ร rbรณk 2019
ร rbรณk 2019 Fyrir starfsรกriรฐ 2018
Efnisyfirlit Skýrsla stjórnar
4
Ársreikningar - útdráttur
12
Slysavarna- og björgunarmál 1918-2018
14
Björgunarskólinn
30
Slysavarnaskóli sjómanna
36
Unglingastarfið
44
Nefndir og ráð
52
Slysavarnir ferðamanna
56
Málefni sjóbjörgunar
72
Skipsskaðar
74
Slysavarnir
80
Aðgerðamál
86
Einingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar
98
Útkallið sem hafði áhrif - Kverkfjöll 1985
108
Starfsfólk Slysavarnafélagsins Landsbjargar
112
Lög Slysavarnafélagsins Landsbjargar
116
Siðareglur Slysavarnafélagsins Landsbjargar
124
Útgefandi: Slysavarnafélagið Landsbjörg Umsjón: Gunnar Stefánsson Ábyrgðarmaður: Jón Svanberg Hjartarson Hönnun/umbrot: Birgir Ómarsson Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja
Skýrsla stjórnar 2018
Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar 2018 Eftirfarandi einstaklingar sátu í stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar árið 2018: Smári Sigurðsson - formaður Þór Þorsteinsson - varaformaður Guðjón Guðmundsson - gjaldkeri Svanfríður Anna Lárusdóttir - ritari Gísli Vigfús Sigurðsson Hallgrímur Óli Guðmundsson Valur S. Valgeirsson Auður Yngvadóttir Otti Rafn Sigmarsson Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar fundaði 21 sinni á árinu 2018.
6 | Árbók 2018
90 ára afmæli félagsins Mánudaginn 29. janúar fagnaði Slysavarnafélagið Landsbjörg 90 ára afmæli sínu en Slysavarnafélag Íslands var stofnað þann dag árið 1928. Afmælinu var fagnað um allt land en allar einingar innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru með afmælisveislur á sínum heimaslóðum. Veislurnar hófust allar klukkan 20. En kl. 20:30 var streymt frá hátíðarstjórnarfundi félagsins þar sem Smári Sigurðsson og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ávörpuðu félagsmenn um land allt. Á slaginu kl. 21 var svo hvítum sólum skotið á loft um allt land í framhaldi af því var komið að hápunkti kvöldsins þegar björgunarsveitir hófu að senda kveðjur hver af annarri með TETRA. Táknrænt kvöld og vel við hæfi. Afmælisins var svo minnst með reglulegu millibili á uppákomum félagsins, m.a. í blaðinu Björgun og síðast með hátíðarávarpi formannsins á ráðstefnunni Björgun. Formannafundur Haldinn á Selfossi í 14. apríl. Meðal umræðuefna á fundinum voru merki SL og notkun þess, verkefnið „Vertu snjall undir stýri“ og fleira. Mættir voru 93 fulltrúar frá einingum félagsins. Mættir voru fulltrúar frá 15 slysavarnadeildum og 80 björgunarsveitum. Söfnunarþáttur á Stöð 2 Í september var ráðist í kynningar- og fjáröflunarátak undir yfirskriftinni: „Þú getur alltaf treyst á okkur – nú treystum við á þig.“ Hápunktur átaksins var söfnunarþáttur í opinni dagskrá á Stöð 2 heilt kvöld. Markmiðið með þættinum var m.a. að varpa ljósi á fjölbreytt og krefjandi verkefni Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Í þættinum var sérstök áhersla lögð á að bjóða almenningi að gerast „Bakverðir“ Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Skýrsla stjórnar | 7
8 | ร rbรณk 2018
Ráðstefnan Björgun Haldin í Hörpu dagana 12.-14. október. Margir mjög áhugaverðir fyrirlestrar voru í boði og var 90 ára afmæli félagsins gert hátt undir höfði, t.d. var opnunarfyrirlesturinn tileinkaður sögu félagsins og einnig var sett upp sögusýning í myndum og máli á EXPO svæði ráðstefnunnar. Aldrei hafa fleiri erlendir gestir sótt ráðstefnuna og má segja að hún sé alltaf að markaðssetja sig betur á alþjóðavísu. Fulltrúaráðsfundur Fulltrúaráðsfundur SL var haldinn í Reykjavík 24. nóvember. Mættir voru um 120 fulltrúar frá einingum félagsins. Fjöldi fulltrúa slysavarnadeilda var 30 og frá björgunarsveitum 90. Björgun afmælisrit Tímaritið Björgun var tileinkað 90 ára afmæli félagsins og kom veglegt blað út í desembermánuði. Að þessu sinni var blaðið tileinkað fólkinu í félaginu. Félagið er fólkið og í blaðinu voru tekin viðtöl við fjölda félaga hringinn í kringum landið. Samningar Samningar við aðalstyrktaraðila félagsins eru áfram í gildi. Þetta eru Landsbankinn, Sjóvá, Vodafone, Olís og Icelandair. Samningur var undirritaður við svissneska úraframleiðandann LUMINOX og á ráðstefnunni Björgun voru kynnt til sögunnar fyrstu úrin sem hönnuð voru í ICE-SAR línunni, m.a. sérstakt afmælisúr sem var gefið út í takmörkuðu upplagi og öll úrin númeruð. Erlend samskipti og ráðstefnur Að venju voru félagar SL á ferð og flugi um heiminn að sækja námskeið og ráðstefnur um málefni sem snerta starfið. Félagar frá FORF í Noregi komu til að taka þátt í hálendisvakt og félagar SL fóru í staðinn og tóku vaktir í Noregi. Áhafnaskiptaverkefni IMFR fór fram að venju. Fjáröflunarverkefni Það fjölgaði vel í Bakvarðasveitinni eftir söfnunarþáttinn í september og var fjöldi bakvarða kominn yfir 18.000 í lok árs 2018. Skýrsla stjórnar | 9
Eins og áður eru Íslandsspil ein af grunnstoðum í rekstri félagsins þrátt fyrir einhvern samdrátt á hverju ári. Neyðarkallinn var að þessu sinni tileinkaður afmæli félagsins og útlit hans í anda þeirra sem ruddu brautina í björgunarstarfi félagsins. Enn og aftur sýndi almenningur stuðning sinn í verki og var salan mjög góð á lyklakippunni og sama má segja um fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir landsins sem keyptu stóra kallinn til að stilla upp hjá sér til að sýna stuðning í verki. Flugeldasala gekk vel þrátt fyrir háværa umræðu um umhverfismál í samfélaginu. Boðið var upp á nýja leið eða viðbót við flugeldasöluna til stuðnings björgunarstarfinu með sölu á trjáplöntu græðlingi. Verkefnið Skjótum rótum er græðlingur sem hægt var að kaupa á öllum flugeldasölustöðum björgunarsveitanna. Kaupandi fær þó græðlinginn ekki í hendur, heldur mun Skógræktarfélag Íslands sjá um að gróðursetja hann. Kaupandi fær umslag með minjagrip, skrauttré, til að sýna að hann hafi styrkt verkefnið. Alls seldust nálægt 13.000 rótarskot og allur ágóði rennur til björgunarsveitanna. Wow Cyclothon hjólreiðakeppnin veitti öllum áheitum til SL og að þessu sinni hljóðaði upphæðin upp á 15.444.401 krónu.
Svanfríður A. Lárusdóttir Ritari stjórnar 2018
10 | Árbók 2018
Skýrsla stjórnar | 11
Ársreikningur 2018 - úrdráttur
Rekstrarreikningur Tekjur Sala á vörum og þjónustu ............................................................................................... Íslandsspil ...................................................................................................................... Samningsbundnar tekjur, ráðuneyti ................................................................................ Ýmsar fjáraflanir ............................................................................................................. Aðrar tekjur ....................................................................................................................
510.094.193 210.940.000 256.900.000 513.131.034 164.888.777 1.655.954.004
Gjöld Vörunotkun ..................................................................................................................... Veittir styrkir ................................................................................................................... Aðkeypt þjónusta til endursölu ....................................................................................... Laun og launatengd gjöld ............................................................................................... Kostnaður vegna starfsmanna, stjórnar og nefnda ....................................................... Kostnaður vegna upplýsingatækni og fjarskipta ............................................................. Húsnæðiskostnaður ....................................................................................................... Annar rekstrarkostnaður ................................................................................................. Afskriftir .........................................................................................................................
415.282.724 358.990.345 42.254.532 335.941.112 94.388.548 58.076.531 35.292.857 250.668.018 26.781.578 1.617.676.245
Rekstrarniðurstaða fyrir fjármunatekjur og fjármagnsgjöld ...........................................
Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld Fjármunatekjur ............................................................................................................... Fjármagnsgjöld ...............................................................................................................
38.277.759
(
Tekjur umfram gjöld .....................................................................................................................
23.034.162 16.031.352 ) 7.002.810 45.280.569
Efnahagsreikningur Eignir Fasteignir ....................................................................................................................... Björgunarskip ................................................................................................................. Bifreiðar .......................................................................................................................... Innréttingar, áhöld og tæki ............................................................................................. Vörubirgðir ...................................................................................................................... Kröfur á félagseiningar ................................................................................................... Aðrar viðskiptakröfur ...................................................................................................... Aðrar skammtímakröfur ................................................................................................. Verðbréf ......................................................................................................................... Handbært fé ................................................................................................................... Eignir samtals
78.764.491 55.567.666 11.186.619 46.586.660 88.990.595 191.602.472 74.805.843 3.090.683 219.516.491 369.023.458 1.139.134.978
Eigið fé og skuldir Varasjóður ...................................................................................................................... Fjárfestingasjóður björgunarskipa .................................................................................. Sérsjóður ........................................................................................................................ Óráðstafað eigið fé ......................................................................................................... Skuldir við félagseiningar .............................................................................................. Viðskiptaskuldir .............................................................................................................. Aðrar skammtímaskuldir ................................................................................................ Eigið fé og skuldir samtals
219.500.000 46.069.267 13.395.558 371.550.168 244.243.880 88.140.898 156.235.207 1.139.134.978
Ársreikningur | 13
Slysavarna- og bjรถrgunarmรกl 1918-2018
14 | ร rbรณk 2018
Greinahöfundur: Þorsteinn Þorkelsson Í frásögn þessari byggi ég á handriti sem samið var við gerð opnunarerindis Smára Sigurðssonar, formanns félagsins, á ráðstefnunni Björgun 2018. Verður farið hratt yfir þessi síðustu 100 ár í björgunarsögu okkar Íslendinga. Þessi 100 ár urðu björgunarsveitir og slysavarnadeildir sem í dag mynda uppistöðu í okkar samtökum að því afli sem félagið stendur fyrir í dag. Endalaust er hægt að ræða um þessi samtök út frá ýmsum sjónarhornum en hér verður sagan sögð frá því sjónarhorni, hvers vegna við erum til og hvað hefur mótað okkur í 90-100 ár. Fyrir 100 árum var stofnað í Vestmannaeyjum björgunarfélag. Það var stofnað til að aðstoðarskip væri til taks til að aðstoða sjómenn í neyð. Skipið fékk nafnið Þór, sem í dag er bæði nafn á öflugasta varðskipi Íslendinga, auk þess að vera nafnið á björgunarbátnum í Vestmannaeyjum. En hvað kallaði á samtök og björgunarsveitir á þessum tíma? Jú, auðvitað sú staðreynd að í byrjun aldarinnar urðu vélbátar undirstaða í fiskveiðum Íslendinga. Við það fóru menn lengra frá landi til veiða og til urðu öflug fyrirtæki sem áttu þessa báta. En þessu fylgdu hræðileg sjóslys og skipskaðar. Þar sem lítið var um bjargir, var mönnum ljóst að grípa þurfti til aðgerða og upp úr því varð til Slysavarnafélag Íslands árið 1928. Ekki verður rakinn sá undanfari sem leiddi til stofnunar félagsins, heldur ætla ég að ræða frekar um það sem gerðist næstu 90 ár og hvernig þetta hefur allt þróast. Félagið var stofnað þann 29. janúar 1928 og var fyrsti forseti þess Guðmundur Björnsson landlæknir en hann hafði verið formaður undirbúningsnefndar um stofnun þess. Í upphafi var lögð áhersla á að fá til landsins fluglínutæki til björgunar manna úr strönduðum skipum og björgunarbáta. Björgunarbáturinn Þorsteinn kom svo til landsins árið 1929 og var staðsettur í Sandgerði. Sögubrot 1918-2018 | 15
Ekki leið á löngu þar til björgunartækin komu í góðar þarfir. Árið 1931 var 38 manns bjargað af franska togaranum Cap Fagnet af félögum í Björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík með fluglínutækjum. Tveimur árum fyrr var einnig ákveðið að Jón E. Bergsveinsson, fyrsti erindreki félagsins, tæki að sér að vera tengiliður við Landsímann bærust neyðarboð vegna sjóbjörgunar. Aðkoma Jóns að björgunarmálum kom þó til nokkru fyrr því árið 1926 var hann ráðinn erindreki Fiskifélags Íslands í björgunarmálum. En um þetta leyti varð líka til fyrsta landbjörgunarsveit landsins. Þegar halda átti hátíð í tilefni þess að 1.000 ár voru liðin frá stofnun Alþingis árið 930. Var ákveðið að fá hóp skáta til að vera til aðstoðar vegna óhappa. Góð reynsla frá Alþingishátiðinni árið 1930, leiddi til þess að stofnuð var Hjálparsveit skáta í Reykjavík árið 1932. Sú sveit starfar enn í dag og er ein af öflugustu björgunarsveitum landsins. Umræða varð mjög mikil um að koma upp björgunarskútum við strendur landsins. Þessar skútur urðu svo flestar hluti af varðskipaflota landsins. Safnað var fé í hverjum landshluta til að kaupa skútu. Sæbjörg, María Júlía og Albert eru nöfn sem tengjast landshlutum og sögu Landhelgisgæslunnar. Einnig má nefna að söfnunarfé Austurlands var notað að hluta til að kaupa fyrstu stóru björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ árið 1973. 16 | Árbók 2018
Eins og búið var að nefna kom fyrsti björgunarbáturinn árið 1929 til Sandgerðis. Sá bátur var fluttur til Reykjavíkur árið 1944, en var dæmdur ónýtur árið 1953. En þremur árum seinna kom nýr björgunarbátur frá Svíþjóð sem gefinn var af Gísla J. Johnsen stórkaupmanni og bar báturinn nafn hans. Sá bátur var staðsettur í Reykjavík til ársins 1989. Nýr bátur kom til Reykavíkur árið 1989 og í kjölfarið komu þeir bátar sem tryggja okkur að hringinn í kring um landið eru í dag 13 björgunarskip til taks til leitar og björgunar. En í slysavörnum var unnið af miklum krafti á fjölda sviða. Félagið og deildir þess unnu að slysavörnum á mörgum sviðum og má þar nefna nokkur: • Umferð • Notkun björgunarvesta við ár og vötn • Gúmmíbjörgunarbáta fyrir skip • Landbúnaður • Hafnir • Ár og vötn • Eldri borgarar Og listinn heldur áfram til vélsleða, hafna, ferðamanna og hvers sem samtíminn kallaði eftir á hverjum tíma. Þess vegna er hið merka verkefni SAFETRAVEL hluti af sögu og gildum félagsins öll þessi 90-100 ár! Sögubrot 1918-2018 | 17
Árin 1947 og 1950 voru unnin tvö björgunarafrek sem teljast merk hryggjarstykki í þróun og sögu félagsins. Árið 1947 var 12 manns af togaranum Dhoon bjargað við erfiðar aðstæður við Látrabjarg. Gerð var kvikmynd um björgunina árið 1949 sem vakti mikla athygli. Árið 1950 fórst flugvél Flugfélags Íslands, Geysir, á Bárðarbungu á Vatnajökli. Allir um borð lifðu slysið af og í kjölfar umfangsmikillar leitar og útsjónarsemi áhafnar vélarinnar fundust allir á lífi. Í kjölfarið hófst björgunarstarf sem sýndi nauðsyn þess að menn með kunnáttu í fjallaferðum væru til taks við slíkar aðstæður. Sama ár var stofnuð Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík. Næstu árin þar á eftir má segja að landbjörgunarsveitir hafi orðið til. Fjölgun varð á Hjálparsveitum skáta og einnig hófst landbjörgunarvæðing innan Slysavarnafélags Íslands. En þarna komu líka upp fyrstu merki um samkeppni og samstarfserfiðleika. Mikil togstreita myndaðist vegna leita að flugvélum og lagði Slysavarnafélagið til að Flugbjörgunarsveitin yrði hluti af félaginu. En þar skiptu persónur og leikendur máli og á endanum dúkkuðu upp gömul mál sem komu í veg fyrir slíkt í kjölfar Flugbjörgunarsveitrinnar í Reykjavík. En á þessum árum komu menn til starfa bæði innan Hjálparsveita skáta og Slysavarnafélagsins sem áttu eftir að vinna ötullega að stofnun nýrra sveita. Þar má nefna menn eins og Hannes Hafstein, Ólaf Proppe og Tryggva Pál Friðriksson. 18 | Árbók 2018
Árið 1965 var umfangsmikil leit við Skjaldbreið sem vakti mikla athygli. Rjúpnaskytta týndist og leituðu sveitir Slysavarnafélagsins, Hjálparsveitir skáta og Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík að honum í þrjá daga uns hann fannst á lífi. Einnig voru notaðar þyrlur bæði frá Landhelgisgæslunni og Varnarliðinu og má segja að þetta hafi verið fyrsta stórleitin til fjalla þar sem fjöldi manna vann baki brotnu við leit og nýtti alla mögulega kosti sem þá voru tiltækir til leitar. Lög um almannavarnir voru sett árið 1962 og um 1965 var fyrst farið að tala við björgunarsveitir um samstarf. Þó var ekki gert heildarsamkomulag við björgunarsveitir fyrr en 1978. Einnig kom upp umræða um að útbúa allsherjarstjórnstöð fyrir leit og björgun árið 1971 undir forræði almannavarna. En á þeim tíma voru menn ekki tilbúnir í slíkt og töldu menn innan Slysavarnafélagsins ekki ástæðu til þess. Sögubrot 1918-2018 | 19
En áratugurinn 1960-1970 er mikilvægur í sögu björgunar- og slysavarnamála. Má þar nefna eftirfarandi: • Innleiðing hægri umferðar árið 1968 þar sem Slysavarnafélagið var lykilsamtök í vinnu við þá innleiðingu • Tilkynningskylda íslenskra skipa hóf starfsemi undir hatti Slysavarnafélagsins árið 1968 • Mikil fjölgun björgunarsveita, sérstaklega í landbjörgun • Fyrstu snjóbílar og vélsleðar í eigu sveita litu dagsins ljós • Slöngubátar með utanborðsmótora komu til björgunarsveita og stöðug þekkingarleit jókst sem má rekja til samkeppni, hún er ekki alltaf til ills! Þróunin hélt áfram næsta áratuginn. Hjálparsveitir skáta stofnuðu landssamband árið 1971 og voru stofnaðilar níu sveitir. Flugbjörgunarsveitir fylgdu í kjölfarið og stofnuðu sitt landssamband árið 1974. Þar voru 5 sveitir og kvennadeildin í Reykjavík stofnaðilar.
