2014. Kl. 15:59. Svæði 13. Land
F3 Bíll út af í Stöðvarfirði. Bíll fór út af í sunnanverðum Stöðvarfirði 16. desember 2014. Kl. 17:40. Svæði 16. Land F3 Fastur bíll. 16. desember 2014. Kl. 18:00. Svæði 6. Land
F3 Aðstoð vegna rafmagnsleysis. Orkubú Vestfjarða óskar eftir aðstoð vegna rafmagnsbilunar. 16. desember 2014. Kl. 18:11. Svæði 13. Land
F3 Fólksbíll fastur á Vatnsskarði. Fólksbíll fastur í handriðsbeygju á Vatnsskarði. 16. desember 2014. Kl. 18:30. Svæði 12. Land
F3 Bíll fastur á hringveginum austan við Hólsfjallaveg. Skilaboð komu frá 112 um fastan bíl á hringveginum rétt austan við Hólsfjallaveg. 16. desember 2014. Kl. 11:16. Svæði 10. Land
F3 Aðstoð við bilað fjarskiptakerfi. Aðstoða Tengil ehf. við að komast upp á Reykjarhól að laga bilað fjarskiptakerfi. 17. desember 2014. Kl. 12:50. Svæði 11. Land F3 Fastir bílar í Bakkaselsbrekku, Öxnadal. Tveir fastir bílar í Bakkaselsbrekku á lokuðum vegi. Samtals eru átta í báðum bílum. 17. desember 2014. Kl. 17:26. Svæði 4. Land
F3 Lokun og aðstoð á Holtavörðuheiði. Lokun á þjóðvegi 1 við Dalsmynni vegna óveðurs á Holtavörðuheiði. Umbeðið af lögreglu. 17. desember 2014. Kl. 18:22. Svæði 10. Land F3 Lokunarpóstur við Vatnsskarð/Öxnadalsheiði. 17. desember 2014. Kl. 18:53. Svæði 10. Land
F2 Óveðursaðstoð í Skagafirði. Fastir bílar og ferjun á fólki. 17. desember 2014. Kl. 18:59. Svæði 10. Land
F3 Óveður á Langholti. Bílar fastir í Sæmundarhlíð. 17. desember 2014. Kl. 19:42. Svæði 10. Land F3 Lokunarpóstur, Þverárfjall. Lokunarpóstur, Þverárfjall.
250
Aðgerðir björgunarsveita 2014
17. desember 2014. Kl. 11:34. Svæði 11. Land F1 Fylgja sjúkrabíl í Klaufabrekku, Svarfaðardal. Alvarleg veikindi. 17. desember 2014. Kl. 11:37. Svæði 10. Land
F2 Leit að manni í Skagafirði. Snjóbílar gerðir klárir til að leita að manni í Skagafirði. Maðurinn fannst heill á húfi áður en bjargir fóru úr húsi. 17. desember 2014. Kl. 11:42. Svæði 9. Land F3 Óveðursaðstoð, Húnaþingi. 17. desember 2014. Kl. 12:25. Svæði 11. Land
F1 Óveður í Héðinsfirði. Ófærð í Héðinsfirði. 17. desember 2014. Kl. 12:38. Svæði 11. Land
F3 Ófærðaraðstoð á Akureyri. Aðstoða vegna ófærðar og óveðurs á Akureyri og nágrenni, m.a. að aðstoða við að koma heimahjúkrun í vitjanir, flytja skólafólk til síns heima og draga fasta bíla víðsvegar um bæinn. 17. desember 2014. Kl. 13:17. Svæði 5. Land
F2 Lífsbjörg. Ófærð í Snæfellsbæ. Félagi sem býr í Ólafsvík fór á breyttum Patrol einkabíl sínum að beiðni formanns eftir að lögregla hafði samband vegna bílstjóra í vandræðum. 17. desember 2014. Kl. 15:43. Svæði 2. Land
F3 Sandgerði, óveðursaðstoð. Þak af fjúka af húsinu á Nýlendu við Stafnes sunnan Sandgerðis. 17. desember 2014. Kl. 16:26. Svæði 5. Land
F3 Aðstoða sjómenn að Arnarstapa. Fjórir sjómenn voru ferjaðir á Ford jeppa sveitarinnar frá Rifi til Arnarstapa til að huga að bátum og binda þá betur eftir veðurofsann undanfarna daga. 17. desember 2014. Kl. 17:50. Svæði 7. Land
F3 Hreinsa af þaki. Moka snjó af þaki sem farið er að leka illa á Flateyri. 17. desember 2014. Kl. 19:59. Svæði 4. Land
F3 Afferma flutningabíl á Bröttubrekku. Afferma flutningabíl við afleggjara á Bröttubrekku. 18. desember 2014. Kl. 12:02. Svæði 2. Land
F2 Bruni í Mölvík. Slökkvilið Grindavíkur óskar eftir aðstoð vegna umfangsmikils bruna í gamla Mölvíkurhúsinu. 18. desember 2014. Kl. 12:39. Svæði 2. Land
F3 Fastur bíll við Kleifarvatn. Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir aðstoð vegna bíls í vandræðum við Kleifarvatn.
251
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
18. desember 2014. Kl. 10:55. Svæði 9. Land F3 Steinnýjarstaðafjall fyrir Neyðarlínu. Hiti í tækjahúsi Neyðarlínu á Steinnýjarstaðafjalli. Bjsv. Strönd fer í verkefnið. 18. desember 2014. Kl. 15:08. Svæði 11. Land
F3 Ófærð í Ólafsfirði - sveit. Færa bónda í Garði vistir, ófært heim að bæ. 18. desember 2014. Kl. 15:20. Svæði 5. Land
F3 Fastur bíll. Fastur bíll á vetrarvegi við Purkhóla. 18. desember 2014. Kl. 15:32. Svæði 7. Land
F3 Bíll út af í Seyðisfirði. Bíll fór út af í Seyðisfirði í Ísafjarðardjúpi. Tvennt í bílnum, amar ekkert að fólkinu. 18. desember 2014. Kl. 11:58. Svæði 1. Land
F3 Bíll út af í Heiðmörk. Neyðarlína hringir og segir að lögregla vilji senda björgunarsveit vegna ferðamanna sem óku út af í Heiðmörk. Óku frá Maríuhellum og þar sem malbik endaði í krappri beygju og brekku fóru þau út af. Er því líklegast við upphaf gönguleiðar um Búrfellsgjá. 19. desember 2014. Kl. 11:11. Svæði 11. Land
F3 Bíll út af norðan við Hól. Bíll út af við Hól, mikill snjór og vont veður. 19. desember 2014. Kl. 11:31. Svæði 10. Land F3 Aðstoð á Þverárfjallsvegi. Umbeðið af lögreglu. Lögreglan boðar út vegna vandræða á Þverárfjallsvegi. Fjórir til sex bílar. 19. desember 2014. Kl. 11:41. Svæði 16. Land
F3 Vörubíll út af við Hunkubakka. Vörubíll út af Við Hunkubakka. 19. desember 2014. Kl. 11:48. Svæði 16. Land F3 Bíll út af við Fossála. 19. desember 2014. Kl. 13:15. Svæði 7. Land
F3 Moka snjó af þaki. Moka snjó og klaka af þaki félagsheimilis v/vatnsleka. 19. desember 2014. Kl. 13:30. Svæði 6. Land
F3 Aðstoð vegna snjósöfnunar á svölum. Húseigandi biður um aðstoð við að moka snjó af svölum. Mikill snjór er á svölunum og hætt við að tjón verði á húsnæði þegar þíða fer. 19. desember 2014. Kl. 13:35. Svæði 16. Land
F3 Sækja fólk sem var í rútu sem valt við Kálfafellskot. Rúta valt við Kálfafellskot og þarf að sækja farþegana.
252
Aðgerðir björgunarsveita 2014
19. desember 2014. Kl. 14:40. Svæði 13. Land F2 Koma sjúklingi til Akureyrar frá Vopnafirði. 19. desember 2014. Kl. 15:26. Svæði 5. Land F3 Sækja sleðamann í Gráborgina. Maður fastur í brekkunni fyrir neðan Gráborg, á snjósleða. 19. desember 2014. Kl. 15:31. Svæði 10. Land
F3 Óveður á Vatnsskarði. Bílar út af og mikið rok á svæðinu. Mikill hálka. 19. desember 2014. Kl. 15:34. Svæði 5. Land F3 Fastur bíll á vetrarvegi. Fastur bíll á vetrarvegi við Purkhóla. 19. desember 2014. Kl. 15:56. Svæði 5. Land
F3 Fastur bíll á Fróðárheiði. Fastur bíll á Fróðárheiði í vonskuveðri. 19. desember 2014. Kl. 16:47. Svæði 3. Land F3 Fastur bíll við Hrunalaug. Tveir menn hafa fest bíl sinn við Hrunalaug. 19. deember 2014. Kl. 17:29. Svæði 11. Land
F3 Aðstoð vegna þakleka. Þak lekur. 20. desember 2014. Kl. 11:01. Svæði 7. Land
F3 Ná niður hestum. Aðstoða við að ná niður hestum í Korpudal í Önundarfirði. 20. desember 2014. Kl. 11:54. Svæði 9. Land
F3 Aðstoð á Holtavörðuheiði. Tveir bílar út af, eru þar sem byggðalínan þverar þjóðveg 1. Báðir illa fastir. Veðuraðstæður eru í lagi. 20. desember 2014. Kl. 12:30. Svæði 11. Land
F3 Hreinsa klaka og snjó af þökum á Akureyri. Snjór og ís hreinsaður af þökum á Akureyri. 20. desember 2014. Kl. 11:20. Svæði 6. Land
F2 Bíll út af í Raknadalshlíð. Fólksbíll út af í Raknadalshlíð. Þriggja manna fjölskylda og hundur í bílnum. Umbeðið af Lögreglu. 20. desember 2014. Kl. 11:24. Svæði 5. Land
F3 Draga bíl við afleggjarann að Þingvöllum á Þórsnesi. 20. desember 2014. Kl. 11:30. Svæði 2. Land F3 Þak að fjúka. Nót yfir þak á húsinu Vík er rifin og lausar þakplötur farnar af stað.
253
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Veturinn var rysjóttur og mikið að gera í ófærðaraðstoð björgunarsveita. Frá Oddskarði. Mynd: Björgunarsveitin Brimrún. 20. desember 2014. Kl. 11:55. Svæði 8. Land F3 Bíll út af vegi. Bíll ók út af vegi rétt sunnan Hólmavíkur. 20. desember 2014. Kl. 12:20. Svæði 3. Land F3 Óveðursaðstoð á Hellisheiði og í Þrengslum. Lokun á Hellisheiði, fastir bílar í Þrengslum. Umbeðið af lögreglu og Vegagerð. 20. desember 2014. Kl. 12:29. Svæði 15. Land
F3 Bíll út af og endaði út í ræsi nokkuð skemmdur. Erlendir ferðamenn lentu út af í mikilli hálku við Hof í Öræfum, lentu beint út í ræsi. 20. desember 2014. Kl. 12:33. Svæði 4. Land F3 Vegagerðarlokun, Hvalfjörður. Hvalfirði lokað að beiðni Vegagerðar. Kjölur og Akur fengnir í málið. 20. desember 2014. Kl. 14:13. Svæði 10. Land
F3 Grafa upp pútnahús. Björgunarsveit mokaði snjó frá hænsnahúsi. 20. desember 2014. Kl. 15:49. Svæði 11. Land F3 Bifreið út af í Ólafsfjarðarmúla. Bifreið utan vegar, hætta á að hún renni út af. Fólk komið upp á veg. Myrkur, mjög hált, vindur 10 m/ sek., 15 m/sek. í hviðum.
