ร rbรณk 2018
ร rbรณk 2018 Fyrir starfsรกriรฐ 2017
Efnisyfirlit Skýrsla stjórnar
4
Ársreikningar - útdráttur
13
Björgunarskólinn
14
Slysavarnaskóli sjómanna
20
Unglingastarfið
28
Nefndir og ráð
36
Slysavarnir ferðamanna
44
Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin
58
Málefni sjóbjörgunar
60
Slysavarnir
62
Aðgerðamál
70
Einingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar
88
Áhugaverðar greinar úr tímaritinu Björgun
98
Lög Slysavarnafélagsins Landsbjargar
108
Siðareglur Slysavarnafélagsins Landsbjargar
116
Útgefandi: Slysavarnafélagið Landsbjörg Umsjón: Davíð Már Bjarnason Ábyrgðarmaður: Jón Svanberg Hjartarson Hönnun/umbrot: Birgir Ómarsson Forsíðumynd: Magnús Stefán Sigurðsson Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi - Umhverfisvottuð prentsmiðja
Skýrsla stjórnar 2017
Samstarf nýrrar stjórnar var farsælt á árinu og tilhlökkun í hópnum fyrir komandi ári. Fórnfýsi og eljusemi félaga Landsbjargar, dyggur stuðningur velunnara og jákvætt hugarfar almennings í garð félagsins gerir félaginu kleift að halda áfram að dafna, framtíðin er björt.
Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2015-17 Eftirfarandi einstaklingar sátu í stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar árið 2017 fram að landsþingi í maí: Smári Sigurðsson - formaður Guðjón Guðmundsson - varaformaður Leonard Birgisson - gjaldkeri Andri Guðmundsson - ritari Eiður Ragnarsson Gísli Vigfús Sigurðsson Hallgrímur Óli Guðmundsson Valur S. Valgeirsson Þorvaldur F Hallsson
6 | Árbók 2017
Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2017-19 Eftirfarandi voru kosin í stjórn á landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar í maí 2017:
Smári Sigurðsson - formaður Þór Þorsteinsson - varaformaður Guðjón Guðmundsson - gjaldkeri Svanfríður Anna Lárusdóttir - ritari Auður Yngvadóttir Gísli Vigfús Sigurðsson Hallgrímur Óli Guðmundsson Otti Rafn Sigmarsson Valur S. Valgeirsson
Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar fundaði 23svar sinnum á árinu 2017.
Skýrsla stjórnar | 7
8 | ร rbรณk 2017
Það er aldrei logn í starfi Slysavarnafélagsins Landsbjargar og árið 2017 var þar engin undantekning. Í byrjun ársins fór fram ein viðamesta leitaraðgerð í sögu félagsins þegar ung kona hvarf í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt 14. janúar. Að þessari aðgerð komu um 890 fulltrúar frá 73 björgunarsveitum og 50 félagar frá fjórum slysavarnadeildum. Það sýndi sig vel í þessu erfiða verkefni hvernig allar einingar félagsins vinna saman af fagmennsku og sem ein heild. Stjórn félagsins hélt tuttugu og þrjá stjórnarfundi á árinu og kom einnig saman eða hluti hennar af ýmsum öðrum tilefnum. Vinnufundir, rýnifundir vegna innri málefna, landshlutafundir, afmæli eininga og heimsóknir, m.a. á fundi með einingum, hálendisvaktir og hátíðarfundi. Landsþing Landsþing félagsins fór fram á Akureyri 19. og 20. maí 2017. Árin á undan hafði verði lögð mikil áhersla á að hvetja konur til að gefa kost á sér til starfa í nefndum félagsins og stjórn til jafns við karlmenn. Sú hvatnig hafði skilað sér vel og var nokkuð jafnt af báðum kynjum í framboði til embætta. Nokkrar breytingar urðu á stjórn SL. Fjórtán frambærilegir félagar voru í framboði. Fjórir stjórnarmenn voru endurkjörnir og fjórir nýir kjörnir. Á þinginu var kynnt nýtt útlit á útkallsfatnaði björgunarsveita þar sem sýnileika hafði verið bætt við efri hluta úlpunnar. Þar hófust gagnlegar umræður um útkalls- og einkennisfatnað félagsins sem leiddu til þess að stofnaður var vinnuhópur úr grasrót félagsins sem fjalla skyldi um og gera tillögur að reglum um merktan fatnað. ISAVIA kynnti einnig á þinginu fyrstu hópslysakerruna af 12 sem ISAVIA gefur Slysavarnafélaginu og dreifa á um landið þar sem þörfin er mest. Kerrurnar verða í umsjón björgunarsveita. Erlend samskipti og erlendar ráðstefnur Eins og undanfarin ár voru SL félagar duglegir við að sækja sér fræðslu og þekkingu á erlendar ráðstefnur og námskeið. Samstarfssamningur um fræðslumál var undirritaður við félaga okkar í Færeyjum, til Íslands komu félagar frá FORF í Noregi og tóku þátt í hálendisvakt og í þeim samningum fólst að íslenskir björgunarsveitarfélagar færu seinna til Noregs. Áhafnaskiptaverkefni IMFR var á sínum stað.
Skýrsla stjórnar | 9
Samningar Áframhaldandi samningar við aðalstyrktaraðila félagsins, sem eru Landsbankinn, Sjóvá, Vodafone, gilda en samningur við Olís var endurnýjaður á árinu. Einnig var endurnýjaður samningur við Icelandair og viðræður hafnar við svissnenska úraframleiðandann LUMINOX um framleiðslu nýrrar línu af úrum en hönnun þeirra og auglýsingar tengjast merki og starfsemi félagsins. Fjáröflunarverkefni Bakvarðasveitin heldur áfram að vaxa og dafna og er orðin ómetanleg fjárölfun í rekstri félagsins. Bakverðir í árslok 2017 voru 15.919. Íslandsspil er enn ein af grunnstoðunum í rekstri félagsins, en þó eru blikur á lofti um að afkoma Íslandsspila muni versna á komandi árum með tilkomu breyttra tíma og aukinnar spilunar á netmiðlum. Spilakassar voru umtalsvert í umfjöllun fjölmiðla á árinu. Neyðarkallinn var seldur fyrstu helgina í nóvember að venju, sem þetta árið var vélsleðakappi. Salan var með svipuðum hætti og áður en má segja að sala á stóra kallinum til fyrirtækja og velunnarra komi sterkari inn með hverju árinu sem líður. Flugeldasala gekk ágætlega og voru einingar nokkuð á pari á milli ára. Ný reglugerð um skotelda tóku gildi 15. janúar 2017 þar sem stærstu skotkökurnar eða flokkur 4 var bannaður. Nýjar tegundir af kökum, svokallaðar raðkökur, seldust vel en vegna veðurblíðu var aukin umfjöllun í fjölmiðlum um svifryksmengun og má vera ljóst að sú umræða eykst með árunum. WOW Cyclothon. Á árinu runnu öll áheit sem keppendur í þessari stærstu hjólreiðakeppni landsins söfnuðu til Slysavarnafélagsins Landsbjargar eða alls 20.655.210 kr. Hjólreiðaverslunin GÁP, sem er einn af styrktaraðilum keppninnar, afhenti félaginu einnig fjögur ný reiðhjól í tilefni af áheitasöfnuninni. Hjólunum var svo úthlutað til þriggja björgunasveita sem sóttu um þau til eignar. Arfur. Félagin barst arfur frá Helgu Þorsteinsdóttur að upphæð kr. 13.400.000. Arfurinn er skilyrtur til fræðslu og eflingar slysavarna.
10 | Árbók 2017
Vertu snjall undir stýri Félagið setti af stað landsverkefni í september í samstarfi við Samgöngustofu og Ökuskóla 3 en verkefnið hvetur til þess að ökumenn noti ekki sjallsíma undir stýri. Tólf stór flutninga- og ferðaþjónustufyrirtæki skrifuðu undir samstarfssamning um að merkja öll sín farartæki með varnarorðum og að auki senda alla sína atvinnubílstjóra á fyrirlestur sem Samgöngustofa stendur fyrir. Um áramót voru fyrirtækin orðin 18 og 400 ökumenn búnir að sitja fyrirlestur Samgöngustofu. Ráðstefna um slysavarnir Í annað sinn var haldin ráðstefna um slysavarnir dagana 20.-21. október og þótti hún takast vel. Á ráðstefnunni voru yfir 16 áhugaverðir fyrirlestrar um allt milli himins og jarðar í málefnum tengdum slysa- og forvörnum. Þeirra á meðal má t.d. nefna fyrirlestra um slysaskráningu, notkun hjálma, slysavarnir vegna snjóflóða, snjalltæki og umferðina, áhættustjórnun í ferðaþjónustu, öryggi barna í bílum, Vakann og margt fleira. Önnur mál Tveir nýir starfsmenn hófu störf hjá félaginu á árinu. Davíð Már Bjarnason tók við starfi upplýsingafulltrúa af Þorsteini G. Gunnarssyni sem hætti í maí og Margrét Gunnarsdóttir tók við starfi sem verkefnisstjóri fjármála en Steingerður Hilmarsdóttir lét af störfum sínum sem gjaldkeri skrifstofu. Í nóvember gerði aftakaveður með ófærð og útköllum sem kallaði á mikið álag á björgunarsveitir um land allt, því var tekin ákvörðun um að fresta fulltrúaráðsfundi sem vera átti í nóvember fram yfir áramót. Það má með sanni segja að þó félagar hafi staðið frammi fyrir erfiðum verkefnum, eða þurft að rýna til gagns þar sem sitt sýnist hverjum þá hafi það sannarlega sýnt sig á þessu ári að félagarnir allir standa saman sem ein órjúfandi keðja þegar þörf er á forystu, frumkvæði og samvinnu.
Svanfríður Anna Lárusdóttir, ritari stjórnar
Skýrsla stjórnar | 11
Ársreikningur 2017 - úrdráttur
Rekstrarreikningur Tekjur Sala á vörum og þjónustu ............................................................................................... Íslandsspil ....................................................................................................................... Samningsbundnar tekjur, ráðuneyti ................................................................................ Ýmsar fjáraflanir ............................................................................................................. Aðrar tekjur .....................................................................................................................
470.559.694 242.581.000 249.200.000 430.850.329 167.409.781 1.560.600.804
Gjöld Vörunotkun ..................................................................................................................... Veittir styrkir ................................................................................................................... Aðkeypt þjónusta til endursölu ....................................................................................... Laun og launatengd gjöld ............................................................................................... Kostnaður vegna starfsmanna, stjórnar og nefnda ........................................................ Kostnaður vegna upplýsingatækni og fjarskipta ............................................................. Húsnæðiskostnaður ....................................................................................................... Annar rekstrarkostnaður ................................................................................................. Afskriftir ..........................................................................................................................
352.450.836 366.908.980 55.328.961 316.615.461 87.449.477 57.323.980 37.776.934 207.336.169 24.680.824 1.505.871.622
Rekstrarniðurstaða fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld ............................................
Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld Fjármunatekjur ............................................................................................................... Fjármagnsgjöld ...............................................................................................................
54.729.182
(
Tekjur umfram gjöld .....................................................................................................................
27.540.126 4.798.108 ) 22.742.018 77.471.200
Efnahagsreikningur Eignir Fasteignir ........................................................................................................................ Björgunarskip ................................................................................................................. Bifreiðar .......................................................................................................................... Innréttingar, áhöld og tæki .............................................................................................. Vörubirgðir ...................................................................................................................... Kröfur á félagseiningar ................................................................................................... Aðrar viðskiptakröfur ...................................................................................................... Aðrar skammtímakröfur ................................................................................................. Verðbréf .......................................................................................................................... Handbært fé ................................................................................................................... Eignir samtals
90.198.045 66.327.868 8.771.875 1.157.933 58.873.239 325.449.350 71.195.912 1.610.754 213.556.307 174.026.831 1.011.168.114
Eigið fé og skuldir Varasjóður ....................................................................................................................... Óráðstafað eigið fé ......................................................................................................... Skuldir við félagseiningar ............................................................................................... Viðskiptaskuldir .............................................................................................................. Aðrar skammtímaskuldir ................................................................................................ Eigið fé og skuldir samtals
213.500.000 378.338.866 216.763.712 48.801.351 153.764.185 1.011.168.114
Ársreikningur | 13
Björgunar skólinn 2017
Mynd: Námskeið
14 | Árbók 2017
106 Fyrstu hjálpar námskeið 2017
100 197 manns sóttu Vettvangshjálp í óbyggðum
nemendur sóttu 15 fagnámskeið árið 2017
Björgunarskólinn á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1977 þegar Landssamband Hjálparsveita skáta stofnaði Björgunarskólann og hefur skólinn starfað óslitið síðan. Mikið hefur breyst á þessum tíma og skólinn vaxið og dafnað. Eins og áður leggur skólinn megináherslu á námskeið fyrir allar einingar félagsins og leggur metnað sinn í að bjóða upp á vel menntaða og hæfa leiðbeinendur á hverju sviði. Með þeim hætti heldur skólinn áfram að vera í fremstu röð þeirra sem þjálfa viðbragðsaðila með námsskrá sem er sambærileg við það besta sem gerist í heiminum. Þetta er gert með því að leita stanslaust að bestu leiðunum í námsefnisvali og uppfæra námsefni reglulega. Með því nær skólinn að viðhalda frumkvæði og forystu á faglegum grunni. Starfsmenn Björgunarskólans á árinu 2017 voru: Dagbjartur Kr. Brynjarsson – skólastjóri Edda Björk Gunnarsdóttir Arna Björg Arnarsdóttir (fæðingarorlof í nóvember) Karen Ósk Lárusdóttir (ráðin í lok nóvember) Fyrri hluta ársins stóð Björgunarskólinn, ásamt skólaráði, fyrir fimm málþingum víðsvegar um landið. Þingin mörkuðu upphaf á þeirri stefnumótunarvinnu sem fara átti í um framtíð Björgunarskólans. Með málþingunum var vonast til þess að rödd félagsmanna heyrðist og allir gætu áttað sig á því hverju mætti breyta og hvað mætti bæta til framtíðar. Haldið verður áfram að vinna úr þeirri rýnivinnu sem farið var í árið 2016. Björgunarskólinn | 15
Það er mjög mikilvægt fyrir Björgunarskólann að vera í virku samstarfi við grasrót félagsins. Með því samstarfi getum við áfram dreift þekkingu og stuðlað að aukinni færni félaga. Björgunarskólinn er gríðarlega þakklátur öllum þeim sem lögðu honum lið og tóku þátt í þessari vinnu. Námskeiðssókn Björgunarskólinn hefur lagt mesta áherslu á námskeið í Björgunarmanni 1 og 2. Stærsti hluti námskeiðssóknar er á þau námskeið sem tilheyra þessum námsleiðum. Eins og undanfarin ár var nokkuð um að starfsfólk í ferðaþjónustu, annarra viðbragðsaðila og fyrirtækja sæktu námskeið á vegum Björgunarskólans. Á málþingunum var kallað eftir auknu framboði á námskeiðum fyrir slysavarnadeildir og varð skólinn við þeirri beiðni. Skólinn hélt eftirfarandi námskeið fyrir slysavarnadeildir víðsvegar um landið:
•
Áhrifaríkir fundir
•
Fyrsta hjálp fyrir slysavarnadeildir
•
Slysavarnadeildir í aðgerðum
Er það von okkar að enn fleiri einingar nýti sér þau námskeið sem sérstaklega eru miðuð að slysavarnadeildum á nýju skólaári. Jafnframt vonumst við til þess að geta boðið upp á enn fleiri námskeið á komandi misserum. 16 | Árbók 2017
Algengustu námskeiðin eru á fyrstu hjálpar sviðinu en alls voru haldin 106 námskeið á því sviði á árinu sem er nánast á pari samanborið við árið á undan. Á málþingunum voru þátttakendur beðnir um að flokka niður hvaða þekkingu þeir teldu mikilvægasta og var það afgerandi niðurstaða að fyrsta hjálp skipti mestu máli. Þar á eftir kom ferðamennska og rötun og í þriðja sæti var öryggisvitund – eigið öryggi. Eins og sjá má á fjölda námskeiða eftir sviðum þá samræmist þetta fjölda námskeiða eftir sviðum, en námskeiðið Björgunarmaður í aðgerðum fellur undir sviðið Aðgerðarmál.
Björgunarskólinn | 17
Stærri námskeið Mæting á fagnámskeið og önnur framhaldsnámskeið var góð en 197 þátttakendur tóku þátt á 15 námskeiðum hjá skólanum. Þátttakendur á námskeiðinu Vettvangshjálp í óbyggðum eru yfir 50% af þeim sem tóku stærri námskeiðin. Námsskrá Fyrsta heildstæða námsskrá Björgunarskólans tók gildi 1. janúar 2013 eftir töluverðan undirbúning. Það var í raun mjög stórt en þarft verkefni þar sem ramminn í kringum Björgunarskólann er skilgreindur. Við gerð námsskrárinnar var horft til starfshátta sem hafa verið notaðir í grunn- og menntaskólum. Fyrir nýtt starfsár skólans á haustmánuðum var endurskoðun námsskrárinnar kláruð og einnig var töluvert af námskeiðslýsingum bætt í námsvísinn.
18 | Árbók 2017
Yfirleiðbeinendur Aðgerðarmál
Dagbjartur Kr. Brynjarsson
Ferðamennska og rötun
Sara Ómarsdóttir
Fjallabjörgun
Gunnar Agnar Vilhjálmsson og Gísli Símonarson
Fjallamennska
Freyr Ingi Björnsson og Ágúst Þór Gunnlaugsson
Fjarskipti
Fyrsta hjálp Köfun
Daníel Eyþór Gunnlaugsson
Ármann Höskuldsson
Leitartækni
Guðjón S. Guðjónsson
Rústabjörgun
Edda Björk Gunnarsdóttir og Einar Eysteinsson
Magnús Örn Hákonarson
Sjóbjörgun
Ólafur Geir Sigurjónsson
Slysavarnir
Hanna Vilhjálmsdóttir
Snjóflóð
Straumvatnsbjörgun Vélsleðar
Anton Berg Carrasco
Halldór Vagn Hreinsson Gísli Páll Hannesson
Björgunarskólinn | 19
Slysavarnaskรณli sjรณmanna
Slysavarnir sjรณmanna
20 | ร rbรณk 2017
Slysavarnaskรณli sjรณmanna | 21
Starf Slysavarnaskóla sjómanna gekk vel á árinu og má segja að það flokkist frekar með venjulegu starfsári ef litið er til aðsóknar og námskeiðafjölda. Aðsóknin var jöfn árið um kring, en hafa ber í huga að breytingar urðu á þjálfunarkröfum til sjómanna sem komu að fullu í gildi frá og með 1. janúar 2017. Þar var um að ræða hin svokölluðu Manila ákvæði alþjóðasamþykktarinnar um menntun og þjálfun, skírteini og varðstöðu sjómanna (STCW)
Námskeið
2017
2016
Nemendur Námskeið Dagar
Nemendur Námskeið Dagar
Grunnnámskeið STCW10 A-VI/1
276
19
95
294
18
90
Endurmenntun STCW10 A-VI/1
776
53
106
831
53
106
Framhaldseldvarnir STCW10 A-VI/3
72
7
28
56
5
20
Líf- og léttbátar STCW10 A-VI/2-1
71
7
14
65
6
12
Hraðskreiðir léttbátar STCW10 A-VI/2-2
2
1
2
Endurmenntun STCW10 A-VI/2-1 og 3
110
10
30
143
12
Framhaldsskyndihjálp STCW10 A-VI/4-1
9
2
8
74
8
24
Sjúkrahjálp í skipum STCW10 A-VI/4-2
72
7
28
112
8
24
Hóp- og neyðarstjórnun STCW10 A-V/2
209
10
20
241
11
22
Hóp- og neyðarst. STCW10 A-V/2 e.m.
59
4
4
44
3
3
Mannauðsstjórnun STCW10
84
11
33
162
18
54
Verndarskylda STCW10 A-VI/6
76
6
6
88
5
5
Öryggisfræðsla smábáta
57
5
5
95
5
5
Endurmenntun öryggisfræðslu smábáta
140
8
4
426
16
8
6
2
2
6
1
1
2.019
152
385
2.637
169
410
Slöngufarþegabátar undir 6m. Samtal skyldunámskeið
36
Sérnámskeið
Lokuð rými
0
0
0
13
1
1
Öryggisnámskeið hafna
0
0
0
0
0
0
Öryggisfræðsla flugliða - Grunnnám
0
0
0
2
1
1
Öryggisfræðsla flugliða - Triennial
20
3
3
16
3
1,5
Öryggisfræðsla flugliða - Wet drill
630
35
18
595
27
13,5
Sérnámskeið fyrirtækja
93
11
11
94
9
15
Samtals sérnámskeið Samtals
743
49
32
720
41
32
2.762
201
417
3.357
210
442
og nær til allra alþjóðlegra atvinnuskírteina. Fækkun nemenda milli ára tengist því að sjómenn þurftu að uppfylla ákvæðin fyrir lok árs 2016.