20 | Árbók 2018
En stórar aðgerðir á sjó og landi eru einnig áberandi þennan áratug. Þar má nefna atburði eins og: • Eldgosið í Vestmannaeyjum árið 1973 en þar unnu björgunarsveitir ekki aðeins við brottflutning heldur unnu við ýmis störf við verðmætabjörgun svo mánuðum skipti. • Í desember 1974 féll snjóflóð á Neskaupsstað þar sem 12 manns fórust rétt fyrir jól. • Sama ár og eldgosið var í Vestmannaeyjum fór fram umfangsmesta leit á sjó við Ísland frá upphafi. Það var þegar Sjöstjarnan fórst við suðurströnd landsins. Tíu manns fórust og stjórnaði Slysavarnafélagið leitinni með þátttöku varðskipa, herskipa, fiskiskipa og flugvéla frá Íslandi, Bandaríkjunum og Bretlandi. En fleira þurftu björgunarsveitarmenn að gera. Forsetar Frakklands og Bandaríkjanna, þeir George Pompidou og Richard Nixon, ákváðu að hittast í Reykjavík árið 1973 og voru félagar í björgunarsveitum klæddir í samfestinga til að aðstoða lögreglu við gæslustörf. Þrettán árum seinna endurtók það sig þegar leiðtogar stórveldanna, þeir Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, og Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, hittust í Reykjavík árið 1986. En í það skiptið klæddust menn ekki samfestingum heldur einkennisfatnaði viðkomandi björgunarsveitar. Sögubrot 1918-2018 | 21
En áratugurinn 1970-1980 sýndi að með fleiri björgunarsveitum þarf betra skipulag. Þann 18. desember 1979 fórst flugvél á Mosfellsheiði þar sem í kjölfarið að þyrla varnaliðsins sem komin var til aðstoðar hrapaði líka. Engin samræmd stjórn var á vettvangi og það opnaði umræðu um nauðsyn á betra skipulagi á vettvangi. En í þessu tilfelli lifðu allir af en samtals slösuðust 12 mann í þessum tveimur flugslysum. Upp úr 1980 varð svo bylting í fjarskiptum björgunarsveita þegar VHF fjarskiptakerfið var tekið í notkun. Fjarskiptaráð björgunarsveita myndað af aðilum frá öllum þremur landssamtökum hélt utan um kerfið. Þetta kerfi var og er ennþá mikilvægt í samskiptum björgunarsveita en Tetra hefur á síðusta áratug tekið við sem mikilvægasta fjarskiptakerfi björgunarsveita. En þarna sýndu menn að hægt var að vinna saman þvert á samtök og ná miklum árangri! Að kvöldi 27. maí 1981 hófst ein umfangsmesta leit sem framkvæmd hefur verið hér á landi. Flugvélin TF ROM hvarf á leiðinni frá Akureyri til Reykjavíkur. Það var svo 13 dögum síðar að hún fannst við Þverárvötn austur af Fornahvammi í Borgarfirði. Í sögulegu samhengi er athyglisvert að sjá að helstu stjórnendur hinna þriggja landssamtaka sem seinna voru hluti af fyrstu Landsstjórn björgunarsveita þegar hún var stofnuð árið 1986, voru helstu stjórnendur í þessari aðgerð, þ.e. Jóhannes Briem fyrir SVFÍ, Tryggvi Páll Friðriksson fyrir LHS og Einar Gunnarsson fyrir LFBS. Á þessum áratug gerðist líka atburður sem varpaði skugga á okkar störf. Þann 21. janúar 1982 létust tveir björgunarmenn við störf á strandstað við Vestmannaeyjar þegar belgíski togarinn Pelagus strandaði. Félagar í björgunarsveitum hafa á þessum 90 árum látist við æfingar en þarna létust menn við björgunarstörf. 22 | Árbók 2018
L.H.S
En ef nefna á eina aðgerð á áratug breytinga sem skipti hvað mestu máli við að færa björgunarsveitir nær því skipulagi sem er í dag er það aðgerð sem fór í gang á Vatnajökli í mars árið 1985. Þá féll félagi í Flugbjörgunarsveitinni á Akureyri í sprungu í skíðaferð. Gífurlega umfangsmiklar björgunaraðgerðir hófust með aðkomu björgunarsveita frá öllu landinu. En það var engin samræmd stjórnun. Á endanum björguðu félagar úr Björgunarsveitinni Gró á Egilsstöðum manninum, en þeir voru ekki kallaðir út fyrr en töluvert var liðið á aðgerðina. Frá þessari aðgerð er sagt í sérstökum kafla hér á eftir. Skömmu áður höfðu forsvarsmenn frá þessu þremur samtökum hafið samtal um nauðsyn á betra skipulagi og var gert samkomulag um skiptingu landsins í 18 svæði með svæðisstjórnum björgunarsveita sem þar störfuðu og Landsstjórn björgunarsveita til að samræma þeirra störf. Síðan hefur þetta verið og er enn ein mikilvægasta skipulagsheildin innan björgunarsveita. En ljóst er að þessi aðgerð skipti sköpum að sú vinna fékk farsælan endi. Eins og áður hefur komið fram var árið 1929 ákveðið að erindreki SVFÍ skyldi vera tengiliður vegna leitar og björgunar á sjó við Ísland. Hélst það skipulag í góðri samvinnu við Landssímann um áratuga skeið. Skipulag félagsins náði meiri festu þegar það hóf rekstur Tilkynningarskyldu íslenskra skipa árið 1968 og var félagið eitt með þessi mál á sinni könnu til ársins 1987. Það ár hóf Landhelgisgæslan rekstur stjórnstöðvar með 24ra tíma varðstöðu og taldi að best væri að þessi mál væru á þeirra ábyrgð. Var meðal annars notað sem ástæða þess gagnrýni LHG á viðbrögð vegna alvarlegra sjóslysa sem urðu á íslenska björgunarsvæðinu um jólin 1986. Næstu ár á eftir voru árekstrar og óvissa um ábyrgð og forræði þar til dómsmálaráðherra setti reglur um yfirstjórn leitar og björgunar á hafinu árið 1990. Í þeim reglum var forræði skipt milli stjórnstöðva beggja aðila en þrátt fyrir það var alltaf til staðar óvissa um hlutverk og verkaskiptingu. Sögubrot 1918-2018 | 23
Að lokum var Tilkynningarskyldan sameinuð stjórnstöð LHG í Vaktstöð siglinga árið 2003 og eftir það hafa þessi mál þróast í rétta átt. Þarna var það einu sinni sem oftar frumkvöðlastarf Slysavarnafélagsins sem færði hlutina á endanum í rétta átt. En síðari hluti 20. aldar varð tímabilið þar sem samstarfið milli hinna þriggja samtaka náði nýjum hæðum. Meira samstarf og fræðsla keyrði það áfram. Björgunarskólinn, samæfingar LHS og síðar Landsbjargar og ráðstefnan Björgun eru dæmi um hluti sem leiddu til meira samráðs og samvinnu. Í slysvarnamálum voru tekin risaskref. Slysavarnaskóli sjómanna var stofnaður árið 1985. Ennþá í okkar umsjá og hvað hefur hann skilið eftir? Jú, það eru varla lengur alvarleg slys úti á sjó. Allir íslenskir sjómenn fá þar fræðslu og þar erum við að koma aftur að uppruna þess að Slysavarnafélag Íslands var stofnað fyrir 90 árum. Á síðasta áratug 20. aldar voru björgunarskip staðsett um land allt. Góð tengsl við systursamtök okkar í Bretlandi, Þýskalandi, Hollandi og víðar gerði þetta mögulegt ásamt stuðningi stjórnvalda, en við þurftum líka eins og alltaf óþrjótandi elju og áhuga okkar félagsmanna til að bátarnir væru klárir um allt land. Næsta skref sem var með sanni upphafið að 10 ára þróun sem að síðustu endaði með sameiningu allra björgunarsamtaka hófst 1989. Þá hófust þreifingar um sameiningu þessara þriggja samtaka. LFBS dró sig út úr viðræðum og þær héldu áfram milli SVFÍ og LHS, en lítið gerðist. En félagar í Flugbjörgunarsveitum drógu sína menn aftur að borðinu með forsvarsmönnum LHS og þann 28. september 1991 var Landsbjörg, Landssamband björgunarsveita, stofnað. 24 | Árbók 2018
En á þessum síðasta áratug 20. aldar var nóg að gera fyrir landssamtök sjálfboðaliða í björgunarmálum. Margar stórar, flóknar og fjölmennar aðgerðir en segja má að árið 1995 hafi verið stóra árið í verkefnum við leit og björgun. Þar má nefna mannskæð snjóflóð á Súðavík og Flateyri auk tveggja annarra flóða þar sem fólk lést. Tvær umfangsmiklar leitaraðgerðir vegna flugvéla sem saknað var yfir landi og umfangsmiklar aðgerðir við Kverkfjöll þar sem stór hópur ferðamanna var í hættu svo helstu verkefni séu nefnd. En þarna var stjórnkerfi björgunarsveita búið að ná þeim þroska að það stóðst allar þessar áskoranir með miklum sóma. Eftir sameiningu LHS og LFBS í Landsbjörg jókst samstarf milli forsvarsmanna félaganna til muna og samstarf innan Lands- og svæðisstjórna varð mjög gott. Einnig kom nýtt fólk í stjórn og forsvar fyrir félögin sem hafði nýja sýn. Það leiddi til þess að í lok áratugarins, þann 2. október 1999, var Slysavarnafélagið Landsbjörg stofnað.
Sögubrot 1918-2018 | 25
En þróun þessara mála hélt áfram. Sett voru lög um björgunarsveitir, samdar reglugerðir um leit og björgun á landi og sjó. Réttindi björgunarmanna skýrð og samhliða því hlutverk þeirra og skyldur. Slysavarnafélagið Landsbjörg tók upp kyndil þess að samhæfa björgunaraðgerðir betur og flutti starfsemi sína í Skógahlíð 14 til að vera í nálægð við samstarfsaðila og vinna að stofnun Samhæfingarstöðvarinnar. Félagið vann að þróun og innleiðingu SÁBF stjórnskipulags í neyðaraðgerðum. Í Slysavarnamálum má ekki gleyma Hálendisvaktinni, Safe Travel, grósku í stofnun nýrra slysavarnadeilda og nýjum verkefnum fyrir slysavarnadeildir. Unglingastarfið blómstrar og verkefni á sviði leitar og björgunar halda okkur stöðugt við efnið. Má einnig nefna nokkrar leitar- og björgunaraðgerðir sem eru samt aðeins lítill hluti þeirra verkefna sem hafa komið upp á 21. öldinni. Þar má nefna leitaraðgerð við Látraströnd við Eyjafjörð árið 2002, leit að ungum manni sem gekk áleiðis frá Grímsstöðum á Fjöllum til Egilsstaða árið 2006, leit að sænskum ferðamanni á Fimmvörðuhálsi og Sólheimajökli árið 2011, leit að ungri konu við Bleiksárgljúfur í Fljótshlíð árið 2014 og umfangsmikla leit að Birnu Brjánsdóttur, sem hvarf í Reykjavik í janúar 2017. Einnig má nefna útköll vegna eldgosa á Fimmvörðuhálsi og Eyjafjallajökli, jarðskjálfta á Suðurlandi og fjölda aðgerða á hálendinu á öllum árstímum. 26 | Árbók 2018
Björgunarsveitir eru einnig alltaf í stöðugri þekkingaleit til að bæta getu sína. Drónar, nýr aðgerðargrunnur, bætt fjarskipti, ferilvöktun og nýir bátar í samvinnu við innlenda hönnuði eru bara dæmi um þau svið sem félagar hafa verið að þróa og prófa á síðustu árum. Á sama tíma hafa slysavarnadeildir fjölgað þeim verkefnum sem þær vilja og geta sinnt í þágu samborgara sinna. Næstu 90-100 ár munu kalla á nýjar áskoranir og ef sams konar hugsun og dirfska mun fylgja félagsmönnum okkar hef ég litlar áhyggjur af þróun þessara mála. Sögubrot 1918-2018 | 27
Stiklað á stóru í 90 ára sögu. Hér er upptalning nokkurra merkra viðburða, aðgerða og áfanga í sögu Slysavarnafélagsins Landsbjargar.
Björgunarfélag Vestmannaeyja stofnað. Fyrstu skipulögðu félagssamtökin á sviði björgunar og slysavarna á Íslandi. Málaflokkurinn þokast enn áfram, einkum með komu björgunar- og varðskipsins Þórs til Vestmannaeyja 1920.
Félagið fékk þyrlu „helikofter flugvél“ tímabundið til landsins í því skyni að reyna notagildi hennar.
„Margur drukknar nærri landi af því að hvergi eru til björgunarbátar eða önnur björgunartæki. Við verðum að leita skynsamlegra úrræða“. Guðmundur Björnsson landlæknir í fyrirlestri sem olli straumhvörfum.
1906
1912
Togarinn Jón forseti ferst við Stafnes í febrúarlok og með honum 15 manns. 10 komast lífs af. Þetta slys varð hvati þess að félagið eignaðist sinn fyrsta sérhæfða björgunarbát.
1918
1928
1928
1929
Fluglínutæki notuð til björgunar í fyrsta skipti hér á landi þann 24. mars þegar franski togarinn Cap Fagnet strandaði við bæinn Hraun austan Grindavíkur.
1930
1931
Björgunarskútan Sæbjörg kemur til landsins 20. febrúar. Sæbjörg var fyrsta sérsmíðaða björgunarskip félagsins.
1932
1938
1947
Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík stofnuð í kjölfar Geysisslyssins.
1949
1950
1950
Fyrsta kvennadeildin stofnuð í Reykjavík.
Slysavarnafélag Íslands stofnað 29. janúar.
Hörmulegt sjóslys við Viðey er kútterinn Ingvar ferst 7. apríl með 20 manna áhöfn fyrir augum Reykvíkinga. Umræðan um aðgerðir í björgunarmálum fer á flug.
Fimm manns bjargað af Vatnajökli eftir 6 daga dvöl á jöklinum í kjölfar brotlendingar flugvélarinnar Geysis á Bárðarbungu 14. september.
Hjálparsveit skáta í Reykjavík stofnuð í kjölfar verkefna skáta á Alþingishátíðinni 1930. Tólf skipbrotsmönnum bjargað þegar togarinn Dhoon strandar 12. desember undir Látrabjargi. Þetta er talin ein fræknasta björgun hér á landi. Félagið fékk Óskar Gíslason kvikmyndagerðarmann til að gera heimildarmynd um björgunina. Sú mynd var byggð m.a. á raunverulegum, kvikmyndatökum frá björgun togarans Sargon, 1948.
Björgunarbáturinn Þorsteinn keyptur frá The Royal Navy Life-boat Institution og er staðsettur í Sandgerði.
Landssamband hjálparsveita skáta og Landssamband flugbjörgunarsveita sameinast í Landsbjörg - landssamband björgunarsveita.
Snjóflóð fellur á Flateyri við Önundarfjörð 26. október. Víðtækar björgunaraðgerðir en erfiðleikar vegna veðurs og sjólags valda vanda í samgöngum og hamla björgunarstarfi í upphafi. 20 manns farast.
Tveir stórir jarðskjálftar ríða yfir Suðurland, 17. og 21. júní. Mælast þeir 6,5 og 6,6 á Richterskala.
Umfangsmiklar björgunaraðgerðir úr lofti og landi þegar flutningaskipið Víkartindur strandar 5. mars skammt austan Þjórsárósa.
Slysavarnafélag Íslands og Landsbjörg sameinast í ein heildarsamtök þann 2. október.
Mannskætt sjóslys er Eldhamar GK strandar í brotsjó við Grindavík. Fimm skipverjar farast en einn kemst lífs af.
1991
1991
1995
1995
1995
1996
1997
1998
1999
2000
2000
2004
Þýsk einkaflugvél með tveimur mönnum ferst við Hornafjörð. Mikil leit gerð að vélinni. Neyðarlínan. Samræmd neyðarsímsvörun hefst 1. janúar.
Flugvélin TF-ELS ferst á Tröllahálsi í Eyjarfirði. Þrír látast. Mannskætt snjóflóð fellur 16. janúar við Súðavík við Álftafjörð. Á fjórða hundrað björgunarsveitarmanna auk annarra viðbragðsaðila tekur þátt í björgunaraðgerðum við afar erfið veðurskilyrði og aðstæður.
Togarinn Baldvin Þorsteinsson EA 10 strandar í Skarðsfjöru. Mannbjörg. Hekla gýs 26. febrúar og fór fjöldi fólks að skoða gosið. Eftir að færð spilltist seinnipart dags hófust umfangsmiklar björgunaraðgerðir í ófærð þegar bílar festust bæði á Hellisheiði og í Þrengslum.
Umfangsmikil þriggja daga leit við Skjaldbreið að rjúpnaskyttu. Ein fyrsta stórleit til fjalla þar sem allir aðilar komu að.
Slysavarnaskóli sjómanna stofnaður. Björgunarsveitir hefja flugeldasölu í fjáröflunarskyni.
Botnvörpungurinn Elliði sekkur út af Jökuldjúpi. Mannbjörg.
Landsamband hjálparsveita skáta og Landsamband flugbjörgunarsveita stofnuð.
Breska risaolíuskipið Clam strandar 26. febrúar. 27 farast en 23 er bjargað með fluglínutækjum.
1950
1955
1962
1965
1968
Í mars fóru fram umfangsmikilar björgunaraðgerðir vegna skíðamanns sem féll í sprungu á Vatnajökli. Þessi aðgerð er talin mikilvægt skref í stofnun Landsstjórnar björgunarsveita.
Mannskæð snjóflóð falla á Neskaupsstað þann 20. desember.
L.H.S
1968
1971
Belgíski togarinn Pelagus strandar við Vestmannaeyjar. Sex skipverjar bjargast en fjórir láta lífið, þarf af tveir björgunarmenn.
1973
1974
1981
1982
1983
1985
1985
1986
Tilkynningaskylda íslenskra skipa stofnuð.
Snjó- og aurflóð falla á Patreksfirði þann 22. janúar.
Umfangsmikil og víðtæk leit er flugvélin TF-ROM brotlendir 27. maí við Holtavörðuheiði. Fjórir farast.
Þann 31. mars strandar togarinn Jón Baldvinsson á Reykjanesi og allri áhöfn hans bjargað eða 42 mönnum. Stærsta björgun hér á landi sem framkvæmd hefur verið með fluglínutækjum.
Umfangsmiklar og erfiðar leitar- og björgunaraðgerðir í apríl þegar flugvélin TF-ORM ferst í Ljósufjöllum á leið sinni frá Ísafirði til Reykjavíkur.
23. janúar hefst eldgos í Eyjum og þar með mesta björgunaraðgerð Íslendinga, fyrr og síðar.
Afar flókin og erfið leit í júníbyrjun að tveimur konum við Bleiksárgljúfur á Suðurlandi. Meðal annars voru notaðir drónar við leitina.
Ný og glæsileg björgunarmiðstöð vígð í Skógarhlíð í Reykjavík 26. mars.
Tveir falla 24 metra niður í sprungu á Langjökli. Tæknilega erfið aðgerð. Einn ferst en öðrum bjargað. Mikill mannskapur tók þátt í umfangsmikilli leit í janúar á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi.
Rússneska flutningaskipið Wilson Muuga strandar við Hvalsnes á Reykjanesi. Skipverjar bjargast, en danskur björgunarmaður ferst.
2004
2006
2006
2008
Mörg og fjölbreytt verkefni vegna ófærðar um allt land í janúar.
Gos hefst á Fimmvörðuhálsi 21. mars og í Eyjafjallajökli að morgni 14. apríl. Mjög fjölbreytt og umfangsmikið verkefni.
2010
2010
2010
2011
2014
2016
2017
2017
2018
Jeppi fellur í sprungu á Hofsjökli. Gífurlega erfið og flókin björgun á 30 metra dýpi. Einum bjargað og einn lést.
Flókið og erfitt björgunarstarf er maður lést eftir fall undir íshellu í Landmannalaugum. Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin fer 14. janúar til Haítí til þátttöku í alþjóðlegum björgunaraðgerðum vegna jarðskjálftanna sem þar urðu. Sveitin var fyrst björgunarsveita á vettvang. Stór jarðskjálfti ríður yfir Suðurland þann 29. maí.
Eldgos hefst í ágúst í Holuhrauni, 10 km. norðan Vatnajökuls.
Rúta með 46 manns valt á þjóðvegi 1 og lenti utan vegar í Eldhrauni vestan Kirkjubæjarklausturs 27. desember. 300 manns komu að umfangsmiklum björgunaraðgerðum. 2 létust og allmargir slösuðust.
Sögubrot 1918-2018 | 29
Bjรถrgunar skรณlinn 2018
30 | ร rbรณk 2018
465 námskeið 2018
143 manns sóttu fagnámskeið 2018
4.415 nemendur sóttu námskeið árið 2018
Landssamband Hjálparsveita skáta stofnaði Björgunarskólann árið 1977 og hefur skólinn starfað óslitið síðan. Með hverju árinu heldur skólinn áfram að vaxa og dafna og umfang hans eykst stöðugt ár frá ári. Kjarnastarfsemi skólans er að bjóða upp á námskeið fyrir allar einingar félagsins og leggur skólinn metnað sinn í að bjóða upp á vel menntaða og hæfa leiðbeinendur á hverju sviði fyrir sig. Með þeim hætti heldur skólinn áfram að vera í fremstu röð þeirra sem þjálfa viðbragðsaðila og aðra. Þetta er gert með því að leita stanslaust að bestu leiðunum í námsefnisvali og uppfæra námsefni reglulega. Með því nær skólinn að viðhalda frumkvæði og forystu á faglegum grunni.
Námskeiðssókn Starfsemi skólans gekk vel árið 2018 og áfram var áherslan á námskeið í Björgunarmanni 1 og 2. Eins og undanfarin ár er námskeiðssókn að stærstum hluta á námskeið innan B1 og B2. Skráð námskeið hjá skólanum á árinu 2018 voru 465 námskeið, 80% eru námskeið sem skólinn heldur og 20% námskeið sem einingarnar sjálfar halda. Heildarfjöldi þátttakenda árið 2018 hjá skólanum var 4.415 manns. Nokkuð var um að starfsfólk í ferðaþjónustu, annarra viðbragðsaðila og fyrirtækja sæktu námskeið á vegum Björgunarskólans eins og tvö síðustu ár. Námskeiðsgjöld hækkuðu um 7% í takt við þær hækkanir sem eiga sér stað í þjóðfélaginu. Námskeið innan kjarnastarfsemi hafa ekki hækkað í þrjú ár, á sama tíma hefur kostnaður vegna flugferða, bílaleigubíla og hótela hækkað. Björgunarskólinn | 31
Þátttaka nemenda í Björgunarmanni 1 var aðeins minni árið 2018 miðað við árið á undan en mest sótta námskeiðið í B1 er fyrsta hjálp 1. Það námskeið hefur verið mest sótta námskeiðið í B1 síðustu ár. Eftir málþing skólans 2017 kom skýrt fram að mikilvægasta þekkingin sem einstaklingar ættu að búa yfir innan eininga væri fyrsta hjálp ásamt ferðamennsku og rötun og öryggisvitund. Í kjölfar málþinga 2017 var viðmið um lágmarksfjölda nemenda á þessi tvö námskeið, fyrsta hjálp 1 og ferðamennsku og rötun árið 2018 lækkað úr átta einstaklingum í fjóra. Reynt var að koma til móts við þessi námskeið en fjöldi einstaklinga á þessi tvö námskeið var svipaður í ferðamennsku og rötun en færri í fyrstu hjálp 1 en árið áður. Það dró aðeins úr þátttöku í björgunarmanni í aðgerðum en það námskeið er nánast í dag eingöngu tekið í fjarnámskerfi skólans. Í snjóflóðum, leitartækni og fjarskiptum 1 fjölgaði nemendum milli ára. Önnur námskeið voru svipuð og árið á undan.
32 | Árbók 2018
Þátttakendur á námskeiðum til Björgunarmanns 2 voru 1.491. Þar voru fimm algengustu námskeiðin sem þátttakendur sóttu, tetrafjarskipti, óveður og björgun verðmæta, hópslys, fyrsta hjálp 2 og GPS.
Mæting á fagnámskeið og önnur framhaldsnámskeið var góð en 143 þátttakendur mættu og tóku þátt í sex fagnámskeiðum sem haldin voru 2018. Þátttakendur á námskeiðinu Vettvangshjálp í óbyggðum voru yfir 50% af þeim sem tóku fagnámskeið eins og á síðasta ár.
Á árinu 2018 voru haldin sex fagnámskeið: Fagnámskeið í fjarskiptum Fagnámskeið í leitartækni Fagnámskeið í snjóflóðum Fagnámskeið í fjallamennsku Fagnámskeið í straumvatnsbjörgun Vettvangshjálp í óbyggðum - WFR
Björgunarskólinn | 33
34 | ร rbรณk 2018
Yfirleiðbeinendur Aðgerðarmál Ferðamennska og rötun Fjallabjörgun
Dagbjartur Kr. Brynjarsson Sara Ómarsdóttir Gunnar Agnar Vilhjálmsson
Fjallamennska
Freyr Ingi Björnsson
Ágúst Þór Gunnlaugsson
Fjarskipti
Daníel Eyþór Gunnlaugsson
Fyrsta hjálp
Ármann Höskuldsson
Köfun
Guðjón S. Guðjónsson
Leitartækni
Einar Eysteinsson
Edda Björk Gunnarsdóttir
Rústabjörgun
Magnús Örn Hákonarson
Sjóbjörgun
Ólafur Geir Sigurjónsson
Snjóflóð
Anton Berg Carrasco
Straumvatnsbjörgun
Halldór Vagn Hreinsson
Vélsleðar
Gísli Páll Hannesson
Slysavarnir Bílamál
Skólaráð Hallgrímur Óli Guðmundsson - formaður Auður Yngvadóttir Einar Ólason Guðrún Þórey Sigurbjörnsdóttir Heiða Jónsdóttir Inga Birna Pálsdóttir Margrét L. Laxdal Arna Björg Arnarsdóttir - starfsmaður Fyrir hönd Björgunarskólans, Arna Björg Arnarsdóttir, skólastjóri
Björgunarskólinn | 35
Slysavarnaskรณli sjรณmanna
36 | ร rbรณk 2018
Slysavarnir sjรณmanna Slysavarnaskรณli sjรณmanna | 37
Þau ánægjulegu tímamót urðu í árslok 2018 að annað árið í röð urðu engin banaslys á sjómönnum við störf. Er þessi árangur sjómanna alveg einstakur á heimsvísu og mikið horft til þessa gríðarlega góða árangurs íslenskra sjómanna. Nemendum við Slysavarnaskóla sjómanna fækkaði milli áranna 2017 og 2018 en árið var engu að síður annasamt. Fækkunina má meðal annars rekja til færri nemenda á sérhæfðum námskeiðum skólans en fjölgun varð hins vegar á bæði grunn- og endurmenntunarnámskeiðum.