254
Aðgerðir björgunarsveita 2014
20. desember 2014. Kl. 16:07. Svæði 10. Land F3 Hreinsa snjó af þaki. 20. desember 2014. Kl. 16:07. Svæði 15. Land F3 Bílar út af við Hnappavelli. Ford Econline vegur salt á vegkantinum. Hann var að reyna að draga upp útlendinga sem voru út af. 20. desember 2014. Kl. 16:15. Svæði 15. Land
F3 Bíll út af við Kvísker. Fólk að koma að Hofi og lét vita að þau hefðu lent út af við Kvísker. Þar sem mikil hálka er á svæðinu var fólkinu komið í gistingu á Hofi, og verður farið á morgun á ná í bílinn. 20. desember 2014. Kl. 16:23. Svæði 2. Land
F3 Aðstoða ökumann við Seltjörn. Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir aðstoð sveitarinnar vegna bíls sem situr fastur við Seltjörn. Maðurinn er búinn að brasast í rúman klukkutíma og er með barn í bílnum, engin hætta á ferðum ennþá. 20. desember 2014. Kl. 16:36. Svæði 10. Land F3 Bíll út af við bæinn Akur. 20. desember 2014. Kl. 16:42. Svæði 18. Land
F3 Bíll fastur í Vestmannaeyjum. 20. desember 2014. Kl. 17:00. Svæði 3. Land
F3 Bíll út af vegi í Kirkjuskarði í Hrunamannahreppi. Bíll fer út af í Kirkjuskaði í mikilli hálku. Einn maður í honum og biður um að sér sé ekið heim. 20. desember 2014. Kl. 17:03. Svæði 13. Land
F3 Bíll fastur við Hvalnesskriður. Ferðamenn keyrðu bílinn upp á stein og festu við Hvalnesskriður 20. desember 2014. Kl. 17:11. Svæði 12. Land
F3 Hlöðuþak að losna. Bóndinn óskaði eftir aðstoð þar sem hlöðuþak væri að losna. Naglar í langböndum höfðu slitnað úr sperrum á hluta þaksins sem sveiflaðist frá sperrunum í hviðunum. Langböndin voru fest aftur við sperrurnar. 20. desember 2014. Kl. 17:35. Svæði 8. Land
F3 Óttast um fólk á bíl á Langadalsströnd. Aðstandandi hringdi vegna fólks hann var farinn að óttast um. 20. desember 2014. Kl. 18:28. Svæði 10. Land
F3 Hreinsa snjó af þaki. Beðið um aðstoð við að hreinsa snjó af þaki. 20. desember 2014. Kl. 19:07. Svæði 10. Land
F3 Bíll út af við Vatnskarð. Lenti í snjóskafli og endaði út af.
255
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
20. desember 2014. Kl. 19:34. Svæði 10. Land F3 Vatnsleki. 112 boðar út vegna vatnsleka. 21. desember 2014. Kl. 12:28. Svæði 10. Land F3 Leki á þaki. Beðið var um aðstoð við að losa klaka af þaki. 21. desember 2014. Kl. 11:02. Svæði 1. Land F2 Slys í Esju. Karlmaður um sextugt datt í gilinu við Esjuberg. Telur sig brotinn eða snúinn á ökkla og getur ekki komið sér sjálfur niður. 21. desember 2014. Kl. 11:15. Svæði 12. Land
F3 Bíll út af við Jarðböðin. Hringt frá Jarðböðunum, þar hafði bíll keyrt á fullri ferð út af veginum rétt norður af bílastæðinu, vissara að spila hann upp. 21. desember 2014. Kl. 12:02. Svæði 10. Land
F3 Draga upp bíl. Vegfarandi óskaði eftir aðstoð. Hafði keyrt út af á afleggjaranum við Lyngholt. 21. desember 2014. Kl. 13:53. Svæði 6. Land F3 Eldur í vélsleða. Aðstoð við að slökkva eld í vélsleða fyrir ofan Raknadal. Fórum með slökkvitæki á staðinn. Farið var á móti sleðamönnum á þremur einkabílum. Aðgerðin gekk vel og komum við til baka með sleðann á kerru. 21. desember 2014. Kl. 15:16. Svæði 9. Land F3 Aðstoða vegfarendur við Húnstaði. Bíll við bæinn Húnstaði. Umbeðið af lögreglu. 21. desember 2014. Kl. 15:32. Svæði 8. Land
F3 Fólk í vandræðum á biluðum bíl. Fólk í biluðum bíl nálægt Bjarnastöðum í Ísafirði. Samtals sjö í bílnum, þar á meðal ungabarn. 21. desember 2014. Kl. 18:30. Svæði 10. Land
F3 Sauðfjárbjörgun. Sauðfé sem var fast úti á afrétti. Komst ekki til byggða vegna snjóa. Farið að kala. 21. desember 2014. Kl. 18:50. Svæði 10. Land
F3 Bíll fastur á þjóðvegi. Bíll fastur á þjóðvegi dreginn frá Vatni á Höfðaströnd að Glæsibæ í Sléttuhlíð. 21. desember 2014. Kl. 11:14. Svæði 6. Land
F2 Ljósavél á Laugarbóli. Umbeðið af Neyðarlínu. Ljósavélarnar á Laugarbóli bilaðar.
256
Aðgerðir björgunarsveita 2014
22. desember 2014. Kl. 12:01. Svæði 8. Land F3 Fastur bíll á Steingrímsfjarðarheiði. Fastur flutningabíll, líklega í Norðdal. 22. desember 2014. Kl. 16:24. Svæði 3. Land F2 Kanna með líðan konu á elliheimilinu á Flúðum. Neyðarlína hringir og í samráði við sjúkraflutninga á Selfossi er beðið um að kannað sé með líðan konu þar sem hún er talin hafa dottið, en tilkynning sé óljós. 22. desember 2014. Kl. 11:36. Svæði 12. Land
F3 Fastur bíll í Námaskarði og við Kísiliðjuna. Lögregla hringir og tilkynnir um fastan bíl austan í Námaskarði. 22. desember 2014. Kl. 11:01. Svæði 9. Land
F3 Aðstoða bíl í Breiðavaðsnúpnum. Draga upp útlendinga við Breiðavað. 22. desember 2014. Kl. 12:02. Svæði 9. Land
F3 Aðstoð á Svínvetningabraut. Tveir bílar út af. Annar með erlendum ferðamönnum og hinn frá lögreglunni. 22. desember 2014. Kl. 13:02. Svæði 9. Land
F3 Bíll út af - Kambakot. Bíll út af á afleggjaranum að Kambakoti. 22. desember 2014. Kl. 13:19. Svæði 11. Land
F3 Bíll út af á þjóðvegi 1 sunnan við Dalvík. Bíll fór út af sunnan við Dalvík, lögreglan biður um að bíllinn sé dreginn upp. 22. desember 2014. Kl. 14:13. Svæði 9. Land
F3 Bíll út af Skagastrandarvegi hjá Ytra-Hóli. Bíll út af Skagastrandarvegi hjá Ytra-Hóli. 22. desember 2014. Kl. 15:23. Svæði 9. Land F3 Óveðursaðstoð í Húnaþingi. Beiðni um aðstoð við bíla sem eru út af í Vatnsskarði. Lokun á Þverárfjalli. Bíll út af í Víðidal o.fl. 22. desember 2014. Kl. 15:30. Svæði 10. Land
F3 Lokun á Þverárfjallsvegi. Lokun á Þverárfjallsvegi. Umbeðið af Vegagerðinni. 22. desember 2014. Kl. 16:13. Svæði 6. Land F3 Fastur bíll. Aðstoð við að losa bíl sem var fastur efst upp í Mikladal. 22. desember 2014. Kl. 11:18. Svæði 13. Land
F3 Fastur bíll á Oddsskarði. Einn maður í bíl fastur í skafli. Tóku rúnt yfir skarð til að kanna hvernig ástandið er. Veður vont.
257
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Frá leit í Bleiksárgljúfri.
258
Aðgerðir björgunarsveita 2014
23. desember 2014. Kl. 12:09. Svæði 12. Land F3 Bílar í vandræðum í Námaskarði. Skilaboð frá 112 um fastan bíl í Námaskarði. 23. desember 2014. Kl. 11:58. Svæði 3. Land
F3 Fastur bíll á Nesjavallaleið. Lögreglan hringir og biður um að láta ná í fólk sem er fast á Nesjavallaleið. Fólkið fór framhjá lokunum og er búið að festa bílinn. 23. desember 2014. Kl. 13:50. Svæði 13. Land F3 Fastur bíll á Fagradal. Par á fólksbíl fast í snjóskafli við Efri-Launá á Fagradal. 23. desember 2014. Kl. 19:55. Svæði 10. Land
F3 Moka af þaki. Beðið um aðstoð við að moka af þaki sambýlis. 23. desember 2014. Kl. 16:07. Svæði 3. Land F3 Fastur bíll á Þjórsárdalsvegi ofan Búrfells. Hringja í lögregluna og segjast hafa fest bílinn. Keyrðu veg 32 upp fyrir virkjun og framhjá vindmyllum. 23. desember 2014. Kl. 11:07. Svæði 13. Land
F3 Bíll út af í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Bíllinn er neðan við veg, um 1 km innan við bæinn Víkurgerði. 24. desember 2014. Kl. 10:08. Svæði 11. Land F3 Brjóta klaka af húsþaki. Mikill klaki er að hrynja við innganginn í húsið. 24. desember 2014. Kl. 10:11. Svæði 3. Land
F3 Fastir ferðamenn á Kjalvegi. Fastir ferðamenn á Suzuki Swift uppi á Kjalvegi á móts við Háöldu. 24. desember 2014. Kl. 11:52. Svæði 11. Land
F1 Aðstoða sjúkrabíl. Aðstoða við sjúkraflutning í Hörgárbyggð. Ófært heim að bænum og þarf að koma sjúklingi á FSA. 24. desember 2014. Kl. 15:48. Svæði 12. Land
F3 Bíll út af við Hótel Laxá, Mývatnssveit. 112 hringir og tilkynnir að bíll sé fastur við Geirastaði. 25. desember 2014. Kl. 11:00. Svæði 10. Land
F3 lokun á Vatnsskarði. 26. desember 2014. Kl. 10:02. Svæði 11. Land F3 Verðmætabjörgun vegna þakleka. Farið að leka vatn inn í stofuna og á fleiri stöðum. 26. desember 2014. Kl. 12:34. Svæði 6. Land
F3 Bíll fastur utan vegar á Mikladal. Nýlegur Landrover fastur utan vegar á Mikladal.