22 | Árbók 2017
Á árinu var haldið 201 námskeið sem 2.762 nemendur sóttu og er það um 17% fækkun milli ára. Námskeiðum fækkaði þó ekki nema um 4% milli ára og samanlagðir námskeiðsdagar urðu 417 sem er tæplega 6% fækkun milli ára. Námskeiðin sem skólinn stóð fyrir á árinu má sjá í meðfylgjandi töflu. Frá stofnun Slysavarnaskóla sjómanna hafa verið haldin 3.142 námskeið sem 50.573 manns hafa sótt. Eins og áður er getið má rekja breytinguna á fjölda nemenda milli ára til breytingar á STCW samþykktinni þar sem sjómenn kepptust við að ljúka námskeiðum fyrir lok ársins 2016 enda var slegið met í aðsókn skólans það ár. Var því ljóst að gera mátti ráð fyrir fækkun næstu tvö árin í aðsókn að skólanum. Á milli ára fór meðalfjöldi nemenda úr tæpum 16 nemendum í 13 á hverju námskeiði. Eins og undanfarin ár hefur skólaskipið Sæbjörg verið bundið við bryggju í Reykjavík en engu að síður voru haldin námskeið úti á landi. Starfsmenn skólans héldu námskeið utan Reykjavíkur á Selfossi, Akureyri, Húsavík og Höfn. Þónokkur skip voru heimsótt á árinu þar sem farið var yfir öryggismál með áhöfnum þeirra með sérstaka áherslu á gerð áhættumats og æfingahald. Slysavarnaskóli sjómanna | 23
Skólaskipið Sæbjörg tók þátt í hátíðahöldum í tengslum við Hátíð hafsins og Sjómannadaginn á þann hátt að skipið var við bryggju á hátíðarsvæðinu þar sem gestir og gangandi komu um borð og gæddu sér á vöfflukaffi Slysavarnadeildarinnar í Reykjavík. Að venju var áhöfn heiðruð á Sjómannadaginn fyrir að sýna öðrum fremur góða öryggisvitund við þátttöku í námskeiðum Slysavarnaskóla sjómanna. Sjómannbikar Slysavarnafélagsins Landsbjargar var að þessu sinni veittur í 13. sinn en núna til áhafnarinnar á Saxhamri SH 50. Skipstjóri á Saxhamri er Friðþjófur Sævarsson en fyrir hönd áhafnar tók Sævar Freyr Reynisson, yfirstýrimaður skipsins, á móti bikarnum við athöfn um borð í Sæbjörgu en Svanfríður Anna Lárusdóttir, ritari stjórnar félagsins, afhenti bikarinn. Skólaskipið Sæbjörg var tekið í slipp í Reykjavík í júlí til hefðbundins viðhalds þar sem skipið var málað frá kili og upp í masturstoppa auk þess sem á það voru sett tæringarskaut. Þann 9. maí sl. voru afhentir samningar milli Rannís og Slysavarnafélagsins Landsbjargar fyrir hönd Slysavarnaskóla sjómanna um þátttöku skólans í Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins. Fékk skólinn styrkinn fyrir verkefnið Umhverfisáhrif eldæfinga í öryggisfræðslu sjómanna sem starfsmenn skólans taka þátt í. Munu starfsmennirnir heimsækja skólana Meriturva í Finnlandi, Novikontas í Lettlandi og Ålands Sjösäkerhetscentrum á Álandseyjum þar sem þeir munu kynna sér notkun á gasi til slökkviæfinga. Áætlað er að fyrsta heimsókn fari fram á fyrri hluta ársins 2018. Samningstímabilið er 24 mánuðir en verkefnið hófst 1. júní. Megintilgangur þessara heimsókna er að undirbúa starfsmenn skólans til að starfa á slökkviæfingasvæði þar sem notað er gas við æfingar enda er stefnt á að slíkur búnaður verði keyptur á árinu 2018. 24 | Árbók 2017
3.142 námskeið frá stofnun skólans
50.573 nemendur frá upphafi
2.762 nemendur árið 2017
Einn kennari skólans sótti sértækt námskeið í Noregi í meðferð björgunarfara skipa. Þetta var fyrsta námskeið sinnar tegundar sem haldið er og var sannarlega góður ávinningur fyrir skólann að þetta námskeið var sótt. Slysavarnaskólinn tók þátt í verkefninu FISH platform, sem er hópur áhugasamra sem vinnur að tillögum um lágmarkskröfur til menntunar og þjálfunar fiskimanna. Tveir fundir voru haldnir á árinu og var sá síðari sóttur af hálfu skólans. Þá sótti skólastjóri fund HTW undirnefndar Alþjóða siglingamálastofnunar í London í febrúar þar sem fjallað var um menntunarkröfur sjómanna. Einnig sótti hann haustfund alþjóðasamtaka sjóbjörgunarskóla IASST í Rúmeníu en fyrri fundur samtakanna á árinu 2018 verður haldinn í Reykjavík. Var fyrirhugaður Íslandsfundur kynntur sérstaklega við það tækifæri. Tveir starfsmenn skólans sóttu símenntun í sjúkraflutningum og tóku vaktir á sjúkrabifreiðum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Starfsemi skólans var kynnt á Skrúfudegi Tækniskólans sem og í Rótarý og Lionsklúbbum. Einnig kom fjöldi hópa til að kynna sér starfsemi skólans, bæði leik- og grunnskólar og kvenfélög auk nemenda Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna. Þá komu nemendur grunnskóla í starfskynningu í skólann. Á öryggisdegi starfsmanna Slysavarnaskóla sjómanna heimsóttu starfsmenn skólans Flugdeild Landhelgisgæslunnar sem við höfum átt í frábæru samstarfi við í áratugi og erum reglulega með á æfingum á ytri höfninni í Reykjavík. Eftir að hafa skipst á skoðunum og fengið fræðslu um flugdeildina var farið í flug með TF-LIF þar sem flogið var austur yfir Hengil og Nesjavelli. Þaðan var síðan flogið til sjávar og ströndinni fylgt fyrir Reykjanes og Garðskaga til Reykjavíkur. Eftir lendingu var TF-SIF skoðuð undir leiðsögn. Á Sjávarútvegssýningu, sem haldin var í september, var skólinn með sýningarbás þar sem starfsemi skólans og Slysavarnafélagsins Landsbjargar var kynnt. Samstarfi Slysavarnaskólans við tryggingafélögin VÍS og TM í eflingu öryggismála um borð í skipum var framhaldið á árinu þar sem skip og áhafnir voru heimsóttar. Fólust þessar heimsóknir í því að funda um öryggismál og aðstoða áhafnir við að koma á áhættumati og atvikaskráningum um borð í skipum sínum. Slysavarnaskóli sjómanna | 25
Gjafir hafa ávallt skipt starfsemi skólans miklu máli og þá ekki síst hugur gefenda til starfseminnar. VÍS tryggingafélag færði skólanum 10 björgunarbúninga að gjöf á árinu og hafði þá félagið fært skólanum samtals 80 björgunarbúninga á síðustu átta árum. TM færði Slysavarnaskólanum öryggispall sem ætlaður er til nota á fiskikör um borð í skipum til að draga úr slysum við vinnu í lestum skipa. Í tilefni af 60 ára afmæli Sjómannasambands Íslands færði sambandið Slysavarnaskóla sjómanna talstöðvarbúnað að gjöf að verðmæti 600.000 kr. KN Vélsmiðja gaf skólanum KN sleppistól sem heimilt er að nota um borð í farþegaskipum og bátum. Áhöfnin á rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni, undir stjórn Ingva Friðrikssonar skipstjóra, vann það frækilega afrek að bjarga þriggja manna áhöfn bandarísku skútunnar Valiant sem lenti í hafnauð í slæmu veðri suðvestur af landinu þann 26. júlí 2017. Fyrir björgunina ákvað skipstjóri skútunnar, Wesley Jones, að sýna þakklæti sitt í formi gjafar sem gæti komið að góðum notum hér á landi. Ákvað hann að gefa Slysavarnaskóla sjómanna talstöðvarbúnað sem notaður verður við að auka öryggi nemenda skólans. Áhafnir nokkurra skipa gáfu skólanum björgunarbúninga sem verið var að skipta út fyrir nýja. Þá færðu nokkrar útgerðir skólanum gúmmíbjörgunarbáta. Víking Björgunarbúnaður í Hafnarfirði færði skólanum björgunarbúninga sem hafa verið teknir úr skipum í kjölfar endurnýjunar búnaðar. Ómetanlegur er stuðningur Faxaflóahafna sem hafa alla tíð dyggilega stutt skólann með niðurfellingu hafnargjalda allar götur frá stofnun hans. Færum við öllum þeim sem hafa styrkt skólann á einn eða annan hátt kærar þakki fyrir þann hlýhug og stuðning sem þeir hafa veitt skólanum. Skólanefnd Slysavarnaskóla sjómanna hélt einn fund á árinu en nefndina skipa Gunnar Tómasson formaður, Lilja Magnúsdóttir, Jón Svanberg Hjartarson, Valmundur Valmundsson og Árni Bjarnason. 26 | Árbók 2017
34
banaslys sjómanna
1973
0
banaslys sjómanna
2017
Í árslok voru átta starfsmenn í fullu starfi við skólann en þeir eru: Hilmar Snorrason skólastjóri, Þráinn Skúlason aðstoðarskólastjóri, Bogi Þorsteinsson kennari, Bjarni Þorbergsson kennari, Steinunn Einarsdóttir kennari, Jón Snæbjörnsson leiðbeinandi, Ingimundur Valgeirsson, gæða- og verkefnastjóri, og Vidas Kenzgaila við ræstingu. Sigrún Anna Stefánsdóttir skrifstofumaður/leiðbeinandi og Sigríður Tómasdóttir voru í hálfu starfi sem og Pétur Ingjaldsson yfirvélstjóri en á móti honum er Ingjaldur S. Hafsteinsson. Þá störfuðu nokkrir stundakennarar við skólann en þeir eru: Guðjón Sig. Guðjónsson, Kristinn Guðbrandsson, Ólafur Geir Sigurjónsson, Benedikt Jón Þórðarson og Magnús Guðjónsson. Tinna Sif Arnardóttir var ráðin tímabundið til að sinna símavörslu í sumarleyfi starfsmanna. Þá var Benedikt Hendrikson ráðin tímabundið til að sinna málningar- og viðhaldsstörfum. Læknar og hjúkrunarfólk frá LHS önnuðust kennslu á námskeiðum í Sjúkrahjálp um borð í skipum og starfsmenn LHG fluggæslu sáu um kennslu í þyrlubjörgun við skólann. Hilmar Snorrason, skólastjóri. Slysavarnaskóli sjómanna | 27
Unglingastarfiรฐ 2017
Unglingastarf félagsins er mjög öflugt og starfa nú 48 unglingadeildir á landinu með 892 unglinga og 155 umsjónarmenn í starfinu.
892 unglingar í starfi
Mikil gróska er í unglingastarfinu og voru verkefni ársins 2015 fjölbreytt og skemmtileg.
48 155
unglingadeildir
umsjónarmenn
Unglingastarfið Í unglingastarfi félagsins starfa fjölmargir unglingar og umsjónarmenn sem hafa fundið athafnaþrá sinni farveg til heilbrigðra, spennandi og uppbyggilegra starfa. Unglingastarfið er mjög öflugt og skráðar eru 48 unglingadeildir á landinu en eru nú 40 virkar unglingadeildir með 892 unglinga og 155 umsjónarmenn. Einhverjar unglingadeildir hafa lagst í dvala sökum skorts á umsjónarmönnum og er það í höndum verkefnastjóra unglingamála að vinna í að aðstoða þær einingar við að endurvekja þær unglingadeildir. Í starfinu er mikil gróska og voru verkefni ársins 2017 fjölbreytt og skemmtileg. Landsmót unglingadeilda Um sumarið var landsmót unglingadeilda Slysavarnafélagsins Landsbjargar haldið á Ísafirði. Skiplagning mótsins var í höndum umsjónarmanna unglingadeildarinnar Hafstjörnunnar með dyggri aðstoð frá Björgunarfélagi Ísafjarðar og Slysavarnadeildinni Iðunni. Þátttaka í mótinu var góð en samtals voru 270 þátttakendur frá 20 unglingadeildum víðsvegar að af landinu. Mótið var með svipuðum hætti og þau mót sem haldin hafa verið en þó með einhverjum smávægilegum breytingum. Þátttakendum var skipt í átta hópa og unnu þeir saman í þeim hópum yfir mótið í sjö mismunandi póstum, en hver hópur fór einu sinni í hvern póst. Póstarnir voru rústabjörgun, sig, dobblun, kassaklifur, fyrsta hjálp, landsþing unglinga, bátar og sund. Unglingastarfið | 29
Landsþing unglinga hefur verið hluti af landsmótinu frá árinu 2005 og hefur það veitt unglingunum tækifæri til að láta sig varða málefni félagsins sem snúa að unglingunum. Raddir þeirra skipta máli þegar kemur að málefnum um þau og því var umræðan undir heitinu „Ekkert um okkur, án okkar“. Unglingarnir komu í átta 20 manna hópum og voru í klukkustund í einu á landsþinginu. Umræðuefni landsþingsins var slysavarnir og fengu unglingarnir það verkefni að ræða saman sín á milli um slysavarnir, hvað í þeim fælist og finna leiðir til þess að kynna slysavarnir fyrir öðrum unglingum á sem áhrifamestan hátt. Niðurstöðurnar voru alveg magnaðar og augljóst að unglingarnir telja sig hafa mikið um það að segja hvernig eigi að fjalla um slysavarnir fyrir þeirra aldur. Á landsmótinu kom inn viðbót í dagskrána en það var landsþing umsjónarmanna sem var einnig á höndum NUU. Sú viðbót kom vegna metþátttöku umsjónarmanna á Landsmótinu. Þar var farið yfir málefni sem snerta unglingastarfið, hvernig hægt sé að efla starfið. Þetta varð að umræðuvettvangi fyrir umsjónarmenn sem vissulega virtist vera þörf á. Póstavinnan fór fram á fimmtudegi og föstudegi. Laugardagurinn fór síðan í stórskemmtilega björgunarleika með tilheyrandi hópefli. Sigurliðið fékk köfunarkennslu í sundlauginni sem vakti mikla lukku hjá sigurliðinu.
30 | Árbók 2017
Á kvöldin var svo skipt um gír og dagskráin var mjög fjölbreytt, eitt kvöldið var farið með alla yfir til Bolungarvíkur í stórskemmtilegt sundlaugarpartí og á öðru kvöldi kepptu umsjónarmenn í ýmsum þrautum í svokölluðum umsjónarmannaleikum. Síðasta kvöldið var síðan kvöldvakan með reiptogi sem unglingadeildin Hafbjörg frá Grindavík vann. Landsmót unglingadeilda er haldið á tveggja ára fresti og er það hefð að tilkynna á landsmótunum hvar næsta landsmót verður og verður það haldið á Siglufirði 2019. Miðnæturíþróttamót Aðra helgina í nóvember var haldið Miðnæturíþróttamót unglingadeilda í Vatnaskógi og var það í sjöunda sinn sem mótið var haldið. Skipulagning mótsins var eins og áður í höndum félaga úr Björgunarfélagi Akraness. Metaðsókn var á mótið í ár og eins og hin árin var dagskráin þétt og keppnisgreinarnar fjölbreyttar, margar hverjar óvenjulegar og æðislega skemmtilegar. Unglingadeildin Dasar frá Dalvík kom, sá og sigraði með snilldarlegum hætti. Mótið hefur nú fest sig í sessi sem árlegur viðburður fyrir unglingadeildirnar og ávallt haldið helgina eftir að söluhelgi Neyðarkallsins fer fram.
Unglingastarfið | 31
Samstarf við erlend björgunarsamtök Árið 2017, líkt og 2016, var mikið um að vera í erlendu samstarfi. Unglingadeildin Klettur hefur verið samstarfi við unglingadeild THW í Hauenstein og í fyrra fóru unglingar frá Kletti út til þeirra og voru í tvær vikur. Unglingadeildin Árný hefur verið í samstarfi við unglingadeild THW í Bocholt og fóru unglingar frá Árnýju út til þeirra á sama tíma. Unglingadeildin Bruni fór í samstarf við unglingadeild THW í Bad Kreuznach á árinu. Í sumar komu þessar þrjár unglingadeildir THW til Íslands. Unglingadeildin Klettur og Unglingadeildin Bruni voru mikið til saman í þeirra ungmennaskiptum þar sem heimsóknirnar voru á sama tíma en þær stóðu í 10 daga. Unglingadeildin Árný tók svo á móti unglingadeild frá Bocholt og stóð sú heimsókn í 14 daga. Meðal dagskrárliða voru hópefli, fyrsta hjálp, bátar, sig og göngur. Hópurinn varð fljótt mjög samrýmdur og mikil ánægja var meðal unglinganna. Verkefnin hjá Unglingadeildinni Kletti og Unglingadeildinni Bruna voru fjármögnuð með styrk frá Evrópu unga fólksins. Styrkurinn fellur undir Erasmus+ prógrammið hjá þeim en þau styrkja fjöldann allan af verkefnum sem endurspegla markmið þeirra. Unglingadeildin Árný fjármagnaði sitt með 24 klukkustunda bátamaraþoni. Samstarf félagsins við erlend björgunarsamtök getur skipt miklu máli fyrir félaga okkar og ekki síður unglingana en björgunarsveitarfólk. Það eykur þekkingu unglinganna sem og veitir þeim meiri víðsýni og reynslu í reynslubankann.
32 | Árbók 2017
Landsfundur umsjónarmanna Hinn árlegi landsfundur umsjónarmanna unglingadeilda fór fram helgina 29. september til 1. október á Akureyri. Það var metþátttaka og komu 76 umsjónarmenn víðsvegar að af landinu frá 26 unglingadeildum. Fundurinn fór fram í Háskólanum á Akureyri. Dagskrá hans var fjölbreytt, skemmtileg og á sama tíma fræðandi. Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor í tómstunda- og félagsmálafræðum og fyrrum landsliðskona í fótbolta, hélt fyrirlestur um jákvæða og neikvæða leiðtoga. Kári Erlingsson rannsóknarlögreglumaður var með fræðslu um fíkniefni, einkenni og skaðsemi þeirra efna sem eru í gangi í dag. Fyrirlestrarnir voru báðir mjög áhrifaríkir og skemmtilegir. Verkefni sumarsins, umræður og fleiri dagskrárliðir voru á sínum stað því það er mikilvægt að umsjónarmenn félagsins fái að láta sig varða þetta mikilvæga málefni sem unglingastarf félagsins er. Á fundinum voru einnig kosnir tveir nýir nefndarmenn í Nefnd um unglingamál og hlutu Ingibjörg Elín Magnúsdóttir frá Unglingadeildinni Hafstjörnunni á Ísafirði og Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir frá Unglingadeildinni Kletti í Reykjanesbæ kosningu. Fundurinn var góður og ljóst er að fundarmenn fóru heim eftir helgina með þekkingu í farteskinu ásamt tengslaneti við aðra umsjónarmenn. Nefnd um unglingamál Nefnd um unglingamál er faghópur sem fer með unglingamál félagsins fyrir hönd SL, án ákvörðunarréttar. Stjórn felur nefndinni þau verkefni sem hún telur þarfnast umsagnar, framkvæmda eða lokameðferðar. Nefnd um unglingamál (NUU) er valin/kosin til tveggja ára í senn. NUU gefur út skýrslu til landsfundar umsjónarmanna og stjórnar félagsins eftir tímabilið. Nefndina skipa Arnór Arnórsson frá Unglingadeildinni Eyjum í Vestmannaeyjum, Bragi Jónsson frá Unglingadeildinni Bruna í Hveragerði, Halldóra Hjörleifsdóttir frá Unglingadeildinni Vindi á Flúðum, Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir frá Unglingadeildinni Árnýju í Reykjavík, Ingibjörg Elín Magnúsdóttir frá Unglingadeildinni Hafstjörnunni á Ísafirði og Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir frá Unglingadeildinni Kletti í Reykjanesbæ. Frá stjórn kemur Otti Rafn Sigmarsson og starfsmaður nefndarinnar er Helena Dögg Magnúsdóttir.
Unglingastarfið | 33
Erindrekstur Erindrekstur til unglingadeilda fór á fullt á síðasta ári þar sem starfmaður unglingamála ásamt nefndarfólki úr Nefnd um unglingamál heimsóttu nokkrar unglingadeildir saman til að hvetja til meiri samvinnu á milli deilda. Erindreksturinn var framkvæmdur þannig að nokkrar unglingadeildir voru kallaðar saman eina kvöldstund eða part úr degi þar sem áherslan með unglingunum var hópefli og á meðan sátu umsjónarmennirnir og funduðu saman og ræddu málin sín á milli. Þau áttu meðal annars að skipuleggja einn sameignlegan viðburð með unglingadeildunum á svæðinu. Þetta árið var aðeins farið á svæði 3 og gekk það glimrandi vel. Það var vel sótt bæði af unglingum og umsjónarmönnum og markmiðið er að síðan að klára restina af landinu árið 2018. Æskulýðsvettvangurinn Slysavarnafélagið Landsbjörg gerðist aðili að Æskulýðsvettvangnum, sem er samstarfsvettvangur Skátanna, KFUM og KFUK og UMFÍ, í lok ársins 2011 og hafði það í för með sér miklar framfarir í unglingastarfi Slysavarnafélagsins. Markmið Æskulýðsvettvangsins er að stuðla að samræðu og samstarfi aðildarfélaganna á sviði leiðtogaþjálfunar, fræðslumála, útbreiðslu og kynninga og á öðrum sviðum eftir því sem þurfa þykir. Til eru sameiginlegar áætlanir og verkferlar um hvernig bregðast eigi við ef grunur vaknar um kynferðislega misnotkun eða einelti.