Námskeið
2017
2018
Nemendur Námskeið Dagar
Nemendur Námskeið Dagar
Grunnnámskeið STCW10 A-VI/1
276
19
95
356
22
110
Endurmenntun STCW10 A-VI/1
776
53
106
872
53
106
Framhaldseldvarnir STCW10 A-VI/3
72
7
28
37
4
16
Líf- og léttbátar STCW10 A-VI/2-1
71
7
14
29
3
6
Hraðskreiðir léttbátar STCW10 A-VI/2-2
2
1
2
110
10
30
100
8
Framhaldsskyndihjálp STCW10 A-VI/4-1
Endurmenntun STCW10 A-VI/2-1 og 3
9
2
8
8
2
24 8
Sjúkrahjálp í skipum STCW10 A-VI/4-2
72
7
28
77
7
28 22
Hóp- og neyðarstjórnun STCW10 A-V/2
209
10
20
179
11
Hóp- og neyðarst. STCW10 A-V/2 e.m.
59
4
4
19
1
1
Mannauðsstjórnun STCW10
84
11
33
40
5
15
Verndarskylda STCW10 A-VI/6
76
6
6
28
2
2
Öryggisfræðsla smábáta
57
5
5
59
5
5
Endurmenntun öryggisfræðslu smábáta
140
8
4
118
6
3
6
2
2
17
4
4
2.019
152
385
1.9397
133
350
Slöngufarþegabátar undir 6m. Samtal skyldunámskeið
Sérnámskeið
Öryggisfræðsla flugliða - Grunnnám
0
0
0
8
3
3
Öryggisfræðsla flugliða - Triennial
20
3
3
17
3
3 15
Öryggisfræðsla flugliða - Wet drill
630
35
18
601
30
Sérnámskeið fyrirtækja
93
11
11
49
5
5
Samtals sérnámskeið
743
49
32
678
41
26
2.762
201
417
2.617
174
376
Samtals
Frá stofnun Slysavarnaskóla sjómanna til ársloka 2018 hafa verið haldin 3.315 námskeið sem 53.189 manns hafa sótt.
38 | Árbók 2018
Ánægjulegt var að sjá fjölgun í þátttöku í grunnnámskeiðum skólans sem bendir til að aukin nýliðun sé í sjómannastéttinni. Verulega hefur dregið úr aðsókn í framhaldsnámskeið eldvarna og líf- og léttbátanámskeið en mikil aðsókn hafði verið í þau námskeið allt frá árinu 2015 þegar yfirmenn fóru í vaxandi mæli að endurnýja atvinnuréttindi sín í samræmi við breytingar á alþjóðasamþykktinni um menntun og þjálfun, skírteini og varðstöðu. Meðalfjöldi nemenda á skyldunámskeiðum jókst á milli ára úr 13 í 14. Á árinu voru haldin þrjú námskeið fyrir erlenda nemendur, hóp- og neyðarstjórnun fyrir enskumælandi, grunnnámskeið fyrir Pólverja og endurmenntunarnámskeið fyrir félaga úr áhöfn færeyska björgunarskipsins Lív í Þórshöfn. Starfsmenn skólans héldu námskeið utan Reykjavíkur þrátt fyrir að skólaskipið Sæbjörg sigldi ekkert en námskeið voru haldin á Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri og Fáskrúðsfirði fyrir áhafnir. Þá voru haldin námskeið í hóp- og neyðarstjórnun. Þau námskeið sem haldin voru um borð í skipum úti á landi fólu einnig í sér að æfa áhafnirnar í að halda æfingar um borð í eigin skipi. Í tengslum við Hátíð hafsins og Sjómannadaginn í Reykjavík var skólaskipið Sæbjörg nýtt af Slysavarnadeildinni í Reykjavík til sölu á vöfflum og kaffi til hátíðargesta. Þá var á Sjómannadaginn áhöfninni á Bjarna Ólafssyni AK-70 frá Akranesi veittur Sjómannbikar Slysavarnaskóli sjómanna | 39
Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Yfirstýrimaður skipsins, Þorkell Pétursson, veitti bikarnum viðtöku af hendi Þórs Þorsteinssonar, varaformanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Bikarinn, sem er farandbikar, var veittur að þessu sinni í 14. sinn. Skipstjórar á Bjarna Ólafssyni eru bræðurnir Runólfur og Gísli Runólfssynir. Slysavarnaskóli sjómanna hlaut styrk á árinu 2017 úr Erasmus+ starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins í tengslum við verkefnið Umhverfisáhrif eldæfinga í öryggisfræðslu sjómanna. Þrír starfsmenn heimsóttu skólann Meriturva í Finnlandi og aðrir þrír fóru til Ålands Sjösäkerhetscentrum á Álandseyjum þar sem þeir kynntu sér notkun á gasi til slökkviæfinga. Verkefninu lýkur á vordögum 2019 en síðasta heimsóknin verður fyrri part vetrar í Novikontas skólann í Riga. Styrkur sem þessi hefur verið skólanum gífurlega mikilvægur til að geta leitað þekkingar hjá skólum víða um Evrópu en það eflir bæði þekkingu starfsmanna sem og tengsl milli systraskóla í Evrópu. Megintilgangur Evrópuverkefnisins sem áður var nefnt er að undirbúa starfsmenn skólans til að starfa á slökkviæfingasvæði þar sem notað er gas við æfingar. Skrifað var undir samkomulag í febrúar milli Slysavarnaskóla sjómanna og fyrirtækisins EMZEI í Finnlandi um kaup á fullkomnum gasbúnaði til nota við slökkviæfingar skólans. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Slysavarnaskóli sjómanna vinna í sameiningu að því að koma upp æfingasvæði við slökkvistöðina í Skútahrauni í Hafnarfirði þar sem framtíðar slökkviæfingasvæði okkar verður. Verður svæðið tekið í notkun á árinu 2019. Haldin var samráðsfundur starfsmanna Slysavarnaskólans og Samgöngustofu sem annast skráningar og umsjón með réttindafærslum sjómanna til að samræma verkferla milli aðila. Fundur sem þessi er afar mikilvægur til að geta komið skírteinum sjómanna hratt og vel í virkni í lögskráningarkerfi sjómanna. 40 | Árbók 2018
3.315 námskeið frá stofnun skólans
53.189 nemendur frá upphafi
2.617 nemendur árið 2017
Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur verið aðili að alþjóðasamtökum sjóbjörgunarskóla IASST frá árinu 1987 og var skólastjóri Slysavarnaskólans meðal annars formaður samtakanna um 11 ára skeið. Vorfundur samtakanna var að þessu sinni haldinn í boði félagsins dagana 20. til 23. apríl. Í tengslum við fundinn undirbjuggu starfsmenn skólans og félagsins alþjóðaráðstefnu um öryggismál sjómanna sem haldin var á Grand hóteli 20. apríl. Ráðstefnan var vel sótt en hún var haldin í samstarfi Slysavarnaskólans, IASST, Samgöngustofu og Siglingaráðs fyrir hönd Samgöngu- og sveitastjórnaráðuneytis. Mjög góð þátttaka var einnig á 72. aðalfundi IASST sem haldinn var í skólaskipinu Sæbjörgu þann 21. apríl en á þann fund komu 35 manns frá 17 löndum. Fundargestum var boðið til hádegisverðar um borð í varðskipinu Þór, í boði Landhelgisgæslunnar, og jafnframt var haldin sýning á björgun með þyrlu sem er liður í öllum grunnnámskeiðum Slysavarnaskólans. Eru Landhelgisgæslunni færðar góðar þakkir fyrir höfðinglegar móttökur. Fundinum lauk með skoðunarferð um Reykjanesskagann. Á hverju ári kemur fjöldi aðila í heimsókn til að kynna sér starfsemi Slysavarnaskóla sjómanna. Eru þar einingar Slysavarnafélagsins, leik- og grunnskólar, Sjávarútvegsskóli Sameinuðu þjóðanna og ýmis félög auk þess sem skólinn er kynntur innan félagsins og hjá félagasamtökum eins og Oddfellow, Rótarý og Lions. Starfsemi skólans og árangur í öryggismálum sjómanna var kynnt á ráðstefnu evrópskra sjóslysarannsakenda sem haldin var í Reykjavík í maí. Starfsmenn skólans fóru í heimsókn um borð í rannsóknarskipið Neil Armstrong sem hafði viðkomu í Reykjavíkurhöfn í byrjun júní og endurgalt sú áhöfn heimsóknina með því að skoða skólaskipið Sæbjörgu í lok ágúst þegar þeirra skip kom aftur til hafnar í Reykjavík að afloknum rannsóknarleiðangri. Samstarfi Slysavarnaskólans við tryggingafélagið VÍS í eflingu öryggismála um borð í skipum var framhaldið á árinu og var þetta níunda samstarfsár skólans og félagsins. Felst verkefnið í því að heimsækja skip og áhafnir og aðstoða við að koma á áhættumati og atvikaskráningum um borð í skipunum. Slysavarnaskóli sjómanna | 41
Í tengslum við þjónustusamning Slysavarnafélagsins Landsbjargar við Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneyti um rekstur Slysavarnaskóla sjómanna framkvæmdi Samgöngustofa úttekt á rekstri og starfsemi skólans á haustmánuðum. Í október fór síðan fram mjög ítarleg úttekt á mennta- og skírteinismálum sjómanna hérlendis af hálfu Evrópsku siglingamálastofnunarinnar, EMSA. Slysavarnaskóli sjómanna var hluti af þeirri úttekt og kom skólinn vel út úr þeirri skoðun. Tvisvar á ári fara einnig fram úttektir á gæðakerfi skólans af hálfu úttektaraðilans Vottunar. Árlega berast skólanum góðar gjafir og var árið 2018 engin undantekning þar. Áhafnir bæði íslenskra og erlendra skipa og báta færðu skólanum ýmsan búnað sem verið er að endurnýja. Sem liður í samstarfi skólans og VÍS færði tryggingafélagið skólanum 10 björgunarbúninga að gjöf á árinu og hefur þá fært skólanum samtals 90 björgunarbúninga á síðustu níu árum. Víking björgunarbúnaður í Hafnarfirði færði skólanum björgunarbúninga sem hafa verið teknir úr skipum í kjölfar endurnýjunar búnaðar. Faxaflóahafnir hafa stutt starfsemi skólans dyggilega með niðurfellingu hafnargjalda fyrir skólaskipið og hefur sá styrkur verið veittur allt frá því að skólinn eignaðist skólaskip árið 1986. Þá gaf Hafnarsamlag Eyjafjarðar skólanum 100.000 kr. sem notaðar voru til kaupa á búnaði til kennslu. Hafliðafélagið, félagsskapur fyrrum skipsfélaga af siglfirska togaranum Hafliða, færði skólanum tæpar 600.000 kr. að gjöf. Félag þeirra hafði verið leyst upp þar sem verkefni þess, smíði líkana af togurunum Hafliða og Elliða, var lokið en vel hafði safnast til félagsins. Var peningurinn notaður til kaupa á sjö hjálmum ásamt fjarskiptabúnaði í 10 hjálma sem notaðir eru á æfingum skólans. Er öllum þessum aðilum færðar miklar þakkir fyrir að styrkja starfsemi skólans með einum eða öðrum hætti og þann hlýhug sem þeir hafa sýnt skólanum. 42 | Árbók 2018
0
34
banaslys sjómanna
2017
banaslys sjómanna
1973
0
banaslys sjómanna
2018
Skólanefnd Slysavarnaskóla sjómanna hélt einn fund á árinu en nefndina skipa Gunnar Tómasson formaður, Lilja Magnúsdóttir, Jón Svanberg Hjartarson, Valmundur Valmundsson og Árni Bjarnason. Í árslok voru átta starfsmenn í fullu starfi við skólann en þeir eru: Hilmar Snorrason skólastjóri, Þráinn Skúlason aðstoðarskólastjóri, Bogi Þorsteinsson kennari, Bjarni Þorbergsson kennari, Steinunn Einarsdóttir kennari, Jón Snæbjörnsson leiðbeinandi, Ingimundur Valgeirsson, gæða- og verkefnastjóri, og Vidas Kenzgaila við ræstingu. Í hálfu starfi voru Sigrún Anna Stefánsdóttir, skrifstofumaður/leiðbeinandi, og Sigríður Tómasdóttir sem og Pétur Ingjaldsson yfirvélstjóri en á móti honum er Ingjaldur S. Hafsteinsson. Þá störfuðu nokkrir stundakennarar við skólann en þeir eru Guðjón Sig. Guðjónsson, Stefán Smári Skúlason og Magnús Guðjónsson. Gunnar Páll Bjarnason var ráðinn tímabundið til að sinna málningar- og viðhaldsstörfum. Læknar og hjúkrunarfólk frá LHS önnuðust kennslu á námskeiðum í Sjúkrahjálp um borð í skipum og starfsmenn LHG fluggæslu sáu um kennslu í þyrlubjörgun við skólann. Hilmar Snorrason, skólastjóri. Slysavarnaskóli sjómanna | 43
Unglingastarfiรฐ 2018
744 unglingar í starfi
48 185
unglingadeildir
umsjónarmenn
Unglingastarfið Í unglingastarfi félagsins starfar mikill fjöldi unglinga og umsjónarmanna sem hafa fundið athafnaþrá sinni farveg til heilbrigðra, spennandi og uppbyggilegra starfa. Unglingastarfið er mjög öflugt og skráðar eru 48 unglingadeildir á landinu en eru nú 40 virkar unglingadeildir með 744 unglinga á aldrinum 13-18 ára og 185 umsjónarmenn. Fjöldi funda hjá unglingadeildum er misjafn, þó eru flestir sem funda einu sinni í viku og byggist dagskráin á því að vekja áhuga unglinganna á starfi björgunarsveita og slysavarnadeilda. Landshlutamót unglingadeilda Um sumarið var eitt landshlutamót og var það haldið í Skaftafelli. Það var unglingadeildin Brandur og Björgunarfélag Hornafjarðar sem sáu um skipulag mótsins. Slysavarnadeildin Framtíðin og Slysavarnadeildin í Reykjavík sáu til þess að unglingarnir fengju að snæða og styrktu mótið með pylsupartíi og skúffuköku. Þátttaka í mótinu var mjög góð en samtals voru 180 unglingar og umsjónarmenn úr unglingadeildum frá suður og suðvesturhluta landsins.
Unglingastarfið | 45
Miðnæturíþróttamót Aðra helgina í nóvember var haldið Miðnæturíþróttamót unglingadeilda í Vatnaskógi og var það í áttunda sinn sem mótið var haldið. Skipulagning mótsins var eins og áður í höndum félaga úr Björgunarfélagi Akraness. Metaðsókn var á mótið í ár og eins og hin árin var dagskráin þétt og keppnisgreinarnar fjölbreyttar, margar hverjar óvenjulegar og æðislega skemmtilegar. Unglingadeildin Hafbjörg frá Grindavík kom, sá og sigraði með snilldarlegum hætti. Mótið hefur nú fest sig í sessi sem árlegur viðburður fyrir unglingadeildirnar og ávallt haldið helgina eftir að söluhelgi Neyðarkallsins fer fram. Samstarf við erlend björgunarsamtök Árið 2018, líkt og árin á undan, var mikið um að vera í erlendu samstarfi. Unglingadeildin Árný hefur verið í samstarfi við unglingadeild THW í Bocholt undanfarin ár eða síðan 2016. Í ár hittust umsjónarmenn beggja félaganna. Fyrst komu umsjónarmenn THW til Íslands í mars og síðan fóru umsjónarmenn unglingadeildarinnar Árnýjar út til þeirra í ágúst. Tilgangur ferðanna var að undirbúa heimsóknirnar með unglingana sem verður næsta sumar. 46 | Árbók 2018
Unglingadeildin Bruni hefur líka verið í samstarfi við unglingadeild THW en sú deild er staðsett í Bad Kreuznach. Hópur frá THW kom til Íslands í fyrrasumar og í sumar fór hópur frá Hveragerði út til Þýskalands, var þar í 10 daga og kynntist starfinu þeirra. Verkefnið gekk mjög vel og er planið að vera með frekara samstarf í framtíðinni. Undanfarin ár hefur verið samstarf við björgunarsamtökin Norsk folkehjelp. Samstarfið er víðtækt, t.d. í hálendisvakt, Björgunarskólanum og unglingastarfinu svo fátt sé nefnt. Fulltrúar úr unglingastarfi Norsk folkehjelp hafa komið hingað til lands og heimsótt þónokkuð margar björgunarsveitir sem og unglingadeildir. Unglingadeildin Vindur frá Flúðum hefur líka farið út til Noregs í heimsókn til þeirra. Félaginu bauðst að senda fimm unglinga og tvo umsjónarmenn til Noregs og taka þátt í Sommercamp dagana 30. júní - 8. júlí 2018. Félagið þáði það, auglýsti til unglingadeilda og valdi sjö þátttakendur úr hópi umsækjenda, tvo umsjónarmenn og fimm unglinga hvaðanæva af landinu. Hópurinn dvaldi í Lysebotn í eina viku ásamt hópi af norksum unglingum. Þar fengu þau tækifæri til að kynnast norsku unglingastarfi. Farið var í gönguferðir víðsvegar um fjörðinn, sig, siglingar og margt fleira. Einnig bauðst félaginu að senda fulltrúa til þess að koma og kynnast því starfi sem færi fram á þessum viðburði og sendi félagið fjóra fulltrúa úr nefnd um unglingamál í stutta heimsókn. Heimsóknin gekk mjög vel og fékk hópurinn smá sýnishorn af sumarstarfi Norsk folkehjelp. Samstarf félagsins við erlend björgunarsamtök getur skipt miklu máli fyrir félaga okkar og ekki síður unglinganna eins og björgunarsveitarfólks. Það eykur þekkingu unglinganna sem og veitir þeim meiri víðsýni og reynslu í reynslubankann sinn. Unglingastarfið | 47
Landsfundur umsjónarmanna Hinn árlegi landsfundur umsjónarmanna unglingadeilda fór fram um helgina 28.-30. september á Akureyri. Það var metþátttaka og komu 80 umsjónarmenn víðsvegar að af landinu frá 26 unglingadeildum. Fundurinn var með breyttu sniði þetta árið þar sem fundurinn hófst á Siglufirði. Þar var farið yfir komandi landsmót með umsjónarmönnum, staðsetningar og fleira. Laugardagurinn hófst svo með góðu hópefli um miðbæ Akureyrar og eftir hádegið var haldið áfram með dagskrána í Háskólanum á Akureyri. Pálmar Ragnarsson kom og hélt fyrirlestur um jákvæð samskipti í starfi með börnum og unglingum. Það má af þessu sjá að dagskrá fundarins var fjölbreytt, skemmtileg og á sama tíma fræðandi. Fundurinn var góður og ljóst er að fundarmenn fóru heim eftir helgina með þekkingu í farteskinu ásamt tengslaneti við aðra umsjónarmenn. 48 | Árbók 2018
Nefnd um unglingamál Nefnd um unglingamál er faghópur sem fer með unglingamál félagsins fyrir hönd SL, án ákvörðunarréttar. Stjórn felur nefndinni þau verkefni sem hún telur þarfnast umsagnar, framkvæmda eða lokameðferðar. Nefnd um unglingamál (NUU) er valin/kosin til tveggja ára í senn. NUU gefur út skýrslu til landsfundar umsjónarmanna og stjórnar félagsins eftir tímabilið. Nefndina skipa Arnór Arnórsson frá Unglingadeildinni Eyjum, Vestmannaeyjum, Bragi Jónsson frá Unglingadeildinni Bruna, Hveragerði, Halldóra Hjörleifsdóttir frá Unglingadeildinni Vindi, Flúðum, Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir frá Unglingadeildinni Árnýju, Reykjavík, Ingibjörg Elín Magnúsdóttir frá Unglingadeildinni Hafstjörnunni, Ísafirði, og Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir frá Unglingadeildinni Kletti, Reykjanesbæ. Frá stjórn kemur Otti Rafn Sigmarsson og starfsmaður nefndarinnar er Helena Dögg Magnúsdóttir. Ungmennaráð Á árinu var farið í undirbúningsvinnu við stofnun ungmennaráðs. Með stofnun ungmennaráðs er verið að skapa vettvang og leiðir til að gera unglingunum kleift að koma skoðunum sínum og tillögum á framfæri við viðeigandi aðila. Einnig að veita þátttakendum fræðslu og þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum og vettvang til að þjálfa sig í þeim. Auglýst var eftir þátttakendum og voru 15 unglingar sem sóttust eftir því að fá að sitja í ráðinu. Sex unglingar voru valdir og verður fyrsti fundur ráðsins í byrjun árs 2019. Unglingastarfið | 49
Umsjónarmannanámskeið Námskeið umsjónarmanna hefur loksins litið dagsins ljós eftir ansi langa undirbúningsvinnu. Námskeiðið er 16 klst helgarnámskeið byggt upp frá föstudegi til sunnudags. Markmið námskeiðsins er fyrst og fremst að efla samstarf umsjónarmanna og í leiðinni fræðast um unglingastarfið. Þá er námskeiðið sett upp fyrir alla umsjónarmenn, nýja og gamla, unga sem og hundgamla. Eitt námskeið var haldið á árinu og var það haldið á Flúðum í september. Æskulýðsvettvangurinn Slysavarnafélagið Landsbjörg gerðist aðili að Æskulýðsvettvangnum sem er samstarfsvettvangur Skátanna, KFUM og K og UMFÍ, í lok ársins 2011 og hafði það í för með sér miklar framfarir í unglingastarfi Slysavarnafélagsins. Markmið Æskulýðsvettvangsins er að stuðla að samræðu og samstarfi aðildarfélaganna á sviði leiðtogaþjálfunar, fræðslumála, útbreiðslu og kynninga og á öðrum sviðum eftir því sem þurfa þykir. Til eru sameiginlegar áætlanir og verkferlar um hvernig bregðast eigi við ef grunur er um kynferðislega misnotkun eða einelti. Unglingastarfið | 51
Nefndir og rรกรฐ
Kveðið er á um hlutverk milliþinganefnda í 12 grein laganna: 12. gr. Milliþinganefndir Í laganefnd skal kjósa formann, auk tveggja fulltrúa; í nefnd um skiptingu fjármagns skal kjósa formann, auk þriggja fulltrúa; í uppstillingarnefnd skal kjósa formann, auk tveggja fulltrúa. Ef landsþing skipar aðrar milliþinganefndir en að framan greinir skal það vera ákvörðun landsþings hver fjöldi og hvernig uppbygging nefndarinnar skuli vera hverju sinni. Nefndirnar skulu skila tillögum sínum til stjórnar eigi síðar en 1. apríl það ár sem landsþing er haldið. Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar skipar í aðrar nefndir og ráð.