259
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
26. desember 2014. Kl. 12:55. Svæði 5. Land F3 Draga bíl við Gríshól í Helgafellssveit. 26. desember 2014. Kl. 15:19. Svæði 9. Land F3 Bíll út af við Hvítserk á Vatnsnesi. Fimm Kínverjar í bíl sem er fastur við Hvítserk á Vatnsnesi. 27. desember 2014. Kl. 12:18. Svæði 13. Land
F2 Keyra hjúkrunarkonu í útkall. Þurfti að koma hjúkrunarkonu út í Höfn til að sinna sjúklingi, en hún komst ekki vegna veðurs. 27. desember 2014. Kl. 12:37. Svæði 1. Land F1 Kjós - öndunarerfiðleikar. Skyndilegir öndunarerfiðleikar hjá karlmanni í sumarbústað við Hvalfjörð. Sjúkrabíll boðaður af Tunguhálsi. Vettvangshjálp Kjalar sinnir fyrstu hjálp. 27. desember 2014. Kl. 11:40. Svæði 13. Land
F3 Losa fastan bíl. 27. desember 2014. Kl. 13:00. Svæði 13. Land
F3 Aðstoð vegna óökufærrar bifreiðar. Bíll var óökufær eftir að ökumaður keyrði á hreindýr. 27. desember 2014. Kl. 10:00. Svæði 15. Land
F3 Bíll út af við Fagurhólsmýri. Bíll út af í beygju við Fagurhólsmýri. Björgunarsveit fór og sótti fólkið og kom í skjól uns lögregla kom. 27. desember 2014. Kl. 12:39. Svæði 5. Land
F3 Bilaður snjósleði við Helgrindur. Vélarvana snjósleði uppi við Helgrindur við Grundarfjörð. Maðurinn farinn og engin hætta á ferðum. Ná í sleðann. 27. desember 2014. Kl. 13:10. Svæði 2. Land
F3 Bílaleigubíll fastur utan vegar. Fastur bíll á Bláalónsvegi vestan við Þorbjörn. 27. desember 2014. Kl. 15:45. Svæði 5. Land F3 Fastur bíll. Fastur bíll á afleggjara við Saxhól. 27. desember 2014. Kl. 16:44. Svæði 13. Land
F3 Bíll út af í sunnanverðum Fáskrúðsfirði. Bílaleigubíll með tveimur manneskjum fer út af þjóðveginum og niður fyrir veg innan við afleggjarann upp á Staðarskarð. 28. desember 2014. Kl. 12:45. Svæði 18. Land F3 Bíll fastur í Herjólfsdal. 28. desember 2014. Kl. 13:21. Svæði 10. Land
F3 Fastur bíll á Þverárfjalli.
260
Aðgerðir björgunarsveita 2014
28. desember 2014. Kl. 16:18. Svæði 10. Land F3 fastur Bíll í Héðinsfirði. Fjarskipti lögreglu hringir og lætur vita af föstum bíl í Héðinsfirði. 28. desember 2014. Kl. 18:37. Svæði 5. Land
F3 Bíll út af við Skjöld í Helgafellssveit. 28. desember 2014. Kl. 19:07. Svæði 11. Land
F3 Fastur bíll á Siglufjarðarvegi. Bíll fastur í ófærð á Siglufjarðarvegi um 30 km norðan afleggjara á Lágheiði. 28. desember 2014. Kl. 19:52. Svæði 10. Land F3 fastur bíll á Siglufjarðarvegi. Fastur bíll á Siglufjarðarvegi. 28. desember 2014. Kl. 10:23. Svæði 5. Land
F3 Bíll út af á plani við Vatnaleið. 28. desember 2014. Kl. 10:50. Svæði 11. Land
F3 Aðstoða bíl á Hlíðarfjallsvegi. Fastur bíll á leið upp í Hlíðarfjall við Hálönd. 28. desember 2014. Kl. 11:08. Svæði 7. Land
F3 Flotbryggja að slitna upp. 28. desber 2014. Kl. 12:20. Svæði 11. Land
F3 Aðstoð vegna vatnsleka á Akureyri. Aðstoð vegna vatnsleka í húsum á Akureyri. 28. desember 2014. Kl. 12:21. Svæði 12. Land
F3 Bíll fastur á vegi að Hverfjalli. Hringt frá bílaleigu Akureyrar, það er bíll á þeirra vegum fastur á veginum að Hverfjalli. 28. desember 2014. Kl. 11:09. Svæði 5. Land
F3 Aðstoð í og við Grundarfjörð. Ýmis verkefni vegna ófærðar, hálku og krapa. Mikil hálka á svæðinu, rok og rigning. 28. desember 2014. Kl. 11:18. Svæði 9. Land
F3 Bíll út af á Síðuvegi. Toyota Hiace utan vegar á Síðuvegi. Mikil hálka. 28. desember 2014. Kl. 11:39. Svæði 10. Land
F3 Moka af þaki á Hofsósi. Moka af og bræða klaka af þaki. 28. desember 2014. Kl. 12:12. Svæði 7. Land
F3 Moka snjó og klaka af þaki. Moka og brjóta klaka af þaki, farið að leka inn í húsið. 28. desember 2014. Kl. 13:05. Svæði 12. Land F3 Bíll fastur á Dettifossvegi. Lögreglan hringir og tilkynnir um fastan bíl á Dettifossvegi að vestan, er um 5 km frá þjóðvegi.
261
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
28. desember 2014. Kl. 13:33. Svæði 10. Land F3 Aðstoð við fastan bíl á Skagavegi. 28. desember 2014. Kl. 13:44. Svæði 4. Land F3 Bilaður bíll í Borgarnesi. Aðstoða bilaðan bíl í Borgarnesi. Umbeðið af Lögreglunni. 28. desember 2014. Kl. 13:49. Svæði 10. Land
F3 Bíll út af á Vatnsskarði. Bíll út af við bæinn Stóra-Vatnsskarð. 28. desember 2014. Kl. 14:00. Svæði 1. Land F3 Moka snjó af íþróttahúsinu að Varmá (Mosfellsbæ). Haft var samband við Kyndil í Mosfellsbæ og beðið um aðstoð við að moka snjó ofan af nokkrum hlutum íþróttahússins að Varmá. Snjórinn var farinn að bráðna og vatn farið að flæða inn í húsið. 28. esember 2014. Kl. 16:30. Svæði 12. Land
F2 Bíll fastur austan við Skútustaði. Lögreglan tilkynnir um fastan bíl austan Skútustaða. 28. desember 2014. Kl. 17:32. Svæði 12. Land
F3 Bíll út af við Brekku í Mývatnssveit. Lögreglan hringir og tilkynnir um bíl sem hafði farið út af við Vagnbrekku. 28. desember 2014. Kl. 17:42. Svæði 13. Land
F3 Fastur bíll á Vatnsskarði eystra. Fastur bíll á Vatnsskarði um 18 km frá Borgarfirði eystra. 29. desember 2014. Kl. 12:19. Svæði 7. Land F3 Vont veður á Ísafirði. Farin að losna klæðning á Norðurtanganum. 29. desember 2014. Kl. 12:30. Svæði 18. Land
F3 Bíll fastur í Herjólfsdal. Bíll fastur í hálku í Herjólfsdal. 29. desember 2014. Kl. 11:00. Svæði 10. Land F3 Fastur bíll á Vatnsskarði. 29. desember 2014. Kl. 19:47. Svæði 6. Land
F2 Þak lekur á heilsugæslustöð á Patreksfirði. Þak farið að leka á heilsugæslustöð og sjúkrahúsi. Umbeðið af lögreglu. 29. desember 2014. Kl. 11:25. Svæði 11. Land
F3 Hreinsa klaka af þaki á Dalvík. Hreinsa klaka af þaki heilsugæslunnar á Dalvík. 29. desember 2014. Kl. 11:30. Svæði 15. Land
F3 Rúta út af á Hofi. Rúta út af á Hofi.
262
29. desember 2014. Kl. 12:30. Svæði 12. Land F3 Palllok fauk af bíl við Helluvað. Bíleigandi hringir og biður um aðstoð við að ná pallloki sem fauk af bílnum og hvarf eitthvað norður Laxárdal. 29. desember 2014. Kl. 12:41. Svæði 1. Land
F3 Sækja kindur í Esjuna, fyrir ofan Velli. Kind með lamb í sjálfheldu í Esjunni fyrir ofan Velli. 29. desember 2014. Kl. 13:52. Svæði 9. Land F3 Fastur bíll við Hvítserk. Tveir Kínverjar fastir við Hvítserk. Eru á Cheerokee jeppa. 29. desember 2014. Kl. 14:58. Svæði 1. Land
F3 Flóð á vegi í Kópavogi. Íbúar í Örvasölum komast ekki til síns heima vegna mikils flóðs í Öldusölum sem liggur að hverfinu. Lögreglan hefur lokað götunni og grafa frá Kópavogsbæ er að störfum. 29. desember 2014. Kl. 16:32. Svæði 11. Land
F3 Fastur bíll á Kleifum. 31. desember 2014. Kl. 11:20. Svæði 3. Land
F2 Leit að manni í Kiðjabergi. Leit að manni á þrítugsaldri sem fór frá sumarhúsi. 31. desember 2014. Kl. 13:24. Svæði 1. Land F3 Fastur bíll á Nesjavallaleið. FMR hringdi, óskað eftir að fólk á föstum bíl á Nesjavallaleið sé sótt. Tveir þjóðverjar fastir á Toyota Hilux bíl. Fóru Þingvallaveginn og ætluðu Nesjavallaleið til baka en festust. Telja sig sjá virkjanir. 31. desember 2014. Kl. 14:37. Svæði 3. Land
F2 Leit að manni við Hjálmsstaði. Sjötugur ítalskur karlmaður gengur frá Hjálmstöðum kl. 11:00-12:00 þar sem fjölskyldan er. Hann er í mjög góðu formi, vanur göngumaður. Ekki vel útbúinn fyrir slæmt veður. Talar ekki íslensku.
263
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Skipsskaðar og slys á sjó 2014 Strand Green Maloy Þann 6. febrúar strandaði frystiflutningaskipið Green Maloy í höfninni á Þórshöfn þegar skipið var að fara þaðan. Tókst að ná skipinu fyrir eigin vélarafli af strandstað þremur tímum síðar. Ekki urðu skemmdir á skipinu né umhverfisspjöll. Engin slys urðu á fólki.
Páll Jónsson Þann 11. mars tók Páll Jónsson GK 7 niðri á Sundaboða í innsiglingunni til Grindavíkur. Komst skipið fyrir eigin vélarafli til hafnar en einhverjar skemmir urður á kili og stýri. Engin slys urðu á fólki.