34 | Árbók 2017
Nefndir og rรกรฐ
Á síðasta landsþingi var kosið í milliþinganefndir félagsins. Nánar er kveðið á um hlutverk þeirra í 12 grein laganna: 12. gr. Milliþinganefndir Í laganefnd skal kjósa formann, auk tveggja fulltrúa; í nefnd um skiptingu fjármagns skal kjósa formann, auk þriggja fulltrúa; í uppstillingarnefnd skal kjósa formann, auk tveggja fulltrúa. Ef landsþing skipar aðrar milliþinganefndir en að framan greinir skal það vera ákvörðun landsþings hver fjöldi og hvernig uppbygging nefndarinnar skuli vera hverju sinni. Nefndirnar skulu skila tillögum sínum til stjórnar eigi síðar en 1. apríl það ár sem landsþing er haldið. Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar skipar í aðrar nefndir og ráð.
Félagslegir skoðunarmenn
2017-2019
reikninga 2015-2017
Ingimar Eydal - formaður
Garðar Eiríksson
Gunnar Örn Jakobsson
Margét Þóra Baldursdóttir
Kjartan Kjartansson
Vilhjálmur Halldórsson - til vara
Kristbjörg Gunnbjörnsdóttir Sigurlaug Erla Pétursdóttir
2017-2019
Sigurður R. Viðarsson, starfsmaður
Garðar Eiríksson Margét Þóra Baldursdóttir
Laganefnd 2015-2017
Bryndís Fanney Harðardóttir - til vara
Björn Guðmundsson, formaður Gerður Guðmundsdóttir
Fjárveitinganefnd 2015-2017 Ingimar Eydal – formaður Guðlaugur Jónsson Gunnar Örn Jakobsson
Jóhann Bæring Pálmason Helga Björk Pálsdóttir, starfsmaður 2017-2019
Kristbjörg Gunnbjörnsdóttir
Björn Guðmundsson, formaður
Vigdís Pála Halldórsdóttir
Eiður Ragnarsson
Sigurður R. Viðarsson, starfsmaður
Margrét Rán Kjærnested Helga Björk Pálsdóttir, starfsmaður
Nefndir og ráð | 37
Uppstillingarnefnd
2017-2019
Adolf Þórsson - formaður
Leonard Birgisson, formaður
Borgþór Hjörvarsson
Guðjón Guðmundsson
Lilja Magnúsdóttir
Gunnar Stefánsson Jón Ingi Sigvaldason, starfsmaður
Almannavarna- og öryggisráð Smári Sigurðsson Þjóðaröryggisráð Smári Sigurðsson
Framkvæmdastjórn björgunarbátasjóðs 2015-2017 Guðjón Guðmundsson, formaður Heiðar Hrafn Eiríksson Oddur A. Halldórsson
Fjarskiptaráð björgunarsveita
Gunnar Stefánsson, starfsmaður
2015-2017
Sigurður Viðarsson, starfsmaður
Hörður Már Harðarson, formaður Bragi Reynisson Daníel Eyþór Gunnlaugsson Helgi Reynisson Jón Hermannsson Valur Sæþór Valgeirsson Guðbrandur Örn Arnarson, starfsmaður 2017-2019 Valur S. Valgeirsson, formaður Bragi Reynisson
2017-2019 Guðjón Guðmundsson, formaður Heiðar Hrafn Eiríksson Oddur A. Halldórsson Otti Rafn Sigmarsson Gunnar Stefánsson, skrifstofustjóri SL Sigurður R. Viðarsson, starfsmaður Faghópur um sjóbjörgun 2015-2017
Gunnar Örn Jakobsson
Guðjón Guðmundsson, formaður
Helgi Reynisson
Eiríkur Aðalsteinsson
Jón Hermannsson
Elíza Lífdís Óskarsdóttir
Ragnar Högni Guðmundsson
Guðni Grímsson
Guðbrandur Örn Arnarson, starfsmaður
Hafþór B. Helgason Kristinn Guðbrandsson
Flugeldanefnd 2015-2017 Leonard Birgisson, formaður Andri Guðmundsson Þorvaldur Friðrik Hallsson Jón Ingi Sigvaldason, starfsmaður 38 | Árbók 2017
Ómar Örn Sigmundsson Valur Sæþór Valgeirsson Sigurður R. Viðarsson, starfsmaður
2017-2019
Landsstjórn björgunarsveita
Valur Sæþór Valgeirsson, formaður
2015-2017
Guðni Grímsson
Friðfinnur Freyr Guðmundsson, formaður
Hafþór B. Helgason
Anna Filbert
Helgi Haraldsson
Ásgeir Kristinsson
Kristinn Guðbrandsson
Bjarni Kristófer Kristjánsson
Ómar Örn Sigmundsson
Björk Guðnadóttir
Páll Stefánsson
Elva Tryggvadóttir
Sigurður R. Viðarsson, starfsmaður
Friðrik Jónas Friðriksson Guðjón Guðmundsson
Framkvæmdastjórn Íslensku
Hjálmar Örn Guðmarsson
alþjóðabjörgunarsveitarinnar
Jón Hermannsson
2015-2017
Jón Sigurðarson
Þorvaldur Friðrik Hallsson, formaður
Margrét Ýrr Sigurgeirsdóttir
Bragi Reynisson
Pálmi Árnason
Friðfinnur F. Guðmundsson
Rúnar Jónsson
Hjálmar Örn Guðmarsson
Guðbrandur Örn Arnarson, starfsmaður
Sólveig Þorvaldsdóttir Gunnar Stefánsson, starfsmaður
2017-2019 Friðfinnur Freyr Guðmundsson, formaður
2017-2019
Anna Filbert
Otti Rafn Sigmarsson, formaður
Ásgeir Kristinsson
Bragi Reynisson
Bjarni Kristófer Kristjánsson
Friðfinnur F. Guðmundsson
Björk Guðnadóttir
Hjálmar Örn Guðmarsson
Einar Strand
Sólveig Þorvaldsdóttir
Elva Tryggvadóttir
Gunnar Stefánsson, starfsmaður
Friðrik Jónas Friðriksson Hjálmar Örn Guðmarsson
Fulltrúar SL í SST Gunnar Stefánsson Guðbrandur Örn Arnarson, varamaður
Jón Hermannsson Jón Sigurðarson Steingrímur Jónsson Pálmi Árnason Þór Þorsteinsson Guðbrandur Örn Arnarson, starfsmaður
Nefndir og ráð | 39
Nefnd um slysavarnir 2015-2017
Nefnd um slysavarnir ferðamanna
Gísli Vigfús Sigursson, formaður
2017-2019
Andri Guðmundsson
Auður Yngvadóttir
Anna Kristjánsdóttir
Eiríkur Vilhelm Sigurðsson
Guðmundur Ögmundsson
Gísli Vigfús Sigurðsson
Halldóra B. Skúladóttir
Ólafur Atli Sigurðsson
Hildur Sigfúsdóttir
Svanfríður Anna Lárusdóttir
Kristján Steingrímsson
Vilborg Lilja Stefánsdóttir
Maria Jóhanna Van Dijk
Jónas Guðmundsson, starfsmaður
Ólafur Atli Sigurðsson Sigrún Sveinbjörnsdóttir
Nefnd um fjáröflun 2015-2017
Sólbjörg Gunnbjörnsdóttir
Leonard Birgisson, formaður
Sólrún Ólafsdóttir
Andri Guðmundsson
Svanfríður Anna Lárusdóttir
Magnús Viðar Sigurðsson
Dagbjört H. Kristinsdóttir, starfsmaður nefndar
2017-2019
Jónas Guðmundsson, starfsmaður nefndar
Andri Guðmundsson Magnús Viðar Sigurðsson
Nefnd um almennar slysavarnir
Svanfríður Anna Lárusdóttir
2017-2019
Þór Þorsteinsson
Anna Ólafsdóttir Auður Yngvadóttir Gísli Vigfús Sigurðsson Halldóra B. Skúladóttir Hildur Sigfúsdóttir Svanfríður Anna Lárusdóttir Jónína Kristín Snorradóttir, starfsmaður
40 | Árbók 2017
Nefnd um unglingamál
2017-2019
2015-2017
Adolf Þórsson
Guðjón Guðmundsson, formaður
Hörður Már Harðarson
Arnór Arnórsson
Íris Marelsdóttir
Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir
Magnús Viðar Arnarsson
Erling Pétursson
Óskar Þór Guðmundsson
Halldóra Hjörleifsdóttir
Skúli Berg
Ingibjörg Elín Magnúsdóttir
Vigdís Agnarsdóttir
Otti Rafn Sigmarsson
Helena Dögg Magnúsdóttir, starfsmaður
Helena Dögg Magnúsdóttir, starfsmaður Skólaráð 2015-2019 2017-2019
Eiður Ragnarsson, formaður
Otti Rafn Sigmarsson, formaður
Alma Guðnadóttir
Arnór Arnórsson
Edda Björk Gunnarsdóttir
Bragi Jónsson
Hallgrímur Óli Guðmundsson
Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir
Haukur Ingi Jónasson
Halldóra Hjörleifsdóttir
Inga Birna Pálsdóttir
Ingibjörg Elín Magnúsdóttir
Jóna Margrét Jónsdóttir
Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir
Margrét Laxdal
Helena Dögg Magnúsdóttir, starfsmaður
Dagbjartur Kr. Brynjarsson, starfsmaður
Slysarannsóknarnefnd SL 2015-2017
2017-2019
Skúli Berg, formaður
Hallgrímur Óli Guðmundsson, formaður
Kolbeinn Guðmundsson
Auður Yngvadóttir
Magnús Viðar Arnarsson
Einar Ólason
Óskar Þór Guðmundsson
Guðrún Þórey Sigurbjörnsdóttir
Íris Marelsdóttir
Heiða Jónsdóttir
Vigdís Agnarsdóttir
Inga Birna Pálsdóttir
Helena Dögg Magnúsdóttir, starfsmaður
Margrét L. Laxdal Dagbjartur Kr. Brynjarsson, starfsmaður
Nefndir og ráð | 41
Skólanefnd Slysvarnaskóla sjómanna Gunnar Tómasson Jón Svanberg Hjartarson Lilja Magnúsdóttir Stjórn Íslandsspila 2015-2017 Leonard Birgisson Jón Svanberg Hjartarson Andri Guðmundsson, varamaður Eiður Ragnarsson, varamaður 2017-2019 Guðjón Guðmundsson Jón Svanberg Hjartarson Auður Yngvadóttir, varamaður Svanfríður Anna Lárusdóttir, varamaður Stjórn Æskulýðsvettvangsins Gunnar Stefánsson Stjórnendur Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar Bragi Reynisson Friðfinnur Freyr Guðmundsson Hjálmar Örn Guðmarsson Sólveig Þorvaldsóttir Viðurkenninganefnd 2015-2019 Hörður Már Harðarson Petrea Jónsdóttir Sigurgeir Guðmundsson Gunnar Stefánsson, starfsmaður
42 | Árbók 2017
Nefndir og rรกรฐ | 43
Slysavarnir ferรฐamanna 2017
20.000 ferðamenn sendu inn ferðaáætlun
Verkefnið sem í daglegu tali er kallað Safetravel var stofnað um mitt ár 2010 og er þetta því sjöunda árið sem verkefnið lifir. Allt frá upphafi hefur verið lagt mikið upp úr samstarfi enda verkefnið stofnað sem samstarfsverkefni. Er það helsti styrkur þess og samstarfsaðilarnir margir, en í dag eins og áður er reynt að horfa til samstarfsins. Ekki eingöngu leiðir það til samræmdra vinnubragða heldur einnig faglegri vinnu sem skilar sér í skýrari skilaboðum til ferðamanna, útivistarfólks og starfsmanna ferðaþjónustu. Vefsíðan www.safetravel.is Heimsóknum á síðuna fjölgar með hverju árinu enda eitt stærsta og sýnilegasta verkefnið undir hatti slysavarna ferðamanna. Vefsíðan er nú á fimm tungumálum, íslensku, ensku, þýsku, frönsku og aksturshluti hennar á kínversku (mandarín). Það er athyglisvert að sjá að notendur staðsettir í Þýskalandi og Frakklandi nýta sér enska hlutann og senda til dæmis frekar inn ferðaáætlanir á ensku en þýsku eða frönsku. Kann það að vera vegna þess að enska er hálfgert tungumál ferðaþjónustu um allan heim. Á árinu 2017 nýttu í kringum 20.000 manns sér það að senda inn ferðaáætlanir. Í nokkrum tilfellum nýttust þær áætlanir í tengslum við leit og björgun að viðkomandi einstaklingum. Útleiga á neyðarsendum hefur vaxið jafnt og þétt og á árinu var bætt við nokkrum sendum og voru allir neyðarsendar, hátt í 20 talsins, eigi að síður allir í útleigu nokkrum sinnum á árinu. Neyðarsenda er hægt að leigja á fjórum stöðum á landinu en pantanir og greiðslur fara alltaf í gegn um vefsíðuna. Staðirnir eru auk starfsstöðvar Safetravel í Ráðhúsinu í Reykjavík á upplýsingamiðstöðvum ferðamanna Ísafirði, Akureyri og Höfn. Eins og áður eru settar inn viðvaranir til ferðamanna varðandi færð og veður og annað sem nauðsynlegt er að vita um út frá öryggi og gæti haft áhrif á ferðalög. Á árinu 2017 voru settar inn 232 slíkar viðvaranir á enska hluta vefsíðunnar, nokkuð færri á íslenska hlutann en svipað á þýska, franska og mandarínhlutann. Þessum viðvörunum er streymt áfram á upplýsingaskjái Safetravel víða um land. Slysavarnarnir ferðamanna | 45
Í lok árs var tekin í gagnið nýjung á vefsíðunni. Íslandskort þar sem finna má upplýsingar um aðstæður á landinu sé eitthvað varðandi þær sem segja þarf frá út frá öryggissjónarmiði. Á sama stað má finna tengingar við fjórar undirsíður Veðurstofunnar og álíkar margar hjá Vegagerð. Þannig má finna á einum stað allt sem ferðamaður þarf að vita varðandi færð og aðstæður en eðlilega er flóknara og þá um leið óskilvirkara að þurfa að segja ferðamönnum og starfsmönnum ferðaþjónustu frá nokkrum stöðum sem þarf að heimsækja til að fræðast um slíkt. Stefnan er að gera þetta kort enn betra í samvinnu við Veðurstofu og Vegagerð og þá helst þannig að hægt sé að skoða í lögum (e. layers) veðurspár, færð á vegum og fleira til. Upplýsingaskjáir Safetravel Í lok árs voru komnir upp rúmlega 90 skjáir. Eru þetta bæði skjáir sem kostaðir eru af verkefninu en einnig sem fyrirtæki kosta sjálf og setja upp á sínum starfsstöðvum. Sem áður er streymt upplýsingum um færð, veður og viðvaranir á þessum skjám. Á vorin hafa verið settar fram leiðbeiningar um hálendis- og utanvegaakstur til að fækka óhöppum hvað það varðar og einnig eru leiðbeiningar um hvernig má ná í 112 þurfi þess. Á nokkrum skjám, eins og til dæmis í Norrænu, í Leifsstöð og víðar, er annars konar efni í bland við það sem minnst er á hér að ofan. Fari fram sem horfir verða skjáirnir orðnir yfir 100 talsins á fyrri hluta næsta árs. Hálendisvakt sumari 2017 Undirbúningur var með nokkuð hefðbundnu sniði. Þetta var fyrsta sumarið sem gámar í Landmannalaugum og á Sprengisandi voru standsettir og komu í ljós nokkur atriði sem má gera á annan veg til að auka gæði. Til dæmis er nauðsynlegt að allur búnaður í þá tvo gáma sé á sama stað og er búið að ganga frá því þannig nú eftir þetta sumar. Búnaður í gám á Akureyri er geymdur þar. Lagt var upp með að halda fimm námskeið þetta sumarið og áttu þrjú þeirra að fara fram í fjarfundakerfi félagsins. Svo illa hitti á að fjarfundakerfið var bilað í nokkurn tíma og því tókst ekki halda námskeiðin. Var því gripið til þess ráðs að lesa inn á fjarnámskerfi félagsins en með því móti tókst þó ekki að ná til allra. Eðlilega voru því fyrirspurnir í upphafi vaktar fleiri en vanalega og bitnaði þetta einnig á skýrsluskilum þar sem töluvert var um nýja hópstjóra sem þekktu minna til verkferla.
46 | Árbók 2017
100
upplýsingaskjáir eru komnir upp um allt land
Starfsmenn fóru með þegar gámar voru settir upp í Landmannalaugum og á Sprengisandi. Gengu þeir frá loftnetsmálum, sólarsellum og gerðu klárt fyrir komu fyrstu hópa. Munar það töluverðu. Fyrsti hópur hélt af stað 25. júní, fór að Fjallabaki og er það um það bil viku fyrr en vanalega. Opnað var fyrr en oft áður og voru til að mynda flestir vegir að Fjallabaki opnir í kringum mánaðamótin júní og júlí sem er afar óvanalegt. Viku síðar héldu hópar á Sprengisand og á svæðið norðan Vatnajökuls. Þetta sumarið var gerð tilraun með vakt í Skaftafelli, nefnd viðbragðsvaktin. Sú hugmynd hefur verið í umræðunni í nokkur misseri og var ákveðið að prófa að manna þann stað í fjórar vikur. Sú ákvörðun kom seint inn, töluvert eftir að sveitir höfðu skráð sig á hálendisvaktina. Eigi að síður tókst að manna þær fjórar vikur að mestu. Grundvöllur þeirrar hugmyndar var að mestu tvenns konar. Töluvert er um útköll á þessu svæði og sú sveit sem því sinnir hefur því oft í nægu að snúast. Auk þess er langt í næstu bjargir. Hugmyndin var því að styrkja viðbragð á svæðinu svo og að styðja við þá sveit sem þar starfar.
Slysavarnarnir ferðamanna | 47
Alls tóku félagar 25 björgunarsveita og þriggja slysavarnadeilda þátt þetta sumarið og er það með meira móti. Sérstaklega var ánægjulegt að sjá að einingar úr flestum landshlutum tóku þátt og lögðu til dæmis Vestfirðingar í nokkuð ferðalag til að standa vaktina að Fjallabaki, tóku þátt í fyrsta sinn, a.m.k í nokkurn tíma. Fimm einingar stóðu vaktina í meira en viku eða tóku þátt tvisvar. Alls voru „vaktavikur“ 28 talsins þetta sumarið. Sex félagar frá systursamtökum okkar í Noregi tóku þátt í hálendisvakt í sumar og einn frá Bandaríkjunum gerði slíkt hið sama. Að sögn þeirra þátttakenda sem gegndu hlutverki gestgjafa gekk það samstarf vel. Velta má fyrir sér hvort fjórir staðir séu of margir svo hægt sé að manna þá alla svo vel sé. Þar sem viðvera í Skaftafelli kom seint inn er þetta sumar síður marktækt á það en vísbendingar um slíkt voru þegar Kjölur var einnig inni fyrir örfáum árum. Í því sambandi má einnig huga að lengd á hverjum stað og fleiri þáttum. Tölfræði hálendisvaktar Heildarfjöldi verkefna þetta sumarið var rúmlega þrjú þúsund. Af þeim verkefnum voru 277 í Skaftafelli svo fjölgun verkefna á hinum þremur stöðunum er rétt tæplega 20%. Stærsti hluti þeirra fjölgunar felst í aðstoð varðandi leiðarval, útbúnað og annað í þeim dúr. Er það ánægjuleg þróun.
Síðustu þrjú ár eða allt frá því að nýr aðgerðargrunnur var tekinn í notkun hjá félaginu hefur verið unnið að því að flokka verkefni betur en áður var gert. Byrjað var að skrá hluta útkalla sem F4 sumarið 2015 og má segja að eftir sumarið 2017 sé þessari flokkun lokið.
Slysavarnarnir ferðamanna | 49
Fjöldi útkalla sumarið 2017 var 115 og er hér verið að tala um F1, F2 og F3 útköll eða útköll sem líklega má telja að björgunarsveit hefði verið kölluð út í, hvort sem hálendisvakt væri til staðar eður ei. Eins og sjá má eru þessi útköll töluvert færri en síðasta sumar. Skýrist það af þessari flokkun en einnig má segja að minnsta kosti þriðjungur útkalla sumarið 2016 hefði mátt flytjast í F4 útköll. Erfitt er því að bera beint saman tölur þessara þriggja sumra í þessum lið. Fækkun útkalla skýrist einnig af því að sumarið 2017 var afburðagott veðurfarslega séð en það er líklega einn stærsti áhrifaþátturinn á ferðalög fólks á hálendinu. Að einhverju leyti má kannski líka leyfa sér að færa rök fyrir því að öflugra fræðslu- og forvarnastarf skili sér í fækkun útkalla.
Ef horft er á fjölda útkalla eftir svæðum, en á neðangreindri mynd hafa svokölluð F4 útköll bæst við, má sjá þessa fækkun útkalla enn betur.
50 | Árbók 2017
Ef horft er til eðlis útkalla má sjá allnokkra fækkun á veðurtengdum útköllum, bílum í vandræðum í straumvatni og einnig, sem er ánægjulegt, nokkra fækkun á F4 útköllum sem tengjast biluðum bílum. Sjá má þetta síðarnefnda betur á kökunni sem sýnir eðli útkalla hér síðar í skýrslunni. Ef horft er til fjölda verkefna á hverju svæði per dag eru tölurnar áhugaverðar. Í því sambandi má ekki eingöngu horfa til fjölda verkefna heldur setja í samhengi við áætlaðan fjölda ferðamanna á hverju svæði og fá þannig samhengi í fjölda verkefna.