Félagslegir skoðunarmenn reikninga
Uppstillingarnefnd
Garðar Eiríksson
uppstillingarnefnd@landsbjorg.is
Margét Þóra Baldursdóttir
Adolf Þórsson - formaður
Bryndís Fanney Harðardóttir - til vara
Borgþór Hjörvarsson Lilja Magnúsdóttir
Fjárveitinganefnd
Davíð Már Bjarnason - starfsmaður
fjarveitinganefnd@landsbjorg.is
Ingimar Eydal - formaður
Aðrar nefndir og ráð
Gunnar Örn Jakobsson Kjartan Kjartansson Kristbjörg Gunnbjörnsdóttir
Almannavarna- og öryggisráð Smári Sigurðsson
Sigurlaug Erla Pétursdóttir Örn Smárason - starfsmaður
Þjóðaröryggisráð Smári Sigurðsson
Laganefnd laganefnd@landsbjorg.is
Fjarskiptaráð björgunarsveita
Björn Guðmundsson - formaður
Valur S. Valgeirsson - formaður
Eiður Ragnarsson
Bragi Reynisson
Margrét Rán Kjærnested
Gunnar Örn Jakobsson
Helga Björk Pálsdóttir - starfsmaður
Helgi Reynisson Jón Hermannsson Ragnar Högni Guðmundsson Guðbrandur Örn Arnarson - starfsmaður Nefndir og ráð | 53
Flugeldanefnd
Fulltrúar SL í SST
Leonard Birgisson - formaður
Gunnar Stefánsson
Guðjón Guðmundsson
Guðbrandur Örn Arnarson - varamaður
Gunnar Stefánsson Jón Ingi Sigvaldason - starfsmaður
Landsstjórn björgunarsveita Friðfinnur Freyr Guðmundsson - formaður
Framkvæmdastjórn
Anna Filbert
björgunarbátasjóðs SL
Ásgeir Kristinsson
Guðjón Guðmundsson - formaður
Bjarni Kristófer Kristjánsson
Heiðar Hrafn Eiríksson
Björk Guðnadóttir
Oddur A. Halldórsson
Einar Strand
Otti Rafn Sigmarsson
Elva Tryggvadóttir
Sigurður R. Viðarsson
Friðrik Jónas Friðriksson
Gunnar Stefánsson - skrifstofustjóri SL
Hjálmar Örn Guðmarsson
Örn Smárason - starfsmaður
Jón Hermannsson Jón Sigurðarson
Faghópur um sjóbjörgun
Steingrímur Jónsson
Valur Sæþór Valgeirsson - formaður
Pálmi Árnason
Guðni Grímsson
Þór Þorsteinsson
Hafþór B. Helgason
Guðbrandur Örn Arnarson - starfsmaður
Helgi Haraldsson Kristinn Guðbrandsson
Nefnd um almennar slysavarnir
Ómar Örn Sigmundsson
Anna Ólafsdóttir
Páll Stefánsson
Auður Yngvadóttir
Örn Smárason - starfsmaður
Gísli Vigfús Sigurðsson Halldóra B. Skúladóttir
Framkvæmdastjórn Íslensku
Hildur Sigfúsdóttir
alþjóðabjörgunarsveitarinnar
Svanfríður Anna Lárusdóttir
Otti Rafn Sigmarsson - formaður
Jónína Kristín Snorradóttir - starfsmaður
Bragi Reynisson Friðfinnur F. Guðmundsson
Nefnd um slysavarnir ferðamanna
Hjálmar Örn Guðmarsson
Auður Yngvadóttir
Sólveig Þorvaldsdóttir
Eiríkur Vilhelm Sigurðsson
Gunnar Stefánsson - starfsmaður
Gísli Vigfús Sigurðsson Ólafur Atli Sigurðsson
54 | Árbók 2018
Svanfríður Anna Lárusdóttir
Guðrún Þórey Sigurbjörnsdóttir
Vilborg Lilja Stefánsdóttir
Heiða Jónsdóttir
Jónas Guðmundsson - starfsmaður
Inga Birna Pálsdóttir Margrét L. Laxdal
Nefnd um fjáröflun SL
Dagbjartur Kr. Brynjarsson - starfsmaður
Andri Guðmundsson
fram til maí 2018
Magnús Viðar Sigurðsson
Andri Már Númason - starfsmaður frá maí
Svanfríður Anna Lárusdóttir Þór Þorsteinsson
Skólanefnd Slysvarnaskóla sjómanna
Jón Ingi Sigvaldason - starfsmaður
Gunnar Tómasson
Hildur Bjarnadóttir - starfsmaður
Jón Svanberg Hjartarson Lilja Magnúsdóttir
Nefnd um unglingamál Otti Rafn Sigmarsson - formaður
Stjórn Íslandsspila
Arnór Arnórsson
Guðjón Guðmundsson
Bragi Jónsson
Jón Svanberg Hjartarson
Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir
Auður Yngvadóttir - varamaður
Halldóra Hjörleifsdóttir
Svanfríður Anna Lárusdóttir - varamaður
Ingibjörg Elín Magnúsdóttir Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir
Stjórn Æskulýðsvettvangsins
Helena Dögg Magnúsdóttir - starfsmaður
Gunnar Stefánsson
Slysarannsóknarnefnd SL
Stjórnendur Íslensku
Adolf Þórsson
alþjóðabjörgunarsveitarinnar
Hörður Már Harðarson
Bragi Reynisson
Íris Marelsdóttir
Friðfinnur Freyr Guðmundsson
Magnús Viðar Arnarsson
Hjálmar Örn Guðmarsson
Skúli Berg
Sólveig Þorvaldsóttir
Vigdís Agnarsdóttir Helena Dögg Magnúsdóttir - starfsmaður Skólaráð
Viðurkenninganefnd Hörður Már Harðarson Petrea Jónsdóttir
Hallgrímur Óli Guðmundsson - formaður
Sigurgeir Guðmundsson
Auður Yngvadóttir
Gunnar Stefánsson - starfsmaður
Einar Ólason
Nefndir og ráð | 55
Slysavarnir ferรฐamanna 2018
Chatbot fyrirspurnir eru fleiri en allir aðrir miðlar samanlagðir
29
ÞÚSUND GESTIR Á EINUM DEGI Á SAFETRAVEL.IS
Árið 2018 er áttunda árið, sjöunda heila árið sem Slysavarnafélagið Landsbjörg leiðir verkefnið Safetravel. Það er þó langt í frá að fleiri komi ekki að því verkefnið er fjármagnað að mestu leyti af ferðaþjónustu, opinberum stofnunum og ýmsum samstarfsaðilum. Þar hafa Atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti og Samtök ferðaþjónustunnar verið fremst meðal jafningja. En fjármögnun er bara hluti af því að geta gert góða hluti. Samstarf hefur verið rauði þráðurinn frá því að verkefnið var sett á laggirnar í Krýsuvík á vordögum 2010 með undirskrift helstu samstarfsaðila. Enn er það þannig um hvert verkefni sem unnið er að undir hatti verkefnisins að margir koma að og þau eru mörg samtölin sem hafa átt sér stað til að gera gott enn betra. Gott dæmi um slíkt er öryggisveggur í Breiðabliki á Snæfellsnesi sem sagt er frá hér síðar. Vefsíðan Safetravel.is Sem fyrr er vefsíðan safetravel.is eitt stærsta líffærið og fjölgar heimsóknum á hana með hverju árinu. Stærsti dagurinn í heimsóknum var þegar um 29.000 einstakir notendur nýttu sér síðuna. Síðan er í boði á fimm tungumálum; íslensku, ensku, þýsku, frönsku og svo aksturshlutinn á kínversku (mandarín). Athyglisvert er að sjá að enski og kínverski hluti síðunnar eru mest notaðir og fer stærsti hluti notenda frá Þýskalandi og Frakklandi á enska hlutann. Sem fyrr voru settar inn viðvaranir um færð, veður, aðstæður á ferðamannastöðum og önnur atvik sem geta truflað örugg ferðalög. Þetta árið voru þetta 269 viðvaranir á hverju tungumáli, aðeins færri þó á íslensku. Eru það nokkuð fleiri en árið 2017 þegar viðvaranirnar voru 232. Þessum viðvörunum er streymt yfir upplýsingaskjái Safetravel sem finna má víða um land. Slysavarnarnir ferðamanna | 57
Sú nýjung var tekin upp á árinu að við hverja viðvörun er nú sett landfræðileg girðing (e. Geofence). Hafa nokkrir aðilar streymt viðvörunum inn í sín kerfi og m.a. aðilar sem eru með kerfi fyrir bílaleigubíla. Virknin er þá þannig að þegar bíllinn ekur inn fyrir girðingu poppar upp viðvörun á skjá í bílnum, t.d. á Markafljótsbrú þegar ekið er austur, sem segir að stormviðvörun sé í gangi milli Seljalandsfoss og Skógarfoss. Nauðsynlegt sé að minnka umferðarhraða eða bíða eftir að veður gangi niður. Eykur þetta enn á skilvirkni og árangur viðvarana. Notendur sjá þá sömu viðvaranir á vef, skjám um allt land og í bílum eða snjalltækjum. Ferðaáætlunum sem sendar eru inn í gegnum vefinn fjölgar á hverju ári og á árinu 2018 nýttu um 40.000 ferðalangar sér þennan möguleika. Af þeim voru um 6-7.000 sem nýttu sér vöktun. Allir þessar ferðalangar fengu textaskilaboð, sms, á þeim tíma sem ferðaáætlun þeirra var virk með þeim viðvörunum sem sagt er frá hér ofar. Svokallað „conditions“ kort, Íslandskort þar sem búið er að setja inn tengla á þær fjórar síður hjá Veðurstofu og tvær síður hjá Vegagerð sem flestir nota hefur mælst vel fyrir. Þar má einnig finna aðstæður á helstu ferðamannastöðum, þ.e. þegar eitthvað er þar sem hafa þarf í huga út frá öruggu ferðalagi. Ljóst er að mun auðveldara er að benda ferðamönnum sem og starfsmönnum ferðaþjónustu á einn stað, eina síðu, í stað þess að þurfa að heimsækja einar sjö síður. Í lok ársins var gengið frá samkomulagi við Samgöngustofu um að efla enn frekar aksturshluta Safetravel í samstarfi við starfsfólk þar. Á að beina umferð á drive.is inn á safetravel og auka þannig enn á heimsóknir þangað. Á fyrstu mánuðum 2019 verður því gengið í þá vinnu og ljóst að þetta samkomulag gerir enn frekar kleift að auka á umferðarfræðslu til ökumanna. Upplýsingaskjáir Safetravel Alls voru settir upp um 10 skjáir á þessu ári og eru þeir því orðnir um 100 talsins. Sem fyrr eru flestir skjáir á bílaleigum, svo bensínstöðvum og álíka þjónustustöðvum við hringveginn og aðra fjölfarna vegi landsins. Skjáina má einnig finna á flestum stærri upplýsingamiðstöðvum, gestastofum Vatnajökulsþjóðgarðs, flugvöllum, hótelum og víðar. Sem fyrr er þarna streymt upplýsingum um færð og veður í nágrenni hvers skjás auk annars efnis sem er árstíða- eða svæðisbundið. Unnið hefur verið að efni sem mun fara inn á einhverja skjái og er sérstaklega gert fyrir viðskiptavini bílaleiga. Er þar notast við útgefið efni frá Íslandsstofu, Samgöngustofu og fleiri aðilum. 58 | Árbók 2018
5 TUNGUMÁL Á VEFSÍÐUNNI SAFETRAVEL ÍSLENSKA, ENSKA, ÞÝSKA, FRANSKA OG KÍNVERSKA
Safetravel öryggisupplýsingamiðstöð Breytingar urðu á rekstri öryggisupplýsingamiðstöðvarinnar á árinu þegar tilkynnt var um lokun upplýsingamiðstöðvar ferðamanna í Ráðhúsi Reykjavíkur. Í ljósi þess mikla fjölda sem þangað kom var ekki talið tímabært að hætta með mannaða upplýsingamiðstöð þótt líklegt megi telja að upplýsingagjöf verði í auknum mæli á öðru formi í framtíðinni. What‘s On rekur nokkrar öflugar upplýsingamiðstöðvar í miðborg Reykjavíkur og tóku þau strax vel í að fá Safetravel öryggisupplýsingamiðstöðina í Bankastræti 2. Leggja þau verkefninu þar til húsnæði og aðstöðu og styðja þannig vel við þennan mikilvæga póst. Opnunartími skertist við þetta en var því mætt að hluta til með viðveru á samfélagsmiðlum og „chatboti“ eftir lokun þegar eitthvað bjátar á í veðri eða færð. Á árinu 2018 var rúmlega tíu þúsund ferðamönnum sinnt við komu í Safetravel öryggisupplýsingamiðstöðina og á þriðja tug þúsunda í gegnum ýmsa miðla, s.s. tölvupóst, samfélagsmiðla, Skype og spjallmenni (e. Chatbot). Spjallmennið var tekið í notkun í júnímánuði svo í raun er bara um hálft árið að ræða. Strax kom í ljós að þar færi miðill sem Slysavarnarnir ferðamanna | 59
tæki öllum öðrum fram því á örfáum mánuðum voru fyrirspurnir í gegnum spjallmennið orðnar fleiri en allir aðrir miðlar samanlagðir ef tölvupóstar eru undanskildir. Opnunartími öryggisupplýsingamiðstöðvarinnar er mánudaga til föstudaga kl. 8-18 og á laugardögum kl. 9-18. Helstu verkefni þeirra starfsmanna sem þarna starfa eru að svara þeim tugum fyrirspurna sem koma daglega svo og að setja inn viðvaranir, en í hverri viku er haft samband við nokkra tugi aðila til að fá yfirsýn yfir aðstæður á landinu. Þar má nefna lögregluumdæmi, landverði, starfsfólk veitingahúsa eða ferðaþjónustu þar sem ekki eru landverðir eða aðrir með fasta viðveru. Upplýsingar frá þessum aðilum eru nýttar í viðvaranir, á „conditions-kortið“ og í vikupóst þann sem sendur er á hátt í 5.000 netföng starfsmanna í ferðaþjónustu. Skiltagerð og álíka verkefni Það dugar ekki alltaf að snerta ferðalanga eingöngu á netinu eða í mönnuðum upplýsingamiðstöðvum. Snertipunktarnir þurfa stundum að vera fleiri og jafnvel þá á áfangastöðunum sjálfum. Nokkuð góð sátt hefur náðst um samræmt útlit á öryggisskiltum, fræðslu vegna öryggismála, og skera þau sig þannig úr en frá upphafi hefur verið unnið eftir þeirri aðferðafræði að því sértækari sem aðstæður geta verið því sértækari þurfi öryggisfræðslan að vera. Sett var upp skilti við bílastæðið niður að flugvélaflakinu á Sólheimasandi og var það unnið með landeigendum. Það skilti er á þremur tungumálum þ.e. íslensku, ensku og mandarín. 60 | Árbók 2018
Unnið var með Vatnajökulsþjóðgarði að skiltum sem sett voru upp við Jökulsárlón, Fjallslón og fleiri lón á svæðinu. Valin var sú leið að hafa skiltin því sem næst eingöngu með táknmyndum og stuttum texta þar undir. Sett voru upp Ortovox skilti í Glerárdal í Eyjafirði og við Þverárfjall í Skagafirði og í báðum tilfellum var um að ræða kostun af vélsleðamönnum á svæðinu. Landssamband íslenskra vélsleðamanna og deildir þess hafa verið afar duglegar við að taka þátt í uppsetningu þessa snjóflóðaskilta frá Ortovox. Safetravel dagurinn Að venju var blásið í herlúðra einn föstudag eins og fyrri ár undir nafninu Safetravel dagurinn. Föstudaginn 29. júní mættu vel á annað hundrað sjálfboðaliðar slysavarnadeilda og björgunarsveita á fjölfarna staði víða um land. Rætt var við bílstjóra og farþega um örugga ferðahegðun, ábyrgan akstur og þeim afhentur plastpoki sem síðar gat þjónað hlutverki bílaruslapoka. Í pokanum var efni frá Safetravel, Icelandic Pledge og Sjóvá, framrúðuplástur og hefðbundinn sáraplástur. Vaktin var staðin á um 50 stöðum um allt land og rætt við á bilinu 4-5.000 bílstjóra og svo farþega þeirra. Meðal þeirra staða sem verið var á má nefna Olís Norðlingaholti, Flugstöð Leifs Eiríkssonar, tjaldsvæði hér og þar um landið, N1 Blönduósi, Söluskálann á Sauðárkróki og Hlíðarenda á Hvolsvelli. Í þessu verkefni eins og svo mörgum öðrum er gaman að sjá hversu miklu samstarfið skilar. Slysavarnarnir ferðamanna | 61
Fjöldi verkefna var
15% færri
en á síðasta ári. Ýmis verkefni og samstarf Ferðaþjónustuaðilar á Snæfellsnesi undir forystu Svæðisgarðsins þar eru að byggja upp góða aðstöðu á Breiðabliki á sunnanverðu nesinu. Þar er upplýsingamiðstöð og sala á vörum og matvælum úr héraði svo eitthvað sé nefnt. Frá upphafi hefur verið lögð áhersla á öryggismál og að ferðamenn sem koma við í þessu „hliði“ að Snæfellsnesi séu upplýstir um aðstæður. Í samstarfi við ferðaþjónustuaðila á Breiðabliki var heill veggur málaður rauður, settur á hann upplýsingaskjár frá Safetravel og annar til við dyrnar sem sést í þegar lokað er. Þar var einnig lögð mikil vinna í að útbúa öryggiskort af Snæfellsnesi þar sem búið er að merkja inn þá staði þar sem öruggrar ferðahegðunar er frekar þörf og leiðbeint um í hverju hún felst. Fulltrúar frá fleiri svæðum hafa séð þennan öryggisvegg og lýst áhuga á að fá sams konar til sín. Hjá bílaleigunni Enterprize í Keflavík fór upp upplýsingaskjár Safetravel á árinu og bætt um betur því heill veggur var nýttur í að vekja athygli á helstu atriðum sem erlendir ökumenn þurfa að hafa í huga þegar ekið er um landið svo og sýnd helstu umferðarmerki sem kunna að vera ókunnug. Námskeiðið Aukin upplýsingagjöf var haldið á um tuttugu stöðum á landinu og hafa nú um 1.000 starfsmenn ferðaþjónustu sótt þetta 45 mínútna námskeið. Þar er farið yfir helstu atriði í upplýsingagjöf um aðstæður, helstu hjálpartæki starfsmanna og fleiri atriði. Námskeiðið er ókeypis og hægt að fá á starfsstöð fyrirtækis og er það auk þess væntanlegt í fullri lengd og niðurklippt eftir efnisþáttum sem fjarnámskeið. 62 | Árbók 2018
Fulltrúar frá Landsvirkjun komu að máli við okkur í upphafi árs með vangaveltur um hvort hægt væri að nýta ferðaáætlunarlausn Safetravel fyrir þá starfsmenn fyrirtækisins sem fara til fjalla. Unnið var með Landsvirkjun að lausn og seinnipart árs var fyrsta ferðaáætlun starfsmanna Landsvirkjunar send inn. Starfsmenn velja þá þann tíma sem þeir koma til baka. Ef þeir hafa ekki „stimplað“ sig út fyrir þann tíma sendir kerfið póst á stjórnstöð Landsvirkjunar sem setur af stað ferli til að kanna með viðkomandi starfsmann. Á endurmenntunarnámskeiðum hópferðabílstjóra hjá Kynnisferðum hefur verkefnastjóri Safetravel verið með fyrirlestra, annars vegar um helstu hjálpartæki til að meta og skoða aðstæður og hins vegar um öryggisáætlanir í starfi þeirra. Voru þessir fyrirlestrar fluttir nokkrum sinnum á þessum námskeiðum árið 2018. Í upphafi árs tók Safetravel þátt í Mannamóti markaðsstofanna. Góður og öflugur viðburður þar sem á einum degi næst samtal við fjölda ferðaþjónustuaðila um öryggismál, námskeið og annað sem vinna má saman að. Haldið var erindi um öryggi og stýringu ferðamanna hjá Ferðamálaskólanum í Kópavogi svo aðeins sé nefndur einn staður af mörgum. Nauðsynlegt er að fjalla um málaflokkinn í fjölmiðlum og þannig halda umræðunni sífellt í gangi. Safetravel var með svæði á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar í upphafi árs þar sem kynnt var hvað er í boði sem getur nýst fyrirtækjum í þeim samtökum. Á vordögum fór verkefnastjóri til Nýja-Sjálands til að skoða og kynna sér hvernig þar er unnið að slysavarnamálum og fræðslu um aðstæður til ferðamanna. Skemmst er frá að segja að í þeirri ferð sannaðist að hérlendis er verið að gera margt virkilega gott en um leið má læra mikið af þeirra nálgun og þá sérstaklega hvað varðar stýringu ferðamanna á vegum landsins, af umferðaröryggismálum. Ferðir sem þessar eru gullnáma og jafnast á við háskólanám, svo dýrmætar eru þær. Breska sendiráðið setti öryggismál ferðamanna í öndvegi á árinu og útbjó skemmtilegar bjórmottur sem dreift var á valdar krár. Auk þess lagði sendiráðið til spjaldtölvur sem þátttakendur á hálendisvakt nýttu til að sýna ferðamönnum veðurspár og kort og þannig upplýsa enn betur um aðstæður. Síðast en ekki síst kostaði sendiráðið upplýsingaskjái Safetravel í Stykkishólmi og í Grindavík. Um mitt árið tóku fulltrúar okkar þátt í fundinum Forvarnir og fyrsta hjálp hjá Samtökum ferðaþjónustunnar en góð mæting var á þann fund eins og ætíð á morgunfundi samtakanna. Slysavarnarnir ferðamanna | 63
Erindi var haldið fyrir skálaverði hjá Ferðafélagi Íslands í júnímánuði. Góður hópur þar á ferð sem oft reynir á þegar aðstæður breytast til hins verra á hálendinu eða þegar slys eða óvænt atvik setja strik í reikninginn. Nauðsynlegt að skálaverðir þekki til þeirra hjálpartækja sem má nýta, hvar má sækja upplýsingar um aðstæður og síðast en ekki síst til hvaða fyrstu viðbragða má grípa. Flutt var erindi á Umferðarþingi Samgöngustofu sem gerður var góður rómur að en í því var fjallað um stýringu ferðamanna á vegum landsins, rétta notkun ferðaþjónustumerkja, brúnna merkja og fleira til. Reykjavík Studios kom að máli við félagið og óskaði eftir því að gera sex sjónvarpsþætti um Hálendisvaktina. Unnið var með þeim að gerð þáttanna sem voru sýndir á Stöð 2 í byrjun ársins 2019. Á haustdögum var Safetravel með bás á ferðasýningu Ferðaklúbbsins 4x4 sem haldin var í Fífunni í Kópavogi. Nokkur þúsund gestir sóttu sýninguna og voru margir sem kynntu sér þær forvarnir sem þar voru í boði. Starfsmenn ferðamálaráðs Færeyja heimsóttu Safetravel á haustdögum og fengu kynningu á verkefninu og öllum þeim mörgu þáttum sem undir það heyra. Var mikil ánægja með kynninguna og óskuðu Færeyingar eftir að fá að nýta sér ákveðna þætti og var það auðsótt.