Haukur Þann 2. júlí 2014 strandaði farþegaskipið Haukur norðan við Lundey á Skjálfandaflóa þar sem verið var að sýna farþegum fuglalíf í eyjunni. Allir farþegar voru teknir frá borði í nærstadda báta en Haukur náðist á flot aftur um þremur tímum síðar. Engin slys urðu á fólki.
Hrefna Þann 8. júlí 2014 strandaði Hrefna SU 22 í fjörunni á móti bænum á Eskifirði en báturinn hafði verið á siglingu þangað. Skipstjóri bátsins hafði sofnað með þessum afleiðingum. Engar skemmdir uðru á bátnum og náðist hann síðar á flot. Skipverjann sakaði ekki.
Kristina Þann 17. júlí 2014 strandaði Kristina EA 410 á skeri norður af Grundarfirði. Björgunarskip og bátar komu fljótlega á vettvang með kafara. Smávægilegur leki kom að skipinu, en strax var hafist handa við dælingu. Kristina losnaði af strandstað tveimur tímum síðar og sigldi undir eigin vélarafli til Grundarfjarðar. Engin slys urðu á fólki.
Duus.is Þann 20. júlí 2014 sigldi farþegabáturinn Duus.is á grjótgarð í smábátahöfninni í Keflavík. Við það lentu bátsverjar í sjónum án þess að verða meint af en báturinn skemmdist.
264
Skipsskaðar og slys á sjó 2014
Hanna Þann 25. júlí 2014 strandaði Hanna SH 28 í Hælavík eftir að stjórnandi hafði sofnað á siglingunni til lands. Skemmdir á bátunum urðu til þess að hann varð vélavana og þurfti að draga bátinn til hafnar. Skipverjann sakaði ekki.
Hrefna Þann 6. ágúst 2014 strandaði Hrefna SU 22 á Rifsskerjum í Reyðarfirði. Fljótlega tókst að losa bátinn en vegna skemmda á stýri þurfti að draga bátinn til hafnar á Eskifirði. Skipverjann sakaði ekki.
Dís Þann 21. ágúst 2014 strandaði seglskútan Dís á grunni milli Viðeyjar og lands þegar hún var á siglingu frá Geldinganesi. Björgunarbáturinn Þórður Kristjánsson kom á staðinn og flutti tvo skipverja í land en aðrir skipverjar urðu eftir um borð. Losnaði skútan þegar féll að og sigldu þeir henni þá til hafnar í Reykjavík.
Samskip Akrafell Þann 6. september 2014 strandaði Samskip Akrafell við Vattarnes þegar skipið var á leið frá Akureyri til Reyðarfjarðar. Leki kom að skipinu og komst sjór í vélarúm. Með aðstoð björgunarsveita og Landhelgisgæslu tókst að þétta lekann inn í vélarúmið og dró þá Aðalsteinn Jónsson SU 11 skipið af strandstað samdægurs og til hafnar á Reyðarfirði. Var skipið mikið skemmt og dæmt ónýtt. Engin slys urðu á mönnum.
Bogga í Vík Þann 8. september 2014 strandaði Bogga í Vík HU 6 í fjörunni norðan við Spákonufellshöfða en báturinn var á leið til hafnar á Skagaströnd af miðunum undan Óðinsboða. Ekki kom leki að bátnum og náðist hann á flot á næsta flóði. Var Bogga í Vík dregin til hafnar á Skagaströnd. Skipverjann sakaði ekki.
Green Freezer Þann 17. september 2014 strandaði frystiflutningaskipið Green Freezer í Fáskrúðsfirði þegar skipið var að koma þangað til hafnar. Var skipið að taka hafnsögumann í miðjum firðinum við Eyri þegar vélarbilun varð með þeim afleiðingum að skipið bakkaði á land. Varðskipið Þór dró Green Freezer af strandstað og að bryggju á Fáskrúðsfirði nokkrum dögum síðar. Engin slys urðu á fólki.
265
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Eldur Sæljós Þann 1. apríl 2014 varð vegfarandi var við að reyk lagði frá Sæljósi GK 2 sem lá við bryggju í Njarðvík. Lét hann þegar vita og þegar slökkvilið kom á staðinn varð fljótlega ljóst að aðeins var reykur í lúkar bátsins og var því reykræst. Lítilsháttar sót var á þiljum lúkars.
Siglunes Þann 5. maí 2014 kom upp eldur í stjórnborði í stýrishúsi Sigluness SH 22 sem var á strandveiðum í Grundarfjarðarbrún á Breiðafirði. Skipverjinn var úti á þilfari og náði að gera vart við sig við nærstaddan bát og hóf síðan slökkvistörf með vatnsfötu sem hann notaði til að skvetta sjó á eldinn þar til hann náði í handslökkvitæki og slökkti eldinn með aðstoð skipverja á nálægum bátum sem þá voru komnir til hans. Björgunarskipið Björg kom á staðinn og dró Siglunes til hafnar í Grundarfirði.
Jónína Brynja Þann 6. júní 2014 var Jónína Brynja ÍS 55 undan Rit á leið til hafnar í Bolungarvík þegar dró af vélinni og sá skipstjóri á myndavél í vélarúminu þegar stimpilstöng kom út úr vélarblokkinni með sprengingu og eldur varð laus. Hann ræsti fjarstýrða slökkvikerfi vélarúmsins. Vakti hann síðan aðra skipverja og óskaði eftir aðstoð. Eftir nokkurn tíma sást á myndavélinni að eldurinn hafði slökknað. Hálfdán Einarsson ÍS 128 kom á staðinn og dró bátinn til hafnar.
Sædís Bára Þann 13. júní 2014 varð vegfarandi var við að reyk lagði frá Sædísi Báru GK 88 sem lá mannlaus við bryggju í Sandgerði. Var kallað á slökkviliðið en skömmu áður en það kom á staðinn braust eldur út í stýrishúsinu og báturinn varð alelda á skömmum tíma auk þess sem eldur náði að læsast í bryggjuþil. Slökkviliðið náði að slökkva eldinn en þá var mikið af innviðum brunnið í bátnum og hann mikið skemmdur.
Ása Þann 26. júlí 2014 var skipstjóri Ásu ÍS 132 að gangsetja vél bátsins þar sem hann lá við bryggju í Bolungarvík. Þar sem ekki tókst að koma vélinni í gang fór skipstjórinn upp á bryggju að sækja hleðslutæki en þegar hann kom til baka sá hann reyk koma upp úr vélarúminu og þegar hann opnaði það gaus upp svartur reykur og var eldur laus. Tókst skipstjóranum að slökkva eldinn með slökkvitæki. Einhverjar skemmdir urðu á raflögnum.
266
Skipsskaðar og slys á sjó 2014
Klakkur Þann 25. ágúst 2014, þegar Klakkur SK 5 var að fara úr höfn á Sauðárkróki, urðu skipverjar varir við óeðlilegan reyk frá skorsteini og lagði mikinn reyk undan klæðningu á einu reykrörinu. Snúið var aftur til hafnar, ástandið tilkynnt og óskað eftir aðstoð slökkviliðs. Eftir að klæðning hafði verið rifin frá reyndist glóð vera í olíurakri einangrun og var hún kæfð.
Sekkur Eldey Þann 7. maí 2014, þegar Eldey BA 96 var á strandveiðum um 25 sml vestur af Patreksfirði, varð skipstjórinn var við að straumur fór minnkandi í handfærarúllunum. Við athugun kom í ljós að vélin var komin hálf í sjó sem og rúllu- og startgeymar voru komnir á kaf í sjó. Þrátt fyrir tilraunir skipstjóra að stöðva leka inn í bátinn tókst það ekki og óskaði hann þá eftir aðstoð. Komu nærstaddir bátar á staðinn og þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þeirra til að stöðva lekann sökk Eldey skömmu síðar.
Árekstur Lundi og Kata Lind Þann 21. júní 2014 varð árekstur milli Lunda RE 20 og skútunnar Kötu Lindar við hafnarminnið í Reykjavíkurhöfn. Lundi var að koma úr skoðunarferð á ytri höfninni en Kata Lind var á leið út úr höfninni. Engin slys urðu á fólki og sigldu báðir bátarnir fyrir eigin vélarafli að bryggju.
Maður fyrir borð Arnþór Þann 26. ágúst 2014 féll skipverji á Arnþóri GK 20 fyrir borð þar sem skipið var á dragnótaveiðum í Reykjanesröst. Fór hann út með veiðarfærinu en þegar hann var kominn í sjóinn losnaði hann frá voðinni. Var skipverjanum bjargað um borð með Björgvinsbelti.
267
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Banaslys 2014 Umferðarslys 5. janúar lést Anna Jóna Sigurbjörnsdóttir, 16 ára, af völdum áverka sem hún hlaut í bílslysi á Vesturlandsvegi við Fornahvamm. 28. janúar lést Skarphéðinn Andri Kristjánsson, 18 ára, af völdum áverka sem hann hlaut í bílslysi þann 5. janúar á Vesturlandsvegi við Fornahvamm. Skarphéðin var unnusti Önnu sem lést einnig í slysinu. 17. mars lést Zofia Gnidziejko, 34ra ára, í umferðarslysi á Ólafsfjarðarvegi. Zofia lætur eftir sig eiginmann og tvö ung börn. 28. ágúst lést Halldór Guðmundsson, 58 ára, í umferðarslysi á Hafnarvegi. Halldór lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn.
Heima- og frítímaslys 4. febrúar lést Þjóðverji á sextugsaldri þegar hann var við ísklifur á Breiðamerkurjökli. 14. apríl lést Svavar Sæmundur Tómasson, 54ra ára, í vélsleðaslysi við Hrafntinnusker. Svavar lætur eftir sig eiginkonu og þrjú uppkomin börn. 13. júní lést María A. Einarsdóttir, 72ja ára, af völdum brunasára sem hún hlaut er eldur kom upp á á hjúkrunarheimilinu Sóltúni þar sem hún var búsett. 10. júní lést Pino Becerra Bolanos, 42ja ára, eftir fall í Bleiksárgljúfri. Sambýliskona hennar, Ásta, lést einnig í gljúfrinu. 10. júní lést Ásta Stefánsdóttir, 35 ára, eftir fall í Bleiksárgljúfri. Sambýliskona hennar Pino lést einnig í gljúfrinu. 16. desember lést Trausti Þórðarson, 84ra ára, en hann varð úti á höfuðborgarsvæðinu.
Íslendingar sem létust erlendis og eru því skráðir í banaslysatölur þar 12. ágúst lést Þórður Heiðar Jónsson, 55 ára. Þórður féll af hestbaki í Þýskalandi. Þórður lætur eftir sig tvö uppkomin börn. 7. júlí lést Andri Freyr Sveinsson, 18 ára, þegar hann féll úr rússíbana í skemmtigarði á Spáni.