41
prósent tilvika eru bílatengd atvik
150 60
þúsund gestir komu í Skaftafell á einum mánuði
þúsund gestir komu í Landmannalaugar á einum mánuði
Miðað við talningu hjá landvörðum í Skaftafelli má áætla að um 130.000-150.000 gestir hafi komið þangað meðan á viðbragðsvakt stóð, þennan tæpa mánuð. Talning var gerð í Landmannalaugum fyrir örfáum árum og má áætla út frá henni að gestir í Landmannalaugum séu á bilinu 40.000-60.000 á mánuði. Samkvæmt teljara sunnan Nýjadals óku um 70 bílar á dag þar um á háönn sumarið 2016. Að meðaltali er reiknað með að um 2,5 farþegar séu í bíl og því má áætla að um 10.000 ferðamenn hafi verið á svæðinu meðan á vakttímabilinu stóð. Í Dreka sumarið 2016 komu um 15.000 gestir í júlí og ágúst og má reikna með að sú tala sé svipuð sumarið 2017 samkvæmt upplýsingum þjóðgarðsvarðar. Nauðsynlegt er að horfa til fjölda ferðamanna þegar fjöldi verkefna er skoðaður til að átta sig á hlutfallslegu samhengi. Ef horft er á eðli útkalla má sjá að veruleg fækkun er á bílatengdum atvikum. Bílatengd aðstoð og fastir bílar eru þetta sumarið 41% atvika en voru síðasta sumar 57% en í þessum flokki er einnig umtalsverð fækkun í fjölda atvika. Slysavarnarnir ferðamanna | 51
Fjöldi slysa og veikindatengdra útkalla stendur því sem næst í stað, en þeim fjölgar hins vegar hlutfallslega umtalsvert. Í fyrsta sinn eru slys stærsti flokkurinn en hefur síðustu ár verið þriðji stærsti. Hér má einnig sjá að flokkurinn „flutt á tjaldsvæði, í skála” minnkar verulega, er 3% þetta sumarið en var 8% síðasta sumar. Á bakvið þær prósentutölur er fækkun um tugi atvika. Ræður gott veður í sumar líklega öllu þar um en flest atvik í þessum flokki tengjast ferðamönnum sem gefast upp, hafa vanmetið aðstæður eða ofmetið eigin getu og þarf að sækja og koma í skjól áður en illa fer. Í síðustu tölfræðimyndinni má sjá fjölda þeirra ferðamanna sem sjálfboðaliðar félagsins liðsinntu á hálendisvakt og viðbragðsvakt sumarsins.
Sjá má á þessu að fjölgun er frekar lítil og til að setja í samhengi má sjá að um 1,20 ferðamenn eru á bakvið hvert verkefni sumarið 2017 á móti 1,50 sumarið 2016. Þessar tölur eru þó fyrst og fremst vísbendingar enda oft erfitt fyrir hópana að vita nákvæmlega hvað eru margir ferðamenn á bakvið þá aðstoð sem veitt er.
Það er eins með hálendisvakt félagsins og önnur verkefni sem kosta fé og tíma að nauðsynlegt er að rýna í gagnsemi þeirra. Á haustdögum 2017 skipaði stjórn félagsins hóp til þess og verður fróðlegt að sjá niðurstöður hans. Áhugi á þátttöku í verkefninu er mikill og voru til dæmis fleiri sveitir sem sóttu um þetta sumarið en vikur sem í boði voru þó viðbótin í Skaftafelli sé tekin með. Sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Landsbjargar bera verkefnið uppi með þátttöku sinni og á hverju sumri síðustu árin hafa á bilinu 150-200 manns tekið þátt. Sveitir sinna þeim atvikum sem upp koma en í þeim felst oft mikill lærdómur því á einni viku geta komið upp einhverjar leitir, nokkur slys eða veikindi auk bílatengdra verkefna. Tíminn er oft nýttur til að læra á svæðin og efla félagsandann en þetta eru þeir punktar sem oftast eru nefndir þegar spurt um hví sveitir taka þátt. Kostnaður við þátttöku er hinsvegar nokkur, auk tímans sem sjálfboðaliðar leggja fram má nefna eldsneyti og notkun á bílum, mat sem þó oft fæst gefins hjá styrktaraðilum en einnig gerist það að tjón verður á tækjum í erfiðum aðstæðum og er þá kostnaður oft fljótur í háar upphæðir. Sveitir fá styrki fyrir sína þátttöku og hefur það fé fengist að mestu leyti frá hinu opinbera og fyrirtækjum í ferðaþjónustu síðustu árin en sé horft til lengri tíma hefur félagið líklega lagt mest fjármagn í verkefnið. Í viðbót við það lagði félagið í umtalsverða fjárfestingu á síðasta ári þegar aðstaðan var bætt umtalsvert með gámum og innréttingu á þeim. Sérhæfing félaga og búnaðar sveitanna nýtist vel á hálendisvaktinni. Sú þekking og reynsla sem félagar búa yfir færist til ferðamanna hvort sem um er að ræða ábendingar varðandi leiðarval, búnað eða annað tengt ferðalögum á hálendi. Viðbragðstími er styttri en ella og því má segja að afleiðingar atvika séu í einhverjum tilfellum minni en annars væri. Fjöldi þeirra ferðamanna sem liðsinnt er á hverju sumri er allnokkur og þakklæti þeirra og starfsmanna ferðaþjónustu er mikið gagnvart hálendisvaktinni. Það þakklæti ber fyrst og fremst að færa til þátttakenda hálendisvaktar. Slysavarnarnir ferðamanna | 53
Safetravel dagurinn Að venju var blásið í forvarnalúðra daginn sem hálendisvakt félagsins hófst formlega. Sjálfboðaliðar félagsins úr slysavarnadeildum og björgunarsveitum tóku höndum saman og stóðu vaktina á fjölförnum stöðum og afhentu fræðsluefni ásamt því að ræða við ferðalanga um góða ferðahegðun. Að þessu sinni var ákveðið að prófa að vera á ferðamannastöðum og heimsækja tjaldsvæði. Gekk það að mestu vel en ljóst að sumir staðir henta ekki til þessa. Að þessu sinni var verið á 37 stöðum og tóku 42 einingar félagsins þátt. Þátttakendur minnast ætíð á hversu gaman er að taka þátt og hve ánægðir ferðalangar eru með „truflunina“. Dreift var efni á ensku og íslensku frá félaginu, Sjóvá og Íslandsstofu. Skiltagerð og uppsetningar Slysavarnir þarf að nálgast á marga vegu, í raun þurfa þær að vera sýnilegar þar sem markhópurinn er hverju sinni, hvort sem það er á netinu, bílaleigubílum, flugvélum, gististöðum og auðvitað ferðamannastöðunum sjálfum. Nokkuð var um þátttöku í skiltagerð á árinu 2017. Bætt var við nokkrum snjóflóðgátskiltum, meðal annars í Bláfjöllum og Skálafelli í samvinnu við Slysavarnadeildina í Reykjavík og Skíðasvæðin. Einnig eru slík skilti væntanleg í Glerárdal og Skagafjörð í samvinnu við vélsleðamenn á þessum svæðum. Sett voru upp þrjú skilti við vinsælar gönguleiðir á Esju í samvinnu við Ferðafélag Íslands ásamt því að ný skilti voru sett upp í Landmannalaugar, á Skógum og í Þórsmörk. Fleiri staðir eru á teikniborðinu í því samstarfi og er afar ánægjulegt að sjá hversu virkt Ferðafélagið er í því að sinna slysavörnum, m.a. með skiltagerð. Unnið var með Katla Geopark að skiltum við Sólheimajökul annars vegar og Gígjökul hins vegar. Á báða þessa staði kemur mikill fjöldi ferðamanna og stutt í hættur sé ekki ferðast á ábyrgan hátt. Náttúra Íslands er síbreytileg og kom það í ljós varðandi skiltið við Sólheimajökul en það þarf að vera færanlegt og stendur til að taka það til byggða, breyta fætinum á því svo hægt sé að færa það í takt við hvar ferðamenn koma að jöklinum hverju sinni.
Safetravel öryggisupplýsingamiðstöð Árið 2017 var fyrsta árið þar sem starfsstöð okkar í upplýsingamiðstöðinni í Ráðhúsi Reykjavíkur er opin allt árið, alla daga vikunnar. Verður að segjast að það hefur gefist afskaplega vel. Ekki eingöngu bætist við starfskraftur í málaflokkinn slysavarnir ferðamanna til að sinna þeim fjölmörgu verkefnum sem þar eru heldur gerir þetta kleift að halda úti öflugri fræðslu og upplýsingamiðlun. Veitir oft ekki af í rysjóttu veðurfari landsins. Fjöldi þeirra sem liðsinnt er beint frá starfsstöð okkar telur nokkra tugi þúsunda á liðnu ári en auk þess má fullyrða að mun fleiri nýti sér þjónustuna óbeint í gegn um aðrar upplýsingamiðstöðvar og ferðaþjónustufyrirtæki um land allt. Ein nýjungin sem þar má minnast á er vikupóstur sem tekin var í notkun með reglulegum hætti í upphafi árs 2017. Í hverri viku er sendur póstur á hátt í 4.000 ferðaþjónustuaðila þar sem kemur fram ástand á ferðamannastöðum, gönguleiðum, hálendi og víðar. Starfsmenn Safetravel safna þannig saman upplýsingum frá landvörðum, skálavörðum, lögreglu, ferðaþjónustufyrirtækjum, starfsmönnum veitingastaða og fleirum. Þessar upplýsingar eru settar á Íslandskortið á www.safetravel.is og nýttar í þennan vikupóst. Þannig tekst á einfaldari hátt að miðla upplýsingum um aðstæður og öryggi. Á árinu var unnið umtalsvert í innri gæðamálum starfsstöðvarinnar. Búið er að ferla dagleg verkefni, útbúa samfélagsmiðlastefnu, gera sniðmát um stig viðvarana og viðbrögð við þeim hverju sinni og fleira þannig mætti týna til.
Slysavarnarnir ferðamanna | 55
Upplýsingaveitur á landsvísu Að frumkvæði Ferðamálastofu voru settir saman nokkrir vinnuhópar til að koma með tillögur að endurskoðun á upplýsingaveitum, í raun upplýsingamiðstöðvum á landsvísu. Einn af þeim hópum átti að skoða öryggismál og ásamt fulltrúa félagsins voru í þeim hóp fulltrúar Höfuðborgarstofu og Markaðsstofu Suðurlands. Mikil vinna fór í þetta á árinu og voru meðal annars allar landshlutar heimsóttir og fundað með starfsfólki sem starfar við upplýsingagjöf. Afraksturinn var nokkuð ítarleg skýrsla sem afhent var Ferðamálastofu í upphafi ársins 2018 með hugmyndum, tillögum og ábendingum og var margt byggt á vinnu Safetravel síðustu árin. Óljóst er hvort þessi vinna muni nýtast hjá Ferðamálastofu þar sem heildarverkefnið hefur verið sett á bið eða blásið af en sú vinna sem unnin var í öryggishópnum mun nýtast vel í vinnu við slysavarnir ferðamanna næstu misserin. Ýmis verkefni og samstarf Erindi og fyrirlestrar um öryggismál voru haldin víða á árinu, meðal annars í Ferðamálaskólanum í Kópavogi, fyrir starfsfólk ferðamálaráðuneytis, á slysavarnaráðstefnu félagsins, fyrir starfsmenn ferðaþjónustu á sunnanverðu Snæfellsnesi, hjá Háskólanum á Hólum og víðar. Unnið hefur verið með Caren, bílaleigulausn Origo og nú sækir það kerfi viðvaranir inn á www.safetravel.is og birtir í þeim bílaleigubílum sem tengdir eru kerfinu. Starfsmenn
Safetravel setja inn svokallað Geofence þannig að viðvörunin birtist miðað við staðsetningu bílsins. Einn starfsmaður frá slysavörnum ferðamanna sótti ráðstefnuna EuroSafe 2017, Evrópuráðstefnu um slysavarnamál sem haldin var í Amsterdam á haustdögum. Margt fróðlegra erinda sem flest voru þó svokölluð örerindi og nauðsynlegt að sækja sér endurmenntun og bæta í hugmyndabankann með ráðstefnusókn. Unnið var með auglýsingastofu Icelandair að nýjum myndböndum í flugvélar félagsins þar sem öryggismálum er gert nokkuð hátt undir höfði. Munu þessi myndbönd verða sett í gagnið í upphafi sumars 2018. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar var sett á laggirnar árið 2017 og er það rekið af Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Fundað hefur verið alloft með þeim og á árinu 2018 verður farið í tilraunaverkefni með þeim þar sem smáforrit verður nýtt til að koma fræðslu um öryggismál á framfæri til starfsmanna ferðaþjónustu. Að frumkvæði félagsins var blásið til fundar með Vegagerðinni, fulltrúum tryggingarfélaga, fulltrúum hópferðafyrirtækja, Samgöngustofu og fleirum þar sem rætt var um svokölluð vindaviðmið og endurskoðun á þeim. Má reikna með nýjar tillögur, ný vindaviðmið líti dagsins ljós á árinu 2018. Farið var í samstarf með Skógræktinni varðandi göngukort á Esju og skilti í stíl þar sem öryggismálum er gert hærra undir höfði. Alltaf til fyrirmyndar þegar aðilar eiga frumkvæði að því að gera slysavörnum hærra undir höfði. Mikið samstarf hefur verið við Kynnisferðir undanfarin misseri og á árinu 2017 var það samstarf tekið enn lengra. Bætt var inn tveimur fyrirlestrum um öryggismál á endurmenntun fyrir bílstjóra fyrirtækisins og voru þessi fyrirlestrar haldnir nokkrum sinnum fyrir líklega um 100-150 starfsmenn Kynnisferða. Það er við hæfi að enda samantekt sem þessa á sömu nótum og hún hófst, með umræðu um samstarf. Nýr ferðamálaráðherra tók við á árinu 2017 og eitt af hennar fyrstu embættisverkum var að heimsækja félagið og fá kynningu á starfi þessu í slysavörnum ferðamanna. Í framhaldinu var aukið við fjármagn frá ráðuneytinu í málaflokkinn og í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar gengið frá 3ja ára samningi um fjárframlag til Safetravel. Að geta horft til framtíðar og verið viss um fjármagn skiptir gríðarlega miklu máli.
Slysavarnarnir ferðamanna | 57
Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin Starf Íslensku alþjóðabjörgunarsveitinnar (ÍA) árið 2017 einkennist af tvennu. Annars vegar gagngerri endurskoðun á handbók og verkferlum, sem lýsa umgjörð og innra starfi sveitarinnar og staðið hefur yfir síðan 2015, og hins vegar æfingu í Bretlandi. Handbókin er undirrituð af formönnum eininga og lýsir samstarfinu sem þær eiga um rústabjörgun á erlendri grundu. Ný handbók var kynnt á ársfundi ÍA í nóvember og nú liggur fyrir vinna hjá einingum við að uppfylla öll skilyrði sem þar eru sett. Verkferlabókin er ætluð þeim sem starfa í sveitinni og lýsir hvernig einingarnar samhæfa störf sín. Einingarnar eru Björgunarsveitin Ársæll, Björgunarsveit Hafnarfjarðar, Björgunarsveitin á Suðurnesjum, Hjálparsveit skáta Kópavogi, Hjálparsveit skáta Reykjavík, Landspítali háskólasjúkrahús og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. Hjálparsveit skáta Garðabæ, sem ætlaði að leggja til leitarhunda, hefur hætt þátttöku sökum reglna um sóttkví hunda sem koma heim frá útlöndum. Æfingin í Bretlandi var í október í svokallaðri MÓDEX æfingaröð og var kostuð af Evrópusambandinu. Þetta er þriðja æfingin af þessari tegund sem ÍA tekur þátt í. Um 45 manna hópur tók þátt í æfingunni. Aðrar sveitir sem tóku þátt voru rústabjörgunarsveitir og sjúkrasveitir. Æfingin sjálf stóð frá fimmtudegi til sunnudags. Búnaðurinn hafði farið yfir hafið nokkrum vikum áður og beið okkar þegar við komum inn á æfingarsvæðið. Æfingin var haldin í Liverpool og nágrenni. Búðirnar voru settar upp á heræfingarsvæði, en æfingarsvæðin voru dreifð á milli Liverpool og Manchester. Sveitin leigði sjö bílaleigubíla, og einn flutningabíl til að ferja vettvangsbúnaðinn á milli staða. Æfingin var með hefðbundnu 58 | Árbók 2017
sniði. Fyrst var farið í gegnum landamæravörslu, næst var farið í gegnum vegabréfsskoðun, fórum í RDC (Reception and Depature Centre) og var fyrsta verkefnið að fara strax í recon (svæðisleit til að leita að verkefnum) og síðar rústabjörgunarverkefni. Sveitin hefur tvo vettvangshópa, Alfa og Bravo, 16 manns í hvorum hóp, sem tryggir að ÍA getur starfað allan sólarrhringinn. Búðahópur sá um rekstur á búðum og studdi við vettvangshópana. Hefðbundið starf sveitarinnar fólst í framkvæmdastjórnarfundum, sveitarráðsfundum, sem allar einingar eiga sæti í, og sveitarfundum fyrir alla sveitina. Einingarnar sjálfar sjá um eigið innra starf. Þá sóttu Bragi Reynisson og Sólveig Þorvaldsdóttir INSARAG team leaders fund á Bali og Gunnar Stefánsson og Sólveig sóttu INSARAG Steering Committee fund í Genf. Hjálmar Guðmarsson hefur hætt sem stjórnandi ÍA og ákveðið var í kjölfarið að hafa þrjá stjórnendur í stað fjögurra. Vorið 2017 tók Otti Sigmarsson við af Þorvaldi Hallssyni sem formaður framkvæmdastjórnar ÍA. Þá var endurnýjaður samstarfssamningur við utanríkisráðherra.
Alþjóðabjörgunarsveitin | 59
Mรกlefni sjรณbjรถrgunar 2017 60 | ร rbรณk 2017
13 björgunarskip Árið 2017 voru 13 björgunarskip í rekstri félagsins. Strax í byrjun árs var farið í að skipuleggja hópferð á G4 - Mass rescue ráðstefna IMRF. Frá upphafi hefur sjóbjörgunarhópum félagsins staðið til boða að sækja þessar ráðstefnur en þessi ráðstefna var sú fjórða sem IMRF hefur staðið fyrir í samstarfi við sænska sjóbjörgunarfélagið SSRS. Ráðstefnan var dagana 10.-14. júní 2017 rétt fyrir utan Gautaborg í höfuðstöðvum SSRS. Alls tóku 20 félagar Slysavarnafélagsins Landsbjargar þátt í ráðstefnunni auk framkvæmdastjórnar björgunarbátasjóða. Mikil ánægja var með ráðstefnunna og einnig með æfinguna sem keyrð var samhliða ráðstefnunni. Aðilar frá sjö löndum tóku þátt í áhafnaskiptaverkefni á vegum IMRF (International Maritime Rescue Federation) hér á Íslandi í september. Þátttakendurnir kynntu sér starf björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu og tóku meðal annars þátt í æfingu með Landhelgisgæslunni. Hópurinn fór síðan vestur og leysir þar fjölbreytt verkefni í samvinnu við björgunarsveitir á svæðinu. Einnig verður farið í ferðir um svæðið í fylgd heimamanna og Vestfirðir skoðaðir. Íslandsheimsóknin endaði á safninu að Hnjóti, á Patreksfirði, þar sem heimildarmyndin um björgunarafrekið við Látrabjarg var sýnt. Það var einmitt árið 2017 að 70 ár eru liðin síðan það mikla afrek var unnið. Samhliða fóru fimm einstaklingar frá félaginu til fimm landa og tóku þátt í samskonar verkefnum. Verkefnið hefur heppnast einstaklega vel en ekki hefur fengist samþykkt áfarmhaldandi styrkur í verkefnið fyrir 2018 þannig að ekki er gert ráð fyrir að verkefnið verði það ár. Eitt að aðalverkefnum framkvæmdastjórnar var að vinna að endurnýjunaráætlun björgunarskipa félagsins en elstu skipin eru að nálgast 40 árin og kominn til ára sinna. Á ársfundi björgunarbátasjóða sem haldinn var í Reykjavík 10. nóvember var farið yfir stöðuna og síðan undir lok ársins var gerð var könnun meðal bátasjóðanna um endurnýjunarþörf. Helstu niðurstöður þeirrar könnunar var að núverandi skip henta afar vel en ganghraði þeirra er of lítill. Telja bátasjóðirnir að æskilegur ganghraði væri á bilinu 25-30 hnútar og eftir atvikum jafnvel meiri og að æskileg lengd þeirra sé á bilinu 15-18 metrar. Miðað við núverandi ástand björgunarskipanna telja björgunarbátasjóðirnir að endurnýja þyrfti um helming þeirra sem fyrst en seinni helming þeirra á næstu 5-10 árum. Málefni sjóbjörgunar | 61
Slysavarnir 2017
112 dagurinn 112-dagurinn var haldinn hátíðlegur víðsvegar um landið þann 11. febrúar. Slysavarnadeildir um allt land taka þátt í deginum með öðrum viðbragðsaðilum og kynna meðal annars starfsemi sína. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmerið og þá margvíslegu aðstoð sem almenningur hefur aðgang að í gegnum það. Öryggi barna í bíl 2017 Félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg og starfsfólk Samgöngustofu víða um land gerðu könnun á öryggi barna í bílum árið 2017. Könnunin var gerð við 56 leikskóla í 29 þéttbýliskjörnum víða um land og var búnaður hjá 2.060 börnum kannaður. Aðeins tvö af hverjum 100 börnum laus í bifreið Ef teknar eru upplýsingar úr umferðarkönnunum Umferðarráðs og lögreglunnar frá árunum 1985 til 1995 og þeim bætt við niðurstöður kannana á öryggi barna í bílum við leikskóla má sjá þróunina frá árinu 1985 til dagsins í dag. Árið 1985 voru um 80% barna laus í bílum en í dag er sá fjöldi kominn niður í 2%. Hlutfall barna í réttum öryggisbúnaði Hér sjáum við hvernig búið er að öryggi barna í bílum í þeim þéttbýliskjörnum þar sem könnunin var gerð. Þeir staðir þar sem öryggi barna í bíl er best tryggt eru lengst til vinstri og verst er það lengst til hægri. Þróun í öryggis- og verndarbúnaði barna Flestir nota bílstól sem er festur í bílinn með bílbelti eða ISOFIX festingum og er með fimm punkta belti fyrir barnið. Notkun bílpúða með baki hefur aukist ár frá ári. Þónokkrir ökumenn nota enn bílpúða án baks en einungis er mælt með notkun hans þegar barnið hefur náð 135 sm hæð eða 36 kg. Þeim ökumönnum sem ekki nota réttan búnað fyrir börn (eingöngu bílbelti eða engan búnað) hefur fækkað mjög undanfarið, en þó haldist óbreytt síðustu tvö ár.