64 | Árbók 2018
40
ÞÚSUND FERÐALANGAR NÝTTU SÉR AÐ SENDA INN FERÐAÁÆTLUN
296 AÐVARANIR VORU SENDAR ÚT Á 5 TUNGUMÁLUM
10 ÞÚSUND ferðamenn komu í öryggisupplýsingamiðstöðina hjá Safetravel 2018
Flutt var erindi á fundinum Klár í Kína sem Íslenski ferðaklasinn stóð fyrir í lok september. Í október var Safetravel með kynningu á starfsemi sinni á bás Íslandsstofu á Vestnorden kaupstefnunni sem að þessu sinni var haldin á Akureyri. Eins og ætíð á þeim kaupstefnum næst gott og mikilvægt samtal um öryggismál auk þess sem sýnileiki er mikilvægur þessum verkefnum sem öðrum. Starfsmenn Vegagerðarinnar fengu kynningu á Safetravel verkefninu í október og vöknuðu margar spurningar og hugmyndir á þeirri kynningu. Í nóvember sótti verkefnastjóri ásamt fleiri félögum Slysavarnafélagsins Landsbjargar heimsráðstefnu um slysavarnir sem að þessu sinni fór fram í Bangkok í Tælandi. Flutti hann þar erindi um slysavarnir í umferðinni og sagði meðal annars frá upplýsingaskjákerfi Safetravel.
Slysavarnarnir ferðamanna | 65
3144 ferðamenn
nutu aðstoðar björgunarfólks á hálendisvaktinni Hálendisvaktin sumarið 2018 Fyrstu hópar héldu til fjalla þann 29. júní og óku í Landmannalaugar. Viku síðar átti tímabilið að hefjast á Sprengisandi og norðan Vatnajökuls, en forföll urðu á síðustu mínútu. Tókst þó að leysa það að mestu. Um miðjan júlí mættu svo fyrstu hópar í Skaftafell, en annað sumarið í röð stóðu hópar vaktina þar undir nafninu Viðbragðsvaktin. Veður var rysjótt fyrstu vikurnar og upplifun okkar fólks var sú að mun færra fólk væri á ferð. Staðfestist það síðar í samtölum við rekstraraðila sem fengu mun færri gistinætur í skálum á hálendinu þetta sumarið. Undir lok sumars rættist þó úr veðrinu og við það fjölgaði ferðalöngum eitthvað. Alls tóku þátt félagar úr einum 24 björgunarsveitum þetta sumarið auk félaga úr tveimur slysavarnadeildum. Sérstaklega var gaman að sjá að þátt tóku tvær einingar sem aldrei hafa tekið þátt áður og á blandviku mætti félagi úr einingu sem ekki heldur hefur tekið þátt áður. Ein blandvika var þetta sumarið og þar voru félagar úr fjórum einingum. Norskir félagar okkar frá FORF tóku einnig þátt þetta sumarið en alls voru 10 þátttakendur þaðan sem allir voru í Landmannalaugum, oftast einn í senn en í ein tvö skipti voru tveir saman. Ekki var annað hægt að heyra en þeir og okkar eigin félagar hafi verið sáttir við það samstarf. Alls voru vaktavikur sumarsins um tuttugu og ein sem er nokkur fækkun frá sumrinu áður þegar þær voru tuttugu og sex talsins. 66 | Árbók 2018
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
457
461
524
220
90
100
208
200
273
300
115
622
1000
400
244
2576
2313 1716
2171
2047
3033
500
1204
1917
2000
FJÖLDI ÚTKALLA
600
FJÖLDI VERKEFNA
3000
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
Tölfræðin Heildarfjöldi verkefna þetta sumarið var tæplega 2.600 eða um 15% færri en síðasta sumar. Líklegt má telja að það sé fyrst og fremst vegna styttri viðveru á svæðinu og færri ferðamanna á hálendinu framan af sumri. Nokkur útköll teljast þó ekki með í tölfræði hálendisvaktar og þar sem þau hefjast eða færast yfir á svæði. Þó að þau hafi verið fleiri en í meðalsumri er þó hægt að telja þau á fingrum sér. Fjöldi útkalla sumarið 2018 var 90 eða 25 færri en sumarið 2017. Fjöldi útkalla á viku er að meðaltali sá sami á milli sumra en eins og áður kom fram eru vaktavikurnar færri sumarið 2018 en 2017. Flokkun útkalla er á þann veg að undir F1, F2 og F3 útköll falla þau atvik sem líklega má telja að björgunarsveit hefði verið kölluð út í, hvort sem hálendisvakt væri til staðar eður ei. F4 útköll eru þá þau atvik sem sinnt er af því að björgunarsveit er á staðnum. Bent er á að fjöldi útkalla er ekki samanburðarhæfur nema frá 2015 þegar nýr aðgerðargrunnur gerði kleift að flokka og greina atvik betur en áður. Síðustu átta árin hefur ferðamönnum hér á landi fjölgað gríðarlega og í þeim talningum sem gerðar hafa verið á hálendinu er sama niðurstaða. Fjöldi atvika og útkalla á hálendisvakt hefur ekki verið í samræmi við þá fjölgun, hefur því í raun fækkað hlutfallslega sem er jákvæð þróun. Ekki er hægt að fullyrða að nein ein skýring sé á því en ljóst er þó að slysavarnir og aukin áhersla á öryggismál og fræðslu til ferðamanna er hluti af skýringunni, jafnvel stór hluti. Slysavarnarnir ferðamanna | 67
Þegar við horfum á fjölda útkalla, þ.e. F1, F2, F3 og F4 eftir svæðum, sjáum við að hlutfallsleg skipting er áþekk síðasta sumri nema hvað að útköllum fækkar hlutfallslega meira norðan Vatnajökuls. Skaftafell er eina svæðið þar sem útköllum fjölgar, en sú fjölgun felst fyrst og fremst í F4 útköllum.
Tegund aðstoðar, eða ástæða atviks eða útkalls með öðrum orðum, er eins og ætíð afar áhugavert að horfa á. Veikindi og slys er hlutfallslega jafnstórt og síðasta sumar en þá sáum við fjölgun þessara atvika. Vonir stóðu til að það sumar yrði undantekning en svo virðist ekki vera miðað við þessar tölur. 68 | Árbók 2018
Atvikum vegna fastra bíla fækkar hlutfallslega en aðrir flokkar standa nokkuð í stað milli ára en leitaratvikum fjölgar aðeins hlutfallslega og líklega nokkuð séu talin með þau atvik sem ekki teljast í tölfræði hálendisvaktar heldur svæða. Ef horft er til ferðamáta þeirra sem fengu aðstoð hálendisvaktar þetta sumarið má sjá að göngufólk er langstærsti hlutinn eða tæplega 40%. Þar á eftir eru það ferðamenn á leigðum jepplingum. Athygli vekur að einkabílar og jeppar eru um 10% og er það fjölgun frá því sem var. Skýringin gæti verið í fjölgun íbúaskipta en einnig má merkja fjölgun á atvikum sem snerta Íslendinga á eigin bifreiðum. Einnig má sjá að atvikum er snerta rútur heldur áfram að fjölga og sama gildir um aðstoð við starfsmenn ferðaþjónustu. Nokkur atvik í sumar tengdust rútum sem voru fastar utan vega eða í drullu. Slík atvik geta verið flókin því til að losa rútur getur þurft álíka stóra og þunga bíla eða nokkra jeppa með öflug spil. Oftast hefur þetta þó tekist án þess að það þurfi að kalla til sérstaka bíla um langan veg.
Á síðustu tölfræðimyndinni má sjá þann fjölda sem sjálfboðaliðar félagsins liðsinntu á hálendisvakt og viðbragðsvakt sumarið 2018. Fækkun á milli ára er um 13% sem er næstum sama fækkun og má sjá í tölfræði um fjölda verkefna. Líklegt er að það megi skýra að mestu með færri ferðamönnum á hálendi, að minnsta kosti framan af sumri og færri vaktavikum. Slysavarnarnir ferðamanna | 69
Þrátt fyrir að handtökin séu mörg og mikið sé lagt í hálendisvakt félagsins er óhætt að segja að slíkt gleymist eftir hvert sumar þegar tekið er á móti því þakklæti sem verkefninu og þátttakendum er sýnt. Landverðir, starfsmenn ferðaþjónustu, skálaverðir og skjólstæðingar segja eftir hvert sumar frá þakklæti sínu með því að nefna verkefnið og þátttakendur í skýrslum, senda póst á skrifstofu félagsins og með öðrum hætti.
„Ég hélt ég væri að deyja, veðrið var skelfilegt og þessi fallega Íslandsferð breyttist á nokkrum klukkustundum í martröð. Svo kom fólkið í rauðu úlpunum og sótti okkur, studdi okkur niður í skála þó það tæki margar klukkustundir, gaf okkur heitt að drekka og hjálpaði okkur að skipta um föt. Á nokkrum klukkustundum var martröðinni breytt aftur í fallega Íslandsferð þar sem þetta fallega fólk bjargaði okkur.“ Ofangreind orð voru send í kjölfar útkalls þar sem stormur og rigning setti strik í reikninginn í gönguferð nokkurra erlendra ferðamanna. Styttra viðbragð og fagleg vinnubrögð breyta þarna slæmri upplifun í góða eins og orðin sýna. 70 | Árbók 2018
Hálendisvaktin snýst ekki eingöngu um að vera með viðbragð á hálendinu til að styttra sé í bjargir til að sinna slysum, óhöppum og leitum þó sú hugsun sé jafngild og þegar verkefninu var hrundið úr vör fyrir einum fjórtán árum. Hálendisvaktin er líka félagsleg því það að verja dögum eða viku með félögum til fjalla, elda góðan mat, reyna á kunnáttu sína og hópsins í þeim atvikum sem upp koma og flandra um svæðin til að læra á vegi, gönguleiðir og örnefni eykur samkennd og félagslega hæfni þeirra sem þátt taka. Hálendisvaktin er einnig slysavarnir því með því að leiðbeina ferðamönnum varðandi veður, um gönguleiðir, um þverun straumvatna og annað sem til fellur er óhöppum og slysum forðað. Allt þetta gefur þátttakendum mikið, ekki síður en þeim sem njóta liðsinnis sjálfboðaliðanna sem sinna hálendisvakt Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Slysavarnarnir ferðamanna | 71
Mรกlefni sjรณbjรถrgunar 2018
72 | ร rbรณk 2018
Árið 2018 var viðburðaríkt í málefnum sjóbjörgunar hjá félaginu. Við upphaf árs voru fulltrúar allra björgunarbátasjóða boðaðir á vinnufund í Sæbjörgu til þess að fara yfir málefni sem að snúa að nýjum björgunarskipum. Þann 1. júní 2018 var síðan gefin út ítarleg skýrsla upp úr þeirri vinnu. Þar er farið yfir tillögur björgunarbátasjóða í sambandi við endurnýjun skipa félagsins og endurnýjun skipanna raðað niður eftir staðsetningum. Áfram var unnið allt árið 2018 við það að skoða möguleika í sambandi við endurnýjun björgunarskipanna. Markverðast er þó að í október tók Alþingi til umfjöllunar þingsályktunartillögu 125 sem snýr að eflingu björgunarskipaflota Landsbjargar. Fékk málið jákvæðar umsagnir bæði á þingi og í innsendum umsögnum hagsmunaaðila. Haustfundur björgunarbátasjóða var haldinn 16. nóvember í húsi sjávarklasanna í Reykjavík. Metþátttaka var á fundinum, rúmlega 30 manns sóttu fundinn fyrir hönd björgunarbátasjóða um land allt. Fundurinn var mjög jákvæður þar sem farið var yfir útköll og verkefni skipanna, fjárhag bátasjóðanna, framgang í sambandi við nýsmíði og Hilmar Snorrason, skólastjóri slysavarnaskóla sjómanna, hélt erindi og margt fleira. Af þessum fundi má helst taka það að skip félagsins eru almennt í góðu ásigkomulagi en allir sammála að endurnýjunarþörfin væri orðin mjög mikil. Framkvæmdastjórn björgunarbátasjóða og faghópur í sjóbjörgun funduðu samanlagt í tíu skipti á árinu 2018. Helsta málefni framkvæmdastjórnar var endurnýjun björgunarskipa. Helsta málefni faghóps var að rýna núverandi reglugerð 555/2008 um vél- og skipstjórnarréttindi björgunarskipa. Hópurinn hefur hug á að nýta árið 2019 til að fara ofan í kjölinn á reglugerðinni og leita stuðnings hagsmunasamtaka til þess að gera sjálfboðaliðum SL enn frekar kleift að afla sér réttinda á björgunarskip félagsins. Þó að félagið sé stórhuga í endurnýjun björgunarskipa hafa björgunarsveitir félagsins verið duglegar í endurnýjun björgunarbáta á árinu 2018. Fjöldinn allur af nýjum slöngubátum hefur bæst í tækjaflota félagsins á árinu. Eiga einingarnar hrós skilið fyrir og ljóst að björgun mannslífa á sjó er enn ofarlega í huga eininga félagsins. Í mars 2018 lauk Sigurður R. Viðarsson störfum fyrir félagið og hélt til annarra starfa og tók Örn Smárason við sem verkefnastjóri sjóbjörgunar. Félagið vill færa Sigga Viðars bestu þakkir fyrir ötult starf fyrir félagið á liðnum árum. Siggi er þó ekki alveg farinn, hann starfaði áfram í framkvæmdastjórn björgunarbátasjóða og hefur reynst nýjum starfsmanni sjóbjörgunar ómetanleg aðstoð þegar þurft hefur á að halda.
Örn Smárason, verkefnastjóri sjóbjörgunar. Málefni sjóbjörgunar | 73
Skipsskaðar 2018
Eldur Harpa Þann 12. febrúar 2018 kom upp eldur í farþegabátnum Hörpu sem lá mannlaus við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Það tók Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um tvær klukkustundir að slökkva eldinn að fullu og reykræsta bátinn sem var mikið skemmdur. Garðar Jörundsson Þann 18. maí 2018, þegar vinnuskipið Garðar Jörundsson var á siglingu frá Patreksfirði áleiðis til Tálknafjarðar, yfirhitnaði bb. aðalvélin það mikið að það þurfti að stöðva hana. Skömmu síðar kom viðvörun um eld í stb. vélarúminu og gangsettu skipverjar slökkvikerfið. Björgunarskipið Vörður dró Garðar til hafnar á Patreksfirði þar sem eldurinn blossaði upp aftur en slökkviliðsmönnum tókst að slökkva. Blikur Þann 25. júní 2018 bilaði túrbína aðalvélar og eldur kviknaði í gámaskipinu Blik sem var að koma til hafnar í Sundahöfn í Reykjavík. Verið var að leggjast að bryggju þegar atvikið varð og kom Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins á vettvang og slökktu eldinn. Fjórir skipverjar urðu fyrir reykeitrun og voru fluttir á sjúkrahús. 74 | Árbók 2018
Sæborg NS Þann 10. júlí 2018 var Sæborg NS 40 á siglingu á norðausturmiðum þegar eldur kom upp í bátnum. Varð hann alelda og komst skipverjinn í gúmmíbjörgunarbát. Þyrla LHG bjargaði manninum en báturinn sökk skömmu síðar. Sóla GK Þann 25. júlí 2018 kom upp eldur í Sóla GK þar sem báturinn var á strandveiðum á Vestfjarðamiðum. Skipstjórinn kallaði á aðstoð og fór í gúmmíbjörgunarbát. Fyrsti bátur á vettvang var Smári ÍS sem bjargaði skipverjanum. Björgunarskip kom á vettvang og freistaði þess að slökkva eldinn en þá sökk báturinn. Frosti ÞH Þann 2. október 2018 þegar Frosti ÞH 229 á togveiðum á Vestfjarðamiðum kom upp eldur í vélarúminu og var það tilkynnt til Vaktstöðvar siglinga. Öllum loftinntökum var lokað að vélarúminu og slökkvikerfi þess sett í gang. Togskipið Sirrý ÍS 36 kom fyrst á staðinn en TF-GNA, þyrla LHG, kom síðar með fimm slökkviliðsmenn sem komið var um borð í Frosta. Þyrlan tók einn skipverja frá skipinu vegna gruns um reykeitrun. Varðskipið Týr dró Frosta til Hafnarfjarðar og voru skipin komin þangað að morgni 4. október.
Sekkur Saga SU Þann 11. febrúar 2018 sökk fiski-/farþegabáturinn Saga SU 606 við bryggju á Breiðdalsvík. Veður var slæmt og fóru vindhviður upp í 30 m/s. Komið var að bátnum sokknum við bryggjuna og er talið að rifa hafi myndast eftir mikinn núning við bryggjuna svo sjór hafi komist inn. Sæfari SK Þann 19. maí 2018 var Sæfari SK á siglingu undan Reykjaströnd á Skagafirði þegar báturinn lagðist skyndilega á hliðina og hvolfdi en maraði með stefnið upp úr. Skipverjum var bjargað af björgunarsveitinni. Skipsskaðar | 75
Strand Masilik Þann 10. janúar 2018 var grænlenska línuveiðiskipið Masilik að fara frá bryggju við Vogabakka í Reykjavík áleiðis í slipp inn í gömlu höfninni. Þegar siglt var frá bryggjunni fór skipið of langt út frá bryggjunni og strandaði út af Vogabakka. Tókst að losa skipið nokkru síðar með aðstoð dráttarbátsins Magna. Engar skemmdir urðu á skipinu. Tjaldur Þann 21. febrúar 2018, þegar Tjaldur SH 270 var að fara úr höfn á Rifi, strandaði skipið á sandrifi í höfninni. Björgunarskipið Björg, ásamt tækjum á bryggju, tókst að losa Tjald og aðstoða hann að bryggju. Digranes NS Þann 9. maí 2018 strandaði Digranes NS 124 í fjörunni undan Skeggjastöðum í Bakkafirði. Tókst að ná bátnum á flot aftur. Grettir Þann 11. júní 2018 strandaði þörungaskipið Grettir BA en skipið losnaði af strandstað um fimm klst. síðar og án aðstoðar. Enginn leki kom að skipinu og var því siglt til Reykhóla. Glaður SH Þann 31. júlí 2018 strandaði Glaður SH 45 á skeri við Köngursey á Breiðafirði þar sem báturinn var við grásleppuveiðar. Losnaði báturinn sex tímum síðar og var dreginn til hafnar í Stykkishólmi. Sörli ST Þann 19. ágúst 2018 rak Sörla ST 67 á land í Þaralátursfirði þar sem báturinn hafði legið mannlaus við akkeri í nokkra daga. Björgunarskipið Gunnar Friðriksson fór á staðinn en ekki tókst að ná bátnum á flot á ný fyrr en 25. ágúst.
76 | Árbók 2018
Óskar SK 13 Þann 22. ágúst 2018 strandaði Óskar SK 13 á siglingu til Sauðárkróks. Björgunaraðilar voru ræstir út og náðist að losa bátinn. Var hann dreginn til Sauðárkróks. Steinunn ÍS Þann 3. september 2018 strandaði handfærabáturinn Steinunn ÍS 46 í Stigahlíðinni rétt við Bolungarvík. Báturinn skemmdist mikið og þegar hann var dreginn af strandstað sökk hann en það náðist að hífa hann á land. Fjordvik Þann 3. nóvember 2018 strandaði sementsflutningaskipið Fjordvik sem var að koma til hafnar í Helguvík. Lenti skipið utan í grjótgarð fyrir utan höfnina en miklar skemmdir urðu auk þess sem leki kom að því. Náðist skipið á flot aftur 9. nóvember og var það dregið til Hafnarfjarðar. Núpur Þann 25. nóvember 2018 strandaði línuveiðiskipið Núpur BA 69 skammt vestan við þorpið í Patreksfirði. Ekki tókst að ná skipinu á flot fyrir eigin vélarafli en varðskipið Þór kom daginn eftir og dró Núp á flot og fór með hann til Hafnarfjarðar. Amber Þann 9. desember 2018 strandaði hollenska flutningaskipið Amber við Hellinn í innsiglingunni til hafnar í Höfn í Hornafirði. Skipið losnaði með aðstoð dráttarbátsins Björns lóðs á háflóði að morgni 11. desember.
Skipsskaðar | 77
Árekstur Vestmannaey VE 444/Nordborg KG 689 Þegar Vestmannaey var að koma til hafnar í Vestmannaeyjum 23. febrúar 2018 lenti skipið með stefnið í síðu Nordborgar sem lá þar við bryggju. Teista ÁR 12/Golan ÁR 21 Þann 16. júlí 2018 sigldi Teista ÁR 12 á Goluna ÁR 21 sem var á veiðum um 12 sml út af Þorlákshöfn. Skemmdir urðu á báðum bátunum. Guðbjörg/Oddur V. Gíslason Þann 1. desember 2018 varð Guðbjörg GK 666 fyrir vélabilun á leið til hafnar í Grindavík. Óskaði skipstjóri eftir aðstoð björgunarskips til að fylgja þeim í land. Björgunarskipið Oddur V. Gíslason kom á staðinn en við það að koma taug á milli skipanna rákust þau saman með þeim afleiðingum að skemmdir urðu á Oddi V. Gíslasyni.