268
269
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Björgunarskip og bátar
Ásgrímur S. Björnsson
Staðsetning: Reykjavík Fjöldi í áhöfn: 6 manns Ganghraði: 16-17 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra búnaður, 3 sjúkrabörur, súrefni, slökkvi tæki, föst brunadæla, slöngur og stútar, 2 reykköfunartæki, sjódæla, léttabátur og mótor, 6 m björgunarbátur.
Hannes Þ. Hafstein
Staðsetning: Sandgerði Fjöldi í áhöfn: 6 manns Ganghraði: 16-17 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög bundinn björgunarbúnaður skipa, lyfja kista, laus sjúkrabúnaður, súrefni, 2 skel börur, 2 börur, varmapoki, föst brunadæla, slöngur og stútar, fluglínutæki, léttabátur, neyðarnótin Hjálp, belti til hífingar úr sjó.
Gunnar Friðriksson
Staðsetning: Ísafjörður Fjöldi í áhöfn: 6 manns Ganghraði: 16-17 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra búnaður, 2 skelbörur, börur, föst brunadæla, laus brunadæla, slöngur og stútar, léttabátur, neyðarnótin Hjálp, 8 og 20 m björgunarbátar.
270
Björgunarskip og bátar
Jón Oddgeir
Björg
Staðsetning: Varabátur Fjöldi í áhöfn: 6 manns Ganghraði: 16-17 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög bundinn björgunarbúnaður skipa, lyfja kista, laus sjúkrabúnaður, súrefni, 2 skel börur, 2 börur, varmapoki, föst brunadæla, slöngur og stútar, fluglínutæki, léttabátur, neyðarnótin Hjálp, belti til hífingar úr sjó.
Staðsetning: Rif Fjöldi í áhöfn: 6 manns Ganghraði: 16-17 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög bundinn björgunarbúnaður skipa, lyfja kista, laus sjúkrabúnaður, súrefni, slökkvitæki, föst brunadæla, 2 lausar brunadælur, slöngur og stútar, léttabátur og mótor, Björgvinsbelti, neyðarnótin Hjálp.
Sigurvin
Oddur V. Gíslason
Staðsetning: Siglufjörður Fjöldi í áhöfn: 4-6 manns Ganghraði: 15-18 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra búnaður, skelbörur, seglbörur, slökkvi tæki, 3 sjódælur, léttabátur og mótor, 4 björgunargallar, 8 þurrbúningar, 5 RNLI bjargvesti, 6 m björgunarbátur á skotgálga, Björgvinsbelti.
Staðsetning: Grindavík Áhöfn 4-6 manns Ganghraði 17-19 sm/klst Sjúkra og björgunarbúnaður um borð Lögbundinn björgunarbúnaður skipa, lyfjakista, laus sjúkrabúnaður, súrefni, skelbörur, börur, varmapoki, föst brunadæla, slöngur og stútar, fluglínutæki, léttabátur, neyðarnótin Hjálp, belti til hífingar úr sjó.
271
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Sveinbjörn Sveinsson
Staðsetning: Vopnafjörður Fjöldi í áhöfn: 4-6 manns Ganghraði: 16-17 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra búnaður, sjúkrabörur, Björgvinsbelti, laus lensi dæla (bensín), léttabátur (Zodiac MK II 30 Hp), 6 flotgallar, sjódælur á báðum aðalvélum.
Gunnbjörg
Staðsetning: Raufarhöfn Fjöldi í áhöfn: 4-6 Ganghraði: 17-19 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra búnaður, 3 x sjúkrabörur, súrefni, slökkvitæki, föst brunadæla, slöngur og stútar, sjódæla, léttabátur + mótor, 6 m. björgunarbátur. Annar búnaður: 2 x krókstjakar, hífingagálgar á síðum, 2 x brunaslönguúttök.
272
Hafbjörg
Staðsetning: Neskaupstaður Fjöldi í áhöfn: 6 manns Ganghraði: 16-17 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög bundinn björgunarbúnaður skipa, lyfja kista, laus sjúkrabúnaður, súrefni, 2 skel börur, 2 börur, varmapoki, föst brunadæla, slöngur og stútar, fluglínutæki, léttabátur, neyðarnótin Hjálp, belti til hífingar úr sjó.
Þór Staðsetning: Vestmannaeyjar Fjöldi í áhöfn: 5 manns Ganghraði: 27 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra búnaður, súrefni, kedvesti, bakbretti, spelkur, vökvasett, sjúkrabörur, trollbörur, skrapa, skel börur, búnaður til öndunaraðstoðar. Þór er búinn eins og sjúkrabíll fyrir utan hjartastuðtæki.
Vörður II
Staðsetning: Patreksfjörður Fjöldi í áhöfn: 4-6 Ganghraði: 16-18 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lögbundinn björgunarbúnaður skipa, lyfjakista, laus sjúkrabúnaður, súrefni, slökkvitæki, föst brunadæla, 2 x laus brunadæla, slöngur og stútar, léttabátur + mótor, Björgvinsbelti, neyðarnótin Hjálp.
Ingibjörg
Staðsetning: Höfn í Hornafirði Fjöldi í áhöfn: 5-6 Ganghraði: 17-19 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra búnaður, 3 x sjúkabörur, súrefni, slökkvitæki, föst brunadæla, slöngur og stútar, 2 x reyk köfunartæki, sjódæla, léttabátur + mótor, 6 m. björgunarbátur. Annar búnaður: 2 x krókstjakar, hífingagálgar á síðum, 2 x brunaslönguúttök.
Húnabjörg
Staðsetning: Skagaströnd Fjöldi í áhöfn: 5-6 Ganghraði: 17-19 sml/klst. Sjúkra- og björgunarbúnaður um borð: Lög bundinn björgunarbúnaður skipa, laus sjúkra búnaður, 3 x sjúkabörur, súrefni, slökkvitæki, föst brunadæla, slöngur og stútar, sjódæla, léttabátur + mótor, 6 m. björgunarbátur. Annar búnaður: 2 x krókstjakar, hífingagálgar á síðum, brunaslönguúttak.
ÚTKALLSSÍMI
björgunarsveita
112 273
Eftirtaldir aðilar styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg:
Ísfélag Vestmannaeyja hf. www.isfelag.is
Seyðisfjarðarkaupstaður www.seydisfjordur.is
Klúka ehf
Sigurbjörn ehf. sigbjehf@simnet.is
Kristinn J. Friðþjófsson ehf. Kópavogshöfn www.kopavogur.is Listmunasala Fold www.myndlist.is Löndun ehf. www.londun.is Pétursey gudjonr@eyjar.is Reykjanesbær www.reykjanesbaer.is Reykjaneshöfn reykjaneshofn.is Samvinnufélag útgerðarmanna www.veidiflugan.is www.Fjardasport.is Segull ehf. segull@segull.is
Sigurður Ólafsson ehf. olibjorn@eldhorn.is Sjómanna-/vélstjórafélag Grindavíkur Sjómannafélagið Jötunn, Vestmannaeyjum Sjómannasamband Íslands www.ssi.is Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins www.shs.is Stegla ehf. Tálknafirði Steinunn ehf. Súðavíkurhöfn www.sudavik.is Sveitarfélagið Garður www.svgardur.is Tækniþjónusta Vestfjarða ehf. sveinn@tvest.is
Eldvarnir ehf.
Stuðningur þeirra styrkir öflugt björgunar- og slysavarnastarf um allt land.
Lög Slysavarnafélagsins Landsbjargar 1. gr. Heiti félagsins Félagið heitir Slysavarnafélagið Landsbjörg. Lögheimili og varnarþing þess er í Reykjavík. 2. gr. Hlutverk Hlutverk félagsins er að reka öflugt björgunar- og slysavarnastarf. 3. gr. Einkenni Merki félagsins er gulur kross og björgunarhringur umhverfis hann. Undir tákninu er nafn félagsins ritað. Stjórn setur reglur um nánari útfærslu og notkun á merki félagsins. 4. gr. Skipulag Ákvörðunar- og framkvæmdavald Slysavarnafélagsins Landsbjargar er í höndum landsþings, fulltrúaráðsfundar og stjórnar, samkvæmt því sem nánar segir í lögum þessum. 5. gr. Aðild Rétt til aðildar að Slysavarnafélaginu Landsbjörg eiga allar félagseiningar sem hafa björgunar- og/eða slysavarnamál á stefnuskrá sinni. Hver félagseining Slysavarnafélagsins Landsbjargar er sjálfstæð gagnvart félaginu, bæði hvað varðar störf sín og fjármál. Unglingadeildir geta starfað innan félagseininga. Slysavarnafélagið Landsbjörg starfar í tengslum við Bandalag íslenskra skáta og önnur félög og stofnanir sem starfa að björgunar- og slysavarnamálum. Inntaka nýrrar félagseiningar er háð samþykki landsþings en lög hinnar nýju félagseiningar og félagatal skal þá liggja fyrir. Stjórn félagsins er heimilt að veita félagseiningu, sem uppfyllir nefnd skilyrði, inngöngu með fyrirvara um samþykki þings. Gerist félagseining eða stjórn hennar sek um brot á lögum þessum er landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar heimilt að víkja henni úr félaginu, að því tilskyldu að 2/3 hlutar þingfulltrúa greiði því atkvæði. Úrsögn félagseiningar úr félaginu er því aðeins gild að hún hafi verið samþykkt á lögmætum aðalfundi hennar og að stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafi verið tilkynnt með tveggja mánaða fyrirvara að tillaga um úrsögn komi til afgreiðslu á fundinum. Úrsögn tekur gildi frá lokum þess reikningsárs félagsins er hún hlýtur samþykki. Félagseining, sem vikið hefur verið úr félaginu eða hefur sagt sig úr því, á ekki tilkall til sjóða þess eða annarra eigna, en veita má henni aðild að nýju. Allir geta gerst styrktaraðilar að Slysavarnafélaginu Landsbjörg.
6. gr.