Slysavarnir | 63
Mikill árangur hefur náðst í notkun á öryggisbúnaði barna í bílum á Íslandi. Það er þó ekki ásættanlegt að það séu enn börn sem eru í röngum öryggisbúnaði eða laus í bílum. Það má aldrei sofna á verðinum þrátt fyrir góðan árangur og mikilvægt að halda áfram að fræða og upplýsa fólk um mikilvægi öryggisbúnaðar. Hægt er að nálgast skýrsluna í heild sinni á http://bit.ly/oryggibarna.
Göngum í skólann Árlega átakið Göngum í skólann var sett í ellefta skiptið í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði og alls voru 71 skóli skráður til þátttöku. Meginmarkmiðið er að hvetja nemendur og foreldra á Íslandi til að ganga, hjóla eða fara á annan virkan og öruggan hátt til og frá skóla. Þeir sem að verkefninu standa hérlendis eru Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Lýðheilsustöð, Ríkislögreglustjóri, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Samgöngustofa og Landssamtökin Heimili og skóli.
64 | Árbók 2017
Vertu snjall undir stýri Verkefnið „Vertu snjall undir stýri“ er sprottið frá grasrót félagsins og er markmið þess að sporna við þeirri þróun sem hefur orðið á notkun snjalltækja við akstur. Ákveðið var að fá í lið með okkur fyrirtæki í atvinnuakstri og hófst sá undirbúningur á vordögum. Verkefnið hefur fengið góðar móttökur og þegar því var ýtt úr vör þann 19. september skrifuðu 11 fyrirtæki undir samfélagslega yfirlýsingu um þátttöku og að leggja sitt af mörkum til að breyta framtíðinni. Þátttakan felst í því að skrifa undir samfélagslega yfirlýsingu við Slysavarnafélagið Landsbjörg, merkja fyrirtækjabíla sína með skilaboðum til annarra í umferðinni og þiggja fræðslu til starfsmanna um þá áhættuhegðun og afleiðingar sem snjalltækjanotkun undir stýri getur haft í för með sér. Verkefnið fékk liðsstyrk frá Samgöngustofu og er það Einar Magnús Magnússon sem hefur sett saman fræðsluerindið og flutt. Í kjölfar fræðslu skrifa starfsmenn undir samning við sitt fyrirtæki um þátttöku í verkefninu og að vera fyrirmynd þess út á við. Í lok árs eru 15 fyrirtæki þátttakendur í verkefninu og á annað hundrað bílar merktir og hafa verið flutt 13 fræðsluerindi. Verkefnið mun halda áfram á nýju ári og á eftir að fara um landsbyggðina og heimsækja þau fyrirtæki sem þegar eru þátttakendur og þau sem munu bætast í hópinn. Einnig voru útbúin þrjú myndbönd þar sem þrír þjóðþekktir einstaklingar fengu óvænt verkefni þegar þau voru að nota snjalltæki undir stýri. Fengu þessi myndbönd góð áhorf og dreifingu á samfélagsmiðlum.
Slysavarnir | 65
6.000 endurskinsmerki voru gefin á árinu
Endurskinsmerki Skrifstofa félagsins pantaði og seldi glæsileg endurskinsmerki til eininga félagsins á kostnaðarverði. Félagar völdu merki í skoðanakönnun á netinu og í boði eru merki sem eru í laginu eins og hjörtu og ský með merki félagsins öðrum megin. Gerður var hagstæður samningur við íslenska fyrirtækið Funshine sem flytur inn gæða endurskinsmerki sem eru CE-vottuð frá Svíþjóð og er hvert endurskinsmerki innpakkað í plast og með íslenskum leiðbeiningum tilbúið til afhendingar. Einingar félagsins gáfu um 6.000 endurskinsmerki á árinu. Flugeldaforvarnir (Öryggisakademían) Í samvinnu við Blindrafélagið, Sjóvá, Odda og Póstinn sendi félagið fjórtánda árið í röð gjafabréf fyrir flugeldagleraugum til allra barna 10 til 15 ára á landinu sem hægt var að innleysa á flugeldamörkuðum björgunarsveitanna. Öryggisakademían var mjög sýnileg í sjónvarpi og var mikið spiluð í útvarpi og Sjóvá lagði mikla áherslu á að auglýsa flugeldagleraugun á samfélagsmiðlum. Vodafone lagði sitt af mörkum, gerði félagið sýnilegt á samfélagsmiðlum og með heilsíðuauglýsingu og var vísun á flugeldasölu björgunarsveitanna allsráðandi. Vodafone í samstarfi við Áttuna heimsóttu sölustað Björgunarsveitar Hafnarfjarðar og tóku upp myndbrot um mikilvægi flugeldagleraugna og var það sett á netið. Veggspjöld og útgefið efni Útgefið efni á vegum félagins í ár var á rafrænu formi í tengslum við verkefnið „Vertu snjall undir stýri“. Með vorinu fékk Vodafone Áttuna í samstarf við sig og voru gerð stutt myndbrot um snjalltækjanotkun undir stýri og fengu þau myndbönd góða dreifingu. Einnig voru þrjú myndbönd unnin í samstarfi við Silent og Ökuskóla 3. Fengnir voru þrír þjóðþekktir einstaklingar til að taka þátt, þau Páll Óskar Hjálmtýsson, Sigvaldi Kaldalóns og Sólrún Diego. Myndböndin voru tekin upp á akstursbraut hjá Ökuskóla 3 undir góðu eftirliti og öruggum aðstæðum. Þau myndbönd fengu mjög góða dreifingu og áhorf. Nálgast má myndböndin á Youtube. 66 | Árbók 2017
Eldvarnabandalagið Að Eldvarnabandalaginu stendur öflugur hópur stofnana, félagasamtaka og tryggingafélaga sem hafa það sameiginlega markmið að auka eldvarnir til þess að draga úr tjóni á lífi, heilsu og eignum. Þetta árið voru þrjú áhersluverkefni hjá bandalaginu. Í fyrsta lagi að vinna að úrbótum á eldvörnum á heimilum og var lögð áhersla á ungt fólk og leigjendur. Í öðru lagi var unnið áfram með verkefnið „Eigið eldvarnaeftirlit“ og unnið að innleiðingu á þremur svæðum, hjá Dalvíkurbyggð, Vestmannaeyjabæ og Brunavörnum Austurlands og sveitarfélögunum sex sem standa að þeim. Eru því sveitarfélögin orðin átta. Í þriðja lagi var unnið að því að auka öryggi og eldvarnir vegna loga- og hitavinnu og var haldið eitt námskeið á Sauðárkróki með 13 þátttakendum. Hópurinn stendur einnig fyrir degi reykskynjarans sem haldinn er 1. desember ár hvert þegar aðventan gengur í garð og var rík áhersla lögð á sýnileika á samfélagsmiðlum með áminningum um að skipta um batterí og yfirvara eldvarnir heimilisins.
Slysavarnir | 67
Slysavarnir 2017 Önnur slysavarnaráðstefna félagsins var haldin dagana 20. og 21. október á Grand Hótel. Ráðstefnan var keyrð í tveimur sölum og héldu 18 fyrirlesarar erindi. Boðið var upp á 17 fyrirlestra og tvær vinnusmiðjur. Málaflokkum var skipt í almennar slysavarnir og slysavarnir ferðamanna. Þrír erlendir fyrirlesarar voru á ráðstefnunni og opnunarfyrirlesturinn fjallaði um slysaskráningu og þær aðferðir sem Hollendingar hafa þróað og eru að nota. Í kjölfarið var pallborðsumræða. Um 140 gestir sóttu ráðstefnuna þetta árið og fékk hún töluverða athygli í fjölmiðlum, bæði rætt við erlenda og innlenda fyrirlesara.
RÁÐSTEFNA OG SÝNING
Dagskrá ráðstefnunnar
Föstudagur 20. október 2017 10:30-10:40
Setning I Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar
10:40-10:50
Ávarp I Hr. Guðni Th. Jóhannesson, Forseti Íslands
10:50-11:30
Opnunarfyrirlestur I Monitoring for prevention of injury - Sussane Nijman
11:30-12:00
Pallborðsumræður um slysaskráningu á Íslandi. Brynjólfur Mogensen prófessor, yfirlæknir, Sigurjón Andrésson forstöðumaður markaðsmála og forvarna hjá Sjóvá, Svanfríður Anna Lárusdóttir stjórnarkona Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi, Gunnar Geir Gunnarsson Samgöngustofu, Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri. Umræðum stýrir Sigmundur Ernir Rúnarsson fjölmiðlamaður.
12:00-13:00
Matarhlé
Salur A
Salur B
13:00-13:45
Eru margar hraðahindranir enn í veginum? I Sigrún Þorsteinsdóttir
Stýring ferðamanna, öflugasta forvörnin? I Jónas Guðmundsson
14:00-14:45
Are bike helmets effective at reducing cycling head injury? I Jake Olivier
A Holistic Approach to Public Avalanche Safety I Karl Karlssen
15:00-15:45
Af hverju má ég þegar aðrir mega það ekki? I Einar Magnús Magnússon
Öryggi ferðamanna er órjúfanlegur hluti af almannaöryggi I Víðir Reynisson
Laugardagur 21. október 2017
Laugardagur 21. október 2017
09:00-09:45
Könnun á öryggi barna í bílum I Gunnar Geir Gunnarsson
Vakinn, fyrirhyggja í ferðaþjónustu I Elías Bj. Gíslason
10:00-10:45
Heilsueflandi heimsóknir til aldraðra I Ósk Jórunn Árnadóttir
Miðlun og mikilvægi viðvarana og annara upplýsinga um veður og náttúruvá I Elín Björg Jónasdóttir
11:00-11:45
Hvað eru önnur Evrópulönd að gera? I Yfirferð og umræður, Svanfríður
Vinnustofa um hálendisvakt, nútíð og framtíð
Lárusdóttir og Halldóra Bjarnadóttir 12:00-13:00
Matur
Matur
13:00-13:45
Flugeldar og forvarnir I Birgir Ómarsson
Áhættustjórnun í ferðaþjónustu, fyrir hvern? I Hildur Kristjánsdóttir
14:00-14:45
Hvernig getum við aukið öryggisvitund okkar? I Magnús Hákonarson
Erlendir vegfarendur, áskoranir og viðbrögð Vegagerðarinnar I Einar Pálsson og Auður Þóra Árnadóttir
15:00-15:45
Vinnustofa I Hvert eigum við að beina sjónum okkar í slysavörnum?
Hvað erum við sjálf að gera í slysavörnum ferðamanna? I yfirferð og umræður
Skráningar og nánari upplýsingar um dagskrá á www.landsbjorg.is/slysavarnir-2017
68 | Árbók 2017
Eurosafe 2018 Fjórða ráðstefna Eurosafe var haldin í Amsterdam dagana 21.-22. september 2017. Frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg fóru fjórir fulltrúar. Um 80 fyrirlestrar voru í boði og efnistök fjölbreytt, þar sem kynntar voru rannsóknir eða verkefni tengd slysum og slysavörnum. Áhersla var lögð á slysavarnir barna og eldri borgara, tómstundaslys og öryggi vegfarenda. Ýmist voru lengri fyrirlestrar, þar sem hægt var að gera efninu ágæt skil, eða styttri fyrirlestrar, um 10 mínútur, þar sem var tæpt á helstu atriðum og að síðustu voru örfyrirlestrar sem voru einungis 2 mínútur þar sem varla var hægt að koma að efninu áður en tíma lauk. Félagar í slysavarnadeildum Á Facebook er lokaður hópur fyrir félaga í slysavarnadeildum og þar eru skráðir 410 félagar. Þetta er vettvangur þar sem félagar geta skipst á hugmyndum, komið með fyrirspurnir, birt myndir og sagt frá þeim verkefnum sem verið er að vinna að.
Slysavarnir | 69
Aรฐgerรฐamรกl
Heildarfjöldi allra verkefna björgunarsveita var 1210 að lokunarverkefnum fyrir Vegagerð meðtöldum en án Hálendisvaktarverkefna. Útköll björgunarsveita F3-F1 voru 910 á árinu 2017. Árið 2017 voru allar aðgerðir björgunarsveita félagsins rúmlega yfir meðaltali áranna 2005-
1210 aðgerðir 2017
2017. Þær tölur sem hér eru settar fram að ofan eiga eingöngu við um aðgerðir björgunarsveita sem voru boðaðar af Neyðarlínu og eru ótalin öll verkefni björgunarsveita sem eru ekki boðuð af Neyðarlínu. Björgunarsveitir æfa reglulega til að auka við eða viðhalda þekkingu sinni. Verkefni á vegum hálendisvaktarverkefnisins eru ekki talin með í þessum tölum enda sérstök grein gerð fyrir þeim verkefnum en útköll (F1-F3) sem björgunarsveitir í Hálendisvakt sinna eru talin með enda hefði þurft að boða björgunarsveitir út vegna þeirra ef hópar hefðu ekki þegar verið á hálendinu. Alls fóru björgunarsveitir Slysavarnafélagins Landsbjargar í 910 F1, F2 og F3 aðgerðir á árinu. Á meðfylgjandi grafi má sjá mánaðarlegan samanburð við 2013 til 2016 og meðaltal frá 2001.
Aðgerðamál | 71
jan
rólegasti mánuður ársins
júlí
annasamasti mánuður ársins
Eins og sjá má á ofangreindu grafi eru talsverðar sveiflur milli ára og getur munur milli sömu mánaða verið allt að sexfaldur og er stærsta ástæðan fyrir þessum sveiflum fyrst og fremst veður og færð. Þjónustuverkefni fyrir Vegagerðina Samstarf við Vegagerðina sem var komið á árið 2014 hefur gengið mjög vel enda er ljóst að forvarnir með lokun vega þegar ljóst er að færð muni spillast draga verulega úr óþarfa útköllum. Talsverð fækkun varð þó á lokunarverkefnum enda tíðarfarið í skárra lagi. Aðgerðir ársins Á árinu 2017 voru skráðar 56 leitaraðgerðir og þar af 23 á Höfuðborgarsvæðinu. Eins og verið hefur um árabil eru algengustu leitaraðgerðirnar vegna ferðalanga og örvinglaðra. Stærsta aðgerð ársins og í raun um langt skeið var leitin að Birnu Brjánsdóttur sem var brottnumin í Reykjavík í janúar. Umferðarslys í óbyggðum hafa lent meira á herðum björgunarsveita undanfarin misseri því oftar en ekki eru björgunarsveitir einu bjargirnar sem til er að dreifa í fyrstu viðbrögðum. Heimamenn sitja uppi með vandann þar sem ekki eru aðrir viðbragðsaðilar jafnvel í um 100 kílómetra fjarlægð þar sem íbúafjöldinn telur einhverja tugi. Að meðaltali brugðust 9,8 sjálfboðaliðar við í aðgerðum á árinu 2017. Miðgildið er 4 og er því augljóst að stóru leitaraðgerðirnar toga meðaltalið upp.
72 | Árbók 2017
Nafn Fjöldi Aðgerð byrjaði Svæði Hraði
Umfang
Leitin að Birnu Brjánsdóttur
894
14. jan.
1
F2
Rauður
Leit á Langjökli
210
05. jan.
3
F2
Rauður
Maður í Gullfoss
205
19. júl.
3
F1
Rauður
Snjóflóð í Esju
160
28. jan.
1
F1
Gulur
Eldur í flugvél Keflavíkurflugvöllur
152
13. sep.
2
F1
Rauður
Eftirgrennslan eftir manni
152
19. jún.
1
F3
Rauður
Rok á höfuðborgarsvæðinu
135
05. nóv.
1
F3
Gulur
Leit að einhverfum pilti í Reykjavík
120
18. júl.
1
F2
Gulur
Leit við Helgafell í Hafnarfirði
110
29. maí
1
F2
Gulur
Maður í sprungu í Vatnajökli
104
27. jan.
15
F1
Rauður
Kajakræðarar í Þjórsá
96
29. apr.
3
F1
Gulur
Leit að týndum manni í Reykjanesbæ
90
25. des.
2
F2
Gulur
Leit í Hafnarfirði
88
15. feb.
1
F2
Gulur
Leit að manni frá Hafnarfirði
87
04. júl.
1
F2
Rauður
Týndir smalar við Hvannadal í Steingrímsfirði
84
30. okt.
8
F2
Gulur
Leit að pilti í Reykjavík
82
30. sep.
1
F2
Rauður
Leit að manni á höfuðborgarsvæðinu
81
12. mar.
1
F2
Gulur
Vélsleðaslys við Þjófadali
79
09. apr.
3
F1
Rauður
Ófærð á höfuðborgarsvæðinu
75
26. feb.
1
F3
Gulur
Óveður á höfuðborgarsvæðinu
74
08. feb.
1
F3
Gulur
Leit að rjúpnaskyttum-Selsundsfjall
72
27. okt.
16
F2
Gulur
Leit á Sólheimasandi
72
24. okt.
16
F2
Gulur
Leit að frakka á Fimmvörðuhálsi
69
31. júl.
16
F2
Rauður
Leit á landi, Leit að konu á Vatnsleysuströnd
69
01. jan.
2
F2
Rauður
Óveður á Höfuðborgarsvæðinu
68
24. feb.
1
F3
Gulur
Leit í fjöru í Kópavogi
67
09. ág.
1
F2
Gulur
Kona týnd við Álftavatn
66
09. sep.
3
F3
Gulur
Leit að alzheimer sjúkling við Grund
63
10. sep.
1
F2
Gulur
Óveður á Suðurnesjum
59
05. nóv.
2
F3
Gulur
Leit við Klettsskála
59
12. júl.
3
F2
Gulur
Leit að ungum manni í Kjarnaskógi
58
24. okt.
11
F2
Gulur
Göngumanna saknað milli Syðri Dals og Galtarvita
55
27. jún.
7
F2
Gulur
Gönguhópur í Borgarfirði Eystra
54
29. júl.
13
F2
Gulur
Kona villt í þoku við Hánefstaðafjall
53
26. júl.
13
F2
Gulur
Umferðarslys í Víðidal, rúta og flutningabíll
50
22. nóv.
13
F1
Gulur
Sjálfhelda á kletti við Stórurð eða Geldingafjall
50
30. ág.
13
F2
Gulur
Hekla - Leit að manni
50
12. ág.
16
F2
Rauður
Leit að konu í Bolungarvík
49
26. des.
7
F2
Gulur
Slys á Kirkjufelli
48
07. júl.
5
F1
Rauður
Eftirgrenslan við Gullfoss
46
24. Aug.
3
F2
Gulur
Keflavíkurflugvöllur flugatvik
45
16. nóv.
2
F1
Gulur
Rúta veltur á Krísuvíkurvegi
44
12. nóv.
1
F1
Gulur
Aðgerðamál | 73
Nafn Fjöldi Aðgerð byrjaði Svæði Hraði
Umfang
Flóð í Hólmsá á Mýrum
44
27. sep.
15
F2
Gulur
Göngufólk á Lónsöræfum
44
27. júl.
13
F3
Gulur
Leit í vesturbæ Rvíkur
43
07. júl.
1
F2
Gulur
Sjóslys við Kirkjusand
42
19. sep.
1
F1
Gulur
Týndur maður í Hraundal innst í Ísafjarðardjúpi
42
16. sep.
7
F2
Rauður
Óveður á Suðurnesjum
42
24. feb.
2
F3
Grænn
Leit Selvogi
42
05. feb.
3
F4
Gulur
Keflavíkurflugvöllur - hættustig
41
16. júl.
2
F3
Rauður
Maður í Skaftá
40
11. júl.
16
F2
Gulur
Maður í Ölfusá
39
06. sep.
3
F1
Gulur
Átta bíla árekstur á Holtavörðuheiði
38
23. nóv.
4
F3
Gulur
Tilkynnt um neyðarmerki
37
31. des.
1
F2
Gulur
2 Veiðimenn týndir í þoku Mælifelsdalur
37
05. Sep.
10
F2
Gulur
Leit við Miðdal
37
07. ág.
3
F3
Rauður
Hjartaáfall á Spákonufell
37
29. maí
9
F2
Rauður
Bjargsig í Læknisstaðabjargi
37
15. maí
12
F2
Gulur
Bíll fór í höfnina við Árskógsströnd
36
03. nóv.