Skipsskaðar | 79
Slysavarnir 2018
Umferðin Á árinu 2018 slösuðust 1.289 manns í umferðinni. Þar af eru 18 látnir. Slysavarnafélagið Landsbjörg vinnur stöðugt að slysavörnum í umferðinni og þá oft í samvinnu við tryggingafélög og með markvissu samstarfi við starfsfólk Samgöngustofu. Umræða skapaðist á formanna- og fulltrúaráðsfundum um aukna þátttöku félagsins og eininga í forvörnum í umferðinni og skrifaði formaður félagsins m.a. nokkrar greinar í fjölmiðla um viðhorf ökumanna. Hér á eftir fer upptalning á þeim árlegu umferðarverkefnum öðrum en slysavörnum ferðamanna (sér skýrsla) sem sinnt var af félaginu og einingum þess á árinu 2018. Vertu snjall undir stýri Samkvæmt rannsóknum, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, bendir allt til þess að nær 25% af öllum umferðarslysum megi rekja beint til notkunar snjalltækja undir stýri. Slysavarnafélagið Landsbjörg hrinti af stað átaksverkefni árið 2017 með það að markmiði að breyta viðhorfi fólks til snjalltækjanotkunar og snúa þannig við þeirri óheillaþróun sem átt hefur sér stað vegna notkunar snjalltækja í umferðinni. Sextán stór fólks- og flutningafyrirtæki hafa skrifað undir samstarfssamning og merkt bílaflota sinn með viðvörunum og slagorðum. Þetta eru: Eimskip, Guðmundur Tyrfingsson, Hópbílar, HP gámar, MS, Sæti ehf., Samskip, Sjóvá, Tanni Travel, UPS, Vodafone, Hlaðbær Colas, Hópferðabílar Svans, Reykjavík Excursions, Íslenska Gámafélagið og Austfjarðaleið. Tvö önnur hafa skráð sig til þátttöku en það eru Ölgerðin og Vegagerðin. Búið er að halda námskeið/fyrirlestra fyrir á fimmta hundrað meiraprófsbílstjóra í ofangreindum fyrirtækjum og áætlað er að nálægt þrjú hundruð bílar séu nú merktir í umferðinni. Á árinu voru sektir við notkun snjalltækja
undir stýri hækkaðar áttfalt eða í 40.000 kr. Samkvæmt fyrstu vísbendingum virðist sú hækkun ekki hafa náð tilætluðum árangri til viðhorfsbreytingar. Það er því full ástæða til að blása í lúðra og halda áfram af sama krafti með verkefnið „Vertu snjall undir stýri“. Reiðhjól og hjálmar Á vordögum voru prentuð ný plaköt með leiðbeningum um öryggisatriði reiðhjóla undir slagorðunum „Hjólið þarf að vera í lagi“ og „Alltaf að nota hjálm“. Slysavarnadeildirnar sáu svo um að hengja þau upp í öllum grunnskólum og íþrótta- og frístundamiðstöðvum landsins. Á nokkrum stöðum koma einingarnar einnig að skipulagi hjóladaga í skólum ásamt lögreglu á staðnum. Slysavarnir | 81
Umferðaröryggiskönnun Í samvinnu við Samgöngustofu fóru félagar slysavarnadeilda út af örkinni og töldu samtals nálægt 5.000 ökutæki og skráðu þar notkun bílbelta, ökuljósa og snjalltækja. Niðurstöður þessarar könnunar eiga enn eftir að líta dagsins ljós. 22 einingar félagsins tóku þátt í þessu verkefni. Göngum í skólann Verkefninu Göngum í skólann var hleypt af stað í tólfta sinn 5. september og alls tóku 75 skólar þátt í verkefninu en það er metþátttaka frá upphafi. Meginmarkmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar og að draga úr umferðarþunga, mengun og hraðakstri nálægt skólum. Göngum í skólann er verkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, embættis landlæknis, mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Heimilis og skóla. 82 | Árbók 2018
Endurskinsmerki Skrifstofa félagsins pantar árlega endurskinsmerki sem einingar félagsins geta keypt á kostnaðarverði. Á árinu 2018 gáfu slysavarnadeildir og björgunarsveitir 6.000 endurskinsmerki til samfélagsins. Merkin voru m.a. gefin til leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, háskóla og til eldri borgara. Sýnileiki/öryggisvesti fyrir börn Á árinu unnu Slysavarnadeildirnar í samstarfi við 112, Dynjanda og fleiri fyrirtæki, með aðstoð skrifstofu SL, að verkefninu „Allir öruggir heim“ sem síðast var unnið 2014. Í ár voru gefin 9.000 sýnileikavesti merkt 112 í alla leikskóla landsins og einnig 1. bekk grunnskólanna. 112 dagurinn Árlegur dagur Neyðarlínunnar 112 var haldinn hátíðlegur 11. febrúar með þátttöku allra viðbragðsaðila að venju. Á höfuðborgarsvæðinu var tækjasýning á Hörputorgi og í Hörpu var dagskrá þar sem m.a. var útnefndur skyndihjálparmaður ársins. Einingar SL voru með opin hús víða um landið og kynntu starfsemi sína. Slysavarnir | 83
Örugg efri ár Á vordögum var bæklingurinn „Örugg efri ár“ uppfærður og endurútgefinn í samstarfi við Landssamband eldri borgara og heilbrigðisráðuneytið. Af því tilefni var hann kynntur bæði í fjölmiðlum og á fundum hjá félögum eldri borgara og hjá fagaðilum. Bæklingur félagsins þykir afar vandaður og er nýttur af fagfólki sem sinnir málefnum eldri borgara. Slysaskrá Íslands Frá ráðstefnu um slysavarnir í október 2017 hefur hluti Slysavarnanefndar SL fundað með bráðadeild LSH og fulltrúa frá landlækni um slysaskrá sem hefur mjög takmarkaða möguleika til upplýsinga/rannsókna í málaflokkum öðrum en „Umferð“ og stjakað við því að slysaskrá Íslands verði uppfærð og breytt í samræmi við gagnagrunna Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og Evrópska slysaskrá (Europian indjury Database). Í dag er staðan þannig að ekki fæst samanburðartölfræði frá Íslandi og því erfitt að gera sér grein fyrir þörfinni til slysavarna. Landlæknir hefur sett saman vinnuhóp sem á að koma með tillögur til úrbóta og Slysavarnafélagið Landsbjörg á fulltrúa í þeim hópi. Flugeldaforvarnir Fimmtánda árið í röð sendi félagið, í samvinnu við Blindrafélagið, Sjóvá, Odda og Póstinn, gjafabréf fyrir flugeldagleraugum til allra barna á aldrinum 10-15 ára. Gjafabréfið var hægt að innleysa á öllum flugeldamörkuðum björgunarsveita. Einnig voru framleidd til tilrauna tvö myndaspjöld þar sem ungir kaupendur gátu sett höfuðið í gat og fengið skopmynd af sér í anda öryggisakademíunnar. Þessi hugmynd er sniðug en þarf að þróa betur fyrir næstu áramót. Eldvarnabandalagið Slysavarnafélagið Landsbjörg er aðili að Eldvarnabandalaginu ásamt Brunabótafélagi Íslands, Félagi slökkviliðsstjóra, Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Mannvirkjastofnun, Sjóvá-Almennum, Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, TM, VÍS og Verði tryggingum. Eitt af verkefnum EB á árinu var að þýða handbók um eldvarnir á ensku og pólsku. Í handbókinni er fjallað ítarlega um eldvarnir heimilisins, eldvarnabúnað og helstu eldhættur á heimilum. Óhætt er að fullyrða að svo ítarlegar upplýsingar um eldvarnir hafi ekki áður birst á ensku og pólsku hér á landi. Einnig fékk EB Gallup til að gera könnun um eldvarnir á heimilum og niðurstaða þeirrar könnunar sýndi að fólk á aldrinum 25-35 ára stendur öðrum langt að baki þegar kemur að eldvörnum. 84 | Árbók 2018
Heimsráðstefna um slysavarnir Í byrjun nóvember ferðuðust 11 félagar til Bangkok á Tælandi til að sitja heimsráðstefnu slysavarna (e. World Conference on Injury Prevention and Safety Promotion: Advancing injury and violence prevention towards SDGs). Ráðstefnan fór fram í BITEC ráðstefnumiðstöðinni sem er afar stór og glæsileg en þar mátti velja á milli 122ja fyrirlestra auk 586 örfyrirlestra á veggspjaldasvæði. Slysavarnadeildirnar Það má með sanni segja að starf slysavarnadeilda sé í góðri uppsveiflu. Á Norðurlandi og Austurlandi voru haldnar vinnusmiðjur á vegum félagsins og góð mæting á báðum stöðum frá níu slysavarnadeildum. Virkilega góð mæting frá yfir tuttugu deildum á formannaog fulltrúaráðsfund. Metmæting var á Kvennaþing slysavarnadeilda sem haldið var af miklum myndarskap í Snæfellsbæ. Þar mættu á þriðja hundrað félagar sem kusu um nýtt nafn á samkomuna sem framvegis ber heitið Landsmót Slysavarnadeilda í anda jafnréttisstefnu félagsins. Á árinu var Slysavarnadeildin Þjóðbjörg í Borgarnesi endurreist með stuðningi frá stjórn SL og skrifstofu félagsins. Deildirnar hafa að sjálfsögðu jafnhliða því að taka þátt í verkefnum á landsvísu unnið sín árlegu verkefni heima í héraði af miklum sóma. Slysavarnir | 85
Aรฐgerรฐamรกl
1392 Síðustu þrjú árin hafa verið mjög svipuð í fjölda aðgerða björgunarsveita.
aðgerðir 2018
Árið 2018 voru allar aðgerðir björgunarsveita félagsins 1392 talsins eða um 32% yfir meðaltali áranna 2005 – 2018 og 8% aukning frá 2017. Samtals sinntu björgunarsveitir 1392 aðgerðum sem flokkast niður í útköll og þjónustuverkefni og útköll á hálendisvakt. Þær tölur sem hér eru settar fram að ofan eiga eingöngu við um aðgerðir sem voru boðaðar af Neyðarlínu og eru ótalin öll verkefni björgunarsveita sem eru ekki boðuð af Neyðarlínu og æfingar. Árið 2014 var tekið í notkun nýtt skráningarkerfi hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem má gera ráð fyrir að hafi bætt gæði og magn skráninga. Tölur eftir 2014 eru því marktækar enda fylgjast starfsmenn félagins með skráningum daglega.
Alls fóru björgunarsveitir Slysavarnafélagins í 932 F1,F2 og F3 aðgerðir á árinu og er hér um að ræða hrein útköll þar sem björgunarsveitir eru ræstar úr húsi vegna atburðar sem leiðir af sér aðstoðarbeiðni eða neyðarkall til Neyðarlínunnar. Eins og sjá má hefur fjöldi F3-F1 útkalla verið stöðugur s.l. þrjú ár. F3, F2 og F1 vísa til forgangs aðgerða þar sem F1 er aðgerð sem kallar á tafarlaus viðbrögð t.d. alvarlegt slys og F3 er verkefni þar sem skjólstæðingnum verður ekki meint af því að vera ekki í forgangi.
Aðgerðamál | 87
Verkefni hálendisvaktar eru ekki með í þessum tölum enda sérstök grein gerð fyrir þeim verkefnum en útköll (F1-F3) sem björgunarsveitir í hálendisvakt sinna eru talin með enda hefði þurft að boða björgunarsveitir út vegna þeirra ef hópar hefðu ekki þegar verið á hálendinu. Á eftirfarandi grafi má sjá mánaðarlegan samanburð við 2013 til 2018 og meðaltal frá 2001 og má sjá hversu sveiflukennd tölfræðin er.
88 | Árbók 2018
apríl rólegasti mánuður ársins
júlí
annasamasti mánuður ársins
Eins og sjá má á fyrrgreindu grafi eru talsverðar sveiflur milli ára ef fjöldi útkalla er skoðaður eftir mánuðum. Getur munur milli sömu mánaða verið allt að sexfaldur og er stærsta ástæðan fyrir þessum sveiflum fyrst og fremst veður og færð. Þjónustuverkefni fyrir Vegagerðina Samstarf við Vegagerðina sem var komið á árið 2014 hefur gengið mjög vel enda er ljóst að forvarnir með lokun vega þegar ljóst er að færð muni spillast draga verulega úr óþarfa útköllum. Lokanir vega þegar miklar líkur eru á ófærð hafa marg sannað sig og dregið úr óþarfa útköllum og óþægindum fyrir ferðalanga á þjóðvegum landsins. Aðgerðir ársins Á árinu 2018 voru skráðar 44 leitaraðgerðir og 112 aðgerðir þar sem björgunarsveitir fóru í eftirgrennslan án þess að úr því yrði formleg leit. Eins og á fyrri árum voru björgunarsveitir á landsbyggðinni oft fyrsta viðbragð í alvarlegum umferðarslysum. Alvarleg umferðaslys í dreifbýlu landi geta kallað á viðbrögð björgunarsveita og eru oft alvarlegustu slysin þar sem fjarlægð er mikil milli bæja. Eðli máls samkvæmt lendir nokkur hluti þessara alvarlegu slysa á fámennum björgunarsveitum. Að meðaltali fór hver björgunarmaður í 5,4 útköll á árinu 2018 miðgildið var 3 útköll. 10 efstu mættu að meðaltali 58 sinnum á árinu og 100 efstu 34,7 sinnum. 500 efstu mættu 17,3 sinnum. Aðgerðamál | 89
Nafn Fjöldi Svæði Dagssetning Leit á höfuðborgarsv. / Norðlingaholt
249
01
04.11 2018
Neyðarsendir norðan við Torfajökul
190
16
27.08 2018
Maður í Ölfusá
189
03
20.05 2018
Týndur unglingur í Kópavogi
170
01
09.05 2018
Hofsjökull - Íshellar
168
03
28.02 2018
Leit á höfuðborgarsvæðinu
154
01
30.10 2018
Leit að alzheimersjúklingi á höfuðborgarsvæðinu
146
01
13.01 2018
Leit að konu á höfuðborgarsvæðinu
143
01
25.11 2018
Leit á Selfossi
139
03
25.01 2018
Kaplakriki, leit að átta ára dreng
125
01
07.05 2018
Slasaður einstaklingur á Kirkjufelli
124
05
03.10 2018
Skipsstrand við Helguvík
120
02
03.11 2018
Leit á Höfuðborgarsvæðinu
114
01
17.04 2018
Leit á höfuðborgarsvæðinu
113
01
14.01 2018
Sandskeið - Fastir bílar
111
01
01.02 2018
Óveður Hbsv
110
01
11.02 2018
Neyðasendir í gangi við Svíahnjúk eystri
108
15
17.05 2018
Gönguskíðamenn v, Laugafell
99
11
13.02 2018
Leit að 10 ára kk á höfuðborgarsvæðinu
94
01
04.09 2018
Leit að manni í Garðabæ
87
01
04.02 2018
Leit að manni í sjálfsvígshugleiðingum.
85
11
19.11 2018
Ófærðaraðstoð Árnessýslu.
81
03
10.02 2018
Miðgerði ( Grenivík) Dalsmynni. svæði 11
80
11
30.12 2018
Laxárdalsheiði
80
05
04.11 2018
230 Leit að stúlku í Reykjanesbæ
80
02
02.08 2018
Óveður í RVK
80
01
21.02 2018
Leit að 17 ára stúlku á Höfuðborgarsvæðinu
80
01
04.02 2018
Leit að dreng á höfuðborgarsvæðinu
79
01
03.02 2018
Flugvél niður við Kinnafjöll
78
12
01.06 2018
Leit að manni við Helgafell
76
01
21.09 2018
Ófærðaraðstoð Árnessýslu
74
03
11.02 2018
Mosfellsheiði, fastir bílar
72
01
14.01 2018
Fastir bílar á Mosfellsheiði
71
03
16.01 2018
Maður féll í Goðafoss
69
12
30.09 2018
Rútuslys Borgarfirði
68
04
25.02 2018
Höfuðborgarsvæðið, óveður
65
01
09.01 2018
Hættustig Rauður KEF WoW117
62
02
01.11 2018
Ófærð - Hellisheiði, Mosfellsheiði, Kjósarskarð
62
01
10.02 2018
Óveður á höfuðborgarsvæðinu
62
01
11.01 2018
Kajakræðari í sjónum
59
01
08.11 2018
Eldur í hreyfli
59
01
09.08 2018
Slóðaleit við Sandskeið
55
01
26.05 2018
Kona í sprungu í Búrfellsgjá
50
01
04.07 2018
90 | Árbók 2018
Nafn
Fjöldi
Svæði
Dagssetning
Leit við Snarfarahöfn
50
01
20.04 2018
Týndir drengir á Hvammstanga
50
09
15.02 2018
Óveðursaðstoð á höfuðborgarsvæðinu
48
01
11.12 2018
Leit að manni við Haukadalsá í dölum
48
05
15.09 2018
Óvissustig Hellisheiði, Þrengsli, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði
48
03
01.02 2018
Hópslys Skeiðarásandur
47
15
27.12 2018
Fjórhjólaslys Kiðagil Sprengisandsleið
47
12
16.09 2018
Lokun á Hellisheiði og þrengslum sv3
45
03
10.02 2018
Leit við Egilsstaði
44
13
10.09 2018
Menn týndir við Heklu
44
16
04.02 2018
Ljósanótt 2018
43
02
01.09 2018
Leit að tveimur göngumönnum á milli Hrafntinnuskers og Álftavatns
42
16
17.06 2018
Námaskarð umferðarslys
41
12
25.09 2018
Óveðursaðstoð sv.3
41
03
14.02 2018
Maður í Kirkjufelli
40
05
18.09 2018
Bátur dettur úr skyldu í Önundarfirði
38
07
14.12 2018
Slys í klettum við Stóru Ávík í Árneshreppi
38
08
24.03 2018
Alzheimerleit á höfuðborgarsvæðinu
37
01
19.12 2018
Slys við Glym
37
04
16.08 2018
Kajakræðari í vanda
36
01
03.11 2018
Mosfellsheiði, neyðarsendir frá flugvél
36
01
18.08 2018
Vélarvana gámaskip Hoffell í mynni Reyðarfjarðar
36
13
07.01 2018
Sjálfhelda í Kirkjufelli
35
05
17.12 2018
Óveður Suðurnes
35
02
10.12 2018
Leit á landi
35
12
19.11 2018
Veiðimenn ekki skilað sér úr Þingvallarvatni
35
03
20.05 2018
Skagafjörður - Bátur á hliðinni
35
10
19.05 2018
Leit á Lambafell
34
03
14.10 2018
Slys í Þríhnjúkagíg
34
01
30.08 2018
Vélarvana bátur rekur að Garðskaga
32
02
25.10 2018
Slys Hveravellir / Strýtur
32
03
17.03 2018
2 einstaklingar sjáfheldu heiðarhorni
32
04
04.03 2018
Kona í Steinsholtsá
31
16
31.08 2018
Menn í sjónum við Hálshöfða
31
11
03.03 2018
Par í sjálfheldu í Esju
31
01
17.02 2018
Óvissustig / lokun Hellisheiði / Þrengslin
31
03
14.02 2018
Höfuðborgarsvæðið, leit að manni
31
01
11.02 2018
Aðstoða göngumenn á Esju
30
01
12.08 2018
Breiðafjörður strandaður bátur
30
05
31.07 2018
Neyðarskeyti frá flugvél
30
11
23.06 2018
Eftirgrennslan á Breiðamerkursandi/jökli
30
15
15.03 2018
Aðgerðamál | 91
Nafn
Fjöldi
Svæði
Dagssetning
Aðstoð Bröttubrekku og Holtavörðuheiði.
29
04
08.02 2018
Strandaður bátur við Reykjadisk
28
10
22.08 2018
Leit að konu í Heiðmörk
28
01
11.03 2018
F1 Bíll í Fiská við Vatnsdal
28
16
05.02 2018
Fall við Skógafoss.
27
16
10.07 2018
Örmagna á Fimmvörðuhálsi
27
16
25.06 2018
F1 Snjóflóð Flateyri - tveir bílar í flóðinu
26
07
30.11 2018
Maður í sjónum við Barm
26
12
24.09 2018
190 Slösuð kona við Keili
26
02
25.08 2018
Vélarvana bátur í Hvalfirði
26
01
24.07 2018
Eftirgrennsla eftir konu í Glerárdal
26
11
18.06 2018
Ölfusá
26
03
12.06 2018
230 Óveður á Suðurnesjum
26
02
11.01 2018
Eftirgrennslan á höfuðborgarsvæðinu
25
01
18.12 2018
Vestmannaeyjar. Óveðursaðstoð þakplötur að fjúka.
25
18
10.12 2018
92 | Árbók 2018
Slys Við boðun eru aðgerðir flokkaðar eftir forgangi og eru óveðurs- og ófærðarverkefni oftast flokkuð í lægsta forgang F3. Alvarleg slys eru flokkuð í efsta forgang F1. Minni slys og önnur verkefni þar sem bregðast þarf hratt við liggja mitt á milli í F2 forgangi. Alls voru 121 aðgerðir á F1 forgangi á árinu 2018 sem er fækkun frá 159 F1 útköllum á árinu 2017 og 115 frá árinu 2016.
Gerðir hafa verið samningar við nokkrar björgunarsveitir á Íslandi varðandi fyrsta viðbragð í slysum, bráðaveikindum og brunum. Má til dæmis nefna samning Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins við björgunarsveitina Kjöl á Kjalarnesi þar sem meðlimir björgunarsveitarinnar sinna fyrsta viðbragði á Kjalarnesi og Kjósarhreppi. Á árinu 2018 sinnti Kjölur alls 54 aðgerðum bæði slysum og bráðaveikindum á árinu sem er lítilsháttar fjölgun útkalla frá 42 aðgerðum árið 2017 en fækkun frá 53 aðgerðum árið 2016. Sambærilegur samningur er milli björgunarsveitarinnar Eyvindar á Flúðum og Heilbrigðisstofnunar Suðurlands þar sem meðlimir Eyvindar sinntu alls 20 aðgerðum bæði slysum og bráðaveikindum á árinu 2018 sem er talsverð fækkun miðað við 51 aðgerð á árinu 2017 og 39 aðgerðir á árinu 2016.
Aðgerðamál | 93
Aðgerðir á sjó Björgunarskip Slysavarnafélagsins, voru 13 talsins á árinu 2018 og eru staðsett þar sem slysahætta er talin mest vegna sjósóknar. Sérstakir sjóðir sjá um rekstur skipanna, samvinnuverkefni félagseininga á stöðunum, en Björgunarbátasjóður greiðir laun vélstjóra og meiriháttar viðgerðir. Flestir þessara báta voru fengnir frá systurfélögum okkar í Evrópu en þar fer fram mikil þróun í gerð og búnaði slíkra báta. Þessir bátar eru frá 15 og upp í 25 metra langir og allt að 85 tonn. Ganghraði bátanna er frá 12 og upp í 30 sjómílur og í áhöfn eru frá 4 og upp í 8 menn. Unnið er að heildar endurskoðun á staðsetningu og gerð björgunarskipa. Stefnt er á að hægt verði að endurskoða skipaflotann á komandi árum.
Harðbotna slöngubátar, en þeir eru 27 talsins með góða dreifingu umhverfis landið. Þeir eru á stærðarbilinu frá 5,5 og upp í 9 metra langir, ýmist með utanborðsvélum eða föstum dieselvélum. Nokkrir þeirra eru með litlu stýrishúsi en flestir eru alveg opnir en með stjórnpúlti og hnakk fyrir áhöfnina sem er yfirleitt 3-4 menn. Ganghraði þessara báta er yfirleitt nálægt 30 sjómílum.
94 | Árbók 2018
Hvenær eru björgunarsveitir kallaðar út? Til gamans má skoða hvenær sólarhrings björgunarsveitir mega eiga von á því að vera kallaðar út. Almennt séð eru verkefni björgunarsveita nokkuð dreifð yfir hábjartan daginn en sjaldgæft er að björgunarsveitir séu kallaðar út að næturlagi en þó ekki óþekkt.
Dreifing á vikudaga er nokkuð jöfn, fimmtudagar sýnu minnstir en verkefnin flest um helgar.