275
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Réttindi og skyldur félagseininga Allar félagseiningar eiga jafnan rétt á þeirri þjónustu sem félagið getur látið í té. Félagseiningar skulu árlega halda aðalfund. Þar leggi stjórnir þeirra fram skýrslu um störf liðins árs og ársreikninga áritaða af stjórn. Félagseiningar skulu árlega senda starfsskýrslu og ársreikninga til skrifstofu félagsins. Að uppfylltum þessum skilyrðum öðlast félagseining rétt til úthlutunar úr sameiginlegum sjóðum félagsins og atkvæðisrétt á fulltrúaráðsfundi og landsþingi, ella teljast einingar óvirkar. Verði eining óvirk um lengri eða skemmri tíma skal stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar ráðstafa eigum hennar samkvæmt lögum félagseiningarinnar og í samráði við heimamenn. *Reglugerð nr. 1/2009 7. gr. Fjármál Slysavarnafélagið Landsbjörg aflar fjár á þann hátt sem fulltrúaráðsfundur í nóvember ákveður. Fjárhagsáætlun félagsins fyrir næsta ár skal lögð fyrir fulltrúaráðsfund til afgreiðslu. Landsþing ákveður hlutfallsskiptingu þess fjár sem félagseiningar fá úr sameiginlegum fjáröflunarverkefnum. Breytingar á slíkri samþykkt taka gildi um næstu áramót þar á eftir. Sameinist félagseiningar, tvær eða fleiri, halda þær óbreyttri fjárúthlutun úr sameiginlegum fjáröflunarverkefnum í tvö almanaksár frá sameiningu. Reikningsárfélagsins er almanaksárið. Fyrir lok apríl ár hvert sendir stjórnin félagseiningunum endurskoðaðareikninga félagsins. 8. gr. Landsþing Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar fer með æðsta vald í málefnum félagsins og skal það haldið fyrir lok maímánaðar, annað hvert ár. Til landsþings skal boða bréflega með sjö vikna fyrirvara. Eigi síðar en þrem vikum fyrir landsþing skal stjórnin senda félagseiningunum dagskrá þingsins, tillögur um lagabreytingar, tillögur fjárveitinganefndar og tillögur uppstillingarnefndar. Stjórn félagsins getur boðað til aukaþings með sama hætti. Einnig skal boða til aukalandsþings ef 3/4 virkra félagseininga óska þess og skal stjórn félagsins boða til aukalandsþings eigi síðar en fjórum vikum frá því beiðnin um aukalandsþing kom fram. Á aukalandsþingi skal einungis taka fyrir mál samkvæmt útsendri dagskrá en að öðru leyti gilda almenn þingsköp. Eftirfarandi mál skulu tekin fyrir á landsþingi: 1) Formaður setur þingið og stýrir kjöri þingforseta, varaþingforseta og regluvarðar. 2) Þingforseti skipar tvo fundarritara og stýrir kjöri kjörnefndar, sem skal skipuð þremur þingfulltrúum, og allsherjarnefndar, sem skal skipuð fimm þingfulltrúum. 3) Skýrslur stjórnar og reikningar. 4) Inntaka nýrra félagseininga. 5) Niðurstöður milliþinganefnda. 6) Ýmis þingmál. 7) Lagabreytingar. 8) Kosning: a) formanns,
276
Lög Slysavarnafélagsins Landsbjargar
b) átta stjórnarmanna, c) tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara, d) fjárveitinganefndar, laganefndar og uppstillingarnefndar, e) annarra nefnda. 9) Önnur mál. Kjörnefnd skal hafa eftirlit með undirbúningi og framkvæmd kosninga, skera úr um kjörgengi og kosningarétt, hafa yfirumsjón með talningu atkvæða og skera úr um gildi vafaatkvæða. Allsherjarnefnd skal vinna úr og samræma álitamál sem upp kunna að koma á þinginu og fundarstjóri vísar málum til. Ef ágreiningur er innan þingnefndar við ákvarðanatöku ræður meirihluti nefndarmanna og er ákvörðun þingnefndar endanleg. Kosið er skv. 8. tölulið í þeirri röð sem þar er ákveðin. Kosning skal ávallt vera skrifleg/rafræn. Kjörseðill er því aðeins gildur að kosnir séu jafnmargir og kjósa skal hverju sinni. Falli atkvæði jafnt skal varpa hlutkesti til að skera úr um hver frambjóðenda hefur náð kjöri. Séu framboð jafnmörg og fjöldi þeirra sem kjósa skal telst sjálfkjörið og kosning fer ekki fram. Þeir sem ekki ná kjöri skv. a-lið 8. tl. 2. mgr. 8. gr. verða sjálfkrafa í kjöri skv. b-lið 8. tl. 2. mgr. 8. gr. 9. gr. Réttindi á landsþingi Rétt til setu á landsþingi félagsins eiga allir fullgildir félagar félagseininga. Hver félagseining fer með tvö atkvæði á þingi. Enginn þingfulltrúa fer nema með eitt atkvæði. Þingfulltrúi skal vera lögráða. Ef félagseiningar, tvær eða fleiri, sameinast skulu þær á næsta landsþingi þar á eftir halda atkvæðisrétti eins og þær hefðu ekki sameinast en þar á eftir fara með tvö atkvæði á þingi. Kjörbréf, undirritað af formanni eða stjórnarmanni hverrar félagseiningar, skal hafa borist skrifstofu Slysavarnafélagsins Landsbjargar eigi síðar en viku fyrir landsþing. Kjörnefnd tekur afstöðu til breytinga á framkomnum kjörbréfum og úrskurðar um gildi þeirra. Allir fullgildir félagar félagseininga á landsþingi hafa kosningarétt samkvæmt 1. og 2. tl. 2. mgr. 8. gr. 10. gr. Stjórn Landsþing kýs félaginu stjórn til tveggja ára í senn. Í stjórn félagsins sitja formaður, varaformaður, ritari og gjaldkeri, auk fimm meðstjórnenda. Kjörgengir í stjórn félagsins eru allir lögráða menn. Stjórn félagsins fylgir eftir samþykktum landsþings og fulltrúaráðs. Stjórnin er í fyrirsvari fyrir félagið og ber ábyrgð á fjárreiðum þess. Afl atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum. Séu atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns. Formaður boðar stjórn til fundar. Stjórnarfundur er löglegur ef meirihluti stjórnarmanna sækir fund. Stjórn kemur að jafnaði saman mánaðarlega. Fundargerðir skulu ritaðar. Stjórn boðar til landsþings og annarra funda, þar á meðal funda fulltrúaráðs og formanna. Hún undirbýr fundarmálefni, framfylgir fundaráætlunum og annast störf milli funda. Stjórn félagsins er í fyrirsvari fyrir félagið gagnvart einstaklingum, lögaðilum eða ríkisvaldi í sameiginlegum málefnum félagsins. Á fyrsta fundi stjórnar skal stjórn skipta með sér verkum og gera skipurit og starfslýsingu sem vera skal félagsmönnum aðgengileg. Stjórn er heimilt að skipa nefndir
277
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
sér til aðstoðar og ákveður verksvið þeirra. Í upphafi starfstímabils stjórnar skal skipa samráðsnefnd um málefni unglingadeilda. Stjórnin ber ábyrgð á að starfsemi félagsins sé innan ramma fjárhagsáætlunar, samþykkta landsþings og fulltrúaráðsfunda. Stjórnin ræður framkvæmdastjóra félagsins. 11. gr. Skýrsla stjórnar Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar skal á hverju ári gefa út ársskýrslu um starfsemi félagsins. 12. gr. Milliþinganefndir Í fjárveitinganefnd skal kjósa formann, auk fjögurra fulltrúa; í laganefnd skal kjósa formann, auk tveggja fulltrúa; í uppstillingarnefnd skal kjósa formann, auk tveggja fulltrúa. Ef landsþing skipar aðrar milliþinganefndir en að framan greinir skal það vera ákvörðun landsþings hver fjöldi og hvernig uppbygging nefndarinnar skuli vera hverju sinni. Nefndirnar skulu skila tillögum sínum til stjórnar eigi síðar en fjórum vikum fyrir landsþing. Milliþinganefndir skulu taka til starfa að þingi loknu og starfa fram til loka þess næsta. Eftirfarandi skal vera hlutverk nefndanna: a) Fjárveitinganefnd skal sjá um endurskoðun á úthlutunarkerfi félagsins og leggja fram tillögu um skiptingu fjármagns til félagseininga á landsþingi. b) Laganefnd skal annast endurskoðun á lögum félagsins, hafa eftirlit með því að þau standist rétt íslenskt málfar og brjóti ekki í bága við landslög. c) Uppstillingarnefnd skal tryggja að fram komi að minnsta kosti eitt framboð til hvers embættis innan stjórnar og þeirra nefnda sem getið er í 8. tl 2. mgr. 8. gr. Komi fram tvö eða fleiri framboð til embættis skal uppstillingarnefnd raða frambjóðendum eftir stafrófsröð. Uppstillingarnefnd skal leitast við að stjórn endurspegli breidd félagsins og skal jafnræðis gætt við kynningu á frambjóðendum. 13. gr. Varasjóður Slysavarnafélagið Landsbjörg skal eiga varasjóð. Varasjóði Slysavarnafélagsins Landsbjargar er ætlað: a) að mæta hugsanlegum samdrætti í tekjum; b) að vera tryggingarsjóður vegna áfalla sem félagið kann að verða fyrir; c) að fjármagna önnur verkefni sem fulltrúaráðsfundir eða landsþing ákveða. Fé er lagt í varasjóð í samræmi við samþykktir fulltrúaráðsfunda og landsþinga. Varasjóð skal byggja upp að því marki að upphæð hans nemi um það bil heildarlaunagreiðslum félagsins í sex mánuði og beinum framlögum aðildareininga í 12 mánuði. Þar til því marki er náð skal ávöxtun varasjóðs bætt við höfuðstól hans. Ráðstöfun fjár úr varasjóði er aðeins heimil með samþykki fulltrúaráðsfunda eða landsþinga. Veðsetning varasjóðs, eða lántaka úr honum til skemmri eða lengri tíma, er óheimil nema með samþykki fulltrúaráðsfundar eða landsþings.
278
Lög Slysavarnafélagsins Landsbjargar
Varasjóður skal varðveittur í banka eða hjá löggiltu verðbréfafyrirtæki. Meginstefna við vörslu hans skal vera öryggi frekar en há ávöxtun. 14. gr. Fulltrúaráð Fulltrúaráðsfundir fara með æðsta vald Slysavarnafélagsins Landsbjargar milli landsþinga og þá sitja einn fulltrúi hverrar félagseiningar, ásamt stjórn félagsins. Hver félagseining fer með eitt atkvæði á fulltrúaráðsfundi og hver stjórnarmaður félagsins hefur eitt atkvæði. Fulltrúaráð kemur saman til fundar í nóvember ár hvert, svo og þegar tíu félagseiningar æskja þess eða stjórn félagsins ákveður. Ef tíu félagseiningar hafa óskað eftir fulltrúaráðsfundi skal stjórn félagsins boða til fundarins eigi síðar en fjórum vikum frá því fundarbeiðnin kom fram. Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar boðar fundi og skal það gert með minnst tíu daga fyrirvara. Fundarboð skulu send félagseiningum ásamt dagskrárgögnum. Formaður félagsins setur fundi fulltrúaráðs og stýrir kjöri fundarstjóra. Meirihluti atkvæða ræður úrslitum mála, nema annars sé getið í lögum félagsins. 15. gr. Formannafundir Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar skal boða til fundar með formönnum félagseininga það ár sem landsþing er ekki haldið. Formannafundur er vettvangur umræðna um þau mál sem snerta starf félagseininga. Í stað eins sameiginlegs formannafundar allra félagseininga má boða til funda eftir starfsvettvangi þeirra. Formannafundir hafa ekki ákvörðunarvald í málefnum félagsins. 16. gr. Endurskoðun Reikningar Slysavarnafélagsins Landsbjargar skulu skoðaðir ár hvert af löggiltum endurskoðanda. Félagsleg endurskoðun reikninga er í höndum tveggja manna sem landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar kýs til tveggja ára í senn. Skoðunarmenn reikninga mega ekki sinna öðrum störfum fyrir félagið sem snerta fjármál. Þeir bera ábyrgð fyrir landsþingi félagsins, þeir skulu eiga greiðan aðgang að öllu bókhaldi félagsins og er stjórninni skylt að veita þeim allar nauðsynlegar upplýsingar um fjármál og reikningshald þess. Felli landsþing reikninga félagsins fer fram yfirskoðun eftir reglum sem þingið setur. Að þeirri yfirskoðun lokinni skal boðað til framhaldsþings sem tekur nánari ákvörðun um reikninga. 17. gr. Reglur – reglugerðir Stjórn setur reglur og reglugerðir er varða starfsemi félagsins og endurskoðar þær eftir því sem þurfa þykir. Hlutverk reglna og reglugerða er að kveða nánar á um skipulag einstakra þátta í starfsemi félagsins og þær verða ávallt að eiga sér stoð í lögum félagsins. 18. gr. Lagabreytingar og framboðsfrestur Lögum þessum verður ekki breytt nema á landsþingi og þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða til að breyting nái fram að ganga. Tillögur til lagabreytinga og yfirlýsing um framboð til embættis innan stjórnar eða
279
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
nefnda sem greinir í 8. tl. 2. mgr. 8. gr. skal beint til skrifstofu félagsins eigi síðar en sex vikum fyrir landsþing. 19. gr. Gildistaka Lög þessi öðlast þegar gildi. Lög þessi voru samþykkt á landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Akureyri þann 25. maí 2013.