11
F1
Gulur
190 Mannlaus bátur utan við Voga
36
01. ág.
2
F1
Rauður
Neyðarsól vestur af Þorlákshöfn
36
09. júl.
3
F2
Gulur
Maður í sjónum í Kirkjufjöru, (boðað Reynisfjara)
36
09. jan.
16
F1
Gulur
Aðstoða gönguhóp inn á Glerárdal
35
14. des.
11
F2
Gulur
F2 Hættustig Akureyrarflugvöllur - Reykur um borð
35
08. jún.
11
F2
Gulur
Maður slasaður á fæti inn í Reykjadal
35
31. jan.
3
F2
Rauður
Snjóflóðaæfing í Hlíðarfjalli
35
28. jan.
11
F1
Rauður
Slasaður maður í Ingólfsfjalli.
34
25. des.
3
F1
Gulur
Eldur i bát Þingeyri
34
27. ág.
7
F1
Gulur
Göngumaður við Hofsjökul óskar eftir aðstoð
33
29. des.
3
F2
Gulur
Týnd kona við Stokkseyrarréttir
33
18. des.
3
F2
Gulur
Leit í Kópavogi
33
14. ág.
1
F2
Gulur
Slys í fjalllendi við Dyrafjöll
32
14. maí
3
F2
Rauður
Óveður Holtavörðuheiði
32
19. apr.
9
F3
Rauður
Rútur í vandræðum í Langadal Möðrudalsöræfum
32
04. apr.
13
F2
Rauður
Bátur strandaður við Skoreyjar
31
27. des.
5
F1
Gulur
Manneskja í sjó við Kirkjusand
31
14. nóv.
1
F1
Gulur
Týndur maður við Hveravelli
31
12. sep.
9
F2
Gulur
Djúpidalur: Einstaklingur féll í gili
31
09. sep.
11
F1
Rauður
Leit á Fimmvörðuhálsi
31
12. júl.
15
F2
Gulur
Seglbátur á hvolfi í Skerjafirði
30
29. jún.
1
F1
Gulur
Leit að mönnum á Glerárdal
30
27. feb.
11
F3
Gulur
Leit á Egilsstöðum örvinglan
29
28. jún.
13
F2
Gulur
Maður á Jetski hugsanlega týndur við Landeyjahöfn
28
05. ág.
16
F2
Rauður
Vélarvana bátur við Þjórsárósa
27
05. ág.
3
F1
Gulur
Nafn Fjöldi Aðgerð byrjaði Svæði Hraði
Umfang
Sjálfhelda í Öskubaki
27
28. jún.
7
F2
Gulur
Ófærðarðstoð á Öxnadalsheiði
27
19. apr.
11
F2
Grænn
Sjálfhelda í Helgafelli
27
16. jan.
1
F2
Gulur
Leit að 3 konum á göngu við Laugar
26
23. ág.
16
F2
Rauður
Leit að manni í Álftafirði
25
19. okt.
7
F2
Gulur
Eftirgrennslan eftir týndum einstaklingi
25
23. maí
3
F2
Grænn
Ármannsfell: Konur í sjálfheldu
24
31. des.
3
F2
Gulur
Maður í sjálfheldu á Fimmvörðuhálsi
24
28. ág.
16
F2
Rauður
Bíll í Ölfusá
24
19. jún.
3
F1
Gulur
Leit að eintaklingi 15 km norðan við Egilsstaði
24
03. jún.
13
F2
Gulur
Leit í Reykjavík
24
14. apr.
1
F2
Gulur
Snjóflóð ofan af þaki Fjarðarhallarinnar.
24
19. mar.
13
F2
Gulur
Neyðarblys sést frá Grænásbraut
24
08. jan.
2
F2
Grænn
Ingólfsfjall - slasaður einstaklingur
23
27. nóv.
3
F2
Gulur
Slysavarnir | 75
159 115
F1 forgangsslys 2017
F1 forgangsslys 2016
Slys Við boðun eru aðgerðir flokkaðar eftir forgangi og eru óveðurs- og ófærðarverkefni oftast flokkuð í lægsta forgang F3. Alvarleg slys eru flokkuð í efsta forgang F1. Minni slys og önnur verkefni þar sem bregðast þarf hratt við liggja mitt á milli í F2 forgangi. Alls voru 159 slys á F1 forgangi á árinu 2017 sem er fjölgun frá 115 F1 útköllum á árinu 2016. Gerðir hafa verið samningar við nokkrar björgunarsveitir á Íslandi varðandi fyrsta viðbragð í slysum, bráðaveikindum og brunum. Má til dæmis nefna samning Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins við björgunarsveitina Kjöl á Kjalarnesi þar sem meðlimir björgunarsveitarinnar sinna fyrsta viðbragði á Kjalarnesi og Kjósarhreppi. Á árinu 2017 sinnti Kjölur alls 42 aðgerðum bæði slysum og bráðaveikindum á árinu 2017 sem er fækkun útkalla frá 53 aðgerðum árið 2016. Sambærilegur samningur er milli björgunarsveitarinnar Eyvindar á Flúðum og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands þar sem meðlimir Eyvindar sinntu alls 51 aðgerð, bæði slysum og bráðaveikindum á árinu 2017 miðað við 39 á árinu 2016. Þessar tvær björgunarsveitir sinntu um þriðjungi F1 aðgerða á landsvísu.
76 | Árbók 2017
127 105 aðgerðir á sjó
í F3-F1 forgangi
Aðgerðir á sjó Á árinu 2017 voru skráð 127 aðgerðir á sjó og þar af 105 boðaðar á forgangi F3-F1. Skiptingu aðgerða eftir alvarleika má sjá á grafinu hér fyrir neðan. F4 verkefni eru ekki kölluð út af Neyðarlínu heldur er um að ræða þjónustuverkefni af ýmsu tagi. Algengustu verkefnin á sjó eru að koma vélarvana bátum til aðstoðar. Einnig er nokkuð um að bátar stranda og slys á sjómönnum. Einnig kemur fyrir að bátar detti úr tilkynningarskyldunni og eru slík atvik ávallt tekin alvarlega. Neyðarsólir á lofti eru einnig teknar alvarlega og er ávallt leitað þar til búið er að útiloka að um sjófarendur í nauð sé að ræða.
Aðgerðamál | 77
78 | ร rbรณk 2017
Björgunarskip Slysavarnafélagsins, voru 13 talsins á árinu 2017 og eru staðsett þar sem slysahætta er talin mest vegna sjósóknar. Sérstakir sjóðir sjá um rekstur skipanna, samvinnuverkefni félagseininga á stöðunum, en Björgunarbátasjóður greiðir laun vélstjóra og meiriháttar viðgerðir. Flestir þessara báta voru fengnir frá systurfélögum okkar í Evrópu en þar fer fram mikil þróun í gerð og búnaði slíkra báta. Þessir bátar eru frá 15 og upp í 25 metra langir og allt að 85 tonn. Ganghraði bátanna er frá 12 og upp í 30 sjómílur og í áhöfn eru frá fjórum upp í átta menn. Unnið er að heildarendurskoðun á staðsetningu og gerð björgunarskipa. Stefnt er á að hægt verði að endurskoða skipaflotann á komandi árum.
Aðgerðamál | 79
Harðbotna slöngubátar, en þeir eru 25 talsins með góða dreifingu umhverfis landið. Þeir eru á stærðarbilinu frá 5,5 og upp í 9 metra langir, ýmist með utanborðsvélum eða föstum dieselvélum. Nokkrir þeirra eru með litlu stýrishúsi en flestir eru alveg opnir en með stjórnpúlti og hnakk fyrir áhöfnina sem er yfirleitt 3-4 menn. Ganghraði þessara báta er yfirleitt nálægt 30 sjómílum.
80 | Árbók 2017
Tækjamót Tækjamót Slysavarnafélagsins Landsbjargar var haldið að Fjallabaki. Á tækjamóti koma tækjahópar björgunarsveita saman og viðra björgunartækin. Mikilvægt er að björgunarsveitir láti reyna á bæði mannskap og tæki til að mynda þá reynslu sem getur skipt máli á ögurstundu. Að venju voru vélsleðar, jeppar og fjórhjól í tugatali að glíma við snjóinn. Sótt var að svæðinu frá mörgum aðkomuleiðum og var hópum skipt í flokka eftir getu. Jeppar fóru flestir upp frá Búlandi í Skaftárhreppi en vélsleðahópar fóru helst upp frá Fljótshlíðinni og yfir Mýrdalsjökul. Allir hópar söfnuðust síðan saman við Glaðheima þar sem sparkað var í dekk, grillað og gantast. Alls tóku rúmlega 300 manns þátt í tækjamótinu og sáu björgunarsveitir á svæði 16 um skipulagningu og allt utanumhald.
Aðgerðamál | 81
Landsæfing Helgina 13.-15. október brugðu björgunarsveitir undir sig betri fætinum og bókuðu far með Herjólfi til Vestmannaeyja. Markmiðið var að taka þátt í Landsæfingu björgunarsveita sem er haldin annað hvert ár. Einingar þurftu að vera útsjónasamar til að koma sér frá „Norðurey“ í dýrðina á Heimaey þar sem takmarkað pláss var í Herjólfi, talsverð umferð ferðamanna og veður válynd þannig að Herjólfur sigldi ýmist frá Landeyjahöfn eða Þorlákshöfn. Allt tókst þó vel að lokum og var sérstaklega skemmtilegt að sjá hversu vel björgunarsveitir unnu saman að þessu púsluspili sem ferðalagið varð. Björgunarfélag Vestmannaeyja tók að sér skipulagningu og framkvæmd æfingarinnar og leysti það verkefni með miklum ágætum. Útbúin voru 60 verkefni af ýmsum toga jafnt á láði sem legi. Þátttakendur voru alls um 120 frá 23 björgunarsveitum auk sex frænda okkar frá systursamtökum okkar í Færeyjum. Vel var vandað til verka við undirbúning æfingarinnar og lagði samfélagið allt sitt á vogarskálarnar til að gera þessa æfingu sem besta úr garði. Þar sem eyjapæjur og peyjar hafa verið miklar fjallageitur í áratugi var sprang og klifur mjög fyrirferðamikið á æfingunni. Bátaverkefni voru einnig mörg og sum hver nokkuð snúin. Mikið var lagt upp úr því að flétta saman verkefnum þar sem til þurfti víðtæka þekkingu til að leysa verkefnin og var samvinna hópa í sumum nauðsynleg til að öll þekking sem til þurfti til að leysa verkefnið fengist.
Aðgerðamál | 83
44% allra útkalla eru á milli kl. 13-18
1%
útkalla eru kl. 3 að nóttu
9% Árið 2017 voru flest útköll kl. 16
Hvenær eru björgunarsveitir kallaðar út? Til gamans má skoða hvenær sólarhrings björgunarsveitir mega eiga von á því að vera kallaðar út. Almennt séð eru verkefni björgunarsveita nokkuð dreifð yfir daginn. Útköll að næturlagi eru ekki algeng en þó ekki óþekkt.
Verkefnin byrja upp úr kl. 8 á morgnana, ná ákveðnum topp upp úr kl. 14.00 og toppa síðan aftur milli kl. 17 og 18. Það virðist vera að hlé sé á verkefnum milli 18 og 19 en síðan aukast verkefnin aftur fram á kvöld og eru algengust milli 21 og 22 á kvöldin.
84 | Árbók 2017
38%
30%
útkalla voru um helgar 2014
útkalla voru um helgar 2017
Dreifing á vikudaga er nokkuð jöfn, fimmtudagar sínu minnstir en verkefnin flest um helgar.
Aðgerðamál | 85
Framlag sjálfboðaliðans Alls var 2.531 björgunarmaður skráður í aðgerðir á árinu 2017 miðað við 2090 á árinu 2016. Alls mættu sjálfboðaliðarnir 13.310 sinnum á árinu miðað við 11.709 sinnum á árinu 2016. Hér má sjá þróun á meðaltali útkalla á hvern virkan björgunarmann frá árinu 2014 til 2017. Hér er aðeins verið að skoða fjölda útkalla að meðaltali á hvern sjálfboðaliða.
Guðbrandur Örn Arnarson Verkefnastjóri aðgerðamála
86 | Árbók 2017
2.531
björgunarmenn voru skráðir í aðgerðir 2017
2.090
björgunarmenn voru skráðir í aðgerðir 2016
Aðgerðamál | 87
Einingar 2017 88 | ร rbรณk 2017
Einingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar Undir merkjum Slysavarnafélagsins Landsbjargar starfa þúsundir sjálfboðaliða, í 94 björgunarsveitum, 37 slysavarnadeildum og 48 unglingadeildum. Þessir hópar mynda þéttriðið öryggisnet um land allt og eru tilbúnar að bregðast við þegar áföll dynja yfir og óhöpp gerast. Leitar- og björgunarstarf á Íslandi byggir á sjálfboðaliðum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Yfir 4.000 sjálfboðaliðar, konur og karlar eru á útkallslista félagsins, sérhæft björgunarfólk sem er reiðubúið til að leggja á sig mikla vinnu, oft við erfiðar aðstæður!
Einingar SL | 89
Björgunar-, slysavarna- og unglingadeildir Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru staðsettar hringinn í kringum landið og mynda þannig þétt öryggisnet.
27
snjóflóða-, víðavangsog sporhundar
23.019
tóku þátt í námskeiðum Björgunarskólans 2013-2017
25.000 flugeldagleraugu eru gefin börnum árlega
632
eru virkir í slysavarnadeildum félagsins
800.000 ferðamenn heimsóttu vefsíðuna safetravel.is
1.200-1.800 er fjöldi útkalla sem björgunarsveitirnar fara í árlega
50.573
nemendur hafa sótt Slysavarnaskóla sjómanna frá upphafi
20.000 ferðamenn nýttu sér ferðaáætlanir Safetravel
430.000 ferðamenn fengu afhent prentað fræðsluefni frá Safetravel
90 | Árbók 2017
4.548
er fjöldi björgunarfólks á útkallsskrá
2.762 nemendur sóttu Slysavarnaskóla sjómanna
105
útköll á sjó eru unnar árlega
13
stór björgunarskip
2.500
endurskinsmerki hafa slysavarnadeildir gefið börnum árlega
24
3.000
leitardrónar
manns hefur verið bjargað úr sjávarháska frá stofnun félagsins
201
námskeið eru haldin af Slysavarnaskóla sjómanna
25
snjóbílar
892
eru starfandi í unglingadeildum
2008
var fyrsta árið frá upphafi sem ekki varð banaslys á sjó
894
björgunarmenn tóku þátt í fjölmennustu aðgerðinni
94
Björgunarsveitir
37
Slysavarnadeildir
48
Unglingadeildir
3-5
útköll eru að meðaltali á hverjum degi
394
er fjöldi námskeiða Björgunarskólans
104
136 vélsleðar
227
sérbúnir jeppar og bílar
9.000
endurskinsvesti eru afhent leikskóla- og grunnskólabörnum árlega af slysavarnadeildum
36
er meðalaldur björgunarsveitarfólks
3.635
harðbotna- og slöngubátar
ferðamönnum var harðbotnaog liðsinnt á hálendisvakt félagsins slöngubátar
Björgunarskip Slysavarnaskóli sjómanna
Einingar SL | 91
Svæði 7 Björgunarfélag Ísafjarðar Björgunarsveitin Björg Suðureyri
Svæði 6
Björgunarsveitin Dýri
Björgunarsveitin Blakkur Björgunarsveitin Bræðrabandið Björgunarsveitin Kópur
Björgunarsveitin Ernir Björgunarsveitin Kofri Björgunarsveitin Sæbjörg Flateyri
Björgunarsveitin Tálkni
Björgunarsveitin Tindar
Hjálparsveitin Lómfell
Svæði 9 Björgunarfélagið Blanda Björgunarsveitin Húnar Björgunarsveitin Strönd
Svæði 5 Björgunarsveitin Berserkir
Svæði 8
Björgunarsveitin Elliði Björgunarsveitin Heimamenn Björgunarsveitin Klakkur Björgunarsveitin Lífsbjörg Snæfellsbæ
Björgunarsveitin Björg Drangsnesi Björgunarsveitin Dagrenning - Hólmavík Björgunarsveitin Strandasól
Björgunarsveitin Ósk Svæði 1 Björgunarhundasveit Íslands Björgunarsveit Hafnarfjarðar Björgunarsveitin Ársæll
Björgunar
Björgunarsveitin Kjölur
Svæði 4 Björgunarfélag Akraness Björgunarsveitin Brák Björgunarsveitin Heiðar Björgunarsveitin Ok
Björgunarsveitin Kyndill - Mosf. Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík Hjálparsveit skáta Garðabæ Hjálparsveit skáta Kópavogi Hjálparsveit skáta Reykjavík Leitarhundar SL
Svæði 3 Björgunarfélag Árborgar Björgunarfélagið Eyvindur Björgunarsveit Biskupstungna Björgunarsveitin Björg Eyrarbakka Björgunarsveitin Ingunn
Svæði 2
Björgunarsveitin Mannbjörg Björgunarsveitin Sigurgeir
Björgunarsveitin Ægir Garði
Hjálparsveit skáta Hveragerði
Björgunarsveitin Sigurvon
Hjálparsveitin Tintron
Björgunarsveitin Skyggnir Björgunarsveitin Suðurnes Björgunarsveitin Þorbjörn
Svæði 18 Björgunarfélag Vestmannaeyja
92 | Árbók 2017
Svæði 11
Svæði 12
Björgunarsveitin Ægir Grenivík
Björgunarsveitin Garðar
Björgunarsveitin Dalvík
Björgunarsveitin Hafliði
Björgunarsveitin Jörundur
Björgunarsveitin Núpar
Björgunarsveitin Sæþór
Björgunarsveitin Pólstjarnan
Björgunarsveitin Tindur
Björgunarsveitin Stefán
Björgunarsveitin Týr
Björgunarsveitin Þingey
Hjálparsveitin Dalbjörg
Hjálparsveit skáta Aðaldal
Súlur - Björgunarsveitin á Akureyri
Hjálparsveit skáta Reykjadal
Svæði 13
Svæði 10
Björgunarsveitin Gerpir
Björgunarsveitin Grettir
Björgunarsveitin Ársól
Björgunarsveitin Skagfirðingasveit
Björgunarsveitin Bára
Björgunarsveitin Strákar
Björgunarsveitin Brimrún
Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð
Björgunarsveitin Eining Björgunarsveitin Geisli Björgunarsveitin Hérað
sveitir 2017
Björgunarsveitin Ísólfur Björgunarsveitin Jökull Björgunarsveitin Sveinungi Björgunarsveitin Vopni
Svæði 15 Svæði 16 Björgunarsveit Landeyja
Björgunarfélag Hornafjarðar Björgunarsveitin Kári
Björgunarsveitin Bróðurhöndin Björgunarsveitin Dagrenning - Hvolsvöllur Björgunarsveitin Kyndill Kbkl. Björgunarsveitin Lífgjöf Björgunarsveitin Stjarnan Björgunarsveitin Víkverji Flugbjörgunarsveitin Hellu
Einingar SL | 93
Svæði 7 Slysavarnadeild kvenna Bolungarvík - Bolungarvík Slysavarnadeild Hnífsdals - Hnífsdal Slysavarnadeildin Hjálp - Bolungarvík Slysavarnadeildin Iðunn - Ísafjörður Svæði 10 Svæði 6 Slysavarnadeildin Gyða - Bíldudal Slysavarnadeildin Unnur - Patreksfjörður
Slysavarnadeild Skagfirðingasveitar - Sauðárkrókur Slysavarnadeildin Harpa - Hofsós Slysavarnadeildin Vörn - Siglufirði
Svæði 5
Svæði 9
Slysavarnadeild Dalasýslu - Búðardalur Slysavarnadeildin Helga Bárðardóttir - Hellissandur Slysavarnadeildin Sumargjöf - Ólafsvík Slysavarnadeildin Snæbjörg - Grundarfjörður
Slysavarnadeildin Káraborg - Hvammstangi
Svæði 4
Slysavarna
Slysavarnadeildin Líf - Akranes Slysavarnadeild Þverárþings Svæði 1 Slysavarnadeildin í Reykjavík - Reykjavík Slysavarnadeildin Hraunprýði - Hafnarfjörður Slysavarnadeildin Varðan - Seltjarnarnes Slysavarnadeild Kópavogs - Kópavogur Svæði 2 Slysavarnadeildin Dagbjörg - Reykjanesbær Slysavarnadeildin Þórkatla - Grindavík Slysavarnadeildin Una - Garði Svæði 3 Slysavarnadeildin Björg - Eyrarbakka Slysavarnadeildin Tryggvi Gunnarsson - Selfoss 94 | Árbók 2017
Svæði 12 Slysavarnadeild kvenna Húsavík - Húsavík Slysavarnadeildin Hringur - Mývatn
Svæði 11 Slysavarnadeild kvenna Ólafsfirði - Ólafsfjörður Slysavarnadeildin á Akureyri - Akureyri Slysavarnadeildin Dalvík - Dalvík
Svæði 13
deildir 2017
Slysavarnadeildin Ársól - Reyðarfjörður Slysavarnadeildin Hafdís - Fáskrúðsfjörður Slysavarnadeildin Hafrún - Eskifjörður Slysavarnadeildin Rán - Seyðisfjörður Slysavarnadeildin Sjöfn - Vopnafjörður
Svæði 15 Slysavarnadeildin Framtíðin - Höfn
Svæði 18 Slysavarnadeildin Eykyndill - Vestmannaeyjar Einingar SL | 95
Svæði 7 Svæði 6
Unglingadeildin Ernir
Unglingadeildin Vestri
Unglingadeildin Hafstjarnan
Svæði 9 Unglingadeildin Skjöldur
Svæði 5 Unglingadeildin Dreki
Svæði 8
Unglingadeildin Heimalingar
Unglingadeildin Sigfús
Unglingadeildin Óskar Unglingadeildin Pjakkur
Unglinga
Svæði 1 Unglingadeild HSG Unglingadeildin Árný Svæði 4
Unglingadeildin Björgúlfur
Unglingadeildin Arnes
Unglingadeildin Kyndill
Unglingadeildin Litla Brák
Unglingadeildin Stormur Unglingadeildin Ugla
Svæði 3 Unglingadeildin Bogga Unglingadeildin Bruni Unglingadeildin Greipur Unglingadeildin Strumpur Unglingadeildin Ungar Unglingadeildin Vindur
Svæði 2 Unglingadeildin Hafbjörg Unglingadeildin Klettur Unglingadeildin Rán Unglingadeildin Tígull Unglingadeildin Von 96 | Árbók 2017
Svæði 18 Unglingadeildin Eyjar
Svæði 11
Svæði 12
Unglingadeildin Bangsar
Unglingadeildin Mývargar
Unglingadeildin Dasar
Unglingadeildin Náttfari
Unglingadeildin Djarfur
Unglingadeildin Núpar Unglingadeildin Þór
Svæði 10 Unglingadeildin Glaumur Unglingadeildin Smástrákar Unglingadeildin Trölli
Svæði 13 Unglingadeildin Ársól Unglingadeildin Gerpir Unglingadeildin Héraðsstubbar Unglingadeildin Logi Unglingadeildin Særún Unglingadeildin Vopni
deildir 2017
Svæði 15 Svæði 16
Unglingadeildin Brandur
Unglingadeildin Hellingur Unglingadeildin Ýmir
Einingar SL | 97
Tímaritið Björgun | áhugaverðar greinar 2017
Slysavarnir 2017 Ráðstefna um slysavarnir og öryggi ferðamanna
Slysavarnafélagið Landsbjörg hélt ráðstefnu um slysavarnir og öryggi ferðamanna á Grand Hótel í Reykjavík 20. og 21. október sl. Til ráðstefnunnar var boðið fagfólki úr ýmsum stéttum sem vinna að slysavörnum og öryggismálum á Íslandi. Á annað hundrað þátttakendur af öllu landinu koma saman og mátti sjá þar áhugafólk um slysavarnir, starfsfólk ferðaþjónustu, starfsfólk stoðþjónustu, fulltrúa tryggingafélaga, fulltrúa löggæslu og heilbrigðisstarfsmenn ásamt öðrum sem láta sig slysavarnir og öryggismál varða. Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, setti ráðstefnuna og forseti Íslands, Guðni T. Jóhannesson, ávarpaði gesti. Dagskrá ráðstefnunnar var að þessu sinni tvískipt, annars vegar öryggi ferðamanna og hins vegar almennar slysavarnir. Sextán
98 | Árbók 2017
áhugaverðir fyrirlestrar voru fluttir um allt milli himins og jarðar í málefnum tengdum slysaog forvörnum. Þeirra á meðal má t.d. nefna fyrirlestra um notkun hjálma, slysavarnir vegna snjóflóða, snjalltæki og umferðin, áhættustjórnun í ferðaþjónustu, öryggi barna í bílum og margt fleira. Slysaskráning á Íslandi Ráðstefnan hófst á umfjöllun um Slysaskráningu Íslands. Frá Hollandi kom Susanne Nijman og flutti erindi um það hvernig Hollendingar skrá slys og atvik og hversu auðvelt er að afla ítarlegri upplýsinga ú gagnagrunni þeirra. Fram kom að 50 manns vinna hjá stofnuninni VeiligheidNL sem er sambærileg Slysaskráningu Íslands en eins og staðan er í dag heyrir hún undir landlækni og ekkert starfshlutfall heyrir þar undir slysaskráningu eða utanumhald skráningar beint. Sigmundur Ernir Rúnarsson stýrði pallborðsumræðum eftir erindi Susanne en við pallborðið sátu Sigurjón Andrésson frá Sjóvá, Svanfríður A. Lárusdóttir frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, Ólöf Ýrr Atladóttir frá ferðamálastofu, Brynjólfur Mogesen frá LSH, Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, og Gunnar Geir Gunnarsson frá Samgöngustofu. Öllum bar saman um að endurskoða þurfi framkvæmd slysaskráninga og gera niðurstöður aðgengilegri fyrir alla aðila sem vinna að slysa- og forvörnum. Fjölbreytt erindi um slysavarnir og öryggi ferðamanna Eftir þessar umræður fóru fyrirlestrar fram í tveimur sölum samtímis. Annars vegar var rætt um stýringu ferðamanna, viðvaranir um veður og náttúruvá, áhættustjórnun og öryggi ferðamanna almennt. Í hinum salnum voru tekin fyrir málefni eins og notkun reiðhjólahjálma, öryggi barna í bílum, slysavarnir til eldri borgara, skoðað var hvað önnur Evrópulönd eru að gera í slysavörnum og að lokum hvað öryggisakademía félagsins hefur gert til að sporna við flugeldaslysum. Meðal annars kom fram að öryggisakademían hefur gefið út bæklinga um öryggi á þremur tungumálum, íslensku, ensku og pólsku. Ráðstefnugestir voru sammála um að níutíu ára reynsla Slysavarnafélagsins Landsbjargar í slysavörnum á sjó og landi hefur sýnt fram á mikilvægi þess að öll sem sinna þessum málaflokki taki höndum saman og hafi samráð og fer þar vel að Slysavarnafélagið kalli saman að borðinu alla hlutaðeigandi aðila. Þetta er í annað sinn sem félagið stendur fyrir slíkri ráðstefnu og ráðgert er að næsta ráðstefna verði haldin í október 2019.