Aðgerðamál | 95
2531 2667
voru skráðir í aðgerðir 2017
voru skráðir í aðgerðir 2018
Framlag sjálfboðaliðans Alls voru 2667 björgunarmenn skráðir í aðgerðir á árinu 2018 miðað við 2531á árinu 2017. Alls mættu sjálfboðaliðarnir 13.902 sinnum á árinu miðað við 12.923 sinnum á árinu 2017.
Hér má sjá þróun á meðaltali útkalla á hvern virkan björgunarmann frá árinu 2014 til 2018. Hér er aðeins verið að skoða fjölda útkalla að meðaltali á hvern sjálfboðaliða.
Aðgerðamál | 97
Einingar 2018 98 | ร rbรณk 2018
Einingar Slysavarnafélagsins Landsbjargar Undir merkjum Slysavarnafélagsins Landsbjargar starfa þúsundir sjálfboðaliða, í 94 björgunarsveitum, 37 slysavarnadeildum og 48 unglingadeildum. Þessir hópar mynda þéttriðið öryggisnet um land allt og eru tilbúnar að bregðast við þegar áföll dynja yfir og óhöpp gerast. Leitar- og björgunarstarf á Íslandi byggir á sjálfboðaliðum Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Yfir 4.000 sjálfboðaliðar, konur og karlar eru á útkallslista félagsins, sérhæft björgunarfólk sem er reiðubúið til að leggja á sig mikla vinnu, oft við erfiðar aðstæður!
Einingar SL | 99
Björgunar-, slysavarna- og unglingadeildir Slysavarnafélagsins Landsbjargar eru staðsettar hringinn í kringum landið og mynda þannig þétt öryggisnet.
27
snjóflóða-, víðavangsog sporhundar
23.019
tóku þátt í námskeiðum Björgunarskólans 2013-2017
25.000 flugeldagleraugu eru gefin börnum árlega
632
eru virkir í slysavarnadeildum félagsins
800.000 ferðamenn heimsóttu vefsíðuna safetravel.is
1.200-1.800 er fjöldi útkalla sem björgunarsveitirnar fara í árlega
50.573
nemendur hafa sótt Slysavarnaskóla sjómanna frá upphafi
20.000 ferðamenn nýttu sér ferðaáætlanir Safetravel
430.000 ferðamenn fengu afhent prentað fræðsluefni frá Safetravel
100 | Árbók 2018
4.548
er fjöldi björgunarfólks á útkallsskrá
2.762 nemendur sóttu Slysavarnaskóla sjómanna
105
útköll á sjó eru unnar árlega
13
stór björgunarskip
2.500
endurskinsmerki hafa slysavarnadeildir gefið börnum árlega
24
3.000
leitardrónar
manns hefur verið bjargað úr sjávarháska frá stofnun félagsins
201
námskeið eru haldin af Slysavarnaskóla sjómanna
25
snjóbílar
892
eru starfandi í unglingadeildum
2008
var fyrsta árið frá upphafi sem ekki varð banaslys á sjó
894
björgunarmenn tóku þátt í fjölmennustu aðgerðinni
94
Björgunarsveitir
37
Slysavarnadeildir
48
Unglingadeildir
3-5
útköll eru að meðaltali á hverjum degi
394
er fjöldi námskeiða Björgunarskólans
104
136 vélsleðar
227
sérbúnir jeppar og bílar
9.000
endurskinsvesti eru afhent leikskóla- og grunnskólabörnum árlega af slysavarnadeildum
36
er meðalaldur björgunarsveitarfólks
3.635
harðbotna- og slöngubátar
ferðamönnum var harðbotnaog liðsinnt á hálendisvakt félagsins slöngubátar
Björgunarskip Slysavarnaskóli sjómanna
Einingar SL | 101
Svæði 7 Björgunarfélag Ísafjarðar Björgunarsveitin Björg Suðureyri
Svæði 6
Björgunarsveitin Dýri
Björgunarsveitin Blakkur Björgunarsveitin Bræðrabandið Björgunarsveitin Kópur
Björgunarsveitin Ernir Björgunarsveitin Kofri Björgunarsveitin Sæbjörg Flateyri
Björgunarsveitin Tálkni
Björgunarsveitin Tindar
Hjálparsveitin Lómfell
Svæði 9 Björgunarfélagið Blanda Björgunarsveitin Húnar Björgunarsveitin Strönd
Svæði 5 Björgunarsveitin Berserkir
Svæði 8
Björgunarsveitin Elliði Björgunarsveitin Heimamenn Björgunarsveitin Klakkur Björgunarsveitin Lífsbjörg Snæfellsbæ
Björgunarsveitin Björg Drangsnesi Björgunarsveitin Dagrenning - Hólmavík Björgunarsveitin Strandasól
Björgunarsveitin Ósk Svæði 1 Björgunarhundasveit Íslands Björgunarsveit Hafnarfjarðar Björgunarsveitin Ársæll
Björgunar
Björgunarsveitin Kjölur
Svæði 4 Björgunarfélag Akraness Björgunarsveitin Brák Björgunarsveitin Heiðar Björgunarsveitin Ok
Björgunarsveitin Kyndill - Mosf. Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík Hjálparsveit skáta Garðabæ Hjálparsveit skáta Kópavogi Hjálparsveit skáta Reykjavík Leitarhundar SL
Svæði 3 Björgunarfélag Árborgar Björgunarfélagið Eyvindur Björgunarsveit Biskupstungna Björgunarsveitin Björg Eyrarbakka Björgunarsveitin Ingunn
Svæði 2
Björgunarsveitin Mannbjörg Björgunarsveitin Sigurgeir
Björgunarsveitin Ægir Garði
Hjálparsveit skáta Hveragerði
Björgunarsveitin Sigurvon
Hjálparsveitin Tintron
Björgunarsveitin Skyggnir Björgunarsveitin Suðurnes Björgunarsveitin Þorbjörn
Svæði 18 Björgunarfélag Vestmannaeyja
102 | Árbók 2018
Svæði 11
Svæði 12
Björgunarsveitin Ægir Grenivík
Björgunarsveitin Garðar
Björgunarsveitin Dalvík
Björgunarsveitin Hafliði
Björgunarsveitin Jörundur
Björgunarsveitin Núpar
Björgunarsveitin Sæþór
Björgunarsveitin Pólstjarnan
Björgunarsveitin Tindur
Björgunarsveitin Stefán
Björgunarsveitin Týr
Björgunarsveitin Þingey
Hjálparsveitin Dalbjörg
Hjálparsveit skáta Aðaldal
Súlur - Björgunarsveitin á Akureyri
Hjálparsveit skáta Reykjadal
Svæði 13
Svæði 10
Björgunarsveitin Gerpir
Björgunarsveitin Grettir
Björgunarsveitin Ársól
Björgunarsveitin Skagfirðingasveit
Björgunarsveitin Bára
Björgunarsveitin Strákar
Björgunarsveitin Brimrún
Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð
Björgunarsveitin Eining Björgunarsveitin Geisli Björgunarsveitin Hérað
sveitir 2018
Björgunarsveitin Ísólfur Björgunarsveitin Jökull Björgunarsveitin Sveinungi Björgunarsveitin Vopni
Svæði 15 Svæði 16 Björgunarsveit Landeyja
Björgunarfélag Hornafjarðar Björgunarsveitin Kári
Björgunarsveitin Bróðurhöndin Björgunarsveitin Dagrenning - Hvolsvöllur Björgunarsveitin Kyndill Kbkl. Björgunarsveitin Lífgjöf Björgunarsveitin Stjarnan Björgunarsveitin Víkverji Flugbjörgunarsveitin Hellu
Einingar SL | 103
Svæði 7 Slysavarnadeild kvenna Bolungarvík - Bolungarvík Slysavarnadeild Hnífsdals - Hnífsdal Slysavarnadeildin Hjálp - Bolungarvík Slysavarnadeildin Iðunn - Ísafjörður Svæði 10 Svæði 6 Slysavarnadeildin Gyða - Bíldudal Slysavarnadeildin Unnur - Patreksfjörður
Slysavarnadeildin Drangey - Sauðárkrókur Slysavarnadeildin Harpa - Hofsós Slysavarnadeildin Vörn - Siglufirði
Svæði 5
Svæði 9
Slysavarnadeild Dalasýslu - Búðardalur Slysavarnadeildin Helga Bárðardóttir - Hellissandur Slysavarnadeildin Sumargjöf - Ólafsvík Slysavarnafélagið Snæbjörg - Grundarfjörður
Slysavarnadeildin Káraborg - Hvammstangi
Svæði 4
Slysavarna
Slysavarnadeildin Líf - Akranes Slysavarnadeild Þverárþings Svæði 1 Slysavarnadeildin í Reykjavík - Reykjavík Slysavarnadeildin Hraunprýði - Hafnarfjörður Slysavarnadeildin Varðan - Seltjarnarnes Slysavarnadeild Kópavogs - Kópavogur Svæði 2 Slysavarnadeildin Dagbjörg - Reykjanesbær Slysavarnadeildin Þórkatla - Grindavík Slysavarnadeildin Una - Garði Svæði 3 Slysavarnadeildin Björg - Eyrarbakka Slysavarnadeildin Tryggvi Gunnarsson - Selfoss 104 | Árbók 2018
Svæði 12 Slysavarnadeild kvenna Húsavík - Húsavík Slysavarnadeildin Hringur - Mývatn
Svæði 11 Slysavarnadeild kvenna Ólafsfirði - Ólafsfjörður Slysavarnadeildin á Akureyri - Akureyri Slysavarnadeildin Dalvík - Dalvík
Svæði 13
deildir 2018
Slysavarnadeildin Hafdís - Fáskrúðsfjörður Slysavarnadeildin Hafrún - Eskifjörður Slysavarnadeildin Rán - Seyðisfjörður Slysavarnadeildin Sjöfn - Vopnafjörður
Svæði 15 Slysavarnadeildin Framtíðin - Höfn
Svæði 18 Slysavarnadeildin Eykyndill - Vestmannaeyjar Einingar SL | 105
Svæði 7 Svæði 6
Unglingadeildin Ernir
Unglingadeildin Vestri
Unglingadeildin Hafstjarnan Unglingadeildin Tindar Unglingadeildin Sæunn Svæði 9
Unglingadeildin Björg
Unglingadeildin Skjöldur Unglingadeildin Blanda Svæði 5 Unglingadeildin Dreki
Svæði 8
Unglingadeildin Heimalingar
Unglingadeildin Sigfús
Unglingadeildin Óskar Unglingadeildin Pjakkur
Unglinga
Svæði 1 Unglingadeildin Árný Unglingadeildin Björgúlfur Svæði 4
Unglingadeildin Kyndill
Unglingadeildin Arnes
Unglingadeildin Stormur
Unglingadeildin Litla Brák
Unglingadeildin Ugla
Svæði 3 Unglingadeildin Bogga Unglingadeildin Bruni Unglingadeildin Greipur Unglingadeildin Strumpur Unglingadeildin Ungar Unglingadeildin Vindur
Svæði 2 Unglingadeildin Hafbjörg Unglingadeildin Klettur Unglingadeildin Rán Unglingadeildin Tígull Unglingadeildin Von 106 | Árbók 2018
Svæði 18 Unglingadeildin Eyjar
Svæði 11
Svæði 12
Unglingadeildin Bangsar
Unglingadeildin Mývargar
Unglingadeildin Dasar
Unglingadeildin Náttfari
Unglingadeildin Djarfur
Unglingadeildin Núpar Unglingadeildin Þór
Svæði 10 Unglingadeildin Glaumur Unglingadeildin Smástrákar Unglingadeildin Trölli
Svæði 13 Unglingadeildin Ársól Unglingadeildin Gerpir Unglingadeildin Héraðsstubbar Unglingadeildin Logi Unglingadeildin Særún Unglingadeildin Vopni
deildir 2018
Svæði 15 Svæði 16
Unglingadeildin Brandur
Unglingadeildin Hellingur Unglingadeildin Ýmir
Einingar SL | 107
Útkallið sem hafði áhrif Í lok mars árið 1985 voru þrír félagar í Flugbjörgunarsveitinni á Akureyri í gönguskíðaferð við Kverkfjöll á Vatnajökli. Þeir ætluðu að ganga þvert yfir jökulinn. Föstudaginn 29. mars verða þeir fyrir því óhappi að einn félaganna fellur í sprungu og festist þar, ómeiddur. Í kjölfarið fara af stað viðamiklar aðgerðir sem eiga eftir að hafa mikil áhrif á skipulag björgunarmála. Maður í sprungu Um klukkan 18 þann 29. mars heyrir flugvél í innanlandsflugi sendingu úr talstöð félaganna þriggja frá Akureyri og jafnframt að sá sem féll í sprunguna sé ómeiddur og þá vanti aðstoð til að ná honum upp. Þessi skilaboð berast víða, þau fara til Flugmálastjórnar, Slysavarnafélags Íslands, Flugbjörgunarsveitar Akureyrar og Landhelgisgæslunnar. Þyrlur Landhelgisgæslu og varnarliðsins og einnig flugvél Flugmálastjórnar fara á loft. Þyrlur gátu ekki athafnað sig vegna veðurs en flugvélinni tekst að miða þá út, út frá talstöðvarsamskiptum. Einnig hófu menn víða um land undirbúning leiðangra til að aðstoða mennina. Frá Mývatnssveit stefndu menn björgunarsveitarinnar Stefáns í átt til Kverkfjalla, tveir leiðangrar frá Akureyri, annar frá Flugbjörgunarsveit Akureyrar og hinn frá Hjálparsveit skáta á Akureyri, stefndu í Herðubreiðarlindir, leiðangur fór frá Reykjavík og Flug-
108 | Árbók 2018
björgunarsveitin á Hellu lagði af stað upp í Jökulheima. Þetta er að gerast milli kl. 19 og 23 um kvöldið. Lítið sem ekkert samráð er á milli þessara björgunarleiðangra á landi en vegna sameiginlegs fjarskiptakerfis og ekki síst vegna þess að flugvél Flugmálastjórnar var búin flugendurvarpa fyrir VHF var tryggt að menn heyrðu hver í öðrum. Fjölmiðlar á þessum tíma voru ekki eins margir og í dag. Margir heyrðu fyrst af þessu í lok dagskrár sjónvarps á föstudagskvöldið. Meðal annars björgunarsveitarmenn á Egilsstöðum. Um klukkan þrjú um nóttina leggja félagar úr Björgunarsveitinni Gró á Egilsstöðum af stað í áttina að skálanum í Snæfelli með lítinn snjóbíl. En áður en þeir lögðu af stað höfðu þeir haft samband við Svein Sigurbjarnason frá Eskifirði sem rak einn öflugasta snjóbíl landsins. Hann var kallaður Tanni og var búinn Loran leiðsögutækjum og snjótönn. Það var svo þessi leiðangur sem kom að mönnunum um klukkan 22 að kvöldi laugardagsins 30. mars, bjargaði manninum upp og flutti þá félaga til byggða. Alla nóttina og laugardaginn 30. mars reyndu hinir ýmsu leiðangrar að komast til bjargar. Á jöklinum voru 10 vindstig og skafrenningur. Norðanmenn komust frá Mývatni í Sigurðarskála og frá Akureyri í Þorsteinsskála í Herðubreiðarlindum. Sunnanmenn, þ.e frá Reykjavík og Hellu, stefndu í Grímsvötn. Auk þessara íslensku leiðangra gat þyrla Varnarliðsins lent 5 mílum sunnan við slysstað um hádegið og þaðan héldu fjórir bandarískir björgunarmenn gangandi áleiðis á slysstað. Þetta voru svokallaðir Pararescue björgunarmenn frá flughernum. Þeir urðu að gefast upp vegna veðurs og tjölduðu á jökli um kl. 18 þann 30. mars. Þeir voru svo sóttir af félögum sínum sunnudaginn 31. mars. Allan tímann vissu björgunarmenn hverjir af öðrum eins og áður sagði vegna VHF endurvarpa sem tryggðu fjarskipti úr flugvélum Flugmálastjórnar og Landhelgisgæslu. En það var engin samhæfð stjórn! Akureyringum var stjórnað frá Akureyri, mönnum frá Mývatni frá Mývatni, björgunarmönnum frá Reykjavík frá stjórnstöð LHS, húsi Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík, Gróubúð, húsi Björgunarsveitarinnar Ingólfs, og Egilsstaðamönnum frá Héraði. Öflugar björgunarsveitir með vélsleða á Suðurlandi voru ekki einu sinni kallaðar út, enda ekki ljóst hver átti að gera það? En allir komust heilir heim og umræðan sem fór af stað kom hlutum á hreyfingu.
Sögubrot 1918-2018 | 109
Eftirmálar Fyrirsagnir eins „Björgunaraðgerðir úr böndum“, „Ástandið var kolvitlaust metið“ og „Eins og útvarp frá kapphlaupi“ voru í blöðunum dagana á eftir. En menn sáu líka út úr þessu grín eins og Flosi Ólafsson leikari gerði í Þjóðviljanum 21. apríl 1985: Af öllum þeim fjölmörgu keppnum sem hérlendis er efnt til, má víst telja að engin veki fögnuð á við keppnir björgunarsveita þegar þær eru að bjarga öðrum björgunarsveitum sem hafa týnst í björgunarleiðangri út af týndum björgunarmanni, sem ekki fann rjúpnaskyttu af því að hún var komin til byggða. Helstu keppnisliðin í þessari skemmtilegu íþrótt eru Hjálparsveit skáta, Slysavarnafélagið, Flugbjörgunarsveitin og ameríski herinn. En einnig komu fram önnur rök eins og til dæmis frá Ingvari Valdimarssyni formanni Flugbjörgunarsveitarinnar í Reykjavík: Ég tel að síður en svo hafi verið um of marga björgunarmenn að ræða á svæðinu. Á jöklinum voru þegar mest var 30-40 manns og annað eins við jökulröndina. Ég held að okkur hefði ekki síður verið legið á hálsi ef við hefðum ekki sent nema einn leitarflokk og hann hefði ekki komist á leiðarenda. En skipti þessi aðgerð sköpum, breytti hún málunum? Hún að minnsta kosti flýtti fyrir framþróun þessara mála. Samráð hófst milli hinna þriggja björgunarsamtaka árið 1984. Og um þetta leyti hafði þeim Jóhannesi Briem, Tryggva Páli Friðrikssyni og Einari Gunnarssyni verið falið að gera tillögur að björgunarskipulagi sem varð síðar Lands- og svæðisstjórnarkerfið. Drög að rammasamkomulagi voru kynnt á þingi Slysavarnafélagsins vorið 1985. Samkomulag um skipulag leitar- og björgunaraðgerða á landi var svo undirritað af björgunarsamtökunum þremur þann 28. nóvember 1985. Fyrsta landsstjórn björgunarsveita var svo skipuð árið 1986
110 | Árbók 2018
Hvað höfum við lært af þessari aðgerð síðan? Árið 1998 varð alvarlegt slys á Grímsfjalli og þá var björgunarsveitum beint úr öllum áttum til bjargar líkt og gert var í þessari aðgerð. Munurinn var að það var gert undir samræmdri stjórn Landsstjórnar björgunarsveita með stuðningi fjölda svæðisstjórna. Sama má segja um aðgerð á Hofsjökli í febrúar 2006 þegar jeppi féll í sprungu. Í huga aðgerðastjórnenda þar var alltaf lagt upp með að tryggja aðkomu úr öllum áttum. Þannig að það má segja að orð Ingvars hafi verið rétt og sennilega hefði verið gerð athugasemd við ef ekki hefðu verið sendar bjargir frá fleiri ein einum stað. En þetta slapp vegna þess að menn gerðu rétta hluti án þess að tala sig saman. En það dó enginn og þessi aðgerð varð lokapunkturinn í að menn innan björgunarsamtakanna þriggja sem þá störfuðu sáu að bæta þurfti yfirsýn og skipulag þegar aðgerðir sem þessar komu til. Í dag þætti það algjör fásinna ef ekki væri samræmd stjórn og skipulag á svona aðgerð!
Sögubrot 1918-2018 | 111
Starfsfólk skrifstofu 2018 Efri röð frá vinstri. Örn Smárason verkefnastjóri sjóbjörgunar hóf störf 2018. Dagbjört H. Kristinsdóttir sjúkrakassaþjónusta, Jórunn Lovísa Sveinsdóttir þjónustuver, Helga B. Pálsdóttir verkefnastjóri, Ásta B. Björnsdóttir ræstingar, Oddur E. Kristinsson verkefnastjóri tölvumála, Gunnar Stefánsson skrifstofustjóri, Jón Svanberg Hjartarson framkvæmdastjóri. Neðriröð frá vinstri. Margrét Gunnarsdóttir verkefnastjóri fjármála, Guðbjörg Ó. Gísladóttir þjónustuver, Hildur Bjarnadóttir fjáraflanir hóf störf 2018, Helena D. Magnúsdóttir unglingamál, Arna b. Arnarsdóttir björgunarskólinn, Guðbrandur Ö. Arnarsson verkefnastjóri aðgerðamála, Davíð M. Bjarnason upplýsingafulltrúi. Á myndina vantar: Jónas Guðmundsson verkefnastjóra slysavarna Jón Inga Sigvaldason markaðs- og sölustjóri Karen Ósk Lárusdóttir björgunarskólinn Dagbjart kr. Brynjarsson skólastjóra björgunarskólans, hætti störfum um mitt árið 2018. Andra M. Númason skólastjóra björgunarskólans, hóf störf um mitt árið 2018. Jónínu Snorradóttir verkefnastjóra slysavarna Sigurð V. Ragnarsson verkefnastjóra sjóbjörgunar, hætti störfum mitt árið 2018. Edda B. Gunnarsdóttur björgunarskólinn, lést 2018.
112 | Árbók 2018
Slysavarnaskóli sjómanna Bjarni Þorbergsson kennari - háseti Bogi Þorsteinsson kennari - yfirstýrimaður Hilmar Snorrason skólastjóri-skipsstjóri Ingimundur Valgeirsson verkefnastjóri- háseti Jón Snæbjörnsson leiðbeinandi- stýrimaður Pétur Ingjaldsson leiðbeinandi- yfirvélstjóri Sigríður Tómasdóttir skrifstofumaður Sigrún Anna Stefánsdóttir leiðbeinandi-skrifstofumaður Steinunn Einarsdóttir kennari Vidas Kenzgaila ræstingar Þráinn Skúlason aðstoðarskólastjóri-bátsmaður Starfsfólk upplýsingamiðstöðvar ferðamanna (tvö stöðugildi) Anika Tuter Birna María Þorbjörnsdóttir Kristín jóna Bragadóttir Kristín Hulda Bjarnadóttir Lilja Steinunn Jónsdóttir Elín Harpa Valgeirsdóttir
Starfsfólk | 113
Edda Björk Gunnarsdóttir - minning Edda Björk Gunnarsdóttir, starfsmaður Björgunarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar, lést þann 12. ágúst 2018. Edda Björk var ráðin til starfa hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg haustið 2016 og starfaði við Björgunarskólann í fullu starfi en einnig var hún yfirleiðbeinandi við skólann á sviði leitartækni. Starf hennar var henni miklu meira en lífsviðurværi enda áttu björgunarsveitarstörf og allt sem þeim tengdust hug hennar allan og voru í raun lífstíll hennar. Hún var virkur félagi í Hjálparsveit skáta í Garðabæ en bakgrunninn sótti hún í skátastarf eins og svo margir sem í björgunarsveitum starfa. Edda Björk var okkur samstarfsfólki, hennar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, ekki aðeins frábær vinnufélagi heldur einnig einstakur vinur sem er sárt saknað. Hún gáraði vatnið hvar sem hún kom og skapaði með okkur skemmtilegar minningar sem við munum njóta að rifja upp um ókomna tíð. Við, samstarfsfólk hennar og vinir hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, vottum fjölskyldu hennar, ættingjum og vinum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Eddu Bjarkar Gunnarsdóttur. Starfsmenn og stjórn.