Bílar, fastir í aur og snjó, eru algengasta orsök þess að óskað er eftir aðstoð björgunarsveita.
280
Þingsköp landsþings Slysavarnafélagsins Landsbjargar 1. gr. Þingsetning 1.1 Þegar landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar kemur saman skal formaður setja þingið og stjórna fundi þar til kjörnir hafa verið starfsmenn þingfundar. Þá skal formaður afhenda þingforseta stjórn þingfundar. 2. gr. Starfsmenn 2.1 Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar gerir, í samráði við stjórn félagsins, tillögu um hverjir skuli verða starfsmenn þingsins og ber tillöguna undir þingheim. Sérhver þingfulltrúi hefur rétt til að gera tillögu um starfsmenn. Komi fram fleiri tillögur en ein skal þingið kjósa. Einfaldur meirihluti ræður kjöri. 2.2 Kjörnir starfsmenn skulu vera: Þingforseti, varaforseti, ásamt regluverði. 2.3 Þingforseti skipar tvo þingritara. 3. gr. Skyldur starfsmanna 3.1 Þingforseti skal vinna eftir þingsköpum þessum og þeim afbrigðum sem þing samþykkir. Þingforseti stjórnar afgreiðslu mála og kosningum. 3.2 Þingforseti stjórnar umræðum og sér um að allt fari fram með góðri reglu. Hann er ábyrgur fyrir því að dagskráin sé haldin. Verði veruleg röskun á framlagðri dagskrá skal þingforseti hið fyrsta gera þingi grein fyrir óhjákvæmilegum breytingum og bera þær upp. 3.3 Vilji þingforseti taka til máls, frekar en staða hans krefur, skal hann víkja sæti og fela varamanni sínum stjórn fundarins. 3.4 Regluvörður skal fylgjast með því að lögum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sé fylgt í hvívetna, ásamt þingsköpum þessum og vera þingforsetum til aðstoðar við túlkun álitaefna sem upp kunna koma á þinginu. 3.5 Ritarar skulu rita óhlutdræga og réttorða fundargerð. Þeir fylgjast grannt með að allar framkomnar tillögur berist til skrásetningar. Þingritarar bera, ásamt þingforseta, ábyrgð á talningu atkvæða við atkvæðagreiðslu, auk þeirra fulltrúa sem þingforseti hefur kvatt sérstaklega til þeirra starfa. 4. gr. Þingmál 4.1 Fyrsta þingmál, að kosningu starfsmanna og nefnda þingsins lokinni, ef ekki liggja fyrir breyt-
281
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
ingar á þingsköpum, skal ávallt vera skýrsla stjórnar og reikningar. Að því loknu skal gera grein fyrir þeim tillögum og öðrum málum sem fyrir þinginu liggja. 4.2 Þingforseti vísar málum til nefnda og umræðuhópa eftir því sem tilefni gefur til. Engin umræða fer fram um tillögur undir þessum lið. 4.3 Þingfulltrúum er heilmilt að bera fram munnlegar breytingartillögur um ákvörðun um vísan mála til nefnda og starfshópa. 4.4 Eigi má taka mál eða tillögu til umræðu fyrr en það hefur verið skýrt og lesið upp af þingforseta eða framsögumanni. 4.5 Heimilt er flutningsmanni tillögu að draga hana til baka á hvaða stigi sem er, hverjum fulltrúa er heimilt að taka hana upp, enda sé það gert innan sama dagskrárliðar. 4.6 Þegar þingmál hefur verið flutt af framsögumanni, skal þingforseti opna mælendaskrá og gefst þá fundarmönnum tækifæri til að taka einu sinni til máls um efni tillögunnar. Að því loknu gefst flutningsmanni færi til fyrri andsvara. Því næst fá fundarmenn að tjá sig öðru sinni og fær flutningsmaður tækifæri til seinni andsvara. Heimilt er þó þingforseta að leyfa að auki stuttar athugasemdir til að menn geti t.a.m borið af sér sakir eða leiðrétt misskilning. 4.7 Heimilt er hverjum þingfulltrúa að flytja rökstudda frávísunartillögu og sker þingið þá úr með einföldum meirihluta. Engar umræður mega fara fram um frávísunartillögu, utan þess að flutningsmanni aðaltillögu er heimil að veita ein andmæli, og fer atkvæðagreiðslan þegar fram að því loknu. Ekki má greinargerð fylgja með frávísunartillögu. 4.8 Gera má tillögu um breytingar á samþykktri dagskrá. Tillögunni skal fylgja rökstuðningur. Samþykki meirihluti þingfulltrúa slíka dagskrártillögu skal þá þegar breyta dagskrá í samræmi við það, enda sé það heimilt samkvæmt lögum félagsins. 5.gr. Nefndir og umræðuhópar 5.1 Þingforseti stýrir kjöri nefnda skv. 2. tl. 2. mgr. 8. gr. laga SL, eftir að hafa skipað fundarritara. 5.2 Á þinginu skulu starfa a.m.k. eftirfarandi nefndir og umræðuhópar: Allsherjarnefnd Kjörnefnd Umræðuhópur um björgunarmál Umræðuhópur um slysavarnir Umræðuhópar um unglingamál Umræðuhópar þessir skulu vera opnir öllum þingfulltrúum. Þingfulltrúar með full réttindi skulu skrá sig þar til starfa. Öðrum er þar heimil seta með málfrelsi og tillögurétti. 6. gr. Starfsvið nefnda og umræðuhópa 6.1 Kjörnefnd skal hefja störf að lokinni kosningu hennar. Hún skal leggja fyrir þingið framkomin
282
Þingsköp landsþings Slysavarnafélagsins Landsbjargar
kjörbréf, sem hún hefur úrskurðað gild. Þeir sem þá hafa ekki lagt inn kjörbréf skulu hafa lokið framlagningu þeirra eða leiðréttingum fyrir lok sjötta dagskrárliðar. Kjörnefnd undirbýr kosningu stjórnar í samræmi við lög félagsins. 6.2 Til allsherjarnefndar skal vísa öllum málum sem ekki heyra undir aðrar nefndir eða umræðuhópa þingsins. Til allsherjarnefndar skal einnig vísa þeim málum sem hafa svo víðtæka merkingu að margar nefndir þyrftu ella að koma að afgreiðslu. Í slíkum tilfellum getur allsherjarnefnd leitað álits um einstök atriði hjá þeim nefndum sem um viðkomandi málaflokk fjalla. Allsherjarnefnd skal vinna úr og samræma álitamál sem upp kunna að koma á þinginu og þingforseti vísa málum til. 6.3 Umræðuhópar um björgunarmál, slysavarnir og unglingamál skulu fjalla um fyrirfram ákveðin málefni og taka til umfjöllunar þær tillögur sem vísað er til þeirra. 6.4 Auk áðurtalinna nefnda og umræðuhópa er þinginu heimilt að skipa sérstakar nefndir eða umræðuhópa um einstök mál, sem þingfulltrúar telja að þurfi sérstaka meðferð. Nefnd má skipa á hvaða stigi málsins sem er, enda nefndinni sett skýr tímamörk. 7. gr. Þingfulltrúar 7.1 Hver fulltrúi á rétt til að flytja mál á þinginu. Mál sem fulltrúar hyggjast flytja skulu hafa borist stjórn félagsins a.m.k tveim vikum fyrir þing og ber að dreifa þeim vélrituðum eða á þinginu. 7.2 Fulltrúi sem óskað hefur eftir að fá að taka til máls og fengið það, skal standa upp úr sæti sínu og mæla þaðan eða úr ræðustól. 7.3 Fulltrúa ber að lúta stjórn þingforseta. Honum ber að sýna félögum sínum og skoðunum þeirra fulla virðingu og varast ótilhlýðileg orð. 7.4 Heimilt er hverjum þingfulltrúa að kveðja sér hljóðs um fundarstjórn þingforseta og skal takmarka ræðutíma við tvær mínútur. 7.5 Skylt er fulltrúum að mæta til þingfunda á réttum tíma. Þeim er skylt að vera viðstaddir atkvæðagreiðslu.
8.1 8.2
8.3 8.4 8.5
8. gr. Afgreiðsla þingmála Þingmál skulu lögð fram eins og greint er frá í 4. gr. Þaðan er þeim vísað til nefnda og umræðuhópa. Breytingartillögur við framlögð mál verður að bera upp í viðkomandi nefndum og umræðuhópum til þess að hægt sé að bera þær upp við afgreiðslu þingmála. Komi fram tillaga sem viðkomandi nefnd eða umræðuhópur getur ekki fallist á, getur flutningsmaður endurflutt tillöguna við lokaafgreiðslu þingmála. Þannig verða breytingartillögur á framlögðum þingmálum að fá tvær umræður. Ekki er framsögumanni nefndarálits skylt að greina frá öðrum tillögum en þeim sem viðkomandi nefnd/umræðuhópur hefur ákveðið að leggja fyrir þingið. Heimilt er nefnd/umræðuhóp að tilnefna fleiri en einn framsögumann fyrir sínu áliti. Þyki þingfundi ekki ástæða til að gera ályktun um mál getur hann vísað því til stjórnar félagsins.