Árbók 2017 | 99
Tímaritið Björgun | áhugaverðar greinar 2017
Æfing ÍA í Bretlandi í október 2017 Sólveig Þorvaldsdóttir
Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin fór á æfingu til Bretlands nú í haust. Æfingin var í svokallaðri MODEX æfingaröð og var kostuð af Evrópusambandinu. Um 45 manna hópur frá fimm björgunarsveitum, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og Landspítala háskólasjúkrahúsi lagði af stað til Manchester þann 11. október í vikuferð. Æfingin sjálf stóð frá fimmtudegi til sunnudags. Búnaðurinn hafði farið yfir hafið nokkrum vikum áður og beið okkar þegar við komum inn á æfingarsvæðið. Yfirleitt er nokkuð langur aðdragandi að þessum æfingum, en við fengum að vita síðastliðið sumar að við kæmumst á þessa æfingu þar sem önnur sveit hafði dottið út. Þetta var þó langur tími miðað við raunverulegt útkall. Æfingin var haldin í Liverpool og nágrenni. Búðirnar voru settar upp á heræfingarsvæði, en æfingarsvæðin voru dreifð á milli Liverpool og Manchester. Sveitin leigði sjö bílaleigubíla og var oft ævintýralegt að keyra í vinstri umferð um miðjar nætur. Einnig var leigður stór flutningabíll til að ferja vettvangsbúnaðinn á milli staða. Æfingin hófst um kl. 14 á fimmtudeginum, en fór ekki almennilega í gang fyrr um kl. 16, smá sérhæfð bið svona í byrjun. Æfingin var með hefðbundnu sniði. Fyrst var farið í gegnum landamæravörslu þar sem allir hnífar og ýmis grunsamlegur búnaður var tekinn af okkur, m.a. leitarmyndarvélar (sem við fengum aftur fljótlega). Næst var farið í gegnum vegabréfsskoðun. Oft er settur upp mikill leikþáttur í kringum það, en nú var þetta látið ganga hratt fyrir sig. Tveir voru sendir til að fá upplýsingar um aðstæður og ná í verkefni til RDC (Reception and Departure Centre) og var fyrsta verkefnið að fara strax í recon (svæðisleit til að leita að verkefnum). Á sama tíma fengum við úthlutað svæði fyrir búðir og nauðsynlegt að koma þeim upp sem fyrst. Auk 100 | Árbók 2017
þess þurfti stjórnandinn að fara á fund til LEMA (Local Emergency Management Agency) til að fá nánari upplýsingar um verkefni. Og allt þetta fengum við í hendurnar nokkurn veginn í einu. Það reyndi því á að skipuleggja hópinn og senda í hin ýmsu verkefni. Sveitin er með tvo vettvangshópa Alfa og Bravó, 16 manns í hvorum hóp, sem geta annað hvort starfað á sama stað og dekkað sólarhringsaðgerðir eða unnið á tveimur stöðum í einu. Tveir fjögra manna recon hópar, einn úr Alfa og einn úr Bravó, voru sendir í recon verkefnið sem við fengum frá RDC. Þeir létu síðan stjórnendur vita af verkefnum sem sendu Bravó hópinn á vettvang og Alfa recon hópurinn kom til baka í búðir í hvíld. Í þessari æfingu var alltaf annar vettvangshópur úti í einu og hinn í hvíld í búðum. Búðahópurinn sá um rekstur á búðum og studdi við vettvangshópana, t.d. með að útvega þeim eldsneyti, gefa öllum að borða og vakti hópa klukkutíma áður en þeir áttu að fara af stað aftur. Eitt það flóknasta við að skipuleggja svona aðgerðir eru svefnmál. Eftir að fyrsti hópurinn var farinn út í verkefni komst æfingin í rútínu. Vettvangshóparnir voru ánægðir með flest verkefni og allir sammála að ÍA hafi haft feikilegt gagn af æfingunni og stefnt er að því að taka þátt í sem flestum slíkum í framtíðinni, en þetta er þriðja MODEX æfingin sem ÍA tekur þátt í. Eftir heimkomu var mikil vinna að ganga frá búnaði, eins og vera ber hjá björgunarsveitum og fara í gegnum rýni. Einn sameiginlegur rýnifundur hefur verið haldinn, en ljóst er að sveitin mun vinna úr þessari æfingu fram eftir vetri. Æfingar af þessu tagi snúast um miklu meira en þá sem fara í útkallið, líka þá samhæfðu vinnu sem ótal margir koma að. Öllum þátttakendum er þakkað fyrir frábært og samhent átak.
Árbók 2017 | 101
Tímaritið Björgun | áhugaverðar greinar 2017
Leitin að Birnu Brjánsdóttur
Fá verkefni sjálfboðaliða Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa vakið jafn mikla athygli og leitin að Birnu Brjánsdóttur um og eftir miðjan janúar síðastliðinn. Þar kemur margt til. Ung kona hverfur í miðborg Reykjavíkur og fljótlega er talið að um sakamál sé að ræða. Björgunarsveitir eru kallaðar út og leit hefst í miðbæ Reykjavíkur, á höfuðborgarsvæðinu og næsta nágrenni þess. Aðgerðinni lauk með afar fjölmennri og umfangsmikilli leit þar sem mörg hundruð sjálfboðaliðar af landinu öllu komu saman til leitar. Frá upphafi vakti málið mikla athygli fjölmiðla sem nánast fylgdust með hverju spori leitarfólks, enda ekki algengt að jafn umfangsmikil aðgerð fari fram nánast í bakgarði fjölmiðlanna. Mikil áhersla var lögð á upplýsandi og góð samskipti við fjölmiðla meðan á leitinni stóð til að koma réttum upplýsingum á framæri, koma í veg fyrir fréttaflutning sem byggður var á misskilningi, getgátum og slúðri. Á sama tíma var reynt var að mæta þörfum fjölmiðla eins og kostur var. Atburðarásin Birna Brjánsdóttir fór út að skemmta sér á föstudagskvöldið og um klukkan 5.00 á laugardagsmorguninn yfirgefur hún skemmtistaðinn Húrra. Hún sást á eftirlitsmyndavélum í Austurstræti, Bankastræti og Laugavegi, þar sem hún hverfur úr sjónsviði myndavélanna klukkan 5.25. Birna mætti ekki til vinnu sinnar síðar um morguninn sem var ólíkt henni. Vinnuveitandi hafi samband við foreldar hennar sem leituðu til lögreglu. Það sýnir hversu lögreglan leit málið alvarlegum augum að eftirgrennslan hófst strax á laugardaginn og formlega var lýsti eftir Birnu þá um kvöldið. 102 | Árbók 2017
Sunnudaginn 15. janúar hófu foreldar Birnu og aðstandendur hennar óformlega leit og töluverður þrýstingur skapaðist bæði á lögreglu og björgunarsveitir að hefja formlega leit að Birnu. Í sjónvarpsfréttum RÚV á sunnudagskvöldið var fjallað um málið: „Fjöldi fólks hefur tekið þátt í óformlegri leit að Birnu Brjánsdóttur, tvítugri stúlku sem saknað hefur verið síðan aðfaranótt laugardags”. Sigurlaug Hreinsdóttir, móðir hennar, segir vini, ættingja og jafnvel ókunnuga hafa tekið þátt í leitinni eða leitað að Birnu á eigin vegum. „Ég er rosalega þakklát fyrir það.“ Hún vill víðtæka leit að dóttur sinni. „Einu vísbendingarnar sem hafa fundist er að þegar hún fer af skemmtistaðnum Húrra, um fimmleytið um morguninn, ein, er að um 5:50 er síminn rakinn, hann deyr einhvers staðar á þessu svæði. Þetta er eina vísbendingin sem hefur fundist og þess vegna erum við að leita í einhverri „random“ leit,“ sagði Sigurlaug sem var í hópi leitarmanna í Flatahrauni í Hafnarfirði í dag. „Þetta er tvítug stelpa, hún er ekki að hlaupast að heiman, hún er ekki í neinu rugli. Meðan það er einhver von vil ég að björgunarsveit og allir fari af stað og finni þessa stelpu,“ sagði Sigurlaug. Leit hefst Lögreglan og aðgerðastjórnendur Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu voru í nánu sambandi á sunnudaginn og mátu aðstæður út frá fyrirliggjandi gögnum. Ákveðið var að fara með sporhund að veitingastaðnum Húrra sem rakti slóð Birnu að þeim stað sem hún hvarf. Hvarf Birnu var rannsakað sem sakamál og við rannsóknina og skipulag leitarinnar var afar náið og gott samstarf lögreglunnar og aðgerðastjórnenda Slysavarnafélagsins Landsbjargar þar sem sérfræðiþekking beggja aðila nýttist vel. Mánudaginn 16. janúar var ákveðið að kalla til sérhæft leitarfólk til leitar í miðbæ Reykjavíkur í 300 metra radíus frá þeim stað sem Birna sást síðast. Auk þess að leita að Birnu var áhersla lögð á leit að vísbendingum sem hugsanlega gátu varpað einhverju ljósi á atburðarásina. Á fjórða tug björgunarmanna tók þátt í þessari aðgerð. Á sama tíma var strandlengjan frá Hörpu að Laugarnesi leituð með drónum og um 120 manns leituðu Birnu við Urriðaholt á og við svokallaða Flóttamannaleið fram eftir kvöldi. Tæknivinna lögreglu varð til þess að þetta svæði var leitað en sendar sem náðu að nema merki frá síma Birnu aðfaranótt laugardags voru stefnugreindir sem var forsenda leitarinnar. Árbók 2017 | 103
Tímaritið Björgun | áhugaverðar greinar 2017
Skórinn finnst Straumhvörf urðu síðar um kvöldið þegar almennur borgari fann skó af gerðinni Dr. Martens nærri Hafnarfjarðarhöfn en fram hafði komið að Birna var í skóm af þeirri gerð þegar hún týndist. Um nóttina var umfangsmikil leit á hafnarsvæðinu í Hafnarfirði og þungi leitarinnar af Birnu var á hafnarsvæðinu þriðjudaginn og miðvikudaginn. Svæðið var leitað af landi og sjó, kafarar frá Landhelgisgæslunni og lögreglu voru við leit, auk þess sem fjarstýrður kafbátur var notaður. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug þessa daga meðfram ströndinni frá Straumsvík að Vogum á Vatnsleysuströnd og einnig Höskuldarvelli og að Keili. Björgunarsveitamenn leituðu einnig töluvert á svæðinu við Keili enda höfðu borist ábendingar um ótúskýrðar mannaferðir þar á þeim tíma sem Birna hvarf en sú leit bar engan árangur. Þegar líða tók á vikuna hófu aðgerðastjórnendur Slysavarnafélagsins Landsbjargar að skipuleggja umfangsmikla leit á yfirgripsmiklu svæði sem afmarkaðist af Borgarnesi, Selfossi og Reykjanesskaganum. Fjöldi sérfræðinga félagsins var kallaður til og sérkunnátta aðgerðarstjórnenda á Suðurlandi, Vesturlandi og Suðurnesjum var nýtt til þess að skilgreina og teikna upp leitarsvæði, en leita átti í hundrað metra út frá miðlínu allra vega og vegaskóða á fyrrnefndum svæðum. Skipulagning jafn umfangsmikillar leitar er flókin en mikilvægt er er að verkefni hvers leitaróps sé vel skilgreint og hann geti gengið strax til starfa þannig að sem minnstur tími fari til spillis, því nýta þarf hverja mínútu til leitarinnar.
104 | Árbók 2017
Svöruðu kallinu Þegar leið að helginni var ljóst að fjöldi sjálfboða- liða af öll landinu hefði ákveðið að svara kallinu en alls tóku rúmlega 700 sjálfboðaliðar þátt í leitinni á laugardaginn og um 600 manns á sunnudaginn. Flest leitarfólkið kom saman í bækistöð Björgunarsveitar Hafnarfjarðar og þar einkenndi einbeiting, kraftur og samkennd hópinn sem þangað var kominn til þess að taka á móti verkefnum sínum áður en það hélt út í rokið og rigninguna til leitar. Það sama var uppi á teningnum á Akranesi og Grindavík þar sem verkefnum var einnig úthlutað til leitarfólks. Hópurinn hafði öflug bakland en rúmlega 40 félagar úr slysavarnadeildunum sáu meðal annars um að nægur matur væri til reiðu fyrir leitarfólk; í Grindavík, Reykjanesbæ, á Akranesi, í Hafnarfirði og á tveimur stöðum í Reykjavík. Framboð af matar- og drykkjarvörum var slíkt að þegar líða fór á laugardaginn þurfti að afþakka góð boð frá fyrirtækjum og einstaklingum, því ljóst var að matvælin dygðu alla helgina og vel það. Nokkuð var um að hjálpfúsir borgarar vildu leggja sitt að mörkum við leitina að Birnu en lögreglan óskaði sérstaklega eftir því að þeir myndu virða störf leitarfólksins og halda sig til hlés á þessu umfangsmikla leitarsvæði. Við því var orðið.
Árbók 2017 | 105
Tímaritið Björgun | áhugaverðar greinar 2017
Mikill og góður undirbúningur fyrir leitina, yfirgripsmikil þekking, fumlaus vinnubrögð og samvinna sjálfboðaliða af öllu landinu gerði það að verkum að leitin gekk vel. Á laugardeginum tókst á ljúka leit á rúmlega helmingi þeirra leitarsvæða sem skipulögð höfðu verið. Á sunnudaginn hélt leitin áfram og þá var áhersla lögð á utanverðan Reykjanesskagann sem endaði með því að líkið af Birnu fannst. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hélt utan um leitaraðgerðir lögreglu að Birnu ræddi um hlut björgunarsveitanna í leitinni að Birnu á blaðamannafundi eftir að leitinni lauk. Hann sagði að hátt í átta hundruð björgunarsveitarmenn, héðan og þaðan af landinu, hafa komið að leitinni og gróflega væri búið að reikna út að björgunarsveitarfólk hefði gengið um 7000 kílómetra samanlagt við leitina að Birnu. „Sú vegalengd er rúmlega fimmfaldur hringvegur en auðvitað hefur ekki verið gengið á götum eða stígum. Fólk hafi gengið í hrauni og drullu í ítarlegri leit um helgina,“ sagði Ásgeir.
106 | Árbók 2017
Styrkir til félagsins Föstudagskvöldið fyrir stóru leitina vöktu aðstandendur Birnu athygli á því hvernig hægt væri að styrkja björgunarsveitirnar og það kall hafði mikil áhrif. Í þann mund sem leitin hófst á laugardagsmorguninn fóru að berast tilkynningar um nýja bakverði eða styrktargreiðslur. Við fundum fyrir miklum meðbyr og til að létta á álagi vegna fyrirspurna sem erfitt var að svara vegna mikilla anna þessa helgi setti félagið tilkynningu á Facebook-síðu sína þar sem áhugasömum var bent á hvernig hægt væri að styrkja félagið en mikil umferð var um Faceboosíðu félagsins meðan á leitinni stóð og dæmi eru um færslur á síðunni sem skoðaðar voru 175 þúsund sinnum. Í kjölfar leitarinnar að Birnu fjölgaði bakvörðum félagsins um tæplega 2.000 og fjöldi manns lét fé af hendi rakna með eingreiðslum. Stærsta einstaka framlagið kom frá Polar Seafood, útgerðafélagi togarans þar sem einn skipverjanna er grunaður banamaður Birnu.
Árbók 2017 | 107
LĂśg fĂŠlagsins
Lög Slysavarnafélagsins Landsbjargar 1. gr.
Heiti félagsins Félagið heitir Slysavarnafélagið Landsbjörg. Lögheimili og varnarþing þess er í Reykjavík. 2. gr.
Hlutverk Hlutverk félagsins er að reka öflugt björgunar- og slysavarnastarf. 3. gr.