Starfsfólk | 115
LĂśg fĂŠlagsins
Lög Slysavarnafélagsins Landsbjargar 1. gr.
Heiti félagsins Félagið heitir Slysavarnafélagið Landsbjörg. Lögheimili og varnarþing þess er í Reykjavík. 2. gr.
Hlutverk Hlutverk félagsins er að reka öflugt björgunar- og slysavarnastarf. 3. gr.
Einkenni Merki félagsins er gulur kross og björgunarhringur umhverfis hann. Undir tákninu er nafn félagsins ritað. Stjórn setur reglur um nánari útfærslu og notkun á merki félagsins. 4. gr.
Skipulag Ákvörðunar- og framkvæmdavald Slysavarnafélagsins Landsbjargar er í höndum landsþings, fulltrúaráðsfundar og stjórnar, samkvæmt því sem nánar segir í lögum þessum. 5. gr.
Aðild Rétt til aðildar að Slysavarnafélaginu Landsbjörg eiga allar félagseiningar sem hafa björgunar og/eða slysavarnamál á stefnuskrá sinni. Hver félagseining Slysavarnafélagsins Landsbjargar er sjálfstæð gagnvart félaginu, bæði hvað varðar störf sín og fjármál. Unglingadeildir geta starfað innan félagseininga. Slysavarnafélagið Landsbjörg starfar í tengslum við önnur félög og stofnanir sem starfa að björgunar- og slysavarnamálum. Inntaka nýrrar félagseiningar er háð samþykki landsþings en lög hinnar nýju félagseiningar og félagatal skal þá liggja fyrir. Stjórn félagsins er heimilt að veita félagseiningu, sem uppfyllir nefnd skilyrði, inngöngu að starfsemi félagsins með fyrirvara um samþykki þings. Gerist félagseining eða stjórn hennar sek um brot á lögum þessum er landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar heimilt að víkja henni úr félaginu, að því tilskyldu að 2/3 hlutar þingfulltrúa greiði því atkvæði. Úrsögn félagseiningar úr félaginu er því aðeins gild að hún hafi verið samþykkt á lögmætum aðalfundi hennar og að stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafi verið tilkynnt með 2 mánaða fyrirvara að tillaga um úrsögn komi til afgreiðslu á fundinum. Úrsögn tekur gildi frá lokum þess reikningsárs félagsins er hún hlýtur samþykki. Félagseining, sem vikið hefur verið úr félaginu eða hefur sagt sig úr því, á ekki tilkall til sjóða þess eða annarra eigna, en veita má henni aðild að nýju. Allir geta gerst styrktaraðilar að Slysavarnafélaginu Landsbjörg.
Lög SL | 117
6. gr.
Réttindi og skyldur félagseininga Allar félagseiningar eiga jafnan rétt á þeirri þjónustu sem félagið getur látið í té. Félagseiningar skulu árlega halda aðalfund. Þar leggi stjórnir þeirra fram skýrslu um störf liðins árs og ársreikninga áritaða af stjórn. Félagseiningar skulu árlega senda starfsskýrslu og ársreikninga til skrifstofu félagsins. Að uppfylltum þessum skilyrðum öðlast félagseining rétt til úthlutunar úr sameiginlegum sjóðum félagsins og atkvæðisrétt á fulltrúaráðsfundi og landsþingi, ella teljast einingar óvirkar.¹ Verði eining óvirk um lengri eða skemmri tíma skal stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar ráðstafa eigum hennar samkvæmt lögum félagseiningarinnar og í samráði við heimamenn. ¹ Rgl nr. 1 frá 2009. 7. gr.
Fjármál Slysavarnafélagið Landsbjörg aflar fjár á þann hátt sem fulltrúaráðsfundur í nóvember ákveður. Ársreikningur félagsins skal afgreiddur á fulltrúaráðsfund- inum. Fjárhagsáætlun félagsins fyrir næsta ár skal lögð fyrir fulltrúaráðsfund til afgreiðslu. Landsþing ákveður hlutfallsskiptingu þess fjár sem félagseiningar fá úr sameiginlegum fjáröflunum. Breytingar á slíkri samþykkt taka gildi um næstu áramót þar á eftir. Sameinist félagseiningar, tvær eða fleiri, halda þær óbreyttri fjárúthlutun úr sameiginlegum fjáröflunum í tvö almanaksár frá sameiningu. Reikningsár félagsins er almanaksárið. Fyrir lok apríl ár hvert sendir stjórnin félagseiningunum endurskoðaða reikninga félagsins með rafrænum hætti. 8. gr.
Landsþing Landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar fer með æðsta vald í málefnum félagsins og skal það haldið fyrir lok maí mánaðar, annað hvert ár. Til landsþings skal boða bréflega með rafrænum hætti, með sjö vikna fyrirvara. Eigi síðar en þrem vikum fyrir landsþing skal stjórnin senda félagseiningunum dagskrá þingsins, tillögur um lagabreytingar, tillögur fjárveitinganefndar og tillögur uppstillingarnefndar. Stjórn félagsins getur boðað til aukaþings með sama hætti. Einnig skal boða til aukalandsþings ef ¾ virkra félagseininga óska þess og skal stjórn félagsins boða til aukalandsþings eigi síðar en fjórum vikum fráþví beiðnin um aukalandsþing kom fram. Á aukalandsþingi skal einungis taka fyrir mál samkvæmt útsendri dagskrá en að öðru leyti gilda almenn þingsköp.
118 | Árbók 2018
Eftirfarandi mál skulu tekin fyrir á landsþingi: 1) Formaður setur þingið og stýrir kjöri þingforseta, varaþingforseta og regluvarðar. 2) Þingforseti skipar tvo fundarritara og stýrir kjöri kjörnefndar, sem skal skipuð þremur þingfulltrúum og allsherjarnefndar, sem skal skipuð fimm þingfulltrúum. 3) Starfsskýrsla stjórnar og fjármál. 4) Inntaka nýrra félagseininga. 5) Niðurstöður milliþinganefnda. 6) Ýmis þingmál 7) Lagabreytingar. 8) Kosning: a) formanns b) átta stjórnarmanna c) tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara. d) fjárveitinganefndar, laganefndar og uppstillingarnefndar e) annarra nefnda. 9) Önnur mál. Kjörnefnd skal hafa eftirlit með undirbúningi og framkvæmd kosninga, skera úr um kjörgengi og kosningarétt, hafa yfirumsjón með talningu atkvæða og skera úr um gildi vafaatkvæða. Allsherjarnefnd skal vinna úr og samræma álitamál sem upp kunna að koma á þinginu og fundarstjóri vísar málum til. Ef ágreiningur er innan þingnefndar við ákvarðanatöku ræður meirihluti nefndarmanna og er ákvörðun þingnefndar endanleg. Kosið er skv. 8. tölulið í þeirri röð sem þar er ákveðin. Kosning skal ávallt vera skrifleg/rafræn. Kjörseðill er því aðeins gildur að kosnir séu jafnmargir og kjósa skal hverju sinni. Falli atkvæði jafnt skal varpa hlutkesti til að skera úr um hver frambjóðenda hefur náð kjöri. Séu framboð jafnmörg og fjöldi þeirra sem kjósa skal telst sjálfkjörið og kosning fer ekki fram. Þeir sem ekki ná kjöri skv. a-lið 8. tl. 2. mgr. 8. gr. verða sjálfkrafa í kjöri skv. b-lið 8. tl. 2. mgr. 8. gr. 9. gr.
Réttindi á landsþingi Rétt til setu á landsþingi félagsins eiga allir fullgildir félagar félagseininga. Hver félagseining fer með tvö atkvæði á þingi. Enginn þingfulltrúa fer nema með eitt atkvæði. Þingfulltrúi skal vera lögráða. Ef félagseiningar, tvær eða fleiri, sameinast skulu þær á næsta landsþingi þar á eftir halda atkvæðisrétti eins og þær hefðu ekki sameinast en þar á eftir fara með tvö atkvæði á þingi. Kjörbréf, undirritað af formanni eða stjórnarmanni hverrar félagseiningar, skal hafa borist skrifstofu Slysavarnafélagsins Landsbjargar eigi síðar en viku fyrir landsþing. Kjörnefnd tekur afstöðu til breytinga á framkomnum kjörbréfum og úrskurðar um gildi þeirra. Allir fullgildir félagar félagseininga á landsþingi hafa kosningarétt samkvæmt 1. og 2. tl. 2. mgr. 8. gr.
Lög SL | 119
10. gr.
Stjórn Landsþing kýs félaginu stjórn til tveggja ára í senn. Í stjórn félagsins sitja formaður, varaformaður, ritari og gjaldkeri, auk fimm meðstjórnenda. Stjórnarmenn félagsins skulu vera lögráða einstaklingar sem hafa óflekkað mannorð samkvæmt landslögum. Nú sætir stjórnarmaður sakamálarannsókn og ber honum þá að víkja sæti á meðan rannsókn stendur eða ef ákæra hefur verið gefin út á hendur honum. Stjórn félagsins fylgir eftir samþykktum landsþings og fulltrúaráðs. Stjórnin er í fyrirsvari fyrir félagið og ber ábyrgð á fjárreiðum þess. Afl atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum. Séu atkvæði jöfn ræður atkvæði formanns. Formaður boðar stjórn til fundar. Stjórnarfundur er löglegur ef meirihluti stjórnarmanna sækir fund. Stjórn kemur að jafnaði saman mánaðarlega. Fundargerðir skulu ritaðar. Stjórn boðar til landsþings og annarra funda, þar á meðal funda fulltrúaráðs og formanna. Hún undirbýr fundarmálefni, framfylgir fundaráætlunum og annast störf milli funda. Stjórn félagsins er í fyrirsvari fyrir félagið gagnvart einstaklingum, lögaðilum eða ríkisvaldi í sameiginlegum málefnum félagsins. Á fyrsta fundi stjórnar skal stjórn skipta með sér verkum og gera skipurit og starfslýsingu sem vera skal félagsmönnum aðgengileg. Stjórn er heimilt að skipa nefndir sér til aðstoðar og ákveður verksvið þeirra. Í upphafi starfstímabils stjórnar skal skipa samráðsnefnd um málefni unglingadeilda svo og ráðgjafanefnd vegna undirbúnings fyrir landsþing. Í ráðgjafanefdinni sitji formenn milliþinganefnda ásamt framkvæmdastjóra. Stjórnin ber ábyrgð á að starfsemi félagsins sé innan ramma fjárhagsáætlunar, samþykkta landsþings og fulltrúaráðsfunda. Stjórnin ræður framkvæmdastjóra félagsins. 11. gr.
Skýrsla stjórnar Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar skal á hverju ári gefa út ársskýrslu um starfsemi félagsins. 12. gr.
Milliþinganefndir Í fjárveitinganefnd skal kjósa formann, auk fjögurra fulltrúa; í laganefnd skal kjósa formann, auk tveggja fulltrúa; í uppstillingarnefnd skal kjósa formann, auk tveggja fulltrúa. Nefndarmenn skulu vera lögráða einstaklingar sem hafa óflekkað mannorð samkvæmt landslögum. Nú sætir nefndarmaður sakamálarannsókn og ber honum þá að víkja sæti á meðan rannsókn stendur eða ef ákæra hefur verið gefin út á hendur honum. Ef landsþing skipar aðrar milliþinganefndir en að framan greinir skal það vera ákvörðun landsþings hver fjöldi og hvernig uppbygging nefndarinnar skuli vera hverju sinni. Nefndirnar skulu skila tillögum sínum til stjórnar eigi síðar en fjórum vikum fyrir landsþing. Milliþinganefndir skulu taka til starfa að þingi loknu og starfa fram til loka þess næsta.
120 | Árbók 2018
Eftirfarandi skal vera hlutverk nefndanna: a) Fjárveitinganefnd skal sjá um endurskoðun á úthlutunarkerfi félagsins og leggja fram tillögu til fulltrúaráðsfundar til samþykktar haustið fyrir landsþing. Nefndin gerir tillögu um skiptingu fjármagns til félagseininga á landsþingi. b) Laganefnd skal annast endurskoðun á lögum félagsins, hafa eftirlit með því að þau standist rétt íslenskt málfar og brjóti ekki í bága við landslög. c) Uppstillingarnefnd skal tryggja að fram komi að minnsta kosti eitt framboð til hvers embættis innan stjórnar og þeirra nefnda sem getið er í 8. tl 2. mgr. 8. gr. Komi fram tvö eða fleiri framboð til embættis skal uppstillingarnefnd raða frambjóðendum eftir stafrófsröð. Uppstillingarnefnd skal leitast við að stjórn endurspegli breidd félagsins og skal jafnræðis gætt við kynningu á frambjóðendum. 13. gr.
Varasjóður Slysavarnafélagið Landsbjörg skal eiga varasjóð. Varasjóði félagsins er ætlað: a) að vera tryggingarsjóður vegna áfalla sem félagið kann að verða fyrir. b) að fjármagna önnur verkefni sem fulltrúaráðsfundir eða landsþing ákveða. Stjórn Slysavarnarfélagsins Landsbjargar skal árlega leggja fyrir fulltrúaráðsfund tillögu að upphæð varasjóðs. Ráðstöfun fjár úr varasjóði er aðeins heimil með samþykki fulltrúaráðsfunda eða landsþinga. Veðsetning varasjóðs, eða lántaka úr honum til skemmri eða lengri tíma, er óheimil nema með samþykki fulltrúaráðsfundar eða landsþings. Varasjóður skal varðveittur í banka eða hjá löggiltu verðbréfafyrirtæki. Meginstefna við vörslu hans skal vera öryggi frekar en há ávöxtun. Allt að 50% varasjóðs má að tryggja með veðböndum í fasteign en ekki minna en 50% skal varðveita í banka eða hjá löggiltu verðbréfafyrirtæki. Meginstefna við vörslu skal vera öryggi frekar en há ávöxtun. 14. gr.
Fulltrúaráð Fulltrúaráðsfundir fara með æðsta vald Slysavarnafélagsins Landsbjargar milli landsþinga og þá sitja einn fulltrúi hverrar félagseiningar, ásamt stjórn félagsins. Hver félagseining fer með eitt atkvæði á fulltrúaráðsfundi. Fulltrúaráð kemur saman til fundar í nóvember ár hvert, svo og þegar tíu félagseiningar æskja þess eða stjórn félagsins ákveður. Ef tíu félagseiningar hafa óskað eftir fulltrúaráðsfundi skal stjórn félagsins boða til fundarins eigi síðar en fjórum vikum frá því fundarbeiðnin kom fram. Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar boðar fundi og skal það gert með minnst tíu daga fyrirvara. Fundarboð skulu send félagseiningum ásamt dagskrárgögnum. Ársreikningur félagsins skal tekinn til afgreiðlsu á fundinum. Formaður félagsins setur fundi fulltrúaráðs og stýrir kjöri fundarstjóra. Meirihluti atkvæða ræður úrslitum mála, nema annars sé getið í lögum félagsins.
Lög SL | 121
15. gr.
Formannafundir Stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar skal boða til fundar með formönnum félagseininga það ár sem landsþing er ekki haldið. Formannafundur er vettvangur umræðna um þau mál sem snerta starf félagseininga. Í stað eins sameiginlegs formannafundar allra félagseininga má boða til funda eftir starfsvettvangi þeirra. Formannafundir hafa ekki ákvörðunarvald í málefnum félagsins. 16. gr.
Endurskoðun Reikningar Slysavarnafélagsins Landsbjargar skulu skoðaðir ár hvert af löggiltum endurskoðanda. Félagsleg endurskoðun reikninga er í höndum tveggja manna sem landsþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar kýs til tveggja ára í senn. Skoðunarmenn reikninga mega ekki sinna öðrum störfum fyrir félagið sem snerta fjármál. Þeir bera ábyrgð fyrir Fulltrúaráðsfund, þeir skulu eiga greiðan aðgang að öllu bókhaldi félagsins og er stjórninni skylt að veita þeim allar nauðsynlegar upplýsingar um fjármál og reikningshald þess. Felli fulltrúaráðsfundir reikninga félagsins fer fram yfirskoðun eftir reglum sem þingið setur. Að þeirri yfirskoðun lokinni skal boðað til framhalds fulltrúaráðsfundar sem tekur nánari ákvörðun um reikninga. 17. gr.
Reglur – reglugerðir Stjórn setur reglur og reglugerðir er varða starfsemi félagsins og endurskoðar þær eftir því sem þurfa þykir. Hlutverk reglna og reglugerða er að kveða nánar á um skipulag einstakra þátta í starfsemi félagsins og þær verða ávallt að eiga sér stoð í lögum félagsins. 18. gr.
Lagabreytingar og framboðsfrestur Lögum þessum verður ekki breytt nema á landsþingi og þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða til að breyting nái fram að ganga. Tillögur til lagabreytinga og yfirlýsing um framboð til embættis innan stjórnar eða nefnda sem greinir í 8. tl. 2. mgr. 8. gr. skal beint til skrifstofu félagsins eigi síðar en sex vikum fyrir landsþing. 19. gr.
Gildistaka Lög þessi öðlast þegar gildi.
Lög þessi voru samþykkt á landsþingi Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Akureyri þann 20. maí 2017.
122 | Árbók 2018
Slysavarnir | 123
Siรฐareglur
124 | ร rbรณk 2018
Siðareglur Slysavarnafélagsins Landsbjargar
Sérhverju starfi og hlutverki innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar fylgja tilteknar skyldur og þá um leið tilteknar siðareglur. Siðareglur félagsins eru í samræmi við þær siðareglur sem almennt gilda í samfélaginu. Siðareglur félagsins eru leiðbeiningar um það hvernig starfsfólk og félagar bregðist við þegar siðferðileg álitamál koma upp í störfum þess. Í siðareglunum birtast þau gildi sem eiga að einkenna samskipti innan félagsins. Reglurnar ná til allra félags- og starfsmanna. Siðareglunum er ætlað að auðvelda einstaklingum að rækja störf sín vel. Þær leysa félaga þó ekki undan þeirri ábyrgð að reiða sig á eigin samvisku í siðferðilegum efnum. Mikilvægasta hlutverk siðareglnanna er að veita almennari viðmiðanir um breytni og faglega ábyrgð en lagareglum er ætlað, enda gilda þær áfram þegar hinum lögfestu reglum sleppir. Þessum siðareglum er einnig ætlað að varðveita gott orðspor félagsins, ímynd og trúverðugleika. Siðareglurnar koma m.a. að gagni á eftirfarandi hátt: • Gefa skýrt til kynna hvaða gildi eru mikilvæg fyrir menningu félagsins. • Hvetja til faglegra vinnubragða. • Auka samkennd og samheldni. • Upplýsa um þau atriði sem félagið leggur áherslu á í samskiptum við almenning. • Minnka líkurnar á áföllum og hneykslismálum. • Við félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörg byggjum starf okkar á megingildum félagsins; fórnfýsi, forystu og fagmennsku. • Við sýnum góða hegðun í störfum og vanvirðum á engan hátt félagið, markmið þess eða merki. • Við virðum mikilvægi Slysavarnafélagsins Landsbjargar í samfélaginu og leggjum okkur fram um að félagið verði virt og metið í þjóðfélaginu. • Við virðum lög og reglugerðir. • Við virðum öryggi samborgara okkar og högum starfi okkar þannig að ekki skapist hætta af. • Við gætum þagmælsku um atriði sem við fáum vitneskju um í starfi okkar og leynt skulu fara. Þetta á einnig við um birtingu mynda af slysavettvangi. • Við virðum þann trúnað sem okkur er sýndur þegar okkur eru falin mikilvæg verkefni.
Siðareglur | 125
• Við virðum tilfinningar, friðhelgi og einkalíf annarra þegar slík mál koma upp í störfum okkar. • Við beitum ekki aðra einelti eða áreitni af neinu tagi. • Við virðum félaga okkar, skjólstæðinga og samstarfsaðila og gerum ekkert það sem rýrir mannorð okkar og félagsins. • Við hlýðum stjórnendum aðgerða eða æfinga og fylgjum því skipulagi sem sett hefur verið upp af stjórnendum. • Við virðum þær vinnureglur sem settar eru svo samhæfing starfa verði góð. • Við virðum verkefni okkar og samstarfsmanna okkar og gerum það sem þarf til þess að verkefnin megi leysa á skilvirkan og fljótan hátt. • Við þekkjum skyldur okkar, viðhöldum þekkingu okkar og kynnum okkur nýjungar er varða starfið til að varðveita hæfni okkar. • Við virðum öryggi og heilsu okkar, samstarfsmanna okkar og skjólstæðinga með því að fara að reglum og þjálfa okkur til að geta aðstoðað aðra í neyð. • Við sýnum fyllstu aðgát og varkárni við stjórn farartækja og gætum þess að valda ekki slysahættu né skemmdum á verðmætum eða náttúru. • Við virðum eignir og verðmæti annarra, mannvirki og sögulegar minjar og forðumst að valda spjöllum á þeim. • Við munum í störfum okkar bera og virða skilgreindan einkennisfatnað Slysavarnafélagsins Landsbjargar. • Við virðum merki félagsins við notkun á tækjum okkar og búnaði. • Við neytum ekki áfengis og vímuefna í einkennisfatnaði félagsins. • Við leggjum okkur fram um að láta ekki félaga yngri en 18 ára lenda í aðstæðum sem þeir ráða ekki við. • Við virðum áhuga þeirra og atorku en gerum okkur grein fyrir minni reynslu þeirra. • Við gætum að því að félagar á útkallslista björgunarsveita skulu vera fullra 18 ára. • Við gerum okkur ljóst að ef félagar gerast brotlegir við reglur þessar má vísa þeim úr starfi á vegum félagsins, tímabundið eða að fullu.
Einstakar félagseiningar geta sett strangari reglur en verða að gæta þess að tryggt sé að framangreindar reglur séu hluti þeirra. Reglur þessar ná til félaga í björgunarsveitum, slysavarnadeildum og unglingadeildum og starfsmanna Slysavarnafélagsins Landsbjargar, þegar þeir starfa á vegum þess.
126 | Árbók 2018
ร rbรณk 2018 | 127