283
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
9. gr. Atkvæðagreiðsla 9.1 Atkvæðagreiðsla fer venjulega fram með handauppréttingu. Nafnakall má viðhafa, ef atkvæðagreiðsla er óglögg að mati þingforseta eða ef þingheimur krefst þess. Einfaldur meirihluti ræður úrslitum við afgreiðslu almennra þingmála og þingskapa, en tveir þriðju hluta atkvæða þarf til að samþykkja lagabreytingar. Mál telst fallið við nafnakall ef meirihluti þingfulltrúa greiðir ekki atkvæði. Framkvæma skal stjórnarkjör eins og getið er um í félagslögum. 10. gr. Gildi þingskapa 10.1 Þingsköpum þessum má aðeins breyta á landsþingi. Liggi breytingartillaga á þingsköpum fyrir skal þingforseti kynna hana fyrst allra mála og vísa til allsherjarnefndar. Heimilt er þingforseta að óska afbrigða og að þing starfi eftir tillögu, ef hún er lögð fyrir af til þess kjörinni milliþinganefnd, enda verði tillagan afgreidd á yfirstandandi þingi. 11. gr. Þingsköp þessi öðlast þegar gildi. Þingsköp þessi voru samþykkt á auka landsþingi á Grand hóteli 25. nóvember 2006.
Vegir liggja til allra átta.
284
Siðareglur félagsins Sérhverju starfi og hlutverki innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar fylgja tilteknar skyldur og þá um leið tilteknar siðareglur. Siðareglur félagsins eru í samræmi við þær siðareglur sem almennt gilda í samfélaginu. Siðareglur félagsins eru leiðbeiningar um það hvernig starfsfólk og félagar bregðist við þegar siðferðileg álitamál koma upp í störfum þess. Í siðareglunum birtast þau gildi sem eiga að einkenna samskipti innan félagsins. Reglurnar ná til allra félags- og starfsmanna. Siðareglunum er ætlað að auðvelda einstaklingum að rækja störf sín vel. Þær leysa félaga þó ekki undan þeirri ábyrgð að reiða sig á eigin samvisku í siðferðilegum efnum. Mikilvægasta hlutverk siðareglnanna er að veita almennari viðmiðanir um breytni og faglega ábyrgð en lagareglum er ætlað, enda gilda þær áfram þegar hinum lögfestu reglum sleppir. Þessum siðareglum er einnig ætlað að varðveita gott orðspor félagsins, ímynd og trúverðugleika. – Við félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg byggjum starf okkar á megingildum félagsins; fórnfýsi, forystu og fagmennsku. – Við sýnum góða hegðun í störfum og vanvirðum á engan hátt félagið, markmið þess eða merki. – Við virðum mikilvægi Slysavarnafélagsins Landsbjargar í samfélaginu og leggjum okkur fram um að félagið verði virt og metið í þjóðfélaginu. – Við virðum lög og reglugerðir. – Við virðum öryggi samborgara okkar og högum starfi okkar þannig að ekki skapist hætta af. – Við gætum þagmælsku um atriði sem við fáum vitneskju um í starfi okkar og leynt skulu fara. Þetta á einnig við um birtingu mynda af slysavettvangi. – Við virðum þann trúnað sem okkur er sýndur þegar okkur eru falin mikilvæg verkefni. – Við virðum tilfinningar, friðhelgi og einkalíf annarra þegar slík mál koma upp í störfum okkar. – Við beitum ekki aðra einelti eða áreitni af neinu tagi. – Við virðum félaga okkar, skjólstæðinga og samstarfsaðila og gerum ekkert það sem rýrir mannorð okkar og félagsins. – Við hlýðum stjórnendum aðgerða eða æfinga og fylgjum því skipulagi sem sett hefur verið upp af stjórnendum. – Við virðum þær vinnureglur sem settar eru svo samhæfing starfa verði góð. – Við virðum verkefni okkar og samstarfsmanna okkar og gerum það sem þarf til þess að verkefnin megi leysa á skilvirkan og fljótan hátt. – Við þekkjum skyldur okkar, viðhöldum þekkingu okkar og kynnum okkur nýjungar er varða starfið til að varðveita hæfni okkar. – Við virðum öryggi og heilsu okkar, samstarfsmanna okkar og skjólstæðinga með því að fara að reglum og þjálfa okkur til að geta aðstoðað aðra í neyð. – Við sýnum fyllstu aðgát og varkárni við stjórn farartækja og gætum þess að valda ekki slysahættu né skemmdum á verðmætum eða náttúru. – Við virðum eignir og verðmæti annarra, mannvirki og sögulegar minjar og forðumst að valda spjöllum á þeim.
285
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
– Við munum í störfum okkar bera og virða skilgreindan einkennisfatnað Slysavarnafélagsins Landsbjargar. – Við virðum merki félagsins við notkun á tækjum okkar og búnaði. – Við neytum ekki áfengis og vímuefna í einkennisfatnaði félagsins. – Við leggjum okkur fram um að láta ekki félaga yngri en 18 ára lenda í aðstæðum sem þeir ráða ekki við. – Við virðum áhuga þeirra og atorku en gerum okkur grein fyrir minni reynslu þeirra. – Við gætum að því að félagar á útkallslista björgunarsveita skulu vera fullra 18 ára. – Við gerum okkur ljóst að ef félagar gerast brotlegir við reglur þessar má vísa þeim úr starfi á vegum félagsins, tímabundið eða að fullu. Einstakar félagseiningar geta sett strangari reglur en verða að gæta þess að tryggt sé að framangreindar reglur séu hluti þeirra. Reglur þessar ná til félaga í björgunarsveitum, slysavarnadeildum og unglingadeildum og starfsmanna Slysavarnafélagsins Landsbjargar, þegar þeir starfa á vegum þess.
286
Öryggisstefna Stefna Slysavarnafélagsins Landsbjargar er að tryggja öllum félagsmönnum og starfsmönnum eins öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi og frekast er unnt. Markmiðið er að enginn félagsmaður eða starfsmaður bíði heilsutjón af starfi sínu eða verkefnum á vegum félagsins. Í starfsemi félagsins er gert ráð fyrir að fylgt sé öllum kröfum samkvæmt lögum og reglum og að sífellt sé unnið að endurbótum sem stuðla að auknu öryggi félagsmanna, starfsmanna, samstarfsaðila og viðskiptavina. – Við sækjum þau námskeið í Björgunarskólanum og Slysavarnaskóla sjómanna sem fjalla um öryggis- og vinnuverndarmál til að minnka líkur á slysum og óhöppum. – Við sækjum okkur þekkingu í björgunar- og slysavarnamálum bæði erlendis og innanlands til að miðla og nýta í verkefnum á vegum félagsins. – Við gerum kröfu um að aðstaða, tæki og búnaður sé í góðu ástandi og uppfylli öryggiskröfur. – Við ætlumst til að búnaður sem notaður er í starfi félagsins sé skoðaður og prófaður reglulega og standist þær öryggiskröfur sem til hans eru gerðar. – Við viljum að gerðar verði áhættugreiningar fyrir sérstaklega vandasöm svæði og staði, svo sem jarðgöng og jökla, og ætlumst til að slíkar greiningar verði gerðar svo fljótt sem auðið er í samvinnu við aðra viðbragðsaðila og heimamenn. – Við gerum áhættugreiningar fyrir vandasöm verk sem við þurfum að vinna þar sem við gerum okkur grein fyrir verkþáttum, greinum áhættu og finnum leiðir til að vinna verkin án þess að taka óþarfa áhættu. Við æfingar er sérstaklega mikilvægt að taka ekki óþarfa áhættu. – Við hvetjum til virkrar þátttöku aðgerðastjórnenda í þjálfun á öryggismálum. – Við þekkjum og vinnum í samræmi við skráðar öryggisreglur félagsins og gildandi vinnuverndarreglur til að tryggja öryggi fólks, búnaðar og starfsumhverfis. – Við notum undir öllum kringumstæðum viðeigandi öryggisbúnað, hlífðarfatnað og persónuhlífar. – Við tökum virkan þátt í að framfylgja öryggisstefnu félagsins.
287
ÁRBÓK 2015 l SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
Fjallabjörgunaræfing í Öskjuhlíð. Mynd: Sigurður Ó. Sigurðsson.
288
» Umhverfisstefna Umhverfisstefna félagsins er leiðbeiningar um það hvernig æskilegt er að starfsfólk og félagar umgangist land og náttúru. Umhverfisstefnan nær til allra félags- og starfsmanna. Umhverfisstefnunni er ætlað að minna félaga og starfsmenn á mikilvægi virðingar við náttúru og umhverfi. Umhverfisstefnunni er ætlað að varðveita gott orðspor félagsins, ímynd og trúverðugleika. Við leggjum sérstaka áherslu á eftirtalda þætti: – Við tökum tillit til umhverfismála í allri starfsemi félagsins og stuðlum þannig að betra umhverfi til sjós og lands. – Við sýnum viðkvæmum landssvæðum virðingu og leitumst við að valda sem minnstu tjóni í umhverfinu þegar unnið er við björgun, verið við æfingar eða á ferðalögum. – Við höfum að leiðarljósi að utanvegaakstur sé ekki stundaður nema í brýnustu neyð og með eins litlum umhverfisáhrifum og kostur er. – Við kynnum og hvetjum til vistvæns aksturs og siglinga. – Við kynnum félögum Slysavarnafélagsins Landsbjargar umhverfismál og hvetjum þá til góðrar umgengni í störfum sínum. – Við stefnum að því að setja okkur mælanleg markmið í umhverfismálum, svo sem varðandi endurvinnslu, innkaup og úrgang. – Við fylgjum öllum stjórnvaldskröfum sem gerðar eru varðandi umhverfismál. – Við vinnum í náinni samvinnu við félaga, viðskiptavini og þjónustuaðila um að þeir uppfylli umhverfismarkmið félagsins. Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur einsett sér að vera til fyrirmyndar í umgengni við land og náttúru.
289
Eftirtaldir aðilar styðja við bakið á Slysavarnafélaginu Landsbjörg:
Útgerðarfélagið Öngull ehf. Ískrókur
Vesturbyggð www.vesturbyggd.is
Valberg ehf. valbergehf@simnet.is
Vélsmiðjan Foss ehf.
Verkalýðsfélagið Hlíf www.hlif.is
Vopnafjarðarhöfn www.vopnafjardarhreppur.is
Verslunarmannafélag Suðurnesja www.vs.is vsvs.is
Vörður tryggingar www.vordur.is Þórsberg ehf.
Vestmannaeyjahöfn www.vestmannaeyjar.is
Í ÞÍNUM HÖNDUM Hafið er matarkistan okkar og nátengt ímynd landsins. Við viljum halda hafinu og ströndum Íslands hreinum og ómenguðum um ókomna tíð. Á því veltur framtíð okkar, velferð og sjálfsvirðing. Máltækið „lengi tekur hafið við“ á ekki að eiga við um sorp og ýmis hættuleg efni sem geta borist í hafið af mannavöldum.
Stuðningur þeirra styrkir öflugt björgunar- og slysavarnastarf um allt land.
Fiskifélag Íslands Borgartún 35 | 105 Reykjavík sími 591 0308 | fax 552 7969 Heimasíða: www.fiskifelag.is netfang: fi@fiskifelag.is