Einkenni Merki félagsins er gulur kross og björgunarhringur umhverfis hann. Undir tákninu er nafn félagsins ritað. Stjórn setur reglur um nánari útfærslu og notkun á merki félagsins. 4. gr.
Skipulag Ákvörðunar- og framkvæmdavald Slysavarnafélagsins Landsbjargar er í höndum landsþings, fulltrúaráðsfundar og stjórnar, samkvæmt því sem nánar segir í lögum þessum. 5. gr.
Aðild Rétt til aðildar að Slysavarnafélaginu Landsbjörg eiga allar félagseiningar sem hafa björgunar og/eða slysavarnamál á stefnuskrá sinni. Hver félagseining Slysavarnafélagsins Landsbjargar er sjálfstæð gagnvart félaginu, bæði hvað varðar störf sín og fjármál. Unglingadeildir geta starfað innan félagseininga. Slysavarnafélagið Landsbjörg starfar í tengslum við önnur félög og stofnanir sem starfa að björgunar- og slysavarnamálum. Inntaka nýrrar félagseiningar er háð samþykki landsþings en lög hinnar nýju félagseiningar og félagatal skal þá liggja fyrir. Stjórn félagsins er heimilt að veita félagseiningu, sem uppfyllir nefnd skilyrði, inngöngu að starfsemi félagsins með fyrirvara um samþykki þings. Gerist félagseining eða stjórn hennar sek um brot á lögum þessum er landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar heimilt að víkja henni úr félaginu, að því tilskyldu að 2/3 hlutar þingfulltrúa greiði því atkvæði. Úrsögn félagseiningar úr félaginu er því aðeins gild að hún hafi verið samþykkt á lögmætum aðalfundi hennar og að stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafi verið tilkynnt með 2 mánaða fyrirvara að tillaga um úrsögn komi til afgreiðslu á fundinum. Úrsögn tekur gildi frá lokum þess reikningsárs félagsins er hún hlýtur samþykki. Félagseining, sem vikið hefur verið úr félaginu eða hefur sagt sig úr því, á ekki tilkall til sjóða þess eða annarra eigna, en veita má henni aðild að nýju. Allir geta gerst styrktaraðilar að Slysavarnafélaginu Landsbjörg.
Lög SL | 109
6. gr.
Réttindi og skyldur félagseininga Allar félagseiningar eiga jafnan rétt á þeirri þjónustu sem félagið getur látið í té. Félagseiningar skulu árlega halda aðalfund. Þar leggi stjórnir þeirra fram skýrslu um störf liðins árs og ársreikninga áritaða af stjórn. Félagseiningar skulu árlega senda starfsskýrslu og ársreikninga til skrifstofu félagsins. Að uppfylltum þessum skilyrðum öðlast félagseining rétt til úthlutunar úr sameiginlegum sjóðum félagsins og atkvæðisrétt á fulltrúaráðsfundi og landsþingi, ella teljast einingar óvirkar.¹ Verði eining óvirk um lengri eða skemmri tíma skal stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar ráðstafa eigum hennar samkvæmt lögum félagseiningarinnar og í samráði við heimamenn. ¹ Rgl nr. 1 frá 2009. 7. gr.
Fjármál Slysavarnafélagið Landsbjörg aflar fjár á þann hátt sem fulltrúaráðsfundur í nóvember ákveður. Ársreikningur félagsins skal afgreiddur á fulltrúaráðsfund- inum. Fjárhagsáætlun félagsins fyrir næsta ár skal lögð fyrir fulltrúaráðsfund til afgreiðslu. Landsþing ákveður hlutfallsskiptingu þess fjár sem félagseiningar fá úr sameiginlegum fjáröflunum. Breytingar á slíkri samþykkt taka gildi um næstu áramót þar á eftir. Sameinist félagseiningar, tvær eða fleiri, halda þær óbreyttri fjárúthlutun úr sameiginlegum fjáröflunum í tvö almanaksár frá sameiningu. Reikningsár félagsins er almanaksárið. Fyrir lok apríl ár hvert sendir stjórnin félagseiningunum endurskoðaða reikninga félagsins með rafrænum hætti. 8. gr.
Landsþing Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar fer með æðsta vald í málefnum félagsins og skal það haldið fyrir lok maí mánaðar, annað hvert ár. Til landsþings skal boða bréflega með rafrænum hætti, með sjö vikna fyrirvara. Eigi síðar en þrem vikum fyrir landsþing skal stjórnin senda félagseiningunum dagskrá þingsins, tillögur um lagabreytingar, tillögur fjárveitinganefndar og tillögur uppstillingarnefndar. Stjórn félagsins getur boðað til aukaþings með sama hætti. Einnig skal boða til aukalandsþings ef ¾ virkra félagseininga óska þess og skal stjórn félagsins boða til aukalandsþings eigi síðar en fjórum vikum fráþví beiðnin um aukalandsþing kom fram. Á aukalandsþingi skal einungis taka fyrir mál samkvæmt útsendri dagskrá en að öðru leyti gilda almenn þingsköp.
110 | Árbók 2017
Eftirfarandi mál skulu tekin fyrir á landsþingi: 1) Formaður setur þingið og stýrir kjöri þingforseta, varaþingforseta og regluvarðar. 2) Þingforseti skipar tvo fundarritara og stýrir kjöri kjörnefndar, sem skal skipuð þremur þingfulltrúum og allsherjarnefndar, sem skal skipuð fimm þingfulltrúum. 3) Starfsskýrsla stjórnar og fjármál. 4) Inntaka nýrra félagseininga. 5) Niðurstöður milliþinganefnda. 6) Ýmis þingmál 7) Lagabreytingar. 8) Kosning: a) formanns b) átta stjórnarmanna c) tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara. d) fjárveitinganefndar, laganefndar og uppstillingarnefndar e) annarra nefnda. 9) Önnur mál. Kjörnefnd skal hafa eftirlit með undirbúningi og framkvæmd kosninga, skera úr um kjörgengi og kosningarétt, hafa yfirumsjón með talningu atkvæða og skera úr um gildi vafaatkvæða. Allsherjarnefnd skal vinna úr og samræma álitamál sem upp kunna að koma á þinginu og fundarstjóri vísar málum til. Ef ágreiningur er innan þingnefndar við ákvarðanatöku ræður meirihluti nefndarmanna og er ákvörðun þingnefndar endanleg. Kosið er skv. 8. tölulið í þeirri röð sem þar er ákveðin. Kosning skal ávallt vera skrifleg/rafræn. Kjörseðill er því aðeins gildur að kosnir séu jafnmargir og kjósa skal hverju sinni. Falli atkvæði jafnt skal varpa hlutkesti til að skera úr um hver frambjóðenda hefur náð kjöri. Séu framboð jafnmörg og fjöldi þeirra sem kjósa skal telst sjálfkjörið og kosning fer ekki fram. Þeir sem ekki ná kjöri skv. a-lið 8. tl. 2. mgr. 8. gr. verða sjálfkrafa í kjöri skv. b-lið 8. tl. 2. mgr. 8. gr. 9. gr.
Réttindi á landsþingi Rétt til setu á landsþingi félagsins eiga allir fullgildir félagar félagseininga. Hver félagseining fer með tvö atkvæði á þingi. Enginn þingfulltrúa fer nema með eitt atkvæði. Þingfulltrúi skal vera lögráða. Ef félagseiningar, tvær eða fleiri, sameinast skulu þær á næsta landsþingi þar á eftir halda atkvæðisrétti eins og þær hefðu ekki sameinast en þar á eftir fara með tvö atkvæði á þingi. Kjörbréf, undirritað af formanni eða stjórnarmanni hverrar félagseiningar, skal hafa borist skrifstofu Slysavarnafélagsins Landsbjargar eigi síðar en viku fyrir landsþing. Kjörnefnd tekur afstöðu til breytinga á framkomnum kjörbréfum og úrskurðar um gildi þeirra. Allir fullgildir félagar félagseininga á landsþingi hafa kosningarétt samkvæmt 1. og 2. tl. 2. mgr. 8. gr.
Lög SL | 111
10. gr.
Stjórn Landsþing kýs félaginu stjórn til tveggja ára í senn. Í stjórn félagsins sitja formaður, varaformaður, ritari og gjaldkeri, auk fimm meðstjórnenda. Stjórnarmenn félagsins skulu vera lögráða einstaklingar sem hafa óflekkað mannorð samkvæmt landslögum. Nú sætir stjórnarmaður sakamálarannsókn og ber honum þá að víkja sæti á meðan rannsókn stendur eða ef ákæra hefur verið gefin út á hendur honum. Stjórn félagsins fylgir eftir samþykktum landsþings og fulltrúaráðs. Stjórnin er í fyrirsvari fyrir félagið og ber ábyrgð á fjárreiðum þess. Afl atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum. Séu atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns. Formaður boðar stjórn til fundar. Stjórnarfundur er löglegur ef meirihluti stjórnarmanna sækir fund. Stjórn kemur að jafnaði saman mánaðarlega. Fundargerðir skulu ritaðar. Stjórn boðar til landsþings og annarra funda, þar á meðal funda fulltrúaráðs og formanna. Hún undirbýr fundarmálefni, framfylgir fundaráætlunum og annast störf milli funda. Stjórn félagsins er í fyrirsvari fyrir félagið gagnvart einstaklingum, lögaðilum eða ríkisvaldi í sameiginlegum málefnum félagsins. Á fyrsta fundi stjórnar skal stjórn skipta með sér verkum og gera skipurit og starfslýsingu sem vera skal félagsmönnum aðgengileg. Stjórn er heimilt að skipa nefndir sér til aðstoðar og ákveður verksvið þeirra. Í upphafi starfstímabils stjórnar skal skipa samráðsnefnd um málefni unglingadeilda svo og ráðgjafanefnd vegna undirbúnings fyrir landsþing. Í ráðgjafanefdinni sitji formenn milliþinganefnda ásamt framkvæmdastjóra. Stjórnin ber ábyrgð á að starfsemi félagsins sé innan ramma fjárhagsáætlunar, samþykkta landsþings og fulltrúaráðsfunda. Stjórnin ræður framkvæmdastjóra félagsins. 11. gr.
Skýrsla stjórnar Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar skal á hverju ári gefa út ársskýrslu um starfsemi félagsins. 12. gr.
Milliþinganefndir Í fjárveitinganefnd skal kjósa formann, auk fjögurra fulltrúa; í laganefnd skal kjósa formann, auk tveggja fulltrúa; í uppstillingarnefnd skal kjósa formann, auk tveggja fulltrúa. Nefndarmenn skulu vera lögráða einstaklingar sem hafa óflekkað mannorð samkvæmt landslögum. Nú sætir nefndarmaður sakamálarannsókn og ber honum þá að víkja sæti á meðan rannsókn stendur eða ef ákæra hefur verið gefin út á hendur honum. Ef landsþing skipar aðrar milliþinganefndir en að framan greinir skal það vera ákvörðun landsþings hver fjöldi og hvernig uppbygging nefndarinnar skuli vera hverju sinni. Nefndirnar skulu skila tillögum sínum til stjórnar eigi síðar en fjórum vikum fyrir landsþing. Milliþinganefndir skulu taka til starfa að þingi loknu og starfa fram til loka þess næsta. Eftirfarandi skal vera hlutverk nefndanna:
112 | Árbók 2017
a) Fjárveitinganefnd skal sjá um endurskoðun á úthlutunarkerfi félagsins og leggja fram tillögu til fulltrúaráðsfundar til samþykktar haustið fyrir landsþing. Nefndin gerir tillögu um skiptingu fjármagns til félagseininga á landsþingi. b) Laganefnd skal annast endurskoðun á lögum félagsins, hafa eftirlit með því að þau standist rétt íslenskt málfar og brjóti ekki í bága við landslög. c) Uppstillingarnefnd skal tryggja að fram komi að minnsta kosti eitt framboð til hvers embættis innan stjórnar og þeirra nefnda sem getið er í 8. tl 2. mgr. 8. gr. Komi fram tvö eða fleiri framboð til embættis skal uppstillingarnefnd raða frambjóðendum eftir stafrófsröð. Uppstillingarnefnd skal leitast við að stjórn endurspegli breidd félagsins og skal jafnræðis gætt við kynningu á frambjóðendum. 13. gr.
Varasjóður Slysavarnafélagið Landsbjörg skal eiga varasjóð. Varasjóði félagsins er ætlað: a) að vera tryggingarsjóður vegna áfalla sem félagið kann að verða fyrir. b) að fjármagna önnur verkefni sem fulltrúaráðsfundir eða landsþing ákveða. Stjórn Slysavarnarfélagsins Landsbjargar skal árlega leggja fyrir fulltrúaráðsfund tillögu að upphæð varasjóðs. Ráðstöfun fjár úr varasjóði er aðeins heimil með samþykki fulltrúaráðsfunda eða landsþinga. Veðsetning varasjóðs, eða lántaka úr honum til skemmri eða lengri tíma, er óheimil nema með samþykki fulltrúaráðsfundar eða landsþings. Varasjóður skal varðveittur í banka eða hjá löggiltu verðbréfafyrirtæki. Meginstefna við vörslu hans skal vera öryggi frekar en há ávöxtun. Allt að 50% varasjóðs má að tryggja með veðböndum í fasteign en ekki minna en 50% skal varðveita í banka eða hjá löggiltu verðbréfafyrirtæki. Meginstefna við vörslu skal vera öryggi frekar en há ávöxtun. 14. gr.
Fulltrúaráð Fulltrúaráðsfundir fara með æðsta vald Slysavarnafélagsins Landsbjargar milli landsþinga og þá sitja einn fulltrúi hverrar félagseiningar, ásamt stjórn félagsins. Hver félagseining fer með eitt atkvæði á fulltrúaráðsfundi. Fulltrúaráð kemur saman til fundar í nóvember ár hvert, svo og þegar tíu félagseiningar æskja þess eða stjórn félagsins ákveður. Ef tíu félagseiningar hafa óskað eftir fulltrúaráðsfundi skal stjórn félagsins boða til fundarins eigi síðar en fjórum vikum frá því fundarbeiðnin kom fram. Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar boðar fundi og skal það gert með minnst tíu daga fyrirvara. Fundarboð skulu send félagseiningum ásamt dagskrárgögnum. Ársreikningur félagsins skal tekinn til afgreiðlsu á fundinum. Formaður félagsins setur fundi fulltrúaráðs og stýrir kjöri fundarstjóra. Meirihluti atkvæða ræður úrslitum mála, nema annars sé getið í lögum félagsins.
Lög SL | 113
15. gr.
Formannafundir Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar skal boða til fundar með formönnum félagseininga það ár sem landsþing er ekki haldið. Formannafundur er vettvangur umræðna um þau mál sem snerta starf félagseininga. Í stað eins sameiginlegs formannafundar allra félagseininga má boða til funda eftir starfsvettvangi þeirra. Formannafundir hafa ekki ákvörðunarvald í málefnum félagsins. 16. gr.
Endurskoðun Reikningar Slysavarnafélagsins Landsbjargar skulu skoðaðir ár hvert af löggiltum endurskoðanda. Félagsleg endurskoðun reikninga er í höndum tveggja manna sem landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar kýs til tveggja ára í senn. Skoðunarmenn reikninga mega ekki sinna öðrum störfum fyrir félagið sem snerta fjármál. Þeir bera ábyrgð fyrir Fulltrúaráðsfund, þeir skulu eiga greiðan aðgang að öllu bókhaldi félagsins og er stjórninni skylt að veita þeim allar nauðsynlegar upplýsingar um fjármál og reikningshald þess. Felli fulltrúaráðsfundir reikninga félagsins fer fram yfirskoðun eftir reglum sem þingið setur. Að þeirri yfirskoðun lokinni skal boðað til framhalds fulltrúaráðsfundar sem tekur nánari ákvörðun um reikninga. 17. gr.
Reglur – reglugerðir Stjórn setur reglur og reglugerðir er varða starfsemi félagsins og endurskoðar þær eftir því sem þurfa þykir. Hlutverk reglna og reglugerða er að kveða nánar á um skipulag einstakra þátta í starfsemi félagsins og þær verða ávallt að eiga sér stoð í lögum félagsins. 18. gr.
Lagabreytingar og framboðsfrestur Lögum þessum verður ekki breytt nema á landsþingi og þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða til að breyting nái fram að ganga. Tillögur til lagabreytinga og yfirlýsing um framboð til embættis innan stjórnar eða nefnda sem greinir í 8. tl. 2. mgr. 8. gr. skal beint til skrifstofu félagsins eigi síðar en sex vikum fyrir landsþing. 19. gr.
Gildistaka Lög þessi öðlast þegar gildi.
Lög þessi voru samþykkt á landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Akureyri þann 20. maí 2017.
114 | Árbók 2017
Slysavarnir | 115
Siรฐareglur
116 | ร rbรณk 2017
Siðareglur Slysavarnafélagsins Landsbjargar
Sérhverju starfi og hlutverki innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar fylgja tilteknar skyldur og þá um leið tilteknar siðareglur. Siðareglur félagsins eru í samræmi við þær siðareglur sem almennt gilda í samfélaginu. Siðareglur félagsins eru leiðbeiningar um það hvernig starfsfólk og félagar bregðist við þegar siðferðileg álitamál koma upp í störfum þess. Í siðareglunum birtast þau gildi sem eiga að einkenna samskipti innan félagsins. Reglurnar ná til allra félags- og starfsmanna. Siðareglunum er ætlað að auðvelda einstaklingum að rækja störf sín vel. Þær leysa félaga þó ekki undan þeirri ábyrgð að reiða sig á eigin samvisku í siðferðilegum efnum. Mikilvægasta hlutverk siðareglnanna er að veita almennari viðmiðanir um breytni og faglega ábyrgð en lagareglum er ætlað, enda gilda þær áfram þegar hinum lögfestu reglum sleppir. Þessum siðareglum er einnig ætlað að varðveita gott orðspor félagsins, ímynd og trúverðugleika. Siðareglurnar koma m.a. að gagni á eftirfarandi hátt: • Gefa skýrt til kynna hvaða gildi eru mikilvæg fyrir menningu félagsins. • Hvetja til faglegra vinnubragða. • Auka samkennd og samheldni. • Upplýsa um þau atriði sem félagið leggur áherslu á í samskiptum við almenning. • Minnka líkurnar á áföllum og hneykslismálum. • Við félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg byggjum starf okkar á megingildum félagsins; fórnfýsi, forystu og fagmennsku. • Við sýnum góða hegðun í störfum og vanvirðum á engan hátt félagið, markmið þess eða merki. • Við virðum mikilvægi Slysavarnafélagsins Landsbjargar í samfélaginu og leggjum okkur fram um að félagið verði virt og metið í þjóðfélaginu. • Við virðum lög og reglugerðir. • Við virðum öryggi samborgara okkar og högum starfi okkar þannig að ekki skapist hætta af. • Við gætum þagmælsku um atriði sem við fáum vitneskju um í starfi okkar og leynt skulu fara. Þetta á einnig við um birtingu mynda af slysavettvangi. • Við virðum þann trúnað sem okkur er sýndur þegar okkur eru falin mikilvæg verkefni.
Siðareglur | 117
• Við virðum tilfinningar, friðhelgi og einkalíf annarra þegar slík mál koma upp í störfum okkar. • Við beitum ekki aðra einelti eða áreitni af neinu tagi. • Við virðum félaga okkar, skjólstæðinga og samstarfsaðila og gerum ekkert það sem rýrir mannorð okkar og félagsins. • Við hlýðum stjórnendum aðgerða eða æfinga og fylgjum því skipulagi sem sett hefur verið upp af stjórnendum. • Við virðum þær vinnureglur sem settar eru svo samhæfing starfa verði góð. • Við virðum verkefni okkar og samstarfsmanna okkar og gerum það sem þarf til þess að verkefnin megi leysa á skilvirkan og fljótan hátt. • Við þekkjum skyldur okkar, viðhöldum þekkingu okkar og kynnum okkur nýjungar er varða starfið til að varðveita hæfni okkar. • Við virðum öryggi og heilsu okkar, samstarfsmanna okkar og skjólstæðinga með því að fara að reglum og þjálfa okkur til að geta aðstoðað aðra í neyð. • Við sýnum fyllstu aðgát og varkárni við stjórn farartækja og gætum þess að valda ekki slysahættu né skemmdum á verðmætum eða náttúru. • Við virðum eignir og verðmæti annarra, mannvirki og sögulegar minjar og forðumst að valda spjöllum á þeim. • Við munum í störfum okkar bera og virða skilgreindan einkennisfatnað Slysavarnafélagsins Landsbjargar. • Við virðum merki félagsins við notkun á tækjum okkar og búnaði. • Við neytum ekki áfengis og vímuefna í einkennisfatnaði félagsins. • Við leggjum okkur fram um að láta ekki félaga yngri en 18 ára lenda í aðstæðum sem þeir ráða ekki við. • Við virðum áhuga þeirra og atorku en gerum okkur grein fyrir minni reynslu þeirra. • Við gætum að því að félagar á útkallslista björgunarsveita skulu vera fullra 18 ára. • Við gerum okkur ljóst að ef félagar gerast brotlegir við reglur þessar má vísa þeim úr starfi á vegum félagsins, tímabundið eða að fullu.
Einstakar félagseiningar geta sett strangari reglur en verða að gæta þess að tryggt sé að framangreindar reglur séu hluti þeirra. Reglur þessar ná til félaga í björgunarsveitum, slysavarnadeildum og unglingadeildum og starfsmanna Slysavarnafélagsins Landsbjargar, þegar þeir starfa á vegum þess.
118 | Árbók 2017
ร rbรณk 2017 | 119